21.tbl_2011

Page 19

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 26. maí 2011

19

›› Sjóarinn síkáti haldinn í Grindavík 3.-5. júní nk.:

Flottustu hátíðahöld landsins til heiðurs íslenska sjómanninum

Óður til Ellýjar á Sjóaranum síkáta í Grindavík

S

annkallaðir stórtónleikar verða sunnudagskvöldið 5. júní á Sjóaranum síkáta í Grindavík. Þá verður söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit og Ragga Bjarna með tónleikana „Óður til Ellýjar“ í íþróttahúsinu kl. 20:30 og verður ekkert til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta. Meðal annars mun barnabarn Ellýjar koma fram og segja frá ömmu sinni. Þann 28. desember síðastliðinn hefði söngkonan Ellý Vilhjálms orðið 75 ára en sem kunnugt er á hún ættir að rekja til Suðurnesja. Af því tilefni hefur söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir ákveðið að heiðra minningu Ellýjar með þessum tónleikum sem fluttir hafa verið víðar og fengið

feikna góða dóma. Guðrún gaf út plötu árið 2003 með upptöku af tónleikunum „Óður til Ellýjar“ og hlaut sú útgáfa Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta platan í flokknum „Ýmis tónlist“ það árið. Það gefst því einstakt tækifæri í Grindavík á sjómannadeginum 5. júní að heyra lögin hennar Ellýjar flutt af landsliði tónlistarfólks, þeim Guðrúnu Gunnars, Agnari Má Magnússyni, Sigurði Flosasyni, Birgi Bragasyni og Hannesi Friðbjarnarsyni. Sérstakur gestur á tónleikunum er heiðursmaðurinn Ragnar Bjarnason. Miðaverð aðeins 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við innganginn. Forsala miða fer fram í Kvikunni á opnunartíma hússins milli kl. 10:00 – 17:00. Sími: 420-1190.

„Sjóarinn síkáti er bæjarhátíð okkar Grindvíkinga sem við leggjum mikinn metnað í. Hún tókst virkilega vel í fyrra en þá komu yfir tuttugu þúsund gestir. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri en í ár, hér er hin eina og sanna Sjómannadagshelgi með öllu tilheyrandi. Ég vil taka skýrt fram að þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð en ekki unglingafylleríssamkoma. Hér er ströng gæsla og 20 ára aldurstakmark á tjaldsvæðinu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar um bæjarhátíðina Sjóarann síkáta sem haldin verður í Grindavík helgina 3.-5. júní nk. Sjóarinn síkáti hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Dagskráin er ótrúlega fjölbreytt og jafnframt verður mikið lagt upp úr því að virkja bæjarbúa til þátttöku en bænum hefur verið skipt upp í fjögur litahverfi og fara bæjarbúar hamförum í skreytingum þessa dagana. „Grindavík er eitthvert öflugasta bæjarfélag landsins og með tilkomu nýja tjaldsvæðisins sem opnað var í hitteðfyrra og svo nýju þjónustuhúsi í þessari viku erum við einnig að stimpla okkur á kortið sem öflugur ferðamannabær en hér er ótrúlega margt skemmtilegt að sjá og gera. Segja má að bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti marki upphafið á skemmtilegu sumri hér suður með sjó,“ segir Þorsteinn. Upphitun hefst á miðvikudagskvöldinu en fimmtudaginn ber upp á uppstigningardag og þann dag er einnig nóg um að vera. Svo verður líf og fjör á föstudagskvöld-

inu með skrúðgöngu litahverfanna niður á bryggju, bryggjuballi og skemmtunum. Á laugardeginum er bærinn undirlagður af ýmsum skemmtunum fyrir alla fjölskylduna. Má þar nefna ratleik, leiktæki fyrir börnin, glæsilega barnadagskrá, landsþekkta skemmtikrafta, keppnin Sterkasti maður á Íslandi, Brúðubíllinn verður á sínum stað, leiktæki og andlitsmálun fyrir krakkana, svo fátt eitt sé talið. Foreldrar og fullorðnir fá sinn skammt en þarna verða ýmsar uppákomur og sýningar. Um kvöldið verða svo böll á skemmtistöðum bæjarins. Á sunnudeginum verða hefðbundin hátíðahöld á vegum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur ásamt flottri dagskrá á hátíðarsviðinu og ýmsu fleiru. Þessa helgi verður einnig Íslandsmeistaramót í flökun, netagerð, sjómanni, golfmót, sundmót, fótboltamót, körfuboltamót og ýmislegt fleira. Sjóaranum síkáta lýkur svo með glæsilegum minningartónleikum Guðrúnar Gunnarsdóttur og Ragga Bjarna um Ellý Vilhjálms í íþróttahúsinu á sunnudagskvöldinu. Þorsteinn hvetur Suðurnesjamenn til þess að fjölmenna til Grindavíkur en hægt er að nálgast dagskrá Sjóarans síkáta á www.sjoarinnsikati.is „Sérstaklega finnst okkur gaman að sjá brottflutta Grindvíkinga mæta til heimahaganna. Þá eru líka sjómenn og fjölskyldur þeirra í öðrum bæjarfélögum einnig hvattir til þess að koma til Grindavíkur til að halda upp á daginn því hvergi á landinu eru flottari hátíðahöld til heiðurs íslenska sjómanninum en hér í Grindavík,“ sagði Þorsteinn að endingu.

BALL

GS A D A N N MA

SJÓ

svíkur eingan og gerir allt vitlaust „Skelltu nú gömlu í gammósíurnar og bjódd’enni á alvöru ball“ Aðgangseyrir 30 silfurpeningar eða aðeins um 1.500 krónur á núvirði.

›› Nám er vinnandi vegur:

Vel sótt námskynning í Stapa N

ámskynningin Nám er vinnandi vegur – Skólinn opnar dyr var haldin í Stapa miðvikudaginn 18. maí. Kynningin var liður í átakinu Nám er vinnandi vegur sem samþykkt var af ríkisstjórninni 19. apríl sl. Í því felst að öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla að 25 ára aldri, sem uppfylla skilyrði, verður tryggð skólavist í haust. Einnig verða sköpuð ný námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur á öllum aldri haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir. Fyrstu önnina gefst atvinnuleitendum kostur á að stunda nám án

þess að greiða skólagjöld og halda atvinnuleysisbótum svo auðveldara reynist að fara úr atvinnuleysi í nám. Nám er í raun framtíðarfjárfesting sem hver og einn tekur í sjálfum sér og skapar það mikil tækifæri fyrir viðkomandi. Alls tóku 10 skólar og símenntunarmiðstöðvar þátt í kynningunni auk Vinnumálastofnunar og Menntagáttar. Námskynningin var opin öllum sem höfðu áhuga og um 600 manns mættu. Kynningin var vel heppnuð og vonandi verður hún að árlegum viðburði til eflingar menntunar á Suðurnesjum.

Hafnargötu 19 • 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is

Fisktækniskóli Suðurnesja Starfstengt nám á framhaldsskólastigi Innritun á haustönn 2011 Námsbrautir í boði: Fiskvinnslubraut Sjómennska Sjókokkur/matsveinanám Netagerðarnám

Nánari upplýsingar í síma 4125940 / 4125968 og á netföng nannabara@mss.is / .olijon@fss.is og larus@fss.is Einnig á heimasíðu skólans á facebook.com

Fisktækniskóli Suðurnesja, Víkurbraut 56, 240 Grindavík


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.