Víkurfréttir 3. tbl. 42. árg.

Page 1

ÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Viltu að eignin þín sé

ÁBERANDI?? ÁBERANDI Skráðu hana hjá okkur!

gur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

Miðvikudagur 20. janúar 2021 // 3. tbl. // 42. árg.

Hópsmitin öll í gömlum leikskólum Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hefur falið lýðheilsufulltrúa að óska eftir samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið bæjarins varðandi tillögu frá Guðrúnu Pálsdóttur frá Á-lista á síðasta fundi ráðsins og leita svara við þeim spurningum sem fram koma. Í tillögunni er fjallað um loftgæði á leikskólum Reykjanesbæjar en kórónuveirusmit hafa komið upp á þremur leikskólum í bæjarfélaginu. Leikskólarnir eiga það allir sameiginlegt að vera eldri hús og börn síns tíma.

Seinni sprautan afgreidd Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ fékk seinni sprautuna með bóluefni við kórónu­ veirunni í gær, þriðjudag. Aftur var það Jón Ísleifsson sem fékk fyrstu sprautuna og nú í seinni umferð bólusetningarinnar. Íbúar á hjúkrunarheimilunum Hlévangi í Keflavík og Víðihlíð í Grindavík fengu einnig seinni sprautuna í gær og eiga því að vera komnir með góða vörn gegn veirunni skæðu. VF-MYND: HILMAR BRAGI

Nýtir sér stöðuna í óþökk bæjarins í þrígang sent erindi þess efnis til sveitarfélagsins. Það skortir ekki á vilja sveitarfélagsins til þess að gera vel í þessum málaflokki en alls ekki á þeim forsendum sem Útlendingastofnun leggur til,“ segir Guðbrandur í grein sem hann skrifar í Víkurfréttum í dag. Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur lagt fram ítarlega bókun í fimm liðum um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðum bókunarinnar segir að velferðarráði Reykjanesbæjar sé ekki stætt á að ganga til samninga við Útlendingastofnun um að Reykjanesbær taki yfir þjónustu á Lindarbraut 536 á þeim grundvelli sem stofnunin leggur til. Í blaðinu má lesa bókunina í heild sinni en hún var samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í gær, þriðjudag.

á aðstæður sem veirum líkar vel til smitunar. Til að takmarka útbreiðslu Covid hafa verið settar reglur um sóttvarnarhólf. Í reglugerð heilbrigðisráðherra segir: „Enginn samgangur er heimil­ aður á milli rýma. Hvert skilgreint rými þarf helst að hafa eigin inngang og útgang. Hægt er að nota sama inn- og útgang ef aðilar í hverju rými fara inn og út á aðskilinn hátt (á mismunandi tímum) þannig að engin blöndun sé á milli hópa. Lofta ætti út á milli hópa ef hægt er og þrífa snertifleti ef kostur. Salerni þurfa að vera aðskilin fyrir hvert rými. Ekki má samnýta salerni milli rýma á neinn hátt,“ segir í tillögu Guðrúnar Pálsdóttur. Þar er jafnframt spurt hvort þessir leikskólar bjóði upp á hólfaskiptingar og eru rými loftræst með fullnægjandi hætti?

FLJÓTLEGT OG GOTT! 2

COMBO TILBOÐ

GOTT VERÐ

fyrir

1

– Ekki stætt á að ganga til samninga við Útlendingastofnun

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að kosta þurfi miklu meiru til í málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem margir umsækjenda eru í. Þá segir hann að láta þurfi af þjösnaskap sem Útlendingastofnun, sem ríkisstofnun, virðist ætla að beita í samskiptum sínum við Reykjanesbæ. Hann segir Útlendingastofnun taka á leigu húsnæði á Ásbrú án samráðs við sveitarfélagið og í óþökk þess. „Útlendingastofnun fer síðan fram á að sveitarfélagið taki að sér að þjónusta þá sem þar eru og munu verða í framtíðinni. Það gæti látið nærri að þar geti verið vistaðir um 100 einstaklingar. Þessari beiðni hafnaði velferðarráð Reykjanesbæjar á fundi þann 13. janúar síðastliðinn en Útlendingastofnun hefur

„Þegar spænska veikin gekk fyrir 100 árum höfðu menn ekki skilning á því hvernig smit dreifðust. Í dag höfum við hins vegar þekkingu á því. Farartæki veirusmita og raunar flestra bakteríusmita eru þrjú; úðasmit, snertismit og dropasmit. Ég held að við þekkjum öll hvað við getum gert til að draga úr líkum á smiti eftir síðustu mánuði. Í þeim Covidbylgjum sem gengið hafa yfir hafa komið upp hópsmit á þremur leikskólum í Reykjanesbæ. Þessir þrír leikskólar eiga það sameiginlegt að vera eldri hús, börn síns tíma bæði hvað varðar skipulag, starfsmannaaðstöðu og loftræstingu. Talið er að góð loftskipti og loftgæði dragi úr því að úðasmit berist á milli manna. Góð loftskipti draga úr þéttni veirunnar í rými og minnka þannig smithættu. Lítil, illa loftræst rými bjóða því upp

294

599

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr

kr/stk

Dagens réttir 4 teg.

Myllu kakóbiti og Kaffitár bolli

Toppur 0,5 ltr - 2 teg.

FRÍ FAGLJÓSMYNDUN

FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR

PÁLL ÞORBJÖRNSSON

LÖGGILTUR FASTEIGNASALI HAFNARGATA 91, REYKJANESBÆ VÍKURBRAUT 62, GRINDAVÍK PALL@ALLT.IS - 698-6655

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stækkun Reykjanesvirkjunar skapar 200 störf

– Tólf milljarða framkvæmd. Ekkert borað heldur betri nýting á jarðhitavökvanum.

Fulltrúar HS Orku og verktaka skrifuðu undir samninga í Reykjanesvirkjun.

Stækkun Reykjanesvirkjunar kostar um tólf milljarða króna og er áætlað að verkið taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir því að á byggingartímanum verði til um 200 störf. Stækkun virkjunarinnar nemur 30 MW og skrifuðu forrráðamenn þriggja verktaka og HS Orku undir samninga þess efnis í húsnæði Reykjanesvirkjunar á föstudag. Framkvæmdin við þess 30 megavatta stækkun er einstök að því leytinu til að hún nýtir jarðhitavökva sem nú þegar er nýttur fyrir núverandi virkjun og því er ekki þörf á því að bæta við borholum og umhverfisrask verður í lágmarki. Í kringum virkjanir HS Orku hefur byggst upp fjölbreytt starfsemi í Auðlindagarðinum og er gert

ráð fyrir því að stór hluti þeirrar raforku sem framleidd verður í nýjum hluta virkjunarinnar verði nýttur í nágrenni hennar af nýjum fyrirtækjum í Auðlindagarðinum. Fyrirtæki í Auðlindagarðinum nýta afgangsstrauma frá tveimur orkuverum HS Orku, í Svartsengi og á Reykjanesi til fjölbreyttrar starfsemi

og skapa rúmlega 1.200 störf. Meðal fyrirtækja í Auðlindagarðinum, sem er einstakur í sinni röð, er Bláa lónið og líftæknifyrirtækið ORF Líftækni. Úti á Reykjanesi eru nokkur fyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi í sjávarútvegi, m.a. fiskeldisfyrirtækið Stolt Seafarm sem elur flatfisk til útflutnings.

Jarðvegsframkvæmdir eru þegar hafnar við stækkun Reykjanesvirkjunar.

Hringtorgið verði nefnt Aðaltorg

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu. Formlega hefur verið óskað eftir því að torgið verði nefnt Aðaltorg. VF-mynd: Hilmar Bragi Forsvarsmenn Aðaltorgs í Reykjanesbæ hafa farið þess á leit við Vegagerðina að hringtorgið sem sameinar Aðalgötu í Reykjanesbæ, Reykjanesbraut og framtíðaruppbyggingarsvæði Isavia, innan flugvallarsvæðisins og á mörkum sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar, verði formlega nefnt Aðaltorg.

Ástæða þess að óskað er eftir því við Vegagerðina að nefna hringtorgið Aðaltorg er að með því móti verði nafn torgsins fest í sessi sem auðveldi aðgengi og upplýsingaflæði fyrir þá þjónustu sem byggð verður upp á Aðaltorgi til hagræðingar fyrir neytendur þeirrar þjónustu. Nafngiftin væri í samræmi við tengibrautina við Reykjanesbæ sem nefnist Aðalgata. Talsverð uppbygging hefur verið á lóðinni Aðalgötu 60–62 en lóðin liggur að hringtorginu á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar. Þar opnaði sjálfsafgreiðslustöð ÓB árið 2017 og nýverið opnaði þar Courtyard by Marriott hótel. Næstu áfangar uppbyggingar gera ráð fyrir fjölbreyttri verslun og þjónustu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar, sem fékk erindið inn á sitt borð 18. desember síðastliðinn, tekur vel í erindið og samþykkir nafnið Aðaltorg fyrir sitt leyti.

Taka undir fjárhagsáhyggjur íþróttahreyfingarinnar Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur undir fjárhagsáhyggjur forsvarsaðila íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ sem hafa orðið fyrir mjög miklu tekjufalli sökum Covid-19. Mikilvægt er að íþróttahreyfingin geti haldið áfram öflugum rekstri og sinnt iðkendum á eðlilegan máta. Íþrótta- og tómstundaráð leggur mikla áherslu á að þekking og reynsla þjálfara og starfsfólks innan hreyfingarinnar verði varin og störf þeirra tapist ekki. Ráðið leggur áherslu á að félögin sæki um þá styrki

sem nú eru í boði af hálfu stjórnvalda og heitir samvinnu og stuðningi bæjarfélagsins eftir fremsta megni. Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Garðar Newman, gjaldkeri aðalstjórnar Keflavíkur, íþróttaog ungmennafélags, Guðbergur Reynisson, formaður ÍRB, Ólafur Eyjólfsson, formaður UMFN og Jenný Lárusdóttir, framkvæmdastjóri UMFN, funduðu með íþrótta- og tómstundaráði á dögunum fóru yfir erfiða fjárhagsstöðu íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ.


ENNEMM / SÍA /

TUCSON

N M 0 0 4 0 8 0 H y u n d a i Tu c s o n 2 0 2 1 V F 5 x 3 9 j a n

Nýr og framúrskarandi

Þrjár gerðir: 48V Mild Hybrid

Vél

Rafgeymir

Hybrid

Vél

Rafmótor

Plug-in Hybrid

Rafgeymir

Vél

Rafmótor

Rafgeymir

Hleðsla

Rafmögnuð hönnun. Frábær bíll verður enn betri. Byltingin er hafin. Nýr Tucson er ekki bara einföld uppfærsla heldur er búið að bylta allri hönnuninni með þremur gerðum rafdrifinna aflrása. Markmiðið er minni losun og meiri akstursánægja.

Hyundai býður eina víðtækustu ábyrgð sem til er. Ábyrgð á öllum Hyundai bílum er sjö ár/150.000 km akstur, hvort sem kemur á undan. Kynntu þér sjö ára ábyrgð á hyundai.is.

Velkomin til okkar á Bílasölu Reykjaness í reynsluakstur

Bjarki Már Viðarsson Framkvæmdastjóri 781 1881 bjarki@bilasalareykjaness.is

Aron Kristinsson Sölufulltrúi 781 1882 aron@bilasalareykjaness.is

Umboðsaðili BL á Reykjanesi – Holtsgata 52 – 260 Reykjanesbær Sími: 419 1881 – info@bilasalareykjaness.is


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist Bjarnadætur í hópasalnum með Atlantshafið í baksýn.

„Orkustöðin er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar, Bakkastíg 20, alveg við sjóinn. Það er því auðvelt að nýta sér grænar samgöngur eins og strætó, hjólreiðar og göngur. Eitt af markmiðum Orkustöðvarinnar að styðja við tengsl okkar við náttúruna með því að vera við hafið.“ Páll Ketilsson pket@vf.is

Orkustöðin er ný heilsuræktarstöð í Reykjanesbæ – hlúð að heilsunni í glæsilegri stöð með útsýni út á sjó. Vilja stuðla að betri heilsumenningu. Orkustöðin er ný heilsuræktarstöð sem opnaði nýlega við Bakkastíg 20 í Njarðvík. Í gamla daga fór mikil orka í að vinna fisk í húsnæðinu en það hefur nú verið hannað frá grunni sem heilsuræktarstöð. „Við blöndum saman jóga, styrktar- og þolþjálfun. Æfingaaðstaðan er eins og best verður á kosið og útsýnið engu líkt þegar horft er út á hafið,“ segja eigendurnir, þær Sigurbjörg Gunnarsdóttir og systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist, sem Víkurfréttir hittu í vikunni. Elín Rós er jógakennari, Ljósbrá Mist einkaþjálfari og Sigurbjörg er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur en hún, ásamt Björgvini manni sínum, hefur rekið fyrirtækið Hreyfisport í Reykjanesbæ. Þau reka einnig tækjasalinn í Orkustöðinni en í honum eru splunkuný tæki af bestu gerð og öll aðstaða til fyrirmyndar. Systurnar bjóða upp á tímatöflu með fjölbreyttum jógatímum og styrktartímum sem heita CHALK. Eins eru þær með fjölbreytt námskeið af ýmsu tagi. Þá bjóða þær upp á unglingaþjálfun fyrir krakka í 8. til 10. bekk sem byggir á Chalk, jóga og barnajóga fyrir börn fimm til ellefu ára. Chalk er æfingakerfi sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og í tímum er notast við ketilbjöllur, handlóð, teygjur og fleira. Í jógasalnum eru hitapanelar sem gefa frá sér infrarauða geisla. Þá verður einnig boðið upp á ýmsa viðburði á og á næstunni verður m.a. kvennakakó með Heiðrúnu Maríu og karlakakó með handboltakempunni Ólafi Stefánssyni. Tímapantanir eru í gegnum smáforritið Glofox og enn eru einhverjar Covid-19-takmarkanir en þær fréttir komu þó í upphafi vikunnar að hægt er að hafa tækjasalinn opinn eftir ákveðnum reglum. Í hópatímum mega vera tuttugu manns með þjálfara.

verktakar á Suðurnesjum að byggingu hennar. „Jákvæð upplifun og vellíðan skiptir okkur öllu máli. Í hönnuninni var lögð áhersla á hlýleika og tengingu við náttúruna. Staðsetning stöðvarinnar var sérstaklega valin vegna ýmissa þátta. Orkustöðin er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar, Bakkastíg 20, alveg við sjóinn. Það er því auðvelt að nýta sér grænar samgöngur eins og strætó, hjólreiðar og göngur. Eins erum við oftar en ekki aftengd náttúrunni í okkar daglega lífi og því er eitt af markmiðum Orkustöðvarinnar að styðja við tengsl okkar

Í hjarta Reykjanesbæjar Þær stöllur segja að það hafi verið sérstakt að stofna fyrirtæki í upphafi heimsfaraldurs. Þær Elín Rós og Sigurbjörg eru gamlar vinkonur og leiðir þeirra lágu saman í þetta ævintýri sem nú er orðið að veruleika en þær segja að þær hafi rætt þetta fyrst fyrir tveimur árum síðan. JeEs arkitektastofa í Keflavík hannaði Orkustöðina og þá komu

Sigurbjörg Gunnarsdóttir í tækjasal Orkustöðvarinnar sem er búinn splunkunýjum tækjum af bestu gerð.

meðlimir komu að því verki sem við erum þakklátar fyrir. Við erum mjög ánægðar með árangurinn og viljum stuðla að bættri heilsumenningu,“ segja þær stöllur og eitt af því sem þær vildu var að finna gott nafn á starfsemina.

„Nafnið Orkustöðin hefur sterka þýðingu og tengir saman alla þá þætti sem við leggjum áherslu á þ.e. jóga, styrk, þol, líðan og tengsl okkar við náttúruna og orkuna sem við fáum frá henni,“ sögðu þær Elín Rós, Ljósbrá Mist og Sigurbjörg að lokum.

við náttúruna með því að vera við hafið.“

Bætt heilsumenning Það var mikil vinna sem fór í breytingar á húsnæðinu, m.a. var stór veggur á milli tveggja bila rifinn niður, byggð ný hæð og nýtt þak. „Við vildum geta notað aðila á svæðinu eins mikið og hægt var í öllu sem við vorum að gera og það gekk vel. Við byrjuðum að vinna í húsnæðinu í júlí og húsnæðið var svo tilbúið í lok árs. Það gekk mikið á og við, vinir okkar og fjölskyldu-

Í hópasalnum eru einnig tæki og tól til að nota við æfingarnar.


Tilboð í tækjasal:

4.990 kr. 12 mán. binditími

Við bjóðum alla velkomna að hlúa að heilsunni í einstaklega þægilegu andrúmslofti og fallegu umhverfi.

Tilboð í Chalk/styrkur og jóga: 10.900 kr. 12 mán. binditími.

https://www.orkustod.is/ orkustod@orkustod.is Opnunartími er frá 6:00 – 22:00 alla virka daga og 07:00-21:00 um helgar


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA

898 2222 Þak fauk í heilu lagi af gamalli leigubílastöð Þak fauk í heilu lagi af eldra húsi á Ásbrú á miðvikudag í síðustu viku. Á tímum Varnarliðsins var leigubílastöðin Ökuleiðir með aðstöðu í þessu húsi. Leigjendur þess sem eru með rekstur í því sögðust hafa fengið tilkynningu um að þakið væri að fjúka af húsinu. Þegar þeir komu að stuttu síðar, um klukkan tíu, lá þakið í heilu lagi á stæðinu vestan við húsið, nokkrum tugum metrum frá. Veður var mjög vont þennan morgun, mikið rok og rigning. Mildi þykir að engir voru á ferli þegar þetta gerðist. Leigjenvdur voru með húsgögn og eitthvað af tækjum inni í húsinu og voru að vinna í því að koma því út þegar Víkurfréttir hittu þá á staðnum. Ekki urðu skemmdir á því en í rigningunni lak inn í húsið í gegnum klæðninguna sem var undir þakjárninu.

RITSTJÓRNARPISTILL

Margt gott í gangi í upphafi árs

Þ

að eru margar góðar fréttir í upphafi nýs árs á Suðurnesjum sem ættu að hafa jákvæð áhrif á atvinnustigið. Þar er hægt að nefna stækkun Reykjanesvirkjunar sem talin er skapa 200 störf á næstu tveimur árum, aukið hlutafé í Isavia þar sem stórframkvæmdir eru að hefjast og munu skapa mörg störf. Þá er hægt að nefna opnun nýs hótels, veitingastaða og heilsuræktarstöðva. Þetta er eitthvað og það í miðju Covid-19.

sem púðarnir geta verið banvænir. Of stór skammtur getur verið banvænn. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, lagði til að tekið yrði saman forvarnarefni um skaðsemi púðanna og sent í skólana. Það var góð hugmynd því þessir púðar eru ekki góðir.

Við hjá Víkurfréttum fylgdumst með fyrstu bólusetningunum um áramótin og þær héldu áfram í vikunni þar sem eldri borgarar og heilbrigðisstarfsfólk var bólusett í annað sinn. Vonandi gengur bólusetning vel hér og á landinu og auðvitað úti í heimi. Það er það sem við þurfum til að verjast veirunni og geta hafið eðlilegra líf á nýjan leik. Síðustu fréttir eru nokkuð jákvæðar og m.a. þær að búið verði að bólusetja alla 70 ára og eldri ásamt framlínufólki í lok mars. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að ferðaþjónustunni blæðir enn hrikalega út af fjandans veirunni sem er hvergi nærri hætt úti í heimi. Á meðan sú staða lagast ekki, sem hún mun vonandi gera á árinu með bólusetningum, þá lagast ekki hrikaleg staða greinarinnar.

Málefni hælisleitenda eru til umfjöllunar hjá okkur í blaðinu þar sem við birtum ítarlega bókun velferðarráðs Reykjanesbæjar í fimm liðum um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðum bókunarinnar segir að velferðarráði Reykjanesbæjar sé ekki stætt á að ganga til samninga við Útlendingastofnun um að Reykjanesbær taki yfir þjónustu í húsnæði á Ásbrú á þeim grundvelli sem stofnunin leggur til. Þá segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, að láta þurfi af þjösnaskap sem Útlendingastofnun, sem ríkisstofnun, virðist ætla að beita í samskiptum sínum við Reykjanesbæ. Hann segir Útlendingastofnun taka á leigu húsnæði á Ásbrú án samráðs við sveitarfélagið og í óþökk þess. Þessi ákvörðun Útlendingastofnunar sé ekki til fyrirmyndar og ljóst að þessi mál eru hvergi leyst. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að vera hælisleitenda á svæðinu er langt frá því að bæta ímynd Ásbrúar og Reykjanesbæjar og hefur aldrei verið vinsælt mál á svæðinu.

En það eru auðvitað ekki bara góðar fréttir. Í einni frétt okkar í blaði vikunnar er greint frá niðurstöðum úr könnun sem gerð var í 8.–10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Þar kom fram að óvenju hátt hlutfall nemenda hafa prófað eða nota nikótínpúða. Púðarnir eru bannaðir börnum undir átján ára aldri og varað er við notkun þeirra þar

Þakið í heilu lagi á bílastæðinu. Í baksýn má sjá bandarískar kafbátaleitarvélar á austurhlaði Keflavíkurflugvallar. VF-mynd: pket

Páll Ketilsson, ritstjóri.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið“

Keilir brautskráir á sjöunda tug nemenda Keilir brautskráði 66 nemendur við útskrift skólans föstudaginn 15. janúar. Vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir var útskriftin með öðru sniði en vanalega og fór athöfnin fram í beinu streymi. Útskriftarnemum gafst þó tækifæri til að senda inn umsagnir um námstímann sinn hjá Keili sem voru lesnar upp af forstöðumönnum í stað formlegrar ræðu fyrir hönd útskriftarnema. Við athöfnina voru 58 nemendur brautskráðir af Háskólabrú og átta nemendur úr fótaaðgerðafræði. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp. Athöfnin var heldur óhefðbundin að þessu sinni, vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir fór útskriftin fram í beinu streymi. Með útskriftinni hafa nú 3.984 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007. Í lok ársins 2020 voru yfir eitt þúsund

nemendur skráðir í nám og námskeið á vegum Keilis og hafa aldrei fleiri aðilar lagt stund á nám við skólann en nú. Munar þar mestu að nú leggja tveir árgangar stund á nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú, auk þess sem mikil aukning hefur verið á ásókn í opna framhaldsskólaáfanga við skólann. Þá býður Keilir nú í annað sinn upp á fjölmennt undirbúningsnámskeið til inntökuprófs í læknisfræði en þau hafa verið haldin undanfarin ár

Vilja setja upp deilileigu fyrir rafhlaupahjól í Reykjanesbæ Hopp Mobility ehf. hefur lagt fram erindi í Reykjanesbæ um að veitt sé leyfi fyrir Joseph Feyen til að opna og reka stöðvalausa deilileigu fyrir rafhlaupahjól í Reykjanesbæ. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi (e. franchise) undir formerkjum Hopp Mobility ehf., sambærileg og í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Í erindinu segir að sérleyfið væri tímabundið í tvö til þrjú ár sem eina deilileigan á svæðinu. Umhverfissviði Reykjanesbæjar hefur verið falið að gera drög að tímabundnum samningi til reynslu um afnot af bæjarlandi fyrir og rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafhlaupahjól og leggja fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frestaði erindin á fjarfundi sem haldinn var 15. janúar síðastliðinn.

Forsetafrúin, Eliza Reid, prófaði rafhlaupahjól á síðasta ári. Mynd af Facebook-síðu Hopp

Óvenju hátt hlutfall prófað eða nota nikótínpúða „Samkvæmt niðurstöðum úr könnun (Ungt fólk) frá Rannsóknum og greiningu sem gerð var í 8.–10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar kom fram að óvenju hátt hlutfall nemenda hafa prófað eða nota nikótínpúða. Púðarnir eru bannaðir börnum undir átján ára aldri og varað er við notkun þeirra þar sem púðarnir geta verið banvænir. Of stór skammtur getur verið banvænn. Ég legg til að tekið verði saman forvarnarefni um skaðsemi níkótínpúða og sent til allra skóla og foreldra barna á unglingastigi í Reykjanesbæ,“ segir í tillögu sem

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, fulltrúi D-lista í lýðheilsuráði, lagði fram á síðasta fundi ráðsins. Lýðheilsuráð tekur undir tillöguna og felur lýðheilsufulltrúa að móta verkefnið. Þar til löggjöf verður breytt og aðgengi takmarkað hvetur lýðheilsuráð söluaðila til þess að takmarka sýnileika nikotínpúða eftir fremsta megni.

Geðrækt eldri borgara í Reykjanesbæ til skoðunar Lýðheilsuráð Reykjanesbæjart hefur falið lýðheilsufulltrúa að móta verkefni er snýr að eflingu geðheilsu eldri borgara í Reykjanesbæ með þátttöku allra helstu hagsmunaaðila bæjarfélagsins. Markmiðið er að bæta geðheilsu, draga úr félagslegri einangrun og efla samstarf. Dæmi um samstarfsaðila væru Félag eldri borgara á Suðurnesjum, kirkjurnar, félagsþjónustan, félagsstarf á Nesvöllum, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rauði krossinn, Öldungaráð Reykjanesbæjar og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Verkefnið fellur undir aðgerðaráætlun í lýðheilsumálum 2021, segir í gögnum frá síðasta fundi ráðsins.

við góðan orðstír framhaldsskólanema af öllu landinu. Þá hafa aldrei fleiri einstaklingar lagt stund á nám í Háskólabrú Keilis en á núverandi námsári.

Hæsta meðaleinkunn í sögu Háskólabrúar Háskólabrú Keilis brautskráði samtals 58 nemendur úr öllum deildum. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og stýrði brautskráningunni. Dúx Háskólabrúar var Kristinn Frans Stefánsson sem útskrifaðist með 9,82 í meðaleinkunn – þá hæstu í sögu Háskólabrúar. Hann fékk gjafir frá Arion banka og Keili sem og viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Þá voru lesnar upp umsagnir útskriftarnema. Með útskriftinni hafa samtals 2.099 nemendur útskrifast úr Háskólabrú Keilis frá fyrstu útskrift skólans árið 2008 og hafa langflestir þeirra haldið áfram í háskólanám, bæði hérlendis og erlendis. Aldrei hafa jafnmargir nemendur stundað frumgreinanám í Keili og á þessu

námsári en á annað hundrað umsóknir bárust í fjarnám Háskólabrúar sem hófst í byrjun janúar. Þeir bætast við fjölmennasta hóp nýnema í Háskólabrú sem hófu nám síðastliðið haust og stunda þar með núna yfir þrjú hundruð nemendur frumgreinanám í Keili.

Fjórða útskrift úr fótaaðgerðafræði Átta nemendur brautskráðust í fjórðu útskrift námsbrautar Keilis í fótaaðgerðafræði. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, flutti ávarp og stýrði útskriftinni. Arnheiður S. Þorvaldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur með 9,5 í meðaleinkunn en þetta er hæsta lokaeinkunn sem gefin hefur verið

í fótaaðgerðafræðinámi Keilis frá upphafi. Fékk hún gjafir frá Praxis og Áræði. Þá voru lesnar upp umsagnir útskriftarnema. Með útskriftinni hafa nú um þrjátíu einstaklingar lokið námi í fótaaðgerðafræði frá Keili en skólinn hefur boðið upp á námið frá febrúar 2017. Einungis eru um tíu nemendur samþykktir í námið hverju sinni og verður næst tekið við nýnemum á haustönn 2021. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili tekur eitt og hálft ár og eru áfangarnir kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

15% afsláttur af Nicotinell Fruit

til 31. janúar 2021.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Fer í háskólanám með mjög opnum hug“ – segir Arndís Lára Kristinsdóttir, dúx á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Útskriftardagurinn var mjög skemmtilegur þótt hann væri öðruvísi en hann átti að vera. Ég hitti þá allra nánustu í smá kaffi og fékk fullt af netkveðjum frá bæði vinum og fjölskyldumeðlimum sem horfðu á mig útskrifast á skjá heima í stofunni sinni,“ segir Arndís Lára Kristinsdóttir, dúx í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustönn 2020 en hún útskrifaðist með 9,62 í meðaleinkunn. Við útskriftina voru engir ættingjar eða vinir viðstaddir vegna Covid-19. Arndísi Láru fannst það auðvitað leiðinlegt og upplifa ekki hefðbundna útskrift með tilheyrandi veislu, útskriftarferð og dimmiteringu. „Mér finnst þó líka alveg skemmtilegt að vera ein af þeim fáu sem munu upplifa að útskrifast á þennan hátt og verður örugglega mjög skrýtið að horfa til baka á þessa tíma seinna meir.“ – Hvernig lýsirðu lokaárinu í FS? „Lokaárið í FS byrjaði vel en svo kom víst Covid þegar ég var rétt komin þrjá mánuði inn í lokaárið og tók þá fjarnámið við. Það var töluverð breyting á rútínu þegar skipt var úr 100% staðnámi yfir í 100% fjarnám. Lítið sem ekkert félagslíf fylgdi því og mjög mikill heimalærdómur vegna þess að það var ekki hægt að

vera búinn með heimalærdóminn í skólanum eins og ég var vön að gera. Seinni önnin í fjarnáminu var þó töluvert auðveldari, þá var ég orðin ágætlega vön því fyrirkomulagi og vissi betur við hverju var að búast.“ – Hvernig gekk þér í náminu og á hvaða braut varstu? „Held að það sé öruggt að segja að það hafi gengið nokkuð vel hjá mér í náminu. Stærðfræði, enska og viðskiptafræði eru langskemmtilegustu áfangarnir að mínu mati, enda gekk mér best í þeim. Ég útskrifaðist þess vegna af fjölgreinabraut. Þar gat ég nánast bara valið þá áfanga sem mér fannst skemmtilegastir og tekið mest af þeim.“ – Hvað er svo eftirminnilegast frá FS-árunum? „Það eftirminnilegasta frá FS-árunum var klárlega ferðin sem ég fór til Lettlands á vegum skólans árið 2019 og að kynnast bestu vinkonu minni á busaönninni minni.“ – Varstu dugleg í félagsmálunum, þau voru náttúrlega lítil er það ekki á veiruári? „Ég reyndi að taka virkan þátt í félagslífinu fyrir Covid og mæta á viðburði sem nemendafélagið hélt, ásamt því að mæta á FS-böllin – en það langskemmtilegasta sem ég gerði

var að skrá mig í ritnefnd og vinna í skólablaðinu. Ég var í ritnefnd síðustu þrjár annirnar mínar og á þeim tíma gáfum við út þrjú blöð.“ – Hvað tekur nú við hjá þér? Ertu að fara að vinna eða í áframhaldandi nám? „Það sem er næst á dagskrá hjá mér er að vinna þangað til ég byrja í háskólanum í haust. Stefnan er að fara í Háskóla Íslands og læra viðskiptafræði.“ – Einhverjir framtíðardraumar? „Ég í raun veit ekki alveg hver framtíðardraumurinn er. Ég veit að ég vil klára viðskiptafræðina með markaðsfræði sem áherslusvið. Ég veit að ég vil alla vega taka eitt taka eitt ár í skiptinámi erlendis og sjá hvernig mér líkar að búa á öðrum stað en Íslandi. Annars fer ég bara í háskólanámið með mjög opnum hug og sé svo hvert framhaldið verður. Mikilvægast finnst mér að komast í nám sem er bæði skemmtilegt og áhugavert. Það vonandi skilar mér „draumastarfinu“ seinna meir,“ segir Arndís Lára Kristinsdóttir.

Páll Ketilsson pket@vf.is

„Ég reyndi að taka virkan þátt í félagslífinu fyrir Covid og mæta á viðburði sem nemendafélagið hélt, ásamt því að mæta á FS-böllin – en það langskemmtilegasta sem ég gerði var að skrá mig í ritnefnd og vinna í skólablaðinu.“

Dúxinn á leið upp á svið að taka við viðurkenningum. Örfáir starfsmenn skólans með grímur voru í salnum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Séð yfir byggðina í Grindavík með fjallið Þorbjörn í baksýn.

Skjáskot af Skjálfta-Lísu Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá 26. janúar 2020 til 18. janúar 2021.

Skjálfandi ár óvissu við Grindavík Óvissustig Almannavarna var virkjað þann 26. janúar í fyrra, fyrir rétt tæpu ári síðan. Ástæðan var landris sem hafði mælst dagana þar á undan vestan við fjallið Þorbjörn. Jarðskjálftahrina hafði verið í gangi á svæðinu á sama tíma og talið að möguleg kvikusöfnun væri undir svæðinu við Þorbjörn. Í samantekt af vef Veðurstofu Íslands sem gerð var á mánudag má sjá að frá því óvissustigi var lýst yfir þann 26. janúar í fyrra hafa orðið 21.128 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum. Langflestir þessara skjálfta eru smáir. Alls hafa orðið 890 skjálftar sem eru af stærðinni M2,0 að þremur að stærð. Jarðskjálftar sem eru M3,0 að fjórum eru alls 112 talsins. Þrettán skjálftar voru M4,0 að fimm að stærð og tveir jarðskjálftar hafa orðið á síðustu tólf mánuðum sem eru stærri en M5,0.

Fyrri stóri jarðskjálftinn varð í hrinu við Fagradalsfjall þann 19. júlí og mældist M5,1. Seinni skjálftinn og sá stærsti frá því óvissustiginu var lýst yfir varð 20. október með upptök á Núpshlíðarhálsi og mældist M5,6.

Atburðarásin er óvenjuleg fyrir svæðið Nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum ná yfir tæplega þrjá áratugi. Á því tímabili hefur sambærilegur land-

rishraði ekki mælst. Atburðarásin er því óvenjuleg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu undanfarinna áratuga. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna (norðaustan við Grindavík).

Dæmi um hraungos úr sprungum á 13. öld Landrisið mældist á flekaskilum og innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240 en á því tímabili gaus nokkrum sinnum þar af urðu þrjú eldgos í Svartsengiskerfinu. Eld-

gosin voru hraungos á eins til tíu kílómetra löngum gossprungum en engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu. Stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun (um 0,3 km3 og 20 km2). Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga, upp í nokkrar vikur. Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á svæðinu og tengist flekahreyfingum, jarðhitavirkni og hugsanlega innskotavirkni. Stærstu skjálftar sem mælst hafa á vesturhluta Reykjanesskagans eru um 5,5 að stærð. Skjálftinn í október var því á pari við þá stærstu sem orðið hafa á svæðinu. Jarðskjálftavirknin í október átti sér stað á norður-suður sprungum á brotabelti Reykjanesskaga. Það bendir til þess að virknin sé vegna

flekahreyfinga og hún á sér líklega stað núna af völdum spennubreytinga vegna kvikuinnskotsvirkninnar á Reykjanesskaga sem hófst í janúar á síðasta ári. Þar sem nokkur innskot hafa orðið á skaganum síðan þá. Um nýliðin áramót tók gildi viðbragðsáætlun vegna eldgoss á Reykjanesi sem er unnin af lögreglustjóranum á Suðurnesjum, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd Grindavíkur. Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar eldgoss eða annarra hamfara við Grindavík. Þá er hægt að notast við áætlunina þegar þörf er á rýmingu vegna annars konar hamfara. Fjöldahjálparstöðvar eru þær sömu og viðbragðsaðilar þeir sömu.

Þorrabakkar á bóndadaginn! Verðum með hjónabakka og einstaklingsbakka til sölu á Réttinum frá kl. 11 til 20 á bóndadaginn.

Hjónabakki 6.500 kr. Einstaklingsbakki 3.800 kr. Einnig getur fólk gripið með sér heitt saltkjöt og heit svið. Þeir sem koma á Réttinn á bónda­ daginn og kaupa bakka geta í leiðinni styrkt sitt íþróttafélag. 1.000 krónur renna í þitt félag af stóra bakkanum og 500 krónur af litla bakkanum.

Einnig munu Reynir, Víðir og Njarðvík bjóða þorrabakka til sölu næstu tvo föstudaga í samstarfi við Réttinn og munu félagar úr deildunum keyra bakkana heim að dyrum. Þeir sem kaupa bakka á staðnum geta fengið kartöflur og uppstúf frítt með.

Rétturinn

Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ

Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið alla virka daga frá 11 til 13:30


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Unnið að fullnaðarhönnun Stapaskóla í Reykjanesbæ:

Fullbúið keppnishús og 25 metra sundlaug

Mannvirkið þegar þessi viðbygging verður tilbúin.

Hafin er hönnun á öðrum áfanga Stapaskóla en það er fullbúið keppnishús ásamt 25 metra sundlaug, vaðlaugum og útipottasvæði til suðurs. Hönnunarteymi vinnur nú að fullnaðarhönnun og er stefnt af því að bjóða verkið út í vor eða sumar og framkvæmdir hefjist um mitt ár 2021.

Séð inn í sundlaugina sem verður innanhúss.

Séð frá gangi inn í íþróttasal. Í upphaflegri hönnun var gert ráð fyrir íþróttarhúsnæði yrði eingöngu ætlað í kennslu og 16,6 metra sundlaug. Stækkunin er tengd núverandi skólahúsnæði og er til vesturs við núverandi byggingu. Við þessar breytingar fer þetta mannvirki úr um 2900 m2 í 5000 m2 enda er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir um 800–1200 áhorfendum, salernum, æfingaaðstöðu og búningsklefum fyrir keppnisfólk. Að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar, er kosturinn við að fara þessa leið sá að það eru rými í skólanum sem nýtast keppnishúsinu og öfugt, skólinn fær glæsilega kennsluaðstöðu. Nægt rými er í kring fyrir bílastæði og góð

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

tenging við náttúruna með fallegum gönguleiðum. „Gætt er vel að því að útlit og gerð viðbyggingar sé í stíl við núverandi byggingu og hún falli vel að skólahúsnæðinu. Búið er að halda þó nokkra rýnifundi þar sem hugsanlegir notendur fá tækifæri til að koma athugasemdum og/eða ábendingum á framfæri og er sú vinna ómetanleg fyrir okkur sem vinna að hönnuninni,“ segir Guðlaugur Helgi. Nokkur umræða var um þessa framkvæmd í bæjarstjórn og bæjarráði sem er byggingarnefnd skólans. Þar var þessi stækkun að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Pottasvæðið verður skemmtilegt.


Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR!

Framboð á leiguhúsnæði aldrei verið minna:

Bandaríkjamenn yfirbjóða markaðinn – og hreppa flestar íbúðir sem gefast

Sagan sögð í 40 ár!

V

íkurfréttir hafa skrifað samtímasögu Suðurnesja í 40 ár. Allt frá árinu 1980 hafa Víkurfréttir komið út og flutt fréttir af samfélaginu á Suðurnesjum. Viðtöl, mannlíf og íþróttaumfjöllun hafa sett mark sitt á blaðið. Í haust voru liðin 40 ár frá því Víkurfréttir komu fyrst út og þann 7. janúar sl. fögnuðu Víkurfréttir ehf. 38 ára afmæli útgáfufélags blaðsins. Á næstu vikum munum við minnast tímamótanna með því að glugga í gömul blöð. Að þessu sinni skoðum við efni úr Víkurfréttum frá árinu 1983.

Víkurfréttir • Fimmtudagur 21. júlí 1983 Framboð af leiguíbúðum hefur að undanförnu verið mjög lítið hér á Suðurnesjum, en eftirspurn sennilega sjaldan verið meiri. Bandaríkjamenn og þá aðallega varnarliðsmenn, hafa nú í auknum mæli sótt í leiguíbúðir hér á svæðinu. Og með því að yfirbjóða húsaleiguna hefur þeim tekist að hremma þær íbúðir sem losnað hafa og Íslendingar hafa ekki verið samkeppnisfærir í greiðslum, auk þess sem margir hverjir vilja frekar leigja Bandaríkjamönnum, þar sem greiðsla frá þeim er í dollurum, auk

hærri greiðslu sem þeir bjóða. Er þetta mest allt fjölskyldufólk sem kýs frekar að búa niðri í Keflavík eða Njarðvík heldur en á vellinum. Auk þess fær fólk sem vinnur við störf eins og kennslu á vellinum ekki íbúðir þar og þurfa því að verða sér úti um þær a Suðurnesjasvæðinu. Vegna hinnar góöu stöðu dollarans gagnvart íslensku krónunni eru Bandaríkjamenn í mjög auknum mæli farnir að versla hér niður frá, nema ef helst skyldi vera vín og tóbak. Fyrir utan að sækja alla þjónustu hér á svæðinu þá finnst hinum bandaríska fjölskyldumanni

mun betra að búa niður frá, þar sem hann fær meira ró og næði. Annað sem spilar inn í er, að hinn bandaríski fjölskylduþegn kærir sig ekki um að búa nálægt eiturlyfjaneytendum, en slík neysla hefur aukist verulega upp á síðkastið á vellinum. Allar íbúðir sem bjóðast á vellinum eru í blokkum og fólkið vill ekki að krakkar sínir umgangist eiturlyfjaneytendur. Bandaríkjamenn sem búa hér niður frá borga að sjálfsögðu ekki skatta sína og skyldur til ríkis eða bæja, og njóta því allrar þjónustu sem hér gefst, fyrir ekki neitt. Eigendur íbúðanna borga fasteigna-

gjöld, en hver veit hvað borgað er fyrir leiguna á íbúðinni? Hún er að sjálfsögðu ekki gefin upp til skatts. Fyrir nokkrum árum síðan var mikill fjöldi Bandaríkjamanna búsettur hér niður frá, en með byggingu fjölda íbúðarblokka á vellinum var fólkið látið fara þangað til búsetu og takmarkið var að allir Bandaríkjamenn ættu heimili sín þar. Það er því ljóst að ef ekki á að fara í fyrra horf og Bandaríkjamenn streymi hér niður eftir, þurfa bæjaryfirvöld að taka til höndum, og strax. - pket.

Hér fyrir neðan Fiskiðjuna átti atburðurinn sér stað.

Ljótt athæfi við 7 ára dreng Víkurfréttir • Fimmtudagur 19. maí 1983 Seinni partinn sl. sunnudag voru tveir 10 ára drengir og einn 11 ára uppvísir að ljótu athæfi við 7 ára dreng, í námunda við Fiskiðjuna í Keflavík. Í upphafi voru þeir að leika sér að binda hver annan, að því er fram kom við yfirheyrslu yfir drengjunum, inni í gamla dekkjaverkstæðinu, og endaði sá leikur með því að þeir taka þann litla óblíðum höndum. Píndu þeir hann fyrst og fóru síðan með hann niður fyrir húsið og hentu honum i sjóinn. Að sögn Víkings Sveinssonar, rannsóknarlögreglumanns, hafa þeir viðurkennt að hafa síðan haldið honum undir ræsi þar sem m.a. er afrennsli frá Hitaveitunni, til að hlýja honum eftir sjóbaðið, en síðan var hann barinn með bareflum, jafnframt því sem þeir spörkuðu í hann. Stórsér á drengnum og var farið meö hann til læknis, en hann var orðinn mjög kaldur og illa haldinn eftir að hafa verið notaður sem píslarvottur í þessum ljóta leik. - epj.

Ég ætla að mála allan heiminn ...

Ljósm.: Páll Ketilsson. Myndin tekin í júlí 1983 við Garðbraut í Garði

VÍKURFRÉTTIR Á TIMARIT.IS Öll blöðin frá 1980 og til ársloka 2020!


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Axel Nikulásson, körfuknattleiksmaður, í viðtali:

Þarna er jú, vagga körfuknattleiksins Víkurfréttir • Fimmtudagur 18. ágúst 1983

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum í 40 ár! ... og hér eru tvær auglýsingar frá 1983

Einn af máttarstólpum úrvalsdeildarliðs Keflvíkinga í körfubolta, Axel Nikulásson, er nú á förum til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika körfubolta samfara námi í háskóla næsta vetur. Axel lék mjög vel sl. vetur og er orðinn fastur maður í landsliðinu og staðið sig mjög vel í leikjum þess. Kom því ekkert á óvart að leið hans ætti eftir að liggja til Bandaríkjanna, vöggu körfuboltans, þar sem hann mun reyna fyrir sér hjá háskólaliði. Til að fá nánari vitneskju um gang mála hjá Axel, fengum við hann í viðtal og spurðum hann fyrst, hvað hefði komið tll að hann væri nú á leið til Bandaríkjanna. „Það var sl. vor eftir síðasta leikinn í Norðurlandamótinu, að James Dooley, landsliðsþjálfari, kom til mín og spurði hvort ég hefði áhuga á að komast til Bandaríkjanna til að leika körfubolta. Hann sagðist þekkja menn sem gætu komið því til leiðar að ég gæti fengið skólapláss. Nú, því er ekki að neita, að ég var dálítið hikandi, en svaraði honum á þá leið, að þar sem þetta hefði lengi verið draumur hjá mér, þá hefði ég vissulega áhuga á að komast út. Að nokkrum vikum liðnum hringdi ég í hann til Bandaríkjanna og sagði hann mér þá að þetta væri allt að smella saman. Síðan hefur þetta gengið jafnt og þétt og fyrir nokkrum dögum fékk ég síðustu plöggin fyrir skólann og mun halda út rétt fyrir næstu mánaðamót. Skólinn heitir Stroudsburg Univercity og er í Stroudsburg í Pensilvaníu.“ Þú munt þurfa að sækja eitthvert nám samfara körfuboltaiðkun? „Ég verð að sækja ákveðna tíma og ná ákveðnum prófum til að geta fengið að halda áfram. Ef maður nær ekki prófum, þá fær maður ekki að æfa. Að vísu þekkist í stærri skólunum, að þegar menn eru orðnir mjög góðir þá sleppa þeir við að læra og eru þá einungis látnir einbeita sér að íþróttinni.“ Ekki alls fyrir löngu kom upp sá orðrómur að banna ætti alla íslenska leikmenn í Bandaríkjunum út af banni sem sett var á Bandaríkjamenn hér? „Þetta er bull og endaleysa og furðulegt að nokkrum manni skuli detta slík vitleysa í hug. Þessi orðrómur komst af stað af Íslendingi einum sem staddur var úti og hafði hitt einhvern Bandaríkjamann sem ekki var á eitt sáttur við þetta bann hér, og sagði við það tækifæri, að úr því að engir Bandaríkjamenn fengju að leika á fslandi yrði sett bann á alla Islendingaá móti. Heyrst hefur að þjálfari hér á landi hafi komið þessum orðrómi af stað. Ekki veit ég í hvaða tilgangi. Hvernig líst þér á komandi körfuboltavertíð á Íslandi án erlendra leikmanna? „Ég held að körfuboltinn verði ekki eins litríkur og þar af leiðandi ekki eins sterkur. Spenna gæti þó orðið mikil og víst er að þeir sem hafa vermt varamannabekkina í liðunum, munu nú fá tækifæri og því miklar líkur að margir „minni spámennirnir“ muni láta Ijós sitt skína. Ég verð þó að taka undir orð eins vinar míns, sem sagði er hann frétti að banna ætti erlendu leikmennina, að yrði

Axel skorar hér í leik Fram. með þeim í hinni hörðu baráttu í úrvalsdeildinni. Ég vil bara óska Keflvíkingum alls hins besta á komandi vetri.“ Draumur margra íþróttamanna er að komast í atvinnumennsku. Telurðu þig eiga elnhverja möguleika þar?

eins og að skipta yfir úr litasjónvarpi í svart-hvítt.“ Heldur þú að Keflavíkurliðið eigi eftir að spjara sig? „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um. Ég er viss um að Brad Miley á eftir að ná því besta úr hverjum og einum leikmanni liðsins og kvíði þar af leiðandi ekki komandi keppnistímabili, enda ástæðulaust. Í liðinu eru margir ungir strákar og mjög efnilegir, sem fara nú að fá sitt tækifæri, og ætti að verða mjög gaman að fylgjast

„Áður en nokkur maður verður atvinnumaður í Bandaríkjunum verður hann að hafa leikið þar áður. Möguleikar mínir eru hverfandi og baráttan um hvert sæti í atvinnumannaliðunum er gífurleg. Gott dæmi um það er Pétur Guðmundsson, sem ætti að hafa alla burði til komast í NBA, en hefur þó ekki gengið sem skyldi hjá honum. Þessi ferð mín er heldur ekki farin í þeim tilgangi að komast í atvinnumennskuna. Í Bandaríkjunum er vagga körfuboltans og hann gerist hvergi betri, og því tel ég mig geta lært mikið á minni dvöl þarna,“ sagði Axel Nikulásson að lokum. - pket


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

PEBS

Pétur B. Snæland teiknaði skopmyndir í Víkurfréttir á níunda áratug síðustu aldar. Hann sá skoplegar hliðar á fréttum blaðsins. Hér skellti hann í mynd við frétt sem birtist á forsíðu Víkurfrétta í júlí 1983. Myndin birtist svo í næsta tölublaði á eftir sem var eftir verslunarmannahelgi þetta herrans ár. Fréttina má lesa á forsíðu þessa blaðauka Víkurfrétta þar sem ferðast er aftur til ársins 1983.

„Ætla áfram að biðja um pulsu – en skrifa pylsu“ – Rætt við Villa í Pulsuvagninum

Víkurfréttir • Fimmtudagur 1. september 1983 „Jú, þetta þótti svaka mál á sínum tíma,“ sagði Villi í Pulsuvagninum, er hann var spurður hvers vegna hann væri með „u“ í pulsunum sfnum en ekki „y“ eins og flest allir hafa það. „Ég talaði við Guðna Kolbeins, hinn mikla íslenskufræðing í Háskólanum, og spurði hann út í þetta, og hann svaraði því á þá leið að hann myndi halda áfram að biðja um pulsu en aftur á móti skrifa pylsu. Hérna biðja allir um pulsu með „ui“, og til hvers þá að skrifa „pylsuvagninn“ í stað „pulsuvagninn“? sagði Villi, eða Vilberg Skúlason, eins og hann heitir nú fullu nafni. Villi byrjaði með vagninn 1. apríl 1980 og var opnunartfmi óreglulegur til að byrja með, en traffíkin jókst alltaf og Villi ákvað að snúa sér alfarið að þessu, og í dag er hann á fullu í pulsubisness og er með opið á hverjum degi frá kl. 11.30–21 virka daga en lengur um helgar, eins og flestir Suðurnesjamenn nú orðið kannast við, enda vinsælt að koma viö hjá Villa eftir böllin og fá sér í svanginn. „Jú, það er alltaf nóg að gera og traffíkin hefur aukist með hverju ári þennig að ég þarf ekki að kvarta. Um helgar er ég alltaf með einhvern með mér til aðstoðar, því eftir böllin sérstaklega myndast oft örtröð hér við vagninn.“ Eru aldrei nein læti? „Það verður að segjast eins og er, að unga fólkið í dag er mjög til fyrirmyndar. Hér hefur lögreglan aldrei þurft að hafa nein afskipti af ólátum í fólki og ég er mjög ánægður á meðan svo er,“ sagði Vilberg Skúlason að lokum, því ekki vildi blaðamaður tefja hann frá störfum, því það var kominn kúnni í lúguna sem vildi fá „eina með öllu.“ - pket.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

„Maturinn á Glóðinni er sá besti“ – sögðu áhafnarmeðlimirnir á geimskutlunni Enterprise

Víkurfréttir • Fimmtudagur 23. júní 1983

Villi lætur af hendi úrvals fæðu til eins besta viðskiptavinar Pulsuvagnsins, Gísla Jónassonar.

„The food at the Glóðin is the best,“ Shuttle747 Crew. Þessa setningu má sjá á áritaðri mynd sem áhöfnin á geimskutlunni Enterprise afhenti Axel Jónssyni eiganda Glóðarinnar, sem flest allir Suðurnesjamenn þekkja nú orðið af eigin raun. „Þeir voru mjög ánægðir, sögðust vera búnir að fara á 30 staði í heiminum en þetta væri sá besti matur sem þeir hefðu fengið,“ sagði Axel.

Hvað þeir fengu sér? „Blandaða sjávarrétti. Vissi enginn í afgreiðslunni hverjir þessir menn voru, var ekki fyrr en þeir réttu mér myndina að uppgötvaðist.“ Glóðin er nú búin að vera opin í rétt rúma 2 mánuði og að sögn Axels hefur reksturinn gengið ágætlega og sýnt sig að hefur verið þörf fyrir svona stað hér á Suðurnesjum. Með haustinu stendur til að opna á efri hæð Glóðarinnar sal undir veislur og fundi. - pket.

Konu bjargað frá drukknun í Keflvíkurhöfn Hörður Óskarsson, lögreglumaður, stakk sér eftir konunni Víkurfréttir • Fimmtudagur 13. október 1983 Um kl. 8.55 sl. laugardag er lögreglumennirnir Hörður Óskarsson og Skúli Björnsson voru á eftirlitsferð í nágrenni Keflavíkurhafnar, urðu beir varir við að kona hafði fallið í höfnina. Jafnhliða því sem þeir óskuðu eftir frekari aðstoð lögreglumanna, stakk Hörður sér í sjóinn á eftir konunni, sem þá var að verða örmagna. Tókst Herði að synda með konuna að báti sem þarna var, en fyrir tilviljun voru menn í lóðsbátnum og brugðu skjótt við og komu á

staðinn, og með hjálp þeirra og lögreglumannanna sem komnir voru á staðinn tókst að ná konunni upp og var hún síðan flutt í Sjúkrahúsið í Keflavík þar sem hún fékk góða aðhlynningu. Algjör tilviljun réði því að lögreglan var þarna á staðnum og mun það hafa orðið konunni til lífs, en að sögn þeirra lögreglumanna sem þarna voru, þá sýndi Hörður Óskarsson af sér mikið afrek þarna og voru viðbrögð hans hárrétt að öllu leyti. Þessi björgun vekur upp spurningu hvers vegna lögreglan hefur ekki yfir að ráða gúmmíbjörgun-

arbát t.d. á kerru, eins og lögreglan í Reykjavík hefur á sínum snærum. Væru þeir með bát gæti það skipt sköpum varðandi bjarganir í höfnum Suðurnesja, því í dæminu hér að ofan er það algjör tilviljun að lóðsbátinn sé tilbúinn til aðstoðar. Hefði þetta skeð að nóttu til eða á einhverjum öörum tíma, hefði verið óvíst um örlög konunnar. Er því hér um lífsspursmál að ræða að einhverjir aðilar gefi lögreglunni gúmmíbát til björgunar úr höfnum, því þó takist að synda að þeim sem bjargarer þurfi, gengur oft illa að koma viðkomandi á land án þess að lítill bátur sé til staðar. - epj.

Höröur Óskarsson lögreglumaður sýndi mikið afrek þegar hann bjargaði konunni frá drukknun í Keflavíkurhöfn.


Ekki er vika án Víkurfrétta!

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR!

Sjáðu 40 ára sögu Víkurfrétta á timarit.is

Milljónatjón er stórbruni varð í Keflavík hf. Víkurfréttir • Fimmtudagur 19. maí 1983

Þessi mynd var tekln skömmu eftir að slökkviliðið kom á vettvang. Eins og sjá má myndaðist mikill reykur sem lagðist yfir bæinn með hjálp norðanáttarinnar og olli tjóni á nærliggiandi húsum.

Stórbruni varð í frystihúsi Keflavíkur hf. sl. þriðjudagskvöld er eldur kom upp í ísklefa hússins sem staðsettur er í suðurenda hússins. Allt tiltækt slökkvilið var þegar kallað út og þegar leið á kom Slökkvilið Miðneshrepps til hjálpar og voru um 50-60 slökkviliðsmenn að störfum, og einnig kom aðstoð frá slökkviliðinu á Keflavikurflugvelli sem kom með stóran tankbíl, en mjög illa gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem breiddist út um allt frystihúsið með lofti, en meðfram allri lengjunni voru umbúðageymslur sem eldurinn læsti sig í og varð húsið fljótt orðið alelda. Eftir fjögurra tíma slökkvistarf eða um miðnætti tókst loks að ráða niðurlögum eldsins að mestu. Frystihúsið er mjög mikið skemmt, en þó slapp norðurendi hússins undan

eldinum þar sem flökunarvélar eru staðsettar. Einnig sluppu frystitæki og pressur nokkurn veginn frá eldinum en þó kom þar mikill reykur og vatn. Aðstaða starfsfólks slapp einnig, beitningaraðstaða og humarvinnslan. Óvíst er að birgðir af frosnum fiski, um 13.000 kassar, hafi sloppið, en þær voru í stærsta frystiklefa hússins, en þegar blaðið fór í prentun í gær var það óljóst. Verðmæti þessa kassa eru um 18-20 milljónir króna virði. Tjónið skiptir tugum milljóna á húseign og vélabúnaði, en hjá fyrirtækinu vinna um 120 manns og um 60-70 skólakrakkar yfir sumartímann, og ljóst er að margir munu missa atvinnu sína um óákveðinn tíma. Eldsupptök eru óljós ennþá, en talið er líklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. - pket.

Spurningin: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? (Spurt árið 1983)

Ari Páll Ásmundsson: „Ég veit það ekki.“

Á annan tug húsa skemmdust vegna reyks

Víkurfréttir • Föstudagur 27. maí 1983

Vitað er að a.m.k. 11 íbúðir urðu fyrir skemmdum af völdum reyks er eldur kom upp í Keflavík hf. á dögunum, en þar sem enginn einn aðili er með rannsókn þessa máls á sinni könnu, er erfitt að vita nákvæmlega hve margar íbúðir skemmdust. Enn er unnið að rannsókn á eldsupptökum og mati brunatjónsins hjá Keflavík hf., og munu niðurstöður brátt liggja fyrir. Tjón á fiskafurðum varð mun minna en óttast var, og hefur öllum þeim fiski er átti að fara á Ameríkumarkað þegar verið skipað út í m.s. Hofsjökul, en aðeins þurfti að skipta um umbúöir á fiskinum og tók það á þriðja dag að vinna verkið. Að sögn Ólafs B. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Keflavíkur hf., mun humarvinnsla fara fram í sumar þrátt fyrir brunann, en önnur frysting mun fara fram hjá Miðnesi hf., en þar verður borðum fjölgað svo fólk það sem starfaði við frystihús Keflavíkur hf. geti fengið vinnu út frá. - epj.

Hlynur Jóhannsson: „Ég veit það ekki.“

Unnið að umbúðaskiptum.

„Sjokkeraðist alveg er ég sá hnífinn“ – segir Sigurður Björgvinsson sem varð fyrir óskemmtilegri reynslu á Benidorm

Sævar Ingi Borgarsson: „Ég veit það ekki, kannski smiður.“

Víkurfréttir • Fimmtudagur 13. október 1983 „Ég sjokkeraðist alveg þegar ég sá að hann tók upp þennan svakalega hníf, skildi ekkert hvað væri að ske. Maðurinn réðst á mig og stakk mig í siðuna vinstra megin. Við það kastaði ég mér niður og greip um andlitið, en hann stakk mig í herðarnar og rispaði mig einnig víðar um líkamann á meðan ég lá. Félagi hans kom þá að og tók hann með sér og hlupu þeir svo á brott. Þetta voru Bretar, en síðast þegar ég vissi hafði ekki tekist að hafa upp á þeim,“ sagði Sigurður Björgvinsson. Hann var í fríi með Keflavíkurliðinu í knattspyrnu á Benedorm, þegar hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að verða fyrir árás ókunnugs manns er hann var á gangi um miðjan dag ásamt einum félaga sinna úr liðinu. Sigurður var fluttur í sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans, og lá þar í 2 daga. Á vinstri síðu hans er 30 cm langur skurður og þurfti um 70 spor til að sauma hann saman, en auk þess þurfti um 10 spor annars staðar á líkama hans. Sigurður kom heim aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku og var skoðaður, en dvelur nú heima við og jafnar sig eftir þetta. „Þetta tekur rosalega á taugarnar, maður er ennþá í sjokki, þetta var svo óvænt svona um miðjan dag, að þetta skyldi ske. En málið er bara það, að svona hlutir eru alltaf að ske af og til í öðrum löndum, þó það komi ekki slík atvik fyrir hér á landi, en það er öruggt, að ég fer ekki til Spánar í bráð,“ sagði Sigurður að lokum. - pket.

Guðbjörn Óskarsson Perrý: „Kannski læknir.“ Um 70 spor þurfti til að sauma saman skurðinn á síðu Sigurðar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Sjómennska

á sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar Á sjó er pop-up sýning úr safneign listasafnsins og að þessu sinni er þemað sjómennskan sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip. Sýningin var sett upp í stuttan tíma í ágúst síðastliðnum og því sáu færri hana en vildu hafa í Reykjanesbæ. Á sjó stendur til 9. febrúar 2021 og sýningarstjóri er Helga Arnbjörg Pálsdóttir, listfræðingur, sem starfar hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Á sjó er sýning þar sem stefnt er saman listamönnum úr ýmsum áttum sem eiga það sammerkt að hafa flestir unnið að myndlist sinni um miðbik síðustu aldar, fyrir utan Jón Stefánsson og Finn Jónsson sem eru forverar þeirra. Þema sýningarinnar er sjómennskan og tengjast myndefni verkanna þessum atvinnuvegi Íslendinga á einn eða annan hátt. Með ótengdum listaverkum er reynt að setja fram sögu og má þar meðal annars sjá sjómenn að störfum, sjómannskonuna sem situr heima og bíður, báta við höfn og skip úti á hafi. Verkin eru öll úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og minna vissulega á liðna tíma þegar Suðurnesjamenn fast sóttu sjóinn.

Finnur Jónsson (1892–1993) var fæddur á Strýtu í Hamarsfirði. Hann lærði gullsmíði við Iðnskólann í Reykjavík og teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og Ríkharði Jónssyni 1915–1919. Finnur stundaði listnám og gullsmíðanám í Kaupmannahöfn, Berlín og Dresden 1919–1925. Hann er einn af frumkvöðlum abstraktlistarinnar á Íslandi og var fyrstur til að sýna slík verk hérlendis. Finnur hélt einkasýningar og tók þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Hann starfaði við gullsmíði og teiknikennslu í Menntaskólanum í Reykjavík og Flensborgarskóla, rak einnig eigin myndlistarskóla í Reykjavík ásamt Jóhanni Briem, listmálara. Einn af stofnendum Félags íslenskra myndlistarmanna árið 1941 og fyrsti formaður Myndlistafélagsins 1961. Jón Gunnarsson (1925–2020) bjó alla tíð í Hafnarfirði. Hann stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum 1947–1949 og á ferli sínum vann hann bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Jón hélt fjölmargar einkasýningar og tók þátt í samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Hann stundaði lengi sjómennsku, sem kyndari og háseti, og starfaði við prentverk sem offsetljósmyndari og klisjugerðarmaður.

Olíumálverkið Ási í Bæ eftir Áka Gränz er að finna á sýningu Listasafns Reykjanesbæjar.

Listamenn Áki Gränz (1925–2014) fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp en bjó stærsta hluta ævinnar í Njarðvík. Hann var málarameistari frá Iðnskóla Vestmannaeyja árið 1946 og samhliða þeirri vinnu var hann afkastamikill listmálari og myndhöggvari, gerði m.a. bæjarmerki Njarðvíkur. Áki tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum, var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Njarðvík til 1986 og forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur 1982–1986. Hann sat í stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur, var stofnfélagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur og einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur. Ásta Árnadóttir (1922–2017) fæddist í Sandgerði, hún stundaði nám við Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1942–1943 og var ein af stofnendum Baðstofunnar í Keflavík árið 1970. Þar naut Ásta tilsagnar Eiríks Smith en vatnslitir voru hennar miðill í listinni og var hún félagi í Akvarell Ísland. Hún hélt nokkrar einkasýningar og tók þátt í samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Ásta rak verslunina Femínu í Keflavík í tíu ár, starfaði í Soroptimistaklúbbnum, Systrafélagi Keflavíkurkirkju og sat í nefndum m.a. var hún formaður listasafnsnefndar Keflavíkurbæjar.

Eggert F. Guðmundsson (1906– 1983) fæddist í Stapakoti í InnriNjarðvík en bjó lengst af í Reykjavík. Hann lærði teiknun hjá Ríkharði Jónssyni og Stefáni Eiríkssyni en mótun hjá Einari Jónssyni. Eggert stundaði listnám við listaskólann í München 1927–1931, ferðaðist víða og lærði m.a. myndlist í Róm. Hann hélt fjölmargar einkasýningar og tók þátt í samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Eggert starfaði sem teiknikennari við Iðnskólann í Reykjavík, hann var einn af stofnendum Kennarafélags Iðnskólans og fyrsti formaður þess, ásamt því að vera einn af hvatamönnum að stofnun Myndlistarfélagsins og sat í stjórn þess um skeið. Eiríkur Smith (1925–2016) fæddist í Hafnarfirði og bjó þar mest alla ævi sína. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1946–1948, listnám í Kaupmannahöfn 1948–1950 og París 1950–1951, einnig lærði hann prentmyndasmíði við Iðnskólann í Hafnarfirði. Eiríkur hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum. Hann var um tíma formaður sýninganefndar Félags íslenskra myndlistarmanna og eins var hann heiðurslistamaður Hafnarfjarðar árið 2008.

Jón Stefánsson (18 81–1962) fæddist á Sauðárkróki, lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1900 og cand.phil. prófi í verkfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn 1901. Hann stundaði listnám við Teknisk Selskabs Skole 1903–1905, var í einkaskóla Kristians Zahrtmann til 1908 og lærði við einkaskóla Henri Matisse í París 1908–1910. Jón hélt sjö einkasýningar hér á landi og tók þátt í fjölda samsýninga á Norðurlöndunum. Hann var einn af brautryðjendum íslenskrar myndlistar á 20. öld og helsti frumkvöðull módernismans í myndlist á Íslandi. Jónas Marteinn Guðmundsson (1930–1985) var listmálari, rithöfundur og sjómaður, einnig þekktur sem Jónas stýrimaður. Hann nam við Handíða-og myndlistaskólann 1949– 1950 og lærði grafík hjá Weisshauser í München, Þýskalandi, haustið 1974. Jónas vann olíu- og vatnslitamyndir, hann hélt nokkrar einkasýningar, þar á meðal í Iðnaðarmannahúsinu í Keflavík árið 1975 og sýndi einnig erlendis, einkum í Þýskalandi. Kjartan Guðjónsson (1921–2010) ólst upp í Þingholtunum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942. Hann stundaði nám við Handíðaskólann í Reykjavík 1942–1943 og fór til náms við Listaháskólann (Art Institute) í Chicago í Bandaríkjunum til 1945. Hann var einn af Septemberhópnum sem sýndi fyrst árið 1947 í Listamannaskálanum. Kjartan kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hélt þó nokkrar sýningar.

Óskar Jónsson (1910–1991), rennismiður og vélasmiður, starfaði lengstum sem framhaldsskólakennari og kenndi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann var sjálfmenntaður listamaður en málaði bæði olíumálverk, vatnslitamyndir og vann í málm en á seinni árum helgaði hann sig listinni. Óskar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Njarðvíkur 1958 og var formaður 1961–1962. Steinþór M. Gunnarsson (1925) er fæddur á Ísafirði, bjó á Akranesi og síðan í Reykjavík. Árið 1945 hóf hann nám í málaraiðn og starfaði sem málarameistari. Steinþór hélt einkasýningar bæði hér á landi og í Noregi og tók þátt í samsýningum,

þar má helst nefna einkasýningu hans á Kjarvalsstöðum árið 1975. Sveinn Björnsson (1925–1997), listmálari, fæddist á Skálum á Langanesi, starfaði sem lögreglumaður í Hafnarfirði 1954–1985 og yfirrannsóknarlögreglumaður þar frá 1965. Hann lauk stýrimannsprófi frá Sjómannaskóla Íslands árið 1947 og stundaði myndlistarnám við Det kongelige akademi í Kaupmannahöfn 1956–1957. Sveinn hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Sveinshús í Krýsuvík hýsir einkasafn hans.

Viðburðir í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar - Á sjó Á sjó er pop-up sýning úr safneign listasafnsins og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip.

Bókasafn Reykjanesbæjar Bókabíó 22. janúar - Nancy Drew Kvikmyndin Nancy Drew verður sýnd í miðju safnsins kl. 16:30. Við viljum vekja athygli á því að einn föstudag í hverjum mánuði er barna-, unglinga-, eða fjölskyldumynd sýnd sem tengist bókum á ýmsa vegu.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Þjónusta og þróun – Félagsráðgjafi í framlínuþjónustu Velferðarsvið – Liðveisla Reykjanesbær – Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þjösnaskapur Útlendingastofnunar Árið 2018 og 2019 gerði Nordregio, sem er norræn rannsóknarstofnun, rannsókn á samfélögum á Norðurlöndum sem hafa hátt hlutfall íbúa af erlendum uppruna og valdi til þess eitt sveitarfélag í hverju landi. Reykjanesbær varð fyrir valinu vegna hás hlutfalls íbúa af erlendu bergi en eins vegna Ásbrúar sem er nýr bæjarhluti í Reykjanesbæ (gamla varnarsvæðið). Það þótti áhugavert að skoða Reykjanesbæ til að fylgjast með sveitarfélagi innleiða hverfi eins og Ásbrú inn í sína samfélagslegu heild. Þriðja ástæðan var sú að sveitarfélagið hafði ráðið til sín sérfræðing sem verkefnastjóra fjölmenningarmála. Í áliti Nordregio kom m.a. eftirfarandi fram: „Búsetuúrræði Útlendingastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú er slæmur kostur fyrir þá sem þar búa sem og fyrir Ásbrú, í þeirri mynd sem búsetuúrræðið er. Stór búsetueining með mörgum íbúðum fyrir karlmenn sem allir eru líklegir til þess að fá neitun um alþjóðlega vernd á Íslandi. Útlendingastofnun hefur gert nokkurra ára leigusamning og því er ljóst að úrræðið verður til staðar á Ásbrú næstu árin. Útlendingastofnun er ekki þjónustustofnun heldur stjórnsýslustofnun umsókna um dvalarleyfi á Íslandi. Rekstur stofnunarinnar á búsetuúrræði á Ásbrú er ekki í samræmi við

velferðarþjónustu á Íslandi þar sem of margir íbúar í viðkvæmri stöðu búa í sama húsnæðinu og hafa mjög takmarkað ferðafrelsi. Reykjanesbær hefur ekki vitneskju um starfsemi Útlendingastofnunar þar sem íbúar búsetuúrræðisins hafa ekki lögheimili í sveitarfélaginu.“

Aðeins þrjú sveitarfélög veita þjónustu Einungis hafa náðst samningar milli Útlendingastofnunar og þriggja sveitarfélaga á Íslandi um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en þau eru Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Það er miður, því hægt er að líta á þetta sem samfélagslega skyldu og

verkefnið væri í raun einfalt ef öll sveitarfélög á Íslandi tækju hlufallslegan þátt í því. Hér í Reykjanesbæ hefur verið litið þannig á að það gæti alveg gengið að þjónusta þrjá, fjóra umsækjendur um alþjóðlega vernd á hverja þúsund íbúa og því væri sá þjónustusamningur sem Reykjanesbær er með fyrir 70 einstaklinga, ásættanlegur og viðráðanlegur.

Húsnæði tekið í notkun í óþökk sveitarfélagsins Þörfin fyrir þessa þjónustu er hins vegar talsvert meiri en felst í þeim samningum sem Útlendingastofnun hefur við þessi þrjú sveitarfélög og til þess að mæta þessari miklu þörf tók stofnunin húsnæði á leigu á Ásbrú án samráðs við sveitarfélagið og í óþökk þess. Útlendingastofnun fer síðan fram á að sveitarfélagið taki að sér að þjónusta þá sem þar eru og munu verða í framtíðinni. Það gæti látið nærri að þar geti verið vistaðir um 100 einstaklingar. Þessari beiðni hafnaði velferðarráð Reykjanesbæjar á fundi þann 13. janúar síðastliðinn en Útlendingastofnun hefur í þrígang sent erindi þess efnis til sveitarfélagsins.

Það skortir ekki á vilja sveitarfélagsins til þess að gera vel í þessum málaflokki en alls ekki á þeim forsendum sem Útlendingastofnun leggur til.

Umsækjendum hrúgað saman í blokk Reykjanesbær hefur allt frá árinu 2006 unnið að því að gera gamla varnarsvæðið að einum bæjarhluta Reykjanesbæjar og hefur sú vinna á köflum gengið ágætlega. Hins vegar hafa áskoranirnar verið margar og ímynd Ásbrúar sem samfélags er því miður ekki sterk. Ríkið stofnaði á sínum tíma sérstakt félag um þær eignir sem herinn skildi eftir, sem síðan hafa verið seldar fyrir vel á annan tug milljarða. Í stað þess að nýta þá fjármuni til uppbyggingar svæðisins voru þeir sogaðir inn í ríkissjóð og nýttir í önnur verkefni. Þeir aðilar sem keyptu þessar eignir hafa síðan reynt að koma þeim í notkun með misjöfnum árangri og þar er talsvert til af auðu húsnæði; íbúðarhúsnæði, gistirými og húsnæði undir ýmis konar starfsemi. Þessa stöðu er Útlendingastofnun nú að nýta sér, með því að taka ónotað húsnæði til leigu og hrúga þar inn fólki sem margt hvert er að koma úr erfiðum aðstæðum og þarf því á sérstakri aðhlynningu að halda. Reykjanesbær hefur margsinnis lýst yfir vilja til að koma til móts við Útlendingastofnun með stækkun á fyrirliggjandi þjónustusamningi en þá gegn því að Útlendingastofnun lýsi því yfir að ekki verði um frekari aukningu á Ásbrú að ræða. Því hefur Útlendingastofnun hafnað. Staðan er því miður sú, að á meðan það er til laust húsnæði á Ásbrú og á meðan önnur sveitarfélög eru ekki tilbúin til samstarfs um þetta mikilvæga samfélagslega verkefni, mun stofnunin nýta sér stöðuna á Ásbrú og taka þar á leigu húsnæði undir þessa starfsemi í óþökk Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær er fjölmenningabær Íbúar með erlent ríkisfang eru fjölmargir í Reykjanesbæ og sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að sinna þeim eins og kostur er. Einn þáttur í því var að ráða til sveitarfélagsins verkefnastjóra fjölmenningar. Sveitarfélagið hefur einnig lagt sig fram um að sinna þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem það hefur tekið að sér að þjónusta en nauðsynlegt er að forðast það sem bent er á í áliti Nordregio, þ.e. að setja í sama húsnæði hóp fólks í viðkvæmri stöðu með ólíkan félagslegan bakgrunn.

Ríkið ber ábyrgð Málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd eiga heima hjá ríkinu, eða nánar tiltekið á borði dómsmálaráðherra. Þessi staða sem nú er uppi afhjúpar í raun þá staðreynd að ekki hefur verið tekið á þessum málum af hálfu ráðuneytisins. Mín skoðun er sú að vinna þurfi að því setja á fót lagskipta móttökustöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í sátt og samstarfi við sveitarfélögin sem þar eru. Það þarf að kosta miklu meira til í þennan málaflokk vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem margir umsækjenda eru í og láta af þessum þjösnaskap sem Útlendingastofnun, sem ríkisstofnun, virðist ætla að beita í samskiptum sínum við Reykjanesbæ. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.

Helgi Jóhann Kristjánsson – minning Helgi Jóhann Kristjánsson fæddist í Reykjavík þann 19. október 1954. Foreldrar hans voru Kristján Sveinn Kristjánsson fæddur 31. júlí 1924 en dáinn 15. október 2001 og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir fædd 19. september 1933. Eiginkona Helga er Kristjana Aðalsteinsdóttir, fædd 21. september 1955, og giftust þau þann 13. júní 1992. Eiga þau saman Sigríði Lindu Helgadóttur, fædda 9. febrúar 1987, og Sunnu Rós Helgadóttur, fædda 26. janúar 1992, dætur hennar Matthea Helga Sunnudóttir og Magnea Jóhanna Sunnudóttir, fæddar 20. september 2016. Þá eiga Kristjana son og Helgi stjúpson, Aðalstein Gunnar

Jóhannsson, fæddan 27. júlí 1978, unnusta hans er Kristrún Ólöf Sigurðardóttir, fædd 27. júlí 1986, dóttir hans Kristjana Aðalsteinsdóttir, fædd 22. nóvember 2003, og synir Kristrúnar, þeir Tristan Máni Gylfason, fæddur 22. apríl 2006, og Mikael Logi Gylfason, fæddur 13. apríl 2008. Systkini Helga eru Guðmundur Ragnar Mýrdal Jónsson, fæddur 9. október 1950, Kristján Sveinn Kristjánsson, fæddur 5. mars 1953, Ingibjörg Dagmar Þórunnardóttir, fædd 30. janúar 1957, Albertína Marselína Kristjánsdóttir, fædd 4. maí 1961 og dáin 25. ágúst sama ár, Magnús Þór Kristjánsson, fæddur

11. maí 1963, og Eggert Karvelsson, fæddur 22. maí 1964. Helgi bjó til átta ára aldurs í Keflavík en flutti þá til Kópavogs og kláraði gagnfræðaskóla þar. Eftir að gagnfræðaskóla lauk sneri hann sér að ýmsum störfum bæði á Íslandi og erlendis og starfaði lengi sem sjómaður og kokkur á sjó í siglingum um heim víðan. Helgi flutti heim til Íslands til tilvonandi eiginkonu sinnar og settist að á Vatnsleysuströnd en flutti síðar Njarðvík með Kristjönu, syni hennar, Aðalsteini, og dætrum þeirra, Sigríði Lindu og Sunnu Rós. Þar bjó hann það sem eftir var. Helgi og Kristjana störfuðu saman í næstum þrjá áratugi og

ráku saman fyrst Fiskbúðina Sæbæ og síðar fiskvinnslu með sama nafni í Reykjanesbæ við góðan orðstír. Helgi var vinamargur, skrafhreifinn og glaðvær og tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, svo sem trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfingar á Suðurnesjum sem og sem meðlimur frímúrarareglunnar. Mest metin var þó hin mikla greiðvikni og hjálpsemi sem hann sýndi þeim sem minna mega sín í gegnum alla sína ævi. Helgi lést að heimili sínu að morgni 30. desember 2020. Vegna aðstæðna fór útför hans fram í kyrrþey að viðstöddum nánustu aðstandendum.

Þegar hjálparhönd ég þurfti Hana víst ég fékk, Pabba ávallt spurði Hann svaraði mér létt. Upp í skýin horfi Og spyr þá ávallt nú. Sjáumst við seinna pabbi? Og svarið það er jú. Sigga Linda

Elsku Helgi, við söknum þín öll. Mamma, Sigga, Sunna og tvíburarnir hennar Matthea, Helga og Magnea Jóhanna, sem náðu aðeins að búa í rúmar tvær vikur í sama húsi og afi sinn, og við Kristjana og ég. Okkur finnst þú hafa átt svo mikið eftir með okkur og svo margt eftir að upplifa saman en við erum þakklát fyrir tímann sem við fengum og það sem þú gafst okkur, kenndir okkur og leyfðir okkur að taka þátt í með þér. Við erum þakklát fyrir allan stuðninginn, hjálpina og hvatninguna sem þú og mamma hélduð að okkur alla tíð, líka þegar efnin voru lítil. Við höfum öll alist upp

Ljóð til Helga

við þau gildi sem þú og þið hélduð í hávegum og reynum að endurspegla þau í okkar lífi og koma þeim áfram til okkar barna. Gleði, hlýja, hvatning, drifkraftur, dugnaður, útsjónarsemi, þrjóska, þrautseigja, vinnusemi, vinátta, ást og umhyggja. Þú komst mér í föðurstað þegar ég þurfti þess sem mest og kenndir mér svo mikið um það hlutverk að vera stjúpfaðir. Hlutverk sem ég hef sjálfur tekist á við og reynt að nýta sem allra best það sem ég lærði af þér. Þú hvattir mig áfram endalaust, gafst mér drifkraft til að gefast aldrei upp og sjá bara lausnir, ekki

vandamál, leggja aldrei árar í bát, jafnvel þó hann sé að sökkva. Því held ég áfram tvíefldur þó að einum fullsterkum ræðara í mínum bát sé færra. Áföll bernsku þinnar og yngri ára hefðu getað brotið þig – en þau styrktu þig og gerðu þig að þeim manni sem kom inn í lífið okkar, gaf okkur líf og lifði með okkur, þó of stutt væri. Þinn lífsferill getur kennt mörgum margt þrátt fyrir mótlæti, erfiðleika og færri tækifæri sem samfélagið bauð upp á fyrir þá sem glímdu við lesblindu sem var ekki þekkt þá. Þú nýttir vel það sem þú hafðir og með dugnaði og krafti sem

smitaði frá sér, komuð þið mamma ykkur vel fyrir og nutuð lífsins eins og þið vilduð. Þegar veikindi mömmu börðu að dyrum, þá stóðstu með henni í gegnum þá erfiðu tíma sem tóku mikið á og sýndir okkur öllum hvernig maður þú varst. Sama þegar ýmsir aðrir erfiðleikar komu upp hjá okkur systkinunum, þá varstu alltaf til staðar og tilbúinn að standa með okkur eða fyrir framan okkur ef þess þurfti. Við reyndum líka öll okkar besta að standa við bakið á þér í þínum veikindum og vitum að þú varst þakklátur fyrir það.

En núna ertu róinn á önnur mið, á öðru skipi með ný veiðarfæri þar sem afli þinn heim til okkar verður þær minningar sem við höfum um tímann þinn með okkur og þær eru margar vænar, langt yfir undirmáli, sem metta okkar sorg og seðja okkar söknuð þegar þau leita að. Blessuð sé minning þín elsku Helgi, Aðalsteinn Jóhannsson.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

EKKI STÆTT Á AÐ GANGA TIL SAMNINGA VIÐ ÚTLENDINGASTOFNUN Velferðarráð Reykjanesbæjar með ítarlega bókun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd

ingastofnunar á Lindarbraut er takmörkuð með einungis einn starfsmann í dagvinnu auk öryggisvarðar á sólarhringsvakt. Veruleg bið er nú þegar eftir tíma hjá sálfræðingum á svæðinu og geðlæknir er ekki starfandi í sveitarfélaginu nema að takmörkuðu leyti og umsetinn þegar viðvera hans er. Ekkert aukalegt fjármagn fylgir málaflokknum til að auka við þjónustu hjá þessum stofnunum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær ákveðið fjármagn á ári í túlkaþjónustu en ef farið er umfram það fjármagn greiðist það af stofnuninni sjálfri. Eins og staðan er á svæðinu er um fjórðungur íbúa af erlendum uppruna og því er það fjármagn nýtt til að þjónusta stóran hóp utan umsækjenda um alþjóðlega vernd á degi hverjum.

3. Hugmyndafræði Reykjanesbær hefur aðhyllst þá hugmyndafræði að taka á móti fjölskyldum og að útvega þeim búsetu á mismunandi stöðum í sveitarfélaginu til að tryggja blöndun og samlögun í samfélagið. Okkar afstaða hefur alfarið verið gegn því að umsækjendum um alþjóðlega vernd sé safnað saman á einn stað sem getur leitt af sér neikvætt viðhorf og umræðu í samfélaginu sem veldur einstaklingunum oft enn meiri vanlíðan. Sérstakar áhyggjur hafa verið uppi varðandi það að ef umsækjendum fjölgar að þá muni Útlendingastofnun leigja fleiri húsnæði á sama stað í sveitarfélaginu sem er óásættanlegt. Engu að síður hefur stofnunin gefið það út að þar sé hagstæðasta leiguverðið og því möguleiki á að tekið verði annað 100 manna húsnæði á leigu ef þurfa þykir. Við teljum ekki við hæfi að margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem koma hingað í neyð með ólíkan félagslegan bakgrunn búi í sama húsnæði og hvað þá að vera látnir deila herbergi.

2. Mikilvægi þess að stjórnvöld setji sér stefnu í málaflokknum Óljóst er hver stefna stjórnvalda er um það hvernig dreifingu á búsetu umsækjenda um alþjóðlega vernd er háttað meðan á málsmeðferð stendur. Hver er framtíðarsýnin sér í lagi ef aukning verður ár frá ári? Einungis þrjú sveitarfélög á Íslandi taka á móti umsækjendum um alþjóðlega vernd (Reykjanesbær, Reykjavík og Hafnarfjörður). Er ekki markmiðið að fleiri sveitarfélög taki þátt í þessu samfélagslega verkefni? Ótækt er að ábyrgðin liggi á þremur sveitarfélögum á meðan önnur sveitarfélög virðast geta neitað að veita umrædda þjónustu. Reykjanesbær hefur hvatt til þess m.a. á fundi með allsherjarog menntamálanefnd að reglugerð verði lögð fram þess efnis að sveitarfélögum verði skylt að aðstoða ríkið við móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd. Lagt hefur verið til að einföld reikniregla verði þar til hliðsjónar þar sem sveitarfélög taki á móti þremur, fjórum einstaklingum á hverja 1.000 íbúa eða með sambærilegum hætti og gert er á Norðurlöndunum. Velferðarráð Reykjanesbæjar ítrekar kröfu sveitarfélagsins um að mótuð verði formleg stefna af hálfu ríkisins í málaflokknum. Auk þess verði sveitarfélögum gert skylt að taka þátt í þessu samfélagsverkefni.

4. Ásbrú Í þessum lið bendir velferðarráð á samantekt sem unnin var af starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir fund ráðsins 13. janúar 2021 þar sem tekin eru saman samfélagsleg áhrif af úrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú með hliðsjón af skýrslu Nordregio sem gefin var út í september 2020. Skýrslunni var ætlað að skoða tækifæri íbúa til félagslegrar þátttöku (inclusion) og hvernig unnið er að því út frá stefnumótun og skipulagsmálum. Í samantektinni segir; „Samfélög sem einkennast af félagslegri blöndun eru í betra jafnvægi en önnur samfélög og þar er alla jafna meira umburðarlyndi fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Of mikil einsleitni skapar oft þröngsýni og ef einsleitnin í samfélaginu er mikil getur það orðið til þess að félagslegir erfiðleikar erfast á milli kynslóða.“ Í samantektinni segir einnig; „Búsetuúrræði Útlendingastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú er slæmur kostur fyrir þá sem þar búa sem og fyrir Ásbrú, í þeirri mynd sem búsetuúrræðið er.“ Þar stendur enn fremur; „Rekstur stofnunarinnar á búsetuúrræði á Ásbrú er ekki í samræmi við velferðarþjónustu á Íslandi þar sem of margir íbúar í viðkvæmri stöðu búa í sama hús-

Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur lagt fram ítarlega bókun í fimm liðum um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðum bókunarinnar segir að velferðarráði Reykjanesbæjar sé ekki stætt á að ganga til samninga við Útlendingastofnun um að Reykjanesbær taki yfir þjónustu á Lindarbraut 536 á þeim grundvelli sem stofnunin leggur til. Velferðarráð telur að skoða þurfi málaflokkinn heildrænt og leggur því fram eftirfarandi bókun í fimm liðum: 1. Áhrif á innviði þjónustuveitenda við umsækjendur um alþjóðlega vernd má skipta í tvennt. Annars vegar á innviði Reykjanesbæjar og hins vegar á innviði ríkisins þar sem Útlendingastofnun rekur nú úrræði á Lindarbraut. a. Reykjanesbær: Ljóst er að umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa fjölþættan stuðning og vel skipulagða þjónustu meðan á málsmeðferð þeirra stendur en einnig eftir að leyfi hefur verið veitt. Með samningi um yfirtöku á Lindarbraut mun fylgja fjármagn sem miðað við fullnýtingu rýma mun gera sveitarfélaginu kleift að ráða í þrjú stöðugildi til að sinna hópnum. Athuga þarf þó að hópurinn telur alla jafna um 100 manns og því er erfitt að sjá að slík mönnun sé nægileg. Mat sérfræðinga sveitarfélagsins í málaflokknum er að húsnæðið samræmist ekki hugmyndafræði Reykjanesbæjar um lágmarksaðbúnað og því þarf að setja nokkurt fjármagn í að koma því í það form. Ekki er gert ráð fyrir því í samningi sveitarfélagsins við Útlendingastofnun. Talsvert álag hefur einnig verið á sjúkraflutninga bæði vegna útkalla á Lindarbraut og einnig vegna flutninga í sóttvarnarhús. Auk þess samræmist úrræðið á Lindarbraut ekki hugmyndafræði Reykjanesbæjar um dreifingu íbúa sem nýta sér sértækan félagslegan stuðning með hliðsjón af aðlögun um blöndun í hverfi sveitarfélagsins. Því veldur úrræðið auknu álagi á eitt hverfi sveitarfélagsins sem er í uppbyggingu og fagleg samantekt starfsmanna sveitarfélagsins hefur sýnt að það sé ekki fýsilegur kostur. b. Ríkið: Stofnanir á Suðurnesjum fá almennt lægra fjármagn en aðrar sambærilegar stofnanir. Álag er á löggæslu og heilbrigðiskerfið samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þurfa bæði líkamlega og sálræna aðstoð og hafa ekki greiðan aðgang að slíkum stuðningi þar sem þjónusta starfsmanna Útlend-

næðinu og hafa mjög takmarkað ferðafrelsi.“ Í minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs sem unnið var fyrir fund velferðarráðs 13. janúar 2021 kom fram: „Með því að færa þjónustuna yfir til Reykjanesbæjar með útvíkkun rekstrarsamnings við Útlendingastofnun hefur sveitarfélagið betri yfirsýn yfir aðstæður á Ásbrú og getur mótað starfsemi úrræðisins með markvissari hætti. Þó með þeim skilyrðum að fyrirkomulagi búsetuúrræðisins verði breytt.“ 5. Viðbrögð Útlendingastofnunar Útlendingastofnun hefur óskað þrívegis eftir því að stækka samning Reykjanesbæjar. Stofnunin tók húsnæðið á Lindarbraut á leigu til fimm ára í óþökk sveitarfélagsins. Í kjölfar fundar fulltrúa sveitarfélagsins með allsherjarog menntamálanefnd kom póstur frá Útlendingastofnun þar sem tilkynnt var að stofnunin muni fara fram á fullnýtingu samnings Reykjanesbæjar og gefið er til kynna að stofnunin muni stjórna flæði einstaklinga sem sveitarfélagið á að taka á móti í þjónustu. Þetta er að okkar áliti þrýstingur til að taka á móti einstaklingum

en ekki fjölskyldum eins og við höfum lagt ríka áherslu á undanfarin ár. Einnig kemur fram í áðurnefndum pósti að stofnunin hyggist krefjast endurgreiðslu fyrir þá einstaklinga sem þeir greiddu daggjald fyrir í lengri tíma en fjórtán daga eftir að leyfi var veitt á árinu 2020. Það ákvæði er leyfilegt í samningnum en stofnunin var upplýst um að vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 var málsmeðferð eftir leyfisveitingu mun hægari og flóknari. Það er óeðlilegt og skýtur skökku við að ríkisstofnun líkt og Útlendingastofnun geti tekið einhliða ákvörðun án samráðs við sveitarfélagið og gert leigusamning til margra ára sem hefur augljóslega áhrif á samfélagið og beitir svo þrýstingi á sveitarfélagið með þessum hætti að taka síðar við þjónustunni. Niðurstaða: Í ljósi framangreinds telur velferðarráð sér ekki stætt á að ganga til samninga við Útlendingastofnun um að Reykjanesbær taki yfir þjónustu á Lindarbraut 536 á þeim grundvelli sem stofnunin leggur til. Bókunin er samþykkt samhljóða.

Tæpar 49 milljónir í fjárhagsaðstoð í nóvember og desember Í nóvember 2020 fengu 148 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 25.588.850. Í sama mánuði 2019 fengu 103 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 12.671.775. Í desember 2020 fengu 145 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.087.639. Í sama mánuði 2019 fengu 129 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 19.932.826. Í nóvember 2020 fengu alls 248 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.288.755. Í sama mánuði 2019 fengu 203 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 2.650.654. Í desember 2020 fengu alls 247 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.464.589. Í sama mánuði 2019 fengu 216 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 2.789.383. Í desember voru 33 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. Nítján erindi voru samþykkt, sex erindum var synjað og átta erindum frestað.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nýr sjávarréttaveitingastaður opnar í Keflavík Fiskbarinn heitir nýr veitingastaður sem opnaði á föstudag á Hótel Bergi sem er við smábátahöfnina í Reykjanesbæ. Landsþekktur matreiðslumeistari, Hákon Örn Örvarsson, er yfirkokkur á staðnum. Staðurinn rúmar um 30 matargesti og starfsfólk staðarins beið spennt eftir því að taka á móti gestum þegar ástandið hefur batnað, segir í frétt frá Fiskbarnum.

Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari.

„Á þessum síðustu og verstu hefur starfsfólk Hótel Berg sannarlega nýtt tímann vel. Í samvinnu við HAF studio hefur veitingsal hótels­ins verið breytt í nýjan og spennandi veitingastað. Staðurinn ber nafnið Fiskbarinn og leika sjávarréttir og grænmeti úr næsta umhverfi lykilhlutverk á níu rétta matseðli. Framboðið verður síbreytilegt eftir árstíðum og byggt á því sem ferskast er og best hverju sinni. Við matargerðina sækir meistarakokkur Fiskbarsins víða innblástur en útkoman er engu lík. Yfirkokkur Fiskbarsins er enginn annar en Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari og brons Bocuse d‘Or verðlaunahafi. Hákon var áður yfirkokkur á veitingastaðnum Vox hefur auk þess að starfað á veitingastað Hótel Holts og Michelin-veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg,“ segir jafnframt í frétt Fiskbarsins.

Þeir eru girnilegir réttirnir sem verða í boði á Fiskbarnum.

Sjóarinn síkáti 2021 verði haldinn í júní

– og menningarvor í mars og apríl Páll Óskar kann að búa til stemmningu.

Fyrirhuguðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli er ætlað að styrkja samkeppnishæfni flugvallarins og tengistöðvarinnar með því að bæta þjónustu við viðskiptavini, bæta aðstöðu flugvéla og farþega, stytta afgreiðslutíma og auka þannig afköst og skilvirkni hans.

Hlutafé Isavia aukið um fimmtán milljarða króna – Mannaflsfrekar framkvæmdir hefjast á þessu ári Gengið var frá fimmtán milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var 12. janúar. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna Covid-19 og gerir hún félaginu kleift að hefja vinnu við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á ný. Ljóst er að ákvörðunin um að auka hlutafé í Isavia skapar fjölda nýrra starfa á framkvæmdatímanum, þar með talið strax á þessu ári. „Það er gríðarlega mikilvægt að við verðum reiðubúin þegar flugumferð verður orðin álíka og fyrir heimsfaraldur. Fram að því getum við ráðist í framkvæmdir sem miða að því að gera Keflavíkurflugvöll samkeppnishæfari en áður. Það skilar sér til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem starfa á flugvellinum og ferðaþjónustunnar í heild,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Það er

ljóst að við hjá Isavia getum lítið gert til að hafa áhrif á það hvenær ferðatakmörkunum í heiminum verður aflétt en við getum haft mikil áhrif á það hvernig okkur reiðir af á komandi árum. Það má ekki gleyma því að hlutafjáraukningin veitir okkur líka svigrúm til að mæta mismunandi sviðsmyndum út úr Covid-19 og á sama tíma auðvelda flugfélögum að hefja flug á ný þegar þar að kemur,

m.a. með markaðsstuðningi. Okkur er falin mikil ábyrgð að sinna einum af lykilinnviðum landsins og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð.“ Fyrirhuguðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli er ætlað að styrkja samkeppnishæfni flugvallarins og tengistöðvarinnar með því að bæta þjónustu við viðskiptavini, bæta aðstöðu flugvéla og farþega, stytta afgreiðslutíma og auka þannig afköst og skilvirkni hans. Áætlanir gera ráð fyrir að þeim framkvæmdum, sem fyrirhugað er að ráðast í að svo stöddu, verði að fullu lokið árið 2025.

Gert er ráð fyrir að Sjóarinn síkáti fari fram í Grindavík 4.–6. júní næstkomandi. Mikil óvissa er hvernig skipulagi hátíðarinnar verður háttað. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur hefur verið falið að halda áfram vinnu við undirbúning og upplýsa frístunda- og menningarnefnd um gang mála. Menningarvor í Grindavík 2021 mun fara fram í mars og apríl með óhefðbundnum hætti. Á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar var

rætt um fyrirkomulag og tillögur að viðburðum. Sviðsstjóra var falið að vinna málið áfram.

Rökkurró í Grindavík í febrúar Í byrjun febrúar stefna Grindvíkingar að því að brjóta upp hversdaginn, njóta samveru með fjölskyldunni, upplifa umhverfi sitt með öðrum hætti og hvíla raftækin. Íbúar eru hvattir til að skipuleggja eða koma með tillögur að viðburðum í dagskrá sem nefnist Rökkurró í Grindavík. Þemað í ár er ljós og myrkur. „Sendið okkur skilaboð gegnum Facebook-síðu Grindavíkurbæjar eða á netfangið eggert@grindavik.is. Dagskrá verður dreift í hús í byrjun febrúar,“ segir á vef Grindavíkurbæjar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Grétar Mar vill aftur á þing

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

– genginn til liðs við Flokk fólksins

Þeir hörðustu skjótast út þegar gefur á sjóinn Núna er janúar orðin hálfnaður og veðurguðirnir hafa nú ekki verið neitt sérstakir síðustu daga. Frekar stífar norðanáttir og tíðarfarið ansi erfitt – en veiðin hjá bátunum hefur verið þokkaleg. Lítum aðeins á. Hjá dragnótabátunum er Sigurfari GK með 32 tonn í sjö, Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK báðir með 26 tonn, Siggi með átta og Benni sjö róðra. Þegar þetta er skrifað þá munar ekki nema 55 kílóum á þeim tveim. Gamli Farsæll GK frá Grindavík kom til Sandgerðis og landaði þar 1,2 tonni og fór síðan í Njarðvíkurslipp. Þar verður báturinn í tæpan mánuð en það á að hreinsa alla málningu af bátnum. Það eru kominn ansi mörg lög af málningu á bátinn og þau eru nú ansi mörg aukakíló á þyngd hans. Hjá netabátunum er Langanes GK hæstur með 96 tonn í sex en hann er á ufsaveiðum og landar í Þorlákshöfn. Þar er líka Grímsnes GK sem er kominn með 67 tonn í fimm og mest 27 tonn. Erling KE er í Sandgerði og með 47 tonn í níu, Maron GK 24 tonn í sjö, Sunna Líf GK 10 tonn í fjórum, Halldór Afi GK 8,4 tonn í fimm, Hraunsvík GK sex tonn í fjórum, Birna GK 1,5 tonn í tveimur og Guðrún GK sex tonn í tveimur. Hjá línubátunum er Óli á Stað GK hæstur með 55 tonn í átta og Geirfugl GK 51,5 tonn í átta, báðir mest með ellefu tonn. Báðir hafa

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

landað í Grindavík og Sandgerði. Margrét GK 51 tonn í sjö, Daðey GK 42 tonn í átta, Sævík GK 41 tonn í átta, Dóri GK 35 tonn í sex, Steinunn BA 30 tonn í fimm en hún landar í Sandgerði og Beta GK 24 tonn í fimm. Tveir handfærabátar hafa verið á veiðum og báðir að landa í Grindavík. Grindjáni GK með þrjú tonn í þremur og Sigurvon RE 2,7 tonn í þremur. S tó r u l í n u b á t a r n i r h a f a flestir landað í heimahöfn sinni, Grindavík. T.d. Páll Jónsson GK með 146 tonn í einum, Fjölnir GK 128 tonn í einum, Hrafn GK 84 tonn í einum og Jóhanna Gísladóttir GK 83 tonn í einum. Valdimar GK er með 152 tonn í tveimur sem landað var í Hafnarfirði og Grindavík, Sighvatur GK um 140 tonn í tveimur, landað í Grindavík og Hornafirði. Ef togskipin eru skoðuð þá er Sóley Sigurjóns GK með 240 tonn í tveimur, landað í Hafnarfirði og á Ísafirði, Pálína Þórunn GK 125 tonn í þremur, í Sandgerði og á Ísafirði, Sturla GK 164 tonn í fjórum á Ísafirði og Berglín GK 64 tonn á Siglufirði. Veðurfarið er nú ekki beinlínis til að hrópa húrra fyrir í vikunni og þeir hörðustu skjótast út þegar gefur á sjóinn.

Páll Valur í framboði hjá Samfylkingu í Suðurkjördæmi Páll Valur Björnsson hefur tilkynnt um framboð sitt fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. „Ég býð mig fram til setu á listanum og vil því biðja þá félaga mína sem telja að ég eigi erindi í efstu sæti listans að senda línu á uppstillingarnefndina með tilnefningu. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að hér þarf að komast á koppinn félagshyggju- og jafnaðarstjórn undir forustu Samfylkingarinnar eftir kosningarnar í haust og tel ég að kraftar mínir séu mikilvægir í þeim árangri sem við viljum ná. Ég finn mikinn meðbyr með flokknum, við þurfum að þétta

raðirnar og berjast sem ein manneskja í kosningabaráttunni sem framundan er. Ég hef þetta kjörtímabil setið sem varaþi ngmaður í Reykjavík-Norður en ákvað að færa mig aftur heim í Suðurkjördæmi. Ég hef búið hér suður með sjó í tæpa fjóra áratugi og þrátt fyrir að eiga sterkar rætur að rekja til Reykjavíkur tel ég að þekking mín og reynsla sem þingmaður í kjördæminu 2013– 2016 muni nýtast flokknum mun betur. Suðurkjördæmi er víðfeðmt og þar er svo sannarlega verk að vinna fyrir Samfylkinguna. Ég er til þjónustu reiðubúinn í þá vinnu,“ segir Páll Valur Björnsson m.a. í tilkynningu um framboðið.

Grétar Mar í brúnni en þar hefur hann verið í áratugi af sinni ævi. Nú vill hann komast aftur á þing. Sandgerðingurinn Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður í Suðurkjördæmi, hefur gengið til liðs við Flokk fólksins og stefnir á framboð fyrir hann í Suðurkjördæmi. „Ég ætla að fara að skipta mér af þessu aftur. Það er margt sem þarf að laga í samfélaginu okkar og margt sem brennur á mér,“ segir Grétar sem var varaþingmaður Frjálslynda flokksins í kjördæminu 2003–2007 og svo þingmaður frá 2007 til vors 2009 þegar bankahrunið varð. „Málefni eldri borgara og auðvitað sjávarútvegurinn,“ segir hann aðspurður um hvað það sé helst sem hann hafi áhuga á að berjast fyrir komist hann á þing á nýjan leik. „Ég er orðinn 65 ára sem er náttúrlega enginn aldur en það gengur ekki hvað það er illa farið með eldra fólk á Íslandi. Hvernig má það til dæmis vera að fólk eldra en 67 ára megi ekki vera á vinnumarkaðinum nema þola skerðingar á lífeyri? Það gengur auðvitað ekki.“

Grétar Mar var lengi sjómaður og skipstjóri frá Sandgerði en hann gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn árið 2002. Sjávarútvegurinn var einn af þeim málaflokkum sem lögð var áhersla á þar og það er eitt af því sem Grétar Mar vill gera á Alþingi, komist hann þangað aftur. „Ég fór aftur á sjóinn eftir þingveruna árið 2009 en hætti fyrir sjö árum. Ég er þó að vinna í sjávarútvegi og hef haft gaman af. Það þarf samt að laga margt í greininni á Íslandi. Ástandið

er hroðalegt. Allur arður fer til nokkurra fjölskyldna. Það gengur ekki. Það má ekki gleyma því að sjávarútvegur var í margar aldir það sem byggði upp samfélagið á Íslandi eða þangað til ferðamenn fóru að koma til Íslands. Nú eru þetta nokkrir aðilar sem drottna yfir þessu og ráða öllu. Við þurfum m.a. nýja stjórnarskrá til að gera breytingar í sjávarútveginum – en auðvitað margt annað sem þarf að gera til að bæta margt hér á landi,“ segir Grétar Mar sem hefur síðustu árin búið í Hafnarfirði. Hann segir þó hjarta sitt alltaf slá á Suðurnesjum en hann var í þrjátíu ár í hafnarstjórn í Sandgerði. Þá var Grétar bæjarfulltrúi í Sandgerði árin 1982 til 1990.

TVÖ LAUS STÖRF VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA

SKJALASTJÓRI OG KERFISSTJÓRI

Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS) óskar eftir að ráða skjalastjóra í 75–100% starf við skólann. Starfið er til eins árs með möguleika á framlengingu. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og góða reynslu af skjalastjórnun til að hafa umsjón með þróun skjalastjórnunar og skjalavistunarmálum skólans. Einnig er leitað eftir kerfisstjóra til starfa í fullt starf. Kerfisstjóri sinnir rekstri útstöðva og þjónustu við starfsmenn og nemendur auk þess að koma að rekstri netþjóna og fjölbreyttra kerfislausna sem eru nauðsynlegar daglegum rekstri skólans. Nánari upplýsingar um menntunar- og hæfnikröfur, helstu verkefni, kjör og umsóknarfrest má finna á heimasíðu skólans www.fss.is. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið skolameistari@fss.is. Skólameistari


sport

Miðvikudagur 20. janúar 2021 // 3. tbl. // 42. árg.

Njarðvíkingar byrja með látum

Knattspyrnuvertíðin hófst um helgina Eftir frekar snubbóttan endi á knattspyrnutímabili síðasta árs, þar sem ekki var hægt að ljúka leik í Íslandsmótinu vegna veirufaraldursins Covid-19, er undirbúningstímabil ársins 2021 formlega hafið en leikir í æfingamóti Fótbolta. net fóru af stað fyrir helgi.

Kenneth Hogg skoraði þrennu gegn Selfossi. Njarðvíkingar mættu Selfossi í Reykjaneshöllinni og þar var sannkölluð markaveisla, átta mörk voru skoruð áður en blásið var til leiksloka. Maður leiksins var Skotinn Kenneth Hogg sem hóf árið með því að skora þrennu,

Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði eitt mark fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar eru í öðru sæti 2. riðils B deildar og mæta næst Víkingi Ólafsvík á föstudag í Reykjaneshöllinni og hefst leikurinn klukkan 19:40

.

Þróttarar halda áfram leikgleðinni Keflavíkingar fagna eftir að hafa tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni í ár.

Keflavíkingar mæta vel undirbúnir fyrir Pepsi Max-deildina Lengudeildarmeistarar Keflavíkur mættu FH í sínum fyrsta leik á laugardag, leikið var í Hafnarfirði. Keflvíkingar, sem leika í Pepsi Max-deildinni í ár, höfðu betur í þessari viðureign og sigruðu 2:1. Það voru Oliver Kelaart, 22ja ára ástralskur sóknarmaður sem er til reynslu hjá Keflavík, og Helgi Þór Jónsson sem skoruðu mörkin fyrir Keflavík. Tvö efstu lið riðils 2 í A deild leika í Reykjaneshöllinni á laugardag klukkan 12:00 þegar Keflvíkingar mæta Blikum.

Þróttur Vogum lék gegn Haukum á laugardag. Þróttarar voru 1:0 undir í hálfleik en í síðari hálfleik tryggðu þeir sér sigur með mörkum Viktors Smára Segatta og Eyjólfs Arasonar. Þróttarar, sem leika í riðli 1 í B deild, eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð, jafnir Aftureldingu sem vann Vestra og á eitt mark til góða. Þróttur mætir Vestra í næstu umferð og fer sá leikur fram á Fylkisvellinum á laugardag klukkan 13:00.

Grindavík tapaði í Kópavogi Grindavík lék gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli en þau leika í sama riðli og Keflavík og FH. Markalaust var í hálfleik en í síðari hálfleik seig á ógæfuhliðina fyrir Grindavík og Blikar settu þrjú mörk án þess að Grindavík næði að svara, lokatölur 3:0 fyrir Breiðabliki. Grindavík mætir FH í Skessunni í Hafnarfirði á laugardaginn klukkan 11:00, bæði lið eru stigalaus í riðli 2 í A deild.

ÞORRABLÓT UMFN 2021 Ágætu Njarðvíkingar og aðrir velunnarar UMFN, okkur þykir leitt að tilkynna að þorrablótið í ár fellur niður vegna COVID-19. Við mætum ofurhress á næsta ári og tökum vel á því þá. Þorrablótsnefnd UMFN

Markaskorararnir þrír eftir leikinn gegn FH.

Meistaraflokkur kvenna í Keflavík vann FH Nýliðar Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna léku æfingaleik við FH í Reykjaneshöllinni um helgina. Stelpurnar reyndust engir eftirbátar Keflavíkurstrákanna og sigruðu þær leikinn 4:2. Mörk Keflavíkur gerðu þær Aníta Lind Daníelsdóttir, sem skoraði tvö mörk, Eva Lind Daníelsdóttir og Amelía Rún Fjeldsted sem skoruðu sitt markið hvor.

Reynismenn ríða á vaðið á laugardag Reynismenn mæta Hvíta riddaranum í fyrstu umferð riðils 1 í C deild, leikið verður í Skessunni í Hafnarfirði á laugardag og leikurinn hefst klukkan 18:30.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

ELVAR OG FÉLAGAR DOTTNIR ÚT Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai eru dottnir út úr bikarkeppninni í körfubolta í Litháen þrátt fyrir 88:77 sigur í annarri viðeigninni við Neptunas síðasta laugadag. Siauliai vann seinni leikinn með ellefu stiga mun en tapaði þeim fyrri með fimmtán stiga mun. Elvar Már átti góðan leik og skoraði níu stig, tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar. Elvar Már var atkæðamikill í liði Siauliai þegar liðið féll úr leik í bikranum.

Jón Arnór t.h. og Arnór til vinstri.

Þeir ungu áberandi Tveir af yngstu leikmönnum Keflvíkinga og Njarðvíkinga vöktu athygli í tveimur fyrstu umferðunum í Domino’s deild karla í körfubolta sem hófst í síðustu viku. Keflvíkingurinn Arnór Sveinsson hefur staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjunum en margir hafa beðið eftir að strákur myndi springa út í efstu deild á Íslandi. Hann skoraði 25 stig samtals í leikjunum tveimur, tók slatta af fráköstum og stóð sig mjög vel. Miðað við frammistöðuna er ekki ólíklegt að Arnór fái fleiri tækifæri en hann hefur fengið á síðustu árum en hann er á 21. aldursári.

Hjá Njarðvíkingum átti Jón Arnór Sverrisson stórleik í sigurleik gegn Tindastóli síðasta mánudag. Hann skoraði 25 stig og sýndi allar sínar bestu hliðar, ekki síst í framlengingunni. Þá stóð hann sig líka vel í tapleik gegn Haukum á heimavellli í fyrstu umferðinni eftir að deildin hófst. Ekki er ólíklegt að fleiri ungir kappar eigi eftir að láta ljós sitt skína í Suðurnesjaliðunum í deildinni framundan. Mörgum þótti það jákvætt á tímum sem útlendingar eru fjölmennir í liðunum. Þeir munu mætast í nágrannaslag liðanna á föstudag.

Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni Það verður risa nágrannaslagur þegar Keflavík fer í Ljónagryfjuna á föstdag í Domino’s deild karla í körfubolta og mætir þar heimamönnum í Njarðvík. Keflvíkingar eru með fullt hús eftir þrjár umferðir í deildinni en Njarðvík hefur tapað einum leik og er með tvo sigra. Grindvíkingar fá á fimmtudag Hauka í heimsókn í HS Orku höllina í Grindavík. Þeir eru með fullt hús eftir þrjá leiki í deildinni. Í Domino’s deild kvenna fara Keflvíkingar í Hafnarfjörð og mæta Haukum á miðvikudagskvöld.

Þrjár frá Keflavík í kvennalandsliðinu Þrír Keflvíkingar eru í landsliði kvenna í körfubolta sem leikur í seinni landsliðsglugganum vegna undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021. Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir sem leikur með Leicester í Englandi, Emilía Ósk Gunnarsdóttir og Anna Ingunn Svandsdóttir en Anna er þrettándi leikmaður liðsins og mun æfa og ferðast með liðinu og vera til taks ef gera þarf breytingar á liðinu í verkefninu.

Jón Axel finnur sig vel í Þýskalandi

Mynd: Karfan.is

Sara Rún í toppmálum Sara Rún Hinriksdóttir lék vel með Leicester Riders í efstu deild körfubolta kvenna í Englandi þegar liðið vann Newcastle Eagles um síðustu helgi. Lokatölur urðu 66:39 á heimavelli Newcastle. Sara skoraði sextán stig, tók sex fráköstu og gaf eina stoðsendindu. Leicester Riders er í efsta sæti deildarinnar og hefur unnið fyrstu þrjá leikina. Liðið átti að leika úrslitaleik í annarri af tveimur bikarkeppnum í enska körfuboltanum um næstu helgi en honum hefur verið frestað þar sem ein liðskvenna Söru fékk Covid-19.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson og hans menn í Fraport Skyliners töpuðu fyrir Wurzuburg í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi. Fraport Skyliners hefur sigrað í fimm leikjum en tapað sjö og er í 9. sæti deildarinnar. Jón Axel lék í 37 mínútur og skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Nettómótinu í körfubolta aflýst Stjórnir unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Nettómótinu 2021 sem halda átti í Reykjanesbæ 6. og 7. mars næstkomandi. Á fundi deildanna var staða mála rædd og niðurstaðan er sú að ekki er talinn raunhæfur möguleiki á að fresta mótinu þar til síðar á árinu. Í ljósi mikillar óvissu sem ríkir vegna útbreiðslu Covid-19-veirunnar telja fulltrúar deildanna þetta því óhjákvæmilega ákvörðun. Nettómótið er stærsta körfuknattleiksmót á Íslandi ár hvert þar sem allt að 1.300 börn hafa mætt til leiks, ásamt foreldrum og öðrum aðstandendum. Næsta Nettómót, það þrítugasta í röðinni, verður því haldið 5.–6. mars 2022. Þar mun öllu verða tjaldað til svo upplifun þátttakenda og gesta verði sem eftirminnilegust, segir í tilkynningu frá félögunum.

TÓK EKKI ÚLPU MEÐ Heimavöllur Grindavíkur FRÁ MIAMI TIL NJARÐVÍKUR

Nýjasti leikmaður Njarðvíkinga í Domino’s-deildinni í körfubolta, Antonio Hester, kom til landsins fyrir nokkrum dögum og lék sinn fyrsta leik með Njarðvík gegn Tindastóli síðasta sunnudag. Hester kom frá Miami í Bandaríkjunum þar sem hitastigið er talsvert hærra en hér heima. Þegar menn gera leikmannasamninga norður í höfum þá vill það gleymast að taka veðrið með í reikninginn. Kappinn á ekki hlýja úlpu og því voru góð ráð dýr en Njarðvíkingar dóu ekki ráðalausir og höfðu samband við vini sína hjá Cintamani sem úlpaði körfuboltamanninn upp. Hafsteinn Sveinsson, liðsmaður stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar, sótti gripinn á dögunum í verslun Cintamani en allar vörur þeirra eru þrautreyndar af íslensku útivistarfólki og hannaðar til þess að uppfylla ítrustu kröfur fyrir íslenskt veðurfar. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sendi Cintamani kærar þakkir fyrir að því er segir á heimasíðu félagsins.

verður HS Orku-höllin

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og HS Orka hafa gert með sér samkomulag um að heimavöllur Grindavíkur muni verða nefndur HS Orkuhöllin næstu þrjú árin hið minnsta. Samningurinn var undirritaður af Jóni Júlíusi Karlssyni, framkvæmdastjóra Ungmennafélags Grindavíkur, og Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku: „Höfuðstöðvar HS Orku

eru í Svartsengi í Grindavík og við erum mjög ánægð með það hjá HS

Jón Júlíus Karlsson og Tómas Már Sigurðsson handsöluðu samninginn í Reykjanesvirkjun.

Orku að gera þennan samning við körfuboltadeildina í Grindavík. Við viljum vera öflugur bakhjarl í okkar nærsamfélagi og styðja við það góða starf sem þar er unnið. Körfuboltadeildin í Grindavík er til fyrirmyndar í sínu starfi með öflug lið og kraftmikið barna- og unglingastarf sem íbúar bæjarins geta verið stolt af.“ „Það er frábært fyrir körfuboltadeildina að fá svona öflugan bakhjarl eins og HS Orku í aukið samstarf með okkur. Við rekum mjög metnaðarfullt starf hér í Grindavík og til að það gangi upp er stuðningur fyrirtækja nauðsynlegur. Sérstaklega á þessum tímum þegar við spilum fyrir tómri höll og verðum af tekjum vegna aðgangseyris. HS Orka er eitt af stærri fyrirtækjunum í Grindavík og á Suðurnesjunum öllum og hafa sýnt það í gegnum árin að þau eru alltaf klár að styðja við bakið á samfélaginu. Við hlökkum mikið til þess að spila fyrir fram áhorfendur aftur í troðfullri HS Orku-höllinni,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Spilar körfubolta og tekur master í Englandi Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir segir mikinn mun á körfuboltanum í Evrópu og Ameríku. Hræðileg staða á Covid-19 í Englandi og leikmenn ekki „testaðir“. „Það er rosalega skemmtilegt að vera komin aftur til Evrópu að spila evrópskan körfubolta. Ég fann svo mikinn mun á honum, miðað við hvernig hann var í Ameríku. Deildin er mjög misjöfn hér í Englandi, efstu fjögur, fimm liðin eru miklu betri en þau sem eru fyrir neðan, þannig að leikirnir sem við spilum eru miserfiðir. Ég myndi segja að körfuboltinn á Englandi væri svipaður boltanum á Íslandi, nema kannski einu, tveimur skrefum ofar,“ segir Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir, mastersnemi og leikmaður með Leicester Riders í efstu deild körfuboltans á Englandi. – Hvernig hefur þér gengið og liðinu sem þú spilar fyrir? „Við erum ósigraðar eins og staðan er núna í ár. Í fyrra enduðum við í efstu tveimur sætunum þegar tímabilið endaði vegna Covid. Það er gaman að segja frá því að við erum komnar í úrslitaleik í annarri af tveimur bikarkeppnum ársins og áttum að spila á sunnudaginn á móti Nottingham og leikurinn sýndur á Skysport. En ein okkar fékk Covid19, ég og allir liðsmenn því komnir í 10 daga sóttkví. Mér persónulega hefur gengið alveg ágætlega. Ég er að vinna að mínum markmiðum jafnt og þétt. Mér finnst þjálfarinn minn, Jesper Sundberg, alveg æðislegur. Hann er mjög rólegur þjálfari sem nær svo miklu

Sara Rún nýtir tímann í mastersnám á sama tíma og hún spilar körfubolta á Englandi.

troða sér bara í gegn. Í Evrópu eru líka eldri leikmenn.“

Sara Rún lék með Keflavík í úrslitakeppninni 2019. Hér er hún með Bríeti Sif tvíburasystur sinni sem lék þá með Stjörnunni. út úr sínum leikmönnunum. Hann hefur verið að hjálpa mér að vinna í mínum veikleikunum.“ – Þú talar um mikinn mun á körfubolta í Ameríku og Evrópu. Í hverju liggur hann? „Þetta er í rauninni allt annar heimur. Í Ameríku æfðum við allt allt öðruvísi, marga klukkutíma á dag. Ég myndi segja að evrópskur körfubolti er með hærra stig af „körfubolta IQ“ en körfuboltinn í Bandaríkjunum er meira um hversu líkamlega sterkur þú ert. Í Evrópu er hugsað hvernig við getum fengið bestu körfuna sem lið, með því að spila saman og hreyfa vörnina, á meðan vestan hafs eru svo margir leikmenn sem eru svo ótrúlega líkamlega sterkir og snöggir og eiga auðvelt með að

– Þú varst valin körfuboltakona ársins á síðasta ári. Þú hefur væntanlega verið ánægð með það. „Já, það var þvílíkur heiður að vera valin körfuknattleikskona ársins, eitthvað sem ég bjóst ekki við. Það var ýmislegt sem stóð upp úr. Ég flutti til Englands og vann mér inn stöðu hjá liðinu. Við urðum bikarmeistarar en því miður náðum við ekki að klára tímabilið í fyrra sem var frekar súrt því við vorum alveg að spila okkar besta leik. Svo er það að spila með landsliðinu alltaf eitthvað sem stendur upp úr, bæði það að spila fyrir Ísland og svo líka bara að fá að hitta stelpurnar.“ – Hvernig er staðan á Covid-19 þarna úti? „Hún er í rauninni alveg hræðileg! Ef ég ætti að vera alveg hreinskilin þá finnst mér skrítið að við séum ennþá að spila hérna, því þar er ekkert verið að testa í þessari deild vikulega eins og verið er að gera í öðrum deildum í Evrópu. Sérstaklega eftir að nýja „gerðin“ (mutation) fór að dreifast svona hratt. Ég er búin að eyða miklum tíma í sóttkví, út af einhverri í liðinu eða einhverjum í kringum það sem er búinn að greinast með veiruna – og málið er að þegar þú ert í sóttkví hérna úti þá máttu bara alls ekki fara út úr húsi, mátt ekki einu sinni fara út að hlaupa eða út í göngu, sem er mjög leiðinlegt.“ Sara Rún býr í miðlöndum Englands, í háskólabænum Loughborough og er rétt fyrir utan borgina Leicester. Hún segir að það sé mjög gott að geta blandað saman körfubolta og mastersnámi. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara til Englands er sú að mig langaði augljóslega að spila körfubolta en svo var það líka að mér var boðin styrkur í meistaranám í leiðinni. Ég er sem sagt að læra master í alþjóða viðskiptum og er að útskrifast núna

Háskólinn sem Sara Rún sækir heitir Loughborough University.

Sara Rún var lykilmaður í liði Leicester Riders sem varð bikarmeistari á síðasta ári. Hún var valin besti maður úrslitaleiksins.

í sumar. Háskólinn sem ég er í heitir Loughborough University og er mjög góður, námslega séð. Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun en eftir þetta ár get ég gert það sem ég vil, vonandi spilað fyrir eitthvað gott lið í Evrópu. Ef ekki, þá hef ég alltaf háskólagráðuna mína.“ – Nú er íslenski körfuboltinn farinn af stað aftur. Ertu að fylgjast með honum? „Já, mér finnst gaman að sjá hvað sum lið eru að gefa kvennamegin meiri athygli og vilja gera betur þar. Ég er mjög spennt að horfa á leikina,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir. Páll Ketilsson pket@vf.is

„Ef ég ætti að vera alveg hreinskilin þá finnst mér skrítið að við séum ennþá að spila hérna, því þar er ekkert verið að testa í þessari deild vikulega eins og verið er að gera í öðrum deildum í Evrópu.“

Á góðri stundu með liði Cansisius College í Bandaríkjunum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

„Finnst skemmti­ legast að keppa“ – segir Snorri Rafn sem hefur unnið til fleiri en 100 verðlaunapeninga Íþróttadrengurinn Snorri Rafn hefur samtals unnið meira en 100 verðlaunapeninga í fimleikum, golfi, skíðum og knattspyrnu en honum finnst einnig gaman að syngja og spila á gítar. Snorri Rafn William Davíðsson á heima í Keflavík en hann er nýorðinn þrettán ára. Hann hefur verið sérstaklega iðinn að taka þátt í ýmiskonar keppnum og er það eitt það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann hefur nú þegar orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum, annars vegar í fimleikum á bogahesti og stökki og hins vegar tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi með sveit Golfklúbbs Suðurnesja tólf ára og yngri. Snorri Rafn hefur lagt mesta stund á fimleika en hann æfir fimleika fjórum sinnum í viku yfir vetrartímann með fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi en áður æfði hann með fimleikadeild Keflavíkur. Hver æfing er að minnsta kosti þrír tímar og því fara margir tímar í hverri viku í fimleika. Vegna Covid-19 hefur mikið verið um heimaæfingar á Zoom eða æfingaáætlun dagsins sett á netið og því hefur bílskúrnum

Skíðaíþróttin er ein þeirra íþrótta sem Snorri Rafn leggur stund á.

Snorri Rafn að keppa á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Kylfuberi Snorra er Davíð Jónsson, faðir hans. verið breytt í smá fimleikasal þar sem hægt er að gera flest allar æfingarnar. „Mér finnst alltaf mjög gaman á fimleikaæfingum og þá sérstaklega að læra nýja hluti. Við förum oft í litlar keppnir á æfingunum og það finnst mér skemmtilegustu æfingarnar,“ segir Snorri Rafn í viðtali. Síðasta sumar fór Snorri Rafn oftar í golf en nokkru sinni áður og tók hann þátt í fjölmörgum golfmótum vítt og breytt um landið með góðum árangri. Systir hans, Lovísa Björk, og pabbi þeirra, Davíð Jónsson, kepptu þá oft saman og úr varð skemmtileg keppni. Þau urðu svo öll klúbbmeistarar í sínum flokki á meistaramótinu síðasta sumar. Snorri Rafn í unglingaflokki hjá Golfklúbbi Suðurnesja en Davíð og Lovísa Björk urðu klúbbmeistarar hjá Golfklúbbi Sandgerðis í karla- og kvennaflokki.

„Við ferðuðumst mjög mikið síðasta sumar á hjólhýsinu okkar og tókum við þátt í mörgum golfmótum. Skemmtilegast fannst mér að keppa

Systkinin Lovísa Björk og Snorri Rafn.

á Selfossi en þar spila ég alltaf mjög vel. Það var líka gaman að keppa með systur minni á Akranesi og í Vogunum en þá spiluðum við betri bolta og passaði spilamennska okkar mjög vel saman. Ég var svo að fá nýjar golfkylfur í afmælisgjöf þannig að ég hlakka mikið til þegar sumarið kemur og prófa að slá úti með nýju golfkylfunum. Siggi Palli, golfkennarinn minn, sagði að ég væri búinn að lengja mig mikið og það verður gaman að sjá það,“ segir Snorri Rafn. Snorri Rafn er einnig skíðamaður en hefur lítið getað stundað þá íþrótt í vetur. „Því miður þá gat ég mjög lítið stundað skíði síðasta vetur þar sem skíðasvæðunum var lokað mjög snemma vegna Covid. Við fórum samt á eitt skíðamót á Dalvík en þar er keppt á skíðum og í sundi. Það gekk bara mjög vel en eftir það var öllu lokað. Leiðinlegast fannst mér að Andrésar Andar leikunum skyldi vera aflýst en það er langskemmtilegasta skíðamótið og hef ég tekið þátt í þeim frá því ég var sex ára gamall.“ Það er von fjölskyldunnar að skíðasvæðin verði opin mikið lengur þennan veturinn en venjulega byrjar skíðatímabilið hjá Snorra Rafni ekki fyrr en eftir áramót og þá gefst meiri tími til að fara á skíðaæfingar. Fyrir utan það að keppa í íþróttum þá finnst Snorra Rafni gaman að syngja og spila á gítar. „Á þessum tíma er ég venjulega mikið að spila og syngja á tónleikum í kirkjum eða eitthvað svoleiðis en

Snorri Rafn tók þátt í uppsetningu Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Fiðlaranum á þakinu.

það verður eitthvað öðruvísi í ár þar sem allir tónleikarnir fara fram á netinu,“ segir Snorri Rafn sem finnst það greinilega ekki eins skemmtilegt og spila fyrir framan áhorfendur. Síðasta vetur tók hann þátt í söngleiknum Fiðlarinn á þakinu í Hljómahöll og gæti hann alveg hugsað sér að verða leikari eða söngvari í framtíðinni. Það má annars vel segja að Snorra Rafni finnist gaman að öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og ef það tengist keppni þá er það jafnvel enn skemmtilegra.

ANDY PEW ER ÍÞRÓTTAMAÐUR VOGA 2020 – Knattspyrnuliðið allt heiðrað sérstaklega Fyrirliði knattspyrnuliðs Þróttar, Andrew James Dew, var valinn íþróttamaður Voga á laugardag. Andy er spilandi aðstoðarþjálfari Þróttara og hefur verið með liðinu síðan 2018. Andy er mikill leiðtogi innan vallar sem utan, frábær fyrirmynd og var valinn í úrvalslið 2. deildar á vefmiðlinum Fótbolti.net eftir síðasta tímabil, það voru fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar sem sáu um valið. Valið stóð á milli fimm íþróttamanna, aðrir voru þeir Adam Árni Róbertsson, Alexander Helgason, Rafal Stefán Daníelsson og Róbert Andri Drzymkowski.

Þróttarar heiðraðir

Andy Pew, íþróttamaður Voga 2020, og Hermann Hreiðarsson sem tók á móti viðurkenningu sem knattspyrnuliði Þróttar var veitt. Myndir: Guðmundur Stefán Gunnarsson

Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu var heiðraður sérstaklega fyrir frábæran árangur á árinu en liðið fékk 41 stig í 2. deildinni síðasta sumar, endaði í þriðja sæti og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næstefstu deild – sem er besti árangur í sögu félagsins. Hermann Hreiðarsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, tók við viðurkenningunni við mikið lófaklapp. Knattspyrnuliðið vakti mikla athygli í sumar og var stemmningin í kringum það bæjarbúum til mikillar gleði og sóma.

Verðlaunahafarnir eftir að hafa veitt viðurkenningum móttöku.

Efnilegt íþróttafólk fékk viðurkenningu Samhliða vali á íþróttamanni ársins fengu átta ungmenni viðurkenningu fyrir afrek sín á síðasta ári. Þau eru: Logi Friðriksson, fyrir knattspyrnu, Alexander Ívarsson, Óðinn Ástþórsson, Pálmar Óli Högnason og Andri Snær Guðlaugsson fyrir knattspyrnu, Keeghan Freyr Kristinsson og Bragi Hilmarsson fyrir júdó og þá

fékk Tinna Róbertsdóttir viðurkenningu fyrir dans. Þessi ungmenni hafa skarað fram úr í þeim greinum sem þau leggja stund á og hafa sýnt að þau eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur ungmenni. Íþróttastarfið í Vogunum stendur augljóslega í miklum blóma, í bænum er hægt að iðka fjölmargar greinar og hafa hinar ýmsu deildir verið að unga út afreksfólki.


Mundi

facebook.com/vikurfrettir

Allir þessir nýju veitingastaðir, eru þeir rúsínan í pylsuendanum ... eða pulsuendanum?

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Viðhorfsbreyting

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Kuldaboli er kominn á kreik

Pulsuvagninn í Keflavík hefur í lengi verið minn uppáhaldsveitingastaður. Það er eitthvað ómótstæðilegt við Villaborgarana. Þjónustan alltaf til fyrirmyndar sem og gæðin. Ég þekki fjölda höfuðborgarbúa sem hafa það fyrir reglu að stoppa á Pulsuvagninum því hann er „einn af þeim bestu“ á landinu.

K2 kuldagalli EN471 CL.3

Kuldagalli vattfóðraður

Dimex kuldagalli

Vattfóðraður kuldagalli með cordura efni á álagsflötum. Með rennilás á skálmum. Hægt að taka hettuna af.

Kuldagalli vatteraður með cordura efni á álagsflötum. Rennilásar á skálmum með flipa yfir. Hægt að taka hettuna af. Hnjápúðavasar.

Vattfóðraður kuldagalli með renndum brjóstvösum.

Litur: Gulur. Stærðir: XS–5XL.

Litur: Svartur. Stærðir: S–3XL.

Litur: Svartur. Stærðir: S–6XL.

Það var líka þannig um langa tíð að fátt var um fína drætti á svæðinu ef manni langaði í eitthvað annað en skyndibita. Fara fínt út að borða var ekki inn í myndinni nema fara til Reykjavíkur. Umbylting hefur orðið á undanförnum misserum með komu veitingastaða eins og Library á Hafnargötunni og KEF Restaurant á Hótel Keflavík sem var endurbætt af glæsibrag. Í upphafi árs opnaði The Bridge á nýja Marriott hótelinu og um síðustu helgi Fiskbarinn á Hótel Bergi. Þessir staðir hafa bæst við hreint ágæta flóru góðra veitingastaða í Grindavík og svo er náttúrlega toppurinn á öllu saman Moss í Bláa lóninu. Sveitarfélögin á Suðurnesjum skrifuðu í júní 2016 undir samstarfssamning sem hefur það að markmiði að bæta ímynd svæðisins með sérstöku markaðsátaki. Ímynd svæðisins hafði of lengi einkennst af atvinnuleysi og neikvæðum fréttum. Markaðsátakið ber heitið Reykjanes - við höfum góða sögu að segja! Á vefnum reykjanes.is er að finna frábær hlaðvörp þar sem rætt er við Suðurnesjafólk. Ég hvet ykkur til að hlusta. Vilji sveitarfélögin á Suðurnesjum bæta ímynd svæðisins ættu þau að fara í samstarf við glæsilegu hótelin og frábæru veitingastaðina sem hér er að finna og bjóða höfuðborgarbúum og öðrum landsmönnum ferðaávísun til Suðurnesja. Viðhorfi verður ekki breytt nema fólk fái að upplifa af eigin raun.

Vnr. 9616 K2 2009

Vnr. 9609 648

Vnr. 9616 K2 2001

Olympia ullarbolur

Olympia föðurland úr ull

Langerma ullarbolur með kraga og rennilás úr merinóull.

Föðurland úr merinóull. Ekki með klauf.

Litur: Svartur. Stærðir: S–2XL.

Litur: Svartur. Stærðir: S–2XL.

Vnr. A546 JSB517-16

A546 JSB517-21

Leðurhanskar

Vettlingar

Vetrarhanskar

Lambhúshetta

Dimex húfa

Fóðraðir Tegera

Hlýir Showa 451 vettlingar með góðu gripi. Ca 25 cm háir.

Nýtril dýfður vetrarhanski með mjög gott grip. Litur: Svartur. Stærðir: 9-11. Frábær hanski, lipur og með gott grip. Fóðraður.

Lambhúshetta úr flísefni, fóðruð með bómull.

Dimex prjónahúfa.

Vnr. 9658 451

Vnr. 9640 8810

Vnr. A421 2

leðurhanskar með riflás.

Litur: Ljós. Stærðir: 9, 10, 11. Vnr. 9640 335

Litur: Dökkgrár. Ein stærð.

Ein stærð. Vnr. 9609 4260+

Verslanir N1 um land allt

Akureyri s. 440 1420 • Blönduós s. 440 1339 • Húsavík s. 440 1448 Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574 • Klettagarðar s. 440 1330 Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245 • Reyðarfjörður s. 474 1293 Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127

440 1000

n1.is

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

ALLA LEIÐ