Víkurfréttir 3. tbl. 2018

Page 16

16

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Skólar Garðs þarfnast stækkunar

Stækka þarf leikskólann í Garðinum og bæta aðstöðu hans, samkvæmt föstudagspistli Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra Garðs. Íbúum sveitarfélagsins fjölgar jafnt og þétt og þá þarf að huga að innviðum bæjarins og þjónustu við íbúa. Leikskóli bæjarins er nú þegar fullnýttur og fer því að líða að stækkun hans svo að öll börn sem eru komin á leikskólaaldur fái leikskólavist. Einnig þarf að hefja undirbúning að stækkun

grunnskólans en á komandi árum mun nemendum við hann fjölga. Unnið var að deiliskipulagi fyrir tvö ný íbúðarsvæði á síðasta ári og stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrri hluta ársins en mikil eftirspurn er eftir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði í Garði.

LISTASAFNI REYKJANESBÆJAR BERAST GÓÐAR GJAFIR Uppeldi barna með ADHD Foreldrafærninámskeið 29. janúar til 12. mars Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma. Efni námskeiðsins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5-12 ára.

Listasafni Reykjanesbæjar barst góð gjöf í lok síðasta árs. Listamaðurinn Stefán Geir Karlsson sem fæddur er og uppalinn í Keflavík færði safninu að gjöf 10 listaverk sem hann hefur unnið að á síðustu 20 árum. Stefán Geir er þekktastur fyrir skúlptúra sína sem oft eru hlutir úr daglegu lífi sem hann hefur stækkað að miklum mun og hér í bæ má m.a. sjá stóra olíutrekkt eftir hann við Olís á Fitjum en hann smækkar

líka hlutina og á Parísartorginu í Keflavík má sjá Eiffelturninn sem hann vann með aðstoð Kínverja og sett var upp á Ljósanótt árið 2013. Verkin sem hann færði listasafninu að gjöf eru öll inniverk af ýmsu tagi og m.a. nokkur sem voru á sýningu listmannsins í Duus Safnahúsum árið 2003. Forstöðumaður safnsins, Valgerður Guðmundsdóttir tók á móti verkunum í safngeymslunum á Njarðvík og lét þess getið að mikill fengur

Listamaðurinn Stefán Geir Karlsson og Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.

Kennsla á námskeiðinu er í höndum sálfræðinga skólaþjónustu og er alls sex skipti á tímabilinu 29. janúar til 12. mars kl. 17:00 - 19:00, að 5. mars undanskildum. Skráningu á námskeiðið er hjá sálfræðingum skólaþjónustu í síma 421-6700 eða netfangið einar.t.einarsson@ reykjanesbaer.is. Nánari upplýsingar eru á vef Reykjanesbæjar undir Þjónusta: Menntun og fræðsla: Skólaþjónusta.

væri fyrir safnið að eignast listaverk eftir heimamenn.

SUNNUDAGURINN 21. JANÚAR KL. 11:00

Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju, sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Njótum saman yndislegrar stundar með söng og gleði. Strax eftir guðsþjónustu verður súpusamfélag í Kirkjulundi þar sem okkur verður boðið upp á yndislega súpu. Jón „okkar“ Ísleifsson kemur með brauð handa okkur sem Sigurjónsbakarí gefur að venju. MIÐVIKUDAGURINN 24. JANÚAR KL. 12:00

Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og Arnórs organista, komum saman og njótum góðrar stundar í hádeginu. Gæðakonur bera fram dásemdarsúpu og brauð eftir stundina. MIÐVIKUDAGURINN 24. JANÚAR KL.13:00

Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda tekur á móti innflytjendum og flóttafólki ásamt prestum Keflavíkurkirkju og leiðir bænastund með þeim á ensku. Verið alltaf öll velkomin

HAFNARFJÖRÐUR – REYKJANES Suðurnesjalína 2 – Mat á umhverfisáhrifum Landsnet vinnur að undirbúningi umhverfismats fyrir Suðurnesjalínu 2. Tillaga að matsáætlun er nú á vinnslustigi og er birt á heimasíðunni www.landsnet.is sem Drög að tillögu matsáætlunar. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum sem geta nýst við komandi matsvinnu og geta allir gert athugasemdir við drögin.

Helgihald og viðburðir í

Njarðvíkurprestakalli Ytri-Njarðvíkurkirkja

Guðsþjónusta 21. janúar kl.20. Sr. Brynja Vigdís þjónar. Sunndagskóli kl.11. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 18. janúar kl.20. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 23. janúar kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 24. janúar kl.10:30-13:30. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 24. janúar kl.14 og kl. 16.

Njarðvíkurkirkja

Athugasemdir má senda til Smára Jóhannssonar á netfangið smari@landsnet.is frá 18. janúar til og með 5. febrúar. Einnig má senda athugasemdir til Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík og merkja „Suðurnesjalína 2. Drög að tillögu matsáætlunar“.

Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is

Guðsþjónusta 21. janúar kl. 20 og sunnudagskóli kl.11 og fer hvort tveggja fram Ytri-Njarðvíkurkirkju Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) 18. janúar kl. 19.30.-20.30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Foreldramorgun í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 23. janúar kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 23. janúar kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 24. janúar kl.15.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.