{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Framtíðin verður að vera umhverfisvæn

Heilsutjútt

Fálkaorðuhafinn Tómas Knútsson hefur marga fjöruna sopið

Tilboðsdagar 8.–20. janúar í öllum verslunum Lyfju lyfja.is | Krossmóa 4

Viðtal á síðum 10–11

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

Ljúka ritun sögu Keflavíkur Tímamótafundur var í bæjarráði Reykjanesbæjar í byrjun árs þegar 1200. fundur ráðsins fór fram. Áfanganum var meðal annars fagnað með þeirri ákvörðun að semja um lok á skráningu sögu Keflavíkur. Keflavíkurkaupstaður á 70 ára afmæli á árinu og Reykjanesbær 25 ára afmæli. Saga Keflavíkur er til í þremur bindum og lýkur árið 1949 þegar Keflavík fékk kaupstaðaréttindi. Bjarni Guðmarsson skráði. Með skráningu fjórða og síðasta bindis verður síðustu 45 árum í sögu Keflavíkurkaupstaðar 1949-1994 gerð skil. Reykjanesbæ varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994 og fagnar því 25 ára afmæli á árinu. Sögu annarra bæjarhluta Reykjanesbæjar, Hafna og Njarðvíkur, er lokið.

Jólin kvödd

Svipmyndir frá þrettándanum í blaðinu í dag.

Íbúar Reykjanesbæjar eru 18.922 og bæjarbúum hefur fjölgað um 24,8% frá 2015

Vantar aðeins sex nýja bæjarbúa til að verða stærri en Akureyri

Ef fram fer sem horfir þá verður Reykjanesbær orðinn fjórða stærsta sveitarfélag Íslands á næstu dögum því um áramót munaði aðeins fimm manns á íbúastærð Reykjanesbæjar og Akureyrar, sem hefur vermt fjórða sætið um áratuga skeið. Íbúum Reykjanesbæjar fjölgar hraðar en íbúum Akureyrar og því gæti Reykjanesbær verið orðinn stærri strax um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands um íbúafjölda í ársbyrjun. Íbúar í Reykjanesbæ voru 18.922 þann 1. janúar. Bæjarbúum fjölgaði um 40 frá 1. desember sl. þegar þeir voru 18.882. Þá voru íbúar Reykjanesbæjar 17.732 þann 1. desember 2017 og því hefur íbúum bæjarins fjölgað um 1190 á þrettán mánuðum. Árið 2018 var 6,3% íbúafjölgun í Reykjanesbæ, 8,8% árið 2017 og 7,4% 2016. Á tímabilinu 2015–2018 var fjölgunin 24,8%. Af einstökum hverfum

má nefna að fjölgunin á sama tímabili var 18,8% í Njarðvík, 11,2% í Keflavík, 4,7% í Höfnum og 106,5% á Ásbrú. „Það sem skýrir þessa miklu fjölgun eru margir þættir. Á undanförnum árum hefur verið mikill uppgangur í ferðaþjónustu og samfara honum uppbygging flugstöðvarinnar. Það hefur kallað á mannafla. Það má líka nefna að fólk hefur sótt í lægra húsnæðisverð en á höfuðborgarsvæðinu

og þá horft meðal annars til Reykjanesbæjar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. „Reykjanesbær er ekki síst eftirsóknarvert sveitarfélag sem um árabil hefur geta státað sig af því að vera fjölskylduvænt. Við höfum orðið vitni að ánægju fjölskyldna sem hingað hafa flust á undanförnum árum. Þó lægra húsnæðisverð hafi e.t.v. verið ástæða flutnings hefur það staðið upp úr hversu ánægt það er með bæjarbraginn og allar aðstæður hér. Fjölgun íbúa þýðir einnig fjölgun starfa og hingað hefur flust fólk sem vill ekki aðeins starfa í Reykjanesbæ heldur einnig búa.

Þó fjölgunin á nýliðnu ári hafi verið hægari en árin þar á undan, m.a. vegna þess að það hægðist á framboði húsnæðis, þá er áframhaldandi fjölgun í kortunum. Mikið af íbúðahúsnæði verður tiltækt í Hlíðarhverfi og Dalshverfi á næstu mánuðum og viðbúið er að íbúafjölgun í þeim hverfum eigi eftir að taka kipp. Hins vegar hefur íbúafjölgun verðið mest á Ásbrú. Við sjáum að þar hefur íbúafjöldi vaxið um meira en 100% á tveggja ára tímabili, frá desember 2016 til desember 2018. Fór úr 1.655 íbúum í 3.418. Þar var framboð á húsnæði gott en nú er allt nothæft íbúðarhúsnæði fullnýtt,“ segir Kjartan bæjarstjóri.

Hundur slapp í flugstöðinni Hundur sem verið var að flytja á milli landa slapp úr greipum starfsmanna á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag. Sást hundurinn á harðahlaupum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var honum veitt eftirför. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við lögregluna í flugstöðinni hafði ekki verið tilkynnt um hund sem hefði sloppið en skömmu síðar bárust upplýsingar um að fótfráir flugvallarstarfsmenn hafi náð kvutta og málið væri leyst. Sumarið 2014 varð hundurinn Hunter landsfrægur þegar hann slapp frá Keflavíkurflugvelli eftir að búr hans opnaðist í óhappi sem varð. Hundsins var leitað í nokkra daga þar til hann fannst við Ósabotna. Dýrinu var komið í hendur eiganda síns sem flutti hann til síns heima.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002

Sjónvarp frá Suðurnesjum fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Allt í innkaupin á einum stað Sirloinsneiðar í raspi Ferskar

1.749 ÁÐUR: 2.498 KR/KG

KR/KG

-30%

Nauta piparsteik Fersk

2.999 ÁÐUR: 3.998 KR/KG

-25%

KR/KG

Tilboðin gilda 10. - 13. janúar 2019

Sælkerablanda 125 gr Klettasalat 75 gr Spínat 150 gr

209

KR/PK

ÁÐUR: 299 KR/PK

-30%


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

Nýársbarnið 2019:

„Hún poppaði bara út!“ Hér mun ný slökkvistöð rísa. VF-mynd: Hilmar Bragi

Ábyrgjast lán Brunavarna Suðurnesja vegna nýrrar slökkvistöðvar

Fjölskyldan alsæl Dagmar Rós, Einar Orri og Eiður Emil, stóri bróðir, með nýfædda stúlkubarnið sem hefur ekki fengið nafn ennþá.

marta@vf.is

Nýársbarnið á Suðurnesjum var stúlka sem fæddist 3. janúar á ljósmæðravaktinni hjá HSS klukkan 17:26. Hún vóg 3.878 grömm og var 51 cm við fæðingu. Dagmar Rós Skúladóttir og Einar Orri Einarsson eru foreldrar stúlkubarnsins en fyrir eiga þau son sem heitir Eiður Emil sem er alveg að verða fimm ára. Dagmar Rós starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og Einar Orri er yfirmaður tjónamála hjá Blue Car Rental. Þau búa í Innri Njarðvík og kunna vel við sig þar.

Hún poppaði bara út!

„Ég og vinkona mín fórum í fimm kílómetra göngutúr kvöldið fyrir fæðingu því ég var komin sex daga framyfir. Við vorum svona að reyna að koma af stað fæðingu. Eftir kvöldgönguna fór ég á ljósmæðravaktina og fékk nálarstungur hjá þeim. Um morguninn klukkan átta byrjaði ég að finna fyrir verkjum og fór aftur á fæðingardeildina. Fæðingin sjálf gekk hratt fyrir sig, ég var nýkomin ofan í baðkarið og framundan var vatnsfæðing en tuttugu mínútum seinna poppaði hún bara út. Þetta gekk miklu betur heldur en með

fyrsta barnið okkar. Ég var líka mun rólegri núna í þessari fæðingu, var öruggari með mig,“ segir Dagmar Rós og er hamingjan uppmáluð og þau bæði, Einar Orri og hún. Stóri bróðir kemur heim rétt í þessu úr leikskólanum með ömmu sinni, heilsar blaðamanni og fer svo strax í sófann til mömmu og litlu systur. Hann fær sér sótthreinsivökva í lófana áður en hann snertir þá litlu og pabbi hans hefur orð á því að Eiður Emil sé sprittlöggan á heimilinu núna og passar að allir fái sér skvettu í lófann áður en þeir snerta litlu systur hans.

Reykjanesbær hefur samþykkt að veita einfalda ábyrgð til tryggingar láns Brunavarna Suðurnesja bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að 550 milljónir króna með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055. Er lánið tekið til byggingar nýrrar slökkvistöðvar. Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar, sem einnig eiga aðild að Brunavörnum Suðurnesja, hafa einnig gengið ábyrgðir vegna lánsins. Brunavarnir Suðurnesja láta nú byggja fyrir sig nýja slökkvistöð að Flugvöllum 29 í Reykjanesbæ.

Samið hefur verið við ÍSTAK um byggingu stöðvarinnar sem á að vera tilbúin fyrir árslok 2019. Byggingarkostnaður er um 730 milljónir króna. Staðsetning slökkvistöðvarinnar við Flugvelli, ofan Iðavalla, er talin mjög góð. Stöðin er miðsvæðis þegar horft er til þjónustusvæðis Brunavarna Suðurnesja sem nær yfir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Þá er stutt í flugstöðina en sjúkraflutningum í tengslum við aukinn ferðamannastraum til landsins fjölgar hratt.

Ráða við byggingu leikskóla og stækkun grunnskóla

Yndislegar ljósmæður

Þau hrósa bæði ljósmæðrum og aðstöðunni á fæðingardeild HSS. Þau gistu eina nótt á deildinni og sögðu það hafa verið mjög notalegt. Dagmar Rós hélt sér í góðu formi alla meðgönguna og segir það skila sér. Hún æfði meðgöngujóga með fyrsta barnið og kíkti í jógatíma hjá Möggu Knúts undir lokin á þessari meðgöngu, sem var mjög gott. „Öndunin sem við lærum í meðgöngujóga er frábær undirbúningur fyrir fæðingu,“ segir Dagmar Rós og hvetur verðandi mæður til að fara í meðgöngujóga til að læra að slaka vel á. Eiður Emil horfir með aðdáun á litlu systur sem opnar örlítið augun. „Sjáðu hún var að horfa á mig,“ segir hann stoltur og brosir til mömmu sinnar.

PricewaterhouseCoopers hefur verið fengið til að meta áhrif framkvæmda við nýjan leikskóla í Grindavík og viðbyggingu við Hópsskóla. Niðurstaða þeirra er að fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar ráði fyllilega við þá fjárfestingu sem fyrirhuguð er.

Sveitarstjórnarlög kveða á um að meta skuli sérstaklega, af sérfróðum aðila sem ekki er tengdur sveitarfélaginu, áhrif einstakra fjárfestinga á rekstur og efnahag sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum á yfirstandandi reikningsári.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Störf við hreinsun í flugskýlinu í Keflavík 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Viðhaldsstöð okkar í Keflavík leitar að starfsfólki í hreinsunarstörf: | Annars vegar er um að ræða störf við þrif á húsnæði og er vinnutíminn 9–17. | Hins vegar er um að ræða vaktavinnu við hreinsun í skýli, á íhlutum og flugvélum. Unnið er aðra vikuna 7:45 –15:45 mán-fös og hina vikuna 16:00–1:00 mán-fim. Hæfniskröfur: | Sjálfstæð vinnubrögð | Aldurstakmark 18 ár Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn fyrir 20. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir: Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri sveinaj@icelandair.is


Óskum íbúum í Lerkidal gleðilegs árs!

www.stongull.is


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

Margmenni á þrettándagleði Þátttaka í hátíðarhöldum á þrettándanum í Reykjanesbæ hefur sjaldan verið eins mikil og í ár. Mannfjöldi safnaðist saman við Hafnargötuna í Keflavík til að kveðja jólin en auk bæjarbúa voru þarna álfar, tröll og púkar. Áður en formleg dagskrá hófst við Hafnargötu var bæjarbúum boðið að taka þátt í luktarsmiðju í Myllubakkaskóla og þaðan fór einnig fjölmenn skrúðganga undir forystu álfadrottningar og álfakonungs. Herlegheitunum lauk svo með fallegri flugeldasýningu sem þó var í styttri kantinum þetta árið. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson.

Viðburðir í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar - síðasta sýningarhelgi Líkami, efni, rými í listasal Ljós og náttúra Reykjanessaga í Bíósal. Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12-17. Velkomin. Hljómahöll - viðburðir framundan 8. feb. Jóhanna Guðrún - íslensku perlurnar 9. feb. Júníus Meyvant á trúnó 15. feb. Louis Cole Miðasala og nánari upplýsingar á www.hljomaholl.is Bókasafn Reykjanesbæjar - Foreldramorgunn Hreyfing á meðgöngu og eftir fæðingu. Erindi frá Sigrúnu Hákonardóttur, FitBySigrún á Foreldramorgni 10. janúar kl. 11:00. Aðgangur ókeypis.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Hæfingarstöð – deildarstjóri Björgin – sálfræðingur í 80% stöðu Björgin – leiðbeinandi í 70% stöðu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

POKOJE DO WYNAJECIA W KEFLAVIKU.

2 odnowione jednoosobowe pokoje do wynajecia z dostepem do kuchni, pralini, lazienki i internetu. Call Gummi 893 0 705.


SUMARSTÖRF Í FRÍHÖFNINNI Ein vinsælasta verslunin í flugstöðinni óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar 2019 Um er að ræða sumarstörf í verslunum, á lager og skrifstofu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. UMSÆKJENDUR SKULU VERA 20 ÁRA EÐA ELDRI

VERSLUN

LAGER

SKRIFSTOFA

Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Unnið er í vaktavinnu.

Starfið felst í almennum lagerstörfum. Unnið er í vaktavinnu.

Starfið fellst í símsvörun, móttöku viðskiptavina, skráningu reikninga, tollskýrslugerð auk almennra skrifstofustarfa. Vinnutími er kl. 8–16 virka daga.

Hæfniskröfur • Söluhæfileikar og rík þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum er kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Hæfniskröfur • Meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð tölvukunnátta • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Hæfniskröfur • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði • Góð tölvukunnátta og þekking á Navision er kostur • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað fram yfir miðjan ágúst. Umsóknum skal skilað inn rafrænt á www.dutyfree.is/atvinna. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 20. JANÚAR 2019 Fríhöfnin hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Hún hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfn í Evrópu og fjölskylduvænt fyrirtæki. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.

www.dutyfree.is

VIÐ BJÓÐUM UPP Á FRÍAR RÚTUFERÐIR TIL OG FRÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

Óskað eftir tilnefningum til viðurkenninga Óvíst hvenær hraðaeftirlit hefst á Grindavíkurvegi ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2019 visitreykjanes.is fyrir 4. febrúar n.k. Viðurkenningarnar verða afhentar á Vetrarfundi ferðaþjónustunnar á Reykjanesi sem fram fer í mars. Dagsetning og dagskrá fundarins verða tilkynnt fljótlega. Viðurkenningarnar hafa verið veittar síðustu þrjú ár og hafa þessir einstaklingar, fyrirtæki og verkefni orðið fyrir valinu:

Þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

2018: Hótel Keflavík, Reykjanesbæ 2017: Johan D. Jonsson, Reykjanesbæ 2016: Reynir Sveinsson, Sandgerði

Líkt og undanfarin ár munu Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark veita viðurkenningar til einstaklings eða fyrirtækis sem starfa í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Annars vegar eru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir

nýsköpun í ferðaþjónustu og hins vegar viðurkenning fyrir vel unnin störf innan greinarinnar á svæðinu. Óskað er eftir tilnefningum til umræddra viðurkenninga. Tilnefningum ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið markadsstofa@

Nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

2018: Duus safnahús, Reykjanesbæ 2017: Veitingastaðurinn Vitinn og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum 2016: Listahátíðin Ferskir vindar í Garði

Ein athugasemd gerð við tillögu að Hafnargötu 12 Ein athugasemd í nokkrum liðum barst vegna deiliskipulags á lóðinni Hafnargötu 12 í Keflavík á kynningartíma tillögunnar. Tillagan var auglýst frá og með 25. október til 6. desember 2018 og kynnt á íbúafundi þann 27. nóvember sl. en engar athugasemdir komu fram á kynningarfundinum. Athugasemdir eru birtar í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar ásamt svörum: Atriðum er varða viðskiptahugmynd, markhópa, eignaskiptingu og innra fyrirkomulag auk annarra atriða sem ekki varða skipulagsmál er ekki svarað að öðru leyti en því að deiliskipulagstillagan rekst ekki á ákvæði byggingareglugerðar. Fullyrt er að deiliskipulagsuppdrættir hafi einungis verið sjáanlegir á vef bæjarins.

Það er ekki rétt. Uppdrættir voru hangandi upp í anddyri bæjarskrifstofunnar eins og venja hefur verið í mörg ár þegar deiliskipulag er í kynningu, starfsmenn hefðu getað bent viðkomandi á það. Mótmælt er rifum á byggingum á lóðinni. Þessi rif voru heimiluð með breytingu á deiliskipulagi samþykktu í júlí 2017. Athugasemd er gerð við að bílastæðahlutfall sé ekki í heilum tölum en vísað er í ranga tölu í athugasemd.

Óvíst er hvenær hraðaeftirlit hefst á Grindavíkurvegi. Enn eru ýmsar prófanir eftir á þeim meðalhraðamyndavélum sem komnar eru upp á Grindavíkurvegi. Á vef Grindavíkurbæjar segir að margir bæjarbúar hafi velt því fyrir sér hvort byrjað sé að mæla meðalhraðann en svo er ekki. Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðadeildar Vegagerðarinnar, sagði í samtali við grindavik.is að ekkert væri hægt að segja til um hvenær mælingar myndu hefjast. Ríkislögreglustjóri hefði enn ekki gefið formlegt samþykki fyrir notkun búnaðarins, m.a. vegna frumvarps til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem er í smíðum. Aðspurð hvers vegna myndavélin mæli ekki þá umferð sem fer í Bláa lónið heldur aðeins þá sem fer til Grindavíkur sagði hún að upphaf-

legar áætlanir gerðu ráð fyrir að mæla meðalhraða á kaflanum milli Reykjanesbrautar og Bláalónsvegar. Eftir að ákveðið var að hefja breikkun Grindavíkurvegar á þeim kafla var ákveðið að breyta staðsetningunni. „Varðandi staðsetninguna þá lá fyrir að vegna framkvæmda við breikkun væri ekki hægt að setja búnaðinn á þann kafla Grindavíkurvegar, þar sem það var upphaflega fyrirhugað, þannig að það var óhjákvæmilegt að breyta staðsetningunni,“ segir Auður Þóra Árnadóttir í samtali við grindavik.is.

Samþykkt að afturkalla samningsumboð Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem samþykkt var samhljóða að afturkalla samningsumboðið verði ekki kominn skriður á samningaviðræður í byrjun janúar.

Bílastæðahlutfallið 1,4 þýðir að það eru fleiri bílastæði á lóð en sem nemur íbúðafjöldanum. Gert er ráð fyrir að hámarki 58 íbúðum þ.a.l. að bílastæðafjöldi á lóð er þá 81 stæði, verði íbúðir færri er fjöldi bílastæða í sama hlutfalli við þann fjölda íbúða. Samþykkt var á fundi Umhverfisog skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

„Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Grindavíkur kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands. Formanni er falið að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða ef Starfsgreinasambandið verður ekki búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara,“ segir í ályktuninni. Einnig var formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur veitt fullt umboð til að

leita eftir samstarfi við félög utan forystu Starfsgreinasambandsins um samstarf í samningum við Samtök atvinnulífsins í byrjun árs 2019 ef ekki verður komið til móts við kröfur félaga í Verkalýðsfélagi Grindavíkur. „Félagsmenn urðu samningslausir 1. janúar 2019 og ljóst er að Samtök atvinnulífsins hefur dregið lappirnar í samningaviðræðum enda liggur það fyrir að atvinnulífið sparar sér fjóra milljarða á mánuði meðan ekki er samið,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Nemakort á Suðurnesjum – komin í sölu Nemendur með lögheimili á Suðurnesjum geta keypt sér Nemakort hjá Strætó. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Nemakortið kostar 87.000 kr. og leggja þarf inn á reikning Vegagerðarinnar. Reikningsnúmer: 0303-26-008008 á kennitölu: 680269-2899 . Svona gerir þú: • Fyrst leggur þú inn á reikning Vegagerðarinnar • Því næst sendir þú kvittun á netfangið

Fyrir námsfólk

kort straeto.is, ásamt nafni, kennitölu, ljósmynd og nafni skólans. • Innan 7 til 10 virkra daga færðu Nemakortið

sent í ábyrgðarpósti á lögheimilið þitt. Nánari upplýsingar um Nemakort á Suðurnesjum veitir Þjónustuver Strætó í síma 540 2700.


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

7

Tryggingamálin sífellt meira á netinu – Útibú TM tryggingafélagsins í Keflavík tekur við þjónustu við Grindvíkinga. Nýtt app virkar vel Suðurnesjaútibú TM tryggingafélagins tók nú um áramót við þjónustu við Grindvíkinga en á sama tíma hætti Björn Birgisson störfum hjá félaginu. Anna María Sveinsdóttir, þekktust sem ein besta körfuboltakona landsins á árum áður, stýrir málum hjá TM á Suðurnesjum en hún hóf störf hjá félaginu fyrir tuttugu árum síðan.

Starfsfólk TM Anna María, Gunnheiður Kjartansdóttir, Oddný Pétursdóttir, Sigurður Guðnason og Gunnar Oddsson. „Það hefur orðið mikil breyting á tveimur áratugum og þjónustan er að færast meira á netið en engu að síður leggjum við mikla áherslu á að veita góða þjónustu á skrifstofu okkar í Keflavík. Við höfum verið heppin með starfsfólk og höfum haft sama hóp á skrifstofunni í ellefu ár,“ segir Anna María. Anna hóf störf hjá TM eftir sameiningu félagsins við Tryggingu árið 2000 og starfaði fyrstu árin með félaga sínum úr Keflavík, Gunnari Oddssyni, en hann tók við sem útibússtjóri árið 2002 og gegndi því til ársins 2007. Þá fór knattspyrnumaðurinn til starfa

hjá félaginu í Reykjavík. Hann tók við starfi sölustjóra og síðar bættist við umsjón með útibúum og umboðs-

Anna hefur starfað í tryggingageiranum í tvo áratugi. mönnum á landsbyggðinni. Hann sinnir því eingöngu núna. Þau Anna og Gunnar sögðu að meðal

Skrifstofa TM hefur nýlega fengið andlitslyftingu en hún er við Hafnargötu 31 í Keflavík.

breytinga í þjónustu tryggingafélagsins að undanförnu hafi verið TM appið en þar sé hægt að ganga frá margvíslegri þjónustu á einfaldan og skilvirkan hátt, m.a. þegar tjón verður á farsímum. Það taki ekki nema eina mínútu að ganga frá því. Í appinu er m.a. hægt að sjá yfirlit yfir allar tryggingar sem viðkomandi kaupir á mjög auðveldan hátt. „En svo er auðvitað fullt sem við gerum í góðum samskiptum við viðskiptavini hér á skrifstofunni. Fyrstu árin mín var ég mikið í símanum en nú fara mörg mál í gegnum tölvupóst,“ segir Anna María og undir þetta tekur Gunnar

sem segir að umboðsskrifstofum og útibúum hjá félaginu hafi fækkað á undanförnum árum. Það sé þó ekki á stefnuskránni hjá TM að ganga alla leið í því að loka öllum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Þær sinni ennþá mikilvægu hlutverki í starfsemi félagins. Gunnar er ánægður í starfi sínu hjá TM og segist heimsækja útibúin og afgreiðslurnar úti á landi reglulega. „Þetta eru tólf staðir, þrjú útibú í Keflavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri og tólf afgreiðslur víða um land. Á þessum stöðum tekur maður stöðuna og fær púlsinn um allt land.“

% %

ALLT AÐ

50% AFSLÁTTUR

ÚTSALA

málning

Jólavörur og seríur

Rafmagnsverkfæri

Parket

25% afsláttur

30-35% afsláttur

Blöndunar- og hreinlætistæki

25-35% afsláttur

50% afsláttur

20-40% afsláttur

Handverkfæri

25-35% afsláttur

Fjöldi vöruflokka og mörg þúsund vörur

Heilsutorg blómavals 20-50% • GJAFAVARA 25% • LUKTIR OG VASAR 25% • Philips ljós og perur (gildir ekki af hue) 25% FLÍSAR 25-40% • HÁÞRÝSTIDÆLUR 25% • VERKFÆRATÖSKUR 30-40% • box og körfur 25%

Ryksugur (Electrolux) 20-30% • Hilluefni (Tilbúð) 25% • innihurðir (á lager) 30% • straujárn og strauborð 20-40% pottar og pönnur 20-30% • Matvinnsluvélar 25% • Glös og diskar 30-50% • hnífapöR og eldhúsáhöld 30% þvottavélar, ofnar, helluborð (valdar vörur)

15-40% • Bökunarvörur 20% moppur og kústar 25% ... og fleira

útivistar og vinnufatnaður

25-40% afsláttur

Hillurekkar (avasco)

25% afsláttur


V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐAL AGI Í SUMAR?

FJ Ö L B R E Y T T S U M A R S T Ö R F Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Nánari upplýsinar á isavia.is/sumarstorf.

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Jafnlaunamerkið er veitt vinnustöðum sem hlotið hafa faggilta vottun á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Isavia ber merkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

UMSÓKNARFRESTUR: 3.FEBRÚAR

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/ S U M A R S T O R F


REKSTRARS TJ Ó R N S T Ö Ð Helstu verkefni eru vöktun kerfa í flugstöðinni ásamt samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn. Úthlutun á flugvélastæðum, brottfararhliðum og innritunarborðum. Eftirlit og stýring umferðar í farangurssal flugstöðvarinnar. Móttaka og úrvinnsla allra erinda sem og önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Aldurstakmark 20 ár • Góð færni í ensku og íslensku er skilyrði • Góð tölvukunnátta skilyrði • Reynsla af upplýsingakerfum er kostur Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Freyr Borgarsson, hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar,bjarni.borgarsson@ isavia.is

FLUGVERND

FARÞEGAÞJ Ó N U S TA

B Í L A S TÆ Ð A ÞJ Ó N U S TA

Starfið felst m.a. í öryggisleit og eftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf, um er að ræða vaktavinnu.

Helstu verkefni eru flæðisstýring, þjónusta við farþega, umsjón og eftirlit með upplýsingaborðum, eftirlit með búnaði sem farþegar nota og önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur • Aldurstakmark 18 ár • Gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli • Rétt litaskynjun • Lágmark tveggja ára framhaldsnám eða sambærilegt nám

Hæfniskröfur • Aldurstakmark 18 ár • Góð færni í ensku og íslensku þriðja tungumál er kostur • Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum

Helstu verkefni eru umsjón með farangurskerrum í og við flugstöðina, almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar, tilfærslur á ökutækjum og sótthreinsun á veiðibúnaði.

Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs.

Hæfniskröfur • Aldurstakmark 18 ár • Góð færni í íslensku og ensku • Bílpróf æskilegt


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Framtíðin verður að vera umhverfisvæn ~ Fálkaorðuhafinn Tómas Knútsson hefur marga fjöruna sopið ~ sem við fórum ofan í og settum á flot á vötnin uppfrá. Við vorum ekkert í vestum eða neitt svoleiðis, slógum fjórum tunnum saman og vorum að róa þessu. Það var langt að fara þá upp á vötn en þarna var líka skautað á veturna. Svo var maður að skríða undir girðinguna til að komast upp á Völl í vinnuna til pabba sem vann hjá Esso,“ segir Tommi.

Þá kom maður heim með nagla í fætinum og mamma setti á sárið joð og fimmaur sem var teipað fast því þetta átti að hreinsa sárið svo maður fengi ekki blóðeitrun ...

Alltaf verið fullur af krafti

Tommi og Rannveig Magnúsdóttir.

Ellefta stundin er runnin upp og hlutirnir verða að breytast hratt. Umhverfið öskrar á okkur sem aldrei fyrr um að við breytum umgengni okkar við náttúruna. Veðurfarið sýnir okkur þetta glöggt þessa dagana. Náttúruvernd þolir enga bið segja sérfræðingar. Tómas Júlían Knútsson heitir maðurinn en hann naut þess heiðurs á nýársdag að vera krýndur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af herra Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrir framlag sitt til umhverfisverndar á Íslandi. Tómas er vel að þessum heiðri kominn.

Ólst upp í Keflavík

Við hittum Tomma á notalegu Ráðhúskaffi í Reykjanesbæ og spurðum hann spjörunum úr enda af miklu að taka í ævi þessa manns sem hefur marga fjöruna sopið. „Ég var einmitt að koma úr sundi núna og hitti nokkra Túnvillinga í heita pottinum í morgun, þær ólust upp á Sóltúni en ég ólst upp í Hrauntúni, aðeins ofar. Við vorum að rifja upp Keflavík í gamla daga og hvað lífið

Dæmigerð mynd af Tomma í æsku.

var þá yndislega einfalt. Þegar ég var að alast upp var mamma mín heimavinnandi húsmóðir eins og flestar konur á þeim tíma. Ég kom heim þegar ég var svangur eða þegar nestið mitt var búið, sem mamma hafði útbúið fyrir mig um morguninn, áður en ég fór út að leika en þá var maður úti allan daginn og kom ekki heim fyrr en maður var svangur. Nestið var yfirleitt það sama, franskbrauð og rúgbrauð skellt saman með miklu smjöri á milli. Mjólk í glerflösku með smellutappa. Þetta át maður einhvern tímann yfir daginn. Þá var ekkert verið að hafa áhyggjur af manni þótt maður væri á hjólinu úti allan daginn. Við hjóluðum jafnvel meðfram Reykjanesbrautinni út að Snorrastaðatjörnum en auðvitað var bílaumferð miklu minni þá en núna. Það var samt alltaf þetta traust til manns og við vorum skapandi og fundum upp á ýmsu til að gera. Maður lærði að bjarga sér. Við krakkarnir vorum að þvælast um bæinn, sveifluðum okkur í fiskitrönum og átum harðfisk þar ef við vorum svangir en þá slógum við fiskinum fyrst í stein svo fiskurinn losnaði frá beininu. Svo fórum við að fylgjast með niðri á bryggju eða fórum upp á vötn sem eru nálægt Leifsstöð í dag. Fyrst þurfti ég samt að læra heima og svo mátti ég fara út og þá var maður burtu í nokkra klukkutíma. Það var engin að hafa áhyggjur af okkur. Þetta var árstíðabundið, aðrir leikir á sumrin en á veturna. Á sumrin vorum við að byggja kofa eða búa til bátafleka úr síldartunnum

Svona var lífið hjá okkur krökkunum. Maður var ekki með neitt plan um morguninn og endaði jafnvel á Snorrastaðatjörn eða í Höfnunum sem þótti mjög langt að fara einnig. Við fórum þetta allt á reiðhjóli.“

Skilnaður foreldra breytti ýmsu

Foreldrar Tomma voru Knútur Høiriis sem var danskur og Anna Nikulásdóttir en þau skildu þegar hann var þrettán ára. „Þegar mamma og pabbi skildu urðum við bræðurnir, Bóbó og ég, eftir hjá pabba. Mamma og Mambý systir fluttu fyrst til Reykjavíkur en svo þaðan til Svíþjóðar þar sem systir mín býr enn. Foreldrar mínir eru núna báðir látnir. Við bræðurnir ólumst upp hjá pabba sem fékk til sín ráðskonu í eitt ár en svo kynnist hann Elínu Guðmannsdóttur og þau fóru að búa saman. Þá flutti hún ásamt börnum sínum heim til okkar í Hrauntúnið og svo eignuðust þau seinna saman Möggu systur mína.“

VIÐTAL

Það má líklega kalla Tomma hermann hafsins því hann er þekktur fyrir ákafa sinn og eldmóð í hreinsun hafsins. Hann er óþreytandi að breiða út fagnaðarerindið um að við verðum öll að taka ábyrgð á ruslinu sem fundist hefur bæði á hafsbotni og við strendur landsins frá árinu 1995, þegar hann ásamt nemendum sínum í Sportköfunarskóla Íslands ákváðu að stofna Bláa herinn til að hreinsa upp allt ruslið sem þau fundu þegar þau voru að kafa í sjónum við strendur landsins. Þvílíkt rusl sem hafði safnast þarna í gegnum árin. Þeim var misboðið að sjá allt mannanna rusl og tóku til sinna ráða. Síðan þá hefur Blái herinn barist fyrir hreinsun hafsins við misjafnar vinsældir í upphafi en sem tíminn hefur nú leitt í ljós að ekki var vanþörf á að taka til hendinni.

„Ég væri eflaust greindur sem ofvirkur í dag ef ég væri barn en ég hef alltaf haft þennan kraft í mér og nýtt hann til góðs. Þegar ég var krakki þá var maður úti allan daginn að leika og það þótti eðlilegt að vera hress krakki og strákar voru kannski aðeins fyrirferðameiri en stelpur. Fyrir ofan heimilið okkar í Hrauntúni var mói og klettar sem við lékum okkur í en þarna vorum við að keyra bíla sem voru heimasmíðaðir úr tré með fjöðrun úr gúmmíslöngum. Þar voru heilu vegirnir sem var gaman að keyra eftir en við vorum einnig með Tonka-bíla úr járni og ég á nú ennþá svoleiðis eintök heima. Svo vorum við að hjóla í móanum og ég stóð fyrir fyrstu torffæruhjólakeppninni þarna, þar sem verðlaunin voru 25 króna bláleitur peningaseðill sem dugði fyrir pulsu og kók í Brautarnesti við Hringbraut. Við lékum okkur þarna alla daga man ég. Mamma sagði alltaf þegar ég kom heim: „Hvað segir buxnabaninn minn?“ Ósjaldan var maður með einhver teygjubindi á líkamanum. Svo var maður að klifra í nýbyggingum eins og í húsinu hans Árna Sam og fjölskyldu sem verið var að byggja. Þá kom maður heim með nagla í fætinum og mamma setti á sárið joð og fimmaur sem var teipað fast því þetta átti að hreinsa sárið svo maður fengi ekki blóðeitrun. Svo vorum við alltaf í Tarzan-leik. Kanasjónvarpið gaf okkur alls konar hugmyndir og við áttum móann allt í kring til að láta ævintýrin gerast.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Tommi ásamt Önnu móður sinni, Mambý systur og Bóbó litla bróður.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Tómas ásamt forseta Íslands við veitingu fálkaorðunnar. Á uppvaxtarárum Tomma var Keflavík suðupottur fyrir allskonar tónlist og áhrifa gætti einnig frá kanasjónvarpinu. Hann horfði á allskonar sjónvarpsþætti sem höfðu áhrif á leiki hans. Það var einn sjónvarpsþáttur sem Tommi minnist sérstaklega að hafi haft áhrif á hann í átt til köfunar en það var Voyage to the Bottom of the Sea. „Það small eitthvað innra með mér þegar ég var að horfa á þessa þætti, þarna kviknaði kafaraáhuginn. Ég man ég sagði við pabba að þetta ætlaði að ég að læra. Ég vildi læra að kafa. Það liðu einhver ár en svo lærði ég að kafa átján ára. Maður byrjaði ungur að vinna. Pabbi gaf mér í fermingargjöf að fara til skyldfólks á Jótlandi en ég ferðaðist með skipi og fargjaldið var að ég átti að hjálpa til um borð á leið til Danmerkur. Ég var þarna fjórtán ára strákur og fór einnig heim aftur á þennan máta, sigldi með skipi eftir sex sjö vikur í Danmörku. Fjölskylda mín í Danmörku á feikistórt svínabú og þarna var ég að vinna sem unglingur allt sumarið. Ég hafði ekkert fyrir því að læra dönsku því við pabbi töluðum stundum dönsku og amma talaði einnig dönsku við mig. Þetta lá vel fyrir mér. Eftir þetta örlagaríka sumar breyttist allt og ég fullorðnaðist hratt. Pabbi sagði við mig: „Þetta geturðu og þetta er það besta sem ég get gefið þér til að þroskast en það er að senda þig burt.“ Næstu tvo vetur var ég sendur í skóla að Núpi í Dýrafirði og svo fór ég á sjó á sumrin og eftir Núp. Ég var háseti eða messagutti um borð í skipi og var að þvælast í þessu frá fjórtán til nítján ára aldurs. Þetta var alveg rétt ákvörðun hjá pabba því ég varð maður af því að vera hent út í djúpu laugina má segja. Ég var á fullu að vinna og þurfti að redda mér. Ég á ennþá dagbækur frá þessum tíma sem gaman er að lesa. Ég sigldi með skipinu til Englands, Hollands, Danmerkur, Finnlands og Rússlands. Þegar ég er nítján ára ákvað ég að fara í Iðnskólann og læra almenna vélvirkjun. Svo kynnist ég keflvískri stúlku og hún verður ófrísk, við skildum eftir rúm tíu ár en eigum í dag tvær yndislegar, uppkomnar dætur og barnabörn.“

Tommi og Magga Hrönn í Osló. Stofnaði Sportköfunarskóla Íslands

Lífshlaup Tomma er ævintýri líkast en eftir að hann varð einhleypur þá ákvað hann að fara til Noregs og starfa á olíuborpöllum en hann hefur komið víða við. Loðnusjómennska er á ferilskránni hans, vélsmiður hjá Keflavíkurverktökum og svo endaði hann formlegan starfsferil sinn hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar sem var þá undir stjórn varnarliðsins. „Í slökkviliðinu fór ég að búa til köfunarbatterí í kringum mig. Ég var búin að vera að kafa fyrir björgunarsveitirnar, að leita fyrir þá. Ég hafði

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

11

Þegar yfirvöld vildu kæra mig fyrir manndráp af gáleysi þá varð ég að fella kerfið. Ég lét þau falla frá ákærunni vegna vanrækslu þeirra á sviði lagaramma sportköfunar hér landi ...

Tommi ásamt dætrum sínum litlum, þeim Eygló Önnu og Karen Lind.

Trukkur Bláa hersins sem Tommi er að ger eignast fyrsta kafarabúninginn minn um tvítugt og var að prófa mig áfram. Svo ákvað ég seinna að mennta mig á þessu sviði og náði í öll þau réttindi sem þarf til að reka köfunarskóla. Það var þegar ég fór að kafa að ég sá allt ruslið á hafsbotni svo mér blöskraði. Ég var samt búinn að vera þátttakandi sjálfur í þessu þegar ég var gutti á sjó en þá var maður látinn kasta öllu rusli úr skipinu ofan í sjó og mér sárnaði að þurfa að gera þetta. Öllu var hent í sjóinn og það kom sorg í mig við þetta. Svo einu sinni lentu þeir illa í því þegar þeir hentu rusli of nálægt ströndum Danmerkur og allt ruslið fór að koma í fjörurnar þar og var jafnvel merkt skipinu, þá fengu þeir háar sektir og ég var ánægður með það man ég.“

Mikil þörf fyrir Bláa herinn

Tommi stofnaði Sportköfunarskóla Íslands og útskrifaði nemendur sem fyllast sama eldmóði og hann þegar þeir vilja stofna með honum Bláa herinn. „Um leið og þú stingur höfðinu ofan í sjó og ferð að kafa þá sérðu ævintýraheim. Þú vilt ekki sjá rusl neðansjávar. Nemendur mínir voru sama sinnis og vildu stofna með mér Bláa herinn. Við sóttum um styrki og vorum með viðburði til að sýna almenningi allt ruslið sem við fundum á hafsbotni. Þetta vakti athygli. Við vildum vera hermenn hafsins og þannig hófst ævintýrið um Bláa herinn. Ég var búinn að kafa um allar jarðir og vissi hvernig ástandið var í kringum landið og þegar ég fór að fara með túrista í skemmtiköfun þá vildi ég heldur ekki sýna þeim allt ruslið okkar. Mér fannst þessi umgengni okkar algjör vanvirðing við náttúruna. Hvernig gat þjóð auglýst ferskan fisk úti í heimi sem var með svona skítugt haf í kringum landið sitt. Ég tók þetta inn á mig og ég veit að ég var kallaður í þetta starf,“ segir Tommi og maður finnur eldinn loga í honum fyrir þessari hugsjón um að hreinsa haf og strendur landsins.

a upp.

Þar fékk ég skilaboð „Tómas ég legg þetta á þínar herðar að vera talsmaður hafsins því þú getur þetta.“ Svo þegar ég kom aftur út í bíl sá ég að kílómetramælirinn stóð akkúrat á fæðingardegi mínum 220357 og sá Geysi gjósa einnig þennan dag en hann hafði ekki gosið af sjálfsdáðum lengi. Þetta fannst mér allt eitthvað svo skrítið og táknrænt. Eftir þessa upplifun þarna í Skálholti, fannst mér andlát Rúnars gefa mér kraft til þess að snúa þessu slysi í eitthvað jákvætt. Ég fékk einnig áfallahjálp á þessum tíma sem gaf mér sálarró. Foreldrar Rúnars voru mér ómetanlegur stuðningur en þau ásökuðu mig aldrei. Þau voru mér ótrúleg stoð og stytta og hvöttu mig áfram í þessu nýja hlutverki mínu.“ Það var ekki nóg með að Tommi lenti í þessu áfalli með nemanda sinn heldur ætluðu yfirvöld að kæra hann fyrir manndráp af gáleysi. Þá var honum öllum lokið en ákvað að taka til ráða sinna. „Þegar yfirvöld vildu kæra mig fyrir manndráp af gáleysi þá varð ég að fella kerfið. Ég lét þau falla frá ákærunni vegna vanrækslu þeirra á sviði lagaramma sportköfunar hér landi sem ég hafði margoft beðið um en ekki verið svarað. Eftir þetta urðum við viðurkenndir atvinnumenn í sportköfunarkennslu.“

Margir hafa hjálpað Bláa hernum

Tommi segist geta þakkað svo

mörgum fyrir hjálpina í Bláa hernum í gegnum árin. Einn þeirra er Guðni Ingimundarson sem er nýlátinn. „Guðni heitinn var með mér í upphafi og kom á trukknum, á kranabílnum sínum, og tók ruslið upp úr fjörunni sem við höfðum safnað saman. Öðlingur hann Guðni og merkilegur maður. Ég á sjálfur kranabíl sem ég er að gera upp í annað sinn, gamall hertrukkur sem ég ætla að nota í sumar en þá verður Blái herinn öflugur.“ Íslendingar eiga allt undir að hafið í kringum landið haldist hreint. Í sjónum eru verðmæti þjóðarinnar. „Því miður hefur Ísland engan gæðastimpil vegna fiskafurða í heiminum í dag, ekkert frekar en Rússar. Íslendingar hafa setið eftir með gæðamálin.“

Áfengisneysla á ekki við Tomma

Tommi fór í áfengismeðferð fyrir 27 árum því honum fannst áfengi farið að há honum. „Ég hætti að drekka áfengi því mér fannst ég alltaf svo ónýtur eftir áfengisdrykkju. Ég fór í tíu daga meðferð hjá SÁÁ og hef ekki drukkið síðan og er mjög þakklátur fyrir það. Ég bið bænir mínar á hverjum degi og er þakklátur fyrir að vera laus við áfengi. Áfengi hindrar framfarir í lífi manns.“ Í dag má segja að framfarirnar séu miklar í lífi Tomma því hann er loks að uppskera margra ára starf. Á nýársdag var hann sæmdur fálkaorðunni. Í október var hann tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og vegna þess fór hann til Noregs. Tommi var þar á meðal kóngafólks í Osló og annarra sem höfðu einnig verið kallaðir til þennan dag. Hvernig líður Tomma í dag? Þarf hann að klípa sig í handarbökin?

Heiður sem ég vil deila með fleirum

„Innst inni er ég bæði glaður og auðmjúkur. Ég varð meyr í gegn þegar ég hlustaði á forsetann okkar segja: „Herra Tómas Knútsson, vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins, ég veiti þér riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag þitt til umhverfisverndar á Íslandi. Svo

kemur þú í vor og tekur mig með þér í fjöruhreinsun,“ sem mér þótti alveg ofboðslega vænt um en hann vill að Ísland verði leiðandi í umhverfisvernd varðandi plast í hafinu þar sem við eigum svo mikið undir varðandi hreinleika hafsins. En fálkaorðuna á ég ekki einn því það hefur fólk þurft að þola mig í tíma og ótíma í þessari baráttu minni. Hlusta á mig fullan af eldmóði. Konan mín Magga Hrönn á mikinn þátt í þessu og henni er ég mjög þakklátur. Ég vil deila fálkaorðunni með henni og öllum þeim sem hafa komið að málefnum Bláa hersins. Tilnefningin til Norðurlandaráðs var einnig mikill heiður en þangað fórum við Magga í lok október. Við sátum við sama borð og Benedikt Erlingsson sem fékk verðlaun fyrir bíómyndina sína Kona fer í stríð. Þarna voru samankomnar stórar kanónur í hinum ýmsu geirum og kepptu um titla Norðurlandaráðs.“

Blái herinn er að stækka

Framundan eru breytingar hjá bæði Tomma og Bláa hernum. Nú eru stór tímamót sem hann vonar að sé upphafið að einhverju enn stærra, því ekki veitir af meiri umhverfisvitund almennings. „Ég stóð á sviðinu í Osló og tók ákvörðun um það að hætta að vera sjálfboðaliði fyrir Bláa herinn því að þörfin fyrir verkefni hans og hugmyndafræði eru alls staðar. Blái herinn þarf að stækka enda mikil eftirspurn eftir störfum hans. Í dag finn ég fyrir miklu þakklæti í stjórnsýslunni að ég skyldi aldrei hætta og gefast upp. Ég vil alltaf vera lausnamiðaður og læt verkin tala. Ég hlusta, ég tala og svo framkvæmi ég. Það er áríðandi. Nú er ég framkvæmdastjóri nýja Bláa hersins og nú geta fyrirtæki og einstaklingar gerst styrktaraðilar. Það verður unnið í verkum eftir því sem fjármunir leyfa. Ef það er til nægilegt fé þá virkja ég samfélagið með mér til góðra verka fyrir náttúruna, Móður Jörð,“ segir Tómas Júlían Knútsson að lokum og gengur hægt um gleðinnar dyr. Við óskum honum velfarnaðar og vonum að hann ylji sér lengi við minningar ársins 2018.

Andlát vinar örlagaríkt

Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Tommi upplifði mikla sorg þegar einn nemandi hans lét lífið við köfun undir umsjón hans sjálfs. „Ég var svo miður mín eftir að hafa misst nemanda minn, Rúnar Bárð Ólafsson, að ég fór einn í sumarbústað að Flúðum til að finna innri ró. Mér leið hræðilega. Svo ákvað ég að fara í Skálholtskirkju á fund skapara míns.

Þeir sem vilja styðja störf Bláa hersins til framtíðar og gerast félagsmenn geta greitt 5.000 krónur árlega inn á reikning: 0121-26-7100 – Kt.: 541101-2760


12

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

Guðni Ingimundarson - minning Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.)

Elsku besti afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði en með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga þig að í allan þennan tíma. En það er svo skrýtið og erfitt að vera ekki að fara á Borgartúnið, heimili ykkar ömmu, sem hefur verið svo stór partur í mínu lífi og ég á svo góðar minningar frá. Það má segja að ég hafi kynnst þér á nýjan hátt eftir að amma lést fyrir tveimur og hálfu ári því þegar ég kom á Borgartúnið á meðan amma var á lífi þá dróstu þig yfirleitt í hlé og fórst út í skúr, sérstaklega eftir að heyrninni fór að hraka því þér fannst þú ekki geta tekið þátt í umræðum og áttir erfitt með að fylgjast með ef fleiri en einn var að tala í einu. En eftir fráfall ömmu þá hélt ég áfram að koma á Borgartúnið

og núna til að hitta þig og það voru góðar stundir. Núna fékk ég að heyra svo margar sögur og frásagnir um þitt líf og er með ólíkindum hvað þú varst minnugur í þeim frásögnum, öll smáatriði varstu með á hreinu, t.d. öll nöfn og þá yfirleitt fullt nafn á þeim einstaklingum sem komu við sögu, lýstir staðháttum í smáatriðum og ef þú varst að kaupa eitthvað eða greiða þá vissir þú upp á hár hvað það kostaði. En mest er ég snortin yfir því hvað þú hefur áorkað miklu í þínu lífi. Þú varst svo laghentur, útsjónarsamur og áræðinn og hef ég heyrt frá mörgum aðilum að ef eitthvað verkefni var mönnum ofviða og búið að reyna ýmislegt sem ekki gekk þá var ákveðið að ná í Guðna á Garðstöðum og undantekningarlaust leystir þú málið. Trukkurinn þinn var öflugt tæki en ég er nokkuð viss um það að með áræðni þinni og útsjónarsemi þá varð hann ennþá öflugri. Afi kom víða við og reddaði mörgum, var oft fengin í hin ótrúlegustu verkefni og fyrir mér þá var hann klárlega mesti töffarinn í bænum. Hann var mjög nýtinn og hirti ýmislegt sem átti að henda m.a. í þeirri vissu að einhver gæti þurft

SPURNING VIKUNNAR

Spurningar vikunnar eru tvær að þessu sinni. 1. Hvað fannst þér eftirminnilegast árið 2018? 2. Hvað viltu sjá gerast á Suðurnesjum á nýju ári? Ástþór Sindri Baldursson:

1. Söngleikurinn Mystery Boy var eftirminnilegast 2018 en ég tók þátt í því ævintýri. 2. Meiri tónlist á Suðurnesjum, það er aldrei nóg af tónlist.

VIÐREISN STOFNAR FÉLAG Í REYKJANESBÆ Stofnað hefur verið félag stjórnmálaaflsins Viðreisnar í Reykjanesbæ. Arnar Páll Guðmundsson var kjörinn formaður, Jasmina Cranc er varaformaður og Ingigerður Sæmundsdóttir er ritari. „Það er með mikilli gleði og tilhlökkun að við tilkynnum ykkur að nýverið var stofnað félag Viðreisnar í Reykjanesbæ,“ segir í tilkynningu frá nýstofnuðu félagi.

Ingveldur Eiðsdóttir:

1. Mér finnst eftirminnilegast að hún skyldi ná að hlera þessa sexmenninga á Klausturbar og að þeir skuli ætla að lögsækja konuna á okkar kostnað! 2. Það mætti gera betur við okkur gamla fólkið á nýju ári en þeir halda að við séum öll svo rík en það eru það bara ekki allir.

Karl Þorsteinsson:

1. Ég vil helst muna eftir einhverju góðu, það er svo margt gott sem gerðist árið 2018. Ég er svo ánægður með nýja forsetann okkar, hann er akkúrat það sem þjóðin þurfti. 2. Það besta á nýju ári væri að þeir sem stjórna hér bæru gæfu til þess að loka kísilverinu að eilífu.

Særún Rósa Ástþórsdóttir:

að nota það og kom það oft upp að menn komu í skúrinn til hans til að athuga hvort hann gæti mögulega átt einhvern hlut sem ekki var hægt að fá og viti menn, afi fann það oftast í skúrnum sínum sem hann undi sér svo vel í. Eitt af hans stóru afrekum á seinni árum eru vafalaust gömlu báta-, ljósa- og bílvélarnar sem hann gerði upp og gerði nánast allar gangfærar, yfir hundrað talsins og er þetta safn einstakt á landsvísu og vona ég svo sannarlega að bæjarfélagið muni varðveita þær og sýni þeim sóma um ókomna tíð þar sem hann gaf þær allar til Byggðasafnsins á Garðskaga. Elsku afi minn, þú varst alveg einstakur og svo klár en samt svo hógvær. Síðustu árin þá var heyrnin og sjónin ekki góð og það að þú hafir ennþá búið á Borgartúninu og það einn eftir að amma dó sýndi dugnað þinn og æðruleysi. Þú gast ekki lesið blöð né horft á sjónvarp og náðir með herkjum að hlusta á útvarp með því að hækka í botn og nota heyrnartól og var það nóg til þess að þú gætir fylgst með því sem var að gerast. Þitt sjónvarp var í minningunum sem þú dróst fram í huganum og við fengum blessunarlega að heyra. Aldr-

1. Það er klárlega fjölskylduferðin okkar til New York árið 2018. Mjög gott að vera þar og mjög fjölskylduvæn borg sem kom mér virkilega á óvart. 2. Á nýju ári vil ég sjá öflugri heilbrigðisstofnun og atvinnulíf sem byggt er á sjálfbærni frekar en mengandi stóriðju, s.s. gæða ferðaþjónustu.

Á fundinum var gengið frá starfs- og skipulagsreglum félagsins og kosin stjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var gestur fundarins og ávarpaði hann og sagði meðal annars frá stefnumálum Viðreisnar þegar kemur að landsbyggðinni. Þorgerður nefndi einnig að Viðreisn mun leggja áherslu á hag landsbyggðarinnar við ákvarðanatöku og styðja uppbyggingu á Suðurnesjum. Markmið félagsins er að taka þátt í hinni pólitísku umræðu um málefni sveitarfélagsins og Suðurnesja í heild. Á þessum vettvangi sé stefna félagsins að vera virkt og vakandi yfir þeim verkefnum sem Suðurnesin standa frammi fyrir hverju sinni og láta almannahagsmuni ávallt ganga framar sérhagsmunum. „Stjórn félagins mun halda kjörnum fulltrúum við efnið og leggja áherslu á að skapa umræðuvettvang um málefni Reykjanesbæjar og ræða þau verkefni og áherslur sem eru ríkjandi hverju sinni. En á sama tíma setja á dagskrá þau mál sem snerta hag íbúa bæjarins og taka þátt í umræðunni um bestu lausnirnar. Við í Viðreisn munum leggja okkur fram í að taka þátt og efla umræðu um það sem skiptir máli til að gera samfélag okkar betra. Við ætlum að vera frjálslynd, stuðla að jafnrétti og berjast fyrir almannahagsmunum. Við hvetjum áhugsamt fólk um starfssemi Viðreisnar í Reykjanesbæ að hika ekki við að hafa samband því framundan eru skemmtilegir tímar í pólitíkinni. Þau sem hafa hug á að taka þátt í starfi Viðreisnar geta gerst félagar með því að skrá sig á www.vidreisn.is eða haft samband við okkur á netfangið vidreisnrnb@vidreisn.is,“ segir að lokum í tilkynningunni.

Starfsmaður í Stapafell Íslenskir aðalverktakar óska eftir að ráða starfsmann í Stapafell á Reykjanesi. Viðkomandi þarf að vera með vinnuvélaréttindi og geta starfað sjálfstætt. Upplýsingar veitir Árni Valur í síma 660-8158. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu ÍAV.

ÍAV hf. | Höfðabakka 9D | 110 Reykjavík | s. 530 4200

ei kvartaðir þú og þú vildir ekki að við hefðum neitt fyrir þér né það að vera að eyða of miklum tíma okkar í þig, vildir helst gera sjálfur það sem þurfti að gera og þú hafðir tök á að gera, alveg fram undir það síðasta. Afi sagði mér sögu af manni sem notaði setninguna „Allt í funkis hjá mér“ sem þýddi að allt væri í lagi hjá sér og þetta notuðum við svo oft og oftast þegar ég kvaddi hann spurði ég hvort ekki væri „allt í funkis“ hjá honum og alltaf hló hann við og kvað svo vera. Ég vona að þú sért núna í sumarlandinu góða með ömmu og litla kút þér við hlið og að allt sé í funkis. Ég heyri það að margir

minnast þín af mikilli virðingu og væntumþykju og er ég afar stolt af því að hafa átt þig fyrir afa. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.)

Ég á eftir að sakna þín mikið. Hjartans þakkir fyrir allt elsku besti afi minn. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvíldu í friði. Þín Ágústa.

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Athugasemdir við grein í tímaritinu Faxa Njarðvíkum 3. janúar 2019.

Sjálfum mér, eins og reyndar mörgum öðrum hér suður með sjó, finnst ákaflega gaman að fletta í gegnum nýjasta tölublað Málfundarfélagsins Faxa sem inniheldur oftar en ekki margvísilegan fróðleik. Eru öllum þeim standa að útgáfunni færðar hinar bestu þakkir fyrir framlag sitt. Það var því frekar dapurlegt að lesa það skrifað var um „þrjár menningastofnanir sem fagna stórafmæli“ þegar kom að Bókasafni Reykjanesbæjar. Það mætti halda að hvorki Hafnir eða Njarðvíkur hefðu nokkurn tímann verið til. Ekkert er getið um lestrarfélög sem til staðar voru bæði í Höfnum og Njarðvíkum, Bókasafn Njarðvíkur, né getið um það ágæta hugsjónafólk sem þar lagði hönd á plóg. Hér hefði sá er ritar greinina e.t.v. mátt leggjast í aðeins meiri heimildarvinnu og ekki þarf að leita langt því m.a. er stiklað á stóru um hvernig Bókasafn Reykjanesbæjar varð til á heimsíðu bæjarins. Hafa skal það sem sannara reynist í þessum efnum, eins og reifað er í stuttu máli hér á eftir: Haustið 1943 var Lestrarfélagið Fróði stofnað í Njarðvíkum. Bókavörður var skólastóri Njarðvíkurskóla, Sigurbjörn Ketilsson. Fékk lestrarfélagið aðstöðu í kennarstofu skólans. Árið 1956 var Bókasafn Njarðvíkur stofnað. Eftir byggingu Félagsheimilsins Stapa, sem vígt var 23. október 1965,

fékk safnið þar inni. Árið 1975 flutti safnið aftur í skólann, í kjallara nýbyggingar sem þá var verið að taka í notkun. Þar var safnið í 124 m2 húsnæði ásamt skólabókasafni grunnskólans. Í Höfnum starfaði Lestrarfélag Hafna, sem m.a. höfðu umsjón með um langt árabil sæmdarhjónin Hólmfríður Oddsdóttir og Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, foreldrar söngelsku systkinanna Vilhjálms Vilhjálmssonar og Hennýar Eldeyjar Vilhjálmsdóttur, betur þekkt sem Ellý Vilhjálms. Var lestrarfélagið til húsa í barnaskólanum, sem tók til starfa árið 1907, í íbúðarhúsi sem hreppurinn keypti til skólahalds. Eftir að það hús brann fluttist félagið í nýtt samkomu- og skólahús, sem byggt var árið 1936 og þjónar í dag sem safnaðarheimili Kirkjuvogskirkju. Við sameiningu sveitarfélaganna Hafna, Keflavíkur og Njarðvíkur árið 1994 sameinuðust Lestrarfélag Hafna, Bókasafn Keflavíkur og Bókasafn Njarðvíkur undir merkjum Bókasafns Reykjanesbæjar. Með vinsemd og virðingu, Stefán Thordersen.

Láti ekki lagatæknileg atriði letja sig „Miðflokkurinn í Reykjanesbæ hefur frá upphafi setu í bæjarstjórn lagt áherslu á að fram fari íbúakosning um framtíð stóriðju í Helguvík. Flokkurinn fagnar því að formaður bæjarráðs hafi nú tekið af allan vafa í þessum efnum og lýst því yfir að íbúakosning muni fara fram.“ Þetta kemur fram í bókun sem Gunnar Felix Rúnarsson, varabæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar. Í bókuninni segir einnig að Mið-

flokkurinn fagni einnig hvatningu tæplega þrjú þúsund íbúa bæjarins til bæjaryfirvalda um að efna til bindandi íbúakosningu um stóriðju í Helguvík. „Mikilvægt er að bæjarstjórn standi einhuga að málinu og láti ekki lagatæknileg atriði letja sig til að framfylgja vilja íbúanna. Réttur bæjaryfirvalda til að efna til íbúakosningar um einstök málefni bæjarins er ótvíræður og skipulagsvald bæjarins óskorað,“ segir Gunnar Felix jafnframt í bókuninni á fundinum.


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

13

Veitingahús á Suðurnesjum

Ferskara sjávarfang á Vitanum Sérstaða Vitans er krabbi og skelfiskur, öðuskel, ostrur, rækjur og kræklingur.

Öðuskel og krabba er haldið lifandi í þessum sjókerjum fyrir utan Vitann, svo hráefnið verður ekki ferskara. með gratíneraðan fisk, rauðsprettu og fleira. Við vorum með humar en almennt fæst ekki humar lengur í þeirri stærð sem hentar okkur. Við bjóðum upp á smjörsteikta þorskhnakka með salati og steiktum kartöflum. Rauðsprettu með rótargrænmeti. Fyrir þá sem ekki vilja fisk þá bjóðum við að sjálfsögðu einnig upp á íslenskt lamb og kjúkling. Allir eftirréttir eru heimalagaðir t.d. mokkaísinn og íslenskar pönnukökur með rabbarbarasultu og rjóma er einnig vinsælt,“ segir Stebbi.

Bryggjusvæðið í Sandgerði er mjög lifandi en þar landa ennþá fullt af fiskibátum. Margir hafa gaman af því að taka rúnt niður á bryggju en rétt hjá gamla vitanum stendur einmitt veitingahúsið Vitinn. Hjónin Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson eru eigendur veitingahússins Vitans sem sérhæfir sig í fiskréttum þótt lambakjöt og kjúklingur sé einnig í boði á matseðlinum.

rra Stebbi með Sigurði kafara, syni þeiog Binnu, sem kafar eftir öðuskel krabba fyrir foreldra sína.

Vitinn er opinn alla daga vikunnar frá klukkan 11:30 til 14:00 og um kvöldið frá klukkan 18:00 til 21:00 nema á sunnudögum en þá er lokað. Hópar geta samt pantað aðra tíma. Á kvöldin í janúar mæla hjónin samt með því að fólk panti borð í síma 772 7755 eða sendi tölvupóst á info@vitinn.is

Íslendingar vilja tala íslensku á Íslandi

Binna og Stebbi byggðu þetta hús og hafa rekið Vitann frá árinu 1982 og verður staðurinn því 37 ára í vor. Þau hafa skipt á milli sín verkum í rekstrinum, hún er framkvæmdastjórinn og þjálfari starfsfólks en hann sér um matseldina enda lærður matreiðslumaður.

Einstök upplifun fyrir gesti okkar

„Matseðill okkar byggist mest á sjávarréttum. Við viljum hafa verðlagið sanngjarnt. Sérstaða okkar er krabbi og skelfiskur, öðuskel, ostrur, rækjur og kræklingur. Sonur okkar, Sigurður Stefánsson, er kafari og hann hefur sótt öðuskel og krabba sem við höldum lifandi í sjókerjum hér fyrir utan hjá

okkur, svo hráefnið verður ekki ferskara. Þetta er einstakt á landsvísu því við erum með okkar eigin sjóker og borholu, þaðan sem við sækjum ferskan sjó. Við erum einnig farin að framleiða okkar eigið hafsalt sem líkist frönsku eðalsalti en það þykir óvenju hreint að gæðum,“ segir Binna. „Við bjóðum upp á krabbamáltíð þar sem gestir okkar fá krabba og skelfisksúpu. Síðan er krabbi, beitukóngur, öðuskel, ostrur og risarækjur, svona sex til sjö tegundir sjávarfangs en máltíðinni lýkur á heimalöguðum mokkaís. Þetta er svona upplifun fyrir hópa sem hingað koma, lágmarkspöntun er fyrir tvo einstaklinga en við eigum einnig krabbadisk ef um einstaklinga er að ræða. Við erum

Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn koma á Vitann til að borða. Binna og Stebbi leggja ríka áherslu á að íslenska sé töluð á veitingahúsinu við þá sem tala íslensku. Þau vilja gera vel og þjálfa upp starfsfólk sitt þannig að það geti veitt sem mesta og besta þjónustu. Hjónin vinna að ýmsum gæðamálum og vilja einnig vera með í nýsköpun. Þau vilja veita framúrskarandi þjónustu en um leið halda sérstöðu sinni sem lítill, fjölskyldurekinn sjávarréttaveitingastaður á landsbyggðinni. Þau hjónin hafa tekið þátt í þróunarverkefnum á vegum Erasmus+. Þau eru í samstarfi við ýmsa fagskóla í Evrópu, þar sem þau eru að læra sjálf og taka að sér að þjálfa og leiðbeina öðrum.

„Hingað kemur fullt af Asíubúum því sjávarréttir eru mjög vinsælir á meðal þeirra. Japanskir gestir koma margir hingað. Enska er þá mest talaða tungumálið en við tökum eftir því að íslenskir gestir okkar vilja tala íslensku og virða það ef starfsfólk okkar talar íslensku. Því höfum við lagt áherslu á það að hafa íslenskumælandi þjónustufólk í salnum. Það er samt erfiðara að fá íslenskt starfsfólk en við höfum þá ætlast til þess að erlent starfsfólk okkar fari á námskeið í íslensku og sendum þá sem dvelja meira en þrjá mánuði á íslenskunámskeið hjá MSS. Við höfum verið í sambandi við hótelskóla í Tékklandi og þaðan fáum við nema sem vilja koma til Íslands í þjálfun hjá okkur. Starfsfólk okkar er sérþjálfað eftir vinnureglum. Það er mjög eftirsótt af nemendum skólans í Tékklandi að koma til okkar en við sköffum þeim húsnæði og gerum vel við þau á meðan á dvöl þeirra stendur. Við sýnum þeim landið okkar og fleira sem gerir dvölina skemmtilegri. Þetta spyrst út í skólanum þeirra og fleiri nemendur vilja koma til okkar og myndast hefur biðlisti, það er bara gaman,“ segir Binna sem heldur utan um þróunarstarf Vitans. marta@vf.is

Stebbi og Binna ásamt barnabarni sínu Stefáni Inga sem vinnur stundum í eldhúsinu með afa.

Framtíðarstarf óskum eftir að ráða starfsmann í klakfiskaeldisstöðina í Vogavík (lax), Stapavegi 1, 190 Vogum. Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki í örum vexti sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.

Starfssvið og ábyrgð:

Menntunar og hæfniskröfur:

- Almenn eldisstörf og meðhöndlun á klakfiski sem og öllum tækjum og búnaði honum tengdum td: - Kyngreining, kynþroskamat, tilfærslur á fiski, slátranir og slæging, þrif og sótthreinsun á kerjum og búnaði o.fl., o.fl. - Ýmis önnur ábyrgðarverkefni samkvæmt fyrirmælum stöðvarstjóra/aðstoðarstöðvarstjóra

- Stundvísi, dugnaður, vandvirkni og skynsemi - Jákvæðni og lipurð í samskiptum - Geta unnið vel í hóp - Áhugi og reynsla af fiskeldi er mikill kostur - Gott líkamlegt atgervi þar sem mikið er unnið með klakfiskinn í höndunum

Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið hreidar@stofnfiskur.is fyrir 20. janúar næstkomandi Frekari upplýsingar um Stofnfisk hf. má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.stofnfiskur.is vegna frekari upplýsinga um starfið má senda póst á hreidar@stofnfiskur.is


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Vetrarvertíð byrjar rólega

Búmm, búmm, búmm! Er það ekki svona sem maður skrifar stemmninguna sem felst í því að sprengja gamla árið í burtu. Býst fastlega við því. Alla vega gleðilegt nýtt ár lesendur góðir og árið eins og öll önnur ár hefst á vetrarvertíðinni 2019.

AFLA

FRÉTTIR

Erling KE 140 Á árum áður þá fylltust bæirnir hérna bæði af bátum og fólki, þá voru fiskvinnsluhús nokkur í Grindavík. Mörg í Sandgerði og Garði. Hellingur í Keflavík og líka smá í Vogum og Höfnum. Bryggjurnar í Keflavík, Grindavík og Sandgerði voru vanalega fullar af bátum og kapp um að vera aflahæstur í lok vertíðarinnar sem var 11. maí hvert ár. Núna árið 2019 má segja þetta svo til steindautt eða er það þannig? Nei, kanski ekki alveg. Því jú þessi svokalla vertíðarstemmning er að mestu farin en þó er metingur milli sjómanna á bátunum hverjir fiska meira og menn fylgjast hver með öðrum. Þetta horfir öðruvísi út á við. Fjölmiðlarnir á árum áður birtu reglulega aflafréttir af bátum og eða togurum sem voru að mokfiska en í dag þá má segja að eini fjölmiðilinn sem birti fréttir um svoleiðis sé síðan sem ég er með, www.aflafrettir.is. Meira segja að 11. maí sem er lokadagurinn og var þannig í dagatölum er horfinn af dagatölum. Fáfræði blaðamanna í dag, sérstaklega á stóru fjölmiðlunum, um sjávarútveg er oft á tíðum hálfgerður brandari. Get nefnt tvo dæmi. Línu-

Skemmtilegasti leikur sem ég – sagði Elvar Már Friðriksson, lykilleikmaður Njarðvíkinga eftir sigur á Keflavík í Domino’s-deildinni í körfubolta

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

báturinn Núpur BA strandaði núna í desember rétt við Patreksfjörð og í fréttum var sagt að togarinn Agnar BA hefði komið á strandstað.... hmmm hóst, hóst. OK, fyrir það fyrsta þá hefur enginn togari verið gerður út frá Patreksfirði núna í um tuttugu ár og Agnar BA er ekki nema um 20 tonna plastbátur. Hitt dæmið er þegar Grímsnes GK fékk á sig brot fyrir nokkrum árum síðan og sigldi hálflaskaður í höfn. Grímsnes GK er eins og við vitum gamli Happasæll KE og hefur að mestu verið netabátur hérna frá Suðurnesjum, en fjölmiðlar kölluðu bátinn, t.d. togara, netabát, dragnótabát og meira segja loðnubát. En nóg um þetta. Vertíðin er semsé byrjuð og hún byrjar mjög rólega. Leiðindaveður hefur verið og sjósókn verið erfið fyrir bátana. Dóri GK er með 5,7 tn. í 1., Hafdís SU 24 tn. í 3, Guðbjörg GK 17 tn. í 2, Óli á Stað GK 15 tn. í 3, Hulda GK 7,8 tn. í 1 og Katrín GK 2,2 tonn í 1, allir í Sandgerði og allir á línu. Hjá dragnótabátunum er Sigurfari GK með 8,4 tn. í 2 og Siggi Bjarna GK 2,2 tonn í einum róðri. Hjá netabátunum er líka ansi róleg byrjun. Maron GK rétt með um 1 tonn í einni löndun. Grímsnes GK með 6,5 tonn í einum túr, landað í Þorlákshöfn og Erling KE 15,1 tonn í einum, landað í Sandgerði. Það horfir reyndar til betri sjósóknar næstu daga og því má búast við að fleiri bátar verði komnir með afla þegar næsti pistill kemur.

Sólrisumessa og sólrisukaffi

Sunnudaginn 13. janúar 2019 verður Sólrisumessa í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14:00. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sér um messuna. Eldeyjarkórinn syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.

„Þetta er örugglega skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað í nokkur ár, barátta um bæinn og stoltið en mjög harður. Við vorum búnir að undirbúa okkur í þrjár vikur fyrir þennan leik m.a. út af því að við vissum að þetta yrði harka en bæði lið léku hart,“ sagði Elvar Már Friðriksson, lykilmaður í liði Njarðvíkur eftir sigurinn á Keflavík í Blue-höllinni sl. mánudagskvöld í Domino’s-deildinni í körfubolta.

Arnór Ingvi í Njarðvíkurbúningi

Arnór Ingvi Traustason, atvinnumaður í knattspyrnu í Svíþjóð, mætti á körfuboltaleik Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudaginn. Það var kannski ekki stóra fréttin heldur það að hann var klæddur í grænan Njarðvíkur-

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Gerðavegur 16, Garður, fnr. 2095500, þingl. eig. María Elísa Hauksdóttir og Ronald Ereno Viray, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 09:15.

SIGURÐUR DAVÍÐSSON Suðurgötu 15, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. janúar kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Jóhannes Þór Sigurðsson Davíð Már Jóhannesson Þórður Kristjánsson Gísli Davíðsson Kristín Ása Davíðsdóttir

Hulda Ólafsdóttir Dagur Fannar Jóhannesson Unnur Þorsteinsdóttir Atli Þorsteinsson

Gauksstaðavegur 4, Garður, fnr. 2095475, þingl. eig. Rachida El Gach og Ólafur Þór Þórðarson, gerðarbeiðendur Gildi - lífeyrissjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 09:30.

Héldu tombólu

og styrktu Rauða krossinn Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 8. janúar 2019

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,

búning. Hann hefur leikið knattspyrnu með bæði Njarðvík og Keflavík og því hefur hann ekki gefið út hvort hann væri Keflvíkingur eða Njarðvíkingur. En búningurinn á leiknum var ákveðin staðfesting og hann hefur svo sem sagt frá því áður að hann fylgir þeim grænu í körfuboltanum. „Ég hef alltaf haldið með Njarðvík í körfubolta en ég lék með báðum félögum í knattspyrnu,“ sagði Arnór og gefur ekki út hvort hann er meiri Njarðvíkingur eða Keflvíkingur þegar knattspyrna er annars vegar. Á myndinni má sjá hann á pöllunum í Blue-höllinni með Andra Daníelssyni, vini sínum. Fyrir framan hann eru Geysis bílaleigukapparnir Ásgeir Elvar og Brynjar Garðarssynir og Magnús Sverrir Þorsteinsson frá Blue Car rental.

UPPBOÐ

Sólrisukaffi FEBS og Kvenfélagsins Hvatar verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði eftir messu. Suðurnesjamenn mæta og spila. Eldri borgarar er hvattir til að mæta.

„Sigurinn féll okkar megin og þó svo að við hefðum haft forystu í hálfleik þá hafði maður alltaf á tilfinningunni að þetta yrði jafnt í lokin. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en ekki eins góðir í þeim seinni. Þetta var kaflaskipt en þannig er körfuboltinn. Það er kannski það skemmtilega við hann.“ Það skipti miklu máli undir lok leiksins þegar þú misnotaðir tvö vítaskot en náðir svo frákastinu? „Ég misnotaði þau viljandi til að ná frákastinu,“ sagði Elvar og hló. Ertu ánægður að vera kominn heim aftur, stefnir þú ekki í atvinnumennskuna aftur? „Það er gaman að koma heim og ég ætla að klára tímabilið með Njarðvík og enn skemmtilegra ef okkur tekst að ná í titil. Síðan er stefnan sett aftur út í atvinnumennsku.“

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Þær Írena Lind Marínósdóttir (t.v.) og Freydís Sæmundsdóttir (t.h.) héldu tombólu fyrir utan verslunina Kost í Njarðvík og gáfu Rauða krossinum afraksturinn. Þær fá kærar þakkir frá Rauða krossinum fyrir framtakið.

SMÁAUGLÝSINGAR Gæludýr Svört þriggja og hálfs árs læða hefur ekki skilað sér heim til sín á Tunguveg 12 í Njarðvík frá 20. desember sl. Læðan er alsvört og með tvær rifur í vinstra eyra. Þið sem vitið hvar kisa gæti verið vinsamlegast hafið samband í síma 778 0960.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. janúar 2019 // 2. tbl. // 40. árg.

15

hef spilað í mörg ár

FYRIRLIÐI KEFLAVÍKUR TIL GRINDVÍKINGA Miklar leikmannabreytingar hjá Keflvíkingum fyrir komandi tíð í Inkasso-deildinni Fór þegar Elvar stal frákastinu – sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga „Við fengum séns til að klára leikinn, lékum vel í seinni hálfleik og fengum gott tækifæri í blálokin þegar Elvar klikkaði á tveimur vítum en hann stal frákastinu sem var mikilvægur punktur í lokakaflanum. Þetta fór eiginlega þar,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, eftir tapleikinn gegn Njarðvík. „Það var allt annar bragur á okkar leik í seinni hálfleik en það dugði ekki. Ég hefði viljað ná helv… frákastinu og skora sigurkörfuna í lokin.“ Elvar sagðist viljandi hafa brennt báðum vítunum til að ná frákastinu? „Hann hafði skorað úr öllum vítunum fram að þessu svo það stemmir ekki.“ Sverrir segir að það hafi verið slæmt að tapa leiknum. Það hefði verið nauðsynlegt að vinna hann og komast nær toppnum en í staðinn hefði liðið fjarlægst hann.

„Munurinn á liðunum er að Njarðvík er búið að vera með sama lið frá því í haust að undanskildum Elvari Má. Þetta hefur verið aðeins erfiðara hjá okkur, þunnskipaðra en við höfum verið í meira basli með hópinn. Nýi leikmaðurinn okkar, Litháinn, kemur vel út og svo er hinn Litháinn, Mantas, hann er kominn aftur og styrkir hópinn. Við þurfum að vinna í okkar málum og smyrja þetta betur saman. Við þurfum að halda okkur þarna í efri hluta deildarinnar. Það skiptir miklu máli fyrir úrslitakeppnina.“

Fyrirliði Inkasso-liðs Keflvíkinga í knattspyrnu, Skotinn Marc McAusland, mun ekki leika með liðinu í sumar. Hann hefur gengið til liðs við Pepsi-deildarliðs Grindvíkinga og gert tveggja ára samning við liðið. Marc McAusland var fyrirliði Keflvíkinga síðustu tvö ár. Hann spilaði fyrir þá 66 leiki og skoraði tvö mörk. „Það er mikill styrkur að fá hann í vörnina hjá okkur en þar höfðum við misst tvo menn frá síðasta tímabili,“ segir í tilkynningu frá Grindvíkingum. Verulegar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Keflvíkinga en all nokkrir leikmenn hafa horfið frá félaginu í kjölfar falls í Inkasso-deildina eftir að hafa verið eitt ár í Pepsi-deildinni en liðið komst upp úr Inkasso eftir tímabilið 2017. Enginn þeirra erlendu leikmanna sem léku með Keflavík sl. sumar munu leika áfram með liðinu og þá hafa leikmenn eins og Einar Orri Einarsson horfið á braut. Hinn ungi og efnilegi Dagur Dan Þórhallsson hefur verið lánaður til Mjondalen í Noregi.

En Keflvíkingar hafa líka verið að fá leikmenn til liðsins. Sóknarmaðurinn Elton Barros frá Selfossi er kominn til Keflavíkur en hann er frá Grænhöfðaeyjum og á að fylla skarð Dananna Jeppe Hansen og Lase Riise. Kristófer Páll Viðarsson er genginn til liðs við Keflavík en hann kemur einnig frá Sel-

fossi og frá FH kemur hinn sextán ára sóknarmaður, Jóhann Þór Arnarson. Hann á fimm U17 landsleiki að baki. Tveir leikmenn koma frá Njarðvík, þeir Magnús Þór Magnússon sem er uppalinn Keflvíkingur og Stefán Birgir Jóhannesson.

Svona er leikmannalistinn, komnir og farnir hjá Keflavík samkvæmt fotbolti.net: Komnir:

■■ Kristófer Páll Viðarsson frá Selfossi ■■ Magnús Þór Magnússon frá Njarðvík

Farnir:

■■ Einar Orri Einarsson í Kórdrengi ■■ Marko Nikolic (óvíst hvert) ■■ Jeppe Hansen (óvíst hvert) ■■ Lasse Rise (óvíst hvert) ■■ Juraj Grizelj (óvíst hvert) ■■ Jonathan Faerber (óvíst hvert) ■■ Sigurbergur Elísson í Reyni Sandgerði ■■ Leonard Sigurðsson (óvíst hvert)

■■ Stefán Birgir Jóhannesson frá Njarðvík ■■ Jóhann Arnarsson frá FH ■■ Adam Pálsson (var í láni hjá Víði) ■■ Atli Geir Gunnarsson í Njarðvík ■■ Aron Freyr Róbertsson í Hauka ■■ Aron Kári Aðalsteinsson í Breiðablik (var í láni) ■■ Helgi Þór Jónsson í Víði ■■ Hólmar Örn Rúnarsson í Víði ■■ Ivan Aleksic í KR (var í láni) ■■ Ágúst Leó Björnsson í ÍBV (var í láni)

ATVINNA Þjónustufulltrúi í móttöku

Samkaup óskar eftir fulltrúa í móttöku á skrifstofum Samkaupa, Krossmóa 4 – Reykjanesbæ. Starfshlutfall 100% Hæfniskröfur:

Helstu verkefni:

• Góður þjónustuvilji við samstarfsfólk og viðskiptavini

• Almenn störf í móttöku, s.s. móttöku gesta og símsvörun

• Jákvætt viðmót og hæfni í samskiptum

• Umsjón með bréfpósti og tölvupósti

• Skipuleg og áreiðanleg vinnubrögð

• Almenn tölvuvinnsla

• Góð og lipur samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini

• Afgreiðsla erinda

• Góð almenn tölvukunnátta • Stundvísi, sveigjanleiki og skipulagshæfni

• Önnur tilfallandi verkefni Nánari upplýsingar veitir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs; gunnur@samkaup.is Umsóknarfrestur er til 15.janúar. Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Samkaupa, www.samkaup.is


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Fór á leiksýningu sl. föstudag sem er ekki í frásögur færandi nema þessi leiksýning hreyfði við mér. Tímapunkturinn var frábær, nýtt ár að hefjast, tímamót þar sem margir velta fyrir sér því sem liðið er og setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Sjálf er ég sek um að setja mér markmið reglulega, næ þeim svo sem ekki öllum en áramót eru fyrir mér ákveðið uppgjör við sjálfa mig. Svona eins og ársuppgjör hjá fyrirtækjum. Í þessari naflaskoðun finnst mér mikilvægt að vera hreinskilin og gefa engan afslátt til að fá sem skýrasta mynd af árangri ársins. Sjálfsblekking hjálpar engum svo ég vitni í Albert Einstein sem sagði: „If you always do what you have always done, you will always get what you always got.“ Eða, ef þú gerir hlutina alltaf á sama hátt geturðu ekki búist við nýrri niðurstöðu. Þá aftur að leiksýningunni, sem fjallaði þó ekki um markmið heldur frekar um viðhorf. Hún sagði sögu drengs sem ólst upp af þunglyndri móður, móður sem reyndi ítrekað að taka eigið líf. Drengurinn brá á það ráð, þegar hún reyndi að svipta sig lífi í fyrsta skipti, hann einungis sjö ára, að skrifa niður á blað öll þau atriði í sínu daglega lífi sem honum fannst frábær. Listinn hans „Allt sem er frábært“ fylgdi honum alla tíð og taldi undir lok 10.000 atriði. Þessi listi hjálpaði honum í sínu lífi og

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Útför Guðna heiðursborgara frá Útskálum

LOKAORÐ

Allt sem er frábært

Sími: 421 0000

Útför Guðna Ingimundarsonar, heiðursborgara Garðs, var gerð frá Útskálakirkju á þriðjudag. Guðni lést þann 16. desember sl. í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann hafði dvalið í fáeina daga. Guðni fæddist að Garðstöðum í Garði þann 30. desember 1923 og hefði því orðið 95 ára þann 30. desember sl. Eiginkona hans var Ágústa Sigurðardóttir frá Ásgarði á Miðnesi en hún lést 2016. Þau bjuggu öll sín búskaparár í Borgartúni í Garði. Börn þeirra eru Sigurjóna, Ingimundur og Árni, sem öll eru búsett í Garði. Guðni var kjörinn heiðursborgari í Sveitarfélaginu Garði árið 2014 og á 94 ára afmæli hans fyrir rétt um ári síðan afhjúpaði hann lágmynd af sér á bæjarskrifstofunni í Garði. Fjölmennt var í útförinni að Útskálum en meðal gesta var herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Einnig var bæjarstjórn og bæjarstjóri Suðurnesjabæjar við útförina. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur Útskálaprestakalls jarðsöng.

Ingu Birnu Ragnarsdóttur ítrekað reyndi hann að fá bæði mömmu sína og pabba til þess að lesa listann, með misgóðum árangri þó. Ástæða þess að leiksýningin fékk mig til að tengja við áramótaheit er sú staðreynd að við erum mjög gjörn á að fókusera á það sem er erfitt, vonlaust og leiðinlegt í stað þess að veita öllu því jákvæða í okkar lífi athygli. Lífið er í eðli sínu endalaus listi af áskorunum og verkefnum til að leysa og ákvörðunum sem þarf að taka. Ef viðhorfið til allra þessara verkefna og ákvarðana er að þau séu eingöngu erfið og leiðinleg þá verður lífið frekar vonlaust og þungt. Lífið er í eðli sínu erfitt og krefst mikillar vinnu. Ef viðhorf okkar er það að lífið eigi að vera auðvelt þá mun það koma manni leiðinlega á óvart og litast af erfiðleikum og vonleysi. Maður getur þannig orðið fórnarlamb eigin viðhorfs og endað á því að finnast heimurinn skulda sér. Bara smá hugvekja í upphafi nýs árs. Minnum okkur á við erum eigendur okkar lífs og með réttu viðhorfi getum við stýrt okkar eigin lífshamingju.

Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur og Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

U M S J Ó N A R M A Ð U R F L U G U P P LÝ S I N G A K E R F A Umsjónarmaður flugupplýsingakerfa er hluti af teymi sem sér um daglegan rekstur flugupplýsingakerfis Isavia (AODB). Kerfið samanstendur m.a. af Flight information display system (FIDS), Billing system, Resource managment system (RMS), PRM og Bussing. Nánari upplýsingar veitir Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýslu, saevar.gardarsson@isavia.is.

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af störfum á flugvelli er kostur • Góð tækni- og tölvukunnátta er skilyrði • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

MUNDI Örlítið meira SEX til að komast yfir Akureyri ...

UMSÓKNARFRESTUR: 20. JAN ÚAR

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 2. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 2. tbl. 2018

Víkurfréttir 2. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 2. tbl. 2018

Advertisement