Víkurfréttir 4. tbl. 41. árg.

Page 1

SUÐURNESJAMAGASÍN Í ÞESSARI VIKU MANNLÍF

MENNING

ÞORRABLÓT

LJÓÐASKÁPUR

„VERTU MEMM“

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

Filoreta Osmani í viðtali KEFLAVÍKUR

GUNNHILDAR

fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

Rappað fjör yfir súrmat Rapparinn Emmsjé Gauti tryllti þorrablótsgesti á Þorrablóti Keflavíkur í Blue-höllinni síðasta laugardagskvöld. Tæplega 800 Keflvíkingar þjófstörtuðu þorrblóti og stórstjörnur úr tónlistarheiminum krydduðu skemmtilegt kvöld. Góður þorramatur frá Réttinum setti punktinn yfir i-ið. Fleiri myndir má sjá inni í blaðinu og einnig um 200 ljósmyndir frá kvöldinu á vf.is. Einnig verður sýnt frá þorrablótinu í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta.

KRÚTTLEGUR KÓPUR Lögreglan kom krúttlegum kópi hringanóra til bjargar við Skipasmíðastöð Njarðvíkur í síðustu viku. Kópurinn var vannærður og einnig með sýkingu í augum. Hann er nú í fóstri hjá Húsdýragarðinum sem ætlar að hressa kópinn við þannig að hann komist á ný út í náttúruna. Lögreglumaðurinn Atli Gunnarsson heldur á kópnum.

VF-mynd/Hermann Sigurðsson.

Reykjanesbær leysir til sín fasteignir fyrir 3 milljarða - og lækkar skuldaviðmið enn frekar

Kona alvarlega slösuð eftir ofsaakstur síbrotamanns Tvær bifreiðar skullu saman í mjög hörðum árekstri á Sandgerðisvegi síðasta laugardag. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar reyndist undir áhrifum fíkniefna, var án ökuréttinda og á stolnum bíl. Kona liggur alvarlega slösuð eftir óhappið. Ökumaður Subaru bifreiðar ók á miklum hraða þegar lögreglubifreið elti hann á leið til Sandgerðis og reyndi að stöðva með þeim afleiðingum að hann ók framan á Hyundai bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Í henni voru tvær konur og slasaðist farþeginn þar mjög alvarlega. Nota þurfti klippur til að ná

þeim út og voru þær fluttar á Landspítalann. Farþeginn liggur þar nú. Tók nokkurn tíma að ná konunum úr bílnum og var Sandgerðisvegi lokað í tvær, þrjár klukkustundir. Ökumaðurinn sem var valdur að slysinu slapp án teljandi meiðsla. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu á mánudag þar sem fram kemur að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, sæti nú síbrotagæslu. Lögreglumennirnir sem veittu eftirförina höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að leysa til sín þeir eignir sem hafa verið í eigu Fasteignar hf. og nýttar hafa verið undir starfsemi sem ekki flokkast undir lögbunda starfssemi sveitarfélaga. Um er að ræða Hljómahöllina, Íþróttaakademíuna, 88-Húsið, golfskálann í Leiru, hús gömlu dráttarbrautarinnar í Grófinni og Þórustíg 3. Umsamið kaupverð eru tæpir þrír milljarðar og lækkar leiguskuldbinding sveitarfélagsins sem því nemur. Þetta kemur fram í bókun Guðbrandar

Einarssonar, oddvita Beinnar leiðar sem hann flutti fyrir hönd meirihluta

HEILSUDAGAR Í NETTÓ 23. JANÚAR - 2. FEBRÚAR

Ofurtilboð á hverjum degi!

Heilsu- &ar

lífsstílsdag

KRÍLIN VEGAN KETÓ LÍFRÆNT UMHVERFI HOLLUSTA UPPBYGGING

ALLT AÐ

25% TUR AFSAFLÁT HEILSU- OG LÍFSSTÍLSVÖRUM

Frá slysavettvangi á Sandgerðisvegi. VF-myndir/pket.

Hljómahöllin, Íþróttaakademían og fleiri fasteignir eru aftur komnar í eigu Reykjanesbæjar frá Fasteign.

bæjarstjórnar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Að sögn Guðbrandar má gera ráð fyrir að skuldaviðmið Reykjanesbæjar lækki við þessi kaup um 10% hjá samstæðu og um 15% hjá sveitarsjóði. Þá má einnig gera ráð fyrir að þessi aðgerð auki möguleika sveitarfélagsins til endurfjármögnunar á öðrum skuldum sem einnig gæti hjálpað til við að bæta rekstur sveitarfélagsins. „Hér er því stórum áfanga náð sem ber að fagna,“ segir í bókun Guðbrandar.

TILBOÐIN GILDA 23. JANÚAR

KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ

- 2. FEBRÚAR 2020

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ Fylgstu með og nálgastu upplýsingar á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á heilsudögum.

128

Heilsu-g&ar

lífsstílsda

SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!

KRÍLIN VEGAN KETÓ LÍFRÆNT UMHVERFI HOLLUSTA UPPBYGGING

ALLT AÐ

25% TTUR AFSAFLÁ HEILSU- OG M LÍFSSTÍLSVÖRU

- 2. FEBRÚAR 2020 TILBOÐIN GILDA 23. JANÚAR

OFURTILBOÐ - GILDIR ÞENNAN EINA DAG! Fimmtudagur 23. jan. Tilboð dagsins

Isola möndlumjólk 1L

298

KR/PK ÁÐUR: 1.739 KR/PK

42% AFSLÁTTUR

40% AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR

45% AFSLÁTTUR

Now Astaxanthin 4 mg, 60 töflur

Hollgæti lífrænar rískökur 100 gr - jarðarberja, kókos eða súkkulaði

KR/PK ÁÐUR: 3.089 KR/PK

KR/PK ÁÐUR: 319 KR/PK

1.789

KR/STK ÁÐUR: 499 KR/STK

Engiferrót (kg)

Tilboð dagsins

999

AFSLÁTTUR

KR/STK ÁÐUR: 466 KR/STK

299

Tilboð dagsins

Laugardagur 25. jan.

Now Psyllium Husk 500 mg, 200 töflur

36%

Good Good súkkulaði álegg 350 gr

Föstudagur 24. jan.

175

50%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Spergilkál (kg)

Mangó (kg)

ALLT Á HEILSUDÖGUM Í VEFVERSLUNINNI ÖLL TILBOÐ Á HEILSUDÖGUM MÁ FINNA Á NETTO.IS


VERIÐ VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA 23. JANÚAR - 2. FEBRÚAR

25% AFSLÁTTUR

Änglamark snyrtivörur - Engin aukaefni

Änglamark matvörur - Lífrænt vottuð

25%

✔ Engin astma- og ofnæmisvaldandi efni

AFSLÁTTUR

✔ Engin litar- eða lyktarefni ✔ Framleitt úr völdum innihaldsefnum ✔ Svansvottaðar vörur

Allar vörur frá Now á 25% afslætti

25%

Jömm sósur á 25% afslætti

25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Pizzur frá Skjaldbökunni á 34% afslætti

Nano pönnukökur á 25% afslætti

34%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Allar vörur frá Himneskri Hollustu á 25% afslætti

25%

25%

Allar vörur frá Sistema á 20% afslætti

AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

Heilsudagar standa yfir dagana 23. janúar - 2. febrúar 2020 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Lágmúli • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gamall vatnstankur verður rifinn í vor Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar Helga Þórsdóttir hefur verið ráðin í starf safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar. Hún mun hefja störf í byrjun febrúar. Helga er með brottfararpróf frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands ásamt því að hafa lokið M.A. í myndlist frá De l’ecole Nationale d’Arts de Cergy-Pontoise Mention og M.A. í menningarfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún einnig stundað nám í innanhúsarkitektúr í Frakklandi og leiðsögu í Leiðsögumannaskólanum í Kópavogi. Hún hefur starfað í Byggðasafni Vestfjarða frá árinu 2016, m.a. sem forstöðukona. Þá hefur hún einnig komið víða við í sýningarstjórn og textaskrifum um myndlist.

Bæjarráð Grindavíkur telur ekki forsvaranlegt að viðhalda gömlum vatnstanki við Melhólabraut í Grindavík. Tankurinn stendur skv. aðalskipulagi á skipulagðri íbúðabyggð. Af þeim sökum telur bæjarráð ekki forsvaranlegt að leggja í kostnað vegna viðhalds. Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að gamli vatnstankurinn verði rifinn í vor. Árið 1992 stóð til að rífa gamla vatnstankinn sem stendur ofan við bæinn austanmegin við Grindavíkurveginn. Jón Steinar Sæmundsson rifjaði málið upp á fésbókarsíðu sinni á nýliðnu ári. Þar segir að þá

þótti mönnum of dýrt að rífa gripinn og því var Vilborg Guðjónsdóttir myndmenntakennari við Grunnskóla Grindavíkur fengin til að mála tankinn til þess að gera úr honum bæjarprýði. Það var svo sumarið 1992 sem að Vilborg gengdi stöðu flokkstjóra í vinnuskólanum að hún fékk hjálp við verkið frá unglingunum sem voru í vinnu hjá henni. Að sögn Vilborgar tók um hálft sumar að mála tankinn, oft kom rigning og þá þurfti að hætta og svo var ansi mikil hæð og misfella í kring þannig að fara þurfti varlega. Á þessum tíma sem liðinn er hefur einu sinni verið farið yfir verkið.

11-14

alla virka daga

Tólf íbúðir í nýju húsi að Hafnargötu 27

Arahólsvarða í Vogum þarfnast lagfæringa

Gamli vatnstankurinn við Melhólabraut verður rifinn í vor. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Reykjanesbæjar hækkar Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð skal velferðarráð taka ákvörðun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar ár hvert. Hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar miðast við framreikning á vísitölu neysluverðs

Opið:

Mynd úr gögnum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.

Fasteignasalan Ásberg ehf. hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnargata 27 í Keflavík með uppdráttum frá Unit ehf. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma sem lauk 30. desember 2019. Í tillögu felst að fjarlægja núverandi hús að Hafnargötu 27 að hluta eða í heilt og reisa fimm hæða fjölbýlishús, auk bílgeymslu á einni hæð austan við húsið. Í nýju húsi er gert ráð fyrir skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á jarðhæð og samtals allt að tólf íbúðum á hæðum fyrir ofan. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Svona verður Hafnargata 27 ef af áformunum verður.

í desember ár hvert. Á síðasta fundi velferðarráðs var lagt til, í samræmi við framreikning, að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fari úr kr. 149.678,í kr. 152.717,- pr. mánuð árið 2020. Velferðarráð samþykkir hækkunina.

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur óskað eftir því að umhverfinefnd Sveitarfélagsins Voga ræði ástand Arahólavörðu og samþykki að unnið verði að endurbótum á henni. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar í síðustu viku. Í afgreiðslu umhverfisnefndar segir að nefndin taki undir með félaginu að varðan þarfnast lagfæringar. Hafa þurfi í huga lög um friðuð mannvirki við endurbæturnar og leita ráða sérfróðra svo vel megi fara. Bæjarstjóra Voga er falið að koma verkinu í réttan farveg.

Arahólsvarða í Vogum í góðum félagsskap árið 1940. Mynd af vef Sveitarfélagsins Voga.

Viðræðum um sameiningu Grindavíkurrisa slitið

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Viðræður um sameiningar fiskvinnslufyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík hefur verið slitið. „Meginskýringin er sú að við náðum ekki alla leið með nógu mörg mál til að klára þetta,“ sagði Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta þarf mikið lengri tíma. Við slitum viðræðum en erum enn betur tilbúnir að fara í enn meira samstarf. Við rekum þrjú fyrirtæki saman og það kæmi jafnvel frekari samrekstur

til greina,“ sagði Gunnar en fyrirtækin sem hann nefnir eru Haustak, Codland og Pytheas sem er framleiðslu- og markaðsfyrirtæki í Grikklandi. Gunnar segir að farið hafi verið í ágætis vinnu og báðir aðilar kynnst fyrirtækjunum betur. „Við sjáum hvaða snertifletir koma helst til greina. Við eigum eftir að útfæra það aðeins betur,“ sagði Gunnar og útilokaði ekki að viðræður hæfust aftur síðar.

SPURNING VIKUNNAR

Gerirðu eitthvað sérstakt fyrir makann á bóndadaginn?

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Guðmunda Kristín Ásgeirsdóttir:

„Ég dekra við eiginmanninn alla daga en hann fær sérstakt dekur á bóndadaginn, þorramat og koníak.“

Rakel Heiðarsdóttir:

„Ég mun gera það í ár en annars þarf ég ekki bóndadag til að dekra við hann. Þorramatur er ekki í uppáhaldi.“

Rúna Tómasar:

„Ég gleymi oftast bóndadegi en þegar ég man eftir deginum þá hef ég eitthvað gott í matinn, ekki þorramat.“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Vilborg Einarsdóttir:

„Já alltaf. Ég elda góðan mat handa honum og svo eigum við kósí kvöld saman. Við borðum slátur og sviðasultu en ekkert endilega á bóndadaginn.“

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Komdu á rafmagnaða

stórsýningu!

Laugardaginn 25. janúar verða frumsýningar, kynningar og forsölur allsráðandi í samstarfi við HEKLU. Léttar veitingar verða á boðstólnum og við tökum vel á móti þér. Audi frumsýnir e-tron 50 sem er sérstaklega glæsilegur rafbíll með yfir 300 km. drægni sem og splunkunýjan, glæsilegan og sívinsælan A1. Volkswagen frumsýnir nýjan e-up! sem var að lenda á Íslandi en hann er ódýrasti rafbíllinn á markaðnum og dregur allt að 260 kílómetra. Skoda frumsýnir nýjan Superb sem var að koma til landsins. Einnig er hafin forsala á Superb iV sem er fyrsti tengilvinnbíllinn frá Skoda og er væntanlegur á vormánuðum.

Laugardagur 25. janúar

Hlökkum til að sjá þig!

Opið milli 11 og 15 FRUMSÝNING

FORSALA

Audi e-tron 50

Skoda Superb iV

FRUMSÝNING

FRUMSÝNING

Skoda Superb

Audi A1

FRUMSÝNING

Volkswagen e-up!

Bílakjarninn ehf · Njarðarbraut 13 · 260 Reykjanesbæ · Sími: 421 2999


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR • FIMMTUDAGURINN 12. JANÚAR 1984

Samtímasaga Suðurnesja í fjóra áratugi Á þessu ári fögnum við þeim tímamótum að Víkurfréttir hafa komið út í 40 ár. Frá fyrsta tölublaði Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst 1980 hafa komið út nærri 1900 tölublöð, síðurnar yfir 20.000 og fréttirnar næstum óteljandi. Til að fagna afmæli Víkurfrétta á þessu ári ætlum við reglulega að glugga í gömul blöð og rifja upp fréttir, sýna ykkur gamlar myndir og jafnvel að heyra í fólki og taka stöðuna eins og hún er í dag. Í þessari viku skoðum við frétt af óveðri sem gerði þann 5. janúar 1984 þegar stórtjón varð, m.a. í höfninni í Sandgerði þar sem margir bátar skemmdust og munaði minnstu að yrði manntjón.

„Það tjón sem varð á Suðurnesjum í óveðrinu á dögunum, flokkast að mestu undir mannleg mistök, þó furðulegt sé. Er aðalástæðan sú að þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir um veðurlag og sjávargang virðist fólk ekki hafa tekið þær til greina og því fór sem fór,“ sagði í frétt Víkurfrétta 1984. Þessar eru trúlega ónýtar eftir ferðalagið, sagði í texta með myndinni.

Hvers vegna var ekki vakt í bátunum?

Voru mannleg mistök orsök tjónanna? Stór hluti vertíðarflota Sandgerðinga skemmdur og hús urðu umflotin sjó í Höfnum. þær sem áður er sagt frá á Reykjanesbraut svo og hins að rafmagnið fór af í rúmar 5 klukkustundir. Síðari daginn var það sjávargangurinn í Sandgerði, Höfnum og Grindavík sem minnti okkur óþyrmilega á veðrið, en trúlega eru 5 litlir þilfarsbátar frá 8 og upp í 14 tonn mikið skemmdir ef ekki ónýtir og fjöldinn allur af öðrum bátum varð fyrir tjóni, sem þó varð mest á Sjávarborginni, en hún hefur eins og kunnugt er legið ónotuð í Sandgerðishöfn um tíma og beðið eftir loðnuveiðileyfi sem hún hafði loks fengið er óhappið varð. Í Höfnum flæddi sjór upp að 7 húsum, þar af voru 2 fiskverkunarhús og

Frétt úr Víkurfréttum fimmtudaginn 12. janúar 1984 Það tjón sem varð á Suðurnesjum í óveðrinu á dögunum, flokkast að mestu undir mannleg mistök, þó furðulegt sé. Er aðalástæðan sú að þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir um veðurlag og sjávargang virðist fólk ekki hafa tekið þær til greina og því fór sem fór. Koma hefði mátt fyrir mestan hluta tjónsins í Sandgerði ef menn hefðu verið á vakt í skipum sínum, eða betur hefði verið frá þeim gengið. Ef sjóvarnargörðunum í Höfnum hefði verið haldið við eins og vera ber, hefði tjón af völdum sjávargangs án efa orðið mun minna. Svona má telja áfram. Fyrri óveðursdaginn lokaðist Reykjanesbrautin vegna þess að tveir gámabílar frá Eimskip voru á leið inn eftir. Stöðvaði annar bílstjórinn bíl sinn, en hinn hélt áfram þar til hann lenti þversum á brautinni og lokaði henni þar með. Tók góða stund að opna brautina á ný, því erfiðlega gekk að lagfæra bílinn. Þrátt fyrir mikið óveður víða um land fyrri daginn er ekki hægt að tala um óveður hér um slóðir, að vísu komu annað slagið snarpar vindhviður og í einni fauk hluti af þaki á Gluggaverksmiðjunni Ramma í Njarðvík, en þar

„Svavar Ingibersson fór á vörubíl niður á bryggju í veðrinu þar sem koma átti böndum á bátana og hugmyndin var að draga þá frá grjótinu með vörubílnum. Sjórinn tók vörubílinn hins vegar eins og eldspýtustokk og henti honum út í sjó. Það bjargaði Svavari, sem fór niður með bílnum, að það var maður á bryggjunni sem náði honum strax þegar hann kom út úr bílnum. Var hann orðinn þrekaður en hafði þó meðvitund og var strax fluttur á sjúkrahús,“ segir í fréttinni frá því í janúar 1984. var nýbúið að skipta um járn og var ekki búið að ganga alveg frá því. Að öðru

leyti urðum við ekki vör við óveðrið nema varðandi samgöngutruflannir

Frá flóðasvæðunum í Höfnum.

„Leist ekki á blikuna“

„Já ég man vel eftir þessu óveðri, því björgunarsveitin Sigurvon var kölluð út um klukkan sjö að morgni og sagt að það væri mikið óveður og mikið um að vera í Sandgerðishöfn. Margir bátar voru slitnir frá bryggju og komnir upp í grjótgarðinn við ljósvitann,“ segir Sandgerðingurinn Reynir Sveinsson þegar hann var beðinn um að rifja upp atburðinn í ársbyrjun 1984. „Ég var á jeppa og fór beint út að suðurbryggju og stoppaði við bátabrautina. Þá var Sjávarborgin komin upp í grjótgarðinn. Svo varð mér litið út um vinstri gluggann á bílnum og sé að það kemur mjög stór alda landmegin og fer yfir veginn þar sem ég var staðsettur. Mér leist ekki á blikuna þegar sjórinn gusaðist á bílinn minn sem stóð þetta af sér en aldan fór yfir bílinn og inn í höfnina. Það var heilmikið starf að koma bátunum upp á land sem margir hverjir voru mikið skemmdir og sumir ónýtir eftir veðurofsann.“

Þessar gömlu myndir úr safni Reynis Sveinssonar sýna vel hvernig aðstæður voru við Sandgerðishöfn áður en sjóvarnagarðar voru settir upp við norðurgarðinn. Hér koma fyllurnar yfir hafnargarðinn.

spennistöð staðarins og stóð sjávargangur að þessum húsum á þriðja tíma, en tjón varð ekki teljandi, nema hvað rafmagn hefur sennilega skemmst í tveimur húsum og þá grófst undan sökkli hússins. epj./pket. Í blaðinu árið 1984 voru viðtöl við tvo sjómenn í Sandgerði sem urðu vitni að óhöppunum. Þar fóru níu litlir þilfarsbátar og þrír stórir upp í fjöru og tveir bílar fóru í höfnina, vörubíll með einum skipstjóranum og lítill bíll sem fauk út í og kramdist milli skips og bryggju áður en hann sökk undir bátinn. Víkurfréttir frá þessum tíma má nálgast á Timarit.is.


Stórglæsilegar íbúðir, parhús og einbýlishús í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ.

SÖLUSÝNING HJALLALAUT 1 SUNNUDAGINN 26. JANÚAR MILLI 13:30 OG 14:30

Sölusýning í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ á fullbúnum íbúðum með sérinngangi og einbýlishúsum. Vandaðar innréttingar og tæki. Glæsileg hönnun. • 4ra herbergja íbúðir með sérinngangi, 111 fm. til 147 fm.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

• Parhús með innbyggðum bílskúr, 204 fm. Afhent fullkláruð án gólfefna.

Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar í síma 845-0425 eða edda@fjarfesting.is

• Einbýlishús með innbyggðum bílskúr, 230 fm. til 250 fm. Afhent tilbúin til innréttinga og frágengin að utan.

FJÁRFESTING

• Teikningar af væntanlegum eignum eru á staðnum.

Sími 562 4250 fjarfesting.is

Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars.

FASTEIGNASALA EHF • Borgartúni 31 • 105 Reykjavík • E-mail: edda@fjarfesting.is

Edda Svavarsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM: 845 0425


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tillögur að bættu starfi í leikskólum Reykjanesbæjar – Aðeins þriðjungur starfsfólks með leikskólakennaramenntun Reykjanesbær, líkt og fjöldi annarra sveitarfélaga, hefur í mörg ár verið töluvert frá því að uppfylla lágmarksviðmið um mönnun leikskóla með fagmenntuðum einstaklingum. Í leikskólum bæjarins er um 33% hlutfall starfsfólks með leikskólakennaramenntun. Fræðsluráð telur að til þess að leikskólar bæjarins verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir sé fullt tilefni til að grípa til aðgerða í samræmi við tillögur starfshóps sem gerði skýrslu um bættar starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Þetta kemur fram í fundargerð fræðsluráðs frá fundi þess 6. desember en þar segir að í skýrslu starfshóps séu margar gagnlegar tillögur til að styrkja starf í leikskólum bæjarins.

Umbætur í leikskólastarfinu

miðum í samræmi við tillögu starfshópsins. Að auki skuli framkvæma úttekt á hljóðvist hvers leikskóla, gefi úttekt tilefni til framkvæmda skulu þær kostnaðarmetnar og lögð fram umbótaáætlun.

Bæjarstjórinn Kjartan Már bregður ásamt leikskólabörnum af leikskólanum Tjarnarseli við afhjúpun söguskilta við Strandleið fyrir nokkrum árum.

Stuðningur við starfsfólk í leikskólakennaranámi

á að skýrslan sem slík sé ekki endapunktur í því verkefni að betrumbæta starfsaðstæður nemenda og starfsfólks í leikskólum heldur upphafspunktur. Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunnog framhaldsskóla kveða á um að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskóla

Þau umbótatækifæri sem greind eru í skýrslu starfshópsins snúa að umhverfi leikskólakennara, leiðbeinenda, stjórnenda í leikskólum sem og þeirra barna sem sækja leikskóla. Fræðsluráð mun fylgja því eftir að unnið verði að umbótum í leikskólastarfi á grunni skýrslunnar, ráðið leggur einnig áherslu

GEFÐU GÓÐ RÁÐ Í APÓTEKARANUM KEFLAVÍK

APÓTEKARINN ÓSKAR EFTIR LYFJAFRÆÐINGI TIL STARFA Í APÓTEKI OKKAR Í KEFLAVÍK. STARFSSVIÐ Í starfinu felst fagleg ábyrgð á afgreiðslu lyfja samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsölu. Ef þú hefur háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi, brennandi áhuga á þjónustu, ert jákvæður og opinn einstaklingur, þá gætum við verið að leita að þér.

skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara. Reykjanesbær á langt í land til þess að uppfylla þær kröfur, auk þess sem meðalaldur leikskólakennarahópsins sé hár og nýliðun lítil. Reykjanesbær styður nú þegar við starfsmenn sem eru í námi í leikskólakennarafræðum með því að greiða þeim laun á meðan þeir fara í staðlotur og vettvangsnám, fjarvera kennaranemana getur þó verið áskorun fyrir leikskólana á meðan á námi stendur.

Leikskólar lokaðir milli jóla og nýárs

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að útfæra tillögu varðandi starfstíma leikskóla þ.e. að stefnt sé að því að vinnufyrirkomulag í leikskólum verði sambærilegra öðrum skólastigum, þá sérstaklega í grunnskólum. Fyrsta skrefið í því er að leikskólar bæjarins verða lokaðir á milli jóla og nýárs frá og með árinu 2020. Lokunin skuli ekki hafa áhrif á launakjör starfsfólks leikskólanna. Ekki skal innheimta leikskólagjöld þá daga sem leikskólar eru lokaðir. Fræðslusviði/sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að greina kosti og galla þess að loka leikskólum í dymbilviku líkt og gert er á öðrum skólastigum. Greiningin skal meðal annars ná utan um nýtingu á leikskólaplássum þessa daga, viðhorfi foreldra til þess að leikskólastarf sé skert að hluta eða öllu leyti í dymbilviku, viðhorf starfsfólks til lokunar að hluta eða öllu leyti í dymbilviku sem og kostnaðargreining.

Undirbúningstímar starfsfólks leikskóla

UPPLÝSINGAR

Í skýrslunni segir að frá upphafi starfsárs 2020 skuli undirbúningstími leikskólakennara og deildarstjóra vera aukinn frá því sem hann er í dag. Þessu til viðbótar skal vera búið að rýmka heimildir leikskólastjóra vegna yfirvinnugreiðslna fyrir undirbúning frá upphafi starfsárs 2020.

Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Stefánsdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri, gudbjorg@apotekarinn.is

Barnagildisviðmið

Umsóknir merktar „Keflavík“ ásamt ferilskrá sendist á starf@apotekarinn.is fyrir 15. febrúar.

Þá felur Fræðsluráð sviðsstjóra fræðslusviðs að kostnaðarmeta þær breytingar sem lagðar eru til í barnagildisvið-

Fræðsluráð leggur til að Reykjanesbær endurgreiði starfsfólki sínu sem stundar nám samhliða vinnu í leikskólakennarafræðum aðstöðu- og próftökugjald hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að leita samstarfs við fræðslustofnanir í Reykjanesbæ (Keili og/eða MSS) með það að markmiði að bjóða upp á leikskólakennaranám í menntastofnunum bæjarins, eða aðstöðu til hópfjarnáms. Fræðsluráð skal upplýst um framgang í maí 2020. Fræðsluráð felur leikskólafulltrúa að framkvæma viðhorfskönnun hjá ófaglærðu starfsfólki leikskóla, til þess að komast að því hvaða atriði yrðu hvatning fyrir því að hefja nám í leikskólakennarafræðum.

Leikskólavist fyrir börn yngri en tveggja ára

Fræðsluráð vill að fjármagn (fyrir húsnæði og rekstur) verði tryggt til stækkunar Hjallatúns auk eins leikskóla í Keflavíkurhverfinu, sem fræðslusvið gerir tillögu um, fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2021. Einnig er lagt til að leikskólinn Völlur á Ásbrú nýti allt sitt húsnæði og að fjármagn verði tryggt í endurbætur á húsnæðinu ef þörf er á. Í tengslum við minnisblað hagdeildar Reykjanesbæjar um ungbarnaleikskóla í Reykjanesbæ felur fræðsluráð leikskólafulltrúa að undirbúa erindisbréf fyrir faghóp sem hefur það að markmiði að greina ítarlega kosti og galla annars vegar ungbarnaleikskóla og hins vegar að setja á stofn ungbarnadeildir í núverandi leikskólum. Erindisbréfið skal lagt fyrir næsta fund fræðsluráðs.

Raunhæfar tillögur til úrbóta Hópurinn leggur fram í skýrslunni raunhæfar tillögur til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, börnum, leikskólakennurum og öðru starfsfólki til heilla. „Það hefur komið í ljós á síðustu misserum að leikskólastigið er í vanda sem verður að leysa eigi þetta fyrsta skólastig barna að skila því hlutverki sem því er ætlað. Vöxtur leikskólans hefur verið mikill undanfarin ár. Sífellt yngri börnum er boðin leikskóladvöl án þess að faglærðum kennurum fjölgi um leið og kröfur um öflugt og faglegt leikskólastarf hefur aukist. Forsenda þess að vel takist til er að hlúa að mannauði hvers leikskóla, því er mikilvægt að starfsaðstæður í leikskólum bæjarins verði með því besta sem gerist. Þannig mun leikskólastigið í Reykjanesbæ halda áfram að vaxa og dafna,“ segir í lokaorðum skýrslu starfshópsins um bættar aðstæður í leikskólum bæjarins.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Við erum í næsta nágrenni!

www.apotekarinn.is

- lægra verð


Sumar störf hjá Airport Associates 2020

Summer jobs at Airport Associates 2020

Airport Associates flugafgreiðslu fyrirtæki við Keflavíkurflugvöll leitar að starfsfólki í sumarstörf. Um er að ræða hluta –sem og heilsdagsstörf í vaktavinnu.

Airport Associates an independent ground handling service company at Keflavík Airport is looking for individuals for summer jobs. All positions are based on shift work, both full time and part time.

Umsækjendur þurfa að sækja undirbúningsnámskeið áður en til starfa kemur og þurfa að geta hafið störf í apríl/maí og unnið út september/október 2020. Mikilvægt er að allir umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, hafi ríka þjónustulund, séu stundvísir og agaðir í starfi en jafnframt sveigjanlegir. Góð enskukunátta er skilyrði í allar stöður. Reynsla á sviði flugafgreiðslu er kostur. Allir umsækjendur þurfa að vera með hreint sakavottorð.

Employees will have to complete training before they start working. Employment period will be from April/May until end of September/October 2020. It is important that all applicants are good in human relations, service minded and are punctual and flexible. Good English skills are required for all positions. Experience in the field of ground handling is an advantage. Applicants must have a clean criminal record.

Nánari upplýsingar um störfin:

More information about the positions.

Farþega – og farangursþjónusta Almenn farþegaafgreiðsla eins og innritun, bókanir, þjónustuborð og önnur þjónusta við farþega. Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem og ökuréttindi æskileg, tölvukunnátta og góð enskukunnátta mikilvæg. Lágmarksaldur 20 ár.

Passenger service General passenger handling such as, check in, boarding, ticketing, service desk etc. Graduate or equivalent education and driving license is preferable. Good computer skills important. Minimum age is 20 years.

Hlaðdeild Hleðsla og afhleðsla flugvéla á farangri og frakt. Akstur og notkun vinnuvéla á flughlaði. Ökuréttindi skilyrði og vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 19 ár.

Ramp handling Loading and offloading of luggage and cargo to and from aircrafts. Driving and operating machines on the ramp. Valid driving license required, and machine operating license is preferable. Minimum age is 19 years.

Ræsting og öryggisleit flugvéla Starfið felst í ræstingu og öryggisleit í flugvélum. Ökuréttindi skilyrði. Lágmarksaldur er 18 ár. Hleðslueftirlit Gerð hleðsluskráa, þjónusta við áhafnir og samræming gagna frá öðrum deildum. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg og tölvukunnátta mikilvæg. Lágmarksaldur 20 ár. Frakt Skimun, móttaka og afhending á inn -og útfluttningi flugfraktar. Ökuréttindi skilyrði og tölvukunnátta mikilvæg. Vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 18 ár. Sótt er um störfin rafrænt á heimasíðu fyrirtækisins www.airportassociates.com Umsóknarfrestur sumarstarfa er til og með 16. febrúar 2020.

Aircraft cleaning & security Cleaning and security searching aircrafts arriving and departing at Keflavik Airport. Driving license required. Minimum age is 18 years. Load control Main tasks making load sheets, communicating with crews and coordination data from other departments. Graduate or equivalent education desirable and good computer skills important. Minimum age is 20 years. Cargo warehouse Screening, buildup/breakdown, reception and delivery of air freight in warehouse. Valid driving license required and computer skills important. Machine operation license preferable. Minimum age is 18 years. Applications are submitted electronically on the company website www.airportassociates.com Deadline for applying is the 16 th of February 2020.


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjölmenn útskrift Keilis í Hljómahöllinni Keilir brautskráði 89 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ föstudaginn 17. janúar 2020. Við athöfnina voru brautskráðir 57 nemendur af Háskólabrú, 25 atvinnuflugmenn og sjö nemendur úr fótaaðgerðafræði. Var þetta í fyrsta sinn sem útskrift Keilis fer fram í Hljómahöllinni en fjölmennar útskriftir skólans voru búnar að sprengja utan af sér Andrews Theater á Ásbrú þar sem þær höfðu farið fram undanfarin ár. Jóhann Friðrik Friðriksson, fram­ kvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, auk þess sem Magnús Scheving flutti hátíðarræðu. Samtals hafa nú 3.648 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofn­ aður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007. Í lok ársins 2019 voru yfir eitt þúsund nemendur skráðir í nám og námskeið á vegum Keilis og hafa aldrei fleiri aðilar lagt stund á nám við skólann en nú. Keilir brautskráði 89 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ föstudaginn 17. janúar 2020. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson

Magnús Scheving flutti hátíðarræðu við útskrift Keilis á föstudaginn.

Fjöldi nemenda við skólann hefur aukist um 50% frá því í febrúar á þessu ári en munar þar mestu um nýnema í Menntaskólanum á Ásbrú sem hófu nám í ágúst á stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð og atvinnuflugnema sem lögðu áður stund á nám í Flug­ skóla Íslands en hann sameinaðist Flug­ akademíu Keilis í byrjun ársins 2019. Þá tók Keilir einnig við umsjón með námskeiði til inntökuprófs í læknisfræði en þau hafa verið haldin undanfarin ár við góðan orðstír framhaldsskóla­ nema af öllu landinu. Eftir sem áður eru stærstu námsbrautirnar Háskólabrú og atvinnuflugnámið.

Útskrift Háskólabrúar Keilis

Háskólabrú Keilis brautskráði sam­ tals 56 nemendur úr öllum deildum. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðu­ maður Háskólabrúar, stýrði útskrift og afhenti viðurkenningarskjöl ásamt Margréti Hanna, verkefnastjóra. Dúx

Háskólabrúar var Eva Lind Weywadt Oliversdóttir, með 9,56 í meðaleinkunn. Hún fékk gjafir frá Íslandsbanka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Valdimar Anton Eiríks­ son flutti ræðu útskriftarnema. Með útskriftinni hafa samtals 1.911 nemendur útskrifast úr Háskólabrú Keili frá fyrstu útskrift skólans árið 2008 og hafa lang flestir þeirra haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis. Aldrei hafa jafn margir nemendur stundað frumgreinanám í Keili og á þessu námsári en á annað hundrað umsóknir bárust í fjarnám Háskólabrúar sem hófst í byrjun janúar. Þeir bætast við fjölmennasta hóp ný­ nema í Háskólabrú sem hófu nám síðastliðið haust og stunda þar með núna hátt í þrjú hundruð nemendur frumgreinanám í Keili.

Á fjórða hundrað atvinnuflugnemar hafa útskrifast frá Keili

Flugakademía Keilis - Flugskóli Ís­ lands brautskráði 25 atvinnuflugnema. Samtals hafa 332 atvinnuflugmenn út­ skrifast sem atvinnuflugmenn frá Keili, ásamt Flugskóla Íslands hafa skólarnir tveir brautskráð yfir tólfhundruð at­ vinnuflugmenn frá stofnun þeirra. Að jafnaði leggja á þriðja hundrað nem­ endur stund á flugnám við skólann á ári hverju. Björn Ingi Knútsson, forstöðumaður Flugakademíu Keilis - Flugskóla Ís­ lands, stýrði útskrift og afhenti at­ vinnuflugmönnum prófskírteini ásamt Baldvini Birgissyni, skólastjóra. Arnar Freyr Jónsson fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur

í atvinnuflugmannsnámi með 9,82 í meðal­einkunn. Þetta er önnur hæsta meðal­einkunn í sögu Flugakademí­ unnar. Fékk hann gjafir frá Icelandair, Air Iceland Connect, Norland Air og Air Atlanta. Ræðu útskriftarnema í atvinnuflugnámi hélt Lars Gustaf Daniels­son.

Fótaaðgerðafræðingar útskrifast í þriðja sinn

Sjö nemendur brautskráðust í þriðju útskrift námsbrautar Keilis í fótaað­ gerðafræði. Arnar Hafsteinsson, for­ stöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, stýrði útskrift og Jóhanna Björk Sigur­ björnsdóttir, þróunarstjóri námsins, aðstoðaði við brautskráninguna.

Aðalheiður Hjelm fékk viðurkenn­ ingu fyrir góðan námsárangur með 9,21 í meðaleinkunn en þetta er hæsta lokaeinkunn sem gefin hefur verið í fótaaðgerðafræðinámi Keilis frá upphafi. Fékk hún gjafir frá Praxis og Áræði. Ræðu útskriftarnema fyrir hönd fótaaðgerðafræðinga flutti Anna Vilborg Sölmundardóttir. Keilir hefur boðið upp á nám í fótaað­ gerðafræði frá febrúar 2017 og stunda að jafnaði á annan tug nemenda námið hverju sinni. Fótaaðgerðafræði er lög­ gilt starfsgrein og teljast fótaaðgerða­ fræðingar til heilbrigðisstétta. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis.

Hafdís Hulda Garðarsdóttir, dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja:

Fór líka í handavinnu og forritun til að prófa eitthvað nýtt

Hagkvæmar lausnir fyrir þitt fyrirtæki • Reglulegar ræstingar • Alhliða hreingerningar • Bónleysing, bónun og viðhald gólfa • Teppahreinsun • Sérhæfð þrif á steinteppum • Vélskúrun • Önnur sérverk Hafið samband við söludeild s:580 0600 sala@dagar.is

„Ef þú lærir vel alveg frá byrjun þá byggir þú á góðum grunni,“ eru hvatningarorð Hafdísar Huldu Garðarsdóttur, dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, til verðandi nýnema. Hafdís Hulda útskrifaðist í desember af raunvísindabraut skólans með hæstu meðaleinkunn og hlaut í kjölfarið 100 þúsund króna námsstyrk úr skólasjóði FS ásamt 30 þúsund króna styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Aðspurð hver lykillinn að svo góðum námsárangri sé svarar Hafdís því að mikilvægt sé að reyna að gera sitt besta. „Fyrir mig snerist þetta um að vinna öll verkefnin vel og vandlega, líka í þeim fögum sem geta verið erfið og eru utan áhugasviðsins.“ Hafdís Hulda fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, stærðfræði og líffræði, verðlaun frá Íslenska stærðfræðifélag­

inu fyrir árangur sinn í stærðfræði, viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku, gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir ár­ angur sinn í náttúrufræðigreinum og viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Hún segist sátt með námið í FS, það hafi verið krefjandi en einnig skemmtilegt. „Ég var á raunvísinda­

braut svo það var mjög mikið af raun­ greinum, sérstaklega stærðfræði, en svo fór ég líka í handavinnu og forritun til að prófa eitthvað nýtt.“ Eftir útskriftina stefnir Hafdís á að taka önn í Hússtjórnarskólanum, vinna smá og halda svo áfram með námið. „Mögulega verður það forritun en ég hef ekki ennþá valið mér skóla.“


SAMFÉLAGSSTYRKIR KJÖRBÚÐARINNAR Við styðjum samfélagið en þú getur hjálpað okkur að velja málefnið! Eitt af viðfangsefnum Kjörbúðarinnar er að veita styrki á landsvísu til samfélagsverkefna. Megináhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum Kjörbúðarinnar og snýr að eftirfarandi flokkum: Heilbrigður lífsstíll Æskulýðs- og forvarnarstarf Umhverfismál Mennta-, menningar- og góðgerðarmál

Farðu inn á www.kjorbudin.is og fylltu út umsókn fyrir 28. febrúar 2020. Lýsa þarf vandlega þeim verkefnum eða málefnum sem sótt er um styrk fyrir og markmiðum þeirra. Atkvæðakassa verður komið fyrir í 17 Kjörbúðum í kringum landið og viðskiptavinir velja hvaða félagasamtök hljóta styrkveitingar árið 2020. Tilkynnt verður hver fær flestu atkvæðin og verða styrkirnir afhentir í Kjörbúðum í apríl.


Hann fær fólk til sín utan úr heimi, sem vill komast í hendurnar á honum og fólk hvaðanæva að leitar til hans vegna allskonar krankleika, orðspor hans fer víða, einnig um landið okkar. Eiginkona hans er ekki síðri í að hjálpa fólki en bæði lærðu þau í Svíþjóð fyrir mörgum árum, eða rétt rúmlega tvítug, og hafa starfað í Grindavík síðan, í heimabæ frúarinnar. Lífið hefur ekki alltaf farið um þau mjúkum höndum og saman hafa þau staðið sterk í gegnum veikindi sonar síns, sem fékk krabbamein ungur að árum en er frískur í dag, og veikindi eiginmannsins, sem dó en kom aftur því hans tími til að fara var ekki kominn. Víkurfréttir fóru á trúnaðarstigið með Brynjari Péturssyni og Svanhildi Káradóttur eitt síðdegi á ísköldum vetrardegi á hlýlegu heimili þeirra í Grindavík, þar sem þau búa ásamt tveimur sonum sínum.

Vissi að hann var dáinn:

Reis aftur upp frá dauðum Ólst upp í kirkjunni á Bakkafirði

Viðtalið átti að snúast um Brynjar sem dó en reis aftur upp frá dauðum og gerði það í upphafi eða alveg þar til blaðakona áttaði sig á því að eiginkonan er svo tengd manni sínum að hún fékk að henda inn athugasemdum þegar við átti. En fyrst var að spyrja Brynjar hvaðan hann væri. „Ég er fæddur árið 1961 og uppalinn á Bakkafirði, í þorpinu þar. Faðir minn var rafveitustjóri og organisti í kirkjunni í fjörutíu ár. Ég ólst upp í kirkjunni og fór á sjó með pabba á grásleppuveiðar frá því að ég var lítill strákur og hélt áfram með bræðrum hans sem voru einsetumenn. Það má segja að ég sé alinn upp á sjó á sumrin. Í framhaldinu ákvað ég að verða vélfræðingur því ég vildi starfa við sjómennsku og var einnig í rafveitunni með pabba. Ég lék mér líka í fjörunni heima, þar var leikvöllurinn. Á þeim tíma sem ég var að alast upp voru þrír sveitabæir í þorpinu. Síldin kom til Bakkafjarðar og þá var unnið í henni. Á þessum tíma var ekki oft farið í bæjarferð og því var það nauðsynlegasta keypt í stórum pakkningum þegar farið var í verslun. Það voru stórir hveitipokar og sykurpokar og það nauðsynlegasta, sem hægt var að geyma í langan tíma. Mamma bakaði í stöflum en við vorum sex bræður og ég var sá fimmti í röðinni. Það var nóg að gera á strákaheimili,“ segir Brynjar og nú langar blaðakonu að vita hvernig þau, Brynjar og Svana, hafi kynnnst. Svana skýtur inn að hann hafi komið til Grindavíkur þar sem hún er fædd og uppalin, en hún er tveimur árum yngri en Brynjar.

Ekki sammála um hvar þau sáu hvort annað fyrst

„Ég var 21 árs þegar ég fór á sjó á Geirfuglinum frá Grindavík, réði mig þangað sem vélstjóri. Svo var ég á mörgum bátum eftir það. Ég sá Svönu í sjoppunni í Grindavík fyrst,“ segir Brynjar og horfir brosmildur á konuna sína, sem svarar strax, enda gustar af henni: „Nei, var það ekki í Hollývúdd, manstu, sem við kynntumst?“ Brynjar brosir og samsinnir því og heldur áfram: „En ég sá þig fyrst í sjoppunni og kannski hefur þú ekki tekið eftir mér

Ég fæ verki sem er alveg eðlilegt að hluta til. Þá stoppar í mér hjartað og Svana er að nudda á mér hvirfilinn og ekkert að fylgjast með hjartalínuritinu sem var orðið að flatlínu, engin hjartsláttur ... þá en þar tók ég fyrst eftir þér,“ og þau spjalla aðeins um þetta en svo ryðst blaðakona inn í samtal þeirra og langar að halda áfram með viðtalsþráðinn. Hvað gerðist svo? Svana tekur við: „Við fórum að vera saman. Ég var verkstjóri á sumrin í frystihúsi og ætlaði alltaf að verða íþróttakennari, flugfreyja eða lögfræðingur en að fara í heilsunám til Svíþjóðar togaði líka í mig. Þar langaði mig að læra nudd, það var stefna mín og hann var til í það með mér, langaði með til útlanda. Þetta átti að vera ævintýri sem þróaðist í ævistarf okkar. Við fórum saman til Svíþjóðar þegar ég var 22 ára og hann 24 ára. Við eignuðumst trillu saman sem við gerðum út frá Bakkafirði á sumrin en vorum í Svíþjóð á veturna að læra. Við vorum kornung, þau yngstu í skólanum og ég man einn kennarinn sagði við mig, hvernig verður þú þegar þú ert orðinn eldri þegar þú ert svona ung þegar þú byrjar að læra að taka fólk í meðferð? Þú verður örugglega mögnuð þegar fram líða stundir en mér fannst þetta þá samt svo eðlilegt. Við skildum allt sem fram fór í náminu þrátt fyrir að vera svona ung,“ segir Svana, full af krafti þegar hún segir frá þessu ævintýri þeirra.

Lærðu bæði í Svíþjóð

„Við fórum bæði að læra heilsumeðferð, mig langaði út með Svönu til Svíþjóðar þrátt fyrir að ég var búinn að læra allt annað áður, þá fann ég að þetta nám höfðaði til mín. Við lærðum bandvefsnudd þar sem við erum að endurnýja taugakerfið, íþróttanudd, sænskt nudd, kinesiology, eða vöðvatest, og ég byrjaði í osteopatanámi en kláraði það ekki en lærði nóg til að nota með þegar ég

meðhöndla. Við kláruðum allt hitt. Við sóttum um þetta nám í Svíþjóð þrátt fyrir að mig vantaði líffræðina á þeim tíma en ákváðum að fara þangað áður en við fengum svar frá skólanum því við vissum að okkur langaði að prófa að búa í Svíþjóð. Við fórum með tvær ferðatöskur með okkur og ekkert annað og fórum með Norrænu yfir hafið. Fyrst gistum við hjá vini okkar í mánuð en svo hittum við örlagavald okkar beggja, íslenska konu sem sagði að við yrðum að fara í nám hjá Göteborgs Gymnastiska Institut en það voru osteopatar sem áttu þennan skóla sem var útibú frá hinum fræga Axelsonsskóla í Svíþjóð. Við erum ennþá í sambandi við eiganda skólans og kennum þar stundum. En svona byrjaði ferill okkar beggja,“ segir Brynjar pollrólegur og yfirvegaður.

leita til okkar heldur kemur fólk af öllu landinu í meðferð og einnig utan úr heimi,“ segir Brynjar. „Við vinnum mjög mikið saman og þurfum ekkert að segja þegar við vinnum saman, við erum það tengd og vitum hvað þarf að gera með hvern og einn. Það hefur alltaf verið svona hjá okkur þegar við erum að vinna með fólk. Ég man þegar við vorum að læra að þá spurði stundum kennarinn okkur tvö hvernig við myndum gera hlutina, því þeir fundu sambandið á milli okkar, mín og Brynjars,“ segir Svana og nú berst talið að næmleika. Talað hefur verið um næmleika Brynjars í gegnum árin en þau hjónin eru bæði greinilega næm þegar þau vinna. Ertu næmur Brynjar?

Fólk vildi ekkert káf

Þegar þau koma heim aftur eftir námið í Svíþjóð ákvað Brynjar að fara aftur á sjó því þá gátu þau ekki lifað af því að meðhöndla eins og þau gera í dag. Það var einnig ákveðin feimni í fólki á þessum árum, á níunda áratugnum, við að fara í nudd og svona, sérstaklega í litlu samfélagi eins og Grindavík var á þeim tíma. Hvernig gekk að fá fólk til ykkar? „Ég byrjaði strax að fá fólk í heilsumeðferð en Brynjar gat það ekki strax því fólk var feimið,“ segir Svana og Brynjar bætir kíminn við: „Nudd! Maður er ekki að fara að láta káfa á sér, sagði fólk fyrst. Nudd var ekki eins algengt þá og það er í dag þegar allir vita hvað það gerir okkur gott og finnst það alls ekkert feimnismál að leggjast léttklædd á nuddbekkinn. Ég ákvað að vera áfram á sjónum fyrst um sinn og nuddaði á milli sjóferða. Þetta gerðum við fyrst. Það var meira að gera hjá okkur á veturna og þá fórum við á trilluna okkar á sumrin og fiskuðum vel. Ég hef alltaf verið mjög fiskinn og þegar við vorum að læra þá fjármögnuðum við allt námið og dvölina í Svíþjóð með fiskveiðum á sumrin á Bakkafirði. Svo fór að vera meira og meira að gera hjá okkur í heilsusetrinu okkar litla niður við sjó hér í Grindavík en þar erum við enn með stofu þar sem við tökum á móti fólki. Nú eru það ekki eingöngu Grindvíkingar sem

Þetta átti að vera ævintýri sem þróaðist í ævistarf okkar. Við fórum saman til Svíþjóðar þegar ég var 22 ára og hann 24 ára. Við eignuðumst trillu saman sem við gerðum út frá Bakkafirði á sumrin en vorum í Svíþjóð á veturna að læra ... Næmni getum við öll þroskað með okkur

„Ja, ég vissi alltaf hvar fiskurinn var í sjónum,“ svarar Brynjar kankvís til að staðfesta næmi sitt og bætir við: „Já, ég hef alltaf verið næmur enda alinn upp í náttúrunni á Bakkafirði og fæ stundum sýnir sem koma sér vel. Næmni er eitthvað sem við getum öll þroskað með okkur og þegar þú ert að meðhöndla fólk eins og við gerum, þá lærirðu að lesa í fólk sem er mjög hjálplegt fyrir alla. Við Svana hjálpumst að við meðhöndlunina þegar þarf, ég kem inn til hennar og hún kemur inn til mín þegar þannig stendur á. Sérstaklega þegar losa þarf fólk, liðlosa um spennu í fólki, þá eru fleiri hendur betri. Við bætum hvort annað upp.“

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Brynjar sá ljósið

Talið berst næst að því hvort Brynjar hafi séð ljósið, hvort það sé satt að hann hafi dáið? „Já, það er satt. Fyrir fjórum árum fann ég fyrir hækkun á blóðþrýstingi, þreytu og mæði eftir hreyfingu en ég hef alltaf stundað líkamsrækt og verið í mjög góðu formi líkamlega. Þetta var því mjög óeðlilegt fannst mér. Ég fór til hjartalæknis og út af sögu í fjölskyldu minni þá vildu þeir skoða mig betur. Pabbi minn fór í hjartaþræðingu 53 ára gamall sem leiddi til þess að hann fór í opna hjartaaðgerð og skipt var um fjórar æðar en hann lifði til 89 ára aldurs eftir það. Ég var að bíða eftir að komast í hjartaþræðingu og var búinn að bíða í níu mánuði. Einn daginn fórum við saman á Þorbjörn, ég og Svana, og ég bað hana að labba hægar því mér fannst hún labba ótrúlega hratt upp fjallið. Þá horfir hún á mig og segist ekki vera að ganga hratt. Eftir þetta ákvað ég að þrýsta á læknana, sagði þeim að ég gæti ekki beðið lengur eftir þræðingu og fékk það í gegn. Þegar ég kom á hjartadeildina tóku tvær konur á móti mér og spurðu mig hvað ég væri að gera þarna því ég leit svo vel út en það kom annað í ljós þegar ég var þræddur. Fremri kransæðin var 90% stífluð og settar voru þrjár fóðringar en það þurfti ekki að skera mig,“ segir Brynjar og Svana bætir við: „Þetta kom okkur algjörlega á óvart því Brynjar hefur alltaf lifað heilbrigðu lífi, passað vel upp á mataræði og hreyfingu alla tíð. Við áttum ekki von á þessum niðurstöðum.“ „Svo er ég að jafna mig inni á stofunni, Svana var hjá mér, og fæ verki sem er alveg eðlilegt að hluta til. Þá stoppar í mér hjartað og Svana er að nudda á mér hvirfilinn og ekkert að fylgjast með hjartalínuritinu sem var orðið að flatlínu, engin hjartsláttur. Ég var auðvitað bara að hvíla mig, hélt hún,“ segir Brynjar og Svana heldur áfram með frásögnina: „Þá kemur hjúkrunarfræðingur inn í eftirlit og sér strax á mónitórnum að hjartað slær ekki. Hún hrópar upp:


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

12 // 13 VÍKURFRÉTTIR // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Í 40 ÁR „Hann er í hjartastoppi!“ Ég horfði þá á Brynjar sem var dáinn. Inn kemur fullt af starfsfólki, læknar og hjúkrunarfólk og ég fór fram. Mér bregður náttúrlega og fer að hugsa um allt sem gæti gerst ef hann myndi deyja, hvað það yrði sorglegt fyrir okkur fjölskylduna, strákana, mig og alla. Ég fór á fullt í huganum. En það var samt svo skrýtið að inni í mér, var ég alveg róleg og beið frammi þegar starfsfólk kom hlaupandi til að fara inn á stofuna og bjarga Brynjari. Ég vissi að hann kæmi til baka.“ En Brynjar hvað var að gerast hjá þér á þessari stundu?

Hvítklætt fólk með hvít andlit

„Á meðan á öllu þessu stóð þarna inni á stofunni þá fékk ég mjög djúpt hátíðnihljóð inn í mig, hljóð sem ég hef aldrei heyrt áður og get ekki útskýrt. Ég finn að ég er farinn og kominn annað. Ég vissi að ég var dáinn en það hef ég áður upplifað nokkrum sinnum en alltaf komið til baka. Ég var kominn inn í sal þar sem fullt af fólki sat við sporöskjulagað borð og var að skoða framtíðina, ræða hvar þyrfti að bregðast við næst til að koma í veg fyrir alvarlega atburði. Mér fannst ég vita hvaða fólk þetta var en samt sá ég ekki andlit þeirra, þau voru með hvítt andlit og hvítklædd. Samskiptin voru ekki með orðum heldur á huglægu sviði. Ég sit við þetta borð og finn fyrir orku fólksins. Svo fannst mér kona við hlið mér spyrja mig: „Brynjar, hvað ert þú að gera hér?“ og rétt áður en hún spyr mig að þessu var ég sjálfur að hugsa, já svona sjáum við þegar við höfum engin augu, svona tala ég án þess að anda. Svo segir þessi vera aftur við mig: „Þinn tími er ekki kominn.“ Þarna voru íslenskar setningar notaðar fannst mér og ég skildi allt. Um leið og hún segir þetta við mig þá fer ég í gegnum endalausa birtu, opna augun og sé að skurðlæknirinn er mættur á svæðið. „Hvar er Svana?,“ spyr ég og vildi fá hana til mín. Læknar mínir sögðu mér að ég hafi verið farinn í tvær mínútur en

þeir gáfust ekki upp og héldu áfram að hnoða mig þar til ég kom inn aftur. Mér fannst verst þegar ég kom til baka að sjá ekki Svönu við hlið starfsfólksins en svo kom hún inn til mín. Í framhaldi af þessum atburði var ákveðið að setja í mig gangráð því hjarta mitt slær of hægt ef það fær enga hjálp en það hefur alltaf verið svoleiðis. Í kjölfarið fékk ég blóðtappa og er einnig á blóðþynningu. Ég hafði stundum dottið út áður en rannsóknir þá leiddu í ljós og talað var um að ég væri með hjarta eins og Björn Borg, íþróttamannshjarta. Þegar það gerðist áður að ég datt út, þá sá Svana um að kippa mér inn aftur en nú sér gangráðurinn um að halda hjartanu mínu við efnið og fyrir það er ég mjög þakklátur.“

Ævntýraþráin leiddi þau Svönu og Brynjar til Svíþjóðar í nám í heilsufræðum.

Auðmýkt gagnvart lífinu

Það hlýtur að vera mikill skóli fyrir mann eins og Brynjar að lenda í þessari lífsreynslu, maður sem hefur alltaf staðið sterkur og hvatt aðra áfram til að gera sitt besta. Fólk á ekki von á því að svona sterkar manneskjur lendi í þessu. Þarna kippir lífið fótunum undan Brynjari sem þarf að læra að lifa á annan hátt, eða hvað? „Maður verður að vera auðmjúkur gagnvart því sem gerðist. Þetta bjargaði lífi mínu og að vera með gangráð heldur mér frískum. Ég hef ekkert breyst nema að í dag ber ég meiri virðingu fyrir mörkum mínum, er búinn að hægja aðeins á mér og er enn að læra það. Í sumar var ég í tíu tíma úti í garði að atast í fallega veðrinu og þá kom sonur minn til mín og sagði að ég þyrfti nú ekki að taka þetta alveg í botn. En svona hefur maður alltaf verið, gert allt hundrað prósent. Það er þetta stolt en aldurinn er líka farinn að segja til sín og það þarf að virða. Nú er að læra að gera hlutina öðruvísi. Ég er þakklátur fyrir þessa reynslu og auðmjúkur. Ég hef alltaf haft samkennd með fólki en þetta kennir mér að við þurfum öll að bera ábyrgð á eigin lífi, það er í hendi okkar hvernig við viljum leyfa lífi okkar að þróast. Ég hef alltaf verið hreinn

Nú er að læra að gera hlutina öðruvísi. Ég er þakklátur fyrir þessa reynslu og auðmjúkur. Ég hef alltaf haft samkennd með fólki en þetta kennir mér að við þurfum öll að bera ábyrgð á eigin lífi ... og beinn, talað hreint út, það hefur ekkert breyst en ég er einnig æðrulaus og dæmi ekki fólk sem kemur til mín. Það hafa allir sín verkefni til að fara í gegnum í lífinu, það fá allir sinn pakka. Við Svana björgum engum, fólk verður alltaf að taka ábyrgð á sjálfu sér og heilsu sinni að lokum, þó við getum hjálpað og leitt það í gegnum hindranir og þær áskoranir sem fólk tekst á við. Lærðu að tala við sjálfan þig, hlusta á sjálfan þig og skilja sjálfan þig, þannig

ertu tilbúinn að takast á við lífið. Þeir segja mér læknarnir að ef ég hefði ekki verið í svona góðu líkamlegu standi þá hefði ég dáið þar og þá. Ég hef alltaf verið heilbrigður og er það ennþá, en núna er ég öðruvísi heilbrigður. Ég var með undirliggjandi hjartasjúkdóm sem kom fram fyrir fjórum árum. Mér finnst ég ótrúlega heppinn í dag að hafa farið í gegnum þetta og einnig upplifað það sem ég sá þegar ég dó. Það vakti ugg í mér fyrst á eftir en í dag líður mér betur með þetta allt saman og finn að ég er sterkari. Ég hef alltaf verið harður við sjálfan mig og þarf kannski að læra að vera mildari við mig sjálfan, það er lærdómurinn,“ segir Brynjar og brosir þessu óræða brosi sínu. Svana segist einnig vera þakklát í dag og finnst gott að allt fór vel með Brynjar en þessi hjón hafa ekki aðeins fengið þetta verkefni í lífinu.

Erfiðara að sjá son minn veikan

Árið 2006 varð yngri sonur þeirra alvarlega veikur af krabbameini. Á þeim

tíma héldu margir bæjarbúar Grindavíkur því fram að stóru möstrin í útjaðri bæjarins væru að geisla óæskilegum bylgjum yfir bæjarfélagið, því margir af yngri kynslóðinni voru að veikjast af krabbameini. Fólk krafðist skýringa og mælinga af hálfu Geislavarna ríkisins sem mældu á sinn hátt og sögðu ekkert óeðlilegt við þessi möstur sem standa enn og hefur m.a.s. fjölgað eftir að herinn hætti þar starfsemi því nú hafa íslensk fjarskiptafyrirtæki sett upp fleiri möstur á þessum sama stað. Kannski hefur geislunin aukist ef eitthvað er. „Mér finnst þessi skóli sem ég fór í gegnum ekkert eins og að horfa á barnið mitt veikt. Það var erfiður tími og tók verulega á. Maður vill allt gera fyrir barnið sitt. Í dag er sonur okkar heill heilsu og kallaður kraftaverkabarnið því honum var ekki hugað líf. Við Svana gáfumst aldrei upp á að hjálpa honum ásamt læknunum, við gerðum allt sem við kunnum og þeir gerðu sitt. Fyrir það erum við mjög þakklát,“ segir Brynjar að lokum.

Fjármálastjóri Airport Associates leitar að öflugum einstaklingi í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri er hluti af öflugu framkvæmda– og skrifstofuteymi fyrirtækisins. Fjármálastjóri fer með umsjón með fjármálum félagsins, skipulag fjármála, ábyrgð á uppgjöri og áætlanagerð, áhættumat fjárfestinga, fjárstýringu og hámörkun fjármuna félagins. Helstu verkefni: • Dagleg stjórnun fjármála • Áætlanagerð og kostnaðareftilit • Greiningar og skýrslugerð • Sjóðsstýring og ávöxtun fjármuna • Ábyrgð á uppgjöri • Aðkoma og eftirlit viðskiptasamninga • Samskipti og umsjón upplýsingatæknimála fyrirtækisins • Útgreiðsla launa

Hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði fjármála eða viðskipta sem nýtist í starfi skilyrði • Þekking, reynsla og færni í daglegri stjórnun fjármála • Framúrskarandi reynsla í Excel og Navison sem og önnur almenn tölvukunnátta • Reynsla og færni á sviði stjórnunar skilyrði • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni • Góð íslensku og enskukunnátta

Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki sem hóf starfsemi árið 1997. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Keflavíkurflugvelli og þjónustar um 20 flugfélög. Starfsemin felur í sér alla alhliða þjónustu við flugfélög, allt frá hleðslu/afhleðslu farms, innritun farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar, hleðslu eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu og öryggisleit í flugvélum. Meðal viðskiptavina eru British Airways, easyJet, Wizz air, Delta Airlines, American Airlines, Air Canada, Norwegian, Transavia, Neos, S7, Jet2, Vueling, Thomson Airways, Air Baltic, EuroWings, Bluebird Nordic og DHL.

Umsóknafrestur er til og með 9. febrúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Jónsdóttir Mannauðsstjóri, thorey@airportassociates.com eða í síma 420 – 0703.


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stjörnudjass í Sandgerði

Sigurður Flosason blæs í saxófóninn.

Gítarleikarinn Andrés Þór lifði sig inn í tónlistina.

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar stóð fyrir stórskemmtilegum djasstónleikum í Bókasafni Sandgerðis síðasta föstudagskvöld. Á tónleikunum frumflutti samnorræni djass­kvart­ ettinn Astra níu frumsamin lög. Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, er helsta driffjöður Jazzfjelagsins. Hér ávarpar hann gesti að loknum tónleikum.

Astra kvartettinn er skipaður þeim Sigurði Flosasyni (saxófón), Andrési Þór (gítar), Andreas Dreier (kontrabassa) og Anders Thoren (trommur). Nafn kvartettsins, Astra, hefur beina tilvísun í geiminn og voru öll lögin tengd við geiminn eða himinhvolfið á einhvern hátt. Tónleikarnir mörkuðu upphaf tónleikaraðar Astra og voru eingöngu frumsamin lög þeirra Andrésar Þórs og Sigurðar Flosasonar á dagskrá. Það má segja að tónleikarnir hafi verið nokkurskonar generalprufa því þetta var í fyrsta sinn sem lögin voru leikin

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar var stofnað í maí á síðasta ári og er tilgangur þess að efla menningu í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum öllum. Ljóst er að félagið er að gera góða hluti og þessu framtaki er vel tekið, framundan eru tvennir djasstónleikar í febrúar á vegum félagsins og ætlar sá sem þetta skrifar ekki að missa af þeim. Þess má geta að það er stefna Jazzfjelagsins er að ávallt sé frítt inn á tónleika á þess vegum.

Húðirnar lamdar og bassinn plokkaður.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

opinberlega og ætlaði kvartettinn að mæta í hljóðver morguninn eftir til að hefja upptökur á nýrri plötu. Ágætlega var mætt á tónleikana og kunnu gestir augljóslega vel að meta það sem boðið var upp á. Bókasafnið hentar ágætlega fyrir uppákomur af þessu tagi og myndaðist afar þægileg stemmning þegar ljúfir djasstónarnir liðu um salinn.

Góð stemmning myndaðist þegar ljúfir djasstónarnir fylltu salinn.

Menn höfðu nóg að ræða eftir tónleikana.

Súlan - Verkefnastjóri markaðsmála Reykjanesbær óskar eftir að ráða í stöðu verkefnastjóra markaðsmála. Við leitum að skapandi og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur góða þekkingu á markaðsmálum, er drífandi og metnaðarfullur.

Fríða Dís með útgáfutónleika í Bergi – Fagnar útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar

Fyrsta plata Fríðu Dísar, Myndaalbúm, er væntanleg þann 1. febrúar. Á plötunni verður að finna átta frumsamin lög með textum á íslensku og frönsku. Í hverju lagi vinnur hún úr ákveðinni minningu sem raðast saman líkt og ljósmyndir í albúmi. Rödd Fríðu fær að njóta sín í dreymandi hljóðheimi sem er drifinn áfram af hráum en þéttum bassaleik hennar sem á augljósar rætur í fyrstu áratugum rokksins. Með Fríðu koma meðal annars fram Smári Guðmundsson á gítar, Stefán Örn Gunnlaugsson á píanó og syntha, Kristinn Snær Agnarsson á trommur, Óskar Guðjónsson á saxófón, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar og Óskar Þór Arngrímsson sér um áslátt. Platan verður flutt í heild sinni og skyggnst verður á bak við lögin og töfrana sem áttu sér stað í upptökuferlinu. Tónleikarnir verða í Berginu, Hljómahöll, laugardaginn 15. febrúar 2020.

Verkefnastjóri markaðsmála ber ábyrgð á undirbúningi og mótun markaðsstefnu bæjarins og þeirri vinnu sem felst í að koma henni í framkvæmd. Hann ber ábyrgð á þróun stafrænna miðla og markaðssetningar til innri og ytri viðskiptavina. Einnig ber honum að vera í samskiptum við fjölmiðla, hönnuði og ýmsa hagsmunaaðila. Helstu verkefni: • Vinnur að og ber ábyrgð á markaðssetningu og jákvæðri ímynd Reykjanesbæjar • Mótun markaðsstefnu Reykjanesbæjar gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum • Ýmis greiningarvinna • Hefur yfirumsjón með öllu kynningarefni sveitarfélagsins og samræmingu þess • Þróun á notkun stafrænna miðla til markaðssetningar • Mótun, framkvæmd og eftirfylgni markaðsáætlunar • Gerð kostnaðaráætlunar markaðsmála

Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Staðgóð þekking og reynsla af markaðsmálum • Þekking og reynsla af starfsemi opinberrar stjórnsýslu er kostur • Framúrskarandi samstarfshæfileikar • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð • Skapandi og lausnamiðuð nálgun • Þekking og reynsla af hönnunarforritum • Reynsla af markaðssetningu á samfélagsmiðlum og leitarvélabestun • Þekking á Google Ads, Google Analytics og Facebook Business Manager • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2020 en sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Frekari upplýsingar veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðukona Súlunnar, í gegnum netfang thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6725.


Það er lítið mál að mála

20

Öll innimálning

% afsláttur Tilboðsverð

Tilboðsverð

Interiør 10

6.076 4l.

Almennt verð: 11.795

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

erðu ve !G Verð á lítra

1.519

m a nb

Frá

% Þú mátt ekki missa af þessu! afsláttur af völdum vörum

Almennt verð: 7.595

rt verð bæ

80602709

20 ÚTSÖLULOK um helgina 90

til

86610040

sa rð

ð! ur

rt verð bæ

9.436

Kópal 4l. hvítt Gljástig 25

Frá

m a nb

1.048

Innimálning

ð! ur

9l.

sa rð

erðu ve !G Verð á lítra

Lyktarlítil vatnsþynnanleg akrýl innimálning. Þekur vel og gefur slitsterkt yfirborð sem auðvelt er að þrífa. Notast á flest alla fleti innandyra t.d. spónaplötur, gips, múr og steinsteypu.

SUÐURNES


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvatningin:

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Þeir hörðustu réru á milli lægða Það fór eins og ég hafði spáð í lok síðasta pistils, að loksins myndi gefa aðeins á sjóinn. Það gerði smá gat á milli lægða og þeir hörðustu gátu róið frá miðvikudegi og fram að laugardegi. Þeir fáu línubátar af minni gerðinni sem gera út frá Grindavík lönduðu reyndar í Þorlákshöfn. Þeir fóru nokkrir þangað og voru að leggja línuna undan Þjórsárósum og aðeins austar. Sævík GK var með 30 tonn í fimm róðrum og voru um 26 tonn af aflanum fengin þar. Daðey GK 22 tonn í fjórum, öllu landað í Þorlákshöfn. Gísli Súrsson GK var líka á sömu slóðum en ekki voru allar aflatölur komnar inn um hann þegar þetta er skrifað. Þó höfðu um tólf tonn í þremur róðrum skilað sér inn, mest 9,1 tonn í róðri. Dúddi Gísla GK hélt sig á miðunum skammt frá Grindavík og var með 18,2 tonn í fjórum róðrum. Hraunsvík GK, sem er eini netabáturinn í Grindavík, var að fiska nokkuð vel, var með 18,8 tonn í fimm róðrum. Í Sandgerði var ansi mikið um að vera. Steinunn HF var með 24 tonn í fimm róðrum og mest tæp átta tonn í róðri. Katrín GK 17,4 tonn í þremur og mest níu tonn í róðri. Beta GK með 22,6 tonn í aðeins þremur róðrum

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

og það má geta þess að á Betu GK eru aðeins þrír skipverjar. Gulltoppur GK 11,9 tonn í tveimur en hann rær með bala eins og Katrín GK. Alli GK með tólf tonn í tveimur róðrum. Guðrún GK um átta tonn í einni löndun. Margrét GK 27 tonn í aðeins þremur róðrum. Óli á Stað GK 30 tonn í fimm róðrum. Óli G GK nítján tonn í þremur róðrum. Nokkrir línubátar réru skammt undan Garðskagavita og meðfram Garðinum, lögðu þar línu og lentu í nokkuð góðri veiði. Þetta svæði er mjög þekkt sem ansi gott handfæraveiðisvæði og t.d. fengu bátarnir Beta GK, Gulltoppur GK og Guðrún GK allir góðan afla þar. Beta GK kom með um 8,5 tonn þaðan, Gulltoppur GK um 6,5 tonn og Guðrún GK um átta tonn. Síðan gerði enn eina bræluna og fóru þá t.d. Guðrún GK og Beta GK

inn í Njarðvík til þess að geta róið inn í flóa í skjóli. Óli G GK fór alla leið inn í Hafnarfjörð. Óli á Stað GK fór líka inn í Njarðvík. Hann hefur reyndar róið tvisvar frá Njarðvík í Garðsjóinn en pistlahöfundi er ekki kunnugt um aflatölur hjá þeim. Netabátarnir frá Sandgerði hafa fiskað ágætlega. Þeir voru að leggja netin skammt undan Hvalsnesi og áleiðis að Reykjanesvita en á laugardeginum færðu þeir sig allir inn í flóa og lönduðu í Njarðvík. Þá fóru reyndar Halldór Afi GK og Bergvík GK á sjóinn seinni partinn á sunnudeginum og lönduðu báðir rétt um miðnætti í Keflavík. Halldór Afi GK er kominn með um fjögur tonn í fjórum róðrum. Bergvík GK 1,8 tonn í tveimur. Maron GK fjögur tonn í þremur. Grímsnes GK 26 tonn í níu róðrum og Erling KE 24 tonn í sjö. Sunna Líf GK var svo með um 1,5 tonn í tveimur róðrum. Hjá dragnótabátunum hefur veiðin verið mjög misjöfn. Fyrir það fyrsta hafa þeir lítið getað komist á sjóinn. Benni Sæm GK er með 29 tonn í fimm róðrum. Sigurfari GK 32 tonn í fimm og Aðalbjörg RE 2,2 tonn í tveimur róðrum frá Sandgerði. Enginn dragnótabátur hefur landað í Grindavík

Góðmennska Ég hef alltaf sagt við þá sem koma í jógatíma til mín að fyrst og fremst þurfum við að vera góð, góð við okkur sjálf og góð við aðra. Að vera okkar besti vinur, tala fallega við okkur sjálf, hrósa okkur og sættast við okkur eins og við erum. Einnig að vera góð við aðra. Það gefur okkur alveg ótrúlega mikið að vera góð við aðra, rétta hjálparhönd og brosa.

KÆRLEIKUR, UMHYGGJA OG GÓÐMENNSKA. Gróa Björk Hjörleifsdóttir, grunnskólakennari og jógakennari.

Skuldaviðmið lækkar Á síðasta fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 21. janúar voru samþykkt kaup á fasteignum sem verið hafa í eigu Fasteignar hf. og hafa verið nýtt undir starfsemi sem ekki hefur verið flokkuð sem lögbundin starfsemi sveitarfélaga.

Helstu eignirnar eru:

Hljómahöllin, Íþróttaakademían, golfskálinn, Hjómahöllin og 88-húsið og er kaupverð þessara eigna tæpir þrír milljarðar króna. Þessi aðgerð í ágætu samræmi við það samkomulag sem gert var við kröfuhafa á sínum tíma og mun hafa verulega jákvæð áhrif á stöðu Reykjanesbæjar.

Leiguskuldbindingar lækka

Við þetta munu leiguskuldbindingar bæjarsjóðs Reykjanesbæjar lækka og það mun hafa bein áhrif á skuldaviðmið sem mikið er rætt um og ræður miklu um fjárhagslegt sjálfræði sveitarfélagsins.

Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi

STEINGRÍMUR JÓNASSON Heiðarbraut 9c, Reykjanesbæ

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkirkirkju, þriðjudaginn. 28. janúar kl. 13:00 Hermína Jónasdóttir Einar Einarsson Jóhann Jónasson Ómar Örn Jónasson Ingrida Mytting og frændsystkini

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vinarhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa

SÆVARS BRYNJÓLFSSONAR skipstjóra Pósthússtræti 3, Keflavík

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur?

Einnig þökkum við öllum þeim sem af alúð og fagmennsku studdu hann í veikindum hans. Ingibjörg Hafliðadóttir Bryndís Sævarsdóttir Einar Þ. Magnússon Hafliði Sævarsson Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir Brynjólfur Ægir Sævarsson Áslaug Ármannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

Má reikna með að skuldaviðmiðið lækki um allt að 10% í samstæðureikningi og15% hjá bæjarsjóði. Skuldaviðmið samstæðu var 137% um síðustu áramót og þessi 10% lækkun mun öll hafa áhrif á skuldaviðmiðið til lækkunar. Þá var rekstur Reykjanesbæjar á ágætu samræmi við áætlanir á árinu og því getum við átt von á því að að sjá talsverða lækkun á skuldaviðmiði í ársreikningi fyrir árið 2019 sem lagður verður fram á vordögum. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.


Þekking í þína þágu

Starfstengt nám á þínum forsendum! – Sveigjanlegir kennsluhættir og tengsl við atvinnulífið MSS býður margvíslegt starfstengt nám sem hefur það að markmiði að efla færni á vinnumarkaði og skapa þér ný tækifæri. Viltu skipta um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur?

Endurmenntun atvinnubílstjóra Samgöngustofa hefur veitt MSS vottun til að halda úti endurmenntun atvinnubílstjóra, nám sem atvinnubílstjórar skulu taka á 5 ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum. ›› ›› ›› ››

Vistakstur Farþegaflutningar Vöruflutningar Fagmennska og mannlegi þátturinn

›› Lög og reglur ›› Umferðaröryggi ›› Skyndihjálp

Skrifstofuskólinn Skrifstofuskólinn, grunn- og framhaldsnám eflir færni í bókhaldi og veitir innsýn í rekstur fyrirtækja. Kennt er á bókhaldsforritið Navision.

Inga Snæfells Reimarsdóttir Námið er mjög áhugavert og skemmtilegt og hefur staðist allar mínar væntingar. Það mun nýtast mér í mínu starfi og opna fyrir mig aðra möguleika á vinnumarkaðnum.

Ásdís Erla Jónsdóttir Skrifstofuskólinn er í alla staði frábær. Góðir kennarar, gott skipulag, góður andi og alveg frábærir námsfélagar. Ég mæli eindregið með skrifstofuskólanum.

Nánari upplýsingar og skráning á mss.is


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Magnað stuð ti Keflavíkur á Þorrabló

Nærri átta hundruð manns mættu á Þorrablót Keflavíkur sem var haldið í Blue-höllinni í tíunda skipti. Skemmtidagskrá var veglegri en nokkru sinni fyrr þar sem margir af þekktustu skemmtikröftum og tónlistarmönnum landsins stigu á svið. Þorramaturinn rann ljúft ofan í glaða gesti sem brostu framan í ljósmyndara og aðra enda stemmningin frábær í fyrsta stóra þorrablóti ársins. Keflvíkingar eru þekktir fyrir að þjófstarta þorrablótum og þeir gerðu það enn og aftur.

Mugison var í hópi nn skemmtikrafta, ha í lög stu be sín söng nýrri útfærslu.

Rapparinn Emmsjé Gauti náði upp frábærri stemmningu.

Steindi og Auddi fóru á kostum.

Gleðin var allsráðandi.

Myndirnar á kvöldinu tók Hermann Sigurðsson. Um 200 myndir frá kvöldinu má sjá á vf.is

SUÐURNESJAMAGASÍN Í ÞESSARI VIKU

AFGREIÐSLUSTJÓRI

FRAUÐPLASTVERKSMIÐJA ÁSBRÚ Borgarplast hf leitar að öflugum starfsmanni til að sinna afgreiðslu og sölu á einangrunarplasti og frauðkössum og tengdum vörum í verksmiðju félagsins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Starfið felst í móttöku sölupantana, samskiptum við viðskiptavini, tiltekt og frágangi vörusendinga og skipulagningiu útkeyrslu. Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulögð vinnubrögð • Geta til að vinna undir álagi • Góð almenn tölvuþekking • Reynsla af sölu og lagerstörfum • Þekking á sjávarútvegi og/eða byggingariðnaði er kostur

Borgarplast er iðnfyrirtæki sem starfrækir nýja frauðplastverksmiðju á Ásbrú sem framleiðir húsaeinangrun og frauðkassa fyrir útflutning á ferskum fiski. Þá rekur félagið hverfisteypuverkmiðju í Mosfellsbæ sem að framleiðir fiskikör, fráveitulausnir og ýmsar aðrar hverfisteyptar vörur.

Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2020. Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri í síma 896 0122 eða á gs@borgarplast.is. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn og ferilskrá á atvinna@borgarplast.is.

„VERTU MEMM“ BÆJARLÍFIÐ

Filoreta Osmani segir okkur frá því hvað íþróttir hafa gert fyrir hana

MANNLÍF

MENNING

FLOTTAR FASTEIGNIR Í DALSHVERFI

VIÐSKIPTI

ÞORRABLÓT

Suðurnesjamagasín skoðar húseign við Bjarkardal

LJÓÐASKÁPUR

KEFLAVÍKUR

GUNNHILDAR

Þjóðleg skemmtun með 770

Suðurnesjamagasín á ljóðakvöldi

blótsgestum í Keflavík

í Bókasafni Sandgerðis

fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


Ný verslun opnar

Eðvald Heimisson er verslunarstjóri í nýju verslun Slippfélagsins Reykjanesbæ.

Við opnum á laugardaginn, 25. janúar kl. 10:00, nýja verslun í:

Hafnargötu 61 Gamla Vatnsnes húsið (áður Reykjafell)! Við opnum málningarverslun Slippfélagsins sem áður var í Hafnargötu 54 í Hafnargötu 61. Sömu frábæru vörurnar og persónulega þjónustan á nýjum stað.

Vertu velkomin í kaffi! SLIPPFÉLAGIÐ Hafnargötu 61 Reykjanesbæ Sími: 421 2720 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Unga fólkið um nýja áratuginn

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

Nú þegar nýr áratugur er genginn í garð setjast mörg hver niður og velta fyrir sér hver næstu skref verða. Nóg er af markmiðasetningum og lífsstílsbreytingum allt um kring, hvers kyns sem þær eru, og flestir leggja sig fram við að komast smám saman nær draumum sínum. Víkurfréttir heyrðu í ungu fólki frá Suðurnesjum og fengu að vita hver plön þeirra fyrir 2020 væru. Sara Lind Ingvarsdóttir:

ar og þá „Ég stefni á að klára námið mitt í sum í efnafræði vonandi útskrifast með BS-gráðu fnið mitt í í október. Þegar ég klára BS-verke eitthvert fara að ná sumar væri draumur að í sjálfnum köfu a safn að r viku krar nok út í ndur. stre og n sjóin nsa hrei boðastarfi við að að leita mér Eftir útskriftina ætla ég svo bara haldsnám að vinnu og finna út í hvaða fram mig langar.“

Hilda Mar Guðbrandsdóttir:

Melkorka

Rós Hja

rtardóttir „Fyrst og : fremst ætl a stúdent í maí, taka ég að ná að verða up janúar/feb rúar og ge p meiri tónlist í fa út tónlis part árs. Ég t se stöðum o ætla að spila á no innig svo er lí ka fullt af kkrum með Gosp da e ætla ég að lkór Jóns Vídalíns. gskrá Annars halda áfra m mér sem sk iptir alltaf að vinna í sjálfri meira me m estu máli ð fj sem að eft ölskyldunni og vin , vera u ir útskrift hefur mað m þar tíma.“ ur meiri

„Ég hef á tilfinningunni að 2020 verð i gott. Ég kem til með að útskrifast með BSc gráð u í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri í vor sem og klára bókhaldsnám frá NTV. Einnig starfa ég sem flugfreyja hjá Icelandair yfir sum artímann og bíð ég spennt eftir komandi sum ri. Einu markmiðin sem ég hef sett fyrir 2020 er að huga betur að andlegu heilsunni og einnig að bæta hreyfingu inn í rútínuna. Ég gerði heiðarlega tilraun árið 2018 og hreyfði mig einu sinni og er ennþá alltaf á leiðinni aftur eftir þetta eina skipti fyrir bráðum tveim ur árum, viðurkenni að ég þarf aðeins að girð a mig í þeim málum. Annars mun ég halda áfram að skapa dýrmætar minningar með fjöls kyldunni minni og vinum.“

Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir

Árný Sif Kristínardóttir: „Árið 2020 mun ég útskrifast sem geisl afræðingur og vonandi byrja að vinna fullt starf við það. En svo er planið bara að hafa gaman en í maí er ég til dæmis á leiðinni til Las Vegas í útskriftarferð.“

:

Una María Magnúsdóttir:

mína í upp„Ég ætla að klára BA-ritgerðina rifast í júní, útsk og ði eldis- og menntunarfræ eiðslunni hjá afgr ega farþ í 50% a vinn að verð í fótboltanum Icelandair með því og svo er ég að ég reyni í Keflavík. Eftir sumarið hugsa ég inu mínu. nám t teng vað eitth við u vinn a að finn

„Ég hyggst halda áfram í listnáminu sem ég er í við Gerrit Rietveld-akademíuna í Hollandi og ég ætla að minnka kolefnisfótsporið mitt, til dæmis með því að hætta að kaupa matvæli o.þ.h. í plastumbúðum, hjóla þang að sem ég þarf að fara og svo spara vatn og rafmagn eins og ég get.“

Hræðist mest spegla í myrkri

FS-INGUR VIKUNNAR

– Hestamennska er áhugamál Bergeyjar Gunnarsdóttur sem er 17 ára Keflvíkingur og FS-ingur vikunnar

Uppáhalds... ...kennari: Bogi féló. ...skólafag: Féló þökk sé Boga. ...sjónvarpsþættir: Stranger Things og Sex Education. ...kvikmynd: Mamma Mia. ...hljómsveit: Queen. ...leikari: Taron Egerton.

Hvað heitir þú á fullu nafni? Bergey Gunnarsdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Sautján ára úr Keflavík. Hver er helsti kostur við FS? Vinkonur mínar og sí-matið. Hver eru áhugamálin þín? Hestamennska. Hvað hræðistu mest? Spegla í myrkri. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Örugglega Davíð Snær, hann stendur sig svo vel í boltanum. Hver er fyndnastur í skólanum? Helga Sveins.

Hvað sástu síðast í bíó? Joker. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó og Nocco. Hver er helsti gallinn þinn? Ég get verið mjög hávær. Hver er helsti kostur þinn? Ég er alltaf hress. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og TikTok. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Mætingakerfinu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor og góðmennska.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Pass. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Langar í háskóla erlendis að læra sálfræði. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Að það sé stutt í höfuðborgina.

Umsjón: Ásta Rún Arnmundsdóttir Birgitta Rós Jónsdóttir


Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli Ef þú hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu í lifandi umhverfi átt þú mögulega samleið með okkur. Við óskum eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til að sinna gestgjafahlutverki, almennri gjaldkeraþjónustu og til að annast endurgreiðslu virðisaukaskatts í útibúi okkar á Keflavíkurflugvelli. Um vaktavinnu er að ræða. Hæfni og eiginleikar • • • • • •

Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar Reynsla af þjónustustörfum er æskileg Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta er kostur Góð tölvukunnátta Góðir námshæfileikar Sjálfstæð vinnubrögð

Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að sækja um. Óskað er eftir að ferilskrá og einkunnir fylgi umsókn. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum vefsíðu okkar www.arionbanki.is/storf. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan maí og starfað til loka ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2020. Unnið er úr umsóknum jafnóðum svo við hvetjum áhugasama til að sækja um sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita mannauðsráðgjafar okkar í gegnum netfangið sumarstorf@arionbanki.is.

Arion banki er skráður á aðallista Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál. Arion banki er jafnlaunavottaður en það felur í sér formlega staðfestingu á því að fagleg vinnubrögð séu til staðar við ákvörðun launa og að starfsfólki í jafnverðmætum störfum sé ekki mismunað.

arionbanki.is

Arion banki atvinna


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FORELDRAR KOMU FÆRANDI HENDI Ljósmæðurnar á ljósmæðravaktinni fengum óvænt góða gesti þann 11. janúar. Þeir komu færandi hendi fyrir hönd 73 foreldra sem allir nutu þjónustu fæðingardeildar HSS á árinu 2019. Deildinni voru færðar myndir af öllum börnunum ásamt upplýsingum um hvert barn og mörgum persónulegum skilaboðum frá foreldrum til sinna ljósmæðra, ljúffengar veitingar og 120 þúsund krónur. „Það er óhætt að segja að þessi hlýhugur snertir okkur djúpt og kunnum við ykkur öllum miklar þakkir fyrir. Verið hjartanlega velkomin í þjónustu til okkar aftur og aftur,“ segir á Facebooksíðu ljósmæðravaktar HSS í Reykjanesbæ.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Viðburðir í Reykjanesbæ

Súlan – Verkefnastjóri markaðsmála Stapaskóli – Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi Fræðslusvið – Sálfræðingur Velferðarsvið – starf við liðveislu

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Laugardaginn 25. janúar. Notaleg sögustund kl. 11.30 með Höllu Karen. Að þessu sinni ætlar Halla Karen að lesa og syngja nokkur vel valin lög upp úr bókinni Karíus og Baktus. Fimmtudaginn 30 janúar. Foreldramorgunn kl. 11.00 - Næring ungbarna. Fræðsluerindi frá Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur höfundi bókarinnar Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Breytingar á dagskrá og ásýnd Sjóarans síkáta Hátíðin Sjórarinn síkáti fer fram í Grindavík 5.–7. júní í ár. Dagskrá hátíðarinnar mun taka mið af niðurstöðu könnunar sem gerð var í kjölfar hátíðarinnar 2019. Ýmsar breytingar verða á dagskrá og ásýnd hátíðarinnar í takt við við vilja íbúa. Þetta kemur fram í gögnum fundar frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur en drög að verkefnisáætlun ásamt uppfærðu markaðsefni fyrir Sjóarann síkáta 2020 voru lögð fram á síðasta fundi ráðsins. Á fundinum var einnig tekin fyrir framtíðarsýn fyrir Sjóarann síkáta. Drög að framtíðarsýn fyrir Sjóarann síkáta voru lögð fram. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Toyota Yaris

Renault Kangoo

Hyundai i 30 Comfort

Verð 1.190.000 kr.

Verð 1.490.000 kr.

Verð 2.290.000 kr.

árg. 2017, ekinn 50 þús.

árg. 2016, ekinn 80 þús.

LÆKKAÐ VERÐ

árg. 2018, ekinn 73 þús.

LÆKKAÐ VERÐ

FLOTT VERÐ

Honda Civic 5dr Comfort

Suzuki Jimny

Toyota Rav4

Verð 2.890.000 kr.

Tilboð 590.000 kr.

Tilboð 3.570.000 kr.

árg. 2018, ekinn 13 þús.

árg. 2012, ekinn 170 þús.

árg. 2018, ekinn 93 þús.

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is


fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

23 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sex Íslandsmeistaratitlar – Njarðvíkingar sigursælir í fangbragðaíþróttum

Samúel ánægður að vera kominn í þýsku Bundesliguna „Það er gott að vera komninn í gang aftur. Liðið er frábært, klúbburinn og allt í kring,“ sagði Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, en hann hefur gengið til liðs við þýska knatt­spyrnu­fé­lagið Pader­born. Keflvíkingurinn fór í læknisskoðun í síðustu viku og var skrifað undir samning í framhaldinu. Samúel lék síðast með norska liðinu Viking en hann var þar á láni í eitt ár frá Vål­erenga. Samúel skrifaði und­ir tveggja og hálfs árs samn­ing við fé­lagið, eða til sum­ars­ins 2022. Samúel hóf atvinnumannaferilinn hjá enska liðinu Reading sextán ára gamall en hann lék tvo leiki með Keflavík í efstu deild. Honum gekk vel með Vik­ing í Stavan­ger og lék 28 af 30 leikj­um liðsins í norsku úr­vals­ deild­inni árið 2019 og skoraði í þeim þrjú mörk. Samú­el lék sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðasta haust gegn Moldóvu en hann hef­ur leikið átta A-lands­leiki og var á HM hópnum í Rússlandi sum­arið 2018. Hann lék 43 leiki fyr­ir yngri landslið Íslands. Samúel þurfti að draga sig úr íslenska landsliðshópn­um sem fór í keppnisferð til Kali­forn­íu­í síðustu viku. Samúel var með samningstilboð frá Póllandi þegar þýska liðið hafði samband. Pader­born komst upp í Bundes­ liguna, efstu deild þar í landi, fyrir þetta tímabil en er núna í neðsta sæti.

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Samúel Kára í ársbyrjun um ferilinn og framtíðina. Viðtalið er á vef Víkurfrétta.

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í keltneskum glímubrögðum. Keppt var í Backhold í húsakynnum Glímufélags Reykjavíkur og Reykjavík MMA. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Ingólfur Rögnvaldsson byrjuðu árið með stæl og sigruðu alla flokka sem þau kepptu í. Heiðrún varð tvöfaldur Íslandsmeistari og Ingólfur þrefaldur. Guðmundur Stefán Gunnarsson sigraði í þungavigt og lagði Evrópumeistarann og Glímukóng Íslands í svakalegri rimmu risanna. Úrslitaviðureign þeirra tók yfir fimmtán mínútur. Allir keppendur Njarðvíkur unnu til verðlauna. Jóel Helgi Reynisson varð annar í sínum flokki, Jóhannes Pálsson, bróðir Heiðrúnar, varð annar í sínum flokki og Brynjólfur Örn Rúnarsson, sem er nýgenginn til liðs við Njarðvíkinga, varð þriðji í opnum flokki karla.

Sigurreifir Njarðvíkingar.

Heiðrún tvöfaldur bikarmeistari í glímu

Heiðrún Fjóla varð tvöfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari um helgina.

Á lagardaginn hélt Glímusamband Íslands bikarmeistaramót í glímu. Heiðrún Fjóla var eini keppandi Njarðvíkur að þessu sinni. Hún hélt áfram þaðan sem frá var horfið frá deginum áður, glímdi óaðfinnanlega og sigraði +70 kg flokk kvenna. Þar á eftir keppti hún í opnum flokki kvenna. Þar lenti Heiðrún í smá vandræðum með hina geysisterku Mörtu Lovísu Kjartansdóttur en sýndi styrk sinn í seinni umferðinni og lagði alla andstæðinga sína.

vf is Keflvíkingar á Norðurlandamóti

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir Andri Sævar Arnarsson og Ágúst Kristinn Eðvarðsson kepptu á Norðurlandamótinu í taekwondo um helgina. Báðir eru þeir sigursælir keppendur með langan afrekaferil að baki í taekwondo, þeir hafa báðir unnið Norðurlandatitla og eru ríkjandi Íslandsmeistarar í sínum flokki.

Norðulandamótið var haldið í Noregi í ár og yfir 500 keppendur tóku þátt í því. Fjöldi annara Íslendinga var að keppa á mótinu en þeir Andri og Ágúst voru þeir einu úr Keflavík. Fyrsti bardagi Ágústs Ágúst og Andri með Helga Rafni, aðalþjálfara var gegn Norðmanni. takwondodeildar Keflavíkur, á milli sín. Hann náði sér ekki á strík og þurfti að láta í minni pokann fyrir sterkum heimamanni sem að lokum vann svo flokkinn. Andri keppti einnig gegn norskum andstæðingi og barðist mjög vel, hann sigraði bardagann örugglega og var yfir frá byrjun. Í næsta bardaga mætti hann gífurlega góðum dönskum keppanda sem reyndist einu númeri of stór fyrir hann. Andri tapaði þeim bardaga og endaði í 3. sæti í flokknum, það var Daninn sem tók gullið. Árangur strákanna stóð ekki undir væntingum en framundan er spennandi keppnistímabil og það verður gaman að fylgjast með þessum öflugu íþróttamönnum á næstunni.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 UPPBOÐ

Til leigu

70 fm stúdíóíbúð í Sandgerði. Laus strax. Uppl. í síma 893-2974.

Ókeypis í sund fyrir börn að 18 ára aldri Börn sem búsett eru í Reykjanesbæ fá nú frítt í sund til átján ára aldurs. Börn á aldrinum tíu til átján ára þurfa að eiga sundkort sem fyllt er á í afgreiðslum sundlauganna þeim að kostnaðarlausu. Sundkortið kostar 750 krónur. Um síðustu áramót var tekin sú ákvörðun að fella niður kostnað við sundferðir barna frá tíu ára aldri til átján ára aldurs en gjaldtaka hófst áður við tíu ára aldur. Að sögn Hafsteins Ingibergssonar, forstöðumanns íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar, er þetta gert til að fjölga sundgestum á þessu aldursbili. „Okkur fannst börn á þessum aldri ekki vera að skila sé nógu vel í sundlaugarnar en við viljum endilega að þau komi oftar í sund. Við erum sífellt að vinna að heilsueflingu í bænum og liður í því er að fara reglulega í sund.“ Við tíu ára aldur þurfa börn ekki lengur að koma í sund í fylgd foreldra eða einstaklinga sem náð hafa fimmtán ára aldri. Nú geta þau komið gjaldfrjálst í sund til átján ára aldurs með því að fá fría áfyllingu á sundkortið sitt í afgreiðslum sundlauganna. Þar er jafnframt hægt að kaupa kort til áfyllingar sem kostar 750 krónur.

Erfðamál

Lilja Margrét Olsen, héraðsdómslögmaður, heldur fræðslufund um erfðamál fyrir Félag eldri borgara á Suðurnesjum þann 24. janúar kl. 14.00 á Nesvöllum.

Með niðurfellingu sundgjalds fyrir börn á aldrinum tíu til átján ára eru börn í Reykjanesbæ hvött til að vera duglegri að stunda sund.

Stefna Reykjanesbæjar í gjaldfrjálsum sundferðum barna til átján ára aldurs rímar vel við lýðheilsustefnu Velferðarráðuneytis þar sem kveðið er á um að sérstaka áherslu skuli leggja á börn og ungmenni að átján ára aldri. Til hennar hefur verið horft í stefnumótun Reykjanesbæjar í lýðheilsumálum sem nú er í vinnslu.

Farið verður yfir helstu álitamál á borð við: ■ Þarf ég að gera erfðaskrá? ■ Erfist lífeyrir minn? ■ Hvað er erfðafjárskattur hár? ■ Hvað er fyrirfram greiddur arfur? ■ Hvernig get ég tryggt að maki minn sitji í óskiptu búi eftir minn dag? ■ Hvernig get ég tryggt að arfur eftir mig verði séreign barna minna?


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Sjáið þennan dreng hérna neðan við mig. Ég er myndarlegri ...

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Nýtt skip í eigu útgerðarfyrirtækisins Vísis hf., Páll Jónsson GK 7, kom til Grindavíkurhafnar á þriðjudag eftir næstum viku siglingu frá Gdansk í Póllandi. Siglingaleiðin er um 1.500 sjómílur. Eftir að skipið hafði verið tollafgreitt var bæjarbúum boðið að koma, skoða skipið og þiggja kaffi og kleinur. Myndirnar voru teknar eftir að skipið lagðist að bryggju í heimahöfn í fyrsta skipti.

Á laugardaginn var skemmti ég mér með 700 öðrum Keflvíkingum á enn einu frábæru þorrablóti. Þeir sem hafa veg og vanda að þessu blóti eiga mikinn heiður skilinn. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og knattspyrnudeildin ákváðu fyrir nokkrum árum að sameina krafta sína í að halda alvöru þorrablót. Það byrjaði ekkert rosalega vel. Nánast þurfti að gefa síðustu miðana til að ná 300 manns í húsið. Núna komast færri að en vilja. Þrátt fyrir góða skemmtun og enn betra eftirpartí var leiðin heim ekki sú skemmtilegasta. Alvöru umhleypingar, hífandi rok og grenjandi rigning. Reykjanesbrautin er ekkert grín í svona veðri. Hjólförin sem ná alla leið til Reykjavíkur eru full af vatni. Eins og að keyra eftir árfarvegi. Nokkrum dögum fyrir blótið fékk ég að slást í för með „Stopp – hingað og ekki lengra“-hópnum á fund hjá Vegagerðinni. Tilgangur fundarins var að fá að vita hvort rétt væri að Hafnarfjarðarbær drægi lappirnar í skipulagsmálum vegna Reykjanesbrautarinnar. Sú var

ekki alveg raunin. Málið snýst í grunninn um hver eigi að bera kostnaðinn af því að færa Reykjanesbrautina í nýtt vegstæði. Í nýja vegstæðinu þarf að byggja fjórar akreinar en í því gamla bara tvær. Kostnaðarmunurinn er tveir milljarðar. Við berum jú virðingu fyrir því að reynt sé að fara vel með skattpeningana okkar en hvers virði er mannslíf? Á sama tíma og við höfum beðið í nítján ár eftir efndum loforða þingmanna um tvöföldun Reykjanesbrautar hafa verið byggð og tekin í notkun Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng, Norðfjarðargöng, Fáskrúðsfjarðargöng og Almannaskarðsgöng. Heildarkostnaður við þessi göng eru litlir 60 milljarðar og umferðin í gegnum þau einn fjórði af því sem fer um Reykjanesbrautina á hverjum degi. Kostnaðaráætlun frá árinu 2016 gerði ráð fyrir því að tvöföldun frá Hvassa­ hrauni að kirkjugarðinum í Hafnarfirði kostaði 6,3 milljarða. Fjóra til viðbótar myndi kosta að tvöfalda alla leið upp að flugstöð.

FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

LOKAORÐ

Samtakamáttur

Kominn heim!

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Á Alþingi sitja tíu þingmenn Suðurkjördæmis: Páll Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Ari Trausti Guðmundsson, Oddný Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Vilhjálmur Árnason og Smári McCarthy. Þau sitja á þingi í krafti 29.000 atkvæða sem greidd voru í Suðurkjördæmi í kosningunum 2017. Á kjörskrá í Reykjanesbæ, Grindavík, Suðurnesjabæ og Vogum eru um 17.000 manns – jafn margir og slegist hafa í Stopp-hópinn á Facebook. Það vill svo vel til að nú eru tæplega átján mánuðir í kosningar. Í haust þurfa þingmenn sama hvaða flokki þeir tllheyra að leita umboðs kjósenda til að fá vinnu næstu fjögur árin. Það er tími til kominn að Suðurnesjamenn standi saman og segi einum rómi. Stopp – hingað og ekki lengra! Það gengur ekki að okkur sé gert að bíða til ársins 2030 til að geta búið við ásættanlegt umferðaröryggi. Með samtakamætti getum við þakkað þingmönnunum dugleysið. En gefum þeim lokatækifæri á þessu vorþingi. Við ætlum að keyra tvöfalda Reykjanesbraut alla leið – ekki seinna en haustið 2022. Þeir sem halda því fram að það sé ekki hægt, geta hætt strax.

EF GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL MÆTI ÉG MEÐ VAGNINN Í:

AFMÆLI, ÚTSKRIFTIR, FERMINGAR, BRÚÐKAUP, INNFLUTNINGSPARTÝ, STARFSMANNAPARTÝ, EFTIRPARTÝ, PARTÝ ...

FYRIR ÞÁ ALHÖRÐUS TU!

10 SKAMMTA AFSL ÁT

MEÐ GOSI Á 2000 KR (HVER VILL EKKI MYN

TARKORT

. SKAMMTINN

D AF MÉR Í VESKIÐ?)

VIÐ HÖFUM SINNT ÞESSUM VEISLUM. GETUM MÆTT NÁNAST HVAR SEM ER. FÖSTUDAGSHÁDEGI ERU VINSÆLUST HJÁ FYRIRTÆKJUM.

VIÐ MÆTUM Í FYRIRTÆKI ÞITT OG ELDUM – ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ!

ENDILEGA HAFA SAMBAND Á ISSI@ISSI.IS, PÓSTFANGIÐ ER EKKI EINU SINNI FLÓKIÐ ... ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA EINFALDUR

BESTU KVEÐJUR, ISSI

PS. EKKERT UPPVASK!