Víkurfréttir 8. tbl. 42. árg.

Page 1

EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ!

Mögnuð saga Matta Óla 699

-46%

>> SÍÐUR 12-14

-30%

Súpukjöt Fjallalamb

Nautagúllas

KR/KG ÁÐUR: 1.295 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 3.099 KR/KG

Sítrónur

160

-50%

KR/KG ÁÐUR: 319 KR/KG

2.169

Lægra verð - léttari innkaup

Tilboðin gilda 25.—28. febrúar

Miðvikudagur 24. febrúar 2021 // 8. tbl. // 42. árg.

Vísa máli læknis við HSS til lögreglu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vísað máli læknis við stofnunina til lögreglu í kjölfar álits frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina.

Reykjanesbær sparar um 200 milljónir á ári

Loðnu dælt upp utan við Grindavík Loðnuveiðar ganga vel og loðnuflotinn er núna kominn vestur af landinu en loðnan hefur gengið hratt vestur með landinu síðustu daga. Jón Steinar Sæmundsson tók myndina hér að ofan af Heimaey VE þar sem hún var að veiðum skammt utan við Grindavík um liðna helgi. Eldey sést í fjarska.

Ráðherra vill stíga varlega í opnun sjálfstætt starfandi heilsugæslu Heilbrigðisráðherra telur að mikilvægasta verkefnið í eflingu og styrkingu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé bygging nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum sem ákveðið hefur verið að gera. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns, á Alþingi um hvort ekki sé rétt að gera samstarfssamninga við sjálfstætt starfandi heilsugæslu til að flýta opnun nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Vilhjálmur bendir á í fyrirspurn sinni að innleiðingarferli á sjálfstætt starfandi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið vel og hvort ekki standi til að gera það til dæmis á Suðurnesjum og á Akureyri. Svandís Svavarsdóttir segir í svari sínu að á meðan verið sé í uppbyggingarfasa fyrir heilsugæsluna og hlutverk hennar sé aukið þurfi að stíga varlega til jarðar er varðar aðra rekstraraðila. „Við þurfum að meta þörfina í hvert skipti. Við þurfum líka að meta þá áhættu sem felst í því að vera með fleiri en eitt kerfi í gangi þegar mönnunaráskoranirnar eru eins miklar og raun ber vitni. Fjárfestingarátakið sem stendur yfir núna gerir ráð fyrir því að við byggjum aðra heilsugæslustöð á

starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sú stofnun þarf á stuðningi að halda að því er varðar húsakost, mönnun, fjármögnun o.s.frv. Og á meðan við erum í því verkefni, þ.e. að efla og styrkja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með ráðum og dáð á eins fjölbreyttan hátt og nokkurs er

kostur, tel ég að það sé mikilvægasta verkefnið okkar.“ Vilhjálmur benti á að það væri augljóst að t.d. á Suðurnesjum hafi mönnunarvandi lengi verið til staðar þó að engin sjálfstætt starfandi heilsugæsla sé þar. „Það hefur vissulega verið gert ráð fyrir uppbyggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum en það tekur töluverðan tíma að byggja hana upp og manna. Núverandi heilsugæslu, sem rekin er af hinu opinbera, tekst ekki að manna. Við sjáum að á höfuðborgarsvæðinu tókst að manna stöðvarnar og svara eftirspurn með því að fjölga sjálfstætt starfandi. Nú hefur öll bæjarstjórn Reykjanesbæjar sammælst um að hún geti ekki beðið á meðan verið er að byggja þá heilsugæslu sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum og í fjármálaáætlun. Því held ég að fljótvirkasta lausnin til að sinna heilsugæslunni og byggja hana hratt og örugglega upp, og manna hana, sem er stór áskorun á Suðurnesjum, sé að gera samstarfssamning við sjálf-

stætt starfandi og hafa þá fjölbreytt rekstrarform á Suðurnesjum,“ sagði Vilhjálmur. Vitað er að aðilar í Reykjanesbæ hafa unnið að því undanfarna mánuði að opna einkarekna heilsugæslu. Þá fjallar Guðbrandur Einarsson, forseti Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um málið í grein á bls. 20.

Um tvö hundruð milljónir munu sparast árlega næstu fimmtán ár af lækkun vaxta eftir að Reykjanesbær lauk endurfjármögnun á 8,4 milljarða króna skuld sinni við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Eftir endurfjármögnunina hefur Reykjanesbær endurheimt fjölda húseigna sem áður voru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, s.s. grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri sagði að þetta væri ánægjulegt skref, að eignast mannvirkin aftur og ná fram verulegum sparnaði í leiðinni.

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hjón í Reykjanesbæ með 48 milljóna vinning:

„Elskan mín, teldu bara núllin!“ Hjón í Reykjanesbæ, sem fengu 2. vinning í EuroJackpot upp á rúmlega 48,5 milljónir, fóru í gegnum allan tilfinningaskalann og áttu hreinlega erfitt með að trúa því að þau hefðu í raun og veru unnið. Vinningurinn nam alls rúmlega 291 milljón og skiptist á milli sex miðahafa. Vinningsmiðinn á Íslandi var keyptur í Bitanum í Reykjanesbæ en hinir fimm í Þýskalandi. Maðurinn, sem er dyggur lottóspilari, hefur það fyrir venju að kaupa fimm raðir í sjálfvali í Eurojackpot fyrir 1.600 krónur. Eftir að hafa látið kanna miðann á sölustað, kom hann heim og tárin tóku að streymdu niður. Konan hans hélt í fyrstu að eitthvað alvarlegt hefði komið upp á en sem betur fer voru tíðindin mjög svo gleðileg. Börnum þeirra voru færðar fréttirnar og fengin til að staðfesta vinningskvittunina en jafnvel eftir þá vottun hélt konan áfram

að efast og taldi ekki ólíklegt að þau hefðu í raun aðeins unnið 48 þúsund krónur. „Elskan mín, teldu bara núllin!“ sagði maðurinn þá! Hjónin sem eru á besta aldri sögðu að þessi fjárhæð mundi svo sannarlega koma sér vel í lífi þeirra og breyta miklu. Hlakka þau til að geta gert vel við sig og sína, þau sögðust jafnvel koma til með að bæta við einni eða jafnvel tveimur aukavikum í næstu ferð til Tenerife þegar færi gefst á ferðalögum á ný.

Fjöldi þeirra sem klára 30 mánaða bótarétt áhyggjuefni Atvinnuleysi í Reykjanesbæ í lok janúar samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar stóð í stað á milli mánaða. Þannig voru 2.717 skráðir í atvinnuleit og 352 á hlutabótaleið. „Eftir sem áður er fjöldi þeirra sem klára 30 mánaða bótarétt áhyggjuefni og mikilvægt að sá tími verði lengdur,“ segir í fundargerð frá fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, sem haldinn var 19. febrúar síðastliðinn.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Suðurnesjalína 2:

Þrjú af fjórum sveitarfélögum á línuleiðinni hafa nú veitt framkvæmdaleyfi Beðið eftir því að Vogar ljúki sinni umfjöllun um Suðurnesjalínu 2

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í liðinni viku framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Áður höfðu allir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði og Grindavík samþykkt umsókn um framkvæmdaleyfi. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki sinni umfjöllun svo þetta mikilvæga verkefni komist í framkvæmd. Verkefnið hefur lengi verið í undirbúningi. Um er að ræða nýja 34 km langa 220 kV flutningslínu á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Hún mun tryggja meira afhendingaröryggi á Suðurnesjum og opna nýja möguleika í atvinnulífi. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Niðurstaðan varð, að loknu nýju umhverfismati, að mæla áfram með

lagningu loftlínu að mestu með fram Suðurnesjalínu 1 og var sótt um framkvæmdaleyfi á þeim grunni. „Við hjá Landsneti höfum í mörg ár bent á mikilvægi þess að ráðast í framkvæmdir til að bæta raforkuöryggi á Suðurnesjum. Það er ánægjulegt að sjá málið þokast áfram,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs. Fárviðrið sem gekk yfir í desember 2019 hafði mikil áhrif á flutningskerfið. Ríkisstjórnin setti á fót átakshóp til að vinna að mikilvægum úrbótum á innviðum landsins og var raforkuöryggi á Suðurnesjum meðal mikilvægustu verkefna. „Þetta var áminning um hversu mikilvægt það er í nútímasamfélagi að búa við trausta innviði eins og flutningskerfi rafmagns og brýnt að

Þrettán björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fengu afhentar nýjar færanlegar rafstöðvar fyrir síðustu helgi. Björgunarsveitir Landsbjargar fá allt í allt rúmlega 30 nýjar færanlegar rafstöðvar á þessu ári. Tilgangurinn er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum þegar óveður geysa eða hamfarir verða og tryggja eins og kostur er að hægt verði að hringja eftir aðstoð í neyð og kalla út viðbragðsaðila. Með því að fjölga færanlegum rafstöðvum og staðsetja hjá björgunarsveitum verður hægara að koma rafmagni aftur á þar sem þörf krefur og bæta þannig lífsgæði fólks. Afhending færanlegra rafstöðva markar upphaf á öðrum áfanga í átaki stjórnvalda um úrbætur á fjarskiptainnviðum eftir mikil óveður í desember 2019. Í fyrri áfanga var varaafl bætt á 68 fjarskiptastöðvum, einkum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Í þeim síðari verður hugað að fjarskiptastöðvum á Suðurlandi, Vesturlandi og suðvesturhorninu. Færanlegar rafstöðvar

Færanleg rafstöð eins og þessi er nú staðsett hjá Björgunarsveitinni Suðurnesi. bætast við net af föstum rafstöðvum um land allt. Þegar átakinu lýkur mun samanlagt afl allra varaaflstöðvanna nema um tveimur MW. Meðalafl fastra rafstöðva er um tuttugu kW en í færanlegum rafstöðvum um fimmtán kW.

Ein af þessum þrettán rafstöðvum sem afhentar voru í síðustu viku eru í umsjón Björgunarsveitarinnar Suðurness í Reykjanesbæ, sem verður umsjónaraðili stöðvarinnar sem þó er ætluð til nota þar sem hennar verður þörf á Suðurnesjum.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Ein af norsku vélunum lendir á Keflavíkurflugvelli á mánudag. Ljósmynd: Norski herinn Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar norska flughersins.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Vefsvæði Suðurnesjalínu 2 https://sn2.landsnet.is/

Færanleg rafstöð staðsett hjá Björgunarsveitinni Suðurnesi

SUÐURNES - REYK JAVÍK

845 0900

hefjast handa og tryggja að íbúar og atvinnulíf á Suðurnesjum búi við sama afhendingaröryggi og aðrir landshlutar. Nú í desember síðastliðnum kom svo önnur áminning þegar jarðskjálftar á Reykjanesskaga fóru að aukast á ný,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð. Þrjú af fjórum sveitarfélögum á svæðinu hafa þegar afgreitt málið og aðeins er beðið eftir því að Vogar ljúki sinni umfjöllun. Skipulagsstofnun fór fram á það í sínu áliti að sveitarfélögin sem hlut eiga að máli tækju sameiginlega afstöðu til valkosta og hafa nú þrjú þeirra samþykkt framkvæmdina.

Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og á öryggis-

svæðinu á Keflavíkurflugvelli. Flugsveitin kemur til landsins eftir helgi með fjórar F-35 orrustuþotur og hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum í nokkur skipti á tímabilinu 23. febrúar til 5. mars, ef veður leyfir. Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Eins og með annan erlendan liðsafla sem dvelur tímabundið hér á landi gilda strangar sóttvarnarreglur meðan á dvöl norsku flugsveitarinnar stendur. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við Embætti landlæknis og aðra sem koma að sóttvörnum hér á landi og í Noregi. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki í lok mars.


Liðsmenn Team Rynkeby munu hjóla í verslun BYKO Suðurnesjum á laugardag frá kl. 12-14 til að kynna átakið. Sérstök Team Rynkeby páskaegg verða til sölu í BYKO þar sem allur ágóði rennur til átaksins.

BYKO styður við Team Rynkeby Ísland sem hjólar til styrktar krabbameinssjúkum börnum í sumar Allt fé sem safnast fer óskert til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og er lið Team Rynkeby Ísland orðið stærsti einstaki stuðningsaðili félagsins. Það hefði ekki orðið nema með dyggum stuðningi fólks og fyrirtækja við verkefnið. Team Rynkeby er samevrópskt góðgerðarstarf sem hjólar á hverju ári um 1300 km á 8 dögum frá Danmörku til Parísar og safnar þannig peningum til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hægt er að fylgjast með liðinu á Facebook TeamRynkebyIsland og Instagram #TeamRynkebyIsland

25% afsláttur

af Ryobi rafmagnsverkfærum og Snickers vinnufatnaði Verslaðu á netinu á byko.is

Þú getur líka stutt við átakið

907-1601 kr 1.500 907-1602 kr 3.000 907-1603 kr 5.000


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Horft yfir svæðið sem nú er unnið að deiliskipulagi á. Verði skipulagið að veruleika mun ásýnd svæðisins breytast mikið. VF-mynd: Hilmar Bragi

Nýjar byggingar raða sér á milli eldri húsa í Hverfinu Nú er unnið að deiliskipulagstillögu að svæðinu milli Hringbrautar og Sólvallagötu í Reykjanesbæ og nær frá lóð gömlu slökkvistöðvarinnar og að Faxabraut. Jón Stefán Einarsson frá JeEs arkitektum ehf. kynnti skipulagsvinnuna fyrir umhverfis- og skipulagsráði í síðustu viku. Verkefnið gengur undir nafninu Hverfið. Í uppbyggingu á svæðinu er gert ráð fyrir þriggja hæða fjölbýli með þakgarði og bílgeymslu. Ný lyfta og svalagangar verða sett á eldri hús á svæðinu og gert ráð fyrir uppbroti í ásýnd. Þakgarðar verða á nýju húsunum. „Samnotarými samfélagsins í húsi nýtur útsýnis og sólar. Útisvæði, skáli, gróðurhús eða önnur spennandi not,“ segir í tillögunni.

Endurhönnun Hringbrautar sem kemur í veg fyrir hröðun bíla og bætir hljóðvist. Þá verða settar öruggari þveranir á Hringbrautina. Í kynningu JeEs arkitekta segir jafnframt með tillögunni: „Hverfið við Hringbraut er vel tengt samgönguinnviðum og þjónustu. Það er á spennandi þróunarsvæði þar sem nálægt er mikið af

óbyggðum eða vannýttum svæðum sem vert er að þróa. Það er stutt frá skólum og íþróttasvæðum. Hjarta verkefnisins er að hlúa að hverfinu í heild með því að afmarka það betur með nýjum byggingum. Huga þannig að samfellu heildar með Sólvallagötu, Njarðargötu, Austurbraut og Hólabraut. Nýjar byggingar raða sér á milli eldri húsa og skapa afmarkað göturými Hringbrautar. Þannig má fylla í vannýtt göt án þess að ganga nærri eldri byggð. Svalagangar og lyfta tengjast eldri húsum og bæta aðgengi. Aðkoma húsa og bakgarðar tengjast Sólvallagötu. Hægt er að þróa þessi svæði með vönduðum

yfirborðsfrágangi bæði fyrir íbúa og farartæki. Nýju húsin skyggja ekki á göturýmið eða garða fólks. Hringbraut er endursköpuð sem grænn samgönguás með gróðri og bættum göngu- og hjólastígum. Minniháttar inngrip eru gerð í götu sem tryggja löglegan umferðarhraða og passar upp á hljóðvist. Þar verða öruggar þveranir sem tengir hverfið hugsanlegu vannýttu þróunarsvæði vestan Hringbrautar. Inngrip skapar þannig samfellu byggðar beggja vegna Hringbrautar og fylgir nálægu byggðamynstri. Svæðið er vel nýtt og gefur kost á að skapa heildstæða byggð með frekari uppbyggingu. Hugað er að ólíkum samgöngumátum.“

Þessi mynd sýnir mögulega ásýnd þeirra húsa sem munu rísa í Hverfinu.

Næsti sparkvöllur verður á Ásbrú Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur tekur vel í erindi um uppsetningu á sparkvelli á Ásbrú. Samkvæmt áætlunum verður næsti sparkvöllur í Reykjanesbæ á Ásbrú og unnið er að því að finna honum staðsetningu, segir í fundargögnum ráðsins en Guðbergur Reynisson, formaður ÍRB, sendi ráðinu beiðni um uppsetningu á sparkvelli á Ásbrú fyrir hönd Tomasz Maciejewski sem hefur vakið athygli á vöntun á vellinum.

Samkvæmt deiliskipulagstillögunni munu þriggja hæða byggingar raða sér inn á milli eldri bygginga á svæðinu. Gamla slökkvistöðin mun víkja fyrir nýjum húsum.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

„Hér á svæðinu er mikill áhugi fyrir sparkvelli og mikil vöntun á slíkri aðstöðu. Yfir 4.000 manns eru nú á svæðinu og þörf á svona öruggu og skemmtilegu leiksvæði.

Ákall er frá íbúum svæðisins að sparkvelli verði komið upp sem fyrst. Á Ásbrú er því miður ekki mikið um að vera fyrir áhugasama um íþróttaiðkun, og langt að fara

á þau svæði sem eru fyrir. Við leggjum til að reistur sé sparkvöllur fyrir neðan skrifstofur Kadeco þar sem heyrst hefur að eigi að byggja nýjan grunnskóla fyrir Ásbrúarsvæðið. Einnig viljum við leggja höfuðáherslu á að sparkvellinum verði komið fyrir sem fyrst, hugmyndin er svipað stór sparkvöllur og er til dæmis við Heiðarskóla,“ segir í erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Heiðarskóli. VF-mynd: Hilmar Bragi


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5

Már vill fleiri leiðsöguhunda fyrir blinda

Kalka. VF-mynd: Hilmar Bragi

Tekið verði upp svipað kerfi til sorpflokkunar í Reykjanesbæ og er á Akureyri Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur veitt sína umsögn við umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar en drög að stefnunni voru lögð fram á síðasta fundi velferðarráðs. Í afgreiðslu velferðarmála segir að stefnan sé vel framsett og metnaðarfull. Velferðarráð vilji þó koma eftirfarandi á framfæri:

í Reykjanesbæ og Terra Norðurland á Akureyri og því ætti að vera þekking innan fyrirtækisins sem hægt er að yfirfæra og miðla til Reykjanesbæjar til að ná betri árangri í úrgangsmálum. Óskað er eftir að eftirfarandi athugasemdir verði teknar til skoðunar við gerð aðgerðaáætlunar:

Hringrásarhagkerfið – úrgangur

Loftslagsmál – mótvægi

Mikilvægt er að fræðsla fari fram í sveitarfélaginu um flokkun sorps og á sama tíma að sveitarfélagið taki þá ákvörðun að stíga stærri skref í flokkun sorps í samvinnu við Kölku og Terra. Reykjanesbær á að taka frumkvæði í því að Kalka taki upp svipað kerfi og þekkist t.d. á Akureyri og hefji á þessu ári aðlögun að flokkun og að full flokkun heimilis- og fyrirtækjasorps verði innleidd sem allra fyrst. Akureyrarbær hefur verið í fararbroddi á Íslandi þegar kemur að því að flokka úrgang frá heimilum og fyrirtækjum og heldur úti upplýsingavef sem kallast Græna Akureyri þar sem íbúar og rekstraraðilar geta aflað sér nauðsynlegra upplýsinga. Á Akureyri eru einnig ellefu grenndarstöðvar. Terra sér um sorphirðu

Að leitað verði leiða til að kolefnisjafna starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til dæmis með því að kanna möguleika á styrkjum til umhverfisráðuneytisins og/eða til innlendra eða alþjóðlegra sjóða sem styðja við aðgerðir sem leiða af sér kolefnishlutleysi. Reykjanesbær getur tekið frumkvæði í slíku verkefni í samvinnu við Suðurnesjabæ.

Mengun, hljóðvist og loftgæði Að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að flugumferð verði beint framhjá íbúabyggð bæði í flugtaki og aðflugi. Flugbrautir bjóða upp á að slíkt eigi að vera möguleiki frekar en að vélar fljúgi lágt yfir íbúabyggð með tilheyrandi hávaðamengun.

Átján blindir einstaklingar eru nú á biðlista eftir leiðsöguhundi en aðeins er hægt að úthluta tveimur hundum á ári. Biðin eftir hundi getur því verið allt að níu árum. Blindrafélagið þarf að fjármagna kaup á leiðsöguhundum en hver hundur kostar á bilinu fjórar til sex milljónir króna. Félagið hefur aðeins fjármuni til að standa straum af kaupum á tveimur hundum á ári en málaflokkurinn er fjármagnaður með sölu á dagatölum. Það er íslenska ríkið sem úthlutar hundum en Blindrafélagið gefur ríkinu hundana. Már Gunnarsson fer fyrir átaki þessa dagana þar sem hann vekur athygli á málefninu og í pistli sem hann skrifar á Facebook talar hann um samspil hvíta stafsins og leiðsöguhunda. Már var sex ára gamall þegar hann kynntist hvíta stafnum fyrst. „Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og dingla honum hingað og þangað heldur krefst notkun hans mikillar færni í daglegu lífi blinds einstaklings. Í gegnum stafinn skynja ég t.d. kanta, tröppur, staura, allskonar undirlag og ekki síst gangandi fólk. Það skiptir miklu máli að fólk sem mætir mér úti á götu viti að ég sjái ekki, upp á mitt öryggi og ekki síður þeirra, þar er stafurinn lykilatriði. Því miður eru margir blindir einstaklingar sem skammast sín fyrir að nota staf og kjósa frekar að sleppa honum sem getur beinlínis verið lífshættulegt og aftrar þeim við að gera það sem annars væri vel mögulegt. Þegar ég var yngri kom það alveg fyrir að ég kaus að sleppa stafnum og ég má vera þakklátur fyrir að hafa enn framtennur mínar miðað við þá hluti sem ég hef gengið á og ekki slasað mig! Stafurinn er orðinn hluti af mér og ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með. Stafurinn er samt alls ekki töfralausn á öllu og tæki það allt of mikið pláss að fara yfir öll þau atriði í okkar umhverfi sem skapar vandræði eða hættu. Í stuttu máli rafmagnsbílar, vegaframkvæmdir, ónærgætið fólk og hlutir í höfuðhæð. Fyrir rúmu ári tók ég þá ákvörðun um að sækja um leiðsöguhund og með því færa mína hæfni, öryggi og sjálfstæði upp á hærra plan. Leiðsöguhundum er úthlutað einu sinni á ári af hinu opinbera og kostar hundurinn fullþjálfaður til landsins fjórar til sex milljónir. Aftur á móti hefur Blindrafélagið þurft að fjármagna hundana

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

H ÚSVÖRÐU R Isavia óskar eftir að ráða ábyrgan og úrræðagóðan einstakling í starf húsvarðar. Helstu verkefni felast í eftirliti með rekstri og ásýnd Keflavíkurflugvallar, viðbrögð vegna bilana eða annarra rekstrarfrávika sem og samskipti við hagaðila og starfsfólk Isavia. Um er að ræða vaktavinnu í krefjandi og líflegu umhverfi.

Hæfniskröfur

Við leitum bæði að einstaklingi í framtíðarstarf sem og til afleysinga í sumar, sjá nánar á isavia.is/atvinna. Æskilegt er að umsækjendur um framtíðarstarf geti hafið störf sem fyrst.

• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

• Iðnmenntun (t.d. rafvirki, rafeindavirki, vélvirki, húsasmiður) er skilyrði • Aldurstakmark er 20 ár • Góð kunnátta í ensku og íslensku er skilyrði • Góð tölvukunnátta er æskileg

Nánari upplýsingar veitir Jófríður Leifsdóttir deildarstjóri, jofridur.leifsdottir@isavia.is

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR: 7. M A R S

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Már Gunnarsson með hvíta stafinn og leiðsöguhund sem var fenginn að láni í þessari myndatöku.

og gefið ríkinu. Blindrafélagið hefur einungis fjármagn til að kaupa tvo hunda á ári og erum við átján á biðlista! Blindrafélagið er að selja leiðsöguhundadagatalið til styrktar verkefninu og erum við svo þakklát fyrir hvert selt eintak! En ef einhverjum dettur í hug sniðug leið til að setja hærra fjármagn í verkefnið til að grisja þennan átján manna biðlista sem lengist á hverju ári, má endilega hafa beint samband við mig og ég kem hlutunum áleiðis, eða hafa samband við Blindrafélagið. Sérfræðingar segja að blindur einstaklingur ásamt leiðsöguhundi, staf og farsíma með leiðsögubúnaði séu allir vegir færir,“ segir Már Gunnarsson í pistlinum. www.blind.is/is/vefverslun/leidsoguhundadagatalid


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRNARPISTILL

MAGNAÐAR LÍFSREYNSLUSÖGUR SUÐURNESJAMANNA

Víkurfréttir hafa í fjörutíu ár hitt Suðurnesjamenn sem hafa alltaf haft sögu að segja. Í þessu tölublaði segjum við meðal margs annars sögu sjómannsins, olíuflutingabílstjórans og þjóðlagasöngvarans Marteins Ólafssonar, Matta Óla. Í ítarlegu spjalli við segjum sögu hans í blaðinu og einnig að hluta í Suðurnesjamagasíni. Tálknfirski Sandgerðingurinn hefur tvisvar lent í sjávarháska þar sem hann var í verulegri hættu og varð síðan að hætta á sjó. Varð olíuflutningabílstjóri og reyndi við góðærið í eigin rekstri en lenti illa í því og tapaði aleigunni. Þá missti hann foreldra, eiginkonu og son á fjórum árum sem reyndi mikið á okkar mann. Hann náði sér út úr þungum raunum og segir okkur frá því. Í olíuakstrinum lenti hann svo í alvarlegu óhappi þegar hann velti stórum flutningabílnum með 40 þúsund bensínlítra í tönkunum. Vaknaði liggjandi í bílstjórasætinu, horfði til himins og hélt að hann væri kominn þangað. Þrátt fyrir ýmis áföll horfir hann björtum augum á tilveruna og segist aldrei hafa liðið eins vel. Hann er enn við olíuakstur en notar frítímann til að spila á gítarinn og gaf út sína þriðju hljómplötu 20. febrúar. Saga Matta Óla er lygileg en sönn engu að síður. Það var magnað að hitta hann og ljóst að hann býr yfir miklum styrk þrátt fyrir mörg áföll.

Í öðru viðtali í blaði vikunnar við Guðbjörgu Glóð kemur önnur mögnuð saga en þessi unga kona hefur nú í tuttugu ár rekið eina vinsælustu fiskbúð landsins, Fylgifiska. Guðbjörg er dóttir Loga Þormóðssonar heitins og Bjargeyjar Einarsdóttur en þau hjón voru frumkvöðlar í útflutning á ferskum fiski. Guðbjörg Glóð ræðir uppeldið, fráfall föður síns og rekstur fiskbúðarinnar og uppvaxtarárin í Keflavík við Eyþór Sæmundsson en ítrarlegra spjall þeirra má heyra í hlaðvarpinu Góðar sögur. Á erfiðum veirumtímum sveitarfélagaa birtist ljós í rekstri Reykjanesbæjar þegar bæjarstjórinn kláraði endurfjármögnun á 8 milljarða láni vegna fasteigna sem voru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Með endurfjármögnun sparast um 200 milljónir króna á ári næstu fimmtán árin. Grunnskólar, leikskólar og íþróttamannvirki verða í framhaldinu í eigu Reykjanesbæjar. Það er óhætt að segja að það hafi tekist vel til í endurreisn fjármála bæjarfélagsins á síðustu árum. Það féll eflaust í skugga heimsfaraldurs en í ljósi betri fjárhagsstöðu telja forrráðamenn bæjarfélagsins að það hafi gengið betur að takast á við afleiðingar veirunnar. Suðurnesjamenn hafa ekki verið alls kostar ánægðir með gang mála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á undanförnum

árum og áratugum. Ástæðurnar eflaust margvíslegar. Nú eru uppi hugmyndir hjá einkaaðilum á svæðinu að setja upp einkarekna heilsugæslustöð og spurði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins heilbrigðisráðherra út í afstöðu hennar til þess, hvort ekki væri tilvalið að fara þá leið en hún hefur gengið vel á höfuðborgarsvæðinu. Í svari ráðherra kemur fram að hún vill fara varlega í þeim efnum en leggur þó áherslu á að ljúka við byggingu nýrrar heilsugæslu HSS á næstu árum. Vitað er um mikinn áhuga hjá aðilum í Reykjanesbæ sem eru komnir vel á veg með vinnu í að koma á fót einkarekinni heilsugæslu í bæjarfélaginu. Eru komnir með húsnæði og eru bjartsýnir á verkefnið. Vonandi gengur það vel. Það er deginum ljósara að þörf er á aukinni heilsugæslu og það fyrr en seinna. Páll Ketilsson

80 ára og eldri fá boð í Covid-bólusetningu í þessari viku Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson

Allir Suðurnesjabúar 80 ára og eldri munu fá boð í Covid-bólusetningu í þessari viku frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Einnig verður hringt í viðkomandi. HSS biður aðstandendur fólks í þessum aldurshópi um að vera þeim innan handar og vera vakandi fyrir boðum sem send eru í síma.

Þá er einnig í boði, fyrir þau sem þess þurfa, að hafa samband við HSS og láta skrá sig sem aðstandanda. Bæði má hringja í síma 4220500 á dagvinnutíma, senda póst á hss@hss.is eða senda skilaboð á heilsugæslu í gegnum Heilsuveru. Munið að láta kennitölur beggja aðila fylgja með í skilaboðum og tölvupósti, segir í tilkynningu.

Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,

EINHILDUR STEINÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR lést þann 27. janúar 2021 í Noregi. Jarðaförin var haldin í kyrrþey 9. febrúar 2021. Innilega þakkir til allra sem veittu okkur samúð og vinsemd við andláti okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamömmu, dóttur, systur og frænku. Finn Boman Larsen Daníel Sigurðsson Lindsay Burkhart Georg Sigurðson

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

ERNA HÁKONARDÓTTIR Birkiteigi 35, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. mars kl.13.00 Innilegar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og D-deildar HSS. Hákon Örn Matthíasson Hildur Guðrún Hákonardóttir Ingibjörg Samúelsdóttir Guðmundur Óli Jónsson Karl Samúelsson Svanfríður Guðrún Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Ekkert jákvætt við að loðnan sé komin við Suðurnesin Loðnan er komin. Það ætti nú að gleðja marga og sjómenn á bátum bæði frá Grindavík og Sandgerði segja að loðna sé komin á miðin þarna og það þýðir að þeir þurfa að fara utar eða dýpka á línunni. Á árum áður var þetta mikil stemmning þegar loðnan kom. Loðna var fryst svo í frystihúsum víða um Suðurnes og bræðslurnar í Grindavík og Sandgerði höfðu nóg að gera við að bræða loðnuna sem kom á land – en því miður, þrátt fyrir að loðnan sé svo til í kálgörðunum hérna meðfram ströndinni þá skapar loðnan engar tekjur eða vinnu á Suðurnesjum – og er það frekar grátleg, sérstaklega ef horft er á það að þegar að loðna var fyrst veidd á íslandi þá var hún brædd á Suðurnesjum, nánar til tekið í Sandgerði. Núna er allri loðnunni sem er veidd siglt að mestu austur á Firði, til Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Já, frekar ömurleg staðreynd og hvað veldur? Fyrir það fyrsta varð gríðarlega mikill bruni í Fiskimjölsverksmiðjunni í Grindavík og var Samherji þá kominn inn í þann rekstur, við þann bruna eyðilagðist verksmiðjan og var að lokum rifin. Í Sandgerði var Njörður HF með verksmiðju sem síðan var seld til Snæfells HF. Síldarvinnslan á Neskaupstað kaupir síðan Snæfell hf. og lokar verksmiðjunni í Sandgerði en hélt eftir Helguvík sem síðan lokaði einnig. Sem sé ekkert jákvætt við að loðnan sé komin hérna við Suðurnesin en við skulum engu að síður hressa þennan pistil upp og skoða hvernig loðnu löndun var háttað hérna á Suðurnesjunum fyrir tuttugu árum síðan, árið 2001, og skoðum tímabilið frá 1. janúar til 28. febrúar.

Birtingur kemur með fullfermi af loðnu til Sandgerðis í eina tíð. Mynd: Reynir Sveinsson

Byrjum í Grindavík, þar landaði t.d. aflaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 4.448 tonnum í tveimur löndunum. Oddeyrin EA 210 landaði ansi oft á þessum tíma í Grindvík, kom með 6.725 tonn í tíu löndunum. Þessi bátur var mjög þekktur í Grindavík því hann var gerður út þar í yfir tuttugu ár og hét þá Albert GK 31. Sunnutindur SU 59 landaði alls 5.961 tonnum af loðnu í sjö löndunum í Grindavík og eins og Albert GK. Þá átti þessi bátur sér langa sögu í Grindavík, hét Víkurberg GK 1 og var gerður út frá Grindavík í yfir tuttugu ár. Seley SU 210 landaði 2.700 tonnum í fjórum löndunum en þarna var þetta skip komið í eigu Samherja og ári síðar var honum lagt. Lengst af þá hét þessi togari Sölvi Bjarnason BA 65 en var breytt í nótaskip árið 1996. Grindvíkingur GK 606 landaði 1.710 tonnum í tveimur löndunum, Þorsteinn EA kom með 3.657 tonn í þremur löndunum, Júpiter ÞH kom með 612 tonn í einni löndun. Alls eru þetta því 22.156 tonn sem komu á land í Grindavík af loðnu á þessu tímabili. Sandgerði, þar var Birtingur NK með 4.978 tonn í átta löndunum en þetta skip var lengst af Sighvatur Bjarnason VE. Þarna, árið 2001, var

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

báturinn kominn í eigu Síldarvinnslunar. Súlan EA kom með 1.807 tonn í tveimur löndunum. Alls eru þetta því 6.785 tonn af loðnu sem komu á land í Sandgerði á þessu tímabili. Síðan er það Helguvík en þar var komin nýjasta fiskimjölsverksmiðja á Suðurnesjunum í eigu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Mikið var um að vera í Helguvík. Þar komu Svanur RE með 3.140 tonn í fimm löndunum, Þórður Jónasson EA kom með 2.294 tonn í fjórum, Huginn VE gamli 2.776 tonn í fjórum, Áskell EA 48 3.674 tonn í fjórum en þetta skip hét lengst af Hákon ÞH, Bjarni Ólafsson AK 2.148 tonn í þremur, Ísleifur VE 2.117 tonn í tveimur, Guðmundur Ólafur ÓF 15.81 tonn í tveimur, Heimaey VE 1 431 tonn í einni löndun en þessi bátur var um 40 metra langur. Alls komu því land í Helguvík 18.161 tonn af loðnu og samtals á þessu tímabili á Suðurnesjunum komu á land um 47 þúsund tonn af loðnu. Núna, árið 2021, er loðnuaflinn samtals 0 tonn.


FJÖLMIÐILL SUÐURNESJA Útgáfa Víkurfrétta hefur sjaldan verið veglegri en einmitt síðustu vikur og mánuði

Auglýsingagerð

Við leggjum áherslu á vandað 24 síðna blað í hverri viku sem má

og einstaklinga, hvort sem er til birtingar í miðlum Víkurfrétta

nálgast á dreifingarstöðum okkar um öll Suðurnes. Ókeypis eintak af

eða í öðrum fjölmiðlum.

Víkurfréttir annast alla auglýsingagerð fyrir fyrirtæki og stofnanir

Víkurfréttum getur þú m.a. sótt í allar verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar á Suðurnesjum frá hádegi á miðvikudögum.

Streymi frá viðburðum og athöfnum

Rafræn útgáfa Víkurfrétta er aðgengileg frá þriðjudagsköldi á vf.is.

Víkurfréttir bjóða upp á beinar útsendingar frá viðburðum

Í rafrænu útgáfunni eru m.a. aðgengileg myndskeið með völdu efni.

á Suðurnesjum á samfélagsmiðlum. Þá annast Víkurfréttir steymi frá útförum úr kirkjum á Suðurnesjum

Vefsíður Víkurfrétta eru tvær

í samstarfi við Útfararþjónustu Suðurnesja.

Víkurfréttavefurinn vf.is er uppfærður daglega. Golfvefurinn kylfingur.is flytur nýjustu golffréttir allan ársins hring.

Loftmyndir með dróna Vantar þig loftmynd frá Suðurnesjum? Við hjá Víkurfréttum getum sett

Víkurfréttir eru í sjónvarpi

drónann á loft með skömmum fyrirvara og útvegað myndefni frá

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá á Hringbraut

Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum.

og á Víkurfréttavefnum vf.is. Um 300 þættir frá 2013. Sjónvarpsefni Víkurfrétta er einnig aðgengilegt á rás

Eldri blöð á timarit.is

Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.

Ef þú vilt grúska í sögu Suðurnesja, þá getur þú fundið öll tölublöð Víkurfrétta frá upphafi á vefnum timarit.is

STREYMI

PDF

BLAÐ

VEFUR

SJÓNVARP

AUGLÝSINGAGERÐ

DRÓNI

HAFÐU SAMBAND Í SÍMA 421 0000 EÐA Á VF@VF.IS

STREYMI


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Félagsmenn í fyrsta sæti „Samkaup í símann“ er nýtt App og ný lausn fyrir félagsmenn Kaupfélags Suðurnesja og leysir af hólmi félagsmannakort. Meðalfjölskyldan gæti fengið 50 þúsund króna í inneign á ári. Í tilefni þess að Kaupfélag Suðurnesja fagnar 75 ára afmæli innleiðir félagið nýja lausn fyrir félagsmenn sína í samstarfi við Samkaup hf. Kaupfélagið býður félagsmönnum sínum inn í framtíðina í gegnum „Samkaup í símann“. „Við hvetjum félagsmenn okkar að sækja smáforritið (appið) sem mun koma í staðinn fyrir félagsmannakortið. Samkaup í símann er mjög einfalt í notkun og er sannkölluð verslun við hendina. Þú borgar beint með símanum í verslunum Samkaupa um land allt, færð 2% inneign af allri verslun, safnar kvittunum og færð sérstök tilboð sem eru eingöngu í appinu,“ segir Skúli Þ. Skúlason, formaður KSK. Á næstu vikum verða reglulega dregnir út félagsmenn sem hafa sótt appið og virkjað það. Í vinning verða inneignir, 100.000 krónur hver vinn-

ingur. Einnig verða félagsmenn sem byrjaðir eru að nota það dregnir út og innkaupin verða endurgreidd með inneign inn á kortið. Hægt er að ná í forritið á App Store og Google Play. „Uppsetning er einföld og tenging er sjálfkrafa við vefþjón á kennitölu svo núverandi félagsmaður þarf ekki að aðhafast neitt frekar þegar hann nær í appið. Þegar hann mætir svo í verslunina opnar hann appið og framvísar því á kassa. Síðan er hægt að velja um að safna upp inneign en meðalfjölskylda gæti fengið 50 þúsund krónur í inneign á ári. Til viðbótar verða

félagsmönnum send mánaðarlega spennandi sértilboð,“ segir Skúli. – Eru fleiri möguleikar í boði? „Í grunninn er þetta uppsöfnunarkerfi þar sem félagsmannaafslættir fara í inneign sem er sýnileg á forsíðu appsins um leið og viðskiptum lýkur. Hægt er að innleysa hana við næstu viðskipti eða safna upp til betri tíma. Hægt er að tengja greiðslukort við kerfið og greiða með símanum. Stafrænar kvittanir koma inn á appið og hægt að fletta upp og fylgjast með. Möguleiki er að senda félagsmönnum tilkynningar og tilboð.“ Skúli segir félagsmenn eiga von á fleiru með þessum breytingum. „Samkaup er leiðandi fyrirtæki á mörgum sviðum en eins og með allt er nauðsynlegt að ná vel utan um það sem þú byrjar á. Þegar fram í sækir munum við bæta við mögu-

leikum eins og innkaupalistanum, sérsniðnum tilboðum, leikjum og fleiru.“ – Það er hægt að segja að þetta séu breytingar í takt við tímann. Er þetta heimatilbúin lausn? „Appið er hannað af Coop í Danmörku og aðlagað okkur. Við höfum lagt ríka áherslu á að treysta samstarfið við nágrannalöndin. Sjálfur hef ég setið í stjórn Euro Coop síðan 2012 en það eru samtök samvinnufyrirtækja á neytendasviði í nítján Evrópulöndum. Þar hafa myndast tengsl sem hafa auðveldað okkur frekara samstarf. Leiðtogar Samkaupa hafa í kjölfarið unnið markvisst með félögum okkar ytra á ýmsum sviðum sem stuðlað hefur að því að Samkaup hf. er í dag afar öflug skipulagsheild, rekur 60 verslanir um allt land og með höfuðstöðvar

hér í heimahaganum á Suðurnesjum.“ – Kaupfélagið fagnaði 75 ára afmæli á árinu 2020. Það er langur tími í verslun og þróun hröð á síðustu árum. Já, mikið rétt. Það hefur verið ótrúleg þróun á öllum sviðum á þessum tíma og kaupfélagið okkar verið hluti sögunnar. Áskorun okkar er að nútímavæða félagið og gera það eftirsóknarvert. Samvinna sem hugmyndafræði, burt sé frá dægurþrasi stjórnmálanna, verður alltaf mikilvægur þáttur í velferð og uppbyggingu hvers samfélags,“ segir Skúli Þ. Skúlason.

Páll Ketilsson pket@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Silja Dögg í starfshóp um RÚV Vilhjálmur Árnason. Mynd af Facebook-síðu Vilhjálms

Vilhjálmur Árnason sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sóst eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Vilhjálmur mun því etja kappi við Pál Magnússon sem leiddi listann í síðustu alþingiskosningum en Vilhjálmur segir það mikilvægt að ný kynslóð hasli sér völl og taki forystu í þeim verkefnum sem framundan eru. Á Facebook-síðu sinni segist Vilhjálmur hafa lagt mikið upp úr að rækta tengslin við fólkið í kjördæminu en þau hafi aldrei verið meiri en síðasta árið, þökk sé tækninni. „Ég veit að alltof margir eiga nú um sárt að binda enda hafa atvinnugeirar nánast lamast vegna heimsfaraldursins. Höggið er mörgum þungt. Á sama tíma er mikils virði að finna kraftinn sem býr í fólkinu í Suðurkjördæmi. Á þeim grunni byggjum við til framtíðar. Ég vil leggja allt mitt í endurreisn atvinnulífsins og fjölgun starfa. Það er stærsta verkefni stjórnmálanna næstu misseri og má ekki mistakast. Ég vil líka að fólkið í kjördæminu búi við öfluga heilsugæslu og mun berjast fyrir því af krafti að einkarekin heilsugæsla fái að blómstra hér eins og á höfuðborgarsvæðinu. Það er sú heilsugæsla sem mest ánægja er með þar, bæði hjá sjúklingum og starfsfólki. Við eigum að gera það sem virkar.“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, er ein þriggja þingmanna sem Lilja Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra, hefur falið að rýna lög um Ríkisútvarpið ohf. og gera tillögur að breytingum sem líklegar eru til að sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk RÚV. Mál RÚV hafa verið mikið í umræðunni í samfélaginu og á Alþingi, m.a. í tengslum við fjölmiðlafrumvarp ráðherra og stuðning við einkarekna fjölmiðla og umsvif RÚV á fjölmiðlamarkaði.

Fulltrúarnir munu einnig skoða m.a. eftirfarandi: • Rýna núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV og meta hvort þörf sé á endurskilgreiningu í ljósi breyttra samfélagsaðstæðna, tækniþróunar og vilja stjórnvalda til að varðveita og þróa íslenskt mál. • Leggja mat á hvernig Ríkisútvarpið geti sem best náð markmiði laga um stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. • Meta hvernig Ríkisútvarpið sinni best öryggishlutverki sínu, með upplýsingamiðlun um útvarp, öðrum boðleiðum og/eða samstarfi við aðra fjölmiðla. • Rýna gildandi kröfur og reglur um dreifikerfi Ríkisútvarpsins og hvort þörf sé á frekari uppbyggingu kerfisins eða grundvallarbreytingum á skipulagi dreifikerfismála. • Meta hvernig fjármögnun RÚV sé best komið, hvort núverandi fyrirkomulagi skuli haldið óbreyttu til framtíðar eða hvort breytinga sé þörf. Fulltrúar flokkanna eru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs – formaður hópsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þau mun nýta þær athuganir og skýrslur sem gerðar hafa verið á síðustu árum um stöðu RÚV og fjölmiðla og kanna hvaða sambærileg vinna hefur farið fram vegna annarra almannaþjónustumiðla í Evrópu. Ráðgert er að þau ljúki störfum eigi síðar en 31. mars 2021.

Heiða vill leiða VG í Suðurkjördæmi Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarkona, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. „Ég kom nýfædd heim að Ljótarstöðum í sauðburði 1978 og hef búið þar síðan. Ég tók við búi þar eftir stúdentspróf og búfræðinám 2001 og er þar í dag sauðfjárbóndi að atvinnu og starfa auk þess við rúning og fósturtalningar í sauðfé um allt land. Ég hef setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í alls tíu ár í vor og hef verið varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi á líðandi kjörtímabili. Mín helstu áherslumál í stjórnmálum og lífinu eru umhverfismál og virðing fyrir náttúrunni, jafnrétti og mannréttindi hvers konar og íslenskur landbúnaður. Að þessum málum og fleirum langar mig að vinna áfram innan raða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs,“ segir í tilkynningu frá Heiðu Guðnýju.

Eva Björk sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Lífsreynslusaga Matta Óla 30 ár frá Steindórsslysinu undir Krýsuvíkurbjargi

Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til næstu Alþingis kosninga. Hún rekur hótel Laka ásamt fjölskyldu sinni, er kennaramenntuð, með framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu, hefur sinnt formennsku fyrir Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga ásamt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sveitarfélögin á Suðurlandi.

Óskar formaður stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmis

Nýkjörin stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, á myndina vantar Davíð Brá Unnarsson. Mynd: Miðflokkurinn

FISKBARINN & HÓTEL BERG Heimsókn á glæsilegt hótel á Berginu í Keflavík

Ný stjórn var kjörin í Miðflokksfélagi Suðurlands á laugardaginn og var fundurinn haldinn á Zoom. Nýr formaður er Óskar Herbert Þórmundsson og aðrir í stjórn eru Sigrún Bates, Davíð Brár Unnarsson, Sverrir Ómar Victorsson, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Guðrún Svana Sigurjónsdóttir og Tómas Ellert Tómasson. Varamenn voru kjörnir: Magnús Haraldsson, Margrét Sigríður Jónsdóttir og Ragnar Anthony Antonsson Gambrell. Í kjörstjórn sitja: Ásdís Bjarnadóttir, Óskar Herbert Þórmundsson og Guðmundur Kristinn Jónsson. Varamaður er Egill Sigurðsson.

Á næstu vikum halda öll kjördæmafélög sína aðalfundi og má sjá yfirlit um þá fundi á heimasíðu flokksins xm.is. Mikill hugur er í Miðflokksfólki um land allt og undirbúningur kosninganna í haust er hafinn í öllum kjördæmum.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bátaflotinn í Bryggjuhúsið og nýjar sýningar í sölum Listasafns Reykjanesbæjar

Árið hefst af krafti í Duus Safnahúsum en síðastliðinn laugardag opnuðu þar tvær nýjar og spennandi sýningar. Nú má taka á móti 150 manns í húsunum enda er þar nóg pláss og heimsóknir snertilausar. Þá er ekki úr vegi að minnast á að ókeypis aðgangur er í húsin út mars og opið alla daga frá klukkan 12 til 17. Það er því um að gera fyrir bæjarbúa að bregða undir sig betri fætinum og líta við í Duus Safnahúsum á næstunni.

Fast þeir sóttu sjóinn – Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafnið hefur opnað endurgerða sýningu á bátalíkönum Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsinu. Sýningunni er ætlað að gefa gestum innsýn í þennan mikilvæga þátt í atvinnulífi Reykjaness, þar sem allt snerist í aldir og áratugi um fiskveiðar. Þá er upplifun í sjálfu sér að skoða einstakan bátaflota Gríms og fær

sýningin endurnýjun lífdaga í nýrri uppsetningu í rými sem skapar áhugaverða umgjörð um bátalíkönin. Á nýju sýningunni gefur að líta nánast öll módel Gríms í eigu Byggðsafnsins. Einnig verður sögu vélbátaútgerðar, hafnargerðar og skipasmíða í Keflavík og Njarðvík gerð skil. Sýningarstjóri er Eiríkur Páll Jörundsson, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar.

á og í ; Sýning Listasafnsins, á og í ;, samanstendur af nýjum verkum listamannanna Bjarkar Guðnadóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur og Yelenu Arakelow sem sérstaklega eru búin til fyrir sali Listasafns Reykjanesbæjar. Sýningin er unnin í samstarfi við Dansverkstæðið sem valdi Yelenu Arakelow, sjálfstætt starfandi danshöfund og dansara sem starfar á mörkum myndlistar og danslistarinnar, til liðs við nýja sýningu Listasafns Reykjanesbæjar. á og í ; er sýning séð út frá sjónarhorni mannslíkamans í gegnum fjölbreytta miðla. Myndverkin eru ólík en hverfast þó öll um þann skala sem líkaminn tekst á við daglega og skynjun manneskjunnar í manngerðu umhverfi. Nálgun listamannanna á viðfangsefnið færir áhorfandanum fjölbreytt sjónarhorn á umfjöllunarefnið, sem að þessu sinni er hugveran og þeir kraftar sem eru áþreifanlega mótandi fyrir manneskjuna í umhverfi hennar. Sýningin stendur til 21. mars og sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Guðbjörg Glóð er ekki Jónína hans Jóns

Ég man þegar ég var lítil og sá konunar koma labbandi úr frystihúsinu bognar og brotnar. Það var búið að setja fólk svo mikið niður fyrir að vera þarna. Þetta var ekkert spennandi. Þetta er óður til þessa fólks sem er búið að vinna baki brotnu í gegnum aldirnar ...

– Fiskidrottningin á einlægum nótum í hlaðvarpinu Góðar sögur annar,“ rifjar Guðbjörg upp. Ferlið var mikið ævintýri og erfitt að fjármagna verslunina til að byrja með. „Ég fann kraftinn undir mér. Mér fannst ég standa á brimbretti og stór alda væri undir mér. Ef það komu hindranir þá leystust þær bara einhvern veginn.“ Enn þann daginn í dag stendur Guðbjörg vaktina og elskar vinnuna sína. Hún þakkar fyrir það að vinna ekki á skrifstofu þegar hún stendur og sker niður ferskar kryddjurtir á hverjum degi.

Veikindin sem breyttu öllu Keflvíkingurinn Guðbjörg Glóð Logadóttir á stóran þátt í að breyta viðhorfi okkar Íslendinga gagnvart fiski. Á hennar æskuheimili komst lítið annað að þar sem sem frumkvöðullinn faðir hennar seldi fisk til Ameríku við matarborðið. Hún gekk með hugmyndina um Fylgifiska í maganum í áratug áður en hún lét til skarar skríða. Fisksalinn Guðbjörg var í viðtali hjá hlaðvarpinu Góðar sögur þar sem hún var á einlægum nótum. Hún ræðir þar æskuna í Keflavík og viðskipti auk þess sem hún deilir sögu föður síns sem fékk heilavírus tæplega fimmtugur og varð aldrei samur eftir það.

Fiskurinn sem eitt af systkinunum Hún rifjar upp æskuárin í Keflavík þar sem hún lék sér í fjörunni, móanum, trönum og við gamla bragga. Hún á hlýjar minningar frá æskuárunum. Hún minnist þess að hafa hjólað á miðilsfundi hjá Sálarrannsóknarfélaginu og grúskað mikið í andlegum málefnum sem barn. Foreldrar hennar áttu og ráku fiskverkunina Tros í Sandgerði þegar Guðbjörg var barn. Hún fór svo sem unglingur að vinna þar og kynntist því öllum hliðum fiskvinnslu ung að aldri. „Fiskurinn var alltaf rosalega stór huti af fjölskyldulífinu. Við höfum stundum talað um fyrirtækið sem eitt af systkinunum. Það var alltaf verið að tala um það og fylgjast með því. Það tók pláss við matarborðið.“

Faðir hennar, Logi Þormóðsson, var frumkvöðull í útflutningi á ferskum fiski með flugi á Bandaríkjamarkað. Guðbjörg segir föður sinn hafa verið mjög líflegan karakter sem smitaði þau systkinin af vinnusemi og virðingu fyrir fiskinum. „Foreldrar mínir voru gríðarlega stolt af því að vinna með fisk. Það var ríkjandi viðhorf að fólk sem vann í fiski væri eitthvað annars flokks, þetta gramdist mér alveg svakalega. Mér var kennt að undirstöðuatvinnugrein Íslendinga væri fiskur.“

Fór ekki til Bandaríkjanna til að taka við peningum Árið 1992 fer Guðbjörg til Boston þar sem hún fór að vinna í fiskbúð hjá viðskiptafélaga föður hennar. Hún fór algjörlega á eigin forsendum og vann eitt sumar. „Þegar ég svo kem út þá er algjör kynjaskipting í búðinni. Mér var bara plantað á kassa. Á ég að vera hér? Ekki séns! Ég var þrjá daga á kassanum og þá fékk ég að afgreiða fisk með strákunum, ég held að ég hafi verið fyrsta konan sem vann þeim megin við borðið.“ Þessi dvöl varð svo kveikjan að Fylgifiskum seinna meir. Guðbjörg fór síðar að nema sjávarútvegsfræði á Akureyri þar sem þessi hugmynd fylgdi henni í mörgum verkefnum. „Ég vil gera störf þeirra sem hafa unnið í fiski á undan okkur merkileg. Mér finnst það svo mikilvægt. Ég man þegar ég var lítil og sá konunar koma labbandi úr frystihúsinu bognar og brotnar. Það var búið að setja fólk svo mikið niður fyrir að

Fiskurinn var alltaf rosalega stór huti af fjölskyldulífinu. Við höfum stundum talað um fyrirtækið sem eitt af systkinunum. Það var alltaf verið að tala um það og fylgjast með því. Það tók pláss við matarborðið ...

vera þarna. Þetta var ekkert spennandi. Þetta er óður til þessa fólks sem er búið að vinna baki brotnu í gegnum aldirnar.“ Þegar Guðbjörg fór svo að ferðast meira sá hún að annars staðar var viðhorfið jákvæðara og betra gangvart fiski. Árið 2002 stofnaði hún svo Fylgifiska sem var mikil bylting á þeim tíma. „Ef ég geri þetta ekki núna þá gerir þetta bara einhver

Í viðtalinu talar hún á opinskáan hátt um föður sinn sem varð annar maður eftir að hafa fengið heilavírus. „Við áttum ofsalega náið samband. Hann hvatti mig gríðarlega og kom því til skila að ég gæti hvað sem er,“ segir Guðbjörg. Eftir veikindi hans árið 2000 breytist mikið í lífi fjölskyldunnar. „Hann kom aldrei almennilega til baka. Við fengum bara skugga af honum en líka annan mann. Maður þurfti að kynnast honum upp á nýtt en hann varð eiginlega maðurinn sem hann þoldi ekki,“ en Guðbjörg segir það hafa verið sársaukafullt fyrir fjölskylduna að horfa upp á þennan sterka mann glíma við þessi veikindi. „Þetta kennir manni samt svo margt. Þetta getur komið fyrir hvern sem er og þú veist aldrei hvert lífið tekur þig næst.“

Hugleiðir og hreyfir sig daglega Guðbjörg ræðir einnig breytingar á lífstíl sínum en hún var ekki vön að hreyfa sig og var að vinna mikið. „Ég fann bara að ég var að deyja, það var voðalega lítið líf eftir á mælinum. Gleðin var eiginlega að hverfa,“ en Guðbjörg beitti bæði hugleiðslu og hreyfingu til þess að koma sér á beinu brautina. Með hreyfingunni fór hún hins vegar að leyfa sér meira í mataræðinu. „Ég hélt sko ekki að ég væri fíkill á sælgæti en ég komst að öðru. Ég hefði ekki trúað því hvað var erfitt hætta að nasla á kvöldin. Í heila 45 daga var þetta hrikalega erfitt og eins og versta detox. Stundum var þetta eins og atriði í myndinni Trainspotting.“ Guðbjörg ræðir líka hörkuna og mýktina í sjálfri sér sem stundum takast á „Ég fæddist rosalega lítil, krullhærð, með blá augu. Ekki það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um hörkutól. Ég var svo staðráðin í því að ég skyldi ekki láta neitt stoppa mig. Það var lag sem hét „Ég er maðurinn hennar Jónínu hans Jóns,“ það sat mjög í mér. Ég ætlaði sko ekki að vera konan hans Jóa eða Geira eða hver sem það er, ég ætlaði sko að vera ég.“ Viðtalið má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum og á vefsíðunni Reykjanes.is


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Horfðum á járnið í skipinu rifna eins og pappír Sjómaðurinn Matti Óla hefur komist í hann krappann á sjónum, lent í sjávarháska tvisvar en líka tekið þátt í björgun tveggja skipverja. Upplifunin að vera í brú Steindórs GK berjast um í brimi undir Krýsuvíkurbjargi, fyrir 30 árum, markaði líf Matta Óla. Hann átti síðan eftir að tapa aleigunni í hruninu, upplifa erfiða ástvinamissi og loks að lenda í því að velta olíuflutningabíl í Ísafjarðardjúpi. Þá hélt Matti að hann væri dáinn.

Marteinn Ólafsson eða Matti Óla flutti með stórri fjölskyldu sinni frá Tálknafirði til Sandgerðis þegar hann var 15 ára gamall. Hann fór strax á sjóinn og í einum af fyrstu túrunum lenti hann í sjónum ásamt tveimur öðrum af fimm manna áhöfn. Þeir komust aftur um borð enda veður gott en nokkrum árum síðar tók hann þátt í björgun tveggja skipverja á trillu í aftakaveðri utan við Sandgerði í október 1987. Ekki liðu nema fjögur ár þar til Matti var kokkur á Steindóri GK sem strandaði undir hrikalegu Krísuvíkurbjargi 20. febrúar 1991. Öllum var bjargað giftusamlega en Matti átti ekki afturkvæmt á sjóinn eftir að hafa slasast í óhappinu. Var frá vinnu í nokkur ár þar til hann fór að keyra olíubíla. Hann fór líka í tónlistarnám og 20. febrúar, þegar 30 ár voru frá slysinu undir Krýsuvíkurbjargi gaf hann út sína þriðju hljómplötu. Matti Óla segir okkur hér frá óskemmtilegri reynslu á sjónum en líka frá ánægjulegu atviki þegar hann tók þátt í björgun tveggja skipverja úr trillu, erfiðleikum eftir bankahrun og ástvinamissi og loks þegar hann velti stórum olíuflutningabíl. Þá hélt Matti að hann væri dáinn. Matti Óla þetta eru skemmtileg tímamót hjá þér, þú ert að gefa út þína þriðju plötu núna 20. febrúar, en það er óhætt að segja að tímamótin séu svolítið sérstök. Fyrir 30 árum síðan lentirðu í alvarlegu at-

viki á sjó, viltu segja okkur kannski aðeins frá því? „Já, þetta eru tímamót, 30 ár eru náttúrulega langur tími. Það mildast margt með aldrinum, en í minningunni þá var þetta alveg gríðarlega

erfiður tími. Við ströndum þarna undir Krýsuvíkurbjargi, 20. febrúar 1991. Aðstæðurnar þarna voru mjög slæmar, það hafði verið sunnanátt og hann var að snúa sér um nóttina í norðanátt, sem gerir það

„Ég er hengdur í sigólina og hífður frá borði. Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu fyrr né síðar og á vonandi aldrei eftir að upplifa svona aftur. Þarna áttaði maður sig á því að maður var hólpinn“

að verkum að það myndast mikið niðurstreymi fram af bjarginu. Sem kemur svo á móti öldunni, svo það myndast alveg gríðarlegt brim í fjörunni og við lendum þarna upp í bjarginu. Og það var bara skelfilegt í einu orði sagt. En þetta voru vanir menn um borð, og ein kona, Vigdís, vinkona mín og barnapía hjá okkur fjölskyldunni. Það var aldrei neitt óðagot sem greip um sig vegna þess að þetta snerist bara um að bjargast. Ég held að enginn okkar hafi verið hræddur á meðan á þessu stóð. Ég veit ekki almennilega hvernig á að koma orðum að því, en á meðan á þessu stendur eru allir einhentir að því að komast af, og það er ekki fyrr en eftir á sem áfallið kemur, og þegar menn fara að átta sig á því hvernig aðstæður voru.“ Giftusamleg björgun við hrikalegar aðstæður? „Já, þetta var alveg feiknamikið afrek sem þyrlusveitin vann þarna, við að bjarga okkur. Þetta var okkar eini möguleiki, við áttum engan annan möguleika undir þessum kringumstæðum. Til að lýsa í grófum dráttum hvað það er sem gengur á, að aflið er svo mikið að þú stendur ekki undir því. Þú bara koðnar niður, þegar höggin koma, þá bara gefur líkaminn sig og þú bara koðnar niður eins og deig. Þú gast ekki haldið þér, það var ekki nokkur möguleiki. Þú varðst að reyna að skorða þig einhvern veginn af. Og það var það sem við gerðum. Við horfðum á járnið í skipinu bara rifna eins og pappír fyrir augunum á okkur. Flettast í sundur.“ Hvar voruð þið í skipinu? Við vorum uppi í brú. Það var náttúrulega gríðarlega margt sem gekk á meðan á þessu stóð og brotin gengu yfir okkur hvert á fætur öðru. Það náttúrulega brotnaði allt sem brotnað gat, brúin fylltist af sjó en sem betur fer komumst við í flotgallana. Um leið og við komumst upp í brú þá komumst við í flotgallana sem ná að halda á okkur hita, sem hjálpar okkur að halda krafti, því það gengur gríðarlega fljótt á orkuna við svona kringumstæður.“ Maður getur ímyndað sér að tíminn sé lengi að líða við svona aðstæður en björgunin gekk hratt fyrir sig er það ekki? „Jú, þegar að til kom þá gekk hún mjög hratt fyrir sig. Það er náttúrulega mjög margt sem gengur á þarna og eitt af því sem gerist er að við náum að senda út neyðarkall áður en allt rafmagn slær út á skipinu. Svo líður tíminn og við vitum ekkert hvort einhver hafi heyrt neyðarkallið. Við fréttum ekki af því fyrr en seinna að neyðarkallið komst til skila og það voru skip sem voru þarna fyrir utan og þau biðu utan við brimgarðinn. Eins og þau sáu þetta og menn lýstu því, þá töldu þeir enga möguleika að nokkur maður væri á

lífi um borð í skipinu þar sem það veltist um í briminu. En sem betur fer að þá komst neyðarkallið til skila og þyrlusveitin brást við. Ég er nú ekki með það alveg á hreinu hvað þetta eru margar mínútur, en þetta er einhver klukkutími sem líður þar til þyrlan kemur á svæðið. Og þegar þyrlan kemur, þá heyrum við í henni í gegnum brimskaflana, heyrum hana fljúga yfir og svo hverfur hljóðið. Við vorum alveg pottþétt á því að hún hefði ekki fundið okkur. Þetta væri bara búið. Þá flugu þeir yfir, skoðuðu aðstæður og svona mátuðu sig við þetta, flugu svo upp á bjargið og losuðu sig við allt lauslegt úr þyrlunni, meðal annars eldsneyti. Tveir úr áhöfninni fóru úr þyrlunni, með sjúkrabörur og annað, til að létta þyrluna, vegna þess að það var svo mikið niðursog með bjarginu að þyrlan hafði ekki afl til að halda sér á lofti ásamt því að bjarga okkur. Síðan komu þeir aftur og það var þvílíkur léttir að það er ekki hægt að lýsa því með orðum, að heyra hana koma aftur. Síðan hefjast björgunaraðgerðir. Þeir svífa yfir okkur, og þegar maður horfði upp, þeir voru neðan við bjargbrúnina, manni fannst eins og spaðarnir væru að snerta bjargið, þeir voru svo nálægt bjarginu. Þeir slaka niður tauginni og þá þurftum við að komast úr brúnni og út á brúarvænginn, til að komast í taugina. Og það var miklu meira en að segja það. Við hjálpuðumst að við það. Ég hafði lent í hnjaski þarna um borð og var dálítið illa á mig kominn. Það höfðu fallið saman hryggjarliðir og ég var svolítið kvalinn og ég fer fyrstur. Ég er hengdur í sigólina og hífður frá borði. Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu fyrr né síðar og á vonandi aldrei eftir að upplifa svona aftur. Þarna áttaði maður sig á því að maður var hólpinn. Þeir


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

„Aflið er svo mikið að þú stendur ekki undir því. Þú bara koðnar niður, þegar höggin koma, þá bara gefur líkaminn sig og þú bara koðnar niður eins og deig. Þú gast ekki haldið þér, það var ekki nokkur möguleiki. Þú varðst að reyna að skorða þig einhvern veginn af. Og það var það sem við gerðum. Við horfðum á járnið í skipinu bara rifna eins og pappír fyrir augunum á okkur. Flettast í sundur.“

TF-SIF ferjaði skipverja upp á Krýsuvíkurbrún.

í stöðunni fyrir okkur en að fylgja þeim eftir, því okkur leist bara engan veginn á þetta. Þegar við erum komir áleiðis inn í rennuna þá kemur þetta rosalega brot og við fáum það að hluta til á okkur þannig að hann leggst alveg á hliðina hjá okkur báturinn. Við sjáum brotið halda áfram þegar við erum að rétta skipið af og það lendir á Birgi og hann var bara eins og korktappi. Báturinn lyftist upp og hann bara snerist í loftinu og lenti með möstrin ofan í sjó. Það braut alveg látlaust.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

hífa mig upp í þyrluna og koma mér um borð. Ég sit þarna og þeir eru að slaka ólinni niður aftur og sækja næsta skipverja sem er Vigdís og ég er að fylgjast með þeim á meðan ég ligg þarna á gólfinu í þyrlunni. Það var ótrúlegt. Maður sér þetta ekki einu sinni í bíómynd. Þeir voru svo einbeittir og þyrlan hreyfðist ekki fet. Hún var bara kyrr og manni fannst maður geta snert bjargið. Síðan kemur Vigdís kom upp og þá hafði þyrlan ekki afl í meira, þegar við vorum komin tvö um borð. Þá þurftu þeir að fara með okkur upp á bjargið. Til þess að ná henni af stað þurftu þeir að steypa þyrlunni niður, þeir náðu ekki að lyfta henni upp.

Svo sleikti hún brimgarðinn, flaug síðan upp á bjargið og lét okkur þar niður. Þar var tekið á móti okkur og svo fór hún og sótti hina. Svona gekk þetta, hún náði okkur í þremur ferðum, við vorum átta. Lukkan var með okkur þennan dag.“ Er þér oft hugsað til þessa atburðar? Ég sé að þetta fær svolítið á þig. „Já auðvitað gerir það það. Þetta hafði gríðarleg áhrif, og allt sem kom í kjölfarið á þessu. Sævar bróðir var skipstjóri þarna um borð og hann á náttúrulega lokaorðið í öllum ákvörðunum sem teknar eru um borð og hann tekur alltaf rétta

Trillan Birgir RE 230 gjöreyðilagðist utan við Sandgerði en Matti Óla og félagar hans björguðu skipverjunum tveimur.

„Við sjáum brotið halda áfram þegar við erum að rétta skipið af og það lendir á Birgi og hann var bara eins og korktappi. Báturinn lyftist upp og hann bara snerist í loftinu og lenti með möstrin ofan í sjó. Það braut alveg látlaust.“

ákvörðun. Þetta er einhvern veginn þannig, hann er bara einstaklega vel af manni gerður. Heldur ró sinni og undir svona kringumstæðum, þú veist, það má ekkert út af bera. En þú átt fleiri sérstök atvik í þinni sjómennsku sem varði í um 20 ár er það ekki? Þið bræður náðuð að vera hinum megin við borðið þegar þið björguðuð tveimur sjómönnum sem að voru í vandræðum út frá Sandgerði, fjórum áður áður, 1987. „Já, við vorum mikið saman til sjós, bræðurnir og það var náttúrulega einstaklega gott að vera með honum til sjós honum Sævari, hann er svoddan ljúfmenni. Það er þannig að þetta er um haustið 1987, í byrjun október. Við höfðum verið á veiðum hérna sunnan af landinu, og vorum á leið í land þegar aftaka veður skellur á. Bara eins og hendi væri veifað, norðvestan stórviðri. Sem er versta átt sem þú getur fengið ef þú ætlar í innsiglinguna í Sandgerði. Þar sem við erum að skríða með landinu og áleiðis í land, þá held ég að Sævar hafi nú verið búinn að taka ákvörðun um að fara fyrir Garðskagann og fara inn í Keflavík. Þá siglum við fram á Birgir RE 230, 11 tonna trillu, á leiðinni í land, þar sem hann er að berjast í stórsjó. Þá höfðu þeir mjög líklega verið út á skerjum, þeir voru mikið þar. Við reyndum að kalla í þá en þeir svara okkur ekki. Sævar ákveður að fylgja þeim eftir og sjá hvernig þeim reiðir af. Svo þegar við erum að koma fyrir rennuna í Sandgerði, þá tekur Svanur heitinn, sem átti trilluna og var skipstjórinn um borð, ákvörðun um að fara inn í rennuna, frekar en að fara fyrir Garðskagann. Það var byrjað að brjóta saman í rennunni. Hann fer upp í rennuna, og það var ekkert annað

Á þessu augnablki tók Sævar ákvörðun um að sigla á eftir honum, fara upp að honum og gera allt sem hægt væri til að bjarga mönnunum. Hann rekur inn rennuna og upp á eyrina sem er bara brimgarður og þetta gerist náttúrulega allt mjög hratt. Við förum á eftir þeim, annar maðurinn er í sjónum og þetta var eins og snjóbylur. Þú áttir fullt í fangi með að hafa augun opin því það frussaðist á þig alveg látlaust. Annar maðurinn er í sjónum og við náum að sigla að honum og reynum að henda til hans björgunarhring en hann sér ekkert og heyrir ekki í okkur. Við þurfum að gera einar tvær tilraunir og svo náðum við að henda hringnum í hann. Þá áttar hann sig og nær að setja höndina ofan í hringinn en hann var orðinn svo máttfarinn að hann gat ekkert meir. Við náðum, mjög varlega, þar sem hann hékk í hringum, að toga hann til okkar og koma höndum á hann og um borð. Það er sagt að menn verða þungir þegar þeir blotna, það er sko

að bryggju. Þar biðu sjúkrabílar og fólk sem tók á móti okkur og tók við mönnunum. Annar þeirra var mjög máttfarinn. Það var bara spurning um sekúndur, ekkert annað. Skipið okkar fór beint í slipp á eftir og við vorum frá í einhverjar vikur vegna viðgerða. Þarna tók Sævar skipstjóri margar ákvarðanir á augabragði sem allar gengu upp. Allar.“ Svo þú upplifir þarna tvö gríðarstór atvik í þínu lífi á sjónum, bara ungur maður en það var ekki allt. „Já, ég geri það og ekki þau fyrstu. Ég byrjaði til sjós þegar ég var fimmtán ára. Þá lenti ég í sjónum í fyrsta skiptið. Þá vorum við að toga. Við vorum á humartrolli út frá Sandgerði og vorum að toga yfir hól sem kallast skeljabingurinn og fórum að einhverjum hluta yfir hann. Sem gerði það að verkum að trollið var fullt af skel þegar við erum að taka á því og þetta var á þeim tíma að það voru ekki komnar þessar nútíma græjur, spil og allt sem er í dag. Þetta var meira og minna tekið á höndum. Sem sagt, þegar trollið er komið upp og við erum að vinna við að þurrka belginn, erum á síðunni og erum að nýta ölduna til að þurrka það, kemur djúp alda og lyftir vel undir. Ég og skipstjórinn, Guðjón Bragason, flækjumst í netinu og förum út með netinu. Við erum fimm á skipinu. Við flækjumst í netinu og bara svífum. Sem betur fer þá losnum við strax úr netinu en við svífum út í sjó. Þórsi vinur minn er frammi á forgálganum og hann hleypur aftur eftir og ætlar að bjarga okkur en stígur í netið

„Við erum fimm á skipinu. Við flækjumst í netinu og bara svífum. Sem betur fer þá losnum við strax úr netinu en við svífum út í sjó. Þórsi vinur minn er frammi á forgálganum og hann hleypur aftur eftir og ætlar að bjarga okkur en stígur í netið og svífur út á eftir okkur. Það voru tveir eftir um borð en þrír í sjónum.“ engin lygi. Við vorum þrír karlmenn á besta aldri og við áttum fullt í fangi með að koma karlinum um borð. En það hafðist. En þá var trillan á hvolfi hinum megin við okkur og Svanurhékk á skrúfunni á henni. Þetta gerist allt mjög hratt en við snerum okkur beint að því að reyna að bjarga honum og það tekst. . Skipið okkar rekur alveg upp að flakinu og við náum að rétta honum björgunarhringinn. Hann nær að smokra honum utan um sig og við náum að toga hann til okkar. Hann ætlaði ekki að vilja sleppa bátnum. Við þurftum að kalla í hann margoft „slepptu bátnum, slepptu!“ Svo sleppti hann honum á endanum og við náðum honum til okkar. En þá var ekki allt búið. Þá áttum við eftir að komast út úr brimgarðinum aftur og upp í rennuna, til að komast í land. Á því augnabliki þegar við erum að snúa og fara inn í rennuna aftur þá tökum við tvívegis niður í brimgarðinum og það bara lemur alveg upp í skipið. En við komumst inn í rennuna aftur og

og svífur út á eftir okkur. Það voru tveir eftir um borð en þrír í sjónum. Sem betur fer endaði það vel, það var mjög gott veður og við náðum að komast um borð aftur. En þetta hafði svolítil áhrif á mig. Þetta gerði það að verkum að ég var einhvern veginn alltaf varkár til sjós.“ Er ekki tekið neitt sérstaklega á því þó 15 ára peyi lendi í sjónum? „Maður bara fór og skipti um föt og svo hélt dagurinn bara áfram, þetta var ekkert flókið sko. Þannig var þetta bara. Það var ekkert gert neitt mikið mál úr þessu. Jú, jú, menn höfðu gaman að þessu, sérstaklega ef menn fengu sér í glas og svona, þá var gert grín að þessu. En auðvitað var þetta alvarlegt mál þannig séð og mikil eldskírn.“ Páll Ketilsson pket@vf.is

FRAMHALD Í NÆSTU OPNU


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hver einasti dagur var gríðarlegt átak

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

n Missti konu, foreldra og son á fjórum árum n Tapaði aleigunni í bankahruninu

Matti Óla á ekki bara erfiða lífsreynslu að baki á sjónum því hann tapaði öllu sem hann átti í bankahruninu, missti marga ástvini og var síðan mjög heppinn að halda lífi þegar hann velti stórum olíuflutningabíl með 40 þúsund lítra af bensíni í Ísafjarðardjúpi.

Fyrrverandi sjómaður og núverandi trukkabílstjóri? Þú vinnur við að koma olíu á milli landshluta? „Já, ég þurfti að gera eitthvað, gat ekki bara hangið og veslast upp. Ég ákvað að fara og taka meiraprófið. Svo bara stökk ég út í djúpu laugina og lét reyna á hvort það væri ekki hægt að nota mig eitthvað í því. Ég kemst inn hjá Esso á Keflavíkurflugvelli, í Knútsstöð, sem þá var. Ég er búinn að vera í olíunni síðan, frá árinu 1997. Fljótlega eftir að Esso er lagt niður og N1 tekur þetta yfir, þá flyt ég mig til, fer til Skeljungs í Reykjavík, og fer að flytja eldsneyti um allt land og er búinn að vera í því síðan. Finnst það frábært, ég þekki fólk um allt land og er alltaf hittandi nýja karaktera.“ En það var ekki alveg eins skemmtilegt hjá þér í bankahruninu? „Já, ég fékk þá flugu í höfuðið að verða sjálfstæður í þessum bransa. Var samt með annan fótinn í olíunni, þeir segja að ef þú byrjar í olíunni þá ertu bara þar. Þú hættir ekkert í því, þetta er svo þægileg vinna. En ég kaupi mér minn eigin bíl og vagn og fer að harka í þessu öllu saman. Þetta er 2007. Ég varð að taka þátt í þessu.“ Taka þátt í góðærinu? „Já já, maður var að tapa einhverju. Það vöknuðu allir hvern morgun og fannst þeir vera að tapa á einhverju því það voru allir að græða alls staðar. Og ég ákvað að taka þátt í þessu og legg til pening í lítið fyrirtæki, tek erlent lán til að fjármagna þetta. Það gengur alveg gríðarlega vel en botnlaus vinna. Ég var að keyra sem verktaki fyrir hina og þessa og að vinna fyrir Skeljung líka. Svo vaknaði maður bara einn daginn og veröldin var hrunin. Maður átti útistandandi fullt af peningum. Þeir voru bara frosnir og maður náði ekkert í þessa peninga. Það segir sig auðvitað sjálft að ég þurfti að standa við mínar skuldbindingar og reyndi það eftir fremsta megni. Ég lagði bílnum, fór að vinna sem launþegi hjá Skeljungi áfram, lagði alla mína peninga, hverja einustu krónu, í fyrirtækið til að reyna að halda þessu gangandi. Það gekk bara ákveðið lengi. Svo hrundi veröldin. Þetta var bara búið og ekkert elsku mamma hjá bankanum. Það er engin gæska í gangi þar. Þeir líta ekkert á þetta sem einhverja keðjuverkun, þú þarft bara að standa í skilum. Það var gengið á mann og þetta endaði þannig að

fyrirtækið var gert upp og ég tapaði því. Tapaði fullt af peningum og tapaði húsinu. Þetta var auðvitað gríðarlega erfitt og hjónabandið þoldi þetta ekki. Við skiljum og það erfiðasta í þessu öllu saman er að í kjölfarið á þessu veikist konan, fyrrverandi konan mín. Hún fær krabbamein. Það líður ekki nema rúmt ár þar til hún deyr. Þetta var svo ótrúlegt að þetta náði ekki nokkurri átt. Fram að því að konan mín dó hafði ég samið við bankann um að halda áfram að greiða af fyrirtækinu. Ég var í persónulegri ábyrgð fyrir ákveðinni skuld hjá fyrirtækinu, sem voru auðvitað mistök. Þegar konan mín dó gekk ég inn í bankann til bankastjórans og ég sagði við hann: „Ég er hættur að borga þér. Ég ætla aldrei að borga þér eina einustu krónu héðan í frá. Þú ræður hvernig þú tekur á þessu máli en héðan í frá borga ég þér ekki eina einustu krónu.“ Síðan gekk ég út og hef ekki greitt þeim eina einustu krónu síðan. Þeir viðhalda þessari skuld og það er bara þeirra.“ Og er hún þarna í bankanum ennþá? „Já já, það er enginn gæska þar sko. Ég hefði getað farið og lýst mig gjaldþrota. Ég tók ákvörðun að gera það ekki, ég bara á ekkert. Ég hef aldrei lifað betra lífi, samt á ég ekki neitt. Þrátt fyrir allt, öll þessi áföll hef ég verið alveg gríðarlega heppinn. Ég lifi ofboðslega góðu lífi og er sáttur við lífið og tilveruna þrátt fyrir allt. Konan mín dó árið 2012. Svo deyja foreldrar mínir 2013 og 2014 og svo árið 2015 deyr sonur minn. Þá var þetta orðið mjög mikið, ofboðslega erfitt.· Hvernig var að vinna sig úr því? „Þetta voru gríðarleg áföll. En lífið heldur bara áfram, það er bara þannig. En þetta var bara þannig að hver einasti dagur var gríðarlegt átak. Alveg bara skelfilegt. Bara að vakna og komast í gegnum daginn var alveg gríðarlega erfitt. Fljótlega eftir að sonur minn deyr var það afrek að komast í gegnum daginn. Ég þurfti að gera eitthvað, ég gat þetta ekki. Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég gat svolítið stjórnað hugsunum mínum með önduninni. Þetta voru gríðarlega erfiðar hugsanir og þegar þær hellast yfir mann verður þetta svo yfirþyrmandi. Ég fann það út að með önduninni náði ég að brjóta upp hugsanir mínar. Bara með því að draga djúpt andann, halda honum niðri í mér og slaka vel á, þá náði ég að brjóta mig út úr þessum hugsanagangi sem var í gangi í höfðinu á mér. Þannig náði ég að komast í gegnum þetta. Með því að nota þetta leið alltaf lengri og lengri tími milli þess sem þetta helltist yfir mig. Smátt og smátt náði ég tökum á þessu og ég áttaði mig á því um hvað lífið snýst. Þetta snýst ekki um þetta góðæri og þessa botnlausu efnishyggju. Hún skiptir engu máli. Bara engu. Heldur bara njóta hvers dags. Með fólkinu sínu. Með börnunum sínum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Í dag hef ég það alveg gríðarlega gott og líður feiknarlega vel.“

Frá slysstaðnum í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Hafþór Gunnarsson

Bíddu, ætli ég sé dáinn? Eftir að hafa keyrt stóra olíuflutningabíla í tæp tuttugu ár lenti Matti Óla í ótrúlegu óhappi í Ísafjarðardjúpi með 40 þúsund lítra af bensíni í tönkunum. Hann missti stjórn á bílnum sem endaði á stórum kletti. Þar rankaði Matti Óla í bílstjórasætinu, horfði upp til himins og hélt að hann væri kominn yfir móðuna miklu. „Já, ég hef starfað núna í áratugi við að flytja olíu um landið, og það eru tvær gerðir af bílstjórum. Það eru þeir sem hafa velt þessum bílum, og þeir sem hafa ekki gert það. Ég er í fyrri hópnum. Ég hef velt svona bíl. Það var í janúar 2012 og ég var á ferðinni inni í Ísafjarðardjúpi. Það er komið fram á kvöld, vegurinn er auður en það er rigningarúði. Búið að vera fínasta færi, en svo kem ég inn í Hestfjörð og er að koma inn í botn á firðinum þegar ég er allt í einu kominn út á svartan ís, alveg rennandi blautan svartan ís. Ég finn bara hvernig ég er að missa bílinn, sem betur fer var ég ekki á mikilli ferð, ég var ekki á nema svona 60-70 kílómetra hraða, en á fulllestuðum bíl, með yfir 40 þúsund lítra af bensíni í bílnum. Ég er að slást við bílinn og finnst ég vera að ná tökum á honum, þá kemur svona smá hnykkur á hann og þá finn ég það, og maður gerði sér alveg grein fyrir því, að þá var ég er búinn að missa bílinn. Það var bara þannig. Bíllinn snýst á götunni og það er klettur beint á móti, ég sé bara hvernig hann kemur æðandi á móti mér. Það kemur svona augnablik, ég var samt alveg sallarólegur. „Jæja, þá er þetta búið kallinn minn.“ Og ég keyri beint inn í klettinn og hann var bara þverhnípt stálið.

En ég var svo heppinn að vagninn var ekki alveg beint á eftir bílnum. Sem gerir það að verkum að þegar ég keyri inn í klettinn, þá ýtir vagninn bílnum til hliðar og skautar svo með honum. Ef hann hefði verið beint fyrir aftan, þá hefði hann kramið mig upp í klettinn. En hann snýst, fer til hliðar við mig og veltur. Ég rotaðist ekki en svona hálf vankaðist og ég þurfti smá tíma til að átta mig á því þegar allt var yfirstaðið hvar ég var og hvað var í gangi. Ég ligg í bílstjórasætinu og horfi út um framrúðuna sem var farin og það rignir á andlitið á mér. Í eitt augnablik hugsa ég með mér „bíddu, ætli ég sé dáinn?,“ en það var ekki, ég var ennþá hérna megin. Fékk þarna einn séns í viðbót. Þeir eru orðnir nokkrir. Ég klöngrast út úr bílnum, út um framrúðuna og horfi niður og þá voru bara fleiri fleiri metrar niður, því að vagninn lá á hliðinni utan við veginn og bíllinn stóð svona upp á endann, ofan á vagninum. Og ég var í bílstjórasætinu þarna uppi. Ég bara trúði þessu ekki, hvernig þetta gat verið svona. En ég náði að klöngrast niður bílinn og niður á vagninn og stökkva niður á veg. Það var svartamyrkur og á meðan á þessu gengur þá er einn annar bíll að keyra í djúpinu. Hann keyrir framhjá mér akkúrat þegar ég

er að klöngrast út úr bílnum. Ég lá alveg til hliðar við veginn og hann keyrir alveg meðfram flakinu, lendir ekki á því. Hann þurfti einhverja hundruð metra til að stoppa bílinn en nær því og kemur labbandi til baka með sígarettu í kjaftinum. Og þarna flæddu þúsundir lítra af bensíni um Hestfjörðinn. Ég sé bara glóðina þegar hann kemur nær og nær og ég kalla til hans og bið hann um að drepa í sígarettunni því það flæddi þarna bensín um allan veg. En hann karlgreyið, fór bara í hálfgert taugaáfall. Hann drap í sígarettunni og var í verra ástandi heldur en ég sem var sallarólegur yfir þessu, en hann var alveg í taugahrúgu ef hann hefði nú sprengt þetta allt saman upp. En þetta fór nú allt vel.“ Það hefði nú orðið bíómyndasprengja? „Já, það hefði nú bara enginn orðið vitni af því nema við tveir því það er langt yfir á Súðavík. Það tók þá langan tíma að komast en hann var með síma og náði að hringja á eftir hjálp. Það var stórmál að komast til okkar vegna hálku, bæði slökkvilið, lögregla og sjúkrabíll. Ég var fluttur beint til Ísafjarðar á sjúkrahúsið þar, ég bað nú um að fá að vera þarna á staðnum að aðstoða þá við að ganga frá en þeir vildu það ekki, þeir vildu senda mig í einhverja skoðun. En það var ekkert að mér, bara sært stolt. Að vera kominn í hópinn sem hafði velt olíuflutningabíl? „Já, fram að þessu var ég í seinni hópnum, sem hafði ekki velt. En svona er nú lífið.“

Einn með gítar og krydd á bak við Borgargarðurinn heitir þriðja plata Matta Óla

„Ég hef þessa þörf fyrir að skapa. Það gefur mér gríðarlega mikið að setjast niður. Ég skrifa mikið og er að dunda mér með hljóðfærið. Ég smíða mikið, ég hef þörf fyrir einhverja sköpun. Hún veitir mér mikla ró,“ segir tónlistarmaðurinn og þjóðlagasöngvarinn Matti Óla um tónlistina en þriðja plata hans kom út 20. febrúar og heitir Borgargarðurinn. Hvað geturðu sagt okkur um þessi nýjustu lög, nýjustu plötuna þína? „Það tekur sinn tíma að finna sinn stíl. Það tekur tíma að átta sig á hver maður er og hvar maður er

staddur í þessu. „Fyrsta platan var bara ævintýri. Ég er bara gutlari með gítar og ætlaði bara að setjast niður og taka upp nokkur lög, bara einn með gítar, en hún endaði sem hljómsveitarplata. Og ég hafði

aldrei spilað í hljómsveit um ævina. Það var aldrei meiningin þegar við fórum af stað. En það er gaman að hafa gert þetta. En þetta var ekki það sem ég var að leita að. Síðan verður til plata númer tvö og hún er mikið nær því sem ég er, sem slíkur. Svo kemur núna plata númer þrjú og hún er held ég það sem ég er. Ég er bara einn með gítarinn, með stuðning á bak við mig. Sem er kryddið sem vantar og gerir þetta áhugavert og er nákvæmlega það sem ég vil gera og var að leita eftir að gera.“


Verð kr. 599,- m/vsk.

Tímarit frá 1999 til 2007

68 SJÓÐHEITAR SÍÐUR! Margrét Kara Sturludóttir

segir frá framtíðaráformum sínum

UNDIRBÝR AMERÍSKA

Stórlax

ÓSKAR Á ARNEYNNI

DRAUMINN

Í RÚSSLANDI Hörku stelpur

R TU LÍFSKRAFÍ LILJ U LÍF �������� ���������

HERRA SANDGERÐI Reynir Sveinsson tekur sér ýmislegt fyrir hendur Í DJÚPA DALI GEÐHEILSUN NAR Guðrún Ágústa segir sína sögu BÚNINGASAFNIÐ Dunni og Inga úr Grindavík með sérstakt safn í Noregi DÚXINN Edda Rós Skúladóttir í léttu og skemmtilegu spjalli 5 690310 023216

2. tölublað / 8. árgangur / júlí 2007

/ blað nr. 25 / verð kr. 599,- m/vsk.

Tímarit Víkurfrétta, TVF, er hluti af sögu okkar á Víkurfréttum. Tímaritið var gefið út á árunum 1999 og fram til ársins 2007. Fyrsta tölublað Tímarits Víkurfrétta kom út í mars 1999 en útgáfunni var svo hætt á hápunkti góðærisins 2007. Þá höfðu verið gefin út 26. tölublöð. Tímaritið þróaðist í gegnum árin. Fyrstu árin var útlitið í anda „Se og Hør“ en svo færðist meiri „glans“ yfir útgáfuna með háglansandi forsíðu en ávallt var tímaritið troðfullt af áhugaverðu Suðurnesjaefni og hlaðið myndum. Á þessari síðu er birtum við örlítið sýnishorn úr blaði frá 2007 þar sem var blaðauki undir nafninu Qmen eða „kúmen“ sem var krydd í tilveruna á þessum tíma.

Hjóluðu 850 km. Jakobsstíg á Spáni

s! Sminka fræga fólksin

Astróp ía Ragnhildur Steinunn

Matur og vín í útlöndum - Bílar - Ljósmyndun

TVÖ BLÖÐ Í EINU QMEN

�������� ����� �������� ��������� ���������� ����������

��������������� ������������

og margt fl.

- FERSKUR BLAÐAUKI SEM KRYDDAR

TILVERUNA!

��������� ���������� ��������

����������� ���������

����������

��������������� ��������������

���������������

Tvær forsíður TVF. Önnur frá 1999 og hin frá 2007.

Tímarit Víkurfrétta • 2007

„Lifandi“ 25 ára draumur orðinn að veruleika tölvuleikur! BÍLAR

Tímarit Víkurfrétta • 2007

Björn Viðar Björnsson, sem oftast er kallaður Viðar, ekur um á ósköp venjulega útlítandi Benz. Hann er að vísu háværari en aðrir álíka bílar og þegar nánar er skoðað kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Viðar er búinn að taka þennan 17 ára gamla Benz E 300 í gegn og setja í hann nýja vél. Bergþóra Ólöf kíkti á kappann sem hefur nýlokið eins árs vinnu við bílinn.

Smíðaði 8 cyl. vél TEXTI BERGÞÓRA ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

í gamla Benzann!

42

„Ég setti í hann Chevrolet vél, 383 kúbik tommur eða 6,3 l en upprunalega vélin var þriggja lítra. Ég keypti allt í vélina í Ameríku en setti hana svo saman sjálfur. Ég notaði ál head, rúllu knastás, rúllu rokkerarma og Holly blöndung. Svo smíðaði ég þetta ofan í bílinn.“ Viðar vildi að bíllinn liti sem eðlilegastur út en þurfti þó að fá sér breiðari hjólbarða að aftan, ásamt því að smíða stærra og öflugra púst. Allt sem hann hefur gert við bílinn er sérsmíðað, en hann er algjörlega sjálf-lærður í þessum geira. „Ég sérsmíðaði pústkerfið, drifskaptið, olíupönnuna og setti nýjan vatnskassa. Pústkerfinu þurfti ég að breyta nokkrum sinnum þar til ég varð sáttur,“ segir hann og kímir. Þegar litið er í húddið er ekki að sjá annað en að bíll inn hafi kom ið með þess ari vél, svo vel

lítur þetta út hjá honum. „Mesta vinnan var olíupannan, ég var marga daga að smíða hana þar til ég var ánægður með hana. Svo var ég 2 daga að stilla vélina af og var alveg að gefast upp á því þegar hún loksins passaði í húddið, en þessi vél er akkúrat öfug við Benz vélina.“ Fékk bíllinn skoðun, eftir allar þessar breytingar? „Hann var skoð að ur mjög vel og af mikl um áhuga. Þeir röktu úr mér garnirnar og spurðu út í hvern einasta hlut, en höfðu þó mestar áhyggjur af þyngdaraukningunni. Ég þyngdi bílinn um 60 kg en þessi vél er aftar og nær miðju en upprunalega vélin þannig að þyngdaraukningin var ekki nema 40-50 kg og það er í lagi. Í rauninni þyngdist bíllinn bara um einn farþega í framsæti.“ Bíllinn, sem áður var 189 hestöfl er nú orðinn 380 hestöfl og 650 nm. Hann er því rúmlega helm-

ingi kraftmeiri. „Hann eyddi áður 9 lítrum í langkeyrslu en eyðir núna um 14 lítrum“. Hvernig nýtist svona kröftugur bíll hér á Íslandi, þar sem hámarkshraðinn er hvergi hærri en 90 km/klst? „Hann nýtist mér t.d. þannig að hann heldur sama hraðanum þó ég keyri upp í móti. Það dregur ekki niður í honum að keyra upp brekkur.“ Bíllinn er um það bil 6 sekúndur í 100 km/klst en Viðar hefur náð bílnum upp í 200 km/klst. „Það var á kvartmílubrautinni, en ég keyri alltaf varlega í umferðinni. Ég fæ útrás á kvartmílubrautinni sem fleiri ættu að nýta sér. Það eru æfingar á föstudagskvöldum í sumar og þangað getur hver sem er komið og keyrt bílinn sinn eins og hann vill.“ Kvartmílutíminn hans Viðars er 13,3 sekúndur en hann stefnir á að bæta hann. „Ég þarf bara að setja stærri blöndung í bílinn.“ Hvers vegna fórstu út í þetta stúss? „Þetta er í rauninni 25 ára draumur. Ég átti einu sinni 8 cylindra Benz sem var virkilega skemmtilegur og ég ætlaði á honum á míluna. Svo þurfti ég að selja hann og hefur mig alltaf langað í þannig bíl síðan. Til að eignast slíkan bíl í dag þarf maður að eiga mjög mikinn pening þannig að þetta var eina leiðin.“ Af hverju notaðiru ekki Benz vél? „Varahlutir í Evrópu eru töluvert dýrari og þar eru allar upplýsingar á þýsku, sem ég skil ekki. Auk þess þekki ég ekki Benz vélina en ég þekki Chevrolet vélina mjög vel.“ Hefði ekki verið einfaldara að kaupa tilbúna vél? „Það hefði kostað svipað en það hefði ekki verið nein vinna. Bara ein kvöld stund við að setja vélina ofan í og búið. Mér fannst hinn kosturinn skemmtilegri,“ segir Viðar að lokum, hæstánægður með gripinn.

Ljósmyndari Víkurfrétta fór á dögunum í nokkuð sérstaka flugferð með bandaríska hernum. Hilmar Bragi, ljósmyndari, fékk að tala þátt í heræfingum suður af Reykjanesi á svæði sem kallað er Gimli og er 40-120 sjómílur suður af Reykjanesskaganum. Hilmar Bragi var staðsettur um borð í KC-135, eldsneytisbirgðaflugvél frá bandaríska hernum. Hlutverk hennar er í raun að vera fljúgandi bensínstöð. Á æfingunum tóku F-15 herþotur bandaríska hersins og F-16 þotur frá norska hernum eldsneyti á flugi. Einnig flaug AWACS ratsjárflugvél upp að eldsneytisvélinni til að taka eldsneyti. Eldsneytisáfyllingunni er stjórnað úr aðstöðu aftast í flugvélinni þar sem okkar maður hafði stórkostlegt útsýni niður á vélarnar sem voru að taka eldsneytið. Á meðfylgjandi myndum má sjá norska F-16 þotu koma að eldsneytisvélinni. Upplifunin var eins og að vera þátttakandi í „lifandi“ tölvuleik. Það má heldur ekkert útaf bera, því tækin eru metin á milljarða, svo ekki sé talað um mannslífin. Það er nefnilega engin undankomuleið ef allt fer á versta veg...!

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Verkefni um Barnasáttmálann

Heimsókn í Akurskóla og Holtaskóla

Í nóvember síðastliðnum, fyrir hönd stýrihópsins, hafði verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags í Reykjanesbæ samband við stjórnendur grunnskólanna og bað þá um að hvetja umsjónarkennara á yngsta stigi til að fræða nemendur sína um Barnasáttmálann og vinna verkefni um sáttmálann. Lagt var upp með að börnin myndu vinna verkefni um réttindatré en í því fólst að kynna réttindin í Barnasáttmálanum fyrir þeim og kanna hvaða réttindi skipta yngstu börnin í bænum máli. Markmiðið með verkefninu var og er að öll börn læri að þekkja réttindi sín. Nemendur í tveimur skólum hafa lokið við að vinna verkefnið, annars vegar nemendur í 1. bekk í Akurskóla og hins vegar nemendur í 3. bekk í Holtaskóla. Á dögunum fóru

en þar má nálgast mikið af fræðslu- og kennsluefni fyrir börn á öllum aldri. Einnig er þar að finna fræðsluefni fyrir fullorðna og aðra áhugasama sem vilja fræðast um Barnasáttmálann, sögu hans og gildi.

nokkrir meðlimir stýrihópsins, ásamt Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, og heimsóttu nemendur og kennara sem komu að verkefnunum. Sjá má afrakstur

Viðburðir í Reykjanesbæ Tækifærisgöngur með Nanný Komdu með í heilsugöngu Bókasafnsins. Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðir 60 mín. gönguferðir tvisvar í viku. Göngurnar verða þriðjudaga og fimmtudaga aðra vikuna og mánudaga og miðvikudaga hina vikuna. Lagt verður af stað klukkan 13:30 frá Bókasafni Reykjanesbæjar, aðalanddyri við Tjarnargötu. Nánar upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook síðu Bókasafnsins.

verkefnanna á myndum sem fylgja fréttinni. Stýrihópur barnvæns sveitarfélags leggur áherslu á að öll börn fái fræðslu um Barnasáttmálann en samkvæmt 42. gr. sáttmálans eiga allir að þekkja réttindi barna og gildir það ekki síður um börnin sjálf sem eiga rétt á því að fræðast um rétt-

indi sín. Í 29. gr. sáttmálans er kveðið á u m m a rk m i ð menntunar en samkvæmt greininni á menntun meðal a n n a rs a ð h j á l p a börnum að læra að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Hún á að kenna þeim að þekkja réttindin sín og virða réttindi annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika. Stýrihópurinn vill nota tækifærið og þakka starfsfólki og nemendum skólanna kærlega fyrir hlýjar móttökur og fyrir að hafa tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. Vakin er athygli á vef Barnasáttmálans

Gjörningur á sýningunni á og í Yelena Arakelow, verður með lifandi gjörning klukkan 15:30 í listasal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Yelena mun koma fram alla laugardaga kl 15.30 meðan sýningin á og í ; er uppi.

Melódíur minninganna á Rokksafni Íslands Rokksafn Íslands opnar nýja sérsýningu þann 7. mars sem heitir Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Deildarstjóri á Hæfingarstöð Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Sýningin fjallar um söngvarann Jón Kr. Ólafsson og tónlistarsafn hans, Melódíur minninganna, sem staðsett er á Bíldudal. Undirbúningur að sýningunni hefur staðið yfir síðan í júní í fyrra. Á sýningunni má finna fjölmarga muni sem Jón hefur safnað í gegnum tíðina frá tónlistarferli sínum og öðrum tónlistarmönnum svo sem Elly Vilhjálms, Ragga Bjarna, Hauki Morthens, Svavari Gestssyni, Stuðmönnum og fleirum. Gestir sýningarinnar mun geta upplifað safnið Melódíur minninganna sem staðsett er á Bíldudal með aðstoð tækninnar en hluti af sýningunni á Rokksafni Íslands eru gagnvirk sýndarveruleikagleraugu sem gerir gestum kleift að skoða og ganga um tónlistarsafnið sem myndað var sérstaklega fyrir sýninguna. Sýningin verður formlega opnuð þann 7. mars klukkan 15:00 og eru allir velkomnir. Á dagskránni verða tónlistaratriði og mun bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, opna sýninguna formlega. Léttar veitingar í boði. Athugið að vegna sóttvarnartakmarkana verður aðeins 150 gestum veittur aðgangur að opnuninni (miðað við núgildandi takmarkanir). Grímuskylda er á safninu og tveggja metra regla. Við biðjum gesti að gæta að persónulegum sóttvörnum og nýta sér spritt sem er á staðnum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Á

a k a t ð a n u skor a n a m í t s n da u f o t s í a m i he

ám til n s n a d r a ir stund t t ó páni. d S s n á i t s s e i r g t K i S n – Elma Rú istamannabænum gaman r i g e s l g í o BA-gráðu emmtilegum skóla sk Er alsæl í ig í stepptímum. as að spreyt

– Hvað getur þú sagt okkur frá náminu þínu þarna á Spáni? „Ég er að stunda dansnám til BAgráðu í listaháskólanum Institute of the Arts Barcelona sem er staðsettur í Sitges í Katalóníu á Spáni. Þetta er þriggja ára nám og ég er á fyrsta ári. Í skólanum æfi ég marga dansstíla og leiklist og söng ásamt ýmsum bóklegum greinum sem tengjast líkamanum, heilbrigði og hreyfingu. Ég elska hversu fjölbreytt námið er og hef gaman af öllum þessum dansstílum. Mér finnst mjög gaman í stepptímum en það er fremur nýr stíll fyrir mér þar sem ég hafði bara rétt snert á steppi áður en ég fór út. Kennt er á ensku og er skólinn mjög fjölþjóðlegur með nemendur af rúmlega 50 þjóðernum,“ segir Keflavíkurmærin Elma Rún Kristinsdóttir en hún hóf dansnámið í Sitges síðasta haust. Elma Rún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hefur dansað frá því hún var lítil og Suðurnesjamenn hafa oft séð hana á fjölunum í hinum ýmsu verkum. – Hvernig gengur þér í náminu? „Mér gengur bara vel. Það er auðvitað smá áskorun að læra á ensku. Eins er nokkuð krefjandi að taka danstíma eftir danstíma allan daginn, svo ég tali nú ekki um að dansa alltaf með blessaða grímuna – en ég er þakklát fyrir grunninn sem ég hef úr fyrra dansnámi og finn að ég var algjörlega tilbúin í nám eins og þetta.“ – Hvernig er lífið þarna úti á veirutímum? „Það hefur nú ekki verið mikið um að vera. Það hefur verið sex manna

safni, skrifstofum, mötuneyti og svæðum þar sem hægt er að setjast niður. Skólinn er bæði innandyra og utandyra, sem er mjög næs ... nema kannski þegar það rignir. Skólabyggingin er björt og snyrtileg, umkringd fallegum gróðri og hefur allt til alls.“

samkomubann hérna úti í marga mánuði og allt lokað nema matvöruverslanir, apótek og aðrir nauðsynjastaðir. Hér ber öllum skylda til að bera grímu alls staðar, nema auðvitað heima hjá sér. Einnig hefur verið lokað fyrir það að ferðast milli bæja í Katalóníu og þess vegna hefur dagskráin mín verið frekar einföld, ef ég er ekki í skólanum þá er ég langoftast bara heima. Skólinn hefur þó náð að haldast opinn nokkurn veginn allan tímann, þó með einhverjum takmörkunum. Allir bóklegir tímar hafa farið fram á netinu og í skólanum erum við í minni hópum en væri ef allt væri eðlilegt. Við höldum okkur alfarið innan litlu hópanna og eigum helst ekkert að vera að blanda þeim saman. Það hefur verið mikið af smitum hérna úti og þurfti skólinn að vera alfarið á netinu í tíu daga þegar við vorum nýfarin af stað aftur eftir jólafrí þar sem nokkuð mörg smit fóru að greinast innan skólans. Það var

ákveðin áskorun að taka alla danstímana heima í stofu en sem betur fer varði þetta ekki lengi og vonandi nær skólinn að haldast opinn áfram.“ – Hvernig býrðu? „Ég bý í íbúð alveg niður í miðbæ Sitges. Þar leigi ég með tveimur öðrum stelpum úr skólanum. Íbúðin er á frábærum stað þar sem stutt er í allt. Hún er rúmgóð, snyrtileg og með ótrúlega góða útiaðstöðu. Mér finnst mjög notalegt að geta setið úti hvort sem ég er að læra, borða eða slaka á. Akkúrat núna er hins vegar vetur og aðeins of kalt en ég veit að vorið er handan við hornið og ég get ekki beðið.“

– Þetta er náttúrlega þekktur staður, Sitges, er það ekki? „Jú, mér skilst að Sitges sé mjög vinsæll ferðamannastaður, þá sérstaklega yfir sumartímann. Hér eru notalegar strendur og miðbærinn gamaldags, sjarmerandi og skemmtilegur. Þó ég hafi nú ekki fengið að sjá bæinn í réttu ljósi þá er talað um að það sé oftast voða mikið líf í bænum. Bærinn er líka vel þekktur fyrir að vera mikill listamannabær. Svo skemmir ekki fyrir að það tekur bara 40 mínútur með lest inn í miðborg Barcelona og svo eru fullt af öðrum litlum bæjum í kring sem er líka gaman að heimsækja. Vonandi

eru bjartari tímar framundan. Þá fer allt að lifna við og ég fæ tækifæri til að njóta bæjarins og skoða mig meira um.“ – Hverjir sækja þennan skóla? „Skólinn býður upp á nám til BAgráðu í Contemporary Dance, Commercial Dance, Musical Theatre, Acting og Music Production. Einnig býður hann upp á nám til MA-gráðu í Contemporary Dance og Acting. Svo er skólinn líka með Foundation-prógramm fyrir dans og Musical Theatre-nema. Þetta er undirbúningsár fyrir þá nemendur sem eru ekki alveg tilbúnir í BA-nám. Það er umsóknarferli og prufur inn á allar brautir skólans. Skólinn er sem sagt fullur af hæfileikaríku listafólki sem kemur til að læra meira í sinni list.“ – Hvað ætlar þú að standa uppi með eftir námið? „Ég vona að ég standi uppi með meiri færni og öryggi, bæði sem dansari og manneskja. Akkúrat núna er ég spennt fyrir því að vinna eitthvað tengt leikhúsi en það þarf ekkert að vera að hugurinn verði þar eftir tvö ár. Mér finnst bara mikilvægast að muna að njóta, taka lífinu ekki of alvarlega og reyna að safna fullt af góðum minningum,“ segir dansmærin Elma Rún Kristinsdóttir. Páll Ketilsson pket@vf.is

– Hvernig er skólasvæðið? „Skólinn samanstendur af móttöku, fjórtán stúdíóum, 200 sæta leikhúsi, tveimur stúdíóleikhúsum sem hægt er að nota fyrir minni uppfærslur, bóka-

„Það er auðvitað smá áskorun að læra á ensku. Eins er nokkuð krefjandi að taka danstíma eftir danstíma allan daginn, svo ég tali nú ekki um að dansa alltaf með blessaða grímuna – en ég er þakklát fyrir grunninn sem ég hef úr fyrra dansnámi “


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

M ARGIR VIL JA L Æ RA Í S LE N S KU MSS, eða Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, var stofnuð 10. desember 1997. Meginhlutverk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er að efla sí- og endurmenntun íbúa Suðurnesja.

Jurgita hefur búið á Íslandi í tuttugu ár og kennir nú útlendingum íslensku.

lands að vinna í fiski. Ég var að klára BA prófið mitt í litháísku tungumáli og bókmenntum heima í Litháen og hlakkaði til að byrja að kenna í heimalandi mínu. Þetta var pínu sorglegt því hann ætlaði bara að vera í sex mánuði á Íslandi en svo vildi hann vera áfram. Í dag starfar hann við ferðaþjónustuna en er atvinnulaus. Þegar ég flutti hingað, þá þurfti ég að byrja upp á nýtt. Ég vildi byrja að læra í Háskóla Íslands og kláraði BA próf í íslensku. Eftir það fór ég að læra leikskólakennarafræði og vann á leikskóla í Reykjanesbæ í níu ár. Þá langaði mig að breyta til og hafði samband við Sveindísi á MSS því mig langaði að kenna íslensku fyrir útlendinga og fór einnig að kenna í Reykjavík. Í dag er ég deildarstjóri við Háaleitisskóla á Ásbrú,“ segir Jurgita á mjög góðri íslensku.

lensku þegar ég hlusta á íslensk lög. Ég les dagblöðin því ég vil vita hvað er að gerast á Íslandi. Ég er líka að lesa barnabækur til að læra fleiri orð á íslensku,“ segir Branka og hlær en Sveindís bendir á að það sé einmitt sniðugt að gera þegar fólk er að læra tungumál, að lesa einfalt mál eins og er í barnabókum. „Börnin okkar þrjú eru öll fædd á Íslandi og tala íslensku eins og innfæddir. Þú heyrir það ekki að þau eru ekki íslensk, þau hafa engan hreim þegar þau tala íslensku. Við tölum samt litháísku heima hjá okkur, fjölskyldan, til að viðhalda móðurmálinu okkar. Við skírðum þau öll lítháískum nöfnum því við viljum virða ræturnar okkar. Þau eiga íslenska vini og þeim gengur vel á Íslandi, eru dugleg að læra. Börnin okkar eru fimmtán ára, ellefu ára og tíu ára. Tvær stelpur og einn strákur,“ segir Jurgita og brosir.

Íslendingar stundum fyndnir Með því að auka menntun og lífsgæði íbúanna, þá er verið að að efla einstaklingana og atvinnulífið um leið. Forstöðumaður MSS er Guðjónína Sæmundsdóttir en hjá MSS starfa um tuttugu manns, auk fjölda kennara af ýmsu þjóðerni í hlutastörfum. Starfsfólk sem leggur metnað sinn í að veita ráðgjöf og persónulega þjónustu. Okkur lék forvitni á að vita hvernig fólki af erlendum uppruna líður hér á Íslandi og hvernig þeim gengur að læra þetta blessaða móðurmál íslensku þjóðarinnar. Það var létt að hafa uppi á tveimur viðmælendum sem báðar eru konur, önnur er frá Litháen en hin frá Serbíu. Karlarnir voru eitthvað feimnari við að koma í viðtal við Víkurfréttir.

Eru ánægðar á Íslandi Þær Jurgita Milleriene, frá Litháen, og Branka Petrusic, frá Serbíu, sögðu frá mörgu forvitnilegu þegar við hittumst á Miðstöð símenntunar í Reykjanesbæ. Sveindís Valdimarsdóttir kom þessu stefnumóti í kring og sat með okkur, enda þekkir hún mjög vel til staðhátta þeirra erlendu íbúa sem búa á Suðurnesjum og hefur

sjálfsagt kennt mörgum þeirra íslensku. Sveindís er einn reyndasti íslenskukennari hjá MSS en hún hefur starfað hjá stofnuninni í yfir fimmtán ár. Þar er reynslubolti á ferð hvað varðar íslenskunám fyrir útlendinga. Þær Jurgita og Branka eru báðar ánægðar á Íslandi. Branka var að leita að friði en Jurgita fylgdi eiginmanni sínum sem fór hingað til að vinna og ætlaði bara að stoppa stutt. Jurgita hefur búið hér á landi í tuttugu ár en Branka í rúm tvö ár. Jurgita kennir íslensku en Branka er að læra íslensku.

Maðurinn minn vildi prófa að vinna hér „Árið 2001 kom ég. Maðurinn minn vildi prófa eitthvað nýtt og fór til Ís-

Reynsluboltinn Sveindís Valdimarsdóttir er einn reyndasti íslenskukennari MSS en hún hefur starfað hjá stofnuninni í yfir fimmtán ár.

Við vorum að leita að friði „Ég kom til Íslands árið 2018 því hér er lífið betra en í Serbíu. Við vorum að leita að friði. Við hjónin erum bæði með vinnu, ég er hjá Algalíf sem er þörungaverksmiðja á Ásbrú og býr til fæðubótaefnið Astaxanthin. Það er mjög gott að vinna þar. Maðurinn minn er að mála hjá Magga og Daða og hann er líka mjög ánægður í vinnu. Við erum bæði að læra íslensku því við viljum búa hér í framtíðinni og þá er betra að tala málið og skilja íslensku,“ segir Branka sem er frekar feimin við að tala íslensku en lætur sig hafa það og hlær mikið að sjálfri sér. Sveindís hvetur hana til að æfa sig í þessu spjalli okkar. Branka talar um að henni finnist erfitt að tala íslensku af því henni finnst hún ekki hafa nógu góð tök á málinu. „Það kemur með æfingunni,“ segir Sveindís.

Báðar með barnafjölskyldur Branka og Jurgita eiga báðar börn sem þær segja að séu að fóta sig vel á Íslandi. Þetta eru samt ennþá mikil viðbrigði fyrir börnin hennar Brönku því þau komu hingað nýlega. „Börnin mín eru ellefu ára og sextán ára og þeim gengur nokkuð vel að læra íslensku. Stelpunni gengur samt aðeins betur, hún er yngri. Þau eru bæði að læra málið. Strákurinn minn er í FS og þar tala krakkarnir oft ensku við hann sem er ekki gott. Þá æfist hann ekki í íslensku. Ég er sjálf feimin við að tala íslensku en ég vil að Íslendingar tali við mig á íslensku en ég þarf að tala hægt. Ég er að æfa mig. Íslendingar eru góðir við mig og hlusta á mig tala þó ég sé stundum lengi að segja eitthvað. Mér líður vel á Íslandi, hér er gott fólk. Ég hlusta á íslenska tónlist sem mér finnst mjög skemmtileg. Það hjálpar mér að skilja meira í ís-

Það var forvitnilegt að hlusta á Jurgitu og Brönku tala um það sem þeim finnst einkennandi fyrir marga Íslendinga sem þær hafa kynnst. Venjur og siðir á Íslandi eru um margt ólíkt því sem þær eiga að venjast í heimalandi sínu. „Það er fyndið hvað Íslendingar segja oft HA! – og gretta sig smávegis í andlitinu í leiðinni. Svo segja þeir oft Heyrðu! – eða Ég ætla að fá! Stundum virka þeir ókurteisir en eru það ekki, þetta er bara svona hér. Íslendingar eru óformlegir. Svo þegar þeir svara í síma þá segja þeir beint við mann; Hver ert þú? Íslenskt mál og málvenjur er stundum pínu ókurteisar hér, fólk talar bara beint út. Mér fannst mjög erfitt fyrst að nefna kennarana mína skírnarnafni í háskólanáminu mínu hér á landi, því í Lítháen segjum við kennari en ekki nafnið hans. Við erum mun formlegri en þið. Nú ,eftir tuttugu ár, er ég orðin vön þessum siðum Íslendinga og þegar ég kenni erlendum börnum þá þarf ég oft að segja við þau að kalla mig bara Jurgitu þegar þau kalla mig kennara. Ég útskýri jafnframt fyrir þeim að á Íslandi þarf ekki að ávarpa kennarann formlega,“ segir Jurgita. Áhugavert finnst blaðakonu, það er kannski þess vegna sem stéttaskipting er ekki eins áberandi í tungutaki okkar, því hér á landi ávörpum við alla eins, hvort sem það er forsetinn eða aðrir. „Mér finnst fyndið hvað Íslendingar segja oft Sko. Fyrst var ég að

hugsa hvers vegna þeir væru alltaf að segja þetta litla orð en nú veit ég að þeir segja þetta bara til að leggja áherslu á orðin sín. Það er erfitt að læra íslensku en ég vil læra tungumálið því ég vil búa hér og þá veit ég að það er betra fyrir mig að tala íslensku. Ég vil skilja hvað er að gerast hér á Íslandi,“ segir Branka.

Þær vilja kynnast landi og þjóð „Ég ólst upp í fjölskyldu í Litháen sem sótti menningarviðburði, fór á tónleika og í leikhús. Þetta vildi ég einnig gera hér á Íslandi og þess vegna var mjög áríðandi fyrir mig að læra íslenskt mál, ég vildi skilja allt. Vera eins og aðrir íbúar þessa lands. Horfa á íslenskan fréttatíma, vita hvað er að gerast og lesa íslenskar bækur. Maður verður að læra tungumálið til að geta tekið betur þátt í samfélaginu,“ segir Jurgita og Branka bætir við: „Ég segi það líka, ég vil læra íslensku því ég vil búa hér í framtíðinni og taka þátt.“ „Fyrst þegar ég kom hingað fyrir tuttugu árum þurfti ég að klára fjögur íslenskunámskeið en þá var það skylda ef maður vildi búa hér og starfa. Svo vantaði starfsfólk inn í landið og þá voru allar svona kröfur settar til hliðar og fólk þurfti ekkert sérstaklega að læra íslensku,“ segir Jurgita. „Já, það er rétt,“ segir Sveindís og heldur áfram; „en í dag þurfa samt þjóðir utan Evrópusambandsins að læra íslensku, taka 180 klukkustunda íslenskunámskeið ef það vill starfa hér á landi. Fólk er skikkað í þetta nám og þarf að sýna pappíra upp á það. Spurning hversu mikill raunverulegur áhugi er hjá fólki sem er skyldað í íslenskunám? Annars er það svo að langflestir sem ætla og vilja búa hér til langframa vilja læra málið, því það hjálpar þeim að komast betur inn í samfélagið. Það er ákveðið öryggi að tala íslensku þegar þú býrð hér því þá veistu betur um réttindi þín og skyldur. Það er nauðsynlegt að geta bjargað sér. Þá er einnig minni hætta á að aðrir geti spilað með þig því þú veist hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hér og skilur það sem sagt er í kringum þig.“

Allskonar íslenskunámskeið í boði hjá MSS Sveindís bendir á að alltaf séu íslenskunámskeið í gangi hjá MSS en námskeiðin eru kennd miðað við eftirspurn. Fólk þarf að hafa samband

Með auknum fjölda íbúa á Íslandi af erlendum uppruna á undanförnum árum, þá hefur að sama skapi íslenskunámskeiðum fjölgað gífurlega. Á námskeiðunum hjá MSS er lögð áhersla á talað mál, að skrifa íslensku í gegnum hlustun, samræður, ritun og málfræði fléttast einnig inn í námsefnið á námskeiðunum. Lögð er áhersla á að íslenskt mál nýtist til daglegrar notkunar. Íslenskunámskeiðin eru ekki árstíðabundin heldur er farið af stað með nýtt námskeið þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp. Fólk af erlendum uppruna og fyrirtæki hafa samband við MSS og lætur vita af áhuga sínum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19 við MSS og láta vita af áhuga sínum. Þegar nógu margir eru skráðir þá fer af stað námskeið. „Við hjá MSS höfum sinnt íslenskunámi fyrir útlendinga í mörg ár. Sem stendur eru um 180 íslenskunemendur í MSS á 1.–3. stigi. Það er auðvelt að skrá sig inn á heimasíðu okkar, mss.is. Ef fólk er með einhverjar sérþarfir, óskar eftir einkakennslu eða kennslu inni í fyrirtækjum þá hvetjum við það til að hafa samband við okkur hjá MSS og láta vita af áhuga sínum. Þegar nógu margir eru skráðir þá fer af stað námskeið og þetta á við um tungumálanámskeið hjá okkur almennt. Við erum til dæmis núna með spænskunámskeið í gangi, sem varð til einmitt vegna fyrirspurna og áhuga fólks fyrir slíku námi. Fyrirtæki hafa sent til okkar erlent starfsfólk sitt eða kallað eftir íslenskukennslu beint inn á vinnustaðina frá okkur en þá er kennd íslenska þegar lítið er að gera í viðkomandi fyrirtæki. Við höfum farið með þessi námskeið til dæmis inn á veitingastaði og í fiskverkunarhús. Fólk er oft þreytt á kvöldin en er meira opið fyrir íslenskunámi fyrri part dags.“

Fyrirtæki eru að bjóða starfsfólki fría íslenskukennslu „Það er frábær hugmynd hjá fyrirtækjum að gera þetta svona, nýta vinnutímann til íslenskunáms, til dæmis á tímabilum þegar lítið er að gera í fyrirtækjum eða strax að lokinni vinnu. Nýta auða tímann til að fræða starfsfólk sitt. Þá fræðum við hjá MSS einnig um menninguna í landinu, hvers má vænta og fleira sem hjálpar fólki að fóta sig betur

hér. Það græða allir á að starfsmennirnir tali íslensku, ekki bara í þjónustustörfum heldur einnig í öðrum störfum. Það er hinsvegar svo að það skiptir verulegu máli hvaðan fólk er að koma. Það er ekki jafn auðvelt fyrir fólk með til dæmis arabísku eða kínversku að móðurmáli að læra íslensku eins og fólk sem er vant okkar stafrófi og við þurfum svo sannarlega að bregðast sérstaklega við því. Nú er komin upp sú staða á Íslandi að erlendum ferðamönnum hefur fækkað og íslenskir ferðamenn eru meira áberandi. Þeir vilja örugglega langflestir tala móðurmálið

sitt innanlands. Það skapar því oft ákveðinn pirring hjá sumum þegar þeir þurfa að panta á ensku á veitingahúsi eða kaffihúsi til að fá þjónustu. Það er eiginlega lágmarkskrafa veitingahúsa að hvetja starfsfólk sitt á íslenskunámskeið og greiða leið þeirra til þess að læra málið. Miklu fleiri fyrirtæki þurfa að leggja metnað sinn í þetta. Íslensk yfirvöld mættu einnig taka á þessum málaflokki, bjóða upp á frítt íslenskunám fyrir fólk sem langar að setjast að hér á landi. Það er nauðsynlegt að fólk læri málið til að skilja samfélagið. Nýtt fólk getur auðgað samfélagið okkar, komið inn með nýjar hugmyndir, þannig að sú fjárfesting, að kenna íslensku frítt, margborgar sig. Þetta gera aðrar Norðurlandaþjóðir, hjálpa fólki að fóta sig og allir græða. Það hjálpar nýjum íbúum að bjarga sér sjálfir. Þau skilja betur hvernig kerfið okkar virkar en það þurfum við öll að vita þegar við setjumst að í nýju landi. Hvert land hefur eigið kerfi, sína siði og sínar reglur. Fólkið sem kemur til okkar til að vinna er yfirleitt mjög öruggt og tryggt fólk, það er reynsla mín. Það kemur frá landi þar sem atvinnuleysi er mikið og kann því virkilega vel að meta að fá atvinnu. Þau eru þakklát. Mörg ætla sér að vera tímabundið en svo líkar þeim mjög vel hér á landi og ílengjast. Það gera það langflestir,“ segir Sveindís.

Vilja fínpússa kunnáttu sína í íslensku Þegar fólk hefur náð grunnfærni í íslensku, eftir fjögur til fimm námskeið og er farið að geta bjargað sér þá koma margir og biðja um framhaldsnámskeið segir Sveindís.

Branka flutti hingað árið 2018 í leit að friði.

„Ég er mjög stolt af þeim Jurgitu og Brönku. Það er alls ekki létt að læra íslensku, meðal annars vegna málfræðinnar. Móðurmál þeirra eru mjög ólík okkar. Þær standa sig mjög vel. Svo er gaman að segja frá því að þegar fólk er búið með fimm fyrstu íslenskunámskeiðin hjá MSS og er farið að æfa sig úti í samfélaginu þá koma margir og biðja um framhaldsnámskeið. Fólki langar til að tala rétt, beygja rétt, sökkva sér í íslenska málfræði og læra orðatiltæki. Það er gaman að því. Nokkur af þeim sem voru í upphafi nemendur hjá okkur, eru í dag að kenna hjá okkur íslensku, eða hafa aðstoðað okkur á

einn eða annan hátt við þýðingar. Þá bjóðum við einnig upp á túlkanámskeið en mikil þörf er fyrir túlkaþjónustu hér á svæðinu, þar sem um það bil 25% íbúa eru af erlendum uppruna. Það er mjög gefandi í starfi að fylgja íslenskunemendum okkar yfir á túlkanámskeið, sem gefur þeim möguleika á atvinnu,“ segir Sveindís að lokum um leið og við þökkum konunum fyrir skemmtilegt spjall. Marta Eiríksdóttir martaeiriks@gmail.com Myndir: Marta Eiríksdóttir og úr einkasafni.

Kerfisstjóri / Sérfræðingur NATO kerfa Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi í samhentan hóp sérhæfðra starfsmanna sem sjá um viðhald og rekstur stjórn- og upplýsingatæknikerfa NATO, sem staðsett eru í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli (NATO CRC Keflavík) og á ratsjár- og fjarskiptastöðvunum. Leitað er að traustum, þjónustulunduðum einstaklingi sem getur tekist á við krefjandi verkefni í öguðu umhverfi.

Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt

Helstu verkefni og ábyrgð: • Daglegur rekstur sérhæfðra stjórn- og upplýsinga-

Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunar-,

tæknikerfa NATO ásamt reglubundnum uppfærslum

kerfisfræði eða önnur sambærileg

á hug- og vélbúnaði

háskólamenntun

• Stuðningur við notendur

• Reynsla af rekstri tölvu- og netkerfa

• Öryggismál og þjálfun

• Skipulagshæfileikar

• Skjölun og gagnagerð

• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar

Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.

• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega

• Bílpróf

200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru:

Umsækjendur þurfa að standast skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Vegna viðbragðs utan dagvinnutíma er æskilegt að viðkomandi sé staðsettur innan 15 mínútna akstursfjarlægðar frá stjórnstöðinni.

Öryggi – Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Landhelgisgæslan áskilur sér rétt til að láta umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Heimanámsþjálfun – orðarýni 2 Hugmyndin að rýna í orð er langt í frá að vera ný af nálinni. Þegar ég byrjaði fyrst að útfæra hugmynd í kennslu sem fólst í því að rýna í orð var skólaárið 2004–2005 þegar ég starfaði í Elsted-skóla í Árósum í Danmörku. Þá kenndi ég meðal annars dönsku sem annað mál og lagði áherslu á að kenna nemendum dönsku með sjónrænum hætti, að tengja orð við mynd og texta við myndræna framsetningu. Haustið 2008 hóf ég störf við Njarðvíkurskóla og kenndi þá bæði á miðstigi og unglingastigi. Þá kynntist ég því fyrir alvöru að kenna lesblindum nemendum. Á þeim tíma var mín upplifun sú að fáir vissu hvernig best væri að nálgast kennslu lesblindra nemenda og jafnframt vissu nemendurnir sjálfir ekki hvernig best væri fyrir þá sjálfa að tileinka sér þekkingu í gegnum lestur og ritun. Helena Rafnsdóttir, grunnskólakennari og nú deildarstjóri í Njarðvíkurskóla, var þegar byrjuð að þróa aðferð í lestri og ritun fyrir lesblinda nemendur á þessum tíma sem mér þótti mjög áhugaverð. Ég leitaði til Félags lesblindra á Íslandi og fékk í gegnum félagið innsýn í þær áskoranir sem lesblindir einstaklingar voru að glíma við í námi og í daglegu lífi. Ég var stöðugt að leita lausna, prófa mig áfram og í leit að aðferð sem myndi skila einhverjum árangri fyrir nemandann sjálfan. Það verður líka að segjast, að nemendur sem hafa ítrekað lent á vegg og átt erfitt í námi upplifa oft á tíðum mikið von-

leysi í skólanum og eru mjög oft búnir að gefast upp. Það versta er að birtingamynd þessa vonleysis og uppgjafar er ekki alltaf nægilega sýnilegt kennaranum. Slíkt birtist gjarnan í neikvæðu sjálfsmyndartali nemandans, samtal sem nemandinn á við sjálfan sig, og í hegðunarvanda. Ekki nóg með það að nemandinn sjálfur upplifi tilfinningar af þessu tagi, þá er oftar en ekki staðan sú að foreldrið sjálft, jafnvel báðir, eiga sér erfiða og sára sögu úr skólakerfinu. Þegar ég fékk mína fyrstu hugmynd að útfærslu með orðarýni þá var alls ekki auðvelt fyrir mig að sannfæra nemendur mína á unglingastigi um að prófa hana. Ég þurfti einhvern veginn að ávinna mér traust þessa nemendahóps. Ég ákvað því að bjóða öllum nemendum sem ég kenndi þá í 9. og 10. bekk námslega aðstoð á bókasafni Njarðvíkurskóla bæði á skólatíma (þegar þau voru í eyðum) og líka eftir skóla. Það var Guðný Karlsdóttir, grunnskólakennari, þá deildarstjóri og nú aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla, sem studdi mig í þessari viðleitni

minni að nálgast þennan nemendahóp og finna aðferð sem gæti virkað. Það voru fjórir nemendur sem létu tilleiðast í fyrstu og ég kenndi þeim þessa frumaðferð mína. Það gekk betur en ég þorði að vona og árangurinn lét ekki á sér standa. Eitt leiddi af öðru og þetta varð til þess að Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, samþykkti að ég myndi kenna tveimur hópum, skólaárið 2012–2013, íslensku og dönsku með óhefðbundnum hætti, þar sem ég lagði meðal annars áherslu á þessa orðarýnisaðferð mína, nálgun í námi með myndrænni framsetningu og tengingu í raunverulegar aðstæður (þar sem við fórum á vettvang eða bjuggum til slíkar aðstæður í kennslustofunni). Ég leitaði út í samfélagið okkar á þessum tíma eftir aðstoð og Víkurfréttir tóku meðal annars vel í beiðni mína. Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson hjá VF tóku á móti mér og nemendum mínum í íslensku og fræddu þá um mikilvægi þess að geta skrifað og skapað texta, í hvaða tilgangi slík færni myndi nýtast. Já, þetta tók mig fimm ár. Ég var að berjast við viðhorfin. Mín reynsla og upplifun af þróun í skólastarfi segir mér að það verður að

Ráðherra segir NEI Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur; mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins, þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna.

Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð mun byrja að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, fimmtudaginn 4. mars nk. kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum, sem hér segir: FSY61 HUM35 KKG25 SK535 SKB03 SVF31 TEZ18 TPJ05 UUG59 UYY38 VB083

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 22. febrúar 2021

breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfuðborgarsvæðið síðan 2017.

Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel þar?

Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eig-

enda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil.

Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi.

Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.

vopna sig þolinmæði, þrautseigju og umburðarlyndi. Ég hélt áfram að bjóða nemendum upp á aðstoð við heimanám og hef gert það samfleytt í ellefu ár. Reynslan hefur kennt mér að aðferðir sem tengjast því að rýna í orð, orðhluta og vinna með orðaforða virka. Slíkar aðferðir byggja á kennslufræðilegum grunni, hafa margar verið rannsakaðar og skila árangri. Hér á landi hefur Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, þróað og sett fram aðferðina Orð af orði „sem hefur þann tilgang að efla læsi og námsárangur barna og ungmenna. Heitið sprettur af orðaleik þar sem „orðaforði“ er sundurgreint á frumlegan hátt í orð-af-orði“ (nánari upplýsingar á https://hagurbal.weebly. com/). Leikskólinn Tjarnasel hefur útfært aðferð í orðakennslu, í þróunarverkefni, sem leiddi síðan til útgáfu bókarinnar Orðaspjall - Að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Orðaspjall er aðferð sem mjög margir leikskólar hafa nú tekið upp í starfi sínu og einnig grunnskólar á yngsta stigi. Í starfi mínu í Háaleitisskóla hef ég síðan útfært mínar eigin hugmyndir um orðakennslu í aðferðina Lærum saman í gegnum orðin í samvinnu við Jurgitu Millerienė, grunnskólakennara, nú deildarstjóra. Við hlutum tilnefningu til Hvatninga-

Já, þetta tók mig fimm ár. Ég var að berjast við viðhorfin. Mín reynsla og upplifun af þróun í skólastarfi segir mér að það verður að vopna sig þolinmæði, þrautseigju og umburðarlyndi ...

verðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar fyrir aðferðina síðastliðið vor. Í næsta pistli ætla ég að útskýra fyrir ykkur hvernig þið getið notað þessa aðferð, og námstækni, heima fyrir með heimalestrarþjálfuninni. Því ef það er eitthvað sem við getum flest öll sinnt með barni okkar þá er það heimalestrarþjálfun. Jóhanna Helgadóttir, grunnskólakennari, mannauðsráðgjafi og verkefnastjóri.

Afmæli G

uðjón B. Baldvinsson, rafvirkjameistari og lífskúnstner fagnar 60 ára afmæli þann 28. febrúar nk. Guðjón verður að heiman á afmælisdaginn og mun því ekki standa fyrir veisluhöldum. Guðjón gæti heldur líklega ekki smalað í þokkalega veislu þó hann reyndi. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja kasta á hann kveðju geta sent honum SMS með beiðni um viðgerð á heimilistækjum og brugðist verður við einhvern tíma á næstu átta mánuðum. Kæri Guðjón, draumar rætast. Nú birtist þú loksins á síðum fjölmiðla og ekki verra að geta gert sig gildandi sem Suðurnesjamann. Á góðri stund getur þú dregið fram þessa kveðju, kvatt þér hljóðs og enginn mun efast um ágæti þitt. Takk fyrir að bjóða okkur í afmælið þitt.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Mögnuð saga Matta Óla


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

V

etrarnótt í október

EFTIR GYLFA GUÐMUNDSSON

Höfundur er búsettur í Keflavík og var skólastjóri Njarðvíkurskóla. Gylfi ólst upp í Garðinum frá fjögurra ára aldri. Hann bjó í Gerðaskóla hjá afa sínum og ömmu, Sveini Halldórssyni, skólastjóra, og Guðrúnu Pálmadóttur. Hann ólst upp hjá þeim hjónum og átti heima í Gerðaskóla þar til hann var þrettán ára. Atburðir þeir sem frá sagt er frá í sögunni gerðust Þegar Gylfi var á ellefta ári þegar hann átti heima í Gerðaskóla.

É

g veit ekki hvað vakti mig dimma vetrarnótt í október en hitt er víst að ég fór á fætur í myrkrinu, klæddi mig, gekk út og skundaði út Garðveginn áleiðis út að Garðskaga. Nóttin var dimm, tungl óð í skýjum, stillur, frostharka en snjólaust. Ég flýtti för, hvers vegna veit ég ekki. Ég veit í rauninni ekki heldur hvers vegna ég var allt í einu kominn af stað út að Garðskaga – en ég flýtti mér eins og áður sagði. Ég gekk út eftir, út skagann, þar til ég var kominn að fjörunni. Ég gekk um fjörukambinn í ljósi af mána sem hafði lýst mér alla leiðina út veginn frá skólanum í Garði. Ég fór niður í fjöruna og gekk þar um hvítann sandinn. Í annarlegri birtu frá skini tunglsins mátti sjá skipsflök og tanka sem lágu fyrir utan flösina enda hafa mörg skip farist á Garðskagaflös. Ég veit ekki enn hvað leiddi mig en ég gekk einhvern veginn í leiðslu út með ströndinni til vesturs í átt að Sandgerði. Sjórinn vætlaði við skóinn minn. Skyndilega var eins og eitthvað innra með mér segði: Hér skaltu stansa, kallinn minn. Og ég, lítill snáðinn, stansaði og fór að líta í kringum mig. Og þá gerðist það: Ég sá bein sem skolaðist upp að ströndinni, upp á hvítan sandinn í Garðskagafjöru, nánast við fætur mér.

Leggur úr lambi Þetta var lærleggur og ég hélt í fyrstu að þetta væri lærleggur úr lambi. En við nánari skoðun sá ég að það gat ekki verið vegna þess að leggurinn var nokkru lengri en svo. Ég tók upp legginn sem ég hélt vera og skoðaði. En þá fann ég að eitthvað var öðruvísi í fjörunni, eitthvað hafði breyst. Ég leit upp! Fjaran var full af fólki, karlmönnum. Þeir stóðu þarna allt í kringum mig, tugir manna í sjóstökkum. Þeir horfðu á mig og ég fann að þeir áttu eitthvert erindi við mig.

Ég hélt á leggnum og horfði á þá undrandi en óhræddur. Einn þeirra tók sig út úr hópnum, horfði á mig og sagði: „Merci, mon petit garçon – þakka þér fyrir piltur minn.“ Og ég fann hvernig þessi maður horfði á mig með svolítið vonarblik í auga. Ég horfði á legginn sem ég hélt á milli handanna. Og ég horfði einnig til karlanna í fjörunni og þó alveg sérstaklega á þennan mann sem talaði til mín á frönsku. Ég skildi í rauninni ekki nokkurn skapaðan hlut í hvað hann var að segja. Þó vissi ég einhvern veginn að hann var að þakka mér fyrir eitthvað.

Útskálakirkja Ég gekk aftur af stað upp fjöruna, upp hvítan sandinn, yfir svolítinn malarkamb sem var efst og yfir hann og síðan af stað til baka. En í þetta skiptið fór ég ekki heim til mín í skólann í Garðinum, heldur hélt ég áleiðis að kirkjunni minni, Útskálakirkju. Ég gekk fram hjá Presthúsum eins og þau hétu og heita víst enn. Ég gekk niður veginn að Útskálakirkju. Ég gekk að prestssetrinu og bankaði á dyr hjá séra Eiríki, prestinum mínum. Hann kom strax til dyra þótt hánótt væri. Hann horfði á mig svolitla stund og sagði svo: „Vinur minn, ég var að búast við þér. Þess vegna er ég fullklæddur. Ertu með legginn?“ „Já,“ sagði ég. Hann kom út og sagði: „Vertu ekki hræddur, vinur minn. Komdu með mér út í kirkjugarð hérna austan við kirkjuna.“ Hann tók í höndina á mér og leiddi mig þennan stutta spöl niður í kirkjugarð. Við opnuðum hliðið. Það ískraði svolítið í því. Tungl óð í skýjum. Ég hélt á leggnum eins og verðmæti við brjóst mér. Við gengum inn um garðshliðið að kirkjunni og meðfram henni en beygðum síðan svolítið frá tvo, þrjá metra niður í kirkjugarðinn. Presturinn minn sagði: „Þessi leggur þarf að komast í vígða mold.“ „Já,“ sagði ég. „Ég veit það,“ og um leið og ég sagði þetta gerði ég mér grein fyrir að ég hafði ekki hugmynd um hvað átt var við þegar talað var um vígða mold.

Engill í marmara Við gengum þarna um í skini af mána. Í miðjum kirkjugarðinum var hvítur engill sem hélt á litlu barni. Við gengum fram hjá englinum þar sem hann stóð í hvítum marmara. Presturinn leiddi mig í vesturhluta garðsins, bak við kirkjuna. Þar stansaði hann við gamla gröf. Á steininum stendur: „Margrjet Pálína Jónsdóttir, móðir fjögurra barna, fædd 19. mars 1803, dáin 17. október 1840.“ Presturinn sagði: „Komdu með legginn.“ Presturinn benti mér á að grafa með hendinni svolitla leið niður í þessa gömlu gröf svo ég kæmi leggnum niður. Að því loknu settum við mold yfir og presturinn sagði: „Megi blessun hvíla yfir greftrun þinni. Megi sú sem hér hvílir taka þig í sátt í grafreitnum. Guðs blessun fylgi þér á nýjum vegum, franski vinur. Amen.“

Vinur frá öðrum heimi Presturinn minn stóð upp og tók í höndina á mér. Og það var einmitt þá sem það gerðist: Við litum upp. Fyrir framan okkur stóð maðurinn sem ég hafði hitt í Garðskagafjöru. Hann horfði á mig og sagði: „Merci“ – og augun ljómuðu. Ég fann að ég hafði eignast vin úr öðrum heimi. Að því loknu hvarf þessi vinur, hann hvarf úr okkar heimi. Við gengum saman, ég og presturinn, til baka sömu leið. Þegar kom að prestssetrinu sagði hann við mig: „Þú varst sendiboði í nótt. Það eru fáir sem fá að njóta þess sem þú fékkst að njóta þessa dimmu vetrarnótt. Farðu nú heim, vinur minn, og leggstu í rúmið þitt. Farðu með bænirnar þínar og segðu við þann sem alltaf hlustar þegar þú ferð með bænina þína, já, segðu þá við hann: „Þakka þér fyrir og ég hefi vissu um að þú hefur tekið vel á móti fransmanninum, vini mínum.“

„Þetta skal ég gera,“ sagði ég við prestinn og við kvöddumst innilega. Að þessu sögðu hvarf presturinn. Og loks þá áttaði ég mig á að presturinn var alls ekki séra Eiríkur Brynjólfsson Útskálaprestur. Þessi prestur var af öðrum heimi. Ég leit upp að prestssetrinu. Þar var ekkert ljós í glugga. Þar var enga hreyfingu að sjá.

Ég fékk styrk Ég gekk svo til baka að skólanum mínum í Garðinum. Einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni allan tímann að ég væri ekki einn á ferð. Það var eins og ég fengi styrk frá einhverjum sem gekk með mér alla leið. Ég var aldrei hræddur, reyndar þvert á móti. Ég var ánægður og glaður. Ég fór heim. Amma mín og afi vöknuðu ekki. Þau vissu aldrei af þessu atviki. Ég sofnaði vært eftir að hafa farið með bænirnar mínar og vaknaði daginn eftir hress og kátur. Á hverju einasta ári í október um svipað leyti og þetta gerðist í æsku minni, vakna ég gjarnan, læðist út, fer út í bílinn minn og ek að Útskálakirkju og fer að leiðinu. Þið getið fundið þennan stað í grafreit í vesturhluta kirkjugarðsins við Útskálakirkju. Þar sjáið þið líklega við leiði gamla rós frá mér. Hún verður gjarnan ársgömul. Ég kem þarna einu sinni á ári. Frá þeirri stundu sem ég hitti þennan franska vin er ég aldrei einn á ferð. Hann fylgir mér hverja stund. Hann kemur með mér í hús, nokkrum mínútum á undan mér og gerir þá stundum vart við sig. Ég finn fyrir návist hans og það líkar mér vel því ég veit að hann gengur með mér lífsbrautina á enda. Hann er verndari minn.


sport

Miðvikudagur 24. febrúar 2021 // 8. tbl. // 42. árg.

HM í körfu:

Ísland tryggði sig áfram með góðum sigrum Slóvakía – Ísland (79:94)

Jón Axel var óstöðvandi Hörður Axel Vilhjálmsson var á sínum stað í leikjunum tveimur.

Leikurinn gegn Slóvakíu var jafn framan af en þriðja leikhluta áttu Íslendingar algerlega og lögðu grunninn að góðum sigri. Ísland vann leikhlutann með tuttugu stigum, 36:16, og settu Íslendingar sjö af fjórtán þristum sínum í þriðja leikhluta. Jón Axel Guðmundsson var yfirburðarmaður og nánast óstöðvandi í sóknarleik Íslendinga, skoraði 29 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson var með sextán stig og átti tíu stoðsendingar.

ndvíkinginn öfluga Slóvakar réðu ekkert við Gri dir af vef FIBA Jón Axel Guðmundsson. Myn

Körfuknattleiksmenn frá SuðurLúxemborg – Ísland (84:86) nesjum voru í sviðsljósinu þegar ­í slenska karlalandsliðið í körfuknattElvar Már með flautuþrist leik lék tvo leiki í undankeppni í fimmtugasta leiknum Heimsmeistarakeppninnar í Kósóvó í síðustu fyrir Ísland viku. Ísland mætti Slóvakíu og Lúxemborg í lokaleikjum síns riðils og hafði betur í báðum viðureignum. Með frammistöðunni tryggði Ísland sér efsta FIMMTUDAG KL. 20:30 sæti riðilsins og er komið áfram á HRINGBRAUT OG VF.IS næsta stig undankeppninnar fyrir HM 2023 sem fram fer í Indónesíu, Japan og Filippseyjum í ágúst.

Elvar Már Friðriksson fagnaði þeim merka áfanga að hafa leikið fimmtíu leiki fyrir Íslands hönd með því að tryggja Íslandi sigurinn. Elvar setti niður tvö vítaskot undir lok leiksins en Lúxemborg svaraði að bragði og komst yfir í 84:83. Elvar var ekki tilbúinn að tapa leiknum og setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem flautan gall, flautukarfa og sigur í höfn. Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamikill í leiknum og var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu, með sautján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Hörður Axel Vilhjálmsson var með átta stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Lengjubikar karla:

Elvar Már hefur átt frábært tímabil með liði sínu í Litháen.

Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Vestra

Mynd af Facebook-síðu Siauliai

Keflvíkingar tóku á móti Vestra síðasta laugardag og unnu stórsigur. Það var fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon sem opnaði markareikning Keflvíkinga strax á þriðju mínútu en leiknum lauk 5:0 fyrir Keflavík. Keflavík situr í öðru sæti sínum riðli. Fyrirliðinn Magnús Þór kom Keflavík á bragðið.

Mörk Keflavíkur: Magnús Þór Magnússon (3’), Helgi Þór Jónsson (35’), Ari Steinn Guðmundsson (65’), Kian Williams (77’), sjálfsmark (86’).

Valur fór illa með Grindavík Valsarar komust yfir snemma í leiknum (7’) en Aron Jóhannsson jafnaði metin mínútu síðar (8’). Eftir jöfnunarmarkið var leikurinn einstefna að marki Grindavíkur og lauk leiknum með 8:1 sigri Vals. Grindavík vermir nú botnsæti síns riðils en þeir hafa tapað báðum sínum leikjum. Mark Grindavíkur: Aron Jóhannsson (8’).

„Efast um að ég geti lært tungumálið“ – segir Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson sem leikur með Siauliai í Litháensku deildinni

– Hvernig fannst þér liðið frammistaðan í leikjunum? „Frammistaðan hjá okkur var mjög fín miðað við nánast engan undirbúning. Við vorum fljótir að spila okkur saman og fannst mér við gera mjög vel.“ – Þú ert væntanlega kominn til Litháen, hvað tekur nú við? „Ég var að mæta aftur til Litháen og núna taka við síðustu metrarnir af tímabilinu. Sautján deildarleikir á rúmum tveimur mánuðum svo það verður nóg að gera.“

Mörk Þróttar: Arnar Sigþórsson (1’), Alexander Helgason (6’, 49’ og 86’), Guðmundur Már Jónsson (76’). Elvar Már í leiknum gegn Slóvakíu. Mynd af vef FIBA

– Hvernig er svona hefðbundinn dagur hjá þér? „Morgunæfing klukkan tíu, svo er hádegismatur um tólf. Eftir það tekur við smá hvíld frá eitt til þrjú, svo önnur æfing og vídeófundir sem byrja yfirleitt í kringum fjögur og er til hálfátta. Yfirleitt eru dagarnir nokkurn veginn svona.“

endur ekki leyfðir á leikjum – svo þetta hefur haft mikil áhrif. Búið að vera mjög einhæft en það lítur út fyrir að það sé verið að fara opna aðeins meira aftur svo það fer að birta til.“

– Hvað finnst þér standa upp úr á þessu tímabili? „Lærdómurinn að fá að spila í svona sterkri deild er klárlega það sem stendur upp úr.“

– Áttu þér einhverjar fyrirmyndir? „Þegar ég var yngri leit ég mikið upp til Loga og Brenton sem voru mínir uppáhaldsleikmenn.“

– Hvernig er staðan á Covid þarna? „Staðan er ekkert sérstök hérna, það hefur allt verið lokað í yfir þrjá mánuði og held ég að það sé ennþá mikið af smitum í landinu.“

– Ertu með fjölskyldu með þér? „Konan mín og sonur, Ína María og Erik Marel, hafa verið meira og minna á Íslandi í vetur þar sem allt er búið að vera lokað hér í Litháen og ekki mikið fyrir stafni. Hún hefur verið að vinna í vetur heima ásamt því að sjá um Erik Marel en þau munu koma út til mín í mars og klára tímabilið með mér hér.“

– Hvernig hefur það haft áhrif á þig (æfingar, leiki, daglegt líf)? „Það eru allir veitingastaðir lokaðir, allar verslanir og svo eru áhorf-

Alexander með þrennu í öruggum sigri Þróttar Þróttur sigraði Elliða 5:1 á Fylkisvellinum í B deild karla um helgina. Arnar Sigþórsson skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Alexander Helgason bætti öðru við fimm mínútum síðar en hann var með þrennu í leiknum. Þetta var fyrsti leikur Þróttar í Lengjubikarnum.

Siauliai hefur ekki gengið sem best í vetur en frammistaða Elvars hefur staðið upp úr í leik liðsins á tímabilinu. Elvar náði þeim merka áfanga að leika fimmtugasta A-landsleik sinn gegn Lúxemborg um helgina og þá tryggði hann Íslandi sigur með því að setja niður þriggja stiga skot í þann mund er flautan gall. – Til hamingju með fimmtíu landsleikina – að setja niður flautuþrist til að tryggja sigurinn á Lúxemborg hefur nú varla verið leiðinlegt? Gerir leikinn enn eftirminnilegri. „Þetta var klárlega eftirminnilegt. Mikill heiður að spila fimmtíu leiki fyrir A landsliðið og skora í þeim sigurkörfuna. Þetta var góður endir á skemmtilegri ferð.“

– Hvernig líður þér þarna úti? „Mér líður ágætlega hérna, búinn að vera án fjölskyldu minnar í nánast allan vetur svo það hefur verið erfitt en félagið er gott og borgin sem ég bý í er með allt til alls svo það er yfir engu að kvarta hér.“

johann@vf.is

Alexander heldur áfram að skora.

Reynismenn misstu leikinn í jafntefli Reynismenn mættu Haukum á Ásvöllum á föstudaginn. Framan af var ekkert mark skorað en á 62. mínútu dró til tíðinda þegar leikmaður Hauka skoraði sjálfsmark. Fufura Barros tvöfaldaði forystu Reynis á 70. mínútu. Ellefu mínútum fyrir leikslok fengu Haukar vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og í uppbótartíma jöfnuðu þeir leikinn (90’+1). Barros skoraði fyrir Reyni.

Mark Reynis: Fufura Barros (70’).

Víðismenn fara illa af stað Víðir lék gegn KFG á laugardag og byrjuðu leikinn sæmilega. KFG var einu marki yfir í hálfleik en í þeim síðari brustu allar varnir Víðismanna sem töpuðu leiknum 7:0.

FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

– Ertu farinn að bjarga þér á tungumálinu? „Nei því miður kann ég mjög lítið í tungumálinu og efast um að ég muni geta lært það.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson

Aron skoraði eina mark Grindavíkur.

Falleg fjölskylda ið meira Erik Marel, þau tvö hafa ver og ríu Ma Ínu Elvar með mánuði. sta koma út til Elvars í næ og minna á Íslandi í vetur en

Njarðvík skoðar stofnun rafíþróttadeildar Ungmennafélag Njarðvíkur er með til skoðunar að stofna rafíþróttadeild innan UMFN. Málið hefur verið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar sem lýsir yfir ánægju með þá vinnu innan UMFN að stofna rafíþróttadeild. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022. Í gögnum sem fylgja erindi UMFN er greint frá því að aðalstjórn UMFN hafi tekið vel í erindið og óskað eftir nánari upplýsingum, eins og t.d. hvað þurfi til að

STYRKT AF

halda úti rafíþróttadeild. Er m.a. nefnd að húsnæði þurfi fyrir starfsemina og um tíu uppsettar tölvur. Gríðarlegur fjöldi krakka er að spila tölvuleiki sín á milli á heimilum en nauðsynlegt er fyrir þau að hittast og spila, svo ekki sé talað um félagslega þáttinn, að fara út og breyta um umhverfi. Þó nokkur íþróttafélög hafa þegar stofnað rafíþróttadeildir og fleiri eru í burðarliðnum, t.a.m. stofnaði Keflavík rafíþróttadeild á síðasta ári.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

vinalegur bær


Nýverið kynnti Reykjanesbær tillögur að breyttu deiliskipulagi á Hafnargötu, Klapparstíg og Tjarnargötu og frestur þeirra „sem telja sig eiga hagsmuni að gæta“ til að gera athugasemdir var til 17. febrúar. Svona stór breyting í hjarta bæjarins þarfnast auðvitað meiri umræðu og það var því ánægjulegt þegar tilkynnt var að umsagnarfrestur hefði verið framlengdur til mánaðarmóta og boðað til íbúafundar sem streymt yrði á netinu. Fínustu vinnubrögð þar. Fundurinn var haldinn síðastliðinn mánudag og auglýst að hann ætti að standa í eina og hálfa klukkustund. Á vefsíðu viðburðarins voru íbúar hvattir til að koma með spurningar og að reynt yrði að svara þeim öllum eftir bestu getu. Fundurinn byrjaði ágætlega og talsmaður arkitektastofu bæjarins fór yfir tillögurnar í um það bil fimmtán mínútna erindi og sýndi fallegar myndir af fyrirhuguðum breytingum. Þær eru metnaðarfullar og margt áhugavert sem lagt er til. Það eru hins vegar fjölmörg atriði sem betur þarf að ræða, útskýra og skiptast á skoðunum um þegar um er að ræða svo miklar breytingar og þess vegna mjög jákvætt að skv. fundarboði hafi þegar þarna var komið við sögu, verið eftir um klukkustund til umræðna og spurninga. Það er vægt til orða tekið þegar ég segi að fundurinn hafi ekki staðið undir væntingum. Skipulagsstjóri Reykjanesbæjar var fundarstjóri og væntanlega var honum líka ætlað það hlutverk að svara spurningum fyrir hönd bæjarins þar sem enginn annar fulltrúi bæjarins var þar til svara. Fjölmargar spurningar bárust, bæði úr salnum og á netinu sem skipulagsstjórinn skautaði yfir og svaraði mörgum þeirra annað hvort engu eða með yfirlætislegum hálfkæringi. Þegar fundurinn var um

það bil hálfnaður miðað við auglýstan fundartíma, og fjölmörgum spurningum enn ósvarað, sleit skipulagsstjórinn fundi og þakkaði viðstöddum fyrir góðan fund! Þetta var sum sé fundur fundarins vegna. Þetta var fundur til þess að geta sagt að komið hafi verið til móts við íbúa með því að halda íbúafund. Þessum fundi var aldrei ætlað að svara spurningum eða veita tækifæri til þess að ræða þessa ágætu tillögu – en þá liggur það bara fyrir og er fundarboðendum til mikillar minnkunar. Miðbærinn okkar er hjarta bæjarins. Þar má margt betur fara og ef saga Hafnargötunnar er skoðuð er hún vörðuð misalvarlegum skipulagsslysum þar sem stórum, yfirleitt ljótum húsum er troðið samhengislaust innan um eldri hús. Mörg þessara húsa standa ókláruð árum og áratugum saman og er engin prýði af. Engin heildarsýn hefur verið lögð fram – hvernig er restin af Hafnargötunni hugsuð, hvernig er t.d. götumyndin hinum megin götunnar á þessum tiltekna reit hugsuð, hvernig mun hún kallast á við þetta? Skipulagsfulltrúinn nánast hló slíkar spurningar út af borðinu og sagði þetta allt vera í vinnslu. Þetta þarf hins vegar að liggja fyrir og kynna fyrir íbúum, og auðvitað skoðast í samhengi til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys. Ég hef ennþá fjölmargar spurningar. Mig langar að vita hvert ætlað er að flytja húsin sem stendur til að færa og hvernig samtal Minjastofnunar og bæjarins gengur? Ég spurði hvar húsakönnunina frá 2020 sem vísað er til í tillögunni sé að finna? Þar má finna sögu þeirra húsa sem ætlað er að færa og rífa, hana þarf að segja og skiptir máli að mikilvægi hennar sé metin áður en húsin eru rifin. Hvar eru þessi hús í aldursröðinni – eru þetta kannski

elstu húsin við Hafnargötuna austan Aðalgötu? Ég ætlaði að spyrja hver kostnaðurinn við flutning og niðurrif húsanna á reitnum væri og hver bæri kostnaðinn af því – en fundarstjóranum lá á að slíta fundi löngu áður en honum átti að ljúka þannig að ég náði henni ekki inn. Gamli bærinn, sem endurbættur hefur verið mjög smekklega á umliðnum árum og áratugum liggur þarna að – mig langaði að vita hvort það hefði einhvern tímann komið til greina að í stað þess að byggja allt nýtt sem viðhéldi „minnum“ um gömul hús að einfaldlega leyfa gömlu „minnunum“, húsunum sjálfum að njóta sín í skipulaginu innan um það nýja? Ég ítreka að ég er ánægð með að fram séu komnar tillögur sem lýsa

LOKAORÐ

Fundur fundarins vegna

RAGNHEIÐAR ELÍNAR metnaði og stórhug einstaklinga sem þykja vænt um bæinn sinn. Það er virðingarvert. En sýnum líka sögunni okkar virðingu og þeim sem á undan eru gengnir. Og umfram allt – lærum af sögunni og endurtökum ekki sömu skipulagsmistökin enn og aftur. Ég hvet íbúa til að kynna sér þessar tillögur og hafa á þeim skoðun – hægt er að skila athugasemdum til Reykjanesbæjar fyrir mánaðarmót.

Mundi Um þennan fund mætti semja lag – skipulag!

... mig langaði að vita hvort það hefði einhvern tímann komið til greina að í stað þess að byggja allt nýtt sem viðhéldi „minnum“ um gömul hús að einfaldlega leyfa gömlu „minnunum“, húsunum sjálfum að njóta sín í skipulaginu innan um það nýja?

FUNDABOÐ

AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Deildir

Dagsetning

Dagur

Tími

Staður

1. deild 4. mars 2021 Keflavík norðan Aðalgötu

Fimmtudagur

Kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

2. deild 4. mars 2021 Keflavík sunnan Aðalgötu

Fimmtudagur

Kl.17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

3. deild Njarðvík, Hafnir, Vogar

4. mars 2021

Fimmtudagur

Kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

4. deild Grindavík

1. mars 2021

Mánudagur

Kl. 17:00

Sjómannastofan Vör

5. deild Sandgerði

2. mars 2021

Þriðjudagur

Kl. 18:30

Efra Sandgerði

6. deild Garði

2. mars 2021

Þriðjudagur

Kl. 17:00

Réttarholtsvegi 13, Garði

8. deild 5. mars 2021 Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík

Föstudagur

Kl. 17:00

Nettó – Miðvangi 41, Hafnarfirði

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.