45.tbl

Page 8

8

fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

FLOKKSVAL SAMFYLKINGARINNAR

Í SUÐURKJÖRDÆMI 16. - 17. NÓVEMBER Kosning hefst á miðnætti fimmtudaginn 15. nóvember. Á kjörskrá eru flokksmenn og stuðningsmenn skráðir fyrir 9. nóvember. Kosningu lýkur kl. 18:00 laugardaginn 17. nóvember. Um netkosningu er að ræða. Farið er inn á vefsíðu flokksins - xs.is -og „Flokksval 2012“ valið. Þeir sem hafa ekki aðgang að nettengdri tölvu eða eru ekki með aðgang að heimabanka geta kosið á fjórum kjörstöðum í Suðurkjördæmi föstudag 16. nóvember og laugardag 17. nóvember kl. 13:00 - 17:00: Reykjanesbær: Salur Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Selfoss: Samfylkingarsalurinn, Eyravegi 15 Vestmannaeyjar: Alþýðuhúsið við Skólaveg Höfn í Hornafirði: Víkurbraut 4, 2. hæð Nánari upplýsingar á xs.is

Starf ljósmyndarans alltaf jafn skemmtilegt - segir Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari, sem fagnar 30 ára afmæli Nýmyndar um þessar mundir.

S

ólveig Þórðardóttir ljósmyndari segist alltaf hafa jafn mikla ánægju af því að taka myndir. Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því hún opnaði ljósmyndastofu sína, Nýmynd. Þrjátíu ár í fyrirtækjarekstri og ávallt með sömu kennitölu eru einnig tíðindi nú á síðustu og verstu tímum, þegar reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem fara í þrot. Sólveig ljósmyndari þraukar og hefur lagað rekstur fyrirtækisins að breyttum aðstæðum í samfélaginu. Verkefni ljósmyndarans eru öll þau sömu í dag og fyrir þrjátíu árum. Myrkraherbergið hefur þó fengið að víkja fyrir nýjustu tækni. Í dag eru allar myndir teknar á stafrænar myndavélar og þar sem áður stóðu framköllunarvélar og stækkarar eru nú öflugir myndaprentarar sem prenta út í mestu mögulegum

gæðum og með endingu á myndum yfir 100 ár. Sólveig sagði í samtali við Víkurfréttir í tilefni af 30 ára afmæli Nýmyndar þann 11. nóvember sl. að tæknibyltingin að fara yfir í stafræna myndatöku úr filmunni, séu stærstu breytingarnar í faginu. Stafrænu myndavélinni fylgi einnig mikið frelsi fyrir ljósmyndarann. Áður var unnið með stóra myndavél á þrífæti í stúdíóinu en nú leiki myndavélin í höndum ljósmyndarans. Kjörorð Nýmyndar er „myndatökur við allra hæfi“ og segir Sólveig verkefnin vera breytileg. Fjölskyldumyndatökur og brúðkaupsmyndatökur séu fyrirferðarmiklar í stúdíóinu. Þá sé mikið um að fólk komi með börnin sín reglulega í myndatöku og fylgi þannig eftir uppvaxtarskeiði þeirra í myndum. Þá er farið að færast í vöxt að ömmur og afar mæti einnig með barnabörnin í myndatöku.

Nýmynd býður viðskiptavinum fjölbreytta þjónustu, myndatökur á stofu eða utan stofu. Brúðarmyndatökur, fjölskyldumyndatökur, barnamyndatökur, fermingarmyndatökur, módelmyndatökur, passamyndatökur ásamt eftirtökum af gömlum myndum. Jafn-

n Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir sóknarnefndarformaður skrifar:

AÐALFUNDUR MÁNA

Aðalfundur hmf Mána verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember og hefst kl. 20:00 í félagsheimili að Mánagrund Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn Mána

Allar almennar bílaviðgerðir Umfelgun fólksbíla kr. 4000,Erum með bílatölvu, lesum af öllum gerðum bíla, smurþjónusta og bílaþvottur

Iðavellir 9c - 230 Keflavík - Símar 421 7979, 858 3340

Framundan er tími uppbyggingar Kæru sóknarbörn Eins og flestum er kunnugt standa nú yfir umfangsmiklar framkvæmdir í kirkjunni okkar í Keflavík. Tilefnið er fyrst og fremst 100 ára afmæli kirkjunnar sem verður í febrúar 2015 en ekki síður að nauðsynlegt var orðið að gera endurbætur vegna þess að húsið var orðið lúið og slitið. Við slík tímamót er ekki annað hægt en að minnast á sögu Keflavíkurkirkju, þessa heillandi sögu um fámenna, litla þorpið, sem vildi vegsemd fyrir sig og íbúana og reisti kirkju, sem gat hýst nær alla fullorðna þorpsbúa í einu. Litla þorpið breyttist í blómlegan útgerðarbæ og þegar 50 ára afmæli kirkjunnar nálgaðist var aftur kominn tími á vegsemdarauka og kirkjan var gerð upp í samræmi við tíðarandann. Nú, þegar 100 ára afmælið nálgast er enn þörf á að betrumbæta kirkjuna, koma henni í sína upprunalegu mynd og kaupa nýtt orgel, því á 50 árum verður mikið rask og kirkjan var farin að láta verulega á sjá. Saga kirkjunnar er nátengd sögu samfélagsins og hún er og nátengd tíðarandanum. Þær breytingar sem gerðar hafa verið í rás tímans hafa verið gerðar í samræmi við óskir samfélagsins og með stuðningi þess. Það er sérstök tilfinning að fá að vera þátttakandi í verkefni eins og þessu, verkefni sem tengir saman sögu þorpsins og kirkjunnar. Áhrifin á mig persónulega hafa verið þau Þessi gamla mynd af Keflavíkurkirkju birtist á dögunum á síðunni Keflavík og Keflvíkingar á Fésbókinn.

að ég upplifi mig miklu sterkar sem Keflvíking eftir að hafa tekist þetta verkefni á hendur. Við þessa vinnu hefur verið unnin margvísleg rannsóknarvinna og margt hefur komið í ljós um sögu kirkjunnar og fólksins sem þar hefur starfað. Þeim upplýsingum mun verða haldið til haga og verða þær öllum aðgengilegar þegar fram líða stundir. Keflavíkurkirkja er að verða 100 ára. Hún er orðin forngripur. Hún er ein af elstu steinsteyptu kirkjum landsins og einstaklega falleg, bæði í formi og stærð. Fegurð hennar felst einkum í því hve stílhrein hún er og hvernig stærðarhlutföllin samsamast. Það eru engar óþarfar krúsidúllur eða skraut, kirkjan er einfaldlega formrænt falleg. Þegar safnaðarheimilið var byggt við kirkjuna á síðasta áratug síðustu aldar tókst vel til og nýtur kirkjan sín vel í tengslum við þá glæsilegu byggingu. En það sem öllu máli skiptir þó er að þessar byggingar eru ekki tóm glæsihýsi. Þar er fjölmargt fólk frá morgni til kvölds, í starfi og leik. Það gleður hjarta mitt sem sóknarnefndarformanns að á hverjum sunnudagsmorgni er kirkjan þétt setin af kirkjugestum á öllum aldri, en ekki síst unga fólkinu. Kirkjan hefur gengið í gegnum margvísleg skeið á þessum 100 árum á sama hátt og bæjarfélagið Keflavík. Það hafa verið tímar endurskoðunar og framkvæmda, tímar sorgar og niðurrifs, tímar deilna og sundurþykkju og tímar hruns. Við teljum að framundan séu tímar uppbyggingar. Endurbætur á kirkjunni mega sín e.t.v. lítils í samanburði við þau stóru verkefni á sviði atvinnulífsins sem við bíðum eftir að komi til framkvæmda hér á Suðurnesjum. Allt hefur þó áhrif og við endurbæturnar hefur eingöngu verið leitað til þeirra frábæru fagmanna sem búa hér á svæðinu. Við erum sannfærð um að kirkjuskipið verði glæsilegt að loknum þessum breytingum. Von okkar er sú að helgidómurinn eigi eftir að minna okkur á merka fortíð þessa samfélags og hvetja okkur til þess að horfa björtum augum til framtíðar. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir sóknarnefndarformaður


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.