fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
allt&ekkert
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Golfferð í kjölfar COVID-19 — segir Jónína Magnúsdóttir sem smitaðist af golfbakteríu á Spáni. „Ég les bæði skáldsögur og fræðibækur um þau málefni sem mér eru hugleikin hverju sinni. Nú er ég t.d. að lesa bók um breytingarstjórnun, Leading Change eftir John P. Kotter og Becoming eftir Michele Obama. Þá er ég alger fréttafíkill, fer á flesta vefmiðla daglega og oft á dag,“ segir Jónína Magnúsdóttir. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Ég er mjög vanaföst á morgnana og byrja alltaf á því að draga frá eða kveikja ljós fer fram og fæ mér vatnsglas. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta alltaf á útvarp þegar ég er í bíl. Spotify nota ég mikið heima og tengi við hátalarann, einnig þegar ég fer út að skokka eða ganga. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég syng nánast alltaf í sturtu eða baði, lögin eru mismunandi en syng oft lög með Dolly Parton og Kenny Rogers heitnum (Jolene, island in the stream) Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les bæði skáldsögur og fræðibækur um þau málefni sem mér eru hugleikin hverju sinni. Nú er ég t.d. að lesa bók um breytingarstjórnun, Leading Change eftir John P. Kotter og Becoming eftir Michele Obama. Þá er ég alger fréttafíkill, fer á flesta vefmiðla daglega og oft á dag. Það er ekki eitthvað sem gerðist eftir
að Covid kom upp, hef alltaf verið fréttaþyrst. Uppáhaldsvefsíða? Á mér ekki uppáhalds vefsíðu en ætli mest sótta vefsíðan hjá mér núna sé ekki landlaeknir.is En vegna starf míns hef ég þurft og valið að heimsækja hana ansi oft upp á síðkastið. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Horfi alltaf reglulega á Netflix og tek syrpur þar, ekkert sem ég er að taka sérstaklega fyrir núna. En hef nýverið lokið við að horfa á Twins og Exit á sjónvarpi símans. Uppáhaldskaffi eða te? Drekk ekki kaffi en drekk daglega te eða kakó frá Kamillu Ingibergsdóttur, kakó Kamillu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Andrar á flandri og Ace Ventura. Tókum smá Jim Carrey kvikmyndauppeldi á yngsta fjölskyldumeðliminn og höfum verið að horfa á Jim Carrey í þessari uppeldishrinu.
Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Það sem honum þykir best er ég ekki svo góð að elda, en það er naut og sér hann yfirleitt um þá eldamennsku. Hins vegar er ég góð í að matreiða kljúklingasalat af hinum ýmsum gerðum og hann er alltaf sáttur með þau, þannig að ég elda oftast kjúklingasalat ef ég vil gleðja hann. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Það verður að öllum líkindum golfferð þar sem ég fékk algera bakteríu eftir Spánarferð sl. haust. Uppáhaldsverslun? Á mér enga uppáhalds verslun en þar sem ég fer mjög reglulega í matvörubúð þá er Nettó uppáhalds matvörubúðin mín. Mér líkar afar vel hversu umhverfismálin skipa stóran sess hjá þeim sem birtist í vöruframboði og afsláttum t.d. til að koma í veg fyrir matarsóun. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Leti og framkvæmdaleysi.
Humar a la Helgi
eða bara pönnukökur — er það sem Helgi Valdimar Viðarsson Biering töfrar fram úr erminni þegar hann vill elda eitthvað gott
Helgi Valdimar Viðarsson Biering segir stóru fréttina síðustu daga, sem ekki tengist COVID-19, vera þá þegar Norðmenn fóru með látum frá Keflavík og vöktu alla bæjarbúa, nema hann!
Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Kyssi konuna mína góðan dag.
Já. „Tiny home nation“ og „Grand design“ á Netflix. Einnig „Brother vs Brother“ á sjónvarpi Símans.
Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Bæði. Fer eftir því hvað ég er að gera.
Uppáhaldskaffi eða te? Hvorugt. Ég er ekki nógu gamall fyrir slíka drykki.
Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Mér finnst rigningin góð
Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Heimatónleikar með Helga Björns og Brother vs Brother.
Hvaða blöð eða bækur lestu? Ferðabækur og blöð. Er núna með árbók Ferðafélags Íslands 1971 og útivistarblaðið Úti á náttborðinu.
Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Grilla góða steik, útbý Humar ala Helgi eða baka pönnukökur.
Uppáhaldsvefsíða? https://www.fi.is/
Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Fjallganga á erlendri grund með konunni minni annað hvort í Evrópu eða í Klettafjöllunum í Bandaríkjunum.
Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum?
Uppáhaldsverslun? Flest allar útilífsverslanir. Ég hef mjög gaman af útivist s.s. fjallgöngum og vil hafa góðan búnað og klæðnað sem hæfa áhugamálinu. Gott að vera búinn að fá Sport24 í þorpið. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki, leti og almennt áhugaleysi. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Þegar Norðmennirnir hættu loftrýmisgæslu og flúðu með látum frá landinu snemma morguns og vöktu nokkra bæjarbúa. Ég svaf það af mér.