Víkurfréttir 10. tbl. 43. árg.

Page 1

Miðvikudagur 9. mars 2022 // 10. tbl. // 43. árg.

Guðný Kristjánsdóttir og LK á tímamótum

40 ára

leikafmæli Guðný jar

Sannkallað drottningarviðtal í miðopnu!

Indversku bollurnar úr Grindavík eru vegan OG NJÓTA VINSÆLDA HJÁ LEIKSKÓLABÖRNUM UM ALLT LAND – Heimsókn í Víking sjávarfang á síðu 10

m u n la ó k s í t s u n Fynd

Prinsessur á Réttinum

FS-ingurinn Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir tekur þátt í eins miklu félagslífi og hún getur.

Starfsstúlkurnar á matstofunni Réttinum í Keflavík tóku á móti syngjandi börnum á öskudaginn sem ævintýraprinsessur. Þær stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Víkurfrétta í tilefni dagsins og brostu sínu breiðasta. VF-mynd: Páll Ketilsson

NET SÍMI SJÓNVARP

49%

kr/pk

ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

syngja í úrslitum Söngvakeppninnar

FLJÓTLEGT OG GOTT! 480

Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán.

Már og Ísold

áður 649 kr

26% Goodfella's

Pizza Pockets, 2 í pakka Triple Cheese, Pepperoni

35%

584 kr/pk

áður 899 kr

179 kr/stk

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

áður 349 kr

Coca Cola Venjulegt og án sykurs 1l

Snickers ís 4 í pakka

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Fagna bættu aðgengi

Gunnar Egill Sigurðsson

Ómar Valdimarsson

Gunnar Egill er nýr forstjóri Samkaupa

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, kynnti hugmynd að uppsetningu á lyftu í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa á fundi öldrunarráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Lyftan mun stórbæta aðgengi að sýningum á efri hæðum hússins. Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, sagði frá fyrirhuguðum framkvæmdum á anddyri þjónustumiðstöðvarinnar að Nesvöllum sem einnig munu bæta aðgengi þar. Öldungaráð lýsir yfir ánægju með verkefnin sem munu bæta aðgengi eldri borgara sem og annarra að þessum stofnunum.

– Ómar hættir eftir 26 ár starf hjá félaginu

A L LT F A S T E I G N A S A LA KY N N I R

N Ý B YG G I N G V I Ð G RÓ F I N 10A

Ómar Valdimarsson, sem verið hefur forstjóri Samkaupa undanfarin þrettán ár, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Gunnar Egill Sigurðsson tekur við starfi forstjóra en hann hefur starfað hjá Samkaupum í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Forstjóraskiptin munu eiga sér stað um mánaðamótin mars – apríl, í kjölfar kynningu ársuppgjörs síðasta árs sem var afar gott í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir miklar áskoranir síðustu ára vegna heimsfaraldursins. Ómar hefur starfað í 26 ár sem stjórnandi hjá Samkaupum, þar af sem forstjóri fyrirtækisins í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Hann hefur stýrt fyrirtækinu í gegnum mikla umbreytingu og vöxt, ekki síst með aukinni sókn á höfuðborgarsvæðinu. Í dag eru verslanir fyrirtækisins á 65

stöðum á landinu og fyrirtækið veltir ríflega 40 milljörðum króna. Þá er framundan opnun 66. verslunarinnar en í síðustu viku var undirritaður leigusamningur fyrir nýja Nettóverslun sem verður sú níunda á höfuðborgarsvæðinu. Skúli Skúlason, stjórnarformaður Samkaupa: „Við viljum þakka Ómari fyrir einstakt framlag hans til vaxtar og viðgangs Samkaupa á síðustu árum. Það vita allir sem þekkja til hans starfa hversu stórt hlutverk hann hefur leikið í að búa til gott fyrirtæki og góðan vinnustað sem að stór hluti þjóðarinnar verslar við, í hverri viku. Að sama skapi er ég feikilega ánægður með ráðningu Gunnars Egils, sem þekkir fyrirtækið afar vel og mun um leið koma með ferskar áherslur inn í þau stóru verkefni sem framundan eru hjá Samkaupum.“

144,9 F M 33.900.000 K R

Gamlabúð og Duus safnahús.

Kaupa litla stúku fyrir Nettóvöllinn vestan Reykjaneshallar Hugmyndir um frágang á Nettóvelli vestan Reykjaneshallar voru kynntar á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. Gert er ráð fyrir að kaupa varamannaskýli, markatöflu, og litla stúku sem rúmar 300 manns. Íþrótta- og tómstundaráð felur starfsfólki ráðsins að halda áfram með verkefnið í samstarfi við umhverfissvið.

S K I LA S T F U L L B Ú I N A Ð I N N A N S E M U TA N Á S A M T M A L B I K U Ð U B Í LA P LA N I

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ samþykktur Fram­boðslisti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og óháðra í Reykja­nes­bæ fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar var samþykktur með lófataki á félagsfundi 7. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu. Framboðslistinn er skipaður öflugu fólki í hverju sæti. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, leiðir listann, Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri, skipar annað sæti, Sverrir Bergmann Magnússon, söngvari og stærðfræðikennari, þriðja sætið og Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og háskólanemi, það fjórða. S-listi Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ 2022: 1. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi og ráðgjafi. 2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri. 3. Sverrir Bergmann Magnússon, söngvari og stærðfræðikennari. 4. Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og háskólanemi. 5. Hjörtur Magnús Guðbjartsson, kerfisstjóri. 6. Aðalheiður Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur. 7. Sigurjón Gauti Friðriksson, meistaranemi í lögfræði. 8. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri og fótaaðgerðafræðingur. 9. Sindri Kristinn Ólafsson, íþróttafræðingur og knattspyrnumaður. 10. Eydís Hentze Pétursdóttir, ráðgjafi. 11. Styrmir Gauti Fjeldsted, bæjarfulltrúi og B.Sc í rekstrarverkfræði. 12. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri. 13. Magnús Einþór Áskelsson, þroskaþjálfi. 14. Írís Ósk Ólafsdóttir, stafrænn lausnastjóri. 15. Jón Helgason, öryggisvörður. 16. Elfa Hrund Guttormsdóttir, teymisstjóri geðheilsuteymis HSS. 17. Borgar Lúðvík Jónsson, skipasmiður. 18. Katrín Freyja Ólafsdóttir, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 19. Svava Ósk Svansdóttir, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 20. Sveindís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri og kennari. 21. Guðjón Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. 22. Jón Ólafur Jónsson, fyrrverandi bankamaður.

Kanna stuðning úr Hafnasjóði vegna óveðursskemmda í smábátahöfn Kostnaður vegna skemmda á smábátahöfninni í Gróf í Keflavík liggur ekki fyrir en smábátahöfnin varð fyrir töluverðum skemmdum í óveðri sem geisaði 7. og 8. febrúar síðastliðinn. „Fyrir liggur að skemmdirnar á smábátahöfninni í Gróf eru verulegar og kanna þarf hvort hægt sé fá stuðning úr Hafnabótasjóði á móti þeim kostnaði,“ segir í afgreiðslu hafnarstjórnar sem samþykkt var samhljóða á fundinum. Á sama fundi var kynnt sérstaklega óformlega fyrirspurn er varðar Vatnsnesvita og ljósrými hans. Eftirfarandi var lagt fram: „Einnig þarf að skoða stöðu Vatnsnesvita og það ljósrými sem hann þarf.“ Hafnarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.


Ð O B L I T R A G L E H KRÆSILEG GILDA: 10.--13. MARS 34%

NAUTGRIPAHAKK

50%

AFSLÁTTUR

550 g

AFSLÁTTUR

Lamba-fillet

Kalkúnalæri Ísfugl - krydduð, með beini

KR/KG ÁÐUR: 5.899 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 3.099 KR/KG

3.893

659

KR/PK

1.549

20%

40%

AFSLÁTTUR

20%

AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 1.099 KR/PK

AFSLÁTTUR

Þorskur í tempura Fisherman, 800 g

1.439

KR/PK ÁÐUR: 1.799 KR/PK

20% AFSLÁTTUR

Ungversk gúllassúpa 1 kg

1.327

KR/PK ÁÐUR: 1.659 KR/PK

40% AFSLÁTTUR

Toscana brauð 550 g

275

KR/STK ÁÐUR: 459 KR/STK

Babybel mini-ostur 120 g

671

KR/PK ÁÐUR: 839 KR/PK D-3 Vítamín NOW - 120 gelhylki

889

KR/STK ÁÐUR: 1.289 KR/STK

Heilsuvara vikunnar!

31%

AFSLÁTTUR

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum. Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

„Don’t you know“ í úrslit Söngvakeppninnar og spennan óbærileg

Minningar morgundagsins í Listasafni Reykjanesbæjar 12. mars – 24. apríl 2022 Listasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins verður opnuð laugardaginn 12. mars og stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022. Sýningarstjórar eru Iona Poldervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni; Elnaz Mansouri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degenhardt, Sarah Finkle, Victoria Björk og Vikram Pradhan. Sýningin Minningar morgundagsins er hópsýning sem setur fókusinn á framtíðina og tengslin við sögur, umhverfi og drauma okkar. Minningar eru sögur fortíðarinnar og á hverjum degi sköpum við frásagnir sem breytast í minningar framtíðarinnar. Tækniframfarir síðustu ára hafa nú í enn meiri mæli áhrif á daglegt líf. Með sýningunni

vilja sýningarstjórarnir varpa ljósi á það hvernig lífið gæti orðið í framtíðinni og velta vöngum yfir möguleikum nýrrar heimsmyndar. Þær varpa fram spurningum um tilgang allsnægta, mennskunnar og hvað teljist til lífs; höfum við stjórn á framtíð okkar - draumum okkar nútímanum? Hvernig mótum við frásagnir okkar og hvernig tökumst við á við umhverfið? Hvernig upplifum við tíma og rúm? Getum við deilt rými til að dreyma? Hvernig munum við búa á morgun og hvers munum við minnast þegar við lítum til baka í framtíðinni? Meistaranám í sýningagerð er ný námsleið í myndlistardeild Listaháskóla Íslands sem kennsla hófst við haustið 2020. Þar er litið á sýningagerð sem sjálfstæða listgrein á breiðum vettvangi myndlistar sem einskorðast ekki þó ekki við eitt svið lista. Hanna Styrmisdóttir er prófessor við námsleiðina.

„Eftir að við komumst ekki inn á fyrra undankvöldinu þá kúpluðum við okkur algjörlega frá. Ég keypti mér flugmiða til útlanda og ég er allavegana hættur við hann og við erum mætt aftur til leiks með bros á vör í Söngvakeppnina,“ segir Már Gunnarsson tónlistarmaður. Már og systir hans, Ísold Wilberg, koma fram í Söngvakeppninni 2022 sem Amarosis og þau munu keppa til úrslita með lagið „Don’t you know“. Þetta kom í ljós á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar síðasta laugardag. Þá var tilkynnt að Már og Ísold myndu fá að keppa til úrslita með lag sitt, enda hafi það aðeins verið ellefu atkvæðum frá því að komast í úrslit eftir kosningu á fyrra undanúrslitakvöldinu. „Þetta var rosalega skrítin vika. Auðvitað var maður að vonast til þess að komast áfram en ég þorði samt

ekki að vona of mikið,“ segir Ísold og Már bætir við: „Við höfum fulla trú á að við getum gert geggjaða hluti.“ Þau segja að spennan síðasta laugardagskvöld hafi verið óbærileg og það hafi endað þannig að þau horfðu hvorugt á sjónvarpið í aðdraganda þess að úrslitin voru kynnt. Þau hafi samt fengið fréttirnar fljótlega frá fjölskyldunni og skilaboðum rigndi yfir þau á samfélagsmiðlum með hamingjuóskum. Már og Ísold verða önnur á svið á úrslitakvöldinu sem þau segjast spennt fyrir. Þau séu jarðbundin með þetta allt. Það væri frábært ef þau færu út fyrir Íslands hönd, en þau segja mesta sigurinn þegar unninn, að hafa fengið að taka þátt í Söngvakeppninni 2022. Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta er rætt við þau Má og Ísold og þar má einnig sjá og heyra órafmagnaða útgáfu af laginu þeirra úr keppninni, „Don’t you know“.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Fyrsta skóflustungan í Reykjaneslínu 1 – áfangi í Suðurnesjalínu 2

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Framkvæmdir við Reykjaneslínu 1 hófust í síðustu viku með slóðagerð nærri tengivirkinu við Rauðamel. Reykjaneslína 1 er hluti af Suðurnesjalínu 2 verkefninu og mun liggja frá nýju tengivirki á Njarðvíkurheiði og tengjast inn á Rauðamelslínu 1 við Rauðamel. Rauðamelslína 1 mun aftengjast tengivirkinu á Rauðamel og verða hluti af Reykjaneslínu 1 sem mun tengja tengivirki við Reykjanesvirkjun og Njarðvíkurheiði. Stefnt er að því að slóðagerðin klárist í vor og í framhaldinu verði settar niður undirstöður og stagfestur. Í haust er svo ráðgert að hefja framkvæmdir við yfirbyggingu sem felst í reisingu mastra og strengingu leiðara. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við línuna í lok þessa árs.

D- og H-listi í Suðurnesjabæ sameinast

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og H-listi, Listi fólksins í Suðurnesjabæ, hafa sameinast og munu bjóða fram í komandi bæjarstjórnarkosningum undir merkjum D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. Er þetta niðurstaða eftir viðræður Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar og fulltrúa Lista fólksins. „Það er trú okkar að með sameiningu listanna séum við sterkari heild til að vinna að umbótum fyrir íbúa Suðurnesjabæjar. Uppröðun verður á listann og mun verða auglýst eftir áhugasömum einstaklingum á listann,“ segir í tilkynningu sem Einar Tryggvason, formaður Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar, Gísli Rúnar Heiðarsson, formaður fulltrúaráðs, og Magnús Sigfús Magnússon, H-lista, skrifa undir.

Samþykkja uppbyggingu Skólamatar við Iðavelli Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt byggingaáform Skólamatar ehf. við Iðavelli 1 í Keflavík en félagið óskaði eftir auknum byggingarheimildum í samræmi við uppdrátt Riss verkfræðistofu dags. 30. desember 2021. Óskað er heimildar til að byggja tveggja hæða húsnæði austur af núverandi húsi. Gert verði ráð fyrir vinnslurými á neðri hæð en skrifstofu- og starfsmannarými á efri hæð. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Skólamatur ehf. hefur verið með starfsemi á Iðavöllum í nokkrum húsum og hefur starfsemin verið í

stöðugum vexti undanfarin ár. Félagið hefur í dag eignast alla matshluta á lóðinni Iðavellir 1 ásamt því að eiga hluta af húsnæðinu Iðavellir 3. Til stendur að nýta áfram allt það húsnæði sem er til staðar og bæta jafnframt við. Þá stendur til að fara í endurbætur á húsnæðinu á lóðinni Iðavellir 1.

Samhliða breytingum og endurbótum hefur Skólamatur ehf. óskað eftir heimild til að byggja tveggja hæða húsnæði, u.þ.b. 20m x 20m að grunnfleti, austur af núverandi húsnæði. Í nýju húsnæði yrði gert ráð fyrir vinnslurými á neðri hæð en skrifstofum og starfsmannarými á efri hæð.


VILT ÞÚ VINNA Á SKEMMTILEGUM VINNUSTAÐ Vegna aukinna verkefna leitum við að liðsauka í okkar frábæra tækniteymi á Reykjanesinu. Lögð er rík áhersla á jákvætt hugarfar, framúrskarandi þjónustu, sjálfstæð vinnubrögð og góðan liðsanda. Starfið felur í sér fjölbreytta tækni- og eftirlitsþjónustu á öryggis- og brunaviðvörunarkerfum, ásamt uppsetningum og forritun á aðgangstýrikerfum, myndavélum og eftirlitsbúnaði.

Ef þú... • ert með menntun í rafvirkjun eða rafeindavirkjun • hefur brennandi áhuga á tækninýjungum og góða almenna tækniþekkingu • býrð yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • ert með þekkingu á myndavélum er það kostur • hefur gott vald á talaðri og skrifaðri íslensku ...þá gætum við verið að leita af þér Í boði er fullt starf og er vinnutíminn frá kl. 08:00-16:00 mánudaga - fimmtudags og frá kl. 08:00-14:55 á föstudögum. Starfið hentar öllum kynjum sem eru með hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini.

Umsóknarfrestur er til og með 23. mars nk. og skulu umsóknir sendar inn á www. securitas.is. Nánari upplýsingar veitir Inga Lára Jónsdóttir, útibússtjóri, ingalj@securitas.is. Securitas er leiðandi fyrirtæki á öryggismarkaði sem kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu með það að markmiði að auka öryggi okkar viðskiptavina. Securitas hefur verið starfrækt í yfir 40 ár og hefur á þeim tíma ávallt haft það að leiðarljósi að vinna eftir gildunum árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Íshúsið

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

við Seltjörn

V

ið Seltjörn stendur gamalt, steinsteypt hús sem byggt var 1941 af útgerðamönnum. Húsið var notað sem íshús, ísinn sem tekinn var úr Seltjörn var notaður til kælingar á fiski í farskipum, skipum sem sigldu með fisk erlendis á stríðsárunum. Seltjörn er nokkuð stór tjörn í sigdæld sunnan við Kvíguvogastapa ekki langt frá Stapanum, vegamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Segja má að Seltjörn sé falin náttúruperla þó svo að hún liggi þarna fyrir allra augum sem leið eiga um Grindavíkurveg. Búið er að leggja göngustíg umhverfis tjörnina svo gönguþyrstir geti svalað þorsta sínum. Rétt norðan við tjörnina er Sólbrekkuskógur sem er lítill, skjólsæll í fallegum brekkum með góðum göngustígum. Þar má einnig finna rjóður með bekkjum, borðum og einnig grill. Jón Steinar Sæmundsson

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

FJÖR Á MIÐUNUM ÚTI FYRIR GARÐSKAGAVITA Spennandi mánuður framundan, marsmánuðurinn hefur iðulega verið einn af stærstu aflamánuðum á hverju ári og líka það sem gerist í mars er að ansi margir handfærabátar fara af stað, því undanfarin ár hefur handfæraveiði verið mjög góð og þá aðallega við Garðskagavita og áleiðis að Stafnesi. Reyndar er búið að vera ansi mikið fjör á miðunum frá Reykjanesvita og út fyrir Garðskagavita og áleiðis inn

á Faxaflóa. Mjög margir bátar hafa verið þar á veiðum, t.d. dragnótabátarnir Siggi Bjarna GK, Benni Sæm

Árshátíð Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldin á Réttinum laugardaginn 19. mars. Borðhald hefst kl. 19.00. Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar leikur fyrir dansi. Skemmtiatriði og happdrætti. Miðasala verður á Nesvöllum föstudaginn 11. mars kl. 13.00–15.00 Miðaverð er 6.500 kr. Skemmtinefndin

GK, Sigurfari GK, Maggý VE og Aðalbjörg RE sem allir hafa landað í Sandgerði. Hásteinn ÁR hefur verið þar líka en landað í Þorlákshöfn. Mjög margir línubátar eru búnir að vera á veiðum, t.d. Daðey GK, Addi Afi GK, Margrét GK, Gísli Súrsson GK, Auður Vésteins GK, Kristján HF, Sandfell SU, Hafrafell SU, Geirfugl GK og Óli á Stað GK og allir hafa landað í Sandgerði. Stóru línubátarnir hafa einnig verið þarna, t.d Hrafn GK, Valdimar GK og Fjölnir GK en þeir hafa landað í Grindavík. Djúpt úti hefur svo Þórsnes SH verið á netaveiðum en hann veiðir í sig eins og sagt er og kemur með aflann til Stykkishólms eftir þrjá til fimm daga á veiðum og hefur mest komið með um 100 tonn í land í einni löndun. Síðan hafa ansi margir togarar verið þarna fyrir utan, t.d. Pálína Þórunn GK, Sturla GK, Sóley Sigurjóns GK, Sigurborg SH, Hringur SH, Runólfur SH, Tindur ÍS, Jón á Hofi ÁR og Áskell EA. Þrátt fyrir allan þennan fjölda þá hefur veiðin verið góð og línu- og netabátarnir geta reyndar verið í friði frá togbátunum í línu sem er tekin út frá Sandgerði, norðvestur út frá Sandgerði og þaðan bein lína yfir Faxaflóann yfir að Snæfellsnesinu. Þegar þessi pistill er skrifaður eru ekki margar aflatölur komnar inn fyrir bátana en þó eitthvað og skal eitthvað verða nefnt. T.d. var Margrét GK með 11,5 tonn í einni löndun, Hafrafell SU með 21 tonn í tveimur, Óli á Stað GK 24 tonn í þremur og þar af 13,4 tonn í einni, Sandfell SU 35 tonn í þremur, Kristján HF 21 tonn í tveimur, Daðey GK 6,8 tonn í

Berglín GK 300. einni, Geirfugl GK 16 tonn í tveimur og allir hafa landað í Sandgerði. Í Grindavík er Dúddi Gísla GK 7,8 tonn í einni löndun í Grindavík. Þar er líka Vésteinn GK en aflatölur voru ekki komnar þegar þessi pistill var skrifaður. Netabáturinn Grímsnes GK er kominn í Njarðvík eftir að hafa verið á ufsaveiðum og er kominn á þorskveiðar í Faxaflóa, kominn með 28 tonn í fjórum róðrum, Maron GK 9,7 tonn í þremur og Halldór Afi GK 4,4 tonn í þremur, allir landa í Keflavík og Njarðvík. Enginn netabátur er að landa í Grindavík sem er ansi sérstakt en þar er reyndar Hraunsvík GK sem hefur reyndar ekkert landað síðan snemma í janúar á þessu ári. Erling KE hefur verið að landa í Sandgerði. Reyndar þá fækkar sífellt í flota Suðurnesja og síðan snemma í janúar hefur togarinn Berglín GK legið í Njarðvíkurhöfn. Búið er að taka

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

öll veiðarfæri og toghlera úr togaranum og hefur Nesfiskur tekið á þá ákvörðun um að hætta útgerð hans. Mun hann vera settur á söluskrá. Berglín GK á sér mjög langa sögu á Suðurnesjum. Hans fyrsta nafn var Jöfur KE og var hann þá sérsmíðaður til rækjuveiða og var t.d. fyrsta nýsmíði rækjutogara á Íslandi sem var með pillunarvél um borð og frysti heila og pillaða rækju. Reyndar var þessi búnaður síðan tekinn úr togaranum og hann notaður sem rækjufrystitogari og veiddi líka rækju í ís. Nesfiskur kaupir togarann árið 1998 og hefur því Berglín GK verið í þeirra eigu í 24 ár og er togarinn í dag sá sem er með lengstu útgerðarsöguna hjá Nesfiski – en því er sem sagt lokið.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


20%

*

afsláttur af öllum reiðhjólum

16"

Tilboðsverð Reiðhjól Kent barnahjól 16" Pro

20.796

Almennt verð: 25.995

49620062A

26" * Afsláttur gildir ekki af rafmagnshjólum og rafmagnshlaupahjólum

Tilboðin gilda 10.-14. mars * Afsláttur gildir ekki af rafmagnshjólum og rafmagnshlaupahjólum

Tilboðsverð Reiðhjól Phoenix Bicycles 26" 21 gíra

27.996

Almennt verð: 34.995

49620235

25% afsláttur

af öllum Snickers vinnufatnaði

25%

HJÓLAÐ Í BYKO BYKO er styrktaraðili Team Rynkeby á Íslandi sem mun hjóla á æfingarhjólum í verslunum BYKO á laugardaginn frá kl. 11-16 til styrktar Umhyggju.

Styrkir Team Rynkeby á Íslandi

Team Rynkeby páskaegg Allur ágóði rennur beint til Umhyggju

2.900

BYKO er stoltur söluaðili Mottumarssokkanna 2022

kr.

afsláttur af öllum reiðhjóla­ fylgihlutum


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Afmælissýning Leikfélags Keflavíkur setti nýtt sýninga- og aðsóknarmet í 60 ára sögu félagsins.

i t s r Fy n n i s kos

á fullt erindi í Þjóðleikhúsið

Er ekki einmitt svo geggjað við þetta starf að það skiptir ekki máli hvort þú ert 55 ára og búin að vera í félaginu í 40 ár eða bara sextán ára að byrja? ... Með geggjaða sýningu í höndunum

Guðný Kristjánsdóttir fagnar 40 ára leiklistarafmæli og heldur ótrauð áfram. Stundum á sviði, stundum bara í miðasölunni. Guðný Kristjánsdóttir hefur starfað með Leikfélagi Keflavíkur í fjóra áratugi. Hún lék héra í Rauðhettu og úlfinum árið 1981, sama ár og hún fermdist. Þetta var á þeim árum sem Leikfélag Keflavíkur var með aðstöðu í Félagsbíói. Þarna smitaðist Guðný af leiklistarbakteríunni til lífstíðar. Leikfélagið var ungt þegar Guðný hóf að starfa með félaginu, rétt 20 ára. Leikfélag Keflavíkur stóð því líka á tímamótum þegar Guðný fagnaði 40 árum með félaginu. Leikfélagið er 60 ára og það sem meira er, afmælisverkið er 100. leikverkið sem Leikfélag Keflavíkur setur á svið. Það var því þreföld ástæða til að fagna. Skemmtilegt að taka þátt í þessari sögulegu sýningu Leikfélag Keflavíkur er sextíu ára og þið setjið upp metnaðarfulla sýningu, Fyrsta kossinn, sem tengist þér á mjög margan hátt, og þú tekur þátt í henni. „Þetta er skemmtilegt á 40 ára leikafmælinu mínu að fá að taka þátt í þessari sögulegu sýningu sem dóttir mín og tengdasonur semja. Hin dóttirin er aðstoðarleikstjóri, eigimaðurinn spilar tónlistina að hluta og svo er sýningin sett upp í minningu tengdaföður míns, Rúnars Júlíussonar. Jú, vissulega tengist sýningin fjölskyldunni sterkum böndum.“ Þetta verkefni er búið að vera í undirbúningi lengi. „Já, krakkanir voru búin að vera með þetta í maganum í tvö ár. Þegar við lásum yfir þetta fyrst, þá fannst

mér þetta ekkert svakalega merkilegt handrit en Guð minn góður, það átti eftir að breytast þegar við vorum komin með þessa frábæru leikara, leikstjórann, danshöfundinn og svo endar þessi sýning á einhverri sprengju. Þetta var bara eitthvað annað og fólk talaði um að það vildi koma aftur og aftur. Það var slegið sýningarmet núna í Frumleikhúsinu með tuttugu og fjórum troðfullum sýningum. Við hefðum klárlega geta sýnt þetta áfram. Nú er bara að vona að við eigum eina sýningu eftir, því við sóttum um að fara sem áhugaverðasta áhugaleiksýningin í Þjóðleikhúsið. Við krossleggjum fingur. Fyrsti kossinn á fullt erindi í Þjóðleikhúsið. Það væri geggjað að komast þangað. Við höfum tvisvar farið áður. Með Stælta stóðhesta fyrir nokkuð mörgum árum síðan og svo Mystery Boy árið 2019. Það er frábær heiður að fara með sýningar þangað.“

Fulla kerlingin í Fyrsta kossinum „Ég byrjaði fermingarárið mitt 1981 að leika sem héri í Rauðhettu og úlfinum í Félagsbíói. Það var skemmtileg upplifun og þá má segja að áhuginn hafi kviknað fyrir alvöru. Ég var áður búin að vera í leikritum í skólanum og þurfti að vera út um allt og upp um allt. Þetta byrjaði þarna. Það var líka gaman að fá þetta hlutverk í Fyrsta kossinum. Fulla kerlingin og vön því úr öðrum leikritum, langelst, og það var skemmtilegt að takast á við þetta hlutverk. Þetta var ekki stórt en alveg ótrúlega gaman. Að vera 55 ára og leika með krökkum frá sextán ára aldri og upp úr. Ég hefði getað átt þau öll, þau eru svo ung. Það var algjör heiður að geta haldið upp á 40 ára leikafmæli með þessu fólki í þessari sýningu. Ótrúlega skemmtilegt og ég er svo stolt.“

Áttuð þið von á því að þetta myndi slá svona í gegn? „Þetta kom okkur ekkert svo á óvart þegar við fórum að sjá æfingarnar rúlla. Þá sáum við hvað við vorum með geggjaða sýningu í höndunum. Þar skemmir ekki leikstjórinn. Hann setti þessa sýningu þannig upp að hún er eins og hún er. Karl Ágúst Úlfsson var með frábært handrit í höndunum. Dóttir hans, Brynhildur, kom sterk inn og samdi alla dansana. Við erum með geggjaða dansara sem settu mikinn svip á sýninguna. Við erum með leikara sem spila lögin í hljómsveitinni. Þetta er magnað og ég held að það sé alls ekki algengt í svona leikfélögum að leikarar dansi, syngi og leiki á hljóðfæri. Með æfingunni small þetta allt saman. Það var valinn maður í hverju hlutverki og leikstjórinn hafði gott auga fyrir því að velja í hlutverkin.“ Í Fyrsta kossinum er tónlistinni gert hátt undir höfði. Guðný segir að það hafi alls ekki verið auðvelt að velja lög í sýninguna, enda lögin sem tengjast Rúnari Júlíussyni fjölmörg. Hún segist hafa saknað ýmissa laga en lagavalið í Fyrsta kossinum small. „Og hvernig texta og tónlist var raðað saman var alveg snilldarlega gert og þau eiga heiður skilið fyrir þetta afrek.“ Aðeins að þínum ferli á leiksviðinu. Hvað er eftirminnilegast eftir öll þessi ár? „Ég held að það sé fyrsta Keflavíkurrevían árið 1989. Hún er hátt skrifuð hjá mér. Kannski af því að ég kynntist manninum mínum þar líka. Það kannski spilar inn í. Þarna vorum við í Félagsbíói og troðfylltum bíóið, sem tók 350 manns í sæti, sýningu eftir sýningu. Leikfélagið átti svo mikinn pening að við fengum greiddar 2.000 krónur fyrir sýningar þegar það fór að líða á sýningartíma-

Guðný sem Fjóla tröllastelpa.

bilið, því við vissum ekkert hvað átti að gera við alla þessa peninga. Þetta hafði aldrei gerst í sögu félagsins. Það er sýning sem stendur upp úr. Alltaf uppselt og brjáluð stemmning,“ segir Guðný. Þessar 2.000 krónur sem leikarar fengu fyrir hverja sýningu árið 1989 eru rúmlega 9.000 krónur á verðlagi dagsins í dag. „Svo fórum við í söngleikinn Gretti og hann var tímamótaverk hjá okkur. Þar komu margir inn í Leikfélag Keflavíkur sem síðan störfuðu lengi með félaginu. Það eru ekki allir sem koma og eru bara alltaf og það er skiljanlegt því þetta tekur brjálæðislegan tíma. Hvert æfingaferli tekur sex til átta vikur. Þú ert á hverjum degi í leikhúsinu og svo taka sýningarnar við. Þú ert ekki að fá neitt borgað fyrir þetta og þú ert í burtu frá fjölskyldunni og ekki að gera neitt annað á meðan. Fyrir mig að hafa tollað í þessu í öll þessi ár, fyrir utan allt annað sem ég hef gert, er ákveðið afrek. Ég ól ekki börnin mín ein upp en ég tók þátt í því. Það er ekki hægt að vera í svona nema að hafa góðan stuðning.“

Eiga minningar saman úr leikhúsinu Júlíus, eiginmaður þinn, hefur verið með þér í mörgum verkefnum hér og börnin ykkar hafa verið með ykkur líka? „Júlli bæði samdi og tók þátt í sýningum og við erum búin að vera í þessu saman ótrúlega mikið og það er svo skemmtilegt líka. Við eigum skemmtilegar minningar saman úr leikhúsinu. Börnin urðu bara líka að taka átt. Auðvitað höfðum við frábæra aðstoð frá foreldrum okkar sem aðstoðuðu við að gera okkur þetta kleift. Þegar börnin höfðu aldur til fóru þau að koma með okkur hingað

Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Fulla kerlingin og fúli karlinn í Fyrsta kossinum, Guðný og Arnar Helgason í hlutverkum sínum.

í leikhúsið og eru pínulítið alin upp hérna,“ segir Guðný og kímir. Guðný og Júlíus eiginmaður hennar innréttuðu Frumleikhúsið ásamt nokkrum öðrum. „Ég ætla ekki að segja mörgum öðrum, því við vorum ekki mörg sem tókum þátt í að byggja þetta leikhús upp á sínum tíma.“ Frumleikhúsið er í húsi sem Karlakór Keflavíkur byggði á sínum tíma við Vesturbraut 17 í Keflavík. Karlakórinn gaf síðan Keflavíkurbæ, síðar Reykjanesbæ, húsnæðið. Leikfélag Keflavíkur kom fyrst inn í húsið til bráðabirgða. Þá var þar innréttaður skemmtistaður. „Við fengum það í gegn að þáverandi bæjarstjórn treysti okkur til að breyta þessu í leikhús og við fengum til þess ákveðna upphæð. Svo var málið bara sett í okkar hendur. Við gerðum þetta á níu mánuðum, einni meðgöngu, að breyta skemmtistað í leikhús. Ég segi bara: „TAKK KARLAKÓR KEFLAVÍKUR!“ Því þeir settu þá kvöð á gjöfina að húsið yrði aldrei selt og það yrði þar menningartengd starfsemi – og Guð minn góður, hvað hefði gerst fyrir nokkrum árum ef þessi kvöð hefði ekki fylgt húsinu? Þetta er frábær aðstaða sem við höfum hérna. Leikstjórar sem koma hingað að starfa með okkur öfunda okkur af því hvað við höfum það gott hérna. Við erum umtöluð fyrir að vera eitt öflugasta áhugaleikfélag landsins og hafa flottustu aðstöðuna. Við erum endalaust þakklát fyrir stuðning bæjaryfirvalda við starf leikfélagsins og við höfum 100% komið til móts við bæjarfélagið okkar og tekið þátt í öllum uppákomum á vegum bæjarins, hvort sem það er Ljósanótt, þrettándinn eða þjóðhátíðardagurinn. Við erum alltaf með. Við erum líka alltaf að fá yngra og yngra fólk til liðs við leikfélagið sem er svo tilbúið að taka þátt í þessu. Við verðum að móta þau á meðan þau eru klár í þetta.“

„Nei. Ég hef oft verið spurð af þessu. Ég fór á námskeið bæði hér og erlendis og hef nýtt mér það í mínu starfi og innan leikfélagsins. Þegar þetta er orðin atvinna þín, þá er þetta orðið eitthvað annað en áhugamál. Mér fannst bara geggjað að geta tekið þátt þegar ég vildi. Stundum tekið þátt af fullum krafti í stóru hlutverki. Ég hef verið heppin með hlutverk í gegnum tíðina. Svo gat maður bara stundum verið í miðasölunni eða afgreitt í sjoppunni. Ég fór aldrei í inntökupróf í leiklistarskólann. Það var aldrei á dagskránni.“

Það er ekki slæmur félagsskapur að taka þátt í starfi leikfélagsins. „Ef ég tala fyrir mig, þá var ég fjórtán ára þegar ég byrja og við vorum þarna nokkrar ungar skvísur að taka þátt í uppsetningu á Rauðhettu og úlfinum. Það er bara hvernig allir eru á sama planinu, hvort sem þeir eru með stórt eða lítið hlutverk, að hvísla á bak við, í förðun eða búningum, það myndast einhver kraftur sem ég hef ekki kynnst á öðrum stað en í leikhúsinu. Þú kynnist fjölda fólks og þú kynnist því svo vel baksviðs. Við þurfum oft að opinbera okkur svolítið mikið baksviðs og þá erum við bara eins og ein stór fjölskylda. Áhorfendur sjá ekkert hvað er að gerast á bak við. Þetta er magnað starf, því annars væri maður ekki í þessu allan þennan tíma. Þetta gefur manni alveg brjálæðislega mikið.“

Revíurnar, þar sem gert er grín að bæjarbragnum og pólitíkinni, það er vinsælt. „Já, fólk vill sjá það. Pólitíkusar fara stundum í fýlu þegar þeir eru teknir fyrir og móðgast. Þeir fara líka í fýlu ef þeir eru ekki teknir fyrir. Við höfum tekið ykkur fyrir hjá Víkurfréttum og allskonar menn og málefni. Revíurnar okkar og barnasýningar er það vinsælasta sem við setjum á svið. Við getum alltaf stólað á fullt hús á þessum sýningum. Framundan er svo geggjað verk sem er verið að æfa í þessum töluðum orðum. Það er samstarf Leikfélags Keflavíkur og Vox Arena sem er leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þau eru að æfa söngleikinn Grease. Þar er Brynja, litla stelpan mín sem skrifaði Fyrsta kossinn, leikstjóri og er að standa sig brjálæðislega vel eins og hún gerir í flestu því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Í haust mun Leikfélag Keflavíkur setja upp barnasýningu og þar sem það eru sveitarstjórnarkosningar í vor þá verður örugglega til efniviður í góða revíu sem verður sett á svið eftir næstu áramót.

Aldrei draumur að verða atvinnuleikari Varð aldrei draumur hjá þér að verða atvinnuleikari, taka þetta alla leið og fara í Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið?

Hvað er næst á dagskrá hjá þér og leikfélaginu? „Næst á dagskrá hjá mér er að halda áfram mínu starfi með félaginu. Ég er líka svo heppin að ég er að vinna við þetta. Ég er að kenna leiklist í Heiðarskóla, þannig að ég er allan daginn að vafra í þessu. Ég er ekki hætt að leika, svo sannarlega ekki, því þetta er svo mikil innspýting. Eftir þetta síðasta verk spyr maður sig hvað maður eigi að fara að gera. Ekki er ég að fara niður í leikhús, því það eru ekki sýningar framundan. Það er svo mikið tómarúm hjá öllum. Eftir lokasýninguna á Fyrsta kossinum grétum við öll í kór uppi á sviði af spennufalli og söknuði yfir því að upplifa ekki aftur þessa tíma – en það koma önnur verk og við hittumst aftur.“ Er tilfinningin góð að vera uppi á sviði með fullan sal og góð viðbrögð? „Þetta er algjört kikk. Eins og þú bendir á, þegar það er fullt af fólki í salnum og þegar fólk er ánægt og lófaklapp, það lyftir þér á hærra plan. Það er líka jafn ömurlegt að vera fyrir tómum sal að sýna og enginn er að skemmta sér. Það hefur alveg gerst, mjög sjaldan en það hefur komið fyrir.“

Fólk vill revíur og barnaleikrit

Leiklistin með móðurmjólkinni Dætur þínar hafa fengið þetta beint í æð frá foreldrunum. „Báðar stelpurnar okkar hafa glimrandi áhuga á leiklistinni, drengurinn ekki alveg jafn mikið en það vonandi kemur. Hann hefur einu sinni farið á svið hérna og hann kom tvisvar á sýninguna Fyrsti kossinn og skemmti sér mjög vel. Hann er stoltur af fólkinu sínu.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom á eina af síðustu sýningum á Fyrsta kossinum. „Það

er svo mikill heiður að fá forsetann. Hann var að koma í annað sinn til okkar. Hann kom líka á Dýrin í hálsaskógi með fjölskylduna. Þegar hann kom til okkar á bak við þá sagði hann við mig: „Þú ert greinilega ekki að gera þetta í fyrsta sinn,“ og ég varð dálítið montin. Ég sagði honum að ég væri með 40 ára reynslu á bakinu og gæti átt alla þessa krakka. Þá spurði hann: „Er það ekki geggjað?“ Er ekki einmitt svo geggjað við þetta starf að það skiptir ekki máli hvort þú ert 55 ára og búin að vera í félaginu í 40 ár eða bara sextán ára að byrja?

Þetta er magnað og ég held að það sé alls ekki algengt í svona leikfélögum að leikarar dansi, syngi og leiki á hljóðfæri ... Ég veit ekki hvað á að kalla þetta, þetta er bara eitthvað annað. Fólk þarf bara að koma og prófa að upplifa þetta. Þess vegna er ég ennþá að þessu. Þessi upplifun og allt þetta fólk í kringum þetta. Að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki og öllum þessum leikstjórum, sem allir vinna svo misjafnt. Það er enginn leikstjóri eins.“ Leikfélag Keflavíkur hefur verið duglegt að fá þekkta leikstjóra til samstarfs og einnig að nota heimafólk eins og til dæmis leikara sem hafa verið innan félagsins en svo farið í leiklistarnám. „Það er alveg sama við hvaða leikstjóra við tölum, þeir eru allir til í að koma án þess að hugsa sig um. Það er frábært að Leikfélag Keflavíkur hafi það orð á sér líka að það vilji allir koma að vinna með okkur. Hér er metnaður, mikill metnaður,“ segir Guðný Kristjánsdóttir.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hér ásamt leikhópnum á einni af síðustu sýningum á Fyrsta kossinum.

Aðalfundur í Samkaupum hf. Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2021. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 14.00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í þrjú ár.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Víking sjávarfang er lítið fjölskyldufyrirtæki í Grindavík sem byrjaði í fiskibollugerð:

Indverskar grænmetisbollur úr Grindavík njóta vinsælda – Grænmetisréttir orðnir vinsælli en fiskréttirnir Hjónin Sigurður Garðar Steinþórsson og Anna Hanna Valdimarsdóttir stofnuðu Víking sjávarfang árið 2011 ásamt syni sínum, Antoni Þór. Fyrirtækið er með starfstöð sína við Staðarsund í Grindavík þar sem öll framleiðsla fer fram. Þegar Víkurfréttir tóku hús á þeim var verið að vinna grænmetisbuff hjá fyrirtækinu en réttir úr grænmeti eru í dag mikill meirihluti þess sem fyrirtækið, sem kennt er við sjávarfang, framleiðir. Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

„Eftirspurnin er svona í dag. Við erum með þennan vöruflokk, indverskar grænmetisbollur, í fjórum útgáfum; buffum, bollum, hamborgurum og partýbollum. Varan er vegan og er það sem er að tikka inn í dag og hefur verið söluhæsta einingin í fyrirtækinu undanfarið. Upphaflega var í þessu hveiti, mjólk og egg en það er ekki lengur. Kartöflumjöl er komið í staðinn fyrir hveitið,“ segir Sigurður.

Ekki langt að sækja fiskinn En hvað ertu að gera í sjávarfanginu? „Við erum að gera fiskibollur og fiskiklatta en í klöttunum eru m.a. hrísgrjón, paprika, púrrulaukur og Teriaki-sósa. Svo erum við með plokkfisk og fisk í raspi. Þá erum við einnig með þorskbita og ýsubita.“ Það er ekki langt að sækja fiskinn, því Ó.S. fiskverkun er í næsta húsi við hliðina á Víking sjávarfangi og þaðan kemur allur fiskurinn. Framleiðsla fyrirtækisins fer mikið í mötuneyti um allt land. Þannig hafa réttir fyrirtækisins verið vinsælir á leikskólum og þá er sjúkrahúsið á Akureyri t.a.m. stór viðskiptavinur og einnig Akureyrarbær. Framleiðslan er seld í gegnum heildsölur en einnig hefur fyrirtækið einnig verið að selja

Sigurður Garðar Steinþórsson hjá Víking sjávarfangi við pönnuna að steikja.

Bollugerðin fór úr böndunum

50 ára gömul hrærivélin stendur fyrir sínu. sjálft beint til viðskiptavina. Þá er verslunarkeðjan Iceland að selja vörur fyrirtækisins sem og Seljakjör í Breiðholti.

Upphafið að rekstrinum má rekja aftur til ársins 2011 þegar Sigurður Garðar var að vinna hjá Stakkavík í Grindavík. Hann fékk að taka með sér fisk heim annað slagið til að búa til fiskibollur. Bollugerðin var orðin umfangsmikil og eiginkonunni fannst nóg um. Bóndinn þyrfti að finna sér húsnæði undir bollugerðina. Þannig varð reksturinn til og í fyrstu var aðeins um að ræða fiskibollugerð.

„Ég var eingöngu í fiskibollum fyrst en fyrir nokkrum árum hófst framleiðsla á grænmetisréttum og þeir hafa verið í þróun síðan þá,“ segir Sigurður. Uppskriftirnar að grænmetisréttunum eru komnar frá Antoni Þór og Önnu Hönnu. Einnig er hlustað á óskir viðskiptavina og hvað börnunum finnst. „Ef þeim líkar þetta, þá er þetta í lagi,“ segir Sigurður. Talsverðan tíma hefur tekið að þróa vörurnar og t.a.m. tók um tvö ár að þróa vinsælasta réttinn. Þá eru fiskiklattar og fiskibollur gjörólíkar vörur í bragði, svo eitthvað sé nefnt.

Grænmetisréttir vinsælli en fiskurinn

Bollur frá Víking sjávarfangi komnar á disk.

Og þó nafn fyrirtækisins sé Víking sjávarfang þá er minnihluti framleiðslunnar unninn úr fiski. Grænmeti spilar orðið stærstan þátt í framleiðslu fyrirtækisins, 70–80% af framleiðslunni eru grænmetisréttir. Markaðurinn hafi verið að kalla eftir nýjungum og fjölmargir séu að framleiða fiskibollur. Vöruþróun hafi því leitt af sér fjölbreytta rétti þar sem grænmeti sé uppistaða hráefnis. Víking sjávarfang hefur verið tæknivætt á síðustu árum. Sérstök bolluvél hefur verið tekin í notkun. Hún mótar allar bollur fyrirtækisins í réttar stærðir og sama á við um borgara og buff. „Það er mikill léttir Vörur fyrirtækisins njóta vinsælda um allt land. Fjölmargir leikskólar eru á meðal viðskiptavina en börnunum líkar vel við grænmetisbollurnar.

að hafa vélina. Við þurftum áður að móta bollurnar í höndum en það er sem betur fer liðin tíð.“

Byrjaði sem tilraunastarfsemi Er gaman að standa í þessu? „Ég átti nú aldrei von á að ég myndi enda í þessu en það er að verða kominn áratugur sem ég hef verið í þessu á fullu. Þetta byrjaði sem tilraunastarfsemi og algjör leikaraskapur.“ Sigurður segir að stanslaust sé verið að reyna að vinna nýja markaði en samdráttur varð í starfseminni í kórónuveirufaraldrinum. Á síðasta ári hafi um hálft tonn af afurðum verið að fara frá fyrirtækinu á viku. Árin á undan hafi það verið mun meira. Kórónuveirufaraldurinn hefur komið mjög illa við reksturinn hjá Víking sjávarfangi. Lokanir á skólum komu verulega niður á framleiðslunni og hún fer hægt af stað aftur núna þegar vonast er til að faraldrinum sé að ljúka. Það er magnað hvað fiskurinn gefur af sér mörg fyrirtæki hér í Grindavík. „Það er það og við gætum gert miklu betur í að fullvinna sjávarafurðir en menn hafa mest út úr honum að láta fiskinn fara erlendis sem ferskastan, það liggur alveg ljóst fyrir.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11 Frá leiklistarsmiðju í Kvikunni síðasta föstudag.

Sýning Saltfiskseturs Íslands er á 2. hæð Kvikunnar.

Menningarhús fyrir Grindvíkinga í Kvikunni

„Kvikan er að breytast í meira menningarhús fyrir íbúa. Í gegnum tíðina hefur verið hérna Saltfisksetur Íslands og við höfum verið meira ferðamannastopp. Núna höfum við rýmt stóra sýningarsalinn þar sem saltfisksýningin var og höfum breytt honum í fjölnota viðburðasal og erum að byggja upp dagskrá fyrir íbúa þar,“ segir Sunna J. Sigurðardóttir, verkefnastjóri framtíðarþróunar Kvikunnar, í samtali við Víkurfréttir. Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

„Við erum að vonast til að hér komi ýmsir skemmtikraftar og listamenn og skelli sér á sviðið. Við erum með stórt svið, tuttugu fermetra svið og tvö hundruð sæti, jafnvel tvö hundruð og fimmtíu, þannig að það eru ýmsir möguleikar.“ Breytingar á Kvikunni hófust fyrir um tveimur árum síðan en síðan þá hefur verið heimsfaraldur kórónu­ veiru og breytingarnar gengið á misjöfnum hraða. „Ég myndi segja að Kvikan sé farin að stimpla sig inn í hugum bæjarbúa sem þeirra hús í dag, menningarhús okkar bæjarbúa,“ segir Sunna.

Sunna J. Sigurðardóttir.

Ýmsir vikulegir viðburðir Þegar útsendarar Víkurfrétta heimsóttu Kvikuna fyrir síðustu helgi voru þar nemendur úr Grunnskóla Grindavíkur á leiklistarnámskeiði. Sunna segir blaðamönnum frá því að nokkrum sinnum hafi verið settar

upp smiðjur í Kvikunni þegar starfsdagar séu í grunnskólanum. Að þessu sinni væri leiklistarsmiðja, þar sem tveir leiðbeinendur voru með um 40 krökkum á grunnskólaaldri sem skelltu sér á svið að prófa.

fólk hefur hugmyndir fyrir því sem má skella upp hérna, þá bara endilega heyra í okkur.“

Er markmið að auka virkni bæjarbúa í húsinu? „Já, algjörlega. Við erum komin með ýmsa vikulega viðburði. Við erum með kaffi fyrir eldri borgara á miðvikudögum klukkan tíu. Hér eru foreldramorgnar á föstudögum klukkan ellefu og smiðjur fyrir krakka á fimmtudögum klukkan tvö. Svo vefur þetta utan á sig og við reynum að hafa einn opinn menningarviðburð í viku á miðvikudögum og vonandi bætist svo bara ennþá meira í.“

Og það eru tækifæri framundan, ef heimsfaraldri er að ljúka. „Heldur betur og vonandi getum við haldið áfram með barnadagskrá og dagskrá fyrir eldri borgara og almenna dagskrá fyrir íbúana í bænum.“ Saltfisksetur Íslands hefur verið flutt upp á aðra hæð í Kvikunni og þar fer nokkuð vel um safnið og Sunna segist mjög ánægð með hvernig sýningin kemur út. Sýningarhönnuðurinn hafi verið fenginn að borðinu þegar sýningin var flutt um hæð. Rýmið er minna en sýningin nýtur sín mjög vel. Annar stór viðburður mun einnig fá sitt rými í Kvikunni. Eldgosið í Fagradalsfjalli, sem hófst 19. mars í

Þó Grindvíkingar séu þekktir fyrir sjósókn, þá hefur alltaf verið hérna ríkt menningar- og íþróttalíf. „Já og við finnum að fólk hefur mikinn áhuga og ekki síst núna í Covid. Fólk vill gera eitthvað skemmtilegt saman hér í Grindavík en ekkert endilega fara eitthvað annað til að sækja menningu. Fólk vill hittast í bænum. Við erum komin með þennan fína sal og nú vantar okkur bara leiksýningar og skemmtiatriði eða í raun hvað sem er. Við erum opin fyrir öllu ef

Meiri tækifæri að loknum heimsfaraldri

fyrra, mun fá sína gestastofu í húsinu í samstarfi við Reykjanes jarðvang og það verður að sögn Sunnu á allra næstu mánuðum. „Í Kvikunni verður áfram hægt að sækja upplýsingar fyrir ferðamenn og koma á safn þó svo fókusinn í húsinu hafi verið færður heim til að sinna íbúum bæjarins betur.“ Þá er verið að vinna að því að setja upp Guðbergsstofu aftur í húsinu í breyttri mynd og hún verður meira áberandi þegar gengið er inn í húsið. Kvikan er opin alla daga nema sunnudaga frá klukkan ellefu árdegis til fimm síðdegis og aðgangur að Saltfisksetrinu er ókeypis og því tilvalið að gera sér ferð með fjölskylduna til Grindavíkur. Saltfisksetrið er sýning sem sýnir mikilvægan hlekk í sögu þjóðarinnar og þá ekki síst Grindavíkur, sem hefur í gegnum árin verið stór framleiðandi á saltfiski á Íslandi, þó svo breytingar séu að verða í vinnslu á fiski nú hin síðari ár.

Orlofshús VSFK Sumar 2022

Opnað hefur fyrir UMSÓKN-SUMAR 2022 inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út sumarið 2022: 3 hús í Svignaskarði (veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 1 hús í Húsafelli 64 (hundahald leyft)

2 hús í Ölfusborgum 4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) (hundahald leyft í húsi nr.10)

1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá föstudeginum 20.maí til og með föstudagsins 19. ágúst 2022. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út Sumar Umsókn 2022 þar með allt að 4 valmöguleikum.

Flösku og dósagámar við allar grenndarstöðvar Kölku Flösku- og dósagámarnir eru vandaðir þýskir gámar þar sem í hverjum gám eru skynjarar til að auðvelda eftirlit með þeim. „Þannig getum við fylgst vel með öllum gámunum, hvað kemur í þá og hvenær þarf að losa. Það er mikilvægt að fólk geti notað þá þegar það vill losa sig við flöskur og dósir og þessi tækni hjálpar okkur mikið við það eftirlit,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri Grænna skátar.

Grænir skátar hafa verið með svona grenndargámaþjónustu í Reykjavík í yfir tuttugu ár og síðustu fjögur ára fyrir austan fjall líka, frá Selfossi og austur að Reykholti. Heiðabúar er eitt elsta skátafélag landsins en það var stofnað árið 1937 og hefur verið starfrækt allar götur síðan. Í dag heldur skátafélagið úti æskulýðstarfi fyrir ungmenni á Suðurnesjum á aldrinum sjö til 25 ára. Einnig hefur verið starfrækt kofabyggð undanfarin ár.

Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudagsins 29. mars 2022. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Orlofsstjórn VSFK HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Heiðabúar í samstarfi við Kölku og Græna skáta hafa komið upp flösku og dósagámum við allar grenndarstöðvar Kölku á Suðurnesjum. Samstarf þetta nær til þess að Grænir skátar koma með sína flösku og dósagáma þar sem fólk getur skilað af sér skilagjaldskyldum umbúðum og um leið styrkt skátastarf Heiðabúa. Heiðabúar fá stóran hluta af skilagjaldinu en Grænir skátar sjá um að fylgjast með gámunum og flokka og telja umbúðirnar. Grænir skátar reka rúmlega 35 manna vinnustað þar sem allir starfsmenn þess eru með skerta starfsgetu. Grænir skátar leggja mikinn metnað í að stuðla að atvinnumöguleikum fólks með skerta starfsgetu, eins rennur allur hagnaður félagsins beint í æskulýðsstarf skáta.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


FS-ingur vikunnar: Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir

Jón Logi Víðisson er fimmtán ára og er í Heiðarskóla. Fyrir utan skóla finnst honum gaman að taka ljósmyndir og myndbönd. Hann hefur gaman af því að vera úti í náttúrunni og skapa góðar minningar.

Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir er sautján ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur gaman af því að ferðast, skemmta sér með vinum sínum og tekur þátt í eins miklu félagslífi og hún getur.

Hvað ertu gömul? Ég er sautján ára gömul.

Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10 bekk. Í hvaða skóla ertu? Heiðarskóla. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt á þessari stundu er Like I Want You - Giveon.

Hvað gerir þú utan skóla? Aðallega að hitta krakkana eða taka myndir og myndbönd.

Hver er helsti kosturinn við FS? Fólkið í FS, kennararnir og starfsfólkið, svo eru nemarnir ágætir.

Hver er þinn helsti kostur? Það er klárlega allt of erfitt að velja aðeins einn hlut en er hjálpsöm og mikill stuðningur fyrir þá í kringum mig.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Að mínu mati þá er íslenska skemmtilegasta fagið.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Kamilla Rós, raunveruleikastjarna.

Hver er þinn helsti galli? Helsti galli er allan daginn að ég sef alltaf yfir mig, án gríns á hverjum degi.

Skemmtilegasta sagan úr FS: Skemmtilegasta sagan úr FS var mögulega að vinna með vinum mínum í 4% verkefni í átta klukkutíma. Takk Lovísa Larsen.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forrit hjá mér eru Spotify, Snapchat og Hopp appið.

Á hvaða braut ertu? Félagsvísindabraut.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég, klárlega.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ákveðni, að standa fyrir sínu er hreinlega mjög mikilvægt fyrir mér.

Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru að tengja lífið mitt við allar Disney myndir sem ég horfi á og að taka þátt í eins miklu félagslífi og ég líffræðilega get.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég er nú langt frá því að vera viss um hvert lífið mitt ætlar en ég stefni á að ferðast og koma mér af þessari eyju sem fyrst.

Hvað hræðistu mest? Börn og norskar myndir sem eru sýndar á RÚV.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Æði.

Hvað hræðistu mest? Hinn eina sanna dauðann. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Einn dans við mig með Hemma Gunn. Hver er þinn helsti kostur? Ábyggilega það að ég er oftast jákvæður. Hver er þinn helsti galli? Ég er með mjög mikinn athyglisbrest.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég, því ég er svo svalur.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Það hlýtur að vera Instagram og Snapchat.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ætli það sé ekki þegar ég fór í vorferðalag með bekknum í 3. eða 4. bekk og ég klifraði upp í eitthvað tré og rétt fyrir ofan mig var geitungabú og ég varð mjög hræddur. Svo komst ég ekki niður því ég flækti reimina mína í grein og ég var þarna upp í tré fastur og grátandi.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Örugglega þegar fólk er heiðarlegt.

Hver er fyndnastur í skólanum? Það eru margir fyndnir en ég er auðvitað fyndnastur.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég myndi lýsa mér sem kærleiksbirni.

Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru að taka ljósmyndir, að vera úti í náttúrunni og að skapa góðar minningar.

Ung(menni) vikunnar: Jón Logi Víðisson

Jákvæður kærleiksbjörn

t s u n d Fyn m u n a l ó í sk 12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að skella mér í framhaldsskóla, vinna meira með myndirnar mínar og bara lifa lífinu.

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

ÁÐUR EN SKÓLINN KOM TIL Þegar lútherskur siður tók við af kaþólskum um miðja 16. öld var ætlast til að fólk gæti sjálft lesið Biblíuna og önnur trúarrit. Það varð íslenskri tungu til bjargar að Biblían var þýdd og prentuð á íslensku strax árið 1584 og mun vera 17. elsta heildarútgáfa Biblíunnar í heiminum! (https://is.wikipedia.org/wiki/Guðbrandsbiblía) Norðmenn urðu að nota Biblíu á dönsku þar til hún kom loks út á norsku (https://no.wikipedia.org/wiki/Bibelen_i_ Norge#Norske_utgaver_1853–2011) um miðja 19. öld, sem skýrir hve mikil áhrif danska hafði á norska tungu. Auk Biblíunnar voru prentaðar sálmabækur og þýdd trúarrit. En það kom að litlu gagni að prenta bækur ef fáir voru læsir. Með tilskipun árið 1744, sem yfirvöld gáfu út eftir rannsóknir Harboe og Thorkilli á menntun í landinu, var foreldrum og vandamönnum gert skylt að fræða börnin heima um guðs orð og lestur en prestar skyldu fylgja því eftir og aðstoða eftir þörfum, ásamt meðhjálpurum. Í bréfi yfirvalda til Skálfholtbiskups 1790 er þessu fylgt fastar eftir. Skyldu

börn hefja lestrarnám fyrir fimm ára aldur og kristin fræði á tíunda ári. Skyldi presturinn áminna heimilisfólk og jafnvel refsa ef það vanrækti lestrarkennslu. Síðan mátti sekta presta ef þeir vanræktu þessi skyldustörf, eða fermdu börn sem lítið eða ekkert kunnu að lesa. Fyrstu stafrófskverin voru jafnframt trúfræðikennslubækur, svo sem „Eitt lited Stafrofskver fyrer Börn og Ungmenne“, sem kom út 1655, með gotnesku letri eins og þá tíðkaðist. Fremst eru fáein atkvæði en strax á bls. 5 byrjar þungt trúarlegt lesmál. Árið 1782 var mikil framför þegar prentað var í Hrappsey lestrarkverið „Lijtid ungt Stöfunar Barn...“ eftir Gunnar Pálsson, prófast, með dæmum og nákvæmri útskýringu á stöfunum, einnig tölustafir og margföldunartöflur. Útgáfa stafrófskvera blómstraði á 19. öld. Árið 1853 kom t.d. út „Nýtt Stafrófskver handa Minni manna börnum með nokkrum réttritunarreglum og dálitlu ávarpi til hinna minni manna“ og var það með latnesku letri eins og við notum í dag.

10. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.

Hugsanlega hefur það kver verið notað á fyrstu árum skólans okkar. Þannig var heimafræðsla undir eftirliti presta alls ráðandi þegar farið var að stofna barnaskóla á Íslandi síðari hluta 19. aldar en þá voru þeir löngu komnir á í nágrannalöndum. Alþingi jók svo kröfur um fræðslu barna með lögum 1880 og skyldi nú einnig kennd skrift og reikningur. Eftir sem áður skyldu foreldar kosta kennsluna, þar báru ríkið og sveitarfélög engar skyldur, fyrr en með fræðslulögum 1908, að skólaskylda tíu til fjórtán ára barna kemst á og skólaganga þeirra verður ókeypis. En áfram var krafist heimafræðslu því börnin skyldu vera orðin læs þegar skólaskyldan hófst. Alveg fram á þennan dag er gert ráð fyrir heimanámi, undir stjórn skólans. Margir foreldrar og kennarar vilja afnema heimanám, það síðasta sem eftir er af aldagamalli heimafræðslu. Farkennsla varð algeng á Íslandi undir lok 19. aldar og ríkjandi í dreifðum byggðum fram á miðja 20. öld. Farskóli var millistig milli heimafræðslu og barnaskóla og hafði ekki sérstakt skólahús. Ráðnir voru kennarar til að kenna til skiptis á barnmörgum heimilum og hverfum. Börn hófu skólanám um tíu ára aldur, fram að því sinntu heimilin fræðslu og skyldu þau vera læs er þau hófu farskólagöngu. Fastir skólar voru skyldugir til að kenna að minnsta kosti sex mánuði á ári, en farskólar að minnsta kosti tvo mánuði á hverjum stað. Í Grindavík var ráðinn kennari og komið á farskóla 1888 og kennt í sex vikur í hverju hinna þriggja hverfa, að einhverju leyti með styrk úr Thorkilliisjóði. Síðan var skóli á einum stað í húsnæði með templurum frá árinu 1904. Sá sem þetta skrifar er alinn upp í dreifbýli á Suðurlandi og hóf skólagöngu á tíunda ári árið 1957. Það ár lagðist farskóli af í þeirri sveit en skólaakstur komst á og voru þá öll börnin í hreppnum í sama skóla. Barnaskólaganga undirritaðs varði í þrjú ár; sex mánuði á ári og

þrjá daga í viku. Eldri og yngri deild mættu til skiptis, þrjá daga í viku hvor. Aðeins var einn kennari, Kristín Skúladóttir (móðir Sigurðar dýralæknis), sem kenndi sex daga vikunnar, allar greinar nema heimilsfræði og íþróttir! Vel af sér vikið. Það er sérstakt við þá dreifðu byggð, Vatnsleysustrandarhrepp, að þar var komið á föstum skóla mjög snemma. Samt var einnig kennt í vissum hverfum með farskólasniði og byggð til þess sérstök hús, eins og skýrt verður frá síðar. Heimildir m.a.: Wikipedia. Löggjöf um barnauppfræðing á Íslandi. Tímarit um uppeldi og kennslumál, 1. árg. 1888. (https://timarit.is/ files/21136248) Hildur Jónsdóttir: Farskólahald í Fellshreppi á fimmta áratug tuttugustu aldar. (https://skemman.is/bitstream/1946/26894/1/ HildurJonsdottir.LokaverkefniEndanlegt2pdf.pdf) Sextíu ára afmæli barnafræðslunnar í Grindavík. (https://timarit. is/files/25094302) Faxi nóv. 1948. Gunnar M.Magnúss. Saga alþýðumenntunar. Hvers konar skólar voru á Íslandi..? (https://www.visindavefur.is/ svar.php?id=75843) Vísindavefurinn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Vandi HSS og umræðan

Ari Arnljóts Sigurðsson

Guðmundur Björnsson.

– minningarorð

Góður félagi og mannvinur, Ari Arnljóts Sigurðsson, féll frá 19. febrúar á nítugasta aldursári. Ari átti djúpar rætur í Framsóknarflokknum og starfaði innan vébanda hans um áratuga skeið ásamt Halldóru konunni sinni. Ari var duglegur að sækja félagsfundi Framsóknar á meðan heilsan leyfði. Ari og Halldóra voru mjög áhugasöm um framgang Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ, ávallt hvetjandi og gefandi góð ráð í baráttunni. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var Ari gjarn á að gefa okkur unga fólkinu góð ráð. Hann fagnaði mjög vaxandi starfi innan Framsóknarfélags Reykjanesbæjar og hvatti okkur til dáða. Minnistætt var þegar Ari tók til máls á á félagsfundi vorið 2018 þegar listi flokksins fyrir kosningarnar var samþykktur. Stutt var í kímnina hjá Ara og lagði hann upp með þá staðreynd að enginn stefna stæðist eins vel tímans tönn eins og Framsóknarstefnan. Það sæist best á þeim öfluga hópi sem nú færi fram fyrir Framsókn í Reykjanesbæ. Unga fólkið skildi mikilvægi sam-

vinnunnar og jafnvel hann, sem væri orðinn hálf heyrnalaus og gamall, yngdist um mörg ár við að sjá svo glæsilegan hóp! Ari ann flokknum og starfinu af heilum hug. Þau hjónin færðu Framsóknarfélaginu gjafir og sýndu í verki hversu dýrmætt það er fyrir Framsókn að eiga hugsjónafólk sem lætur gott af sér leiða fyrir samfélagið sitt. Ara verður sárt saknað. Halldóru og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varaalþingismaður Kristinn Jakobsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru foreldra,

GYÐU EIRÍKSDÓTTUR OG MEINERTS JÓHANNESAR NILSSEN áður Borgarvegi 11, Ytri-Njarðvík.

Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og starfsfólks Nesvalla fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Erna Nilssen Unnar Már Magnússon Júlíanna María Nilssen Gyða Minný Nilssen Sigfús K. Magnússon Eiríkur Arnar Nilssen

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR Mávabraut 10c , Reykjanesbæ

lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 10. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt https://www.facebook.com/groups/sigridureyjolfsdottir Ísleifur Gíslason Pálmar Axel Gíslason Hermina Rós Jamora Áki Pétur Gíslason barnabörn og barnabarnabörn.

Nýverið sendi framkvæmdastjórn HSS frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. segir að í áratugi hafi HSS þurft að starfa í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu sem sé ein af helstu orsökum mönnunarvandans. Þá segir að ef þessum árásum linni ekki verði vandinn sem við reynum samhent að leysa einfaldlega verri. Þessi viðbrögð bjóða ekki upp á samhenta lausn. Það hefur margoft komið fram að framlag ríkisins til heilbrigðismála á Suðurnesjum er mjög lágt og hefur ekki fengist leiðrétt. Er það ekki meginorsökin fyrir mönnunarvandanum og svo e.t.v. stjórnunar- og/eða skipulagsvandi á stofnuninni? Umræður um HSS hafa vissulega verið neikvæðar, stundum um of. Umræðuhefðin hér hefur lengi verið á neikvæðu nótunum og nauðsynlegt að hún verði málefnalegri. Fjölbrautaskóli Suðurnesja tók til starfa 1976. Í upphafi var umræða um hann í þessum neikvæða farvegi, hann naut lítils trausts, var talaður niður og margir foreldrar sendu börn sín í framhaldsnám í Reykjavík. Honum var í raun ekki gefið andrúm til að koma á stöðugleika í rekstri og mönnun. Með markvissu starfi starfsfólks skólans náði hann vopnum sínum, meginhluti starfsfólks býr nú á svæðinu og hefur starfað við skólann í áratugi. Skólinn nýtur nú trausts og mikillar aðsóknar. Í fjölda ára var hér mikið og neikvætt umtal um grunnskóla. Vinur minn sem bjó úti á landi fékk vinnu hér fyrir um tuttugu árum og vinnur hér enn. Þau hjónin settu stefnu á að setjast hér að með sín börn en sú neikvæða mynd af grunnskólum sem við þeim blasti varð til þess að þau

settust að í Hafnarfirði. Ég held að ég muni það rétt að Árni Sigfússon, sem varð bæjarstjóri í Reykjanesbæ 2002, hafi tekið málefni skólanna í fangið og átt drjúgan þátt í því að þeir njóta nú almenns trausts. Ég rifja þetta upp til að benda á að unnt er með markvissum aðgerðum að komast út úr storminum og ná sáttum og gagnkvæmu trausti. Kvartanir og neikvæð umræða um HSS hafa verið viðvarandi í langan tíma og farið vaxandi. Þetta beinist ekki að starfsfólkinu, þó einhverjir læknar hafi fengið falleinkunn, heldur að skipulagi og aðgengi. Sjálfur hef ég ekki kynnst öðru en góðu viðmóti og þjónustu alls starfsfólks og þakka fyrir það. Ég get hins vegar ekki sætt mig við að þurfa að bíða í vikur eftir tíma hjá lækni eða að mæta á læknavaktina í fimm mínútna viðtal eða fá stuttan símatíma og hitta aldrei á sama lækninn. Ég hef því skráð mig hjá heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég hef fastan heimilislækni sem ég get leitað til með stuttum fyrirvara. Mér skilst að fjöldi fólks hafi gert hið sama. Talað er um einhver þúsund. Þetta ætti vissulega að létta á rekstrinum hér en virðist ekki gera það. Það er bráðnauðsynlegt að koma umræðunni upp úr þessum hjól-

förum. Valgerður Björk Pálsdóttir segir í góðri grein í Víkurfréttum 23. febrúar að varnarviðbrögð stjórnenda HSS séu hrokafull sem ég tek undir. Slíkt eykur ekki traust og býður ekki upp á vitræna umræðu. Hún leggur til að komið verði á alvöru almennings samráði sem heilbrigðisráðuneytið stæði fyrir með þátttöku fulltrúa íbúa og HSS. Hún útskýrir þetta nánar í greininni sem ég bendi fólki á að lesa. Ég tek heilshugar undir hugmyndir hennar og tel að fulltrúar sveitarfélaganna (SSS) þurfi einnig að koma að þessu. Ég hvet sveitarstjórnir og fulltrúa HSS að stuðla að því að koma málum í slíkan farveg í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. Undirbúningur að byggingu annarrar heilsugæslustöðvar mun vera á byrjunarreit. Nýlega var auglýst eftir bráðabirgðahúsnæði fyrir þá starfsemi ef ég man rétt. Kæmi e.t.v. til greina að skoða hvort ekki væri unnt að fá heimild til að stofna hér einkarekna heilsugæslustöð? Mörg dæmi eru um slíkar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem ánægja er með. Hugsanlega tæki styttri tíma að byggja upp slíka stöð en ef um opinbera framkvæmd er að ræða. HSS fengi þá samkeppni sem er af hinu góða.

Orlofshús

Stjórnendafélags Suðurnesja Sumarúthlutun 2022

Orlofshús félagsins eru á eftirtöldum stöðum: • Öldubyggð við Svínavatn í Grímsnesi • Furulundur á Akureyri • Álfasteinssund í Hraunborgum í Grímsnesi Sumarútleiga er frá 27. maí til 3. september. Sótt er um orlofshús á orlofsvefnum: www.orlof.is/vssi. Innskráning á vefinn er með Íslykli eða með Rafrænum skilríkjum. Umsóknafrestur er frá til 15. mars til 28. mars 2022. Úthlutað verður, samkvæmt punktakerfi. Umsækjendum verður tilkynnt um úthlutun með tölvupósti.


6

TREYJA NÚMER:

sport

Nauðsynlegt að taka smá lúr fyrir leik

NAFN:

ALDUR:

DANIELA WALLEN

26 ÁRA

STAÐA Á VELLINUM:

FRAMHERJI [FORWARD 3/4] MOTTÓ:

GUÐS TÍMI ER FULLKOMINN Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Enga sérstaka en það er nauðsynlegt að taka smá smá lúr fyrir leik.

ATVINNA

Framherjinn öflugi frá ­Venesúela, Daniela Wallen, hefur leikið vel með Keflvíkingum síðustu þrjú tímabil. Daniela svaraði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta.

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði þegar ég var fimmtán ára og ég valdi körfubolta af því að það er íþróttin sem báðir foreldrar mínir elska og spiluðu áður. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan – engin spurning.

Morillo í leik með venesúelska landsliðin u í Ameríkukeppninni á síðasta ári.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma mín. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Ég gæti valið tvö atvik en ætla að velja leikinn sem ég spilaði eftir að mamma mín lést, ég spilaði frábærlega henni til heiðurs og var óstöðvandi á vellinum. Hver er besti samherjinn? Þessa stundina eru það Katla [Rún Garðarsdóttir] og Dalla [Salbjörg Ragna Sævarsdóttir]. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Ég held að öll lið sem við spilum gegn séu erfið, hvert lið hefur ólíkan leikstíl og styrk sem gerir keppnina erfiða. Fyrir mér erum við sjálfar erfiðasti andstæðingurinn, þess vegna verðum við að leggja hart að okkur á hverjum degi til að verða betri.

Óskum eftir BIFVÉLAVIRKJA eða vönum VERKSTÆÐISMANNI til starfa. Umsóknum er svarað netfanginu bilaver@bilaver.is

Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Læra af mistökunum. Michael Jordan er sá besti að mati Daniela.

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Stöðugt að bæta mig.

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Diana Taurasi, Candace Parker, A’ja Wilson, Lindsay Whalen og ég. Fjölskylda/maki: Ekki enn. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Það stærsta var að útskrifast úr háskóla. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Ég teikna eða bara spila PlayStation. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Kaupi mér nýja skó, ég elska skó. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lasagna. Ertu öflug í eldhúsinu? Ég get alveg sagt að ég búi yfir hæfileikum í eldamennsku – en það er ekki með því skemmtilegasta sem ég geri. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég held ekki. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Þegar fólk lýgur að mér.

Iðavellir 9c // 230 Reykjanesbær // Sími: 421 8085 // bilaver@bilaver.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

SKILAFRESTUR VEGNA STJÓRNARKJÖRS Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja auglýsir uppstillingarnefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 19. apríl 2022. Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs. Tillögum skal skila til uppstillingarnefndar STFS, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ eigi síðar en 20. mars 2022. Tillögum skal fylgja; nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Uppstillingarnefnd

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Leikskólinn Holt – Deildarstjórar Leikskólinn Holt – Leikskólakennarar Duus Safnahús – Upplýsingagjöf og sýningagæsla Velferðarsvið – Dagdvöl aldraðra Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri skrifstofu Vinnuskóli – Flokkstjórar Vinnuskóli – Sérverkefna flokkstjóri Vinnuskóli – Skrúðgarða flokkstjóri Vinnuskóli – Yfirflokkstjóri í virku eftirliti Starf við liðveislu


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

SANNIR KEFLVÍKINGAR

Siglingafélagið Knörr hefur starfsemi að nýju Siglingafélagið Knörr mun hefja starfsemi sína að nýju hér í Reykjanesbæ á komandi sumri. Starfsemi félagsins snýr aðallega að því að kenna börnum og unglingum siglingar og voru námskeið félagsins alltaf vel sótt. Markmiðið er að dagskrá námskeiðanna sé fjölbreytt, þroskandi og skemmtileg en líka að nemendur læri undirstöðuatriði siglinga á seglskútum. Siglingafélagið Knörr er auk þess opið öllu áhugafólki um siglingar og annað sjósport, hvort sem það er á seglbátum, kayökum eða öðrum bátum. Á dögunum gekk Reykjanesbær frá kaupum á nýrri aðstöðu fyrir félagið sem stendur við rampinn í smábátahöfninni í Keflavík. „Siglingafélagið þakkar Reykjanesbæ og Íþrótta- og tómstundaráði kærlega fyrir að taka vel í beiðni félagsins um

kaup á aðstöðu fyrir félagið svo hægt væri að endurvekja starfsemi þess. Vonumst við eftir því að ný aðstaða félagsins við smábátahöfnina verði ævintýramiðstöð við sjóinn þar sem hressum og kjörkuðum krökkum í Reykjanesbæ gefst kostur á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg á námskeiðum félagsins. Starfsemi siglingafélagsins verður því flott viðbót við öflugt íþróttaog tómstundastarf bæjarins,“ segir í frétt frá félaginu. Siglingafélagið Knörr boðar til aðalfundar fimmtudaginn 10. mars klukkan 20:00 í nýrri aðstöðu félagsins við smábátahöfnina í Keflavík þar sem almenn aðalfundarstörf munu fara fram ásamt umræðu um uppbyggingu og framtíð félagsins. Allir áhugasamir aðilar eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfsemi félagsins.

Ný aðstaða siglingafélagsins er við smábátahöfnina í Keflavík.

Matthías Örn og Svanhvít Helga Uppkast meistarar 2022 Meistaramót Uppkast í samvinnu við Íslenska pílukastsambandið var haldið laugardaginn 26. febrúar og sýnt í streymi á uppkast.is. Mótið var útsláttarmót karla og kvenna þar sem fremstu pílukastarar landsins kepptu. Grindvískir keppendur voru sigursælir og sigruðu í karla- og kvennaflokki.

Átta keppendur voru í karlaflokki og fjórir í kvennaflokki. Svanhvít Helga Hammer er Uppkastmeistari kvenna 2022 en hún sigraði Árdísi Sif Guðjónsdóttur í úrslitaleiknum. Matthías Örn Friðriksson er Uppkastmeistari karla 2022 en hann sigraði Pétur Rúðrik Guðmundsson en allir keppendur sem kepptu í úrslitum eru í Pílufélagi Grindavíkur. Matthías Örn og Svanhvít Helga.

FENGU ENDURSKINSMERKI

Keflavík afhjúpaði nýtt „Sannur Keflvíkingur“ skilti í Reykjaneshöllinni á dögunum. Við það tækifæri var iðkendum í yngri flokkum Keflavíkur boðið að vera viðstaddir og fá endurskinsmerki að gjöf frá knattspyrnudeildinni. Meðfylgjandi hópmynd var tekin framan við skiltið. VF-mynd: Hilmar Bragi

Hafnargötu 29. Reykjanesbæ

40

%

60

%

afsláttur

afsláttur

50

%

afsláttur

70

%

afsláttur

LAGERSALA


LOKAORÐ

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

Kalt stríð

Grindvískur bragur og tónlist í Suðurnesjamagasíni Víking sjávarfang og bollurnar Kvikan menningarhús í Grindavík Már og Ísold í úrslit Söngva keppninnar

Þær ömurlegu aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu upp við fyrir rúmlega viku síðan hefur ekki farið fram hjá neinu okkar. Veruleiki sem fæst okkar þekkja sem betur fer. Brostið er á skelfilegt stríð í Evrópu þar sem öflugt hernaðarveldi ræðst á friðsama nágranna sína. Í aðstæðum sem þessum skiptir miklu máli að fólk á flótta fái öryggi og skjól, þessi hópur samanstendur mestmegnis af konum og börnum. Fleiri Evrópumenn hafa ekki verið á flótta frá því árið 1945 og ástandið því mjög alvarlegt. Við Íslendingar ætlum að axla okkar ábyrgð og nú þegar sér maður mikinn samhug og velvilja fólks út um allt samfélagið. Stjórnvöld hafa verið að auka fjárhagslegan stuðning til mannúðarmála í Úkraínu en það er einnig skylda okkar að taka vel á móti þessu fólki sem er að flýja stríðið og sækir um dvöl í okkar landi. Frá því kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna þá höfum við á Íslandi búið við mikið öryggi og í raun lítið spáð í því, öryggi okkar hefur á þessum tíma þótt sjálfsagt. Í síðustu viku breyttist það snögglega. Lítið fer nú fyrir þeim aðilum sem kyrjuðu „Ísland úr NATO, herinn burt“ heldur hafa atburðir síðustu daga sýnt okkur mikilvægi þess að vera í NATO. Úkraína er t.d. ekki í NATO enda fær landið ekki þann stuðning sem það þyrfti.

Mundi Kemur kaninn aftur með Wendy's eða verða bollurnar úr Grindavík að duga? Við Suðurnesjamenn þekkjum það vel að hafa fjölmennt varnarlið hérna á okkar slóðum og gekk sú samvera alla tíð nokkuð vel. Vera varnarliðsins hafði yfir höfuð mjög góð áhrif á okkar samfélag og það var mikill missir þegar herinn hvarf á brott árið 2006. Ekki bara efnahagslega heldur var vera varnarliðsins bara stór partur af fjölbreyttri tilveru okkar enda Reykjanesbær mikið fjölmenningarsamfélag. Núna í ljósi aðstæðna í heiminum er nokkuð ljóst að umsvif NATO á Keflavíkurflugvelli eiga eftir að aukast mikið á næstu vikum/mánuðum. Fjöldi fólks á vegum bandalagsins eiga eftir að koma hérna í skamman eða lengri tíma og nýta sér þá um leið ýmsa þjónustu hér í nærumhverfinu. Við eigum einnig að taka vel á móti öllu þessu fólki sem kemur víða að því ef til átaka kæmi eru það þessi lönd sem senda syni sína og dætur í stríð til þess að verja okkar frelsi og tilveru. NATO er varnarbandalag og við ættum að vera þakklát fyrir veru okkar í því ágæta bandalagi.

SUÐURNESJABÆR AUGLÝSIR LAUS TIL UMSÓKNAR TVÖ NÝ OG ÁHUGAVERÐ STÖRF INNAN SVEITARFÉLAGSINS STARF GÆÐA- OG VERKEFNASTJÓRA

STARF AÐSTOÐARMANNS BYGGINGAFULLTRÚA

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða öflugan liðsmann til að sinna starfi gæða- og verkefnastjóra. Um er að ræða nýtt og lifandi starf sem snertir flesta þætti í starfsemi Suðurnesjabæjar. Gæða- og verkefnastjóri heyrir undir stjórnsýslusvið. Megináhersla starfsins er verkefnastjórnun og þátttaka í þverfaglegum verkefnum, rekstur gæðakerfis og eftirfylgni með ábendingum og umbótaferlum.

Suðurnesjabær auglýsir laust til umsóknar nýtt starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa á skipulags- og umhverfissviði. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið: Verkefnastjórnun. Rekstur gæðakerfis. Rekstur ábendingakerfis og eftirfylgni ábendinga. Ferlagreining- og endurskoðun ferla þvert á svið og deildir. ■ Innri úttektir, þ.á.m. vegna jafnlaunakerfis. ■ ■ ■ ■

Menntun, reynsla og hæfni: ■ Gerð er krafa um háskólapróf. ■ Viðbótarmenntun, s.s. á sviði verkefnastjórnunar eða gæðastjórnunar, er kostur. ■ Þekking og reynsla á gæða- og verkefnastjórnun er skilyrði. ■ Þekking og reynsla á stafrænum kerfum. ■ Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. ■ Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði. ■ Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar. ■ Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun. Umsóknir, merktar „Gæða- og verkefnastjóri“, skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, bergny@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3000.

Starfssvið: ■ Yfirferð hönnunargagna. ■ Úttektir og eftirlit með mannvirkjum og framkvæmdum. ■ Þátttaka í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála. ■ Umsjón með viðhaldi fasteigna sveitarfélagsins. ■ Samskipti við málsaðila, íbúa og stofnanir. ■ Önnur tilfallandi verkefni á skipulagsog umhverfissviði.

Menntun, reynsla og hæfni: ■ Iðn-eða tæknimenntun sem nýtist í starfi. Nám í tækni- eða byggingarfræði er kostur. ■ Þekking og reynsla af byggingarmálum er skilyrði. ■ Góð tölvufærni er áskilin. ■ Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. ■ Kunnátta í skjalavistunar- og landupplýsingakerfum er kostur ■ Góð skipulags- og samskiptafærni. ■ Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti. ■ Dugnaður, vinnusemi og sveigjanleiki. Umsóknir, merktar „Aðstoðarmaður byggingafulltrúa“, skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulagsog umhverfissviðs, jonben@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3000.

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 28. mars 2022. Launakjör eru skv. starfsmati og kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum um bæði störfin skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um.