Víkurfréttir 14. tbl. 41. árg.

Page 16

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Forstjóri Samherja laumaði sér aftur til starfa og enginn að pæla í því — segir Björg Hafsteinsdóttir sem dreymir um ferðalag án þess að vera með fulla vasa af spritti. „Stóra fréttin sem ekki tengist Covid-19 er að Þorsteinn Már Baldvinsson laumaði sér aftur til starfa hjá Samherja og það er enginn að pæla í því,“ segir Björg Hafsteinsdóttir. Hún segir draumafríið eftir Covid vera að ferðast um Ísland og þurfa ekki að forðast fólk og staði með fulla vasa af spritti. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að bursta tennurnar. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta alltaf á útvarp í bílnum og einnig á Spotify. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Í sturtu raula ég yfirleitt eitthvað sem hljómar í símanum, 80´s tónlist er í uppáhaldi bæði erlend og íslensk. Hvaða blöð eða bækur lestu? Les ekk mikið af blöðum en er alltaf með einhverja bók á náttborðinu, helst spennusögur. Uppáhaldsvefsíða? Uppáhaldsvefsíður eru fréttasíðurnar visir.is og mbl.is en einnig síður sem tengjast körfubolta og knattspyrnu.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Horfi mest á íþróttir í sjónvarpi en aðeins á Netflix undanfarið þar sem það eru engar íþróttir. Uppáhaldskaffi eða te? Uppáhaldskaffi er Cappuccino eða venjulegt koffeinlaust kaffi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Þættirnir „Nostalgía“ er það skemmtilegasta sem ég hef horft á í sjónvarpi nýlega. Hrikalega fyndnir. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Matreiði góða steik fyrir eiginmanninn ef það á að gera sér dagamun. Hreindýrasteik er í uppáhaldi hjá okkur báðum.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Draumafríið eftir Covid er að ferðast um Ísland og þurfa ekki að forðast fólk og staði með fulla vasa af spritti. Uppáhaldsverslun? Uppáhaldsverslun er Target í Bandaríkjunum, svo gaman að koma þangað inn og skoða. Er allt til þar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Það sem fer einna mest í taugarnar á mér er neikvæðni og óstundvísi. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Stóra fréttin sem ekki tengist Covid-19 er að Þorsteinn Már Baldvinsson laumaði sér aftur til starfa hjá Samherja og það er enginn að pæla í því.

Gott að hlusta á góðan playlista á Spotify — segir Gísli Gíslason sem dreymir um sólarlandaferð Heimatónleikarnir með Helga Björns og Síðan Skein Salka Sól er með því skemmtilegasta sem Gísli Gíslason hefur séð í sjónvarpi undanfarið. „Virkilega skemmtilegt,“ segir hann. Ef hann raular í baði, þá eru það íslenskir tónar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fer framúr rúminu er það fyrsta, svo pissa, tannbursta og hleypi hundinum út. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Já, bæði. Gott að hlusta á góðan playlista á spotify. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Líklega eitthvað íslenskt.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Mjög latur að lesa eftir að allt kom á netið. Eigum við ekki að segja VF er það blað sem ég les. Uppáhaldsvefsíða? vf.is / karfan.is Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Svona reglulega byrja ég að fylgjast með, en á það til að detta bara út og klára aldrei þætti, finnst samt gaman af einhverju íslensku. Uppáhaldskaffi eða te? Dolce Gusto Americano. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Heimatónleikarnir með Helga Björns.. Síðan skein Salka Sól. Virkilega skemmtilegt.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Grillað lamb er vinsælt. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Sólarlandaferð með fjölskylduna, erum sex, svo það væri geggjað að slaka á í sól og sumaryl. Uppáhaldsverslun? (Hvers vegna) Bónus, hagstæðast fyrir okkur, og yfirleitt allt til sem okkur vantar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ókurteisi og bílstjórar sem gefa ekki stefnuljós. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Erfið þessi, það virðist allt tengjast Covid-19. Jarðskjálftahrinan hér á okkar svæði er það sem kemur uppí hugann.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.