Víkurfréttir 14. tbl. 43. árg.

Page 1

Miðvikudagur 6. apríl 2022 // 14. tbl. // 43. árg.

H Á M A R KA Ð U VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI S Ý N I R A L LA R E I G N I R

Senda skreytta báta frá Sandgerði á Norðurskautið Nemendur í 4. til 6. bekk Sandgerðisskóla unnu að mjög skemmtilegu verkefni sem er samþætt samfélags- náttúrufræðigreinum og íslensku í þessari viku. Verkefnið heitir „Float Your Boat“ og er til vakningar um hlýnun jarðar. Sandgerðisskóla bárust nýverið viðarbátar frá Bandaríkjunum og allir krakkarnir sem komu að verkefninu fá einn viðarbát en þessir viðarbátar eru skreyttir og merktir af hverjum og einum nemanda. Bátarnir verða sendir til baka og þaðan fara þeir á strandgæsluskipið Healy alla leið á Norðurskautið þar sem þeir eru settir á ís með staðsetningatæki. Þegar ísinn bráðnar fara þeir af stað og geta nemendur þá fylgst með næstu árin hvar þeir eru staðsettir og hvort bátana hefur rekið á land. Nánar er fjallað um þetta áhugaverða verkefni í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 19:30 á Hringbraut og vf.is. VF-myndir: Páll Ketilsson

Stjórnendur hverfi frá ráðningu Leifs Garðarssonar Foreldrafélög Stapaskóla í Reykjanesbæ hafa sent áskorun á stjórnendur skólans og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þess efnis að hverfa frá ráðningu Leifs Garðarssonar í stöðu deildarstjóra unglingasviðs. „Þetta er gert vegna almennrar óánægju nemenda og foreldra við skólann varðandi þessa ráðningu,“ segir í yfirlýsingu sem Halldóra Bergsdóttir, formaður foreldrafélags grunnskólastigs Stapaskóla, sendir fyrir hönd stjórna foreldrafélaga grunnskólastigs og leikskólastigs Stapaskóla. Leifur hætti störfum sem skólastjóri Ásandsskóla í Hafnarfirði fyrir rúmu ári síðan í kjölfar þess að hann var uppvís að því að senda skilaboð til leikmanns í kvennaflokki í körfubolta. Körfuknattleikssambandið tók

NET SÍMI SJÓNVARP

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

PA L L@A L LT.I S | 560-5501

2

30%

kr/pk

ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER

LÖ G G I LT U R F A S T E I G N A S A L I

FLJÓTLEGT OG GOTT! 896

Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán.

ákvörðun um að Leifur myndi ekki dæma fleiri leiki en hann var reyndur körfuboltadómari í efstu deild. Formaður körfuknattleikssambandsins sagði við visir.is ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“.

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON

áður 1.299 kr

31% Nick’s ís saltkaramellu

fyrir

1

160 kr/stk

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

áður 229 kr

Nice’n Easy Snack Pizza m/skinku - 120g

Pepsi Max 0,5 cl

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Jónína leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ

29.336 Suðurnesjamenn 1. apríl

Íbúar Reykjanesbæjar voru 20.591 þann 1. apríl og hefur fjölgað um 210 talsins frá því 1. desember 2021. Íbúar Suðurnesjabæjar voru 3.774 og hefur fjölgað um 30 á sama tímabili. Íbúafjöldi í Grindavík var 3.614 um síðustu mánaðamót og þar hefur íbúum

Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann XO í Suðurnesjabæ, nýtt framboð í sveitarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í 2. sæti er Laufey Erlendsdóttir en þær eru báðar kunnar bæjarmálum í Suðurnesjabæ. „Bæjarlistinn XO var stofnaður í Suðurnesjabæ fyrir tæpum tveimur vikum. Það hefur gengið mjög vel að koma saman frábærum hóp af fólki sem er til í að vinna af heilindum og krafti fyrir Suðurnesjabæ,“ segir í frétt frá framboðinu. „Áherslur framboðsins eru á hagsmuni Suðurnesjabæjar og íbúa þess. Listinn er ekki tengdur ákveðnum stjórnmálaflokkum á landsvísu. Stefnumótun listans er í gangi þessa dagana og var opinn málefnafundur mánudaginn þar sem allir áugasamir gátu komið og tekið þátt í stefnumótun framboðsins. „Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun bæjarfélagsins og sýna hugrekki í ákvarðanatöku. Við horfum til málefna sem sameina byggðarkjarnana enn frekar og viljum stuðla að aukinni þjónustu,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Eftirfarandi aðilar skipa framboðslista bæjarlistans til sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 1. Jónína Magnúsdóttir, mannauðsstjóri 2. Laufey Erlendsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur 3. Jón Ragnar Ástþórsson, kennari og knattspyrnuþjálfari 4. Haraldur Helgason, matreiðslumaður 5. Fanný Þórsdóttir, bókavörður 6. Marínó Oddur Bjarnason, stuðningsfulltrúi 7. Heiðrún Tara Poulsen, fótaaðgerðafræðingur 8. Júdit Sophusdóttir, kennari 9. Eysteinn Már Guðvarðsson, vaktstjóri 10. Jóhann Helgi Björnsson, framhaldsskólanemi 11. Jón Gunnar Sæmundsson, verkefnastjóri 12. Bjarnþóra María Pálsdóttir, lögreglukona 13. Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri 14. Sigrún Harpa Arnrúnardóttir, stuðningsfulltrúi 15. Sindri Lars Ómarsson, kennari 16. Ósk Matthildur Arnarsdóttir, háskólanemi 17. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri 18. Ingimundur Þórmar Guðnason, rafm.tækifræðingur

fjölgað um 25 frá því í desember. Þá eru íbúar í Sveitarfélaginu Vogum 1.357 og hefur fjölgað um 19 frá því í desember. Suðurnesjamenn voru 29.336 þann 1. apríl og hefur fjölgað um 284 á fyrrgreindu tímabili.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Einar Jón leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ Framboðslisti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ hefur verið samþykktur. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi einstaklinga með góða þekkingu á sveitarfélaginu. Í hópnum eru reynslumiklir aðilar sem hafa stýrt hafa sveitarfélaginu af festu og skynsemi en þar eru einnig nýir frambjóðendur sem nú stíga sín fyrstu skref í sveitarstjórnarmálum fullir áhuga á því að gera góðan bæ enn betri. Einar Jón Pálsson stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar leiðir listann. Í öðru sæti er Magnús Sigfús Magnússon verkalýðsformaður og bæjarfulltrúi. Þriðja sæti listans skipar Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir verkefnastjóri ferðaþjónustu Reykjaness. Fjórða sæti skipar Svavar Grétarsson sölumaður og varabæjarfulltrúi og í

fimmta sæti er Eva Rut Vilhjálmsdóttir sundlaugarvörður og knattspyrnuþjálfari. Fullskipaður listi er sem hér segir: 1. Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar. 2. Magnús Sigfús Magnússon, verkalýðsformaður og bæjarfulltrúi. 3. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri Ferðaþjónustu Reykjaness. 4. Svavar Grétarsson, sölumaður. 5. Eva Rut Vilhjálmsdóttir, sundlaugarvörður og knattspyrnuþjálfar.i 6. Þórsteina Sigurjónsdóttir, skrifstofumaðu.r 7. Elín Björg Gissurardóttir, forstöðumaðir félagsmiðstöðv. 8. Guðlaug Helga Sigurðardóttir, atvinnurekandi.

9. Tinna Torfadóttir, forstöðumaður Dagdvalar aldraðra. 10. Arnar Geir Ásgeirsson, flugmaður. 11. Jónatan Már Sigurjónsson, aðstoðarvarðstjóri Flugverndar Isavia. 12. Auður Eyberg Helgadóttir, stöðvarstjóri einangrunarstöðvar. 13. Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson, löggildur fasteignasali. 14. Hanna Margrét Jónsdóttir, háskólanemi. 15. Anes Moukhliss, sölumaður í Fríhöfninni. 16. Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur. 17. Jón Heiðar Hjartarson, vörubílstjóri. 18. Bogi Jónsson, veitingamaður og frumkvöðull.

Fagnar áformum um fjölgun atvinnuleyfa til leiguaksturs 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar áformum um fjölgun atvinnuleyfa til leiguaksturs en bæjarfélaginu hefur borist erindi Samgöngustofu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna fjölgunar á atvinnuleyfum til leiguaksturs á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Samgöngustofu hefur borist erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar og eftir atvikum tillagna frá Samgöngustofu um hvort ástæða sé að fjölga

atvinnuleyfum til aksturs leigubifreiða um allt að 200 leyfi á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Samkvæmt lögum um leigubifreiðar, nr. 134/2001, setur ráðherra í reglugerð, að fengnum tillögum Samgöngustofu, nánari reglur um fjölda leigubifreiða á ákveðnum svæðum að fenginni umsögn viðkomandi sveitarstjórna. Núverandi hámarksfjöldi fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin eru 580 atvinnuleyfi, sbr. reglugerð um leigubifreiðar.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Allt fyrir páskana! Tilboð gilda 7.-18. apríl.

London lamb

2.239

kr/kg

30%

3.199 kr/kg

Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sandgerðingar fóru á kostum í Latabæ „Það sem var sérstaklega skemmtilegt var að það voru margir nemendur sem fengu tækifæri til að stíga út fyrir rammann og sýna á sér nýja hlið og mættu óhræddir fyrir framan fullan sal af fólki. Það er alveg ljóst að það eru margir ungir og efnilegir leikarar í sveitarfélaginu. Þetta var frábært verkefni og gaman að brjóta skólastarfið svona upp,“ sagði

Íris Valsdóttir, umsjónarkennari 7. bekkjar Sandgerðisskóla og leiklistarkennari, en hún var leikstjóri sýningarinnar Áfram Latibær sem var sýnd tvisvar á sal skólans. „Þó það séu bara tveir bekkir sem eru að leika í sýningunni er í raun allur skólinn sem tekur þátt í þessu því það er svo margt sem þarf að gera í svona stórri sýningu, alls kyns

tæknimál og stýringar, svo ekki sé minnst á æfingarnar og undirbúninginn. Þetta var miklu stærra en ég átti von á en alveg svakalega skemmtilegt og tókst svo vel,“ segir Íris. Páll Ketilsson pket@vf.is

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta í rafrænni útgáfu frá fimmtudegi 7. apríl. Einnig sýnt í Suðurnesjamagasíni.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

á timarit.is

Það var mikið fjör í Sandgerðisskóla og fjölmenni á sal skólans sem fylgdist með leiksýningunni Áfram Latibær. Þessar myndir voru teknar á annarri sýningunni sem sýndar voru.


Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is

Vefverslun

Michelin Cross Climate 2

Skoðað u úrvalið og skráðu þig

• Sumardekk fyrir norðlægar slóðir • Öryggi og ending • Halda eiginleikum sínum vel út líftímann

Nýtt

• Gott grip við allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum

Michelin e-Primacy

Michelin Pilot Sport 5

• Öryggi og ending

• Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu

• Frábært grip og góð vatnslosun

• Veita óviðjafnanlega aksturseiginleika

• Einstakir aksturseiginleikar

• Frábært grip og góð vatnslosun

• Ferð lengra á hleðslunni / tanknum

• Endingarbestu dekkin í sínum flokki

• Kolefnisjafnaður flutningur frá framleiðanda

Nýtt

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mánudaga til föstudaga kl. 8–18 Laugardaga kl. 9–13

ALLA LEIÐ


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Heiðarholt 42, Keflavík, fnr. 208-8892, þingl. eig. Helgi Rúnar Friðbjörnsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 09:00. Hringbraut 90, Keflavík, 50% ehl. gþ., fnr. 208-9351, þingl. eig. Stefanía Sunna Ragnarsdóttir, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 09:15. Vatnsnesvegur 34, Keflavík, fnr. 209-1156, þingl. eig. Baldvin Rafn Steinsson og Anna María Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 09:30. Framnesvegur 18, Keflavík, fnr. 208-7666, þingl. eig. Þórunn Björg Baldursdóttir og Jón Kristófer Fasth og Eva Dögg Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðendur HS Veitur hf. og Reykjanesbær og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 09:45. Sjávargata 30, Njarðvík, fnr. 209-4097, þingl. eig. Sædís Bára Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og TM tryggingar hf., þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 10:00. Njarðarbraut 11, Njarðvík, fnr. 225-5380, þingl. eig. Alda fasteignafélag ehf., gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 10:15. Birkidalur 3, Njarðvík, fnr. 229-7058, þingl. eig. Gunnar Daníel Sveinbjörnsson og Erla Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 10:45. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8876, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 11:05. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9590, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 11:08. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8875, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 11:11.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 4. apríl 2022

SMÁAUGLÝSINGAR Íbúð til leigu í Grindavík Til leigu þriggja herbergja íbúð að Ásabraut 16 í Grindavík. Laus 1. maí. Upplýsingar í síma 892-8352.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Svíður að sjá togarana sitja á þessum bletti utan við Sandgerði Sauðárkrókur, þaðan sem þessi pistill er skrifaður, á tengingu við Suðurnesin, fyrir ansi marga hluti. Til dæmis var eitt sinn bátur í Sandgerði sem hét Sandgerðingur GK. Hann var seldur til Sauðárkróks og fékk þar nafnið Ólafur Þorsteinsson SK. Stærsta tengingin er þó tengt togurum sem voru gerðir út í Keflavík fyrir um 40 árum síðan. Þá var til Hraðfrystihús Keflavíkur (HK) og það fyrirtæki gerði út tvo skuttogara frá sirka 1975 og fram til 1988. Þessir tveir togarar hétu Aðalvík KE og Bergvík KE. Þegar kom fram á árið 1988 var HK orðið í nokkrum rekstrarerfiðleikum og Útgerðarfélag Skagfirðinga, sem í dag heitir FISK, keypti báða þessa togara en lét af hendi frystitogarann Drangey SK. Þegar HK tók við rekstri Drangeyjar SK, sem HK gaf nafnið Aðalvík KE, létu þeir breyta honum í alfrystitogara, sem þýðir að um borð var fiskurinn flakaður, en þegar að hann hét Drangey SK þá var fiskurinn bara heilfrystur um borð. Rekstur Aðalvíkur KE sem frystitogara gekk mjög illa. Bæði voru breytingar dýrar og svo var mikið um bilanir og á endanum þá fór HK í greiðslustöðvun árið 1990 og þá

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

var Aðalvík KE seld til Akureyrar og fékk þar nafnið Sólbakur EA. Færum okkur frá Sauðárkróki og til Suðurnesja. Núna er mikill fjöldi á veiðum utan við Grindavík og nokkur mikill floti á Selvogsbankanum. Mokveiði hefur verið hjá þeim bátum sem eru þar. Lítum á nokkra. Hafrafell SU með 54 tonn í þremur róðrum og mest 21 tonn. Sandfell SU 40 tonn í þremur róðrum og mest 14 tonn. Daðey GK 31 tonn í þremur róðrum. Bíldsey SH 43 tonn í þremur róðrum og má geta þess að báturinn komst í tæp 25 tonn í einni löndun og var þá allt kjaftfullt um borð í bátnum, sjö kör voru full á dekki, lestin var full og laust var um allt í bátnum. Utan við Sandgerði hafa handfærabátarnir verið og þeir hafa fiskað vel. En eitt vekur athygli. Það er fjögurra mílna landhelgi utan frá Reykjanesi og að Sandgerði. Þar beygir línan í norðvestur og fer þaðan beint yfir Faxaflóann og yfir að Malarrifi á Snæfellsnesinu. Innan þessarar línu eru togveiðar bann-

línubáturinn Sighvatur GK frá Grindavík átti risa mánuð í mars því að báturinn aflaði alls 734,1 tonn í sex róðrum aðar. En beint utan við Sandgerði beygir þessi lína og í þessari línu hafa 29 metra togarar frá Grundarfirði togað fram og til baka núna í hátt í tvær vikur. Miðað við veiðina hjá þeim þá hafa þeir fiskað mjög vel þarna, t.d. var Sigurborg SH með 100 tonn, Runólfur SH með 70 tonn og Farsæl SH 100 tonn í tveimur löndunum en hinir eftir eina löndun. Sjómenn sem ég hef talað við og hafa róið frá Sandgerði segja að þessi beygja útaf Sandgerði sé mjög

góð enn þeim svíður að sjá togarana sitja á þessum bletti því þarna gætu t.d. bátarnir með línu, net og færi fiskað vel. Og talandi um góða veiði má geta þess að línubáturinn Sighvatur GK frá Grindavík átti risa mánuð í mars því að báturinn aflaði alls 734,1 tonn í sex róðrum eða að jafnaði 122 tonn í löndun. Stærsti túrinn var 154 tonn. Þessi afli er einn sá mesti sem að línubátur hefur náð á einum mánuði.

Við byggjum landeldi til framtíðar Samherji fiskeldi leitar að drífandi og öflugum byggingarverkfræðingi í reynslumikið teymi sem vinnur að hönnun og undirbúningi framkvæmda sem tengjast fyrirhugaðri uppbyggingu félagsins á Reykjanesi og í Öxarfirði. Til stendur að reisa eldisgarð fyrir 40 þúsund tonna framleiðslu á laxi á landi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi. Þar er markmið okkar er að framleiða frábæra vöru með lægra vistspori en þekkist annarstaðar með nýtingu affallstrauma. Við leitum að aðila með: Menntun á sviði byggingarverkfræði/tæknifræði eða aðra menntun sem nýtist í starfið. Reynslu, þekkingu og getu til að skipuleggja framkvæmdir og fylgja þeim eftir. Reynslu úr stórum byggingarframkvæmdum, gerð útboðsgagna, samningum við verktaka og eftirfylgni. Þekkingu á Autodesk umhverfi og BIM/ACC. Góða tölvukunnátta, vald á helstu forritum. Góða enskukunnáttu. Lausnamiðað hugarfar og hugmyndaauðgi. Jákvæðni, hæfni og vilja til að takast á við flókin verkefni og starfa í hóp ólíkra einstaklinga með sama markmið Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2022 og sækja skal um á www.mognum.is og skila með fylgigögnum. Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 560 9000 og Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is. Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi.

Samherji fiskeldi er dótturfyrirtæki Samherja og er fiskeldisfyrirtæki sem rekur fimm eldisstöðvar, tvær á Suðurnesjum, eina í Ölfusi og tvær í Öxarfirði. Hjá okkur starfa tæplega 100 manns með fjölbreytta menntun og reynslu. Samherji fiskeldi er sérhæft í landeldi á laxi og bleikju og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu landsins í Sandgerði sem er sérhæfð til vinnslu á bleikju. Félagið er stærsti bleikjuframleiðandi í heimi. Samherji fiskeldi hefur verið í landeldi á laxi í meira en tvo áratugi og hyggst stækka vaxa á því sviði á komandi árum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun eldisstöðvar í Öxarfriði. Undirbúningur að 45 milljarða framkvæmda á Reykjanesi er í fullum gangi. Félagið og selur afurðir sínar ferskar og frosnar til kröfuhörðustu stórmarkaða og veitingahúsa víða um heim. Gæði og áreiðanleiki eldisferils Samherja fiskeldis er vottaður af óháðum aðila.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7

Heimsókn frá umboðsmanni barna til Reykjanesbæjar Umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins kíktu í heimsókn til Reykjanesbæjar sl. miðvikudag. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri tók á móti starfsfólki embættisins í ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem þau fengu kynningu á starfsemi barnaverndar, barnaog fjölskylduteymis og teymis Alþjóðlegrar verndar. Því næst voru nokkrir skólar heimsóttir en komið var við í Stapaskóla, Háaleitisskóla, tónlistarskólanum og leikskólanum Tjarnarseli. Einnig var komið við í 88 húsinu og Fjörheimum þar sem boðið var upp á kynningu á starfsemi hússins og framtíðarsýn þess. Þá fengu umboðsmaður og starfsfólk embættisins kynningu á nýrri menntastefnu Reykjanesbæjar til ársins 2030, innleiðingu Barnasátt-

málans í Reykjanesbæ og verkefninu Réttindaskólar og -frístund UNICEF sem innleitt hefur verið í Háaleitisskóla. Umboðsmaður ræddi við börn í skólunum og sagði þeim meðal annars stuttlega frá embættinu og störfum umboðsmanns barna og hvaða hlutverki umboðsmaður gegnir fyrir börn.

S.ICELAND ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA FJÁRMÁLASTJÓRA Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði, metnað og kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd og fylgja þeim eftir. S.Iceland er framleiðslufyrirtæki, staðsett í sveitar félaginu Garði, sem sérhæfir sig í framleiðslu á marningi og frosnum fiskiafurðum. Starfs- og ábyrgðarsvið: n Dagleg umsjón með fjármálum fyrirtækisins n Yfirumsjá með reikningagerð og útflutningspappírum n Stjórnendaupplýsingar til framkvæmdastjóra og stjórnar fyrirtækisins n Skýrslu– og áætlanagerð n Umsjón með skilum á gögnum til endurskoðanda og opinberra aðila n Samskipti við fjármálastofnanir og hagaðila. n Yfirumsjón með fjárhags- og launabókhaldi n Ábyrgð á uppgjöri.

AÐALFUNDARBOÐ

Menntunar- og hæfniskröfur: n Háskólamenntun sem nýtist í starfi. n Reynsla af stjórnunarstörfum er kostur n Reynsla af bókhaldsstörfum er kostur n Góð tölvukunnátta (Excel, Pivot, DK) þekking á fleiri bókhaldskerfum mikill kostur n Öguð og skipulögð vinnubrögð og góð hæfni í mannlegum samskiptum n Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Maríus Heimisson í síma 868-1179 eða á netfangið bjarni@siceland.com

BJÖRGUNARSVEITIN SIGURVON

Umsóknum skal fylgja ferilskrá umsækjanda og skal umsóknum skilað á netfangið bokhald@siceland.com og merkt „starf fjármálastjóra“.

Stjórn Sigurvonar boðar til aðalfunda Björgunarsveitarinnar Sigurvon föstudaginn 29. apríl næstkomandi í húsi sveitarinnar Austurgarði 4.

Umsóknafrestur er til og með 19. apríl næstkomandi.

Fundur hefst klukkan 19:00. Dagskrá: n Venjuleg aðalfundarstörf n Skýrsla stjórnar fyrir árið 2021 n Ársreikningur 2021 n Kaffihlé n Önnur mál n Kosning í stjórn

Aðalfundur Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis 2022 verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, þriðjudaginn 26. apríl kl. 20:00.

Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn, stjórn Sigurvonar.

Dagskrá:

Vorhátíð

Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs Önnur mál

á sumardaginn fyrsta Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur Vorhátíð á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl.15:00, í Gjánni (salur við íþróttahúsið), Austurvegi 3 í Grindavík.

Kaffiveitingar verða á fundinum. Við hvetjum félaga til að fjölmenna.

Glæsilegt kaffihlaðborð í umsjón Kvenfélags Grindavíkur. Tónlistaskólinn býður upp á tónlist og söng. Suðurnesjamenn spila fyrir dansi.

Stjórnin

Aðgangur kr. 2.500 á mann Allir eldri borgarar á Suðurnesjum og í Grindavík velkomnir!

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

(enginn posi á staðnum).

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Keflavíkurdóttirin

RAGGA HOLM

Rappsveitin Reykjavíkurdætur voru eitt þeirra atriða sem kepptu til úrslita um framlag Íslendinga til Eurovision sem haldið verður á Ítalíu í ár. Valið endaði á milli þeirra og Með hækkandi sól sem stóðu að lokum uppi sem sigurvegari Söngvakeppninnar. Reykjavíkurdætur stefna á að túra mikið erlendis í sumar en Keflavíkurdóttirin Ragnhildur Holm er ein af bandinu. Reykjavíkurdætur var stofnuð fyrir níu árum sem vettvangur fyrir konur og kynsegin fólk til að rappa en þá var rappheimurinn algerlega einokaður af körlum. Þær segjast vera hópur ólíkra kvenna sem stækki hver aðra, valdefli og gefi orku. Keflavíkurdóttirin, þáttastjórnandinn, rapparinn og aktívistinn Ragnhildur Holm er ein þessara mögnuðu kvenna en hún er alin upp í Keflavík. Hún fluttist til Reykjavíkur eftir að hafa lokið framhaldsnámi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ævi Röggu hefur heldur betur verið þyrnum stráð og hún hefur upplifað sitt lítið af hverju. Ragga er á góðum stað í dag og lítur björtum augum fram veginn. „Við erum ótrúlegar þakklátar fyrir það feedback sem við höfum fengum í kringum keppnina,“ segir Ragga um þátttöku sveitarinnar í Söngvakeppninni. „Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það viðmót

sem við erum að fá núna miðað við fyrir nokkrum árum. Það er ómetanlegt að finna stuðning úr öllum áttum og finnst það vera stórt skref fyrir hljómsveitina í heildarmyndinni.“

Talandi um það, er þetta ekki svolítið út úr karakter fyrir Reykjavíkurdætur að taka þátt í Eurovision? „Þetta kom til tals hjá okkur og við vorum svolítið á báðum áttum en þetta er eiginlega fullkominn vettvangur fyrir okkur til að koma fram og vera með eitthvað show. Sennilega hefði þetta ekki gengið miðað við upprunalegu hugmyndina að bandinu en eins og málin hafa þróast þá gengur þetta alveg fullkomlega upp – að draga fram úr erminni hellað show. Það er það sem við leggjum áherslu á þegar við spilum erlendis. Þegar við komum fram erlendis skilur fólk ekkert hvað við erum að segja, við röppum mestallt á íslensku en þau segja að það stafi svo mikil orka frá okkur að það kemst til skila.“ Reykjavíkurdætur byrjuðu á rappkonu­ kvöldi árið 2013 og segir Ragga að hljómsveitin hafi eiginlega óvart orðið til. „Þrjár stelpur úr hljómsveitinni ákváðu að vera með rappkonukvöld þar sem konur gátu komið og nýtt þann „Sex ára að vibe-a“ vettvang til að stíga st. tónli af mikið um kring í Ragga ólst upp sín fyrstu skref sem Pabbi hennar var umboðsmaður og að. ikast tónle amma hennar og afi áttu

Með, besta vini sínum, Bjössa [Þorbirni Einari Guðmundssyni], í bláa bolnum og Mána Ingólfs á hinum kantinum. „Við vorum óaðskiljanleg, ég er svona sextán ára.“

Reykjavíkurdætur lentu í öðru sæti í Söngvakeppninni en þeirra bíða næg verkefni, innan- og utanlands.

Þrjár stelpur úr hljómsveitinni ákváðu að vera með rapp­konukvöld þar sem konur gátu komið og nýtt þann vettvang til að stíga sín fyrstu skref sem tónlistarmenn, ljóðaslammarar eða hvað sem er ...

tónlistarmenn, ljóðaslammarar eða hvað sem er. Síðan gekk þetta svo ótrúlega vel hjá þeim og þróaðist út í það að þær héldu annað svona kvöld þar þær gerðu lag sem hét Reykjavíkurdætur og einhvern veginn pikkaði samfélagið það upp að þetta væri hljómsveitin Reykjavíkurdætur, þannig að samfélagið gaf sveitinni eiginlega nafnið,“ segir Ragga sem gekk til liðs við Reykjavíkurdætur árið 2017.

Dóttir Keflavíkur Ragga ólst upp í Keflavík frá níu ára aldri og segir að þar hafi æskan byrjað. „Ég man ekki eftir neinu fyrr en ég flutti á Sólvallagötuna, byrjaði í Myllubakkaskóla og eignaðist alla mína vini. Svo fór ég rakleiðis í FS og kláraði þar félagsfræðibraut, það var ótrúlega gaman og ég hefði ekki vilja velja neinn annan menntaskóla.“ Æska Röggu var óhefðbundin, hún kynntist blóðmóður sinni í raun aldrei en segist hafa átt frábært bakland. Blóðmóðir Röggu átti við fíkni- og geðvandamál að stríða og Ragga segir það liggja í hennar genum og hún hafi skýlt sér á bak við það, réttlætt það að af því að mamma hennar var svona þá hlyti hún að vera eins. Ragga flutti svo í bæinn eftir menntaskóla og eftir áfall sem hún varð fyrir gerði hún sé grein fyrir hvað hún var langt sokkin í neyslu. „Einn daginn rann upp fyrir mér að í öllu þessu rugli var mér ekki að miða neitt áfram. Ég staðnaði og vorkenndi sjálfri mér ótrúlega mikið. Það var bara ein leið til að halda áfram með lífið – það var að

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

hætta öllu bulli og ég hætti bara að drekka 2015. Ég varð fyrir líkamsárás sem olli því ég vildi aldrei aftur upplifa það að vera svona varnarlaus, ég hafði engin tök á aðstæðum. Þarna var botninum gersamlega náð. Ég var að klúðra öllum verkefnum sem ég var með og þótt það hafi tekið á og verið svakalegt inngrip þá var það stórt skref að taka á svona fíknivandamáli. Þá er það búið að vinna mér svakalega í hag og ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði haldið áfram að drekka. Ég tók lífinu einfaldlega ekki alvarlega og var drullusama. Ég passaði mig samt alltaf að vera virk í gegnum alla þessa þvælu, var alltaf í vinnu eða námi, en svo fann ég að í hvert skipti sem „þetta“ tók við þá komst ekkert annað að og þetta var orðinn ömurlegur vítahringur.“ Ragga fór í meðferð á útskriftarárinu sínu í háskólanum, til að kúpla sig út og jafna sig eftir líkamsárásina. Hún kom svo „ógeðslega heil til baka“ eins og hún orðar það og bætir við: „Ég sá það líka þegar ég var inni á Vogi hvað margir voru miklu verr staddir en ég og voru að díla við miklu erfiðari hluti. Ég ákvað því að hætta þessari sjálfsvorkun og rífa mig í gang. Mér tókst að viðurkenna fyrir sjálfri mér á níunda degi að ég ætti við raunverulegt vandamál að stríða, þetta væri ekki bara eitthvað djamm, grín og flipp – og nú væri ég tilbúin að takast á við það.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Kilo er mentorinn Áhugi á að vinna með unglingum kviknaði þegar Ragga vann í 88-húsinu sem unglingur. Svo fór hún að vinna á frístundaheimili, færði sig yfir í félagsmiðstöð og í dag er hún útskrifuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. „Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna með unglingum og það var mitt helsta áhugasvið. Svo hef ég einhverra hluta vegna fært mig um set og fæst við annað í dag en ég held að ég eigi eftir að enda á að vinna með unglingum í framtíðinni. Það er öryggisnetið mitt, að klára þessa gráðu og eiga greiða leið inn á þann starfsvettvang seinna meir.“ Rapparinn Kilo hefur rappað með Röggu í nokkrum lögum hennar og hún segir Kilo hafi í raun kynnt sig fyrir hip-hop á sínum tíma. „Hann er frændi Bjössa sem var besti vinur minn á þessum tíma og þegar við Bjössi kynntumst vorum við að kaupa hip-hop-blöð, þá komst maður ekkert á netið til að lesa fréttir, svo fórum við með blöðin til Gæja Kilo sem las blöðin og sagði okkur hvað væri að frétta úr hip-hop-heiminum. Stundum mátti maður koma inn en annars var hann eiginlega of kúl til að vera með einhvern krakka inni hjá sér. Það var samt alltaf ógeðslega gaman að fá að hanga með Gæja, hann er svo hokinn af reynslu og vel upplýstur að það er svo gaman

Kilo hefur rappað með Röggu í nokkrum lögum en hann kynnti hip-hop fyrir henni sem unglingi í Keflavík. Skjáskot úr myndbandi við lagið Hvað finnst þér um það af plötunni Bipolar sem kom út árið 2018 og er aðgengileg á Spotify.

að vera í kringum hann. Hann varð eiginlega minn mentor. Þegar ég kynntist hip-hop fyrst í gegnum Bjössa var hann með Tupac-plakat og svo nettur. Ég hringdi einhvern tímann í hann

og spurði hvort hann vildi leika. „Leika, maður segir það ekki. Maður segir hanga,“ og þá gerðist eitthvað í hausnum á mér og ég fór eitthvað aðeins að bretta upp ermarnar og vera nett með strákunum.“ Ragga fann sig ekki í skipulögðum íþróttum en hún segist hafa verið mikið með strákunum á línuskautum og að þau hafi í raun útbúið fyrstu innanhússbrettaaðstöðuna í Keflavík. „Í stóra Eimskipshúsinu sem er búið að rífa núna og fengum í gegn þessa brettaaðstöðu sem er núna fyrir utan Fjörheima. Þetta eru pallar sem við pöntuðum inn með tómstundaráði og bæjarstjóra á sínum tíma. Þannig að ég var meira í svona jaðaríþróttum þar sem ég var að keppa við sjálfa mig.“ Í dag hefur Ragga í nægu að snúast, hún hefur skotið niður rótum í Hafnarfirði ásamt unnustu sinni og segist vera afskaplega heppin með fólkið í kringum sig. Ragga er einn þáttastjórnanda síðdegisþáttarins Dagurinn sem er á virkum dögum á útvarpsstöðinni KISS-FM og svo er nóg framundan í tónlistinni hjá henni og Reykjavíkurdætrum.

Ég varð fyrir líkamsárás sem olli því ég vildi aldrei aftur upplifa það að vera svona varnarlaus, ég hafði engin tök á aðstæðum. Þarna var botninum gersamlega náð [...] og ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði haldið áfram að drekka ...

ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS

Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki

421 4620 Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ

bilaverk.thoris@gmail.com

facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris

Starfsmaður í timbursölu Við hjá BYKO erum að leita að öflugum starfsmanni til liðs við okkur í timbursölu og timburafgreiðslu BYKO Reykjanesbæ. Ef þú ert framsækinn og faglegur starfsmaður með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér. Vinnutími er frá kl. 8:00-16:00/10:0-18:00 virka daga og þriðji hver laugardagur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við leitum að starfsmanni með: Þekkingu á byggingarefni Ríka þjónustulund Hæfni í mannlegum samskiptum Áhuga á verslun og þjónustu Lyftarapróf, kostur Helstu verkefni og ábyrgð: n Afgreiðsla til viðskiptavina n Tiltekt pantana n Almenn lagerstörf n Umhirða og eftirlit með tækjabúnaði og starfsstöð n n n n n

Ragga og sambýliskona hennar til þriggja ára, Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir.

Umsóknir skal senda á systa@byko.is


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Afmælisfjör í Keili sem fagnar 15 ára afmæli:

Það eru alvöru flughermar hjá Fluakademíu Íslands í Keili.

Frá kynningu í Heilsuakademíu Keilis á opnu húsi um liðna helgi.

Á fimmta þúsund manns útskrifast af 20 brautum Það var sannkölluð afmælisstemmning í höfuðstöðvum Keilis á Ásbrú í tilefni 15 ára afmæli miðstöðvarinnar síðasta laugardag. Mikil þróun hefur orðið á námsframboði Keilis síðustu ár og í dag eru fjórir skólar með fjölbreyttar námsleiðir starfandi undir Keili: Háskólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og Menntaskólinn á Ásbrú. Að sögn Alexöndru Tómasdóttur, markaðsstjóra Keilis, hefur frá árinu 2007 rúmlega 4300 manns útskrifast af tuttugu brautum frá Keili og í dag eru núverandi nemendur á annað þúsund í skólum Keilis. Á laugardaginn nutu gestir á öllum aldri veitinga, fóru í prufumeðferð í fótaaðgerðafræði, flugu í flughermum, skoðuðu og prófuðu aðbúnað einka- og styrktarþjálfunar, leiðsögunáms og vinnuverndarskólans. Einnig var hægt að prófa tölvuleiki nemenda Menntaskólans í Ásbrú sem og versla og gæða sér á vöfflum nemendafélagsins sem safna fyrir útskriftarferð. Fyrsti nemendahópur MÁ hóf nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og er áætluð útskrift þessa hóps í vor. Gestir gátu einnig hlustað á stuttar kynningar námsleiða Keilis, skoðað og notið nútímalegrar aðstöðu skólans.

Mikil aðsókn hefur verið í nám frá Keili og er opið fyrir umsóknir fyrir haustönn í Háskólabrú, Einkaog styrktarþjálfun, leiðsögunám og flugnám.

Eini sem býður atvinnuflugnám Flugakademía Íslands er eini skóli landsins sem býður upp á atvinnuflugnám og hafa í gegnum tíðina nemendur víða að úr heiminum komið og sótt skólann og notið þess að fljúga í fjölbreyttri og stórkostlegri náttúru Íslands. Þar er einnig í boði að taka einkaflugnám og fjölbreytt námskeið fyrir flugmenn og kennara.

Margir í háskólbrú Háskólabrú hefur löngum verið þekkt og hjálpað mörgum að koma sér af stað aftur í nám og skilað fólki á betri stað á atvinnumarkaðnum

eða í háskóla fullt sjálftrausts. Háskólabrú býður upp á staðnám, fjarnám, nám með vinnu og með undirbúningi. Heilsuakademía er með nám í ÍAK einka- og styrktarþhálfun, fótaaðgerðafræði, Adventure Guide Certificate, ýmisleg vinnuverndarnámskeið og einnig afar vinsælt undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf læknadeildar HÍ.

Tölvuleikjanám vekur lukku Menntaskólinn á Ásbrú býður uppá stúdentspróf í tölvuleikjagerð og hefur námsfyrirkomulag og nálgun vakið mikla lukku. Áhersla er á hagnýt verkefni með sterkum tengslum við atvinnulífið og nútíma kennsluhætti. Kennsla fer fram í lotum og taka nemendur yfirleitt einungis um 3 áfanga í einu, engin skrifleg lokapróf, heldur notast við símat. Því er gerð krafa um góða virkni í áföngum og verkefnaskil eru vikulega. Fyrir utan almenna kjarnagreinar taka nemendur áfanga í forritun, tölvuleikjagerð, markmiðlum, markaðsfræði, teikningu, ljósmyndun og listfræði, svo eitthvað sé nefnt.

ÞURFUM SKAPANDI EINSTAKLINGA Í TÖLVULEIKJAGERÐINA „Menntaskólinn á Ásbrú er menntaskóli sem býður upp á stúdentspróf í tölvuleikjagerð, sem er einstakt á Íslandi. Við erum með 85 nemendur og erum að kenna tölvuleikjagerð, markaðssetningu, frumkvöðlafræði, forritun, stærðfræði, ensku, íslensku og allar hefðbundnar stúdentsprófsgreinar,“ segir Ingigerður Sæmundsdóttir, forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú, um skólann sem hún veitir forstöðu. Hún segir Menntaskólann

á Ásbrú lítinn og skemmtilegan framhaldsskóla sem hefur aukið í menntaskólaflóruna á Íslandi. „Við erum að útskrifa fyrsta hópinn 27. maí en það útskrifaðist einn nemandi hjá okkur á síðustu önn, stúlka úr Reykjanesbæ sem náði að klára á fimm önnum. Við erum með sérstakt nám en við erum með vendikennslu sem þýðir að krakkarnir fá allt námsefnið heim. Kennararnir taka upp fyrirlestra og lesa inn námsefnið og síðan koma nemendur í skólann og vinna verkefni undir handleiðslu kennara. Nemendur eru þrjár klukkustundir

Ungmenni kynna sér nám í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú.

í senn í hverju fagi og námið er lotubundið, þannig að við erum tvisvar sinnum átta vikur á hverri önn og þau eru í þremur til fjórum fögum hverju sinni. Nemendur eru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag að geta sökkt sér í hvern áfanga, tekið hann á átta vikum, lokið honum og hafið nýjan áfanga. Við erum ánægð með þetta fyrirkomulag. Það eru engir fyrirlestrar í kennslustundum en kennararnir eru samt að kenna. Það er mikill undirbúningur og kennsla í gangi,“ segir Ingigerður jafnframt. „Skólastarfið gengur vel og nemendur eru mjög ánægðir. Það eru strax farnar að berast inn umsóknir um skólavist á næstu önn, þó svo ekki sé búið að opna fyrir umsóknir fyrir þá nemendur sem eru að koma úr 10. bekk grunnskóla.“ Ingigerður segir að það sé ekki bara forritun og stærðfræði sem þurfi í tölvuleikjagerð. „Við þurfum skapandi einstaklinga, við þurfum listafólk, fólk sem segir sögur og heimsspekiþenkjandi. Auðvitað er gott að kunna á tölvuleiki eða vera skapandi, við þurfum annað hvort.“

Sólrún Þórðardóttir, snyrtifræðimeistari úr Hveragerði, er í námi í fótaaðgerðarfræði við Keili.

TÆPLEGA 3000 NEMENDUR LOKIÐ HÁSKÓLABRÚ KEILIS

„Háskólabrú Keilis gengur vonum framar. Frá árinu 2007 hefur Háskólabrú verið starfandi hér hjá Keili og var fyrsta námsleiðin sem boðið var uppá. Háskólabrú byrjaði með staðnámi en nú erum við með þrjár mismunandi leiðir, staðnám, fullt fjarnám og fjarnám með vinnu. Það hafa tæplega 3000 nemendur útskrifast af þessari námsleið og það gengur bara ljómandi vel,“ segir Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólaseturs. Þetta hefur verið vísir fyrir Suðurnesjamenn og aðra til að komast í háskólanám. „Já. Það er inntökuviðmið á Háskólabrú og þú þarft að vera búinn með framhaldsskólaeiningar til að komast að. Þetta hefur verið viðbót

við það nám sem fólk hefur lokið og getur þá komið hingað og klárað sitt nám á framhaldsskólastigi og farið svo í háskóla í framhaldi. Það eru 320 nemendur í námi hjá okkur núna og það hefur verið nokkuð stöðugt síðustu árin. Fólk getur valið um fjórar deildir hjá okkur og það eru um 40% nemenda sem velja Háskólabrú samhliða vinnu. Þetta hefur gert gríðarlega mikið fyrir svæðið og aðra á landsbyggðinni. Þá erum við líka með Íslendinga erlendis sem eru að stunda námið hjá Keili og hafa ekki kost á því að stunda svona nám í öðrum löndum og stunda námið í fjarnámi,“ segir Berglind.

Flugmenn framtíðarinnar eru ekki allir háir í loftinu í dag.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

Björn Ólafur Valgeirsson er fimmtán ára og kemur frá Njarðvík. Hann hefur brennandi áhuga á körfubolta og hefur einnig gaman af bílum og krossurum. Björn er metnaðarfullur en það er alltaf stutt sprellið hjá honum. Björn er ungmenni vikunnar.

Ung(menni) vikunnar: Björn Ólafur Valgeirsson

FS-ingur vikunnar: Kamilla Rós Hjaltadóttir

r é s Alltaf til í sprell k Fék í r ú l f húð i n y k s r a ð r e g góð Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk.

Kamilla Rós Hjaltadóttir er átján ára gömul og kemur frá Njarðvík. Hún hefur gaman af öllu er tengist félagslífi og stefnir á að verða næsti formaður skemmtinefndar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kamilla Rós er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsvísindabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er næsta aðal- og miðstjórn NFS en ég og vel valinn hópur erum einmitt að bjóða okkur fram. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? FS-ingurinn sem er líklegastur fyrir að verða frægur er Sonja Steina fyrir að vera frábær. Skemmtilegasta sagan úr FS: Skemmtilegasta sagan úr FS er frá busaárinu mínu, ég var þá í skemmtó og við fengum okkur saman húðflúr fyrir góðgerðarvikuna. Mér þykir mjög vænt um þá minningu. Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnasta manneskjan er klárlega Gabríel Már! Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru klárlega félagslífið og vinirnir og að skipuleggja skemmtilega viðburði og að umkringjast góðan félagsskap. Hvað hræðistu mest? Það sem ég hræðist langmest er blóð, það er það ógeðslegasta sem ég veit.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á milljón uppáhaldslög en þar sem ég er núna umkringd leiksýningunni Grease verð ég að segja „Ég mæni“ sem er í leikritinu. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er ákveðni. Hver er þinn helsti galli? Gallinn minn er að ég á það til að vera óörugg með sjálfa mig. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Þau forrit sem ég nota mest eru Snapchat,TikTok og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Besti eiginleiki í fari fólks er án efa kurteisi, það er svo auðvelt að koma vel fram með kurteisislegum hætti eða þá allavega að „fake it till you make it“. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Framtíðarstefnan mín er að halda áfram að umkringjast gott félagslíf og að verða annað hvort félagsráðgjafi eða kennari. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Eitt orð til að lýsa mér er frábær. Thelma Hrund Hermannsdóttir

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Njarðvíkurskóla, besta skólanum. Hvað gerir þú utan skóla? Fyrir utan skóla geri ég ekki margt annað en að æfa og í símanum. Um helgar fer ég svo út að hitta vini.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Er ekki með neitt uppáhaldslag en ­Bushido-platan með Birni er geggjuð og svo flest lög með Pop smoke.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmtilegasta fagið er bara það sama og hjá flestum, það er íþróttir og svo náttúrufræði.

Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að ég er alltaf til í sprell og er mjög metnaðarfullur þegar kemur að körfubolta.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mér finnst mjög líklegt að Freysteinn verði frægur vegna þess hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta, hann á eftir að ná langt.

Hver er þinn helsti galli? Minn helsti ókostur er að ég er eiginlega alltaf seinn allt sem ég á að mæta og svo er ég alltaf að snúa ökklann.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Úff, ég veit það ekki. Örugglega þegar bekkjarfélaginn minn ropaði svo hátt í tíma og var rekinn út fyrir það. Það var frekar ógeðslegt en mjög fyndið. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er enginn einn sem er fyndnastur í skólanum, ég myndi segja að það væri ég og Palli félagi minn þegar við erum í gír, eða Yngvi kennari. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálið mitt er klárlega körfubolti og svo hef ég líka mikinn áhuga á bílum og krossurum. Hvað hræðistu mest? Það sem eg hræðist mest er 100% að snúa ökklann aftur, það er búið að gerast of oft.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Það er Snapchat og TikTok, svo nota ég líka Spotify mikið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Besti eiginleikinn er þegar fólk er ekki feimið, það er geggjað þegar fólk getur talað við mann strax. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar bara að halda áfram að mæta á æfingar og verða betri með deginum. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Eitt orð væri örugglega metnaðarfullur, ég legg á mig það sem þarf og kemst í gegnum það hægt og rólega.

thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

ÖGMUNDUR SIGURÐSSON, MERKUR SKÓLAMAÐUR Í síðasta þætti sagði m.a. frá Ögmundi Sigurðssyni, sem kenndi tæpan áratug við Gerðaskóla. Hann var merkur fyrir margra hluta sakir og verður því sagt meira af honum hér og birt mynd af honum hér. Ögmundur fæddist í Ölfusi 1859. Hann gekk í Möðruvallaskóla 1880– 1882, fyrstu árin sem sá gagnfræðiskóli starfaði og var þar nemandi Þorvaldar Thoroddsen. Þremur árum síðar fór hann til náms við Kennaraskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kennaraprófi, einn af fyrstu Íslendingunum. Síðar var hann eitt ár við kennaranám í Chicago. Líklegt er að kennslan sem Ögmundur naut í Möðruvallaskóla hafi mótað viðhorf hans til náms og kennslu. Þorvaldur Thoroddsen lýsir þeirri kennslu þannig: „Kensluna reyndum við að gera eins praktiska

eins og hægt var og sníða hana eftir þörfum nemenda, sem voru mjög mismunandi að aldri og þroska fyrstu árin. .... Hjer voru kennarar miklu betur settir en í Reykjavík, miklu meiri persónuleg kynning milli pilta og kennara, flestir höfðu mikinn áhuga á náminu, og langaði til að fræðast um ýmislegt, og lærðu þeir sumir eflaust alt eins mikið utan tíma með samtali við kennara eins og í sjálfum kenslustundunum.“ Ljóst má vera að Ögmundur Sigurðsson hefur þarna notið góðrar menntunar hjá þeim Þorvaldi, Þórði og Jóni, sérstaklega í náttúrufræði og landafræði hjá Þorvaldi. Ögmundur gerðist samstarfsmaður Þorvaldar Thoroddsen við hans víðkunnu landafræði- og jarðfræðirannsóknir strax sumarið eftir útskrift úr Möðruvallaskóla. Í fjórtán sumur, á árunum 1882 til 1896, var hann fylgdar-

maður og hjálparhella hans á vísindaferðum um landið. Það kemur fram í skrifum Þorvaldar hve mikils hann mat Ögmund. Eftir að þeim ferðalögum lauk var Ögmundur fenginn til fylgdar ýmsum vísindamönnum sem rannsökuðu landið, til að mynda Helga Pjeturss, Paul Hermann og Walter von Knebel. Var hann á tímabili sá Íslendingur sem mest hafði ferðast um landið. Árið 1887 réðist Ögmundur sem skólastjóri að barnaskólanum í Garði, eins og áður var lýst. Árið 1896 réðist hann að Gagnfræðaskólanum Flensborg í Hafnarfirði, fyrst sem kennari til 1908 – á þeim tíma sem Flensborg var m.a. kennaraskóli. Síðan var hann þar skólastjóri, þar til hann lauk störfum árið 1930. Ögmundur, Jón Þórarinsson og Jóhannes Sigfússon stofnuðu árið 1888 Tímarit um uppeldi og

14. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. menntamál og kom það út í fimm ár. Hann átti einnig þátt í að stofna Hið íslenska kennarafélag 1889. Ögmundur Sigurðsson var fágaður í fasi og vandaði málfar sitt án skrúðmælgi. Hversdagslegustu viðburðir urðu honum söguefni sem gott reyndist á að hlýða. Honum veittist auðvelt að fá menn til samræðna,

jafnvel feimna sveitastráka. Nemendur báru fyrir honum virðingu, vildu ógjarnan reynast honum andsnúnir. Þyrfti Ögmundur að blanda sér í mál gerðist það með tvenns konar hætti: djúpri þögn eða þykkjulausu samtali, engu líkara en tveir jafningjar ræddust þá við.

Heimild: Grein um Ögmund Sigurðsson, menntun hans og kennsluaðferðir, í tímaritinu Netlu, https://skemman.is/bitstream/1946/7824/1/008.pdf

Næsti þáttur byggir á grein sem Ögmundur skrifaði 1890, um skóla á Suðurnesjum.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Leikskólamál í Reykjanesbæ:

Þetta er allt að koma, en ekkert kemur

„Það er mjög hagkvæmt og afar hentugt að Þjóðarleikvangur rísi hér í Reykjanesbæ, sem er mjög stutt frá alþjóðaflugvelli.“ Þjóðarleikvangur til Reykjanesbæjar Guðbergur Reynisson og Hjördís Baldursdóttir eru frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi Sveitarstjórnarkosningar.

Mikil umræða hefur verið að undanförnu í fjölmiðlum landsins, sem og á kaffistofum um staðsetningu Þjóðarleikvang. KSÍ, KKÍ og HSÍ hafa undanfarin ár verið í samræðum við Reykjavíkurborg og við ráðamenn ríkisstjórnar Íslands án þess að komast að niðurstöðu. En og aftur virðist málið vera komið í hnút, aðilar ekki sammála og virðist sem þjóðin neyðist til að horfa á afreksfólk okkar, spila sína heimaleiki utan landsteinanna og þá í gegnum sjónvarp og/eða aðra vefmiðla. Áhangendur og áhugamenn um kappleiki vita hversu mikið stuðningurinn hefur á afreksfólk sem tekur þátt í hvers konar keppni og því brýnt að slíkur vettvangur verði komið á fót sem allra fyrst.

Reykjanesbær er tilvalinn fyrir Þjóðarleikvang okkar Íslendinga. Það er mikið landsvæði í sveitarfélaginu sem kemur til greina og getum við nefnt Ásbrú sem dæmi um hentugan stað. Reykjanesbær gæti þá útvegað landsvæði undir þjóðarleikvang sem hýsir aðstöðu til landsleikja fyrir allar okkar stærstu íþróttagreinar. Það er mjög hagkvæmt og afar hentugt að Þjóðarleikvangur rísi hér í Reykjanesbæ, sem er mjög stutt frá alþjóðaflugvelli. Hér eru frambærilegir gististaðir og einnig tækifæri til frekari uppbygginga á gistimöguleikum og annari þjónustu. Við myndum sjá fram á aukin tækifæri í atvinnumöguleikum á svæðinu sem og bætta verslun og aukna þjónustu. Það felast því mikil tækifæri fyrir okkur í Reykjanesbæ með reisingu slíks mannvirkis hér. Sem dæmi má benda á að hægt er að halda menningarlega viðburði á slíkum leikvangi, sem og stóra tónleika, sýningar og aðra slíka viðburði. Hér er aðlaðandi fyrir fólk frá Evrópu og Ameríku að koma vegna hagstæðrar staðsetningar okkar í

Atlantshafinu, hér er stutt í allar áttir. Á Reykjanesinu er svo sannarlega margt fallegt að skoða og stutt í allt. Við sjáum því stór tækifæri í því að stuðla að því að slíkur leikvangur myndi rísa hér í Reykjanesbæ og í leiðinni myndi stóraukast öll aðstaða, menning, þjónusta og verslun hér og reyndar á öllum Suðurnesjunum. Ekki af ástæðulausu sem við sjálfstæðismenn setjum þetta í stefnuskrá okkar. Höfuðborgin myndi einnig hagnast á öllum þessum gestafjölda þar sem stutt er á milli borgarinnar og Reykjanesbæjar. Það þekkist líka víðast hvar í Evrópu að þjóðarleikvangur viðkomandi þjóðar er stutt fyrir utan höfuðborgina. Ef svo yrði að því að innanlandsflugið kæmi til Reykjanesbæjar þá myndu allir landsmenn njóta góðs af mannvirkinu, þá fljúgum við fólki alls staðar af landinu hingað. Minnkum flækjustigið - það er ekkert pláss í Reykjavík - Reykjanesbær er málið! Hugsum stórt!

ára Valdimar Axelsson, fyrrum húsvörður í Holtaskóla, verður níræður þann 10.apríl n.k. Af því tilefni verður hann með opið hús laugardaginn 9. apríl frá 15.00-18.00 að Krossmóa 4a á 5.hæð. Valdimar og fjölskylda vonast til að sjá sem flesta á þessum gleðilegu tímamótum. Gjafir eru vinsamlega afþakkaðar en söfnunarbaukur verður á staðnum fyrir styrktarsjóð Arnarskóla sem er sérskóli eins afadrengs Valdimars.

Snemma vors þegar ég áttaði mig á að sveitarstjórnarkosningar væru yfirvofandi fór ég að velta fyrir mér hvort nú væri ekki tíminn til að hafa áhrif á stefnumótun bæjarfélagsins okkar. Ég settist því niður og skrifaði stutta grein um málefni sem er mér mjög nærri, leikskólamál og málefni barna í Reykjanesbæ. Í raun hefur fátt annað verið rætt á mínu heimili í tæplega fimm ár. Þeir sem þekkja mig kunna að telja það furðulega stærðfræði, þar sem elsta barnið mitt er aðeins fjögurra ára gamalt, en það er einmitt kjarni málsins. Það er ekki seinna vænna að fara ræða dagvistun og leikskólamál um sama leyti og getnaður á sér stað.

Börnin svikin Viðbrögðin við greininni minni „Fyrstu ár barnanna og góður kaffibolli“ leyndu sér ekki og á vissan hátt var markmiðinu náð með þeirri umræðu sem skapaðist hjá barnafjölskyldum í bænum, en við tengjum öll við þetta vandamál. Ég virðist þó einnig hafa hitt á veikan blett hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, en það vill svo skemmtilega til að allt það sem þarf að bæta í málefnum barna eru svikin kosningaloforð frá síðustu kosningum. Loforð sem hafa farið álíka hátt og 500.000 kr. eingreiðslan sem fyrrum oddviti (og núna þingmaður) Framsóknarflokksins lofaði kennurum Reykjanesbæjar.

Bærinn með „Allt undir Control“ Núna eftir því sem kosningar nálgast virðast fulltrúar bæjarstjórnar ætla

taka þann pól í hæðina að hér sé allt í topp standi í leikskólamálum og að þau séu með „allt undir control“. Ekki ein heldur tvær greinar hafa verið ritaðar af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar um „Aðgerðaráætlun í leikskólamálum Reykjanesbæjar“. Mér hálf svelgdist á morgunbollanum þegar ég las að búið sé að „rýna til gagns og greina“ þetta allt í þaula. Sem foreldri tveggja barna á leikskólaaldri slær þetta mig sem hrokafull lýsing á aðstæðum sem greinarhöfundar hafa nákvæmlega engan skilning á. Til að byrja með snýst málið um að tryggja börnum örugga dagvistun við 12 mánaða aldur, sem er tíminn sem foreldrar hafa til fæðingarorlofs í dag. Sú dagvistun er ekki trygg, öll pláss eru full og tugir barna á biðlistum. Þessu þarf að breyta. Næsta mál á dagskrá er að tryggja börnum leikskólapláss. Það er nær öruggt að það mun ekki gerast fyrir tveggja ára aldur og eins gott að barnið sé fætt á réttum tíma, því í Reykjanesbæ er aðeins hægt að taka á móti börnum að hausti til og börn þurfa að hafa náð tveggja ára aldri til að komast örugglega inn. Þessu þarf að breyta. Vandi meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er sá að hún er of upptekin að bregðast við breytingunum í stað þess að undirbúa sig fyrir breytingarnar. Þessum vinnubrögðum þarf að breyta. Ég heiti Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, ég býð mig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ og ég boða breytingar.

Vonandi fjölgar leigubílstjórum Framkvæmdastjóri og stjórn A-Stöðvarinnar skrifa. Það er líklega alveg óhætt að segja að þeir sem hafa nýtt sér þjónustu leigubifreiða hér á Suðunesjum undanfarin ár hafi orðið varir við að þjónustu hefur hrakað allt frá því að svæði voru sameinuð þ.e. Höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. Ástandið hefur þó versnað til muna eftir að Covid skall á. Í febrúar 2020 voru um fimmtíu leigubifreiðar skráðar á A-Stöðina í Reykjanesbæ eða á þeim tíma þegar veiran var að koma af krafti hingað til lands. Næstu mánuði lækkaði tala starfandi bílstjóra á stöðinni jafnt og þétt og var fjöldi þeirra kominn niður fyrir fjörutíu á vordögum sama árs. Þrátt fyrir að veiran sé nú á undanhaldi hefur ekki tekist að fá þessa bílstjóra aftur á stöðina og er hann enn undir fjörutíu. Meginástæða þess að ekki hefur tekist að auka við fjöldann er sú að margir bílstjórar sem drógu sig í hlé þegar veiran var taka sér hér bólfestu hafa fundið sér annan starfsvettvang. Starfsöryggi þessarar starfsgreinar varð nánast orðið að engu þegar stórum hluta þess sem starfið byggist á var farið vegna harðra, en nauðsynlegra takmarkana. Þessir bílstjórar una því hag sínum vel og kannski skiljanlega vilja þeir ekki snúa aftur til fyrra starfs.

Hvað er þá til ráða? Miðað við þann fjölda sem hringir nú inn og svo aukningu á ferðamönnum með vorinu verður ekki betur séð en að til þess að A-Stöðin geti sinnt viðskiptavinum sínum verði að fjölga bílstjórum og er ekki

óvarlegt að áætla að fjöldinn þyrfti að vera á milli fimmtíu og sextíu, sennilega nær sextíu og hvernig á að ná þeim fjölda? Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að fylla upp í þann fjölda leyfa sem voru til úthlutunar þann 15. nóvember 2021, eða þrjátíu og níu af þeim fimmtíu sem voru í boði, þá erum við bjartsýn á að fleiri sæki um nú í maí nk. þar sem allt annað ástand er í þjóðfélaginu núna. En til þess að fjölgun skili sér hér á Suðurnesjum þarf að úthluta mun fleiri leyfum og er það okkar tillaga að hækka hámarksfjölda á þessu svæði úr 580 í 680 eða um eitthundrað leyfi og það sem fyrst. Miðað við fyrri reynslu kæmi að öllum líkindum nægur fjölda leyfa til Suðunesja til þess að við náum okkar markmiðum. En ekki er nóg að fjölga leyfum ef engir bílstjórar eru til að nýta þau og viljum við á A-Stöðinni hvetja þau sem hafa leyfi eða hyggjast sækja sér slík leyfi að hafa samband við okkur með samstarf í huga. Þau sem eru með réttindi til afleysinga eru einnig hvött til að hafa samband, það er alltaf vöntun á fólki með þessi réttindi. Að lokum erum við einnig að leita að fólki sem tilbúið er að vinna við símavörslu. Það eru ekki þeir sem eru að vinna við leigubílastöðina sem eru orsök á lélegu framboði á leigubílum. Það sem þarf er meira framboð til að tryggja að hægt sé að sinna öllum þörfum okkar viðskiptavina og það er án nokkurs vafa vilji okkar og vonandi fjölgar bílstjórum okkar svo þjónustan verði til fyrirmyndar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Svipmyndir frá Norrænu konsertkaffi. VF-myndir: JPK

Norrænt konsertkaffi í bókasafninu Norræna félagið í Reykjanesbæ bauð gestum í konsertkaffi í Bókasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 26. mars síðastliðinn í tilefni af Degi Norðurlanda. Jón Kalmann Stefánsson las ljóð og rifjaði upp sögur frá því að hann bjó í Keflavík.

Hrannar Björn Arnarsson var með framsögu.

Við tökum á móti vorinu í aprílmánuði með skemmtilegu málþingi um samhengið á milli menningar og lýðheilsu þar sem leitað verður svara við því hvort þátttaka í menningarstarfi hafi raunveruleg heilsusamleg áhrif á okkur. Einstakur tónlistarviðburður, Mozart Requiem

Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, var með framsögu og rithöfundurinn Jón Kalmann Stefánsson las upp úr nýjustu ljóðabók sinni Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir. Að lokum söng Ragnheiður Gröndal nokkur lög og lék maður hennar, Guðmundur Pétursson, undir á gítar.

Gestir kunnu vel að meta það sem listamennirnir buðu upp á.

Sýning um Múmínálfa í Átthagastofu Við sama tækifæri opnaði sýning um Múmínálfa í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar en sýningin var áður í Norræna húsinu og er unnin í samvinnu við Moomin Characters. Sýningin býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um töfrandi heim Múmínálfana. Saman

Viðburðir í apríl fer fram á vegum Norðuróps í Duus Safnahúsum. Boðið verður upp á páskaföndur í Bókasafninu, bókabíó með múmínálfunum og í lok mánaðarins hefst BAUN, Barna- og ungmennahátíð Reykjanesbæjar. Það er því af nægu að taka í apríl og við hlökkum til að sjá ykkur.

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ Markmiðið með hátíðinni er að gera sköpun barna hátt undir höfði. Jafnframt að draga fram það jákvæða og skemmtilega sem bærinn býður upp á fyrir börn og fjölskyldur og stuðla að góðum og gefandi samverustundum þeim að kostnaðarlausu. Fylgist með dagskrá og einstökum viðburðum á vefsíðunni Visit Reykjanesbær og facebooksíðu hátíðarinnar Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ.

Málþing

Leirum keramik

Mozart Requiem

NETVIÐBURÐUR - 6. APRÍL KL. 14:00

BÓKASAFNIÐ 6. APRÍL kl 19:00

DUUS SAFNAHÚS 8. OG 9. APRÍL

Málþing um tengsl menningar og lýðheilsu. Menningarfulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum standa fyrir snörpu málþingi á Teams um tengslin á milli menningar og lýðheilsu. Nánari upplýsingar á Visit Reykjanesbær og Facebook.

Heimskonur - Women of the world hittast og leira saman miðvikudaginn 6. apríl kl. 19.00 (fyrri hluti). Seinni hluti verður auglýstur síðar. Það þarf að skrá sig á viðburðinn.

Óperufélagið Norðuróp í samvinnu við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar munu flytja Sálumessu Mozart. Verkið er ekki bara stórglæsilegt heldur margslungið og margt á huldu um tilurð þess. Athugið að miðar eru seldir á Tix.is

Páskaföndur

Sögustund

Múmínálfarnir

BÓKASAFNIÐ 9. APRÍL KL. 13:00

BÓKASAFNIÐ 23. APRÍL KL. 11:30

BÓKASAFNIÐ 29 APRÍL KL. 16:30

Páskarnir eru að koma og Bókasafnið býður upp á páskaföndur fyrir alla fjölskylduna frá kl. 13:00 til 15:00. Allt efni á staðnum. Yndisleg páskastund fyrir alla fjölskylduna. Viðburðurinn er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Laugardaginn 23. apríl kl. 11.30 er hin vinsæla og notalega sögustund með Höllu Karen. Þetta er tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis er á viðburðinn og allir eru hjartanlega velkomnir.

Sýning um Múmínálfa var nýlega opnuð en hún býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um Múmíndal. Í tilefni af sýningunni verður Bókabíó haldið föstudaginn 29. apríl kl. 16.30.

geta börn og fullorðnir kynnt sér fígúrur og sögur úr Múmíndalnum og rætt tilfinningar eins og vonbrigði, sorg og ævintýraþrá. Einnig er að finna klifurvegg, muni, litablöð, þrautir og leiki fyrir alla fjölskylduna á sýningunni sem er opin á opnunartíma safnsins, aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Klifuveggurinn var vinsæll hjá yngri kynslóðinni.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Aspardalur – Búsetuúrræði fyrir fatlaða Heiðarskóli - Náttúrufræðikennari á unglingastigi Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu Súlan verkefnastofa - Vefstjóri Velferðarsvið - Starfsmenn heimaþjónustu Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Sérfræðingur í barnaverndarteymi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Viðburðadagatal á Visit Reykjanesbær Kíktu á Visit Reykjanesbær en þar má finna margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna. www.visitreykjanesbaer.is


sport Pétur Guðmundsson, Karl Helgi Jónsson, Vitor Charrua, Hallgrímur Egilsson, Guðjón Hauksson og Ágúst Sveinbjörn Bjarnason.

MIKILL ÁHUGI Á PÍLUKASTI Í GRINDAVÍK Púlsinn tekinn á pílukastinu í Grindavík en á sama tíma var Grindavík Open haldið í glæsilegri aðstöðu Pílukastfélags Grindavíkur.

„Þar verð ég að reyna sýna mitt rétta andlit og verða þrefaldur Íslandsmeistari, það hljómar mjög vel! Draumurinn er auðvitað að keppa í „Ally pally“ á heimsmeistaramótinu en það er erfitt að komast þangað inn,“ segir tvöfaldur Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson. Uppgangur pílukastsíþróttarinnar hefur verið mikill undanfarin ár og má líklega rekja þennan aukna áhuga til beinna útsendinga Stöðvar 2 sports frá heimsmeistaramótinu í pílu sem fer fram í desember til janúar ár hvert en þessar beinu útsendingar hófust fyrir þremur árum síðan.

Góðir Grindvíkingar Grindvíkingar hafa lengi staðið á meðal þeirra fremstu en fyrsti Íslandsmeistarinn er þaðan en það var Sveinbjörn Ægir Ágústsson sem landaði þeim stóra 1985 og 1986. Pétur og Guðjón Haukssynir, sömuleiðis frá Grindavík tóku þá við keflinu en sá síðarnefndi er sigursælasti pílukastari Íslands frá upphafi, hefur landið heilum 11 titlum. Allt í allt eiga Grindvíkingar fimm Íslandsmeistara en Pétur Guðmundsson landaði titlinum árið 2017 og síðast en ekki síst eiga Grindvíkingar ríkjandi Íslandsmeistara, Matthías Örn Friðriksson, en hann hefur landað þeim stóra undanfarin tvö ár og stefnir að sjálfsögðu á að halda titlinum þegar næsta Íslandsmót fer fram í maí. Víkurfréttir tóku hús á nokkrum af þessum meisturum og enn einn meistarinn hefur bæst í hópinn, Páll Árni Pétursson (sonur Péturs Haukssonar) en hann vann árlegt stórmót, RIG (Reykjavík international games), tvö ár í röð, 2020 og 2021. Seinna árið vann hann einmitt Íslandsmeistarann Matthías Örn í úrslitaleik. Matti launaði honum svo lambið gráa í úrslitaleik Íslandsmótsins þegar hann vann Pál nokkrum mánuðum síðar. Það var kjörið að „slá tvær flugur í sama höfuðið“ en spjallið var tekið á árlegu móti sem Grindvíkingar hafa haldið til fjölda ára, Grindavík

open. Þá mæta 64 pílukastarar víðsvegar að af landinu og etja kappi í átta riðlum þar sem fjórir efstu úr hverjum riðli komast í A-úrslit og þeir neðri mætast í B-úrslitum. Í sextán manna úrslitum er barist til síðustu pílu og það stefndi allt í að Grindvíkingar myndu eiga sigurvegarann en goðsögnin Guðjón Hauksson var kominn í 5:2 forystu (það þurfti að vinna sex leggi) á móti Hallgrími Egilssyni og var kominn í útskot (til að klára legg í pílu þá þarf að hitta í tvöfalda tölu) en Guðjón klikkaði, Hallgrími óx ásmegin og vann að lokum, 6:5. Grindvíkingar vilja eflaust halda því fram að þeir hefðu átt sigurvegarann ef Matthías Örn hefði tekið þátt en hann var veikur og átti því ekki heimangengt. Frænkurnar Ef og Hefði hafa bara aldrei spilað sterkt mót og hvað þá í pílu og því var Hallgrímur Egilsson krýndur sigurvegari í mótslok. Ingibjörg Magnúsdóttir landaði titlinum kvennamegin eftir sannfærandi 6:0 sigur á Brynju Herborgu Jónsdóttur.

pílunnar er mjög björt, ekki síst hér í Grindavík. Sjáum til hvort ég reyni ekki að stríða þessum ungu pjökkum í framtíðinni.“

Unglingalandsliðsþjálfarinn Næstur mætti á sviðið Pétur Rúðrik Guðmundsson en fyrir utan að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum árið 2017 er Pétur núverandi unglingalandsliðsþjálfari en sonur hans, Alex Máni, er á meðal efnilegri pílukastara landsins.

gaman að taka þátt í þessu starfi í dag því áhuginn hefur rokið upp úr öllu valdi og ég get ekki séð annað en pílunni muni vaxa fiskur um hrygg í nánustu framtíð,“ segir Pétur sem lék einnig lengi með meistaraflokki Grindavíkur í körfubolta.

Stýrimaðurinn með píluna Meistarinn sem væri hugsanlega meiri meistari ef ekki fyrir mikla sjósókn en Páll Árni er stýrimaður á Sturlu GK frá Grindavík. Hann á

Matthías Örn Friðriksson.

Gamli meistarinn með „kombakk“ Það lá beinast við að hefja spjallið við goðsögnina Guðjón Hauksson en eins og áður kom fram er Guðjón sigursælasti pílukastari Íslands frá upphafi með ellefu titla. Sá síðasti kom árið 2008 en eftir að Hörður, sonur hans, komst á bragðið, þá kom áhugi pabba gamla aftur og hver veit nema Guðjón muni gera atlögu að tólfta titlinum í náinni framtíð! „Það er nú kannski djúpt í árina tekið að ég sé guðfaðir pílunnar hér í Grindavík. Ægir varð fyrsti Íslandsmeistarinn árið 1985 og endurtók leikinn ári síðar. Svo komum við bræður, Pétur vann ‘88 og ég landaði mínum fyrsta titli árið 1990. Ég var ansi sterkur á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar og landaði þá ófáum titlunum og sá síðasti kom árið 2008 en í heildina eru þeir orðnir ellefu. Svo slökknaði eitthvað á áhuganum en eftir að Hörður, sonur minn, byrjaði þá kviknaði á einhverjum neista og ég er kominn á fullt aftur. Það er gaman að etja kappi við þessa ungu stráka en það er greinilegt að framtíð

Feðgarnir Hörður Guðjónsson og Guðjón Hauksson ásamt Páli Árna Péturssyni.

Ingibjörg Magnúsdóttir.

Ottó Helgason.

„Ég tók að mér starf unglingalandsliðsþjálfara 2016–2017 en pílan fer kannski aðrar leiðir en aðrar íþróttir þar sem börn og unglingar byrja að iðka sína íþrótt í gegnum sín félög, veljast síðan í landslið. Unglingastarf hefur til þessa ekki verið mjög öflugt og því byrjuðu krakkarnir kannski á öfugum enda, byrjuðu að æfa í gegnum landslið. Í pílunni er miklu stærra aldursbil heldur en í öðrum greinum en þar getur tíu ára stelpa keppt við átján ára strák og t.d. varð ég vitni að stórkostlegum leik tíu ára kínverskrar stúlku sem tapaði í spennandi leik á móti fjórtán ára pilti frá okkur. Ég ætlaði að reyna hughreysta þá kínversku eftir tapið en það sauð á henni, hún var brjáluð yfir að hafa tapað. Við hér á Íslandi ákváðum að skipta þessu aðeins upp, látum níu til tólf ára keppa og svo þrettán til átján ára, svo eru hugmyndir með að búa til auka flokk áður en haldið er upp í meistaraflokkinn, þ.e. að nítján til 21 árs geti keppt sín á milli. Það er mjög

ekki langt að sækja píluhæfileikana. „Ég veit nú ekkert hvort ég er vonarstjarna okkar Grindvíkinga í Grindavík Open fyrst Matti er ekki með, við erum nokkrir líklegir úr minni ætt en það eru komnir mjög margir góðir pílukastarar úr Grindavík en ég mæti að sjálfsögðu ekki bara til að vera með, stefni auðvitað á sigur. Það hefði verið gaman að hafa Matta með en það er ekki nokkur spurning, hann er okkar besti pílukastari í dag enda tvöfaldur Íslandsmeistari. Ég vann hann í RIG í fyrra en hann vann mig síðan í úrslitum Íslandsmótsins nokkrum mánuðum síðar. Það styttist í næsta Íslandsmót, ég er ekki að fara mæta í það bara til að vera með.“

Kom til að spila fótbolta Síðast en ekki síst mætti sjálfur núverandi Íslandsmeistarinn og það tvöfaldur, Matthías Örn Friðriksson. Segja má að Matthías eigi nokkurn þátt í uppgangi píluíþróttarinnar

því hann braut í raun blað árið 2017 þegar hann hóf beinar útsendingar á YouTube frá pílumótum. Þær útsendingar spiluðu líklega inn í áhuga Stöð 2 sport á að sýna frá heimsmeistaramótinu en þá virkilega tókst píluvélin á loft: „Það er rétt, ég er tvöfaldur Íslandsmeistari en Íslandsmótið í ár verður um miðjan maí og haldið á Bulls Eye, þar verð ég að reyna sýna mitt rétta andlit og verða þrefaldur Íslandsmeistari, það hljómar mjög vel. Auðvitað vil ég stefna að sem flestum titlum en ég vil líka reyna að hjálpa íþróttinni, koma henni á hærra plan og fá fleiri inn. Það er mikil gróska í unglingastarfinu og t.d. er unglingamót hér í Grindavík um helgina. Þar er framtíðin en að sjálfsögðu stefni ég sjálfur eins langt og ég get náð. Draumurinn er auðvitað að keppa í „Ally pally“ á heimsmeistaramótinu en það er erfitt að komast þangað inn. Raunhæfara markmið er kannski að vinna PDC (Professional dart corportation) en þetta er hluti af heimsmótaröð þar sem bestu pílukastarar heimsins fá að keppa en ég er t.d. að keppa í gegnum Norðurlandamótaröð þar sem efsti Íslendingurinn verður á meðal þeirra átta sem fá keppnisrétt, ég stend vel að vígi þegar tvö mót eru eftir og stefni að sjálfsögðu á að klára það og keppa á lokamótinu sem verður haldið í Kaupmannahöfn í júní.“ Matthías kom upphaflega til Grindavíkur til að spila knattspyrnu og það var í gegnum liðsfélaga, Scott Ramsey, sem hann fór að gefa pílunni gaum en hvað þarf til að verða góður pílukastari? „Ég flutti til Grindavíkur 2011 og fljótlega kynnti Scotty mig fyrir þessari íþrótt, sem ég hélt í fyrstu að væri engin íþrótt – en ég varð fljótlega hugfanginn og byrjaði að kasta en það er með þessa íþrótt eins og sjálfsagt allar, maður þarf að æfa mjög mikið og þetta er mikil þolinmæðisvinna. Ég landaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum átta árum eftir að ég byrjaði og lagði mjög mikið á mig á þeim tíma, maður uppsker eins og maður sáir í þessu eins og svo mörgu.“

Matti lítur framtíð pílunnar á Íslandi björtum augum. „Auðvitað stefni ég á „Ally pally“ en ef það verður ekki ég, þá mun pottþétt einhver ungur komast þangað því það sem ég sé, þau eru ofboðslega efnileg, með tæknina upp á tíu og það gildir bara að öðlast keppnisreynslu, ég er sannfærður um að við munum sjá einhvern drenginn eða stúlkuna keppa á HM í pílu innan tíðar!“

Sigurbjörn Daði Dagðbjartsson sigurbjornd@gmail.com


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Elskulegur vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi.

KRISTINN THOMSEN HOLM Framnesvegi 17, Keflavík

lést á Hrafnistu Hlévangi föstudaginn 1. apríl Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 11. apríl klukkan 13. Valgerður Kristinsdóttir Jóna Fanney Holm Guðfinnur Kjartansson Jón Anton Holm Hanna Vilhjálmsdóttir Kristín Ingunn Holm Guðbergur Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn

Kominn í eina sterkustu deild Evrópu Elvar Már Friðriksson er genginn til liðs við Derthona Basket á Ítalíu

Njarðvíski landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson gekk til liðs við Derthona Basket sem leikur í efstu deild á Ítalíu nú um helgina. Elvar Már skipti yfir belgíska liðið Antwerp Giants á síðasta ári og hefur staðið sig vel í BNXT-deildinni þar sem hann var næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar, með 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Derthona Basket er á fyrsta ári sínu í efstu deild ítalska körfuboltans og hefur gengið vel á tímabilinu. Liðið situr í fimmta sæti auk þess að hafa endað í öðru sæti ítalska bikarsins fyrr á tímabilinu. Liðið er því í góðum möguleika á að leika í úrslitakeppni deildarinnar, strax á sínu fyrsta tímabili. Mikið fé hefur verið lagt í félagið á undanförnum árum og er yfirlýst stefna stjórnenda þess að koma liðinu í Evrópukeppni innan fárra ára. Elvar hefur þegar fengið leikheimild í ítölsku deildinni og mun því koma til með að styrkja liðið fyrir úrslitakeppnina.

Annasamir dagar „Þetta eru búnir að vera annasamir dagar, ég þurfti að pakka öllu í töskur með skömmum fyrirvara,“ segir Elvar Már í samtali við Víkurfréttir á þriðjudag en hann byrjaði vikuna á læknisskoðun og æfingum á Ítalíu. „Ég er bara á hóteli núna og að leita að íbúð, fjölskyldan kemur í næstu viku.“ „Þetta lítill, vinalegur bær á milli Mílanó og Genóa, rétt fyrir utan Mílanó. Það búa um þrjátíu þúsund manns hér þannig að þetta er ekkert ósvipað því að vera á Suðurnesjunum. Mér finnst þægilegt að vera í svona litlum bæ þar sem allt er til

alls, og maður getur nánast gengið á æfingar, mér finnst það stór kostur. Svo er stutt til Mílanó ef maður þarf að sækja eitthvað í stórborgina.“ Hefurðu fylgst með ítölsku deildinni? „Já, ég hef alltaf fylgst með henni – þetta er náttúrlega ein af sterkustu deildunum í Evrópu. Þannig að ég hlakka mikið til að spreyta mig í henni. Svo er liðið búið að vera gera mjög vel í vetur, er í fjórða eða fimmta sæti og komst í úrslitaleikinn í bikarnurm.“ Þannig að þér er bara hent út í djúpu laugina, beint í úrslitakeppnina. „Já, þannig séð. Ég er nú bara að koma inn sem viðbót, hlutirnir eru ekkert að fara að snúast í kringum mig heldur er ég bara til að breikka hópinn núna. Svo á næsta ári verður þetta kannski stærra.“ Þú sagðir í fyrra að þú litir á skipti þín í BNXT-deildina sem stökkpall yfir í stærri deild. „Já, það heppnaðist nákvæmlega eins og ég ætlaði mér. Svo núna er ég

kominn í þessa deild og þá er bara að reyna að komast hærra, það er alltaf planið. Það verður skemmtilegt og krefjandi að fá að spreyta sig þarna.“ Elvar segir að hann hafi vita af áhuga þjálfarans og heldur að hvort tveggja, frammistaða hans með Antwerp Giants og íslenska landsliðinu, hafi vakið áhuga liðsins á honum. „Ég vissi að hann var búinn að fylgjast með mér í svona tvö ár. Svo koma hann á leikinn á Ítalíu þegar ég spilaði þar með landsliðinu. Leikir með landsliðinu eru flottur gluggi líka.“ En að lokum fylgist þú ekki með úrslitakeppninni hérna heima? „Jú, að sjálfsögðu. Ég fylgist vel með því.“ Hvernig heldurðu að það fari, hverjum spáir þú Íslandsmeistaratitli karla og kvenna? „Karla megin spái ég að ef Haukur Helgi [Pálsson] hrekkur í gang í úrslitakeppninni þá vinnur Njarðvík þetta, þetta verður erfitt hjá þeim ef hann verður ekkert með. Stelpu megin held ég að Rúnar frændi vinni þetta. Njarðvík vinnur tvöfalt í ár.“ Elvar Már spáir Njarðvíkingum Íslandsmeistaratitli ef Haukur Helgi hrekkur í gang.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

SVAVAR SÆDAL EINARSSON Mávatjörn 10, Njarðvík,

lést á Landspítalanum v/Fossvog mánudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 12. María Björnsdóttir Einar Sædal Svavarsson Jóhann Sædal Svavarsson Sandra Júlíana Karlsdóttir Linda Ósk Svavarsdóttir Fannar Vilhjálmsson og Henry Elfar Jóhannsson

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

FANNEY INGIBJÖRG SÆBJÖRNSDÓTTIR Eyja í Tungu Suðurgötu 17-21, Sandgerði,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju miðvikudaginn 13. apríl klukkan 13. Edda Jóhannsdóttir Sigurður Þorkell Jóhannsson Ásta Sæbjörg Jóhannsdóttir Ingibjörn Jóhannsson Sesselja Jóhannsdóttir Hulda Ósk Jóhannsdóttir

Dagur Ingimundarson Árný Viggósdóttir Guðmundur Sveinsson Ragnhildur Vilhjálmsdóttir Örn Högnason

Sólrún Henriksdóttir Óskar F. Jóhannsson Bjarney Finnbogadóttir Svanhvít S. Jóhannsdóttir Jón Kristjánsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

VALGEIR SIGHVATSSON

Jóhann Páll Kristbjörnsson

Norðurgarði 3, Keflavík,

johann@vf.is

NJARÐVÍKINGAR DEILDARMEISTARAR Í SUBWAY-DEILD KARLA Úrslitakeppnir Subway-deilda karla og kvenna eru hafnar og munu Víkurfréttir fylgjast vel með og birta úrslit helstu viðureigna jafnóðum.

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar/aðstoð við flóttafólk frá Úkraínu. Banki 0334-26-886, kt. 450670-0499 Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/valgeirsighvatsson Ingibjörg Einarsdóttir Guðrún M. Valgeirsdóttir Hilmar Guðmundsson Aðalheiður S. Valgeirsdóttir Helgi Bjarnason Stefanía Valgeirsdóttir Kristmundur Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

Víkurfréttir standa vaktina og fylgjast með úrslitakeppni Subway-deildanna

sport

Þú getur fylgst með á

vf.is


A L Í P K S Í V GRIND Í Ð I F Í L N N OG MA LA Ó K S S I Ð R E SANDG

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Mundi Eru Suðurnesjamenn orðnir alveg Hoppandi?

Hopp til Grindavíkur? Hopp ehf. hefur óskað eftir leyfi til að reka stöðvalausa deilileigu á rafskútum í Grindavík. Bæjarráð tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og fagnar framtakinu.

Næstum 1,3 milljónum króna safnað fyrir flóttafólk frá Úkraínu Alls söfnuðust 1.259.000 krónur á styrktartónleikum fyrir flóttafólk frá Úkraínu sem haldnir voru í Keflavíkurkirkju sl. fimmtudagskvöld. Stór framlög bárust í söfnunina frá Oddfellow-reglunni á Suðurnesjum og frá Samkaup hf. Á tónleikunum komu fram kór Keflavíkurkirkju, barnakór Keflavíkurkirkju og ungmennakórinn Vox Felix. Þá söng Fríða Dís Guðmundsdóttir við undirleik Smára Guðmundssonar. Einnig kom Sigurður Guðmundsson fram á tónleikunum. Þau Valdimar Guðmundsson og Alexandra Chernyshova áttu að koma fram en forfölluðust vegna veikinda. Tónleikunum var einnig streymt á Facebook-síðum Víkurfrétta og Keflavíkurkirkju þar sem þúsundir hafa horft á tónleikana og styrkt söfnunina. Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson.

Vilja Hopp í Suðurnesjabæ Fulltrúar ungmennaráðs Suðurnesjabæjar ætla að óska eftir fundi með umhverfis- og skipulagssviði til að ræða hlaupahjólaleigu í Suðurnesjabæ. Á síðasta fundi ungmennaráðs var rætt um að fá Hopp hlaupahjól í Suðurnesjabæ fyrir sumarið 2022.

WOLFGANG AMADEUS

MOZART REQUIEM

Á meðfylgjandi mynd eru Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar, Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður Þróttar og Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri saman komin fyrir utan íþróttamiðstöðina eftir að lyklaskipti fóru fram.

Bátasal Duus húsa

8. apríl kl. 20 og 9. apríl kl. 14 Kór, einsöngvarar og sinfoníuhljómsveit Miðasala á tix.is Stjórnandi Jóhann Smári Sævarsson Konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir Einsöngvarar Birna Rúnarsdóttir Bragi Jónsson Bryndís Schram Reed Egill Árni Pálsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Guja Sandholt Hjördís Einarsdóttir Ingi Eggert Ásbjarnarson Jelena Raschke Jóhanna María Kristinsdóttir Júlíus Karl Einarsson Steinunn Björg Ólafsdóttir Sveinn Enok Jóhannsson Tómas Haarde Una María Bergmann

Ungmennafélagið Þróttur tekur við rekstri íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum Á dögunum var skrifað undir samning milli Sveitarfélagsins Voga og Ungmennafélagsins Þróttar um að félagið taki að sér rekstur íþróttamiðstöðvarinnar. Þetta fyrirkomulag tíðkast nokkuð víða hér á landi og hefur víðast hvar gengið með ágætum. „Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og skrifað var undir

samning á dögunum og nú er komið að því að Þróttur taki við. Sveitarfélagið óskar Þrótti til hamingju með þetta og erum við þess fullviss að þetta fyrirkomulag eigi eftir að styrkja bæði starf íþróttamiðstöðvarinnar og Þróttar, og þar með allt íþróttalíf í sveitarfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum.

Páskablað Víkurfrétta er í næstu viku! Verið tímanlega með efni og auglýsingar.