{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Hefur verið til sjós í tæp þrjátíu ár

Kynntist sjómennskunni tíu ára gamall

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

SÍÐA 10

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Sigur og svekkelsi! „Við erum mjög ánægð með okkar fylgi, þetta er stórsigur fyrir okkur en er svekktur yfir því að meirihlutinn hafi fallið,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ, í samtali við Víkurfréttir á kosninganótt. Samfylkingin bætti við sig bæjarfulltrúa og fékk þrjá menn kjörna í bæjarstjórnarkosningunum sl. laugardag.

Á myndinni hér að ofan eru þau Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Styrmir Gauti Fjeldsted, bæjarfulltrúar samfylkingar og óháðra en framboðið leiðir meirihlutamyndun í Reykjanesbæ og ræðir við Beina leið og Framsóknarflokkinn um nýjan meirihluta í bænum. - Sjá nánar á baksíðu. VF-mynd: Páll Ketilsson

Atvinnuleysi hæst á Suðurnesjum þrátt fyrir uppgang Atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú hæst á landinu eða 3 prósent en samtals voru á atvinnuleysisskrá í lok apríl 416 einstaklingar. Af þeim eru 245 íslenskir ríkisborgarar og 171 með erlent ríkisfang. Atvinnuleysi á landinu öllu er 2,2% og 2,4% á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi skiptist þannig eftir sveitarfélögum: Reykjanesbær 3,0%, Grindavíkurbær 1,5%, Sandgerði 3,3%, Sveitarfélagið Garður 1,5% og Sveitarfélagið Vogar 2,7%.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Mest er atvinnuleysið í aldursflokkunum 2529 ára þar sem eru 79 einstaklingar og þar á eftir kemur aldursflokkurinn 20-24 ára eða 69 einstaklingar. Alls hafa 78 einstaklingar verið í atvinnuleit í meira en ár og 104 í 6-12 mánuði. Samtals höfðu 234 verið í 0-6 mánuði á skrá. Þegar atvinnuleysi er skoðað eftir atvinnugreinum skera sig úr fiskvinnsla, gisting og veitingar og önnur sérhæfð þjónusta. Flestir

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

SAMLOKUR & SALÖT

RJÚKANDI HEITT KAFFI

BAKAÐ Á STAÐNUM

MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN

NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI

KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA

atvinnuleitendur eru verkafólk en þar á eftir kemur fólk í þjónustustörfum og sölu- og afgreiðslustörfum. Þegar menntun er skoðuð eru flestir atvinnuleitendur einungis með grunnskólapróf en þar á eftir koma háskólamenntaðir sem eru 50 talsins sem hlýtur að vekja athygli. Erfiðara gengur að ráða í vaktavinnu og 40% atvinnulausra eru einstaklingar með erlent ríkisfang, eru meðal skýringa hjá verkalýðsforráðamönnum. Sjá viðbrögð Kristjáns Gunnarssonar hjá VSFK og Guðbrandi Einarssyni hjá VS á bls. 19.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

ALLTAF OPIÐ fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG GARÐS OG SANDGERÐIS

D- og H-listi reyna myndun meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi

B - Framsóknarflokkur og óháðir (237 atkvæði)

Kjörnir bæjarfulltrúar:

16,5%

D - Sjálfstæðisflokkur og óháðir (496 atkvæði)

34,5%

H - Listi fólksins (283 atkvæði)

19,7%

J - Listi jákvæðs samfélags (420 atkvæði)

29,2% 1 fulltrúi

2 fulltrúar

3 fulltrúar

Kosningaþátttaka:

Oddvitar framboðanna í Garði og Sandgerði voru í viðtali í beinni útsendingu hjá Víkurfréttum eftir að fyrstu tölur voru birtar á laugardagskvöld.

Þeir sem kusu

Þeir sem kusu ekki

(63%)

(37%)

Talin atkvæði: 1.485 Auð: 42 (2,8%) Ógild: 7 (0,5%)

MAGNÚS TIL VIÐRÆÐU UM STARF BÆJARSTJÓRA

Kosningaþátttaka í fyrstu sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis var 63% en kosið var sl. laugardag. Fjórir listar voru í boði. Sjálfstæðisflokkur og óháðir hlutu flest atkvæði í kosningunni, 496 atkvæði eða 34,5% greiddra atkvæða. Oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra er Einar Jón Pálsson. Framboðið fékk þrjá menn kjörna. Næst flest atkvæði

hlaut J-listi Jákvæðs samfélags, 420 atkvæði eða 29,2% atkvæða. Framboðið fékk einnig þrjá menn kjörna. H-listinn, Listi fólksins, fékk 283 atkvæði eða 19,7% atkvæða og tvo menn kjörna. Framsóknarflokkur og óháðir

Frá kjörstað í Grunnskólanum í Sandgerði sl. laugardag. VF-mynd: Hilmar Bragi fengu 237 atkvæði eða 16,5% og einn mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og L-listi Lista fólksins hafa verið í viðræðum um myndun meirihluta í nýju sameinuðu sveitarfélagi, sem yrði þá meirihluti með 5 bæjarfulltrúa á móti 4 manna minnihluta J-lista og B-lista. „Um þriðjungur kjósenda í Sandgerði og Garði setti traust sitt á J-listann og fyrir það er ég þakklátur og mun gera mitt besta til að standa undir þeirri ábyrgð sem mér er falin. Við fundum

Frá kjörstað í Gerðaskóla í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi

1. Einar Jón Pálsson (D) 2. Ólafur Þór Ólafsson (J) 3. Magnús Sigfús Magnússon (H) 4. Hólmfríður Skarphéðinsson (D) 5. Daði Bergþórsson (B) 6. Laufey Erlendsdóttir (J) 7. Haraldur Helgason (D) 8. Pálmi Steinar Guðmundsson (H) 9. Fríða Stefánsdóttir (J)

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hefur lýst því yfir að hann sé til viðræðna um að starfa sem bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Sigrún Árnadóttir, bæjarstóri í Sandgerði, hefur hins vegar sagt að hún sækist ekki eftir starfi bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi. Í samtali við Víkurfréttir segir Magnús að hann hafi ekkert frétt af því hvernig staðið verði að ráðningu bæjarstjóra, þannig að framtíðin sé óljós í þeim efnum.

að fólk vill að jákvæðni, ábyrgð og gegnsæi ráði för í stjórn hins nýja bæjarfélags og að því munum við vinna. Eins og mál hafa þróast þessa klukkustundir sem liðnar eru frá kosningum virðist því miður sem að okkar hlutverk verði að vera leiðandi afl í minnihluta bæjarstjórnar. Það er vissulega ekki það sem við ætluðum okkur, en verði það niðurstaðan munum við að sjálfsögðu takast á við það verkefni af festu,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-listans í færslu á Facebook sl. sunnudag.

SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

D - Sjálfstæðisflokkur (193 atkvæði)

Kjörnir bæjarfulltrúar:

33%

E - Framboðsfélag E listans (318 atkvæði) L - L listi, listi fólksins (72 atkvæði)

SUÐURNES - REYK JAVÍK

55% 12% 1 fulltrúi

2 fulltrúar

3 fulltrúar

4 fulltrúar

1. Ingþór Guðmundsson (E) 2. Björn Sæbjörnsson (D) 3. Bergur Álfþórsson (E) 4. Áshildur Linnet (E) 5. Sigurpáll Árnason (D) 6. Birgir Örn Ólafsson (E) 7. Jóngeir H. Hlinason (L)

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Kosningaþátttaka: Þeir sem kusu

Þeir sem kusu ekki

(69%)

(31%)

Talin atkvæði: 594 Auð: 11 (0,2%) Ógild: 0 (0,0%)

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Óbreytt staða í Vogum Staðan í Sveitarfélaginu Vogum er óbreytt eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Framboðsfélag E-listans fór með sigur af hólmi og fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn og fjóra menn kjörna. Framboðið var með 318 atkvæði upp úr kjörkössunum eða 55% greiddra atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur í Vogum, fékk tvo menn kjörna, 193 atkvæði eða 33% greiddra atkvæða. Þá fékk L-listinn, listi fólksins 72 atkvæði, sem gerir 12% atkvæða og einn mann kjörinn. Kosningaþátttaka í Sveitarfélaginu

Vogum var 69% en alls greiddu 594 atkvæði í kosningunni. Auðir seðlar voru ellefu en enginn reyndist ógildur. Þó nokkur kynjahalli er í nýrri bæjarstjórn Voga, því hana skipa sex karlar og ein kona.

Frá kosningu til bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum sl. laugardag.

Viðurkenning á góðu starfi „Við í E-listanum í Sveitarfélaginu Vogum erum bara himinlifandi og glöð með þennan árangur. Þetta er augljós vilji íbúa sveitarfélagsins. Þessi úrslit kosningana er líka viðurkenning á því góða starfi sem E-listinn er búinn að vinna að fyrir íbúa sveitar-

félagsins og ætlum við að halda áfram að þjóna þeim eins vel og áður. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem kusu okkur og sýndu stuðning í þessum kosningum,“ segir Ingþór Guðmundsson, oddviti E-listans, í samtali við Víkurfréttir.


HUGARRÓ MEÐ TM APPINU FERÐAKORTIÐ ER KOMIÐ Í TM APPIÐ

Viðskiptavinir TM geta nú staðfest gildandi ferðatryggingu á ferðalögum erlendis með TM appinu. Í appinu er einnig hægt að fá beint samband við neyðaraðstoð auk þess sem þar má finna allar upplýsingar um hvað ferðatryggingin innifelur.

HUGSAÐU Í FRAMTÍÐ OG NÁÐU Í APPIÐ Í APP STORE EÐA GOOGLE PLAY

tm.is/app


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

GRINDAVÍKURBÆR

Fjögurra flokka viðræður í Grindavík Rödd unga fólksins hefur ákveðið að hefja viðræður um myndun meirihluta með Framsóknarflokki, Miðflokki og Samfylkingunni í Grindavík. Þetta kom fram á Facebook síðu flokksins en hann var stofnaður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í ár. „Eftir fund með öllum flokkum fannst okkur að rödd unga fólksins heyrast best í þessum viðræðum við Framsókn, Miðflokkinn og Samfylkinguna,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík en þessir fjórir flokkar hafa hafið viðræður um myndun meirihluta í Grindavík og eru þær komnar af stað. „Við erum mjög ánægð með úrslit kosninganna sl. laugardag og kunnum vel að meta það traust sem okkur hefur verið sýnt með þeim.“

Oddvitar flokkanna fjögurra eru: Rödd unga fólksins - Helga Dís Jakobsdóttir. Samfylking - Páll Valur Björnsson. Miðflokkurinn - Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir. Framsóknarflokkurinn - Sigurður Óli Þórleifsson.

B - Framsóknarflokkur (215 atkvæði)

Kjörnir bæjarfulltrúar:

13,8%

D - Sjálfstæðisflokkur (522 atkvæði) G - Listi Grindvíkinga (147 atkvæði)

33,5% 9,4%

M - Miðflokkurinn (211 atkvæði) S - Samfylkingin (163 atkvæði)

13,6%

1. Hjálmar Hallgrímsson (D) 2. Helga Dís Jakobsdóttir S (U) 3. Birgitta H. Ramsey Káradóttir (D) 4. Sigurður Óli Þorleifsson (B) 5. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M) 6. Guðmundur L. Pálsson (D) 7. Páll Valur Björnsson (S)

10,5%

U - Rödd unga fólksins (298 atkvæði)

Kosningaþátttaka:

19,2% 1 fulltrúi

2 fulltrúar

3 fulltrúar

Þeir sem kusu

Þeir sem kusu ekki

(72%)

(28%)

Talin atkvæði: 1.577 Auð: 19 (1,2%) Ógild: 2 (0,1%)

Grindavíkurlistinn úr bæjarstjórn

Frá kjörfundi í Grunnskóla Grindavíkur sl. laugardag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Listi Grindvíkinga hlaut ekki kosningu í bæjarstjórn Grindavíkur í ár og verður því enginn fulltrúi flokksins í bæjarmálum Grindavíkur þetta kjörtímabil. Kristín María Birgisdóttir, oddviti flokksins segir á Facebooksíðu sinni að flokkurinn hafi verið stofnaður árið 2010, en þá hafi verið mikil ólga í stjórnmálum og illa hafi gengið að halda saman meirihlutum í Grindavík. „Við höfðum miklar skoð-

anir og um leið fannst okkur umræðan um Grindavík ekki vera nægilega jákvæð. Þessu vildum við breyta. Við héldum kynningarfund og buðum öllum sem áhuga höfðu að borðinu. Við héldum síðan stofnfund, bjuggum til samþykktir, mynduðum stjórn til bráðabirgða og hentum okkur út í djúpu laugina,“ segir Kristín María í færslu sinni á Facebook.

burðir eru á veitingastöðum bæjarins og á hátíðarsviðinu verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri sem þeir Gunni og Felix sjá um að kynna.

Eitthvað fyrir alla á Sjóaranum síkáta í Grindavík

Stórdansleikur á hátíðarsviðinu

Um kvöldið verða stórtónleikar á hátíðarsviðinu þar sem hljómsveit undir stjórn Grétars Örvarssonar, hann fær til liðs við sig marga af okkar ástsælustu söngvurum. Sigga Beinteins, Pálmi Gunnarsson, Eyþór Ingi, Friðrik Dór, Grindvíkingarnir Íris og Tómas ásamt fleiri góðum gestum stíga á svið og flytja lög sem flestir ættu að kannast við. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en áður en þeir hefjast verður hópur rappara með með sviðið til umráða.

Sunnudagurinn til tileinkaður sjómönnum

Fjölskylduvænn föstudagur

Föstudagurinn einkennist af hátíðarhöldum og þátttöku heimamanna. Íbúar skreyta götur og hús í litum hverfa og klæða sig í lit síns hverfis. Farin er litaskrúðganga sem markar upphaf hátíðarhaldanna niður að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Íbúar og gestir safnast saman á hátíðarsvæðinu og taka þátt í söng sem Ingó Veðurguð leiðir og fulltrúar hverfanna stíga á stokk. Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Hátíðin hefst föstudaginn 1. júní og lýkur á Sjómannadeginum 3. júní með hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og fjölmargt í boði fyrir alla aldurshópa. Sjóarinn síkáti er fjölskylduhátíð þar sem ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi frá morgni til kvölds. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á sjoarinnsikati.is.

Fjölbreytt dagskrá á laugardeginum

Á laugardeginum er boðið upp á fjölbreytta barnadagskrá, hægt er að fara í skemmtisiglingu, fjöldi leiktækja eru í boði fyrir gesti og andlitsmálun fyrir þá sem vilja. Keppnin Sterkasti maður í heimi fer fram á hátíðarsvæðinu þar sem menn keppa

í drumbalyftu, myllugöngu og fleiri aflraunum, Grindjánar halda utan um hópkeyrslu bifhjóla og stoppað er við klúbbhúsið VIRKIÐ, tónleikar og við-

Sunnudagurinn einkennist af hátíðarhöldum Sjómannadagsins, til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Hátíðarmessa verður í Grindavíkurkirkju þaðan sem gengið verður í Sjómannagarðinn þar sem krans verður lagður að minnisvarðanum Von. Þaðan liggur leiðin að hátíðarsvæðinu og eftir athöfn þar hefst fjölbreytt barnadagskrá. Leiktæki, andlitsmálning, fiskabúr með nytjafiskum og furðufiskum verða við höfnina, skemmtisiglingar verða í boði auk þess sem glæsilegt Sjómannadagskaffi verður í Gjánni.


markhönnun ehf

ER MATSEÐILLINN KLÁR FYRIR HELGINA? Hefur þú grillað kengúru?

-50%

250 G -30% 2.799 KR 545 ASKJAN

LÚXUS GRÍSAGRILLPAKKI GRÍSAGRILLSNEIÐAR KR KG ÁÐUR: 1.898 KR/KG

KENGÚRUFILLE KR KG ÁÐUR: 3.998 KR/KG

949

HINDBER OG BRÓMBER

ÁÐUR: 779 KR/ASKJAN

-30%

-30%

SMASHB/BEIKON 4 X 100 G KR PK

1.889

ÁÐUR: 998 KR/PK

-30%

-40%

KJÚKLINGABRINGUR MEXICO MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 2.698 KR/KG

699

-30%

KALKÚNASNEIÐAR Í SUÐRÆNNI MARINERINGU KR KG ÁÐUR: 2.798 KR/KG

1.679

PLOKKFISKUR KR KG

1.189

ÁÐUR: 1.698KR/KG

-20%

-20% -25% GRÍSAHNAKKI SNEIÐAR BRASILÍUKRYDDAÐAR

1.499

KR KG

ÁÐUR: 1.998 KR/KG

LAMBALÆRI FULLÚRB. RÓSMARÍN KOKKUR ÁRSINS KR KG

2.158

ÁÐUR: 2.698 KR/KG

LAMBA T-BONE RÓSMARÍN KOKKUR ÁRSINS KR KG

2.958

ÁÐUR: 3.698KR/KG

Tilboðin gilda 31. maí - 3. júní 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

Vill flokkun í FS FS-ingur: Helgi Líndal.

ut í textíl. Á hvaða braut ertu? Ég er á listabra m og er sautján að verða átján. Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Garðinu Helsti kostur FS? Félagslífið. skór og list. Hver eru þín áhugamál? Tónlist, föt, ddur við köngulær. Hvað hræðist þú mest? Ég er skíthræ ða frægur og hvers vegna? að ver Hvaða FS-ingur er líklegur til þess . Rúnar Þór verður frægur í fótboltanum l Ingi. Hver er fyndnastur í skólanum? Axe dpool 2. Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Dea ? Tyggjó. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið muligt man. Hver er þinn helsti kostur? Ég er allt ir skólameistari FS? Byrja að flokka. Hverju myndir þú breyta ef þú vær fstraust. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Sjál Mér finnst það gott. lanum? Hvernig finnst þér félagslífið í skó ður stór? Hönnuður. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ver urnesjunum? á Suð Hvað finnst þér best við það að búa Það er stutt að fara allt. kall? Held að blár Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kaupa mér ...kennari: Kata. myndi Kristall sé á sirka 300 kr. þannig ég ...mottó: Pass. þrjá bláa Kristalla.

Eftirlætis...

...sjónvarpsþættir :B ...hljómsveit/tónl rooklyn nine nine. ista ...leikari: Seth Rog rmaður: Led Zeppelin. en ...hlutur: Hvíti gíta er fyndinn. rinn minn.

Grunnskólanemi:

Erna Rós Agnarsdóttir.

Hefur áhuga

á forritun

Uppáhaldsmatur: Pizza. Uppáhaldstónlistarmaður: S-X. Uppáhalds-app: Youtube/twitch. Uppáhaldshlutur: Tölvan mín. Uppáhaldsþáttur: Client List eða 13 Reasons Why .

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór.

50% afsláttur

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla. Hvar býrðu? Keflavík. Hver eru áhugamálin þín? Förðun, baka/elda, klipp a myndbönd, laga til, forritun, golf og að ferðast. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er fimmtán ára í 10. bekk. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Helgafríin og starfsdagarnir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Ábyggilega sofa bara svo kannski fara í FS. Ertu að æfa eitthvað? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með mömmu eða vinum mínum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna á morgnana. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Ég myndi líklegast setja hann bara í vasann og spar a, en ef ég þyrf ti að eyða honum myndi ég kaupa mér mat. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Kortsins míns , símans og heyrnartólanna. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég hef ekki hugmynd, en mig langar að verða forri tari eða tölvunarfræðingur.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

NÝTT

Forvarnir með næringu

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

Opið alla daga fram á kvöld

www.bilarogpartar.is

Hafnargötu 50, Keflavík

sími 421 7979

STAPAFELL


Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti af almennum vörum og 9,91% af matvörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

í Húsasmiðjunni og Blómavali

fimmtudaginn 31. maí

EINNIG

E E R F TAX

M U L L Ö F A UM M Ó L B R SUMA M U T N Ö L P OG GARÐ G TIL FÖSTUDA S AG D U N N U S

*Gildir ekki af vörum í timbursölu, Weber grillum, KitchenAid, tilboðsvörum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“

Byggjum á betra verði

Taxer lífkarí veefveerslun


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

Hlustað á hafið Sumarsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar

Föstudaginn 1. júní n.k. opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sumarsýninguna Hlustað á hafið í Duus Safnahúsum. Sýningin er sú fyrri af tveimur sem sett verður upp á 40 ára afmæli safnsins og verður opin til 19. ágúst. Í nóvember verður síðan opnuð sérstök afmælissýning safnsins. Sumarsýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið. Sýningunni er ætlað að veita örlitla innsýn í þann heim sem hafið var, stundum blítt og létt, en kannski oftar úfið og krafðist reglulega mannfórna. Íbúar þessa svæðis áttu allt sitt undir hafinu og því sem sjórinn gaf. Undir yfirborðinu var gullkistan sem sjómenn sóttu lífsviðurværið í, án auðugra fiskimiða nærri landi hefði svæðið trauðla haldist í byggð. Keflavík varð snemma kaupstaður og öll verslun byggði á útflutningi fiskafurða. Formenn bátanna urðu að læra að

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR 15 ÁRA

hlusta á hafið og rýna í sjólag og skýjafar til að meta hvort óhætt væri að róa. Þeir sem fremstir voru í þessum fræðum kunnu svo vel á sjólagið, að þeir vissu nákvæmlega eftir breytileika þess hvar þeir voru staddir hverju sinni, þótt að svo dimmt væri að rétt sást út fyrir borðstokkinn. En jafnvel þótt sjávarhljóðið við ströndina hafi reynst mörgum öruggur veðurviti var sóknin á árabátum oft varasöm, ekki síst þegar róið var á vetrarvertíðinni. Sýningarstjóri er Eiríkur P. Jörundsson, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar.

– Opnun þriggja afmælissýninga Listasafn Reykjanesbæjar fagnar 15 ára afmæli í ár. Eiginleg safnastarfsemi hófst í apríl 2003 en segja má að Listasafn Reykjanesbæjar hafi þó verið til sem hugmynd allt frá sameiningu sveitarfélaganna Njarðvíkur, Hafna og Keflavíkur í Reykjanesbæ árið 1994. Á þeim tíma var þó varla hægt að tala um formlegt listasafn heldur fyrst og fremst utanumhald á listaverkaeign bæjarins sem var þó nokkur. Árið 2003 var hins vegar opnaður góður sýningarsalur í Duus Safnahúsum sérstaklega ætlaður Listasafninu, unnin var stofnskrá og safnið fékk sjálfstæðan fjárhag. Listasafn Reykjanesbæjar var þar með orðið sjálfstæð stofnun innan bæjarfélagsins og eitt af þremur söfnum bæjarins. Frá árinu 2003 hefur starfsemin farið vaxandi með hverju árinu og árið 2014 var Listasafn Reykjanesbæjar eitt af þeim söfnum á Íslandi sem fékk formlega gildingu samkvæmt nýjum safnalögum frá 2011. Listasafn Reykjanesbæjar opnar í tilefni 15 ára afmælisins þrjár sýningar í Duus Safnahúsum föstudaginn 1.júní n.k. kl.18.00. Verkin á sýningunum þremur koma öll úr safneigninni og hefur safnið eignast flest þeirra á þeim 15 árum sem liðið hafa frá formlegri stofnun þess. Verkin eru af margvíslegu tagi, s.s. olíuverk, vatnslitamyndir, skúlptúrar og grafík og eru eftir hina ýmsu listamenn en þó fyrst og fremst samtímamenn, tæplega 60 listamenn eiga verk á sýningunum. Í Listasalnum er uppistaðan

olíuverk og skúlptúrar, í Bíósalnum eru sérstaklega teknar fyrir mannamyndir og gengur sú sýning undir heitinu „Fígúrur“ og í Stofunni má sjá fjölda vatnslitamynda eftir málarann og heimamanneskjuna Ástu Árnadóttir sem fjölskylda hennar gaf safninu. Sýningarstjóri allra sýninganna er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Sýningarnar þrjár eru jafnframt sumarsýningar safnsins og eru opnar til 19.ágúst. Safnið er opið alla daga 12.00-17.00.

Fiskverkun í Keflavík fyrir rúmlega einni öld síðan.

Styðja Magnús Orra til Abu Dhabi-farar

VERKEFNASTJÓRI VIÐ SANDGERÐISHÖFN

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að styrkja keppnisferð Magnúsar Orra Arnarsonar, sem mun taka þátt í fimleikakeppni fyrir hönd Íslands á Special Olympics leikum í Abu Dhabi í mars 2019. Magnús Orri sér fram á mikinn kostnað vegna þátttöku í mótinu og ákvað bæjarstjórninn að styrkja hann um 50.000 krónur og óskaði honum góðrar ferðar og góðs gengis á Special Olympics.

SANDGERÐISHÖFN ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA ÖFLUGAN VERKEFNASTJÓRA TIL STARFA. STARFIÐ HENTAR KONUM JAFNT SEM KÖRLUM. Lýsing á starfinu: • Dagleg verkstjórn á höfninni og skipulagning • Vigtun og skráning sjávarafla • Afgreiðsla á vatni og rafmagni til skipa • Raða skipum í höfn • Eftirlit með bátum og skipum í leguplássum • Eftirlit með öryggisbúnaði og tækjum • Gerð reikninga • Þrif á bryggjum og umhirða hafnarsvæðis • Almennt viðhald á hafnarsvæðinu

Menntunar- og hæfniskröfur: • Grunnmenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði • Reynsla og þekking á störfum í sjávarútvegi og hafnsækinni starfsemi æskileg • Réttindi á hafnarvog er kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund Vinnutími: • Vaktavinna í 100% starfi Launakjör: • Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag

Umsóknarfrestur er til og með 9. júní nk. • Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið sandgerdi@sandgerdi.is eða á skrifstofu Sandgerðisbæjar; Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, merkt ,,Verkefnastjóri við Sandgerðishöfn” • Nánari upplýsingar veitir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í síma 4207500

SANDGERÐISHÖFN

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


í Garði 28. maí til 3. júní 2018 Fimmtudagur 31. maí Kl.14:00 Auðarstofa - Pálmar Ragnarsson með fyrirlestur. Kl.17:00

Gæðastund í Gerðaskóla - Þátttökuskráning á eva.rut@simnet.is. Takmarkaður fjöldi er á hverri stöð. Barn/foreldri velja aðeins eina stöð. (8. bekkur og yngri). - Ísgerð í umsjón Þórunnar Kötlu og Dísu. (hámark 15 börn) - Kortagerð í umsjón Jónínu Holm. (hámark 13 börn) - Origami í umsjón Freydísar. (hámark 13 börn) - Handavinna í umsjón Birnu Petrínu. (hámark 13 börn) - Íþrótta-/fótboltastöðvar í umsjón Guðjóns Árna og Sigurðar, þjálfara meistaflokks Víðis, í íþróttahúsinu. (hámark 25 börn) Vinsamlega gangið inn í Gerðaskóla um inngang næst íþróttahúsi.

Kl.19:00

Rocky Horror picture show - Sal Gerðaskóla(Miðgarður). Leikfélag Gerðaskóla í samstarfi við Tónlistarskóla Garðs. Aðgangseyrir: Fullorðnir - 1.000 kr. / 3. - 10.b. - 500 kr. / 2.b. og yngri - frítt. (Sýning er leyfð fyrir alla aldurshópa). Aðgangseyrir rennur til tækjakaupa.

Kl.20:30 Hljómsveitin Heimalingarnir - Bílskúrstónleikar á Sunnubraut 18. (Lýkur kl. 22:00) Kl.22:00 Sólsetursspinning í íþróttamiðstöð Appelsínugult þema og þjálfari er Elísa Rut. Aðgangseyrir 1000 kr

Föstudagur 1. júní Kl.17:00 Stofnfundur Bryggjuskálda - Verður haldinn á bókasafninu í Garði, félagsskapur rithöfunda og skálda í Garðinum og Suðurnesjum. Þar verður upplestur og kynning á tímaritinu Kistugerði. Hrafn Andrés afhendir safninu eintak af listbókinni Draumar úr Garði, sem franska listakonan Danielle Loisel gerði á Ferskum vindum og gefin var út í París nýlega. Bókin, sem er myndskreytt af listakonunni, verður til sýnis í safninu. Bókin er þrítyngd, á íslensku, frönsku og ensku. Safnið fær eintak númer 1. Allir velkomnir! Kvöldskemmtun við Gerðaskóla - Kynnir kvöldsins: Herborg Hjálmarsdóttir Kl.20:00 Hljómsveit Tónlistarskóla Garðs Kl.20:20 Hljómsveitin Norðurljós Kl.20:45 Magnús Þór Sigmundsson Kl.21:10 Jói Pé og Króli Kl.21:30 Herra Hnetusmjör Kl.21:50 Salka Sól Kl.22:30 - 23:30

Röstin á Garðskaga - Tveir fyrir einn á bjór. Happy hour eftir kl. 23:30.Kl.22:10 Albatross

Gallerý Skart - Verður með opið alla hátíðardagana frá kl. 11:00 - 20:00 að Valbraut 7.

Laugardagur 2. júní Kl.11:00

Kvennahlaup ÍSÍ - Íþróttamiðstöðinni Garði. Skráning í íþróttamiðstöð. Boðið er upp á 10 km., 5 km., 3,5 km. og 2 km. hlaup. Karlar eru hvattir til að taka þátt.

Kl.12:00 Kraftlyftingarmót - Íþróttamiðstöðinni Garði. Keppt verður í eftirfarandi greinum, hnébeygju, réttstöðu og bekkpressu. Athugið! - Kraftlyftingamót fyrir þá sem hafa aðgang að íþróttamiðstöðvunum í Garði og Sandgerði. Vigtuð stig í dómgæslu. Kl.14:00 Víðir - Vestri - Fótboltaleikur á Nesfiskvellinum. - Frítt á leikinn !!! - Allir á völlinn !!! Ljósmyndasýning - Sýning á ljósmyndum sem teknar voru við gerð myndarinnar “Guðni á trukknum” og myndin sjálf verða til sýnis á Byggðasafninu á Garðskaga, yfir sólseturshátíðina. Hægt verður að panta myndina á DVD disk. Kl.21:00 Tónleikar á Röstinni á Garðskaga.

Sunnudagur 3. júní Kl.14:00 Sjómannadagsmessa í Útskálakirkju.

Velkomin í Garðinn - þar sem ferskir vindar blása!


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

Hefur verið til sjós í tæp þrjátíu ár

Kynntist sjómennskunni tíu ára gamall ❱❱ Hvetur alla til að mæta á Sjóarann síkáta

Ég hvet alla að mæta, þetta er hátíð fyrir alla, meira að segja Keflvíkinga, það eiga bara allir að mæta á Sjóarann síkáta í Grindavík, engin spurning. Leit upp til sjóarajaxlanna

Haukur Guðberg Einarsson, er sjómaður úr Grindavík en hann hefur verið til sjós frá því að hann var sextán ára gamall. Í dag er Haukur skipstjóri á Auði Vésteins sem Einhamar í Grindavík gerir út en hann og áhöfn hans róa frá Stöðvarfirði og eru að heiman í allt að þrjár vikur í senn. Við hittum Hauk á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík og fengum hann til þess að segja okkur aðeins frá sjómennskunni og fjölskyldulífinu.

Áhöfnin er eins og önnur fjölskylda

Haukur hefur verið til sjós í um þrjátíu ár en að hans sögn brá honum svolítið þegar hann fór að hugsa út í það hversu lengi hann hafi verið á sjó, árið í ár telur hans 29. ár sem sjómaður. En hvað er það sem heillar við sjómennskuna? „Það er allt. Það er aldrei neitt eins, að berjast við veðurguðina og að vera með góða áhöfn er stórkostlegt en maður kynnist mönnum inn við beinið þegar maður er á sjó. Áhöfnin verður önnur fjölskylda manns.“ Haukur segir að það geti tekið á að vera fjarri fjölskyldunni marga daga í senn en hann segir einnig að hann sé heppinn að eiga sterka konu og góða fjölskyldu og það sé mikilvægt. Í dag er Haukur að róa frá

Stöðvarfirði. „Ég er í hálfan mánuð til þrjár vikur í burtu og maður gerir alltaf usla þegar maður kemur heim, vill gera allt og konan er kannski ekkert alltaf sammála, rútínan sem hún er búin að koma á fer oftar en ekki út um þúfur.“ Þrátt fyrir ört stækkandi bæjarfélag þekkja Grindvíkingar hvern annan mjög vel og Haukur segir að það sé ekkert verið að bíða eftir að einhver komi til dyra þegar maður mætir í heimsókn, maður gengur bara inn og spyr hvort það sé til kaffi. „Þannig er þetta líka á Stöðvarfirði, þar þekkja allir alla, bæjarstæðið er lítið og þar er gott fólk sem manni þykir vænt um.“

Nákvæm veðurspá skiptir máli

Eins og áður hefur komið fram hefur Haukur verið til sjós í 29 ár og segir hann að það hafi orðið miklar

Litríkir Grindvíkingar setja svip á hátíðina.

Skiptimiðar í innanbæjarstrætó

Haukur (í appelsínugulu) fer helmingi lengra en alla leið á Sjóaranum síkáta. breytingar á þessum tæpum þremur áratugum. „Það hefur margt breyst, loðnubátarnir breyttust til dæmis í fjölveiðiskip og stækkuðu, vertíðarbátarnir minnkuðu niður í plastbáta og veiðafærin hafa breyst mikið í gegnum árin. Svo hefur tæknin tekið stakkaskiptum sem við höfum þurft að aðlagast og taka þátt í, annars hefði maður bara þurft að hætta í þessari starfsgrein.“ Íslenskir sjómenn berjast

við veðurguðina nánast á hverjum degi og segir Haukur að í dag séu veðurupplýsingar mjög nákvæmar og mikilvægar fyrir þá sem eru til sjós. „Veðurupplýsingarnar eru til dæmis orðnar það nákvæmar að við erum nánast að vinna með spá sem stenst upp á mínútu og við treystum algjörlega á veðurspána. Hér áður fyrr var allt öðruvísi, þá þurfti maður að hlusta á veðurfréttir, gömlu vindstigin og það munaði kannski sex til átta tímum þegar stormurinn var að skella á, en í dag sjáum við þegar hann kemur upp á mínútu.“ Hér áður fyrr fóru samskipti sjómanna við fjölskyldur sínar í gegnum talstöð, eða „stöðina“, og þurftu sjómenn að passa sig á því sem þeir sögðu. „Ég upplifði það þegar ég var á Grindvíking gamla 606, þá var maður að tala við kærustuna í gegnum stöðina og það heyrði allur flotinn hvað við vorum að segja og þá varð maður að passa sig. En í dag sendir maður bara sms eða hringir úr gemsa og öll samskipti eru mun einfaldari.“

Haukur ákvað þegar hann var tíu ára gamall að verða sjómaður, hann fór á sjó með Rúnari pabba sínum á skip sem hét Geirfugl, hann var á sjó í tæpa þrjá sólahringa en varð örlítið sjóveikur fyrst um sinn. „Ég var ofboðslega spenntur að fá að fara með, fara á bryggjuna, fara um borð og sigla út og svo man ég þegar við vorum að sigla út úr innsiglingunni þá var svolítill kaldi og ég fór bara í koju. Eftir rúman sólahring kom kokkurinn að ná í mig, gaf mér ís og ég kom allur til. Ég fer upp í brú og lít út um gluggann, horfi niður og mér bregður. Mér varð dálítið um. Ég man þessa tilfinningu ennþá eins og hún hefði gerst í gær. Þegar ég var að sjá þessa sjóarajaxla greiða úr netum, mér fannst þetta magnað en þetta voru heljarmenni í mínum huga og ég man að ég hugsaði að ég ætlaði að verða svona. Þetta situr fast í mér og ég er á þessum stað í dag.“ Nú styttist í Sjóarann síkáta hér í Grindavík og þú hefur verið ansi liðtækur í þeirri hátíð, en hvað er skemmtilegast við sjóarann? „Já, ég hef verið svolítið duglegur að hjálpa til en það er allt skemmtilegt á Sjóaranum síkáta. Þessi hátíð er gríðarlegt batterí og þetta er skemmtilegast fyrir börnin og hvað er skemmtilegra fyrir börnin en að fá fólk út úr húsunum, fara að skreyta og fá að hjálpa til. Hér er golfmót þar sem ræst er út snemma, samtímis af öllum teigum, en það er einmitt passað upp á að það sé snemma svo þú getir átt daginn með fjölskyldunni. Það er fótbolti, körfubolti og fullt af viðburðum á bryggjunni. Svo er það skrúðgangan sjálf, það er dálítil keppni þar á milli hverfa, við í appelsínugula hverfinu sömdum lag í fyrra en ég vil taka það fram að við höfum sópað að okkur öllum verðlaunum síðustu ár og ég ætla bara að senda og hvetja hin hverfin til að fara að hysja upp um sig,“ segir Haukur og hlær. „Ég hvet alla að mæta, þetta er hátíð fyrir alla, meira að segja Keflvíkinga, það eiga bara allir að mæta á Sjóarann síkáta í Grindavík, engin spurning.“

Reykjanesbær hefur ákveðið að tekið verði upp skiptimiðakerfi í almenningssamgöngur í Reykjanesbæ frá og með 1. júní 2018. Verðskrá árskorta er sem hér segir: Almennt kort 5000 kr. Börn 6-18 ára 2000 kr. Aldraðir og öryrkjar 2000 kr. Einstök ferð 300 kr. (engin skiptimynt í vögnum) Leiðarkerfi er á vefnum: https://www.straeto.is

Frá bryggjunni á Stöðvarfirði.


gigg V I Ð B U R Ð I R

SIGGA BEINTEINS · GRÉTAR ÖRVARSSON · EYÞÓR INGI · FRIÐRIK DÓR ÍRIS KRISTINS · ÁGÚSTA EVA · PÁLMI GUNNARS · TÓMAS GUÐMUNDSSON ÁSAMT 9 MANNA STÓRHLJÓMSVEIT UNDIR STJÓRN ÞÓRIS ÚLFARSSONAR

HR. HNETUSMJÖR & VIKKI KRÓNA KYNNIR FELIX BERGSSON SÉRSTAKUR GESTUR ÞORVALDUR HALLDÓRSSON (Á SJÓ) 20:00 HR. HNETUSMJÖR OG VIKKI KRÓNA HITA UPP, 21:00 BRYGGJUTÓNLEIKAR SJÓARANS ÞAÐ VERÐUR HÚLLUMHÆ Á SJÓARANUM SÍKÁTA ALLA HELGINA NÁNAR Á WWW.SJOARINNSIKATI.IS


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

Grindvíkingurinn Berta Dröfn hefur sungið frá því hún man eftir sér

„Söngurinn hefur alltaf verið stór hluti af mér“

– Tekur þátt í sumarfestivali á Ítalíu í sumar

Söngurinn heillaði strax

Söngferillinn hófst í Grindavík þegar Berta söng með barnakór Grindavíkurkirkju en hún og fjölskyldan hennar fluttust til Grindavíkur þegar hún var sex ára gömul. „Fyrstu tónlistarkennararnir mínir voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari og kórstjóri. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem ég söng alla mína grunnskólagöngu og fékk þar fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Ég lærði líka á píanó hjá Vilborgu og þegar hún fann að áhuginn á píanóinu var að dvína hjá mér tók hún á það ráð að kenna mér lög sem ég gat sungið með – hún sá að áhuginn var fyrst og fremst á söng.“ Berta

hélt áfram að syngja eftir grunnskólann en á sínum unglingsárum söng hún í unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttur ásamt því að vera í einkatímum hjá henni. „Það var skemmtilegur tími, við fórum m.a. til Búdapest þar sem ég söng einsöng með hópnum.“

Tók þátt í ýmsum söngkeppnum í skólunum

Berta tók þátt í fjölmörgum uppfærslum bæði á vegum grunnskólans í Grindavík og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt því að taka þátt í ýmsum söngkeppnum á vegum skólanna og bar hún meðal annars sigur úr býtum í Samsuð söngvakeppninni þegar hún var í níunda og tíunda bekk. „Með

INNRITUN OG SKÓLASLIT INNRITUN NÝRRA NEMENDA STENDUR NÚ YFIR FYRIR SKÓLAÁRIÐ 2018-2019.

Enn eru nokkur laus pláss fyrir nýja nemendur, t.d. á málmblásturshljóðfæri, harmoníku, kontrabassa, klarinett, þverflautu, saxófón og í Tónver. Sækja skal um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Nýjar umsóknir“. Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, fimmtudaginn 31. maí kl. 18.00. Allir hjartanlega velkomnir Skólastjóri

VIÐTAL

Grindvíkingurinn Berta Dröfn Ómarsdóttir hefur verið syngjandi frá því að hún man eftir sér en að eigin sögn er söngur stór hluti af henni. Berta segir að mamma hennar minnist þess oft þegar hún hafi skriðið í pottaskápinn þegar hún var yngri og hafi rifið úr honum allt sem hann gaf frá sér mestu lætin og hafi byrjað að berja saman mismunandi pottlokum og gargað með. En Berta segir að þannig brýni maður raddböndin. Berta útskrifaðist í lok október 2016 með hæstu einkunn eftir tveggja ára mastersnám í söng við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

óperubókmenntanna. „Aðsóknin var framar okkar björtustu vonum, það þurfti endalaust að bæta við stólum, en þegar tónleikarnir byrjuðu var enn að bætast við fólk sem raðaði sér upp við gluggana eða aftast. Það var virkilega gaman að syngja í Hörpu og hljómburðurinn í Hörpuhorni er algjör draumur.“

Er forfallinn barrokk­ aðdáandi

þennan grunn frá Grindavík fór ég í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hef verið þar meira og minna síðan, fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður en í dag er ég skrifstofustjóri og kennari við skólann. Söngkennarar mínir við söngskólann í Reykjavík voru Elísabet F. Eiríksdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Viðar Gunnarsson.“ Berta segist varla muna eftir sér öðruvísi en syngjandi og hefur hún komið fram við hina ýmsu viðburði og enn þann dag í dag sækir hún einkatíma í söng eða svokallaða masterklassa, ásamt því að syngja í kórum og koma víðsvegar fram. „Í dag er ég í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes og í sönghóp sem starfar undir nafninu Jólanornirnar. Svo kem ég talsvert fram sem einsöngvari, í athöfnum, einkasamkvæmum, tónleikum og annað, oftast með píanóleikaranum Sigurði Helga Oddsyni.“ Það er nóg að gera hjá Bertu á komandi misserum en þann 27. maí sl. hélt hún einsöngstónleika í Hörpu sem kölluðust Aríur og órar, tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpunni en þar gefst ungu tónlistarfólki kostur á því að koma fram og halda tónleika. Efnisskrá tónleikanna var klassísk, aríur og ljóð eftir mörg virtustu tónskáld

Sumarið er þétt setið hjá söngkonunni en hún verður meðal listamanna á MAI sumarfestivali í Trentinu á Ítalíu sem er óperustúdíó fyrir framúrskarandi ungt tónlistarfólk en Berta segir að þegar maður sé í óperubransanum þá þroskist maður seint. „Áheyrnarprufur fóru fram víða um heim og því sérvalin söngvari í hverju hlutverki. Ég fór í áheyrnarprufu í Karlsruhe í Þýskalandi í febrúar, var svo kölluð í næsta „holl“ til Berlínar í mars, en þá var lokaútslagið um hvort og hver fengi hvaða hlutverk. Þetta var spennandi en jafnframt stressandi ferli, sem lauk vel og ég fékk hlutverkið sem mig langaði í, hlutverk Morgana í óperunni Alcina eftir Händel. Händel er eitt af mínum uppáhalds tónskáldum, en ég er forfallin barrokkaðdáandi. Barokktímabil listasögunnar hefur átt hug minn í langan tíma: var m.a. viðfangsefni lokaritgerðar minnar í mastersnáminu á Ítalíu.“ Training through performance er yfirskrift

festivalsins en Berta fer með hlutverk í óperuuppfærslu ásamt því að sækja söngtíma, masterklassa og fær þjálfun með fyrsta flokks raddþjálfurum. „Markmið þátttökunnar er að öðlast sviðsreynslu og fá markvissa þjálfun til framtíðar, festivalið er árlegur viðburður í Trentino, sem margir óperuunnendur vita af.“

Hefur komið víða fram hérlendis og erlendis

Það hefur verið nóg að gera hjá Bertu eftir að hún útskrifaðist en í byrjun árs 2017 hélt hún heimkomu/útskriftartónleika í Salnum í Kópavogi, ásamt Sigurði Helga píanóleikara og Nandllely Aguilar Peña fiðluleikara og vinkonu sinni frá Mexíkó. „Sumarið 2017 söng ég á Galatónleikum í Carnegie­Hall í New York. Tónleikarnir voru partur af sumarfestivali MOS, þar sem ég fór einnig með hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart.“ Í nóvember í fyrra fékk Berta heimsókn frá Ítalíu en þá kom píanóprófessorinn Alessandra Brustia til Íslands og var með masterklass við Listaháskólann og héldu þær stöllur nokkra tónleika saman. Þær komu fram í Reykjavík, á Djúpavogi, Fáskrúðsfirði og í Grindavík, Berta segir að Alessandra sé frábær listakona og að það hafi verið mikill heiður að fá að syngja með henni. Eurovision stjarnan í ár Ari Ólafsson er nemandi við skólann og var mikið líf og fjör í kringum för hans til Portúgal og Bergþór Pálsson, æfði sig í skólanum fyrir dansþáttinn „Allir geta dansað“. „Þetta er dásamlegur kokteill af frábærum listamönnum og mikið stuð.“

Berta mun halda tónleika í Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 20 en yfirskrift tónleikanna er „Klassík fyrir sjóara“. Á tónleikunum munu Berta og Sigurður Helgi píanóleikari flytja nokkrar klassískar aríur og ljóð í bland við íslensk sönglög og sjóaraslagara. Berta mun meðal annars flytja aríuna „When I’m laid in Earth“ eftir Purcell ásamt öðrum aríum sem flestir ættu að þekkja. Söngljóðin á prógramminu eru bæði íslensk og erlend, dramatísk, glettin, létt og daðrandi þar sem sjórinn og sjómannslífið verður lofsungið. Frítt er inn á tónleikana og eru allir velkomnir.


Fagur fimmtudagur

Fagur fimmtudagur

Reiðhjól

Reiðhjól

26" götuhjól, 6 gíra með körfu og brettum.

19.995

28" götuhjól, 6 gíra með brettum.

19.995

BARA Í DAG

49620201

Almennt verð: 28.995 Þú sparar: 9.000 kr.

49620200

Almennt verð: 28.995 Þú sparar: 9.000 kr.

31% afsláttur

FAGUR FIMMTUDAGUR! Fagur fimmtudagur Bensínsláttuorf

GC-BC 31-4 4T, 0,7kW, fjór-gengis mótor, sláttubreidd 48 cm.

Tilboð á völdum vörum 31. maí. Þú mátt ekki missa af þessu!

40% afsláttur Stjúpur

895

19.995

55092000

74830078

Almennt verð: 1.495

Almennt verð: 32.995

Þú sparar: 600 kr.

Þú sparar: 13.000 kr.

Fagur fimmtudagur Blákorn

39% afsláttur

Góður alhliða áburður.

Bara 2 á mann Aðeins 80 grill í boði

Fagur fimmtudagur Bensínsláttuvél

GC-PM 46 B&S, sláttuvél með drifi, fjórgengis B&S mótor, 1,65 kW, sláttubreidd 46 cm, 9 hæða-stillingar, 50 lítra safnpoki.

39.995

1.595 55095107

Almennt verð: 2.595

BARA Í DAG!

27% afsláttur

Fagur fimmtudagur

748300654

Gasgrill Q3200

Almennt verð: 54.995

Eldunarsvæði 63x45cm, með postulíns-glerjungshúðuðum grillgrindum úr pottjárni. Er á fæti.

Þú sparar: 15.000 kr.

27% afsláttur

49.995 506500231

Almennt verð: 68.990

Þú sparar: 18.905 kr.

Þú sparar: 1.000 kr.

Nú er rétti tíminn!

39% afsláttur

Tilboð gilda aðeins 31. maí, takmarkað magn af hverri vöru. Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.

31% afsláttur


14

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

NÝR KOKTEILBAR Á PARK INN

Nýr kokteilbar og „lounge“ var formlega opnaður á Park Inn hótelinu í Keflavík nýlega. Breytingarnar eru í stíl við veitingastaðinn Library sem var opnaður á síðasta ári. Arnar Gauti Sverrisson, hönnuður og lífskúnster sem sá um hönnun Library, sá um þessar breytingar og segist afar sáttur með þær. Áhersla sé lögð á kokteila og að fólk geti átt góða stund í næði á „happy hour“. Boðið var til sumarfagnaðar í kosningavikunni og mætti fjöldi

fólks. Boðið var upp á veitingar og voru gestir afar sáttir með þessar breytingar en Library hefur fengið mjög góðar móttökur hjá heimamönnum og erlendum gestum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í sumarfagnaðinum.

Starfsmaður óskast í hlutastarf Óskum eftir áhugasömum einstaklingi í hlutastarf, í verslun okkar á Hafnargötu, Reykjanesbæ. Viðkomandi þarf að vera heiðarlegur, reglusamur, skipulagður, og helst með einhverja reynslu af verslunarstörfum. Umsóknir skulu sendar á netfangið olofmaria@ormsson.is ásamt ferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

ATVINNA Olís Njarðvík óskar eftir starfsmanni í afgreiðslustörf í sumar.

Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, vöruframsetning, áfylling og fleira.

Umsóknir skal senda á steinar@olis.is eða umsækjendur komi í verslun Olís Fitjabakka 2-4, 260 Reykjanesbær.

Verkamenn óskast Epoxy Gólf óskar eftir að ráða almenna verkamenn til starfa

Hæfniskröfur: • Stundvísi • Öguð vinnubrögð • Bílpróf • Gott viðmót og áhugi á að bæta sig í starfi • Vinnuvélaréttindi kostur Epoxy Gólf sérhæfir sig í lögn á epoxy og öðrum tveggja þátta gólfefnum. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á epoxygolf@epoxygolf.is Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur: 15. júní.

Starf í málningarverslun Flügger litir óska eftir að ráða starfsmann í málningarverslun í Reykjanesbæ

• Í starfinu felst afgreiðsla á málningu og tengdum vörum, frágangur og almenn tiltekt • Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með góða samskiptahæfni • Íslenskukunnátta er skilyrði Vinnutími virka daga frá kl. 08:00 til 18:00 og annan hvern laugardag frá kl. 10:00 til 15:00 Tekið er við umsóknum í gegnum tölvupóst: eirag@flugger.com Nánari upplýsingar veitir Einar L. Ragnarsson verslunarstjóri í verslun Flügger í Reykjanesbæ eða í síma 840-4455.


Auðvelt að velja! Ekta UHD 4K

1da5gar

í keppni

UE49”MU6175.....kr. 119.900,UE55”MU6175.....kr. 129.900,UE65”MU6175.....kr. 229.900,UE75”MU6175.....kr. 379.900,Öll þessi tæki hafa: Raunverulega UHD 4K myndvinnslu, þráðlaus samskipti um Bluetooth við Soundbar eða heyrnartól. Speglun á mynd við önnur snjalltæki. Myndgæði 1300 PQI. Forðumst eftirlíkingar.

Þegar þú velur Samsung sjónvarp, velur þú tækni og gæði til framtíðar

Eigum nokkur 7 og 8 línu QLED-tæki á lækkuðu verði í stærðum 49” 55” 65” og 75”.

Dæmi: 55” QE55Q7C.

Verð nú 249.900,-

Q picture

Q style

Q smart

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

95 ÁRA

1922 - 2017

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Lokað á laugardögum í sumar.

að k k Læ ð! ver

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

Katrín Lóa dúx í FS –101 nemandi útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Verðlaunahafar við útskriftina á vorönn 2018. Hundrað og einn nemandi útskrifaðist á vorönn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja en brautskráning fór fram í skólanum sl. föstudag. Af þessum 101 voru 76 stúdentar, átta luku verknámi og 13 útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá luku sjö nemendur prófi af starfsbraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 59 og karlar 42. Alls komu 73 úr Reykjanesbæ, 15 úr Grindavík, átta úr Sandgerði og fimm úr Garði. Við athöfnina lék Karen Jóna Steinarsdóttir nýstúdent á þverflautu og Aðalheiður Lind Björnsdóttir nýstúdent söng.

Skúli Skúlason og Ása Kristín Margeirsdóttir frá Oddfellowreglunni afhentu verðlaun í ritgerðasamkeppni sem samtökin stóðu fyrir meðal enskunemenda. Nemendur skrifuðu ritgerð um græna orku og fá tveir þátttakenndur að launum ferð til Bandaríkjanna þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna verða heimsóttar ásamt fleiri stöðum á austurströnd Bandaríkjanna. Það voru þau Júlíus Viggó Ólafsson og Birta Rún Benedikstdóttir sem voru valin til fararinnar.

Dagskráin við útskriftina var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Páll Orri Pálsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Jórunn Tómasdóttir kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni lék Karen Jóna Steinarsdóttir nýstúdent á þverflautu og Aðalheiður Lind Björnsdóttir nýstúdent söng. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Óskar Arnarsson, Samúel Óskar Julíusson Ajayi, Sandra Ólafsdóttir og Thelma Hrund Hermannsdóttir fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Davíð Viðar Björnsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskiptafræði, Ingimundur Aron Guðnason fyrir góðan árangur í þýsku, Arnór Snær Sigurðsson fyrir eðlisfræði, Gabríel Sindri Möller fyrir viðskiptagreinar, Sylwia Sienkiewicz fyrir stærðfræði, Íris Björk Njarðardóttir og Birta Rún Ármannsdóttir fyrir félagsfræði og þær Marín Veiga Guðbjörnsdóttir og Sandra Ósk Elíasdóttir fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn í spænsku. Kara Hafstein Ævarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir jákvæðni, góða mætingu og virðingu í garð samnemenda og kennara. Páll Orri Pálsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og viðurkenningu fyrir árangur sinn í viðskiptagreinum. Atli Haukur

Sjötíu og sex nemendur lyftu stúdentshúfum við útskrift á vorönn 2018.

Dúxinn, Katrín Lóa Sigurðardóttir, með foreldrum sínum, Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Sigurði A. Kristmundssyni. Brynleifsson fékk fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og hann fékk einnig gjöf frá Embætti Landlæknis fyrir góðan árangur í greinum sem tengjast heilsueflingu. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði og stærðfræði, Sara Lilja Gunnarsdóttir fyrir efnafræði og stærðfræði og Steinunn Birna Friðriksdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og sálfræði. Hulda Björk Kristjánsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í hjúkrunargreinum, hún fékk einnig verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í starfsnámi og styrk frá Rótaryklúbbi Keflavíkur fyrir góðan árangur í hjúkrunargreinum. Aðalheiður Lind Björnsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í raungreinum, stærðfræði, íslensku og ensku og hún fékk verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum og einnig fyrir árangur sinn í íslensku. Aðalheiður hlaut síðan menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektarverðan árangur í listum og félagsstarfi. Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í eðlis- og efnafræði, líffræði og stærðfræði. Hún fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Sigrún Elísa hlaut síðan raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Sandra Dögg Georgsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði, líffræði og stærðfræði. Sandra Dögg fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði, frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Gámaþjónustunni hf. fyrir framúrskarandi námsárangur. Katrín Lóa Sigurðardóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í efnafræði, spænsku og stærðfræði. Hún fékk einnig verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði, frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum. Katrín Lóa hlaut einnig raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Katrín

Páll Orri Pálsson, flutti ræðu fyrir hönd nemenda og minnti þar á mikilvægi skólans á Suðurnesjum. Lóa Sigurðardóttir styrkinn en hún var með 9,38 í meðaleinkunn. Katrín Lóa fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Við útskriftina veittu nemendafélagið NFS, foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum félagsins í vetur og afhentu Sandra Ólafsdóttir og Thelma Hrund Hermannsdóttir verðlaunin. Það voru þau Alexandra Mist Gunnarsdóttir og Einar Guðbrandsson sem voru dregin úr hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf. Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Páll Orri Pálsson, Sandra Ólafsdóttir og Thelma Hrund Hermannsdóttir fengu öll 30.000 kr. styrk fyrir störf í þágu nemenda skólans. Þá fékk nemendafélagið NFS 100.000 kr. styrk vegna uppsetningar á söngleiknum Burlesque. Skúli Skúlason og Ása Kristín Margeirsdóttir frá Oddfellowreglunni afhentu verðlaun í ritgerðasamkeppni sem samtökin stóðu fyrir meðal enskunemenda. Nemendur skrifuðu ritgerð um græna orku og fá tveir þátttakenndur að launum ferð til Bandaríkjanna þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna verða heimsóttar ásamt fleiri stöðum á austurströnd Bandaríkjanna. Það voru þau Júlíus Viggó Ólafsson og Birta Rún Benedikstdóttir sem voru valin til fararinnar. Við athöfnina veitti skólameistari Einari Trausta Óskarssyni spænskukennara gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann hefur starfað við skólann í 25 ár. Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenningu við þessi tímamót.


Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs

FLUGIÐ Hægt er að læra atvinnuflugmannsnám í samtvinnuðu og áfangaskiptu námi og er tekið við nýnemum þrisvar á ári. Verkleg þjálfun fer fram í fullkomnasta flota kennsluvéla á Íslandi og nýjum flughermum. Alþjóðlegt fimm anna réttindanám flugvirkja fer fram í glæsilegri verklegri aðstöðu á Ásbrú. Miklir atvinnumöguleikar bæði hérlendis og erlendis.

BRÚIN Háskólabrú Keilis býður upp á frumgreinanám í fremstu röð þar sem kröfur fullorðinna nemenda eru í fyrirrúmi. Við mætum þínum þörfum og bjóðum upp á námið í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu.

TÆKNIN Háskóli Íslands býður upp á hagnýtt háskólanám í tæknifræði til BS gráðu á vettvangi Keilis sem hentar þeim sem hafa áhuga á verklegri nálgun og tæknilegum lausnum. Ekki er gerð krafa um stúdentspróf og mikil áhersla á raunveruleg verkefni í nánum tengslum við atvinnulífið.

HEILSAN Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku er átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram í verklegri kennslu um allt land. Keilir er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á nám í fótaaðgerðafræði sem er löggilt starfsgrein og telst til heilbrigðisstétta. Miklir atvinnumöguleikar. Einka- og styrktarþjálfaranám er ítarlegasta þjálfaranám á Íslandi, kennt í fjarnámi og staðlotum á Ásbrú. Yfir 600 útskrifaðir ÍAK þjálfarar frá upphafi.

KEILIR Keilir er framsækinn skóli sem leggur áherslu fjölbreyttar og nýjar kennsluaðferðir sem mæta kröfum og þörfum nútíma nemenda. Umsóknarfrestir um nám á haustönn 2018 eru í júní. Kynntu þér hvað við getum gert fyrir þig á www.keilir.net


18

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

Barnauppeldi passar ekki vel inn í 12 tíma vaktavinnu - segir Kristján Gunnarsson, formaður VFSK

Reykjanesbær – Mannauðsstjóri Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Deildarstjóri Tónlistarskóli – Ýmsar kennarastöður Akurskóli – Skólaliðar Heiðarskóli – Deildarstjóri yngra stigs, afleysing Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Njarðvíkurskóli – Sérkennari/þroskaþjálfi Ösp Duus Safnahús– Sumarstörf Málefni fatlaðs fólks – Störf í sumardagvistun Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ

„Það eru 157 án atvinnu í VSFK um þessar mundir, þetta hefur verið að stíga upp á við undanfarið. Skýringar eru nokkrar,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. „Það eru alltaf þó nokkrir sem eru að koma inn og fara út af skránni tiltölulega hratt. Mikil hreyfing á fólki. Það er að nýta sér réttinn til skráningar og atvinnuleitar í auknum mæli. Það var alltaf árleg sveifla í fiskinum um áramót og þegar vertíð lauk. Nú er þetta mjög svo breytt það

Margir útlendingar í hópi atvinnulausra - segir Guðbrandur Einarsson, formaður VS

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Skólaslit verða í Stapa 31. maí kl. 18:00. Tónlistaratriði, afhending prófskírteina og hvatningarverðlaun Íslandsbanka. Innritun nýrra nemenda er á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is

„Það sem vekur athygli í þessu er hversu stór hluti atvinnulausra eru einstaklingar með erlent ríkisfang eða rúm 40% af hópnum. Svo virðist sem árstíðabundin atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónusta sé að hafa þessi áhrif. Aðeins hefur dregið úr þeirri miklu þenslu sem hér hefur verið og það getur haft aukið atvinnuleysi í för með sér, alla vega tímabundið,“ segir Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Duus Safnahús - Opnun sumarsýninga Föstudaginn 1. júní kl. 18:00 opnar Listasafn Reykjanesbæjar þrjár nýjar sýningar í tilefni 15 ára afmælis safnsins. Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna „Hlustað á hafið“ Viðtöl hjá ráðgjafa SÁÁ Viðtalstímar hjá ráðgjafa SÁÁ fyrir einstaklinga sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda og aðstandendur þeirra. Tímapantanir í Þjónustuveri í síma 421-6700.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

er ekki miklir toppar þar lengur. Þetta svæði er þekkt fyrir mikla vaktavinnu og það hefur auga leið að barnauppeldi passar ekki vel inn í 12 tíma vaktavinnu sem er gangandi allan sólarhringinn allt árið. Hver fær barnapössun á nóttunni? Þannig að það

hefur verið vöntun á fólki til að vinna í flugþjónustunni. Þar eru líka gerðar miklar kröfur um að fólk standist bakgrunnskoðun að hálfu yfirvalda. Það er samdráttur í ferðaþjónustunni, það segja mér þeir sem eru að reka bílaleigurnar. Það er nauðsyn að gera úttekt á hvaðan þeir koma sem eru án atvinnu. Vinnumarkaðurinn er að verða mjög svo einsleitur og við verðum að bregðast hratt við ef við viljum ekki eiga þetta ömurlega Íslandsmet að vera með flest fólk án atvinnu.“

Guðbrandur segir að það geti einnig haft áhrif að á þessu svæði sé mikið byggt á vaktavinnu og ekki alltaf auðvelt fyrir ungt fólk með börn að ráða sig í slíka vinnu. Atvinnuleysi innan

VS sé hins vegar lægra en þessar tölur gefa til kynna. Þarna er verið að sýna meðaltal en atvinnuleysi er misjafnt eftir starfsgreinum að sögn Guðbrands.

LANDSLIÐSVÉLIN VERÐUR „ÖÐRUVÍSI“ OG Á EFTIR AÐ KOMA Á ÓVART Icelandair hefur sent eina af þotum sínum til Norwich á Bretlandseyjum þar sem hún verður máluð. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að vélin verður notuð til að flytja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á HM í Rússlandi, þegar hún kemur til baka úr málningarvinnunni. Þotan, sem er af gerðinni Boeing 757-300 og ber einkennisstafina TF-ISX, verður „öðruvísi“ svo vitnað sé í heimildir og á eftir að koma á óvart. Þotan verður þá þriðja þota Icelandair sem fær einstakt útlit. Fyrsta vélin var Hekla Aurora í norðurljósabúningi. Önnur vélin var Vatnajökull. Vélin var handmáluð í tilefni

af 80 ára afmæli Icelandair og sækir innblástur í konung íslenskra jökla sem gnæfir yfir suðaustur horninu.

Lyya Grindavík: Sala og afgreiðsla Sala og afgreiðsla Við leitum að starfsmanni í okkar frábæra starfsmannahóp. Starfið felst almennum afgreiðslustörfum og ráðgjöf l viðskiptavina okkar um kaup á vörum verslunarinnar. Um er að ræða skemmmlegt og ölbreyy starf á líflegum vinnustað þar sem í boði eru samkeppnishæf laun, goo vinnuumhverfi og möguleikar á að þróast í starfi. Hæfniskröfur:

Vinnuumi:

• Rík þjónustulund • Áhugi á mannlegum samskiptum • Jákvæðni og goo viðmót • Geta l að starfa undir álagi • Reynsla af verslunarstörfum er kostur

•Fjóra l fimm daga í viku kl. 13:30-18:00 • Starfshluuall 45-50%

Í samræmi við jafnréésáætlun Lyyu hf. hvetjum við karla jafnt sem konur l að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er 10. júní og sóó er um starfið á ráðningarvef Lyyu á www.lyya.is. Nánari upplýsingar um starfið veiir Hulda Ormsdóór lyfsali í s. 421-6565 eða hulda@lyya.is.


Sumarmessur á Suðurnesjum 3. júní

15. júlí

Sjómannadagur

Kvöldstund í kirkjunni

Njarðvíkurprestakall Messa í DUUS húsi Hvalsneskirkja Útskálakirkja Grindavíkurkirkja Helgistund á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum Helgistund á hjúkrunarheimilinu Hlévangi

11:00 11:00 14:00 12:30 14:15 14:45

Grindavíkurkirkja

22. júlí Kvöldmessa Úskálakirkja

10. júní

20:00

29. júlí

Göngumessa Keflavíkurkirkja –

20:00

Göngumessa um gamla bæinn

20:00

17. júní 12:30 13:00 10:00

11:00

19. ágúst Keflavíkurkirkja

20:00

1. júlí

20:00

26. ágúst Kvöldmessa Keflavíkurkirkja

Fermingarmessa 11:00

8. júlí Púttmessa Spilað og sungið á púttvelli við Mánagötu Kaffiveitingar í Kirkjulundi

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Kvöldmessa

Kvöldstund í kirkjunni

Keflavíkurkirkja

20:00

Guðsþjónusta

24. júní Hvalneskirkja

Njarðvíkurkirkja

12. ágúst

Lýðveldishátíð Keflavíkurkirkja – Hátíðarmessa Útskálakirkja – Fjölskylduguðsþjónsta Grindavíkurkirkja – Hátíðarguðsþjónusta

Kvöldstund í kirkjunni

13:00

20:00


20

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

Er þér þá alveg sama? Kæri íbúi Reykjanesbæjar. Fjarvera þín á kjörstað vakti ómælda athygli um allt land. Það er erfitt að ráða í þau skilaboð því skilaboðin eru algjör þögn og ekki einu sinni hægt að ráða í andlitsdrætti til að reyna að skilja. Einhverjir munu segja að þetta sé óánægja með stjórnmál almennt eða doði fyrir málefnunum. Aðrir munu segja að allir stjórnmálamenn séu vitleysingar eða að engu hafi þurft að breyta. Í okkar tilfelli var þó full ástæða til að mæta á kjörstað og hafa áhrif. Aldrei hafa fleiri verið í framboði og því algjört dauðafæri til að koma nýju fólki til áhrifa í samfélaginu. Þetta áhugaleysi bæjarbúa vekur upp vangaveltur um hið háværa ákall um meiri þátttöku íbúa í ákvarðanatöku. Kjörsóknin styður ekki þetta ákall og þátttaka í ýmsu íbúakosningum undanfarið sýna ekki sterkan vilja fyrir því að láta í sér heyra. Nýjasta dæmið er kosning um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis þar sem einungis um 20% tóku þátt og heil 6% eru á bak við nafnið sem flest atkvæði fékk. Flest sveitarfélög og þar á meðal Reykjanesbær hafa svarað öðru ákalli

um aukið gagnsæi og sett ýmis gögn á sínar vefsíður til upplýsingar fyrir bæjarbúa og aðra. Umferðin inn á þessar síðar er enn verulega lítil en væntanlega tekur einhvern tíma fyrir almenning að átta sig á þessu. Ég hef verið bæjarfulltrúi í átta ár og fékk kosningu til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Ég styð heilshugar að íbúar láti í sér heyra varðandi öll málefni sem brenna á þeim og séu virkari í að taka þátt í að byggja upp betra samfélag. Við erum greinilega ekki enn búin að finna bestu leiðina til að virkja íbúalýðræðið en það er mesti misskilningur að gífuryrtir statusar á Facebook færi okkur nær því takmarki. Á þeim vettvangi vantar oft dýptina í umræðurnar og málefnin eru ekki krufin. Persónur eru hins vegar oft krufnar hvort sem þær eru lífs eða liðnar. Facebook er oft eins og risavaxin kaffistofa eða fermingarveisla þar sem tuðið fær að grassera á ógnarhraða. Ég vil bara segja eitt að lokum kæri íbúi: Láttu heyra í þér. Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi.

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Guðbergur Bergsson tilnefndur fyrir bók sína Tómas Jónsson Metsölubók Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson hefur fengið tilnefningu til bandarísku bókmenntaverðlaunanna Best Translated Book Awards í flokki skáldsagna fyrir bók sína Tómas Jónsson Metsölubók. Afhending verðlaunanna verður fimmtudaginn 31. maí á kaupstefnunni New York Rights Fair. Í verðlaun eru fimm þúsund dollarar fyrir bæði höfunda og þýðendur og kemur fjárhæðin frá Amazon Literary Partnership sjóðnum. Bókin Tómas Jónsson Metsölubók kom út í Bandaríkjunum sumarið 2017 en í fyrra voru fimmtíu ár liðin frá útgáfu bókarinnar og er hún

talin hafa markað straumhvörf í bókmenntasögu landsins. Þá hefur hún oft verið nefnd fyrsta íslenska nútímaskáldsagan.

Oddný Magnúsdóttir - minning Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur.

Ég þakka þér ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir)

Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson)

Svona var hún elsku vinkona mín, lét öllum líða vel. Elsku besta vinkona: ,, Það deyr enginn fyrr en maður deyr sjálfur.” Odda mun lifa með mér um ókomna tíð.

Það er með sorg í hjarta sem ég kveð elskulega vinkonu mína Oddnýju Magnúsdóttur. Odda eins og hún var alltaf kölluð kom inn í líf mitt 1967 er ég byrjaði í Gagnfræðaskóla Keflavíkur og bar aldrei skugga á okkar vináttu. Ég var feimin við komuna í skólann, og bauð hún mér sæti við hliðina á sér. Kom þá líka í ljós að við vorum nátengdar.

Minning þín sem stjarna skær skín í huga mér svo kær. Ég sendi út í húmið hljótt hundrað kossa-góða nótt. (Íris Dungal) Blessuð sé minning þín elsku vinkona. Guðveig Sigurðardóttir (Veiga)

Ný bók um Reykjanesskaga fyrir erlenda ferðamenn Út er komin ný bók þar sem gerð er grein fyrir öllu því helsta sem Reykjanesskagi hefur upp á að bjóða. Þar er náttúran og sagan svo sannarlega við hvert fótmál, segir í tilkynningu frá útgefanda en bókin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum. Með útgáfu þessarar bókar er gerð tilraun til að fá ferðamenn sem til Íslands koma að staldra lengur við á Reykjanesskaga. Þar er nefnilega fjölmargt annað að sjá en Flugstöð Leifs Eiríkssonar, fyrsta viðkomustað flestra sem til landsins koma, og mosavaxið hraunið sem umlykur allt á leiðinni þaðan til Reykjavíkur. Reykjanesskagi býður upp á fjölskrúðuga og magnaða náttúru sem á sér enga líka í víðri veröld. Heita hveri er víða að sjá og falleg kristaltær stöðuvötn sem og heillandi strandlengju með fallegri fjöru og háum fuglabjörgum. Af sögulegum minjum er þar líka nóg, rústir fornra býla og verbúða eru margar og víða liggja aldagamlar skemmtilegar troðnar slóðir. Reykjanesskagi sem er mjög eldbrunninn er yngsti hluti Íslands. Þar er að finna 3-4 eldstöðvakerfi með fjölmörgum merkum eldstöðvum sem vert er að skoða. Í bókinni, sem er 17 x 24 sm og 81 blaðsíða að stærð, er að finna á annað hundruð ljósmynda og kort. Höfundur er Ívar Gissurarson en útgefandi er Nýhöfn.

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

ERLA MAGNÚSDÓTTIR

Njarðarvöllum 2 (áður Garðbraut 74, Garði) Lést þann 25. maí 2018 á hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum. Útförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 13:00. Hafsteinn Ingólfsson Aldís Jónsdóttir Þór Ingólfsson Hallfríður Þorsteinsdóttir Kristín Ingólfsdóttir Ríkharður Sverrisson Ingólfur Þór Ágústsson Kristín Gestsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn

Frábær vinna fyrir þig. Kynntu þér málið. Great job available for you. Have a look. www.lagardere-tr.is


TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN

REYKJANESHÖ FN vinalegur bær

SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM

REYKJANESBÆ


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

SPORTSPJALL

FÓTBOLTASAMANTEKT

2. DEILD KARLA

Fyrsta tap Þróttar Vogum

Þróttur Vogum mætti Kára í 2. deildinni í knattspyrnu í fjórðu umferð og endaði leikurinn með 2:0 sigri Kára, þar með tapaði Þróttur sínum fyrsta leik í deildinni. Hart var barist í leiknum en mörk leiksins komu í upphafi og lok leiksins. Þróttur og Kári eru jöfn á toppi deildarinnar með níu stig.

Víðir náði í þrjú stig

PEPSI-DEILD KARLA Grindavík byrjar sumarið með stæl

„Líður langbest á Suðurnesjunum“

Andri Fannar Freysson er í Sportspjalli Víkurfrétta þessa vikuna, Andri leikur með Njarðvík í Inkasso-deildinni í knattspyrnu, honum líður best á Suðurnesjunum, ætlar að njóta þess að spila knattspyrnu í sumar og vera góð fyrirmynd. Fullt nafn: Andri Fannar Freysson. Íþrótt: Knattspyrna. Félag: Njarðvík. Hjúskaparstaða: Er búinn að vera á pikkföstu í átta ár. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Minnir að ég hafi verið í kringum 3–4 ára í boltaskóla hjá pabba mínum. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Freyr Sverrisson a.k.a faðir minn.

Hvað er framundan? Framundan er krefjandi en jafnframt skemmtilegt sumar í Inkasso-deildinni þar sem frábær hópur af einstaklingum vinnur saman að því að standa sig vel. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Það er klárlega að vinna 2. deildina í fyrra, lenda í fyrsta sæti og komast upp um deild. Hef lengi verið með það markmið og það var þægilegt að geta krossað yfir það.

Uppáhalds...

...leikari: Johnny Depp. ...bíómynd: Gladiator. ...bók: Er svolítið að vinna með hljóðbækurnar og The Subtle Art of Not Giving a F*ck var helvíti fín. ...Alþingismaður: Silja Dögg. ...staður á Íslandi: Mér líður bara langbest á Suðurnesjunum. Hvað vitum við ekki um þig? Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en ég var 21 árs. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég mæti á æfingar og reyni að gera mitt besta, fer reglulega í ræktina, reyni að passa upp á mataræðið og svefninn og set mér markmið. Hver eru helstu markmið þín? Helstu markmið mín í sumar eru að njóta þess að spila fótbolta með Njarðvík og vera góð fyrirmynd. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þær eru nokkrar en í fyrra fórum við í æfingarferð til Svíþjóðar. Frábær ferð í alla staði og þjappaði hópnum vel saman. Eitt kvöldið upp á hótelherbergi voru nokkrir einstaklingar með veip. Þeir voru að veipa inni í herbergi en af því þeir voru með veip þá héldu þeir af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að reykskynjarinn

færi ekki í gang. Að sjálfsögðu fór reykskynjarinn í gang. Svíinn er aðeins æstari yfir því þegar að reykjskynjarinn fer í gang heldur en við Íslendingarnir. Í stað þess að sitja og bíða eftir því að hann hætti að pípa eins og við Íslendingar erum vanir að gera þá voru í staðinn ræstir út tveir slökkviliðsbílar, ljósmyndari frá bæjarblaðinu mætti á svæðið og allir reknir út af hótelinu nema þeir sem voru að veipa. Næst fer reykkafari inn og opnar upp hótelhurðina hjá drengjunum og komst að því að það var enginn eldur á hótelinu.

Grindavík hefur tryggt sér 11 stig að loknum sex umferðum í Pepsi-deild karla í ár og er þetta besta byrjun liðs í deildinni undanfarin tvö ár. Grindavík heimsótti Stjörnuna sl. sunnudag og endaði leikurinn með 1:1 jafntefli liðanna eftir æsispennandi leik, en þess má geta að Stjarnan átti þrettán

marktilraunir í fyrri hálfleik á móti þremur. Grindavík situr í öðru sæti í deildinni eftir sex umferðir.

Keflavík á botni Pepsi-deildarinnar

INKASSO-DEILD KARLA

„Við sköpuðum okkur fjölmörg tækifæri og mér fannst við hafa yfirhöndina í leiknum stærstan hluta hans. Við fengum fáránleg mörk á okkur og við erum í raun og veru að gefa þeim gjafir með þessum mörkum,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, eftir tap gegn ÍBV í Pepsideildinni í knattspyrnu sl. sunnudag. „En það þarf að halda áfram, þessi leikur er búinn og það voru jákvæðir punktar í honum og við þurfum að nýta okkur þá fyrir framhaldið. Menn eru fúlir núna og þeir þurfa að fá að jafna sig og loka sárunum.“ Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur, slasaðist í leiknum en hann er nýbúinn að jafna sig á meiðslum á sama hné. Hann fer í myndatöku í vikunni en eins og er er hnéð mikið bólgið og óvissa um framhaldið. Mörk leiksins: 0:1 Sindri Snær Magnússon (‘17) 0:2 Sigurður Benónýsson (‘68) 1:2 Lasse Rise (‘72) 1:3 Sindri Snær Magnússon (‘89)

Mörk leiksins: 0:1 René Joensen (‘32) 1:1 Guðmundur Hafsteinsson (‘79)

Jafntefli hjá Njarðvík

Njarðvík mætti ÍA í fjórðu umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu og urðu lokatölur leiksins 2:2. Leikurinn hófst með látum en Njarðvík skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu með marki frá Stefáni Birgi Jóhannessyni. ÍA jafnaði metin á 36. mínútu og stóðu leikar því jafnir í hálfleik, 1:1. ÍA komst yfir á 66. mínútu og staðan orðin 2:1 fyrir heimamenn. Á 74. mínútu fór Andri Freysson á vítapunktinn en skaut boltanum í slánna. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Njarðvík að jafna metin með marki frá Magnúsi Þór Jónssyni eftir hornspyrnu. Leikurinn var fjörugur á köflum og Njarðvík situr nú í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar. Mörk leiksins: 0:1 Stefán Birgir Jóhannesson (‘4) 1:1 Stefán Teitur Þórðarson (‘36) 2:1 Andri Adolphsson (‘66) 2:2 Magnús Þór Magnússon (‘86)

Jón Arnór Sverrisson tekur slaginn með Njarðvík í Domino’s-deild karla á næstu leiktíð. Jón sem staldraði við hjá Keflavík og Hamri á síðasta tímabili er uppalinn í grænu og fögnuður að fá sterkan bakvörð aftur heim í Ljónagryfjuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Jón fór með Hamri í úrslit 1. deildar karla gegn Breiðablik þar sem Blikar höfðu betur eftir hörku seríu en Jón

var með 10,5 stig, 5,5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Hamri í 24 leikjum.

Fyrstu stig Grindavíkur

Grindavík mætti Stjörnunni í fjórðu umferð í Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum tryggði Grindavík sér sín fyrstu stig í deildinni í sumar ásamt því að skora sín fyrstu mörk. Lokatölur leiksins urðu 2:3 fyrir Grindavík. Leikurinn byrjaði með svakalegri sprengju en Stjarnan komst 1:0 yfir á 10. mínútu, aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Grindavík metin með marki frá Maríu Sól Jakobsdóttur og staðan því orðin 1:1. Grindavík bætti við sínu öðru marki á 33. mínútu þegar Rio Hardy skoraði og Grindavík leiddi 2:1 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og á 49. mínútu jafnaði Stjarnan leikinn í 2:2. Rio Hardy skoraði annað mark sitt í leiknum á 69. mínútu og Grindavíkurstúlkur komnar með 3:2 forystu sem þær létu ekki af hendi það sem eftir lifði leiks en hann var flautaður af á 93. mínútu og fyrstu stig og mörk Grindavíkur í hús í sumar. Tvíburasysturnar Rio og Steffi Hardi voru komnar með leikheimild fyrir leikinn og það munaði svo sannarlega um Rio í framlínunni. Mörk leiksins: 1:0 Katrín Ásbjörnsdóttir (‘10) 1:1 María Sól Jakobsdóttir (‘12) 1:2 Rio Hardy (‘33) 2:2 Harpa Þorsteinsdóttir (‘49) 2:3 Rio Hardy (‘69)

INKASSO-DEILD KVENNA

Keflavík á toppnum eftir jafntefli

Keflavík mætti Þrótti Reykjavík í þriðju umferð Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu og endaði leikurinn með 2:2 jafntefli. Keflavík hefur farið vel af stað í deildinni í ár og sitja þær í efsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjár umferðir. Natasha Moraa Anasi skoraði bæði mörk Keflavíkur í leiknum en Þróttur leiddi 2:1 í hálfleik.

KÖRFUBOLTASAMANTEKT

JÓN ARNÓR AFTUR Í HEIMAHAGANA

Mörk leiksins: 1-0 Stefan Antonio Lamanna (‘2) 1-1 Tonci Radovnikovic (‘23) 1-2 Andri Gíslason (‘45) 1-3 Fannar Orri Sævarsson (‘66)

PEPSI-DEILD KVENNA

Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Hafa trú á sjálfum sér. Æfa meira en aðrir, hugsa um mataræðið, svefninn og andlegu hliðina við það eykst sjálfstraustið og þá eru allir vegir færir.

Jón Arnór Sverrisson og Jón Björn Ólafsson stjórnarmaður KKD UMFN handsala samninginn.

Víðir Garði mætti Tindastóli um síðstliðna helgi og náðu Víðismenn að næla sér í þrjú stig og jafnframt fyrsta sigur sinni í 2. deildinni í sumar. Víðir situr í 8. sæti deildarinnar.

Mörk leiksins: 0:1 Natasha Moraa Anasi (‘6) 1:1 Gabriela Maria Mencotti (‘28) 2:1 Gabriela Maria Mencotti (‘43) 2:2 Natasha Moraa Anasi (‘52)

Gabríel Sindri til Njarðvíkur Bakvörðurinn Gabríel Sindri Möller mun leika með Njarðvík á næsta tímabili í Domino’s-deild karla í körfu. Gabríel er uppalinn í Njarðvík, hann lék með Gnúpverjum í 1. deildinni á síðasta tímabili, hann fór til Gnúpverja á venslasamningi. Gabríel hlaut á dögunum Elfarsbikarinn á lokahófi yngri flokka í Njarðvík en hann er afhentur efnilegasta leikmanni karla í yngri flokkum. Gabríel gerði samning til eins árs og hefur hann verið lykilmaður í unglingaflokki, Gabríel var valinn í æfingahóp U20 ára liðs Íslands sem leikur í Evrópukeppninni í sumar.

Páll Kristinsson og Gabríel Sindri handsala samninginn/ UMFN.is

NÝR KANI TIL KEFLAVÍKUR Bandaríkjamaðurinn Milton Jennings hefur samið við Keflavík og mun hann leika með liðinu á næsta tímabili í Domino’s-deild karla í körfu. Jennings er 27 ára gamall, 206 cm á hæð og leikur stöðu framherja. Jennings lék á síðasta tímabili með ToPo í efstu deild í Finnlandi, áður hafði hann leikið í Sviss og á Ítalíu. Karfan.is greinir frá þessu.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. maí 2018 // 22. tbl. // 39. árg.

23

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður úr Keflavík, hlakkar til Rússlandsfararinnar á HM:

Höldum áfram að skrifa knattspyrnusöguna

Arnór Ingvi og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í félagsheimili Keflavíkinga. VF-myndir/pket. „Þetta var mikill léttir og ánægja að komast í hópinn. Ég var á báðum áttum eftir það sem á undan hafði gengið en ég er stoltur og hlakka til að fara til Rússlands,“ sagði Arnór Ingvi Traustason en hann heimsótti stuðningsmenn Keflvíkinga fyrir leik þeirra gegn ÍBV.

Arnór gaf sér tíma til að gefa eiginhandaráritanir, spjalla við unga leikmenn og stuðningsmenn Keflavíkur. Hann kom til landsins sl. þriðjudag og hefur verið við æfingar síðan með landsliðshópnum. Arnór gekk til liðs við sænska liðið Malmö í lok síðasta árs eftir að hafa leikið í Grikklandi og Austurríki í kjölfar EM í Frakklandi 2016. „Mér hefur gengið þokkalega vel hjá Malmö síðan ég kom þangað þó liðinu hafi ekki gengið eins vel. Ég byrjaði ágætlega en liðið þarf að bæta sig. Ég hef spilað nokkuð mikið í vetur og líður vel inni á vellinum, er í góðu formi og með sjálfstraust og tilbúinn í slaginn í Rússlandi.“ Arnór náði ekki alveg að festa sig í sessi í Austurríki eða Grikklandi en fyrir EM í Frakklandi lék hann í Svíþjóð. Hann ákvað því að taka eitt skref til baka og segist vera mjög ánægður hjá sænska liðinu Malmö. „Mér hefur liðið vel í Svíþjóð. Kærastan mín er hjá mér en auðvitað er það alltaf markmiðið að komast að hjá stærri liðum.“ Hvað skiptir máli þegar það gengur ekki alveg eins og maður vill? „Atvinnumennska er ekki alltaf dans

KYNNINGARFUNDUR UM SKIPUL A G S M Á L Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Breyting á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar og drög að deiliskipulagi vestursvæðis

Kynningarfundur verður haldinn um verkefnis- og matslýsingu og vinnslutillögu vegna breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar, sem fjallar um auknar byggingarheimildir. Fundurinn verður í Bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ miðvikudaginn 6. júní kl. 16–17. Jafnframt verða kynnt drög að deiliskipulagi fyrir vestursvæði Keflavíkurflugvallar – svæðið umhverfis Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gögn málsins eru aðgengileg á heimasíðu Isavia, kefairport.is/adalskipulag. Frestur til að gera athugasemdir við lýsingu og vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar er til og með 20. júní 2018. Athugasemdir skulu berast á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is.

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar.

knattspyrnumönnum Arnór Ingvi gefur ungum

á rósum. Hef upplifað bæði upp og niður. Þegar illa gengur þá lærir maður mikið og ég tel mig hafa gert það og er reynslunni ríkari. Það getur verið ýmislegt sem dregur niður sjálfstraustið. Það er mikilvægt að vinna í því og setja sér markmið, sama hvernig gengur. Þora og vera ekki hræddur við mistök,“ segir Arnór. Hann er bjartsýnn á gengi Íslands á HM. „Það verða allir klárir í fyrsta leik gegn Argentínu. Við ætlum okkur að halda áfram að skrifa knattspyrnusögu Íslands.“ Hann segir að það hafi verið frábært að Samúel hafi verið valinn í hópinn. „Það var frábært að hann skyldi verða valinn. Hann hefur verið að standa sig og ég hafði trú á því að hann yrði

eiginhandaráritanir.

valinn. Það verður gaman hjá okkur í Rússlandi.“ Við spurðum Arnór að lokum um ráð til yngstu knattspyrnukynslóðarinnar. Hvað þyrfti að gera til að ná langt? „Leggja harðar að sér og æfa meira, aukaæfingin. Setja sér markmið og vera þolinmóður.“

SMÁAUGLÝSINGAR NEYÐARKALL Heyrnatæki týndist 16. maí. Mögulega í N1 eða Landsbankanum í Reykjanesbæ. Vinsamlegast hafið samband við Margréti í síma 421 3729.

Sex milljón króna styrkir til körfuknattleiks- og knattspyrnudeilda Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 24. maí sl. að veita styrki til aðalstjórnar Keflavíkur að fjárhæð kr. 6.000.000,- sem skiptist jafnt á milli körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að fjárhæð kr. 3.000.000,- og knattspyrnudeildar Keflavíkur að fjárhæð kr. 3.000.000,- og styrk til aðalstjórnar UMFN að fjárhæð kr. 6.000.000,- sem skiptist jafnt á milli körfuknattleiksdeildar UMFN að fjárhæð kr. 3.000.000,- og knattspyrnudeildar UMFN að fjárhæð kr. 3.000.000,-.

Halldór Karlsson aðstoðar Einar í Njarðvík Halldór Karlsson verður aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannssonar með karlalið Njarðvíkur í Domino’s-deildinni í körfu á komandi leiktíð. Gengið var frá ráðningu Halldórs á dögunum. „Óhætt er því að segja að „Skröltormurinn“ sé mættur aftur í úrvalsdeild en einkennismerki Halldórs eftir gott hark á parketinu var þeytivinduhnefinn sem minnti óneitanlega á hringlu skröltormsins,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Halldór hefur á síðustu árum þjálfað yngri flokka í Njarðvík en hann var annar tveggja fyrirliða í síðasta Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur árið 2006. Þess má til gamans geta að þar var Einar Árni einnig þjálfari en hann og Halldór eru æskuvinir af Brekkustígnum. Þá var Jeb Ivey einnig liðsmaður í meistaraliðinu 2006 svo þessir ágætu herramenn eru sameinaðir á ný við titlaveiðar í Ljónagryfjunni.

Ólöf Helga tekur við Íslandsmeisturum Hauka Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir mun stýra Íslandsmeisturum Hauka í Domino’s-deild kvenna á næsta tímabili. Ólöf Helga lék með Grindavík og Njarðvík í efstu deild og hefur þjálfað yngri flokka Grindavíkur með góðum árangri. Ólöf Helga segir í samtali við Víkurfréttir að hún sé spennt fyrir vetrinum og komandi áskorunum og að hún hlakki til að fá að vinna með flottu félagi eins og Haukum.

Til hamingju með daginn ykkar sjómenn


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Kjósum knattspyrnu!

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ SÆVARS SÆVARSSONAR

Í kjölfar kosninga Frambjóðendur í Reykjanesbæ settu nýtt heimsmet í hræsni í kjölfar sveitastjórnarkosninganna en það tók þá innan við sólarhring að hætta að láta sjá sig skælbrosandi á íþróttakappleikjum. Áhorfendum á heimaleik Keflavíkur gegn ÍBV fækkaði t.d. um 176 frá leiknum áður, sem rekja má beint til þess að frambjóðendur þeirra átta framboða sem buðu fram létu ekki sjá sig. Var það ýmist vegna hefðbundis áhugaleysis, afhroðs í kosningum eða vegna heilsuleysis í kjölfar of mikillar drykkju deginum áður. Annars verður eftirsóknarvert að búa Reykjanesbæ næstu árin því ef marka má kosningaloforð flestra flokka getum við fljótlega farið að vænta neðangreinds: Kísilverið hverfur og hér mun engin mengandi stóriðja rísa. Kennarar munu streyma í skólana í von um eingreiðslur upp á hundruði þúsunda og betri vinnuaðstöðu. Íþróttir verða aftur settar á oddinn og mun fjárstreymi til félaganna aukast til muna auk þess sem íþróttamannvirki verða bætt og ný rísa. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun ganga í endurnýjun lífdaga og þar munu skurðstofur loksins opna, heimilislæknar hefja störf og biðstofan mun ei lengur líta út eins og sjúkratjald í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Gamla fólkið, já blessað gamla fólkið mun ekki deyja – það mun lifa. Ofangreint er auðvitað aðeins lítill hluti þess sem við íbúðar megum vænta í kjölfar kosninga. Það eru forréttindi að búa í Reykjanesbæ en ekki minnka þau forréttindi ef einhver þeirra fjölmörgu loforða sem spruttu fram í aðdraganda kosninga verða efnd. Nú er staðan sú að allt það góða og gegna fólk sem undanfarnar vikur hefur keppst við að vera sýnilegt með loforðasprotann á lofti er nú horfið aftur ofan í fylgsni sín þar sem það undirbýr næsta leik. Spurningin er hins vegar sú, verður næsti leikur efning loforða eða verður það klassíski eftirleikurinn þar sem sparigallinn- og brosið er sett í geymslu og ekki brúkað á ný fyrr en í næstu kosningum? Spennan magnast - eftirleikurinn verður hið minnsta ekki auðveldur ...

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Á - Frjálst afl (524 atkvæði)

898 2222

Kjörnir bæjarfulltrúar:

8,3%

B - Framsóknarflokkur (883 atkvæði)

13,9%

D - Sjálfstæðisflokkur (1.456 atkvæði)

22,9%

M - Miðflokkur (822 atkvæði)

13%

P - Píratar (380 atkvæði)

6%

S - Samfylkingin og óháðir (1.302 atkvæði)

20,5%

V - Vinstri grænir og óháðir (122 atkvæði)

1. Margrét Ólöf A. Sanders (D) 2. Friðjón Einarsson (S) 3. Jóhann Friðrik Friðriksson (B) 4. Guðbrandur Einarsson (Y) 5. Margrét Þórarinsdóttir (M) 6. Baldur Þórir Guðmundsson (D) 7. Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) 8. Gunnar Þórarinsson (Á) 9. Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D) 10. Díana Hilmarsdóttir (B) 11. Styrmir Gauti Fjeldsted (S)

Kosningaþátttaka:

1,9%

Y - Bein leið (856 atkvæði)

13,5% 1 fulltrúi

2 fulltrúar

Þeir sem kusu

Þeir sem kusu ekki

(57%)

(43%)

Talin atkvæði: 6.494 Auð: 127 (2%) Ógild: 22 (0,3%)

3 fulltrúar

MEIRIHLUTINN FÉLL Í REYKJANESBÆ -meirihlutaviðræður hjá Samfylkingu, Framsókn og Beinni leið

Meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ hófust strax daginn eftir kosninganótt en þar fagnaði Samfylkingin mest og tók við verkefninu að leiða viðræðurnar. Á þriðjudag funduðu oddvitar Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknarflokks. „Ég get ekki sagt neitt á þessari stundu nema að staðan sé frekar viðkvæm,“ sagði Friðjón Einarsson sem freistar þess að búa til nýjan meirihluta þessara framboða. Verði hann að veruleika þá mun Frjálst afl sem var í meirihluta með Samfylkingu og Beinni leið á síðasta kjörtímabili verða í minnihluta með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokki.

Framsóknarmenn í skýjunum - segir Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknarflokks „Við Framsóknarmenn erum í skýjunum með þetta og höfum verið að vinna grasrótarvinnu hjá flokknum og gengum samheldin, þessi hópur til þessa kosninga.“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsókarflokksins í Reykjanesbæ þegar lokatölur kosninganna lágu fyrir. „Við erum gríðarlega stolt af þessum árangri en það kom mér á óvart hvað kjörsókn var lítil, ekki nema 55% en ég er á þeirri skoðun að það sé skýr vilji kjósenda að við komum að næsta meirihluta í Reykjanesbæ og við munum takast á við það verkefni.“

Samfylkingin fékk 3 bæjarfulltrúa með 20,5% fylgi og bætti við sig manni frá 2014. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig 3 menn og 22,9% en tapaði einum frá síðustu kosningum og hefur ekki mælst minni frá því sameinað sveitarfélag varð að veruleika 1994. Framsóknarflokkur vann góðan sigur, fékk 13,9%, bætti við sig manni og hefur núna tvo. Bein leið tapaði manni, fékk 13,5% og vantaði aðeins 13 atkvæði til að fella þriðja

GARÐUR

12°

4kg

- segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra

„Við erum mjög ánægð með okkar fylgi, þetta er stórsigur fyrir okkur en er svekktur yfir því að meirihlutinn hafi fallið,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ þegar búið var að tilkynna lokatölur

-segir Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins „Miðflokkurinn er sigurvegari þessara kosninga. Við erum nýr flokkur sem bauð fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar og árangurinn hér í Reykjanesbæ er frábær. Við erum að sjálfsögðu afar þakklát fyrir stuðninginn og vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem studdu okkur. Einnig vil ég þakka sérstaklega þeim sem unnu við framboðið,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Margrét sagði það að sjálfsögðu tilhlökkun að setjast í bæjarstjórn. „Það er heiður að fá að koma að stjórnun okkar ágæta bæjarfélags á tímum mikilla tækifæra og uppgangs. Verkefnin eru krefjandi en jafnframt spennandi. Ég mun nálgast starfið af auðmýkt,

40kg

með þakklæti og vinnusemi í þágu allra bæjarbúa. Ég vona að sjálfsögðu að málefni okkar í Miðflokknum fái brautargengi í bæjarstjórn. Við vorum með hófstillt en mikilvæg málefni í kosningabaráttunni. Málefni sem eru hagfelld fyrir alla bæjarbúa, raunsæ og ábyrg út frá fjárhagsstöðu bæjarins og vel framkvæmanleg,“ sagði Margrét.

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

Velvilji og ánægja skilaði sér ekki í kjörklefann -segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar „Við í Beinni leið erum að sjálfsögðu ekki ánægð með að hafa tapað öðrum bæjarfulltrúanum okkar, sérstaklega í ljósi þess að aðeins vantaði 13 atkvæði upp á að við héldum honum. Við fundum bara fyrir velvilja og ánægju með okkar störf í bæjarstjórn í aðdraganda kosninga en því miður skilaði það sér ekki inn í kjörklefann,“ sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar eftir kosningarnar í Reykjanesbæ. Guðbrandur segir lélega kjörsókn vera íhugunarefni og þurfi að skoðast sérstaklega í framhaldinu. „Aukinn fjöldi framboða hafði þau áhrif að sum framboð sátu uppi með dauð atkvæði sem nýttust ekki og Bein leið fór sínu verst út úr því. Samfylkingin sem tapaði lítillega fylgi bætti hins vegar við sig fulltrúa. „Við Beinni leið ætlum hins vegar að halda ótrauð áfram. Markmiðin er enn þau sömu þ.e. að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og aðstæður íbúa hér á svæðinu. Þar er áfram verk að vinna.“

kvöldsins. „Fyrsti kostur hjá okkur er að halda núverandi meirihluta og bæta aðeins í. Þetta er búið að vera æsispennandi barátta og kannski drengilegasta kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í, það hefur verið heiðarleiki í fyrirrúmi og mikil gleði, þannig að ég er sáttur með baráttuna og okkar niðurstöðu.“

„Miðflokkurinn er sigurvegari þessara kosninga“

REYKJANESBÆR

mann Samfylkingar og svo kom Miðflokkurinn sterkur inn og fékk einn mann og 13%. Frjálst afl tapaði manni, fékk 8,3% og hugsanlega sæti í nýjum meirihluta ef viðræður ganga upp. Píratar náðu ekki manni, fengu 6% en bættu við fylgið frá síðustu kosningum en Vinstri græn fengu ekki nema 122 atkvæði af tæplega 12 þúsund og voru langt frá því að ná manni í bæjarstjórn með 1,9%.

„Stórsigur fyrir okkur“

FLUTNINGASPÁ DAGSINS

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

1250kg

VOGAR

12°

75kg

Þurfum að líta í eigin barm - segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðismanna „Ég reiknaði með að halda fjórum en grunaði alveg að við gætum dottið niður í þrjá menn miðað við hvernig kosningabaráttan þróaðist. Við fundum alveg fyrir því í lok kosningabaráttunnar. Það er ekkert launungarmál að nýir flokkar sóttu mikið á okkar fólk og töluðu okkur niður með sögum um fjármál, kísilver og bæjarstjóraefni, og jafnvel lengra í fortíðina,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðismanna. „Það er alveg ljóst að við þurfum að líta í eigin barm og ekki síður ég sjálf. Við vorum með góða stefnu, vorum mjög hófstillt í loforðum en kannski er það ekki klókt í kosningabaráttu þó það sé heiðarlegra. Við þurfum að fara í innri vinnu, í grasrótina sem er ekki nægilega sameinuð og vinna okkar fylgi til baka.“

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 22. tbl. 39.árg.  

Víkurfréttir 22. tbl. 2018

Víkurfréttir 22. tbl. 39.árg.  

Víkurfréttir 22. tbl. 2018

Advertisement