8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Albert slöngum vafinn tveim tímum eftir hjartastopp. Til hliðar er hann með Elsu sinni og nýjan Man. Utd. búning.
Skyndihjálp dótturinnar bjargaði pabbanum n Elsa Albertsdóttir sýndi mögnuð viðbrögð þegar Albert faðir hennar fór í hjartastopp. n Tveimur klukkustundum síðar var búið að þræða og fóðra Man. Utd. aðdáandann sem tapaði búningum í öllum látunum. „Hún gerir nú lítið úr þessu en viðbrögð hennar björguðu lífi mínu. Þrjú skyndihjálparnámskeið sem hún hafði sótt komu að góðum notum þegar hún þurfti að hnoða og bjarga kallinum,“ segir Albert Eðvaldsson, 57 ára fjölskyldufaðir úr Njarðvík, en Elsa, tuttugu og eins árs dóttir hans, er talin eiga stærstan þátt í því að hann er enn meðal vor eftir að hafa farið í hjartastopp í lok ágúst í fyrra. Þetta afrek Elsu hefur heldur betur vakið athygli því hún er tilnefnd sem Skyndihjálparmaður ársins á Íslandi. Páll Ketilsson pket@vf.is
Sunnudagurinn 22. ágúst byrjaði vel hjá Alberti sem er rafmagnstæknifræðingur hjá Verne Global gagnaverinu á Ásbrú. Albert er áhugasamur kylfingur og fór níu holur um morguninn og svo lá leið hans til föður hans, Eðvalds, sem býr nánast í næsta húsi í Njarðvíkunum, til að fylgjast með leik hjá þeirra liði í enska boltanum. Þeir feðgar eru harðir stuðningsmenn Man. Utd. og Albert gleymdi ekki að fara í „júnæted“ búninginn. „Við pabbi missum helst ekki leiki með okkar liði og við horfum mikið tveir saman. Af annarri ástæðu ákváðu fleiri úr fjölskyldunni að koma líka heim til pabba. Við vorum
þar bara í rólegheitum en að auki voru þarna Inga konan mín, Elsa dóttir okkar, Ingólfur mágur og Magga systir, kona hans. Svo sit ég bara í stólnum og er að tala við Ingó sem situr í sófanum við hliðina á mér, lyfti símanum mínum og ætla að sýna honum eitthvað varðandi veiði þegar ég fæ skrýtna svimatilfinningu. Mér sortnar fyrir augun og fæ mikið suð í eyrun. Dett svo út,“ segir Albert þegar hann lýsir því sem var að gerast.
Snör handtök Elsa horfir á föður sinn með alvarlegum svip og tekur við: „Pabbi missir símann og leggur höfuðið aftur á bak og það heyrast svona hrotuhljóð frá honum. Ég segi honum að hætta þessu en hann á
Ég sá strax að munnurinn á honum var fastur saman því ég var að reyna að opna hann og athuga öndunarveginn, nokkuð sem ég hafði lært á skyndihjálparnámskeiðum. Ég beið ekki boðanna og byrjaði strax að hnoða hann ...
það til að grínast með ýmislegt. Þá spyr Ingó: „Er ekki allt í lagi Albert?“ Mér leist ekki á blikuna og ákveð strax að hringja í neyðarnúmerið 112 en þá var síminn minn „dauður“ svo Magga, systir pabba hringir. Við Ingó færðum pabba úr stólnum. Hann var ekki með neinn púls og farinn að blána í framan. Ég sá strax að munnurinn á honum var fastur saman því ég var að reyna að opna hann og athuga öndunarveginn, nokkuð sem ég hafði lært á skyndihjálparnámskeiðum. Ég beið ekki boðanna og byrjaði strax að hnoða hann og Magga var í símasambandi við neyðarlínuna,“ segir Elsa. Albert segir að Eðvald pabbi hans hafi sagt honum síðar að þarna hafi Elsa tekið öll völd á staðnum og skipað þeim fyrir verkum eins og alvöru stjórnandi. Hún segist ekki beint gera sér grein fyrir því en hafi ekki dottið neitt annað í hug en að byrja að hamast á brjóstkassa föðurins. „Ég byrjaði bara að hnoða á fullu, taldi upp í þrjátíu og reyndi að blása á milli en það gekk illa því pabbi var með munninn fastan saman. Svo benti konan í neyðarlínunni, sem var í símasambandi að það gæti
verið gott að skiptast á að hnoða því það væri erfitt fyrir einn að gera það lengi. Ég sagði bara: „Nei!“ og hélt áfram og sagði afa að reyna blástur á milli hnoða en það var ekki að ganga.“
Þrjú skyndihjálparnámskeið Elsa hafði farið þrisvar á skyndihjálparnámskeið, einu sinni í Fjölbrautaskólanum og tvívegis í vinnu og segir að það hafi skipt sköpum. Hún segist bara hafa farið í einhvern gír. Eins og hún væri að keppa í körfubolta sem hún gerði yngri með góðum árangri með Keflavík. Lögreglan kom og lögreglukona tók við af Elsu að hnoða Albert. Stuttu síðar komu sjúkraflutningamenn og tóku við endurlífguninni og gáfu honum hjartastuð og þá rankaði Albert við sér á gólfinu eftir tvö, þrjú stuð. „Ég vaknaði til lífsins og áttaði mig á því hvað hafði gerst en fann fyrir miklum verk í brjóstinu eftir allt hnoðið. Ég kannaðist við gaurana sem stóðu yfir mér og fór strax að gantast eins og ég geri oft því þeir voru búnir að klippa Man. Utd. búninginn utan af mér. Ég man að