{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Dagskrá Ljósanætur Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

í miðopnu blaðsins!

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

„Ein mynd segir meira en þúsund orð“ Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í ár er ljósmyndasýningin „Eitt ár á Suðurnesjum“ og verður hún opnuð fimmtudaginn 30. ágúst kl. 18.00. Sýningin er afrakstur samkeppni sem safnið stóð fyrir árin 2017-18 og var öllum Suðurnesjamönnum boðið að senda inn ljósmyndir sem teknar yrðu eftir ákveðnum reglum. Skilyrðin voru að myndirnar skyldu lýsa daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar tiltekið frá 17.júní 2017 til 17.júní 2018. Sextíu ljósmyndarar sendu inn 350 ljósmyndir og eru þær allar til sýnis í Listasal Duus Safnahúsa, ýmist útprentaðar eða á skjá. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn „Bestu myndirnar“ en 30 aðrar fengu sérstaka viðurkenningu sem góðar ljósmyndir. Tilkynnt verður við opnun hverjir vinningshafarnir eru. Dómnefnd skipuðu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta og Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. Sýningarstjórar voru Inga Þórey Jóhanns-

dóttir myndlistarmaður, Oddgeir Karlsson ljósmyndari og Valgerður Guðmundsdóttir forstöðumaður Listasafns Reykjanesbæjar og eru þau á myndinni að ofan. Samhliða þessari sýningu verður „systursýningin“ Eitt ár í Færeyjum opnuð í Bíósal Duus Safnahúsa. Sú sýning er líka ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir árin 2016–2017 og var sumarsýning Norræna hússins í Þórshöfn sumarið 2017. Öllum Færeyingum var þá boðið að senda inn ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi

og náttúru í Færeyjum á einu ári, nánar tiltekið frá flaggdeginum 2016 til flaggdagsins 2017. Færeysku vinningsmyndirnar tólf má sjá útprentaðar í Bíósal Duus Safnahúsa en allar aðrar innsendar myndir eru sýndar á skjá. Segja má að orðtakið „Ein mynd segir meira en þúsund orð“ sé góð lýsing á þessum skemmtilegu sýningum. Ljósmyndirnar gefa gestum innsýn í daglegt líf þessara frændþjóða. Margt er ólíkt en þó er miklu meira sameiginlegt og heildarsvipur beggja sýninganna lýsir bjartsýni og hlýju sem gefur von um gott líf og bjarta framtíð. Þarna hlýtur að vera gott að búa! Dagskrá Ljósanætur 2018 er í blaðinu og frásagnir af mörgum viðburðum sem verða á fimm daga ljósahátíð í Reykjanesbæ 29. ágúst til 4. september. Og auðvitað margt fleira skemmtilegt!

Mannréttindi að fá að vera maður sjálfur Harpa Jóhannsdóttir og Thelma Björk Jóhannesdóttir fengu barnaefni til að búa til barn

„Fyrst og fremst erum við hjón og foreldrar og við erum í þeim hlutverkum í lífinu. Ég er komin á þann stað í dag að ég gleymi því oft að ég sé lesbía og að við séum eitthvað öðruvísi en hinir. Eins mikið og maður var með þetta á heilanum þegar maður kom fyrst út úr skápum,“ segir Harpa Jóhannsdóttir, grunnskólakennari og kynjafræðingur, sem að eigin sögn, var dregin út úr skápnum af móður sinni. Hún býr með Thelmu Björk Jóhannesdóttur, grunnskólakennara og saman eiga þær Guðmund Hrafnkel, 4 ára. Harpa og Thelma tóku ákvörðun mjög snemma í sambandinu að eignast barn, en uppteknar kon-

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

ur, í námi og öðru, gáfu sér góðan tíma í að hugsa ferlið út frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Við þurftum að anda að okkur smá hugrekki áður en við tókum af skarið og ákváðum að gera þetta. En eftir það tók ferlið ekki langan tíma,“ segir Harpa. „Þetta er búið að vera ógeðslega skemmtilegt ferli og alls engin eftirsjá. Þetta er í raun mjög einfalt mál frá byrjun. Við fengum barnaefni til þess að búa til barn,“ segir Thelma en þær stöllur eru í Víkurfréttaviðtali og segja þar skemmtilega frá fjölbreyttu lífi sínu. Sólborg Guðbrandsdóttir hitti þær og áhugavert viðtalið má finna á bls. 14–15.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

Ljósanótt hefst í Krambúðinni Sítrónur, lime og mynta

Glow-vörur Ljós handa þér á góðu verði

Kaffi og nýbakaður kleinuhringur

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

-25% fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

298 KR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Hátíð heimamanna

RITSTJÓRNARPISTILL

Enn eitt sumarið er á lokametrunum og þrátt fyrir rysjótta tíð langt fram í júlí þá hafa veðurguðirnir sýnt okkur sem búum á sunnanverðu landinu lit á síðustu vikum og ágústmánuður er kominn með fleiri sólardaga en maí, júní og júlí. Í þessari viku ganga íbúar Reykjanesbæjar inn í Ljósanótt, síðustu bæjarhátíð ársins. Þar er dagskrá fjölbreytt að venju eins og sjá má í stóru blaði okkar. Það sem einkennir Ljósanæturhátíðina og hefur tekist afar vel á undanförnum árum er þátttaka heimamanna í hátíðinni. Ótrúleg fjölbreytni einkennir dagskrána sem hefst með setningu á miðvikudegi og lýkur með menningardagskrá í Höfnum á sunnudegi, að ógleymdri sýningu Bliks í auga. Sá sem þetta ritar var í dómnefnd ljósmyndasýningarinnar „Eitt ár á Suðurnesjum“ en þar sendi fjöldi fólks myndir en þemað var „daglegt líf og náttúran á Suðurnesjum“. Margar skemmtilegar myndir bárust og afraksturinn er sýndur á aðalsýningu Ljósanætur í listasal bæjarins í Duus Safnahúsum. Þessi sýning er aðeins einn liður af mörgum á Ljósanótt. Heimatónleikar sem hófust fyrir nokkrum árum eru orðnir að einum vinsælasta viðburðinum en þeir verða á sjö heimilum að þessu sinni og allir miðar á tónleikana seldust upp. Gamlir bílar fá aftur sinn sess á Ljósanótt en Fornbílaklúbbur Íslands náði samkomulagi við lögreglustjórann og er það vel. Það er auðvelt að tína upp atburði en ljóst er að af nægu er að taka. Á næsta ári fagnar hátíðin tvítugsafmæli og það verður eflaust eitthvað. Eitt af markmiðunum fyrir næsta ár verður að virkja nýbúana okkar, útlendingana sem hafa flutt til Suðurnesja. Það þarf að virkja betur þann stóra hóp utan atvinnulífsins þar sem þeir eru duglegir en hafa ekki verið eins duglegir að sækja viðburði, menningu eða íþróttir. Það er ljóst að þetta fólk er meira og minna komið til að vera hér á svæðinu og því mikilvægt að hvetja það til fleiri verka en bara að mæta til vinnu. Í blaði vikunnar erum við einmitt með viðtöl við þrjá aðila sem allir eru sestir að á Suðurnesjum. Þeir bera Íslendingum vel söguna og eru mjög ánægðir með dvöl sína hér. Það er gaman að lesa viðtölin við þetta fólk sem Marta Eiríksdóttir tók fyrir okkur. Óvissufréttir hafa verið af flugfélögunum Icelandair og Wow air. Vonandi ganga þau mál vel því það er gríðarlega mikið undir í ferðaþjónustunni á Íslandi og á Suðurnesjum að það fari vel. Aukningin í ferðaþjónustunni má að lang mestu leyti rekja til framgang þessara félaga í loftinu þó svo að önnur félög séu að sinna flugi til Keflavíkur. Í þessu sambandi má nefna að nýlega skrifaði Isavia undir rammasamning við tólf verkfræðiog arkitektastofur, bæði innlendar og erlendrar, um hönnun og ráðgjöf fyrir verklegar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem hefjast munu á næstu mánuðum. Miðað við þessi tíðindi er ekki að sjá neinar alvarlega blikur á lofti. Gangi áætlanir eftir munu byggingar í fyrsta áfanga framkvæmdanna verða teknar í notkun í áföngum á árunum 2019 til 2021. Þessar framkvæmdir munu styrkja atvinnulífið á Suðurnesjum og verða mannaflsfrekar. Páll Ketilsson ritstjóri

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Lokanir og takmarkanir á umferð á Ljósanótt - frítt í strætó frá fimmtudegi og fram á laugardagskvöld Nokkuð er um lokanir á götum í miðbæ Keflavíkur yfir Ljósanæturhátíðina. Á meðfylgjandi korti má sjá hvernig lokanir verða. Þær eru tvennskonar. Annarsvegar þungar lokanir, merktar með rauðum lit og léttar lokanir, merktar gular. Stefnt er á að setja þungu lokanirnar á fimmtudaginn kl. 18 og verða þær alla hátíðina, Léttar lokanir verða svo settar upp eftir þörfum á föstudag og laugardag. Þá verður svið á miðri Tjarnargötu við portið á H30 og fer það upp á fimmtudag kl. 18. Þar verða einnig takmarkanir á umferð.

Vegna lokana má búast við þónokkrum umferðartöfum og takmörkunum yfir hátíðina. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri hjá umhverfissviði Reykjanesbæjar hvetur íbúa til að nota Ljósanæturstrætó en frá kl. 18 á föstudag byrjar hann að aka samkvæmt annarri tímatöflu og verður síðasta ferð föstudag og laugardag um miðnætti frá Krossmóa. Frítt verður í strætó dagana 29. ágúst til miðnættis laugardagsins 1. september. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljósanætur undir Hagnýtar upplýsingar.

LJÓSANÓTT Í BEINNI

Á FÉSBÓK VÍKURFRÉTTA

FYLGIST MEÐ DAGSKRÁNNI OKKAR Á VF.IS

Atvinna Víkurfréttir óska eftir að ráða starfsmann í starf fréttamanns

845 0900

rinn Vinnudaguka daga

Fréttamaður FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Brynja Ýr Júlíusdóttir, sími 421 0002, brynja@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

í útköll Stundum förum við lgar. á kvöldin og um he

Um okkur Víkurfréttir ehf. er fjölmiðlafyrirtæki á Suðurnesjum sem hefur verið starfandi frá árinu 1983. Fyrirtækið rekur vikulegt fréttablað, fréttavefinn vf.is og golfvefinn Kylfingur.is. Þá halda Víkurfréttir úti vikulegum sjónvarpsþætti, Suðurnesjamagasíni, á Hringbraut og vf.is

tölvupósti Umsóknir berist í á pket @vf.is til Páls Ketilssonar arfið. Hann veitir nánari

upplýsingar um st

Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

er frá kl. 09-17 vir

Við leitum eftir einstaklingi í fréttadeildina okkar til að vinna við fréttamennsku fyrir blað, vef og sjónvarp. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt. Hér er nauðsynlegt að vera pennafær og hafa gott vald á íslensku. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Þá skemmir ekki að vera með nett fréttanef og þekkingu á samfélaginu á Suðurnesjum.

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

REYKJANESBÆR

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

GRINDAVÍK

VOGAR

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

12°

4kg

40kg

-20°

150kg

14°

1250kg

12°

75kg


Gleðilega Ljósanótt Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Við óskum Suðurnesjamönnum og öðrum gestum Ljósanætur gleðilegrar hátíðar.

Föstudagur kl. 15:00 – 16:00 Við bjóðum alla velkomna í útibúið okkar við Krossmóa 4. Ingó veðurguð kíkir í heimsókn og heldur uppi léttri stemningu.

J Ó N S S O N & L E ’ M A C KS • J L . I S • S Í A

Við hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum alla til að kynna sér dagskrá Ljósanætur á www.ljosanott.is.

Landsbankinn Landsbankinn

landsbankinn.islandsbankinn.is

410 4000

410 4000


4

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Engum á að leiðast á Ljósanótt Nítjánda Ljósanótt í Reykjanesbæ er hafin. Hún var sett við hátíðlega athöfn í skrúðgarðinum í Keflavík síðdegis miðvikudaginn 29. ágúst. Engum ætti að leiðast á Ljósanótt þar sem fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa. Laugardagurinn er þó aðal dagur Ljósanætur með standandi dagskrá frá morgni til kvölds. Aðalsmerki Ljósanætur er Árgangagangan sem er einstök á landsvísu. Þar hittast árgangarnir á Hafnargötu og ganga í skrúðgöngu niður á hátíðarsvæði framan við aðalsvið. „Síðan taka við hinir ýmsu viðburðir, tónleikar, sýningar, barnadagskrá o.fl. Íbúar fara síðan flestir hverjir heim til að borða og eru súpuboð haldin í öðru hverju húsi fyrir vini og

ættingja. Að því loknu er fjölmennt framan við hátíðarsviðið til að taka þátt í Stórtónleikum Ljósanætur, sem eru hápunktur hátíðarhaldanna. Í ár koma fram Jói P og Króli, Áttan, Stjórnin og Bjartmar Guðlaugsson. Auðvitað er kvöldið toppað með stórglæsilegri flugeldasýningu og að henni lokinni eru ljósin á Berginu kveikt, en af þeim dregur hátíðin einmitt nafn sitt. Ljósin loga svo fram á vor og varpa hlýlegri birtu yfir Stakksfjörðinn á sama tíma og skammdegið bankar upp á,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Dagskrá Ljósanætur má sjá í heild sinni í miðju Víkurfrétta í dag.

Dróni á flugi yfir hátíðarsvæðinu í Aragerði í Vogum en þar fóru fram fjölskyldudagar í ágúst. VF-mynd: Hilmar Bragi

Drónabann á Ljósanótt Öryggisnefnd Ljósanætur hefur ákveðið að höfðu samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum að notkunn ómannaðra flygilda, dróna, verði ekki leyfð á Ljósanótt eða frá 29. ágúst til og með 2. september 2018. Drónar hafa bilað og einnig truflað flugumferð og dæmi eru þess að stjórnendur á jörðu niðri hafi tapað stjórn slíkra tækja alvarlegum og ófyrirséðum afleiðingum. Ákveðnar reglur gilda um loftför samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998.

Í 4. grein nefndra laga er að finna heimildarákvæði sem gerir ráðherra heimilt að takmarka eða banna loftferðir almennt eða að hluta á íslensku yfirráðasvæði eða yfir því vegna almannaöryggis eða allsherjarreglu. Með vísan til framkominnar ákvörðunar er það niðurstaða lögreglustjóra að flug ómannaðra loftfara og flygilda hverskonar, svonefndra dróna verði ekki leyfð yfir byggð eða þar sem mannfjöldi verður samankominn á Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ 2018.

Alls 2418 nemar skráðir til náms í grunnskólunum Fyrsti skóladagurinn í grunnskólum Reykjanesbæjar var á fimmtudag í liðinni viku. Um 220 fyrstu bekkingar eru nú að hefja grunnskólanám í fyrsta sinn. Við skólasetningu voru 2418 nemendur skráðir til náms í grunnskólum Reykjanesbæjar. Talan gæti átt eftir að hækka næstu daga.

SAM TAKA HÓPURINN

SAMVERA ER BESTA FORVÖRNIN!

Söfnum góðum fjölskylduminningum, höfum gaman saman á Ljósanótt. Verum samferða heim.

Flestum nemendum og foreldrum finnst gott að komast aftur í sínar venjur hausts og vetrar þó erfitt getur reynst að kveðja sumarið. Framundan eru arkandi börn um allan bæ með skólatöskur á bakinu og því eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát í nágrenni skóla. Reykjanesbæ hefur hengt upp fána í skólahverfum til að minna á skólabyrjun.


afsláttur af öllum

vörum nema af tilboðsvöru

Opið: 30. ágúst kl. 09 til 20 31. ágúst kl. 09 til 18 1. sept kl. 11 til 18

SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK


6

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Trampólín fauk á bíl og skemmdi hann Tvo trampólín lögðu af stað í rokinu á Suðurnesjum á mánudag, annað í Keflavík en hitt í Njarðvík. Lögreglan kom öðru þeirra í skjól áður en skaði hlytist af ferðalagi þess en hitt fauk á bifreið og skemmdi hana áður en það yrði stöðvað. Þá hófust léttar gifsplötur á loft og lentu á götu í Grindavík. Lögregla beinir þeim tilmælum til eigenda trampolína og annarra lausamuna að ganga vel og tryggilega frá þeim áður en haustlægðirnar fara að banka á dyrnar með tilheyrandi hvassviðri.

Endaði ökuferðina uppi á grashól Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina hafði endað ökuferð sína ofan á grashól þar sem bifreið hans vóg salt og komst hvorki aftur á bak né áfram. Til bifreiðarinnar hafði sést fara í loftköstum upp á grashólinn þar sem hún sat svo föst. Ökumaðurinn var grunaður um ölvunarakstur og reyndist að auki hafa verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður, grunaður um fíkniefnaakstur, ók bifreið sinni með neglda framhjólbarða. Fáeinir til viðbótar voru teknir úr umferð, grunaðir um vímuefnaakstur, og reyndist einn þeirra vera sviptur ökuréttindum. Þessir ökumenn voru allir handteknir og færðir til sýna- og skýrslutöku á löreglustöð.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Kjaftfullir af makríl bíða löndunar Makrílveiðin í og við Keflavík hefur tekið kipp að undanförnu eftir rólega byrjun. Margir bátar hafa nýtt sér fjörið síðustu daga og má sjá fjölda þeirra við ströndina frá Keflavík og út að Garðskagaflös. Um tuttugu bátar hafa landað markríl síðustu daga og er aflinn kominn eittþúsund og áttahundruð tonn frá 38 bátum. Markríllinn hefur verið skemmtileg „innkoma“ í Keflavík á síðustu árum og hafa margir bæjarbúar mætt með stöngina niður á höfn og veitt þar í samkeppni við bátana. Þá hafa margir ánægju af því að sjá bátana nálægt landi við veiðarnar. Mikil umferð gangandi vegfarenda er um hafnarsvæðið í Keflavík og hefur nú verið merkt sérstök gönguleið framhjá vinnusvæði við löndun þar sem lyftarar eru stöðugt á ferðinni og hætta getur skapast í atganginum. VF-myndir: Hilmar Bragi

Kjötsúpan er á föstudaginn frá kl. 19 til 21

Skólamatarsúpan! Skólamatarlestin leggur í hann frá Iðavöllum kl. 18.15. Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á hollan, góðan og heimilislegan mat til mötuneyta leik- og grunnskóla.

Við erum á Facebook

www.skolamatur.is I skolamatur@skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt


GLEÐILEGA LJÓSANÓTT -120 KR

-100 KR VERÐ ÁÐUR 299 KR

50%

VERÐ ÁÐUR 379 KR

199 KR

199

259

KR

KR

Billys Pan Pizza 170g

Monster Energy 8 tegundir

Lays 165g

KRAMBÚÐIN HRINGBRAUT – OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

20%

25%

239 KR

Woogie Candy Floss 50g

Glow-vörur Ljós handa þér á góðu verði

28%

50%

179

299

KR

Sítrónur

298 KR

KR

Jarðarber 250g

Trolli Hamborgarar 50g

BO Tilboð Kaffi og kleinuhringur


www.bygg.is


10

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

„Börnin mín alast upp við að sjá mömmu sína spinna ull á rokk,“ – segir Erla Svava Sigurðardóttir, eigandi Yarm og Handverksmaður ársins 2018

„Hátíðin var mjög umfangsmikil og flott, ég heyrði einhversstaðar að í kringum 10.000 manns hafi komið á sýninguna. Auðvitað var mjög gaman að fá verðlaunin enda eru þau mikil viðurkenning og ákveðin staðfesting á því að maður er að gera eitthvað rétt og eigi að halda ótrauður áfram.“ Erlu finnst einnig mjög mikilvægt og ánægjulegt að taka þátt í sýningum sem þessum og hitta annað handverks- og listafólk.

Spinnur sitt eigið garn

Erla hafði aldrei haft áhuga á því að prjóna eða hekla þó hún hafi miklar prjónakonur í kringum sig. En þegar hún rakst á handleggjaprjónaðar vörur á Pinterest vissi hún strax að þetta væri eitthvað fyrir sig. „Ég rakst strax á veggi þegar ég fór að leita af garni til þess að prjóna úr, það er ekki selt svona gróft garn á Íslandi og því þurfti ég að panta garn að utan sem var bæði dýrt og endingarlítið.“ Það varð úr, að Erla ákvað að spinna

sitt eigið garn úr íslenskri ull. Það tók marga mánuði að finna réttu aðferðina og fá íslensku ullina til samstarfs. En Erla segir íslenska ull að mörgu leyti líka okkur Íslendingum, frekar úfin, villt, sterk og full af karakter. „Mér finnst ótrúlegt að ég hafi ekki gefist upp, það tók marga mánuði að ná garninu notendavænu og endingargóðu.“ Eftir að Erla fór að sjá garnið sem hún gerði sjálf úr íslenskri ull vissi hún að þetta væri eitthvað sérstakt, þetta er eitthvað sem enginn annar er að gera og garnið miklu betra en það sem er gert úr erlendri ull. Þannig fæddist viðskiptahugmyndin.

Yarm verður til

Það var mamma Erlu sem kom með hugmyndina að nafninu Jarm. „Þegar ég var að byrja að spinna þá var allt heimilið mitt undirlagt í ull og lyktaði oft eins og fjárhús, svo þegar ég fór að hugsa um nafn þá sagði mamma að það lægi beinast við að þetta héti

Helsti draumurinn núna er að eignast spunavél, en það eru ekki til vélar sem spinna svona gróft garn og því þyrfti ég að láta sérsmíða vél fyrir mig. bara Jarm.“ Erlu fannst Jarm passa vel þar sem hún vildi bara eitt einfalt orð og eftir að hafa kastað þessu fram og til baka milli ættingja og vina varð Yarm fyrir valinu. Því þá er það borið eins fram á íslensku og ensku og þýðir nánast það sama og því myndu útlendingar tengja við það. Síðasta vetur tók Erla þátt í sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hún hlaut Skúlaverðlaunin sem eru nýsköpunarverðlaun veitt fyrir bestu nýju hönnunina. Eftir að hafa hlotið þessi verðlaun og einstaklega góðar viðtökur á sýningunni ákvað Erla að hún skuldaði þessum draum að hún gæfi allt í hann. Hún hætti í vinnunni um áramótin og hefur síðan þá sett alla sína krafta í Yarm. „Ég er með nýjar vörur á markaðnum en framleiðslugetan er enn frekar lítil þar sem ég er ein og vinn þetta þetta allt frá grunni. Þess vegna hef ég verið að halda aðeins í mér varðandi markaðssetningu. En það hefur ekki komið að sökum, því síðan ég byrjaði hef ég alltaf verið með biðlista.“ segir Erla en hún byrjaði að selja vörur fyrir einu og hálfu ári. Það tekur Erlu minnst fimmtán tíma að vinna eina

vöru og því er starfið mjög tímafrekt þó að það sé skemmtilegt fyrir hana.

Framtíðarhorfur

Erla segist vera mikil draumóramanneskja og á góðum dögum sjá fyrir sér heimsyfirráð. „Mig langar að þetta vaxi meira og að ég geti afgreitt hraðar,“ segir Erla en hana langar að sjá Yarm sem lítið en kröftugt fyrirtæki með litla yfirbyggingu og nokkra starfsmenn. „Helsti draumurinn núna er að eignast spunavél, en það eru ekki til vélar sem spinna svona gróft garn og því þyrfti ég að láta sérsmíða vél fyrir mig.“ Ef að Erla fengi spunavél gæti hún spunnið mikið hraðar og jafnvel farið að selja garnið sjálft sem mikil eftirspurn er eftir.

VIÐTAL

„Að sjálfsögðu var ég dálítið búin að gæla við þá hugmynd að gaman væri að fá þessi verðlaun en um leið og ég mætti á hátíðina og sá alla hina þá hugsaði ég að það væri lítill möguleiki,“ segir Erla Svava Sigurðardóttir, eigandi Yarm. Erla tók þátt á Handverkshátíð sem fór fram í Eyjafirði fyrr í ágúst og hlaut hún þar titilinn Handverksmaður ársins 2018.

Brynja Ýr Júlíusdóttir brynja@vf.is

Erla tekur þátt í sýningu á Ljósanótt á Park Inn hótelinu en það hefur hún aldrei gert áður og er mjög spennt fyrir því. Að lokum nefnir Erla forréttindi hennar að geta búið sér til starf og unnið heima hjá sér. „Ég er með þrjú börn og ég er mjög ánægð með það að börnin mín alast upp við það að mamma þeirra sé að spinna á rokkinn í stað þess að hanga yfir símanum,“ segir Erla en hún er vön því að vera tilbúin með ull til að spinna við sófann þegar hún og fjölskyldan eru með kósýkvöld saman.


TILBOÐ *Athugið að tilboðið gildir einungis í bensínstöðvaverslunum 10-11

PIZZA OG GOS*

499

KR.

VERÐ ÁÐUR 998 KR. PIZZA OG 500 ML GOS Í PLASTI FRÁ ÖLGERÐINNI*


12

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?

DAGBÓK LÖGREGLU

Barnavernd tilkynnt um atvik úr umferðinni

ÍSLANDSGANGAN Í ROSTOV OG ÓTRÚLEG UPPLIFUN Á HM – Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, rifjar upp áhugavert sumar „Sumarið 2018 hefur verið ansi áhugavert hjá mér. Þar stendur ferðin til Rússlands á HM upp úr. Það var ótrúlega gaman að upplifa að fara á stórmót í fótbolta þar sem Ísland er með. Sú ferð var frábær í alla staði en það sem stóð upp úr að mínu mati var gönguferðin frá fanzone í Rostov á leikvöllinn,“ segir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, spurð um sumarið 2018.

Guðjónína heldur áfram að lýsa gönguferðinni í Rostov: „Það var eflaust 1–1 ½ klst. ganga þar sem hópurinn söng stanslaust íslenska söngva og allir vegfarendur voru svo glaðir og íslensku stuðningsmönnum var alls staðar svo vel tekið. Lagið „Vertu til er vorið kallar á þig“ var óspart sungið og það kunnu nú Rússar vel að meta en lagið er rússneskt og var frumflutt sem kveðja til rússneskra hermanna voru á leið á vígstöðvarnar í seinni heimstyrjöldinni. En nú var það sungið til fótboltastrákanna okkar“. Guðjónína fór víða í sumar: „Margt annað var nú gert líka bæði farið til Noregs, Akureyrar á N1 mótið og Kanaríeyjar. Svo slappaði maður líka af heima og fór í fjölmargar gönguferðir en upp á fjöllum líður mér ótrúlega vel. Sérstakt áhugamál hefur verið í ár að ganga sem flest fell/fjöll á Reykjanesinu og voru þau mörg gengin í sumar en upp á fjöllum fær maður mestu orkuna og afslöppunina að mínu mati“. Hvernir verður Ljósanótt hjá þér? „Ljósanótt hefur sérstakan sess í mínum huga. Fyrstu ljósanóttina ætlaði ég eins og flestir að kíkja niður í bæ á hátíðina en fór í staðinn á fæðingardeildina og eignaðist mitt þriðja barn og horfði á flugeldasýninguna út um glugga á fæðingardeildinni. Því hef ég alltaf sagt að Siggi minn sé ljósanæturbarnið mitt. Hann verður fullveðja í ár sem og hátíðin sjálf og er ég mjög stolt syninum sem og hátíðinni sem mér finnst hafa þróast einstaklinga vel öll þessi ár. Ég ætla að mæta á Með blik í auga en ég hef mætt á allar sýningarnar og þær eru bara svo stórkostlegar. Einnig ætla ég að kíkja á tónleikana í garðinum hjá henni Álfheiði í gamla bænum, það finnst mér flott framtak. Svo finnst mér árgangagangan alveg frábær og vona nú að Garðpúkarnir fæddir árið 1970 mæti nú og gangi með árganginum niður Hafnargötuna“.

Lögreglan á Suðurnesjum kærði á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn sá var undir lögaldri og því var forráðamönnum hans og barnaverndarnefnd gert viðvart um atvikið. Auk þessa bíður hans 230.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í tvo mánuði og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þá veittu lögreglumenn, sem voru við eftirlit á Reykjanesbraut í vikunni, bifreið einni athygli þar sem augljóslega voru of margir farþegar í henni. Í ljós kom að umframfarþegarnir voru tvö börn á aldrinum sex og ellefu ára og hvorugt þeirra í bílbeltum. Fullorðnu farþegarnir voru allir með öryggisbelti spennt. Ökumaðurinn var sektaður um 45 þúsund krónur og athæfið að auki tilkynnt til barnaverndarnefndar.

Hljóp á undan lögreglu út í móa

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina ætlaði að stinga af og tók því á sprett út í móa. Honum voru gefin fyrirmæli um að stöðva för sína en hann sinnti þeim ekki. Lögreglumaður hljóp hann þá uppi. Ökumaðurinn náði að sparka í hann svo á honum sá áður en að hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Ökuþórinn er grunaður um fíkniefna- og ölvunarakstur.

Framvísaði fölsuðu ökuskírteini

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af vegna hraðaksturs um helgina framvísaði erlendu ökuskírteini sem leit grunsamlega út við fyrstu sýn. Lögregla haldlagði því skírteinið og kom því til skilríkjasérfræðings embættisins til athugunar. Hann staðfesti að ökuskírteinið væri grunnfalsað. Auk hraðaksturins er ökumanninum því gefið skjalafals að sök.

HAFNARSTJÓRI SANDGERÐISHAFNAR Starf hafnarstjóra Sandgerðishafnar er laust til umsóknar.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Hafnarstjóri ber ábyrð á daglegri starfsemi Sandgerðishafnar, rekstri hennar og uppbyggingu. Hafnarstjóri sinnir starfi sínu bæði á skrifstofu og á hafnarsvæði og undir hann heyra starfsmenn Sandgerðishafnar. Hann annast fjármálastjórn hafnarinnar og sér um áætlanagerð og kostnaðareftirlit ásamt því að sinna markaðssetningu og upplýsingagjöf um starfsemina. Hafnarstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.

Menntunar- og hæfnikröfur: • • • • • •

Menntun sem nýtist í starfi. Reynsla og þekking á rekstri hafna og sjávarútvegsmálum er æskileg. Reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun er kostur. Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði. Hæfni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til 10. september 2018. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið baejarstjori@gardurogsandgerdi.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í síma 422-0200. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Fagmennska – Samvinna - Virðíng


Vinsamlegast bรณkiรฐ heimsรณknina fyrirfram รก bluelagoon.is


14

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

Mannréttindi að fá að vera maður sjálfur

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

- Harpa og Thelma segjast heppnar með hlutverk foreldris

Vann í því að vera ekki lesbía

„Fyrst og fremst erum við hjón og foreldrar og við erum í þeim hlutverkum í lífinu. Ég er komin á þann stað í dag að ég gleymi því oft að ég sé lesbía og að við séum eitthvað öðruvísi en hinir.

Eins mikið og maður var með þetta á heilanum þegar maður kom fyrst út úr skápum,“ segir Harpa sem, að eigin sögn, var dregin út úr skápnum af móður sinni. „Ég vissi þetta þegar ég var tólf ára

VIÐTAL

„Það eru forréttindi að eignast börn, en það eru ekki mannréttindi. Það eru mannréttindi að fá að vera maður sjálfur.“ Tónlistarkennarinn Harpa Jóhannsdóttir og grunnskólakennarinn og kynjafræðingurinn Thelma Björk Jóhannesdóttir kynntust árið 2006 í Suð-suðvestur, listarými sem Thelma rak á Hafnargötunni í Keflavík. Sameiginlegir vinir kynntu þær fyrir hvorri annarri, skilaboð fuku á milli á Myspace og síðan þá hafa þær tvær verið saman. Guðmundur Hrafnkell, fjögurra ára, tekur vel á móti blaðamanni Víkurfrétta ásamt mæðrum sínum á fallegum degi í Keflavíkinni. Hamingjan er ríkjandi á heimilinu hjá þessari ósköp venjulegu fjölskyldu.

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

og mér fannst þetta algjör martröð. Ég var lengi að sætta mig við að þetta væru mín örlög og vann í því á unglingsárunum að vera ekki lesbía. Ég fór úr því að vera í Wu-Tang Clan peysunni minni yfir í kvartbuxur og þröngan bol,“ segir hún og hlær. „En svo gat ég bara ekki meir.“ Thelma kom svo út úr skápnum á svipuðum tíma og Harpa. „Fyrir marga kom þetta á óvart með mig. Ég var svo ómeðvituð um þetta sjálf. Það var mjög flókið að koma út úr skápnum og það er það ennþá í rauninni því maður er alltaf að koma út fyrir nýju fólki,” segir Thelma, en hún skilgreinir sig sem tvíkynhneigða. „Ég á mjög jákvæða reynslu með karlmönnum og konum. Mér finnst skilgreiningin hinsegin líka æðisleg.”

LJÓSANÆTURTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM

Kóngulóarmaðurinn með barnaefnið

Harpa og Thelma tóku ákvörðun mjög snemma í sambandinu að eignast barn, en uppteknar konur, í námi og öðru, gáfu sér góðan tíma í að hugsa ferlið út frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Við þurftum að anda að okkur smá hugrekki áður en við tókum af skarið og ákváðum að gera þetta. En eftir það tók ferlið ekki langan tíma,“ segir Harpa. „Þetta er búið að vera ógeðslega skemmtilegt ferli og alls engin eftirsjá. Þetta er í raun mjög einfalt mál frá byrjun. Við fengum barnaefni til þess að búa til barn,“ segir Thelma kímin, en Guðmundur Hrafnkell kemur svo til með að mega deila öllum upplýsingum um ferlið þegar honum hentar, ef hann kýs að gera það. „Það er bara af virðingu við hann, engin spéhræðsla. Kannski langar hann til að segja að Kóngulóarmaðurinn hafi búið til barnaefnið og þá munum við bara styðja það í nokkur ár,” bætir hún við og hlær.

Gott stell í Hörpu

OPNUNARTÍMI: MIÐVIKUDAG TIL LAUGARDAGS FRÁ KL.10:00 TIL 22:00. SUNNUDAG FRÁ KL. 13:00 TIL 18:00.

Ferlið að eignast barn saman er stórt og mikið og felur í sér aðkomu margra utanaðkomandi aðila. „Við fórum ekkert bara inn í herbergi og kokkuðum þetta sjálfar. Þessu fylgdi ákveðin spéhræðsla,” segir Harpa, en þar að auki er ferlið dýrt og því fylgir eðlilega mikil tilfinningaleg spenna. Harpa gekk með Guðmund Hrafnkel, en hún er tíu árum yngri en Thelma. „Tíu ára yngra leg, bara auðvitað. Við vorum ýkt heppnar. Gott stellið í Hörpu maður,” segir Thelma og þær

Fyrst og fremst erum við hjón og foreldrar og við erum í þeim hlutverkum í lífinu. Ég er komin á þann stað í dag að ég gleymi því oft að ég sé lesbía ...

skellihlæja. „Við völdum þessa leið, en við berum mikla virðingu fyrir leiðum sem aðrir velja. Það eru algjör forréttindi að eignast barn og maður er ótrúlega heppinn ef maður fær þetta hlutverk. En þú ert algjörlega í vinnu fyrir þennan einstakling, ekki hann fyrir þig.”

Spurðar um barnaefnið í Bónus

Eftir að ljóst var utan heimilisins, að von væri á barni, segjast þær hafa áttað sig á því, eins og eflaust flestir foreldrar, að hversu mikilli almenningseign þær urðu. „Fólk er stundum alveg hryllilega ófeimið við að spyrja, sem getur verið æðislegt, en um leið þarf að virða mörk. Það er kannski ekki alveg málið að króa mann af í kælinum í Bónus.“ Þær segja spurningar fólks þó oftast einungis komnar af einskærri forvitni og vilja alls enga þöggun í kringum þetta. „Við erum alveg komnar með breitt bak og búnar að undirbúa þetta vel. Við þolum ýmislegt.


LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg. Kerfið gerir ráð fyrir samkynja samböndum

Að fara út í þann pakka að eignast fjölskyldu stækkar samfélagið til muna, þjónustu þarf að sækja víðs vegar og maður kynnist nýju fólki. „Maður þarf alltaf að vera að koma út úr skápnum, það er bara staðreynd. En við fáum ótrúlega gott viðmót alls staðar. Kerfið gerir allavega ráð fyrir okkur og það er mjög gott að finna fyrir því,“ segir Thelma sem gleymir því stundum að fjölskyldan sé eitthvað „öðruvísi”. „Það er ótrúlega fallegt. Við höfum aldrei fundið fyrir því að við séum eitthvað minna virði sem fjölskylda, frekar en Kalli og Gunna úti í bæ með sín börn.”

Pennastrik getur breytt öllu

Þó viðmótið á Íslandi gagnvart hinsegin fólki sé betra en víðs vegar í heiminum segja þær mikilvægt að

gera sér grein fyrir því hvað hinsegin fólk annars staðar þurfi að ganga í gegnum dagsdaglega. „Á mörgum stöðum þarf hinsegin fólk í alvöru að lifa í felum. Ég á fjölskyldu í Bandaríkjunum og þar er ástandið fyrir samkynhneigða skelfilegt. Við þurfum að hugsa okkur tvisvar um áður en við ferðumst þangað sem fjölskylda. Mig langar ekki að bjóða okkur í þannig aðstæður,” segir Thelma. „Mér finnst það alveg óþægilegt þegar við erum að leiðast úti á götu og fólk rífur sig nánast úr hálslið því það er að glápa á okkur, en í einhverjum samanburði, ef það er það sem ég þarf að leggja á mig til að láta fólk venjast því að hinsegin fólk sé til, þá bara verður það þannig,“ bætir Harpa við. Þær segjast finna það að kerfið styðji þær, en það þurfi þó mjög lítið til

15

að hlutirnir fari úr skorðum. „Það þarf ekki nema nýjan forseta, eins og gerðist í Bandaríkjunum, og þá er búið að höggva á réttindi mjög margra sem búið var að berjast fyrir með blóði, svita og tárum. Það þarf ekki nema eitt, tvö pennastrik eða að einhver flokkur bjóði sig fram í næstu Alþingiskosningum með þessi viðhorf. Þetta er stanslaus barátta.”

Boðið sæði í páskaboði

En upplifa Harpa og Thelma mikla fordóma á Íslandi? „Fordómar og ekki fordómar, þetta er meira bara þekkingarleysi,“ segir Thelma og Harpa bætir því við að flest af því sé alls ekkert viljandi. „Þegar við lendum í einhverju þannig þá er það ekki út af illkvittni heldur meira bara því að fólk er ennþá að læra á þetta.” Þær hafa þó báðar lent í ansi skrautlegum atvikum sem lýsa því ágætlega

Mér finnst það alveg óþægilegt þegar við erum að leiðast úti á götu og fólk rífur sig nánast úr hálslið því það er að glápa á okkur ... hversu hávær tvíhyggjan í samfélaginu okkar er og sköluð karlmennska. „Við vorum í fjölskyldupáskaboði, með fullri virðingu fyrir málsaðilum, og þangað var kominn pólitískur félagi þá stundina ásamt konu sinni. Ég var þá kynnt sem tengdadóttir og var klædd í stóran kjól. Félaginn spyr mig þá hvort ég sé ólétt, byrjar á þeirri spurningu þegar hann er að kynnast mér í veislu. Ég sletti því fram að ég sé nú bara svona stór og í stórum fötum, en annars sé ég líka í lesbísku sambandi og ekkert sæði þar að finna og ákvað bara að senda haltu kjafti-brjóstsykurinn í fordómana,

haldandi það að hann myndi bakka. En nei, þá heyrðist þessi geggjaða athugasemd frá kallinum: „Það er nóg til af sæði hér.“ Þarna var hann, sjötugur maðurinn, að bjóða okkur sæði og við vorum að fara að borða lamb saman. Þá stakk ég bara af út í skúr og fékk mér rauðvín. Þeir meina allir svo vel”.

Stolt hinsegin fjölskylda

Varðandi hugtakið hinsegin eru stelpurnar á sama máli. „Einu sinni fannst mér þetta bara eitthvað bullorð, eitthvað sem setti mann út á kantinn. En það þarf að vera eitthvað regnhlífarhugtak fyrir hinsegin samfélagið. Það er ótrúlega fallegt að umvefja það að maður sé hinsegin. Ég get stolt sagt að við séum hinsegin fjölskylda,” segir Harpa. „Mér finnst fólk sem endurvinnur ekki ferlega hinsegin,“ skýtur Thelma inn í kímin. Opinská umræða um alls konar fólk er mikilvæg að sögn stelpnanna í heimi sem fullur er af vonbrigðum, en meiri kærleikur er að þeirra sögn ávallt lausnin. „Don´t worry be oncé.”

ljósanótt

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM frá MIÐVIKUDegi TIL SUNNUDAGS

Opið Miðvikud., fimmtud., föstud. og laugard. 11:00 - 22:00 Sunnud. 13:00 - 18:00

Hafnargata 29 - s. 421 8585


16

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Magnað bílaár hjá Kjartani RAFMAGNIÐ ER FRAMTÍÐIN Í BÍLUM OG HLEÐSLAN VERÐUR ÞRÁÐLAUS. STEFNIR AÐ OPNUN NÝRRAR BÍLASÖLU. „Þetta ár er búið að vera magnað. Ég hef aldrei selt fleiri bíla,“ segir Kjartan Steinarsson, bílasali og eigandi K.Steinarsson bílasölunnar í Njarðvík. Kjartan hefur selt bíla í á þriðja áratug og byrjaði bílasöluferilinn á því að selja Toyotur á Bílasölu Brynleifs en nú renna fleiri Kia bílar úr af planinu hjá honum en hann gat órað fyrir. „Þetta eru bara svo góðir bílar,“ segir hann og brosir þegar hann er spurður út í ástæðurnar fyrir rífandi sölu á KIA bílum en þeir eru orðnir ansi algengir á götunum á Suðurnesjum. Kjartan hefur rekið K.Steinarsson bílasöluna frá árinu 1999 en hann rak lengi vel bílasölu á Fitjum í Njarðvík þar sem hann var umboðsaðili fyrir Heklu umboðið. Kjartan fór illa út úr bankahruninu þegar hann hamaðist á móti vindinum en ákvað að taka höggið sem af varð og nú er sá baggi að baki. „Já, þetta er búið að vera strembið en nú er það að baki og ég held áfram eins og ég hef gert undanfarin ár, að selja góða bíla,“ segir hann og vill ekki frekar ræða það mál.

„Þetta eru bara svo góðir bílar,“ segir Kjartan um KIA.

Kjartan segir að bílasala undanfarinna ára sé ólík því sem gerðist í góðærinu á sínum tíma. Núna sé fólk miklu meðvitaðra um hvernig kaupin gangi á eyrinni. Kaupendur eru almennt að greiða miklu meira í bílunum og algengt sé að þeir greiði helminginn með peningum en fyrir hrun var algengt að stærsti hlutinn væri að láni. Hluti af velgengninni má rekja til sölu til bílaleiga en undanfarin ár hafa einstaklingar og fyrirtæki verið að koma sterk inn. „Við erum að selja mest af KIA bílum en erum einnig með umboð frá Ösku sem er með Mercedes Benz og svo frá Suzuki umboðinu með samnefnda bíla. Við höfum náð ótrúlegum árangri með KIA bílana en þeir hafa höfðað til margra. Það er ekkert skrýtið því gæðin eru mikil og þeir eru vel útbúnir og á mjög góðu verði. Þá hefur sjö ára ábyrgð sitt að segja líka. Það eru margir sem horfa til þess,“ segir Kjartan en bætir því við að einnig hafi gengið vel með Suzuki og Benz. Bílasalinn er með nýja drauma sem hann langar að sjá rætast. Hann er búinn að sækja um lóð undir

nýtt hús hinum megin við veginn og á teikniborðinu er ný bílasala í skemmtilegri byggingu. Þar vill hann leggja áherslu á þjónustu við rafbíla sem hann telur að muni koma mun sterkari inn á næstu árum. Bílar sem komist 400–500 kílómetra séu á leið á markaðinn. Og Kjartan vill þjónusta þann hóp vel á nýjum stað. „Þú kemur til með að keyra á bílnum í hleðslu og hún verður auðvitað þráðlaus. Bara svipað og þú upplifir með símann. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni í þessum málum á næstunni,“ sagði Kjartan.

Innréttingar eru veglegar og margir aukahlutir í nýja KIA Ceed bílnum.

BOÐIÐ Í RÉTTIR Í GRINDAVÍK Félag eldri borgara á Suðurnesjum býður félögum sínum í Þórkötlustaðaréttir laugardaginn 15. september 2018 kl. 14:00. Kl. 15:00 er boðið í kaffi í Salthúsið í Grindavík. Rútuferð í boði. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 8. september n.k. Sandgerðingar hringja í Sigurbjörgu (895 7674) Garðmenn hringja í Sigurð (847 2779) Vogamenn hringja í Örn (846 7334) Grindvíkingar hringja í Margréti (896 3173)

Eldri borgarar í Reykjanesbæ hringja í: Óla Björk (898 2243 Árni (846 3422) Jón Óli (698 1613) Kolbrún (848 7586) Rúta fer frá Miðhúsum Sandgerði kl. 13:15 Rúta fer frá Auðarstofu Garði kl. 13:20 Rúta fer frá Álftagerði Vogum kl. 13:30 Rúta fer frá Nesvöllum kl. 13:30

Allir eldri borgarar sem greitt hafa sitt árgjald geta komið í ferðina. Stjórn FEBS


LJÓSANÆTURTILBOÐ

DÚNDURAFSLÆTTIR OPIÐ TIL KL. 22:00 MIÐVIKUDAG TIL LAUGARDAGS OPIÐ FRÁ KL. 13:00 TIL 18:00 Á SUNNUDAG

VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR Í REYKJANESBÆ BJÓÐA YKKUR VELKOMIN Á LJÓSANÓTT

SJÓBÚÐ

SEA & SALT WORKSHOP

ATH! AÐ OPNUNARTÍMI VEITINGAHÚSA ER BREYTILEGUR.


18

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Geðveikt kaffihús og Geðveikur markaður - á vegum skjólstæðinga Bjargarinnar á Ljósanótt Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er falin perla við skrúðgarðinn í Keflavík. Þar er rekin grunnendurhæfing og athvarf fyrir einstaklinga með einhverskonar geðheilsuvanda. Fólk sækir þangað til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Þar er opið yfir daginn og fólki frjálst að koma þegar það vill til að hitta annað fólk og taka þátt í því starfi sem þar fer fram. Skjólstæðingar Bjargarinnar ætla að vera með Geðveikt kaffihús og Geðveikan markað á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Starfsemi Bjargarinnar er rekin af Reykjanesbæ en þjónustan sem þar er veitt er fyrir einstaklinga frá öllum sveitarfélögum Suðurnesja. Írena Guðlaugsdóttir, félagsráðgjafi hjá Björginni, segir í samtali við Víkurfréttir að Suðurnesjafólk sé duglegt að sækja úrræðið. Í Björgina koma 30-50 manns á dag og yfir mánuðinn eru það um 90 einstaklingar sem eru virkir í starfinu. Það getur verið erfitt fyrir fólk að brjóta ísinn og koma í Björgina í fyrsta skiptið. Það staðfestir Tinna Sigurósk Pálsdóttir, starfsmaður Bjargarinnar. Hún var áður skjólstæðingur Bjargarinnar og kom þangað í fyrsta skiptið í febrúar í fyrra. Hún segist hafa gert margar tilraunir áður en henni tókst að stíga skrefið og mæta í Björgina. „Þetta voru þung og erfið skref,“ segir hún og segir að margar spurningar hafi sótt á sig: „Á ég heima hérna og hvaða fólk er hérna,“ segir hún. Tinna segir að á þessu eina og hálfa ári sem hún eigi að baki í Björginni, þá hafi líf hennar algjörlega snúist við og til betri vegar. „Þetta er besti staður sem ég veit um,“ segir Tinna.

Þrír ráðgjafar starfa hjá Björginni og aðstoða skjólstæðinga hennar við ýmis réttindamál og fjölbreytta hluti hins daglega lífs. Þá er ákveðin dagskrá í gangi sem hefur tekið miklum breytingum síðustu vikur og mánuði en stofnuð hefur verið „Bjargarnefnd“ sem vinnur að fjölbreyttu starfi. Nefndin starfrækir einnig sjoppu innan Bjargarinnar og hagnaðurinn af henni er nýttur til að auka á fjölbreytni í starfinu og standa straum af kostnaði við það. Á ljósanótt verður Björgin t.a.m. með Geðveikt kaffihús í Hvammi við Suðurgötu og einnig markaður þar sem ýmis varningur verður boðinn til sölu. Skjólstæðingar Bjargarinnar hafa síðustu daga verið að baka fyrir kaffihúsið, auk þess sem rjúkandi rjómavöfflur verða á boðstólnum þá daga sem kaffihúsið verður opið. Kaffihúsið verður opið föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13:00 til 18:00. Nánar verður fjallað um starfsemina í Björginni í Sjónvarpi Víkurfrétta í haust.

Viðburðir í Reykjanesbæ Vetur í Reykjanesbæ - vetur.rnb.is Hvað verður í boði fyrir ungt fólk og foreldra í Reykjanesbæ í vetur? Upplýsingar um námskeið og afþreyingu sendist á hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is sem allra fyrst. Hæfingarstöðin - opið hús Í tilefni Ljósanætur verður Hæfingarstöðin opin gestum kl. 13-16 föstudaginn 31. ágúst. Vörur úr Hæfó prentsmiðju, hin víðfræga chili sulta, kaffi og með því. Allir velkomnir. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagur 30. ágúst kl. 16:30: Opnun á „List sem gjaldmiðill/ARTMONEY NORD“. Föstudagur 31. ágúst kl. 16:00: Tónleikar með S.hel og sýning á Battleship Potemkin.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Baðvörður drengja Leikskólinn Tjarnarsel – Leikskólakennari Málefni aldraðra – Deildarstjóri : Hjúkrunarfræðingur í dagdvalir Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður Háaleitisskóli – Skólaliðar Leikskólinn Hjallatún – Deildarstjóri og annað starfsfólk Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Tinna Pálsdóttir starfsmaður og félagsráðgjafarnir Írena Guðlaugsdóttir og Elín Arnbjörnsdóttir framan við húsnæði Bjargarinnar við Suðurgötu í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi

„Tilfinningin að bjarga mannslífi er mögnuð“ - segir lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson, sem nú leiðbeinir um skyndihjálp

Lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson lauk nýverið leiðbeinandanámskeiði í skyndihjálp frá Rauða Krossi Íslands. Eftir að hann fékk réttindi sem leiðbeinandi í skyndihjálp hefur hann haldið nokkur námskeið en Sigvaldi stofnaði Skyndihjálparkennsluna þar sem einstaklingar og starfsmenn fyrirtækja geta fengið kennslu í skyndihjálp. „Ástæðan fyrir því að ég skráði mig á þetta námskeið hjá Rauða krossinum er sú að ég hef bjargað mannslífi með því að kunna skyndihjálp. Tilfinningin að bjarga mannslífi er mögnuð og þess vegna vildi ég öðlast réttindi til að kenna skyndihjálp svo aðrir geti upplifað þessa tilfinningu komi til þess að þeir verði í sömu sporum og ég var í,“ segir Sigvaldi í samtali við Víkurfréttir. „Í starfi mínu sem lögreglumaður sl. 18 ár hef ég oft þurft að beita skyndihjálp og hef því talsverða reynslu af þessum málum“. Margar tegundir af námskeiðum eru í boði og einnig getur Sigvaldi sett saman námskeið eftir þörfum hvers og eins. Hann hvetur fólk til að setja sig í samband hafir það áhuga á að kynna þér þetta frekar. Sigvaldi er með skyndihjálparnámskeiðin á Facebook undir skyndihjálparkennslan. Einnig er hægt að senda tölvupóst á skyndihjalparkennslan@gmail.com eða bara með því að slá á þráðinn í síma 854-0401.

Sigvaldi Arnar Lárusson leiðbeinir einstaklingum og fyrirtækjahópum um skyndihjálp. Hér er Sigvaldi með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á góðri stund í Reykjaneshöll.

LJÓSANÓTT Í BEINNI

Á FÉSBÓK VÍKURFRÉTTA

FYLGIST MEÐ DAGSKRÁNNI OKKAR Á VF.IS


Gleðilega hátíð!

VELKOMIN Á LJÓSANÓTT TILBOÐ GILDA Í BYKO SUÐURNESJUM 27. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER

25% AFSLÁTTUR

LJÓS & PERUR • BÍLAVÖRUR BÚSÁHÖLD • KERTI & LUKTIR VIÐARKOL & BRENNIKUBBAR GEISLAHITARAR Ljósanótt


20

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Magnús Stefánsson er bæjarstjóri í Sameinuðu Sandgerði og Garði

Aðalskipulagið er stórt verkefni og mikilvægt - bæjarbúar fá að kjósa að nýju um nafn á sveitarfélagið Magnús Stefánsson er nýráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Á fundi bæjarstjórnar þann 18. júlí var samþykkt tillaga um að Magnús verði ráðinn bæjarstjóri kjörtímabilið 2018–2022. Magnús er viðskiptafræðingur MBA að mennt og fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og bæjarstjóri í Garði. Magnús var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda um starf bæjarstjóra og naut bæjarstjórn aðstoðar Hagvangs við ráðningarferlið. „Starf mitt sem bæjarstjóri í Garði var eins og það var en þetta starf núna er allt öðruvísi. Þetta er ekki sambærilegt að mörgu leiti. Það er áskorun í starfinu sem ég er spenntur í að vinna að. Þetta leggst vel í mig. Það er heilmikið verkefni að sameina tvö sveitarfélög og það ferli er á fullu og mörg verkefni sem fylgja því,“ segir Magnús Stefánsson, nýráðinn bæjarstjóri í samtali við Víkurfréttir. Þú þekkir þetta sameiningarferli sem er í gangi. Þú varst áður bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði. „Já, við voru að vinna að þessu verkefni í rúmlega tvö ár og fórum í gegnum ýmislegt og margskonar pælingar, þannig að ég þekki þetta og þær hugmyndir sem hafa verið uppi varðandi þessa sameiningu. Það er gott fyrir mig í áframhaldandi vinnu“. Hvað tekur núna við hjá hinum sameinaða sveitarfélagi? Hver verða fyrstu skrefin núna á þessu kjörtímabili sem er nýlega hafið? „Númer eitt á þessum tíma er að klára ýmis verkefni er snúa að sameiningu þessara sveitarfélaga í eitt. Það eru ótal atriði, bæri stór og smá. Við erum að tala um fjárhagsbókhald, launakerfi og slíkt. Það er margt sem þarf að koma heim og saman þannig

að þetta er töluvert mikið verkefni og meira verkefni heldur en menn almennt gera sér grein fyrir“. Verða íbúarnir almennt varir við einhverjar breytingar? „Öll þjónusta sveitarfélaganna sem hefur verið mun halda áfram. Grunnskólar og leikskólar verða með sama horfi og áður. Þegar frá líður og stjórnkerfið er farið að virka vel í einu sveitarfélagi þá batnar vonandi þjónusta af ýmsu leiti en það er eitt af markmiðunum með þessu“. Nú eru tvær bæjarskrifstofur í nýju sveitarfélagi og þið hafið skipt verkefnum niður á þessar skrifstofur. Hvernig verður þetta? „Það var tekin ákvörðun um það að stjórnsýslan og umhverfis- og byggingasvið verði á skrifstofunni í Garði. Fjölskyldusviðið, sem snýr að félags- og skólamálum og almennt að fjölskyldu- og tómstundamálum, er með aðsetur í Sandgerði. Bæjarstjórinn þarf að vera báðum megin þó svo aðalskrifstofan sé stjórnsýslumegin í Garðinum. Þetta er töluverð breyting frá því sem var áður. Þetta er verkefni sem á eftir að mótast og ég hef enga trú aðra en að þetta eigi eftir að verða gott þegar þetta hefur liðkast og skipulagið fer að virka“.

Ráðhús sveitarfélagsins í Garði. Magnús bæjarstjóri hefur sína aðalskrifstofu þar en hann mun einnig sinna störfum frá Ráðhúsinu í Sandgerði.

ATVINNA Bílaleigan Geysir auglýsir eftir starfsfólki í afgreiðslu. Unnið er eftir 5-5-4 vaktafyrirkomulagi, 12 tíma í senn. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið ferilskrár á atvinna@geysir.is.

Hvernig verður samgöngumálum á milli bæjarkjarnanna háttað? „Það voru umræður í aðdraganda sameiningar að efla almenningssamgöngur á milli byggðakjarnanna. Það liggja ekki fyrir endanlegar ákvarðanir um það en hugmyndir í gangi sem tíminn verður að leiða í ljós. Ég held að það séu allir sammála um það að það þurfi að auka samgöngur hér á milli. Það eru íþróttaæfingar á báðum stöðum og svo einnig þarf fólk að sækja þjónustu hjá sveitarfélaginu á báðum stöðum, auk þess sem fólk sækir atvinnu á milli byggðakjarnanna. Þetta eru mál sem voru rædd og ég geri ráð fyrir að menn taki upp þráðinn í því þegar frá líður“. Hver eru næstu stóru verkefni hjá nýju sameinuðu sveitarfélagi? „Ég myndi segja að stóra verkefnið sé að það þarf að vinna nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Það er stórt verkefni og mikilvægt. Það er stefnumótandi til næstu áratuga hvernig við sjáum fyrir okkur að sveitarfélagið muni þróast og byggjast upp“. Eru hugmyndir um það að láta þessa tvo bæjarkjarna tengjast meira? „Það er eitt af því sem menn hafa talað um. Það er eitt af verkefnunum í vinnslu aðalskipulags að móta það og hvernig menn sjá það fyrir sér. Þetta verkefni er mikilvægt og stórt og fer af stað núna á næstunni“. Þriðji póllinn í nýju sveitarfélagi

er svo flugstöðvarsvæðið við Keflavíkurflugvöll. „Það má segja að það sé þriðja hverfið í sveitarfélaginu og það er mikið í gangi þar. Við þekkjum það. Flugstöðin er í sveitarfélaginu og allar byggingar í kringum hana og það er mikilvægt svæði sem tengist sveitarfélaginu“. Nú var Sveitarfélagið Garður komið í talsverða skipulagsvinnu við Rósaselstorg, sem er á bæjarmörkunum við Reykjanesbæ, nærri flugvallarsvæðinu. Heldur sú vinna áfram? „Ég geri alveg ráð fyrir því. Við breyttum aðalskipulagi á því svæði og þar eru uppi hugmyndir um uppbyggingu þar. Það er hins vegar þannig að landssvæðið er í eigu ríkisins og Kadeco fer með eignarhaldið á því þannig að það gerist ekkert í uppbyggingu þar nema í tengslum við Kadeco eða ríkisvaldið. Sveitarfélögin tvö sem voru [innsk.blm.: Garður og Sandgerði] og Reykjanesbær voru búin að leggja í heilmikla vinnu í samstarfi við Kadeco og Isavia um hvernig ætti að byggja upp þetta svæði í kringum flugvöllinn, undir þá vinnu fellur þetta svæði við Rósaselstorg. Það er ekki komin niðurstaða í þetta mál en ég vona að okkur auðnist að koma því á koppinn og að við getum unnið að þessari uppbyggingu á svipaðan hátt og við flugvelli víðast hvar um heiminn þar sem sambærilegir aðilar hafa tekið höndum saman um að þróa og byggja upp á svæðum eins og þessu“.

Eitt af stóru málunum er að velja nafn á sveitarfélagið. Það mál hefur ekki gengið vel. „Nýja bæjarstjórnin tók ákvörðun um það taka málið upp og vinna það upp á nýtt. Það var alltaf þannig að það væri nýrrar bæjarstjórnar að taka ákvörðun um málið. Í sumar tók bæjarstjórn ákvörðun um að vísa málinu til vinnslu í bæjarráði. Bæjarráðið hefur fjallað um þetta og er að leita leiða hvernig sé best að klára málið. Það er aðkallandi að fá botn í þetta og það má nefna fjölmörg dæmi í því sambandi. Bæjarráð mun vonandi leggja tillögur fyrir bæjarstjórn á næsta fundi í byrjun september um það hvernig menn sjá það fyrir sér að ljúka málinu, framkvæma það og taka ákvarðanir. Tillagan liggur ekki fyrir en það er stefnt að því að hún verði tilbúin um mánaðamótin. Þar er ekki verið að tala um tillögur um nöfn á því stigi. Bæjarstjórn mun svo í öllu falli afgreiða málið hvernig þetta verður gert. Hugmyndir gera ráð fyrir að íbúar kjósi aftur um nafn á sveitarfélagið og við höfum mikinn hug á að ljúka þessu máli sem fyrst í haust“. Og að þetta hafi farsælan endi. „Já,já. Vonandi gerist það. Við vitum að í eðli sínu er þetta mál þannig að það eru skiptar skoðanir og mismunandi tilfinningar og sýn á hvað sveitarfélagið eigi að heita. Það eru skiptar skoðanir á því hvað barnið á að heita“. hilmar@vf.is


GLEÐILEGA LJÓSANÓTT! ÚRVALIÐ ER Í ICELAND

GASBLÖÐRUR VERÐ FRÁ

799 KR STK.

FRÍTT CANDYFLOSS

FRÁ KL. 13 Á LAUGARDAG Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

MIKIÐ ÚRVAL AF SÆLGÆTI FYRIR KRAKKANA

50%

DI Í NAMMILAN AFSLÁTTUR


22

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?

Fann innri frið í Flatey á Breiðafirði – Sigurbjörn Arnar Jónsson, rekstrarstjóri, rifjar upp sumarið 2018

„Ég skaust til Akureyrar fyrstu helgina í maí á árshátíð Round Table og var þar í góðum hópi. Hins vegar var það ferðalag sem stóð uppúr dagsferð til Flateyjar í júlí á meðan að ég var í sumarbústað í Svartagili í Borgarfirði. Þangað hafði ég ekki komið síðan áttatíu og eitthvað og alveg komin tími til að kíkja á þessa paradís og tímavél aftur eftir langt stopp. Ótrúlega gaman að koma þarna og sjá öll fallegu húsin og fuglalífið og að ógleymdri kirkjunni. Þarna fann maður innri frið sem maður finnur ekki auðveldlega í amstri hversdagsins,“ segir Sigurbjörn Arnar Jónsson, rekstrarstjóri, þegar hann er spurður út í sumarið 2018. Hvernig verður svo Ljósanótt? „Fastur liður er að sjálfsögðu árgangagangan sem ég hlakkaði mikið til að mæta í þegar að ég bjó úti í Danmörku. Missti þó af henni í fyrra.

Kjötsúpan er alltaf snilld og svo auðvitað laugardagskvöldið eins og það leggur sig. Núna koma fornbílarnir loksins aftur að einhverju leyti og er það fagnaðarefni. Aukabónus er

líka fleiri leiktæki en áður núna og kominn tími til og svo fyrir matmann eins og mig er alltaf gaman að prófa hina mörgu matarvagna,“ segir Sigurbjörn Arnar Jónsson.


G L E Ð I N O G FJ Ö R I Ð L I G G U R Í LO F T I N U

Við óskum Suðurnesjamönnum og gestum þeirra góðrar skemmtunar á Ljósanótt.

– St arfs fó lk I s av ia

- HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI


24

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

HEIMURINN ER AÐ BREYTAST – og við erum að aðlagast Ég fæddist um miðja síðustu öld og er uppalin í bítlabænum Keflavík. Þá voru dálítið aðrir tímar. Vissulega voru útlendingar í bænum okkar, því ameríski herinn leigði húsnæði hjá íslenskum fjölskyldum niðri í bæ. Fólk útbjó íbúðir í bílskúrum sínum og kjöllurum og jafnvel öllu lausu rými sem fannst til þess að geta leigt út. Það þótti eftirsóknarvert að fá greitt í dollurum. Íslenska ríkisstjórnin gerði allt hvað hún gat til þess að sporna við útlendum áhrifum og lét loks loka fyrir kanasjónvarpið og reka Kanana inn á afgirt vallarsvæðið. Þá var það mun auðveldara þar sem engar tölvur voru komnar til sögunnar eða gervihnattasjónvörp sem tengja saman allan heiminn í dag. Takmörkun var einnig sett á fjölda svartra hermanna á Íslandi í þá daga. Ráðamenn vildu passa uppá þessa litlu eyþjóð og varðveita meðal annars íslenskt mál. Þessi útlendi hermanna heimur hafði einnig áhrif á okkur börnin í Keflavík og víðar á Suðurnesjum. Ég man vel eftir því þegar við vinkonurnar bönkuðum upp á hjá Könunum og vildum passa börnin þeirra í von um að fá amerískt gotterí að launum. Þá voru allir að græða eitthvað í samskiptum sínum við Kanann. Svo fór herinn burt og í nokkur ár voru útlendingar ekkert sérstaklega áberandi á Íslandi. Kannski þar til okkur vantaði vinnuafl í frystihúsin okkar þegar Íslendingum fækkaði í fiskvinnslu. Menntun þjóðarinnar breytti þessu því æ fleiri gengu menntaveginn og því varð erfiðara að manna verkamannastörfin á Íslandi með Íslendingunum sjálfum. Fyrstir komu líklega Pólverjar hingað til lands til að vinna við fiskvinnslu og svo auðvitað Tælendingar. Flóttamenn voru leyfðir í litlum skömmtum. Í dag starfa margar þjóðir á Íslandi við alls konar störf en þeim hefur auðvitað fjölgað mest í ferðamennskuiðnaði. Við eigum þessu fólki heilmikið að þakka fyrir að hafa létt undir með okkur Íslendingum og hjálpað okkur að skapa verðmæti í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, veitingahúsageiranum og fleiri atvinnugreinum. Án allra þeirra útlendinga sem búa og starfa á Íslandi gætum við ekki haldið uppi þeim háa lífsgæðastaðli sem við gerum hér á landi. Heimurinn er að breytast og þjappast saman. Íslensk tunga á í vök að verjast fyrir erlendum áhrifum. Maður finnur þetta glöggt á veitingahúsi hérna heima þegar þjónustufólkið talar aðeins ensku við mann eða bjagaða íslensku sem manni finnst oft skemmtilegra og hrósar fólkinu fyrir að reyna að tala málið okkar. En þessi staða er alls staðar að koma upp í heiminum.

Við hjónin erum ný f l u t t a f t u r heim til Íslands eftir að hafa búið í Noregi í nokkur Marta ár en þar hefur út- Eiríksdóttir lendingum einnig fjölgað mikið. Norðmenn þurfa oft að tala ensku á veitingahúsum í eigin landi. Þetta vekur stundum gremju hjá þeim en svo verður fólk að sýna þessu skilning en auðvitað finnst bæði Norðmönnum og Íslendingum voða gaman ef þeir hitta útlending sem búsettur er í landi þeirra og hefur lagt sig fram við að læra tungumál heimamanna. Það skapar einnig fjölbreytileika og getur auðgað mannlífið á jákvæðan hátt þegar fleiri þjóðir búa saman í hverju landi. Við hjónin vorum auðvitað útlendingar í Noregi þegar við bjuggum þar og ákváðum strax að læra málið, því við vissum að með því að tala norsku þá værum við að opna dyr tækifæranna þar fyrir okkur. Við fengum þannig betri aðgang að Norðmönnum. Þetta hjálpaði mér t.d. að kenna jóga í Noregi, skrifa norskar greinar og vinna þar í skóla með börnum og unglingum. Það getur verið einmanalegt að búa í útlöndum en tungumál heimamanna getur hjálpað til þess að brjóta ísinn því þar er lykillinn að hverri þjóð. Bara sem dæmi frá Noregi, þar eru útlendingar sem tala góða norsku farnir að starfa sem sjónvarpsfréttamenn, í útvarpi og vinna sem dagskrárgerðarmenn í norskum fjölmiðlum. Norðmenn gera sér grein fyrir því að nýir tímar eru að innleiða fjölbreyttara samfélag með mörgum þjóðum, þar sem allir eiga jafnan rétt til þátttöku bæði í fjölmiðlun og annars staðar. Norðmenn eru mjög uppteknir af jafnræðisreglunni og telja frið skapast í samfélaginu ef allir sitja við sama borð en þeir krefjast þess um leið að erlendir þegnar virði þær reglur sem gilda í landinu og fyrst er að læra málið. Já, Ísland er að breytast. Þetta getur verið ögrandi fyrir okkur en ef við prófum að setja okkur í spor þessa fólks sem flytur á milli landa, þá er líklegra að við viljum sýna þessu fólki velvilja og skilning. Þetta er bara fólk eins og við, sem langar að búa sér til gott líf og láta gott af sér leiða. Margir leggja það á sig að læra íslensku sem er víst ekkert einfalt vegna flókinna málfræðireglna. Ég fór á stúfana hér á Suðurnesjum að leita að fólki frá öðrum löndum sem er búsett hér á landi og hefur lagt sig fram um að læra íslensku. Mig langaði að vita hvort það hefði skilað þeim góðu lífi hérna og góðu starfi. Þessi viðtöl getur þú lesið hér í Víkurfréttum.

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

Hjarta mitt er hér Agnieszka Woskresinska er orðinn eigin herra í Sandgerði og elskar Ísland og vinnuna sína Agnieszka Woskresinska kom hingað til lands aðeins 15 ára gömul til að heimsækja föður sinn á Grundarfirði, Snæfellsnesi árið 1993 en pabbi hennar var einn af fyrstu pólsku innflytjendunum á Íslandi. Foreldrar hennar eru fráskildir en búa samt bæði hér á landi í dag. Agnes eins og hún er ávallt kölluð, ætlaði aðeins að vera hérna í tvær vikur en fór aldrei heim aftur því henni leið strax svo vel á Íslandi. Hún heimsækir aðeins heimalandið sitt gamla á sumrin. Örugg á Íslandi Agnes er fædd árið 1978 og hún segir nafnið sitt vera dálítið rússneskt en hún er alin upp í Elk í Póllandi sem er nálægt rússnesku landamærunum. Afi hennar og amma voru tekin til fanga og flutt til Rússlands á sínum tíma í stríðinu, svo saga ættarinnar er aðeins viðburðarríkari en við Íslendingar eigum að venjast. Hún segist hafa upplifað fátækt í uppeldinu heima í Póllandi og fann strax hvað tækifærin voru mörg á Grundarfirði en þar settist hún fyrst að hjá pabba sínum. Næg atvinna, nægur matur og umfram allt, öryggi. Á Íslandi gat Agnes verið örugg á götunum, engir glæpahópar á stjá. Henni fannst Íslendingar mjög vingjarnlegir í viðmóti. Allir tóku henni svo vel. Hún fékk strax vinnu í frystihúsi á Grundarfirði, draumastarfið segir hún og byrjaði að þéna góðan pening. Hún kynntist núverandi eiginmanni sínum einmitt í fiskvinnslu en hann er einnig pólskur og heitir Adam Kondzior, saman eiga þau eina sex ára dóttur sem heitir Lena. Þegar Agnes flutti til landsins þá vissu Íslendingarnir sem hún umgekkst ekki hvar Pólland væri og héldu alltaf að hún væri frá Portúgal enda er Agnes brún á brá. Saltfiskurinn fór til Portúgals svo þeim fannst rökrétt að hún kæmi þaðan svona brún og sæt. En Pólverjar eru auðvitað alls konar í útliti.

Agnes talar ágæta íslensku. Þegar hún fluttist til landsins voru engin íslenskunámskeið í boði eða orðabækur sem hún gat stuðst við til að læra málið en hún segir Íslendingana sem hún umgekkst hafa kennt sér íslensku. „Þið kennduð mér íslensku!“, segir hún sposk og hlær en hún er afar hláturmild og hress í viðmóti. Best að vinna í fiski Hún bjó fyrst á Grundarfirði og fluttist síðan til Patreksfjarðar og þá til Tálknafjarðar en endaði hér á Suðurnesjum og líkar vel við sig í Sandgerði. Hún hefur starfað við fiskvinnslu mestan hluta ævinnar, við afgreiðslustörf í matvöruverslun og á leikskóla. Agnes byrjaði hjá Nýfisk þegar hún flutti til Sandgerðis árið 1999. „Það var frábært að vinna í Nýfisk á þeim tíma, eigendurnir alveg frábærir, draumastaður að vinna á. Draumafyrirtæki fannst mér“, en svo varð hún að hætta að vinna í fiski vegna heilsuleysis. Hún segist samt enn langa að starfa við fiskvinnslu því það sé bæði vel launað og gaman. Alltaf hægt að vinna sig upp, verða betri og læra meira. Agnes kláraði grunnskólanám í Póllandi áður en hún fluttist til Íslands og hefur stundum langað til að læra meira en fjárhagurinn hefur ekki leyft henni að sleppa því að vinna. Það þarf yfirleitt tvo til að reka heimili, bíl og allt sem fylgir.

Eigin herra í Sandgerði Í dag starfar Agnes í Skálanum í Sandgerði og leigir þar aðstöðuna af Skeljungi. Hún er eigin herra í fyrsta sinn á ævinni og segist hafa mjög gaman af þessari vinnu. Það er nóg að gera en vinnudagurinn getur verið mjög langur þegar hún stendur ein vaktina frá morgni til kvölds en hún kvartar ekki. „Ég elska þessa vinnu og ég elska einnig að leyfa unglingunum að koma hingað í sjoppuna á kvöldin og hittast! Þetta eru góðir krakkar. Þau eru vinir mínir og haga sér vel þegar við treystum þeim“. Agnes er íslenskur ríkisborgari í dag og finnst hún vera íslensk því hún hefur verið svo lengi hérna. „Mig langar að vera ein af ykkur. Allar minningar mínar úr æsku tengjast meira Íslandi heldur en Póllandi því ég hef verið svo lengi hérna. Hjarta mitt er hér!“, segir Agnes og tárast þegar hún segir þetta. Henni þykir svo vænt um landið og fólkið í landinu. Hérna fékk hún tækifæri til að lifa góðu lífi og fyrir það er hún mjög þakklát. Heima var aðeins fátækt og basl. Þrátt fyrir mikið myrkur á veturna hérna og mikla birtu á sumrin. Þrátt fyrir mun kaldara sumar á Íslandi en í Póllandi og fábreyttara félagslíf, ekkert baðstrandarlíf á sumrin eða fjölbreytt náttúra og dýralíf. Þrátt fyrir allt þetta langar Agnesi bara að búa á Íslandi því hérna líður henni vel.


LJÓSANÆTUR TILBOÐ 40% 20%

AFSLÁTTUR AF

20%

AFSLÁTTUR AF

AFSLÁTTUR AF DREAMWORLD RÚMUM

ALLRI GJAFAVÖRU

ÖLLU LJÓSUM

TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •

BÚSTOÐ EHF

OPNUN YFIR LJÓSANÓTT: Miðvikudag - föstudag 10-22, laugardag 11-18, sunnudag 13-16


26

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Hvernig getur fólk búið hér? Pólverjinn Robert Radoslaw Klukowski segir Íslendinga umburðalynda gagnvart útlendingum Þetta var það fyrsta sem Róbert sagði þegar hann lenti á Íslandi en hann tekur það fram að Þórshöfn á Langanesi var fyrsti viðkomustaður hans hér á landi. Þar byrjaði hann að búa ásamt Beata pólskri eiginkonu sinni. Robert Radoslaw Klukowski sem er 46 ára gamall, kom hingað til lands árið 1994 vegna atvinnu ásamt eiginkonu. Þau hjónin byrjuðu bæði á því að vinna við fiskvinnslu. Hún starfar enn við það en hann vinnur sem vélvirki hjá Steypustöðinni og er að auki ökukennari.

Tungumálið opnaði dyr Blaðamanni var bent á að spjalla við Robert vegna þess hve duglegur hann hefur verið að aðlagast íslensku samfélagi og hversu vel hann talar íslensku. Robert segist vita það að tungumálið hafi opnað honum dyr. Innfæddir taka betur eftir þeim sem koma frá útlöndum og tala íslensku. Robert fór aldrei á námskeið heldur lærði að tala málið sjálfur. Hann frétti af Íslandi í gegnum ættingja sína sem sögðu þetta fallega land vera langt í burtu og kalt en hér gæti hann þénað vel og búið sér til gott líf. Pólland er skógi vaxið land með heit sumur og því brá honum að koma á svona eyðilegan stað eins og Þórshöfn en það vandist. Þau hjónin ólust bæði upp á bóndabæ í grennd við borgina Bialystok en höfðu þessa ævintýraþrá eins og margir Pólverjar. Robert

20%

Ljósanæturafsláttur

bendir á að Pólverjar þori að fara að heiman og prófa að búa í öðrum löndum. Það hefur verið lélegt atvinnuástand í heimalandi hans þar til núna en Pólland er í uppsveiflu og fleiri störf í boði þar en áður. „Við erum auðvitað velkomin aftur heim til Póllands því nú fer að vanta vinnuafl þar en hér eigum við heima núna og líður vel á Íslandi. Hérna erum við frjáls og lífshraðinn ekki eins mikill og í Póllandi“, segir Róbert en þau hjón eiga tvo syni, Sebastian, tvítugan háskólanema og Dominik, 14 ára. Þeim fannst betra að flytja til Suðurnesja því hér er stutt í allt, meira að segja matvöruverslun! En það var ekki á Þórshöfn á sínum tíma, heldur þurftu þau að aka til Húsavíkur til að versla í matinn. Þetta hefur samt allt breyst þarna fyrir norðan í dag segja þau. Íslendingar umburðalyndir Þau vildu auðvelda sonum sínum að ganga menntaveginn með því að flytja suður og svo er stutt í Leifsstöð en þau fara á hverju sumri heim til Póllands og fá gesti þaðan einnig. Þeim finnst þau tilheyra tveimur löndum, bæði Póllandi og Íslandi. Synirnir eru báðir fæddir á Íslandi og öll fjölskyldan er með íslenskan ríkisborgararétt. Pólverjar eru líklega fjölmennasta þjóðin á faraldsfæti í heiminum í dag en um tuttugu milljónir Pólverja eru búsettir utan heimalands síns. Langflestir búa í Bandaríkjunum og Englandi. Robert segir marga Pólverja vera að leita að heimili annars staðar og séu ekki bara í atvinnuleit. Þeir vilja aðlagast þar sem þeir búa og skapa sér gott líf fyrir sig og sína

en þetta hefur ekki verið hægt í Póllandi undanfarin ár fyrir alla þegna landsins. „Frelsi er það besta við Ísland og öryggi. Íslendingar eru umburðarlyndir við útlendinga og þeir skipta sér lítið af því ef við erum öðruvísi. Þeir eru fordómalausir og hér er trúarbragðafrelsi sem okkur finnst mikilvægt. Við erum kaþólsk og fáum frið til þess að rækta trúna. Það er ekki í öllum löndum sjálfsagt mál,“ segir Robert. Íslendingar opnari utan Reykjavíkur Honum finnst munur á þeim Íslendingum sem búa í Reykjavík og úti á landi eða fyrir utan borgina. Fólk er opnara sem býr ekki í höfuðborginni finnst honum. Reykjavík er einnig að verða mjög alþjóðleg. Íslendingar hafa reynst þeim vel og þess vegna vilja þau búa hér. Beata er fatahönnuður að mennt en starfar ekki við það í dag. Hún segist hafa fundið sig í blómarækt en Beata ræktar mikið af blómum. Saman eru þau hjónin að bardúsa í garðinum sínum sem er einstaklega fallegur. Í gróðurhúsinu rækta þau vínber, jarðarber, tómata og fleira. „Það er alveg hægt að rækta margt á Íslandi þegar við erum með gróðurhús. Við reynum að hugsa ekki um veðrið og tökum því eins og það kemur. Heima í Póllandi voru húsin kynt með kolum og það var mikil vinna að halda kolunum gangandi. Hér á Íslandi eru heimilin upphituð með heitu vatni og það er algjör lúxus finnst okkur. Alltaf hlýtt inni í húsinu okkar þó úti sé kalt.“, segir Robert brosandi og er greinilega sáttur.

miðvikudag til mánudags

Opnunartími Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn 11:00 - 22:00

Róbert og Beata og synirnir Sebastian og Dominik.


Ljósanótt 30. ágúst til 2. september

a n u t s u n jó þ ið k u a r ó t s Höfum r a k k o i in v a t ip k s ið v ið v

Opið

Virka da ga 7:00 til 17:30 Helgar 8:00 til 17:00

f a l a v r ú tt Go brauðum u rir tt y i f n i s n súpun með

tt ó n a s Ljó

rn o h a n r Ba

& a p ú S brauð

aða t s ð a ð ó g og á it l að skipta num u l í r k u t s nn mi

í hádeginu virka daga

Hólmgarði 2 Keflavík - sími 421 5255


28

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Manfred Ulrich og Þóra Sigríður Jónsdóttir

Marta Eiríksdóttir skrifar Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi.

ÓLAFUR ARNBJÖRNSSON Vatnsnesvegi 29, Keflavík

Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 5. september kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélögin. Halldóra Júlíusdóttir Arnbjörn Ólafsson Guðjón Ólafsson Henný Jóna Adólfsdóttir Hörður Ólafsson Diljá Valsdóttir Anita Hafdís Björnsdóttir Telma Dögg Guðlaugsdóttir Magnús Ólafsson Heiða Birna Guðlaugsdóttir Kristján Pétur Kristjánsson Íris Ósk Guðlaugsdóttir Sigurbergur Elisson og barnabörn.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

HALLDÓR HÖRÐUR ARASON Njarðarvöllum 2, Njarðvík,

Lést á Hrafnistu Nesvöllum miðvikudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, þriðjudaginn 4. september kl.13. Sendum starfsfólki Hrafnistu Nesvöllum, innilegar þakkir fyrir einstaka umönnun og frábæra þjónustu. Stefán Halldórsson Jón Rúnar Halldórsson Signý Elíasdóttir Jóhanna Halldórsdóttir Sigtryggur Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn

Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,

INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR

áður til heimilis að Sunnubraut 2, Keflavík lést að Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ miðvikudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. september kl. 13:00. Þorsteinn Bjarnason Kristjana B. Héðinsdóttir Bjarni Þorsteinsson Embla Uggadóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Sölvi Dúnn Snæbjörnsson Heimir Bjarnason

Verið velkomin NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Verið velkomin

í tjaldið okkar á Ljósanótt Rauði krossinn á Suðurnesjum

Manfred Ulrich Lemke er 58 ára gamall og fæddist í þýskumælandi hluta Sviss. Það skrítna er að honum fannst hann aldrei passa inn í heimalandið sitt og það var ekki fyrr en hann flutti til Íslands að honum fannst hann hafa fundið landið sem hann vildi búa í. „Heima í Sviss er allt miklu formfastara, mikið af reglum, bæði óskrifuðum og skrifuðum. Þeir sem láta sig passa inn geta átt gott líf í Sviss“, segir Manfred sem fannst hann alltaf vera að rekast á veggi þegar hann bjó þar. Hann vildi ekkert endilega vera í uppreisn við kerfið þar en hafði samt gaman af því að hugsa óhefðbundnar hugsanir og það fannst samlöndum hans óþægilegt, stundum jafnvel ógnandi því þeir vildu hafa allt slétt og fellt.

Hér passa ég inn! Manfred Ulrich Lemke er 58 ára gamall og segir að á Íslandi sé pláss fyrir allskonar fólk Pláss fyrir alla Manfred fann sig um leið og hann flutti til Íslands því hér er pláss fyrir allskonar fólk. Á Íslandi er eðlilegt að vera skapandi einstaklingur og að hugsa óhefðbundið, hér þurfa ekki allir að vera eins. „Hér á ég heima, hérna passa ég inn. Þetta fann ég um leið og ég kom hingað, mér fannst ég loksins vera komin heim til mín. Það kom mér á óvart hversu fátt kom mér á óvart hérna. Ég þekkti þetta land“, segir hann án þess að hika. Það var íslensk kona sem kynnti Manfred fyrir Íslandi en hún bjó með honum í Sviss í sex ár og saman eignuðust þau þrjá syni. Hann lærði íslenskt mál með því að tala við hana og þegar hún vildi flytja heim aftur til Íslands árið 1989 var hann alveg til. Þegar þau fluttust hingað til lands þá var hann orðinn altalandi á íslensku! Eiginkona og tengdafjölskylda voru dugleg að leiðrétta hann ef hann talaði vitlaust. „Ég kom altalandi til Íslands og gat tekið þátt í þjóðlífinu nánast alveg strax“, segir Manfred á mjög góðri íslensku en það er eftirtektarvert hvað hann er flínkur að tala málið og nánast án hreims. Manfred starfaði sem kennari í Sviss og starfar í dag einnig sem kennari en hann hefur kvænst annarri íslenskri konu sem heitir Þóra Sigríður Jónsdóttir sem einnig er kennari og prestur en þau kynntust í Kennaraháskóla Íslands þegar hann starfaði þar. Manfred er ekki bara lærður kennari. Hann lærði einnig vélvirkjun og guðfræði. Í dag starfar hann sem grunnskólakennari og líkar vel að vinna með börnum. Hann er stundum kallaður Manni af krökkunum. Þegar hann flutti til Íslands bjó hann fyrst á Blönduósi en þar kenndi hann í grunnskólanum. Manfred hefur víða komið við. Hann hefur starfað sem kennsluráðgjafi, verkefnastjóri, leiksviðsstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og einnig sem prestur. Hann lítur á sig sem Íslending og hefur íslenskan ríkisborgararétt. Vinahópurinn er bæði íslenskur og

erlendur. Fjölskylda hans hefur oft komið í heimsókn en hann fer frekar sjaldan til Sviss. Tveir synir hans búa í Noregi en sá þriðji býr á Íslandi ásamt fósturdætrum hans frá seinna hjónabandi með Þóru Sigríði. Ýsa og kartöflur best á diskinn „Jú jú Svisslendingar koma oft í heimsókn hingað til okkar og finnst landið mjög fallegt. Þeir eru mjög hrifnir en þeim finnst samt mikil amerísk áhrif hérna. Ég hef ekki fengið það út úr þeim hvað það er nákvæmlega sem vekur upp þessa tilfinningu en þessar athugasemdir hef ég heyrt þó nokkuð oft“, segir Manfred og bætir við þegar hann er spurður út í matinn. „Mér finnst allur íslenskur matur góður. Sennilega finnst mér samt best að borða soðna ýsu og nýjar kartöflur með smjöri“, segir hann með glampa í augum. Þau Manfred og Þóra Sigríður létu draum sinn rætast og festu kaup á gömlu lögbýli hér á Suðurnesjum. Þar eru þau með hænur. „Heyrirðu sönginn?“ segir Manfred þegar við göngum út í hænsnahúsið til að heilsa upp á hænurnar en þær syngja svona þegar þær hafa verpt segir hann. Þær verða svo glaðar að þær þurfa að segja

öllum heiminum það með gagginu sínu. Blaðamanni var auðvitað mikið skemmt. Dásamleg sumur Þegar talið berst að náttúru Íslands þá á hann mjög auðvelt með að dásama hana. „Sumrin eru dásamleg. Birtan er engu lík. Veturnir fyrir norðan voru ævintýralegir og baslið í kringum það bara skemmtilegt. Skammdegisbirtan finnst mér samt alltaf dálítið erfið, þetta mikla myrkur á veturna“, segir hann og viðurkennir að það sé mjög erfitt að fara á fætur á myrkasta tíma ársins. En þetta hafa margir útlendingar sagt áður. Þeir hafa talað um þetta mikla myrkur og jafnvel finnst sumum birtan á sumrin vera erfið þegar sólin skín hálfa nóttina og truflar þar með svefninn þeirra. Þetta er oft prófið þeirra sem flytja hingað og hefur áhrif á ákvörðun þeirra um að setjast hérna að til frambúðar, birtan og myrkrið, að ógleymdu veðrinu. Manfred hefur ferðast mikið um Ísland og kynnst mörgum Íslendingum sem honum finnst vera mjög gott fólk. Hann hefur aldrei séð eftir að hafa flust hingað því hér á hann heima.


MÍLA TENGIR ÞIG VIÐ

LJÓSLEIÐARA

FRAMKVÆMDIR ERU HAFNAR Í REYKJANESBÆ Ljósleiðari Mílu veitir bestu tengingu sem völ er á til að sinna sköpun, samskiptum og vinnu við bestu hugsanleg skilyrði.

Míla ehf. • Sími 585 6000 • mila@mila.is • www.mila.is


30

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018? Eysteinn Eyjólfsson og Guðrún Teitsdóttir á ferð og flugi Fór víða í sumar og heimsótti marga eftirminnilega staði. Sumarævintýraferð okkar Guðrúnar til Moskvu á Ísland – Argentína og áfram til Korcula, króatískrar eyju í Adríahafinu, og þaðan til Mostar í Bosníu Herzegoveniu og Kotor í Svartfjallalandi

var einstök í alla staði. Náttúrufegurð mikil, sagan áþreifanleg í hverju spori og fólk gott heima að sækja - hvort sem í Moskvu eða Mostar - og til í að spjalla um fótbolta þrátt fyrir enga enskukunnáttu á stundum. Á Fróni var flækst í hefðbundnar

veiðiferðir í Veiðivötn og Gufudalsá með hinum einstöku Postulum. Vestfirðir voru teknir með trompi í framhaldinu en hápunktur innanlandsþvælingsins var gönguferð yfir Fimmvörðuháls með vinnufélögum mínum í VIRK í blíðskaparveðri.

Skálað eftir snorkldag í Mljet-þjóðgarðinum.

Fótbolti sameinar - brasilískir aðdáendur íslenska landsliðsins í Moskvu.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Útivist í íslenskri náttúru er toppurinn.

Ljósanæturtilboð

20% afsláttur af Nicotinell Fruit út september Saman hugum við að heilsunni

Verið hjartanlega velkomin

Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.


Reykjanesbær 2018 Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins L 
 jósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar 2 
 9. ágúst – 2. september Dagskrá á útisviði
 Föstudagur: Skólamatur býður í kjötsúpu Már Gunnarsson og félagar � Eyþór Ingi og „vinir hans“ � Iceland Express Laugardagur: Ávarp fimmtugra � Stórsveit Suðurnesja Barna- og fjölskyldudagskrá: BMX-brós � Bryn Ballett Akademían � Leikhópurinn Lotta Danskompaní � Sirkus Íslands � Taekwondo Laugardagskvöld: JóiPé og Króli � Áttan � Stjórnin � Bjartmar Guðlaugsson ásamt stórhljómsveit Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi Árgangaganga Söngvaborg � Heimatónleikar � Með diskóblik í auga � Bíla- og bifhjólasýning Menningarveisla í Höfnum � Skessulummur � Syngjandi sveifla í Duus Safnahúsum Unglingaball � Leiktæki � Hoppukastalar � Flugeldasýning � Gospel-messa Sundlaugarpartí og dúndur Ljósanæturtilboð í verslunum Skráning viðburða er á ljosanott.is og þar er alla dagskrá að finna. Við erum líka á Facebook Toyota Reykjanesbæ lýsir upp Ljósanótt með björtustu flugeldasýningu landsins! Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur

L 
 áttu sjá þig!

REYKJANESBÆ

Hollt, gott og heimilislegt

ljosanott.is


32

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

LJÓSANÓTT 2018 – DAGSKRÁ EFTIR DÖGUM Nánari upplýsingar um viðburði er að finna á www.ljosanott.is

hana sem þangað mæta. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því.

KL. 12:10–12:40 JÓGA NIDRA

Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær Jóga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu og bætir svefn. Ókeypis aðgangur

KL. 12:15–12:45 OPIN SÖNGSTUND Í RÁÐHÚSI REYKJANESBÆJAR

Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Það var gríðarlega góð stemning í Ráðhúsinu á síðustu Ljósanótt þegar efnt var til opinnar söngstundar fyrir gesti og gangandi. Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu að. Allir sem hljóðfæri geta valdið eru hvattir til mæta á staðinn og taka þátt í fjörinu. Hinir sem ekki geta spilað syngja með eins og enginn sé morgundagurinn. Söngtextar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar.

KL. 13:00–16:00 OPIÐ HÚS Á HÆFINGARSTÖÐINNI

MIÐVIKUDAGUR KL. 16:30–17:30 SETNING LJÓSANÆTUR 2018

Staðsetning: Skrúðgarðurinn í Keflavík Í ár gerum við breytingar á setningarathöfn Ljósanætur. Enn verða skólabörnin í forgrunni en við höfum breytt tímasetningu þannig að foreldrar geti einnig notið hennar og eru þeir hvattir til að fjölmenna með börnum sínum á skemmtilega samverustund í Skrúðgarðinum. Meðal þeirra sem koma fram eru Ingó veðurguð og Jóhanna Guðrún auk þess sem margt annað verður til skemmtunar, svo sem risaboltar (ef veður leyfir).

KL. 19:00 LJÓSANÆTURHLAUP LÍFSSTÍLS

Staðsetning: Lífsstíll líkamsræktarstöð, Vatnsnesvegi 12 Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar. Keppt er í 3, 7 og 10 km og er 10 km leiðin komin með löggildingu og telja tímar því til Íslandsmeta. Flögu tímamæling verður notuð í öllum vegalengdum..

KL. 20:00–22:00 MEÐ DISKÓBLIK Í AUGA

Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú Stórsýningin Með Diskó blik í auga er óður til diskótímabilsins þar sem allir voru stjörnur í Hollywood, að minnsta kosti eina kvöldstund. Stjörnur sýningarinnar eru Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Valdimar og Pétur Örn sem öll geta þanið raddböndin en þeim til halds og traust er stórband Arnórs B. Vilbergssonar.

DAGSKRÁ FIMMTUDAGINN KL. 13:00–14:00 LJÓSANÆTUR PÚTTMÓT

Staðsetning: Púttvöllur við Mánagötu Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsilegum púttvelli við Mánagötu. Mótið hefst kl 13.00 fimmtudaginn 30. ágúst og er í boði Toyota í Reykjanesbæ. Allir velkomnir.

KL. 16:30–18:00 OPNUN SÝNINGARINNAR LIST SEM GJALDMIÐILL

Staðsetning: Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Opnun sýningarinnar List sem gjaldmiðill fer fram í Átthagastofu Bókasafnsins. List sem gjaldmiðill eða ARTMONEY NORD er myndlistarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn

eigin gjaldmiðil. Artmoney er val um „gjaldmiðil“ þar sem hægt er að velta fyrir sér hvað er sanngjarnt menningar- og efnahagslegt verðgildi í listum.

KL. 17:00–19:00 LJÓSANÆTURSKEMMTUN FYRIR 5.-7. BEKK Í FJÖRHEIMUM

Staðsetning: Fjörheimar/ 88 húsið Boðið verður upp á: Bubble bolta, leiki og karaoke

KL. 17:00 MYNDLISTAR- OG HÖNNUNARVEISLA Á PARK INN BY RADISSON

Staðsetning: Hafnargötu 57 Opið 17-22 fimmtudag, 16-21 föstudag, 11-19 laugardag, 13-17 sunnudag Opnun sýninga fimmtudaginn 30. ágúst kl 17:00 og eru allir velkomnir Meðal þeirra sem taka þátt eru: ART BY ELIN, Dóttir, Eddó design, Fluga design, Fjóla Jóns / Myndlistarsýning, geoSilica Iceland, Hildur H. List-Hönnun, Katrín Þórey gullsmiður, Maju Men, Margrét Thorarensen / Interior, Ragna Ingimundardóttir, Rosella Mosty Design, Saga Kakala, SKINBOSS, Yarm.

KL. 17:00–20:00 SKOTDEILD KEFLAVÍKUR KYNNIR!

Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnubraut Skotdeild Keflavíkur býður fólk velkomið sem vill koma og kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta í mark í loftaðstöðunni á Sunnubraut (Vatnaveröld).

KL. 18:00–21:00 OPNUN LJÓSANÆTURSÝNINGA Í DUUS SAFNAHÚSUM

Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8 Verið velkomin við formlega opnun nýrra Ljósanætursýninga í Duus Safnahúsum Eitt ár á Suðurnesjum. Ljósmyndir teknar af almenningi á Suðurnesjum frá 17. júní 2017–17. júní 2018. Eitt ár í Færeyjum. Ljósmyndir teknar af almenningi í Færeyjum á árs tímabili Endalaust. Samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Handverks og Hönnunar ...Svo miklar drossíur Sýning Thelmu Björgvinsdóttur og Byggðasafns Reykjanesbæjar á Silver Cross barnavögnum frá ýmsum tímum. Útilistaverkið Súlan Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, eftir Elísabetu Ásberg.

KL. 18:00–21:00 LALALALALA ... LAMBA!

Knattspyrnudeild Keflavíkur býður gestum og gangandi upp á ljúffengar lambalærisneiðar í raspi með öllu tilheyrandi. Staðsetning: Íþróttahúsið við Sunnubraut. Verð: 2.500 kr. f. fullorðna/1.000 kr. f. börn

KL. 18:00–21:00 OPIÐ HÚS HJÁ SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGI SUÐURNESJA

Staðsetning: Víkurbraut 13 Keflavík Opið 18-21 fimmtudag, 13-18 föstudag, 13-17 laugardag, 13-17 sunnudag Miðlar og spákonur verða að spá og heilarar með prufutíma í heilun. Málverkasýningar og skart til sýnis og sölu, kynning á starfsemi félagsins í vetur. Allir hjartanlega velkomnir, kaffi á könnuni.

KL. 19:00–21:00 SUNDLAUGARPARTÝ FYRIR 5.–7. BEKK

Staðsetning: Sundmiðstöð Reykjanesbæjar /Vatnaveröld DJ á staðnum sem sér um að halda uppi dúndur stemningu í lauginni. Allir að mæta og hafa gaman. Krakkar í 5.-7. bekk, um að gera að taka sundfötin með á Ljósanæturdiskóið í Fjörheimum sem hefst kl 17.00 og skella sér að því loknu í meira fjör í lauginni. Hvernig væri að hvetja bekkjarsystkinin til að mæta saman? Höfum gaman saman!

KL. 20:00–24:00 ÓLI TORFA Á KAFFI DUUS

Óli Torfa Trúbador spilar fyrir matargesti frá kl. 20:00 og frameftir kvöldi.

KL. 21:00–01:00 PARTÝ BINGÓ MEÐ SIGGU KLING

Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38 Hið gríðarlega vinsæla Partý Bingó Siggu Kling loksins á Paddys.

KL. 23:00–01:00 KONUKVÖLD MEÐ EYFA

Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19 Konukvöld með stórsöngvaranum og lagasmiðnum Eyjólfi Kristjáns sem býður öllum konum frítt inn, en karlarnir borga 1000 kr.

DAGSKRÁ FÖSTUDAGINN KL. 07:00–10:00 MORGUNSUND GEFUR GULL Í MUN

Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnubraut Óvænt uppákoma verður í Sundmiðstöðinni á föstudagsmorgni Ljósanætur fyrir hina hressu morgun-

KL. 18:00–21:00 BOXKVÖLD LJÓSANÓTT

Staðsetning: Gamla sundhöllin við Framnesveg Hið árlega Ljósanæturmót hefur rækilega slegið í gegn á Íslandi og það verður ekkert gefið eftir. Margir af bestu boxurum landsins mætast í hringnum þar sem hnefarnir verða látnir tala!

KL. 18:00–19:00 ZUMBA GOLD

Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær Zumba Gold er meiri dans, meiri sveifla og minna hopp. Leiðbeinandi Kolbrún Valbergsdóttir Zumba Gold kennari. Ókeypis aðgangur

KL. 19:00–21:00 KJÖTSÚPA Í BOÐI SKÓLAMATAR

Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf við Bryggjusönginn Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir!

KL. 19:30–21:00 BRYGGJUBALL

Staðsetning: Keilisbraut 755 Hæfingarstöð Reykjanesbæjar er dagþjónusta fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum þar sem ýmsum verkefnum er sinnt. Heitt verður á könnunni og búðin opin þar sem vörur verða til sýnis og sölu, meðal annars vörur úr prentsmiðju Hæfingarstöðvarinnar.

Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Á föstudagskvöldi er boðið upp á Bryggjuball á smábátahöfninni með flottum snillingum. Fram koma: Kl. 19:30 Már Gunnarsson og félagar Kl. 20:00 Hinn eini sanni Eyþór Ingi og „vinir hans“ Kl. 20:30 Iceland Express.

KL. 13:00–18:00 GEÐVEIKT KAFFIHÚS Í BJÖRGINNI

KL. 19:30–23:00 ÁRLEGT LJÓSANÆTURMÓT Í PÍLUKASTI

Staðsetning: Suðurgata 15-17 (Hvammur) Opið 13-18 föstudag, 13-18 laugardag, 13-18 sunnudag Björgin–Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verður með Geðveikt kaffihús og markað á Ljósanótt. Til sölu verður kaffi, bakkelsi og ýmis konar handverk sem unnið hefur verið í Björginni. Við hvetjum alla til þess að koma og gera góð kaup og styrkja Björgina í leiðinni.

KL. 14:00 AFHJÚPUN AFSTEYPU SKJALDARMERKIS Á REYKJANESVITA

Staðsetning: Reykjanesviti Frá vígslu Reykjanesvita 1878 og fram til um 1970 eða í tæp 100 ár skörtuðu vitarnir á Reykjanesi skjaldarmerki Danakonungs. Þér er boðið að vera viðstaddur/viðstödd þegar afsteypa af skjaldarmerki Kristjáns IX Danakonungs verður afhjúpuð og þiggja kaffiveitingar að lokinni stuttri athöfn í vitanum.

KL. 14:00–15:30 GÖMLU DANSARNIR MEÐ JANUSI OG GEIR ÓLAFS

Staðsetning: Nesvellir Gömlu dansarnir með Janusi og Geir Ólafs í samstarfi við Fjölþætta heilsurækt í Reykjanesbæ. Kynning, skemmtun og dans í salnum á Nesvöllum. Allir hjartanlega velkomnir Kaffihúsið opið.

KL. 16:00–17:30 TÓNLEIKAR MEÐ S.HEL OG SÝNING Á MYNDINNI BATTLESHIP POTEMKIN

Staðsetning: Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Tónlistarmaðurinn S.hel flytur frumsamið skor við myndina „Battleship Potemkin“ eftir Sergei Eisenstein. S.hel er 24 ára tónlistarmaður ættaður úr Reykjanesbæ.

KL. 17:00–17:45 HATHA JÓGA

Staðsetning: Omsetrið Gróa Björk verður með ókeypis tíma í Hatha jóga. Góðar teygjur og góð slökun fyrir helgina.

KL. 17:30–18:45 KEFLAVÍK–FYLKIR (PEPSÍ-DEILD)

Staðsetning: Nettóvöllurinn við Hringbraut Keflavík tekur á móti Fylki í Pepsí deild karla föstudaginn 31. ágúst klukkan 17.30.

Staðsetning: Keilisbraut 755 (Ásbrú) Árlegt Ljósanæturmót í pílukasti. Íslandsmót unglinga í pílukasti verður haldið laugardaginn 1. september.

KL. 19:30 MÁR OG FÉLAGAR Á BRYGGJUBALLI

Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Már og félagar koma fram á Bryggjuballi á smábátahöfninni og munu þeir flytja þekkt lög í bland við lög af væntanlegri plötu Más sem ber heitið „Söngur fuglsins.“ Einnig mun söngkonan Ísold Wilberg taka lagið með strákunum.

KL. 20:30 ICELAND EXPRESS Á BRYGGJUBALLI

Staðsetning: Smábátahöfnin Reykjanesbæ Hljómsveitin Iceland Express verður partur af Bryggjuballinu í ár og mun rokka af ykkur sokkana með frumsömdu efni eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitina skipa Jens Eiríksson gítar, Sturla Ólafson trommur, Vignir Daðason söngur og Helgi Ás Helgason bassagítar.

KL. 20:00–23:30 HARMONIKUBALL Á NESVÖLLUM

Staðsetning: Nesvellir Hið árlega harmonikuball Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður á sínum stað á Ljósanótt. Félagar úr félagi Harmonikuunnenda á Suðurnesjum mæta eldhressir og halda uppi fjörinu eins og þeim er einum lagið.

KL. 20:00–22:00 TROMMUHEILUN OG HUGLEIÐSLA

Staðsetning: OM setrið Hafnarbraut 6, Njarðvík Marta Eiríksdóttir jógakennari og rithöfundur býður þér upp á gleðiþjálfun fyrir líkama og sál. Ókeypis aðgangur.

KL. 21:00–23:00 LJÓSANÆTURBALL FYRIR 8.–10. BEKK Í HLJÓMAHÖLL

Staðsetning: Stapinn/ Hljómahöll Fram koma: Rjóminn, Sprite, Zero, Klan, DJ Egill Spegill.

KL. 21:00–23:00 HEIMA Í GAMLA BÆNUM

Staðsetning: Gamli bærinn og nágrenni Heima í gamla bænum verður haldið í fjórða sinn á Ljósanótt þar sem íbúar opna heimili sín og bjóða bæjarbúum upp á tónlist í skemmtilegu umhverfi.


LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

KL. 21:00–24:00 GARÐPARTÝ NORÐURVÖLLUM 8

Staðsetning: Norðurvellir 8 Lifandi músik með ýmsum aðilum. Allir velkomnir.

KL. 23:00–03:00 DANSLEIKUR Á KAFFI DUUS

Hljómsveitinn Feðgarnir með hörku dansleik á Kaffi DUUS Föstudags og laugardagskvöld.

KL. 23:00–05:00 VALDIMAR Á PADDY'S

Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38 Valdimar þarf varla að kynna fyrir Suðurnesjamönnum. Annað árið í röð munu þeir troða upp á föstudegi Ljósanætur á Paddy's og eftir tónleika mun Dj KGB þeyta skífum langt fram á nótt.

KL. 23:30–03:00 KEFLAVÍKUR STUÐKVÖLD!

Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19 Júdasarböllin á föstudagskvöldinu eru orðin hefð. Keflavíkur stuðkvöld með vinsælustu og bestu lögum Hljóma, Trúbrot, Júdas og Ðe Lónlí Blú Bojs. Gunni Þórðar, Maggi Kjartans, Vignir Bergmann, Finnbogi Kjartans, Gulli Briem og Stefanía Svavars sjá um stuðið.

KL. 23:00–02:00 FEÐGARNIR Á KAFFI DUUS

Staðsetning: Duusgata 10 Reykjanesbæ Dansleikur með Feðgunum í stóra salnum á Kaffi Duus

DAGSKRÁ LAUGARDAGINN KL. 10:00–13:00 MORGUNVERÐARHLAÐBORÐ KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR

Staðsetning: Íþróttahúsið við Sunnubraut Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Verð 2.000 kr.

KL. 10:00–11:00 ORKUJÓGA–GODDESS POWER YOGA

Staðsetning: OM setrið Hafnarbraut 6, Njarðvík Á þessu morgun námskeiði blandar Marta Eiríksd. saman jákvæðri hugþjálfun og jógaæfingum. Ókeypis aðgangur!

KL. 10:30–11:30 SÖNGVABORG Í STAPA

Staðsetning: Stapi Hljómahöll Söngvaborg sló rækilega í gegn á Ljósanótt í fyrra og Sigga og María voru í skýjunum með móttökurnar. Við höfum því fengið þær aftur til liðs við okkur og verður viðburðurinn haldinn að morgni laugardags þegar allir krakkar eru kátir og hressir og tilbúnir í daginn. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

KL. 11:00–13:00 STERKASTI MAÐUR SUÐURNESJA 2018

Staðsetning: Hátíðarsvæði Eftir fjölda eftirspurna hefur verið ákveðið að halda aftur Sterkasti maður Suðurnesja.

KL. 12:00–13:45 KEFLAVÍK – NES

Staðsetning: Nettóvöllurinn við Hringbraut Þessi viðburður er árlegur og gengur út á það að hafa gaman saman og spila fótbolta þannig að við mælum með því að allir komi á völlinn. Bein útsendin á http://keftv.is

KL. 12:00–16:00 ÁRLEGT LJÓSANÆTURMÓT Í PÍLUKASTI

Staðsetning: Keilisbraut 755 (Ásbrú) Íslandsmót unglinga í pílukasti verður haldið laugardaginn 1. september og verður byrjað að spila kl 12:00 en húsið opnar kl 10:30.

KL. 13:00–18:00 GEÐVEIKT KAFFIHÚS Í BJÖRGINNI

Staðsetning: Suðurgata 15-17 (Hvammur) Opið 13-18 föstudag, 13-18 laugardag, 13-18 sunnudag Björgin–Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verður með Geðveikt kaffihús og markað á Ljósanótt. Til sölu verður kaffi, bakkelsi og ýmis konar handverk sem unnið hefur verið í Björginni. Við hvetjum alla til þess að koma og gera góð kaup og styrkja Björgina í leiðinni.

KL. 13:30–14:00 ÁRGANGAGANGAN

Staðsetning: Hafnargatan Byrjaðu frábæran laugardag á Ljósanótt með þátttöku í einstakri skrúðgöngu, Árgangagöngunni. Þar sem mannkynssaga nútímans tekur á sig mynd. Málið er einfalt: Sértu fæddur ´55 mætir þú fyrir framan Hafnargötu 55 o.s.frv. Allt undir dynjandi lúðrablæstri lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Lúðrasveitar verkalýðsins. Við tekur viðburðaríkur dagur í Reykjanesbæ sem endar með stórkostlegri flugeldasýningu og stórtónleikum. Láttu sjá þig!

KL 14:00–14:45 VELKOMIN Á LJÓSANÓTT

Staðsetning: Hátíðarsvið Bæjarstjóri tekur á móti gestum á hátíðarsviði í lok Árgangagöngu undir dynjandi lúðrablæstri Stórsveitar Suðurnesja. Ávarp fulltrúa fimmtugra en sá árgangur leikur lykilhlutverk í árgangagöngunni ár hvert. Það er svo Stórsveitin sem keyrir upp stemninguna og kemur gestum í gírinn fyrir þennan aðaldag Ljósanæturhátiðarhaldanna.

KL. 14:00–16:00 HÁTÍÐ Í HÖFNUM–KAFFISALA Í GAMLA SKÓLANUM, SÖGUGANGA OG TÓNLEIKAR Í KIRKJUVOGSKIRKJU

Staðsetning: Hafnir Menningarfélagið í Höfnum verður með opið hús í gamla skólahúsinu á Ljósanótt, ásamt sögugöngu um Hafnirnar og tónleikum í Kirkjuvogskirkju á sunnudeginum. Tekið skal fram að á opnunartíma Gamla skólans verða seldir miðar á tónleika Magnúsar og Jóhanns í Kirkjuvogskirkju sem verða á sunnudeginum kl.16. Mun Elíza Newman hita upp fyrir tónleikagesti. Miðaverð er 2000kr.

KL. 14:30–17:00 SYNGJANDI SVEIFLA

Staðsetning: Duus Safnahús Duushúsin iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegu kórar og söngsveitir. Kl. 14:30 Bátasalur: Félag harmonikuunnenda, kl. 15:00 Bíósalur: Karlakór Keflavíkur, Kl. 15:30 Bátasalur: Sönghópur Suðurnesja, Kl. 16:00 Bíósalur: Kvennakór Suðurnesja, Kl. 16:30 Bátasalur: Söngsveitin Víkingar.

KL. 14:30–17:00 SKESSAN BÝÐUR Í LUMMUR

Staðsetning: Skessuhellir Gróf Nú þarf ég að dusta rykið af stóru uppskriftabókinni minni því ég ætla að hræra í stóra lummusoppu fyrir Ljósanótt. Ég býð ykkur öll velkomin í hellinn minn á laugardegi Ljósanætur og þiggja hjá mér gómsætar lummur með sykri. Nammi namm (enda er nú líka nammidagur).

KL. 14:30–16:30 HJÓLABRETTAGLEÐI Í 88 HÚSINU

Staðsetning: Fjörheimar/ 88 húsið Opið hús og öllum velkomið að koma og prufa hjólabretti. Hugo Hoffmeister atvinnumaður á hjólabretti sér um viðburðinn og verður til staðar til þess að leiðbeina fólki. Nokkur hjólabretti verða á staðnum svo fólk þarf ekki endilega að koma með sitt eigið bretti.

KL. 14:30–16:30 TRÍÓ TÓMASAR JÓNSSONAR Á PADDY'S

Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38 Síðustu ár hefur það tíðkast að Paddy's bjóði gestum og gangandi upp á lifandi jazz tónlist með fremstu spilurum þjóðarinnar. Í ár verður það Tómas Jónsson píanóleikari sem mætir með tríó sitt og hefjast leikar eftir árgangagöngu.

KL. 15:00 HÓPKEYRSLA BIFHJÓLAKLÚBBSINS ARNA

sóknarprestur Vídalínskirkju, sem leiðir messuna með sinni góðu nærveru og skemmtilega persónuleika. Verið velkomin að ganga inn í nóttina við gleðilegan gospelsöng og andlega næringu út í nóttina.

KL. 23:30–03:00 STÓRDANSLEIKUR MEÐ STJÓRNINNI

Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19 Stjórnin leikur öll sín vinsælustu lög, þarf að segja eitthvað meir?

Staðsetning: Hefst við Olís í Njarðvíkurhverfi. Hópkeyrslan leggur af stað kl. 15.00 og endar á planinu við Kynnisferðir. Athugið! Að kröfu Lögreglustjóra skulu allir þátttakendur í Hópkeyrslunni niður Hafnargötuna skrá sig.

KL. 23:00-03:00 DANSLEIKUR Á KAFFI DUUS

KL. 15:00 AKSTUR FORNBÍLA NIÐUR HAFNARGÖTUNA

Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38 Reynslumesta hljómsveit Pöddunnar stígur á stokk og yfirgefur ekki sviðið fyrr en allir hafa dansað yfir sig.

Staðsetning: Hafnargata Skrá þarf bíl og ökumann hjá ábyrgðarmönnum til að öðlast þátttökurétt í hópakstrinum.

KL. 15:00–17:30 FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ Á ÚTISVIÐINU

Að venju verður blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu á laugardegi Ljósanætur Fram koma: 15:00 BMX-Brós með frábærar reiðhjólakúnstir Bryn Ballett Akademían 15:30 Leikhópurinn Lotta 15:45 16:15 Danskompaní 16:30 Sirkus Íslands 17:00 Taekwondo sýning

KL. 15:30–18:00 OFF MENU TÓNLEIKAR Í GAMLA BÆNUM

Staðsetning: Íshússtígur 7 Tónleikarnir fara fram í garðinum að Íshússtíg 7. 4 bönd stíga á stokk og hvert band spilar í u.þ.b. hálftíma. Böndin eru: Hippar í handbremsu, Iceland Express Hraustir menn og Kylja. Að sjálfsögðu verður enginn aðgangseyrir og vonandi mæta sem flestir og hlýða á góða rokktónlist.

KL. 20:30–23:30 STÓRTÓNLEIKAR Á ÚTISVIÐI

Staðsetning: Hátíðarsvæði við Ægisgötu Á stórtónleikum Ljósanætur er ávallt boðið upp á það besta. Hér verður að finna eitthvað fyrir alla svo við reiknum með dúndur stemningu þegar hápunkti kvöldsins er náð og bjartasta flugeldasýning landsins lýsir upp Ljósanótt. Fram koma: JóiPé og Króli Áttan með heimakonunni Sólborgu Guðbrandsdóttur Stjórnin Bjartmar Guðlaugsson ásamt stórhljómsveit

KL. 21:45–22:30 FLUGELDASIGLING

Staðsetning: Grófin, Smábátahöfn Flugeldasigling verður frá Smábátahöfninni í Grófinni.

KL. 22:30–22:45 BJARTASTA FLUGELDASÝNING LANDSINS

Staðsetning: Hátíðarsvæði Toyota í Reykjanesbæ lýsir upp Ljósanótt. Strax að lokinni flugeldasýningunni verða ljósin á berginu kveikt. Tónlistardagskrá heldur svo áfram til kl. 23:30. Það er Björgunarsveitin Suðurnes, að vanda, sem sér um framkvæmd sýningarinnar, sem líkja má við einn af listviðburðum hátíðarinnar svo glæsileg er þessi sýning orðin hjá þeim

KL. 23:00 GOSPELMESSA EFTIR FLUGELDASÝNINGU

Staðsetning: Keflavíkurkirkja Keflavíkurkirkja opnar kirkjudyr að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt. Hátíðargestum er boðið að koma í kirkju og upplifa innhaldsríka, líflega og létta gospelmessu kl. 23. Úr Garðabænum kemur Gospelkór Jóns Vídalín ásamt Davíð Sigurgeirssyni, stjórnanda og tónlistarmanni. Með þessu unga og fríða föruneyti kemur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir,

Staðsetning: Kaffi DUUS Hljómsveitinn Feðgarnir með hörku dansleik á Kaffi DUUS.

KL. 24:00–05:00 FARANDSKUGGABALL Á PADDY'S

DAGSKRÁ SUNNUDAGINN KL. 07:00–15:00 OPNA LJÓSANÆTURMÓT Í GOLFI Í BOÐI HÓTEL KEFLAVÍKUR

Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru Opna Ljósanæturmótið í boði Hótel Keflavíkur Verð 4.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar inn á golf.is

KL. 11:30–12:30 VINYASA JÓGA

Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6 Vinyasa er í infrarauðum upphituðum sal. Frábær leið til að styrkja og teygja á öllum vöðvum líkamans. Ókeypis aðgangur.

KL. 12:00–13:00 LJÚFIR TÓNAR Í YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJU

Stefán Helgi Kristinsson organisti Njarðvíkurprestakalls spilar ljúfa tóna á orgelið frá kl. 12.00 í YtriNjarðvíkurkirkju. Allir velkomnir.

KL. 13:00–17:00 LEIKTÆKIN Í GANGI

Staðsetning: Hátíðarsvæði Góður dagur til að klára miðana í tívolítækin. Á sunnudegi eru raðirnar styttri og meiri rólegheit á svæðinu.

KL. 13:00–18:00 HÁTÍÐ Í HÖFNUM–KAFFISALA Í GAMLA SKÓLANUM, SÖGUGANGA OG TÓNLEIKAR Í KIRKJUVOGSKIRKJU

Staðsetning: Hafnir Kaffiveitingar verða á staðnum til styrktar Kirkjuvogskirkju og geta allir upplifað menningu Hafna í ró og næði yfir kaffibolla og kruðeríi. Einnig verður ljósmyndasýning með myndum af lífinu í Höfnum í tímanna rás.. Tekið skal fram að á opnunartíma Gamla skólans verða seldir miðar á tónleika Magnúsar og Jóhanns í Kirkjuvogskirkju kl.16. Miðaverð er 2000kr.

KL. 13:00–13:40 JÓGA NIDRA

Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær Jóga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu og bætir svefn. Ókeypis aðgangur

KL. 13:00–18:00 SÖLUTJÖLD OPIN

Staðsetning: Hátíðarsvæði Sölutjöldin eru opin frá fimmtudegi til sunnudags. Síðasti séns til að gera góð kaup hjá farandsölufólkinu.

KL. 13:00–18:00 GEÐVEIKT KAFFIHÚS Í BJÖRGINNI

Staðsetning: Suðurgata 15-17 (Hvammur) Opið 13-18 föstudag, 13-18 laugardag, 13-18 sunnudag Björgin–Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verður með Geðveikt kaffihús og markað á Ljósanótt. Til sölu verður kaffi, bakkelsi og ýmis konar handverk sem unnið hefur verið í Björginni. Við hvetjum alla til þess að koma og gera góð kaup og styrkja Björgina í leiðinni.

33

KL. 13:00–17:00 OPIÐ HÚS HJÁ SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGI SUÐURNESJA

Staðsetning: Víkurbraut 13 Keflavík Sjá föstudag.

KL. 13:00–15:00 FLUGMÓDELFÉLAG SUÐURNESJA KYNNIR!

Staðsetning: Reykjaneshöllin–Krossmóa 60 Flugmódelfélag Suðurnesja verður með opið hús í Reykjaneshöllinni sunnudaginn 2. september frá kl. 13:00 til 15:00. Þar munu félagar í FMS fljúga inniflug og stærsta flugmódel landsins verður til sýnis.

KL. 14:00–15:30 SAGNARÖLT UM HAFNIR

Sagnarölt í Kirkjuvogi verður sunnudaginn 2. september. Sigrún Jónsd. Franklín menningarmiðlari mun ganga um svæðið og fjalla um járnminningarmörk, Katlana í Kotvogi, Jamestownstrandið og ýmislegt fleira fróðlegt. Mæting er við Kirkjuvogskirkju í Höfnum, Reykjanesbæ kl. 14:00. Allir velkomnir. (Ef veður er afleitt verður boðið upp á kynningu í skólanum

KL. 15:00–16:00 S.HEL OG MILL TÓNLEIKAR Í BÍÓSALNUM

Staðsetning: Duus Safnahús Sænsk/íslenska tvíeykið S.hel og Mill koma fram í Bíósalnum (í Duus safnahúsum). S.hel (Sævar Helgi) og Mill (Hanna Mia) eru nemendur við Listaháskóla Íslands. Dúóið hefur spilað saman í þó nokkurn tíma og er tónlist þeirra best lýst sem ambient, þjóðlaga og popp. Á tónleikunum munu þau flytja nýja frumsamda tónlist ásamt gömlu efni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

KL. 16:00–17:30 MAGNÚS OG JÓHANN OG ELÍZA NEWMAN Í KIRKJUVOGSKIRKJU

Staðsetning: Kirkjuvogskirkja Hafnir Þessa Suðurnesjasnillinga þarf varla að kynna þar sem þeir eru einir virtustu lagahöfundar Íslands! Þeir félagar ætla að koma og spila fyrir okkur órafmagnað lög úr sínu frábæra lagasafni í litlu kirkjunni í Höfnum. Elíza Newman sér um að hita upp fyrir Magnús og Jóhann og frumflytur nýtt efni í leiðinni. Ekki láta þennan einstaka viðburð fram hjá þér fara í kósíheitum í sveitinni suður með sjó. Miðaverð er: 2000kr ATH–Miðasala fer fram í Gamla skólanum í Höfnum laugardaginn 1.sept frá 14-16 og sunnud. 2 sept frá 13 -16. Restin verður seld við hurðina.

KL. 16:00–18:00 OG 20:00–22:00 MEÐ DISKÓBLIK Í AUGA

Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú Stórsýningin Með Diskó blik í auga er óður til diskótímabilsins þar sem allir voru stjörnur í Hollywood, að minnsta kosti eina kvöldstund. Stjörnur sýningarinnar eru Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Valdimar og Pétur Örn sem öll geta þanið raddböndin en þeim til halds og traust er stórband Arnórs B. Vilbergssonar.

KL. 17:00–18:00 STOFUTÓNLEIKAR ALEXÖNDRU/ ALEXANDRA´S SALON CONCERT

Staðsetning: Guðnýjarbraut 21, Njarðvík Stofutónleikarnir eru fyrir aðdáendur klassískrar tónlistar. Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson bjóða upp á stofutónleika á Ljósanótt 2018. Flutt verða þekkt verk eftir Mozart, Verdi, Lehar, Gershwin, Aljabiev og rómantísk lög úr samtíðartónlist. Sjá nánar á ljosanott.is

ljosanott.is


34

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

SÝNINGAR OG HANDVERK Opnun sýninga um allan bæ á fimmtudag SAMSÝNING FÉLAGS MYNDLISTAMANNA Í REYKJANESBÆ

Staðsetning: Svarta pakkhús, Duusgötu 2-8 Opið 17-22 fimmtudag, 17-22 föstudag, 13-22 laugardag, 13-17 sunnudag I frystiklefanum er Gestabók 2017 sýnd en það eru tvö verk sem unnin eru á stranga sem var gestabók á Ljósanótt í fyrra. Þar inni eru einnig sýnd grafíkverk og vatnslitamyndir. Í fremri sal eru olíu- og akrílverk sýnd. Á samsýningunni eru verk eftir níu félagsmenn og konur. Sýningarstjóri er Sossa. Óli Árna kemur og tekur nokkur létt lög við opnun samsýningar Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ. Óli er eldklár trúbator og fer létt með að töfra fram fagra tóna úr gítarnum

LIST SEM GJALDMIÐILL

Staðsetning: Bókasafn Reykjanesbæjar - Átthagastofa, Tjarnargötu 12 Opið 16:30-18 fimmtudag, 9-18 föstudag, 11-17 laugardag Sýningin List sem gjaldmiðill fer fram í Átthagastofu Bókasafnsins og stendur út október. List sem gjaldmiðill eða ARTMONEY NORD

er myndlistarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn eigin gjaldmiðil.

RUT ... HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

Staðsetning: Hafnargata 36 Opið 17-22 fimmtudag, 17-21 föstudag, 13-22 laugardag, 13-16 sunnudag Á sýningunni sýnir Rut litríka skúlptúra úr pappamassa sem hún nefnir Lækjarbakkafjölskyldan auk þess sem hún sýnir málverk í fyrsta skiptið.

EINAR BEN – STEINÖLD

Staðsetning: Hafnargötu 35, Keflavík Opið 13-23 miðvikudag, 13-23 fimmtudag, 13-23 föstudag, 13-23 laugardag, 13-18 sunnudag Verk unnin á stein. Komið, Sjáið og Njótið - Grjótið!

FJALLARÓSIR

Staðsetning: Ráin - Hafnargötu 19 Opið 18-21 miðvikudag, 18-21 fimmtudag, 18-21 föstudag, 14-21 laugardag, 14-17 sunnudag Elinrós Eyjólfsdóttir er með sölusýningu á olíumálverkum, alla daga Ljósanætur að Hafnargötu 19 (Ráin). Allir hjartanlega velkomnir.

OPIÐ 18–21 FIMMTUDAG, 12–18 FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar er sýningin Eitt ár á Suðurnesjum. Sýningin er afrakstur samkeppni sem safnið stóð fyrir árin 2017-18 og var öllum Suðurnesjamönnum boðið að senda inn ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar til tekið frá 17.júní 2017 til 17.júní 2018. 350 ljósmyndir bárust og eru þær allar til sýnis í Listasal Duus Safnahúsa, ýmist útprentaðar eða á skjám. 6 myndir verða valdar bestu myndirnar en 30 aðrar fá sérstaka viðurkenningu.

EITT ÁR Í FÆREYJUM

Samhliða sýningunni Eitt ár á Suðurnesjum verður „systursýningin“ Eitt ár í Færeyjum opnuð í Bíósal Duus Safnahúsa. Sú sýning er líka ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir árin 2016-17. Ljósmyndirnar gefa gestum innsýn í daglegt líf þessara frændþjóða. Margt er ólíkt en þó er miklu meira sameiginlegt og heildarsvipur beggja sýninganna lýsir bjartsýni og hlýju sem gefur von um gott líf og bjarta framtíð.

ENDALAUST

Sýningin Endalaust inniheldur einungis verk úr endurunnum efniviði. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir taka þátt í sýningunni. Endalaust er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Sýningarstjóri er Ragna Fróða.

Staðsetning: Hafnargata 45 Opið 18-23 fimmtudag, 14-18, föstudag, 14-18 laugardag, 14-18 sunnudag Verkin á sýningunni eru unnin í olíu og blek. Þegar birtan leikur um verkin eru þau ávallt að breytast.

SAMSÝNING SYSTRADÆTRA

Staðsetning: Hafnargata 6, 230 Reykjanesbæ Opið 18-22 fimmtudag, 16-22 föstudag, 13-23 laugardag, 13-17 sunnudag Dagmar Róbertsdóttir. Myndlist. Þóranna Guðmundsdóttir. Thor anna design fatnaður. Þórdís Daníelsdóttir. Myndlist.

SLÖKKVILIÐSMINJASAFN ÍSLANDS

Staðsetning: Rammahúsið við Njarðarbraut 3 Opið 13-17 föstudag, 13-17 laugardag, 13-17 sunnudag Slökkviliðsminjasafnið var opnað 13. apríl 2013 og var sett á laggirnar til þess að segja og varðveita sögu slökkviliðsmanna á Íslandi. Á safninu eru bílar og búnaður sem hefur verið notaður af slökkviliðsmönnum frá árinu 1880.

...SVO MIKLAR DROSSÍUR

Silver Cross barnavagnar hafa verið vinsælir á Íslandi í langan tíma. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Reykjanesbæjar og Thelmu Björgvinsdóttur, sem hefur rannsakað og kynnt sér sögu vagnanna hér á landi. Á sýningunni verður fjöldi glæsilegra vagna frá ýmsum tímum, auk fjölda ljósmynda af vögnum í notkun.

BÁTASAFN GRÍMS KARLSSONAR

Á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna smíðuð af Grími Karlssyni.

ÞYRPING VERÐUR AÐ ÞORPI

Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum.

GESTASTOFA REYKJANESS JARÐVANGS

Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

GAMAN SAMAN

Staðsetning: Hafnargata 27, Hárfaktorý (við hlið K-Sport) Opið 19-22 fimmtudag, 18-21 föstudag, 14-19 laugardag, 13-16 sunnudag Fríða Rögnvalds verður með örsýningu á Ljósanótt þar sem stelpur verða í aðalhlutverki. Kíkið við í Hárfaktorý og skoðið myndirnar sem allar voru unnar fyrir Ljósanótt og hafa því ekki verið sýndar áður. Verkin eru unnin með steypu á striga. Sýningar í Fischershúsi, Hafnargötu 2 Opið18-22 fimmtudag, 17-20 föstudag, 13-19 laugardag, 13-17 sunnudag

HUGARHEIMUR HÖFUNDAR, KYNVERA VERÐUR TIL

Staðsetning: Mánagata 1 Opið 16-20 föstudag, 16-20 laugardag, 14-18 sunnudag Velkomin á vinnustofuna Mánagötu 1. Nýjar myndir.

HANANÚ.... HJÁ SIGGU DÍS

KOMDU, OG UPPLIFÐU.

Staðsetning: Grófin 6, Oddfellowhúsið, Keflavík Opið 17-21 föstudag, 14-20 laugardag, 13-17 sunnudag Sigga Dís býður gesti velkomna á sýningu sína. Hún verður staðsett

Myndlistarsýning Stefáns Jónssonar Vatnslita- og olíumyndir.

YNGVI ÖRN GUÐMUNDSSON, MÁLVERK OG SKÚLPTÚRAR

Yngvi Örn Guðmundsson er fæddur

DUUS HANDVERK STAÐSETNING: GRÓFINNI 2 (Á MILLI SBK OG KAFFI DUUS) Opið 13–17, miðvikudag, 13–22 fimmtudag, 13–22 föstudag, 13–22 laugardag, 13–17 sunnudag Duus Handverk verður opið alla helgina. 15% afsláttur af allri vöru á laugardeginum. Verið velkomin.

HANDVERK ÓLU LEIRVERK GUGGU LJÓS Í TILVERUNA

Gerður Sig verður með ljósin sín lítil og stór til sölu og sýnis. árið 1938. Hann hefur fengist við listsköpun meðfram öðrum störfum um langa hríð. Einna helst hefur hann málað með olíu og akrýl en einnig unnið þrívíð verk í stein og önnur efni. Yngvi lærði teikningu í Handíða- og myndlistaskólanum árið 1953. Hann hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum.

"HINN UMDEILDI ETHORÍÓ"

“Ethoríó er mættur aftur í ár með áhugaverða sýningu sem inniheldur verk þar sem ádeila, satíra, kímni, beðmál, fegurð og samfélagslegar athugasemdir verða í fyrirrúmi. Þið megið ekki láta þennan viðburð framhjá ykkur fara. If you are easily offended, Ethoríó insists you do not come."

MÚGGAR OG MEIRA

Helga Lára sýnir hraunfanta, eldur og ís múgga og kerin í Fischershúsi.

MYNDLISTAR- OG HÖNNUNARVEISLA Á PARK INN BY RADISSON

ÚTILISTAVERKIÐ SÚLAN

Súlan - Menningarverðlaun Reykjanesbæjar eru veitt árlega einstaklingum eða fyrirtækjum sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Verðlaunagripurinn er eftir Elísabetu Ásberg og ber heitið Súlan. Menningarráð Reykjanesbæjar lagði til á fundi sínum í apríl 2018 að gerð yrði eftirmynd af Súlunni og listaverkið sett upp í nágrenni Duus Safnahúsa í tilefni afmælis þriggja menningarstofnana bæjarins.

á sama stað og í fyrra, í Oddfellow húsinu, rétt ofan við Duus Safnahús.

„Ég heiti Vera og ég er unglingur. Þetta er mín hlið á málinu, mín dagbók. Þú ræður hvort þú trúir mér eða ekki.“ Hvað gefur maður fyrsta kærastanum í jólagjöf? Er til rétt eða röng leið til að fara í sleik? Hvernig er að vera unglingur? Komdu og skyggnstu inn í hugarheim höfundar í skapandi ferlinu við skrifin á sögunni um Veru. kynVera er fyrsta skáldsaga Siggu Daggar kynfræðings sem byggir á hennar eigin upplifunum við að stíga sín fyrstu skref sem kynvera (einmitt í Keflavík!) í bland við spurningar og sögur frá unglingum í kynfræðslu víðsvegar um landið.

HEIMSÓKN Á VINNUSTOFU SOSSU

SÝNINGAR Í DUUS SAFNAHÚSUM EITT ÁR Á SUÐURNESJUM

MÁLVERKASÝNING KOLBRÚNAR VÍDALÍN

STAÐSETNING: HAFNARGÖTU 57

OPIÐ 17-22 FIMMTUDAG, 16-21 FÖSTUDAG, 11-19 LAUGARDAG, 13-17 SUNNUDAG OPNUN SÝNINGA FIMMTUDAGINN 30. ÁGÚST KL 17:00 OG ERU ALLIR VELKOMNIR MEÐAL ÞEIRRA SEM TAKA ÞÁTT ERU: ART BY ELIN, DÓTTIR, EDDÓ DESIGN, FLUGA DESIGN, FJÓLA JÓNS / MYNDLISTARSÝNING, GEOSILICA ICELAND, HILDUR H. LIST-HÖNNUN, KATRÍN ÞÓREY GULLSMIÐUR, MAJU MEN, MARGRÉT THORARENSEN / INTERIOR, RAGNA INGIMUNDARDÓTTIR, ROSELLA MOSTY DESIGN, SAGA KAKALA, SKINBOSS, YARM.

EDDÓDESIGN

Handsmíðaðir einstakir silfur/gull skartgripir frá EddóDesign til sölu og sýnis í Park Inn Radisson hótelinu. Komið og látið freistast.

INTERIOR

Púðarnir úr línunni Stakkaskipti frá Interior verða til sölu og sýnis á Ljósanótt. Púðarnir eru hannaðir og framleiddir á Íslandi. Línan er eingöngu unnin úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum svo sem eins og ull og roði.

ELÍN HARALDSDÓTTIR MYNDLIST OG KERAMIK

Litlar abstrakt myndir og munir úr postulíni til sölu og sýnis.

GLEÐIPINNAR!

Flugdýrin (gleðipinnarnir) eru

búin til úr endurvinnanlegu efni, Morgunblaðið er undirstaðan en síðan er bætt við ýmsum hlutum eins og t.d. smellum, skartgripum, blúndum, tölum, rennilásum, jólaskrauti, landakortum, Andrésar Andar blöðum o.fl. Flugdýrin eru algjörir gleðipinnar og bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Ljósanótt.

Ragna Ingimundardóttir - keramik. Leirskálar, lauf og bakkar í mismunandi formum og litum.

KATRÍN ÞÓREY GULLSMIÐUR

Kvenfatalínan Fluga design til sölu og sýnis.

Gull og silfur skartgripir til sýnis og sölu.

FJÓLA JÓNS - MYNDLISTARSÝNING

Fjóla Jóns opnar sýninguna Kynjamyndir á Ljósanótt.

ROSELLA MOSTY DESIGN

Rosella Mosty sem búsett er í Boston Massachusetts, verður með sölusýningu á handunnum armböndum.

LJÓSANÓTT Í BEINNI

Á FÉSBÓK VÍKURFRÉTTA

FYLGIST MEÐ DAGSKRÁNNI OKKAR Á VF.IS

MAJU MEN - HEKLAÐ SKART

Heklaða handunna skartið hennar Maju verður til sýnis og sölu. Sjá nánar á Facebook/Maju Men

FLUGA DESIGN

DOTTIR - ÍSLENSKUR STELPUFATNAÐUR

Lista og hönnunarverslunin Skúmaskot tekur þátt í Ljósanótt, og þar á meðal er dóttir, barnafatamerki þar sem gæði, þægindi og umhverfisvæn framleiðsla eru í forgangi. Athugið að mesta úrvalið verður í boði á fimmtudeginum og glaðningur fyrir börnin þann dag.


SLAGUR FYRIR STOLTIÐ Á NETTÓVELLINUM FÖSTUDAGINN 31. ÁGÚST KL. 17:30

S E N K I KEFLATV TÓVELLINUM Á NE KL. 12:00 R E B M E T P E S N 1. LAUGARDAGIN

✔ Kökuhlaðborð fyri r leik ✔ Grillaðir „Paddy’s

“ hamborgarar í TM höllinni fyri r leik ✔ Kaffisala í TM höll inni í hálfleik ✔ Sjoppan á vellinu m opin ✔ Peppi mætir á leik inn og kaldir drykkir

ur ild Keflavík e d u rn y d p n s Knatt stum og ganga i býður ge msætar lambaupp á gó ar í raspi með öllu lærisneiðdi í íþróttahúsinu tilheyran ubraut. við Sunn 00 kr. f. fullorðna Verð: 2.5 f. börn / 1.000 kr.

WWW.KEFLVIKINGAR.IS


36

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Sindri með svakalegan sjóbirting í „stúdíói“ náttúrunnar –fékk 11 punda fisk í hinum glæsilega Hagafossi Geirlandsár „Þetta var ævintýraleg löndun á geggjuðum stað,“ segir Sindri Þrastarson, ungur Keflvíkingur sem veiddi 80 sm. og ellefu punda Sjóbirting í Geirlandsá en Stangveiðifélag Keflavíkur hefur haft ána á leigu í mörg ár. Sjóbirtingsveiðin er að hefjast en óhætt er að segja að Sindri hafi tekið forskot á sæluna og keflvískir stangveiðimenn vona að hann hafi gefið tóninn fyrir komandi haustveiði. Sindri fékk veiðibakteríuna í gegnum tengdaföður sinn, Stefán Einarsson, smíðaverktaka en hann hefur verið iðinn við að fara með fólkið sitt í veiði. Geirlandsá er falleg sjóbirtingsá austur í landi og þar hafa Keflvíkingar veitt í mörg ár. Guðrún Mjöll Stefánsdóttir, unnusta Sindra var með honum í veiðinni sem og fleiri úr fjölskyldunni. Sindri segir að ákveðið hafi

verið að fara upp að Hagafossi og veiða á sex veiðistöðum á þeirri leið. Fosshlur í Geirlandsá er efsti staðurinn í ánni og einn af fallegri veiðistöðum landsins. Hylurinn er mjög djúpur og landslagið í umhverfinu er stórfenglegt. Veiðin á leiðinni gekk ekki vel en um klukkustund tekur að fara upp að fossinum með stuttu stoppi á veiðistöðunum.

„Þegar komið var að fossinum fékk hópurinn sér nesti og naut umhverfisins. Svo var kastað út í og ekki þótti veiðivonin mikil miðað við fyrri veiðistaði. Nýr maðkur var þræddur á öngulinn og þung sakka og viti menn, fiskurinn var á í öðru kasti. Hann var ansi sprækur og barðist töluvert áður en honum var náð þreyttum á grynningarnar en enginn háfur var með í för og grýttur bakkinn ekki álitlegur til löndunar. Þegar fiskurinn var komin um hálfan metra frá landi slitnaði girnið og fiskurinn laus. Ungur og efnilegur veiðimaður, Tómas Elí, mágur minn, var fljótur að bregast við og „vippaði“ honum í land með báðum höndum. Ævintýraleg löndun

á ævintýralegum stað! Sjóbirtingurinn mældist 11 pund og 80 cm,“ segir Sindri þegar hann rifjar upp atvikið. Myndin hefur vakið athygli enda mjög skemmtileg. Hana tók unnusta Þrastar, Guðrún Mjöll Stefánsdóttir og fangar hún veiðistaðinn, landslagið og umhverfið allt í kring á skemmtilegan hátt. Guðrún var með nýja og netta Sony myndavél og smellti þessari flottu mynd af kærastanum sem er rammaður inn í hana eins og í stúdíói. Nú var stúdíóið náttúra Íslands í sínum flottustu fötum.

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?

„AÐ ALLIR HAFI ÁHUGA Á VEIÐI – ÞAÐ GERIR ÞETTA ENN SKEMMTILEGRA“ – segir Anna María Sveinsdóttir útibússtjóri TM í Reykjanesbæ „Sumarið mitt er búið að vera frekar rólegt, þ.e. hvað varðar ferðalög. En það sem stendur upp úr er æðisleg ferð til Ítalíu með vinkonum og mökum þar dvöldum við í tíu daga í góðu yfirlæti, borðuðum góðan mat og drukkum góð vín, skoðuðum okkur um og lágum í leti. Betra frí var ekki hægt að hugsa sér. Alveg sjúklega skemmtileg ferð, mikið hlegið og safnað minningum með þessum mjög svo skemmtilega hópi,“ segir Anna María Sveinsdóttir, útibússtjóri TM í Reykjanesbæ, spurð út í sumarið 2018.

Anna María er mikil veiðikona og hefur gaman af veiðiferðum:

„Nokkrar veiðiferðir hafa verið farnar, m.a. í Vatnsdalsá með veiðihópnum GCD, Reykjadalsá í Borgarfirði og Víðidalsá á Ströndum með fjölskyldunni. Það er geggjað að allir hafi áhuga á veiði – það gerir þetta enn skemmtilegra“. Anna María varð amma á síðasta ári „þannig að það hefur verið mikið fjör að dekra við Daníel Hólm sem er algjör krúttsprengja,“ segir hún um barnabarnið.

Hvað með hefðir á Ljósanótt? „Ljósanótt hefur hingað til byrjað á sushi-gerð og sölu með stelpunum í körfunni en það verður ekki í ár, þannig að fastur liður er fimmtudagsrölt með vinkonunum, kíkja aðeins á sýningar og í búðirnar og fá sér kannski einn kaldann einhversstaðar. Á föstudagskvöldið eru heimatónleikarnir orðinn fastur liður hjá mér og svo árgangagangan á laugardeginum. Annað ræðst bara svona af veðri og stemmningu“.


Góða skemmtun á Verndun og viðhald fasteigna


38

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Smári tekur við eftir sögulegt leikár Nýr formaður Leikfélags Keflavíkur er spenntur fyrir komandi leikári þó hann fái hvorki skrifstofu né einkabílstjóra „Síðasta leikár var náttúrulega fáránlegt, þar sem öll aðsóknarmet voru slegin, en við munum reyna að halda sama dampi,“ segir nýr formaður Leikfélags Keflavíkur, Sigurður Smári Hansson. Áður hafði Davíð Óskarsson verið formaður leikfélagsins í nokkur ár, en hann lét af störfum í maí síðastliðnum.

Fór einn í rútu og festist

Smári hefur verið viðloðinn leikfélagið frá árinu 2011 og tekið þátt í fjölda sýninga. Hann er 23 ára tónlistarmaður og smiður og kemur frá Garðinum. „Árið 2011 sá ég auglýsingu á Facebook hjá Unglingaleikfélagi Keflavíkur um að það væri spunakvöld. Ég tók þá rútu einn frá Garðinum til Keflavíkur, settist þar inn eins og vitleysingur og ég hef bara ekki farið út síðan þá,“ segir hann. Um jólin sama ár tók Smári svo þátt í sinni fyrstu sýningu hjá félaginu.

leikársins, Mystery boy, eftir Smára Guðmundsson í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, valin Athyglisverðasta áhugasýning leikársins og var sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 24. maí síðastliðinn. „Það var náttúrulega bara frábært. Það verður erfitt að toppa síðasta leikár en maður þarf alltaf að reyna,“ segir Smári. Aðspurður segir hann leikfélagið vera fyrir alla. „Þetta er ekki bara spurning um að vera leikari eða söngvari. Fólk kemur hingað til að vera sminkur og ljósamenn, til að smíða leikmyndir eða að keyra ljósin á sýningum. Þetta er svo miklu meira

VIÐTAL

„Þau í stjórn leikfélagsins töluðu við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á því að bjóða mig fram sem formann,“ segir Smári, eins og hann er oftast kallaður, og hann ákvað að láta slag standa. „Ég hef ekki áður verið í stjórn leikfélagsins svo ég þarf að læra almennilega inn á hlutina, en þetta leggst mjög vel í mig. Eflaust myndu einhverjir setja spurningarmerki við það ég færi beint í formennsku í fyrsta skiptið sem ég er í stjórn, en ég mun reyna að gera mitt besta.“

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

en bara að vera uppi á sviði. En þetta er auðvitað snilld fyrir þá sem eru athyglissjúkir og vilja vera uppi á sviði og hafa gaman að því.“

Síðastliðið leikár var sögulegt hjá Leikfélagi Keflavíkur en, eins og áður kom fram, var aðsóknarmet slegið á barnasýningunni „Dýrunum í Hálsaskógi“, sem leikstýrt var af Gunnari Helgasyni. Þá var seinni sýning

Eit fyrithvað r al f j ö sky l- la ldu na

FJÓRIR HAMBORGARA, STÓR SKAMMTUR AF FRÖNSKUM, 2 LÍTRA KÓK OG KASSI AF HRAUNBITUM Á AÐEINS 3990 KR.

Hamborgari, franskar og Kók á 1090 kr.

Verið velkomin í okkar glæsilegu ísbúð og sjoppu að Iðavöllum 14 FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU! KÓK MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM

20%

TUR ANÆ R S Ó TU LJ LÁT AFS RAPI AF K

Hógvær segir Smári að formennskan sé í raun og veru bara titill. „Þetta er eiginlega ekkert hærra starf en hvað annað hjá leikfélaginu. Ég fæ enga skrifstofu einhvers staðar né einkabílstjóra. En ég fæ að skrifa formannspistla í leikskrár,” bætir hann við og brosir. Framundan hjá Leikfélagi Keflavíkur á leikárinu eru tvær sýningar, en þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfi félagsins geta fylgst með á Face-

b o o ksíðu þess. „Maður kynnist fullt af skemmtilegu fólki, tekur þátt í alls konar verkefnum og vinnur með flottum leikstjórum. Þetta er bara svo ógeðslega gaman,“ segir bjartsýnn nýr formaður.

SMÁRI GUÐMUNDSSON HLAUT VIÐURKENNINGU FYRIR FRAMLAG TIL MENNINGARMÁLA

Snilld fyrir athyglissjúka

LJÓSANÆTURTILBOÐ ALLA HELGINA

Enginn einkabílstjóri hjá LK

Leikskáldið og tónlistarmaðurinn Smári Guðmundsson hlaut á Sandgerðisdögum viðurkenningu Ferða-, safna- og menningaráðs Sameigninlegs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis fyrir framlag sitt til menningarmála. Viðurkenningin var afhent á setningarhátíð Sandgerðisdaga sem fór fram í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Smári er höfundur og tónlistarstjóri söngleiksins Mystery Boy sem Leik-

félag Keflavíkur setti upp á síðasta leikári. Mystery Boy var valin áhugaleiksýning ársins og sýnd í Þjóðleikhúsinu nú í maí. Þá hefur hann samið og flutt tónlist sem hefur snert við fólki og farið hátt á vinsældarlistum með hljómsveit sinni Klassart auk þess að taka þátt í ýmsum tónlistartengdum verkefnum í gegnum tíðina. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.

Tölum saman - Samtal um ferðamál á Reykjanesi Hvalaskoðun í íslenskri ferðaþjónustu

Fundurinn verður haldinn í Vörðunni í Sandgerði fimmtudaginn 6. september 2018 kl. 18:00 Dagskrá: 1. Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur / Eldingar, fjallar um hvalaskoðun í íslenskri ferðaþjónustu og kynnir sögu fyrirtækisins. 2. Axel Már Waltersson, eigandi Whale Watching Reykjanes kynnir fyrirtækið sem starfað hefur frá árinu 2015. 3. Símon Georg Jóhannsson og Sigrún Dögg Sigurðardóttir eigendur Vogasjóferða kynna fyrirtækið sem er nýstofnað. Kaffihlé og léttar veitingar verða í boði Aðgangur ókeypis og allir velkomnir Makaðsstofa Reykjaness og Reykjanes jarðvangur eru samstarfsaðilar að verkefninu. Fundurinn er styrktur af Ferðamálastofu.


­ a m í t p ó h Ný i d l i g r u k e tafla t ginn mánuda ber 3. septem

40 TÍMAR Í BOÐI Í HVERRI VIKU NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST MÁNUDAGINN 3. SEPTEMBER • GRUNNNÁMSKEIÐ Í CROSSFIT • MÖMMU CROSSFIT

UNGLINGAÞJÁLFUN SPORTHÚSSINS FYRIR KRAKKAÍ 7. – 10. BEKK. KENND 4X Í VIKU • ÞREKÞJÁLFUN • CROSSFIT

SPARKVÖLLUR – SKRÁNING Í FULLU GANGI • FYRIRTÆKJABOLTI • BUMBUBOLTI

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SPORTHUSID.IS

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is


40

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Skyndiákvarðanir eru alltaf með þeim betri – Hallfríður G Hólmgrímsdóttir og Elías Þ. Jóhannsson skelltu sér á tónleika

Fólk fer ansi nálægt brúninni í Miklagljúfri.

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?

ATVINNA

Skyndiákvörðun var tekin 2. janúar um að tímabært væri að skella sér til útlanda á tónleika með Ed Sheeran og rokið í að panta ferð. Valið stóð milli London og LA. Skemmst frá því að segja að hjónin skelltu sér í tíu daga ferðalag um Ameríkuhrepp þann 10. ágúst. Flugum til LA og keyrðum yfir til Las Vegas með viðkomu í Miklagljúfri og Hooverstíflunni.

Óskar eftir starfsmönnum í snyrtingu og pökkun

Upplýsingar í síma 892-2590, Einar

KEF SEAFOOD Job Available

We are looking for cheerful, fun and ambitious employees to join us in company with focus on tourists. Driving license is required. Full time Cleaning and general car rental care.

Application deadline is 10th of September 2018. The application must be accompanied by a resume (CV) and sent to:

starf@faircar.is

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Part time Customer service.

Íslenski landsliðsbúningurinn vakti athygli á tónleikunum með Ed Sheeran.

Miklagljúfur er með fallegri stöðum sem við höfum komið á og það sem kom okkur mest á óvart var að fram af klettunum er 1200 m fall niður í gljúfrið og það eru engar girðingar sem varna fólki þess að kíkja fram af brúninni. Ótrúlegt en satt þá hefur enginn fallið fram af síðan áttatíu og eitthvað. Glerbrúin yfir gljúfrinu var gríðarleg áskorun fyrir frúnna en hafðist, en ekki hvað. Stoppuðum í þrjá daga í eyðimörkinni Las Vegas þar sem hitinn náði yfir 40 stig yfir daginn sem okkur þótti nú fullmikið af því góða. Tónleikarnir með átrúnaðargoðinu Ed Sheeran á Rose Bowl leikvangnum í LA fóru framúr okkar björtustu væntingum og vonum. Óhætt að segja að skyndiákvarðanir séu alltaf með þeim betri.

Hjónin saman í Miklagljúfri.


Ljósanætur tilboð VEGGOFN

BCK456220M STÁL HT944 188 111

SKAFTRYKSUGA

SteamBake veggofn með PlusSteam og sjálfhreinsibúnaði (Katalytisk). Fjölkerfa blástursofn með kjöthitamæli, og rafeindaklukku. Litur: Stál með kámvörn, sökkhnappar og snertiskjár.

CX7- 2-30 GM 14.4V HT900 940 713

Verð áður: 29.900,-

21.500,-

Verð áður: 109.900,-

Verð áður: 29.900,-

Verð nú: 71.500,-

Verð nú: 21.500,-

KERAMIK HELLUBORÐ

25%

HK654070XB STÁL HT949 595 011

Keramikhellur. Tækjamál í mm:576x516x38 Innb.mál í mm:560x490. Fjórar hraðhitahellur. Snertirofar. Hægt að læsa helluborðinu / Barnalæsing. Tímastillir á öllum hellum.

Verð áður: 99.900,-

Verð nú: 64.900,-

VX7-2-ÖKO HT900 940 443 600/550 wött Orkuflokkur: A+ Hljóð við notkun: 70 db Lengjanlegt rör Tvöfalt filterakerfi og þrefaldur poki Breytilegur aðalsoghaus og parketbursti fylgja Þrefaldur sogstútur fylgir Lengd snúru: 9 m.

Snúrulaus hleðsluryksuga með skafti eða handryksuga. 14,4v. lithium rafhlaða. Meiri kraftur. Hleðslutími 3 klst. Allt að 35 mínútna notkun fullhlaðin á veikari stilllingu. Létt og meðfærileg. Hentar á allar gerðir gólfefna.

Verð nú:

RYKSUGA

TEFAL PANNA JO EVERYDAY 28 CM ÁÐUR: 9.990,- NÚ: 6.494,TEFAL PANNA JO EVERYDAY 26 CM ÁÐUR: 8.990,- NÚ: 5.844,-

Þrifalegu ruslaföturnar

VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ OG FLEIRI TILBOÐ FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

95

ÁRA Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. 1922 -kl. 2017 Laugardaga 11-15.

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18. Lokað á laugardögum í sumar.

ormsson

FURUVÖLLUM 5 · AKUREYRI HAFNARgötU 23 SÍMI 461 5000 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

nýr vefur

nýr vefur Netverslun Netverslun GreiðslukjörGreiðslukjör Vaxtalaust Vaxtalaust í allt að 12 mánuðií allt að 12 mánuði


42

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Hello – can I help you? Ég áttaði mig ekki á því þegar ég réði mig í sumarvinnu vestur á firði til að vinna á Minjasafninu á Hnjóti að gestirnir yrðu í meirihluta erlendir túristar, flestir á leið sinni út á Látrabjarg, að sjá lunda auðvitað. „How is the road?“ spurðu þeir áhyggjufullir og ég sagði þeim að hafa engar áhyggjur, var samt ekkert að upplýsa að ég hafði aldrei stigið fæti á Látrabjarg. Vegirnir á Vestfjörðum eru svo önnur saga. „Hvernig datt þér þetta í hug?,“ spurðu margir hissa þegar fréttist af vesturdvöl minni, mönnum fannst það skrítið að ráða sig í aðra vinnu í sumarfríinu sínu. Má það bara? Það fannst að minsta kosti forstöðumönnunum Óskari og Ingu Hlín, réði þar mestu að langafi minn Ólafur Björnsson er á safninu, eða það er að segja saga hans og munir en hann varð helst frægur fyrir það að sprengja af sér hendina með franskri byssukúlu, sem hann hugðist nýta sem sökku. Það má því segja að þetta hafi verið klíka. Þá vildi svo skemmtilega til að önnur Dagný býr á vestfjörðum á sumrin, nánar tiltekið Dagný Alda Steinsdóttur en hún rekur þar veitingastaðinn Dunhaga af miklum skörungskap. Nýtti ég að sjálfsögðu tækifærið og tók við hana viðtal í firðinum kyrra, um leið og ég smakkaði hjá henni þorskhnakka en hún sérhæfir sig í hráefnum úr héraði, beltisþari er nýjasta viðbótin. Ef maður er kominn á Tálknafjörð er

skylda að fara í pollinn, og ég tók þá skyldu alvarlega. Pollurinn er samfélaglegt undur, heit borhola uppi í fjallinu og þar mæta bæjarbúar til að baða sig og ræða landsins gagn og nauðsynjar, þeir yngri fá sér bjór og svo sitja þar oft erlendir ferðamenn gapandi yfir útsýninu. Um leið og þú sest í pollinn færðu forvitið augnaráð. Stuttu síðar byrja spurningarnar, áður en þú veist af er helmingur gestanna úr þínum nánasta frændgarði. Þá er öllum létt í pollinum, það er búið að gera grein fyrir þér. Sunnanverðir Vestfirðir eru ægifagrir, með gular strendur og túrkislitan sjó. Það býr einhver orka í þessum háu fjöllum og mjóu fjörðum. Þér finnst þú svoldið töff þegar þú keyrir fyrir Múlann, en þakkar fyrir vegriðið þegar þú horfir niður bratta fjallshlíðina. Mér dettur í hug að stofna þrýstihópinn: Vegrið á vestfirði! En hvert væri gamanið þá? „Ertu til í að koma í sjósund?“ Það er vinkona mín á Patreksfirði sem spyr og svarið er að sjálfsögðu já!

Það er kostulegur hópur sem safnast saman í fjörunni á Þúfneyri, menn eru húfuklæddir í litríkum sloppum og þeir svölustu eru í sokkum og með vettlinga. Ég er aftur á móti í efnislitlum pæjusundbol frá Asos með neonbryddingum. Alveg við hæfi. Eftir sundið er brunað í sundlaugina á Patró sem er með útsýni yfir fjörðinn og það sem mestu skiptir, heita potta. „Hvaðan ert þú?“ gellur í pollinum. Eftir nokkrar útskýringar eru allir sáttir þegar þeir kannast við ömmu mína og Ólaf einhenta, „bjó hann ekki á Lambeyri,“ segir silfurhærð kona og kinkar hægt kolli. Jú, það passar. Samstarfsmaður minn er miðaldafræðingur úr Kópavoginum og hann segir að Reykjanesið sé ekki fallegt. Eins og það sé bara staðreynd. „Hvað áttu við?“ spyr ég hann svona frekar móðguð og hann svaraði: „Það er bara ljótt þarna, alltaf rok og svona og bara engin náttúra, bara auðn.“ Ja, hérna, ég hrækti að sjálfsögðu í kaffið hans þegar hann var ekki að horfa. Hver segir að það sé gott að búa í Kópavogi? Ég kom endurnærð til baka eftir vinnusumarfríið. „Hva ertu komin?“ spyr fólk núna hissa, hafði gert ráð fyrir að ég yrði þarna allt sumarið. Það myndi ég gera ef ég gæti. Hvert ætti ég að fara næst?

Dagný Maggýjar dagny@vf.is

NÝTT STARF SVIÐSSTJÓRA STJÓRNSÝSLUSVIÐS Starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs er laust til umsóknar. Um nýtt starf er að ræða.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ber ábyrgð á daglegri starfsemi sviðsins og gegnir leiðandi hlutverki við stefnumótun í stjórnsýslunni. Hann ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri sveitarfélagsins í samvinnu við fjármálastjóra og bæjarstjóra og hefur yfirumsjón með þróun rafrænnar þjónustu/stjórnsýslu og innleiðingar á gæðakerfi á bæjarskrifstofum, auk þess að bera ábyrgð á upplýsingagjöf og skjalamálum. Eitt af aðalverkefnum hans fyrstu árin felst í að verkefnastýra sameiningu sveitarfélaganna. Sviðsstjóri ritar einnig fundargerðir bæjarstjórnar. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og er staðgengill hans. Undir starfsemi stjórnsýslusviðs heyrir meðal annars fjármál, mannauðs- og launamál, skjalamál og þjónustumál.

Menntunar- og hæfnikröfur:

• Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði eða tengdra greina er skilyrði. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnsýslufræða og/eða í stjórnun og stefnumótun er æskileg. • Reynsla af stjórnun starfsmanna og verkefnastjórnun er æskileg. • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu kostur. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. • Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs. • Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til 10. september 2018. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið baejarstjori@gardurogsandgerdi.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í síma 422-0200. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga BHM.

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Fagmennska – Samvinna - Virðing


ALLTAF ÓMISSANDI


44

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Guðbrandur Einarsson, Arnór Vilbergsson og Kristján Jóhannsson.

AF HVERJU AÐ HÆTTA? Menningarhópurinn Með blik í auga handhafi Súluverðlaunanna 2017

Það var fljótlega eftir Ljósanótt 2010, að afloknum hátíðartónleikum í Stapa að Kristján Jóhannsson kom með hugmynd til Arnórs Vilbergssonar um að „poppa“ upp hina árlegu hátíðartónleika á Ljósanótt og bjóða upp á eitthvað alveg nýtt. Hugmyndin gekk út á að taka fyrir tímabil í íslenskri tónlist, fletta saman tónlist og sögulegum fróðleik og skreyta með ljósmyndum, tóndæmum og fleiru. Verkefnið hlaut nafnið „Með blik í auga“ og hefur tónlistarveislan verið haldin árlega síðan þá og ekkert útlit fyrir að henni sé að ljúka. Menningarhópurinn „Með blik í auga“ fékk svo Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar í lok síðasta árs fyrir framlag sitt til tónlistarlífs í Reykjanesbæ en frumkvöðlar og stýrimenn hópsins eru þeir Arnór B. Vilbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristján Jóhannsson. Menningarhópurinn, sem nú setur upp tónlistarviðburðinn Með Diskóblik í auga, var í viðtali við Suðurnesjamagasín í ársbyrjun, þar sem Svanhildur Eiríksdóttir ræddi við þá félaga. Hér er samantekt úr því viðtali. Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Kristján: „Þetta var örugglega á mánudegi, fljótlega eftir hátíðartónleika á Ljósanótt, örugglega svona upp úr korter í níu í kaffibolla árið 2010. Þá vorum við nýbúnir að klára hátíðartónleika í Stapanum, klassíska tónleika með Jóhanni Smára, Bylgju Dís og fleirum, karlakórnum, kvennakórnum og Kór Keflavíkurkirkju. Þá hafði verið að grassera svolítið í mér þessi hugmynd að breyta þessum hátíðartónleikum og færa þetta meira í eldri popptónlist eða dægurtónlist. Ég fór til Arnórs, seldi honum þessa hugmynd og þá fór boltinn eiginlega bara að rúlla.“ Arnór: „Þú komst með þá pælingu að

hafa sögulega tónleika, að vera ekki bara með tónleika, ekki bara lögin sjálf, heldur söguna á milli.“ Kristján: „Já, tengja þetta með texta. Við unnum í þessu, við tveir þetta árið. Bubbi var ráðinn hljómborðsleikari í „showið“. Eftir sýninguna, sem gekk bara nokkuð vel, var sýnt tvisvar sinnum á Ljósanótt og aukatónleikar viku seinna, þá komumst við að því að við værum ágætir í því að fá hugmyndirnar og koma þeim í framkvæmd, en það vantaði einhverja kjölfestu í þennan hóp, sérstaklega einhvern sem gat hugsað vel um peningana og svona mál. Þar með var framtíð Bubba ráðin í þessu samstarfi. Við fundum okkur sjálfa þegar

styrkur, það er sami kjarninn. Við höfum verið að vinna með sama fólki í sviðsmynd og ljósum, með kannski smá breytingum. Núna duga um þrír mánuðir í undirbúning, sem þurfti átta mánuði áður. Hópurinn er einfaldlega farinn að þekkjast mjög vel.“

við vorum orðnir þrír. Við vorum heppnir að fara ekki út úr þessu með skelli fyrsta árið.“ Arnór: „Þetta var gríðarleg vinna. Við uppskárum ekki mikil laun fyrir það til dæmis. Þetta var eiginlega dálítill blús því þetta var rosalega mikil vinna.“ Kristján: „Við vorum til dæmis að hengja upp ljósin kvöldið fyrir frumsýningu með Magga vini okkar, sem var ljósameistari þá. Það var svolítil pressa og svona tilfinningablús. En þetta tókst og þá tókum við fyrir lög frá 1950 til 1970. Svo einhvern veginn þróaðist þetta og við héldum bara áfram.“ Bubbi, þurftu þeir aldrei að sannfæra þig að koma inn í þetta dæmi? Bubbi: „Nei, ég kom náttúrulega inn í þetta á fyrstu tónleikunum og hafði mjög gaman af þessu. En ég sá það strax að það þyrfti eitthvað utanumhald um þetta. Ég var alveg til í það.“ Arnór: „Þú hristir nú oft hausinn yfir okkur.“ Bubbi: „Já, mér þótti það skrýtið að verið væri að dreifa nótunum á síðustu æfingunum. En ég hef alltaf haft gaman að tónlist og verið að vasast í svona. Þannig ég var alveg til

og við tókum bara upp önnur vinnubrögð. Ég bjó til fjárhagsáætlun fyrir þetta og þeir fóru bara að skipuleggja sig mörgum mánuðum fyrr. Við vitum alltaf núna hver niðurstaðan verður, en menn vissu það ekki í fyrsta showinu enda held ég að flestir hljóðfæraleikarar hafi nánast gert þetta ókeypis. En við höfum reynt að haga þessu þannig að menn fái einhverja umbun fyrir þáttöku í þessari uppsetningu sem er svo gífurlega skemmtileg og metnaðarfull.“ Kristján: „Við höfum verið heppnir með mannskap. Við erum búnir að vera með nánast sömu hljóðfæraleikarana, eins og Þorvald Halldórsson, sem er búinn að vera með okkur öll árin nema held ég eitt, og Júlli Guðmunds trommaði með okkur tvær, þrjár sýningar. Valdi kom þá bara inn sem slagverksleikari. Svo eru Bubbi og Arnór náttúrulega búnir að vera allan tímann, en svo höfum við skipt um gítarleikara, bassaleikara og svoleiðis. Síðustu tvö, þrjú árin hefur nánast sama hljómsveitin verið, það hjálpar rosalega mikið til. Mannskapurinn þekkir hvern annan, það er mjög góður mórall. Það er ótrúlega gaman að hitta fólkið og byrja aftur að vinna að hausti. Það er okkar

Þið einblínduð á það að vera með tónlistarfólk frá Suðurnesjunum á fyrstu sýningunum. Var það ekkert vandamál? Gekk það alveg upp? Bubbi: „Auðvitað er það ekki vandamál, en það er ekki til endalaust af Suðurnesjafólki og við fundum að við vorum ekki að gera eins vel og við vildum gera. Þess vegna var farið að skoða aðra en bara Suðurnesjafólk. Við reynum auðvitað að hafa kjarnann í sýningunni heimamenn og hljómsveitin er af obbanum til heimafólk, búsett í sveitarfélögunum hérna á svæðinu. Einhverjir söngvarar hafa verið hér, dætur mínar eru til dæmis búnar að vera í nokkur ár. Þegar þú ert kominn í svona dýra sýningu, sem kostar margar milljónir að setja upp, þá viltu hafa það þannig að fólk fái eitthvað fyrir sinn snúð. Á einhverjum tímapunkti vorum við búnir að fara yfir hópinn sem var til hér á Suðurnesjum og það hefði verið frekar hallærilegt að endurtaka leikinn og kalla þetta fólk alltaf aftur upp á svið. Við vildum bæta okkur og okkur tókst það með því að víkka aðeins hópinn og breyta um. Við vorum fastir í þessum tímabilum en svo fórum við að hugsa þetta í þema, að skoða herinn og kanaútvarpið og kántrí og þá höfum við kallað til söngvara sem hafa hentað í verkefnið hverju sinni.“ Var ekkert vandamál að sannfæra þekkt tónlistarfólk í að koma að þessu verkefni? Bubbi: „Jú, ég hef átt ýmis konar símtöl sem hefði nú verið gaman að taka upp.“ Arnór: „Það vinnur rosalega vel með okkur að orðspor þessa verkefnis er


Gleðilega Ljósanótt 50

% EIGUM PERUR Í FLESTAR GERÐIR LJÓSA

AFSLÁTTUR---

Tansun Sorrento svalahitari 2.0kW

Tansun Sorrento svalahitari 4.0kW

Öflugir hitarar

19.995 áður 39.990

• Bresk framleiðsla • IP 55 vatnsheldir fyrir íslenska veðráttu • Mest seldu útihitarar í Bretlandi

29.995 áður 59.990

LG118C T8 lampi Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 67,5x16,6cm

2.915 ÁN

Vatnsþétt LED IP65 útiljós / bílskúrsljós 25W SHA-8083 3x36W Halogen

50W

15.890

2.790 3.990

LG236 T8 lampi Loftljós flúor rakaþ. 2x36w 128x16,6cm

4.615

SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra

T38 Vinnuljós

5.590

RU PE

IP65 Vatnsheldir flúor lampar. Perur fylgja LG218c 2x18w, 65x10cm

2.990

6.990

LG228 2x28w, 120x10cm

KR. 5.490

Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa

17.990

Rafmagnshitablásari 15Kw 3 fasa

29.990

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

12.830

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.890

Rafmagnshitablásari 2Kw

1.990

Mikið úrval a f rakavörðum fjöltengjum IP 44

Verð frá kr. Kapalkefli 15 metrar Kapalkefli, rakavarið IP44 25 metrar

6.990

Kapalkefli 10 metrar

2.690

3.690

25 metrar kr. 5.490 50 metrar kr. 8.290

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

15 metra rafmagnssnúra

2.390

1.690


46

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

„Hápunktur sem ég gleymi aldrei er augnablikið í Keflavík og Kanaútvarpið þegar við erum að taka „Hotel California“ og Sigurgeir og Vignir Bergmann eru að taka tvíraddaða sólóið. Þegar lagið er búið er einn maður sem stekkur upp og fagnar rosalega, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, og ég hugsaði: „Þetta er negla“. Fólk er ennþá að tala um þetta sóló. Þetta var ógleymanlegt og ég fæ ennþá netta gæsahúð þegar ég sé þetta fyrir mér.“

mjög jákvætt út á við og iðulega þegar við heyrum í söngvurum núorðið vita þeir hvað þetta er. Það vita allir hvernig við vinnum þetta. Þetta er bara „professional“ sýning og alveg á mælikvarða þess sem gerist í Reykjavík og oft á tíðum bara miklu betra.“ Kristján: „Ég vitna nú bara í Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem er búin að syngja með okkur í tvö, þrjú skipti. Hún sagði það í útvarpsviðtali núna í haust, nýkomin úr Með blik í auga verkefninu og var að tala um hversu skemmtilegt henni þætti að koma inn í þetta verkefni vegna þess að það væri svo vel hugsað um söngvarana. Hérna væri smink og búningar, handrit og allt saman unnið eftir fyrirfram ákveðnum verkferlum. Aldrei neinir hnökrar og ef þeir hafa komið hafa menn bara unnið úr því. Ég held að ummæli söngkonu eins og Jóhönnu Guðrúnar séu bara okkur rosalega mikilvæg. Að fólk sem er kannski að taka þátt í tvö hundruð tónleikum á ári skuli sérstaklega tilgreina eina tónleika hér á Suðurnesjum sem eitthvað sem þeir líta upp til og finnst ákveðinn heiður að fá að vera með. Við höfum talað um það þegar stórstjörnurnar ætla að fara að ybba gogg þá lenda þær bara klettinum honum Bubba.“ Bubbi: „Við höfum ráðið inn fólk á okkar forsendum, ekki á þeirra forsendum.“ Arnór: „Og við viljum ekkert vinna með leiðinlegum mönnum, það er bara svoleiðis.“ Bubbi: „Við setjum upp prógramm og svo stillum við fólki upp í prógrammið. Það er ekki síður mikilvægt það sem Stjáni gerir á sviðinu því þetta snýst líka um skemmtilegheit. Stjáni segir sögur sem hrífa fólk og fólk hefur gaman að. Það fer glatt af sýningunni.“ Kristján: „Ég er skemmtilegi maðurinn í sýningunni.“ Bubbi: „Við viljum nú meina að við séum líka skemmtilegir...en þetta spilar allt saman. Þetta er eins og

leikrit. Við erum með sviðsstjóra, auglýsingastjóra, leikstjóra, stráka sem eru í ljósum og tæknimenn ýmis konar, þannig þetta er allt skipulagt. Við erum með hárgreiðslukonu, uppstillingarmanneskju, sminkara, allt Suðurnesjafólk.“ Kristján: „Við höfum verið sex, sjö í undirbúningsteyminu, en við þrír setjumst niður.“ Bubbi: „Við rífumst í nokkra mánuði um hvað eigi að gera næst.“ Arnór: „Við rífumst reyndar aldrei. Við erum ekki alveg sammála, en sem betur fer erum við þrír, því þá er það bara meirihlutinn sem ræður.“ Þið eruð á ólíkum aldri. Hefur það aldrei verið ágreiningsmál að komast að þeirri niðurstöðu? Kristján: „Þetta er bara faglegt. Við virðum skoðanir hvers annars og ræðum okkur til niðurstöðu. Menn hafa alltaf frjálsan tillögurétt og það er bara meirihlutinn sem ræður.“ Bubbi: „Svo er bara svo margt sem hjálpar okkur í dag. Að hafa tæki eins og Spotify þegar við erum búnir að ákveða þema. Þá getur maður farið á Spotify og fundið fleiri hundruð lög sem falla undir það þema. Svo hlustum við og þetta endar í einhverjum massa sem við erum allir sáttir við.“ Kristján: „Svo er það ákveðin taktík hjá okkur, ef við Bubbi ætlum að snúa Arnór niður þá ræðum við Bubbi saman og förum á hann. Ef við Arnór ætlum að snúa Bubba niður þá ræðum við Arnór saman og svo finn ég alveg þegar þeir tveir eru að rotta sig saman og ætla að negla mig.“ Arnór: „Svona er bara pólitík, þetta er bara mjög eðlilegt.“ Bubbi: „Þetta hefur allt blessast. Við erum líka allir vinir. Okkur langar að vinna saman og okkur líður vel saman, það hefur mikla þýðingu.“ Voruð þið alltaf með þá sýn, að taka þrenna tónleika undir íslenska tónlist eða einblínduð þið bara á eina

„Ég vitna nú bara í Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem er búin að syngja með okkur í tvö, þrjú skipti. Hún sagði það í útvarpsviðtali núna í haust, nýkomin úr Með blik í auga verkefninu og var að tala um hversu skemmtilegt henni þætti að koma inn í þetta verkefni vegna þess að það væri svo vel hugsað um söngvarana“.

tónleika til að byrja með? Kristján: „Já, fyrst ætluðum við bara að vera með eina tónleika og við vissum aldrei hvað við ætluðum að gera meira. Nafnið á tónleikunum verður eiginlega til fyrir tilviljun. Ég er svolítið nörd þegar kemur að gamalli músík, það er lag sem heitir „Með blik í auga“ sem Haukur Morthens flutti sem ég söng í „showinu“. Eftir þriðju sýninguna vildum við svo halda áfram og Bubbi kemur með hugmyndina um „Keflavík og Kanaútvarpið“ og við fundum það strax að það myndi ganga. Þetta var skemmtileg músík, skemmtilegt tímabil og við vorum með algjörlega frjálsar hendur. Þá fórum við að ráða til okkar fagsöngvara og það verður bara til einhver neisti. „Keflavík og Kanaútvarpið“ var svolítil negla fyrir okkur. Eftir það verður til þetta þema, við förum í „Lög unga fólksins“, við förum í „country“, við förum í „soul“. Við erum komnir með áttunda „Blik í auga“ á næsta ári.“ Súluhafar, ekki hætta þeir eftir verðlaunaafhendingu? Kristján: „Við verðum víst að halda áfram.“ Bubbi: „Það er voða gaman að hafa fengið þessa viðurkenningu. Það er mikill heiður að hafa fengið hana. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram og við ætlum allavega ekki að hætta á þessu ári. Við ætlum að láta á slag standa.“ Eigið þið uppáhaldssýningu? Arnór: „Ég held ég hafi svolítið séð ljósið þegar „Keflavík og Kanaútvarpið“ var. Það var svolítið skrýtið, mér fannst hún æðisleg. En þegar maður talar við fólk þá eru rosalega margir sem tala um fyrstu sýninguna sem eitthvað. Ég held það sé einfaldlega bara því það var í fyrsta skiptið sem við gerðum þetta.“ Kristján: „Mér þykir alltaf vænt um fyrstu sýninguna en það er ljósár á

milli fyrstu sýningarinnar og sýningarinnar í fyrra.“ Arnór: „Keflavík og Kanaútvarpið“ var bara negla. Bubbi: „Við vorum líka svolítið að þreifa okkur á þessum fyrstu sýningum. Menn voru að útsetja og gera stundum of mikið. Þegar við erum með hljóðfæraleikara sem eru ekki atvinnumenn þá verða gæðin ekki eins og maður hefði helst viljað. Við fundum svolítið fyrir því þegar við vorum komin með fimmtán, tuttugu hljóðfæraleikara á sviðið. Það var ekkert alltaf eins og maður vildi að það hljómaði. Mér fannst til dæmis soul sýningin, kántrí sýningin, allar þessar sýningar skemmtilegar. Þetta er orðinn einhver massi sem er orðinn ótrúlega skemmtilegur og góður. Fólk talar um það hvað hljómsveitin í þessari sýningu sé orðin þétt. Fyrir mig sem hljóðfæraleikara finnst mér bara æðislegt að fara upp á svið og fá að spila með þessu fólki, það skiptir í raun engu máli hvaða sýning þetta er, þetta eru allt börnin okkar. Þegar ég var búinn að eignast mörg börn þá var ég orðinn klárari að skipta um bleyjur á síðustu börnunum en á því fyrsta. Þetta er skipulagt núna og allir þekkja sína rullu. Við deilum verkefnum til fólks og það skiptir miklu máli.“ Kristján: „Hápunktur sem ég gleymi aldrei er augnablikið í Keflavík og Kanaútvarpið þegar við erum að taka „Hotel California“ og Sigurgeir og Vignir Bergmann eru að taka tvíraddaða sólóið. Þegar lagið er búið er einn maður sem stekkur upp og fagnar rosalega, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, og ég hugsaði: „Þetta er negla“. Fólk er ennþá að tala um þetta sóló. Þetta var ógleymanlegt og ég fæ ennþá netta gæsahúð þegar ég sé þetta fyrir mér.“ Bubbi: „Svo eru svona augnablik eins og með Kristján, sem aldrei verður svaravant þegar eitthvað gerist. Það byrjaði sími að hringja hjá stúlku

á einni sýningunni og úr því var bara heljarinnar brandari. Það var mjög skemmtilegt. Við erum líka með hrekkjalóma í hljómsveitinni sem hafa reynt að hrekkja okkur. Í kántrí sýningunni voru þeir búnir að breyta textanum mínum á sjónvarpsskjánum.“ Kristján: „Svo heyrir maður flissið í hljómsveitinni á bak við sig, allir svoleiðis að pissa á sig af spenningi að sjá hvort maður mismæli sig. Maður veit þetta orðið. Svo læðir maður svona hugsanlega að einni setningu sem þolir ritskoðunina, því þetta er oft eiginlega bannað innan þrítugs. Þá finnst þeim þetta svo rosalega fyndið því þeir hafa náð manni. En þetta samband við áhorfendur er alltaf skemmtilegt. Ég veit oftast hvað ég ætla að segja. Ég er fullur tilhlökkunar fyrir haustinu og þetta verður mjög flott. Við eiginlega skuldum sjálfum okkur það að gera eina neglu núna. Við erum með þrjár hugmyndir núna á lofti.“ Bubbi: „Það er bara ágætt að láta þetta verkefni standa yfir í áratug, það eru ekki öll verkefni sem ná að standa það lengi.“ Þið hafið alltaf haldið hefð við þennan titil Með blik í auga. Arnór: „Hópurinn kemur held ég alltaf til með að heita „Með blik í auga“.“ Kristján: „Við erum stoltir af því að tilheyra þeim hópi. Við höfum leikið okkur svolítið með þetta, verið með undirtitla, en þetta var samt sem áður Með blik í auga. Ég held það taki því ekki að fara að skipta um nafn.“ Bubbi: „Fólk er farið að segja við okkur að þetta sé hluti af Ljósanóttinni. Þetta annað hvort byrjar Ljósanótt eða endar hana. Við hittum fólk niðri í bæ sem þakkar okkur fyrir að standa í þessu og fyrir að gleðja fólk og auðvitað langar okkur til að halda áfram.“ Kristján: „Af hverju að hætta? Það er búið að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í hundrað ár, húkkaraböll, Verslunarmannahelgina, Fiskidaginn mikla og alls konar tónleika og böll árlega, á meðan við höfum gaman af þessu, fólk mætir og við höfum fjármagn í þetta höldum við áfram. Menn verða gamlir þegar þeir hætta að leika sér, en þeir hætta ekkert að leika sér þó þeir verði gamlir.“ Bubbi: „Við höfum reynt að stilla miðaverði á sýningarnar í hóf. Þessi sýning er á hálfvirði miðað við hvað hún myndi kosta í Reykjavík og það er bara vegna þess að við höfum verið með bakhjarla sem eru tilbúnir að halda þessa sýningu með okkur. Við gætum þetta ekkert öðruvísi. Við erum mjög þakkátir.“ Svanhildur Eiríksdóttir tók viðtalið fyrir Suðurnesjamagasín. Sólborg Guðbrandsdóttir skrifaði viðtalið fyrir Víkurfréttir.


Góða skemmtun á

MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM

Guðrún Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM 876 54321

Hafnargata 20 230 Reykjanesbæ

Sími 420 4000 prodomo@prodomo.is

www.prodomo.is

RÚÐAN

BÍLRÚÐUÞJÓNUSTA SMIÐJUVÖLLUM 6. REYKJANESBÆR

C10 M0 Y10 K60

C0 M60 Y100 K0

S:421-1500


48

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Draumur Helgu rættist á Snæfellsnesi

Helgu Magneu Birkisdóttur langaði að opna kaffihús í Keflavík en endaði á Snfellsnesi og rekur nú kaffihús á Hellnum og skyndibitastað á Arnarstapaa „Mig langaði að opna kaffihús í Keflavík en var tvístígandi. Þegar tækifæri á Hellnum á Snæfellsnesi kom upp í hendurnar á mér í gegnum vinkonu mína fluttist þessi draumur minn þangað,“ segir Helga Magnea Birkisdóttir en hún og eiginmaður hennar, Ólafur Sólmundarson hafa síðustu fimm árin verið í veitingarekstri á Hellnum og Arnarstapa á Snæfellsnesi. „Ég fór og skoðaði og hreifst strax af aðstæðum. Þetta var veturinn 2014 og við opnuðum kaffihús fyrir páska. Ólafur Haukur, rithöfundur og leikskáld hafði rekið kaffihús með nafninu Primus Kaffi og við ákváðum að halda því. Fyrsta árið var erfitt. Við vorum bara með hluta af kaffihúsinu og svilkona mín var með mér og svo kom Óli um helgar en hann var þá að vinna í blikksmiðju í Keflavík,“ segir Helga Magnea þegar hún rifjar upp byrjunina á Snæfellsnesi en fyrsta árið bauð hún upp á súpur, smurbrauð og kökur. Byrjaði smátt að hennar sögn eftir að hafa legið yfir uppskriftum og hugmyndum með vinum sínum.

Mikil áskorun á Hellnum

Óli sem hafði unnið á Blikksmiðju Ágústar Guðjónssonar tekur undir orð eiginkonu sinnar og segir að þetta hafi verið mikil áskorun, ekki síður fyrir hann að koma úr smiðjunni inni í eldhús. „Það var brjálað að gera þegar komu 15-20 manns og maður fékk í magann þarna í byrjun en þetta hafðist allt. Við vorum á hlaupum. Það var verið að baka og elda og þjóna frammi í sal, við hjónin og ein önnur manneskja. Við kippum okkur ekki upp við það þó það komi núna nokkrar rútur með á annað hundrað manns. Við rúllum við því upp,“ segir Óli og bætir því við að hann hafi lært mikið og nýja hluti í veitingamennsku. „Nú getur maður bjargað sér sjálfur, ekki háður Helgu eða mömmu,“ segir hann og hlær.

Fyrsta haustið reyndu þau að hafa opið eftir að hafa kíkt heim á Ljósanótt en ferðamenn létu ekki sjá sig svo Prímus Kaffið lokaði yfir veturinn. Þau byrjuðu aftur vorið 2015 og þá var húseigandinn búinn að stækka veitingasalinn um helming og nú var hægt að gera meiri hluti og taka á móti stærri hópum. Reksturinn gekk vel og þau þurftu að bæta við starfsfólki og voru með opið þrjá daga í viku yfir veturinn. Vorið 2016 fóru hlutirnir virkilega í gang með mikilli aukningu.

Á hlaupum allt sumarið

Helga með sjávarréttasúpu og fleira á leið fram í veitingasal.

situr með veitingar í kaffihúsinu voru áður fjárhús. Það er því skemmtilegt sveitastemmning á staðnum og útsýni út um gluggana.

Stapinn á Arnarstapa

Í lok sumars í fyrra ákváðum við að byggja annan stað sem væri öðruvísi. Það var ákvörðun sem við tókum út frá ákveðinni óvissu með samninga varðandi húsnæðið sem hýsir Primus Kaffi. Við vildum eignast okkar eigin stað,“ segir Helga.

Umhverfið er magnað og útlendingar sækja mikið í það.

„Við vorum á hlaupum allt sumarið,“ segir Helga og hlær og segir að á aðeins tveimur árum hafi starfsmannafjöldi farið úr 2-3 í 15. Því fylgdu augljósir vaxtaverkir og segja þau bæði að dagarnir hafi verið langir á Snæfellsnesi þetta ár. Móttökurnar voru mjög góðar og maturinn á Prímus Kaffi rann ofan í gesti sem eru í meirihluta útlendingar. Þau buðu upp á þrjár gerðir af súpum, sjávarrétta-, kjötsúpu og sveppasúpu, plokkfisk en einnig bökur, kökur og drykki, kaffi og vínveitingar. Alltaf hefur verið lögð áhersla á að gera matinn frá grunni á staðnum. Helga og Óli segja að traffíkin hafi jafnast en sé þó ennþá góð. „Þetta eru ekki alveg sömu læti en samt mjög góður gangur. Aðstaðan til að taka á móti fólki í Primus Kaffi er góð og stór. Þar eru þrír salir og hægt að afgreiða allt að 160 manns í einu. Þar sem fólk

Helga og Óli við höfnina á Arnarstapa.

Helga Magnea með starfsfólki sínu á Stapanum sem er á neðri myndinni, með Stapafellið í baksýn á góðviðrisdegi.


LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Gataklettur er mikið sóttur enda mjög sérstakur eins og umhverfið allt á þessum slóðum.

49

Þrír vinsælir réttir á Primus Kaffi, plokkfiskur, nautakjötsbollur og pastaréttur.

Viðtal og myndir: Páll Ketilsson

Veitingastaðurinn Stapinn opnaði vorið 2017 en hann er á Arnarstapa, nokkra kílómetra frá Hellnum. Nafnið er með vísun í marga staði, Stapann í Njarðvík, fjallið Stapafell í nágrenninu, Stapann á Vatnsleysuströnd og svo auðvitað Arnarstapa. Í góðu veðri situr fólk úti á pallinum fyrir utan staðinn með einn kaldan á kantinum og jafanvel djúpsteiktan þorskhnakkann. Sólin var ekki dugleg að sýna sig fyrri part sumars en gerði það í ágúst. „Grunnhugmyndin í Stapnum er önnur en á Prímus Kaffi. Við bjóðum upp á æðislegan fisk og

franskar með þorskhnakka, flotta grillaða hamborgara, kökur og ís og bjór á krana. Þetta er meiri skyndistaður en kaffihúsið á Hellnum. Við höfum fengið góðar móttökur og viljum þróa staðinn meira. Mig langar mikið til að hafa litla tónleika af og til svona af því ég dansaði nú oft í Stapanum í Njarðvík,“ segir hún og hlær.

Magnað umhverfi

En hvaðan koma viðskiptavinirnir á staðina þeirra? „Þetta eru 90% útlendingar en einnig fólk úr nærliggjandi bæjum, t.d. Ólafs-

„Við kippum okkur ekki upp við það þó það komi núna nokkrar rútur með á annað hundrað manns. Við rúllum við því upp.“

vík og Hellisandi. Það koma margir eldri borgarar þaðan, taka rúnt og fá sér kaffi hjá okkur. Okkur finnst það æðislegt. Útlendingarnir eru mjög ánægðir með matinn okkar, ekki síst heimagerða rétti og súpur en líka fisk og franskar,“ segja þau bæði. En hvað er það sem heillar ferðamenn á Snæfellsnesi? „Fólk er mjög hrifið af náttúrunni. Snæfellsjökullinn er magnaður en líka fjallgarðurinn allur, sjórinn og skemmtileg höfnin, klettaströndin, fuglalífið og falleg gönguleiðin milli Hellna og Arnarstapa. Fólk sem kemur í fyrsta skiptið verður orðlaust, ekki síst í góðu veðri.“ En hvernig sjá hjónin framtíðina. Ætla þau að halda áfram á Snæfellsnesi eða liggur leiðin heim til Keflavíkur? „Þetta er skemmtilegt og við verðum hér áfram en við ætlum að eldast í Keflavík, okkar heimabæ. Ég elska minn heimabæ og gæti alveg hugsað mér að opna einhvern veitingastað á Suðurnesjum þó svo slík hugmynd sé ekki komin á teikniborðið,“ segir Helga og Óli tekur undir það.

Það er ekki amalegt að fá sér sæti úti í blíðunni.

Þorskhnakka-fiskur og franskar slær í gegn á Stapanum.

Ljósanæturtilboð í Apótekaranum Keflavík og Fitjum

20%

20% afsláttur af öllum vörum

10%

10% afsláttur af lausasölulyfjum afsláttur gildir 30. ágúst – 2. september

Apótekarinn Keflavík

Apótekarinn Fitjum

- lægra verð


50

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

HÓTEL OG HEILSULIND

BLÁA LÓNSINS

EINN AF 100 BESTU STÖÐUM HEIMS

Fluttum rigninguna með okkur til Danmerkur – Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, rifjar upp sumarið 2018 „Sumarið mitt einkenndist aðallega af sölu og kaupum á nýju heimili fyrir okkur og svo flutningum í kjölfarið á því. Engu að síður þá vorum við dugleg að skreppa í styttri túra á húsbílnum okkar. Við byrjuðum í snjókomu í maí og vorum að koma úr alls konar veðri í Kerlingarfjöllum og á Kili,“ segir Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, spurður út í sumarið 2018. „Það sem þó stendur upp úr frá liðnu sumri er ferð sem meirihluti fjölskyldunnar fór í sumarhús á Sjálandi í Danmörku. Reyndar fluttum við rigninguna með okkur þangað

og kættust Danirnir mjög við það. Danmörk tekur alltaf vel á móti manni og býður upp á endalausa afslöppun og afþreyingarmöguleika“.

Hvernig verður Ljósanótt hjá þér? „Frá því að ég flutti hingað til Reykjanesbæjar aftur þá hef ég verið þátttakandi í tónlistarveislunni í Duushúsum eftir hádegi á laugardeginum þannig að það hefur markað laugardaginn nokkuð hjá manni. Ég hef alltaf sótt sýningar heimamanna hvers eðlis sem þær eru og dáist alltaf að því hversu frjótt og hæfileikaríkt fólk býr hér,“ segir Þorvarður Guðmundsson.

Vinnueftirlitið óskar að ráða eftirlitsmann til starfa við tækja- og vélaeftirlit á Suðurnesjum

Time Magazine hefur valið nýtt hótel og heilsulind Bláa lónsins sem einn af hundrað bestu stöðum heims 2018 „Þetta er mikill heiður fyrir okkur enda er Time Magazine eitt víðlesnasta tímarit heims,“ segir Már Másson, yfirmaður markaðs- og mannauðsmála hjá Bláa Lóninu. „Athyglin sem nýja hótelið, heilsulindin og veitingastaðurinn hafa fengið, á þeim stutta tíma sem liðinn er frá opnun, er enn ein rósin í hnappagat starfsfólks Bláa lónsins.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Time Magazine velur Heimsins bestu staði en þeim er skipt niður í þrjá flokka; þjóðgarða og söfn, veitingastaði og hótel. Ritstjórar og fréttaritarar tímaritsins stóðu að valinu ásamt hópi sérfræðinga í ferðaþjónustu. Hver staður var metinn út frá nokkrum lykilþáttum – þar á meðal gæðum, frumleika, nýsköpun og sjálfbærni.

Í Time Magazine segir meðal annars að mikil fjárfesting hafi átt sér stað í ferðamannaiðnaðinum á undanförnum árum og að Bláa lónið sé eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar hafi nú opnað nýtt hótel sem er umlukið 800 ára gömlu hrauni, þar sé að finna dýrindis veitingastað, neðanjarðarheilsulind og 62 herbergi, þar af fjögur sem hafi aðgang að einkalónum. Listi Time Magazine er afar fjölbreyttur og telur 100 staði í sex heimsálfum og 48 löndum – allt frá vatnsrennibrautagarði í Texas, sem er sniðinn að þörfum barna með sérþarfir, yfir til neðansjávarbyggðar á Maldíveyjum og, sem fyrr segir, nýs hótels og heilsulindar Bláa lónsins. Sjálft Bláa lLónið er eitt þekktasta vörumerki Íslands og hefur National Geographic meðal annars valið það sem eitt af 25 undrum veraldar.

Helstu verkefni eru: • Tækja- og vinnuvélaeftirlit, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum • Fræðsla á námskeiðum Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknimenntun, t.d. vélfræði, vélvirkjun eða bifvélavirkjun • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu, s.s. vinna við stjórn og/eða viðgerðir vinnuvéla • Skipulagshæfni, sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi • Sveigjanleiki og mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Góð íslenskukunnátta og þjálfun í framsetningu ritaðs máls • Kunnátta í ensku og/eða Norðurlandamálum er æskileg • Tölvufærni • Reynsla af fræðslu- og kynningarstarfi kostur

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Um er að ræða 100 % starf með aðsetur að Krossmóum 4a, 260 Reykjanesbæ. Eftirlitssvæðið nær yfir Suðurnesin. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Vinsamlegast sækið um á vef Vinnueftirlits ríkisins eða á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til og með 10. september. nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Guðmundsson s.550 4600. Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu www.vinnueftirlit.is.

Frumkvæði - Forvarnir - Fagmennska

KÆRU SUÐURNESJAMENN OG GESTIR LJÓSANÆTUR, HITTUMST HRESS OG KÁT Á LJÓSANÓTT. VERÐUM MEÐ OPIÐ ALLA DAGANA FRÁ HÁDEGI Á FIMMTUDAG.

ALLIR VELKOMNIR!

WWW.FACEBOOK.COM/LOBSTER-HUT


Nýr upplýstur KEF Bar opnar á Ljósanótt

Víking bjórbíllinn mætir á svæðið á föstudeginum og laugardeginum og verður bjórinn á 600 kr.

Gunni Palli vínáhugamaður frá Port9 vínbar mætir í heimsókn á laugardeginum frá kl 15:00 til 21:00.

Tveir fyrir einn af völdum gæðavínum og kokteilum alla Ljósanæturhelgina. Eftir miklar endurbætur mun einn glæsilegasti bar Suðurnesja opna á Hótel Keflavík & Diamond Suites. Okkur langar að bjóða Ljósanæturgestum að kíkja inn til okkar og gæða sér á eðalvínum, hlusta á góða tónlist og upplifa 5 stjörnu lúxus í góðra vina hópi í hjarta miðbæjarins. Opnunartíminn á barnum yfir Ljósanæturhelgina er fimmtudag til sunnudags kl 16:00 - 00:00

Hótel Keflavík & Diamond Suites • Vatnsnesvegur 12 • 230 Keflavík • Sími: 420 7000


52

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Veðurblíða

á Sandgerðisdögum

GÓÐA SKEMMTUN Á LJÓSANÓTT

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

560-5500

Unnur Svava Sverrisdóttir unnur@alltfasteignir.is 868-2555

Elinborg Ósk Jensdóttir elinborg@alltfasteignir.is 823-1334

Páll Þorbjörnsson pall@alltfasteignir.is 698-6655


LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Sandgerðingar þurftu að sameinast Garði til að fá gott veður á Sandgerðisdögum. Það segja gárungarnir a.m.k. en einmuna veðurblíða lék við Sandgerðinga og gesti þeirra á Sandgerðisdögum í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um nýliðna helgi. Ljósmyndarar Víkurfrétta, þau Hilmar Bragi Bárðarson og Sólborg Guðbrandsdóttir tóku meðfylgjandi myndir á hátíðarhöldunum sl. laugardag. Fleiri myndir má sjá á vf.is og myndskeið frá flugeldasýningu björgunarsveitarinnar við höfnina, sem var glæsileg.

SMÁSKIPANÁMSKEIÐ 12m og styttri Nám í stað - og fjarnámi (dreifnám) sem veitir atvinnuréttindi

Smábátanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30 brl. réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteini nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám, m.a. siglingafræði, siglingareglur, stöðugleiki skipa, slysavarnir, siglingatæki, fjarskipti og aflameðferð. Kennt verður í þremur lotum, en nemendur vinna síðan verkefni á milli. Fyrsta lota verður kennd helgina 21.- 23. september, næsta lota 26.- 28. október og síðasta lota og próf 23.-25. nóvember. Kennari: Staður: Verð:

Gunnlaugur Dan Ólafsson Kennt verður í húsnæði Fisktækniskóla Íslands, Víkurbraut 56 í Grindavík. Námskeiðsgjald, sjókort og öll námsgögn 145.000 kr. Áhöld, sirkil (hringfara), reglustiku og gráðuhorn útvega nemendur sér sjálfir. Umsóknir: Umsóknarfrestur er til 10. september. Umsóknum skal skila með skráningu á heimasíðu skólans www.fiskt.is eða í síma 412-5966. Námið er háð því, að tilskildum lágmarksfjölda verði náð. Nánari upplýsingar hjá Gunnlaugi Dan í síma 841-8333 gunnlaugurdan@fiskt.is eða í síma 412-5966 Fisktækniskólinn.

Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is

53


54

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Suðurnesjamaðurinn Dagný Alda Steinsdóttir rekur veitingastaðinn Cafe Dunhaga á Tálknafirði yfir sumarmánuðina þar sem hún býður ferðamönnum og heimamönnum upp á mat í héraði í skemmtilegri umgjörð. Ég ákvað að líta við hjá þessari kjarnakonu sem er innanhússarkitekt og með MA í menningarstjórnun en hefur tekið að sér mörg ólík verkefni og má þar nefna kosningastjórn og framboð til sveitarstjórnar sem og nýsköpun í byggingariðnaði og þá vakti hún athygli þegar hún leiddi mótmæli gegn kísilveri í Helguvík. Tálknafjörður er ekki stór bær, þar búa rúmlega tvö hundruð manns og margir vinna þar við fiskeldi sem er vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum. Ég ek í gegnum bæinn og þá blasir fljótlega við mér stórt timburhús sem áður þjónaði sem félagsheimili. Dunhagi er við sundlaug bæjarins og tjaldstæði og því mikill fjöldi ferðamanna sem á þar leið um.

If you can´t stand the heat, get out of the kitchen

Þegar ég geng inn í þetta sögufræga hús heyri ég strax hlátrasköll sem koma úr eldhúsinu. Ég læt vita af mér og fljótlega kemur Dagný fram og fagnar mér með svuntu um sig miðja og roða í kinnum eða eins og menn segja í Ameríkunni: „If you can´t stand the heat, get out of the kitchen.“ Dagný þekkir þar vel til enda bjó hún í Arizona í 26 ár áður en hún flutti heim til Íslands.

Beltisþari, þorskur og kótilettur í Dunhaga Þorskhnakkinn góði

Hún biður mig að hinkra meðan hún klárar í eldhúsinu og ég nota tækifærið og skoða mig um. Við innganginn hangir beltisþari sem hefur verið þurrkaður og á viðargólfunum sem hafa verið gerð upp eru fallegar mottur sem gera staðinn hlýlegan. Á veggjum er upprunalegur panill en aðrir veggir hafa verið málaðir í skærum litum. Stigi liggur upp á efri hæð en þar er salur sem leigður verður út til veisluhalda. Eftir nokkra stund gefur Dagný sér tíma til þess að setjast niður með mér á pallinum fyrir utan Dunhaga en þar er stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn í einstakri fuglaparadís. Krían er nokkuð skæð og við sjáum skelkaða ferðamenn snúa aftur bogna í baki og hlaupandi við fót eftir að hafa gert tilraun til þess að ganga meðfram veginum. „Krían þarf að fá frið“, segir Dagný en nú stendur varptíminn sem hæst. „Erlendu ferðamönnunum finnst gaman að skoða sig um en þetta er hennar varpsvæði og allur umgangur hefur slæm áhrif á varpið,“ segir Dagný og er mikið niðri fyrir. „Fólk verður að virða það.“ Hvernig stendur á því að þú ert að reka veitingastað á Tálknafirði af öllum stöðum?

„Það vill þannig til að móðurfólkið mitt er héðan úr Tálknafirðinum. Afi minn og amma og sömuleiðis langafi og langamma voru bændur á Innstu Tungu en þar fæddist móðir mín, Hildur Guðmundsdóttir, á baðstofuloftinu. Ég kom oft í sveitina til afa og ömmu og síðar fluttum við fjölskyldan vestur í nokkur ár þegar faðir minn Steinn Erlingsson réði sig sem vélstjóra á Maríu Júlíu sem var gerð út hér á firðinum.” Þú leggur einmitt mikla áherslu á fólkið hér á Dunhaga en á veggjum má sjá fjöldann allan af gömlum ljósmyndum af fólkinu sem hér bjó. „Já ég tók mig til og safnaði gömlum myndum af fólki héðan af svæðinu og rifjaði upp sögu þeirra með gömlum frændum sem enn muna gamla tíma. Úr varð myndasafn og krassandi sögur sem heilla ferðamanninn, enda staður ekkert án fólks.”

Ferskt hráefni úr héraði

Hugmyndin að rekstrinum kviknaði árið 2013 þegar Dagný var fyrir vestan um páska og þá fannst henni bagalegt að hvergi væri hægt að tylla sér niður til að fá sér kaffi eða öl. „Mér leist vel á Dunhaga enda rótgróið félagsheimili með veitingaaðstöðu sem lítið var nýtt. Ég leitaði því til kvenfélagskvenna sem áttu húsið og þær samþykktu að leyfa mér að opna matsölustað þá um sumarið. Og hér er ég enn segir Dagný og hlær hressilega. Dagný leggur áherslu á gott hráefni úr firðinum og þar er af nógu að taka. „Ég er að sjálfsögðu mikið með fisk enda nóg af honum hér. Þorskinn, karfann og rauðsprettuna kaupi ég á strandveiðimarkaðnum, silunginn frá eldinu hér á Tálknafirði og svo auðvitað íslenska lambakjetið sem er auðvitað best. Í sumar hafa lambakótilettur í raspi með heimagerðu rauðkáli, steiktum rófum og turmeric kartöflumús slegið í gegn og þá er Tungusilungurinn sívinsæll og þykir með betri silungi sem alinn er hér á landi. Hann er borinn fram með villisvepparísottó, djúpsteiktum beltisþara, hundasúru og fjörukálssalati. Þá er tilvalið að fá sér heita rabbarbaraköku með þeyttum rjóma í eftirrétt - er eitthvað íslenskara en það?“ spyr Dagný ákveðin. Ég verð að spyrja, beltisþari? „Ég reyni að nota allt sem vex hér í kring eins og grös og jurtir en beltisþarinn er ný uppgötvun hjá mér. Hann verður að tína á vissum tímum og svo er hann þurrkaður en hann er bæði ríkur af steinefnum

Nú standa yfir framkvæmdir á efri hæð Dunhaga og þá er tekið til hendinni á milli vakta í eldhúsinu.


LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

55

Fólkið og sögurnar prýða veggina og minna á liðnar kynslóðir.

og vítamínum og gott meðlæti með fiskinum.“ Félagsheimilið Dunhagi var byggt árið 1931 af stórstúkunni en þegar húsinu var breytt í samkomuhús dunaði dansinn í Dunhaga. Að sögn Dagnýjar er það húsið sem skapar umgjörðina um matinn og menn finni sálina og söguna þegar þeir stíga fæti inn á timburgólfið. „Nú höfum ég og Guðmundur maðurinn minn fest kaup á húsinu og framundan eru framkvæmdir við að færa það í upprunalegt horf.” Hún horfir á mig íbyggin og bætir við. „Svo hef ég verið að teikna viðbyggingu við húsið sem ef til vill verður hótel þegar fram í sækir.“

Þá er bara að henda púddunum í skottið

Cafe Dunhagi hefur fengið góða umsögn hjá ferðamönnum og fullt hús stiga hjá TripAdvisor auk stjörnu hjá Lonly planet. Það er augljóst þegar fylgst er með Dagnýju að störfum að þar vegur þungt persónuleg þjónusta og glaðværð vertsins sem á það jafnvel til að stríða gestum sínum góðlátlega en hún er hafsjór af fróðleik um svæðið og það kunna gestir að meta. Að lokum býður Dagný mér upp á splunkunýjan þorskhnakka sem ég borða með góðri lyst en á sama tíma dettur inn tuttugu manna hópur af Íslendingum í lopaeysum, sem vilja allir kótilettur. „Elskurnar mínar,“ segir Dagný syngjandi og hverfur inn í eldhús.

VIÐTAL

Það þarf ákveðni og úthald til þess að reksturinn gangi upp og að mörgu er að hyggja og viðurkennir Dagný að hún sé oft hálf lúin í lok sumars og sverji þá af sér staðinn. „En þegar vorar er ég aftur full tilhlökkunar að komast vestur á firði, í heimalandið mitt. Þá er bara að henda púddunum mínum aftur í skottið og aka af stað, syngjandi alla leið í fjörðinn og sæluna - með þær gaggandi undir.”

Þegar Dagný dvelur á Tálknafirði hefur hún aðsetur í Gamla bæ sem afi hennar og amma byggðu en bæjarstæðið er 200 ára gamalt og áður stór þar torfbær. Nú sefur Dagný þar á gamla baðstofuloftinu. Bærinn er ekki stór en dugar fyrir stórhuga konu og nokkrar púddur - en þær hafast þó við í fjósinu.

Dagný Maggýjar dagny@gmail.com

Unnið er að breytingum á efri hæð Dunhaga og hefur hún verið færð til fyrra horfs, hér má sjá sviðið sem hefur verið lokað af með bókahillum.

Á LJÓSANÓTT ER OPIÐ FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS

FRÁ KLUKKAN 17:00 TIL 22:00 OPIÐ Í HÁDEGINU ALLA VIRKA DAGA 11–14 FISKRÉTTIR // STEIKUR // SALÖT HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

AF GRILLINU: HREFNA // NAUT // LAMB // LAX // AUK ANNARA RÉTTA MATSEÐILINN ER Á WWW.SOHO.IS TILVALIÐ FYRIR VINNUSTAÐI AÐ PANTA OG SÆKJA Soho Catering - Veisluþjónusta // Hrannargata 6 // Sími: 421 7646 // www.soho.is


56

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

ELVA DÖGG SIGURÐARDÓTTIR ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR

„The Alchemist eftir Paulo Coelho fær mann til þess að hugsa aðeins um það hvort maður sé á réttri leið í lífinu.“

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar Elva Dögg Sigurðardóttir háskólanemi í tómstunda- og félagsmálafræði en hún starfar einnig í Fjörheimum, hjá KVAN og er þjálfari í Metabolic. Elva spændi upp allt skólabókasafnið í Holtaskóla á sínum yngri árum en undanfarin ár hefur yndislesturinn oft vikið fyrir skólabókunum í háskólanum. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég er mjög dugleg að byrja á nýrri bók áður en ég klára þá sem ég er að lesa. Núna er ég með þrjár bækur á náttborðinu; El Zahir eftir Paulo Coelho, The Life-Changing Magic of Not Giving a F**k eftir Sarah Knight og síðast en ekki síst er það Dimma eftir Ragnar Jónasson. Hver er uppáhaldsbókin? Ég get ekki nefnt aðra en barnabókina Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur. Þessi bók fangaði mig alveg sem barn. Hver er uppáhaldshöfundurinn? Ég hef lesið mest eftir Yrsu Sigurðardóttur svo ég held hún verði að eiga þann titil en undanfarið hef ég líka verið að lesa bækur eftir Paulo Coelho og hefur hann fengið mig til þess að velta vöngum yfir ýmsum hlutum í lífinu. Hvaða tegundir bóka lestu helst? Ég les helst glæpasögur og einstaka sálfræðitrylli. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Ofangreind barnabók – Loforðið. Þetta er hugljúf og í senn mjög sorgleg saga sem hafði mikil áhrif á tólf ára mig og þó þetta sé barnabók hef ég lesið hana margoft eftir það. Hvet alla krakka til þess að lesa hana! Hvaða bók ættu allir að lesa? Mér finnst að allir ættu að lesa The Alchemist eftir

Paulo Coelho, hún fær mann til þess að hugsa aðeins um það hvort maður sé á réttri leið í lífinu. Hvar finnst þér best að lesa? Ég gæti alveg vanist því að lesa oftar á ströndinni, annars þykir mér best að lesa uppi í sumarbústað. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Fyrir þá sem hafa ekki lesið The Secret eftir Rhonda Byrne mæli ég klárlega með henni. Síðan langar mig að mæla með einni eftir Albert Espinosa, hún heitir á spænsku Todo lo que podríamos haber sido tú y yo si no fuéramos tú y yo. Enska þýðingin væri þá Everything You and I Could Have Been If We Weren’t You and I - Góður sálfræðitryllir sem ég mæli með! Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Ég held ég tæki bókina Abre los ojos eftir Raquel Solé Coronado en hún er búin að vera lengi á listanum hjá mér, örugglega fínt að lesa hana aftur og aftur. Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

M A N N A U Ð S R Á Ð G J A F I Í K E F L AV Í K Mannauðsráðgjafi heldur m.a. utan um ráðningar, sér um skipulagningu á móttöku nýrra starfsmanna og frágang á starfslokum. Ráðgjöf og þjónusta við stjórnendur og starfsmenn eru mikilvægur þáttur, skráningar og vinna við innri vef, starfsmannahandbók og fleiri mannauðstengd verkefni.

Hæfniskröfur

Upplýsingar um starfið veitir Haukur Arnarson, haukur.arnarson@isavia.is.

• Þekking á kjarasamningum og launavinnslu er kostur

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði • Reynsla af mannauðsmálum er nauðsynleg • Reynsla af ráðningum er kostur • Reynsla af mannauðskerfum er kostur

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR: 9. S E P T E M B E R

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Karen starfar sem NOTAM sérfræðingur á flugleiðsögusviði. Hún er hluti af góðu ferðalagi.


HLÍÐARHVERFI NÝTT HVERFI Í REYKJANESBÆ KOMIÐ Í SÖLU HJÁ OKKUR

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA SÖLUMENN OKKAR

Guðlaugur H. Guðlaugss. löggiltur fasteignasali laugi@studlaberg.is 863 0100

Brynjar Guðlaugss. löggiltur fasteignasali brynjar@studlaberg.is 896 5464

Halldór Magnúss. löggiltur fasteignasali dori@studlaberg.is 863 4495

Haraldur Guðmundss. löggiltur fasteignasali halli@studlaberg.is 661 9391

Guðbjörg Pétursd. gugga@studlaberg.is

Hafnargata 20, 230 Reykjanesbæ · 420 4000 · studlaberg@studlaberg.is


58

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Ljósanótt 2018

Vinátta – Væntumþykja – Virðing Ljósanótt er fjölskylduhátíð þar sem allir geta fundið sér skemmtun við hæfi. Miðbærinn okkar iðar af mannlífi á fimmtudagskvöldinu þegar vinhópar taka sig saman og gera sér dagamun. Samheldni og gleði barnanna við setningarathöfn hátíðarinnar hefur fengið okkur öll til að hrífast með undanfarin ár og verður gaman að fylgjast með hvernig til tekst með breytt fyrirkomulag í ár. Árgangagangan kallar saman gamla og nýja vini og fjölskyldur njóta sín á mörgum viðburðum hátíðarinnar sem nær hámarki á laugardagskvöldinu. Frá upphafi hefur samheldni verið leiðarljós í dagskrá Ljósanætur. Fjölskyldur og vinir eru saman og þannig viljum við hafa það. Skemmtum okkur með börnunum okkar og verum þeim góð fyrirmynd. Pössum upp á að börnin séu ekki eftirlitslaus úti eftir lögbundinn útivistartíma, hvort sem það er Ljósanótt eða önnur kvöld. Pössum líka upp á hvert annað,

gerum það sem við getum til þess að allir fái notið gleðinnar og samverunnar. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað ört og mikið undanfarið. Mikið er af nýjum íbúum og er Ljósanæturhátíðin kjörin til þess að bjóða þá velkomna. Sýnum nýjum íbúum virðingu og væntumþykju – bjóðum alla velkomna.

Pössum upp á að börnin séu ekki eftirlitslaus. Ljósm.: OZZO

Bjóðum alla velkomna á Ljósanótt. Ljósm.: Reykjanesbær

SJÓBÚÐ

Reykjanesbær er fjölmenningarsamfélag. Hér býr fólk sem hefur ólíkan menningaruppruna og sögu en hefur jöfn réttindi og tækifæri í samfélaginu. Enginn skal vera afskiptur og engum á að líða eins og hann sé minna mikilvægur en aðrir íbúar. Það er margsannað að vinátta og væntumþykja er besta forvörnin. Með virðingu, væntumþykju og vináttu getum við sýnt nýju íbúunum að hér viljum við að öllum líði vel. Í því

SEA & SALT WORKSHOP

Á Ljósanótt verður opið fyrir gesti og gangandi í framleiðslufyrirtæki og verslun Urta Islandica að Básvegi 10. Þar munu frumkvöðlarnir Sigurður Magnússon og Þóra Þórisdóttir segja frá íslenskum jurtum, nýtingu þeirra og möguleikum í matvælavinnslu ásamt því að sýna inn í framleiðslurými fyrirtækisins.

felst ekki aðeins forvörn heldur líka almenn farsæld og hamingja. Ég hef nýhafið störf hjá Reykjanesbæ sem verkefnastjóri fjölmenningarmála. Hlutverk mitt er að styrkja og efla fjölmenningarsamfélag Reykjanesbæjar. Til þess að svo megi verða þurfum við að vinna verkið saman og óska ég hér með eftir liðsstyrk ykkar, kæru íbúar. Þær vikur sem ég hef verið í starfi hef ég fundið mikinn meðbyr með verkefninu og því hlakka ég til frekari starfa.

Eftirvænting íbúa Reykjanesbæjar eftir Ljósanótt hefur verið áþreifanleg síðustu vikurnar. Gleðin er systir eftirvæntingarinnar, látum hana fylgja. Ljósanótt er svo sannarlega fjölmenningarleg fjölskylduhátíð. Sjáumst, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála Velferðarsvið Reykjanesbæjar

SJÓBÚÐ - BÁSVEGUR 10 Opnunar�mi á Ljósanó� Miðvikudagur 29.08 opið 12 – 20 Fimmtudagur 30.08 opið 12 – 20 Föstudagur 31.08 opið 12 – 20 Laugardagur 01.09 opið 12 – 18 Sunnudagur 02.08 opið 12 – 18

Boðið verður upp á ýmis konar smakk úr tilraunaeldhúsinu og allir gestir verða leystir út með lítilli gjöf.

www.urta.is - urta@urta.is - +354 4701305

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! @urtafamily


LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg. UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Sterkari saman Suðurnesjamenn þurfa aukna fjármuni frá ríkinu til að bæta opinbera þjónustu á svæðinu, ekki síst til að styrkja rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það er mikilvægt að ríkið taki fordæmalausa fjölgun íbúa með í reikninginn, sérstaka íbúasamsetningu og fjölda ferðamanna þegar fjárlög eru sett. Við sem höfum aðkomu að stjórnsýslunni þurfum að vera samtaka um að breyta því og missa okkur ekki í pissukeppni. Við erum alltaf sterkari saman.

HVAÐ FENGU SUÐURNESIN 2018?

Í fjárlögum fyrir árið 2018 sáum við viðbætur til svæðisins. Til dæmis voru 200 m.kr. sérmerktar framkvæmdum á Grindavíkurvegi. Öðrum samgönguverkefnum á svæðinu fylgjum við svo eftir við gerð samgönguáætlunar, sem nú stendur yfir. Í fjárlögum var ákveðið að 400 m.kr. færu til reksturs heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, auk 200 m.kr. til tækjakaupa hjá sömu stofnunum. HSS fékk 54 m.kr. úr þeim potti og svo 28 m.kr. til tækjakaupa. Við fengum einnig sjö langþráð dagdvalarrými í Reykjanesbæ. Þar af eru þrjú almenn dagdvalarrými og fjögur fyrir fólk með heilabilun.

SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR

Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri krónur fara til stofnana á Suðurnesjum. Þó að skilningur hafi aukist innan embættismannakerfisins á aðstæðum hér suður með sjó, þá er hann enn ekki nægur. Við stöndum ekki bara frammi fyrir mestu fólksfjölgun sem sögur fara af, heldur erum við einnig með sérstaka íbúasamsetningu, þar sem fjórðungur íbúa er af erlendu bergi brotinn. Einnig er ekki horft nægilega til þess hversu margir fara um flugstöðina á hverjum sólarhring sem hefur t.a.m. stóraukið álag á löggæslu og sjúkra-

flutninga. Þessi staða kallar á að við sem hér búum stöndum enn þéttar saman og höfum hátt.

Árangur

Stundum finnst manni baráttan fyrir hagsmunum svæðisins okkar ganga allt of hægt. En þá má maður ekki gleyma að horfa á litlu sigrana. Eitt skref í rétta átt var að koma inn í texta fyrir fimm ára fjármálaáætlun (sem er ramminn fyrir málasvið ráðuneyta í fjárlögum ár hvert) um taka skyldi tillit til aðstæðna á svæðum. En textinn er á þessa leið: “Fordæmalaus fjölgun íbúa á Suðurnesjum og fjölgun ferðamanna um land allt kallar á skoðun á því hvort fjárveitingar geti í ríkari mæli færst á milli svæða. Meiri hlutinn beinir því til heilbrigðisráðherra að gera endurskoðun fjárveitinga gagnsærri en verið hefur og upplýsa um þá þætti sem ráða úthlutun fjármuna. Þar þarf sérstaklega að horfa til íbúaþróunar á Suðurnesjum þar sem heilbrigðisframlög á íbúa eru lægri en annars staðar á landinu.” Baráttan heldur áfram. Ég vona að þið hafið öll notið sumarsins. Sjáumst á Ljósanótt! Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður

59

38 ÁR FRÁ FYRSTA TÖLUBLAÐI VÍKURFRÉTTA – Atvinnuleysi, nýr kaupfélagsstjóri og svangur Svartbakur Nýr kaupfélagsstjóri, aldurslagasjóður, 550 manns misstu vinnuna og Svartbakurinn heimtar sitt voru meðal fyrirsagna á fyrstu forsíðu Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst 1980. Víkurfréttir fagna um þessar mundir 38 ára samfelldri útgáfu blaðs. Fyrsti útgefendi blaðsins var Prentsmiðjan Grágás en einmitt á sömu forsíðu þessa fyrsta tölublaðs er sagt frá því að útgáfa Suðurnesjatíðinda, forvera Víkurfrétta, hafi legið niðri og ekki tekist að koma út blaði þrátt fyrir tilraunir. Það kom síðan á daginn að Víkurfréttir tóku við keflinu og eru hugsanlega fyrsta fréttablaðið á Íslandi sem er dreift frítt en því var dreift í verslanir, stofnanir, bensínstöðvar og á fleiri stöðvar þar sem fólk gat gripið eintak með sér en þó fyrst um sinn eingöngu í Keflavík og Njarðvík. Í ársbyrjun 1983 urðu tímamót í útgáfunni þegar nýir eigendur tóku við útgáfu blaðsins. Páll Ketilsson, núverandi eigandi VF og Emil Páll Jónsson keyptu blaðið af Grágás og stofnuðu Víkurfréttir eh. Fyrstu tvö, þrjú árin hafði blaðið komið út um það bil hálfsmánaðarlega og treysti á auglýsingasölu en Suðurnesjatíðindi höfðu verið sölu- og áskriftarblað. Páll og Emil breyttu útgáfutíðninni strax í vikulega og dreifðu því áfram frítt á sama hátt en bættu öðrum byggðarlögum á Suðurnesjum við í hópinn.

SMÁAUGLÝSINGAR TIL SÖLU

Nokkru seinna var farið að dreifa blaðinu inn á heimili á Suðurnesjum eins og það er gert í dag. Árið 1986 var þó hugur í mönnum og þá var í nokkra mánuði blaðið gefið út tvisvar í viku. Árið 1993 fór Emil Páll út úr fyrirtækinu og Páll Ketilsson og fjölskylda eignaðist það og rekur fjölmiðilinn sem VF er orðið í dag, vikublað, vefirnir vf.is og kylfingur. is og Sjónvarp VF.

Forsíða fyrsta tölublaðs Víkurfrétta.

LJÓSANÆTURDANSLEIKUR

Félags eldri borgara á Suðurnesjum 2018 verður haldinn föstudaginn 31. ágúst nk. að Nesvöllum kl. 20:00. Miðaverð 1000 kr. Stjórnin

Til sölu iðnaðarbil/geymsluhúsnæði 41,7 fm með millilofti í Hvalvík 2. Upplýsingar gefur Björn í síma 616 2716 eða sendið línu á btk@keilir.net

Laus störf við hreinsun í flugskýlinu í Keflavík Viðhaldsstöð okkar í Keflavík leitar að starfsfólki í hreinsunarstörf. Um er að ræða störf við þrif inní flugvélum og á húsnæði. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er aðra vikuna frá 7:45 til 15:40 mán-fös og hina vikuna frá 16:00 til 1:00 mán-fim. HÆFNISKRÖFUR: | Sjálfstæð vinnubrögð | Aldurstakmark 18 ár Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn fyrir 10. september nk. Nánari upplýsingar veitir: Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri | sveinaj@icelandair.is


60

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?

Skemmtilegt rigningarsumar

– segir Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, sérfræðingur í heilbrigðislausnum hjá Origo „Helsta afrek mitt og fjölskyldunnar rigningarsumarið 2018 var hringferð um landið til að hitta Rún Kormáks vinkonu mína og fjölskyldu hennar á Borgarfirði Eystri,“ segir Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, sérfræðingur í heilbrigðislausnum hjá Origo, spurð út í sumarið 2018. „Suðurlandið var lagt í næturakstri á meðan blóðmáninn lýsti okkur leiðina. Á Borgarfirði eystri gengum við í Stórurð og Dyrfjöll. Fjórtán kílómetra „líkamsrækt“ í stórkostlegri íslenskri náttúru. Það skaðaði ekki að sólin skein á heiðskírum himni og engin hreyfing var á logninu. Svo tókum við auðvitað Druslugönguna líka og tjúttuðum á Bræðslunni. Daði Freyr heillaði fleiri en bara unglingsstelpurnar og hljómsveitin Between Mountains var líka frábær en fagmennskan draup af öllum hljómsveitunum. Við skoðuðum lunda í

Hafnarhólma, fylgdumst með hvölum í höfninni og syntum þar sjálf í ísköldum sjónum“. Guðrún Sigríður segir að heima fyrir hafi fjölskyldan nýtt blautviðrið til jarðvinnu. „Og svo hellulögðum við einhverja 75 fermetra. Nú er verið að steypa vegg á baklóðinni og þar munum við klára pall og heitan pott áður en frystir í haust. Svo skutumst við núna í sumarlok á Landsmót ungmenna í Þorlákshöfn með Ásdísi Hjálmrós (14 ára) og Jóa Krissa (11 ára) sem kepptu auðvitað í þjóðaríþrótt Njarðvíkinga, körfubolta“.

TOBBA ALLTAF HEIMSÓTT Á LJÓSANÓTT

Ertu með hefðir á Ljósanótt? „Það sem ég hef gert síðastliðin ár á fimmtudagskvöldinu á Ljósanótt er að fara út að borða á Library Bistro með Buddunum, saumaklúbbnum mínum, og svo tökum við vinkonurnar röltið og skoðum listsýningar. Sá listamaður sem ég vil alls ekki missa af sýningu hjá er hún Tobba, en hún er með Gallery Tobbu á Hafnargötu 18. Ég er mjög hrifin af listinni hennar, sérstaklega þessum stórkostlegu skúlptúrum sem hún gerir. Ég mæli með að allir komi við

í Gallerýi Tobbu á Ljósanótt og skoði andstæðurnar í verkunum hennar, húmorinn og fegurðina. Ég bað um listaverk eftir Tobbu í afmælisgjöf í desember síðastliðnum og var ég með ákveðið listaverk í huga sem ég vildi og ég fékk það í afmælisgjöf frá eiginmanninum. Það var þessi risastóra könguló sem nú hangir fyrir ofan svefnherbergi sonar okkar. Sumum finnst köngulóin óhugnanleg en hún er stórfengleg að mínu mati og heyrst hefur að von sé á fjölgun í þeirri fjölskyldunni og bætist litlar köngulór á vegginn hjá okkur. Að lokum langar mig að segja líka frá steinaldarmanninum Einari Ben, en hann er móðurbróðir minn og verður með listsýningu á Hafnargötu 35. Hann málar verk í stein sem eru afar falleg og ég mæli með að sem flestir leggi leið sína þangað“.

RsaIlSa hAefst

út fimmtudaginn Á

ð i ð r e v

niður M U J R Við BE

Ein stærsta útsala Húsasmiðjunnar hefst á fimmtudaginn

Hreinlætistæki 25-35% • Blöndunartæki 25-35% • Flísar 25-40% • Harðparket Kaindl 25-40% • Frystikistur 20% • kæliskápar 20%• Frystiskápar 20% • Ryksugur 20-30% Eldavélar 20-30% • Helluborð electrolux 20% • Bökunarofnar electrolux 20% • Smáraftæki í eldhúsið 25% • Olíufylltir rafmagnsofnar 20-35% • Hársnyrtitæki remington 25% Hnífapör 30% • matarstell 30% • Glös og könnur 30% • Pottar og pönnur 30% • Plastbox, geymslubox og körfur 25% • útivistarfatnaður 25-50% Vinnufatnaður 20% • Rafmagnsverkfæri Hitachi 20-30% Rafmagnsverkfæri Dewalt 20% • Rafmagnsverkfæri black+decker 25-35% • Handverkfæri stanley 25% Handverkfæri NeO 25% • Hillurekkar 20% • Garðverkfæri hand, rafmagns og bensín 30% • slönguhjól og úðarara Claber og Verto 40-50% • Verkfæratöskur 30-40% • LJós 25% Þvottahringsnúrur Blome 50% • Áltröppur og stigar 20-25% • Lady innimálning og lökk 20% • Útimálning 30% • Viðarvörn 30% • penslar og rúllur 25% ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA!

Allt pallaefni á TAX FREE

Fura, lerki, skjólveggir, girðingaeiningar, hattar blómapottar o.fl. Gildir einnig af vatnsklæðningu og panil

A ÚTSALAN ER LÍK n husa.is í vefverslu


Góða skemmtun á

REYKJANESBÆ

H

F


62

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA

FÓTBOLTASAMANTEKT Keflvíkingar skoruðu ítrekað í eigið mark og eru fallnir Á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu Keflvíkingar út um leikinn - fyrir sjálfa sig. Tvö sjálfsmörk, það fyrra frá Antoni Frey Hauks Guðlaugssyni og það síðara frá Marc McAusland. Leikur Keflvíkinga var oft með ágætum en ólukkan getur vart verið meiri, að skora tvö sjálfsmörk. Þá fannst heimamönnum einnig á sig hallað í dómgæslu leiksins. Með úrslitum kvöldsins er Keflavík fallið úr Pepsideildinni þrátt fyrir að eiga fjóra leiki eftir. Liðið hefur aðeins fjögur stig.

Hætta við Keflavíkurmarkið . VF-mynd/hilmarbragi

Grindvískt tap gegn Fylki Grindavík tapaði fyrir Fylki með þremur mörkum gegn einu í Pepsideildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla sl. mánudagskvöld. Leikið var á Floridana-vellinum. Fylkismenn komust yfir á 50. mínútu með marki Daða Ólafssonar. Grindvíkingar jöfnuðu þegar William Daniels skoraði örfáum sekúndum

eftir að honum hafði verið skipt inná fyrir José Sito Seoane. Grindvíkingar voru ekki lengi í paradís því Fylkismenn komust að nýju yfir fjórum mínútum síðar með marki Ragnars Braga Sveinssonar og Daði Ólafsson innsiglaði svo sigur Fylkis átta mínútum fyrir leikslok. Grindavík er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig.

No dogs or women allowed Ég er golfari. Ég er líka golf-foreldri. Við það breyttist ýmislegt. Ég stunda golf mun sjaldnar eftir að ég fór að vera meira á hliðarlínunni sem foreldri. Áhuginn hefur hins vegar aukist til muna þrátt fyrir að draumar mínir um atvinnumennsku hafi gufað upp. Djók. Ég er fáranlega léleg í golfi. En áhuginn er mikill. Tilgangur þessara skrifa er ekki til að fræða ykkur um íþróttina sem slíka enda margir betur til þess fallnir en ég. Hins vegar langar mig að ræða þá staðreynd að kvenkylfingar fá ekki sömu umfjöllun og athygli og karlkylfingar. Því miður á það ekki eingöngu við um þessa íþrótt en munurinn verður kannski greinilegri þar sem konur og karlar keppa oft í sömu mótunum. Held að flestir sem fylgjast með íþróttum verði varir við þennan mismun milli kynja, sérstaklega þó foreldrar. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að fylgjast með íslenskum afrekskylfingum á Íslandsmótinu í golfi sem haldið var í Vestmannaeyjum í sumar. Frábært mót í alla staði, keppendur (karlar og konur) að spila framúrskarandi golf við fullkomnar aðstæður. Þegar keppendur voru ræstir út þá voru nöfn keppenda tilkynnt af ræsi, eins og venja er í atvinnumanna-

mótum erlendis. Hjá körlunum var búið að setja upp sérstakt hljóðkerfi þannig að það bergmálaði hátt og snjallt um allan Herjólfsdal hverjir væru að fara út í hvert sinn. Hjá konunum var hins vegar ekki hljóðkerfi og ræsirinn skottaðist niður á kvennateiginn og las upp nöfn keppenda fyrir nærstadda. (innskot: karlar og konur eru sem sagt ekki ræstir út á sömu teigum). Auðvitað er gaman að því þegar vel er staðið að hlutunum og splæst í „fancy“ hljóðkerfi, en þegar mismununin er svo mikil og greinileg þá snúast svona hlutir í andhverfu sína. Þetta varð bara hallærislegt og grátbroslegt. Grátbroslegt því þrátt fyrir að hafa hlegið innilega að þessu þá er svona mismunun alvarlegt mál þó hún virðist léttvæg. Þá að fyrirsögn þessarar greinar. Fyrirsögnin er vísun til frægs skiltis sem elsti skipulagði golfvöllur í heimi, Muirfield í Skotlandi, hafði uppi fram á þessa öld. Það var ekki

Víðir sigraði á heimavelli og Þróttarar með sannfærandi sigur Víðir sigraði 2:1 á Fjarðabyggð á heima­velli sínum í Garðinum í sl. laugadag í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Nágrannar þeirra úr Vogum, Þróttarar náðu í sigur á Egilsstöðum. Það var fjör í leiknum í Garði. Marinó Máni Atla­son og Dej­an Stamen­kovic fengu báðir beint rautt spjald á 32. mín­útu og léku því tíu í hvoru liði í um klukku­tíma. Andri Gísla­son kom Víði yfir á 32. mín­útu og Al­eks­and­ar Stoj­kovic jafnaði úr víti á 55. mín­útu. Mehdi Hadra­oui átti hins veg­ar loka­

orðið á 72. mín­útu er hann tryggði Víði sig­ur­inn. Víðis­menn eru að sigla út úr mestu fall­hætt­unni. Á Eg­ils­stöðum vann Þrótt­ur Vog­um 3:1-sig­ur á Hetti. Örn Rún­ar Magnús­ son kom Þrótti yfir á 32. mín­útu og Ragn­ar Þór Gunn­ars­son og Enok Eiðsson skoruðu tvö mörk sitt hvoru meg­in við hálfleik­inn og komu Þrótti í 3:0. Miroslav Babic minnkaði mun­inn fyr­ir Hött á 89. mín­útu úr víta­spyrnu. Þrótt­ar­ar sigla lygn­an sjó um miðja deild á sínu fyrsta ári í 2. deild.

Grindvíkingar munu tefla fram mikið breyttu liði í Domino’s deildinni í körfubolta í vetur. Þriðji útlendingurinn bættist í hópinn í vikunni þegar þeir gengu frá samningi við Terrell Vinson en hann lék með Njarðvík síðasta vetur. Vinson var með 22,1 stig, 9,7 fráköst og 24.1 framlagsstig að meðaltali í leik með Njarðvík í fyrra. Dagur Kár, Ingvi Þór, Ómar Örn og Þorsteinn Finnboga hafa allir yfirgefið liðið ásamt Sigurði Þorsteinssyni. Á móti hefur liðið fengið þá Hlyn Hreinsson, Nökkva Harðarson og Sigtrygg Arnar Björnsson. Fyrr í sumar var samið við erlendu leikmennina Michalis Liapis og Jordy Kuiper.

Grindavíkurstúlkur eru í fallhættu.

Njarðvíkingar misstu niður sigur sem var í seilingarfjarlægð í Inkassodeildinni þegar þeir fengu á sig mark gegn ÍR í leik liðanna sl. fimmtudagskvöld. Lokatölur urðu 1-1. Njarðvíkingar komust í 1-0 forystu á 31. mínútu með marki Kenneth Hogg. Mark gestanna kom eftir aukaspyrnu en boltinn fór í gegnum þvögunar í vítateig Njarðvíkinga vog gestirnir náðu að pota boltanum í netið. Njarðvíkingar eru komnir með 18 stig og eru áfram í 8. sæti. Þeir mega ekki missa flugið á lokasprettinum til að lenda ekki í fallsæti. Selfoss, næsta neðsta liðið er með 15 stig.

ÍÞRÓTTAHÚSINU VIÐ SUNNUBRAUT LAUGARDAGINN 1. SEPTEMBER FRÁ KL. 10:00 TIL 13:00.

Keflavík er í efsta sæti Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu en liðið vann Sindra á útivelli sl. laugardag 0-4. Fyrirliðinn Natasha Moraa Anasi skoraði þrennu fyrir Keflavík og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eitt mark. Í sömu umferð tapaði Fylkir fyrir ÍA 0-2. Keflavíkurstúlkur eru því í efsta sæti með 37 stig, einu meira en Fyltkir en einum leik meira. Í 3. sæti er ÍA, sex stigum á eftir Keflavík. Þegar þremur umferðum er ólokið er fátt sem kemur í veg fyrir að bítlabæjarliðið lendi í 1. eða 2. sæti og því ljóst að það mun leika í Pepsi-deild kvenna á næsta ári. Grindavíkurstúlkur í Pepsi-deildinni töpuðu stórt gegn sameinuðu liði HK og Víkings um sl. helgi 0-4. Grindavík á eftir leiki gegn ÍBV, og svo gegn KR og FH, en þessi þrjú lið munu væntanlega berjast um að bjarga sér frá falli þar sem þau sitja nú í þremur neðstu sætum deildarinnar.

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi skipum verður háð á skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík: SÆLJÓS, GK (FISKISKIP), fnr. 1315 , þingl. eig. Útgerðarfélagið Styrmir ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 08:40.

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir:

UR KEFLAVÍK

fyrr en í fyrra, já árið 2017, að konur fengu fyrst að sækja um inngöngu í klúbbinn. Fram að þeim tíma var klúbburinn eingöngu opinn karlkyns kylfingum. Ég er ekki að halda því fram að við séum enn á þessum stað. En þrátt fyrir alla umræðuna þá við eigum ennþá svo langt í land með að jafna þennan mun. Í alvöru, það er 2018! Hysjum upp um okkur þjálfarar, foreldrar, íþróttafréttamenn og aðrir sem hafa með golfið og aðrar íþróttagreinar að gera. Ekki prenta það inn hjá stelpunum okkar að þær eigi skilið minni athygli eða séu síðri en strákarnir. Það er ekki gott veganesti út í lífið.

UPPBOÐ

TJÚLLA, GK (FISKISKIP), fnr. 2595 , þingl. eig. Gotti ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 4. september nk. kl. 08:45.

DEILDAR ATTLEIKS KÖRFUKN

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

Keflavíkurstúlkur í góðum málum - Grindavík í slæmum

Grindvíkingar safna liði

Njarðvíkingar fengu mark á sig í uppbótartíma

Þróttur og Víðir skildu jöfn í nágrannaslag . VF-mynd/hilmarbragi

LOKAORÐ

Keflvíkingar eru fallnir í Inkassodeildina en tvö sjálfsmörk Keflavíkur á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu út um möguleika á að minnsta kosti jafntefli í viðureign þeirra við FH í Pepsideild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu sl. sunnudagskvöld. Keflvíkingar voru sprækari í fyrri hálfleik og áttu góða spretti sem skiluðu sér með marki á 24. mínútu þegar Dagur Dan Þórhallsson skoraði fyrir Keflvíkinga. Steven Lennon jafnaði fyrir gestina tíu mínútum síðar og staðan var jöfn í hálfleik.

fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

Hólmgarður 2, Keflavík, fnr. 2089135 , þingl. eig. Empire Capital ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 4. september nk. kl. 09:40. Iðngarðar 4A, Garður, fnr. 223-6723 , þingl. eig. Jón Steinn Elíasson og Laufey Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðandi Alvarr ehf, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 10:05. Ósbraut 13, Garður, fnr. 228-5592 , þingl. eig. Barbara Anne May, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 4. september nk. kl. 10:20.

Tjarnargata 33, Keflavík. 50% eignarhlutur gerðarþola, fnr. 209-0942 , þingl. eig. Herborg Þuríðardóttir, gerðarbeiðendur Herborg Þuríðardóttir og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 09:05.

Mýrargata 1, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 227-4428 , þingl. eig. Sigríður Alda Hrólfsdóttir og Ingólfur J Sigurðsson, gerðarbeiðendur Sveitarfélagið Vogar og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 11:00.

Vatnsholt 10, Keflavík, fnr. 209-1069 , þingl. eig. Heiða Rós Hauksdóttir og Eðvald Björnsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 4. september nk. kl. 09:25.

Víkurbraut 9A, Grindavík, fnr. 2092485 , þingl. eig. Grindslov ehf., gerðarbeiðandi Grindavíkurbær, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 11:30.

Hafnargata 29, Grindavík, fnr. 2091781 , þingl. eig. Ægir sjávarfang hf., gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 4. september nk. kl. 11:45. Hafnargata 31, Grindavík, fnr. 2091786 , þingl. eig. Ægir sjávarfang hf., gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 4. september nk. kl. 11:50. Marargata 3, Grindavík, fnr. 2092137 , þingl. eig. Narumol Yamakupt og Kristján Oddgeirsson, gerðarbeiðandi Kristbjörg Oddgeirsdóttir, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 12:05. Staðarvör 3, Grindavík, fnr. 2092321 , þingl. eig. Monika Klaudia Bleka og Sebastian Robert Bleka, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Tryggingamiðstöðin hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 12:20. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 27. ágúst 2018, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns


Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 33. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 33. tbl. 2018

Víkurfréttir 33. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 33. tbl. 2018

Advertisement