Víkurfréttir 14. tbl. 42. árg.

Page 1

Skemmtilegt framtíðarverkefni Fyrstu þríburarnir á Suðurnesjum í tæp tuttugu ár. Litla fjölskylda Hönnu Bjarkar Hilmarsdóttur og Arnars Long tvöfaldaðist eftir þríburafæðingu 1. apríl 2021

>> Sjá miðopnu

Fimmtudagur 8. apríl 2021 // 14. tbl. // 42. árg.

Sprotasjóður styrkir fjóra skóla á Suðurnesjum Fjórir skólar á Suðurnesjum fá styrk úr Sprotasjóði að þessu sinni. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Skólarnir eru Akurskóli, Gerðaskóli, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar. Alls hlutu 42 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. „Umsóknir í Sprotasjóð bera vitni um nýsköpun, samvinnu og grósku sem einkennir íslenska skóla. Þar er gríðarlegur metnaður og vilji til góðra verka sem mikilvægt er að styðja við,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra, á vef stjórnarráðsins.

VÍKURFRÉTTAMYND: JÓN HILMARSSON

Yfir 200 manns atvinnulausir í 30 mánuði n „Þurfum að taka höndum saman og vinna þetta í sameiningu,“ sagði Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks.

„Í ljósi þessa mikla atvinnuleysis hér á svæðinu er mjög mikilvægt að bregðast áfram við því eftir því sem við best getum. Það eru rúmlega 200 manns að fullnýta sinn bótarétt á árinu hjá VMST sem eru 30 mánuðir og ég hugsa til þessa fólks með tilliti til framfærslu. Mun það leita til sveitarfélagsins og fá þá helmingi lægri framfærslu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fólki líður

eftir svona langtímaatvinnuleysi,“ sagði Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni. Díana segir að hluti af þessu fólki sé að velkjast um í röngu kerfi og skoða þurfi betur hvar þessir einstaklingar séu staddir andlega, félagslega og fjárhagslega og vinna út frá því. „Mér finnst ótrúlegt ef einstaklingur sem hefur verið án atvinnu og mögulega óvirkur í 30 mánuði sé í stakk búinn að fara beint í

100% atvinnu. Stjórnvöld hafa farið af stað með verkefnið „Hefjum störf“ sem er fyrir einstaklinga sem búa við langtímaatvinnuleysi og markmiðið er að skapa 7.000 störf um land allt.“ Í máli hennar kom fram að námsmannaúrræði væru aftur á dagskrá með styrk frá stjórnvöldum eins og var gert í fyrra. Þau væru mikilvæg og nauðsynleg. „Eins og ég hef nefnt áður þá er formúlan til, við höfum gert þetta, nýtum okkur reynsluna

GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ!

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Plómur

-20%

-25%

Nautalund frosin Þýsk

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

3.199

11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

síðan í fyrra. Ég efast ekki um að námsmenn eru orðnir óþreyjufullir eftir svörum hvort þeir fái starf í sumar. Ég get talað fyrir mig sem forstöðumaður einingar innan bæjarins að ég get klárlega nýtt mér bæði námsmannaúrræði sem og Hefjum störf. Við þurfum að taka höndum saman og vinna þetta í sameiningu. Ég hvet atvinnurekendur til að kynna sér þetta og sjá hvort þeir geti ekki tekið þátt í atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu okkar með því að nýta sér þessi úrræði,“ sagði Díana.

ÁÐUR: 3.999 KR/KG

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

Heilsuvara vikunnar!

249

KR/KG ÁÐUR: 498 KR/KG

-50%

Now Vitamin D-3 1000 töflur

1.169

KR/STK ÁÐUR: 1.559 KR/STK Tilboðin gilda 8.— 11. apríl

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vonast til að halda Ljósanótt með eðlilegum hætti Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2021 er hafinn. Vonir eru bundnar við að hátíðina megi halda með eðlilegum hætti, gangi áform um bólusetningar landsmanna eftir, og er undirbúningur miðaður við það. Til vara er unnið með fleiri sviðsmyndir sem gripið verður til í ljósi stöðunnar þegar nær dregur, segir í gögnum menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.

Tungumálakaffi, bókamerki og tækifærisgöngur með Nanný Tungumálakaffi er nýtt verkefni í Bókasafni Reykjanesbæjar sem verður á dagskrá alla föstudaga frá klukkan 10:00 til 11:00. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum koma og spjalla við gesti á íslensku um daginn og veginn og þannig gefst þátttakendum að æfa færni sína í íslensku. Í miðju bókasafnsins eru tveir sýningarkassar með bókamerkjum sem hafa fundist í skiluðum bókum safnsins í áraraðir. Bókamerkin eru af öllu tagi og sjón er sögu ríkari. Tækifærisgöngur með Nanný frá Bókasafni Reykjanesbæjar hafa vakið mikla lukku meðal gesta safnsins. Gengið er tvisvar í viku frá klukkan 13:30 í um það bil klukkustund. Markmiðið með göngunum er að fá bæjarbúa til heilsueflingar

Eldur kom upp í orkuveri í Svartsengi Eldur kviknaði í vélarbúnaði í Orkuveri 3 hjá HS Orku í Svartsengi seinnipart þriðjudags. Orkuverið var mannlaust þegar eldurinn braust út og var fólki engin hætta búin. Starfsmenn HS Orku brugðust skjótt við, lokuðu svæðið af og kölluðu til slökkviliðið í Grindavík sem réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Eldurinn var ekki mikill og einangraður og því lítil hætta á því að hann myndi breiðast út.

Ekki er vitað með fullri vissu hver upptök eldsins eru að svo stöddu en talið er að lega hafi brotnað í vélinni sem leiddi til þess að það kviknaði í. Starfsmenn HS Orku munu í framhaldinu fara yfir málið. Viðbrögð starfsmanna HS Orku virðast hafa verið hárrétt og komu í veg fyrir að meira tjón hlytist af, segir í fréttatilkynningu frá HS Orku. Ekki er gert ráð fyrir því að þetta muni hafa áhrif á framleiðslu HS Orku á raforku eða heitu og köldu vatni að

Fjölmargar umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar og að rjúfa félagslega einangrun eftir krefjandi tíma í samfélaginu. Nanný byrjar hverja göngu með stuttri kynningu á verkefnum bókasafnsins, nýjum og gömlum safnkosti og nýjustu fréttum úr safninu.

Í ár bárust 25 umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar, þar af voru tólf umsóknir um þjónustusamninga og þrettán umsóknir um verkefnastyrki. Til úthlutunar voru tæpar 5,2 milljónir króna. Til tólf þjónustusamninga var úthlutað 1,6 milljónum króna. Úthlutun var m.a. byggð á grundvelli ársskýrslna fyrir 2020 en í mörgum menningarhópum var starfsemi mjög takmörkuð á síðasta ári vegna Covid-19 en úthlutanir til hópanna þá látnar halda sér að fullu. Til þrettán verkefnastyrkja var úthlutað 3,15 milljónum króna sem verða greiddir út að afloknum verkefnum og afhendingu skýrslu þess efnis.

Öllum sé ábyrgðin ljós

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK

Verk á sýningunni Berskjölduð sem opnaði þann 28. mars í Listasafni Reykjanesbæjar.

Listasafn Reykjanesbæjar hefur útbúið samning þar sem lántökum er gerð grein fyrir eigin ábyrgð vegna myndverka í vörslu Listasafns Reykjanesbæjar. Framvegis mun safnið því fara fram á að lántakar skrifi undir samning, þannig að öllum sé ljóst hvaða ábyrgð hvílir á lántökum vegna láns á myndverki frá Listasafni Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð samþykkir tillögu að fyrirliggjandi lánasamning á síðasta fundi ráðsins.

Aukafjárveiting komi frá bæjarfélaginu í Skapandi sumarstörf Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram erindi þar sem óskað er eftir stuðningi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar til að fara þess á leit við bæjarráð að aukafjárveiting verði veitt úr bæjarsjóði til að hægt verði að fjármagna verkefnið Skapandi sumarstörf, þar sem ungmennum er gefinn kostur á að starfa að skapandi verkefnum í þágu bæjarbúa í sumar. Menningar- og atvinnuráð samþykkir erindið á síðasta fundi og vísaði málinu til bæjarráðs.

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

845 0900

öðru leyti en því að framleiðsla vélar í Orkuveri 3 mun stöðvast um tíma á meðan unnið er að úrbótum. Athafnasvæði HS Orku í Svartsengi samanstendur af sex orkuverum sem framleiða raforku og heitt vatn. Þau hafa verið byggð upp frá árinu 1977 og fram til 2008 þegar nýjasta orkuverið var tekið í notkun. Orkuver 3, þar sem eldurinn kom upp, var gangsett í lok árs 1980. Í orkuverinu er mótþrýstigufuhverfill með uppsett afl upp á 6 MW.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Barnaverndar­ málum fjölgar í Reykjanesbæ Í janúar 2021 bárust barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar 58 tilkynningar vegna 49 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 22. Á sama tíma árið 2020 voru tilkynningarnar 46 vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru fjórtán. Í febrúar 2021 bárust 53 tilkynningar vegna 44 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 21. Á sama tíma árið 2020 voru tilkynningarnar 39 vegna 34 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru sautján. Í janúar og febrúar 2021 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, öðrum og skóla. Á árinu 2021 voru helstu ástæður tilkynninga grunur um vanrækslu, umsjón og eftirlit, neysla foreldra, tilfinningalegt ofbeldi, heimilisofbeldi og áhættuhegðun barns, neysla og barn beitir ofbeldi. Heildarfjöldi barnaverndarmála í lok febrúar 2021 var 244 mál sem er töluverð aukning frá árinu 2020 en þá var fjöldinn 187 mál. Heildarfjöldi nýrra mála á árinu 2021 er 46 og fjöldi lokaðra mála á sama tíma er 31 auk eins máls sem flutt var til annarrar barnaverndarnefndar.

vf is


Nýtt blað Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

á byko.is

Stútfullt m af tilboðu

Vinnur þú

Litaráðgjöf & málningu? Allar nánari upplýsingar á instagramsíðu BYKO og Karenar Karen Ósk Magnúsdóttir, innanhússráðgjafi

Þiljur

Náttúruleg eik, hljóðdempandi, 60x240 cm

Taktu þátt! Þú setur inn mynd af því rými sem þig langar til að breyta heima hjá þér á færslu leiksins á facebooksíðu Skreytum hús. Soffía Dögg, ásamt dómnefnd frá BYKO, velur bestu myndina. Eigandi myndarinnar fær 100.000 kr inneign í BYKO. Að auki verða valdir tveir aukavinningshafar sem fá 35.000 kr inneign.

Þiljur

Hnota, hljóðdempandi, 60x240 cm

16.295kr/m2 17.295kr/m2 0111760

Taktu þátt í myndaleik Skreytum hús á Facebook

0111761

Handlaug

Tilboðsverð Start Edge

á vegg 40x32 cm. Handlaugartæki fylgja ekki með

14.396

12951040

17.595

Eldhústæki, krómað 15331369 Almennt verð: 17.995

20%

Nýtt

Messina

Soffía Dögg hjá

mælir með þessari vöru

Flott hangandi ljós með perustæði fyrir 8 perur sem eru seldar sér til að gefa fleiri valmöguleika

20.565 52238896

Tilboðsverð Borð

svart, 70x70x39 cm

7.676

91915921 Almennt verð: 9.595

20%

Verslaðu á netinu á byko.is

52

cm


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bæjarstjórn Voga rökstyður höfnun á framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur afgreitt erindi Landsnets hf., umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Umsókninni er hafnað og hún rökstudd í ítarlegri greinargerð. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og telur að framkvæmdin sé sú sama og lýst er er í matsskýrslu. Bæjarstjórn fellst á þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að matsskýrsla Landsnets um Suðurnesjalínu 2 uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Þá hefur bæjarstjórn kynnt sér fyrirliggjandi umsókn, meðfylgjandi gögn og álit Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Bæjarstjórn hefur jafnframt kynnt sér umsögn Landslaga um erindið, dags. 16. febrúar 2021, og samþykkir hana og gerir að sinni umsögn um málið auk eftirfarandi afgreiðslu og rökstuðnings. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnar umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir 220 kV Suðurnesjalínu 2, loftlínu meðfram núverandi Suðurnesjalínu 1, í Sveitarfélaginu Vogum með vísan til framangreindrar umsagnar Landslaga, dags. 16. febrúar 2021, og eftirfarandi rökstuðnings og sjónarmiða sem eru að mestu leyti í samræmi við rökstuðning sem fram kemur í niðurstöðukafla álits Skipulagsstofnunar. Suðurnesjalína 2 sé umfangsmikið mannvirki sem liggi yfir langan veg, þar sem landslag sé opið og víðsýnt, náttúrufar njóti verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd auk þess

sem það hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu og vottun UNESCO vegna jarðfræðilegrar sérstöðu. Línan liggi nálægt einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins, sem jafnframt sé gátt erlendra ferðamanna inn í landið og fari um og liggi nærri náttúrusvæðum sem séu vinsæl útivistarsvæði í grennd við þéttbýlasta svæði landsins. Við þær aðstæður, telur sveitarfélagið ekki forsvaranlegt að samþykkja nýja loftlínu. Margt mæli með því að leggja línuna í jarðstreng alla leið innan sveitarfélagsins, skv. valkosti B í umhverfismatinu, meðfram Reykjanesbraut. Sveitarfélagið hafi áður bent á það en sá valkostur sé að auki í samræmi við ákvæði aðalskipulags sveitarfélagsins. Ávinningur af þeirri leið, með tilliti til umhverfisáhrifa samanborið við loftlínuvalkosti, felist í minni áhrifum á landslag og ásýnd, ferðaþjónustu og útivist, vistgerðir og gróður og fuglalíf. Aðalvalkostur Landsnets, sem sótt er um, þ.e. lagning loftlínu samkvæmt valkosti C, hafi mest neikvæð áhrif allra skoðaðra valkosta í umhverfismati á framangreinda þætti. Þá er tekið undir þau sjónarmið Skipulagsstofnunar að ýmislegt, tengt byggða- og atvinnuþróun á Suðurnesjum til framtíðar, mæli frekar með því að línan verði lögð í jörð. Landsnet hafi bent á kostnaðarmun loftlína og jarðstrengja og

Afturkölluðu og samþykktu nýtt framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum 30. mars síðastliðinn að afturkalla útgefið framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 vegna smávægilegra formgalla í málsmeðferð. Afturköllunin er gerð í samráði við umsækjanda. Á sama fundi var nýtt framkvæmdarleyfi vegna línunnar samþykkt með sex atkvæðum en Páll Valur Björnsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Suðurnesjalína 2 er alls um 33,9 km löng og er hluti hennar innan Grindavíkur eða 0,79 km. Miðað er við að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 árið 2021 og að spennusetning línunnar verði í lok árs 2022.

Vilja reisa möstur fyrir fjarskiptasambönd í Grindavík Míla hefur lagt fram beiðnir til bæjaryfirvalda í Grindavík til að bæta fjarskiptasamband í Grindavík og til að tryggja rekstraröryggi ef rafmagn fer af bænum. Fulltrúar Mílu funduðu með bæjarráði Grindavíkur 16. mars vegna málsins. Míla ehf. óskar m.a. eftir að reisa mastur á lóð félagsins við Víkurbraut 25. Um er að ræða átján metra háan járnstaur til að hýsa farsímaloftnet og þar með bæta farnetssamband í

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Grindavíkurbæ. Einnig óskar fyrirtækið eftir að setja farsímaloftnet í fimmtán til átján metra hæð við norðurhluta bæjarins á hentugum stað. Þá óskar Míla ehf. eftir að Grindavíkurbær setji í deiliskipulag aðstöðu fyrir farsímafélög við í austurhluta bæjarins. Bæjarráð Grindavíkur hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Suðurnesjalína með Keili í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi

þær takmarkanir sem séu á heildarlengd jarðstrengja í flutningskerfinu á suðvesturhorninu sem rök fyrir því að velja loftlínu við uppbyggingu Suðurnesjalínu 2. Þá hafi Landsnet vísað til þess að aðstæður á framkvæmdasvæði Suðurnesjalínu 2 falli ekki nema að litlu leyti að þeim viðmiðum sem sett hafa verið í stefnu stjórnvalda um lagningu jarðstrengja í flutningskerfi raforku. Bæjarstjórn telur að ekki sé nægilegt að horfa eingöngu til kostnaðarmunar milli ólíkra útfærslna á lagningu línunnar, þar sem ólíkir valkostir um legu línunnar hafi í för með sér mismunandi möguleika og takmarkanir á annarri landnýtingu og þróun byggðar og atvinnulífs á nærliggjandi svæðum sem rétt sé að taka með í reikninginn þegar horft sé á kostnað við lagningu línunnar. Afstaða bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga ætti ekki að koma Landsneti hf. á óvart, enda hefur hún verið opinber allt frá árinu

2008. Áhersla bæjarstjórnar á lagningu jarðstrengs kemur m.a. fram í samkomulagi sem Landsnet hf. gerði við Sveitarfélagið Voga 17. október 2008. Í samkomulaginu var fjallað um að jarðstreng ætti að skoða ef kostnaður við lagningu hans breyttist verulega. Er það mat bæjarstjórnar að sú breyting, sem orðið hefur á kostnaði, sé veruleg og jarðstrengur út frá þeim forsendum því raunhæfur valkostur. Afstaða núverandi bæjarstjórnar hefur komið fram í verkefnaráði á vegum Landsnets með hagsmunaaðilum verkefnisins, sem og í umsögn bæjarstjórnar um valkostina og bókunum þar að lútandi. Bent sé á að í þingsályktun nr. 11/144, um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, séu sett fram viðmið sem réttlæti að dýrari kostur sé valinn og línur lagðar í jarðstreng í heild eða hluta. Umrædd lína sé fyrirhuguð í næsta nágrenni við vaxandi þéttbýli í Vogum. Hún sé

Milljón sinnum kíkt á Keili og Fagradalsfjall

fyrirhuguð um svæði þar sem stjórnvöld hafa til athugunar að byggja upp nýjan flugvöll og fari um svæði sem njóti verndar vegna náttúrufars. Í ljósi framangreinds sé það niðurstaða bæjarstjórnar að umhverfismat Suðurnesjalínu 2 sýni að lagning línunnar sem jarðstrengs sé best til þess fallin að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar, sbr. markmiðsákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Æskilegasti framkvæmdakosturinn sé því valkostur B meðfram Reykjanesbraut en ekki valkostur C sem sótt hefur verið um. Ábendingar Landsnets um villur í mati Skipulagsstofnunar um áhrif jarðskjálfta á jarðstreng og ný gögn um að loftlína sé öruggari valkostur en jarðstrengur í gagnvart „höggunarhreyfingum“ breyta ekki niðurstöðu bæjarstjórnar, segir í afgreiðslu bæjarstjórnar sem samþykkt var samhljóða með sjö atkvæðum.

Verndun lífríkis í Vogatjörn til umfjöllunar Umræður um Vogatjörn voru á síðasta fundi umhverfisnefndar Sveitarfélagsins Voga. Nefndin leggur til að létt verði á tjörninni og hólminn með því gerður ákjósanlegri viðkomustaður farfugla.

Um ein milljón innlita var á vefmyndavél Víkurfrétta sem vaktaði Keili og Fagradalsfjall með sjónarhorni frá Reykjanesbæ. Útsendingar hófust á Facebook-síðu Víkurfrétta þann 1. mars en voru fljótlega færðar yfir á Youtube-rás Víkurfrétta þar til þeim var hætt tímabundið í síðustu viku. Mikill áhugi var á streyminu strax frá upphafi en fyrstu hugmyndir vísindamanna voru að gos kæmi upp á svæði milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það voru kjöraðstæður fyrir vefmyndavél Víkurfrétta. Gosið ákvað hins vegar að laumast upp úr jörðu handan við hæðir Fagradalsfjalls en vefmyndavél Víkurfrétta greinir

aðeins bjarma og gosmóðu frá þeim stað. Við streymið sköpuðust oft fjörugar umræður en jarðfræðinördar víðsvegar um heiminn fylgdust náið með öllu sem fyrir augu bar. Minnstu hreyfingar voru túlkaðar og spáð í hlutina fram og til baka. Þegar gosið svo kom upp utan sjónsviðs myndavélar Víkurfrétta tóku aðrir við keflinu en RÚV streymir nú allan sólarhringinn frá gosinu sem og mbl.is. Við hjá Víkurfréttum bíðum átekta og ef kvikugangurinn opnast nær Keili þá er myndavél Víkurfrétta aftur komin í kjörstöðu og verður sett í gang að nýju.

Ærslabelgur til skoðunar í Vogum Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur tekið til skoðunar óskir bæjarráðs um tillögu að staðsetningu fyrir nýjan ærslabelg í Vogum. Nefndin bendir á fjóra staði fyrir ærslabelg. Þeir eru í almenningsgarðinum í Aragerði, við gafl íþróttamiðstöðvarinnar, á skólalóðinni eða í nágrenni við félagsmiðstöðina. „Að svo stöddu tekur nefndin ekki afstöðu til valkostanna,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar.


Meiriháttar tilboð í apríl! 27%

30% GOTT VERÐ!

189

587

189 kr/stk

kr/stk

áður 259 kr

kr/stk

áður 839 kr

Nick’s Crunchy Caramel 28 gr

Nice’n Easy 350 gr - 6 teg

Doritos 170 gr - 3 teg

30%

38%

2

fyrir

1

298 kr/pk

629 kr/pk

áður 479 kr

áður 899 kr

Freyju möndlur 150 gr

Magnum íspinnar 3 stk/pk - 2 teg

Toppur 0,5 l - 2 teg.

30%

24%

2

449 kr/stk

987

fyrir

1

kr/stk

áður 1.299 kr

áður 649 kr

Grandiosa Calzone Skinka 165 gr

MaiKai Acai Sorbei 500 ml

269 kr/stk Pepsi og Pepsi Max 0,5 l

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 22 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Menntavegi, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON

Eldgos og atvinnuleysi

FIMMTUDAGUR KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS Nítján ára ljóðabóka­ höfundur úr Grindavík

Þegar eldgos við Grindavík tekur sífellt á sig nýja mynd gætu þessar náttúruhamfarir orðið stór hluti í endurreisn atvinnulífs á Suðurnesjum. Slík er athyglin sem gosið fær og skal engan undra. Þetta er magnað. Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni vakti Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, athygli á erfiðri stöðu á svæðinu þar sem um 200 manns ná þeim vafasama áfanga að vera búnir að vera án atvinnu í 30 mánuði og þannig fullnýta rétt sinn til bóta hjá Vinnumálastofnun. „Í ljósi þessa mikla atvinnuleysis hér á svæðinu er mjög mikilvægt að bregðast áfram við því eftir því sem við best getum. Það eru rúmlega 200 manns að fullnýta sinn bótarétt á árinu hjá VMST sem eru 30 mánuðir og ég hugsa til þessa fólks með tilliti til framfærslu. Mun það leita til sveitarfélagsins og fá þá helmingi lægri framfærslu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fólki líður eftir svona langtímaatvinnuleysi,“ sagði Díana á fundinum og benti á að hluti af þessum hópi sé að velkjast um í röngu kerfi og skoða þurfi hvernig einstaklingarnir séu staddir andlega, líkamlega og félagslega og vinna út frá því. Hún spyr hvort einstaklingur sem sé búinn að vera án atvinnu í svona langan tíma sé í stakk búinn að fara í 100% starf. Í áhugaverðri ræðu á bæjarstjórnarfundinum ræddi Díana líka námsmannaúrræði og segir að námsmenn séu orðnir óþreyjufullir eftir svörum hvort þeir fái vinnu í sumar eða ekki. Það var í boði í fyrrasumar og kom mjög vel út. Gott dæmi var verkefnið „Hughrif í bæ“ í Reykjanesbæ þar sem ungmenni máluðu og gerðu margt skemmtilegt í bæjarfélaginu.

Ríkisstjórnin kynnti nýlega verkefnið „Hefjum störf“ en það er sérhannað fyrir einstaklinga sem hafa verið atvinnulausir í ár eða meira. Þar eru atvinnurekendur hvattir til að ráða fólk úr þeim hópi og fá til þess upphæð sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Í tengslum við það átak er ekki úr vegi nú þegar einhverjar líkur eru á því að eldgos geti varað í lengri tíma að skoða áhugaverða hugmynd Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns, þar sem hann vill skapa tugi starfa við gæslu og eftirlitsstörf á gosslóðum. „Við eigum að skapa þá umgjörð um einstaka auðlind sem gosið er þannig að eftir því verði tekið og við vöndum okkur að gera vel. Þjónusta ferðafólk er eitthvað sem margir atvinnulausir hafa gert allan sinn starfsaldur í flugstöðinni og auka öryggi gesta á svæðinu með því að skapa ný og áhugaverð störf í náttúru Íslands og slá þannig tvær flugur í einu höggi,“ segir Ásmundur og undir þetta má svo sannarlega taka. Atvinnuleysi er alvarlegt mál. Mikil óvissa er enn um komu ferðamanna vegna slæmrar Covid-stöðu víða úti í heimi. Því er mikilvægt að nýta önnur tækifæri þangað til störf í ferðaþjónustu komast aftur í gang. Þó eru ljós á nokkrum stöðum í ganginum og frétt um daglegt flug flugfélagsins Delta frá Keflavíkurflugvelli frá 1. maí með farþega sem hafa fengið sprautu, vakti von um hugsanlegt upphaf í ferðageiranum. Þetta er vonandi alveg að koma.

Að undanförnu hefur verið einkar mikið um að hrafnar geri sig heimakomna í byggð og í nágrenni við byggð. Þó svo að krummi sé hataður af mörgum og ofsóttur víða er hann virkilega skemmtilegur fugl og má kannski segja að hann sé uppistandari fuglanna. Hér áður fyrr þegar að hart var í ári og snjór eða svell yfir öllu og hrafninn leitaði á bæina reyndu flestir að eiga eitthvað fyrir hrafninn. Þá var gjarnan sagt í bókstaflegri merkingu: „Guð launar fyrir hrafninn“. Ef fólk gerir eitthvað fyrir hrafninn þá mun Guð gera eitthvað fyrir það í staðinn. Síðan hefur verið farið að nota þetta í yfirfærðri merkingu. Ef einhverjum býðst til dæmis kaka eða brauð sem hann þiggur getur hann þakkað fyrir sig með því að segja: „Guð launar fyrir hrafninn“. Margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum eru kunnar í íslenskum heimildum, svo ekki sé minnst á fjölda vísna,

ljóða og söngtexta um þennan skemmtilega fugl sem öðrum fremur mætti kalla þjóðarfugl Íslendinga. Margvísleg þjóðtrú er tengd hrafninum. Sumir segja að þeir sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir. Aðrir segja að ef hrafn hoppi hingað og þangað uppi á húsum, skipti um hljóð og krunki upp í loftið, hristi vængina og yppti fiðrinu, boði það að einhver maður sé að drukkna. Velþekkt er að flug hrafna boði annaðhvort feigð eða fararheill, eftir því í hvaða átt þeir fljúga yfir mann. Á meðfylgjandi myndum má sjá að það er kominn vorfílingur í hrafninn og ekki annað að sjá en að hann ætli sér að lækka hjá sér forgjöfina á komandi sumri. Golfboltar heilla oft krumma og algengt er að hann taki bolta á golfvöllum en verður alltaf fyrir vonbrigðum því hann er ekki góður matur. Krummarnir verða einnig Jón Steinar á skjánum í SuðurnesjaSæmundsson magasíni vikunnar.

Hópsnesið og sagan

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

„Guð launar fyrir hrafninn“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þríburar Hönnu og Arnars líta dagsins ljós í fyrsta sinn. Glæsilegir.

Með „myndaalbúm“ frá lækninum eftir sónarinn.

Hanna Björk heilsar upp á einn þríburann.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Ungu hjónin með þríburana í fanginu skömmu eftir fæðingu 1. apríl.

Skemmtilegt framtíðarverkefni Fyrstu þríburarnir á Suðurnesjum í tæp tuttugu ár. Litla fjölskylda Hönnu Bjarkar Hilmarsdóttur og Arnars Long tvöfaldaðist eftir þríburafæðingu 1. apríl 2021. „Það gengur bara vel. Verkefnið er mjög skemmtilegt og á eftir að verða þannig í framtíðinni,“ segja þau Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jóhannsson en 1. apríl komu þríburar í heiminn eftir 33 vikna og einn dag í meðgöngu hjá Hönnu Björk. Það lá vel á unga parinu úr Reykjanesbæ þegar Víkurfréttir forvitnuðust um stöðu mála í stóru fjölskyldunni sem tvöfaldaðist eftir að þrírburarnir komu í heiminn. „Það verður fjör á heimilinu, mikið að gera en við erum búin að kaupa okkur stærri bíl og komin í stærra húsnæði,“ sögðu þau í stuttu spjalli við VF.

Þrír heilbrigðir einstaklingar komu í heiminn 1. apríl og þetta var svo sannarlega ekkert gabb. Börnin voru tekin með keisaraskurði eins og algengt er með fjölburafæðingar en þeim fylgir alltaf meiri áhætta. Stúlka kom fyrst kl. 17:59 og var 2.200 gr. Síðan komu drengirnir kl. 18:00 og 18:01, 2.310 gr. og 1.924 gr. Þeir hleyptu auðvitað dömunni í heiminn á undan. Þeim heilsast

öllum vel en hafa verið á vökudeild og verða þar næstu vikur. Fjölskyldan gistir á sjúkrahóteli Landspítalans. Hanna og Arnar eiga fyrir rúmlega eins árs gamlan dreng, Ingiberg, en hann hefur verið hjá ömmu og afa, Guðnýju Magnúsdóttur og Hilmari Björgvinssyni. Ungu hjónin segja að það hafi verið sjokk þegar þau fengu tíðindin í upphafi meðgöngunnar.

Hanna segist hafa farið að gráta en Arnar hafi farið að hlæja. „Það er mikið um tvíbura í minni fjölskyldu þannig að við höfðum grínast með það nokkuð að þetta væru örugglega tvíburar og við töluðum þannig. Svo sá ég tvo sekki í sónarnir og spurði lækninn hvort þetta væru tvíburar en fékk svar um að þetta væru þríburar,“ segir unga mamman og bætir við að meðgangan hafi gengið vonum framar. Hanna Björg á m.a. tvíburasystkin. „Við erum heldur betur spennt fyrir þessu nýja kafla í okkar lífi og að takast á við þetta risastóra verkefni, hlökkum til að komast heim

til stóra bróður og sýna honum alla nýju fjölskyldumeðlimina. Ótrúlega spennandi tímar framundan og við alveg í skýjunum,“ sagði pabbinn. Hanna Björk var hins vegar fljót til svars þegar hún var spurð hvort þau myndu hugsa um að eignast fleiri börn. „Nei, þetta er orðið fínt.“ Þríburar Hönnu og Arnars eru þeir fyrstu sem fæðast hér á landi síðan árið 2017. Á Suðurnesjum hafa alla vega tvennir þríburar fæðst frá árinu 1999, síðast árið 2002 í Grindavík. Páll Ketilsson pket@vf.is

Þríburarnir saman í rúmi í fyrsta sinn.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nýr Baldvin Njálsson GK 400 tekur á sig mynd

Brúin komin á skipið við bryggju hjá skipasmíðastöðinni. Þarna vantar enn tvo glugga á stýrishúsið og vörumerki BN ekki fullmálað á skipsskrokkinn. Baldvin Njálsson GK 400 sjósettur á dögunum. Hér vantar brúna og gálga á skipið.

Smíði á nýjum Baldvini Njálssyni GK fyrir Nesfisk í Garði gengur vel hjá skipasmíðastöðinni Armon í Vigo á Spáni. Skrokkur skipsins var sjósettur í nýliðnum marsmánuði. Þá var brúin sett á skipið en á meðfylgjandi myndum vantar ennþá tvo glugga í brúna. Vænst er til að skipið verði komið til Íslands fullbúið og tilbúið til veiða í haust. Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 verður eitt af glæsilegri skipum í íslenska fiskiskipaflotanum. Baldvin Njálsson GK verður rúmlega 66 metra langur og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni sem er að koma til ára sinna og var smíðað í sömu skipasmíðastöð árið 1991 fyrir norskt félag. Nýja skipið verður fimmtán metrar á breidd og með 3.000 kW Wärtsilä aðalvél. Skrúfan verður fimm metrar í ummál og verður nýr Baldvin Njálsson GK í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki. Fjallað var um skipið í Fiskifréttum síðasta haust. Þar sagði

Hér er séð ofan í vélarúmi og þarna er aðalvél, skrúfugír og rafall komið ofan í á sinn stað.

að um borð í skipinu verða flök og hausar fryst. Í því verður vöruhótel með þjarka sem tegundar- og stærðarflokkar og beinir afurðum að sjálfvirkum pökkunarbúnaði. Brettastaflari staflar pökkuðum afurðum tilbúnum til löndunar og útflutnings. Á millidekkinu verður flökunarvél og sjálfvirkur frystibúnaður. Lestin er á tveimur hæðum og samtals er rúmmál hennar 1.600 rúmmetrar. Smíði skipsins hefur gengið vel en kórónuveirufaraldurinn hefur þó tafið vinnu hjá skipasmíðastöðinni.

Séð fram eftir skipinu. Þarna vantar þriðja spilið.

ÚTBOÐ Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið: „MIÐSVÆÐI – YFIRBORÐSFRÁGANGUR GANGSTÉTTAR - GANGSTÍGAR - KANTSTEINAR - ÞÖKULÖGN“ Verkið er fólgið í yfirborðsfrágangi á miðsvæði í Vogum við göturnar Skyggnisholt, Lyngholt og Breiðuholt og felst í m.a. í gerð gangstétta, gangstíga, kantsteins og þökulögn ásamt lítilsháttar lagnavinnu. Er þessu nánar lýst á uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt . . . . . . . . . . . . . . . . Fyllingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . Malbik . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vélsteyptur kantsteinn . . . . Þökulögn . . . . . . . . . . . . . . . . .

250 m3 750 m3 2880 m2 1200 m 3500 m²

Verklok skulu vera eigi síðar en 1. september 2021. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið sigurdurh@t-sa.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.

Stækka plastverksmiðju um 6.600 fermetra Borgarplast ehf. hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Grænásbraut 501 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Gert verði ráð fyrir um 6.600 fermetra stækkun húsnæðis sem bætist við núverandi byggingu sem er um 4.700 fermetrar. Heildarbyggingarmagn á lóð fyrirtækisins, sem er 28.000 fermetra lóð, verður um 11.321 fermetrar. Erindinu var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 20. nóvember síðastliðinn og voru endurbættir uppdrættir með nánari skilmálum varðandi uppbrot og byggingarreiti lagðir fram. Auglýs-

ingatíminn skipulagsins er liðinn og engar athugasemdir bárust. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021. Tilboðum skal skilað í tölvupósti á netfangið sigurdurh@t-sa.is eigi síðar en miðvikudaginn, 21. apríl 2021 kl. 10:00. Opnun tilboða fer fram á fjarfundi með „Teams“-fundarkerfi miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 11:00. Þeir bjóðendur sem vilja tengjast opnunarfundinum skulu senda beiðni um það á netfangið sigurdurh@t-sa.is eigi síðar en kl. 10:00 á opnunardag tilboða og verður þeim þá sendur hlekkur til að tengjast fundinum.

Vogum, 8. apríl 2021 Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Fyrsti frumkvöðullinn í Eldey vekur athygli

Katrín Ósk Jóhannsdóttir er fyrsti aðilinn sem fær aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en það opnaði formlega í byrjun mars í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að Katrín hefur strax vakið verðskuldaða athygli og birtist viðtal við hana í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún sagði frá verkefninu sem hún vinnur að.

Dagbækur til að bæta andlega líðan barna

Skrifborðsaðstaðan í Eldey vindur upp á sig

Katrín Ósk mun nýta aðstöðu frumkvöðlasetursins til að vinna áfram tilraunaverkefni um gerð dagbóka til að styrkja jákvætt viðhorf og andlega heilsu. „Þessi dagbók varð til af því að sonur minn hefur lengi glímt við skólaforðun, vanlíðan og kvíða,“ segir Katrín og bætir við að hann hafi ekki verið gjaldgengur í sum úrræði í kerfinu og önnur ekki virkað fyrir hann. Í þessu ferli hefur Katrín haldið úti dagbók þar sem hún hefur skráð niður jákvæða hluti í lífi sínu og fann fljótt að þetta hafði áhrif á líðan hennar til hins betra. Hún ákvað í framhaldinu að gefa út sambærilega dagbók fyrir barnið sitt sem og aðra sem glíma við sambærilegar áskoranir. „Ég ákvað í hasti að setja upp þessa dagbók og láta prenta hana í þúsund eintökum.” Hún fékk frábær viðbrögð frá foreldrum sem voru á sama stað og hún, úrræðalausir með börnin sín. Fyrir þessa aðila hefur dagbókin ekki síður forvarnargildi, þar sem krakkarnir skrá í hana hvað þeim finnst gaman að gera með fjölskyldunni. „Við vitum að því meiri tíma sem fjölskyldan ver saman, þeim mun minni líkur eru á að börn leiðist út í neyslu eða aðra neikvæða hegðun.”

Í frumkvöðlasetrinu gefst frumkvöðlum á Suðurnesjum kostur á að vinna að viðskiptahugmyndum sínum og þróa þær áfram í raunveruleg viðskiptatækifæri. Þar hefur Katrín Ósk komið sér vel fyrir og þróar áfram viðskiptahliðina á verkefninu sínu. Hún sér hins vegar tækifæri í að nýta sér enn betur aðstöðuna í Keili. Í Keili er starfrækt vendinámssetur en þar er fullkomin búnaður og aðstaða til að taka upp ýmisskonar mynd- og hljóðefni. Katrín Ósk stefnir á að nýta þessa reynslu innan veggja Keilis við gerð og upptöku hlaðvarps um dagbókina. „Ég reikna með að geta nýtt mér hljóðverið til að taka upp hlaðvarp um hugsunina bak við dagbókina og útskýra hvernig er best að nálgast hana svo hún nýtist til fulls“, segir Katrín og bætir við að hún muni einnig segja frá því af hverju hún valdi ákveðin atriði í dagbókina og hvaða áhrif hún telur að þau muni hafa fyrir notendur.“ Á næstunni mun Vendinámssetur Keilis bæta við sérstöku hljóðveri fyrir upptöku á hlaðvarpsþáttum en þeir njóta sífellt meiri vinsælda bæði til afþreyingar og fræðslu. Hljóðverið verður aðgengilegt bæði kennurum og nemendum Keilis, auk þess sem

frumkvöðlar í Eldey geta nýtt sér aðstöðuna til að taka upp hljóðefni og kynningar. Þá er stefnt á að gera hljóðverið aðgengilegt fyrir aðila utan Keilis sem geta þá bókað tíma, fengið þjálfun í upptöku hlaðvarpsþátta og tæknilega aðstoð.

Frumkvöðlasetur í skapandi umhverfi Frumkvöðlasetrið er rekið í samstarfi Keilis, Eignarhaldsfélags Suðurnesja og Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og verður aðstaða í Eldey gjaldfrjáls fram að áramótum 2021 með stuðningi frá Eignarhaldsfélaginu. Í Eldey býðst frumkvöðlum vinnuaðstaða í skapandi umhverfi og geta þeir jafnframt nýtt sér fundaraðstöðu, kaffistofu og setustofur í aðalbyggingu Keilis, auk þess sem aðgangur er að prent- og netþjónustu. Heklan mun jafnframt bjóða upp á ráðgjöf í setrinu og standa fyrir reglulegum fræðsluviðburðum og erindum. Sótt er um aðstöðuna annað hvort á vef Heklunnar eða á heimasíðu frumkvöðlasetursins á www. eldey.org. Skilyrði þess að nýta aðstöðuna er að um nýsköpun sé að ræða og verða umsóknir metnar af Heklunni sem mun jafnframt fylgja hugmyndum frumkvöðla áfram.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Nýr bátur til Sandgerðis Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Nýr bátur Blikabergs kominn á flot

Löng páskahelgi er liðin og auðvitað voru náttúruöflin í aðalfréttum, því það var bara bætt í og ný sprunga myndaðist við eldgosin í Geldingadal. Nú rennur hraun í Meradal. Annars var frekar rólegt um að vera frá því að síðasti pistill var skrifaður enda voru allir bátar stopp. Marsmánuður var ansi góður eins og hefur fram komið hérna í þessum pistlum. Erling KE var hæstur netabátanna við Suðurnesin, var með 524 tonn í 28 róðrum og var í þriðja sætinu yfir allt landið. Hæstur var Bárður SH með 1.011 tonn í 34 róðrum en hann tvílandaði nokkuð oft. Grímsnes GK var með 251 tonn í 27 róðrum, Langanes GK 222 tonn í 27, Maron GK 180 tonn í 27 og Þorsteinn ÞH 100 tonn í sextán róðrum. Hjá línubátunum var Jóhanna Gísladóttir GK með 565 tonn í sex róðrum, Páll Jónsson GK 530 tonn í fimm, Fjölnir GK 454 tonn í fimm, Valdimar GK 394 tonn í fimm og Hrafn GK 358 tonn í fimm. Af minni bátunum var Sandfell SU hæstur með 245 tonn í 25 róðrum en hann landaði í Grindavík, Sandgerði og Þorlákshöfn. Hafrafell SU var með 209

tonn í 24 en hann landaði á sömu stöðum og Sandfell SU. Vésteinn GK 193 tonn í 21 róðri. Hjá dragnótabátunum var Sigurfari GK með 245 tonn í átján róðrum, Siggi Bjarna GK 243 tonn í átján, Benni Sæm GK 195 tonn í átján, Aðalbjörg RE 125 tonn í tólf og Ísey EA 117 tonn í tíu, allir lönduðu í Sandgerði.

Að ofan er minnst á bát sem heitir Hafrafell SU. Sá bátur hét áður Hulda GK og var í eigu Blikabergs ehf. í Sandgerði. Það fyrirtæki er í eigu Sigurðar Aðalsteinssonar og Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns. Nú hafa þeir látið smíða nýjan bát sem hefur fengið nafnið Hulda GK og er kominn á flot en er ekki tilbúinn til veiða. Óhætt er að segja að nýi báturinn sé ansi sérstakur. Hann er 11,99 metra langur en er mjög hár og breiður. Virkar vera vel yfir sex metrar á breidd en til samanburðar má geta að Einhamarsbátarnir í Grindavík, Gísli Súrsson GK, Auður Vésteins SU og Vésteinn GK, eru allir 14,99 metra langir og 4,44 metra breiðir. Indriði Kristins BA og Kristján HF eru 13,49 metra langir og 5,41 metra breiðir. Nýja Hulda GK verður gerð út á línu með beitningavél.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Garðyrkjudeild – Sumarstörf Fræðslusvið – Starfsmaður í Íþróttaakademíu / Reykjaneshöll Fræðslusvið – Starfsmaður í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Fræðslusvið – Starfsmaður í Sundmiðstöð/Vatnaveröld Velferðarsvið – Sjúkraliði í dagdvöl aldraðra Grunnskólar – Þroskaþjálfar Grunnskólar – Kennarar Fræðslusvið – Rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja Akurskóli – Starfsmaður á kaffistofu Akurskóli – Starfsmaður í námsúrræði Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Berskjölduð / Unarmed Listasafn Reykjanesbæjar Samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni. Sýningin er verkefni meistaranema í sýningagerð við Listaháskóla Íslands. Athygli er vakin á því að það er frítt inn á öll söfn sem eru á vegum Reykjanesbæjar til 1. september 2021.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

J A R Ð E L D A R

Í

F A G R A D A L S F J A L L I

Hraunið flæðir niður í Meradali á mánudagskvöld. VF-mynd: Jón Hilmarsson

Nýjar gosrásir geta opnast nær Keili Nýjar gosrásir geta opnast nær Keili. Tvær gosrásir hafa þegar opnast í norðausturátt frá gígunum í Geldingadölum. Önnur á hádegi á mánudag og hin á miðnætti á þriðjudagskvöld. Þekktar sprungur eru í norðausturátt og upp um þær getur gosið en þar undir er kvikugangurinn sem myndaðist í jarðskjálftahrinunni fyrir nokkrum vikum. Það ræðst svo af því hversu nálægt Keili gosrásir opnast hvort hraun renni til norðurs. Hraunrennsli í dag er eingöngu í Geldingadölum og í Meradali.

Ný sprunga á hádegi á mánudag Ný gossprunga sem opnaðist til norðausturs frá gígunum í Geldingadölum í hádeginu á mánudag, á öðrum degi páska, er nýr kafli í eldgosinu sem hófst að kvöldi 19. mars. Fram til mánudags hafði gosið staðið yfir í rétt rúman hálfan mánuð á sama takti og haldið sig við tvo gíga í sömu eldborginni í Geldingadölum. Kvikuflæðið hafði verið jafnt allan tímann og dalirnir fyllst jafnt og þétt. Að morgni annars dags páska varð sýnilegt að aðeins hafði dregið úr virkni í gígunum í Geldingadölum. Á hádegi tók jörðinn örlítinn kipp við eldstöðina og jörðin rifnaði í norðaustur frá gígunum og hóf að gjósa upp af Meradölum. Eins og í Geldingadölum þá hófst gosið hægt og rólega. Yst kom kvika upp á nokkrum stöðum á sprungunni en fór síðan rólega í einn nýjan gíg. Mikil hrauná myndaðist og flæddi með miklum hraða niður í Meradali þar sem hraunbreiða hefur verið að myndast. Hraunánni er lýst sem stórfenglegri en kvikan í henni er sögð sömu gerðar og í Geldingadölum, enda sama æðin sem fæðir þá gossprungu og gosið í Geldingadölum. Um er að ræða kviku sem er að koma af sautján til tuttugu kílómetra dýpi úr möttli jarðar.

kvöld. Fyrirvaralaust rifnaði jörðin á um 150 metra kafla á milli gíganna tveggja sem þegar gusu. Fólk gat fylgst með sjónarspilinu í beinni útsendingu á vefmyndavélum bæði RÚV og Morgunblaðsins. Sprungan opnaðist í raun hægt og rólega og hraun tók að renna niður í Geldingadali. Gosið gerði engin boð á undan sér önnur en þau að nóttina áður höfðu björgunarsveitarmenn tilkynnt um jarðsig á um 150 metra kafla þar sem jörðin hafði sigið um allt að einn metra. Jarðvísindamenn töldu því víst að þar væri talsverð hætta á gosi, sem raunin varð.

Ekki ólíklegt að fleiri gosrásir opnist Jarðvísindafólk segir ekki ólíklegt að gossprungur opnist áfram til norðausturs í stefnu á Keili. Gosrásirnar þrjár, sem þegar hafa opnast þegar þetta er skrifað, eru allar á kvikuganginum sem hafði verið staðsettur eftir jarðskjálftahrinuna. Kvikugangurinn liggur frá Nátthaga og með stefnu í norðaustur að Keili. Hann er um átta kílómetra langur og er næst yfirborði þar sem þegar hefur gosið í Fagradalsfjalli við Geldingadali og upp af Meradölum. Á öðrum stöðum á ganginum er sagður kílómetri niður á kvikuna. Kvikan hefur verið að koma upp yfir kvikuganginum sem vísindaráð Almannavarna hefur teiknað upp í kjölfar jarðskjálftahrinunnar sem stóð í um mánuð áður en fór að gjósa. Gosin þrjú hafa öll komið upp um sprungur sem vitað

Landeigendur skoðuðu hraunrennslið í Meradölum á mánudagskvöld. VF-mynd: Jón Hilmarsson var um og jarðvísindamenn hafa verið að teikna upp síðustu vikur. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Þriðja gosrásin opnaðist Eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli voru rýmdar um leið og gosið hófst á annan dag páska og þær voru ennþá lokaðar þegar þriðja gosrásin opnaðist á miðnætti á þriðjudags-

Hér er gígur á sprungunni sem opnaðist á annan í páskum að hlaðast upp. VF-mynd: Jón Hilmarsson

Engar þekktar sprungur suður af gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að engar þekktar sprungur væru suður af gosstöðvunum en mögulegt væri að gosið gæti komið upp um sprungur sem ná lengra til norðausturs og þar með nær Keili. „Það er eitthvað sem gæti gerst,“ sagði Kristín í viðtalinu. Fyrstu niðurstöður eru að meira hraun sé að koma upp þó aðeins hafi dregið úr gosinu í Geldingadölum samfara því að nýjar gosrásir opnuðust. Samhliða þessu er einnig meira gas að koma upp. Þá má búast við því að mengun í byggð verði meira vandamál. Hraun heldur áfram að renna bæði í Geldingadali og Meradali. Geldingadalir fyllast brátt og þá fer að flæða þaðan yfir í Meradali. Þeir eru sagðir geta tekið við hraunrennsli í tvo til fjóra mánuði miðað við það magn kviku sem er að koma upp í dag. Haldi gos áfram næstu mánuði getur Suðurstrandarvegur verið í hættu en þá er þó mjög langt í að hraun nái þangað.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

J A R Ð E L D A R

Í

F A G R A D A L S F J A L L I

ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI ER MIKIÐ SJÓNARSPIL Að kvöldi annars í páskum blasti þessi sjón við íbúum á suðvesturhorni landsins. Himininn yfir Fagradalsfjalli var upplýstur af jarðeldinum sem logaði þar fyrir neðan og gosmökkur steig til himins. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, smellti þessari mynd af þá um kvöldið en myndin er tekin frá sama stað og fyrsta fréttamyndin sem birt var af gosinu þegar það kom upp þann 19. mars síðastliðinn. Það voru Víkurfréttir sem greindu fyrstar fjölmiðla frá eldgosi í Fagradalsfjalli, gosi sem hefur síðustu sólarhringa verið í talsverðri þróun og er hvergi nærri lokið, að því er jarðvísindafólk segir.

„Lán að það gerist núna í norðaustri en ekki suðvestri“ „Jarðeldurinn samur við sig,“ skrifar Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og alþingismaður, í færslu á fésbókinni um nýjar gossprungur sem opnuðust á Fagradalsfjalli um hádegisbil á annan dag páska.

„Óhætt að segja að eldstöðvar séu ólíkindatól. Þó koma nýju eldstöðvarnar ekki mjög á óvart. Ávallt hefur verið minnst á að kvika nái ef til vill upp úr ganginum (8 km langur) annars staðar en í Geldingadölum. Lán

að það gerist núna í norðaustri en ekki suðvestri. Líklegast er að kvikan sé alveg sömu ættar og hin. Gossprungan er mun lengri en sú „gamla“ sem virðist lítið daprast við uppflæðið þarna skammt frá. Sem betur fer var

enginn nálægt við upphaf gossins (tveir hjólreiðamenn nýfarnir um svæðið) og eðlilega er svæðið á hættustigi í bili enda þótt sprungugosið sé hvorki kaftmikið né framleiðið,“ segir í færslu Ara Trausta.

VF-mynd: Jón Hilmarsson

Aftur komin á byrjunarreit gagnvart öryggi fólks

VF-mynd: Jón Hilmarsson

Félagar í Björgunarsveitinni Þorbirni höfðu nýlokið við að stika gönguleið að nýju gossprungunni sem opnaðist á öðrum degi páska þegar sú þriðja opnaðist í Fagradalsfjalli á milli hinna tveggja gossvæðanna. Á fésbókarsíðu björgunarsveitarinnar segir: „Félagar sveitarinnar höfðu nýlega lokið við að lengja stikaða leið að nýju gossprungunni þegar tilkynning barst um að eitthvað grunsamlegt væri á seiði á svæðinu. Voru menn því nokkuð fljótir að snúa við og skömmu síðar, staðfesta að ný gossprunga hefði opnast. Nú erum við aftur komin á byrjunarreit gagnvart öryggi fólks á svæði og algjörlega ómögulegt að segja til um framhaldið. Við getum þó lofað því að við höldum áfram okkar störfum með bros á vör,“ segir í færslunni.

VF-mynd: Jón Hilmarsson


sport Maður er búinn að vera út um allt Hörður Axel Vilhjálmsson er lykilleikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild karla og einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík sem er í toppbaráttu Domino’s-deildar kvenna. Hörður hefur komið víða við á sínum ferli og telur sig eiga nóg inni, bæði sem leikmaður og þjálfari sem getur miðlað þekkingu og reynslu til yngri leikmanna.

– Hefurðu trú á að mótið verði klárað eða ætlar sagan að endurtaka sig? „Nei, ég held það nú ekki. Ég á mjög bágt með að trúa því að þetta verði bara flautað af en ég bjóst svo sem ekki heldur við því á síðasta tímabili. Ég hélt að þá yrði klárað að spila fyrir luktum dyrum en átti alls ekki von á að það yrði bara slökkt á öllu,“ segir Hörður og bætir við að kannski hafi það verið rétt ákvörðun að stoppa mótið strax áður en allt færi niður á við. „En ég veit það ekki.“

– Nærðu að halda þér við, hvernig er æfingum háttað hjá Keflavík núna? „Við megum æfa með tveggja metra reglu, hver maður með sinn bolta og sína körfu, en það er ekki hægt að fara yfir neina taktík eða svoleiðis æfingar. Þetta eru í rauninni bara svona sumaræfingar. Maður er að reyna að halda dampi svo maður verði tilbúinn þegar þetta byrjar aftur.“ – Er það ekki svolítið erfitt þegar staðan er svona? „Jú, það er mjög erfitt – og líka bara að halda haus, það er eiginlega erfiðast. Maður veit ekkert hvað verður. Þetta væri þægilegra ef manni hefði verið sagt að þetta yrði tveggja vikna pása og svo byrjað að spila en maður veit ekkert – hvort það verði tvær, þrjár eða sex vikur. Ég vona nú að það verði byrjað að keppa fljótlega og þá kannski án áhorfenda en það kom mér mjög á óvart hvað mótið var blásið snögglega af um daginn – þannig að maður vill ekki gera sér of miklar vonir heldur.“

Hörður með Hörpu Margréti, dóttur sinni, eftir leik.

ég bara fylgdi honum. Ég prófaði æfingar hjá Leikni en þar voru svo margir flokkar að æfa saman og ég varð eitthvað lítill í mér að æfa með strákum sem voru þremur, fjórum árum eldri en ég sjálfur. Þá fór ég yfir í Fjölni þar sem var haldið mun betur utan um hlutina og ég fékk alveg frábæran yngri flokka þjálfara sem byrjaði með mig – þá fannst mér þetta alveg frábært.“

Hörður Axel í leik með Keflavík gegn Njarðvík í vetur. VF-mynd: Páll Orri Á innfelldu myndinni er hann að leika með Njarðvík. Lið Keflavíkur eru í toppsætum Domino’s-deilda karla og kvenna, kvennaliðið er jafnt Val að stigum en karlarnir hafa sex stiga forystu á Þór Þorlákshöfn og Stjörnuna nú þegar keppni liggur niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Hörður Axel var fyrst spurður hvernig honum litist á stöðuna þessa dagana? „Svona ágætlega en maður veit náttúrlega ekkert hvað er að fara að gerast. Það er mjög óþægilegt,“ segir Hörður Axel.

Fimmtudagur 8. apríl 2021 // 14. tbl. // 42. árg.

– Þú hefur lent í einhverju covidveseni með landsliðinu, er það ekki? „Nei, ég er bara búinn að fara þrisvar í svona hefðbundna úrvinnslusóttkví. Tvisvar þegar ég hef komið heim úr landsleikjum og einu sinni eftir að upp kom smit í meistaraflokki kvenna – en ég hef sloppið hingað til. Sjö, níu, þrettán.“

Var orkumikill í kennslustofunni Hörður Axel var níu ára þegar hann byrjaði að æfa körfubolta hjá Fjölni. Þá bjó hann í Breiðholtinu en hann flutti í Grafarvoginn tíu ára. – Af hverju valdirðu körfubolta? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá byrjaði ég í handbolta, fannst það alveg geðveikt. Svo var það bara svo dýrt að það var eiginlega ekki í boði heima fyrir. Þá ætlaði ég ekki að æfa neitt en ég var með svo mikla orku í kennslustofunni að kennarinn minn bað mömmu og pabba að finna einhverja íþrótt fyrir mig svo ég fengi útrás. Hjalti, stóri bróðir minn, var að æfa körfu hjá Leikni þannig að

– Hefurðu átt einhverjar fyrirmyndir í gegnum tíðina? „Já, ég hef átt endalaust af fyrirmyndum. Hjalta til að byrja með, svo var maður alltaf að horfa í kringum sig og skoða leikmenn sem kannski voru líkari manni sjálfum. Arnar Freyr [Jónsson], sem lék lengi með Keflavík, er jafnaldri Hjalta og ég elti Hjalta á öll mót og fylgdist þá með Arnari. Jón Arnór, Teitur, Logi og fleiri kappar hérna heima eru líka leikmenn sem ég leit mjög upp til.“

Hefur leikið körfubolta í sjö löndum Hörður kom átján ára gamall til Suðurnesja og lék þá eitt tímabil með Njarðvík. Þá hafði hann farið í atvinnumennsku til Spánar, kom svo heim aftur og kláraði tímabilið með Fjölni þar sem hann gerði vel og var farinn að fá athygli hér heima. Hann var varla kominn til Suðurnesja þegar leiðir hans og Hafdísar Hafsteinsdóttur lágu saman. „Við Hafdís erum eiginlega búin að vera saman frá því að ég kom hingað suður eftir. Ég kom í ágúst 2007, við hittumst fyrst í september og höfum verið saman síðan.“

Mig langar rosalega lítið að vera svona pabbi sem hittir börnin sín bara um helgar. Þannig að ég þarf að finna einhverja lausn á því ...

– Þú hefur spilað víða en hvað stendur upp úr? „Já, ég hef spilað í sjö löndum. Maður er búinn að vera út um allt; Spáni, Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Ítalíu, Kasakstan, Belgíu og auðvitað á Íslandi. Tíminn í Þýskalandi var sennilega bestur, innan vallar og utan. Við vorum þar í þrjú ár, ég og konan mín vorum þá barnlaus en við fluttum svo heim á sínum tíma af því að við vorum að fara að eignast barn og vildum hafa meiri staðfestu í lífinu. Ég fór til Kasakstan í eitt tímabil og konan mín og dóttir voru einar heima í þrjá, fjóra mánuði. Þá fékk ég nóg og ákvað að spila hér á Íslandi. Ég veit ekki hvað tekur við. Mín hugsun var að fara aftur út og við vorum farin að spá í það, nota körfuboltann til að komast í svona meiri ævintýramennsku en atvinnumennsku – en svo er hún ólétt aftur svo það var bara tekið út af borðinu. Núna er ég bara að spá í hvað maður gerir eftir að maður hættir þessum boltaleik.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Seinni ár hef ég litið meira til þess að gefa eitthvað af mér, ekki bara vera í körfubolta og búa yfir allri þeirri vitneskju og reynslu sem ég hef aflað mér. Mig langar að gefa af mér til yngri leikmanna og kenna þeim það sem ég kann ...

Hörður leggur á ráðin með Önnu Ingunni á hliðarlínunni.

Aprílgabb

Þróttar og Víkurfrétta

Fjölskyldan í fjöruferð.

Mynd: Karfan.is

– Er þá ekki málið að snúa sér að þjálfun á fullu? „Jú, það heillar náttúrlega og mér finnst ég hafa margt fram að færa sem þjálfari – og hef kannski fengið staðfestingu á því í þau þrjú ár sem ég hef verið að þjálfa. Hins vegar er tíminn sem fer í þetta og vinnutíminn ekkert mjög fjölskylduvænn. Mig langar rosalega lítið að vera svona pabbi sem hittir börnin sín bara um helgar. Þannig að ég þarf að finna einhverja lausn á því. Núna er barn númer tvö á leiðinni. Fyrir eigum við eina fjögurra ára stelpu, Hörpu Margréti, og í þetta skipti er strákur á leiðinni, þannig að maður er bara orðinn góður.“

Hamingjan geislar af stækkandi fjölskyldu.

Mikill munur á körfuboltanum síðustu ár „Seinni ár hef ég litið meira til þess að gefa eitthvað af mér, ekki bara vera í körfubolta og búa yfir allri þeirri vitneskju og reynslu sem ég hef aflað mér. Mig langar að gefa af mér til yngri leikmanna og kenna þeim það sem ég kann – og vara þá við þeim leiðum sem maður fór sjálfur og klikkuðu kannski.“ – Hvað þarf góður körfuboltamaður/-kona til brunns að bera? „Fyrst og fremst sterkan haus. Sérstaklega ef þú ætlar þér eitthvað meira en að spila hérna heima, þetta er rosalega harður heimur og það er ennþá ýmislegt sem vantar upp á hérna heima ef þú ætlar að vera tilbúinn til að taka næsta skref. Það er samt alveg himinn og haf á milli þess körfubolta sem er spilaður hér núna en áður en ég fór út. Þetta er orðið allt annað, meiri atvinnubragur. Ef maður tekur sem dæmi undirbúning fyrir leiki þá er varla hægt að bera það saman. Þetta er ekki lengur þannig að menn bara mæti á æfingu, stimpli sig inn og stimpli sig út, bara til að fá útrás. Það er miklu meiri pæling á bak við það sem allir eru að gera núna, sem gerir þetta miklu skemmtilegra og að miklu meiri skák en bara að fara úr buxunum og byrja að spila.“

– Er körfuboltinn full vinna hjá þér? „Já, ég myndi í rauninni ekki hafa tíma í neitt annað. Ég er náttúrlega að spila með meistaraflokki karla, er með meistaraflokk kvenna og stúlknaflokk. Ég meina vídeóvinnan fyrir hvern leik eru einhverjir tugir klukkutíma, konan væri löngu farin ef ég væri að gera eitthvað annað.“ – Þannig að menn liggja tímunum saman yfir leikjum og greina þá. „Maður reynir alltaf að finna eitthvað til að hafa forskot á andstæðingana, ég er allavega þannig. Ég vil vera vel undirbúinn áður en ég mæti í leikinn þannig að manni líði þægilega vitandi hvað muni virka og hvað ekki – frekar en að finna út úr því í leiknum sjálfum. Fækka óvæntu uppákomunum. Eins og ég sagði hef ég verið út um allt, hef leikið í sjö löndum og það hafa verið mismunandi áherslur eftir þjálfurum og löndum. Maður hefur tileinkað sér hvernig körfubolta maður vill spila sjálfur og þessi tími hefur mótað mig bæði sem leikmann og þjálfara. Ég held að ég geti spilað svolítið lengi á ágætis standard, það fer bara eftir því hvernig meiðsli og hugarfar verða. Ég hef sloppið rosalega vel við meiðsli, hef aldrei meiðst þannig að ég hafi misst af leikjum. Líkaminn er í mun betra standi núna en síðustu þrjú, fjögur ár þannig að ég á nóg inni og hef ekki yfir neinu að kvarta.“

Það má segja að falsfrétt Víkur­frétta og Þróttar hafi valdi fjaðrafoki þann fyrsta apríl en fjölmargir létu gabbast, ekki bara í Vogum. Fréttin birtist snemma að morgni 1. apríl og fjallaði um metnaðarfulla uppbyggingu á nýju félagsheimili og gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðis Þróttar í Vogum og iðkendur úr yngri flokkum félagsins myndu taka skóflustungu að félagsheimilinu klukkan ellefu sama dag. Vogabúum og Þrótturum var boðið til viðburðarins og mætti einhver fjöldi. Þá voru Þróttarar búnir að vinna heimavinnuna fyrir prakkarastrikið og útbúa þrívíddarteikningar af „fyrirhuguðum“ framkvæmdum

sem myndu sannarlega prýða sveitarfélagið og lyfta starfi Þróttar á hærri pall. Eins og fyrr segir féllu margir fyrir fréttinni og t.a.m. sköpuðust líflegar umræður á spjallborði Face­ book-síðu Suðurnesjabæjar þar sem glaðst var fyrir hönd Þróttar og varpað fram spurningum eins og hvers vegna Suðurnesjabær sýndi ekki sama myndarskap í uppbyggingu íþróttastarfs og Sveitarfélagið Vogar væri að gera. Þá gerði landeigandi í Vogum athugasemd við teikninguna sem færi að hluta yfir hans land. Ekki er annað hægt en að segja frá því að ritstjóri Víkurfrétta, sem var stunginn af í páskafrí, féll sjálfur fyrir fréttinni og vildi helst senda tökulið á staðinn til að mynda viðburðinn og taka í leiðinni viðtal við, Petru Ruth Rúnarsdóttur, formann Þróttar.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Borðtennisfélag stofnað í Reykjanesbæ

FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

Stofnfélagar í Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar. Stofnfundur í Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar (BR) var haldinn 31. mars en vegna Covid-19 mættu bara sjö stofnfélagar á fundinn ásamt tveimur gestum frá Borðtennissambandi Íslands. Formaður sambandsins og varaformaður mættu á fundinn og lýstu ánægju sinni með að nýtt félag væri að líta dagsins ljós. Að stofnun félagsins standa aðilar sem hafa æft borðtennis í kaþólsku kirkjunni á Ásbrú og einnig hafa sumir stofnfélagar æft og keppt fyrir borðtennisfélög á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hafa tekið þátt í nokkrum mótum undanfarna mánuði og unnið þar til verðlauna. Eitt af markmiðum félagsins er að halda uppi öflugu barna- og unglinga-

starfi ásamt æfingum fullorðinna. Stofnendur hafa átt í viðræðum við fulltrúa Reykjanesbæjar um aðstöðu fyrir félagið og er verið að skoða hvaða kostir gætu staðið

Þeir sem vilja gerast stofnfélagar í Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar geta skráð sig hjá Piotr Herman, formanni, herminator@wp.pl eða Jóni Gunnarssyni, gjaldkera, jong@icegroup.is út aprílmánuð.

til boða. Vonandi næst niðurstaða í það sem fyrst þannig að starfið geti hafist. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Piotr Herman, formaður Piotr Brys, varaformaður Jóhann Rúnar Kristjánsson, ritari Jón Gunnarsson, gjaldkeri Michal May-Majewski, meðstjórnandi STYRKT AF

Varastjórnarmenn eru Damien Kossakowski og Petr Vyplel.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Stjórn vill hvetja þá fjölmörgu aðila sem hafa æft og spilað borðtennis að hafa samband og einnig verður auglýst hvernig barna- og unglingastarfi verður háttað þegar niðurstaða er komin varðandi æfingaaðstöðu, segir í frétt frá nýju félagi. vinalegur bær


Eins og svo margir aðrir þá ákvað ég að henda mér í „göngutúr“ til þess að sjá með berum augum gosið í Geldingadölum. Valdi reyndar alveg kolvitlausan dag þar sem veðrið var svo dásamlegt og ætlunin var að sjá herlegheitin í ljósaskiptunum. Fleiri en ég fengu reyndar þessa snilldar hugdettu og algjört umferðaröngþveiti myndaðist í Grindavík. Margir bæjarbúar áttu erfitt með að komast heim á leið eftir vinnu og veit ég um nokkra afar fúla sem komust ekki einu sinni í Vínbúðina! Við feðgar gerðum gott úr þessu enda til verri staðir en Grindavík til að vera fastir á og ákváðum bara að leggja í Grindavík, lengja gönguna sem eftir á að hyggja var kannski ekki besta

hugmynd ársins. Eftir aðeins of langa göngu komum við að brekkunni góðu (á leið B) og það var ansi krefjandi fyrir gamla en guttinn minn (sjö ára) þaut upp án vandræða. Sá stutti gerði mikið grín af pabba sínum. „Þurfum við að stoppa svona oft,“ sagði hann nokkrum sinnum en gamli varð aðeins að fá að blása reglulega. Skil vel að fólk hafi örmagnast þarna enda sá maður allt of mikið af illa búnu fólki þarna á ferðinni. Lakkskór og gallastuttbuxur ekki beint góður útbúnaður fyrir fjallgöngu enda er þetta ekkert annað. Við feðgar vorum þreyttir en ekki örmagna þegar við sáum loksins gosið góða og það gerði ferðina vel þess virði.

Þetta er bara eitthvað sem erfitt er að lýsa í orðum en mörg ykkar eflaust búin að kíkja upp eftir og vitið nákvæmlega hvað ég á við. Hvet ykkur öll sem eigið þetta eftir að fara en að sjálfsögðu skipuleggja ykkur vel og fara eftir öllum fyrirmælum. Verð að hrósa björgunarsveitunum okkar, sérstaklega þeim í Þorbirni, en þetta fólk er alveg hreint magnað. Góður maður sótti okkur feðga svo á Suðurstrandarveg hjá upphafspunkti gönguleiðar. Við áttum enga orku eftir til að labba þaðan aftur upp í Grindavík. Nú þegar þessi orð eru rituð hefur þriðja sprungan opnast á svæðinu og gosið í Geldingadölum er nú umvafið jarðeldum. Þar sem fólk stóð fyrir viku síðan og virti

LOKAORÐ

Gosfarir

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON fyrir sér gos er nú bullandi gos. Litla túristagosið okkar er að stækka og framhaldið mjög svo áhugavert. Við vonum það besta og viljum auðvitað ekki að þetta fari að ógna mannvirkjum eða heilsu fólks. Ef þessar sprungur halda áfram að poppa upp á sama hraða og í gatnakerfi Reykjanesbæjar þá er reyndar voðinn vís.

Skoðaðu fleiri tilboð í vefverslun okkar

Manista 3 lítra handþvottakrem. Mest selda handþvottakrem á Íslandi í mörg ár.

Regnjakki og regnbuxur

Sótthreinsistandur

Gólfstandur fyrir handsótthreinsi. Hentar vel á vinnustaði og í önnur Regnjakki og regnbuxur, EN471 opin rými. vottuð samkvæmt sýnileikastaðli. 320 gr. Litur: Gulur og appelsínugulur. Stærðir: S-3XL.

Tork pappírsrúlla

Tork gólfstatíf

Sópsett

Hvít pappírsrúlla með kjarna, 510 m 2f.

Gólfstatíf á hjólum, fyrir stórar rúllur. Hægt að fá ruslastand sem aukahlut á stand.

Hvítt sópsett með löngu skafti, hentar vel við hvers konar þrif.

Verslun N1 Fitjabraut 2, Reykjanesbær, 421-4980

Ég næ þessu ekki! Kísilverinu var mótmælt vegna loftmengunar en samt elska allir gosið!

Fólk fylgist með loftgæðum vegna gasmengunar Mikillar gasmengunar getur orðið vart á Suðurnesjum í tengslum við eldgosið í Fagradalsfjalli. Mikil gasmengun mældist á mælistöð í InnriNjarðvík í gærmorgun, miðvikudag, eða um tvö þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Þegar svo mikil mengun mælist eiga börn að halda sig sem mest innandyra og íbúar að loka gluggum. Mikil mengun mældist einnig í Vogum á mánudag og voru gildin á svipuðum nótum. Suðurnesjamenn geta fylgst með loftgæðum á vefnum með því að fara inn á loftgaedi.is

Tilboð í apríl

Handþvottakrem

Mundi

ALLA LEIÐ

Nýjar gosrásir geta opnast nær Keili Nýjar gosrásir geta opnast nær Keili. Tvær gosrásir hafa þegar opnast í norðausturátt frá gígunum í Geldingadölum. Önnur á hádegi á mánudag og hin á miðnætti á þriðjudagskvöld. Þekktar sprungur eru í norðausturátt og upp um þær getur gosið en þar undir er kvikugangurinn sem myndaðist í jarðskjálftahrinunni fyrir nokkrum vikum. Það ræðst svo af því hversu nálægt Keili gosrásir opnast hvort hraun renni til norðurs. Hraunrennsli í dag er eingöngu í Geldingadölum og í Meradali. Fjallað er um eldgosið í Fagradalsfjalli á síðum 12–13 í Víkurfréttum í dag.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is