Víkurfréttir 9. tbl. 41. árg.

Page 1

Frábær tilboð í febrúar! 45%

Meðal efnis í VF

98

Lét ferma sig 18 ára Fermingar fyrr og nú í blaði vikunnar

kr/stk

áður 179 kr

Cloetta Kex 60 gr - Súkkulaði

Opnum snemma lokum seint

2

fyrir

1

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Hámark próteindrykkur 250 ml - Kókos & súkkulaði

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

Maðurinn var með þetta „vopnabúr“ í poka á sér en auk þess að vera með öxi má sjá þarna stóra sveðju og járnstöng.

Öxin varð eftir í skáp sem maðurinn henti henni inn í með tilheyrandi broti og bramli.

Maður gekk berserksgang með öxi í Úra- og skartgripaverslun Georgs V. Hannah í Keflavík:

„Þetta var bara óraunverulegt“ – Skemmdi afgreiðsluborð og peningakassa og sveiflaði öxinni að feðgunum í búðinni. – Þeir náðu að loka manninn af þegar hann gekk út, vopnaðir hamri og ryksuguröri. af dýrari vörum búðarinnar voru, þá sérstaklega gullarmbönd. Hann týndu þau og fleira til í poka í rólegheitum en þegar feðgarnir komu að honum í þeirri von að reka hann út ógnaði hann þeim með öxinni. Eggert segist hafa reynt að finna eitthvað til að verja sig með og fann tvo hamra en faðir hans hringdi í neyðarlínuna á sama tíma. Georg tók svo til þess ráðs að munda ryksugurör og segist hafa notað það til að halda manninum frá en þegar feðgarnir stóðu í hurðaropinu fyrir aftan afgreiðsluna og reyndu að reka manninn út, gekk hann að búðarkassanum og lamdi í

Feðgarnir Georg og Eggert Hannah í versluninni í vikunni. „Ég upplifði okkur kannski ekki í lífshættu þó vissulega höfum við verið það. Ég hafði meiri áhyggjur af gömlu hjónunum, mömmu og pabba, því maðurinn hélt á öxi og sveiflaði henni að okkur þar sem við stóðum í hurðaropinu inni í búðinni. Þetta er auðvitað mjög óskemmtileg lífsreynsla sem maður hefði viljað sleppa við,“ segir Eggert Hannah, gullsmiður, en á miðvikudag í síðustu viku kom maður inn í Úra- og skart-

gripaverslun Georgs V. Hannah, sem Eggert rekur, dró upp öxi og hóf að berja henni í eitt borð verslunarinnar sem geymdi úrval skartgripa. Inni í versluninni voru Eggert og foreldrar hans, Georg og Eygló, en hún var að afgreiða konu þegar maðurinn, sem er af hælisleitandi, hóf barsmíðina inni í búðinni. Eggert segir að þetta hafi verið mjög sérstakt að sjá manninn sem barði með öxinni stöðugt í borðið þar sem margar

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

hann ítrekað með öxinni þannig að hann eyðilagðist, án þess þó að hann opnaðist. „Hefði maðurinn bara beðið um peningana hefði ég líklega bara rétt honum þá úr kassanum en hann var vitstola og lét síðan öxina vaða mörgum sinnum í næsta borð hinum megin við búðarkassann, að því er virtist bara til að eyðileggja,“ rifjar Eggert upp. Skömmu áður hafði móðir hans og viðskiptavinur hennar komið sér inn fyrir í versluninni. Sjá nánar og fleiri myndir á síðu 2

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Georg hefur verið í búðinni í rúm fimmtíu ár og aldrei lent í svona atviki. Á myndinni má sjá ryksugurörið.

Maðurinn lét öxina dynja á peningakassanum sem eyðilagðist en opnaðist ekki.

Vörðust ræningjanum vopnaðir hamri og ryksuguröri Framhald af forsíðufrétt Í eyðileggingaræðinu henti maðurinn svo öxinni með tilþrifum inn í skáp sem er við hlið hurðaropsins en gekk svo á brott út úr versluninni. Feðgarnir voru ekki alveg sáttir með gang mála svo Eggert hljóp út á eftir honum, vopnaður hamri, og Georg faðir hans fylgdi í kjölfarið með ryksugurörið og tókst þeim að loka hann af fyrir utan verslunina. Maðurinn virtist örvinglaður, settist niður og lagðist svo á stéttina. Skömmu síðar

kom lögreglan á vettvang og handsamaði hann. Maðurinn var ekki bara með öxi með sér því í poka var hann einnig með stóra sveðju og járnstöng. Eygló og Georg sem hafa verið í versluninni í rúm fimmtíu ár segjast aldrei hafa lent í öðru eins. Eggert, sonur þeirra, sem vann lengi hjá þeim en tók við versluninni fyrir þremur árum, segir það sama: „Þetta vara bara óraunverulegt,“ og faðir hans tekur undir það. „Ég vissi ekki hvernig við áttum að bregðast við. Það var of mikil áhætta að vaða í hann, vopnaðan öxi. En við vildum alla vega halda honum

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

frammi í búðinni og otuðum að honum rörinu og hamri,“ segir Georg. Eygló segir að það hafi ekki mátt miklu muna að hún hefði bara verið ein í búðinni og þakkar fyrir það að feðgarnir hafi verið á staðnum. Þau segja öll að tíminn hafi verið mjög lengi að líða bíðandi eftir lögreglunni. „Þetta var mjög skrýtið og tíminn var lengi að líða á meðan maðurinn var inni. Við héldum alltaf að lögreglan væri á leiðinni en okkur fannst hún vera lengi á staðinn. Við upplifðum samtalið við neyðarlínuna svolítið sérstakt og fannst eins og skilaboðin kæmust ekki nógu hratt þaðan til lögreglunnar. Það liðu tæpar sex mínútur frá því hringt var í neyðarlínuna og þar til lögreglumenn komu á staðinn og tóku manninn. Við hefðum viljað að það hafi verið styttri tími því þetta var ekki beint skemmtilegt ástand.“ Maðurinn tók skartgripi fyrir um eina og hálfa milljón króna og

skemmdir í búðinni voru talsvert miklar en með hjálp góðra manna tókst að fá nýtt gler í borðin, nýjan peningakassa og posa – og eftir tiltekt að opna daginn eftir. „Við erum að jafna okkur á þessu. Líklega vorum við heppin því það hefði getað farið verr. En búðin er opin og allt eins og áður. Við erum hér að bjóða sömu þjónustu og hefur verið í rúma hálfa öld með viðgerðir og skartgripasölu og ætlum að halda því áfram þó gömlu hjónin séu bara hér í hlutastarfi núna,“ sagði Eggert Hannah. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Lögreglan á staðnum.

Sýningarborðin eru mölbrotin.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

HAFNARGATA 29

VANDAÐAR, FULLBÚNAR ÍBÚÐIR Í MIÐBÆ KEFLAVÍKUR

VERÐ FRÁ 395.000 KR. Á FM.

Tryggðu þér í forsölu sérstaklega glæsilegar íbúðir með bílakjallara.

Nánari upplýsingar hjá fasteignasölum.

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

sími 420 4000 | studlaberg.is


MARKAÐS- fGráebrðæur ! p u a k DAGAR ERU BYRJAÐIR

Við bætum við nýjum vörum daglega.

Tilboðsverð

49%

Járnhillur

180x100x30cm, 5 hillur.

5.000 38910114

Tilboðsverð

Tilboðsverð

Almennt verð: 6.295

Rafhlöðuborvél

Brenniubbur

35.000

200

950g.2T.

Sett. R18DD5, tvær rafhlöður.

20%

7133004297

Almennt verð: 44.995

22%

19% Tilboðsverð Geislahitari

Tilboðsverð

600W hangandi.

6.000 50615006

Almennt verð: 9.995

Áltrappa

42308346

Almennt verð: 394

Tilboðsverð Grillpanna

Viðloðunarfrí grillpanna, 28cm. Ryðfrítt stál..

4.000 41114847

39%

Almennt verð: 6.595

2 þrep.

40%

3.500 50170182

Almennt verð: 4.315

Nýtt Ertu á leið í

framkvæmdir? Framkvæmdaráðgjöf fyrir einstaklinga í samstarfi við Heildstæða hönnun

Gísli Álfgeirsson veitir alhliða ráðgjöf varðandi allt sem þarf að hafa í huga í framkvæmdum, t.d. hvort ný eldhúsinnrétting kalli á frekari breytingar, hvort kalla þurfi til smið, pípara eða rafvirkja, hversu langan tíma framkvæmdin taki eða hver er mögulegur kostnaður. Heildstæð Hönnun er framsækið hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki sem hefur úr að ráða arkitekta og hönnuði til hverslags bygginga.

Engin verk of stór eða lítil Allar nánari upplýsingar og skráning á: www.byko.is/framkvaemdaradgjof

Takk aftur!

SUÐURNES *Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017, 2018 og 2019 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði.

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Komdu og gramsaðu!


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tilkynni grunsamlegar mannaferðir að næturlagi Lögreglustjórinn á Suðurnesjum biður íbúa í Reykjanesbæ að tilkynna til Neyðarlínunnar, í síma 112, eða í gegnum Facebook verði þeir varir við grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Er það vegna aðila sem hefur verið að fara inn í heimahús og bílskúra á svæðinu. „Íbúar eru sérstaklega hvattir til að læsa öllum hurðum, bifreiðum og geymslum. Ef fólk er með eftirlitsmyndavélakerfi við hús sín þá biðjum við ykkur endilega um að renna í gegn um efnið og kanna hvort að eitthvað sé þar að finna sem getur aðstoðað okkur við leitina,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum. Meðfylgjandi eru myndir af aðilanum sem náðust úr öryggismyndavélakerfi.

Langanes vélarvana utan við Sandgerði Netabáturinn Langanes GK 525 varð vélarvana utan við Sandgerði á sunnudag. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var kallað út og tók það Langanes í tog. Haldið var til Njarðvíkur þar sem gert var við bilunina, sem ekki var talin alvarleg. Hafnsögubáturinn Auðunn dró Langanes GK síðasta spölinn en Auðunn og Hannes Þ. Hafsein hjálpuðust svo að við að koma Langanesi GK að bryggju. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar bátarnir komu í höfn um miðjan dag á sunnudag. VF-myndir: Hilmar Bragi

Ánægja í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir ánægju með niðurstöður þjónustukönnunar Gallup sem framkvæmd var í lok árs 2019 og í byrjun árs 2020 á meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins. Suðurnesjabær raðar sér með fremstu sveitarfélögunum og er í meðaltali eða yfir meðaltali í flestum þáttum sem mældir eru.

Þá raðast Suðurnesjabær númer tvö í könnuninni þar sem ánægja með þjónustu grunnskóla er mæld og einnig þegar spurt er hvernig starfsfólk sveitarfélagsins leysir úr erindi eða erindum fólks. Suðurnesjabær raðast númer þrjú, með 4,3 stig af fimm, þar sem spurt er um hversu ánægt eða óánægt fólk er með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna áfram með niðurstöður með það að leiðarljósi að bæta þjónustu Suðurnesjabæjar.

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Benedikt búálf í Frumleikhúsinu Leikfélag Keflavíkur frumsýnir föstudaginn 28. febrúar fjölskylduleikritið Benedikt Búálf í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur sem hefur komið víða við sem leikstjóri og leikkona. Að sögn Ingridar er leikhópurinn frábær. „Þetta er góð blanda af reyndu fólki og nokkrum sem eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviðI, valin manneskja í hverju hlutverki.“ Æfingar hafa staðið yfir frá því eftir áramót en undirbúningur hófst í desember. Sýningin er ákaflega lífleg, flott dansatriði og geggjaðir búningar. Þá má ekki gleyma hljómsveitinni sem spilar stóran þátt í sýningunni. Þegar blaðamaður leit inn á æfingu í vikunni var verið að leggja lokahönd á sviðsmynda- og ljósavinnu sem umgjörð um þessa skemmtilegu sýningu. Þá er gaman að geta þess að Frumleikhúsið hefur heldur betur fengið upplyftingu þar sem búið er að parketleggja

fremri salinn og taka gestasalernin í gegn. Það er óhætt að láta sig hlakka til að mæta í fallegt Frumleikhús með alla fjölskylduna og horfa á enn eina snilldaruppfærslu Leikfélags Keflavíkur. Allar nánari upplýsingar um sýningatíma má finna á Fésbókarsíðu Leikfélags Keflavíkur.

Fermingarkynning

sunnudaginn 1. mars kl. 14 Hólagötu 17

Leiga á húsnæði 100 m2 rými til leigu að Hafnargötu 61, á besta stað við Hafnargötu.

Laust strax Áhugasamir hafið samband við: Þröst Ingvason

sölustjóra Slippfélagsins throstur@slippfelagid.is

Kristján Ásgeirsson kristjan@malning.is


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

5 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lét ferma sig 18 ára Júlíus Viggó Ólafsson stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er jafnframt formaður NFS, nemendafélags skólans. Hann fermdist borgaralega á vegum Siðmenntar á sínum tíma en þegar hann varð átján ára ákvað hann að láta ferma sig hjá kirkjunni. Okkur lék forvitni á að vita hvers vegna og hér kemur svarið frá Júlíusi Viggó. Trúði ekki á neitt

„Þegar ég var ungur fékk ég mikinn áhuga á raunvísindum, stjarnfræði, þróunarkenningunni og svo framvegis. Þegar ég var kominn á fermingaraldur var ég kominn á þann stað að ég trúði ekki á neitt nema ef það væri til veraldleg sönnun fyrir því. Þetta leiddi til þess að ég fór að efast um Bíblíuna, sem var mikið átakamál fyrir mig vegna þess að uppeldi mitt var mjög gott og kristilegt. Á endanum var ég staðfastur á því að Guð væri ekki til og að það væri ekkert raunverulegt sem væri ekki veraldlegt. Þess vegna ákvað ég að ferma mig borgaralega.“

Hamingjusamari í dag

Júlíus segir að svona hafi trú hans verið í nokkur ár eða þar til að hann var orðinn sautján ára. „Ég var farinn að finna fyrir örlitlu tómi, eins og getur oft gerst þegar lífið virðist í stóru myndinni tilgangslaust vegna fjarveru æðri máttar. Ég byrjaði í kirkjukór Útskála- og Hvalsnessóknar með móður minni, þó svo að ég væri ennþá trúlaus. Þar kynntist ég bræðrasamfélaginu og kóræfingarnar fóru að vera mjög mikilvægur hluti af vikunni minni, þar sem ég náði að gíra mig niður, taka þátt í litlu og nánu samfélagi og gefa eitthvað af mér. Ég lærði hversu mikilvægur til-

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

gangurinn og heilbrigt kristilegt líferni er fyrir vellíðan manns. Hversu mikilvægt það er að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu í kringum sig á sama tíma

og það ber ákveðna ábyrgð gagnvart mér. Hvað söfnuðurinn er mikilvæg samfélagsstoð. Það rann upp fyrir mér að ég var hamingjusamari einstaklingur þegar ég fylgdi kristnum gildum og kristilegu siðferði og var ekki miðja alheimsins. Ég hef ekki misst áhuga minn á vísindum eða kastað trú minni

á þau á glæ, heldur hef ég fattað að maður þarf ekki að velja annað hvort. Þess vegna ákvað ég að láta ferma mig á átján ára afmælisdegi mínum og hef verið að rækta trú mína núna í meira en ár. Það er ekki alltaf auðvelt en það skilar sér hamingjusamara og betra lífi til lengri tíma.“

a n i f ö j g r a g n i m r e F

færðu hjá okkur

% 3S0 LÁTTUR

AF

M AF ÖLLU ORLD W M A E R D RÚMUM

TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •

BÚSTOÐ EHF


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðmundur Már Kristinsson:

Þótti best að fá sem mestan pening „Ég man að á fermingardaginn var maður spennt1ur og smá kvíðinn. Aðalmálið var að klikka ekki á trúarjátningunni og ritningargreininni sinni við athöfnina í kirkjunni. Ég valdi mér ritningargreinina; „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Ég þuldi hana yfir í huganum örugglega milljón sinnum, klikkaði samt oft á, gjöri yður og fipaðist eitthvað í trúarjátningunni í kirkjunni og man að ég svitnaði í lófunum af stressi en maður lifði þetta af. Það var mikill léttir þegar athöfninni var lokið.“

Hagaði mér vel því presturinn var frændi minn

„Fermingarfræðslan var bara skemmtileg. Séra Ólafur Oddur heitinn hafði nýtekið við sem prestur í Keflavík og við vorum fyrstu fermingarbörnin hans árið 1976. Auðvitað þurftum við að læra ýmislegt utanbókar en hann lagði mikið upp úr samtali og hann var að reyna að fá okkur til að tjá okkur um trúna og guð í daglegu lífi. Ég man bara að ég vandaði mig sérstaklega vel að haga mér vel í fermingarfræðslunni þar sem séra Ólafur Oddur var frændi minn. Ég þurfti að hafa smá fyrir því að vera ekki með stæla og framíköll eins og vanalega í skólanum.“

Veislan haldin á Víkinni fyrir ofan Dropann

Guðmundur segir að ekki hafi verið hægt að halda veisluna heima eins og venjan var á þeim tíma, því sex manna fjölskyldan bjó í bílskúrnum í nýja ein-

býlishúsinu á Miðgarði 11 í Keflavík. „Það tók nokkur ár að innrétta og flytja inn í húsið. Fermingarveislan var því haldin í veislusal uppi á Víkinni að Hafnargötu 80, í sama húsi og Dropinn málningavöruverslun, sem fjölskylda mín rak. Mamma sá að mestu leyti um veisluborðið, sem var drekkhlaðið af heimalöguðum kræsingum. Það voru brauðtertur, alvöru hnallþórurjómatertur, marengs„gúmmelaði“-tertur, pönnukökur og uppáhaldið mitt, flatkökur með hangikjöti, og ýmislegt annað góðgæti. Það varð að vera nóg til því pabbi átti þrettán systkini sem var allt mikið tertufólk og mamma átti fjögur systkini, þannig að nánasta fjölskyldan taldi um 50–60 manns. Mig minnir að það hafi verið á milli 80 og 100 manns í veislunni.“

Afgangar úr frysti notaðir í aðra veislu

„Ég læt hér aukasögu fylgja með sem Bagga frænka sagði mér þegar ég hringdi í hana til að fá upplýsingar um fermingarveisluna mína. Nú hefði ég þurft á mömmu heitinni að halda til að fá upplýsingar. Þannig var að Bagga móðursystir átti fertugsafmæli í maí 1976. Mamma hringdi í Böggu og spurði hana hvað hún ætlaði að gera á afmælisdaginn. Bagga hafði ekki hugsað sér að gera neitt því þau voru nýflutt inn í nýtt hús við Grænagarð og voru að koma sér fyrir. Mamma tók það ekki í mál og það var slegin upp 20–30 manna fertugsafmælisveisla í Grænagarðinum með með öllum afgöngunum úr fermingarveislunni minni, sem mamma var með í frysti!“

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,

SVERRIR ÖRN OLSEN Bósi

lést á heimili sínu á Spáni sunnudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þiðjudaginn 3. mars kl. 13. Sverrir H. Sverrisson Unnur Svava Sverrisdóttir Jóhannes S. Harðarson barnabörn, systkini og fjölskyldur.

Bryndís Knútsdóttir:

Vaknaði með rúllur í hárinu „Ég fermdist þann 24. apríl árið 1977 í Útskálakirkju í Garði. Í minningunni var fermingardagurinn yndislegur dagur. Ég vaknaði að morgni fermingardagsins með rúllur í hárinu sem Þóra hárgreiðslukona hafði sett í mig deginum áður. Fermingardagurinn byrjaði á því að fara til Þóru í fermingargreiðslu. Þegar ég var búin í greiðslu var haldið í Útskálahúsið, þar sem við fermingarbörnin vorum klædd í kyrtlana yfir fínu fermingarfötin áður en við héldum í Útskálakirkju þar sem athöfnin fór fram. Fyrir ferminguna höfðum við farið í fermingarfræðslu þar sem við lærðum meðal annars trúarjátninguna og um tilgang fermingarinnar.“

Svört kúrekastígvél með fimm sentimetra hæl

Guðmundur man vel eftir fermingarfötunum. „Ég og mamma fórum í Faco á Laugavegi og keyptum á mig dökkbrún flauelsjakkaföt með vesti, einnig var keypt kremuð skyrta og risa stór, brún sléttflauelsslaufa. Til að toppa dressið valdi ég mér svört kúrekastígvél með fimm sentimetra hæl, ekki að ég þurfti á hæðinni að halda því ég var þegar orðinn 178 sm., þannig að í kirkjunni gnæfði maður yfir flest fermingarsystkinin. Mamma hefur væntanlega rekið mig af stað í klippingu. Miðað við fermingarmyndina þá var lubba tískan inni hjá mér. Mig minnir samt að ég hafi farið í lítilsháttar hársnyrtingu hjá henni Aldísi frænku en hún klippti mig oftast á þessum árum.“

Altarisgangan ekki á fermingardeginum

Bryndís fermdist í gráum flauelsskokk yfir bleikan rúllukragabol og var í karrýgulum kúrekastígvélum. Fermingarmyndatakan fór fram hjá Heimi á Ljósmyndastofu Suðurnesja í Keflavík. „Við vorum fjórtán sem fermdumst þennan dag, fjórar stelpur og tíu strákar. Presturinn sem að fermdi okkur hét séra Guðmundur Guðmundsson. Ólíkt því sem tíðkast í dag þá fór altarisgangan og fermingin sjálf ekki fram sama dag heldur var gengið til altaris að kvöldi tveimur dögum eftir ferminguna.“

Fullkomin kökuveisla að hætti mömmu minnar

„Að athöfn lokinni fór fjölskyldan saman heim þar sem ættingjar og vinir fögnuðu með þeim. „Foreldrar mínir höfðu undirbúið daginn fyrir mig með fullkominni kökuveislu sem mamma sá um, eins og henni einni var lagið. Eftir veisluna settumst við niður saman fjölskyldan þar sem ég opnaði gjafirnar og las fermingarskeytin. Ég fékk margar fallegar gjafir, til dæmis gull- og silfurhringa sem ég á enn og nota, hálsmen, gullúr sem ég fékk frá mömmu og pabba, ríkisskuldabréf og skatthol. Skattholið fékk ég frá ömmu

Ein besta gjöf sem ég hef fengið

Eins og í dag þá þótti best að fá sem mestan pening í fermingargjöf. „Ég hafði heyrt að krakkar hafi verið að fá allt upp í 50 þúsund krónur, sem var gríðarlega mikill peningur en þetta var gamla krónan. Ég var búinn að reikna með að vera í efri kantinum í peningainnkomu þar sem mamma og pabbi áttu svo mörg systkini. Ég verð að viðurkenna að á fermingardaginn var ég frekar svekktur að sjá alla pakkana en minna af umslögum. Til dæmis var ég ekkert sérstaklega ánægður þegar ég sá einn stóran pakka sem var sameiginleg gjöf frá öllum systkinum pabba, þrettán talsins plús makar og börn. Í pakkanum var tveggja manna göngutjald, bakpoki og dúnsvefnpoki. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna að ég áttaði mig á því hversu dýrmæt þessi gjöf var og hefur hún verið mikið notuð í gegnum árin. Ég er ennþá að nota þessa hluti í dag, 44 árum seinna. Ein besta gjöf sem ég hef fengið, ég bara vissi það ekki á fermingardaginn.“

Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma

HALLDÓRA GRÉTARSDÓTTIR er látin. Útför fer fram í Keflavíkurkirkju þann 5. mars klukkan 13. Sveinbjörg Júlía Símonardóttir Jóhann Long Jóhannsson Jón Þór Elfarsson Sólveig Óskarsdóttir Sigurbergur Elisson Íris Ósk Guðlaugsdóttir Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir Óli Laursen barnabörn

Aðalfundur

Félags eldri borgara á Suðurnesjum fer fram föstudaginn 6. mars á Nesvöllum kl 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði félagsins.

KO M D U V I Ð H JÁ O K K UR OG K ÍK T U Á ÚRVA LIÐ A F FE R M I N GA RVÖ RUM FRÁ RE YK JAV ÍK LE T T E RPRE SS. Servíettu r í t veimu r stærðu m, ko r t f yr ir p e ning a se ðilinn og að rar gjafi r og he ng imiða r á p a kka nn.

Hólagötu 15 � Reykjanesbæ


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvers vegna ertu að fermast? Guðbjört Líf Karlsdóttir, Garði:

Gunnar Freyr Þórðarson, Sandgerði:

Amma kynnti Jesú fyrir mér

og afa í Garðhúsum en það þótti vinsælt í þá daga að fá skatthol í fermingargjöf. Fermingardagurinn endaði svo á því að við fermingarsystkinin hittumst um kvöldið. Þetta var eftirminnilegur og skemmtilegur dagur.“

„Allt líf mitt hef ég trúað á Guð og hef alltaf verið í kirkjunni með ömmu. Ég byrjaði að syngja í kirkjukór með systur minni og leið vel með það. Ég bið og hugsa um trú. Mér finnst Guð vernda mig, hjarta mitt og huga minn að ég hugsi fallega. Amma mín er sú sem kynnti Jesú fyrir mér. Alltaf þegar ég gisti hjá henni þá bað hún með mér og fór með bænir með mér. Nú er ég hrikalega spennt að fara að fermast bráðum. Það er mjög skemmtilegt að vera hjá séra Sigurði. Það er gaman að syngja hjá honum og læra það sem hann er að kenna og segja okkur um Jesú. Ég held veislu fyrir fjölskyldu og vini og það verður örugglega matur því mér líkar ekki að borða kökur. Ég verð í kjól í kirkjunni með bleikum blómum, kjól sem mamma mín fermdist í og langamma mín saumaði. Í veislunni verð ég í nýjum jakkafötum úr vínrauðu flaueli. Mamma ætlar að laga hárið mitt en mig langar að hafa það léttkrullað með litlum, bleikum blómum. Svo langar mig að setja á mig gervineglur, mig langar að prófa það en ég fer ekki í ljós eða neitt svoleiðis. Ég hlakka voða mikið til. Nú er fullt að læra en mér finnst spennandi að læra um Jesú og finn oft að hann er með mér.“

Jesús kennir okkur að koma vel fram við fólk

„Ég er að fermast út af því að ég er að staðfesta skírnina mína. Ég hef lært fullt um Guð og Jesú í fermingarfræðslunni. Jesús var mjög góður maður sem gerði mikið af kraftaverkum. Hann kenndi okkur að koma vel fram við fólk. Stundum tala ég við hann inni í mér og bið um hjálp. Lífið væri tómlegra án hans. Það er búið að vera mjög gaman hér í kirkjunni í vetur. Ég hef einnig verið í unglingastarfinu og mætt í messu. Að sjá það góða í fólki og í okkur sjálfum finnst mér vera partur af því að

Sigurbjörn Gabríel Jónsson, Grindavík:

Hátíðlegt að fermast í kirkju „Ég trúi og vill ganga í lið Guðs og í leiðinni er ég að staðfesta skírnina á fermingardaginn minn. Seinasta sumar byrjaði ég að hugsa um það að fermast því krakkarnir í bekknum voru að tala um þetta. Svo ræddi ég málin við mömmu og pabba og þau sögðu mér frá því hvað gerist þegar við fermumst. Við ákváðum að ég myndi láta ferma mig því mig langaði til þess. Mér finnst hátíðlegra að fermast í kirkju í heimabæ mínum með öllum bekkjarfélögum mínum. Ég er alveg búinn að læra um Jesú í vetur og hvernig manneskja hann var og hvernig hann kom fram við fólk. Svo lærum við utanbókar Trúarjátninguna og fleira en ég kunni Faðir vorið, foreldrar mínir fóru alltaf með það með mér áður en ég fór að sofa þegar ég var lítill. Við eigum að læra bænir og vers

einnig að fermast en við erum mjög góðir vinir. Ég var að hugsa að mig langar að hafa mini hamborgara frá Hamborgarafabrikkunni og kannski verða kökur líka. Foreldrar okkar eru farnir að ræða saman um veisluna, um skreytingar og fleira, og eru að spyrja okkur hvaða liti við viljum hafa í veislunni. Á fermingardaginn ætla ég að vera í dökkbláum jakkafötum með þverslaufu og í leðurskóm og fer örugglega í klippingu en ekkert annað. Ég er alveg mjög spenntur sko fyrir deginum og veislunni.“

Fleiri fermingarviðtöl við fermingarbörn munu birtast í næstu tölublöðum Víkurfrétta

Við erum með fermingargjöfina

Ódýr og góð Swift 1

Öööflug Aspire 5

Nitro 5

• Intel i5-1035G1 Quad 3.6GHz Turbo Gen10

• AMD Ryzen 5 3550H Quad 3.7GHz Turbo

• 8GB DDR4 2400MHz vinnsluminni

• 8GB DDR4 2400MHz vinnsluminni

• 8GB DDR4 2400MHz vinnsluminni

• 256GB SSD M.2 - Enn hraðari ný kynslóð

• 512GB SSD NVMe - Enn hraðari ný kynslóð

• 512GB SSD M.2 - Enn hraðari ný kynslóð

• 14'' FHD IPS Ultra-Narrow 1920x1080

• 15.6'' FHD IPS 1920x1080 skjár

• 15.6'' FHD IPS 120Hz 1920x1080 skjár

• Intel UHD 605 4K Gemini Lake skjákjarni

• Intel UHD Graphics 4K HDR skjákjarni

• Radeon RX 560X 4GB leikjaskjákort

• Baklýst lyklaborð og fingrafaralesari

• AX Wi-Fi 6 og Bluetooth 5.0

• Killer 1.73Gbps Wi-Fi 5 AC MU, BT5.0

• 1.73Gbps Wi-Fi 5 MU, BT5.0, USB-C 3.1

• 720p Crystal Eye HD vefmyndavél

Verð 129.990,-

í fermingarundirbúningnum. Á fermingardaginn fer ég með versið í kirkjunni: „Drottinn er í nánd.“ Veislan verður haldin í Garðinum með frænku minni sem er

Græjaðu þig upp hjá okkur

Leikjavélin

• Intel Quad Pentium N5000 2.7GHz

Verð 99.990,-

vera kristin. Siggi prestur er æðislegur, alltaf mikið stuð hjá honum, hann er með góðan húmor. Svo fannst mér mjög gaman í haust þegar við fórum í Vatnaskóg. Ég hlakka til að fermast, er búinn að bíða lengi eftir þessu. Eldri vinir mínir hafa sagt mér hvað þetta sé geggjaður dagur. Við ætlum að vera með hundrað manna veislu í Samkomuhúsinu í Sandgerði þar sem við bjóðum fjölskyldu og vinum. Það verða litlar pítsur og smáréttir. Við ætlum að hafa svart/hvítt þema í veislunni. Ég vil ekki vera í jakkafötum heldur ætla ég að vera í hvítri skyrtu, kannski með slaufu og svörtum fínum gallabuxum. Svo verð ég í hvítum strigaskóm. Ég er að safna hári fyrir klippinguna því ég er með hugmynd um hvernig hárið mitt á að vera. Ég er rosa spenntur.“

Verð 149.990,-

422 2200


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ERUM TILBÚIN Í GOS

– mikið mæðir á Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast síðustu mánuði. Tíminn frá því um miðjan desember á síðasta ári og til dagsins í dag hefur verið fordæmalaus hjá viðbragðs­ aðilum um allt land. Hér á Suðurnesjum hafa menn ekki farið varhluta af ástandinu. Hér hafa óveðurslægðir valdið talsverðum vanda, ófærð hefur sett samgöngur úr skorðum og áfram má telja. Stórt verkefni sem Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur verið að takast á við síðustu vikur er óvissustig Almannavarna sem lýst var yfir vegna landriss við fjallið Þorbjörn í janúar. Óvissustigið er ennþá í gildi þó svo dregið hafi úr landrisi og skjálftavirkni.

Stórt bakland

„Það eru búnir að fara nokkrir klukkutímar í þetta. Við höfum tekið þátt í þessu verkefni frá fyrsta degi og eigum stóran þátt í þeirri vinnu sem unnin hefur verið í rýmingaráætlun fyrir Grindavík ásamt öðrum viðbragðsaðilum,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, í samtali við Víkurfréttir. Bogi segir að það bakland sem björgunarsveitin hafi sé stórt. „Við erum mjög góðir í að vinna svona mál, skipulag og annað. Við erum að stýra stórum leitaraðgerðum og öðru með okkar fólki. Við erum með verkfærin til að bóka, skrá og setja upp verkefni.“ Otti Rafn Sigmarsson er félagi í Björgunarsveitinni Þorbirni og jafnframt varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir

Eins og staðan er í dag fer verkefnum í kringum þetta fækkandi og við virðumst komin fyrir vind í áætlanagerð. Svo er bara vonandi að ekkert fari að gerast,“ segir Otti Rafn í samtali við blaðamann.

Einn hrærigrautur af verkefnum

- Hvernig er þetta ástand sem verið hefur síðustu tvo mánuði að leggjast í mannskapinn? Fjöldi verkefna hjá björgunarsveitum er eiginlega fordæmalaus. Bogi: „Við höfum verið með jarðskjálfta og ýmiskonar útköll. Við höfum farið í verkefni tengd óveðri og snjó. Þá höfum við tekið að okkur lokanir og það má segja að þetta hafi verið einn hrærigrautur af verkefnum síðustu vikur. Þetta er orðið nokkuð samfleytt frá því um miðjan desember þegar við

„Þegar þetta kemur upp, að tilkynnt er um óvissuástand vegna landriss og það koma jarðskjálftar í kjölfarið, þá upplifir fólk það þannig að þetta sé að fara að gerast á næstu dögum. Þetta stuðaði marga,“ segir Otti Rafn. björgunarsveitarfólk í Grindavík hafa tekið ástandinu með ró en á sama tíma setið fjölmarga fundi og átt þátt í skipulagningu, rýmingaráætlunum og alls konar viðbragðáætlunum. „Við höfum verið að aðstoða sveitarfélagið, mætt á æfingar hjá stofnunum bæjarins og verið innvinklaðir frá fyrsta degi. Það hefur gengið nokkuð vel. Þetta hefur lítið bitnað á hinum almenna björgunarsveitarmanni en mun meira á stjórnendum. Við höfum hins vegar miðlað upplýsingum til okkar fólks.

„Mannskapurinn verður þreyttur en hann lítur líka á þetta sem ákveðna áskorun. Fólk sem tekur þátt í starfi björgunarsveitarinnar vill hjálpa fólki og það er alveg óháð staðsetningu,“ segir Bogi Adolfsson.

Frá Grindavík. fórum norður í land að aðstoða eftir illviðrið þar.“ - Hvernig er að fá fólk til að starfa undir þessum kringumstæðum? Er það ekki orðinn þreytt eftir langvarandi verkefni? Bogi: „Jú, mannskapurinn verður þreyttur en hann lítur líka á þetta sem ákveðna áskorun. Fólk sem tekur þátt í starfi björgunarsveitarinnar vill hjálpa fólki og það er alveg óháð staðsetningu. Ef menn geta þá fara þeir í þessi verkefni með stuðningi vinnuveitanda sem leyfir þeim að fara. Fólkið í sveitinni og atvinnurekendur vinna saman að því að við fáum að fara þegar við þurfum. Þetta ástand síðustu vikna reynir á en við erum í þessu sem okkar áhugamáli og horfum á verkefnin sem áskorun. Við fáum út úr þessu mjög vant og reynslumikið fólk sem hefur verið að vinna í fjölbreyttum aðstæðum.“

Fólk upplifir að þetta sé að fara að gerast

Viðskiptastjóri í Innkaupadeild VIÐHALDSSVIÐ ICELANDAIR

Viltu nýjar áskoranir? Hefur þú góða samskiptahæfileika? Hefur þú áhuga á því að starfa í krefjandi og skemmtilegu vinnuumhverfi? Ef svo er þá gætum við verið með viðskiptastjórastöðu fyrir þig Starfssvið: | Umsjón með viðgerðarferli varahluta | Rekstur á viðgerðarsamningum | Samskipti við innlenda og erlenda viðgerðaraðila | Upplýsingagjöf og stuðningur við aðrar deildir á Viðhaldssviði | Kostnaðargreining á varahlutaviðgerðum og úrbætur á viðgerðarferli | Samskipti við flutningaraðila

Hæfniskröfur: | Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða flugvirkjamenntun | Góð tölvukunnátta (Microsoft Office) | Þekking á Maintenix er kostur | Góð enskukunnátta | Reynsla af samningagerð og þekking úr flugiðnaði er kostur | Vönduð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar | Mikilvægt er að geta unnið vel í hóp | Frumkvæði og dugnaður

Nánari upplýsingar veita: Sveina Berglind Jónsdóttir – sveinaj@icelandair.is Eiríkur Smári Vilhjálmsson – eirikurv@icelandair.is Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út á heimasíðu Icelandair, www.icelandair.is/umsokn, eigi síðar en 9. mars nk.

- Hvernig er óvissuástandið hér í Grindavík að leggjast í mannskapinn ykkar? Eru þið farin að hugsa það að eitthvað alvarlegra geti gerst? Otti: „Já, það er bara þannig. Þegar þetta kemur upp, að tilkynnt er um óvissuástand vegna landriss og það koma jarðskjálftar í kjölfarið, þá upplifir fólk það þannig að þetta sé að fara að gerast á næstu dögum. Þetta stuðaði marga en við höfum verið dugleg að deila upplýsingum á milli okkar. Við erum búin að taka fund um málið, hvernig fólk ætlar fyrst að sækja börnin sín og koma fjölskyldu sinni í burtu áður en þeir koma og vinna fyrir björgunarsveitina, eða hvort menn telji sig ekki geta starfað með björgunarsveitinni ef upp kæmi eldgos. Við erum búin að gera könnun á því hvaða mannskap við höfum ef til þess kemur. Við erum búin að hugsa þetta bæði djúpt og langt. Vinnan heldur áfram og auðvitað breytast hagir hjá fólki. Við erum tilbúin í verkefnið er til þess kemur en það er langur vegur í að við séum fullkomlega undirbúin að takast á við verkefni eins og eldgos.“ - Síðustu dagar hafa verið sérstaklega annasamir. Við fengum rauða óveðurslægð og þegar hún var nýafstaðin þá voru allar björgunarsveitir

„Eins og staðan er í dag fer verkefnum í kringum þetta fækkandi og við virðumst komnir fyrir vind í áætlanagerð. Svo er bara vonandi að ekkert fari að gerast,“ segir Otti Rafn.


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR veðurhamnum að athafna okkur ekki á ákveðnum stöðum, við treystum okkur ekki til þess og okkur fannst öryggi okkar ógnað. Það var betra að vara fólk í nágrenninu við að það gæti verið eitthvað að fjúka og halda sig frá gluggum og bara að leyfa veðrinu að ganga niður, slíkt var brjálæðið. Ofan á allt þetta bættust svo sjávarflóð og ýmis önnur verkefni. Við vorum svo rétt búinað ná andanum og ganga frá eftir óveðurslægðina þegar það kom útkall á Faxaflóa þar sem sjómaður var í vanda á bát sínum utan við Voga. Sem betur fer fór það allt saman vel. Okkar menn töldu sig aldrei vera í hættu en voru að bjarga manni í stórhættu.“

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Björgunarveitin Þorbjörn í Grindavík verður 90 ára í nóvember á þessu ári. Tímamótanna verður fagnað allt árið en viðburðir eiga að vera hjá sveitinni allt þetta ár. Það hefur hins vegar farið minna fyrir afmælisviðburðum tvo fyrstu mánuði ársins vegna anna við útköll og önnur verkefni. Þeir Bogi og Otti vonast hins vegar til að það taki að rofa til, enda síðustu mánuðir fordæmalausir.

Margir vilja starfa með björgunarsveitunum

á Suðurnesjum kallaðar út vegna sjómanns í vanda á Faxaflóa. Otti: „Við vorum af einhverju leiti undirbúnir fyrir þessa óveðurslægð en áttum þó ekki von á því að hvellurinn væri svona svakalega mikill á stuttum tíma. Auðvitað hafði þessu verið spáð en maður er ekki alltaf viðbúinn svona veðurham, þó svo maður sé kominn í hús í gallanum. Hér voru þök að fjúka, rúður að brotna og alls konar aðstæður. Við lentum í því í fyrsta skipti núna í

Að loknu útkalli á Faxaflóa Faxaflóa á dögunum.

SJÁLFBOÐALIÐAR

- Hvernig er með nýliðun í björgunarveitunum við þessar aðstæður? Er aukin ásókn í björgunarsveitarstarfið? Bogi: „Já, fólk hefur verið að spyrjast fyrir um þetta og koma og skoða, fá að þreyfa á þessu. Þetta er ekki fyrir alla að standa í fremstu víglínu en ég hef alltaf sagt að í björgunarsveitinni eru verkefni fyrir alla. Það eru fjölbreytt verkefni, mikil tölvuvinna. Þá eru margvísleg verkefni við bæði undirbúning og frágang. Stuðningur fyrir félagsmenn þegar þeir koma úr útköllum, að það sé klárt kaffi skiptir ekki minna máli. Það er gríðarlega mikilvægt þegar maður kemur til baka úr útkalli í björgunarsveitarhúsið og það er búið að hugsa aðeins fyrir mann.“

Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurnesjum Rauði krossinn á Suðurnesjum óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa í Viðbragðshóp Rauða krossins í sálrænum stuðningi á svæðinu. Einnig er þörf á að bæta í hóp fjöldahjálpastjóra, óskað er eftir sjálfboðaliðum sem búsettir eru á svæðinu. Sjálfboðaliðar veita þolendum húsbruna, hópslysa, flugslysa og annarra alvarlegra atburða sálrænan stuðning. Allir sjálfboðaliðar fá þjálfun í sálrænum stuðning, neyðarviðbrögðum og skyndihjálp hjá Rauða krossinum áður en þeir hefja störf í hópnum. Hópurinn er mannaður sjálfboðaliðum með fjölbreyttan bakgrunn þ.m.t. sérfræðingum í áfallahjálp, stjórnendum, tæknifólki, félagsráðgjöfum, kennurum o.fl. Aldurstakmark er 23 ár. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um með því að senda ferilskrá sína og ástæðu fyrir áhuga til: elfal@redcross.is (Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins) merkt: Umsókn um þátttöku í viðbragðshópi í sálrænum stuðning á Suðurnesjum. Farið verður yfir umsóknir og þeir sem koma til greina verða boðaðir í viðtal fljótlega eftir að umsóknafresti lýkur. Námskeið verða haldin í framhaldi fyrir sjálfboðaliða. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Frá útkalli á Faxaflóa í síðustu viku.

FUNDARBOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Deildir

Dagsetning

Dagur

Tími

Staður

1. deild 5. mars 2020 Keflavík norðan Aðalgötu

Fimmtudagur

Kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

2. deild 5. mars 2020 Keflavík sunnan Aðalgötu

Fimmtudagur

Kl.17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

3. deild Njarðvík-Hafnir-Vogar

5. mars 2020

Fimmtudagur

Kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

4. deild Grindavík

2. mars 2020

Mánudagur

Kl. 17:00

Sjómannastofan Vör

5. deild Sandgerði

3. mars 2020

Þriðjudagur

Kl. 18:30

Efra Sandgerði

6. deild Garði

3. mars 2020

Þriðjudagur

Kl. 17:00

Réttarholtsvegi, 13 Garði

Miðvikudagur

Kl. 17:00

Nettó – Miðvangi 41, Hafnarfirði

8. deild 4. mars 2020 Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Fjársvelt Suðurnes Lengi höfum við séð fréttir af fjársveltum Suðurnesjum. Heimamenn hafa jafn lengi velt fyrir sér af hverju Suðurnesin séu frábrugðin öðrum landsvæðum þegar kemur að stuðningi, fjárlögum og hreinlega áhuga ríkisstjórnar. Ein af þeim stofnunum sem hafa orðið hvað mest fyrir barðinu á fjársveltinu er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Bæjarstjórn Reykjanesbæjar, ásamt hinum bæjarstjórnunum og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, hefur ítrekað bent á umræddan mismun og sýnt fram á hann með rökstuðningi. Við höfum hitt ráðherra, þingmenn og í raun alla þá sem hafa viljað hlusta á okkur. Afleiðingarnar: Fjárframlög 2020 sýna hækkun til heilsugæslusviðs HSS um 10,4% milli ára. En hvað þýðir þetta? Framlög til hvers íbúa Suðurnesja sem tengd eru heilsugæslu eru þau lægstu á landinu eða 71 þúsund á hvern íbúa. Íbúar á Norðurlandi fá næstlægstu framlögin sem eru 102 þúsund á hvern íbúa. Suðurnesjamenn fá því árið 2020, þrátt fyrir 10,4% hækkun milli ára, ennþá langlægstu framlögin til heilsugæslu á landinu eða 31 þúsund lægra en næsta stofnun. Ríkisstjórnin er kannski eitthvað að taka við sér en þrátt fyrir þessa hækkun erum við ennþá að fá langminnst jafnvel þó að Lýðheilsuvísar Landlæknis sýni að íbúarnir okkar þurfi mun meiri og ítarlegri þjónustu. Suðurnesjamönnum hefur fjölgað um 30,8% frá árinu 2013. Þetta eru 6.524 íbúar á sex árum sem er fjölgun um næstum því um eina Vestfirði (7.084 íbúar). Staðan í dag er sú að 2.000 Suðurnesjamenn hafa þegar skráð sig á aðra heilsugæslustöð en á HSS. Það

sem þetta mun þýða er að tekjur sem hefðu komið til HSS tengt þessum aðilum fara til nýju heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið okkar hefur hreinlega gefist upp og leitað annað. Af hverju? Er það vegna þess að HSS þarf hærri fjárlög til að fjölga læknum sem vinna í dagvinnu? Það er svakalegt verkefni að sinna 50–100 manns á hverri vakt í loftlausri biðstofu og greinilegt er að íbúunum okkar finnst það ekki vera gæðarík þjónusta. Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum við stofnunina og borga þeim betur en HSS borgar lægstu laun hjúkrunarfræðinga á landinu. Þrátt fyrir alla þessa fjölgun íbúa hefur mönnun hjúkrunarfræðinga í dagvinnu á bráðamóttöku ekki aukist undanfarin sextán ár. Bætt hefur verið við einum sjúkraliða sem ber að fagna en aukningin er allt of lítil miðað við gífurlega aukningu í þjónustuþörf. Hvar liggur ábyrgðin gagnvart heilbrigðisstofnunum sveitarfélaga? Hvað getum við gert meira til þess að á okkur sé hlustað og að við fáum það sem okkur ber miðað við íbúafjölda? Eigum við að gefast upp og skrá okkur öll á höfuðborgarsvæðið? Er vísvitandi verið að svelta HSS til þess að hægt sé að loka stofnuninni? Það þarf að ráðast í meiriháttar aðgerðir strax. Ef ekki þá veslast HSS upp og deyr og við förum öll saman, 27.000 manns, að leita okkur eðlilegrar heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur. Á holóttri Reykjanesbrautinni ...

fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

Þorrablót Njarðvíkur Þorrablót Ungmennafélags Njarðvíkur fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík á nýliðnum þorra. Blótið þótti takast vel og þar var mikil skemmtun með dagskrá á njarðvíska vísu. Um 300 ljósmyndir frá þorrablótinu er að finna á vf.is en hér er örlítið sýnishorn frá kvöldinu.

Guðný Birna Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrverandi starfsmaður HSS.

Göngu- og hjólastígar í Reykjanesbæ Göngu- og hjólastígar bæjarins eru afar mikilvægir til að efla lýðheilsu allra íbúa og eru einnig vistvænn samgöngumáti. Sumir skokka, aðrir ganga og hjóla og öll fjölskyldan getur notað stígana á mismunandi hátt. Fram kom í Lýðheilsuvísum árið 2019 frá Embætti Landlæknis að virkur ferðamáti til og frá vinnu eða skóla hjá fullorðnum væri marktækt minni hér á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu. Ég lagði fram tillögu í Lýðheilsuráði að fram færi úttekt á hvernig göngu- og hjólastígar bæjarins væru í samanburði við þau sveitarfélög sem eru fremst á þessu sviði. Lagt verði mat á núverandi stíga og athugað hvernig notkun þeirra er allan ársins hring. Er ástand og breidd viðunandi á aðalstígum? Er næg lýsing og eru stígarnir þjónustaðir allan ársins hring með mokstri og söndum? Í framhaldi af úttektinni mætti leita samráðs við önnur

sveitafélög á Suðurnesjum um að tengja saman göngu- og hjólastíga á milli bæjarfélaga og þannig efla heilsu allra íbúa á Suðurnesjum. Almenn hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna og gönguferðir í um 30 mínútur á dag eflir heilsu allra og stuðlar að sterkara hjarta og æðakerfi, hefur góð áhrif á blóðþrýsting og lækkar kólesterólið. Að ganga meðfram strandlengjunni í góðu veðri er frábær leið til að stuðla að góðri heilsu en sá stígur sem hefst við Skessuhelli og nær alveg upp á Stapa er um ellefu kílómetra langur og er virkilega falleg leið að ganga. Einnig eru göngu- og hjólastígar inni í miðjum bænum en þarfnast betri tenginga við hverfin okkar svo allir komist auðveldlega sinnar leiðar. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

29. febrúar kl. 12–16:00 Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi Allir velkomnir!


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FS-INGUR VIKUNNAR:

VINSTRI GRÆN Hádegisverðarfundur með forsætisráðherra og þingmönnum VG Á föstudeginum 28. febrúar kl. 12.00 munum við halda opinn fund í Keflavík með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanni VG, ásamt þingmönnum VG. Boðið verður upp á súpu, líflegar umræður um stjórnmálin og allt það sem á fundargestum brennur.

Velkomin öll á Hótel Keflavík Vatnsnesvegi 12-14, 230 Keflavík

Vill fá almennilegan mat í mötuneytið

UMSJÓNARMAÐUR MÓTTÖKUSTÖÐVAR Í GRINDAVÍK

Kalka sorpeyðingarstöð sf. auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns móttökustöðvar fyrirtækisins í Grindavík. Um hlutastarf er að ræða en móttökustöðin er opin kl. 17 til 19 á virkum dögum og kl. 12 til 17 á laugardögum. Til greina kemur að ráða í fullt starf með vinnuframlagi í Helguvík og Vogum til viðbótar við starfið í Grindavík. Starfið er fólgið í móttöku og upplýsingagjöf til viðskiptavina, að annast gjaldtöku og hafa eftirlit með gámasvæðinu. Mikilvægt er að starfsmaðurinn hafi gott vald á íslensku.

– og honum finnst einnig vanta rúllustiga í FS en áhugamálin eru klifur og íþróttir. FS-ingur vikunnar er Jóakim Ragnar Óskarsson er 17 ára Grindvíkingur. Hvað heitirðu fullu nafni?

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Á hvaða braut ertu?

Hver er helsti gallinn þinn?

Hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Hver er helsti kosturinn þinn?

Hver er helsti kostur FS?

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Facebook, Snapchat og

Jóakim Ragnar Óskarsson. Ég hef enga hugmynd. Grindavík, sautján ára.

Enginn, það er enginn kostur.

Hver eru áhugamálin þín? Klifur og íþróttir.

Hvað hræðistu mest? Dauða.

Áhugasömum er bent á að sækja umsóknareyðublað á heimasíðu Kölku, www.kalka.is, og senda útfyllta umsókn til Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á kalka@kalka.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars.

Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is

Hvaða FS-ingur er líklegastur til að verða frægur og hvers vegna? Magnús Engill, NBA.

Hver er fyndnastur í skólanum? Jón Grímsson.

Hvað sástu síðast í bíó? Bad boys for life.

Almennilegan mat.

Ég er mjög hlutlaus. Að vera hlutlaus.

Google Chrome.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja rúllustiga. Hvaða eiginleika finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ágætt. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Lögregla.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Ekkert.

Uppáhalds... ...kennari: Anna Taylor. ...skólafag: Íþróttir. ...sjónvarpsþættir: Friends. ...kvikmynd: Bad boys for life. ...hljómsveit: Imagine dragons. ...leikari: Will Smith.


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Góð veiði í dragnót á Hafnaleir

Við plöntum fræjum allt lífið Þegar börnin eru orðin stór og maður fær meiri tíma fyrir sjálfan sig er mikilvægt að dusta rykið af gömlum draumum, láta vaða og skemmta sér vel í leiðinni. Undirrituð, ráðsett, miðaldra frú tók meðvitaða ákvörðun um einmitt þetta fyrir nokkrum árum. Um þessar mundir er einn af draumunum að rætast.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Síðasti pistill endaði á smá texta um bátinn Langanes GK sem Hólmgrímur á og gerir út. Báturinn hóf veiðar í síðustu viku og byrjaði mjög vel. Fyrsti róður um 20,5 tonn en í þeim næsta varð smá vélarbilun í bátnum þegar að fæðidæla fyrir aðalvélina bilaði og fór björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði út á móts við Langanes GK, tók bátinn í tog og dró til Njarðvíkur. Frekar vont veður var og nokkuð þungur sjór en drátturinn gekk vel og strax við komuna til Njarðvíkur var skipt um dæluna. Annars heilt yfir þá hefur verið mjög góð veiði hjá bátunum og flestallir línubátarnir, í það minnsta þeir minni, eru komnir á veiðar við Grindavík en stóru línubátarnir eru út af Sandgerði, frekar djúpt úti. Sturla GK er kominn með 404 tonn í fjórum róðrum og mest 125 tonn, Sighvatur GK 385 tonn í þremur og mest 140 tonn, Jóhanna Gísladóttir

GK 378 tonn í fjórum og mest 162 tonn, Kristín GK 370 tonn í fjórum, Valdimar GK 246 tonn í fjórum og allir að landa í heimahöfn Grindavík. Margrét GK með 152 tonn í tólf, Óli á Stað GK 138 tonn í sextán, Gísli Súrsson GK 120 tonn í tíu, Sævík GK 116 tonn í tólf, Daðey GK 111 tonn í ellefu, Hrafn GK kominn á veiðar eftir að hafa verið stopp í hátt í einn mánuð. Kom með 104 tonn í einni löndun í sínum fyrsta túr. Febrúar þýddi líka endalokin fyrir Pál Jónsson GK eins og hefur verið greint frá en það þýddi líka upphafið á nýja Páli Jónssyni GK því að sá nýi hefur hafið veiðar, byrjar reyndar rólega hjá honum, aðeins 66 tonn í tveimur róðrum. Veiði hjá dragnótabátunum hefur verið góð og hafa þeir svo til allir verið á svipuðum slóðum að veiða, miðunum undir Hafnaberginu, Hafnaleir eins og það er kallað, þar hefur líka Fróði II ÁR frá Þorlákshöfn verið á

veiðum en hann er útilegubátur og fiskar í sig og landar svo í Þorlákshöfn. Hefur hann landað 88 tonnum í fimm róðrum og mest 41 tonni. Af heimabátunum þá er Sigurfari GK með 107 tonn í ellefu, Benni Sæm GK 107 tonn í tíu. Munar þarna á þeim 121 kílói. Siggi Bjarna GK 85 tonn í sjö, Aðalbjörg RE 55 tonn í átta og Ísey EA, sem er gamli Gulltoppur GK, er með 44 tonn í sjö en hann hefur verið að landa bæði í Sandgerði og Grindavík, þó ívið meira í Sandgerði. Talandi um línubátana, núna eru allir minni línubátarnir komnir suður til veiða en þeir hafa verið við Austurlandið ansi lengi. Kristján HF kom suður og hefur landaði 18,2 tonnum í tveimur róðrum í Grindavík. Vésteinn GK er líka kominn suður og hefur landað 80 tonnum í sex róðrum í Grindavík. Auður Vésteins SU kom líka suður og hefur landað 38 tonnum í þremur róðrum. Nokkrir togbátar hafa verið rétt utan við Sandgerði á veiðum og eru þetta bátar sem hafa leyfi til þess að veiða upp að þremur sjómílum frá landi, t.d hafa Hringur SH, Runólfur SH og Farsæll SH verið þarna utan við á veiðum. Enginn af þessum bátum landar hérna á Suðurnesjum heldur sigla þeir allir til Grundarfjarðar. Pálína Þórunn GK, nýi báturinn hjá Nesfiski, er þarna líka á veiðum og hefur hann landað 125 tonnum í fjórum róðrum og þar af 28 tonnum í heimahöfn sinni, Sandgerði.

E

n ef maður hefur tök á að fara í ævintýraferðir, og/eða langar skipta um starfsvettvang og byrja nýjan starfsferil, þá held ég að að maður eigi að láta vaða. Besti afmælisdagur sem ég hef átt var 40 ára afmælið, mesta puðið búið. Ég var nítján ára byrjuð að búa og orðin mamma. Fertug sá ég glitta í frelsið og möguleikann á að hoppa af hraðlestinni og prófa nýja hluti á komandi árum. Enn ung, hraust og full af krafti. Að láta þá ekki ótta við að eitthvað sé kannski asnalegt, of seint eða ópraktískt stoppa sig. Hvað mun fólki finnast? Verður slúðrað um mig?

N

ú farið að síga á seinni hluta þessarar lærdómsríku ferðar hér í Indlandi. Á meðan maður jú þokast áfram veginn í jógastöðunum, eins og að komast lengra niður í splittinu eða standa lengur á höndum o.s.frv., þá er það andlega ferðalagið sem er líka svo áhrifamikið. Að sitja einn uppi með sjálfan sig og vera í andlegum pælingum og líkamlegum, já á hverjum degi hefur verið súper hollt. Að æfa sig í því að vera heiðarlegur við sjálfan sig og láta ekki egóið standa í vegi fyrir manni sjálfum. Fara yfir það hvaða fræjum ég hef plantað í gegnum tíðina.

H

vaða fræjum erum við að planta í okkar lífi, í lífi barnanna okkar og annars samferðafólks.

Sandgerðisskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum kennurum til starfa næsta skólaár. Sandgerðisskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum 6 – 16 ára í Suðurnesjabæ. Fjöldi nemenda við skólann er 276 og styðst skólinn við stefnuna Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að vera teymiskennsluskóli. Á yngsta stigi er unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis og mikil áhersla á læsi á öllum stigum. Í skólastarfinu er lögð áhersla á skapandi og athafnamiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti og fjölmenningu með áherslu á tækni. Í skólanum fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem vöxtur, virðing, vilji og vinátta eru höfð að leiðarljósi. Helstu verksvið: • Umsjón á yngsta stigi – réttindi og færni sem Byrjendalæsiskennari mikilvæg • Umsjón á miðstigi – leikni í fjölbreyttum kennsluháttum, námsaðlögun og samþættingu • Umsjón á elsta stigi - leikni í fjölbreyttum kennsluháttum, námsaðlögun og faggreinum unglingastigs mikilvæg • 50% staða kennara nemenda með íslensku sem annað mál (ÍSAT) • Einnig er lögð áhersla á leikni og virðingu í foreldrasamstarfi, hæfni til að leiða teymi og afmörkuð verkefni s.s. valgreinar á mið- og unglingastigi

Menntunar – og hæfniskröfur: • Leyfisbréf til kennslu (skal fylgja umsókn) • Kennslureynsla á því stigi sem sótt er um (ítarleg ferilskrá skal fylgja umsókn) • Vinnusemi, metnaður og áhugi • Reynsla af skipulagi og teymisvinnu • Áhersla er lögð á leikni í samstarfi og mannlegum samskiptum • Stundvísi og samviskusemi • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands. Með vísan í lög nr. 85/2018 um jafnrétti á vinnustöðum eru allir áhugasamir hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 12. mars 2020. Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla í síma 425-3100/820-3140 eða á netfangið, holmfridur@sandgerdisskoli.is

H

vaða fræjum ætla ég að planta nú í seinni hálfleik þessarar tilveru minnar? Allt sem við segjum og gerum er í raun lítil fræ sem við plöntum á leið okkar í gegnum lífið og hefur áhrif á hvert leið okkar liggur og hvernig ferðalagið verður. Einnig er misjafnt hvað fræin eru lengi að vaxa og dafna og hvenær blómið verður til.

Þ

ú þarft samt ekkert að fara til þess að gera þessa hluti, þú getur gert þá hvar sem er, heima hjá þér, lesið bækur, æft þig, allt hægt að fá á netinu eða bókasafninu. Bingó, bara algjör snilld.

Þ

orum að vera til og nennum að vera til. Spyrjum okkur að því hvernig myndum við lifa ef enginn væri að horfa?

L

eiðinlegasta setningin í íslensku máli er að mínu mati „ég nenni því ekki,“ gubb hvað þetta er glötuð setning og ofnotuð.

O

g fyrir mig þá finn ég letina læðast upp hrygginn á mér eftir því sem ég eldist. Ég verð 49 ára í sumar og ef ég leyfi mér það þá finnst mér einhvern veginn allt aðeins meira vesen og þá lætur maður það eftir sér að hætta að nenna hinu og þessu og þá verður maður gamall jafnvel þó maður sé enn ungur að árum. Þannig að að fyrir mig þá er það bara áfram veginn, halda áfram að nenna öllu sem er skemmtilegt og heldur manni ungum, ekkert væl.

V

era þakklát og glöð fyrir hvern dag sem ég fæ að vakna og get stigið í lappirnar og njóta þess að vera til.

P.S. þið sem eruð að lesa þessa pistla, takk fyrir.

SUMARSTARF Í BÍLANAUST KEFLAVÍK SENDU UMSÓKN Á

atvinna@bilanaust.is

Namaste, Una.


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Taktu frá tíma sunnudaginn 22. mars kl. 20:00

Sunnudagur 1. mars. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Messur í Útskálakirkju kl. 11 og Sandgerðiskirkju kl. 14. Börn og ungmenni taka þátt, ræðumaður er Júlíus Viggó Ólafsson. Safnað fyrir steinhúsum í Úganda með vöfflukaffi eftir Sandgerðismessuna en frjálsum framlögum í Útskálakirkju. BIBLÍUFRÆÐSLA-örnámskeið, mánudaginn 2. mars og fimmtudaginn 5. mars kl. 18–19 í Sandgerðiskirkju. Manfred Lemke, kennari og guðfræðingur, kennir.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Verum fyrirmynd

Hvatning

Það er kannski dálítið fyrirsjáanlegt að hvetja fólk til þess að fylgja hjartanu og gera það sem það langar. Það er líka auðvelt að sitja á stól og benda öðrum á að nýta til ýtrasta hvert augnablik sem lífið hefur upp á að bjóða. Svo árangursríkasta leiðin er mögulega sú að vera sjálfur fyrirmyndin, að vera breytingin sem þú vilt að verði í lífi þínu, samfélaginu og heiminum. Til þess þarf hugrekki og áræðni, að vera tilbúin að stíga út fyrir þægindahringinn og gera mistök. Að öllum líkindum vera asnalegur í smá stund. En ef það verður til þess að aðrir þori, þá er sigurinn unninn. Verum því skemmtilega asnaleg og alveg við sjálf. Særún Rósa Ástþórsdótti

NÝTT Í SÖLU!

Kannt þú að meta hönnun o g gæði?

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Bjarkardalur 4-6 í Reykjanesbæ Fullbúnar 3ja herbergja íbúðir með bílskúr. Frábær hönnun! Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Lind fasteignasala kynnir í einkasölu nýjar og glæsilegar, fullbúnar þriggja herbergja íbúðir í fjórbýlishúsi að Bjarkardal 4-6 í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru einstaklega vandaðar og skilast með gólfefnum á öllum rýmum, fallegum innréttingum, ísskáp m. frysti, uppþvottavél og smekklegri lýsingu frá Lumex. Íbúðirnar eru með bílskúr, sér inngangi og þvottahúsi. Verð frá 44,9 milljónum.

3 herbergja neðri hæð 108,4 m2 Innangengt er úr bílskúr í gegnum þvottahús, þá fylgir eigninni 113 m2 sér afnotareitur á baklóð hússins með timburverönd.

3 herbergja efri hæð 130,3 m2

Opið:

Aukin lofthæð, auka baðherbergi inn af svefnherbergimeð 40m2 svölum til suðurs.

11-14

alla virka daga

Allar upplýsingar veita Helga Pálsdóttir lögg. fasteignasali Sími 822 2123 helga@fastlind.is

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð mun byrja að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum, sem hér segir: AIU79 AZ936 DTZ91 EDM23 HHK56 JSN21 JYE78 JZT29 NAM87 NPJ82 ON814 OZU71 PI636 RMM92 RU893 RUV82 SE254 SS962 TK107 UYY38 VA164 VTE58 ZR601

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 24. febrúar 2020

Þorsteinn Yngvason lögg. fasteignasali Sími 696 0226 thorsteinn@fastlind.is


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

SUMARSTÖRF Í SKEMMTILEGU OG FALLEGU UMHVERFI Í LEIRUNNI Golfklúbbur Suðurnesja er einn af fallegustu golfvöllum landsins og leitar klúbburinn að öflugu fólki til liðs við sig í sumar. VEITINGASALA/AFGREIÐSLA GOLFKLÚBBSINS

GOLFVÖLLUR

Starfsfólk í veitingasölu og afgreiðslu klúbbsins. Leitað er að fólki með ríka þjónustulund, er glaðlynt, snyrtilegt og reyklaust. Hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvægt sem og sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum. Starfsreynsla sem nýtist er kostur. Vinnutími og ráðningartími er breytilegur, á tímabilinu apríl - september.

Við leitum að duglegum starfskröftum til að vinna við viðhald á golfvellinum. Fjölbreytt og skemmtilegt starf í góða veðrinu. Mikill kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á vélum og tækjum. Vinnutími frá kl. 7.00 15.00. Ráðningartími breytilegur á bilinu apríl - september, fer eftir stöðu og samkomulagi við vinnuveitanda

Nánari upplýsingar veitir Andrea, andrea@gs.is og 421-4100/615-9515.

Nánari upplýsingar veitir Birkir Þór Karlsson, birkir@gs.is og 865-4787.

UMSÓKNIR SENDIST Á GS@GS.IS. ÓSKAÐ ER EFTIR FERILSKRÁ OG MEÐMÆLUM.

fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

Outside summer jobs at Sudurnes Golfclub, a beautiful 18 hole golf course just outside Reykjanesbaer.

The club is looking for powerful workers on the golf course next summer. We offer enjoyable jobs where the tasks vary from day to day. Good machine knowledge is not a condition but a big advantage. Working time is from 7.00 to 15.00. Starting and ending time can be agreeable with the club. For further information please contact Birkir Þór Karlsson, birkir@gs.is or 8654787 All applications should be in english and sent to gs@gs.is. We ask for a resume and letters of recommendation or name and number of former employers.

Praca na wakacje w pięknej okolicy na polu golfowym Leiran.

Klub golfowy Suðurnesja to jedno z najpiękniejszych pól golfowych na Islandii. Poszukujemy silnych, energicznych i pracowitych ludzi do prac pielęgnacyjnych pola golfowego w sezonie wakacyjnym. Praca ta jest zróżnicowana i przyjemna przy dobrej pogodzie. Wielką zaletą jest posiadanie znajomości obsługi maszyn i urządzeń potrzebnych w pielęgnacji pola golfowego. Czas pracy: 7:00 – 15:00. Czas zatrudnienia zmienny w okresie od kwietnia do września w zależności od sytuacji i umowy z pracodawcą. Wszystkich informacji udziela Birkir Þór Karlsson, birkir@gs.is , tel. 865-4787 Podania zawierajce CV i rekomendację należy wysyłać na adres e-mail: gs@gs.is.

Viltu vinna fyrir þig? Til sölu rekstur nýlegrar sérvöruverslunar á góðum stað í Reykjanesbæ Góðir framtíðarmöguleikar fyrir réttan aðila Nánari upplýsingar í síma í síma 851-1911 eða verslunsudurnes@gmail.com

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Sálfræðingur Tjarnarsel – Deildarstjóri (tímabundið) Sumarstarf – Flokkstjóri Vinnuskólans Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Aðalfundur og 70 ára afmæli Stjórnendafélags Suðurnesja, (áður Verkstjórafélag Suðurnesja)

verður haldinn, þriðjudaginn 3. mars 2020, kl. 18:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ. Fundarefni: 1. Minnst 70 ára afmælis félagsins 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Kosning í stjórn og nefndir 4. Önnur mál Kaffiveitingar verða á fundinum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudag 27. febrúar kl. 11.00. Foreldramorgunn: Skyndihjálp á vegum Rauða krossins. Námskeiðið miðar að umönnun ungra barna og hvernig skal bregðast við ef slys ber að höndum. Fimmtudag 27. febrúar kl. 19.30. Skapandi kvöldstund fyrir fullorðna. Að þessu sinni í skapandi kvöldstund ætlum við að búa til origami óróa. Allir hjartanlega velkomnir en skráning er nauðsynleg. Laugardag 29. febrúar kl. 11.30. Notaleg sögustund með Höllu Karen. Að þessu sinni ætlar Halla Karen að lesa og syngja nokkur vel valin lög upp úr Rauðhettu.


fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Valur Orri til Keflavíkur Keflvíkingar eru að fá veglegan liðsstyrk í Domino’s-deildinni í körfubolta, Valur Valsson er á leiðinni heim eftir þriggja og hálfs árs fjarveru en hann lék með Florida Tech í bandaríska háskólakörfuboltanum. Valur Orri lék með Keflavík árin 2012 til 2016 og skoraði 12,6 stig að meðaltali

Ólýsanleg tilfinning

í leik í úrvalsdeildinni leiktíðina 2015–2016. Valur lék í nokkrum yngri flokkum í Njarðvík en faðir hans, Valur Ingimundarson, var einn besti leikmaður landsins og lék nær allan sinn feril með Njarðvík. Valur yngri er hins vegar harður Keflvíkingur og að sögn móður hans, sem Víkurfréttir heyrði í, er strákurinn spenntur að koma og leika með Keflavík í Domino's-deildinni. Valur verður að öllum líkindum í leikmannahópi Keflavíkur gegn Haukum á sunnudag. Hann leikur sinn síðasta leik með skólanum í Bandaríkjunum í vikunni og heldur svo heim á leið.

Elías skoraði í markaveislu Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur verið á skotskónum með hollenska B-deildarliðinu Excelsior að undanförnu. Um síðustu helgi skoraði hann tvö mörk í 6:4 sigri á Den Bosch og það voru fjórða og fimmta mark hans í síðustu þremur leikjum. Þá fiskaði Elías víti sem liðsfélagi hans skoraði úr. Elías Már var valinn maður leiksins í þessum markaleik. Hann er fjórtándi markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk. Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig en liðin í 3.–8. sæti fara í umspil.

AÐALSKIPULAG

– segir Samúel Kári Friðjónsson sem lék sinn fyrsta leik með þýska úrvalsdeildarliðinu Paderborn gegn stórliði Bayern Munich „Það var ólýsanleg tilfinning að leika í fyrsta sinn í Bundesligunni í Þýskalandi í svona stórum leik og á svona leikvangi. Draumur orðinn að veruleika og loksins náði ég markmiðinu síðan ég var fimm ára – að spila í einni af fimm stærstu deildum í heimi. Nú er bara að setja sér ný markmið og keyra á þau,“ segir Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, sem lék sinn fyrsta leik með þýska úrvalsdeildarliðinu Paderborn gegn stórliði Bayern Munich um síðustu helgi. Leikurinn endaði 3:2 fyrir Bayern og skoraði hinn heimsþekkti leikmaður Lewandowski sigurmarkið. Samúel, sem gekk til liðs við Paderborn fyrir nokkrum vikum síðan, kom inn á í leiknum. Hann segir aðstæður allar hjá liðinu í hæstu gæðum og allt til alls.

Honum hafi gengið vel á æfingum með liðinu sem berst nú við að halda sér í deild hinna bestu eftir að hafa komið upp úr B-deildinni eftir síðasta tímabil.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Samúel segist vera búinn að koma sér vel fyrir í góðri íbúð í þýska bænum. „Félagið útvegar mér þýskukennara og ég hef verið að læra þýsku síðustu tvær vikur. Það er gott og nauðsynlegt að læra tungumálið þó það taki auðvitað tíma. Þetta eru mjög spennandi tímar hér í Þýskalandi,“ sagði Keflvíkingurinn.

Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Grindavíkur 2018–2032 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarfélagsins um innviði, þróun byggðar og landnotkun. Aðalskipulagstillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerðum, tveimur skipulagsuppdráttum og skýringaruppdráttum. Efni tillögunnar varðar alla íbúa og eru þeir hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar og liggja frammi til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 21. febrúar 2020 til og með 6. apríl 2020. Gefinn er sex vikna athugasemdafrestur, sem lýkur 6. apríl 2020, og að honum loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, endurskoðun aðalskipulags, Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Haldinn verður íbúafundur í Gjánni 11. mars 2020, kl. 20 þar sem tillagan verður kynnt. Þar gefst íbúum einnig tækifæri til að kynna sér tillöguna og koma með ábendingar. Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

NÆSTU SÝNINGAR:

FRUMSÝNING SUNNUDAGINN ÞRIÐJUDAGINN LAUGARDAGINN SUNNUDAGINN

28. FEBRÚAR 1. MARS 3. MARS 7. MARS 8. MARS

MIÐASALA Á TIX.IS MIÐAVERÐ 2.500 KR.

KL.19.00 U P P S E L T KL.18.00 KL.18.00 KL.18.00 KL.18.00


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Gerði þessi ræningi tóm axarsköft?

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Ellefu ára sonur minn er mikill áhugamaður um sögu, sérstaklega um allt sem viðkemur hernaði og styrjöldum. Heimsstyrjaldirnar báðar eru sérstakt áhugamál, sem og byltingar af öllu tagi, hvort sem um ræðir ameríska borgarastríðið eða rússnesku byltinguna. Reyndar er stráksi svo áhugasamur um þá rússnesku að hann er búinn að vera að læra rússnesku á netinu í tæpt ár með ljómandi góðum árangri, alla vega finnst mömmunni hann vera altalandi! En hernaðaráhuginn varðar ekki bara herkænsku og bardagatækni, heldur er afar fróðlegt að fylgjast með því hvað hann lærir mikið af þessu um fólk og mismunandi samfélög. Hann setur sig í spor fólks og veltir fyrir sér mismunandi aðstæðum. Hann spyr mig endalaust hvort ég hefði frekar viljað vera barn í Frakklandi eða Þýskalandi á tímum heimsstyrjaldarinnar, hvort ég hefði frekar viljað vera japanskur eða þýskur hermaður eða hvað ég myndi gera ef við fjölskyldan yrðum aðskilin í fangabúðum og ég þyrfti að velja á milli þeirra bræðra. Ég svara því alltaf til að ég sé mjög fegin því að hafa ekki þurft að standa frammi fyrir slíku vali og reyni að verjast spurningaflóðinu með einhverjum hætti. Ég kemst upp með að afgreiða þetta svona vegna þess að þetta er okkur Íslendingum svo fjarlægt og nánast óhugsandi að við stæðum einhvern tímann frammi fyrir slíkum aðstæðum. Heimurinn er sem betur fer svo stór og svona vondir hlutir gerast bara í útlöndum. Mér datt þetta í hug af því að hann hefur líka verið að lesa sér til um alls konar faraldra sem herjað hafa á heimsbyggðina í gegnum aldirnar – svarta dauða, spænsku veikina, bólusótt, berkla og hvað sem þetta heitir nú allt saman. Og meira og minna allt þetta barst til Íslands þrátt fyrir einangrun og erfiðar samgöngur fyrr á öldum.

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Hef miklar áhyggjur af veirunni

LOKAORÐ

Minnkandi heimur

Sími: 421 0000

– segir Helena Aradóttir, 16 ára Njarðvíkingur, en hún dvelur á Norður-Ítalíu. Verið að ráðleggja fólki þar að vera heima og fara ekki á opinber svæði.

RAGNHEIÐAR ELÍNAR Nú fylgist heimsbyggðin af athygli með fréttum af kórónaveirunni svokölluðu, COVID-19, nýjasta skaðvaldinum sem nálgast það að fá skilgreininguna heimsfaraldur. Fyrst þegar fréttir fóru að berast af þessu höfðum við kannski takmarkaðan áhuga, og því síður áhyggjur, þar sem þetta var að gerast einhvers staðar rosalega langt í burtu, í miðri Kína. Og heimurinn er sem betur fer svo stór og svona vondir hlutir gerast bara í útlöndum. En svo færist þetta nær. Fregnir berast af smiti á skíðasvæði í frönsku ölpunum og af því að Þóra Arnórs sé farin að hamstra mat á Ítalíu. Þá er þetta farið að snerta fólk sem við þekkjum og er komið ótrúlega nálægt okkur. Þegar við mæðginin sátum yfir morgunmatnum í morgun dæsti sonurinn stundarhátt: „Mamma, þetta er búið. Nú er kórónaveiran pottþétt að koma til Íslands“. Hann heyrði sem sagt í fréttunum að hún væri komin til Tenerife, fyrirheitna landsins hans, en hann hefur endalaust kvartað yfir því að hann sé eini strákurinn í bekknum sem ekki hefur komið til Tene. Og miðað við það hlutfall var hann algjörlega viss um að hún væri á leiðinni. Vonandi fer þetta nú allt vel og góðu fréttirnar eru þær að menn hafa nýtt tímann vel í undirbúning og gerð viðbragðsáætlana. En allt í einu er heimurinn orðinn agnarsmár.

„Ég hef miklar áhyggur af veirunni því hún er mjög nálægt okkur. Það er verið að ráðleggja fólki að vera heima og fara ekki á opinber svæði sem eru lokuð, t.d. tónleika eða körfuboltaleiki,“ segir Helena Aradóttir, 16 ára Njarðvíkurmær sem dvelur um þessar mundir sem skiptinemi í ítalska smábænum Salorno sem er í um hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá borginni Bolzano. Þar hefur greinst eitt tilfelli kórónaveirunnar. „Ég hef séð fólk ganga um með grímur þannig ég get sagt að fólk virðist mjög hrætt um smit. Eins og staðan er núna þá er ég bara heima vegna þess að það er frí í skólanum í „Carnival“-viku. Á hverjum degi þa fer ég til borgarinnar Bolzano í skólann og á æfingar. Skólinn minn heitir Liceo Pascoli Bolzano og er mannvísindaskóli. Ég er á sálfræðilínu þar. Ég æfi einnig fótbolta með liði sem heitir FC Südtirol og í gær (mánudag) átti ég að fara á æfingu en það var annað hvort búið að aflýsa lestunum eða seinka þeim um meira en klukkutíma.“ Helena dvelur hjá ítalskri fjöskyldu en hún fór utan á vegum AFS skiptinemasamtakanna síðasta haust. Hún gekk í Njarðvíkurskóla og æfði knattspyrnu með Keflavík áður en hún fór utan. „Ég fékk póst í gær frá AFS þar sem stóð að það sé búið að fresta öllum hittingum út af veirunni,“ sagði Helena. Einn ungur maður í Bolzano hefur smitast af veirunni og segir Helena að fólk í nágrenninu hafi áhyggjur af því. Sóttvarnalæknir á Íslandi ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu en 31 árs maður þar lést eftir að hafa greinst með veiruna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía

Rómanja og Píemonte á Ítalíu. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til Íslands eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í fjórtán daga í varúðarskyni. Nokkrir Suðurnesjamenn hafa verið í ítölsku ölpunum að undanförnu en sem stendur ná ráðleggingar gegn ónauðsynlegum ferðum til svæðanna ekki til skíðasvæða í Norður-Ítalíu en þau eru utan ofannefndra áhættusvæða og engin tilfelli hafa enn sem komið er verið tilkynnt þaðan.

Honda útsalan heldur áfram!

Honda Jazz

Honda Civic 5 dyra

Honda CRV

Lækkað verð 2.490.000 kr.

Lækkað verð 2.290.000 kr.

Lækkað verð 3.390.000 kr.

árg. 2018, ekinn 11 þús., sjálfskiptur

árg. 2017, ekinn 18 þús., beinskiptur

árg. 2017, ekinn 62 þús., sjálfskiptur

Honda Civic 5 dyra

Honda Civic Tourer Comfort

Honda Civic Tourer Comfort

Lækkað verð 2.490.000 kr.

Lækkað verð 1.990.000 kr.

Lækkað verð 1.990.000 kr.

árg. 2018, ekinn 9 þús., sjálfskiptur

árg. 2016, ekinn 37 þús., sjálfskiptur

árg. 2016, ekinn 34 þús., sjálfskiptur

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is