__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Hjördís er á uppleið eftir kulnun í starfi

Kalka vísar ákvörðun um sameiningu við SORPU til bæjarstjórna „Viðræðunefndir Kölku og SORPU ásamt ráðgjöfum Capacent og stjórnum fyrirtækjanna hafa unnið að sameiningarviðræðum frá miðju ári 2016. Eftir þessar ítarlegu viðræður og yfirferð er stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. sammála um að sameining fyrirtækjanna geti verið mjög góður kostur fyrir sveitarfélögin með framtíðarhagsmuni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ segir í bókun frá stjórnarfundi Kölku. Þá segir einnig í bókuninni: „Nú er málið komið á það stig að góðar upplýsingar og hugmyndir liggja fyrir um á hvaða grundvelli hægt er að kynna mögulega sameiningu fyrir bæjarstjórnum sveitarfélaganna. Á þeim forsendum samþykkir stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir sitt leyti að vísa frekari ákvörðunum um framhald málsins til bæjarstjórna sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Fyrirkomulag um kynningu á málinu verði framkvæmd í samráði við fulltrúa bæjarstjórnanna“. Reykjanesbær hefur samið við ráðgjafa um að gefa álit á stöðu mála í sameiningarviðræðum Kölku og Sorpu. Grindavíkurbæ býðst að gerast aðili að þessum ráðgjafarstörfum og því hefur bæjarstjórn Grindavíkur falið bæjarstjóra að vinna málið áfram og afla frekari gagna.

Skakkur og skælbrosandi í Eyjabyggðinni Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson

REYKJANESBÆR FJÖLMENNARI EN AKUREYRI Grindvíkingum fjölgar hlutfallslega mest en Suðurnesjabær er næststærstur

Grindvíkingum fjölgar hlutfallslega mest Suðurnesjamanna. Þeim hefur fjölgað um 58 manns frá 1. desember 2018 og eru í dag 3.455 talsins. Það er 1,7% fjölgun frá því í desember. Íbúum í Vogum fækkar um 0,9%

en íbúar þar eru í dag 1.277 talsins og fækkar um ellefu frá síðustu tölum í desember. Þá fækkar íbúum Suðurnesjabæjar um tólf manns, sem gerir 0,3% fækkun frá því í desember. Bæjarbúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru 3.470 talsins.

Fyrstu kaupendur flestir á Suðurnesjum Á Suðurnesjum voru gerðir 285 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á fjórða ársfjórðungi 2018. Af þessum samningum voru 83 vegna fyrstu kaupa á fasteign. Það gera 29% samninga. Þetta er hæsta hlutfall fyrstu kaupenda yfir allt landið. Næstflestir samningar fyrstu kaupenda voru á Austurlandi eða 27% en fæstir á Vestfjörðum, 17%.

„Þegar ný bæjarstjórn tekur við þá hrynur baklandið mitt. Árni bæjarstjóri fer og stuðningur við störf mín hvarf á svipstundu. Niðurskurður var á öllum sviðum. Félagsþjónustan, eins og aðrar stofnanir, varð fyrir barðinu á niðurskurði. Þetta var mjög erfitt tímabil hjá öllum starfsmönnum bæjarins. Lögð var áhersla á að halda skjólstæðingum frá og mér fannst komin krafa um að setja upp gaddavírsgirðingu á milli okkar og skjólstæðinga okkar. Í stað þess að þjóna fólki eins og áður urðum við að halda fólki frá. Mér finnst þetta einkenna opinberar stofnanir í dag, viðhorfið er að stoppa þetta innflæði af „vesalingum“. Fólkið sem þarf virkilega á aðstoð að halda hrökklast burt og byrjar að einangra sig, vandamálið verður enn stærra fyrir vikið. Þetta erfiða tímabil gerði það að verkum að heilsa mín hrundi algjörlega.“ Þetta segir Hjördís Árnadóttir, sem var ein af áhrifavöldum í félagsþjónustu Reykjanesbæjar á árum áður eða allt þar til heilsa hennar gaf sig vegna kulnunar í starfi og hún varð að hætta störfum árið 2014. Við hittum Hjördísi að máli og báðum hana að rifja upp líf sitt og aðdraganda þess að hún varð að hætta störfum. Einlægt viðtal við Hjördísi er í miðopnu Víkurfrétta í dag.

Frá október 2015 hefur Þjóðskrá Íslands birt upplýsingar um fjölda þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Taldir eru þinglýstir kaupsamningar og afsöl um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar. Ekki eru taldar með eignatilfærslur byggðar á erfðum eða öðru slíku.

Það er fimmtán íbúum meira en í Grindavík og gerir Suðurnesjabæ að næst fjölmennasta sveitarfélagi Suðurnesja. Reykjanesbær hefur tekið framúr Akureyrarbæ í fjölda íbúa. Íbúar Reykjanesbæjar eru 40 fleiri og

hefur fjölgað um 86 frá því síðustu tölur um íbúafjölda voru birtar fyrir mánuði síðan. Í dag eru íbúar Reykjanesbæjar 18.968. Íbúar Akureyrarbæjar eru í dag 18.928 og hefur aðeins fjölgað um 28 frá síðustu tölum.

Allt í innkaupin á einum stað -30% -50% Lambalærissneiðar Í raspi

1.749 ÁÐUR: 2.498 KR/KG

KR/KG

-30%

Lambalæri Léttreykt

1.959 ÁÐUR: 2.798 KR/KG

KR/KG

Ananas Del Monte

195

KR/KG

ÁÐUR: 389 KR/KG

Tilboðin gilda 7. - 10. febrúar 2019

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Vilja lóð fyrir 108 íbúðir í lágreistri byggð Íbúðasamvinnufélag Suðurnesja hefur sótt um lóð til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar til að skipuleggja fyrir um 108 íbúðir í lágreistri byggð til útleigu hjá óhagnaðardrifnu félagi og tillögu að staðsetningu. Þá er óskað eftir niðurfellingu eða fresti á greiðslu gatnagerðargjalda í samræmi við lög. Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar eru óhagnaðardrifin íbúðafélög sögð velkomin viðbót í húsbyggjenda flóruna en endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Auka fjarlægð milli húsa við Pósthússtræti

Fjarlægð milli húsa við Pósthússtræti 3 og 5 verður aukin til jafns við fjarlægðir milli húsa nr. 5,7 og 9. Þetta er meðal breytinga sem framkvæmdaaðili hefur lagt til til að koma til móts við andmæli nágranna. Málið er nú til meðferðar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar.

Alþingismaður spyr um heitt vatn með ljósleiðara Birgir Þórarinsson í Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd og alþingismaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi sendi bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga erindi þar sem óskað er eftir að kannað verði hvort unnt sé að samnýta skurði fyrir ljósleiðara til lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd. Afgreiðsla bæjarstjórnar var að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs á málinu. Þar segir að fyrir liggur að nú þegar liggur stofnstrengur ljóðsleiðara um Vatnsleysuströnd, svo einungis yrði unnt að nýta skurði fyrir heimtaugar. Bæjarstjóra hefur verið falið að svara bréfritara.

Húsið að Pósthússtræti 5 minnkar um 60m². Á stiga við lóðamörk verða opin rimlahandrið en ekki steypt. Bílastæðakrafa verður aukin í tvö stæði á lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag með því að bílastæðakjallari stækkar. Reykjanesbær lætur vinna tillögur að mótvægisaðgerðum vegna vindstrengja á lóð.

Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi nr. 212 þann 12. júlí 2018. Erindið fór í grenndarkynningu og mótmæli bárust, sem var svarað og erindið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nr.

218, 26. október 2018. Fundur var haldinn þann 22. október 2018 með íbúum Pósthússtrætis 1 og 3. Bæjarstjórn á fundi 553 dags. 06.11.2018 vísaði málinu í bæjarráð sem á 1202 fundi dags. 17.01.2019 vísaði því aftur til umhverfis- og skipulagsráðs eftir að framkvæmdaaðili lagði fram nokkrar breytingar til þess að komast til móts við andmæli nágranna. Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs er að erindinu er frestað og óskað er eftir nánari gögnum.

Bæjarstjórn Voga áhugasöm um kaup á Sólheimum

Ræða við HS veitur um yfirtöku á fráveitukerfi Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur heimilað bæjarstjóra að hefja viðræður við HS veitur um yfirtöku á fráveitukerfi Reykjanesbæjar. Bæjarstjóra er einnig veitt heimild til að fá ráðgjöf við verðmat á fráveitukerfi Reykjanesbæjar í samstarfi við HS veitur.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða tillögu þess efnis að kannað verði með kaup á fasteigninni Hafnargötu 15 í Vogum, sem nú er til sölu. Tillagan, sem Jóngeir H. Hlinason, bæjarfulltrúi L-listans, lagði fram hefur það að markmiði að húsið verði nýtt sem fræðasetur og menningarmiðstöð, ásamt því að þar geti nýráðinn menningarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum haft aðstöðu sína. Bergur Álfþórsson,

Samkaup hljóta jafnlaunavottun Mikilvægt að fullvissa sé meðal starfsfólks um að það fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og jafnverðmæt störf. Samkaup hf. hafa formlega hlotið vottun um að standast kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2019–2022. „Við erum ákaflega stolt af því að hljóta vottunina. Samkaup leggur ríka áherslu á að fylgja ákvæðum laga um jafna stöðu kynjanna og það er afar mikilvægt að algjör fullvissa ríki meðal starfsfólks um að það fái greidd sömu laun fyrir sama vinnuframlag, óháð kyni, kynferði, þjóðerni, aldri eða því hvar það er staðsett á landinu” segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Alls starfa um eitt þúsund og þrjúhundruð manns hjá fyrirtækinu sem rekur sextíu verslanir víðsvegar um landið. Verslanirnar spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Samkaup leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og nýta til jafns styrkleika kvenna og karla þannig að hæfileikar, kraftar og færni allra starfmanna fyrirtækisins njóti sín sem best. Gildi Samkaupa, Kaupmennska, Áræðni og Sveigjanleiki, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og eru leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóttum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri á öllum

sviðum. Lykilatriði í velgengi Samkaupa felst í starfsfólki fyrirtækisins. „Jafnlaunavottunin er sannarlega rós í hnappagatið fyrir fyrirtækið og samræmist gildunum okkar, áræðni og sveigjanleika – auk þess sem við höfum lagt mikla áherslu á að vera samfélagslega ábyrg. Jafnlaunavottun er þar veigamikill hluti af þeirri vegferð og hvetur okkur til að halda áfram að vera vakandi þegar kemur að því að bæta okkur.”

bæjarfulltrúi E-listans og formaður bæjarráðs, lagði til að málinu verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Húsið Sólheimar stendur að Hafnargötu 15 í Vogum. Húsið stendur í jaðri Aragerðis sem er skjólgott útivistarsvæði bæjarbúa í Vogum við hlið íþróttamiðstöðvarinnar. Á fasteignavef má sjá að húsið er í dag til sölu fyrir 39,9 milljónir króna en eignin er 172,9 fermetrar og byggð árið 1930.

Ný þjónustumiðstöð rís í Vogum – dælubíll frá slökkviliði staðsettur í Vogum Nú eru hafnar framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga sem mun rísa á lóðinni sem er næst bæjarskrifstofunum, í Iðndal 4. Um er að ræða myndarlegt stálgrindarhús sem munn uppfylla þarfir umhverfisdeildar sveitarfélagsins með öllum þeim tólum, tækjum og búnaði sem þeirri starfsemi fylgir. Frá þessu er greint í pistli Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum. Í hönnun þjónustumiðstöðvarinnar er gert ráð fyrir þvottastæði fyrir almenning, þar sem fólk getur loks þrifið bíla sína í sveitarfélaginu. Síðast en ekki síst verður sérrými afmarkað í húsinu, þar sem einn af dælubílum Brunavarna Suðurnesja verður framvegis staðsettur. Það styttir til muna útkallstíma slökkviliðsins í Vogum. Áhugasamir geta haft samband við Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóra BS en netfang hans er jong@ bs.is.


Frábær febrúartilboð!

Opnum snemma - lokum seint

43%

37% 50%

1.190

1.538

295

kr/pk

kr/kg

áður 1.889 kr

áður 2.698 kr

Lambalærisneiðar í raspi

kr/stk

áður 589 kr

Sveitabrauð

Kalkúnabollur 500 gr

50%

50% 52%

139

199

109

kr/stk

áður 289 kr

kr/stk

áður 399 kr

Frocaccia m/skinku

kr/stk

áður 219 kr

Lyons Toffypops

Egils Orka 0.5L

45%

179 kr/stk

25%

359 kr/pk

áður 479 kr

áður 329 kr

Hámark próteindrykkur kókos og súkkulaði 250ml

Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24 Opnunartími: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Coop Pizza m/pepperoni eða skinku og osti

38%

198 kr/stk

áður 319 kr

Pringles m. Cheese&onion - Original Paprika - Sour cream&onion 165 gr


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Suðurnesjabátar mokveiða við Þjórsá AFLA

FRÉTTIR

Notendaráð fatlaðs fólks stofnað - Vilt þú taka þátt?

Reykjanesbær auglýsir eftir fólki sem vill starfa í notendaráði fatlaðs fólks í Reykjanesbæ. Með þátttöku í ráðinu gefst fólki kostur á að hafa áhrif á málefni fatlaðs fólks og taka þátt í stefnumótun í málaflokknum. Starf notendaráðs verður eingöngu skipað fötluðu fólki. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að fara á námskeið þar sem þátttakendur eru undirbúnir fyrir setu í notendaráði, að sögn Jóns Kristins Péturssonar verkefnisstjóra. Námskeiðið hefst 6. mars nk. og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennari á námskeiðinu verður Tinna Kristjánsdóttir þroskaþjálfi.

Sífellt er leitað leiða til að auka lýðræðislega þátttöku fólk í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Stofnun notendaráða er ein leið. Vel hefur gengið að stofna notendaráð fatlaðs fólks í öðrum sveitarfélögum og segist Jón Kristinn vonast til að það sama muni verða í Reykjanesbæ. „Við gerum ráð fyrir þremur til sex fulltrúum í ráðið og fleirum ef áhugi verður mikill. Við vonumst til að ná til fjölbreytts hóps til þess að verða fulltrúa fatlaðs fólks í Reykjanesbæ.“ Notendaráð verður eingöngu skipað fötluðu fólki. Gert er ráð fyrir að ráðið

fundi mánaðarlega yfir vetrartímann. Notendaráð mun kjósa sér formann og ritara og samþykkja lög til að starfa eftir. Þeir sem hafa áhuga á setu í notaendaráði verða undirbúnir undir þátttökuna. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum við Krossmóa sem hefst 6. mars nk. kl. 16:00 – 18:00. Námskeiðið verður kennt í alls átta skipti, á miðvikudögum til 24. apríl. „Uppbygging námskeiðsins verður sambland af fræðslu, m.a. frá gestafyrirlesurum og verklegum æfingum. Farið verður yfir lög, reglugerðir og stjórnsýsluþætti. Í lok námskeið verður farið yfir æfingarmál sem þátttakendur geta spreytt sig á,“ segir Jón Kristinn verkefnisstjóri. Hægt verður að óska eftir nánari upplýsingum hjá Jóni Kristni í netfangið jonkp87@gmail.com

Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,

GERÐA HALLDÓRSDÓTTIR Pósthússtræti 1, Keflavík,

lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík 31. janúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót sem og öllum þeim sem reyndust henni vel. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Halldór Guðmundsson Hallgrímur Guðmundsson Sigurbjörg Guðmundsdóttir Rúnar Guðmundsson Rakel Hreiðarsdóttir Ívar Guðmundsson Halldóra Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Grófin 19, Keflavík

Símar: 456-7600 & 861-7600, bilathjonustan@bilathjonustan.is

VARAHLUTIR Í FLESTA BÍLA Á LAGER FRÁ

Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 8–18

Maron GK. Janúarmánuði er lokið og var hann nokkuð góður aflalega séð. Veður var með nokkuð góðu móti, sérstaklega seinni hluta mánaðar. Engin mokveiði var hjá bátunum, frekar nokkuð jöfn og góð veiði. Netabátarnir voru þó að fiska vel og voru flestir þeirra á veiðum skammt utan við Sandgerði, undan Stafnesi og Sandvík. Erling KE var með 192 tonn í 19 róðrum. Grímsnes GK 99 tonn í 16. Maron GK 77 tonn í 25 róðrum. Halldór Afi GK 37 tonn í 20. Hraunsvík GK 26 tonn í 14, landað í Grindavík. Þá var Bergvík GK 70 tonn í 15 róðrum. Þá fáu daga sem eru liðnir af febrúar hafa allir netabátarnir og bátarnir sem Hólmgrímur gerir út landað í Sandgerði. Það er mikið ánægjuefni þrátt fyrir að Suðurgarður hafnarinnar sé ekki orðin klár. Grímsnes GK er komið með 29 tonn í aðeins 2 róðrum. Maron GK 14 tonn í 2. Halldór Afi GK 4,5 tonn í 2. Hjá línubátunum kom smá skot eftir að þeir fréttu af mokveiði hjá Jóni Ásbjörnssyni RE, sem er um 19 tonna bátur, sem var að mokveiða á svæði frá Þjórsá og austur úr. Hann landaði í Þorlákshöfn, alls 88 tonnum í aðeins 7 róðrum og var mest með 16,2 tonn í einni löndun.

Nokkrir bátar frá Suðurnesjum fóru á þessar slóðir. Sævík GK sem kom þangað fyrst og landaði í Þorlákshöfn um 13 tonnum sem fengust á 10 þúsund króka. Það samsvarar um 560 kílóum á bala, sem er mokveiði. Von GK, sem rær frá Sandgerði, fór í ansi mikið ferðalag því hún sigldi frá Sandgerði og alla leið þangað austur og tók siglingin um 8 klukkutíma og aflinn var 10 tonn. Stærri línubátarnir fóru líka á sömu slóðir, eins og t.d. Valdimar GK, Hrafn GK og Kristín GK. Fyrst talið berst að stærri línubátunum þá er rétt að líta á aflatölur hjá þeim í janúar. Jóhanna Gísladóttir GK var með 386 tonn í 4. Sturla GK 378 tonn í 5. Sighvatur GK 370 tonn í 3 og þar af 141 tonn í einni löndun sem er stærsta löndun bátsins frá því hann kom til landsins eftir endurbyggingu í Póllandi. Páll Jónsson GK 363 tonn í 4. Hrafn GK 362 tonn í 5 og það má geta þess að einungis munaði um 90 kílóum á milli aflans hjá Páli og Hrafni. Fjölnir GK 361

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

tonn í 6. Kristín GK 313 tonn í 4. Valdimar GK 277 tonn í 5. Þess má geta að allir þessir bátar lönduðu hluta eða öllum afla sínum í Grindavík. Einhamar ehf. í Grindavík gerir út þrjá báta, Véstein GK, Auði Vésteins SU og Gísla Súrsson GK. Gísli Súrsson GK er eini báturinn frá Einhamri sem er kominn suður til veiða og var með 130 tonn í 18 róðrum í janúar. Af þeim afla var um 20 tonnum landað í Grindavík. Á árum áður var oft talað um það að fara suður á vertíð. Þá þýddi það að mjög margir bátar frá t.d. Norðurlandi og Austfjörðum kæmu suður á vetrarvertíð og réru þá frá Grindavík, Sandgerði eða Keflavík á vertíð. Því skýtur það skökku við að Stakkavík ehf. í Grindavík ákvað að senda línubátinn sinn, Óla á Stað GK, í burtu af svæðinu og norður til Siglufjarðar. Óli á Stað GK var að mestu búinn að vera á veiðum skammt utan við Sandgerði og landaði að mestu þar og var með 133 tonn í 23 róðrum. Afhverju senda bátinn í burtu? Jú, ástæðan er sú að þorskurinn sem er á miðunum utan við Sandgerði er allur mjög stór eða yfirleitt 7 kíló og yfir í meðalvigt og Stakkavík sendir Óla á Stað GK norður til þess að komast í minni fisk, en þorskurinn fyrir norðan er yfirleitt núna á þessum tíma á bilinu 3 til 5 kíló að stærð og passar betur í flökunarvélarnar. Febrúar er hafinn og þá gerist það að handfærabátum fjölgar á miðunum. Eins og undanfarin ár er Sandgerði ansi stór löndunarhöfn í þeim þætti og má geta þess að handfærabáturinn Fiskines KE byrjaði árið 2019 feikilega vel á handfærum, því að báturinn kom með 2,3 tonn í land í sínum fyrsta róðri.

Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur á laugardag Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins og standa fyrir gríðarlega fjölbreyttu og öflugu skólastarfi. Einn dagur á ári „Dagur tónlistarskólanna“, er tileinkaður þeim og efna skólarnir þá til ýmiskonar viðburða til að brjóta upp skólastarfið og vekja athygli á starfsemi sinni. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við nærsamfélagið. Dagur tónlistarskólanna er haldinn annan laugardag í febrúar ár hvert, sem að þessu sinni ber upp á þann 9. febrúar. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur Dag tónlistarskólanna hátíðlegan að venju með dagskrá í Stapa og Tónlistarskólanum. Dagskráin hefst í Stapa kl.10.30 með stuttum tónleikum Forskóla 2 við undirleik kennarahljómsveitar. Á sama tíma opnar Kaffihús Bjöllukórsins þar sem gestum og gangandi er boðið upp á kaffi og „meððí“ á vægu verði, en ágóðinn rennur í ferðasjóð Bjöllukórsins. Að tónleikunum loknum færa nemendur og gestir sig yfir í Tónlistarskólann, þar sem nemendur Forskóla 2 fá hljóðfærakynningu í kennslustofum skólans, á þau hljóðfæri sem hæfir þeim að hefja nám á, með tilliti til aldurs. Nemendur mega jafnframt prófa hljóðfærin. Aðrir áhugasamir eru einnig velkomnir á hljóðfærakynninguna. Á meðan á hljóðfærakynningunni

stendur verða tónleikar á Torginu á efri hæð skólans, þar sem hljóðfæranemendur koma fram í samleiksatriðum. Formlegri dagskrá lýkur kl.12.00 en

Kaffihús Bjöllukórsins verður opið til kl.12.30 Dagskráin í heild er á vefsíðu skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á Facebooksíðu hans. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að kynna sér dagskrá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessum hátíðisdegi íslenskra tónlistarskóla, kíkja við og njóta þess sem í boði er.

Frá vortónleikum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2011.

SUÐURNESJAMAGASÍN alla fimmtudaga kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


STÖÐVUNARSKYLDA TOYOTA TILKYNNIR Ókeypis ástandsskoðun á bremsum hjá

20% afsláttur af bremsuklossum, bremsuborðum og bremsudiskum.* 10% afsláttur af vinnu. Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ 420-6610

Engin vandamál – bara lausnir. *Miðast við að ísetning fari fram hjá viðkomandi viðurkennda þjónustuaðila Toyota.

Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndur þjónustuaðili Toyota á Íslandi, hvetur Toyota-eigendur til að virða stöðvunarskylduna með ókeypis ástandsskoðun á bremsubúnaði á þorranum.

k Þa aðu ð tí er m ei a í nf sí al m to a g 42 flj 0ót 6 le 61 gt 0 . .

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 90738 01/19

Toyota Reykjanesbæ, 4. til 15. febrúar.


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Víkurbraut 21 og 23 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 22. janúar 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Víkurbraut 21 og 23 Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytt deiliskipulag felst í að núverandi lóð Víkurbraut 21-23 færist sunnar og bæjarlandið norðar á núverandi lóð Víkurbraut 21-23. Nýbygging þriggja 5 hæða fjölbýlishúsa, með allt að 81 íbúð. Niðurrif á saltgeymslum. Breyting á götuheiti lóðar úr Víkurbraut 21-23 í Hafnargötu 81, 83 og 85. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 7. febrúar 2019 til 24. mars 2019. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. mars 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Reykjanesbæ, 6. febrúar 2019. Skipulagsfulltrúi

Viðburðir í Reykjanesbæ Notendaráð fatlaðs fólks - Vilt þú taka þátt? Óskað er eftir þátttakendum til að starfa í notendaráði, sem eingöngu verður skipað fötluðu fólki. Undanfari starfsins er þátttaka í námskeiði sem hefst 6. mars nk. Nánari upplýsingar á jonkp87@gmail.com og reykjanesbaer.is Bókasafn Reykjanesbæjar - Foreldramorgunn Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 11-12: Fræðsluerindi um svefn ungbarna frá Örnu Skúladóttur höfundi bókarinnar Draumalandið. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Dagur tónlistarskólanna Tónleikar Forskóla 2 og kennarahljómsveitar, hljóðfærakynningar og prufutímar á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 9. febrúar kl. 10:30-12:30. Kaffihús Bjöllukórs TR verður opið. Allir velkomnir. Nánar á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli – forfallakennari í 100% stöðu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Suðurnesjamagasín alla fimmtudaga kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

m u g n i k í v ð r a j N á Þorrafjör hj

E

itt af fjórum stóru þorrablótum Suðurnesja í janúarmánuði var hjá Njarðvíkingum og fór fram eins og undanfarin ár í Íþróttahúsi Njarðvíkur. Um 400 manns mættu og skemmtu sér hið besta undir skemmtidagskrá og danstónlist að ógleymdum Njarðvíkurannál sem þykir ekki birtingarhæfur út fyrir blótið. Kristinn Pálsson tók myndir af hressum Þorrablótsgestum og hér eru nokkrar þeirra. Fjölmargar aðrar myndir frá Njarðvíkurblótinu eru á vef Víkurfrétta í þremur myndasöfnum.


ALVÖRU ÚTSALA LÝKUR NÚNA UM HELGINA! Í MÚRBÚÐINNI 20%

AFSLÁTT UR

3-6 lítra hnappur

Lavor háþrýstidælur 130-180 bör Verð nú frá:

CERAVID SETT

25%

AFSLÁTT UR

WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara

29.168

9.992 kr.

Áður kr. 38.890

MIKIÐ ÚRVAL

Skál: „Scandinavia design“

Harðparket, vínilparket, viðarparket

20%

25%

Allt að 50%

AFSLÁTT UR

AFSLÁTTUR

LuTool gráðukúttsög 254mm blað

Sög á mynd m. 305mm blaði

20.168 Áður kr. 26.890

Verðdæmi: 8mm Harðparket Smoke Eik. Verð nú 770 kr/m2 50% afsáttur 12mm Harðparket Eik hvíttuð. Verð nú 1.718 kr/m2 25% afsláttur 14mm Parket Eik hvíttuð Natural. Verð nú 1.995 50% afsláttur

Sög með 305mm blaði

Flísar 20 -4T0TU% MIKIÐ ÚRVAL R AFSLÁ

Oulin og Bolego stálvaskar Margar gerðir Verð frá

Snjóskóflur og snjósköfur í miklu úrvali Verð frá

AFSLÁTT UR

1.584 kr.

26.918

3.294

20%

AFSLÁTTUR

Gua-543-1 vegghengdur vaskur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð

% 30-40 TT U R

7.794 12.990

A FS LÁ

Áður kr.

Tower Nano sturtusett Verð nú:

40%

9.592

AFSLÁTT UR

Áður kr. 11.990

20%

AFSLÁTTUR

Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

Egematur Aria

3.996

2.018

Verð áður 4.995

Áður kr. 2.690

Frá kr.

950 mpr. 2

25%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Guoren-BO Hitastýrt sturtutæki með niðurstút.

Ceraviva Cementi ljós 60x60 Verð nú 2.392 kr/m2 Prestige hvítar 30x75 Verð nú 2.094 kr/m2 Veggflísar 10x30 Ral 9016 hvít mött Verð nú 1.614 kr/m2 Veggflísar 15x15 dökk grá mött Verð nú 950 kr/m2

Áltröppur og stigar fyrir heimilið og fagmenn. Verð nú frá

3.992 kr.

20%

AFSLÁTTUR Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Afslættir gilda til 9/2/2019 aðeins á auglýstar vörur og á meðan birgðir endast.

kr.

9.743 Verð áður 12.990

Trappa Pro 6 þrep. Verð nú:

11.920 14.900 Áður kr.


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Mikill áhugi á fjallgöngum Áhugahópur fólks á Reykjanesi um fjallgöngur stofnaður. Um 150 manns mættu á stofnfund og 600 skráðu sig áhugasama.

Á

hugahópur fólks á Reykjanesi um fjallgöngur hefur sett sér það markmið að ganga a.m.k. á tólf fjöll á árinu 2019 og mun byrja strax í febrúar. Við höfðum samband við Hjálmar Árnason sem er einn af forsprökkum hópsins og forvitnuðumst um nýstofnaðan gönguhóp. Hverjir standa að gönguhópnum? „Nokkrir starfsmenn Keilis hafa verið áhugasamir á liðnum árum um gönguferðir – ekki síst á fjöll. Þar búum við á Suðurnesjum við algjöran lúxus því hér er stutt að komast í skemmtilegar fjallgöngur. Nýlega fórum við á kynningarfund hjá Ferðafélagi Íslands þar sem var sagt frá áætlunum um fjallgöngur ársins 2019. Um fjögurhundruð manns mættu en aðeins eitthundrað komust í skráða hópa. Á heimleiðinni af þessum fundi skaut upp þeirri hugmynd, af hverju gerum við á Suðurnesjum þetta ekki bara sjálf. Hentum inn stuttri kynningu á Fjesbók og að vanda birtu Víkurfréttir þetta góðfúslega. Viðbrögðin voru sjokkerandi.“

Hjálmar Árnason að koma af Leggjabrjóti.

Hvernig voru viðtökur? „Við boðuðum fundinn uppi í Keili og reiknuðum með svona 20–30 manns á spjallfund. Um 600 manns skráðu sig áhugasama um viðburðinn og um 150 manns mættu í Keili! Þetta segir okkur að hér er mikil vakning meðal fólks. Við urðum hálf hrædd við allan þennan fjölda en erum að jafna okkur og hlökkum bara til ársins.“ Hvað ætlið þið að gera? „Markmiðið er að ganga á tólf fjöll á árinu. Sum á Suðurnesjum en önnur lengra í burtu. Að jafnaði þriðja hvern laugardag. Þar fyrir utan munu örugglega einhverjir úr hópnum skreppa aðra daga á fjöllin í nágrenninu, nóg er af perlunum. Ætlum reyndar að byrja þann 16. september með því að ganga á Þórðarfell, sem blasir við okkur vestan Grindavíkur. Þægileg og hæfilega mikil áreynsluferð.“ Kostnaður? „Hjá Ferðafélagi Íslands kostar 38.000 krónur að skrá sig í hópum. Við ætlum ekki að taka neitt fyrir, annað en jákvæða strauma frá göngufólki og skemmtilegan félagsskap. Þetta er áhugamál okkar. Fólk kemur sér á eigin bílum á staðinn, viljum endilega að fólk komi sér saman um að deila sér á bíla. Í einhverjum tilvikum leigjum við rútu sem við sláum saman í. Meininginn er að hittast alltaf við vetnisdæluna á Fitjum og raða fólki í bíla. Munum senda inn tilkynningar á Fjesbókarsíðuna Gönguhópur Suðurnesja.“ Hvaða fjöll eru þetta? „Þar má nefna: Þórðarfell, Sogin, Lambafellsgjá, Keilir, Gullbringa, Eldfell, Esjan, Heiðarhorn, Leggjabrjótur, Snæfellsjökull, tveggja daga ferð í haust um fjöllin við Landmannalaugar þar sem við munum taka allt gistipláss að Leirubakka og rúmlega það.“

Á leið á Gullbringu. Agnar Guðmundsson og Ásta Gunnarsdóttir, bæði úr undirbúningshópi. Hver er svo ávinningurinn af þessu brölti? „Svo ótal margt. Maður verður bara háður þessum göngum. Eftir hæfilegt puð finnur fólk fyrir vellíðan og henni fylgir gleði. Það eru stærstu verðlaunin. Svo bætist við útsýnið af fjallatoppum. Getur verið magnað. Til dæmis af Stóra-Hrúti (skammt frá Grindavík) sér maður Snæfellsnesfjallgarðinn, Esju, Móskarðshnjúka, Reykjavík, Botnssúlur, Skjaldbreiði, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

Allt af sama punktinum. Það er góð umbun fyrir puðið. Svo skapast alltaf skemmtileg stemning í svona hópum, fólk tengist vel við að ganga saman. Félagskapurinn ýtir líka við fólki. Ekki má gleyma bættri heilsu í alla staði.“

Ætla að setja Íslandsmet!

„Eitt besta fjall til að æfa sig á er Þorbjörn við Grindavík. Auðvelt er að aka þangað um helgar eða eftir vinnu og „skjótast“ upp fjallið. Varla til betri leið til að koma sér í gott form. Enda

Stjórnmálafræðsla 10. bekkjar í Sandgerði Nemendur 10. bekkjar í Sandgerðisskóla eru að undirbúa sig fyrir Skólaþing sem fram fer þann 25. febrúar. Þau hafa verið að læra um stjórnmálaflokka, þingmenn og stefnur flokkanna. Nemendur hafa nú þegar sjálfir stofnað þrjá stjórnmálaflokka. Nemendur hafa verið að vinna í stefnumálum sinna flokka og ætla að kynna þau með því að gefa út einblöðung með helstu stefnumálunum. Níundi bekkur ásamt kennurum þeirra kíktu í heimsókn á mánudaginn 28.

janúar til að hlusta á kynninguna. Föstudaginn 1. febrúar fóru 10. bekkingar svo aftur í heimsókn í 9. bekk en þar var meðmælandi hvers flokks að kynna flokkinn og stefnu hans og síðan kynnti oddviti listans sig og áherslumálin sín. Eftir þessar kynningar var gengið til kosninga um þessa þrjá flokka en nemendur í 9. og 10. bekk ásamt kennurum og starfsmönnum sem koma að bekkjunum tóku þátt í kosningunum.

Tveggja herbergja íbúð að Heiðarholti 38 í mjög góðu ástandi með húsgögnum og öllum tengingum til leigu. Upplýsingar veitir Eggert B. Ólafsson – sími 861-69-02

Vinstri mörgæsir unnu

Úrslitin lágu fyrir 1. febrúar eftir að kosningar höfðu farið fram í Sandgerðisskóla. Þrír flokkar voru í kjöri; Hægri Verndarvængir, Púlsinn og Vinstri Mörgæsir. Á kjörskrá innan skólans voru 49 en 39 greiddu atkvæði.

Atkvæðu féllu þannig; Auðir seðlar og ógildir ​1 atkvæði Hægri verndarvængir ​6 atkvæði Púlsinn ​​​11 atkvæði Vinstri mörgæsir ​​21 atkvæði Vinstri Mörgæsir hafa því hlotið meirihluta atkvæða.

Hópmynd af 10. bekk ásamt kennara og stuðningsfulltrúa.

Einar ráðinn bæjarritari í Vogum

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar: Miðvikudagar 13:00 – 17:00 Fimmtudagar 13:00 – 17:00 Facebook-síða Rauðakrossbúðarinnar: Fataverslun Rauða krossins á Suðurnesjum Rauði krossinn á Suðurnesjum

Við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 ákvað bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að setja á stofn embætti bæjarritara frá og með árinu 2019. Bæjarráð Voga samþykkti á fundi sínum á dögunum að ráða Einar Kristjánsson til starfans, að undangengnu auglýsinga- og ráðningaferli.

Hlutverk bæjarritara verður einkum að annast og hafa umsjón með fjármálastjórn og áætlanagerð sveitarfélagsins, auk þess að hafa umsjón með og bera ábyrgð á daglegri stjórnsýslu. Einar er með meistaragráðu í viðskiptafræði og stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands.

iðulega mikil umferð fólks þangað. Um daginn fæddist sú bilaða hugmynd að setja Íslandsmet á Þorbirni. Um miðjan ágúst ætlum við að stefna a.m.k. 1.000 manns samtímis á Þorbjörn, börn og fullorðnir. Ef við náum þessu skemmtilega klikkaða markmiði munum við setja Íslandsmet því við teljum að aldrei í sögunni hafi 1.000 manns verið samtímis á sama fjallinu. Látum vita af þessu þegar nær dregur. Væri gaman að ná markmiðinu.“

Nýir stjórnendur hjá Sveitarfélaginu Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ákvað síðla hausts 2018 að ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Störf frístundaog menningarfulltrúa, tómstundafulltrúa og vakstjóra í íþróttamiðstöð voru aflögð sem slík, en þess í stað sett á stofn störf menningarfulltrúa, íþróttaog tómstundafulltrúa og forstöðumanns íþróttamannvirkja. Menningarfulltrúi er Daníel Arason, en auk umsjónar með menningarmálum mun hann einnig hafa umsjón með félagsstarfi eldri borgara ásamt því að sinna málefnum ferðaþjónustunnar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er Matthías Freyr Matthíasson. Hann mun veita félagsmiðstöð unglinga (Borunni) forstöðu, auk þess að hafa almenna umsjón með íþrótta- og æskulýðsmálum og vera tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök á þeim vettvangi. Héðinn Ólafsson er forstöðumaður íþróttamannvirkja. Hann hefur umsjón með og ber ábyrgð á daglegri starfsemi íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222


LJÚFFENGUR HELGARMATUR Í NETTÓ Grísahnakki Úrbeinaður m/epli og kanil

-30%

1.959 ÁÐUR: 2.198 KR/KG

-30%

KR/KG

-30% Lambalærissneiðar í raspi

1.749 ÁÐUR: 2.498 KR/KG

KR/KG

Lambalæri Léttreykt

1.959 ÁÐUR: 2.798 KR/KG

-25%

-50% Grísaskankar

Grísa T-Bein steik

499

2.249

KR/KG

ÁÐUR: 2.998 KR/KG

ÁÐUR: 988 KR/KG

KR/KG

KR/KG

-25% Lambahryggur

1.792

KR/KG

ÁÐUR: 2.298 KR/KG

Bleikjuflök 2 flök

2.249 ÁÐUR: 2.998 KR/KG

Grandiosa pizzur 5 tegundir

499

-25%

KR/KG

-31%

Ananas Gold Del Monte

195

KR/PK

KR/KG

ÁÐUR: 679 KR/PK

ÁÐUR: 389 KR/KG

-50% Perludraumur Tertusprengja

365

-50%

KR/STK

ÁÐUR: 729 KR/STK

Tilboðin gilda 7. - 10. febrúar 2019 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur

Lægra verð – léttari innkaup

og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Þóranna nýr markaðs- og kynningarstjóri SVÞ

Auglýsa eftir neyðarheimili fyrir börn

Fjordvik í brotajárn Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík 3. nóvember í fyrra, fer í brotajárn. Skipið var dregið af strandstað tæpri viku eftir að það strandaði og dregið í höfn í Keflavík. Þaðan fór skipið svo til Hafnarfjarðar þar sem það var sett í flotkví. Skip­inu verður fleytt inn í siglandi flot­kví og flutt til niðurrifs í Belg­íu. Gert er ráð fyrir að það verði um miðjan febrúar.

Veröld vættanna ætlað að ná betur til barna og ungmenna Reykjanes Geopark hefur í samvinnu við Markaðsstofu Reykjaness og Þekkingarsetur Suðurnesja unnið að þróun talsmanna fyrir Reykjanes með styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Verkefnið kallast Veröld vættanna en markmið þess er að ná betur til barna og ungmenna í fræðslu um náttúru Reykjanes Global Geopark. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var fengin til þess að útbúa persónulýsingar fyrir fjórar persónur ásamt því að semja drög að handriti að baksögu. Silvia Pérez og Guðmundur Bernharð, grafískir hönnuðir, hafa

teiknað talsmennina og hannað myndheim þeirra. Talsmennirnir eiga fyrst og fremst að höfða til barna, en um leið er vonast til þess að skilaboðin skili sér jafnframt til allrar fjölskyldunnar.

Talsmaðurinn mun auðvelda öll samskipti við börn og auka þannig staðarvitund þeirra og þekkingu á umhverfismálum. Slíkt kemur til með að vera hvatning til hreyfingar og útivstar, auka stolt af heimaslóðum, styrkja rætur þeirra og tengingu við svæðið. Talsmennirnir munu vonandi auka stolt allra íbúa á Suðurnesjum í framtíðinni ef vel tekst upp og verða áberandi og einkennandi fyrir svæðið.

HARMA AÐ STRANDARHLAUPI ÞRÓTTAR SÉ HÆTT

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga harmar að Ungmennafélagið Þróttur hyggist ekki standa að Strandahlaupi Þróttar.

Þróttur sendi sveitarfélaginu erindi um að félagið ætlaði að hætta með hlaupið og bauð sveitarfélaginu að taka við framkvæmd þess. Í af-

greiðslu bæjarráðs segir að sveitarfélagið hyggst hins vegar ekki standa að framkvæmd hlaupsins.

Þóranna K. Jónsdóttir hefur tekið við starfi markaðsog kynningarstjóra SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu. Starfið er nýtt og merki um þá áherslu sem Samtökin leggja á öfluga upplýsingamiðlun og notkun stafrænna miðla. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Þóranna hefur verið sjálfstætt starfandi markaðsráðgjafi um árabil með áherslu á stefnumótun markaðsmála og stafræna markaðssetningu. Þóranna hefur starfað með fjölbreyttum hópi fyrirtækja svo sem AwareGO, Gagarín, Opna háskólanum, Sóley Organics, SimplyBook.me, RóRó o.fl. Hún hefur verið virk í sprota- og nýsköpunarumhverfinu og hefur m.a. starfað með Nýsköpunarmiðstöð, verið mentor hjá Icelandic Startups o.fl. Áður starfaði Þóranna sem verkefnastjóri hjá Kadeco, rak eigið fyrirtæki í upplýsingatækniþjónustu, í markaðsmálum hjá Sparisjóðnum, hjá auglýsingastofunni Góðu fólki og hjá auglýsingastofunni Publicis í London. Hún er með MBA gráðu með áherslu á stefnumótun markaðsmála frá University of Westminster í London og er vottaður sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu frá DigitalMarketer.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Meistaramánuður Íslandsbanka 440 4000

Barnavernd Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga í samstarfi við barnavernd Reykjanesbæjar hefur auglýst eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum. Barnaverndarnefndir skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða til könnunar á aðstæðum þeirra. Auglýsingin er birt á vef Suðurnesjabæjar. Neyðarheimili tekur á móti barni/ börnum með stuttum fyrirvara til skemmri tíma, í allt að þrjá mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á velferð barna og er tilbúið að taka á móti þeim með stuttum fyrirvara og mæta breytilegum þörfum þeirra. Mikilvægt er að skapa þeim öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni. Barnaverndarstofa veitir leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum að hálfu barnaverndarnefndar.

Í hverju verður þú meistari? Taktu þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka í febrúar. Skráðu þig í sparnað og náðu þínum fjárhagslegu markmiðum. islandsbanki.is/meistari

@islandsbanki

10


SjóNvARpSTILBOð hLjóðkeRFI FYLGIR FRÍTT Með

SOUNDBAR hW-N560 FYLGIR FRÍTT með sjónvarpi

Að verðmæti kr. 74.900,-

UExxNU 8005 +

SOUNDBAR HW-N560 + BASSABOx

55" 189.900,-

65" 289.900,-

75" 399.900,-

82" 629.900,-

SOUNDBAR MS660/1 FYLGIR FRÍTT með sjónvarpi

SOUNDBAR MS660/1 FYLGIR FRÍTT með sjónvarpi

April 2018

ssssss

Samsung QE65Q9FN

QLED Q9 + SOUNDBAR MS661

QLED Q7 + SOUNDBAR MS661

Q9

Q myndvinnsla PQI 3700 QHDR -2000 elite dimming. einn kapall frá tækinu í tengibox.

55" 360.000,-

65" 500.000,-

75" 749.900,-

SOUNDBAR MS660- SVARTUR/GRÁR Að verðmæti kr. 69.900,-

Q7

Q myndvinnsla, PQI 3200 Q-HDR1500 einn kapall í tækið og síðan tengibox þar sem allt tengist við.

55" 249.900,-

65" 349.900,-

75" 500.000,-

SOUNDBAR MS661- GRÁR/SVARTUR

*Hægt að velja á mIllI 2ja lIta

*Hægt að velja á mIllI 2ja lIta

SOUNDBAR HW-MS660-661 9 hátalarar innbyggðir og fjölmargir tengimöguleikar.

Að verðmæti kr. 69.900,-

SOUNDBAR HW-MS660-661 9 hátalarar innbyggðir og fjölmargir tengimöguleikar.

ORMSSON er eini viðurkenndi SAMSUNG Þjónustuaðilinn á Íslandi

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.

ormsson

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Eftir kulnun í starfi er hún nú á uppleið

Hippastelpan Hjördís

„Það var rosalega mikil tónlist í Keflavík þegar ég var að alast upp, svo gaman að vera til. Ungó var náttúrlega þá og margar hljómsveitir að koma fram þar. Svo kom Stapinn. Ég ólst upp á Túngötu 15 og hlakkaði mikið til að komast á ball í Ungó, þarna rétt yfir götuna. Þegar ég var nýorðin sextán ára og ætlaði á ball í Ungó loksins, þá gleymdi ég nafnskírteininu heima og fékk ekki að fara inn á áramótaballið. Ég kom heim alveg brjáluð og stjúppabbi minn, sem ég lít nú alltaf á sem pabba minn, var alltaf með svo mikla réttlætiskennd að hann fór með mig yfir götuna og talaði við dyraverðina sem urðu lúpulegir því þeir voru ekki vanir því að foreldrar kæmu með krakkana sína. En þarna var pabbi og sagði við þá: „Þetta er dóttir mín og hún hefur fullt leyfi til að fara á þetta ball og ein vinkona mín sem ekki var orðin sextán slæddist inn með mér. Þetta voru góðir tímar. Mikil gróska í Keflavík og við krakkarnir að labba upp og niður Hafnargötuna, aðalgötu bæjarins. Við vinkonurnar vorum auðvitað að kíkja á strákana. Það hittust allir á Hafnargötu á kvöldin. Ísbarinn var aðalsjoppan en Kalli gyðingur leyfði okkur unglingunum alltaf að hanga þar inni. Stundum var troðfullt þarna. Kalli var fínn karl. Þarna var líka besti ísinn í bænum,“ segir Hjördís og brosir þegar hún rifjar upp gamla tíma í Keflavík. Hún segist hafa átt í erfiðleikum með að lesa þegar hún var yngri og væri örugglega greind í dag með lesblindu og sjálfsagt ofvirk einnig. Þessir örðugleikar gerðu það að verkum að hún var að gefast upp á unglingastigi en vegna elju mömmu hennar þá kláraði hún gagnfræðaprófið og fór síðan að vinna.

VIÐTAL

Hjördís Árnadóttir er af hippakynslóðinni. Hún er fædd 28. desember árið 1952 og ólst upp í bítlabænum Keflavík þar sem öflugt tónlistarlíf setti svip sinn á bæinn á uppvaxtarárum hennar. Hjördís Árna var ein af áhrifavöldum í félagsþjónustu Reykjanesbæjar á árum áður eða allt þar til heilsa hennar gaf sig vegna kulnunar í starfi og hún varð að hætta störfum árið 2014. Við hittum Hjördísi að máli og báðum hana að rifja upp líf sitt og aðdraganda þess að hún varð að hætta störfum. Einlægt viðtal fer hér á eftir.

marta@vf.is

Langaði að verða arkitekt

„Mig langaði að verða arkitekt en vissi að þá þyrfti ég að fara í langskólanám og það vildi ég ekki vegna lestursins. Ég spáði einnig í tískuteiknun því ég var alltaf að teikna. Ég var að teikna föt á okkur vinkonurnar til dæmis skósíða kápu, engin eins, aðsniðnar í mitti en víðar að neðan. Mamma var svo flink að sauma eftir teikningunum mínum og saumaði á mig og líka á vinkonur mínar eftir hugmyndum mínum. Ég kláraði gaggó en fór svo bara að vinna hjá Heimi Stígs heitnum ljósmyndara og vann hjá honum í tvö ár. Ég gerði allt þar, tók myndir og litaði myndir en þá voru ekki komnar litmyndir. Hann bauð mér að læra ljósmyndun en það vildi ég ekki.“ Hjördís segist vera frumkvöðull í eðli sínu. Henni fannst alltaf langskemmtilegast að vera með í að móta eitthvað frá grunni og læra eitthvað nýtt í leiðinni. Hún er tilfinningarík að eðlisfari og þarf að finna eldmóð fyrir því sem hún er að gera.

Varð kornung innheimtustjóri hjá Keflavíkurbæ

„Svo var auglýst staða hjá Keflavíkurbæ en þá voru skrifstofurnar staðsettar á Hafnargötu 12. Þar var ég ráðin sem aðstoðarmanneskja framfærslu- og innheimtufulltrúa bæjarins sem þá var Björgvin Árnason. Þarna var ég 21 árs komin inn fyrir bæjarbatteríið og fann styrkleika mína í því starfi. Nándin við viðskiptavini fannst mér gefa mér mikið og fann að ég var þarna til að þjóna þeim en ekki öfugt en þannig á það að vera. Eitt leiðir af öðru. Þetta varð minn háskóli, vinna mín í opinbera kerfinu. Í gegnum árin menntaði ég mig meðfram starfi

Mæðgurnar þrjár, Ósk, Guðrún og Hjördís.

Hjördís og barnabörnin, Bjartur Eldur Þórsson, Aría Sóley Gunnarsdóttir og Ronja Hólm Rúnarsdóttir.

Marta Eiríksdóttir

meðal annars í opinberri stjórnsýslu, sem var mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að henni fylgja til að mynda lög og reglugerðir sem maður þarf að þekkja. Ég var í miklum samskiptum við bæjarstjóra og kynntist þeim nokkrum sem mér fundust hver öðrum hæfari í því sem þeir voru að gera á þessum tíma. Þarna var ég ung kona komin með stigvaxandi ábyrgð og

Í dag er Hjördís farin að mála englamyndir undir nafninu Amma Hjördís.

endaði sem innheimtustjóri Keflavíkurbæjar. Þá var ég ekki lengur í samskiptum við hinn almenna bæjarbúa heldur tölur og peninga. Ég saknaði þess að vera ekki lengur í tengslum við almenning. Þetta var farið að trufla mig og ég fór að bera í víurnar og vildi vinna við annað. Ég byrjaði sem sagt á gólfinu en endaði sem innheimtustjóri með mikla ábyrgð. Ég ákvað að hætta alveg hjá bænum og vann í tæp tvö ár á fasteignasölu en sótti svo um stöðu forstöðumanns Þroskahjálpar á Suðurnesjum.“

Þroskahjálp á Suðurnesjum

Þetta var á fyrstu árum Þroskahjálpar og mikið frumkvöðlastarf framundan sem heillaði Hjördísi sem elskaði að ryðja nýja braut. „Þetta var dásamlegur tími og ég naut þess að vinna að því uppbyggingarstarfi sem fór þarna fram. Þá vantaði mig viðeigandi menntun en ég hafði reynslu sem var meira metið þá en í dag. Ég er svo mikill leiðtogi í mér að ég treysti mér í alls konar störf. Á þessum tíma vorum við að stíga mörg fyrstu skref í átt til þess sem seinna varð sjálfsagt mál eins og skammtímavistun til að létta álagi á fjölskyldur þeirra sem eiga fötluð börn. Þarna gekk maður í öll störf á meðan verið var að innleiða þessa þjónustu og ég tók næturvaktir einnig. Þetta var tækifæri fyrir alla til að víkka út sjóndeildarhringinn. Þarna starfaði gott fólk en mér fannst ég sjálf ekki ná alveg nógu vel utan um starfsmannamálin á faglegum grunni þó að rekstrarlega gengi það ágætlega. Svo þegar svæðisskrifstofa Reykjaness hóf störf þá upplifðum við allt í einu miklu meira ströggl en áður í samskiptum við hið opinbera. Allt þetta varð til þess að mér fannst ég ekki gera eins mikið gagn og fyrstu árin og missti eldmóðinn fyrir starfinu. Þegar eldmóðurinn slokknar þá vil ég yfirgefa og leyfa öðrum að taka við. Annað er ekki sanngjarnt,“ segir Hjördís.

Starfsreynsla Hjördísar vel metin

Á þessum árum var háskólanám ekki eins fjölbreytt eins og það er í dag. Fólk var því oft ráðið vegna starfsreynslu þess en ekki vegna háskólagráðunnar. Þá þótti það gott að fá fólk sem kunni til verka og hafði reynslu úr atvinnulífinu. Hjördís hélt því áfram með eljuna í farteskinu, alla starfsreynsluna og leiðtogahæfileika. Hún fékk nýtt starf hjá Njarðvíkurbæ sem félagsmálastjóri en þá voru íbúar þess bæjar um 2.300 talsins. Hún var með í að móta starfið þar frá grunni. „Þarna var ég í essinu mínu og fékk að móta nýtt starf sem mér fannst ótrúlega gaman. Allskonar þjónusta við bæjarbúa. Þarna var ég að móta og ryðja leiðina. Fékk rosaleg tækifæri og traust yfirmanna til þess. Bjó meðal annars til félagsstarf aldraðra, skapaði aðstæður fyrir þau til að hittast einu sinni í viku, fór einnig þangað sjálf og hlustaði á hvað þau vildu gera. Þetta var ákveðin hvíld fyrir mig að hitta þau því ég var með allan pakkann í starfinu mínu, barnavernd og fleira. Að hitta þau var sú næring sem ég þurfti á þeim tíma.“

Reykjanesbær verður til

Tíminn líður. Njarðvík, Hafnir og Keflavík ákveða að sameinast í Reykjanesbæ árið 1994. Hjördís er spurð hvort hún vilji starfa sem félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Hún leggst undir feld og ákveður að taka við starfinu enda treyst af bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaganna sem unnu að samruna bæjanna. „Ég treysti mér í þetta starf og fann að bakland yfirmanna studdi mig í starfið sem félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Í samrunanum var verið að finna sem flestum störf og ekki voru allir sáttir við það að ég fengi þessa stöðu, með enga formlega háskólamenntun þó ég væri mikill reynslubolti á þessu sviði og hafði sannað mig. Ég naut ekki trausts allra þeirra sem áttu að vinna með mér og það var ekki góð tilfinning. Ég ætlaði sko að sýna að ég gæti valdið starfinu og lagði mig alla fram. Ég hlífði ekki sjálfri mér á neinn hátt. Vinna mín var orðið mér allt. Þarna byrjar líkami minn að gefa sig. Mér var mikið í mun að sanna mig í starfi en var um leið að skapa mikla spennu og streitu í sjálfri mér. Þarna byrja ég að finna fyrir vefjagigt sem ég glími ennþá við í dag. Á einu ári var ég hætt að sofa heila nótt, léttur svefn alla nóttina. Það er vitað mál að góður svefn er undirstaða góðrar heilsu. Ég fór að fá viðvarandi höfuðverk og endaði inni á bráðamóttöku því fjölskyldunni minni stóð ekki á sama. Læknar fundu ekki neitt að mér en fólkið mitt hélt að ég væri komin með heilaæxli. Ég stóð ekki í lappirnar. Mætti í vinnu samt þrátt fyrir lítinn svefn. Þraukaði daginn í vinnunni og kom svo heim alveg búin á því og gat ekki meir.“

Kunni ekki að setja mörk

Hjördís segir að hún hafi alltaf haft þessa tilhneigingu að ofgera sér. Hún byrjaði í Leikfélagi Keflavíkur á sínum tíma þegar verið var að byggja það upp aftur eftir nokkurra ára lægð


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

13

frá Árna hélt mér gangandi í starfinu mínu. Ég varð alltaf að fara í botn með allt sem ég gerði.“

Hef verið að endurskoða líf mitt

„Það var alltaf þetta sama hegðunarmynstur hjá mér að ég byrjaði í einhverju og svo áður en ég vissi af var ég komin með mikla ábyrgð. Samviskusemi mín gat stundum farið út fyrir öll mörk gagnvart sjálfri mér. Undanfarin ár hef ég auðvitað verið að endurskoða líf mitt og reyna að átta mig á því hvers vegna ég er svona eins og ég er. Ég var elst í tveim barnahópnum en ég átti tvær fjölskyldur, aðra fyrir austan og hina í Keflavík. Það var heilmikið álag á barn að fara árlega sumarlangt frá mömmu. Mamma ól mig upp í þeirri hugsun að ég gæti allt og þetta veganesti hefur alltaf fylgt mér og kannski háð mér einnig því ég hef gert miklar kröfur til sjálfs míns.“

. upp í bítlabænum Keflavík Hippastelpan Hjördís alin

Hjördís Árnadóttir er ein af dætrum Keflavíkur.

Hjördís ásamt móður sinni, börnum sínum þremur og elsta barnabarninu. F.v. Ósk Jóhannesdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Þór Jóhannesson, Bjartur Eldur Þórsson, Hjördís Árnadóttir og Rúnar Jóhannesson.

Ný bæjarstjórn breytti öllu

Bæjarbúar muna sjálfsagt glöggt niðurskurðinn þegar ný bæjarstjórn tók við völdum í Reykjanesbæ árið 2014 og neikvæð rekstrarstaða bæjarsjóðs kom harkalega niður á allri þjónustu og stöðugildum innan bæjarins. Erfiðir tímar fóru í hönd hjá Reykjanesbæ. „Þegar ný bæjarstjórn tekur við þá hrynur baklandið mitt. Árni bæjarstjóri fer og stuðningur við störf mín hvarf á svipstundu. Niðurskurður var á öllum sviðum. Félagsþjónustan, eins og aðrar stofnanir, varð fyrir barðinu á niðurskurði. Þetta var mjög erfitt tímabil hjá öllum starfsmönnum bæjarins. Lögð var áhersla á að halda skjólstæðingum frá og mér fannst komin krafa um að setja upp gaddavírsgirðingu á milli okkar og skjólstæðinga okkar. Í stað þess að þjóna fólki eins og áður urðum við að halda fólki frá. Mér finnst þetta einkenna opinberar stofnanir í dag, viðhorfið er að stoppa þetta innflæði af „vesalingum“. Fólkið sem þarf virkilega á aðstoð að halda hrökklast burt og byrjar að einangra sig, vandamálið verður enn stærra fyrir vikið. Þetta erfiða tímabil gerði það að verkum að heilsa mín hrundi algjörlega.“

Gat ekki stoppað mig sjálf!

Ég veit ekki hvað það er í mér, kannski er ég alltof samviskusöm. Ég endaði alltaf á því að vera komin með of mikla ábyrgð sem varð mér ofviða á þessum tíma þegar ég var að byrja að upplifa kulnun, þegar ég var að brenna út í báða enda ...

og hún hellti sér í að leika þar í leikriti með lítið barn heima og eiginmann. Var á kafi þar í sex vikur að æfa fyrir leiksýningu. Svo var hún fengin til að vera í stjórn Leikfélags Keflavíkur og allt í einu endaði hún sem formaður þar. Hún segist alltaf hafa farið alla leið í öllu og gleymt að hlífa sjálfri sér eða hlusta á líkamann. Eldmóðurinn slokknar og hún ákveður að snúa sér að öðru. Hún hafði gaman af að mála og gekk til liðs við myndlistarfélagið. Áður en varði var hún orðin formaður félagsins, stofnaði Myndlistarskóla Suðurnesja, Listaskóla barna o.fl. Eins og áður fór eldmóðurinn með auknu álagi og hún dró sig í hlé. Hún fór í kór Keflavíkurkirkju og naut þess að syngja með þeim. Þegar hún var beðin um að vera með í stjórn ákvað hún í ljósi reynslunnar að segja nei. „Ég veit ekki hvað það er í mér, kannski er ég alltof samviskusöm. Ég endaði alltaf á því að vera komin með of mikla ábyrgð sem varð mér ofviða á þessum tíma þegar ég var að byrja að upplifa kulnun, þegar ég var að brenna út í báða enda. Á ákveðnum tíma í lífi mínu þarna var allt í upplausn. Ég gat ekki bjargað hjónabandi mínu og skildi við manninn minn sem var mjög erfitt fyrir alla aðila en við eigum þrjú uppkomin börn saman. Í frítíma mínum varð ég að finna mér eitthvað að gera. Þess vegna fór ég í kirkjukórinn og var fyrsta konan að ganga í Rótarýklúbb Keflavíkur. Þar var mjög gott og fallegt samfélag. Ég var forseti klúbbsins í eitt ár en hætti síðan þegar ég flutti til Reykjavíkur. Á sama tíma hætti ég í kórnum, því ég vil geta verið 100% í því sem ég tek að mér. Alltaf mætti ég til vinnu og reyndi að standa mig eins vel og ég gat þrátt fyrir lítinn svefn. Þarna er

líkaminn hættur að vinna með mér og ég er algjörlega uppgefin. Þá byrja ég að fá mér bjór eða rauðvín á kvöldin eftir vinnu til að slaka á. Það er allt á niðurleið. Efnahagshrunið 2008 setti strik í reikninginn bæði í vinnu og einkalífi. Ég hafði keypt stórt hús í Keflavík handa mér og dóttur minni, yngsta barni okkar til að búa í eftir skilnaðinn. Þegar dóttir mín fór til náms í útlöndum þá var húsið allt of stórt fyrir mig eina og lánið át upp eignina svo ég ákvað að selja það og slapp úr þeim viðskiptum á núlli. Þá fór ég á leigumarkaðinn. Þegar dóttir mín kom aftur heim úr námi þá ákváðum við þrjú, ég, hún og elsti sonur minn að kaupa gamalt hús í Reykjavík í vesturbænum og búa þar. Það bara kom upp í hendurnar á okkur. Á þessum tíma bjó ég virka daga heima hjá aldraðri móður minni í Keflavík á meðan ég var í vinnunni hjá Reykjanesbæ en dvaldi um helgar á nýju heimili mínu með krökkunum mínum í Reykjavík. Þetta var yndislegur tími þar sem ég náði að tengjast mömmu minni vel og rækta samband okkar betur áður en hún dó. Þarna var ég einnig farin að vinna í mínum málum og leita mér hjálpar. Það hafði ég reyndar gert áður til að mynda hjá fagfólki í Grindavík, Svönu og Brynjari, sem hjálpaði mér þegar ég var sem verst að losa um spennunna í líkamanum mínum.“ Hjördís fór á þessum árum ítrekað í endurhæfingu bæði í Hveragerði og á Húsavík. Þegar hún var búin að ná sér þokkalega á strik þá var hún samt ekki enn búin að læra lexíuna sína eða að farin hlusta á skilaboðin frá líkamanum. „Ég fer á sama styrk aftur eftir alla þessa hjálp og naut mikils trausts hjá Árna Sigfússyni bæjarstjóra sem er frumkvöðull í eðli sínu eins og ég. Maður sem tendraði fólk til dáða í kringum sig. Hann leyfði mér að blómstra í starfi, hlustaði á hugmyndir mínar og spurði mig hvernig ég gæti látið þær verða að veruleika innan þess fjárhagsramma sem félagsþjónustunni voru settar. Ég fór mismunandi leiðir til að létta álagi á starfsfólki mínu. Þarna var ég búin að sanna mig í starfi og flestir sáttir við störf mín. Það var mjög gaman í vinnunni og Árni leyfði mér að blómstra en gerði eðlilegar kröfur til mín sem stjórnanda. Eftir hrun sáum við þörfina í bæjarfélaginu fyrir öflugri geðheilbrigðisþjónustu og Björgin varð til. Aftur ofgeri ég mér. Ég gat bara ekki hætt að vinna yfir mig, staldra við og slaka á. Árni sá hvert stefndi með mig og bauð mér að taka mér tímabundið leyfi frá stjórnun félagsþjónustunnar og vinna að verkefnastjórn við uppbyggingu einstakra verkefna. Þarna var ég farin að átta mig á að starfslok væru ekki langt undan en ég vildi klára starfsævina hjá félagsþjónustunni og hlustaði því ekki á ráð hans. Ég var hætt í öllu félagsstarfi og peppið

„Ég leitaði til fagaðila sem benti mér á að ég gæti ekki lagt meira á mig. Ég væri búin að láta líkama minn hlaupa tvöhundruð maraþon en þoldi bara tíu. Líkaminn var uppgefin og ég vissi það en kunni ekki að stoppa sjálf. Þarna varð ég að hlusta og einnig þegar engin var á hliðarlínunni til að peppa mig í starfi þá varð mér allri lokið. Ég fór í veikindaleyfi í eitt ár sem þróaðist út í það að ég fór á örorkubætur í kjölfarið. Í dag er ég 66 ára og nýt eftirlauna. Fyrsta árið án vinnu hjá bænum leið mér hræðilega. Mér leið eins og ég væri nobody. Þetta var svo erfitt því ég hafði lagt allt mitt í þetta starf en nú gat ég ekki unnið lengur vegna þrekleysis og kulnunar. Í svo mörg ár var ég búin að hunsa skilaboð líkamans um meiri hvíld en ég kunni ekki annað en að halda áfram.“

Uppbygging tekur við

„Ég hef lært mikið af því að ganga í gegnum þetta allt saman. Þennan tíma sem ég var sjálf öryrki sá ég vel hvernig framkoma stofnanna er við öryrkja. Bara dæmi þegar ég fór í sundlaugina í Reykjavík þar sem engin þekkti mig og ég stóð í röðinni. Á undan mér var maður sem vísaði öryrkjakorti sínu til þess að komast ofan í og starfsmaður sýndi honum mikla lítilsvirðingu og henti í hann teygju sem var öðruvísi á litinn en aðrir fengu. Þetta fólk er sérmerkt í lauginni. Mér fannst honum sýnd svo mikil lítilsvirðing að þegar kom að mér þá tók ég upp veskið og borgaði mig ofan í því ég vildi ekki fá sömu meðferð hjá þessum starfsmanni. Í dag opna ég munninn ef ég verð vitni að slíkri vanvirðingu gagnvart öryrkjum og öðru fólki.

Hjördís að leika í revíu hjá Leikfélagi Keflavíkur.

Hjördís ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra rétt fyrir starfslok sín. Það er engin að leika sér að því að vera öryrki. Af því að ég hef upplifað að vera beggja vegna borðsins þá skil ég mun betur líðan þeirra sem eru háðir opinberri þjónustu og sem eiga hlýlegt viðmót skilið því oft er þetta fólk með mjög brotna sjálfsmynd. Það vilja örugglega allir vera frískir,“ segir Hjördís með áherslu.

Kúvending á lífi mínu

„Mér líður vel í dag. Ég er þakklát að eiga líf eftir vinnu. Ég hef lært að „sleppa” og lifa í núinu, gera það sem mig langar að gera hverju sinni. Ef mig langar ekki að þrífa, þá bíður það þangað til mig langar að gera það. Ég er samt ekki sóði eða trassi. Ég hugleiði reglulega og finn þessa innri ró. Ég hef ekki áhyggjur af neinu. Treysti almættinu fyrir mér og mínum. Þakka daglega fyrir hvern nýjan dag og tala mikið við englana mína og almættið um allt. Spegla mig í þeim og fæ alltaf svör, kannski ekki samdægurs en svör fæ ég. Í mörg ár hef ég synt mikið. Ég geng líka mikið úti. En dansinn hefur verið minn öflugasti vettvangur til að losa um andleg óhreinindi og streitu. Ég skrifa ljóð og mála englamyndir. Samband mitt við börnin mín, tengdabörn og barnabörn er afar fallegt og gefur mér mikið. Ég leik mér við börnin og finn að þau hænast að mér. Ég reyni líka að rækta það fólk sem ég hef hitt á lífsleiðinni, ekki bara ættingja og vini, einnig fólk sem ég finn samhljóm með og líður vel með. Ég rækta barnið í mér og finn mjög sterka nánd við börn og einlægt fólk sem verður á vegi mínum. Ég hlusta orðið ágætlega á líkama minn og hvíli mig þegar ég finn að ég hef farið of geyst. Ég forðast að lifa í skipulagi en kem samt öllu í framkvæmd sem ég þarf að gera og ætla mér að gera. Það tekur bara þann tíma sem þarf hverju sinni. Ég finn hvað tengsl mín við náttúruna verða sterkari með hverri nýrri árstíð. Samspil þessa alls hefur fært mér heilbrigðari sál í gömlum slitnum líkama, sem er bara nokkuð heill þrátt fyrir að ég hafi í gegnum tíðina gengið allt of nærri þolmörkum hans.“ Má koma í veg fyrir kulnun Hjördís? „Í dag er kulnun raunverulega viðurkennt heilbrigðisvandamál og fær sanngjarna umfjöllun. Mitt besta ráð er að „sleppa” tökunum og treysta á eitthvað æðra en maður sjálfur. Njóta augnabliksins, gefa af sér og gefa sér tíma til að upplifa hvað það er mikil heilun í því. Mennskan er mun sterkara afl en öll veraldleg gæði. Þegar við lærum það, dregur sjálfkrafa úr lífsgæðakapphlaupinu. Í staðinn kemur lífsfylling sem léttir okkur lífið og allt verður miklu skemmtilegra. Eitt er líka afar mikilvægt í því að vinna sig út úr kulnun en það er að láta af skömminni sem gjarnan fylgir því að standa ekki undir væntingum til sjálfs síns. Á minni löngu starfsævi fann ég einnig hvað tölvupósturinn er mikill álagsvaldur og skapar beinlínis áreiti hjá fólki sem vinnur til að mynda á þjónustustofnunum. Hann er mun meira krefjandi og ópersónulegri en mannleg samskipti og símtöl. Ég held að hann eigi stóran þátt í aukinni kulnun hjá mörgum stéttum.“


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Keflavík gerði mig að manninum sem ég er Rapparinn Andri Már er að gera það gott þessa dagana í tónlistarbransanum, en vænta má þess að fá að heyra nýtt lag frá kappanum á næstu dögum. Lagið ber heitið Stjáni Blái. Sálfræðin í rappinu

„Lagið er í mixi í þessum töluðu orðum. Ég vann það með Bjarka, eða Balatron, og þetta er lag sem lýsir mér og minni týpu svolítið vel,“ segir Andri Már í samtali við Víkurfréttir. Andri byrjaði að semja tónlist þegar hann var einungis þrettán ára gamall en áhuginn kviknaði að öllum líkindum þegar hann, kornungur, heyrði stóru systur sína hlusta á Nelly og fleiri tónlistarmenn. „Fyrsta rappp-

latan sem ég átti var Slim Shady LP, sem Silja frænka mín gaf mér, og þegar ég heyrði fyrsta lagið greip rappið mig strax. Í dag er rapp allt fyrir mér. Það er bókstaflega mín sálfræði. Það er svo ótrúlega mikil tjáning í þessu listformi. Ég elska það. Útrásin veitir manni vellíðan.“

Sannari sjálfum sér edrú

Andri Már ákvað fyrir nokkrum mánuðum síðan að snúa blaðinu við og

Ég finn mikinn mun á því að rappa edrú, að sjálfsögðu. Ég er mun ánægðari með efnið sem ég er að gefa út núna en áður og ég er orðinn mun sannari sjálfum mér ...

varð edrú. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég finn mikinn mun á því að rappa edrú, að sjálfsögðu. Ég er mun ánægðari með efnið sem ég er að gefa út núna en áður og ég er orðinn mun sannari sjálfum mér,“ segir hann. Lagið Tala Facts var fyrsta lagið sem Andri gaf út eftir að hann varð edrú. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en svolítið eftir útgáfu lagsins hversu öðruvísi það er í raun og veru en allt

annað sem er í gangi. Þetta lag er grjóthart, metnaðarfullt og snýst um það að vera edrú og hafa það gott,“ segir Andri. Með honum í laginu er rapparinn Blaffi, sem heitir réttu nafni Hafþór Orri, en þeir drengir hafa unnið vel saman upp á síðkastið. „Við Blaffi höfum þekkst í einhvern tíma en aldrei verið eins tengdir og við erum í dag. Ég vissi að hann yrði granít í þessu lagi. Andri segist finna fyrir vissri pressu við það að gefa út tónlist en það sé þó aðallega vegna þess að hann langi til að sanna sig fyrir sjálfum sér. „Mér finnst ég þó vera að gera það hægt en vissulega,“ segir hann.

Fatalína í vinnslu

Fyrir utan tónlistina er Andri að vinna í nýrri fatalínu, ásamt Desæna, sem ber heitið MDDC Clothing. „Þetta er svolítið skemmtileg tilbreyting, við erum með mjög flottar vörur og það er mikil eftirspurn eftir þeim. Með mér í þessu er Pétur Ágúst Berthelsen en hann hannaði lógóið mitt og mörg önnur verk.“ Andri, sem kemur frá Keflavík, er bænum sínum trúr og segist alltaf „reppa bæjarfélagið sitt“ í tónlistinni sinni. „Keflavík skiptir mig mjög miklu máli enda gerði Keflavík mig að þeim manni sem ég er í dag. Hér hef ég lært mjög margt.“

VIÐTAL Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

Hestamenn athugið! Frá og með 13. febrúar verður boðið upp á dýralæknaþjónustu á Mánagrund síðdegis á miðvikudögum. Panta þarf tíma í síma

42 100 42


Ánægðustu viðskiptavinirnir - jákvæðir straumar

Ánægðustu viðskiptavinirnir eru hjá HS Orku Viðskiptavinir HS Orku eru enn og aftur þeir ánægðustu í flokki raforkusala, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni. Þetta er í fjórtánda sinn á sextán árum sem HS Orka hlýtur þessa viðurkenningu. Við erum afar þakklát og stolt og munum halda áfram að leggja okkur fram um að þjónusta viðskiptavini okkar eftir bestu getu. Starfsfólk HS Orku www.hsorka.is


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

KANNTU AÐ FLOKKA HEIMILISSORP OG ENDURVINNSLUEFNI? Fyrir þremur mánuðum fengu íbúar Suðurnesja fyrir utan heimili sitt grænu tunnuna sem er endur­ vinnslu­tunna. Tilgangurinn var að þeir byrjuðu að flokka heimilissorp. Aðskilja plast og pappír frá öðrum úrgangi sem fellur til á heimilum. Gámaþjónustan sér svo um að sækja almennt sorp og endurvinnsluefni sem fara í frekari flokkun í aðalstöðvunum í Hafnarfirði. Heilt yfir gengur heimilum vel að flokka en nú hafa yfir 300 tonn af endurvinnsluefni skilað sér til úrvinnslu frá því í september. Í endurvinnslutunnuna mega fara sex flokkar; dagblöð og tímarit, pappír, sléttur pappi og bylgjupappír, málmumbúðir, plastumbúðir og fernur. Mikilvægt er að skola áður með vatni því hreinleiki skiptir máli. Við fórum í heimsókn og fengum örnámskeið í flokkun.

VIÐTAL Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Svona slidesmyndir flo sem almennt sorp ogkkast fara í svörtu tunnuna.

Eru þetta plastumbúðir?

konhanskar Pissublautar bleiur, einnota sílinu tunnuna. a í græ og blautklútar mega ekki far sem almennt sorp. ast Þetta flokk

Líf Lárusdóttir og Ingþór Guðmundsson eru starfsmenn Gámaþjónustunnar.

Ingþór Guðmundsson og Líf Lárusdóttir, starfsmenn Gámaþjónustunnar, tóku á móti okkur, fræddu okkur um flokkun og hvernig þekkja má endurvinnsluefnin frá almennu sorpi. „Þegar þú flokkar plast heima hjá þér þá er alltaf fyrsta spurningin sem þú spyrð þig þessi: „Eru þetta umbúðir?“ Ef svarið er já þá má þetta plast fara í endurvinnslutunnuna. Þetta er einfaldasta leiðin til þess að flokka plast. Ef þú ert með tannbursta, uppþvottabursta, gúmmíhanska, einnota sílikonhanska, plastbleiur eða snjóþotu þá er svarið strax nei. Þetta fer allt beint í almennt sorp, svörtu tunnuna, því þá er ekki um að ræða umbúðir. Ef það hinsvegar er plastbakki utan af matvælum þá má hann flokkast með plasti en fyrst verður að skola matarleifarnar burt því annars geta þær smitað út frá sér. Ef endurvinnsluefnum er blandað saman í poka getur sósa úr einu íláti haft áhrif á allt innihald pokans. Sósa og aðrar matarleifar eyðileggja plastið sem það er flokkað með í poka. Einnota bleiur eru ekki flokkaðar sem plast eða pappír, þær eru almennt

Pappír, málmlok og plastumbúðir mega fara í grænu tunnuna. sorp. Hingað fáum við stundum pissublautar bleiur og blautklúta í plastpoka með öðru endurvinnsluefni en þá er allt í pokanum ónýtt til endurvinnslu og hefði átt að fara beint í svörtu tunnuna með almennu sorpi. Hreinar og tómar skyrdósir mega fara í plastendurvinnslu. Hreinleiki skiptir alltaf máli,“ segir Ingþór og Líf tekur við og segir okkur frá pappírnum sem má fara í endurvinnslu.

Er þetta pappír?

„Allur pappír má fara í grænu tunnuna; dagblöð, tímarit, almennur ljósritunarpappír og mjólkurfernur. Málmlok mega einnig fara, álþynnur frá skyrdollum og fleira. Best er að skola alla mjólk og vökva úr pappanum, setja til dæmis á hvolf og láta þorna aðeins, þarf samt ekki að vera skraufþurrt. Hreinleiki skiptir aðalmáli hér. Það má til dæmis ekki henda pítsukassa í grænu tunnuna sem inniheldur leifar af pítsunni. Þetta hefur gerst og þá er búið að skemma endurvinnsluefni frá heilu hverfi því þá geta matarleifarnar smitað út frá sér í efnið sem aðrir hafa flokkað samviskusamlega. Þá er hverfið ónýtt því matarleifarnar losna úr kassanum og fara um allt í hólfi bílsins. Restar af súpu mega heldur ekki fara með pappanum. Allar matarleifar þarf að skola burt.“

Fólk vinnur við að flokka endurvinnsluefnin frá okkur

„Það er ágætt að hugsa það þegar við erum að flokka heima hjá okkur að endurvinnsluefnin okkar enda í höndunum á fólki sem starfar hér við færibandið í Gámaþjónustunni. Það eru hendur starfsmanna sem fínflokka efnin að lokum. Fyrst fer það í grófa flokkun í vélum en endar svo hjá þessum starfsmönnum sem eru þakklátir þegar þeir fá vel flokkað frá heimilunum. Hugsum einnig til þeirra sem vinna við þetta,“ segir Líf og brosir.

Gengur vel yfir heildina

„Meirihluti íbúa Suðurnesja er að vanda sig og einnig að standa sig. Við verðum alltaf betri og betri í að flokka. Það er rétt að það komi fram að við erum með tvískipta bíla sem sækja báðar tunnurnar í einu, sitthvort hólf er á bílunum. Það minnkar umhverfisáhrifin að nota einn bíl. Sums staðar er mjög þægilegt að nálgast tunnurnar en við rúllum þeim frá húsinu að bílnum og hellum úr þeim beint ofan í hann. Það er einnig nauðsynlegt að íbúar moki snjónum frá tunnunum og losa um rembihnúta ef einhverjir eru bundnir utan um tunnurnar. Allt þetta auðveldar okkur vinnuna og gerir allt miklu léttara og fljótlegra,“ segir Ingþór að lokum.

Ýkt dæmi um hvað getur gerst Happy Campers ehf leitar að bókara í 50% framtíðarstarf frá 1. september n.k.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Ef þú ert ábyrg/ur reyklaus og hefur reynslu af DK bókhaldskerfinu og vilt vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað í opnu rými þá sendu umsókn á netfangið herdis@happycampers.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfsmenn óskast í álgluggaverksmiðju Í Njarðvík. Unnið er við samsetningar á álgluggum og álhurðum. Nánari upplýingar og umsóknir á netfanginu vignir@idex.is Idex Gluggar poszukuje pracowników na czas nie okreslony do swojej fabryki w Njarðviku. Praca przy produkcji ram okien i drzwi aluminiowych. Mile widziane doświadczenie przy podobnych pracach. Wiecej informacji e-mail vignir@idex.is

„Ímyndum okkur að það sé ágætis veður utandyra. Þú eldaðir kjúkling og bakkinn sem hann kom í er tómur en ekki skolaður nægilega. Þú hentir honum samt í endurvinnslutunnuna, þessa grænu. Þú fleygðir einnig mjólkurfernu óskolaðri með í sömu tunnu. Tunnan stendur í fjórtán daga fyrir utan húsið þitt og allt sem hent var í tunnuna er farið að gerjast. Svo kemur þetta til okkar og getur þurft að bíða í að tvær vikur áður en við flokkum efnið úr þessari grænu tunnu. Þegar komið er að flokkun þá er allt innihaldið ónýtt. Þá er efnið ekki hæft til endurvinnslu og því borgar það sig að vanda sig á upphafsstað, það er að segja inni á heimilunum,“ segir Ingþór.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

17

Endurvinnslutunnan

JÓN NORÐFJÖRÐ FRAMKVÆMDASTJÓRI KÖLKU

Aukið sorpmagn hefur gefið svigrúm til að hefja flokkun úrgangs við heimili

The Recycle Bin

Kosz sortowniczvy

Myndi það ekki spara samfélaginu ef við flokkum betur heima hjá okkur? „Öll endurvinnsla og endurnýting úrgangs og ann­ arra efna er til þess fallin að spara fjármagn.“

Dagblöð og tímarit Newspapers & magazines Gazety i czasopisma

Pappír Office paper Papier biurowy

Dagblöð og tímarit. Newspapers & magazines. Gazety i czasopisma.

Bæklingar, umslög og ruslpóstur. Office paper/envelopes & junk mail. Papier biurowy, koperty i papiery pocztowe, czasopisma reklamowe.

S.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar. Cardboard & non corrugated cardboard. Clean pizza boxes. Czyste opakowania po pizzy oraz płatkach śniadaniowych.

Sett beint í tunnu. Put directly into the bin. Wrzucać prosto do pojemnika.

Sett beint í tunnu. Put directly into the bin. Wrzucać prosto do pojemnika.

Sett beint í tunnu Put directly into the bin. Wrzucać prosto do pojemnika.

Frágangur Finish / Odpady

Hvenær ætlar Kalka að taka við og/eða biðja íbúana að flokka matarleifar eða lífrænan úrgang heima hjá sér? „Engin ákvörðun hefur verið tekin ennþá um frekari flokkun úrgangs.“

Flokkur Category / Rodzaj

Hvers vegna fá íbúar á Suðurnesjum ekki að flokka meira og aðskilja strax sjálfir heima hjá sér pappír og plast í tvær tunnur, hvers vegna er þetta sett í sömu tunnu? „Til skamms tíma þurftu stjórnendur Kölku að tryggja nægilegt magn úrgangs til að halda brennslustöðinni gangandi án þess að ótímabærar stöðvanir ættu sér stað og þá þurfti stöðin á öllu heimilissorpi að halda. Aukið sorpmagn hefur gefið svigrúm til að hefja flokkun úrgangs við heimili. Þegar ákvörðun um að hefja flokkun var tekin, var samþykkt að byrja með auðvelda aðferð fyrir íbúana sem flestir höfðu ekki flokkað úrgang áður. Þessi flokkunaraðferð, að setja nokkur efni saman í græna tunnu hefur reynst vel þar sem hún hefur verið tekin upp.“

Hráefni Raw material / Surowce

Eftir­farandi­flokka­má­setja­lausa­í­Endurvinnslutunnuna­eða­í­glærum­pokum: The­Recycle­Bin­accepts­the­following­materials­directly­to­the­bin­or­in­clear­plastic­bags: Następujące rzeczy do sortowania proszę wrzócać luzem lub w przezroczystych workach:

Er stefnt að því að fjölga tunnum við heimilin svo við getum flokkað meira heima? „Engin ákvörðun liggur fyrir um að fjölga sorp­ ílátum við heimili á Suðurnesjum.“

Sléttur pappi/ Málmumbúðir bylgjupappi Metal packaging Cardboard & non Opakowania corrugated metalowe cardboard Kartony S.s. skolaðar niðursuðudósir og lok af glerkrukkum. For example cans & jar lids. Puste puszki, zakrętki od słoików. Skola þarf efnið og losa lok af dósum, má skila lausu eða í glærum pokum. Clean and remove lid if included. Put directly in the bin or in clear bags. Opłukać oraz zakrętki luzem, wyżucać bezpośrednio do pojemnika lub w przezroczystych workach.

Má ekki fara í tunnuna! Not allowed to put in the bin! Nie można wrzócać do pojemnika!

Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina í þessum málum? „Á næstu árum sé ég fyrir mér talsverðar breytingar í þessum málaflokki. Ábyrgð og skyldur sveitar­ félaga eru miklar eins og lög um meðhöndlun úr­ gangs bera með sér. Veruleg hagræðing væri fólgin í því að samræma vinnuaðferðir við meðhöndlun úrgangs, helst um allt land. Flokkun úrgangs og endurvinnsla og endurnýting munu aukast. Veru­ lega mun draga úr urðun og innan fárra ára verður aukin þörf fyrir stærri brennslustöð.“

21.3331-01.19.

Ekki gler vegna slysahættu við flokkun! No glass due to accident risk when sorting! Uprzejmie prosimy nie wrzucać szkła do kosza sortowniczego z powodu niebezpieczeństwa podczas sortowania!

Plastumbúðir Plastic packaging Opakowania plastykowe

Fernur Beverage cartons Kartony po mleku

S.s brúsar, plastfilma, plastdósir, plastpokar, frauðplast, plast utan af áleggi og plastöskjur. Plastic emballage, bags. Plastykowe opakowania po żywności i steropianowe.

S.s. mjólkurfernur, rjómafernur og jógúrtfernur. For example milk, cream and yoghurt cartons. Tak jak opakowania po mleku, śmietanie i jogurtach.

Brúsar í lausu eða í glærum pokum. Put all plastics directly into the bin or in clear bags but plastic bags and film in clear bags. Pojemniki, butelki luzem lub w przezroczystych workach.

Skolaðar og samanbrotnar. Beverage ctns, clean & folded. Muszą być czyste i złożone razem.

X

X

X

X

X

X

Berghellu 1 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • www.gamar.is

i Í Suðurnesjamagasín

í þessari viku:

850 starfsmenn U inn Auðlindagarður á Reykjanesi

Einnig:

Furðuverk í Frumleikhúsi

N I N Ó L A Á L ÍB

Suðurnesjamagasín fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


18

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Gunnar Þórðarson:

Afi íslenska poppsins

Hljómar frá Keflavík. Myndin er tekin við smábátahöfnina í Grófinni. Hljómar voru fyrstir til að fá Stjörnuspor sem afhjúpað var á Ljósanótt 2003. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Gunnar Þórðarson er umfjöllunarefni fyrstu tónleika tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum þar sem fjallað er um frumkvöðla í íslenskri tónlistarsögu og þann ríka tónlistararf sem Suðurnesjamenn búa yfir. Við hittum Gunnar yfir kaffibolla á dögunum og spurðum hann hvernig væri að vera afi íslenska poppsins. Hann brosir þá bara út í annað og það er stríðnisblik í augunum. Gefur lítið út á titilinn, enda fremur hæglátur maður. Hann á gigg í Keflavík um kvöldið, er enn að kominn á áttræðisaldur. Þegar hann gengur inn heilsa honum ungir tónlistarmenn á næsta borði, þeir eiga að spila með honum um kvöldið. Virðingin er greinileg. Gunnar var átta ára gamall þegar fjölskylda hans kom sér fyrir á Sunnubraut 11 í Keflavík. Faðir hans hafði fengið vinnu hjá ameríska hernum og hafði farið á undan til að undirbúa komu þeirra og byggja þar glæsilegt tveggja hæða hús. „Það var sjokk að koma til Keflavíkur og þekkja engan – og ég lenti ítrekað í slagsmálum í skólanum. Ég veit ekki af hverju ég tók á móti og gafst ekki upp því ég varð alltaf undir, líklega verið of þrjóskur til þess,“ segir Gunnar. Í Keflavík snerist allt um fótbolta. Sparkvellirnir voru ekki merkilegir en þar var spilaður fótbolti alla daga enda hvorki til tölvur eða sjónvarp. Sveitapilturinn frá Hólmavík vakti furðu drengjanna á sparkvellinum, einn þeirra hét Rúnar Júlíusson. Gunnar fór ekki eftir leikreglunum

og átti það til að hlaupa með boltann í fanginu í markið. Drengjunum þótti hann því skrítin en þarna var tilkomin meðfædd þrjóska Gunnars sem fannst bara eðlilegra að reglunum yrði breytt. En hann náði fljótlega tökunum á boltanum og eignaðist þar góða vini sem fylgdu honum að í barnaskólanum. Fljótlega bættist tónlistin við fótboltann og piltarnir tóku útvarp með sér á völlinn, settu það á hliðarlínuna, stilltu á Kanann eða Radíó Lúxemborg og settu allt í botn. Drengirnir afrekuðu það að verða Íslandsmeistarar í fjórða flokki en þegar Gunnar komst ekki í liðið í þriðja flokki lauk glæstum knattspyrnuferli hans. „Þá lagði ég skóna á hilluna,“ segir Gunnar og glottir.

Þótti fráleitt að kaupa blokkflautu í skólanum

Fljótlega tók tónlistin yfir og fyrir Gunnar var ekki aftur snúið. „Ég hafði stór eyru og hlustaði á margs konar tónlist, helst rokk. En ég man hvað mér þótti það fráleitt að kaupa blokkflautu þegar ætlast var til þess af skólanum. Hafði engan áhuga á að blása í hana og stóð við það.“ Gunnar kynntist hljóðfæri fyrst fjórtán eða fimmtán ára gamall þegar hann fann brotinn gítar á heimilinu sem móðursystir hans hafði skilið eftir. „Ég tók gítarinn að mér og tókst að feta mig áfram þótt bakið væri brotið og strengirnir lægju langt frá hálsinum. Skólabróðir minn kunni eitthvað að spila og hann kenndi

mér það sem hann gat. Ég man að ég náði að spila Fright Train, vinsælan amerískan slagara sem varð í íslenskri útgáfu Lestin brunar frá mér. Eftir nokkra mánuði fór pabbi með mig í hljóðfæraverslun og keypti nýjan gítar, þeir áttu eftir að verða allnokkrir,“ segir Gunnar og fljótlega varð til hópur í kringum tónlistina sem tekin var upp í Kananum og spiluð í partýum á segulbandstækjum. Í Gagnfræðaskóla Keflavíkur var skólahljómsveitin Skuggar, undir áhrifum frá Shadows, og þar spilaði Gunnar á trommur. „Ég þótti mjög lélegur trommuleikari og hélt mig við gítarinn,“ segir Gunnar og hlær. Rúnar vinur hans hóf einmitt söngferil sinn með Skuggum. „Þá var hann strax kominn með þessa Ragga Bjarna hendi,“ segir Gunnar og líkir eftir vini sínum sem fljótt átti sviðið.

Keyrðu amerískar drossíur nýkomnir með bílpróf

Þegar Gunnar útskrifaðist úr Gaggó fór hann að vinna hjá hernum með Rúnari. „Ég vann á þvottahúsinu og svo keyrðum við Rúnar leigubíl sautján ára gamlir, nýkomnir með bílpróf, á flunkunýjum, amerískum drossíum og gerðu okkur að leik að spyrna á þeim á flugbrautunum á milli túra, þá var reykspólað og gefið í botn. Stundum smygluðum við okkur niður í bæ til að sýna okkur á rúntinum.“ Á vellinum kynntust þeir nýrri tónlist, þeir hlustuðu á kanaútvarpið og gátu keypt sér nýjar plötur sem ekki voru komnar á markað heima. Á gufunni var helst spilað Sjá dagar koma og Vertu hjá mér Dísa. Gunnar spilaði í hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar árið 1963 þar sem leikin var vinsæl, amerísk dægurtónlist. En þegar tilkynnt var að hljómsveitin hygðist hætta fæddist hugmynd hjá Gunnari og félögum hans. Hljómsveitin Hljómar varð til eins og frægt er orðið og Gunnar fékk Rúnar vin sinn til þess að spila á bassa. Félagar hans voru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun, enda kunni Rúnar ekki að spila á hljóðfæri, „hvað þá á greiðu!“ á Einar Júlíusson að hafa sagt. En Gunnar var ákveðinn og veitti honum leiðsögn. „Ég vissi að Rúnar hafði þetta sem þarf á sviði, hann kunni að koma fram og má segja að hann sé ástæða þess að Hljómar náðu svona miklum vinsældum.“

Fyrsta giggið var í Krossinum og ekki varð aftur snúið. Bítlatónlistin var sprengja um allan heim og þá fóru menn að semja tónlist. „Ég hugsaði með mér ef þessir gaurar í útlöndum geta það af hverju ætti ég ekki að geta gert það líka? Mér fannst þetta hálfgerðir huldumenn, ekki goðumlíkir menn.“ Manstu eftir fyrsta laginu sem þú samdir? „Ég held að það hafi verið instrumental lag. Ég man það ekki í dag en það hét 79 mílur,“ segir Gunnar hugsi. „Bláu augun þín er fyrsta lagið sem ég man eftir að hafa samið en það kom út á fyrstu plötunni okkar. Svavar Gestsson var upptökustjóri og hann gerði kröfu um að textar væru á íslensku. Því var leitað til Ólafs Gauks sem bjó í næsta húsi við Svavar. Ætli textinn sé ekki um einhverja stelpu,“ segir Gunnar stríðnislega. Hljómar urðu landsfrægir á mettíma og hafði annað eins aldrei sést áður í íslensku tónlistarlífi. „Þetta skeði svo fljótt. Við höfðum bara spilað í fjóra, fimm mánuði og þar sem enginn hafði séð okkur þar sem ekkert sjónvarp var á þessum tíma fengum við rosalega aðsókn. Við fórum í túr um landið fyrstu tvö árin og fólk kom að sjá þetta fyrirbæri, einhver frík með lubba.“ Gunnar hefur verið í mörgum af bestu hljómsveitum landsins og má þar nefna ofurhljómsveitina Trúbrot, ðe lonlí blú bojs, Ríó Tríó, Lummurnar og Guitar Islandico. Hann hefur samið bítlatónlist, hippatónlist, vinsældaslagara, diskótónlist og síðustu árin klassíska tónlist og óperu sem sló í gegn.

VIÐTAL

Það er óhætt að kalla hann poppskáld Íslands, lögin eru komin yfir sjö hundruð og mörg þeirra orðin að klassískum dægurlagaperlum. Hann stofnaði fyrstu íslensku bítlahljómsveitina, samdi fyrsta íslenska bítlalagið sem kom út á plötu og gerði Hljóma vinsælli en dæmi höfðu áður þekkst um.

dagny@vf.is

Bestu lögin koma bara

En hvernig verða lögin til? „Bestu lögin koma bara. En stundum sit ég löngum stundum áður en það gerist, þeir fiska sem róa. Ég lít á þetta sem leik, ekki vinnu. Ég er bara að leika mér og er svo heppinn að ég hef verið að leika mér alla ævi. Maður verður að gleyma sér og hætta hugsa. Þá koma lögin. Annars hef ég yfirleitt samið lög þegar ég er beðinn um þau, það hentar mér ágætlega að vinna undir pressu. Þá kemst ég í stuð,“ segir Gunnar kankvís. En er einhver munur að semja popplög og svo heila óperu? „Gunnar brosir. Þetta var áskorun. Ég vissi það þegar ég samdi Brynjólfsmessu en þetta er samt ekkert langt frá poppinu. Það þarf að syngja og það þarf melódíu – þetta er bara lengra.“ Hann segir að það megi finna poppáhrif í hans klassísku verkum, til að mynda í óperunni Ragnheiði. „Sumar aríurnar eru ekki langt frá poppinu. Þú getur leyft þér meira en sumt getur þú ekki leyft þér – þá er þetta ekki lengur ópera, heldur eitthvað annað.“ En hvernig tónskáld er Gunnar Þórðarson? „Ætli ég sé ekki rómantískur. Í flestum lögunum er einhver ást sem ég er að lýsa og þá á ég við alls konar ást. Snýst ekki allt um það?“ Tónleikarnir um Gunnar Þórðarson verða haldnir í Hljómahöll fimmtu­ daginn 7. febrúar kl. 20:00 og er miðasala í Hljómahöll og á hljoma­ holl.is.

Gríðargóð stemmning var í Stapanum á 40 ára afmælissýningu Hljóma haustið 2003. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Dagný Maggýjar


ÍSLENSK A SIA .IS ICE 90873 02/19

KOMDU Á FLUG MEÐ OKKUR Störf hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli 2019

Icelandair leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.

Job vacancies – Icelandair Keflavík Airport

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera reiðubúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf áður en til ráðningar kemur.

Emphasis is placed on service, punctuality, flexibility and alertness. Applicants, in some cases, need to be ready to attend a preparatory course and pass a test before recruiting.

Unnið er á vöktum. Ráðningartími er frá mars/apríl og fram í október/ nóvember 2019.

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ALDURSTAKMÖRK OG HÆFNISKRÖFUR: SAGA BIÐSTOFA – VEITINGAR Starfið felst m.a. í því að undirbúa veitingar og bera þær fram, þjónustu við farþega og halda staðnum snyrtilegum. Einnig móttöku varnings fyrir Saga biðstofu. Góð íslensku- og/eða enskukunnátta. Lágmarksaldur: 20 ár, almenn ökuréttindi. FLUGELDHÚS – LAGER Almenn lagervinna, móttaka varnings og vöruafgreiðsla af lager. Góð íslensku- og/eða enskukunnátta. Almenn ökuréttindi skilyrði, vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur: 20 ár. FLUGÞJÓNUSTA – UMSJÓNARAÐILI Þjónusta og afgreiðsla við einka- og leiguflugvélar. Góð samskipti við viðskiptavini innanlands sem og erlendis. Lágmarksaldur: 20 ár. Stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði. Mjög góð enskukunnátta og góð tölvukunnátta. FARANGURSÞJÓNUSTA Almenn þjónusta við farþega, skýrslutaka vegna farangurs og skráning lausamuna sem gleymst hafa um borð í flugvélum. Lágmarksaldur er 19 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði. Mjög góð enskukunnátta og þriðja mál æskilegt. Góð tölvukunnátta sem nýtist í starfi er skilyrði. TÆKJAVERKSTÆÐI Starfið felst m.a. í viðhaldi og eftirliti tækjabúnaðar og véla sem notaðar eru við afgreiðslu flugvéla og tengda starfsemi. Umsækjandi þarf að hafa framhaldsskólamenntun s.s. bifvélavirkjun, vélstjórn og/eða vélvirkjun. Æskilegt er að umsækjandi sé vanur almennum vinnuvélum og bílaviðgerðum. Umsækjandi þarf að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu sem og tölvukunnáttu. Almenn ökuréttindi og vinnuvélaréttindi. HLAÐDEILD Starfið felst m.a. í hleðslu og afhleðslu flugvéla á töskum og frakt. Lágmarksaldur: 19 ár. Almenn ökuréttindi og vinnuvélaréttindi æskileg. Enskukunnátta skilyrði.

Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair, icelandair.is/umsokn, eigi síðar en 20. febrúar 2019.

Icelandair seeks individuals for diverse and interesting jobs with the company.

Shift work for all positions. Employment period is from March to November 2019, and could be longer. All applicants must speak good English.

FURTHER INFORMATION ON AGE LIMIT AND QUALIFICATION REQUIREMENTS: LOUNGE – CATERING Job duties include preparing and serving food, passenger service, setting up and keeping the place clean, and receiving goods delivered to the Saga Lounge. A driver’s license is required. Minimum age 20 years. FLIGHT KITCHEN – STOCK Reception of goods, handling of items of stock and stacking merchandise on racks. A driver’s license is required and a machine operating license is preferable. Minimum age 20 years. GROUND OPERATIONS SUPERVISOR Supervise ground handling service for General Aviation flights. Communicate with clients and arrange for all services requested. Liaise with service providers and suppliers for each flight. High school diploma preferred and good computer skills needed. Minimum age 20 years. LOST AND FOUND SERVICES Provide service to passengers regarding lost baggage and other items, answer incoming emails and telephone calls from customers. Accept found items / baggage and enter into our system. Provide general service and information to passengers and customers. Other duties as assigned. High school diploma preferred and good computer skills needed. Minimum age 19 years. GARAGE The job involves maintenance and supervision of equipment and machinery used in the handling of aircraft and related activities. The applicant must be a qualified auto mechanic, and a driver’s license is required. RAMP SERVICES Loading and unloading aircraft baggage and cargo. A driver’s license is required and a machine operating license is preferable. Minimum age 19 years.

Applications are submitted electronically via the Icelandair website, icelandair.is/umsokn no later than February 20, 2019.


20

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

SPURNING VIKUNNAR

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með fjölskyldunni? Bragi Einarsson:

„Börnin okkar eru nú öll flutt að heiman en við bjóðum þeim í mat í hverri viku nánast. Matarboð heima er skemmtilegt, þegar við erum að hittast og spjalla saman. Þá erum við alltaf með fisk á föstudögum og eitthvað sniðugt á sunnudögum. Já og svo tónleikaferðir með þeim, Skálmöld og svona, það er gaman.“

Guðný Vilborg Elíasdóttir:

„Út að borða eða fara upp í sumarbústað saman. Já og fara á skauta í Reykjavík. Spilakvöld eða að púsla og bara spjalla saman.“

Kristinn Óskar Sigurjónsson:

„Horfa saman á bíómynd eða vera með spilakvöld. Hafa það kósí saman.“

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

Stofnun Rótarý Þegar verið er að minnast stofnun Rótarý er ekki úr vegi að byrja á því að rifja upp sögu hins unga lögfræðings frá Chicago, stofnanda Rótarý; Paul P. Harris, sem átti hugmyndina að stofnun hreyfingarinnar og að með því að ná fram miklum markmiðum í gegnum vináttu, næði Rótarý að snerta strengi í hjarta og huga hins mikla fjölda karla og kvenna um allan heim. Paul Harris trúði staðfastlega að vinátta, blönduð skynsemi gæti útkljáð hverskonar deilur, það aðeins að kynnast annarri manneskju gæti leitt til friðsamlegra samskipta. Þessi hugmynd hans hefur sannað sig oftar en við getum ímyndað okkur. Hann boðaði til fundar þann 23. febrúar 1905 á skrifstofu félaga síns Gustavus Loehr sem var námaverkfræðingur en aðrir á fundinum voru Silvester Schiele kolakaupmaður og Hiram Shorey fatakaupmaður og klæðskeri. Þessir fjórir fundarmenn voru af mismunandi bergi brotnir, af sænskum, þýskum, írskum og gyðingaættum komnir og trúarbrögð þeirra voru einnig ólík. Þeir voru því sannir fulltrúar þeirrar þjóðarblöndu sem óx og dafnaði í Bandaríkjunum og raunar einnig þeirrar alheimshreyfingar sem spratt upp af þessu framtaki þeirra. Þarna var ákveðið að stofna til þessa fyrsta þjónustuklúbbs í heiminum og ákveðið að hittast á skrifstofum þeirra til skiptis einu sinni í viku og þannig kom nafnið Rotary til, vegna þess að þeir róteruðu á milli fundarstaða. Fljótlega bættist fimmti félaginn við, Harry Ruggles prentari, hann er aðalega þekktur innan Rótarý vegna þess að hann fékk félagana til þess að syngja í upphafi hvers fundar og fljótlega var gerð Rótarýsöngbók sem naut mikilla vinsælda. Í árslok 1905 voru félagarnir orðnir 30 að tölu og komust varla fyrir inni

á skrifstofunum þar sem fundirnir voru haldnir og því ákveðið að færa fundina til inn á veitingastaði. Það var aldrei ætlun Paul Harris, stofnanda Rótarýhreifingarinnar, að klúbburinn sem hann stofnaði til yrði eingöngu vettvangur umræðna um viðskipta- og framkvæmdamál þótt frá öndverðu gilti sú regla að félagarnir væru fulltrúar úr hinum ýmsu starfsstéttum. Þetta áttu einnig að vera glaðværir samfundir, ánægja og vinahlýja skyldi sitja í fyrirrúmi. En meira skyldi að gert. Klúbburinn átti að sinna verkefnum sem til bóta og framfara horfði í samfélaginu. Þeir fóru fljótlega að láta góðgerðamál til sín taka og fóru að hjálpa þeim sem minna máttu sín og fyrsta málið sem gerði þá að raunverulegum þjónustuklúbbi var þegar Rótarýklúbbur Chicago gaf prédikara nokkrum vagnhest, þar sem hestur prédikarans hafði drepist og prestur var of fátækur til þess að kaupa annan hest, til þess að ferðast um og þjóna kirkjum og kirkjusóknum sem hann hafði tekið að sér. Fáeinum vikum seinna létu þeir félagar byggja fyrstu salernisaðstöðu fyrir almenning og við ráðhús Chicago-borgar. Vinsældir Rótarýklúbbsins í Chicago fréttust fljótt til annarra borga í Bandaríkjunum og 1908 voru tveir klúbbar stofnaðir í Kaliforníu og síðan voru Rótarklúbbar stofnaðir vítt og dreift um Bandaríkin á næstu árum. Árið 1910 er fyrsti klúbburinn stofn-

aður utan Bandaríkjanna en það var í Winnipeg í Kanada og ári seinna, 1911, flyst hreyfingin yfir Atlandshaf . Aðild kvenna að Rótarýhreyfingunni var samþykkt á Löggjafarþingi Rótarý, sem haldið var í Singapore 1989. Einstakt verkefni sem hófst árið 1979 með bólusetningu á yfir sex milljón barna á Filippseyjum og er enn í gangi hjá okkur. Þetta er verkefni sem allir Rótarýfélagar í heiminum eru að vinna að, útrýming lömunarveikinnar eða eins og við köllum þetta verkefni PolioPlus. Það eru aðeins tvö lönd í heiminum þar sem tilfelli lömunarveiki hafa fundist á árinu 2018, það er í Pakistan og Afganistan. Rótarýfélagar hafa hjálpað við að bólusetja 2,5 miljarða barna í 122 löndum á þessum árum. Fyrsta tilraun til þess að stofna Rótarýklúbb á Íslandi var gerð árið 1920 er Rótarýfélagar frá Hull á Englandi reyndu að stofna Rótarýklúbb í Hafnarfirði en þar sem engin veitingastaður eða almennur fundarstaður var til í þessu litla fiskiþorpi, sem Hafnarfjörður var í þá daga, mistókst sú tilraun. Árið 1933 settu félagar frá Kaupmannahafnar Rótarýklúbbnum sig í samband við fyrrverandi bæjar-

stjóra Reykjavíkur og kynntu starfsemi Rótarý fyrir honum. Þetta var Knud Zimsen sem seinna varð fyrsti forseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur. Á þessum tíma var Ísland í sambandi við Danmörk og höfðum við sama konung. Næsta ár komu tveir félagar frá Rótarýklúbbi Hanover í Þýskalandi með skemmtiferðaskipi til Íslands og höfðu þeir verið beðnir af stjórn Rótarýklúbbs Kaupmannahafnar að tala við Knud Zimsen og kynna Rótarý betur fyrir honum. Þeir félagar stoppuðu aðeins einn dag í Reykjavík og þeir yfirgáfu Knud Zimsen ekki fyrr en hann hafði skrifað undir bréf til Rótarýklúbbs Kaupmannahafnar með boði um að koma þá um haustið til Reykjavíkur og hitta framámenn í þjóðfélaginu. Þjóðverjarnir tóku sjálfir bréfið, fóru með það niður á pósthús og sendu það til Kaupmannahafnar þar sem þeir vildu vera vissir um að bréfið færi strax af stað. Þrír félagar frá Rótarýklúbbi Kaupmannahafnar komu síðan í september þetta ár og unnu að stofnun Rótarýklúbbs Reykjavíkur. Fyrsti fundurinn var haldinn þann 13. september og höfðu 20 félagar þá skráð sig inn í klúbbinn. Stofnbréf Rótarýklúbbs Reykjavíkur var samþykkt 31. maí 1935 sem klúbbur # 3842 í umdæmi 75. Kaupmannahöfn. Er Ísland öðlaðist sjálfstæði sóttum við það stíft að verða sjálfstætt umdæmi innan Rótarýhreyfingarinnar og fengum okkar eigið umdæmi þann 1. júlí 1946 með númerinu 74. Þessu var seinna breytt vegna endurskipulags Rótarýumdæma í heiminum og okkar umdæmi varð númer 126 og með annarri breytingu númer 136 og núna erum við í umdæmi 1360. Keflavík 4. febrúar 2019 Ómar Steindórsson S:8965151 omarst@simnet.is

Hrafntinna Nótt Sigurhansdóttir:

„Fara á rúntinn. Bíókvöld og matarboð og spjalla saman. Já og fara saman til útlanda.“

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Vilt þú vera?

Starfsmaður í olíubirgðastöð Umsóknarfrestur

Sæktu um starfið á

10. febrúar

vinna.is/storf/starfsmaduri-oliubirgdastod/

Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða í framtíðarstarf.

Unnið er á vöktum 07:00-19:00 virka daga og 07:00-17:00 um helgar, fimmtán vaktir í mánuði. Leitað er að fólki sem getur unnið sjálfstætt.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Við leitum að starfsmanni staðsettum í olíubirgðastöðinni í Helguvík. Vinnan felst í reglubundinni umhirðu eldsneytis, afgreiðslu eldsneytis og öðrum störfum í birgðastöðinni. Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum.

vinna.is

Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

NÝR

21

STAÐUR

fitjum reykjanesbæ OPNUNARTILBOÐ 17” pizza

með 2 áleggsteg.

1990 kr

17” pizza

með 2 áleggstegundum .

2490 kr

1 sk. af brauðst. og sósa

2x17” pizza

með 2 áleggsteg.

3790 kr

5141414 Tilboð gilda út febrúar!

EMPLOYMENT Verne Global Data Center Operations Engineer

The company is looking for an IT professional (Suðurnes area), preferably with data center operations and hardware experience who will be responsible for maintaining the data center infrastructure and hardware on a daily basis including all the duties associated, dealing with an extensive range of technologies. The responsibilities of this role include:

The Individual

• • • • •

• •

• • • • • • • • •

Cabinet installs, cabling and equipment racking Cabling current and new setups including copper patching, fibre patching Installing new hardware such as switches, servers, storages, firewalls and routers Diagnosing and repairing server hardware (in conjunction with the IT Service Desk team) Monitoring the data center environment including power usage, rack capacity, network ports and climate Pro-actively checking for hardware alerts and single points of failure, thereby ensuring the data center is running optimally Assisting with Security implementation and deployment Decommissioning old hardware: un-cable, removal from racks and organizing ecological disposal Escorting and assisting 3rd party installers and adhering to Company Security policies Managing spares for all data centers, ensuring a quick turnaround time on hardware repairs (SLA<2h) Installing and troubleshooting of pre-terminated fibre infrastructure Updating rack documentation and adhering to other team admin tasks

You will have some experience in IT, preferably in Data Center industry (Operations or Engineering). You will also have the following: A broad IT infrastructure and networking understanding Proactive and positive approach Proven track record in Data Center operations Strong organisational skills including working to SLAs Excellent communication, stakeholder engagement and relationship management skills

This is very much a hands-on role and provides an excellent learning experience for candidates wanting to increase their knowledge of new hardware and data center management. One thing all successful candidates have in common is a passion to use technology, new concepts and new ideas to solve complicated issues. Please submit before 15th February 2019 via email an application with CV (Curriculum Vitae) in English only to hr@verneglobal.com

Given the nature of our business, some weekend work may be required but agreed prior and planned.

LEADERS IN HIGH PERFORMANCE COMPUTING


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

EITT ÞAÐ MAGNAÐASTA

Arnór Ingvi Traustason atvinnumaður í knattspyrnu er alinn upp á grasinu í Reykjaneshöllinni. Hann verður í eldlínunni með Malmö gegn enska stórliðinu Chelsea í Evrópudeildinni. Arnór Ingvi og Hörður Magnússon á HM, til hægri er Samúel Kári Friðjónsson.

körfuboltanum, hef alltaf verið og mun alltaf vera það. Ég ólst upp í Njarðvík í fótbolta en spilaði með Keflavík líka svo ég er jafn þar.

þjálfari, sjúkraþjálfari og læknir er alltaf á staðnum. Þetta er mjög flott þarna.

Nú ertu búinn að vera atvinnumaður í nokkur ár. Já, ég var hjá Sandnes á láni og fór þaðan til Norrköping. Ég er búinn að vera í Austurríki hjá Rapid og AEK í Grikklandi. Svo er ég kominn til Malmö núna, aftur til Svíþjóðar.

Margir atvinnumenn eru kannski einir, hvernig upplifir þú þetta? Eru knattspyrnumenn oft einmana? Já, ég var einmana líka á sínum tíma en maður þarf bara einhvern veginn að nýta tímann sinn vel, sem maður hefur auka. Nú er ég með hana

Hvernig er líf atvinnumannsins Arnórs Ingva í dag? Það er mjög gott. Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir í Malmö með unnustu minni og við eigum von á barni. Lífið gæti bara ekki verið betra.

Arnór Ingvi Traustason atvinnumaður í knattspyrnu er alinn upp á grasinu í Reykjaneshöllinni og segir að draumurinn hafi alltaf verið að gerast atvinnumaður. Arnór gerðist atvinnumaður ungur að árum og hefur undanfarin ár verið í landsliði Íslands. Liði hans, Malmö í Svíþjóð, gengur vel og komst áfram í Evrópudeildinni, framundan eru leikir við enska stórliðið Chelsea. „Það verður eitthvað að hlaupa inn á Stamford Bridge, heimavöll Chelsea, og kljást við marga af bestu leikmönnum heims. Vonandi náum við að stríða þeim eitthvað,“ segir okkar maður þegar við hittum hann í Reykjaneshöllinni. Ég ólst eiginlega upp hér í Reykjaneshöllinni. Ég var sjö ára eða eitthvað þegar Reykjaneshöllin var tekin í notkun, fyrsta knattspyrnuhús landsins, og hér æfði ég alla daga. Svo bý ég hérna rétt hjá þannig það var stutt að skottast yfir og vera hér, nánast allan daginn. Var þetta ekki geggjað? Jú, það er gott fyrir yngri krakka að fá að alast upp í höll, innanhúss, bæði með tæknina að gera og bara fótboltann í heild sinni. Að þurfa ekki að vera úti og fá að njóta sín hér inni, vera alltaf í góðum hita og æfa við góðar aðstæður. Þegar þessi aðstaða kom upp gjörbreyttist aðstaða knattspyrnufólks. Þetta hefur verið bylting? Já, það var hægt að æfa meira og fólki var ekki kalt. Það eru ennþá lið sem æfa enn þann dag í dag úti, til dæmis Haukar. En það eru þvílík forréttindi að fá að æfa hérna inni. Nú er verið að tala um að setja gervigrasvöll hérna í nágrenninu. Hvernig líst þér á það? Mjög vel. Það vantaði smá að búa til aðeins meiri aðstöðu við höllina. Ég myndi líka ráðleggja þeim að setja líkamsrækt hérna við höllina. Það yrði góður kostur að öll liðin geti þá æft hér, komið þá fyrr og farið að æfa í ræktinni og svo á æfingar.

Hvernig hefur ykkur gengið í Malmö í vetur? Við byrjuðum rosalega brösuglega. Það vantaði einhvern neista. Það fóru rosalega margir frá þeim fyrir ári

leikmenn æfi aukalega, í líkamsrækt og sjái betur um sig, bæði með mat og drykk. Varst þú í öllum íþróttum sem krakki eða varstu kominn í fótboltann strax? Ég byrjaði mjög ungur í boltaskóla Freys Sverrissonar í Njarðvík og var hjá honum mjög lengi. Ég ólst þannig séð upp hjá honum, þangað til hann færði sig um set og fór yfir í Hauka. Ég var bæði í körfu og fótbolta en hætti í körfunni þegar ég var fjórtán og einblíndi bara á fótboltann. Svo fór ég fljótlega yfir í Keflavík, í þriðja flokk eldri. Okkur gekk mjög vel. Við unnum Faxaflóamótið og við unnum Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn. Svo fórum við upp í annan flokk og þó ég hafi ekki mikið verið með þar þá urðum við bikarmeistarar þar líka. Þetta var gríðarlega góður hópur. Hvað eru margir úr þeim hópi að spila til dæmis með Keflavík í dag? Það er enginn úr því liði sem er að spila með Keflavík í dag. Eru þeir í einhverjum öðrum liðum eða bara hættir í fótbolta? Margir hverjir hættir en sumir eru ennþá að, bæði í Njarðvík og Víði. Svo eru þeir bara búnir að finna sér eitthvað annað að gera.

Hvaða ráð ertu með fyrir unga knattspyrnumenn? Það er bara að æfa sig og vera þolinmóður. Æfa og æfa auka, meira en hinn og sjá vel um sig, það er það sem skiptir máli.

Vantaði eitthvað þarna? Þurfum við að hugsa betur um unga knattspyrnumenn? Já, mér finnst það. Mér finnst félögin almennt þurfa að halda betur utan um ungviðið, sýna þeim áhuga og gefa þeim tækifæri. Það eru þeir sem munu skila inn fyrir félögin.

Í dag eru íþróttamenn kannski farnir að huga meira að líkamlega þættinum, styrktaræfingar og svoleiðis. Já, það er meiri áhersla núna á að

Þú mættir á körfuboltaleikinn um daginn í Njarðvíkurbúning. Hvort ertu Njarðvíkingur eða Keflvíkingur? Ég er gallharður Njarðvíkingur í

nýtt að sjá. Í æfingaferðum og svoleiðis förum við oft til Spánar eða Bandaríkjanna til dæmis og þá eru oft golfvellir sem maður getur farið og spilað á.

asdóttir Arnór Ingvi og Andrea Röfn Jón

síðan og það voru ekki fengnir inn nógu margir leikmenn. En það kom nýr þjálfari og við enduðum í þriðja sæti. Við vorum í níunda sæti eftir HM en endum í þriðja, fórum alla leið í bikar og erum komnir áfram í Evrópudeild núna. Við snerum blaðinu algjörlega við og töpuðum held ég bara einhverjum tveimur leikjum. Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér? Fótboltinn er vinnan mín. En það fer mjög mikið eftir því hvort það séu tveir leikir í viku, þá æfum við voðalega lítið, aðeins inn á milli leikja. Núna er ég að fara út í undirbúningstímabil og þá æfum við tvisvar á dag, tvisvar í viku. Ég fer þá á æfingu á morgnanna, kem heim eða borða upp á velli og svo er maður kominn aftur á æfingu. Eða þá að ég klára í hádeginu og fæ hvíldardag. Eruð þið sjálfir að sjá um styrktaræfingarnar eða er það inn í prógramminu hjá liðinu? Það er inn í prógramminu en ef maður vill gera eitthvað sjálfur þá gerir maður það. Maður spyr og fær ráðleggingar um það hvort maður sé að gera rétt og þess háttar. Styrktar-

eiga von á barni.

Andreu, unnustu mína, hjá mér og við gerum mjög margt saman í þessum frítíma. Ég var að byrja að leika golf þannig að ég nýti þennan tíma núna í golfið og finnst það ótrúlega skemmtilegt. Og þið getið skoðað ykkur um í þessum borgum sem þið starfið í. Já, það er skemmtilegt og margt

Ertu kominn að einhverjum punkti í þinni atvinnumennsku? Er markmiðið ekki alltaf að komast lengra? Jú, algjörlega. Á þeim tímapunkti sem ég fór í Malmö þá þurfti ég einhvern veginn smá stöðugleika í minn feril eftir svona brösuglegt eitt og hálft ár. Það var frekar erfiður tími í Austurríki og í raun mjög sérstakt allt í kringum liðið. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn áður en ég kom, fékk bara sms þegar ég var á EM um það. Ég og nýi þjálfarinn náðum engan veginn saman og sambandið var vægast sagt stirt. Hann var með sínar hugmyndir. Ég fékk alveg að spila og það er ekkert bara hægt að kenna

Arnór fagnar með félögum sínum í Malmö.

Að fá að vera hluti af íslenska landsliðinu og fara á HM er bara eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Liðið fékk gríðarlega athygli, sérstaklega eftir EM ...


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. febrúar 2019 // 6. tbl. // 40. árg.

23

A SEM ÉG HEF UPPLIFAÐ honum um. Ég átti líka að gera betur í vissum hlutum. En það tekur tíma að venjast nýjum aðstæðum. Svo var hann rekinn og félagið var með fjóra þjálfara á einu ári. Þetta dæmi var ekki að ganga upp, mér gekk ekki vel og ég fór frá Vín til AIK í Grikklandi. Ég þurfti að komast í burtu og Aþena er fallegasta borg sem ég hef nokkurn tímann búið í. Ef ég hefði fengið að spila reglulega þá hefði ég verið þar áfram. En ég var ekki að gera það og því taldi ég rétt að fara til liðs þar sem ég væri að fá að spila og ákvað því að taka tilboði frá Malmö í Svíþjóð. Mér líður vel í Svíþjóð, þekki mig vel þar og vil ná mér á strik þar aftur. Ég er farinn að standa mig mun betur en ég hef verið að gera og ég vil vera þar í eitt, tvö ár í viðbót. Ég gerði fjögurra ára samning, er búinn að vera í eitt ár og vil svo koma mér hærra. Ertu að spila í nánast hverjum leik og skora mörk? Já, já, það mætti nú alveg vera meira af því en ég er að spila þokkalega vel, að mér finnst, en það sem vantar er kannski bara að skora fleiri mörk, pota honum inn fyrir línuna. En það mun koma. Þannig þú ert mjög sáttur þarna núna? Já, ég er það. Mjög sáttur. Þeir eru ekki alveg jafn sáttir hér í Keflavík, með gengi liðsins. Það er alls ekki nógu gott og var það ekki í Pepsi-deildinni

í fyrra. Ég horfði á einhverja leiki hjá þeim. Ég held það hafi bara verið örlítið jákvætt fyrir klúbbinn að falla, að nú leyfum við ungu leikmönnunum að dafna, verða góðir og koma liðinu aftur upp á þann stað sem það á heima, í efstu deild, og vera þar.

... að við myndum einfaldlega vinna þá? Það er alveg góður möguleiki á því, jafnvel þó svo að Chelsea sé sigurstranglegra og með miklu betra lið og allt það. Það getur allt gerst á níutíu mínútum í fótbolta.

Heldurðu að það verði ekki skrýtið að Keflavík og Njarðvík verði næsta sumar að spila í sömu deild? Jú, það verður dálítið skrýtið. Ég held ég hafi verið boltasækir á Njarðvíkurvelli þegar þeir mættust hérna síðast fyrir mörgum árum síðan. Er eitthvað sem hefur breyst í fótboltanum á síðustu árum? Eins og með þessari höll [Reykjaneshöll] og öðrum sem búið er að byggja víða á Íslandi, þá gefur það auga leið að menn eru með meiri tækni. Það eru oft þessir „gervigrasleikmenn“ sem eru snöggir og með tækni. Tæknin hefur breyst gífurlega mikið og fótboltinn hefur breyst með því. Við sjáum það líka bara úti í heimi, að þessir bestu leikmenn eru allir með svakalega tækni. Þið eruð að mæta Chelsea í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hvernig verður tilfinningin að mæta á Stamford Bridge? Það verður eflaust geggjað að mæta á brúna og spila á móti Chelsea. Það verður örugglega skemmtileg upplifun. Maður vonaðist eftir því þegar verið var að draga í 32 liða úrslit. Við hefðum geta fengið leiðinlegri lið en það er mjög gaman að fá að spila á móti svona stóru og góðu liði.

Hefur Malmö verið að komast svona langt í Evrópudeild áður? Nei. Við skrifuðum þarna smá kafla í sögu Malmö, að komast áfram, og það yrði ótrúlega skemmtilegt að ná að stríða Chelsea eitthvað. Hvað þá það mikið að við myndum einfaldlega vinna þá? Það er alveg góður möguleiki á því, jafnvel þó svo að Chelsea sé sigurstranglegra og með miklu betra lið og allt það. Það getur allt gerst á níutíu mínútum í fótbolta. Við spilum 14. febrúar heima, svo 21. febrúar í London. Þetta verður gríðarlega skemmtilegt. Maður vill upplifa svona og spila á móti þeim bestu, vera í Evrópudeild eða Meistaradeild. Það er líka bara gott að sjá hvar maður stendur og hvar liðið stendur. Ef þú stendur þig vel í svona stórleikjum þá getur það verið auglýsing fyrir þig. Margir að fylgjast með. Algjörlega, alls staðar í Evrópu. Ef maður er í Evrópu- eða Meistaradeild

þá eru miklu fleiri en maður gerir sér grein fyrir að horfa. Svo er tæknin orðin þannig í dag að fólk þarf ekki einu sinni að mæta á leiki. Það eru gríðarlega margir að horfa en maður er ekkert endilega að hugsa út í það meðan á leik stendur, eða fyrir leik. En það er svoleiðis, það eru margir að fylgjast með. Hvernig var HM í Rússlandi? Það var ótrúlega skemmtilegt. Maður var bæði í Reykjaneshöllinni og úti á æfingavelli að leika Figo og Sidan og alla þessa frægu kalla. Það var því mjög gamall draumur sem rættist. Að fá að vera hluti af íslenska landsliðinu og fara á HM er bara eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Liðið fékk gríðarlega athygli, sérstaklega eftir EM. Sagan er kannski ekkert alltaf með þessum litlu liðum sem hefur gengið vel á Evrópumótum en komast ekki á heimsmeistaramót. En við afsönnuðum það svo sannarlega

og svo ætlum við okkur að fara aftur á EM 2020. Það er næsta verkefni, undankeppnin fyrir EM og þann riðil þurfum við bara að vinna eða að vera í öðru sæti til að komast í úrslitakeppnina. Hvernig líst þér á nýja þjálfarann? Hann er flottur. Það er auðvelt fyrir fólkið sem kann kannski sænsku að ræða við hann, sem hjálpar. En hann er flottur, með sínar hugmyndir og þetta tekur allt saman tíma. Ég er bjartsýnn á áframhaldandi gott gengi okkar Íslendinga. pket@vf.is

SJÁÐU SJÓNVARPSVIÐTAL VIÐ

ARNÓR INGVA

Í SJÓNVARPI VÍKUR­FRÉTTA

Davíð Snær jafnar met í U-17 Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, jafnaði met í landsleik með U-17 landsliði Íslands gegn Tadsíkistan á móti í Hvíta Rússlandi. Hann er búinn að leika 27 leiki með U-17 ára liðinu, sem eru jafnmargir leikir og Eiður Smári Guðjohnsen og Valur Fannar Gíslason léku með U-17 ára liðinu á árunum 1992–1994. Davíð Snær lék alla leiki liðsins á mótinu og var einnig fyrirliði liðsins alla leikina. Hann spilaði sem aftasti miðjumaður í leikjunum, í þeim átti hann tvær stoðsendingar. Þess má einnig geta að Davíð Snær á tvo leiki með U-18. Næsta verkefni hjá U-17 er svo í mars þegar liðið leikur í milliriðli í Þýskalandi gegn heimamönnum Þýskalands, Slóveníu og Hvíta Rússlandi um sæti í lokakeppni EM sem fer fram á Írlandi í maí.

Samúel Kári til Víkings í Stavanger Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson sem leikið hefur sem atvinnumaður í knattspyrnu hjá Välerenga í Noregi hefur verið lánaður til norska félagsins Viking í Stavanger og gildir samningurinn út þetta tímabil. Samúel, sem er 22 ára gamall, hefur verið í atvinnumennsku frá því hann var sextán ára og byrjaði ferilinn hjá enska félaginu Reading. Að sögn fotbolti.net sem sagði fyrstur frá þessu var Samúel fyrri hlutann á síðasta ári í lykilhlutverki hjá Välerenga en hann var í kjölfarið valinn í íslenska landsliðið sem fór á HM í Rússlandi. Eftir HM datt Keflvíkingurinn út úr myndinni hjá félaginu og hefur lítið komið við sögu. Samúel, sem verður að láni út tímabilið hjá Viking, segir

við fotbolti.net að hann hlakki til að spila með Viking sem sé stórt félag og með mikla sögu. Á heimasíðu Valerenga kemur fram að Samúel sé með samning við félagið út árið 2021. Norsku Víkingarnir segjast á heimasíðu sinni vera ánægðir að vera komnir með íslenska landsliðsmanninn í sinn hóp.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Fréttir af áratuga framgöngu Jóns Baldvins Hannibalssonar á gráa svæðinu hafa tröllriðið fjölmiðlum að undanförnu. Ellihruma gamalmenninu var stillt upp sem skotmarki af hinum herskáa blaðamanni Fanneyju Birnu í Silfrinu á RÚV sl. sunnudag. Fanney Birna tók ítrekað fram í fyrir Jóni Baldvini með yfirgangi og vanþekkingu sinni og hafði greinilega það eitt að markmiði að níða skóinn af fyrrverandi ráðherra, sendiherra, skólameistara, kennara og pólitíska leiðtoganum Jóni Baldvini. Jón Baldvin er í hugum margra nánast stofnun í sjálfu sér þegar kemur að ræðusnilld, húmor og skerpu og því dapurlegt að sjá vegið að heiðri þessa virðulega herra. Eða hvað? Þeirri hlið hefur samt verið haldið duglega á lofti af ákveðnum hópi þjóðfélagsins. Er farsæll starfsferill nóg til að afsaka að minnsta kosti 23 þekkt tilvik um kynferðislega misbeitingu í krafti stöðu sinnar? Eru fyrrverandi ráðherrar og/eða sendiherrar komnir með frítt spil varðandi eigin gjörðir? Jón Baldvin Hannibalsson er manneskja eins og við hin. Ef hinn almenni borgari brýtur á rétti annarra þá þarf sá hinn sami að bera ábyrgð á því ... sama hversu ölvaður hann var. Eins og fyrr segir þá eru komin fram 23 tilvik þar sem Jón Baldvin notfærði sér stöðu sína og yfirburði til að ná fram sínum vilja og áreita konur og börn kynferðislega. Já, ég sagði börn.

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Úr dagbók lögreglunnar

LOKAORÐ

Að sparka í ellilífeyrisþega

Sími: 421 0000

Vel lyktandi hnuplari hlaupinn uppi – og fingralangur með fótakrem

Ingu Birnu Ragnarsdóttur Þetta var ekki einu sinni stundarbrjálæði. Þetta er kerfisbundin hegðun yfir marga áratugi. 23 þekkt tilvik þýðir að þau eru væntanlega fleiri. Mikið, mikið fleiri. Öllu valdi fylgir ábyrgð. Það var kjánalegt að horfa upp á Jón Baldvin reyna að kasta ábyrgðinni frá sér yfir á alla aðra og mömmur þeirra líka, sem hann hefur væntanlega káfað á í einhverju fylleríinu. Það var viðbjóðslegt að sjá hann ata dóttur sína auri sjálfum sér til varnar. Sérstaklega í ljósi alls sem á undan hefur gengið. Það gerði mig reiða að heyra Jón Baldvin skýla sér á bak við „fjölskylduharmleik“ þar sem hann leikur aðalhlutverk sem gerandi. Það sannfærði mig þegar Jón Baldvin kallaði alla aðra en sig lygara og þetta væri allt stórt samsæri til höfuðs honum. Afsakið orðbragðið, en hver heldur hann eiginlega að hann sé? Orð eru ódýr og aðgerðir segja meira en orð. Þess vegna langar mig að hrósa Fanneyju Birnu sérstaklega fyrir að leyfa Jóni Baldvini ekki að komast upp með að kaffæra okkur með orðaflaumi á rýmingarsölu. Aðgerðir Jóns Baldvins dæma sig sjálfar, ekki orðagjálfrið sem kemur út úr honum þegar hann er allsgáður.

Einstaklingur sem hugðist hnupla ilmvatnsglasi úr verslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum tók sprettinn út úr versluninni þegar lögreglumaður mætti á staðinn. Sá síðarnefndi hljóp hnuplarann uppi og var hann látinn borga fyrir ilmvatnið. Fyrr í vikunni sem leið hafði annar fingralangur einstaklingur reynt að stela fótakremi með því að taka það úr kassanum og skilja umbúðirnar eftir. Viðkomandi var einnig látinn borga kremið sem kostaði nær sex þúsund krónur.

Sprungin Pepsídós varð lögreglumál Íbúi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hafði samband við lögreglustöð um helgina og kvað einhvern óprúttinn hafa opnað bifreið sonar síns og mokað snjó inn í hana. Þegar lögreglumaður mætti á staðinn sá hann strax að málið var svolítið öðruvísi vaxið. Stór dós af Pepsí hafði nefnilega verið skilin eftir í bílnum og sprungið í frostinu með tilheyrandi hvítri froðu.

Sekt upp á rúmlega 200 þúsund vegna hraðaksturs á Brautinni Fjórtán ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Viðurlög við slíku broti eru 210 þúsund króna sektargreiðsla og ökuleyfissvipting í einn mánuð.

Einn þessara fjórtán var einnig grunaður um ölvunarakstur. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og reyndist einn þeirra vera án ökuréttinda. Jafnframt voru skráningarnúmer fjarlægð af þremur bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.

Daglegar fréttir á vf.is

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

L A U N A F U L LT R Ú I Isavia óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman launafulltrúa til að sjá um launavinnslu og ýmis starfsmannatengd mál. Um er að ræða skemmtilegt og krefjandi starf í fjölbreyttu og alþjóðlegu umhverfi. Um tímabundið starf vegna fæðingarorlofs er að ræða.

Hæfniskröfur: • Reynsla af launavinnslu er æskileg

Upplýsingar um starfið veitir Róberta Maloney deildarstjóri kjaramála. roberta.maloney@isavia.is

• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð

• Þekking og reynsla af tímaskráningarkerfi er æskileg • Færni í Excel og Word ásamt góðri þekkingu á helstu tölvuforritum • Samskiptahæfileikar, góð og örugg framkoma

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

Erum við þá að tala um verndarsvæði Grindjána í Þórkötlustaðahverfi?

UMSÓKNARFRESTUR: 1 7. F E B R Ú A R

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Tillaga um verndarsvæði í Þórkötlustaðahverfi Bæjarstjórn G r i n d v í k u rbæjar samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember 2018 að leggja fram tillögu að verndarsvæði í byggð innan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík til mennta- og menningarmálaráðherra. Svæðið sem um ræðir er um 50 ha að stærð og nær yfir túnastæði Þórkötlustaða eins og áætlað er að það hafi verið stærst. Svæðið er austast innan skilgreinds þéttbýlis Grindavíkurbæjar skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins og afmarkast af Austurvegi til norðurs, af túnmörkum og hlöðnum túngörðum við Slokahraun til austurs, strandlengju Þórkötlustaðabótar til suðurs og við Kóngahraun við Þórkötlustaðanes til vesturs. Tillagan fjallar um verndargildi byggðarinnar í hverfinu en ljóst er að menningarminjar í Þórkötlustaðahverfi hafa varðveist vel og í þeim fólgin löng saga svæðisins. Íbúafundur verður í Kvikunni þann 13. febrúar 2019 kl. 17:30, þar sem tillagan verður kynnt og íbúum gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir og ábendingar.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 6. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 6. tbl. 2019

Víkurfréttir 6. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 6. tbl. 2019

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded