Víkurfréttir 6. tbl. 43. árg.

Page 1

Miðvikudagur 9. febrúar 2022 // 6. tbl. // 43. árg.

Ungbörnin spreyta sig í sundlauginni „Að kenna Ungbarnasund er það skemmtilegasta sem ég geri. Mér líður aldrei eins og ég sé að fara að mæta í vinnuna þegar ég vakna á laugardagsmorgnum, þetta eru virkilega gefandi gleðistundir,“ segir Jóhanna Ingvarsdóttir, íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari. Hún hefur síðan 2014 verið með ungbarnasund í sundlaug Akurskóla í Reykjanesbæ. Yngstu börnin sem mæta eru átta vikna gömul. Ungbarnasundsnillingar ásamt foreldrum þeirra verða í Suðurnesja­ magasíni sem er frumsýnt á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

Dóttirin bjargaði föður sínum eftir hjartastopp Elsa Albertsdóttir sýndi mögnuð viðbrögð þegar faðir hennar fékk hjartaáfall. Hafði farið á þrjú skyndihjálparnámskeið. „Hún gerir nú lítið úr þessu en viðbrögð hennar björguðu lífi mínu. Þrjú skyndihjálparnámskeið sem hún hafði sótt komu að góðum notum þegar hún þurfti að hnoða og bjarga kallinum,“ segir Albert Eðvaldsson, 57 ára fjölskyldufaðir úr Njarðvík en Elsa, tuttugu og eins árs dóttir hans er talin eiga stærsta þátt í því að hann er enn meðal vor

eftir að hafa farið í hjartastopp í lok ágúst í fyrra. Þetta afrek Elsu hefur heldur betur vakið athygli því hún er tilnefnd sem Skyndihjálparmaður ársins á Íslandi. „Ég byrjaði bara að hnoða á fullu, taldi upp í þrjátíu og reyndi að blása á milli en það gekk illa því pabbi var með munninn fastan saman. Svo benti konan í neyðarlínunni, sem

var í símasambandi að það gæti verið gott að skiptast á að hnoða því það væri erfitt fyrir einn að gera það lengi. Ég sagði bara, nei, og hélt áfram og sagði afa að reyna blástur á milli hnoða en það var ekki að ganga.“ Þau feðgin fara yfir málið í Víkurfréttum og verða einnig í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

FLJÓTLEGT OG GOTT! Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g

...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER

Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

55%

25%

29%

337 kr/stk

3. tegundir

99

99

áður 219 kr

áður 139 kr

kr/stk

áður 449 kr

Prótein kleinuhringir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Toppur

Sítrónu, 0,5 L

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/stk

Corny Big Allar tegundir, 50 g

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Dagdvöl aldraðra formlega opnuð í Suðurnesjabæ „Það er staðreynd að þjóðin er að eldast og fólk er hressara en áður sem eldri borgarar. Samfélagið þarf að bregðast við því og mæta þörfinni,“ sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, þegar ný dagdvöl aldraðra var formlega opnuð í húsnæði Garðvangs síðasta föstudag. Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga er með samning við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu daggjalda. Reksturinn er svo í samstarfi sveitarfélaganna tveggja og ef eitthvað vantar uppá í rekstrinum þá greiða sveitarfélögin þann mismun. Það hefur verið barist lengi fyrir því að fá dagdvöl í Suðurnesjabæ. „Þegar hillti undir það að samningur myndi nást við ríkið um dagdvalargjöl þá hafi verið farið í það að finna húsnæði. Það blasti strax vel við að húsið Garðvangur væri heppilegt og sem betur fer náðist samkomulag við eiganda hússins og sveitarfélagið leigir hluta þess fyrir þessa starfsemi,“ segir Magnús. Bæjarstjóri er sannfærður um að fólki muni líða vel á þessum stað. Húsnæðið sé gott og þaðan er einnig

gott útsýni og náttúra í kring. „Þetta er alveg kjörinn staður,“ segir hann. Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ verður með átta rými. Markmið dagdvalarinnar er að stuðla að áframhaldandi sjálfstæðri búsetu aldraðra íbúa Suðurnesjabæjar og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Í dagdvöl verður boðið upp á tómstundaiðju, léttar leikfimiæfingar, mat, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Þjónustan verður einstaklingsmiðuð með áherslu á að skapa notalegt og skemmtilegt andrúmsloft þar sem virðing, virkni og velferð eru höfð að leiðarljósi. Nánar er fjallað um dagdvölina í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld. Þar verður m.a. rætt við Tinnu Torfadóttur hjúkrunarfræðing sem veitir dagdvölinni forstöðu.

Fyrstu gestirnir mættu á þriðjudag og voru ánægðir með aðstöðuna.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, Tinna Torfadóttir, forstöðukona, Sigrún Sigurðardóttir, sjúkraliði, og Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar.

Mikill áhugi á úthlutun í Dalshverfi III n Fjölskylduvænt hverfi og lágreist byggð n Flestar íbúðir í fjölbýli „Markmið með skipulagi hverfisins voru að skapa fjölskylduvænt hverfi, með öruggum gönguleiðum, góðum tengslum við náttúru með grunnskólann og leikskóla í göngufæri. Íbúðastærðum er stillt í hóf og byggðin er lágreist en þétt sem býður upp á gott skjól og sólríka garða,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, en mikil áhugi er á þriðja áfanga Dalshverfis. Opnað var fyrir lóðaumsóknir í lok janúar og viðbrögð létu ekki á sér standa en mikil ásókn var í einbýli, par- og raðhúsin, töluverður áhugi er einnig fyrir fjölbýlishúsalóðunum. Þann 11. febrúar lýkur umsóknarferlinu og þann 18. febrúar fer úthlutun fram á fundi umhverfis- og skipulagsráð Mánudaginn 31.janúar var haldinn kynningarfundur vegna úthlutunarreglna á Dalshverfi III sem er austast í Reykjanesbæ og í beinu framhaldi af Dalshverfi II. Framkvæmdir við

gatnagerð hófust í byrjun sumars 2021 og mun ljúka á fyrsta ársfjórðungi 2022. Guðlaugur segir að þar sem hverfið er í jaðri byggðar séu góð tækifæri til útivistar í óspilltri náttúru. „Grunnskóli Dalshverfis, Stapaskóli, er framsækinn bygging en þar verður grunn- og leikskóli, tónlistarskóli, sundlaug og bókasafn ásamt félagsmiðstöð allt undir einu þaki. Í þessum lokaáfanga í uppbyggingu Dalshverfis verður annar leikskóli að auki. Það ætti því að vera

vel búið að ungu fólki með börn í ungum bæ.“ Í fyrstu verður einungis úthlutað lóðum í nyrðri hluta hverfisins en úthlutun syðri hluta verður svo í framhaldinu. Í fyrsta áfanga eru fjögur einbýlishús, átta parhúsaíbúðir, tólf raðhúsaíbúðir og 146 íbúðir í fjölbýli alls um 170 íbúðir. Mikill áhugi er á lóðunum enda er þetta fyrsta íbúðahverfi sem fer í úthlutun síðan Dalshverfi II fór í úthlutun 2008. Það hverfi er nú nánast fullt og því kominn mikil þörf á byggingarlandi.


Ð O B L I T R A G L E H K Í SAFAR GILDA: 10.--13. FEBRÚAR 20%

GRÍSAKÓTILETTUR

AFSLÁTTUR

Í RASPI

35% AFSLÁTTUR

Lambahryggur Hálfur, rifjamegin

Nautagúllas

KR/KG ÁÐUR: 3.499 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 3.299 KR/KG

2.799

2.144 Heilsuvara vikunnar!

1.481

KR/KG

40%

ÁÐUR: 2.469 KR/KG

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

30% AFSLÁTTUR

Kjúklingapottréttur í tikka masala, 600 g

Hafrabrauð 687 g

KR/PK ÁÐUR: 1.499 KR/PK

KR/STK ÁÐUR: 499 KR/STK

349

25% AFSLÁTTUR

Mini hamborgarar Street Food, 8 stk. + Barion sósa

Vegan fjölvítamín New Nordic, 120 hlaup

KR/PK ÁÐUR: 2.399 KR/PK

KR/STK ÁÐUR: 2.799 KR/STK

1.919

20%

1.199

20%

AFSLÁTTUR

2.099

Mangó

405

KR/KG ÁÐUR: 579 KR/KG

30% AFSLÁTTUR

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum. Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Danspartý í Reykjanesbæ:

Dönsum eins og hálfvitar! Jón Jónsson og Frikki Dór munu skemmta nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar, starfsfólki og öðrum sem vilja taka þátt fimmtudaginn 10. febrúar nk. klukkan 10:00 Skemmtuninni verður streymt í allar skólastofur grunnskóla Reykjanesbæjar. Áætlað er að partýið standi í tæpar 40 mínútur og er í raun opið öllum á YouTuberás Hljómahallarinnar: https:// w w w.yo u t u b e.c o m /c h a n n e l / UCO5jYQPSFiheT9alLEyb-pQ. Félagsmiðstöðin Fjörheimar mun aðstoða bræðurna við að halda uppi stemningunni og efna til samkeppni um peppuðustu skólastofu hvers skóla. „Vorið er handan við hornið og bjartir tímar framundan þess vegna ætlum við öll að dansa okkur í gang næstkomandi fimmtudag. Eftir

frekar krefjandi vetur þar sem skólar, nemendur og foreldrar hafið lagt sitt af mörkum til að halda samfélaginu gangandi og gert sitt allra besta til að stuðla að vellíðan barna og fjölskyldna í Reykjanesbæ bjóða foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ ásamt FFGÍR til skemmtunar. Markmiðið er að koma inn með smá gleði, dansa og syngja saman í gegnum vonandi síðustu metra faraldursins og sýna í verki þakklæti til starfsfólks og nemenda með því að bjóða upp á skemmtilegan viðburð,“ segir í frétt frá Reykjanesbæ.

Rakel Lind Michelsen Hauksdóttir frá SOS barnaþorpum og Sóley Birgisdóttir, kennari í 6. SB, og nemendurnir duglegu. VF-mynd/pket

Söfnuðu veglegri upphæð fyrir fátæk börn í Malaví

ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS

Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki

421 4620 Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu

Nemendur í 6. bekk SB í Heiðarskóla í Reykjanesbæ afhentu fulltrúa SOS barnaþorpa 75 þúsund krónur sem þau söfnuðu eftir að hafa horft á Öðruvísi jóladagatal - Sælla er að gefa en þiggja - í desember. „Þau voru svo áhugasöm og tóku málið lengra með því að safna þessari stóru upphæð til SOS,“ segir Sóley Birgisdóttir, kennari bekkjarins. Jóladagatalið hafði svo sterk áhrif á krakkana í 6.-SB að þau vildu hjálpa til og safna peningum á ýmsan hátt. Þau söfnuðu t.d. flöskum og dósum og unnu líka létt verkefni heima fyrir sem foreldrar og ættingjar létu þau hafa peninga fyrir. Rakel Lind Michelsen Hauksdóttir frá SOS barnaþorpum kom svo í Heiðarskóla 27. janúar í heimsókn til að taka við peningunum sem krakkarnir söfnuðu. Hún sagði krökkunum að peningarnir yrðu notaðir til að hjálpa fátækum börnum í Malaví en það er eitt af þéttbýlustu löndum í Afríku og eitt af fátækustu í heimi en þar búa alls 11 milljónir manna. Í máli Rakelar kom fram að 75 þúsund krónur væru jafnvirði margra milljóna í Malaví og verða peningarnir m.a. notaðir til

menntunar og skólagöngu þeirra í landinu. „Þið eruð með þessu framlagi ykkar að hjálpa krökkum í Malví alveg gríðarlega mikið því þarna er mjög mikil fátækt,“ sagði Rakel.

Um SOS Barna­þorp­in Fyrst og fremst eru SOS Barna­þorp­in barna­hjálp sem veit­ir mun­að­ar­laus­um og yf­ir­gefn­um börn­um stað­gengil fyr­ir þá fjöl­skyldu sem þau hafa misst. SOS Children´s Villa­ges eru stærstu óháðu hjálp­ar­sam­tök heims sem ein­blína á börn án for­eld­raum­sjár og ósjálf­bjarga barna­ fjöl­skyld­ur. Sam­tök­in starfa í 137 lönd­um, óháð stjórn­mál­um og trú­ar­brögð­um. Þau ná til yfir einn­ar millj­ón­ar barna, ung­menna og full­orð­inna í gegn­um meira en tvö þús­ und verk­efni. Að­aláhersla sam­tak­anna er að börn þríf­ist best í fjöl­skyldu­um­hverfi við ást og um­hyggju for­eldra eða um­sjón­ar­fólks, ásamt systkin­um sín­um á stað sem þau geta kall­að heim­ili.

LAUST STARF BÓKARA Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir starf bókara/skrifstofumanns laust til umsóknar.

þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

bilaverk.thoris@gmail.com

facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Helstu verkefni: n Umsækjandi þarf að hafa haldbæra þekkingu á kjarasamningum þeim er STFS kemur að. n Reynslu í bókhaldi og almennu skrifstofuhaldi.

Hæfniskröfur: n Nám sem nýtist í starfi eða reynsla af sambærilegu starfi n Góð tölvukunnátta n Færni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2022 Umsóknir sendist á stfs.formadur@stfs.is


2022 - 2025

Sumar stöður eru meira spennandi Sumarstörf Bláa Lónsins Ef þú vilt starfa í einstöku umhverfi, vera hluti af frábærri liðsheild og skapa endalaust af skemmtilegum minningum, þá er Bláa Lónið rétti staðurinn fyrir þig. Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund í mörg spennandi störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri.

Fjölbreytt félagslíf

Góð fríðindi

Rútuferðir til og frá vinnu

Þjálfun og fræðsla

2-2-3 vaktavinna eða dagvinna

Hollur og góður matur

Kynntu þér störfin á storf.bluelagoon.is Umsóknarfrestur til 20. mars

Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Komust klakklaust til hafnar í arfavitlausu veðri Þá er stysti mánuður ársins kominn í gang og hann byrjar með látum því að – já, áfram eru veður vond. Reyndar gaf á sjóinn fyrstu dagana í febrúar og þeir bátar sem á sjóinn fóru þeir veiddu nokkuð vel og skulu nokkrir vera nefndir hér. Sævík GK með 27 tonn í fjórum róðrum, landað í Grindavík og Þorlákshöfn. Báturinn fór seinni tvo róðranna með línuna við suðurströndina skammt utan við Vestmannaeyjar. Daðey GK 21 tonn í þremur, Hópsnes GK 22 tonn í þremur róðrum en Hópsnes GK komst loksins suður núna um síðustu mánaðarmót, hann ásamt Gulltoppi GK komu saman frá Skagaströnd og hófu strax róðra frá Sandgerði. Fyrsti róðurinn hjá Hópsnes GK var ansi góður því báturinn kom með í land 11,1 tonn sem fengust á 36 bala, það gerir um 305 kg á bala. Margrét GK 28 tonn í fjórum, Katrín GK 9,9 tonn í tveimur, Dóri GK fimm tonn í einum, Gulltoppur GK 5,1 tonn í einum og Dúddi Gísla GK 18,4 tonn í tveimur. Hjá netabátunum byrjar febrúar vel þrátt fyrir veður. Erling KE er kominn með 65 tonn í þremur róðrum og mest 28 tonn, landað í Sandgerði. Maron GK 22 tonn í tveimur, landað í Njarðvík, en hann var á veiðum á svipuðum slóðum og Erling KE. Grímsnes GK 39 tonn í þremur og mest 23 tonn en Grímsnes GK er að eltast við ufsann, af þessum afla eru 29 tonn af ufsa. Halldór Afi GK fjögur tonn í tveimur og Bergvík GK 3,1 tonn í tveimur.

Landburður af karfa í Sandvík

Hjá dragnótabátunum er í raun ekkert að frétta. Nesfisksbátarnir hafa ekkert farið á sjóinn og einu dragnótabátarnir sem hafa farið á sjó eru Aðalbjörg RE og Maggý VE frá Vestmannaeyjum en skipstjóri þar um borð er Karl Ólafsson sem lengi var með Örn KE. Báðir bátarnir eru að landa í Sandgerði en þegar þessi pistill var skrifaður voru aflatölur ekki komnar inn fyrir báða bátana. Að ofan er aðeins minnst á bátinn Hópsnes GK. Þessi bátur er 29 tonna plastbátur sem lengst af hét Katrín SH og réri þá á netum frá Rifi og Arnarstapa. Stakkavík ehf. í Grindavík keypti bátinn fyrir rúmu ári síðan og á bátnum eru Ívar Þór Erlendsson skipstjóri og Axel W. sem rær með honum. Axel átti t.d. Nýja Víking NS og Gjafar GK.

Á meðan að svo til allir 30 tonna bátarnir voru á leið í land eftir línuveiðar þá fóru þeir út frá Sandgerði um kl. 15:30 með 24 bala og fór beint norður út frá Sandgerði á hina hefbundnu línuslóð sem er þar fyrir utan. Eins og lesendur Víkurfrétta tóku kannski eftir þá var kominn snarvitlaust veður um nóttina 6. til 7. febrúar og þeir Ívar og Axel kláruðu að draga alla 24 balanna um miðnætti og þá átti eftir að sigla til Sandgerðis. Veður var þá tekið að versna og eins og Ívar sagði að það var komið „arfavitlaust veður“. Sigling til Sandgerðis gekk hægt því aldan kom beint á móti þeim og því tók Ívar þá ákvörðun að beina bátnum áleiðis að Hvalnesi og með því fengu þeir ölduna á bakborðshlið Hópsnes GK og þannig gátu

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

þeir sloppið við að fá brot beint framan á bátinn. Upp úr klukkan hálf tvö komust þeir klakklaust til Sandgerðishafnar og þegar þeir komu í land voru þeir eini báturinn á landinu í þessum stærðarflokki sem hafði þá verið á sjó um kvöldið. Áttin var suðaustan og í þeirri átt er vindur að blása frá landi út yfir Sandgerði og það gerir það að verkum að þegar komið er nær landi er sjórinn nokkuð lygn og innsiglingin til Sandgerðis lokast ekki í suðaustan átt. Bara vel gert hjá þeim félögum og um borð í bátnum var um 5,5 tonn sem gerir um 230 kg á bala sem er bara ansi góður afli.

Óveður og ólgusjór við Reykjanesskagann kastaði karfa í tugþúsunda vís á land í Sandvík á Reykjanesi. Guðmundur Falk Jóhannsson fuglaljósmyndari gekk fram á karfann á þriðjudaginn. Hann tilkynnti málið til Hafrannsóknarstofnunar sem ætlaði að senda vísindamenn á staðinn á miðvikudag til að taka sýni. Guðmundur sagði í samtali við Víkurfréttir að fjaran væri full af karfa svo langt sem hann sá og að þetta væru þúsundir og jafnvel tugþúsundir fiska bara í Sandvík. Má ætla að sama staða væri einnig í öðrum fjörum á svæðinu.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Vitni að björgun

Að kvöldi 8. maí 2018 varð ég var við að ekki virtist allt með felldu hjá lítilli trillu hér rétt vestan við Grindavík og fór að fylgjast betur með. Þarna var kominn strandveiðibáturinn Daddi GK 55 sem hafði orðið vélarvana og rak nokkuð hratt að landi undan álandsvindi. Skipverjinn um borð í Dadda náði sambandi við áhöfn línubátsins Valdimars GK 195 sem var á leið í róður út frá Grindavík og hélt strax til aðstoðar. Daddi var kominn nokkuð nærri landi þegar Valdimar kom að og

renndi sér inn fyrir hann og komu skipverjar taug á milli og drógu hann frá landi. Björgunarbáturinn Árni í Tungu frá Björgunarsveitinni Þorbirni kom svo á svæðið og tók við og dró Dadda til hafnar. Það var ekki laust við að hjartað slægi aðeins örar á meðan maður fylgdist með þessari atburðarás en aldrei var stoppað að mynda. Jón Steinar Sæmundsson

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7

Risaöldur við Garðskaga langt frá Íslandsmetinu Risavaxnar öldur mældust á Garðskagadufli, vestur af Garðskaga, aðfaranótt þriðjudags. Duflið sendir frá sér upplýsingar um ölduhæð tvisvar á klukkustund. Klukkan 01:23 á þriðjudag sendi duflið upplýsingar um 19,8 metra háa öldu úti fyrir ströndinni. Það var sannkallaður stórsjór á Garðskaga frá mánudagskvöldi og fram á nóttina. Skömmu fyrir miðnætti mældist ölduhæðin 16,6 metrar en risaöldurnar á þriðjudagsnóttina, sem mældust 19,8 metrar, eru samt langt frá Íslandsmetinu sem reyndar var sett á sama stað þann 9. janúar árið 1990. Þá mældi Garðskagadufl ölduhæð upp á 25,2 metra og því vantaði 5,4 metra upp á að metið yrði slegið. Metið frá 1990

á einnig við um öldu við Vestmannaeyjar sem mældist jafnhá þeirri við Garðskaga sama dag. Eins og sjá má á myndinni sem tekin var á Garðskaga var mikið brim við gamla vitann á Garðskaga um hádegisbil á þriðjudaginn. Brimið þar er samt bara lítið sýnishorn af ofsanum sem er við duflið vestur af Garðskaga. VF-mynd: Hilmar Bragi

Smábátahöfninni í Gróf lokað tímabundið vegna óveðursskemmda Smábátahöfnin í Gróf verður lokuð næstu daga vegna skemmda sem urðu í óveðri aðfaranótt síðasta þriðjudags. Flotbryggjur slitnuðu lausar og fimm tonna steypt ból sem bryggjurnar eru festar við neðansjávar færðust til í veðrinu. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, sagði í samtali við Víkurfréttir á þriðjudag að mikil ölduhæð í hafinu við Reykjanesskagann hafi áhrif í öllum höfnum á svæðinu. Mikið sog myndaðist í smábátahöfninni og sveiflan mikil. Þannig voru flotbryggurnar að lyftast um einn og hálfan metra þegar fyllurnar komu inn í hafnarkjaftinn. Um miðjan dag á þriðjudag var hægur vindur en smábátahöfnin

ÓVEÐURSSYRPA

Óveður hefur valdið usla og tjóni á Suðurnesjum síðustu daga. Rauða óveðurslægðin á mánudagsnóttina olli þó minniháttar tjóni. Björgunarsveitir fóru í þó nokkur verkefni sem tengdust foki. Á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá björgunarsveitarfólk í Reykjanesbæ í baráttu við stóran sorpgám í Innri Njarðvík og að fást við þakskegg á nýbyggingu í Ásahverfi. Þá má sjá bát sem fauk um koll á norðurgarði Sandgerðishafnar þar sem slökkviliðsmenn þurftu að hreinsa upp olíu sem lak úr bátnum. Að ofan má svo sjá þang og grjót sem þekur bílastæði við gamla vitann á Garðskaga. VF-myndir: Hilmar Bragi

var á sama tíma sem kraumandi suðupottur og mikil hreyfing á flotbryggjunum. Að sögn hafnarstjórans verður ekki hægt að skoða skemmdir neðansjávar fyrr en á fimmtudag þar sem sjórinn í höfninni er gruggaður eftir veðrið síðustu daga og það tekur tíma fyrir gruggið að setjast. Hafnarstjórinn gerir ráð fyrir að tjónið sé talsvert og gæti verið á annan tug milljóna króna.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Albert slöngum vafinn tveim tímum eftir hjartastopp. Til hliðar er hann með Elsu sinni og nýjan Man. Utd. búning.

Skyndihjálp dótturinnar bjargaði pabbanum n Elsa Albertsdóttir sýndi mögnuð viðbrögð þegar Albert faðir hennar fór í hjartastopp. n Tveimur klukkustundum síðar var búið að þræða og fóðra Man. Utd. aðdáandann sem tapaði búningum í öllum látunum. „Hún gerir nú lítið úr þessu en viðbrögð hennar björguðu lífi mínu. Þrjú skyndihjálparnámskeið sem hún hafði sótt komu að góðum notum þegar hún þurfti að hnoða og bjarga kallinum,“ segir Albert Eðvaldsson, 57 ára fjölskyldufaðir úr Njarðvík, en Elsa, tuttugu og eins árs dóttir hans, er talin eiga stærstan þátt í því að hann er enn meðal vor eftir að hafa farið í hjartastopp í lok ágúst í fyrra. Þetta afrek Elsu hefur heldur betur vakið athygli því hún er tilnefnd sem Skyndihjálparmaður ársins á Íslandi. Páll Ketilsson pket@vf.is

Sunnudagurinn 22. ágúst byrjaði vel hjá Alberti sem er rafmagnstæknifræðingur hjá Verne Global gagnaverinu á Ásbrú. Albert er áhugasamur kylfingur og fór níu holur um morguninn og svo lá leið hans til föður hans, Eðvalds, sem býr nánast í næsta húsi í Njarðvíkunum, til að fylgjast með leik hjá þeirra liði í enska boltanum. Þeir feðgar eru harðir stuðningsmenn Man. Utd. og Albert gleymdi ekki að fara í „júnæted“ búninginn. „Við pabbi missum helst ekki leiki með okkar liði og við horfum mikið tveir saman. Af annarri ástæðu ákváðu fleiri úr fjölskyldunni að koma líka heim til pabba. Við vorum

þar bara í rólegheitum en að auki voru þarna Inga konan mín, Elsa dóttir okkar, Ingólfur mágur og Magga systir, kona hans. Svo sit ég bara í stólnum og er að tala við Ingó sem situr í sófanum við hliðina á mér, lyfti símanum mínum og ætla að sýna honum eitthvað varðandi veiði þegar ég fæ skrýtna svimatilfinningu. Mér sortnar fyrir augun og fæ mikið suð í eyrun. Dett svo út,“ segir Albert þegar hann lýsir því sem var að gerast.

Snör handtök Elsa horfir á föður sinn með alvarlegum svip og tekur við: „Pabbi missir símann og leggur höfuðið aftur á bak og það heyrast svona hrotuhljóð frá honum. Ég segi honum að hætta þessu en hann á

Ég sá strax að munnurinn á honum var fastur saman því ég var að reyna að opna hann og athuga öndunarveginn, nokkuð sem ég hafði lært á skyndihjálparnámskeiðum. Ég beið ekki boðanna og byrjaði strax að hnoða hann ...

það til að grínast með ýmislegt. Þá spyr Ingó: „Er ekki allt í lagi Albert?“ Mér leist ekki á blikuna og ákveð strax að hringja í neyðarnúmerið 112 en þá var síminn minn „dauður“ svo Magga, systir pabba hringir. Við Ingó færðum pabba úr stólnum. Hann var ekki með neinn púls og farinn að blána í framan. Ég sá strax að munnurinn á honum var fastur saman því ég var að reyna að opna hann og athuga öndunarveginn, nokkuð sem ég hafði lært á skyndihjálparnámskeiðum. Ég beið ekki boðanna og byrjaði strax að hnoða hann og Magga var í símasambandi við neyðarlínuna,“ segir Elsa. Albert segir að Eðvald pabbi hans hafi sagt honum síðar að þarna hafi Elsa tekið öll völd á staðnum og skipað þeim fyrir verkum eins og alvöru stjórnandi. Hún segist ekki beint gera sér grein fyrir því en hafi ekki dottið neitt annað í hug en að byrja að hamast á brjóstkassa föðurins. „Ég byrjaði bara að hnoða á fullu, taldi upp í þrjátíu og reyndi að blása á milli en það gekk illa því pabbi var með munninn fastan saman. Svo benti konan í neyðarlínunni, sem var í símasambandi að það gæti

verið gott að skiptast á að hnoða því það væri erfitt fyrir einn að gera það lengi. Ég sagði bara: „Nei!“ og hélt áfram og sagði afa að reyna blástur á milli hnoða en það var ekki að ganga.“

Þrjú skyndihjálparnámskeið Elsa hafði farið þrisvar á skyndihjálparnámskeið, einu sinni í Fjölbrautaskólanum og tvívegis í vinnu og segir að það hafi skipt sköpum. Hún segist bara hafa farið í einhvern gír. Eins og hún væri að keppa í körfubolta sem hún gerði yngri með góðum árangri með Keflavík. Lögreglan kom og lögreglukona tók við af Elsu að hnoða Albert. Stuttu síðar komu sjúkraflutningamenn og tóku við endurlífguninni og gáfu honum hjartastuð og þá rankaði Albert við sér á gólfinu eftir tvö, þrjú stuð. „Ég vaknaði til lífsins og áttaði mig á því hvað hafði gerst en fann fyrir miklum verk í brjóstinu eftir allt hnoðið. Ég kannaðist við gaurana sem stóðu yfir mér og fór strax að gantast eins og ég geri oft því þeir voru búnir að klippa Man. Utd. búninginn utan af mér. Ég man að


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9 Með fjölskyldunni og hafmeyjunni í jólaferð til Köben í desember.

Feðginin segjast ánægð hvað allt hafi gengið vel og fyrstu viðbrögð þeirra á staðnum hafi verið mikilvæg og þar hafi heppni spilað inn í með fleiri á staðnum. Það hefði getað farið verr ef það hefði ekki verið. Aðspurður segist Albert ekki hafa fundið neinar viðvaranir áður hvað heilsuna varðar. Hann hafi spilað 9 holur í golfi um morguninn og helgina áður farið í langa fjallgöngu og ekki kennt sér neins meins. Albert fékk svokallað kransæðarof sem er mjög erfitt að sjá fyrir.

Nýr búningur í hús Við gerum létt grín að Man. Utd. búningamálum Alberts og spyrjum hvort hann væri búinn að fá nýjan búning. „Já, ég var nokkru áður búinn að panta nýjan búning sem kom stuttu eftir atvikið. Ég var að máta hann einn daginn þegar það fjölgaði allt í einu í húsinu. Þá komu allir sem tengdust þessari uppákomu heim mér að óvörum,“ segir Albert og Elsa bætir við: „Við vorum að halda upp á mánaðarafmæli „nýja“ pabba eða Alberts 2.0,“ segir hún og hlær. ég sagði við sjúkraflutningamennina á leið í börunum út í sjúkrabíl að ég færi nú ekki aftur í þennan búning og hló,“ segir Albert þegar hann rifjar upp hvernig var að vera kominn „til baka“.

með slatta af slöngum í mér. Það fyllir manni öryggistilfinningu þegar maður upplifir þetta eftir á – hvað þetta gekk allt vel. Ég var bara slakur og rólegur og fannst ég í góðum höndum alls þessa fagfólks.“

Mikilvæg fyrstu viðbrögð

En hvernig upplifði Elsa öll þessi ösköp? „Þetta var mjög erfitt en ég man að ég hugsaði bara að ég ætlaði ekki að láta pabba fara þarna. Ég fékk þó sjokk síðar um kvöldið en varð samt betri að sjá hann svona góðan fljótt. Það var ótrúlegt hvað þetta gekk hratt og vel.“

Albert segist hafa verið ótrúlega heppinn með þessi viðbrögð frá Elsu og sínu fólki og síðan hjálparaðilum sem komu á vettvang. Elsa segir að það hafi líka verið gott hvað þeir sögðu við þau fjölskylduna sem var í sjokki á staðnum. „Þeir spurðu hvað og hvernig þetta hafi gerst til að átta sig á stöðunni og ræddu við okkur, sem róaði okkur,“ segir Elsa. Albert fór síðan í sjúkrabíl í forgangi á Landspítalann og segir að sjúkraflutningsmaður og læknir hafi verið honum til taks og rætt við hann á leiðinni, sem hafi verið gott. Á Landspítalanum beið hans teymi tilbúið að taka við honum. „Ég var spurður hvort ég gæti sjálfur trillað mér af sjúkrabörunum í rúm sem ég og gat sem var mjög jákvætt. Var síðan þræddur og þá kom í ljós að stubbur í vinstri kransæð var stíflaður. Í þræðingunni var æðin „fóðruð“ og eftir það var ég kominn á beinu brautina. Tveimur klukkustundum síðar var þetta búið og ég kominn í sjúkrarúm á hjartadeild

Á Old Trafford í haust.

En hvaða máli skiptu viðbrögð Elsu í öllu þessu? Albert segir að hún geri frekar lítið úr því en viðbrögð hennar í upphafi og allt hnoðið hafi skipt sköpum. Hennar framganga hafi bjargað sér. „Þessi fyrstu viðbrögð skipta öllu máli. Þegar maður upplifir svona þá finnst manni að allir ættu að sækja skyndihjálparnámskeið.“ Elsa tekur undir það og segir gríðarlega mikilvægt að bregðast strax við þegar svona gerist. „Fyrstu þrjár mínúturnar geta ráðið úrslitum hvernig þetta fer. Númer eitt er að fara að hnoða og nógu fast. Mér fannst ég gera of fast og fann einu sinni smá brak í pabba en það eru merki um að það hafi gengið vel að hnoða,“ segir

Elsa og Albert bætir við að hann hafi þurft að fá verkjatöflur því hann hafi fundið fyrir verkjum eftir hnoðið og verið með brákuð rifbein. Hlær þegar hann segir frá þessu alvörumáli.

Styrkti fjölskylduböndin Albert var í nokkra daga á spítala og við tók endurhæfing næstu tvo mánuði. Hún gekk vel og okkar

maður komst fljótlega í golf og svo lá leiðin á heimavöll Man. Utd., Old Trafford, til að fylgjast með leik í Englandi. Hann byrjaði að vinna tveimur mánuðum eftir atvikið hálfan daginn og stuttu síðar var hann farinn að vinna fullan vinnudag aftur. Elsa er mikil pabbastelpa og hefur fylgst vel með honum eftir atvikið. Þau voru mikið saman þegar hann var í endurhæfingunni því hún var í námi og mikið heima hjá þeim í Njarðvík. Hún segir að þetta hafi tekið verulega á. Hún hafi eftir atvikið haft áhyggjur af pabba sínum og oft tékkað á honum heima í endurhæfingunni þegar hann var t.d. að leggja sig. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Ég þurfti að leita mér hjálpar og enn í dag hugsa ég um þetta á hverjum degi,“ segir hún alvarleg á svip og pabbi hennar segir að atvikið hafi styrkt þeirra samband enn meira og er þakklátur hvað allt gekk vel. „Við töluðum mikið um þetta og unnum úr þessu svolítið saman. Hún leitaði sér hjálpar sem var gott hjá henni og það er engin spurning að þetta styrkti fjölskylduböndin hjá okkur. Systir mín og mágur og pabbi sem fylgist enn betur með mér núna. Hann skellti sér með vini sínum til Kanarí og hringir í mig reglulega. Er sífellt að tékka á stráknum,“ segir Albert og hlær.

Aðal - og deiliskipulag í Reykjanesbæ Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 1. febrúar 2022 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grænt svæði milli ÍB20 og ÍB34 fellur út og ÍB20 stækkar sem því nemur. Uppdráttur og greinargerð dags 5. Janúar 2022. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Hafnargata 81, 83 og 85 - tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tillagan var auglýst og athugasemdir bárust sem fjallað var um á fundi skipulagsráðs 3. september 2021. Tillagan er nú lögð fram að nýju, tekið hefur verið tillit til athugasemda og aðkoma með bílastæðum hefur verið færð suður fyrir fyrrum saltgeymslu Víkurbraut 19 og gönguleið opnuð betur. Samtímis er auglýst óveruleg breyting á aðalskipulagi Tillagan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 14. febrúar til 1. apríl 2022. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. apríl 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum við tillögurnar á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is. Reykjanesbær 9. febrúar 2022. Skipulagsfulltrúinn í Reykjanesbæ.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ung(menni) vikunnar: Mikael Máni Hjaltason

FS-ingur vikunnar: Emilía Ósk Hjaltadóttir

nei

Erfitt að segja Emilía Ósk Hjaltadóttir er sautján ára gömul. Hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, æfir körfubolta með Njarðvík og vinnur hjá Grjótgörðum við ræstingar. Á hvaða braut ertu? Ég er á íþrótta- og lýðheilsubraut.

Hvað hræðistu mest? Köngulær.

Hver er helsti kosturinn við FS? Myndi segja að það væri að kynnast nýju fólki.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Það er bara misjafnt eftir því hvernig stuði ég er í.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég segi að það sé Helena Rafnsdóttir sem á eftir að gera góða hluti í körfuboltanum

Hver er þinn helsti kostur? Ég er stundvís og skipulögð.

Skemmtilegasta sagan úr FS: Ég á enga skemmtilega sögu sem ég man eftir en besta minningin er örugglega fyrsta busaballið. Hver er fyndnastur í skólanum? Guðrún Lilja. Hver eru áhugamálin þín? Mér finnst körfubolti skemmtilegur og að fara í ræktina.

Hver er þinn helsti galli? Ég á erfitt með að segja nei við fólk.

Kraftmikill knattspyrnukappi

Mikael Máni Hjaltason er þrettán ára fótboltakappi úr Njarðvík. Mikael situr í unglingaráði Fjörheima og elskar að eyða kvöldum sínum í félagsmiðstöðinni. Hann er skemmtilegur, kraftmikill og heiðarlegur. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 8.bekk. Í hvaða skóla ertu? Akurskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég æfi fótbolta og elska ekkert meira en að fara í Fjörheima eftir langan dag.

Hver er þinn helsti kostur? Ég þurfti að spyrja vini mína að þessari spurningu og þeir segja að ég sé með góða nærveru, heiðarlegur og mjög hreinskilinn.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Uppáhaldsfagið mitt er íþróttir.

Hver er þinn helsti galli? Ég er of hreinskilinn.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég hef trú á öllum þeim sem munu reyna en ef ég þyrfti að velja einn þá væri það Hermann Borgar Jakobsson eða Stebbi frægur fyrir fótboltann.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notaða forrit í símanum mínum var TikTok en ég er í lífstíðarbanni þar, þannig það er Instagram.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ég trúði því alltaf að húsvörðurinn ætti draug sem svaf í kjallaranum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, TikTok og Spotify.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ef það væri kosið um fyndnustu manneskju skólans væri það ég, ég get látið alla hlæja ef ég vil það.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Kurteisi og stundvísi.

Hver eru áhugamálin þín? Ég er mest í fótbolta og ætla eins langt og ég get.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Eignast hús og bíl og vera í góðri vinnu.

Hvað hræðistu mest? Ég hræðist sjóinn mest en ég elska að veiða og fara út á sjó en það er bara pælingin að vísindamenn hafa skoðað minna en fimmtán prósent af sjónum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Einföld.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Örugglega öll lögin á nýju plötunni hans Frikka Dórs.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Hreinskilni og það að vera skemmtilegur. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að verða fótboltamaður eða eiga fyrirtæki. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Erfitt er að velja bara eitt en ég verð að segja kraftmikill.

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

Starf í mötuneytum Skólamatur leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki í afleysingar í mötuneytin sín í leik- og grunnskólum á þjónustusvæðum sínum. Um er að ræða 100% stöðu. Nánari upplýsingar um starfið má finna á alfred.is eða hjá mannauðsfulltrúa, sara@skolamatur.is

@skolamatur @skolamatur_ehf

www.skolamatur.is I skolamatur@skolamatur.is I Sími 420-2500


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

2. ÞÁTTUR

Hvað er borgaraleg ferming?

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.

SKÓLAMENNTUN Á ÍSLANDI FRÁ UPPHAFI Íslendingar hafa ávallt verið fróðleiksfúsir og menntaþrá þjóðarinnar hefur fleygt henni yfir hörmungar liðinna alda. Lengst af voru hér einungis æðri skólar, í Skálholti, Odda, Haukadal, á Hólum og í klaustrum. Síðar aðeins á Hólum og í Skálholti. Almenningur naut þessara menntasetra á ýmsan hátt. Þar voru oft haldnar samkomur og kom þangað fjöldi fólks, bæði ungt og aldið, sér til fróðleiks og skemmtunar. Þarna var söngur, kvæðaflutningur og sögusagnir og fólk bar þetta með sér út um byggðir landsins. Skólarnir á hinum fornu biskupssetrum áttu sitt blómaskeið en aðbúnaður var oft afleitur. Þegar Thorkillius kemur í Skálholt sem rektor 1728 er þar engin upphitun, lítil lýsing, lítið af bókum og matur harla rýr. Nemendur eru að krókna úr kulda og lifa mest á harðfiski, sméri og vatni. Þegar húsin í Skálholti féllu í jarðskjálftunum 1787 var ákveðið að flytja skólann til Reykjavíkur – eftir að hætt hafði verið við að flytja alla íslensku þjóðina suður á Jótlandsheiðar! Hólavallaskóli í Reykjavík tók þá við af Skálholtsskóla og líka Hólaskóla frá árinu 1801. Aðbúnaður var afar slæmur og árið 1804 varð að hætta skólahaldi! Næsta ár var skólalaust á Íslandi, nema hvað barnaskóli starfaði með tólf börnum á Hausastöðum í Garðahreppi. Árið 1805 var Bessastaðaskóli stofnaður og var sagt að hann hafi verið besta lærdómsstofnun sem Ísland hefði átt. Hann var síðan fluttur til Reykjavíkur haustið 1846 og varð Menntaskólinn í Reykjavík. Jón Sigurðsson, hinn eini og sanni, taldi að betri skólar væru mikilvægir á braut þjóðarinnar til frelsis og framfara. Hann skrifaði um skólamál í tímarit sitt, Ný félagstíðindi 1841 og 1842, segir m.a.: „Skólinn á að tendra hið andlega ljós, og hið andliga afl, og veita alla þá þekkíngu sem gjöra má menn hæfiliga til framkvæmdar öllu góðu, sem auðið má verða“. Jón leggur áherslu á gildi trúar fyrir siðferði, „siðferði mannsins verði því betra, sem þekkíng hans á guði er

skírari og trúin sterkari, og þegar svo er, þá er óhætt að kveða svo að orði, að siðferðið fari eptir trúnni.“ Jón segir frá fyrirmyndar barnaskólum í Þýskalandi og víðar, sem Norðmenn, Danir o.fl. hafa heimsótt og ritað skýrslur um, og minna þeir um margt um skólann sem stofnaður var á Vatnsleysuströnd 30 árum síðar. Jón leggur mikla áherslu á hvað góð menntun presta sé alþýðu mikils virði. Hann telur menntun presta á Íslandi ekki standast samanburð við það sem gerist erlendis og lýsir því svo: „Prestsefnin nema því ekki einúngis lærdóm þann, sem hafður er um hönd í skólum þeim, er menn kalla latínuskóla,.... Þegar skólalærdóminum er lokið eru þeir settir til menta í öðrum skólum (háskólum), þar sem hin æðri vísindi eru höfð um hönd, og nema þar heimsspeki, og kynna sér jafnframt aðrar vísindagreinir, náttúrufræði og annað þvílíkt, sem vekur eptirþánkann á ýmsu sem vert er að skoða og íhuga. Þessar iðkanir eru einnig til þess hentugar, að gjöra þánkana liðugri, og kenna mönnum að skoða hlutina á ýmsa vegu, og þannig læra að þekkja hvað skynsamlegt er í hverjum hlut. Fremsta af öllu þessu má telja heimsspekina, því hún leiðbeinir mönnum í öllum þeim vísindum, sem menn eiga að stunda á eptir þessu, og þaraðauki eflir hún þeinkíngarkraptinn og vekur eptirtektina á öllu því, sem berr fyrir í lífinu, og skoðunina á heiminum yfirhöfuð að tala.“ Jón Sigurðsson leggur þarna til, líkt og Thorkillius gerði öld áður, að stofnaður verði prestaskóli á Íslandi. Það sé kostnaðarsamt að senda öll prestsefni í háskóla í Danmörku. Prestaskóli þessi ætti að vera fjölhæfur, ekki takmarkast við það eitt sem prestar þurfa að læra til að geta prédikað. Prestaskóli var loks stofnaður í Reykjavík 1847. Síðan var stofnaður læknaskóli 1876, kennardeild við Flensborgarskóla 1892, lagaskóli 1908 og loks sameinaðir með stofnun Háskóla Íslands árið 1911.

Heimildir: Um skóla á Íslandi, Jón Sigurðsson 1841 og 1842; Jón Skálholtsrektor eftir Gunnar M. Magnúss 1959; Horft um öxl, eftir Guðjón Kristinsson, 1959. Þorvaldur Örn feitletraði orð í texta.

Eitt fermingabarnanna söng fyrir gesti í fallegri fermingarathöfn sem haldin var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrra. Þá fermdust fimmtán börn en þeim fjölgar ár frá ári sem velja að fermast borgaralega.

Borgaralegar fermingar hafa á undanförnum árum verið að ryðja sér til rúms sem valkostur fyrir börn sem kjósa að fermast án aðkomu trúfélaga. Margir vilja meina að ferming sé einungis kristin athöfn þar sem fermingarbarnið staðfestir trú sína og vissulega er hún það, þ.e.a.s. kristin ferming en fermingar hafa þekkst í samfélögum manna frá örófi alda og gengið undir ýmsum nöfnum. Víkurfréttir ræddu um borgaralegar fermingar við Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóra hjá Siðmennt sem er félag siðrænna húmanista á Íslandi og annast fermingarfræðslu og borgaralegar fermingar á Íslandi.

Glæsilegur hópur ungmenna sem fermdust í Reykjanesbæ á vegum Siðmenntar á síðasta ári.

Ylfa Vár Jóhannsdóttir valdi að halda sína fermingu í heimahúsi. Hér er fermingarbarnið ásamt Tinnu Jóhannsdóttur sem stýrði fallegri athöfn með nánustu fjölskyldu Ylfu Várar. Á innfelldu myndinni flytja faðir hennar og bróðir tónlistaratriði fyrir fermingarbarnið og veislugesti. Í borgaralegri fermingu samgleðst fólk fermingarbarninu og viðurkennir á sama tíma að það sé við það að ganga inn í fullorðinna manna tölu. Fyrsta borgaralega fermingarathöfnin í Reykjanesbæ var árið 2015 og síðan þá hefur hópurinn stækkað á hverju ári. Í þeirri athöfn Jónas Sig var ræðumaður en ræðan hans vakti mikla lukku og athygli á samfélagsmiðlum í kjölfarið (ræðan er aðgengileg í rafrænum Víkur­fréttum). „Nú erum við með tvo hópa með krökkum af öllum Suðurnesjum,“ segir Siggeir og heldur áfram; „sem munu koma saman í Keili tvær helgar. Fyrri helgin verður 26. og 27. febrúar svo að það er enn hægt að skrá sig. Borgaraleg ferming er opin öllum, óháð trúarskoðunum og öllum öðrum þáttum. Við tökum fagnandi á móti öllum sem vilja taka þátt í fermingarfræðslunni, þar sem við leggjum m.a. áherslu á að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins með uppbyggilegri fræðslu. Við reynum að þjálfa gagnrýna hugsun og þátttöku í heimspekilegum samræðum en námskeiðin byggja mikið á beinni þátttöku krakka og allskonar lærdómsleikjum

sem allir geta tekið þátt í, óháð bakgrunni og þekkingu.“ Á landsvísu hefur hópurinn sem fermist borgaralega stækkað hratt undanfarin ár og á síðasta ári var hópurinn sem valdi að fermast borgaralega um 14% af öllum fermingarárgangnum. „Við höfum unnið töluvert í að gera alla okkur

Helga Einarsdóttir, athafnarstjóri hjá Siðmennt, talar til fermingabarnanna. vinnu faglegri, enda ekki vanþörf á þegar fermingarbörnunum fjölgar og námskeiðunum um leið. Fyrir árið í ár tókum við í notkun nýja námsskrá sem við erum mjög stolt af og hlökkum til að vinna með hana áfram og þróa með leiðbeinendunum okkar,“ segir Siggeir en námsskráin er aðgengileg á vef Siðmenntar.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

RÚN PÉTURSDÓTTIR Austurvegi 5, Grindavík,

lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð sunnudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir veitta aðstoð og umhyggju. Ingólfur Júlíusson Júlíus Pétur Ingólfsson Bryndís Guðjónsdóttir Emil Helgi Ingólfsson Inga Björk Runólfsdóttir Pálmi Hafþór Ingólfsson Christine Buchholz Sigríður Hildur Ingólfsdóttir Svanur Karl Friðjónsson Bergur Þór Ingólfsson Eva Vala Guðjónsdóttir Ingólfur Rúnar Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Dalshverfi III laust til umsóknar Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs og formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Opnað hefur verið fyrir lóðaumsóknir í nýjasta hverfi Reykjanesbæjar, Dalshverfi III, sem staðsett er í austasta hluta bæjarins. Lóðirnar eru fyrir einog tvíbýli, rað- og fjölbýlishús og íbúðirnar eru alls 300 talsins í hverfinu. Markmið skipulags hverfisins er að skapa fjölskylduvænt hverfi, með öruggum gönguleiðum, góðum tengslum við náttúru með grunnskóla og leikskóla í göngufæri. Íbúðastærðum er stillt í hóf og byggðin er lágreist en samt þétt sem býður upp á gott skjól og sólríka garða. Þar sem hverfið er í jaðri byggðar eru góð tækifæri til útivistar í óspilltri náttúru, m.a. á Vogastapa. Lóðunum verður úthlutað í tveimur áföngum eftir skýrum og gagnsæjum reglum. Norðurhluta hverfisins er úthlutað fyrst en áætlað er að suðurhlutanum verði úthlutað í síðasta lagi um mitt ár eftir því sem gatnagerð miðar áfram. Allar nánari upplýsingar og úthlutunarreglur má finna á reykjanesbaer.is – þar má m.a. finna upptöku af kynningarfundi sem haldinn var 31. janúar. Í haust leitaði umhverfis- og skipulagsráð til bæjarbúa um tillögur að götunöfnum í Dalshverfi III og nafni á hverfistorgið. Bæjarbúar tóku vel við sér og á sjöunda hundrað tillögur bárust. Fjöldi þeirra var ævintýratengdur

og niðurstaðan var að göturnar og torgið í nýja þessu nýjasta hverfi bæjarins heita nú: Álfadalur, Trölladalur, Dísardalur, Huldudalur, Risadalur, Dvergadalur, Jötundalur, Drekadalur og Skessutorg. Viðurkenningar verða veittar fyrir nafnatillögurnar þegar sóttvarnir leyfa. Samfélag í sókn Stöðugt er unnið að skipulagsmálum í Reykjanesbæ af starfsfólki umhverfissviðs bæjarins og umhverfis- og skipulagsráði. Uppbygging bæjarins hefur gengið jafnt og þétt fyrir sig undanfarin ár, síðustu tvö haustin hafa t.d. Samtök iðnaðarins talið tæplega 300 íbúðir í byggingu í Reykjanesbæ og eftirspurn eftir íbúðum er mikil enda hér gott að búa – samfélagið gott og bærinn okkar vel rekinn síðustu sjö árin. Sem dæmi um mörg og margvísleg verkefni þá má nefna að árið 2021 tókum við í umhverfis- og skipulagsráði 377 mál fyrir á tuttugu og einum fundi, 60 grenndarkynningar voru gerðar, unnið var að sextán nýjum eða breyttum deiliskipulagsverkefnum, 63 lóðum var úthlutað á árinu auk þess að lokið var við endurskoðun aðalskipulags og tillaga að aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020–2035 samþykkt í auglýsingu.

Vexti bæjarins og sú staðreynd að Reykjanesbær er orðinn fjórða fjölmennasta sveitarfélagið á landinu fylgja nýjar áskoranir. Eitt af því sem umhverfis- og skipulagsráði og starfsmönnum sviðsins er mjög umhugað um er umferð og umferðarstreymi um bæinn og öryggi gangandi og hjólandi, sérstaklega öruggar gönguleiðir að skólum. Í samvinnu við Vegagerðina var unnið umferðarlíkan fyrir Reykjanesbæ sem nýtt er til þess að endurskoða og endurskipuleggja umferðina og verkfræðistofan Efla greindi gönguleiðir að skólum og unnið er að úrbótum samkvæmt þeirri greiningu. Þá hefur verið unnin og samþykkt metnaðarfull umhverfis- og loftslagsstefna fyrir bæinn okkar, unnið er að uppgræðslu- og skógræktaráætlun og verið er að vinna samgöngustefnu fyrir Reykjanesbæ sem tengist aðalskipulagi bæjarins. Á næstunni mun endurskoðað aðalskipulag verða kynnt á hverfafundum og þá gefst bæjarbúum tækifæri enn og aftur til þess að koma með ábendingar, fyrirspurnir og athugasemdir. Ég hlakka til þeirra funda og til þess að eiga samtal um bæinn okkar og framtíðina, því saman gerum við bæinn okkar enn betri.

Neyðarástand í aðgerðarleysi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

Síldarvinnslan hefur fest kaup á jörðinni Fannardal í Norðfirði og er áformað að nýta hana til skógræktar, til að binda kolefni á móti kolefnislosun sem starfsemin veldur. Stefnt er að því að hin fyrirhugaða skógrækt í landi Fannardals verði framkvæmd í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Verkefnið á að fullnægja öllum kröfum Loftslagsráðs um vottun og á skógræktunin að verða hæf til skráningar í Loftslagsskrá Íslands. Þetta má m.a. lesa á vef fyrirtækisins. Virkja saman læk og skóg Það er ánægjulegt að fyrirtæki hugi markvisst að verkefnum á sviði umhverfis- og loftlagsmála. En er ekki fólgið í þessu tækifæri fyrir útgerðarinna að styðji við bakið á landbúnaði í landinu. Það gerist með því að fela bændum að taka að sér skógrækt fyrir útgerðina. Það fer betur á því en að útgerðin fari að stunda landbúnað í

formi skógræktar. Sterkar greinar eins og sjávarútvegurinn eiga að styðja við þjónustu og atvinnulíf í stað þess að gína yfir því öllu. Huga mætti að samstarfi á fleiri sviðum eins og við uppbyggingu smávirkjana þar sem nálægð gerði það mögulegt. Raforkukaup beint frá býli. Ég sé þarna tilvalið tækifæri til tímamótasamvinnu útgerðar og bænda og gamalt orð fengi nýja merkingu. „Útvegs-bændur virkja saman læk og skóg.“ Bera ábyrgð í loftlagsmálum Síldarvinnslan og fleiri fyrirtæki hafa farið í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sett upp raf-landtengingabúnað fyrir fiskiskipin sem eru sparneytnari en áður og nota minni olíu. Á tíunda áratug síðustu aldar var hlutdeild sjávarútvegs í olíunotkun hér á landi að jafnaði rúmlega 42% en hefur á undanförnum árum verið í kringum 14%. Það er eftirtektarverður árangur

Ekki til betri leið Kæri íbúi Suðurkjördæmis! Nú styttist óðfluga í sveitarstjórnarkosningar en kosið verður þann 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi göngum spennt til þessarar kosninga, bæði til þess að halda núverandi meirihlutum í kjördæminu sem og að tryggja nýja. Þessa dagana eru mörg Sjálfstæðisfélög að funda til að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag framboðslista flokksins. Rík hefð er fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokksins. Það er að mínu mati ein lýðræðislegasta leið sem hægt er að fara. Hvort sem farið verður í prófkjör eða uppstillingu þá vil ég hvetja þig til þátttöku með eigin framboði eða að kjósa í prófkjörum þar sem þau verða.

Á þessu kjörtímabili sem senn er á enda runnið höfum við upplifað gríðarlega u p pbyg g i n gu í mörgum sveitarfélögum um allt kjördæmið. Íbúafjölgun hefur verið mikil sem og atvinnuuppbygging. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur flutt sig frá höfuðborgarsvæðinu í rólegri og fjölskylduvænni sveitarfélög og fögnum við nýjum íbúum í kjördæminu. Góð sveitarfélög eru byggð upp af öflugu og góðu fólki sem lætur sig málin varða. Hvernig viljum við hafa skólana okkar? Er lögð áhersla á atvinnumál? Hvernig tryggjum við okkar eldri íbúum áhyggjulaust ævikvöld? Er aðstaða til íþróttaiðkunar

á sama tíma og verðmæti afurða sjávarútvegsins vaxa stöðugt. En öll þessi viðleitni til að nýta raforku og bera ábyrgð í loftslagsmálum er stöðvuð af Alþingi sem kemur í veg fyrir endurnýjun flutningskerfis raforku og raforkuskortur eykur aðeins á olíunotkun. Neyðarástand í aðgerðarleysi Nú er svo komið að allur ávinningur af milljarðaframlögum ríkisins til að rafvæða bílaflotann hverfur út í andrúmsloftið með olíureyknum. Við erum að keyra allt frá fiskimjölsverksmiðjum og kyndistöðvum yfir í rafknúnu ferjuna Herjólf á dísilolíu þessa dagana. Það er tímabært að lýsa yfir neyðarástandi í aðgerðarleysi á uppbyggingu flutningskerfis á raforku. Og mæta orkuskiptum með því að skipta úr jarðefnaeldsneyti í raforku sem er framleidd á sjálfbæran hátt. Til þess þarf að virkja.

góð? Hvernig viljum sjá byggðina okkar þróast? Hvernig samfélagi viljum við búa í? Þessi umhugsunarefni sem og ótalmörg önnur verða fyrirferðarmikil í kosningunum í vor. Ef að þú hefur áhuga á að móta þitt samfélag og hafa áhrif á þróun þess vil ég hvetja þig til að taka þátt og láta þig málin varða. Það er eflaust ekki til betri leið til að taka þátt í mótun samfélagsins en að taka þátt starfi Sjálfstæðisflokksins. Við erum 10.000 skráðir Sjálfstæðismenn hér í Suðurkjördæmi og ég veit að ef allir leggja hönd á plóg, íhuga að bjóða sig fram, hvetja aðra til framboðs og kjósa þá munum við uppskera vel í vor. Núna er tækifærið til þess að að taka þátt og ég hvet þig til þess! Guðrún Hafsteinsdóttir, 1. þingmaður Suðurkjördæmis.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer 2 fram 26. febrúar. Framboð mitt er til marks um þá sannfæringu mína að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu okkar bestum árangri. Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi. Ég er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem ég bý með syni mínum. Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég

legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð. Ég vil með þátttöku minni horfa til framtíðar og skapa með ykkur eftirsótt og fjölbreytt samfélag þar sem við hvetjum fólk til að skapa einlæga samkennd og stemmningu meðal bæjarbúa. Hvetja framsækið fólk að búa hér til þjónustu svo ekki þurfi að sækja annað og skapa um leið fjölbreytt atvinnulíf. Ég hef áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og fylgst með framgangi flokksins alla tíð. Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi ykkar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði. Eyjólfur Gíslason

Aldursvænt samfélag í Reykjanesbæ Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA. Ör fjölgun í hópi eldra fólks er áskorun fyrir alla, ekki bara Reykjanesbæ heldur allt landið. Í dag búa rúmlega 2.000 manns 65 ára og eldri í Reykjanesbæ og fer þessum hópi fjölgandi. Mikilvægt er að þjónustan hér sé góð og fjölbreytt og einnig virkni og þátttaka íbúa verði öflug í nærsamfélaginu. Forvarnir fyrir alla eru mjög mikilvægar og efla þarf lýðheilsu íbúa svo þeir geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst. Við þurfum að vera tilbúin til að skoða nýjar og fjölbreyttar lausnir í þjónustu við eldra fólk en ekki festa okkur í gömlum vana. Finnum úrræði sem stuðlar að því að fólk geti búið heima sem lengst og styðjum fólk til að efla heilsu og viðhalda líkamlegu, andlegu, félagslegu heilbrigði. Heilsuefling og forvarnir Reykjanesbær hefur boðið íbúum 65 ára og eldri upp á heilsueflandi verkefni frá Janus heilsueflingu frá árinu 2017 og mikilvægt er að halda áfram slíkum forvörnum fyrir þennan aldurshóp. Þjálfunin er miðuð að því að efla þol og styrk sem er lykilatriðið fyrir góða heilsu á efri árum. Reykjanesbær býður einnig upp á létta leikfimi, dans, Boccia, púttklúbb og ýmsar tómstundir fyrir þennan aldurshóp

en mikilvægt er að hafa fjölbreytni í hreyfingu og heilsueflingu svo allir geti tekið þátt og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Reykjaneshöllin er mikið notuð á morgnana og þar kemur fólk til að ganga sér til heilsubótar og eru allir velkomnir. Uppbygging á Nesvöllum Hrafnista rekur Nesvelli og Hlévang en gert er ráð fyrir 60 nýjum rýmum á Nesvöllum í lok árs 2024. Dagdvöl aldraða er á Nesvöllum og bjóða þau upp á tómstundaiðju, hreyfingu og hvíldaraðstöðu ásamt eftirliti með heilsufari. Eldra fólk er fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir og því þarf að bregðast við með heildstæðri stefnumótun og nýjum leiðum. Þjónustuframboðið þarf að taka mið af þessu, þjónustan verður að vera einstaklingsmiðuð og samfélagið þarf að styðja þennan hóp og sjá tækifærin sem felast því að virkja alla til þátttöku. Ég er tilbúin til að taka þátt í að móta fjölbreytta þjónustu sem snýr að þessum hópi til að efla heilsu þeirra og líf svo íbúar finni að í Reykjanesbæ sé gott að eldast. Ég bið um stuðning í 2.–3. sæti í komandi prófkjöri sjálfstæðismanna 26. febrúar.

Skipuð verði stjórn sem móti framtíðarstefnu HSS Stjórn Öldungaráðs Suðurnesja skorar á heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, að beita sér fyrir því að sett verði á laggirnar sérstök fimm manna stjórn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stjórnin verði skipuð tveimur fulltrúum frá Reykjanesbæ og sveitarfélögin Grindavík, Suðurnesjabær og Vogar tilnefni einn fulltrúa hvert. Hlutverk stjórnarinnar verði að fylgjast með rekstri og móta framtíðarstefnu í samráði við yfirstjórn HSS. Staða HSS hefur á síðustu árum verið mjög erfið og mikillar gagnrýni gætt meðal íbúa Suðurnesja í garð stofnunarinnar. Mikil íbúafjölgun hefur verið á Suðurnesjum síðustu ár og hefur HSS ekki fengið fjárveitingu frá Alþingi í samræmi við það. Afleiðingarnar eru þær að fjöldi íbúa á Suðurnesjum neyðast nú til að leita til höfuðborgarsvæðisins eftir grunnheilbrigðisþjónustu. Sú þróun hlýtur eðli málsins samkvæmt einnig að hafa slæm áhrif á

uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Nú boða stjórnvöld að til standi að skipa sérstaka stjórn við Landspítalann í þeirri trú að það muni styrkja og efla stofnunina. Stjórn Öldungaráðs Suðurnesja telur að sömu rök gildi fyrir skipan sérstakrar stjórnar við HSS. Sambærilegt fyrirkomulag var áður um HSS og gaf góða raun enda veitti það heimamönnum tækifæri til að fylgjast með rekstri og gera tillögur um hvað betur mætti fara. Það er nauðsynlegt í jafn fjölmennu samfélagi og Suðurnesin eru að starfandi sé öflug og sterk heilbrigðisstofnun, sem þjónusti íbúana vel. Það verður best gert með því að fá fulltrúa heimamanna að stjórnarborðinu. Virðingarfyllst, Sigurður Jónsson, formaður stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja.


Halldór Garðar Hermannsson varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili eftir úrslitarimmu gegn deildarmeisturum Keflavíkur – í ár stefnir hann á að vinna tvöfalt með Keflavík. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Já, ég fer í ræktina til að liðka mig, borða síðan góðan mat eftir það og fer í sturtu áður en ég mæti upp í íþróttahús.

sport

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Níu ára, var mjög hávaxinn þegar ég var yngri þannig það var pressað á mig að mæta á æfingu og svo voru allir félagarnir í körfu.

Stefnir á að skapa f leiri

NAFN:

góðar minningar

HALLDÓR GARÐAR HERMANNSSON ALDUR:

24 ÁRA

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan.

STAÐA Á VELLINUM:

LEIKSTJÓRNANDI EÐA SKOTBAKVÖRÐUR MOTTÓ:

4

YESTERDAY IS HISTORY, TOMORROW IS A MYSTERY BUT TODAY IS A GIFT, THAT IS WHY IT IS CALLED PRESENT.

UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í KEFLAVÍK HVAÐ ERTU BÚINN AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA LENGI? ÉG BYRJAÐI ÞEGAR ÉG VAR Í 1. BEKK OG ÞÁ VAR SINDRI AÐ ÞJÁLFA MIG OG NÚNA ERU SINDRI OG SIDDI AÐ ÞJÁLFA MIG!

NAFN:

ODDUR ÓLI BIRKISSON ALDUR:

SKÓLI:

10 ÁRA

HOLTASKÓLI

HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KÖRFUBOLTA? AÐ VINNA OG SKORA. HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KÖRFUBOLTANUM? MJÖG MARGA, ALLIR SKEMMTILEGIR.

Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? B.Sc í íþróttafræði við Háskóla Íslands.

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Fótbolti, ræktin og ferðalög.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Sigurkarfan 2019 á móti Tindastól, vorum 2:0 undir í seríunni en enduðum á því að vinna 3:2 og Íslandsmeistaratitillinn 2021 með Þór Þorlákshöfn.

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Fer í heita pottinn og horfi svo á góða mynd.

Hver er besti samherjinn? Hef átt mjög marga frábæra samherja ekki hægt að velja einhvern einn.

Ertu öflugur í eldhúsinu? Nei, get því miður ekki sagt það en vonandi verð ég það einn daginn.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn? El clasico, Keflavík - Njarðvík.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Nei, ekki sem ég veit af.

Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Markmiðin eru að verða Íslands- og bikarmeistarar.

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Leti og Fifa 22.

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Að verða betri en í gær og skapa fleiri góðar minningar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt og gott meðlæti.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Tilnefningar óskast fyrir útnefningu listamanns Reykjanesbæjar Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur fjórða hvert ár, í lok hvers kjörtímabils, nú í ellefta sinn. Óskað er eftir rökstuddum tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið sulan@reykjanesbaer.is fyrir 1. mars n.k.

HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN KEFLAVÍKUR KARLA OG KVENNA? HÖRÐUR AXEL OG KATLA RÚN. HVER ER BESTUR Í HEIMI? LEBRON JAMES! Keppni í lyftingum á Reykjavík International Games (RIG) fóru fram um þarsíðustu helgi. Tveir keppendur frá Massa tóku þátt.

Emil með gull og Elsa bætti eigið heimsmet

Emil Ragnar Ægisson gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun í ólympískum lyftingum með 326,7 Sinclair-stig. Emil snaraði 123 kg í annarri tilraun og fékk gilt. Í þriðju tilraun reyndi hann við 131 kg sem hefði verið persónuleg bæting en það gekk því miður ekki upp. Í jafnhendingu lyfti hann 150 kg örugglega í fyrstu tilraun en brást bogalistinn í annarri tilraun er hann reyndi við 156 kg. Þau fóru hins vegar upp í þriðju tilraun og var lyftan gild. Samanlagður árangur var því 279 kg en besti árangur Emils er 290 kg.

Fjölskylda/maki: Katla Rún Garðarsdóttir, ungfrú Heiðarskóli 2015.

Halldór og ungfrú Heiðarskóli 2015 á leik með LA Lakers.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Garðar afi minn.

9 HEFUR ALLTAF VERIÐ MÍN TALA EN ER NÚNA NÚMER:

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Halldór Garðar (PG), Kári Jónsson (SG), Emil Karel (SF), Dabbi kóngur (PF) og Tryggvi Hlinason (C). Spilaði með Emil og Dabba í 10+ ár og var með Kára og Tryggva í öllum yngri landsliðum.

Elsa Pálsdóttir keppti í klassí s k u m k ra f t lyftingum og átti g læsilegt mót . Elsa Lyfti 125 kg í hnébeygju í fyrstu tilraun en fékk ógilt og reyndi því aftur í annarri tilraun og var lyftan þá gild. í þriðju tilraun lyfti Elsa 137,5 kg og bætti þar með eigið heimsmet í -76 kg flokki öldunga M3. Í bekkpressu lyfti Elsa 55 kg, því næst 60 kg og loks 62,5 kg sem er persónuleg bæting um 2,5 kg og nýtt Íslandsmet í hennar flokki. Í réttstöðu var engin undantekning og bætti Elsa eigið heimsmet er hún lyfti 162,5 kg í þriðju lyftu. Samanlagður árangur var því 362,5 kg sem er 10 kg bæting á eigin heimsmeti í -76 kg flokki öldunga M3. Frétt: umfn.is

Listamaður Reykjanesbæjar

Bæjarráð úthlutar nafnbótinni og koma allar listgreinar og öll listform til greina. Ráðið skal fara yfir þær óskir og tillögur sem fram koma. Einnig er heimilt að bæta við nöfnum sem til greina koma eftir því sem ástæða er til. Sá einstaklingur sem hlýtur nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar fær styrk til að auðvelda viðkomandi að stunda list sína, viðurkenningarspjald og grip til minningar um atburðinn. Þá verður nafn hans skráð á stall listaverks sem stendur í skrúðgarðinum við Sólvallagötu. Listamanni Reykjanesbæjar er einnig skylt að halda sýningu eða kynna á annan hátt list sína. Fyrri útnefningar má sjá á reykjanesbaer.is undir mannlíf/menningarverðlaun


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Fór til Suður-Ameríku til að læra á lífið Karl Daníel Magnússon tók við sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur um síðustu áramót, hann ætlaði sér alltaf að verða fótboltamaður en slæmt höfuðhögg gerði út um fótboltaferilinn þegar hann var unglingur. „Ég er fæddur og uppalinn Keflvíkingur en flutti í bæinn 25 ára gamall út af konunni,“ segir Karl aðspurður en hann spilaði fótbolta með Keflavík í yngri flokkum félagsins en þurfti að hætta um sextán ára aldurinn þegar hann varð fyrir alvarlegum meiðslum. „Ég varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum á æfingu með U16 ára landsliðinu. Í kjölfarið fékk ég eiginlega þau skilaboð frá læknum að hætta, ég reyndi eitthvað að spila með Víði í annarri deildinni en það gekk ekki. Þurfti svo lítið til að ég rotaðist þannig að ég setti skóna á hilluna.“ Nú vankaðist bróðir þinn allverulega í fyrra, er þetta eitthvað fjölskyldutengt? Þeir Karl og Magnús [Magnússon, fyrirliði Keflvíkinga] eru bræður en Magnús var frá um tíma á síðasta tímabili eftir að hafa fengið tvisvar slæm höfuðhögg, bæði í leik gegn FH og Fylki. „Já, hann vankaðist aðeins í fyrra,“ segir Kalli. „Það fylgir því að vera stór og hávaxinn að maður er svolítið í þessum skallaboltum.“

Missti sjónina, málið og tilfinningu fyrir neðan háls Þegar Kalli varð fyrir meiðslunum gerðist það á U16 landsliðsæfingu á Laugarvatni. „Ég lenti í því að fá högg á höfuðið og bara detta út, fékk flogakast og froðufelldi. Það

... og daginn eftir leikinn missti ég sjónina, málið og tilfinningu fyrir neðan háls – og það var bara brunað með mig upp á spítala. Þetta var áfall ...

Kalli með gæludýrin sín, krókódílar sem voru geymdir í fötu.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Kalli var tvisvar valinn besti miðjumaðurinn á uppskeruhátíð fótboltans í Keflavík. Örlögin gripu hins vegar í taumana og komu í veg fyrir að hann gæti fylgt fótboltadraumnum eftir.

var sem betur fer læknir á staðnum sem sprautaði mig niður. Það var alltaf læknir á öllum KSÍ-æfingum á þessum tíma og þegar ég fór með sjúkrabílnum í bæinn sagði hann lækninum þar að taka sneiðmynd af höfðinu á mér en það var ekki gert. Læknirinn í bænum sagði mér bara að vera rólegur í einhverja daga og ekkert mál ... og ég spilaði leik eftir viku.“ Það fylgir þessu stóru og hávöxnu leikmönnum að vera mikið í skallaboltunum. Hér gnæfir Maggi, bróðir Kalla og fyrirliði Keflvíkinga, yfir aðra leikmenn í leik gegn Blikum í fyrra.

Kalli segir að á þessum tíma hafi höfuðmeiðsli ekki verið tekin jafn alvarlega og gert er í dag. Leikurinn sem hann lék svona skömmu eftir höfuðhöggið átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. „... og daginn eftir leikinn missti ég sjónina, málið og tilfinningu fyrir neðan háls – og það var bara brunað með mig upp á spítala. Þetta var áfall. Ég fór á spítalann hérna í Keflavík og þeir sendu mig beint í bæinn. Í rauninni keyrðum við bara á fullu og sjúkrabíll mætti okkur á miðri leið, pikkaði mig upp og svo var ég í einhverja viku í rannsóknum inn frá. Var innskráður en fékk að fara heim á kvöldin í leyfi.“

Átti krókódíl sem gæludýr Kalli segir að þetta hafi verið áfall enda hafi hann alltaf ætlað að verða fótboltamaður. „Þetta voru viðbrigði og það tók alveg tíma að átta sig á þessu, sætta sig við þetta. Ég fór svo til Suður-Ameríku þegar ég var átján ára, bara til að skipta um umhverfi og læra á lífið,“ segir hann en Kalli bjó í eitt ár sem skiptinemi hjá fjölskyldu í litlum bæ í Paragvæ. „Það var alveg geggjað, mikið ævintýri og allt annað en að vera á Íslandi. Við áttum krókódíla sem gæludýr, fundum þá og höfðum í boxi inni í herbergi. Það voru þrír krakkar á heimilinu, ein stelpa á svipuðum aldri og ég og tveir yngri strákar.“ Kalli segir þetta hafa verið mjög fátækan bæ sem hann bjó í, bara ein hellulögð gata og við hana bjó hann. „Það var eina gatan sem var með skólp til dæmis, hitt fór bara allt út á götu.“

Nauðsynlegt að fylgjast með veðurspánni Kalli segist hafa fljótlega komist að því að hann þurfti að fylgjast með veðurspánni en það var ekki af sömu ástæðu og við gerum það hér heima á Íslandi. „Ég lenti í því einn af fyrstu dögunum þarna að ég vaknaði um nóttina allur morandi í maurum sem voru að bíta mig, þeir voru í hárinu, koddanum og líkaminn einn maur. Þá var rigning og þeir voru að reyna að færa búið sem var uppi í loftinu en hrundu svo niður, beint á mig. Þannig að ég þurfti að fylgjast með veðurspánni og færa rúmið ef spáði rigningu – þannig að ég hlusta ekki á það þegar fólk er að kvarta undan skordýrum hérna á Íslandi. Það ætti að kíkja til Suður-Ameríku í smá stund,“ segir Kalli og glottir.

Allt annar taktur í lífinu Karl segir að takturinn þarna úti sé miklu afslappaðri en hér heima og hann hafi í raun ekkert langað heim eftir árs veru í Paragvæ. „Mig langaði ekkert að koma til baka. Þarna er allt öðruvísi menning og maður er kominn í allt annan rytma, allt var miklu afslappaðra þarna á meðan

Svona var umhorfs í þorpinu þar sem Kalli bjó þegar hann var skiptinemi í Paragvæ. Ekki mjög nútímalegt, moldargötur og skólp var ekki til staðar neam í einni götu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15 Allt á floti allsstaðar ...

Við höfum þær væntingar fyrir tímabilið að stimpla okkur inn sem alvöru efstu deildarklúbb. Við viljum ekki vera að bjarga okkur frá falli í síðustu umferð tímabil eftir tímabil. Það vill það enginn ... bandi. Búum í Kópavogi og erum komin með tvö börn; Fannar Gauti og Elmar Orri, fjögurra og tveggja ára.“ Kara er lögfræðingur hjá Lex lögmannsstofu og dóttir Fannars Jónassonar, bæjarstjóra í Grindavík.

Jákvæður í nýju starfi

allt var á fleygiferð hérna og allir einhvern veginn að keppa við nágrannann um allt. Þarna eru allir sultuslakir, ekkert stress. Allt annar taktur í lífinu.“ En Kalli sneri heim og fór þá að læra rafvirkjann og vann hjá Rafholt með skóla. Hann fór síðan beint í háskólabrú eftir að hann kláraði rafvirkjanámið og tók svo viðskiptafræði eftir það. „Ég útskrifaðist sem viðskiptafræðingur 2017 og fór þá að vinna á skrifstofunni hjá Rafholt. Svo er ég búinn að vera þar þangað til núna.“

kynntumst á Þjóðhátíð 2010, síðan þurfti ég aðeins að hafa fyrir því að ná henni alveg en frá áramótum 2010–2011 höfum við verið í sam-

„Væntingarnar fyrir nýja starfinu eru mjög jákvæðar. Ég er búinn að vera þennan síðasta mánuð að setja mig inn í málin og það er margt sem maður þarf að halda utan um – en ég er búinn að fá góða aðstoð frá Jónasi Guðna [Sævarssyni] sem verður mér innan handar áfram ef eitthvað kemur upp á. Jónas hefur unnið gott Falleg fjölskylda. Kalli og Kara Borg með strákana sína, Elmar Orra og Fannar Gauta.

Kynntist konunni á Þjóðhátíð Kalli segist hafa þurft að hafa fyrir því að landa konunni en þau kynntust á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2010. „Konan mín heitir Kara Borg Fannarsdóttir og er fædd og uppalin á Hellu en fjölskyldan flutti í bæinn þegar hún fór í framhaldsskóla. Við

starf fyrir Keflavík og hann skilar af sér mjög góðu búi sem gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Við höfum þær væntingar fyrir tímabilið að stimpla okkur inn sem alvöru efstu deildarklúbb. Við viljum ekki vera að bjarga okkur frá falli í síðustu umferð tímabil eftir tímabil. Það vill það enginn og nú þurfum við að vinna markvisst að því að gera Keflavík að klúbbi sem tekið er eftir – og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Keflavík verði sá klúbbur. Það er ekkert langt síðan Víkingur var í svipuðum sporum. Við þurfum að vinna markvisst að því að gera klúbbinn stærri og betri og virkja samfélagið aðeins betur á bak við klúbbinn. Búa til fleiri Keflvíkinga og fá fleira fólk á völlinn. Virkja félagsandann betur en það hefur verið svolítið erfitt í þessu ástandi sem hefur verið síðustu tvö ár – en ég er bjartsýnn og sé fram á endann á þessu blessaða Covid-ástandi. Þannig að þegar maður sér fyrir endann á þessu er hægt að keyra eitthvað í gang og gera eitthvað skemmtilegt.“ Manni hefur sýnst stemmninginn í kringum Keflavíkurliðið vera á uppleið og Kalli bendir á að árangur laðar að áhorfendur en Keflavík hélt sæti sínu í deildinni, þótt það hafi staðið tæpt, og komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins á síðasta ári.

Leikmannamálin í góðum farvegi Eins og flestir vita þá fór Davíð Snær Jóhannsson á dögunum frá Keflavík

til Lecce á Ítalíu en Kalli segir að leikmannamálin hjá Keflavík séu góðum farvegi og líti vel út fyrir komandi tímabil. „Þeir Davíð Snær og Christian Volesky eru farnir en nýir leikmenn eru Ásgeir Páll Magnússon (frá Leikni Fáskrúðsfirði), Dani Hatakka (frá Finnlandi), Ernir Bjarnason (frá Leikni Reykjavík), Patrik Johannesen (frá Noregi), Rúnar Gissurarson (frá Reyni Sandgerði) og Sindri Snær Magnússon (frá ÍA). Rúnar [Þór Sigurgeirsson] er að koma til baka eftir erfið meiðsli þannig að hópurinn lítur nokkuð vel út að mínu mati þótt alltaf sé pláss fyrir bætingar. Við erum alltaf með augun opin og ef við finnum rétta manninn þá skoðum við það alvarlega að bæta við okkur. Markaskorarinn Joey [Gibbs] kemur í febrúar og verður með okkur í sumar. Ég hef setið yfir þessum málum með þjálfurunum og þegar við stillum upp sterkasta ellefu manna liðinu okkar þá erum við með mjög frambærilegt lið að mínu mati. Svo er alltaf áskorun að halda öllum heilum en þegar það gerist þá erum við mjög gott lið. Enda erum við búnir að vera að vinna í að styrkja hópinn til að auka breidd og samkeppni, það er mun heilbrigðara fyrir liðið að halda mönnum á tánum og láta þá vinna fyrir sæti í liðinu. Svo eru ungir strákar komnir til baka, og aðrir sem gengu upp úr öðrum flokki, sem eru að banka á dyrnar svo það eru mjög spennandi tímar framundan,“ segir Karl Daníel að lokum.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Sumarstörf hjá vinnuskólanum

Verkefnastjóri hjá Golfklúbbi Suðurnesja Golfklúbbur Suðurnesja (GS) óskar eftir verkefnastjóra til að hafa yfirumsjón með veitingasölu og viðburðum á vegum klúbbsins Starfið felur í sér eftirfarandi:

Menntunar og hæfniskröfur:

Z Daglegur rekstur veitingasölu og afgreiðslu Z Innkaup vegna veitingasölu og golfbúðar Z Ráðning starfsmanna, þjálfun og mönnun vakta Z Skipulagning og innleiðing nýrra viðburða fyrir félagsmenn GS Z Náin samvinna við framkvæmdastjóra og stjórn GS

Z Z Z Z Z

Reynsla af innkaupum kostur Reynsla af mannaforráðum kostur Reynsla af veitingasölu kostur Reynsla af skipulagningu viðburða kostur Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð mikilvæg Z Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund

• Sérverkefni flokkstjóri • Skrúðgarða flokkstjóri • Yfirflokkstjórar skrifstofu • Yfirflokkstjórar úti • Flokkstjórar

Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir starfsemi hjá GS hverju sinni, getur verið bæði um kvöld og um helgar. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar. Umsókn og ferilskrá sendist á gs@gs.is. www.gs.is


Elsa bjargaði lífi pabba síns eftir hjartastopp

æ og b s e n ja k y e R í d Ungbarnasun esjabæ n r u ð u S í a r ð ra ný dagdvöl ald

LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Þjóðarsálir Ótrúlegt en satt, en í næstu viku eru sex mánuðir síðan við fjölskyldan fluttum til Parísar. Á sama tíma og mér finnst við vera nýlent og ekki vita neitt og kunna neitt, finnst mér eins að við séum búin að vera hér rosalega lengi og vera allt að því innfædd. Það eru að vísu þó nokkrar ýkjur, en við erum samt búin að upplifa sumar, haust og vetur í París og nú styttist í vorið.

Það er ótrúlega skemmtilegt og sannkölluð forréttindi að fá tækifæri til að kynnast nýju samfélagi og nýrri menningu, og maður sér fljótlega að það er ákveðin innistæða fyrir stereótýpunum sem við þekkjum. Við Helgi Matthías vorum t.d. að labba í skólann um daginn og sáum virðulegan jakkafataklæddan mann með baguette í fanginu og sígarettu í munnvikinu að baksa við að taka upp hundakúk frá franska bolabítnum sem hann var með – franskara gat það varla verið. Það er annar taktur hér í samfélaginu en heima, hverfið heldur utan um mann og allt er innan seilingar. Litlar fjölskyldureknar verslanir og veitingastaðir eru úti um allt og opnunartími þeirra allt öðruvísi en við eigum að venjast. Bakaríið er opið langt fram á kvöld til þess að við getum nú keypt okkur nýbakað baguette allan daginn, en svo lokað í tvo daga í miðri viku þannig að bakarafjölskyldan geti hvílt sig. Og þá fer maður bara í næsta bakarí á meðan. Veitingastaðir eru margir hverjir lokaðir einn til tvo daga í viku

Mundi Quand viendras-tu à la maison? FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

og alltaf sama fólkið á vaktinni þess á milli. Sunnudagsmorgnar eru annasamir í hverfinu, risastór markaður með fersk blóm, ávexti, grænmeti, kjöt, fisk og allskonar dregur að sér fjölda fólks og allar verslanir opnar til rúmlega hádegis. En þá dettur líka allt niður og varla manneskja á ferli. Fyrst eftir að við fluttum lá við að við myndum svelta á sunnudagskvöldum því við komum að lokuðum dyrum á flestum af matvörubúðunum okkar og uppáhalds hverfisveitingastöðunum. En svo lærir maður inn á taktinn og spilar bara með. Það sem er líka skemmtilegt er að upplifa hvernig maður kynnist frönsku þjóðarsálinni í gegnum tungumálið og orðnotkunina. Ég ætla mér að ná fullkomnu valdi á frönskunni (engin smá markmið hér) og er með frábæran kennara, Madame Catherine Piece, sem ég er í einkatímum hjá eins oft í viku og ég kem því við. Frakkar geta verið frekar alvarlegir og áhyggjufullir, jafnvel svartsýnir á köflum. Vinna mikið og bera heiminn dáldið

á herðum sér. Ég hætti t.d. fljótlega að spyrja vinnufélaga minn á næstu skrifstofu hvernig hann hefði það því ég fékk alltaf sama svarið – það væri svo mikið að gera og hann væri svakalega „fatigue“. Það er ekkert endilega málið að viðurkenna að það sé gaman í vinnunni, þetta á að vera erfitt. „C’est la vie!“ afsakar það svo allt saman. En svo er það þetta með gamanið, á frönsku segir maður nefnilega ekki „góða skemmtun“, heldur „profitez bien“ sem hægt væri að þýða „gangi þér vel að græða“. Og hvort sem þú ert að óska einhverjum góðs dags eða þess að viðkomandi hafi það gott í fríinu þá segirðu „bon courage“, eins og viðkomandi væri á leiðinni í stríð. Það er því einhvern veginn meira drama í frönsku þjóðarsálinni en í þeirri íslensku. Það er því ekkert skrýtið að þeim finnist ég ótrúlega bjartsýn þegar ég segist ætla að tala reiprennandi frönsku innan nokkurra mánaða. Þeir vita nefnilega ekki að „þetta reddast“ lýsir okkar þjóðarsál best!

Verða að vera innan bæjarmarka á fjarfundi Bæjarfulltrúar í Sveitarfélaginu Vogum verða að vera innan bæjarmarka sveitarfélagsins þegar þeir sitja fjarfund í bæjarstjórn. Samþykktir sveitarfélagsins voru til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs en breytingatillögu um málið hafði verið vísað til ráðsins. „Samkvæmt upplýsingum frá stjórnsýsluendurskoðanda sveitarfélagsins er ekki heimilt að þátttakendur í fjarfundum bæjarstjórnar séu staddir utan sveitarfélagsins, skv. gildandi sveitarstjórnarlögum. Ekki er því heimilt að gera þá breytingu sem lögð er til.“ Þá leggur bæjarráð til að fundartími bæjarstjórnar verði óbreyttur, þ.e. kl. 18 síðasta miðvikudag mánaðar og var það samþykkt.

Courtyard Club Card

Afslættir Tilboð Viðburðir

Nýr

Matseðill

www.TheBridge.is

Vilt þú vera með? Nánari upplýsingar á TheBridge.is