Víkurfréttir 5. tbl. 41. árg.

Page 1

SUÐURNESJAMAGASÍN Í ÞESSARI VIKU

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott! 27%

ÓVISSA Í GRINDAVÍK

... og háhýsi við Keflavíkurhöfn

Opnum snemma lokum seint

1.998

199

kr/pk

kr/pk

áður 2.729 kr

Coop hrísgrjón 4x145 gr - suðupokar

Kjúklingabringur 2 stk - Ísfugl

299

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

kr/pk

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Xtra hvítlauksbrauð 2 stk

fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

3 sm

Löggan mætir með sírenuhljóð Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í sinni kynningu á íbúafundinum í Grindavík að ef eitthvað myndi gerast muni upplýsingar koma um leið í textaskilaboðum frá Neyðarlínunni. „Ef þið vaknið ekki við SMS-ið mun lögreglan og björgunarsveitir vekja ykkur með sírenulátum um allan bæ.“ Bjarney hvatti heimamenn til að vista númer Neyðarlínunnar í símana og gefa skilaboðum hennar sérstakan hringitón. Fram kom hjá henni að söfnunarstaðir yrðu í þremur íþróttamiðstöðum; Reykjaneshöllinni, Kórnum í Kópavogi og íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.

Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn en á þriðjudag var landris orðið þrjá sentimetrar frá því að það sem talið er vera kvikuinnskot hófst. GPS-mælingar og gervitunglamælingar sýna ris upp á þrjá, fjóra millimetra á dag, sem telst mjög hratt landris. Hér á forsíðu og á síðu 2 er fjallað um óvissustig Almannavarna vegna landriss við Þorbjörn. Ítarlega er einnig fjallað um málið á vf.is. Myndin var tekin af fjallinu sem allir horfa til þessa dagana síðdegis á mánudag.

Yrði hættulítið og hægfara gos „Verðum að vera viðbúin,“ segir jarðeðlisfræðingur

Þrjár flóttaleiðir og höfnin Grindvíkingar spurðu margra spurninga eftir framsöguerindin á íbúafundinum um flóttaleiðir sem eru þrjár auk hafnarinnar, símasamband, hvernig ætti að sækja börn í skóla og leikskóla og hvað yrði gert við gamla fólkið á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð. Flóttaleiðirnir eru þrjár; vestur á Reykjanes, um Grindavíkurveginn að Reykjanesbraut og svo Suðurstrandarveg. Aldraðir yrðu líklega sóttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar og foreldrar yrðu að sækja börn sín á skólana en skoða þyrfti það mál enn betur. Fara á yfir öll helstu málin sem bæjarbúar þurfa að hafa á hreinu á næstunni að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra, sem var mjög ánægður með fundinn. Hann opnaði hann með því að segja að heimamenn yrðu stöðugt upplýstir um stöðu mála en hvatti þá til að huga að börnunum og upplýsa þau. Fundargestir spurðu um hvers kyns gos gæti orðið og afleiðingar þess, t.d. hve langan tíma það hefði til að bregðast við ef til þess kæmi.

„Eldvirkni er mjög lotubundin á Reykjanesi og þar hefur ekki gosið í 800 ár. Svona atburðir eins og nú munu hugsanlega gerast aftur á næstu árum eða áratugum. Ástæðan fyrir viðbúnaðarstigi er að við getum ekki tekið neina áhættu. Við búum í eldfjallalandi. Við verðum að vera viðbúin,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, á íbúafundi í íþróttahúsi Grindavíkur á mánudag. Á annað þúsund manns, tæplega þriðjungur bæjarbúa, mætti á fundinn og þúsundir Grindvíkinga og annarra fylgdust með beinni útsendingu á Facebook-síðu Víkurfrétta og grindavik.is. Fundurgestir voru greinilega ánægðir með upplýsingarnar sem komu fram á fundinum frá lögreglu, Almannavörnum, bæjarstjóra, sérfræðingum í jarðfræði og Veðurstofu Íslands, sem vaktar svæðið þar sem hræringar og jarðskjálftar hafa verið á að undanförnu. „Við erum á sólarhringsvakt svo þið getið sofið,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, en hvatti fólk til að láta Veðurstofuna vita ef það yrði vart við markverðar breytingar. „Mikil skjálftavirkni hefur verið frá því í haust, t.d við Fagradalsfjall, en breytingin er sú að fleiri skjálftar nær Grindavík hafa mælst að undanförnu. Þessi hrina er ennþá í gangi. Það sem er sérstakt núna samfara þessari hrinu er að það mælist landrismerki með Þorbjörn í miðjunni. Landris hefur mælst rétt vestan megin við Þorbjörn á nokkurra kílómetra dýpi. Þetta landris hefur gerst nokkuð hratt, um tveir sentimetrar á síðustu sex dögum, þrír, fjórir millimetrar á sólarhring að undanförnu. Það heldur áfram.

GPS-mælingar sýna einnig landris. Hægt er að sjá skjálftavefsjá, SkjálftaLísu, á vefsíðu Veðurstofunnar,“ sagði Kristín.

Sjá nánar á blaðsíðu 2

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ó V I S S U S T I G A L M A N N AVA R N A Í G R I N D AV Í K Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og jarðfræðingur:

Þarf að vakta vel svæðið sem rís Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og jarðfræðingur, var ánægður með íbúafundinn í Grindavík og finnst hugmyndin áhugaverð um að Grindvíkingar sjálfir geti myndað öflugt varalið ef eitthvað gerist, að viðbrögðin séu þá snör og öflug. Hvað finnst þér vera áhugaverðast í þessari atburðarás? „Í bili er það landrisið sem er rétt norðvestan við Þorbjörn, vestan við Grindavíkurveginn en aðalskjálftarnir hafa verið austan við veginn undanfarna daga, nær þeim stað sem að gaus á fyrir 2600–2800 árum, þegar hraunið varð til sem Grindavík stendur á. Hvernig við túlkum þetta saman, landrisið og skjálftana? Það er vitað að kvikuuppstreymisstaður, og þar sem það kemst upp úr jarðskorpunni,

þarf ekki að vera á sama stað. Það höfum við séð í eldgosum að það er ákveðin tilfærsla sem verður og nú er að sjá hvernig þetta verkast og þá skiptir mestu máli að fylgjast fyrst og fremst vel með þeim stað sem landrisið er á.“ Hver er upplifun þín af fundinum? „Þetta er svo mikið byggt á reynslu, hún er vel rannsökuð og það sem að gerðist hér fyrir 800 árum og þar á undan og svo framvegis. Það sem skiptir máli er að við höfum nokkrar sviðsmyndir og á meðan gögn eru að safnast inn, og menn eru að samtúlka þau, þá getum við ekki gert mikið meira á þessari stundu annað en að fylgjast vel með svæðinu. Það verða sett upp fleiri tæki og mælingar munu fara fram. Það eru til aðferðir til að sjá hvort það sé raunveruleg kvikusöfnun þarna og það mun skýrast á næstu dögum. Ef það kemur í ljós þá erum við líka í kappi við tímann.“

„Við búum í eldfjallalandi. Við verðum að vera viðbúin,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, á íbúafundi í íþróttahúsi Grindavíkur á mánudag. Á annað þúsund manns, tæplega þriðjungur bæjarbúa, mætti á fundinn og þúsundir Grindvíkinga og annarra fylgdust með beinni útsendingu á Facebook-síðu Víkurfrétta og grindavik.is. Á þriðjudagskvöld höfðu 73.000 manns skoðað útsendingu Víkurfrétta frá fundinum.

eða hættulegt gos Mikil vinna framundan Ekki hraðfara Sólarhringsvakt Ekki áhrif á flugsamgöngur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík:

„Ég er mjög sáttur við fundinn, vægt til orða tekið. Það voru á annað þúsund manns í salnum og samkvæmt streymistalningu voru að jafnaði um tvö þúsund manns að fylgjast með á vefnum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. „Upplýsandi svör fengust á fundinum. Ég skil vel að fólk sé áhyggjufullt og kvíðið. Þess vegna var nauðsynlegt að halda fund sem þennan og koma með bestu upplýsingarnar sem allra fyrst. Hvers má vænta, hvað er til ráða og hvað þarf að gera til að undirbúa ef það versta kynni að gerast? Þó það sé ekki líklegt á þessu stigi þá þurfum við að vera undir það búin.“

Verður farið í að kynna þessi mál betur fyrir íbúum? „Við héldum samráðsfund í morgun (mánudag) og vorum að skoða innviðina,

fólkið okkar í bænum, Almannavarnir og lögreglan, stilla saman strengi og miðla upplýsingum. Við reynum að ná til allra hópa og leysa mál sem tengjast viðbragðsáætlun. Það voru góðar spurningar sem komu frá bæjarbúum. Ég held að fólk hafi verið ánægt með þennan fund, að fá að hittast og ræða þessi mál. Vonandi hefur þessi fundur um hið óvænta sefað kvíða í fólki og vona að margt hafi skýrst á fundinum.“ Hvað er framundan? „Það er mikil vinna framundan. Við erum búin að skipuleggja fundi og samræður í vikunni. Fundur með ríkisstjórn, hitta Landhelgisgæsluna og fara enn frekar yfir þetta mál með Vegagerðinni, Almannavörnum og lögreglu.“

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Framhald af forsíðufrétt

Magnús Tumi Guðmundsson sagði að ef það kæmi gos yrði það líkt þeim gosum sem voru fyrr á öldum á Reykjanesi, síðasta fyrir 800 árum. Ekki mjög hættulegt og færi ekki hratt yfir. „Þó að svona atburðir gerist þýðir það ekki endilega að það verði eldgos en það er möguleiki. Síðast gerðist það árið 1789. Ástandið gæti verið vegna spennusöfnunar en þetta merki, þegar landris verður, er líklegt að þar sem kvikuinnskot verða þá leiði það ekki til eldgoss. Við búum okkur samt undir að það verði eldgos. Þess vegna er mikilvægt að fólk búi sig undir það. Við erum jú með reykskynjara heima hjá okkur. Hvernig myndi eldgos haga sér? Í Svartsengi var síðast virkni árin 1226– 1240, síðan hefur ekki gosið. Hversu alvarlegt getur þetta orðið? Ekki stórt í samhengi við stærstu gos á Íslandi. Það verða ekki eldgos á Reykjanesi í stærsta flokki eldgosa. Það getur samt gosið nokkuð nálægt Grindavík. Líklega þá eins og Kröflugosin sem voru flæðigos og mynda hraun, eru öflug fyrsta sólarhringinn. Hraun rennur og gosið minnkar svo fljótlega en getur staðið í daga eða vikur. Það er það sem er sambærilegt við það sem gæti gerst við Grindavík. Hvar er líklegast að gjósi? Í sprungum nálægt svæðinu þar sem kvika hefur mælst. Erfitt að fullyrða en líklegt að sú sprunga yrði vestan við Þorbjörn og ekki vitað hvað hún yrði stór, myndi líklega ekki ná út í sjó. En gosið yrði mjög líklega líkt þeim gosum sem voru fyrr á öldum á Reykjanesi og því ekki mjög hættulegt,“ sagði Magnús Tumi meðal annars í sínu erindi.

lögreglunnar

Ólafur Helgi, lögreglustjóri, sagði á fundinum að það væri aldrei auðvelt að bíða eftir því að eitthvað kunni að gerast en Íslendingar væru samt vanir því. „Undirbúum okkar vel, lögregla og yfirvöld, með því að stilla saman strengi. Það skiptir máli að við deilum upplýsingum og ræðum málin. Gul viðvörun þýðir það að við séum að undirbúa okkur undir það sem kann að gerast, t.d. ef fólk þyrfti að rýma heimili sín. Mikilvægt er að fólk fylgi leiðbeiningum og fylgist vel með. Sólarhringsvakt verður hjá lögreglunni á næstunni á svæðinu.

Er vatn og rafmagn í hættu?

Einnig var spurt um hættu á vatns- og rafmagnsleysi. HS Orka og HS Veitur eru í stöðugu sambandi við yfirvöld og á fundinum kom fram að verið væri að vinna að lausnum á þessu málum. Grindavík treystir alfarið á rafmagn frá Svartsengi en önnur sveitarfélög fá rafmagn frá línu sem liggur samhliða Reykjanesbraut. Öll sveitarfélög á Suðurnesjum að undanskildum Vogum fá allt sitt neysluvatn frá Svartsengi og öll sveitarfélög á Suðurnesjum fá heitt vatn frá Svartsengi.

Varalið í Grindavík

Ómar Jónsson, íbúi í Grindavík, stóð upp á fundinum og kom með þá hugmynd að komið verði upp varaliði í bænum sem væri skipað heimamönnum. Það gæti hjálpað til með ýmsum hætti. Ómar uppskar lófaklapp fyrir frábæra hugmynd.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra:

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Tökum þetta alvarlega

„Þetta var mjög mikilvægur og góður fundur, upplýsandi og við pössuðum það að hér væru allir aðilar sem geta svarað öllum spurningum sem kunna að koma upp. Þetta mál teygir sig í ýmsa anga og ég held að fólk hafi fundið það að hér er búið að vinna mikla vinnu bara síðan í gær og sú vinna heldur áfram.,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í samtali við Víkurfréttir eftir íbúafundinn á mánudag. „Við tökum þetta alvarlega, enda viljum við vera við öllu búin þó að útlitið sé auðvitað þannig að það muni

ekkert meira gerast að sinni. Burt séð frá því þá er þetta mikilvægt fyrir almannavarnakerfið okkar, við sjáum þá hvar þarf að gera betur og hvar vantar viðbragðsáætlanir til að mynda. Við erum með þannig kerfi sem á að taka á öllum náttúruhamförum eins og hefur sýnt sig í gegnum tíðina. Nú þarf að tryggja að allar viðbragðsáætlanir og viðbúnaður séu til staðar ef eitthvað kynni að gerast.“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Litakóði fyrir flug hefur verið færður á gult og flugrekendur upplýstir um stöðuna. Isavia er í góðu sambandi við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands og fær upplýsingar um stöðu mála. Það að færa litakóða fyrir flug á gult hefur engin áhrif á flugfarþega og veldur ekki röskunum á flugi, þar er heldur ekki um að ræða að gripið sé til sérstakra aðgerða eða ráðstafana.

Prófuðu váboða

Á íbúafundinum mátti heyra hvernig nýtt hljóð gall í símum fólks en um var að ræða textaskilaboð frá Neyðarlínunni. Í þeim stóð: „Þetta er prófun váboða, vinsamlegast ekki svara.“ Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, vakti athygli á þessu og sagði að hægt væri að senda textaskilaboð til allra í nýju kerfi og bað svo alla að setja 112 inn í tengiliði í símanum með sérstöku hljóði svo það myndi þekkjast ef það bærist.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra:

Hér er öflugt lið

„Fundurinn var mjög góður, frábært hvað það mættu margir. Svona upplýsingar eru svo mikilvægar. Frábært kerfi sem við erum með og margt öflugt fólk, sem kann til verka, var búið að undirbúa vel þennan fund. Svo vonar maður að versta myndin verði aldrei og að allar hinar sviðsmyndirnar sofni aftur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í viðtali við Víkurfréttir eftir íbúafundinn Grindavík. Kemur ríkið inn í kostnað ef einhverjar aðgerðir verða? „Auðvitað kemur ríkið inn í það og út á það gengur almannavarnakerfið okkar. Sumt hefur ekki verið gott eins og við sáum í veðurhamförunum í desember. Fundurinn var góður og fræðandi. Við sáum að hér er öflugt lið, algjörlega nauðsynlegt að fá svona upplýsingar svo fólk geti sofið rólega eftir að hafa séð þetta í heild sinni.“

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


VELKOMIN Á HEILSUOG LÍFSSTÍLSDAGA 128

Heilsu- &ar

lífsstílsdag

SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!

KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ

KRÍLIN VEGAN KETÓ LÍFRÆNT UMHVERFI HOLLUSTA UPPBYGGING

ALLT AÐ

25% ÁTTUR AFSL AF HEILSU- OG

Fylgstu með og nálgastu upplýsingar á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á Heilsudögum.

LÍFSSTÍLSVÖRUM

- 2. FEBRÚAR 2020 TILBOÐIN GILDA 23. JANÚAR

OFURTILBOÐ - GILDIR ÞENNAN EINA DAG! Miðvikudagur 29. jan.

Fimmtudagur 30. jan. Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

40% Whole Earth Engiferöl 330 ml

119

Fulfil Brownie eða hnetusmjör

KR/PK ÁÐUR: 369 KR/PK

KR/STK ÁÐUR: 319 KR/STK

Änglamark hreinsiklútar 25 stk

KR/STK ÁÐUR: 199 KR/STK

Tilboð dagsins

Änglamark sápukrem 500 ml fylling

199

AFSLÁTTUR

Föstudagur 31. jan.

46% AFSLÁTTUR

99

KR/PK ÁÐUR: 199 KR/PK

189

Vit Hit drykkur Revive Citrus eða Lean&Green

50% AFSLÁTTUR

149

AFSLÁTTUR

42% AFSLÁTTUR

KR/STK ÁÐUR: 259 KR/STK

50%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Grænkál (150g)

40%

Sítrónur (kg)

Bláber (125g)

ALLT Á HEILSUDÖGUM Í VEFVERSLUNINNI ÖLL TILBOÐ Á HEILSUDÖGUM MÁ FINNA Á NETTO.IS

Heilsudagar standa yfir dagana 23. janúar - 2. febrúar 2020 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Lágmúli • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mögnuð stemmning í Garðinum Það var hreint út sagt mögnuð stemmning á „Þorrablóti Suðurnesjamanna“ sem haldið var í Garðinum um liðna helgi. Gestir létu vel af skemmtidagskránni og allt ætlaði um koll að keyra þegar sjálfur Páll Óskar mætti í ljósagallanum og tryllti salinn sem leynigestur í lokaatriði VíðisFilm. Fleiri myndir frá þorrablótinu eru á vf.is.

Baráttufundur í beinni í Krossmóa fyrir félagsmenn STFS

Hæfingarstöðin óskar eftir samstarfi Hæfingarstöð Reykjanesbæjar, sem er dagþjónusta fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum, óskar eftir samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á Reykjanesi. Samstarfið felst í vinnu við verkefni s.s. samsetningu og/eða innpökkun á vörum til lengri eða styttri tíma. Frekari upplýsingar veitir Jón Pétursson, forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvar Reykjanesbæjar í gegnum tölvupóst jon.k.petursson@reykjanesbaer.is og í síma 420-3250.

Opinberir starfsmenn hafa fengið sig fullsadda af skeytingarleysi viðsemjenda nú þegar tíu mánuðir eru liðnir frá því að kjarasamn­ ingar losnuðu. BSRB, Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa boðað til baráttufundar fyrir félagsmenn sína þar sem þess verður krafist að opinberir launagreiðendur gangi þegar í stað til kjarasamninga við starfsfólk sitt. Fundurinn verður haldinn fimmtu­ daginn 30. janúar milli klukkan 17 og 18 í aðalsal Háskólabíós. Streymt verður frá fundinum og hefur Starfsmannafélag Suður­ nesja, STFS, hvatt sitt fólk til að mæta í sal á fimmtu hæð í Kross­ móa 4a í Reykjanesbæ fimmtu­ daginn 30. janúar kl. 17 þar sem sýnt verður frá baráttufundinum í Háskólabíói.

SPURNING VIKUNNAR: BORÐARÐU ÞORRAMAT?

Lukas Kaison, 16 ára: „Ég borða harðfisk, rófu­ stöppu, kartöflumús og hangikjöt.“

Salka Lind Reinhards­ dóttir, 18 ára:

Hafþór Örn Rafnsson, 16 ára:

Natalia Sabina Kromer, 16 ára:

„Já, ég borða harðfisk, lifrar­ pylsu, hangikjöt, rófustöppu og kartöflumús.

„Já, ég borða harðfisk með slatta af smjöri, hangikjöt, kalda lifrarpylsu, kartöflumús, kindatungu og svið en hef aldrei smakkað súrt.“

„Nei.“


Kynntu þér störfin og sæktu um á storf.bluelagoon.is

Störf í einu af undrum veraldar

Bláa Lónið leitar að öflugum einstaklingum til starfa á fasteigna- og öryggissviði félagsins. Iðn- og/eða tæknimenntaður starfsmaður

Pípulagningamaður

Múrari

Helstu verkefni:

Helstu verkefni:

Helstu verkefni:

• • •

Umsjón og þróun á notkun DMM viðhaldskerfisins Utanumhald um atvikaskráningar Gerð viðhalds- og úrbótaáætlana Samvinna og samskipti við verktaka

• •

Viðhald og eftirlit með lagnakerfum og búnaði Samvinna og samskipti við verktaka Önnur tilfallandi verkefni í viðhaldsdeild

• •

Viðhald og eftirlit með múrkerfum og flísalögnum Samvinna og samskipti við verktaka Önnur tilfallandi verkefni í viðhaldsdeild

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• • •

• •

Iðn- og/eða tæknimenntun Góð tölvu og tækniþekking Reynsla af fasteignaumsjón og öryggismálum er kostur Áreiðanleiki, fagmennska og stundvísi Frumkvæði, vinnusemi og vandvirkni

• • •

Sveins- og/eða meistarabréf í pípulögnum Áreiðanleiki, fagmennska og stundvísi Frumkvæði, vinnusemi og vandvirkni Jákvæðni og góð samskipta- og samstarfshæfni

• • •

Sveins- og/eða meistarabréf í múraraiðn Áreiðanleiki, fagmennska og stundvísi Frumkvæði, vinnusemi og vandvirkni Jákvæðni og góð samskipta- og samstarfshæfni

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2020. Nánari upplýsingar veitir Ægir Viktorsson, sérfræðingur á mannauðssviði, í síma 420 8800 eða netfangið jobs@bluelagoon.is Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic og hefur í um áratug verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar.


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar 20 ára:

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gítarsveitadagur og tónleikar Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir æfingadegi og tónleikum laugardaginn 1. febrúar þar sem fram koma gítarsveitir skipaðar nemendum á klassíska gítara. Auk þátttöku gítarsveita innan skólans fær hann til sín góða gesti, það eru gítarsveitir frá Tónlistarskóla Árnesinga, Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólanum í Garði og verður fjöldi þátttakenda um 50 talsins. Auk þess mun Svanur Vilbergsson, gítarleikari og kennari við Listaháskóla Íslands, flytja efnisskrá þar sem hann „spilar og spjallar“ við nemendur og kennara. Gítarsveitadeginum lýkur svo kl.16.00 með tónleikum í Bergi,

Hljómahöll. Á tónleikunum leikur hver gítarsveit eitt eða tvö lög og þeim lýkur svo með því að allar sveitirnar leika sameiginlega, sem einskonar sýnishorn af afrakstri dagsins. Gítarsveitadagurinn er þáttur í 20 ára afmælishaldi skólans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.

Fundur í Reykjanesbæ með Ásmundi Einari Daðasyni

Við vekjum athygli á fundi með félags- og barnamálaráðherra í Framsóknarsalnum við Hafnargötu 62, laugardaginn

1. febrúar kl.10.30–12.00. Frábært tækifæri til að koma góðum hugmyndum og skoðununum á framfæri.

Ljúffengur kaffisopi í boði og allir velkomnir.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON Háteigi 10, Keflavík

Einn versti janúarmánuður í manna minnum Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Er þetta ekki bara allt að koma? Einn versti janúarmánuður svo til eins og langt aftur og menn rekur minni til er alveg að verða liðinn og sem betur fer ætlar hann að enda ágætlega. Veðurspáin er góð og því ættu bátar að geta róið nokkuð duglega núna í vikunni. Mikill fjöldi báta hefur verið að róa utan við Sandgerði og er aflinn hjá þeim orðinn mjög góður. Sævík GK kom með 13,1 tonn í land í einni löndun og Margrét GK kom með risaróður, 15,8 tonn í einni löndun. Daðey GK kom með 9,2 tonn í einni löndun. Beta GK fór í brælunum inn í Keflavík og náði að fara í tvo róðra, heildaraflinn er kominn í 33 tonn í fimm róðrum og mest 7,8 tonn í einni löndun. Það sama gerði Guðrún GK og báturinn gerði ansi góðan róður fyrir brælutímann eftir að hafa lagt línuna utan við Garðinn og kom með 11,7 tonn í land í einni löndun. Katrín GK, sem er svo til eini stálbáturinn af minni gerðinni sem er að róa á línu, er kominn með 28 tonn í sex róðrum og mest 8,6 tonn í einni löndun. Gísli

Súrsson GK hefur haldið sig í Grindavík og er kominn með 34 tonn í sjö og mest níu tonn í einni löndun. Dúddi Gísla GK er líka í Grindavík og hefur landað 23 tonnum í fimm róðrum, mest 5,5 tonnum í einni löndun. Addi Afi GK fór í sinn fyrsta róður á árinu 2020 og hann var ansi góður því báturinn var með 5,1 tonn í einni löndun. Netaveiði í janúar komst eiginlega aldrei í gang og hefur vertíðin hjá bátunum verið nokkuð treg. Erling KE er með 40 tonn í níu og mest átta tonn sem landað var í Grindavík. Grímsnes GK 34 tonn í tólf, Hraunsvík GK nítján tonn í níu landað í Grindavík. Halldór Afi GK fimm tonn í fimm, Maron GK 4,6 tonn í fimm. Sunna Líf GK 1,3 tonn í tveimur og Bergvík GK 1,7 tonn í tveimur.

Sölusýning

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13:00 Ásdís Minný Sigurðardóttir Karólína S. Sigurðardóttir Jón Sigurðsson Steinunn Björk Sigurðardóttir Þorsteinn Sigurður Sigurðarsson Sandra Skuld Kolbeinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

MARÍN GUÐRÚN MARELSDÓTTIR Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,

lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn 25. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.

laugardaginn 8. febrúar kl. 14–17

Víkurbraut 17, Keflavík Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja fullbúnar íbúðir, frá 108m2 til 132 m2.

Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Guðjón Gunnar Ólafsson Bjarni Guðjónsson Margrét Hreggviðsdóttir Svala Erna Guðjónsdóttir Jonathan Cutress Íris Björk Guðjónsdóttir Örn Garðarsson Eiríka Guðrún Guðjónsdóttir Jóhannes Thorberg Særún Guðjónsdóttir Bjarni Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn.

Húsagerðin hf. husagerdin.is

Annars er ég núna staddur ansi fjarri Suðurnesjunum því ég er að skrifa þennan pistil frá Hala í Suðursveit, þar sem Þorbergsetrið er. Hérna er enginn höfn eins og gefur að skilja og næsta höfn er Höfn í Hornafirði. Það er nú hægt að finna ansi margar tengingar við Suðurnesin. Ég ætla reyndar ekki að fara djúpt í þær pælingar því það væri hægt að fylla heilt blað af Víkurfréttum um tengingar Hornafjarðar við Suðurnesin. Nýjasta tengingin er að nýjasti togbáturinn sem Nesfiskur keypti er kominn á flot og að verða klár til veiða. Pálína Þórunn GK heitir hann en hét áður Steinunn SF. Um borð í Steinunni SF var Sandgerðingurinn Sævar Ólafsson meðal annars skipstjóri. Nesfiskur keypti líka annan bát þaðan sem heitir Sigurfari GK og báðir þessir bátar eru komnir með nýju merkinguna og Sigurfari GK hefur núna í janúar landað 51 tonni í átta róðrum og mest sautján tonnum í einni löndun.


Höfum opnað

Eðvald Heimisson er verslunarstjóri í nýju verslun Slippfélagsins Reykjanesbæ.

Höfum opnað nýja verslun!

Hafnargötu 61 Gamla Vatnsnes húsið (áður Reykjafell)! Verið velkomin í nýja verslun Slippfélagsins. Sömu frábæru vörurnar og persónulega þjónustan á nýjum stað. Við erum með heitt á könnunni og hlökkum til að sjá þig.

SLIPPFÉLAGIÐ Hafnargötu 61 Reykjanesbæ Sími: 421 2720 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Valli bakari nýtur lífsins og leikur sér Þær voru góðar kökurnar og brauðið sem Valgeirsbakarí í Njarðvík bauð okkur upp á í 45 ár en Valgeir Jóhannes Þorláksson, bakari, og fjölskylda seldu bakaríið fyrir fjórum árum og má segja að bakarinn sé nú alla daga að leika sér með nýfengið frelsið á eftirlaunaaldri.

Valli bakari nýtur þess að vera kominn á eftirlaun.

Svona muna margir eftir Valgeiri, hann tók ávallt vel á móti viðskiptavinum sínum í Valgeirsbakaríi.

Við hittum Valla, eins og hann er stundum kallaður, spurðum hann út í lífið og tilveruna, hvað hann væri að fást við og í hvað dagarnir hans fara.

Nóg að gera alla daga

„Ég er mjög ánægður með frelsið sem fylgir eftirlaunaaldri og við hjónin sitjum ekki heima að horfa á sjónvarpið heldur njótum þess að taka þátt í öllu því sem vekur áhuga okkar,“ segir Valgeir. Það fyrsta sem blaðakona rekur augu í er breytt útlit Valgeirs bakara, maðurinn hefur grennst mikið frá því að hann var að vinna í Valgeirsbakaríi og spyr hvort hann hafi breytt um lífsstíl eftir að hann komst á eftirlaun. „Já, ég fór að hreyfa mig meira. Við búum á Gónhól í Njarðvík og ég fæ mér hressandi göngutúr þaðan og út á Fitjar nær daglega. Svo fór ég til Janusar og æfði hjá honum á annað ár. Allt þetta lagði grunninn að góðri heilsu og minna mittismáli í dag. Ég er ekkert frekar að spá í mataræðið og borða ekki mikið dagsdaglega nema á jólum, þá borða ég mikið,“ segir Valgeir og hlær. „Annars borða ég venjulegan mat og held mig frá sætindum, mér líður betur þegar ég geri það.“

Byrjaði að læra bakarann sextán ára

Valgeir Jóhannes Þorláksson fæddist fyrir 74 árum í Reykjavík en flutti sem stráklingur til ömmu sinnar á Húsavík.

Ég segi alltaf að ef maður gefur af sér í það sem maður er að gera, þá skilar það sér. Ég gaf allt af mér í Valgeirs­bakarí og konan mín einnig því við höfðum bæði gaman af því sem við vorum að gera og lögðum alúð í þetta ... „Ég fæddist í Reykjavík en flutti níu ára gamall til ömmu minnar og ólst upp hjá henni. Þar byrja ég að læra bakarann sextán ára gamall í bakaríinu á Húsavík en fer svo til Reykjavíkur að vinna í Bernhöftsbakarí. Í borginni kynntist ég eiginkonu minni, Magdalenu Olsen, og við flytjum í Njarðvík enda er hún ekta Njarðvíkingur. Í dag finnst mér erfitt að segja hvort ég sé Reykvíkingur, Húsvíkingur eða Njarðvíkingur en auðvitað er ég hið síðast talda þegar við teljum árin sem ég hef búið hér suðurfrá,“ segir Valgeir.

Lagði alúð í Valgeirsbakarí

Talið berst að uppskriftunum í Valgeirsbakarí en mörgum fannst bakkelsið hjá

Valgeiri vera sérlega gott og bragðast eins og heimabakað. „Ég hef sjálfur alltaf verið fyrir kökur og brauð og fékk uppskriftir víða að þegar ég var með bakaríið. Ég gerði þær ávallt að mínum með smá lagfæringum. Laufabrauðsuppskriftin okkar kom að norðan. Ég bjó einnig til eigin uppskriftir og smakkaði þær áður en ég setti þær í sölu til almennings. Konan mín og sonur voru gæðastjórar á öllu sem ég bjó til og ef þeim líkaði það sem ég var að búa til og baka, þá fór það í bakaríið. Ég breytti aldrei uppskriftum sem fólki líkaði og dró heldur aldrei úr gæðum, var ávallt með gott hráefni. Það skiptir miklu máli og skilar sér í vörunni. Við vildum hafa heimilislegt bragð af öllu sem við bjuggum til. Þetta kunni fólk að meta og skapaði traust á milli okkar og viðskiptavina, fólk vissi að hverju það gekk. Ég segi alltaf að ef maður gefur af sér í það sem maður er að gera, þá skilar það sér. Ég gaf allt af mér í Valgeirsbakarí og konan mín einnig því við höfðum bæði gaman af því sem við vorum að gera og lögðum alúð í þetta. Við tókum vel á móti viðskiptavinum og buðum öllum góðan daginn. Við lögðum ríka áherslu á kurteisi og að bjóða góðan daginn var það fyrsta sem við, og afgreiðslufólkið, sögðum við alla. Það skiptir máli að heilsa fólki almennilega. Þessi háttur okkar að bjóða öllum góðan daginn varð að viðlagi í revíu Leikfélags Keflavíkur fyrir nokkrum árum og bakaríið var sett þar

inn í leiksýninguna. Það fannst okkur skemmtilegt. Báðir drengirnir okkar lærðu bakaraiðn og störfuðu hjá mér. Annar þeirra keypti af mér bakaríið og seldi það fimm árum seinna. Þar með var það farið úr fjölskyldunni eftir 45 ár í eigu okkar. Í dag söknum við allra viðskiptavinanna okkar en erum annars mjög ánægð með frelsið sem fylgir eftirlaunaaldrinum,“ segir Valgeir.

Kominn í háskólanám

Þegar rætt er um hvað Valgeir sé að fást við þessa dagana kemur í ljós að hann situr ekki auðum höndum. „Ég hreyfi mig á hverjum degi, ef ekki út að labba þá hjálpa ég syni mínum í byggingarvinnu og tek á því líkamlega þar. Svo er ég í háskólanámi U3A sem er fyrir alla 60 ára og eldri og fer fram í húsnæði MSS en þarna eru töluvert margir hópar fólks á besta aldri að fræðast um óteljandi efni. Ótrúlega gaman að taka þátt í þessu háskólanámi sem er próflaust nám og gefur okkur tækifæri til að fræðast um allt milli himins og jarðar má segja. Ég er þar í ættfræðihóp og ferðalagahóp en þar fræðumst við um ákveðin svæði og förum svo þangað. Ég hef einnig verið að fræðast um Suðurnesin. Svo er ég

Röddin er hljóðfæri sem ég er að stilla með námi mínu, læra að beita henni rétt svo hún hljómi betur. Ég finn mikinn mun á mér og kórfélagar mínir segjast einnig finna mikinn mun ... í spjallhóp sem ræðir allt mögulegt en þar höfum við verið að rifja upp fyrri tíma, ræða um samfélagið sem við ólumst upp í á árum áður og margt fleira áhugavert. Konan mín er einnig í rithóp en þar er fólk sem vill efla færni sína í skrifum. Skrautskriftarhópur er að fara af stað á nýju ári en þetta er bara brot af því sem fólk getur tekið þátt í. Það gefur manni mikið að hitta allt þetta fólk tvisvar í viku, fólk sem hefur lifað svipað samfélag og maður sjálfur, rifja upp gamla tíma og læra eitthvað nýtt. Hildur Harðardóttir og Hrafn, bróðir hennar, halda utan um þetta háskólanám sem er einstaklega áhugaverður vettvangur til að hitta

Jóhann Smári er ánægður með Valla og segir mikinn kraft liggja í söngrödd hans.


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Yfirsýn Opnun ljósmyndasýningar Hilmars Braga Bárðarsonar í Átthaga­stofu Bókasafns Reykjanesbæjar verður fimmtudaginn 30. janúar 2020 kl. 17:00. Hilmar Bragi hefur starfað við fréttamennsku hjá Víkurfréttum í yfir þrjátíu ár. Samhliða starfi sínu sem blaðamaður hefur hann tekið ógrynni ljósmynda um öll Suðurnes og öðlast þannig­góða yfirsýn yfir samfélagið á Suðurnesjum. Þetta er aðeins önnur einkasýning Hilmars Braga en um þrjátíu ár eru liðin frá þeirri fyrstu. Á sýningunni sýnir Hilmar Bragi ljósmyndir frá sjónarhorni sem við eigum alla jafna ekki að venjast, myndirnar eru allar teknar með dróna og flestar lóðrétt niður. Allir hjartanlega velkomnir.

Smábátahöfnin í Gróf. VF-mynd: HBB

Fræðslufundir SA 2020

Marta Eiríksdóttir

STARFSMANNAMÁL OG KJARASAMNINGAR

marta@vf.is

aðra á besta aldri. Við hittumst klukkan fjögur í eftirmiðdaginn, tvisvar í viku og erum að læra í eina klukkustund. Hvet fólk til að kynna sér U3A á fésbókinni eða hafa samband við Hildi Harðar eða Hrafn Harðarson sem halda utan um U3A en það eru allir velkomnir sem vilja vera með. Það eru margir svo virkir á eftirlaunaaldri í dag,“ segir Valgeir uppveðraður þegar hann talar um þetta nám sem kostar ekkert og er öllum frjálst.

Er að læra söng

Þetta er ekki það eina sem Valgeir er að fást við því nú er maðurinn kominn í söngnám hjá Jóhanni Smára Sævarssyni og mætir í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þrisvar í viku vegna þess. „Ég er að læra söng hjá Jóhanni Smára í tónlistarskólanum, æfi einsöng hjá honum einu sinni í viku og fer einnig í samsöng með undirleik hjá Helgu Bryndísi einu sinni í viku og nótnalestur einu sinni í viku. Röddin er hljóðfæri sem ég er að stilla með námi mínu, læra að beita henni rétt svo hún hljómi betur. Ég finn mikinn mun á mér og kórfélagar mínir segjast einnig finna mikinn mun. Ég hef alltaf sungið í kór því það er svo gaman að syngja. Ég byrjaði sextán ára gamall í kór á Húsavík, hjá Þrym, og eftir að ég flutti hingað suður hef ég sungið með kórfélögum mínum í Karlakór Keflavíkur frá árinu 1975 en við æfum tvö kvöld í viku. Ég hef áður reynt að vera í tónlistarnámi og hljóp úr vinnunni til þess að fara í Tónlistarskóla Njarðvíkur á sínum tíma en þá hafði ég engan tíma til að æfa eða sinna heimanámi. Nú nýt ég þess að hafa allar þessar klukkustundir til að leika mér og læra nýtt,“ segir Valgeir.

Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað. Fundað verður um allt land. Meðal þess sem verður fjallað um: • Ráðning starfsmanna • Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda • Vinnutímastytting Lífskjarasamningsins 2019-2022 • Uppsagnir og starfslok • Orlofsréttur • Veikindi og vinnuslys Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna.

REYKJANESBÆR Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 9.00-12.30 á Park Inn by Radisson, Hafnargötu 57.

Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA. Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is.


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR:

Ein bók á viku í heilt ár Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Harpa Jóhannsdóttir, brasskennari og lúðrasveitarstjórnandi hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hún er fastagestur í Bókasafninu og setti sér skýr markmið fyrir árið 2019 um að lesa eina bók á viku. Það tókst og afraksturinn er 11.829 blaðsíður lesnar. Vel gert Harpa! Hvaða bók ertu að lesa núna? Skáldaskápur er hugarfóstur Gunnhildar Þórðardóttur.

Ég er að lesa Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah, mjög áhugaverð og skemmtileg bók um uppvöxt hans í aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku.

Hver er uppáhaldsbókin?

Skáldaskápur á ferð um Suðurnesin:

Ljóðið lifir góðu lífi – segir Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarkona, kennari og ljóðskáld „Ég held að það sé gott fyrir fólk að skrifa niður þó það deili því ekki endilega með öðrum,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir sem stendur fyrir verkefninu Skáldaskápur sem er hugarfóstur listamannsins og var formlega opnað á Degi íslenskrar tungu í nóvember 2019. „Ég er pínu gamaldags, er alltaf með litla minnisbók á mér sem ég skrifa í við hin ýmsu tækifæri. Ljóðagerðin hjálpaði mér þegar ég var yngri og í tilfinningaróti unglingsins. Efnið í ljóð Gunnhildar koma úr ýmsum áttum en hún er menntuð myndlistarkona og myndskreytir ljóðin sín. Hún segir ljóðið lifa góðu lífi og bendir á þá staðreynd að metfjöldi ljóðabóka hafi verið gefinn út á síðasta ári. „Fólk hefur áhuga á ljóðum. Þau segja alltaf einhverja sögu og ég segi að ljóðið sé langt frá því að vera dautt, þrátt fyrir samfélagsmiðla á tækniöld. „Þetta er góð og heilbrigð leið fyrir krakka, að semja ljóð eða skrifa texta. Svo fer þetta vel með tungumálinu okkar og styrkir íslenskuna,“ segir Gunnhildur.

Listaverkefnið Skáldaskápur var formlega opnað laugardaginn 16. nóvember 2019 á Degi íslenskrar tungu og var fyrstu tvo mánuðina í Bókasafni Reykjanesbæjar. Listamaðurinn fór næst með það í Bókasafn Sandgerðis og hugmyndin er síðan að fara með það í fleiri bæjarfélög á Suðurnesjum. Markmið Skáldaskáps er að hvetja íbúa Suðurnesja til að semja ljóð, smásögur, vísur, kvæði og efla skapandi skrif. Verkefnið er samfélagslegt þar sem allir íbúar, óháð kyni, aldri, þjóðerni og tungumáli, eru hvattir til þess að taka þátt. Verkin eru sýnd í sérstökum skáp frá Byggðasafni Reykjanesbæjar en það er hægt að fylgjast með viðburðum á Facebook-síðu Skáldaskáps facebook. com/Skaldaskapur-Poetry-Cupboard og senda efni á skaldaskapur@gmail. com.

Ég held ég eigi hreinlega ekki uppáhaldsbók. Hef aldrei lesið bók tvisvar en þegar það gerist þá verður sú bók væntanlega uppáhaldsbókin, læt vita þegar það gerist!

Hver er uppáhaldshöfundurinn?

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir er minn fyrsti uppáhaldshöfundur en af þessum ungu þá elska ég allt sem kemur frá Degi Hjartarsyni.

Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig?

Korku saga eftir Vilborgu Davíðsdóttur, las hana sem unglingur og fyrsta bókin sem skildi mikið eftir sig. Uppfrá þeirri bók hef ég mikið leitað í bækur um íslenskar konur fyrr á öldum.

Hvaða bók ættu allir að lesa?

Eva Luna eftir Isabel Allende, erfið en falleg saga.

Hvar finnst þér best að lesa?

Við eldhúsborðið heima, næ mestri einbeitingu þar.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur?

Ég las margar bækur á síðasta ári og sú sem stóð uppúr var Húsið okkar brennur. Mamma Gretu Thunberg, Malena Ernman, skrifar um líf þeirra sem loftlagsaktívistar og sem foreldri barns á einhverfurófi sem ég tengdi mikið við. En mjög holl lesning fyrir alla til að vera meðvitaðari um loftlagsvandann sem vofir yfir okkur.

Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu?

Alveg bókað How to Survive on a Deserted Island eftir Samantha Bell, annað væri galið!

Ljóðagerðin hjálpar mér þegar ég fæ erfiðar hugsanir

Gestir hlýða á ljóð á Skáldaskáp í Sandgerði.

– segir Helena Rós Gunnarsdóttir, 22 ára ljóðskáld úr Keflavík „Ég skrifa á hverjum degi texta og ljóð í litla dagbók og það hjálpar mér, sérstaklega þegar manni líður ekki nógu vel eða er að kljást erfiðar hugsanir,“ segir Helena Rós Gunnarsdóttir, 22 ára ljóð-

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

skáld í Keflavík. Hún flutti tvö ljóð á Skáldaskáp í Sandgerði. Hún segir að viðfangsefnin séu af ýmsum toga og ljóðagerðin hjálpi sér og gleðji. Helena hefur haldið dagbók lengi en hún samdi sitt fyrsta ljóð til afa síns þegar hún var þrettán ára. Helena samdi síðan lítið á meðan hún var í framhaldsskóla en tók til við skáldskapinn aftur eftir það.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar 1. Þjónustusamningar við menningarhópa Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa í bæjarfélaginu árið 2020 eins og verið hefur. Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. gegn ákveðinni greiðslu. Hópar sem þegar eru á samningi þurfa að skila samantekt um starfsemi liðins starfsárs með umsókn. 2. Verkefnastyrkir til menningartengdra verkefna Ákveðnu fjármagni verður varið í verkefnastyrki á árinu 2020 sem miða að því að hægt verði að fá fjármagn til einstakra menningarverkefna sem standa munu bæjarbúum til boða á árinu. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Mitt Reykjanes. Eftir innskráningu er smellt á Umsóknir á forsíðu og svo á viðeigandi umsókn undir Stjórnsýsla – Menningarmál.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar n.k. Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Opið:

11-14

alla virka daga

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Reykjanesbæjar í s. 421 6700.


6ERKALâ¡S OG SJØMANNAFÏLAG +EFLAVÓKUR OG NÉGRENNIS

­ ­

Námskeið / fyrirlestrar Vor 2020

Stök námskeið hjá Starfsafli - Vor 2020 Tímamót og tækifæri - Starfslokanámskeið Re�rement and Finances in Iceland Tímamót og tækifæri - Starfslokanámskeið Emerytury i finanse w Islandii Pierwszej pomocy Skyndihjálparnámskeið Skyndihjálparnámskeið First Aid Pierwsza Pomoc Ré�ndi og skyldur á vinnumarkaði Your right at Icelandic labor market Prawa i obowiązki na rynku pracy Ré�ndi og skyldur á vinnumarkaði Your right at Icelandic labor market Prawa i obowiązki na rynku pracy Tómstundanámskeið - Ávaxtaskrey�ngar Tómstundanámskeið - Austurlensk matreiðsla "Er gaman að vinna með þér" - Ágústa Jóhannsdó�r Persónueg markþjálfun Personal coaching Personal coaching

Tungumál: Dagsetning: Íslenska 28.1 2020 English 29.1 2020 Íslenska 25.2 2020 Polish 26.2 2020 Polish 18.2 2020 Íslenska 19.2 2020 Íslenska 22.2 2020 English 20.2 2020 Polish 7.3 2020 Íslenska 19.2 2020 English 19.2 2020 Polish 19.2 2020 Íslenska 25.3 2020 English 25.3 2020 Polish 25.3 2020 Íslenska 16.3 2020 Íslenska 19.3 2020 Íslenska 31.3 2020 Íslenska jan - jún´20 English Jan-June ´20 Polish Styczeń - czerwiec ´20

Tími: 17:00-19:00 17:00-19:00 17:00-19:00 17:00-19:00 16:00-20:00 16:00-20:00 10:00-14:00 16:00-20:00 10:00-14:00 13:00-14:30 18:00-19:30 20:00-21:30 20:00-21:30 13:00-14:30 18:00-19:30 18:00-21:00 18:00-21:00 18:00-21:00 08:00-16:00 08:00-16:00 08:00-16:00

Staðsetning: Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 4.hæð Krossmói 4a - 4.hæð Krossmói 4a - 4.hæð Krossmói 4a - 4.hæð Krossmói 4a - 4.hæð Krossmói 4a - 4.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð Krossmói 4a - 3.hæð

Skráning: www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is vs�@vs�.is vs�@vs�.is vs�@vs�.is vs�@vs�.is vs�@vs�.is vs�@vs�.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is

Greiðsla: VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/Starfsafl VSFK/Starfsafl VSFK/Starfsafl VSFK/Starfsafl VSFK/Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl VSFK/ Starfsafl

Staðsetning: Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a

Skráning: www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is

Greiðsla: Ath. námsstyrk Ath. námsstyrk Ath. námsstyrk Ath. námsstyrk Ath. námsstyrk

Staðsetning:

Skráning:

Greiðsla:

Hægt er að sækja um námstyrki fyrir e�irfarandi námskeiðum samkvæmt reglum VSFK og Starfsafls.

Starfstengd nám hjá MSS - Vor 2020 Skrifstofuskóli I - dreifinám Skrifstofuskóli II - dreifinám Sölu-,markaðs- og rekstrarnám Menntastoðir - �arnám Menntastoðir- fullt nám / dreifinám

Tungumál: Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska

Tímabil: 28.jan.- 28.maí ´20 3.feb. - 28.maí ´20 3.feb. - 17.des. ´20 10.jan. - 17.des. ´20 10.jan. - 28.maí ´20

Starfstengd námskeið hjá MSS Endurmenntun bílstjóra - Vistaakstur - Farþegaflutningar - Vöruflutningar - Fagmennska og mannlegi þá�urinn - Lög og reglur - Umferðaröryggi - Skyndihjálp

Tungumál:

Dagsetning:

Tími:

Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska

8.feb.´20 9.feb.´20 15.feb.´20 16.feb.´20 22.feb.´20 29.feb.´20 1.mars ´20

09:00-16:00 09:00-16:00 09:00-16:00 09:00-16:00 09:00-16:00 09:00-16:00 09:00-16:00

Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a Krossmói 4a

- 3.hæð - 3.hæð - 3.hæð - 3.hæð - 3.hæð - 3.hæð - 3.hæð

www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is

Ath námsstyrk Ath námsstyrk Ath námsstyrk Ath námsstyrk Ath námsstyrk Ath námsstyrk Ath námsstyrk

­


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ferskir vindar

blésu um heimili Jóhönnu

Jóhanna og risastórt listaverk Jord INN á Garðskaga.

Jóhanna Kristín Hauksdóttir hefur búið í Garðinum á annað ár og er smíðakennari við grunnskólann þar. Hún segist kunna vel við sig í bæjarfélaginu og er mjög ánægð með skólastarfið og samstarfsfélagana. Fyrsta desember flutti hún í mjög stórt leiguhúsnæði í bænum og fékk fyrirspurn í kjölfarið um hvort hún gæti hugsað sér að leyfa listamönnum að gista heima hjá henni í heilan mánuð, þátttakendum Ferskra vinda. Hún sagði já og segir það hafa verið mjög skemmtilega upplifun. Jóhanna hitti blaðakonu Víkurfrétta fyrst úti á Garðskaga þar sem Jóhanna stillti sér upp í myndatöku fyrir framan risastórt listaverk listamannsins Jord INN, verk sem átti að brenna upp til agna en vegna óveðurs varð ekkert af þeirri athöfn. Listaverkið stendur enn og er þá líklega eina listaverk þessa listamanns sem stendur uppi því öll verkin hans hverfa af sjónarsviðinu þegar hann kveikir í þeim, sem er lokasköpun verksins.

Líkar vel í Garði

„Þetta er annað árið mitt í Garðinum og mér líkar vel að búa hér og kenna. Ég er frá Fáskrúðsfirði, er alin upp á milli fjalla en kann einnig að meta víðáttuna í Garði. Í skólanum er mjög gott að starfa en þar kenni ég smíði ásamt valgreinum í silfursmíði, málmsmíði, glervinnu og allskonar. Ég starfa með góðu fólki, það hefur mikið að segja.“

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Fljót að segja já

„Ég flutti í rúmgott leiguhúsnæði 1. desember hér í Garðinum. Svo var hringt í mig og spurt hvort ég vildi hýsa listamann eða -menn, þátttakendur Ferskra vinda, og þar sem ég hafði þetta mikla pláss þá tók ég þrjá listamenn inn á heimili mitt. Ég var fljót að segja já og sé alls ekki eftir því, þetta var virkilega gaman. Hjá mér bjuggu hjón, hann er íslenskur og kona hans hollensk, og þriðji listamaðurinn var frá New York. Þetta gekk eins og í sögu með dásamlegu fólki,“ segir Jóhanna og brosir.

Gestirnir lítið heima

„Allt var þetta fólk á svipuðu reki og ég sjálf. Þau voru ekki mikið heima

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar-viðburðir framundan Fimmtudaginn 30. janúar. Foreldramorgunn kl. 11.00 - Næring ungbarna. Fræðsluerindi frá Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur höfundi bókarinnar Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Opnun ljósmyndasýningar Hilmars Braga Bárðarsonar Yfirsýn í Átthagastofu í Bókasafns Reykjanesbæjar kl.17.00. Erindi um matarsóun. Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakanda, samtaka um aukna vitundarvakningu varðandi sóun matvæla, mætir og heldur erindi um matarsóun kl 20.00. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Laugardaginn 1 febrúar. Gítarsveitardagurinn kl. 16.00. Auk gítarsveita úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma fram sveitir frá Tónlistarskóla Árnesinga, Tónlistarskólanum í Garði og Tónskóla Sigursveins í Reykjavík. Nesvellir- viðburðir framundan Mánudaginn 3. febrúar. Leirnámskeið með Írisi Rós Söring kl. 14:00 – nánari upplýsingar í síma 4203400 Lífshlaupið 2020 Minnum á Lífshlaupið sem hefst 5. febrúar. Skráning er hafin á lifshlaupid.is

vegna þátttöku þeirra á listahátíðinni. Við hittumst aðallega á kvöldin og stundum á morgnana. Þau borðuðu ásamt öllum hinum listamönnunum í samkomuhúsinu í Garði og héldu þar einnig jól og áramót. Mér var boðið í mat alla daga ef ég vildi en gerði það ekki því ég var mikið að vinna yfir jólin hjá vinkonu minni í Reykjavík sem rekur þar verslun. Stundum kíkti ég í kaffi í samkomuhúsið til þeirra. Það var mjög gaman að vera þátttakandi á hliðarlínunni á listahátíðinni. Ég sagði við krakkana mína, þegar ég tók þessa ákvörðun um að hýsa listamennina, að við gætum öll haldið jól saman heima hjá mér. Það væri bara gaman en svo æxlaðist það þannig að listamennirnir voru með hópnum á jólum sem tók þátt í listahátíð Ferskra vinda. Ég held að krakkarnir mínir hafi bara verið fegnir,“ segir Jóhanna og hlær.

Gaman að geta hjálpað

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhanna opnar heimili sitt fyrir ókunnum, það gerði hún einnig á Fáskrúðsfirði þegar hún bjó þar en þá bauð hún ungum íþróttamanni frá Argentínu að búa

Ég hef tekið fólk í gistingu sem vantaði gistingu eina nótt, fólk sem ég þekkti ekki neitt eða hafði ekki séð áður. Ég set sjálfa mig í þessi spor og þá er mjög létt að segja já ...

Jóhanna sagði það skemmtilega upplifun að hýsa þrjá listamenn Ferskra vinda.

heima hjá sér í tvö ár. Jóhanna á þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn en dóttir hennar er stundum hissa á því hvað mamma hennar er frjálsleg hvað þetta varðar. „Ég hef tekið fólk í gistingu sem vantaði gistingu eina nótt, fólk sem ég þekkti ekki neitt eða hafði ekki séð áður. Ég set sjálfa mig í þessi spor og þá er mjög létt að segja já, því ég myndi vilja að fólk gæti hýst mig ef ég þyrfti á því að halda. Það er lærdómsríkt að kynnast fólki á þennan hátt. Dóttir mín hefur stundum haft áhyggjur þegar mér dettur í hug að bjóða fólki gistingu en ég treysti fólkinu og fæ það traust endurgoldið. Mér finnst áreynslulaust að hjálpa fólki á þennan hátt. Það eina sem er öðruvísi er að ég er ekki ein heima og hleyp ekki um á brókinni. Stundum kom ég ferðafólki til hjálpar á Fáskrúðsfirði sem þurfti húsaskjól. Strákurinn frá Argentínu er í dag eins og sonur minn eftir að hafa búið hjá mér í tvö ár og í sumar ætlar hann að gifta sig þar sem hann er búsettur, í Litháen, og er búinn að bjóða mér í veisluna,“ segir Jóhanna.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Sálfræðingur Holt – Deildarstjóri (tímabundið) Súlan – Verkefnastjóri markaðsmála Sumarstarf – Flokkstjóri Vinnuskólans Sumarstarf – Yfirflokkstjóri Vinnuskólans Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Hann hafði aldrei áður upplifað svona mikið myrkur eins og er hér á Íslandi á þessum árstíma og kom stundum heim og lagði sig vegna myrkursins. Hann gerði það samt bara fyrst á meðan hann var að venjast ...

Víkkar sjóndeildarhringinn

Þegar listahátíðin Ferskir vindar fer fram er reynt að finna húsnæði handa þátttakendum innan bæjarmarka Garðs því listafólkið er fótgangandi og þarf að koma sér á vinnustofuna sem staðsett er í samkomuhúsinu. Þetta hefur gengið upp vegna velvilja bæjarbúa í Garðinum í öll þessi ár. Jóhanna er ánægð með sinn þátt í að hjálpa til við að koma listamönnunum fyrir í heimahúsi. „Þetta var mjög ljúft og ég er reynslunni ríkari. Ég bauð þetta fólk velkomið, sýndi því traust og það var einstaklega tillitssamt í allri umgengni. Í gegnum þessa gesti tengdist ég umheiminum og lærði af þeim, sérstaklega New York-búanum en hjónin eru búsett á Íslandi. Hann hafði aldrei áður upplifað svona mikið myrkur eins og er hér á Íslandi á þessum árstíma og kom stundum heim og lagði sig vegna myrkursins. Hann gerði það samt bara fyrst á meðan hann var að venjast, myrkrið hafði þessi áhrif á hann í upphafi dvalarinnar. Við Íslendingar látum okkur hafa allt þetta myrkur, rífum okkur upp á morgnana og förum í skóla og vinnu. Listamaður þessi býr einn í New York og á enga fjölskyldu þar. Hann hafði orð á því hvað honum fannst gaman að sjá börnin mín og barnabörn því hann var ekki vanur fjölskyldulífi. Þetta fannst mér áhugavert, alin upp á Íslandi, í fjölskyldusamfélagi þar sem við höldum jól og áramót með ástvinum og aðfangadagur er nánast heilagur fjölskyldudagur, ásamt jóladegi.“ Mælir Jóhanna með þessu? „Já, ég mæli algjörlega með þessu og á þessum árstíma. Það er gaman að vera gestgjafi og í leiðinni heyra hvað fólki finnst um landið þitt og samfélag. Við lærum að meta umhverfi okkar betur, á annan hátt. Ég hélt að ég þyrfti að hafa meira af þessu fólki að segja en ég gerði. Listafólkið þjappaðist allt saman í samkomuhúsinu, þar var þeirra aðalvettvangur. Heimili mitt var aðallega svefnstaður þeirra. Það er gott að geta gert einhverjum greiða, maður myndi vilja að einhver gerði svona fyrir mann ef á þyrfti að halda. Maður fær alltaf eitthvað út úr þessu því þetta víkkar sjóndeildarhringinn. Vinátta myndast og við tengjumst áfram á fésbókinni sem gerir þetta allt svo skemmtilegt,“ segir Jóhanna.


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ógleymanleg og afar dýrmæt lífsreynsla upp og í raun ótrúlegt og það þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi sýnt á sér klærnar svo um munaði. Mireya og hennar frábæra aðstoðarfólk á heiður skilinn. Fyrir mig sem tónlistarmann var þetta ógleymanleg og afar dýrmæt lífreynsla. Ég þurfti að stíga langt út fyrir þægindarammann; vinna með hugmyndir sem voru mér framandi og vinna með fólki sem fékk mig til að skoða hlutina í nýju ljósi og veitti mér innblástur til að gera hluti sem mér hefði ekki dottið áður í hug. Ég kem frá verkefninu fullur innblásturs og með kollinn fullan af nýjum hugmyndum og fullt af nýjum vinum út um allan heim. Þetta var mikil gjöf og eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í á mínum ferli. Þetta var mögnuð reynsla að fá að taka þátt

í þessu viðamikla verkefni sem Suðurnesjabær getur verið stoltur af að hýsa og veita aðstöðu. Þótt hátíðin sé ekki á allra vitorði hér heima þá er hún þekktari á heimsvísu. Á því fékk ég staðfestingu frá erlendum vinum og kunningjum sem vissu af henni. Takk Ferskir vindar og Mireya Samper fyrir að veita okkur næringu og gera bæinn okkar að betri og skemmtilegri stað til að búa á. Hátíðin er gullmoli sem vekur athygli á mínum góða heimabæ um víða veröld. Listin er næring sálarinnar. Hún sameinar okkur og veitir okkur innblástur og gleði. Halldór Lárusson, tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis.

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar var haldin í sjötta sinn dagana 14. desember 2019 til 12. janúar 2020 í Suðurnesjabæ. Mér hlotnaðist sá heiður að vera boðið að taka þátt sem einn af þremur íslenskum listamönnum. Samtals tóku 45 listamenn af átján mismunandi þjóðernum úr ýmsum geirum listaheimsins þátt; listmálarar, myndhöggvarar, tónlistarfólk, dansarar, skáld, o.s.frv. Mér varð það ljóst frá fyrsta degi að hér var kominn hópur fólks sem var afskaplega skapandi og fært í sínum listgreinum enda ber afrakstur hátíðarinnar þess gott vitni. Í upphafi hátíðar hittumst við listafólkið og spjölluðum, fengum hugmyndir, þreifuðum okkur áfram og sumir ákváðu að vinna einir, aðrir ákváðu að vinna saman. Flestir bjuggu saman, borðuðu saman og hjálpuðust að þegar á þurfti að halda. Vinnusemin var gríðarleg. Margir unnu daga jafnt sem nætur enda var opnun sýninga og viðburða 4. janúar og tíminn því naumur til að klára verk og undirbúa sýningar. Ég hef sjaldan orðið vitni að jafn miklum dugnaði, ástríðu, sköpunargleði, samkennd, áhuga, ákafa og vinnusemi. Enn og aftur sannaðist hve listin er mikilvæg. Fólk af ólíkum þjóðernum, trúarbrögðum með ólíkan bakgrunn vann saman sem eitt. Samkenndin var hreint mögnuð. Listin sameinar og dregur fram það besta í fólki.

usettið. Halldór Lárusson við tromm

Bakvið þetta allt saman hélt manneskjan sem skipulagði hátíðina, Mireya­Samper, utan um óteljandi þræði. Það þurfti að útvega efni, að-

stöðu, flytja fólk, útvega mat, skipuleggja þrif, setja reglur og sinna óteljandi málum sem komu upp. Það var magnað að sjá hvernig þetta gekk allt

Vinna er velferð Aukið atvinnuleysi

Það er mikið rætt um að kólnun eigi sér stað í hagkerfinu og við sjáum það berlega á tölum um atvinnuleysi á Íslandi. Atvinnuleysi mældist landlægt 4,4 % í desember sl. en það mældist hæst á Suðurnesjum eða 8,7% og hækkaði um 0,3 prósentustig milli mánaða. Í kjölfar falls WOW air síðasta vor varð samdráttur í afleiddum greinum ferðaþjónustunnar. Þó verður að taka með í reikninginn að ferðaþjónustutímabilinu lýkur í lok október ár hvert og því fylgir ársbundinn samdráttur. Þó er aukningin á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum á milli áranna 2018 og 2019 rúm 100%. Um miðjan nóvember 2018 voru 592 einstaklingar á atvinnuleysisskrá og 1.238 á sama tíma árið 2019. Aukið atvinnuleysi felur í sér enn frekari samdrátt. Er það því hagur allra að atvinnurekendur á Suðurnesjum snúi bökum saman og vinni í sameiginlegu átaki við að ráða fólk í vinnu sem er á atvinnuleysisskrá í samfélaginu.

Ráðningarstyrkur til atvinnurekanda

Við vitum að þegar að kreppir þá er launakostnaður íþyngjandi í rekstri fyrirtækja. Við hjá Vinnumálastofnun viljum því vekja athygli atvinnurekenda á þjónustu okkar sem heitir „Ráðningarstyrkur“. Ráðningastyrkur er fjárstyrkur sem

gerir atvinnurekendum auðveldara fyrir að ráða nýtt starfsfólk. Á sama tíma fá atvinnulausir tækifæri til að komast á vinnumarkaðinn að nýju. Fjárhæð atvinnuleysisbóta einstaklingsins eru greiddar til fyrirtækisins sem hluti af launum viðkomandi starfsmanns ásamt lífeyrissjóðsframlagi sem er 11%. Þar með lækkar mánaðarlegur launakostnaður fyrirtækisins þann tíma sem samningurinn er í gildi. Hámarkslengd slíks samnings er sex mánuðir. Flestir geta verið sammála um að vinna sé velferð. Hún er bæði velferð einstaklinga sem og samfélagsins í heild. Atvinna og virkni er fólki nauðsynleg og rannsóknir hafa sýnt fram á að langtímaatvinnuleysi er ógn við heilsu þeirra sem fyrir því verða og getur leitt til örorku. Starfsfólk Vinnumálastofnunar vinnur ötullega í því að koma fólki í virkni og komast þannig hjá langtímaatvinnuleysi. Stöðugt er verið að leita nýrra lausna og leiða til að mæta þessari vá í síbreytilegu umhverfi. Við viljum því biðla til atvinnurekanda í samfélaginu á Suðurnesjum um að leggja okkur lið og kynna sér þjónustu sem þeim stendur til boða á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Ráðgjafar svara gjarnan fyrirspurnum. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumála­ stofnunar á Suðurnesjum.

LEADERS IN HIGH PERFORMANCE COMPUTING

VERKSTJÓRASTÖÐUR Í GAGNAVERI VERNE GLOBAL Gagnaver Verne Global auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í framtíðarstörf í vaxandi iðnaði. Viðkomandi þarf að áhuga á að tileinka sér nýja tækni og vilja til að afla sér nýrrar þekkingar og reynslu. Um er að ræða störf stöður verkstjóra á rekstrarsviði. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé sveinspróf, iðn- eða tæknifræði menntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góð tök á enskri tungu og sé fær um að tjá sig bæði munnlega og skriflega. Vinnutími er alm. dagvinna ásamt bakvaktafyrirkomulagi. Starfs- og ábyrgðasvið m.a.: • Stýring viðhalds og viðhaldsáætlana • Samskipti og samningar við birgja og þjónustuaðila • Skipulagning, gerð og viðhald verkferla, verklýsinga og verkáætlana • Skipulagning, eftirlit og verkstýring á viðhaldi og uppsetningu á búnaði viðskiptavina gagnaversins • Skipulagning, eftirlit og verkstýring á uppsetningu og viðhaldi grunnbúnaðar sem tengist innviðum í rekstri gagnaversins • Reglubundin gagnaöflun og skýrslugerð Kröfur til starfmanns m.a.: • Enskukunnátta • Hreint sakavottorð • Reglusemi og stundvísi Umsókn ásamt starfsferilskrá á ensku, skal skilað fyrir 5. febrúar 2020 með því að senda tölvupóst á hr@verneglobal.com


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þegar börn missa foreldri

Ásgeir R. Helgason og Sigríður Erlingsdóttir.

Um eitt hundrað börn á ári verða fyrir því áfalli að foreldri þess fellur frá og helmingur þeirra dauðsfalla eru krabbameinstengd. Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu-, stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Með fagaðilum er átt við til dæmis kennara, skólastjórnendur, frístundakennara, skólasálfræðinga og skólahjúkrunarfræðinga. Krabbameinsfélagið mun einnig bjóða heilbrigðisstarfsfólki sem kemur að umönnun barna upp á stuðning og handleiðslu. Á Suðurnesjum fara fulltrúar Krabbameinsfélagsins fljótlega af stað og kynna þetta verkefni hjá stofnunum á svæðinu. Í forsvari eru þau Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, og Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Kerfið þarf að styðja börn sem aðstandendur

„Lög voru sett í landinu árið 2019 sem tryggja að börnum undir átján ára aldri, sem misst hafa foreldri sitt, verði sinnt af fagfólki. Þau eiga rétt á stuðningi og fagfólkið, sem á að sinna þessum

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

börnum, þarf að hafa markviss úrræði og aðgang að handleiðslu og öðrum stuðningi. Krabbameinsfélagið vinnur nú að því, í samstarfi við heilbrigðiskerfið, Sorgarmiðstöðina og skólakerfið, að styrkja þekkingu og stuðning við fagfólk sem vinnur í nærumhverfi þessara barna,“ segir Ásgeir.

Faglegt bakland Krabbameinsfélagsins

„Við erum að fara af stað með spurningarlista til starfsmanna leikskóla, grunnskóla og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þetta er þarfagreining þar sem leitast er við að greina hvaða stuðning starfsfólk skólanna telur sig þurfa frá því fagfólki sem starfar við ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins og hvaða reynslu skólarnir hafa af svona málum,” segir Ásgeir. „Við veltum upp þeirri spurningu hvað Krabbameinsfélagið getur gert á landsvísu en erum nú að einbeita okkur að þeim svæðum þar sem starfsmaður

Börn verða að fá stuðning við foreldramissi, allir sem vinna með börnum bera ábyrgð á þeim. Kerfið þarf að bregðast rétt við og styðja börn undir átján ára aldri ... er á vegum félagsins eins og á Suðurnesjum. Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins getur verið faglegt bakland fyrir starfsfólk skólanna um land allt og einnig handleiðsluaðili fyrir starfsfólk heilsugæslunnar,“ segir Sigríður og bætir við: „En það er einmitt heilsugæslan sem á að sinna þessum börnum samkvæmt lögum.“

Eru að fara af stað með þarfagreiningu

„Við þurfum að sjá hvernig landið liggur núna og vinna út frá þeim niðurstöðum. Börn verða að fá stuðning við foreldramissi, allir sem vinna með börnum bera ábyrgð á þeim. Kerfið þarf að bregðast rétt við og styðja börn undir átján ára aldri. Fjölskyldan er mjög mikilvæg en tengslin rofna oft við missi. Við höfum séð að börn sem koma úr samheldnum fjölskyldum bjarga sér betur eftir andlát foreldra, hins vegar verða þau börn sem eiga ekki þannig fjölskylduaðstæður að njóta stuðnings opinberra aðila,“ segir Ásgeir. „Við viljum hér með tilkynna skólum á Suðurnesjum að þeir mega eiga von á okkur í heimsókn þar sem við leggjum þarfagreiningu fyrir starfsfólkið, sem er mikilvægt skref í upphafi þessa verkefnis,“ segir Sigríður.

FS-ingur vikunnar:

Kurteisi er besti eiginleiki í fari fólks – segir Natan Rafn Garðarsson, 17 ára Njarðvíkingur sem er FS-ingur vikunnar. Helstu áhugamálin hans eru bílar og kellingar. Ef hann mætti ráða þá myndi hann breyta fjarvistarkerfinu í FS. Hvað heitir þú á fullu nafni? Natan Rafn Garðarsson. Á hvaða braut ertu? Flugvirkjabraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Njarðvík og er sautján ára. Hver er helsti kostur við FS? Heba, ritari skólans. Hver eru áhugamálin þín? Bílar og kellingar. Hvað hræðistu mest? Máva. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Gunnar Geir frumkvöðull. Hver er fyndnastur í skólanum? Gunnar. Hvað sástu síðast í bíó? Nýjustu Star Wars. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Grískt jógúrt. Hver er helsti gallinn þinn? Ég er frekar ofvirkur. Hver er helsti kostur þinn? Rassinn. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Spotify. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Fjarvistarkerfinu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Kurteisi. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ekkert spes. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Bifvélavirki, ætla að skipta um braut á næstu önn. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Njarðvík.

Uppáhalds... ...kennari: Þorvaldur. ...skólafag: Íslenska. ...sjónvarpsþættir: Breaking Bad.

...kvikmynd: Harley Davidson and the Marlboro Man. ...hljómsveit: The Police. ...leikari: Keanu Reeves.

Glaðir Grindvíkingar Þeir sögðust vera að spila Forseta, spil sem líkist Kana og er mjög vinsælt hjá Grindvíkingum í frímínútum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég vinn alltaf,“ segir Pétur Ingi en hinir grípa inn í og segja það ekki satt. Þegar aðspurðir, sögðust þeir litlar áhyggjur hafa af eldgosi rétt fyrir utan Grindavík og báðu Víkurfréttir að setja þessa ljósmynd í blaðið með ofanverðri fyrirsögn.

Ásgeir Þór Elmarsson, Kjartan Árni Steingrímsson, Friðrik Þór Sigurðsson og Pétur Ingi Bergvinsson.


fimmtudagur 30. janúar 2020 // 5. tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þrír Njarðvíkingar í landsliðið

Púttklúbburinn vann – Júdófólk vann til verðlauna á RIG Ingólfur, Heiðrún og Daníel voru sátt með árangur sinn á Reykjavíkurleikunum.

Púttklúbbur Suðurnesja færði Íþróttafélaginu Nes 50 þúsund króna peningagjöf að loknu boccia-móti sem efnt var til í byrjun árs. Hafsteinn Guðnason, formaður klúbbsins, afhenti Nesfólki gjöfina. Þátttakendur voru yfir 300 manns en svo fór að lokum að Púttklúbbur Suðurnesja sigraði og lögreglan á Suðurnesjum varð í öðru sæti.

Um helgina fór fram keppni í júdó í Reykjavík International Games (RIG). Njarðvíkingar sendu sína sterkustu keppendur, þau Andrés Nieto Palma, Jóel Helga Reynisson, Guðmund Stefán Gunnarsson, Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur, Daníel Dag Árnason og Ingólf Rögnvaldsson. Heiðrún með silfur.

RIG er alþjóðlegt mót þar sem einungis er keppt í fullorðinsflokki og fjöldinn allur af erlendum keppendum sem taka þátt í öllum flokkum. Þeir Ingólfur og Daníel stóðu sig best karlanna í Njarðvík og hvor um sig kræktu í brons eftir margar erfiðar viðureignir. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir skráði sig í sögubækur Njarðvíkur og vann til fyrstu silfurverðlauna félagsins í þessu sterka móti. Hún sigraði þrjá andstæðinga af fjórum og átti jafna viðureign við sigurvegara flokksins.

Góður árangur Njarðvíkinga Keppt var í tíu flokkum á Reykjavíkurleikunum, júdódeild Njarðvíkur stóð sig vel með ein silfur- og tvenn bronsverðlaun af þeim ellefu verðlaunum sem Íslendingar unnu til á mótinu. Eftir að hafa sýnt frábæran árangur í þessu sterka móti hafa þau Daníel, Ingólfur og Heiðrún öll verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Danish Open sem fer fram í Danmörku 8. og 9. febrúar.

Hagkvæmar lausnir fyrir þitt fyrirtæki • Reglulegar ræstingar • Alhliða hreingerningar • Bónleysing, bónun og viðhald gólfa • Teppahreinsun • Sérhæfð þrif á steinteppum • Vélskúrun • Önnur sérverk Hafið samband við söludeild s:580 0600 sala@dagar.is

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Þorbjörn – stórasta fjall í heimi!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

LOKAORÐ

www.n1.is

Sími: 421 0000

facebook.com/enneinn

Ragnheiðar Elínar

Litla, saklausa fellið

ENNEMM / SÍA / NM95281

Kuldaboli er kominn á kreik K2 kuldagalli EN471 CL.3

Dimex kuldagalli

Vattfóðraður kuldagalli með cordura efni á álagsflötum. Með rennilás á skálmum. Hægt að taka hettuna af.

Vattfóðraður kuldagalli með renndum brjóstvösum. Litur: Svartur. Stærðir: S–3XL.

Litur: Gulur. Stærðir: XS–5XL.

Vnr. 9609 648

Vnr. 9616 K2 2009

Olympia ullarbolur Langerma ullarbolur með kraga og rennilás úr merinóull. Litur: Svartur. Stærðir: S–2XL.

35%

Vnr. A546 JSB517-16

afsláttur Olympia föðurland úr ull Föðurland úr merinóull. Ekki með klauf.

Tilboðsverð 14.235 kr. m/vsk

Litur: Svartur. Stærðir: S–2XL.

Verð áður 21.900 kr. m/vsk A546 JSB517-21

Leðurhanskar

Vettlingar

Lambhúshetta

Dimex húfa

Fóðraðir Tegera leðurhanskar með riflás.

Hlýir Showa 451 vettlingar með góðu gripi. Ca 25 cm háir.

Lambhúshetta úr flísefni, fóðruð með bómull.

Dimex prjónahúfa.

Ein stærð.

Litur: Dökkgrár. Ein stærð.

Vnr. 9658 451

Vnr. A421 2

Vnr. 9609 4260+

Litur: Ljós. Stærðir: 9, 10, 11. Vnr. 9640 335

Verslanir N1 um land allt Akureyri s. 440 1420 • Blönduós s. 440 1339 • Húsavík s. 440 1448 Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574 • Klettagarðar s. 440 1330 Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245 • Reyðarfjörður s. 474 1293

Reykjanesbær s. 421 4980

Alltaf til staðar

Vestmannaeyjar s. 481 1127

Vinkona mín varð fimmtug í fyrra og ákvað að ganga á fimmtíu fjöll á afmælisárinu – eitt þeirra var Keilir sem allir vita að er auðvitað allt að því hverfisfjall okkar Reyknesinga. Ég verð að viðurkenna að ég varð því pínu svekkt þegar ég sá mynd af henni á samfélagsmiðlum á toppi Keilis ... án mín. Til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig bauð ég mig fram um að koma með næst þegar hún færi í göngu í mínu hverfi. Hún tók mig auðvitað á orðinu og hafði samband um hæl, það væri annað Reykjanesfjall á listanum … hið eina og sanna Þorbjarnarfell. Allir 243 metrarnir! Þetta var smá skellur og innra með mér bærðist sú áleitna spurning hvort hún treysti mér ekki í hærra fjall? Við gerðum góðlátlegt grín að litla, óþekkta fellinu sem langaði örugglega til að vera frægt fjall, göntuðumst með það að okkur fyndist varla taka því að skokka þarna upp, hóuðum samt í fleiri vinkonur og gerðum fyrirtaks eftirmiðdag úr þessu sem endaði auðvitað með dekri og dinner í Bláa lóninu. En nú hefur litla, saklausa fellið aldeilis fengið uppreisn æru og er umtalaðasta fjallið á Íslandi í dag og þótt víðar væri leitað. Ástæðan er auðvitað sú að óvissustigi var lýst yfir á svæðinu á sunnudaginn vegna mikillar og óvenjulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu. Þetta eru sannarlega stórtíðindi og ekki laust við að beigur setji að manni þegar náttúruöflin minna á sig svona nálægt heimahögunum – hér í hverfinu. Þó svo að við vitum að Reykjanesið er uppfullt af gígum, jarðhita og jarðskjálftum hef ég persónulega aldrei leitt hugann að því í alvöru að hér gæti gosið, enda ekki gerst í fleiri hundruð ár. Vonandi verður ekkert úr því en hvað sem gerist er þetta holl áminning um það hvar við búum og hver það er í raun og veru sem ræður för. Ég horfi með aðdáun á alla viðbragðsaðilana sem hafa tekið höndum saman um að undirbúa aðgerðir, svara spurningum og uppfræða almenning – og spá fyrir um framvindu mála eftir bestu þekkingu sem völ er á. Óvissan er verst og þó svo að ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hvort úr þessu verði gos er mikilvægt að tíminn sé nýttur vel til undirbúnings þess versta, þó allir voni auðvitað það besta. Það er mikið undir, heilt bæjarfélag og mikilvægir innviðir eins og raforkuver, hitaveita, alþjóðaflugvöllur og eitt af undrum alheimsins að mati National Geographic – Bláa lónið. Nú krossum við fingur um að ekkert meira verði úr þessu – en hvað sem verður þá er litla, saklausa fellið er orðið að stóru, frægu fjalli.

... og háhýsi við Keflavíkurhöfn

ÓVISSA Í GRINDAVÍK

fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is