Page 1

• fimmtudagurinn 16. febrúar 2017 • 7. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Tíu lóðum úthlutað ●●á bæjarmörkum Grindavíkur og Reykjanesbrautar

lítum til þess að Tíu lóðum á bæjareiga gott samstarf mörkum Grindavið Reykjanesbæ víkur og Reykjavarðandi framtíðarnesbrautar, í landi þróun svæðisins. Reykjanesbæjar Tækifærin á Reykjahefur verið úthlutað nesi eru mikil og nú í byrjun árs. Á við hjá Bláa Lóninu fundi bæjarstjórnar viljum halda áfram Reykjanesbæjar að leggja okkar af þann 7. febrúar var mörkum og taka samþykkt að úthluta Jarðvangi ehf., félagi Kjartan Már Kjartansson, bæjar- þátt í uppbyggingu í eigu Bláa Lónsins stjóri og Grímur Sæmundsen, for- ferðaþjónustu og hf., tæplega 51.000 stjóri Bláa Lónsins undirrituðu tengdri starfsemi á Reykjanesi,“ sagði fermetra lóð við samning um lóðina. VF-mynd/pket. Grímur. Breiðasel 73. StaðKjartan Már Kjartsetning lóðarinnar er við gatnamót Grindvíkurvegar og ansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Reykjanesbrautar. Á fundi skipulags- segir það vera jákvætt fyrir sveitarog bygginganefndarinnar í gær voru félagið að Bláa Lónið horfi til uppsamþykktar 9 umsóknir eftir lóðum til byggingar á svæðinu. „Svæðið þar sem lóðin er staðsett er við innkomu viðbótar á sama svæði. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa bæjarins og það skiptir okkur miklu Lónsins hf., segir staðsetningu lóðar- máli að sú uppbygging sem þar mun innar bjóða upp á mikla möguleika og eiga sér stað verði metnaðarfull og að fyrirtækið horfi til þróunar á ferða- stuðli að enn fjölbreyttari ferðaþjónþjónustu innan svæðisins. „Svæðið ustu á svæðinu.“ er innan Reykjanes Jarðvangs og er einnig hlið inn í auðlindagarðinn þar Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og hjá Reykjanesbæ mun bæjarfélagið fjölnýtingu jarðvarmaauðlindarinnar. fara fljótlega í gatnagerðarframÞá nýtur svæðið nálægðar við Kefla- kvæmdir á svæðinu og einnig er von á víkurflugvöll. Við hjá Bláa Lóninu framkvæmdum hjá HS Veitum.

Vilja Landhelgisgæsluna

Sara lærir að tapa ●●CROSSFIT STJARNAN Á ANDLEGU NÓTUNUM Njarðvíkingurinn Sara Sigmundsdóttir var í kjörstöðu til að sigra á heimsleikunum í crossfit en allt fór úrskeiðis á síðustu stundu árið 2015. „Það klikkaði bara eitthvað í hausnum. Allt í einu hættir þú bara að trúa því að þú getir þetta. Ég fór að brjóta mig niður á meðan ég var að gera æfinguna. Ég man að ég var að hugsa; „af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú keppir á? Þetta var alltof stór draumur. Þetta skiptir ekki máli lengur, þú ert búin að tapa þessu.“ Þetta var ég að hugsa og hef þurft að vinna mikið í þessu,“ segir Sara sem meðal annars hefur leitað sér aðstoðar íþróttasálfræðings.

„Ég er að læra að tapa núna. Mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna, það að kunna að tapa líka.“ Hún fer þannig með annað viðhorf á heimsleikana í ár. „Ég hef alltaf bara hugsað um að vinna og mætt á æfingar bara til þess að vinna heimsleikana. Nú hugsa ég að þetta sé fimm ára gluggi sem ég ætla að gefa mér,“ en eftir það ætlar Sara að mennta sig og leggja lóðin á hilluna. Í einlægu viðtali er rætt við Söru um lífið í crossfit, steranotkun í íþróttinni, líkamsímynd, framtíðina og margt fleira. Viðtalið er einnig í Suðurnesjamagasíni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20:00 og 22:00.

Fjórir þingmenn lögðu fram þingsályktunartillögu síðasta fimmtudag um að dómsmálaráðherra hefji flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Flutningsmenn tillögunnar eru Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir. Tillagan hefur verið lögð fram fimm sinnum áður. Í ályktuninni segir að umræða um flutning Landhelgisgæslunnar í rúmgott og hentugt húsnæði á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli hafi staðið um nokkurra missera skeið. Flutningsmenn tillögunnar telja að fjölmargir kostir myndu fylgja flutningnum þar sem Landhelgisgæslan sé nú þegar með umfangsmikla starfsemi á svæðinu og þúsundir fermetra af vannýttu húsnæði. „Það fylgir því mikil hagræðing að hafa alla starfsemina á einum stað

og þjónusta og öryggi munu einnig aukast þar sem viðbragðstími Landhelgisgæslunnar styttist með því að færa alla starfsemi hennar á einn stað, þó það útiloki ekki að starfsstöðvar verði í öðrum landshlutum. Einnig mun flugfloti gæslunnar komast í gott framtíðarhúsnæði sem uppfyllir öryggisstaðla,“ segir í þingsályktuninni. Þá er þess getið að á svæðinu sé góð hafnaraðstaða í Njarðvíkurhöfn, Keflavíkurhöfn og Helguvíkurhöfn. Njarðvíkurhöfn geti strax tekið við skipaflota Landhelgisgæslunnar og Helguvíkurhöfn komi einnig til greina enda hafi varðskipin reglulega viðkomu þar. Staðsetning hafna út frá öryggissjónarmiðum myndi batna frá því sem nú er þar sem styttra yrði fyrir varðskipin að komast út á aðalstarfssvæði Landhelgisgæslunnar, hafsvæðið í kringum Ísland.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. febrúar 2017

Vilja breyta fiskvinnslu í gistiheimili ■■Eigandi Hafnargötu 4 í Vogum hefur sent umhverfis- og skipulagsyfirvöldum í Vogum ósk um breytingu á nýtingu á húsnæðisins að Hafnargötu 4. Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu hússins úr fiskvinnslu í gistiheimili og/eða leiguíbúðir. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um lóðarfrágang við húsið. Umhverfis- og skipulagsnefnd segir að ekki sé hægt að verða við erindinu þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er lóðin á iðnaðar- og atvinnusvæði og ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð. Þá er viðræðum um lóðarfrágang vísað til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.

Framtíðarstarf á skrifstofu hjá traustu fyrirtæki.

Húsanes óskar eftir manneskju á skrifstofu félagsins sem getur fært bókhald í DK bókhaldskerfi og séð um launakerfi félagsins ásamt öðrum tilfallandi skrifstofustörfum. Þetta er fullt starf en viðkomandi getur unnið bókhald fyrir aðra með þessu starfi óski hann eftir því. Í boði eru góð starfskjör, starfsöryggi og framúrskarandi skrifstofuaðstaða. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2017 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendast á husanes@husanes.is

WWW.VF.IS

Ökumenn létu norðurljósin trufla einbeitingu við akstur ■■Lögreglan á Suðurnesjum hafði tvisvar sinnum í vikunni afskipti af erlendum ferðamönnum sem tóku norðurljósasýn fram yfir öryggi í umferðinni. Í öðru tilvikinu veittu lögreglumenn bifreið athygli sem ekið var á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Virtist ökumaðurinn eiga í erfiðleikum með að halda henni á réttri akgrein og benti aksturslagið jafnvel til þess að hann hefði eitthvað misjafnt á samviskunni. Ölvun reyndist þó ekki vera ástæða þessa heldur tjáði hann lögreglumönnum að hann hefði skyndilega orðið var við norðurljós og ekki tímt að taka af þeim augun þó að hann hefði haldið akstrinum áfram. Honum var bent á að stöðva bifreiðina á öruggum stað ef hann ætlaði að halda áfram að horfa upp í himingeiminn. Í hinu tilvikinu var bifreið ekið með rásandi aksturslagi fram hjá Kaffitári og inn í Njarðvík. Þar var á ferðinni hópur ferðamanna og kvaðst ökumaðurinn skyndilega hafa orðið var við norðurljós þar sem hann ók með hópinn eftir Reykjanesbraut í átt að Reykjanesbæ. Hann fékk sömu leiðbeiningar og hinn norðurljósaökumaðurinn.

Tryggja fólki í brýnni þörf húsnæði í heimabyggð ●●Sandgerðisbær leggur til 16% stofnframlag til bygginga íbúða fyrir fólk með fötlun Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt samhljóða að leggja til 16% stofnframlag til bygginga íbúða fyrir fólk með fötlun í samræmi við samþykkt Íbúðalánasjóðs um stofnframlag sjóðsins til verkefnisins. Bæjarráð Sandgerðis fagnar afgreiðslu Íbúðalánasjóðs á umsókn Landssamtakanna Þroskahjápar vegna byggingar almennra íbúða að Lækjamótum 61 til 65, Sandgerði og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 16% stofnframlag Sandgerðisbæjar til bygginga íbúða á Lækjamótum 61 til 65 sem taki mið af áætluðum byggingarkostnaði sbr. samþykkt Íbúðalánasjóðs dags. 30. desember 2016 um stofnframlög sjóðsins til verksins.

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun vegna málsins. Var hún samþykkt samhljóða af bæjarstjórn. „Það er fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að unnt verði á þessu ári að ráðast í byggingu 5 íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61-65 í Sandgerði. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar lýsir yfir þakklæti til Landssamtakanna Þroskahjálpar sem mun hafa veg og vanda að byggingu og rekstri íbúðanna í samstarfi við Sandgerðisbæ. Með þessu hefur náðst að tryggja fólki í brýnni þörf húsnæði í heimabyggð.“

Samkeppniseftirlitið telur að samruni Ný-fisks og Nesfisks hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum.

Samkeppniseftirlitið leyfir samruna Nesfisks og Ný-fisks

FRÍHÖFNIN

FRAMÚRSKARANDI FRÍHÖFN OG FARÞEGAR

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Nesfisks ehf. og Nýfisks ehf. Eftirlitið telur að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiði samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Í úrskurði eftirlitsins segir að megin tilgangur Nesfisks sé sala fiskafurða, fiskverkun og útgerð. Tilgangur Nýfisks sé fyrst og fremst fiskverkun og útflutningur. Dótturfélag Ný-fisks, Útgerðarfélag Sandgerðis ehf., er útgerðarfyrirtæki sem gerir út eitt fiskiskip. Því sé um að ræða láréttan samruna þar sem Nesfiskur kaupi allt hlutafé í Ný-fiski.

Samþykktu samhljóða eigin launakjör ●●Fá ekki greitt fyrir fundarsetu utan sveitarfélagsins ■■Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum eigin launakjör. Bæjarstjórn ákvarðar laun kjörinna fulltrúa í Vogum samkvæmt tillögu sem lögð var fyrir bæjarstjórn Voga þann 18. janúar síðastliðinn. Samkvæmt tillögunni ákvarðar bæjarstjórn að laun kjörinna fulltrúa skuli verða sem hér segir frá og með 1.1.2017: Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs: Föst mánaðarlaun 100.000 krónur hvor. Aðrir aðalmenn í bæjarstjórn: Föst mánaðarlaun 75.000 krónur hver. Fyrstu varamenn hvers framboðs: Föst mánaðarlaun 30% af launum aðalmanns. Brott falla greiðslur til framangreindra aðila vegna fundarsetu utan sveitarfélags. Að öðru leyti gilda fyrri reglur um nefndarlaun Sveitarfélagsins Voga.


Airport Associates is an independent ground handling service company, with headquarters at Keflavik Airport, Iceland.

Fjölbreytt og skemmtileg störf í Farþega- og farangursþjónustu Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum í fjölbreytt og skemmtileg framtíðarstörf á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða hluta- og heilsdagsstörf þar sem unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf áður en til starfa kemur. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð til að standast bakgrunnsskoðun.

Söluþjónusta: Í starfinu felst sala á farmiðum og endurbókanir fyrir ákveðna viðskiptavini Airport Associates. Upplýsingaveita, þjónusta og ráðgjöf við farþega ásamt öðrum tilfallandi verkefnum á söluborði í brottfararsal eru einnig hluti af starfinu. Starfið heyrir undir farþega- og farangursþjónustu Airport Associates. Hæfniskröfur: Reynsla og þekking á farmiðaútgáfu skilyrði, IATA/UFTAA próf æskilegt. Góð enskukunnátta, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt samskiptahæfni og ríkri þjónustulund.

Farþega- og farangursþjónusta: Í starfinu felst m.a. innritun, byrðing og ýmis þjónusta við farþega. Tölvukunnátta og góð tungumálakunnátta. Lágmarksaldur 20 ár.

Boðið er upp á samgöngur bæði innan Reykjanesbæjar sem og milli höfuðborgarsvæðis og Reykjanesbæjar. Sótt er um störf rafrænt á www.airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um störf veitir iris@airportassociates.com.


4

VÍKURFRÉTTIR

Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

Fjölsmiðjan Jón Jónsson

og nytjamarkaðurinn

S A R A

tónlistarmaðurinn

RAGNHEIÐUR SARA SIGMUNDSDÓTTIR Í EINLÆGU VIÐTALI

fimmtudagur 16. febrúar 2017

Leikskólabörn á fundi með bæjarstjóra ■■Börn á elstu deild leikskólans Tjarnarsels komu á dögunum á fund Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Á fundinum báru þau upp þá hugmynd að sett verði upp skilti við útsýnispallinn á milli tröllanna Steins og Sleggju við Bakkalág. Þar vilja þau að lesa megi um tilurð pallsins og söguna. Útsýnispallurinn var einmitt hugmynd sem börn af leikskólanum Tjarnarseli komu með til bæjaryfirvalda vorið 2005. Börnin færðu bæjarstjóra einnig fullt af fallegum tröllamyndum og sungu skemmtilegt skólalag.

Börnin báru upp þá hugmynd við bæjarstjóra að sett verði upp skilti við útsýnispall á milli tröllanna Steins og Sleggju við Bakkalág. Mynd af vef Reykjanesbæjar.

Semja verklagsreglur um Reykjanesbæ á samfélagsmiðlum ●●Svör starfsmanna nú þeirra eigin en ekki bæjarfélagsins

U HELST IR FRUÉÐUTRTNESJUM FRÁ S

fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

ÚTBOÐ

Hjá Reykjanesbæ er nú hafin vinna við mótun stefnu og gerð verklagsreglna um það hvernig og hverju er svarað á samfélagsmiðlum fyrir bæjarfélagið. Þá munu reglurnar einnig ná utan um það hver svarar fyrirspurnum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, greindi frá þessu á Facebook-síðunni Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri. Þar segir bæjarstjórinn frá því að á meðan sú vinna sé í gangi beri að líta á svör og viðbrögð starfsmanna bæjarfélagsins sem þeirra eigin en ekki bæjarfélagsins. „Það er ekki hluti af vinnuskyldu starfsmanna almennt að svara á samfélagsmiðlum en líklegt að einhverjir tilteknir fái það verkefni þegar stefnan og vinnureglurnar liggja fyrir, eftir

vonandi ekki alltof langan tíma,“ segir í tilkynningu Kjartans Más. Um nokkurt skeið hefur tíðkast að íbúar merki embættismenn Reykjanesbæjar inn á færslur sínar um málefni tengd bæjarfélaginu, til dæmis á síðunni Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri sem þó er ekki á vegum

bæjarins. Í sumum tilvikum hafa embættismennirir svarað fyrirspurnunum á Facebook. Góðlátlegt grín var gert að þessu fyrirkomulagi í annál á þorrablóti Keflavíkur á dögunum þar sem sviðsstjóri Umhverfissviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson, var merktur inn á færslur íbúa af ýmsu tagi.

Reykjaneshöfn, óskar eftir tilboðum í verkið: Stormur SH-333, förgun Verkið felst í að fjarlægja og farga eikarbátnum Stormi SH-333, sem er skráður 75,95 brúttórúmlestir. Báturinn er í Njarðvíkurhöfn. Verktími er áætlaður 3 mánuðir, frá 15. mars 2017 til 15. júní 2017. Útboðsgögn verða afhent á geisladisk á skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja, Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, frá og með mánudeginum 20. febrúar 2017. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 6. mars 2017, kl. 11:00.

Þjónusta Reykjanesbæjar yfir landsmeðaltali í fimm málaflokkum ●●17% vilja bæta heilsugæslu

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Þjónusta Reykjanesbæjar er yfir landsmeðaltali í málefnum leik- og grunnskóla, menningarmálum, aðstöðu til íþróttaiðkunar og við að leysa úr erindum þeirra sem leita til starfsfólks sveitarfélagsins. Þetta sýnir ný þjónustukönnun Gallup sem framkvæmd er árlega og sýnir þjónustustig 18 sveitarfélaga á landinu. Spurt er um 12 þjónustuþætti, auk samskipta við bæjarskrifstofur og úrlausn erinda, og niðurstöður sýndar á kvarðanum 1 til 5. Þegar íbúar eru spurðir um hversu ánægðir eða óánægðir þeir eru með sveitarfélagið sem stað til að búa á, hækkar ánægjustig íbúa Reykjanesbæjar um 0,1 stig frá könnun í fyrra og skorar nú 3,9 stig. Meðaltalið er 4,2 stig. Þeir málaflokkar sem koma verst út úr könnun Gallup yfir allt landið eru skipulagsmál almennt, þjónusta við eldri borgara og

fatlað fólk. Þar er þjónustan á kvarðanum fjórir eða undir. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að í þeim málaflokkum leynist því tækifæri til að gera betur. Þegar kemur að því að svara hvaða þjónustu íbúar telja að sveitarfélagið þurfi helst að bæta eru heilbrigðismál/heilsugæsla oftast nefnd eða í 17% tilfella. Þá vega sorphirðu- og endurvinnslumál þungt þegar kemur að bættri þjónustu, einnig samgöngumál og þjónusta við eldri borgara. Aðrir málaflokkar vega minna. Þeir svarendur sem komu athugasemdum á framfæri töldu hreinsun eða þrif í umhverfi helst ábótavant, einnig aðhalds- og sparnaðaraðgerðir, bættar samgöngur/gatnakerfi, lægri gjöld og bætt skipulag/skipulagsmál.


markhönnun ehf

Gott og girnilegt

Dúndur verð!

ÓDÝRT í

laMbalæri - FroSIð KR Kg áður: 1.394 Kr/KG

1.199

-20%

ÓDÝRT í

laMbalæri úrBEInað MEð FETa oG SóLþurrKuðuM TóMóMTuM KR Kg áður: 3.598 Kr/KG

kJúklingur - HEILL KR Kg áður: 798 Kr/KG

694

Folaldakjöt með 20% afslætti

Glæsilegt á 2.878 helgarborðið -20%

-20% folaldaPiParsteik FroSIð KR Kg áður: 2.998 Kr/KG

2.398

folaldafile FroSIð

nauta Mínútusteik

áður: 3.998 Kr/KG

áður: 3.798 Kr/KG

3.198 KRKg

-30%

laMba PriMe FErSKT

2.659 KRKg

3.479 KRKg áður: 4.349 Kr/KG

Jarðarber á tilboði

Pfanner safi 5 TEGundIr - 1 L. KR Kg áður: 249 Kr/KG

199

-20%

CooP flögur 4 TEGundIr - 175 Gr. KR Kg áður: 399 Kr/KG

279

-30%

kinder egg 3 STK. KR Kg áður: 449 Kr/KG

395

Tilboðin gilda 16. – 19. febrúar 2017

Jarðarber 250 Gr. KR Kg áður: 489 Kr/KG

249

-50%

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


600g

398

259 kr. 1 kg

298 kr. 400 g

298

Kellogg’s Corn Flakes 600 g

Bónus Tröllahafrar 1 kg

Bónus Chiafræ 400 g

Bónus Rúsínur 500 g

kr. 600 g

kr. 500 g

r 5 flatköku

SAMA VERd

í pakka

um land allt

98 kr. pk.

Engin

Kolvetni

Bónus Flatkökur 170 g, 5 stk. í pakka

Íslensk

Framleidsla

398 kr. 2 l

249 kr. 330 ml

kr. 0,5 l

Bónus Ís 2 tegundir, 2 l

Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml, 4 teg.

Pepsi, 0,5 l Pepsi Max, 0,5 l

2L

98

0nm 54 akka um

198

íp

kr. 2 l

Egils Kristall Sítrónu, 2 lítrar

95 blöð

559 kr. pk.

498

898 kr. pk.

298

Neutral Þvottaefni 15 þvottar

Neutral Sturtusápa 750 ml

Bónus Massi WC pappír 9 rúllur, 500 blöð á rúllu

Fatarúlla 95 límblöð

kr. 750 ml

9p

kr. stk.

Verð gildir til og með 19. febrúar eða meðan birgðir endast - *Sjá dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 317/2015 frá 21. janúar 2016


L

skilar til viðskiptavina

ólöglegri gjaldtöku ríkisins við útboð á kjúklingakvóta til innflutnings á kjúklingakjöti*

398 kr. kg

60 TONN í boði á þessu

Danpo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

verði

1.198 kr. 900 g

900g

ES Kjúklingabringur Frosnar, 900 g

GOTT VERÐ Í BÓNUS

Íslenskt on BóndaBeik

9pró0tegin

Íslenskt Lambakjö t

59

398 kr. 1 kg

Eggjahvítur 1 kg

kr. 420 g

1.398 kr. kg

Bakaðar baunir 420 g

kr. kg

Stjörnugrís Bónda beikon Meira kjöt - Minni fita

skt Íslen ERONI PEPP

KS Lambabógur Frosinn

PRÓTEINBRAUÐ Inniheldur 25% prótein

Aðeins 12g kolvetni pr. 100g

259 kr. 55 g

395

398

Barebells Próteinbar 55 g, 3 tegundir

Stjörnugrís Pepperoni 180 g

Bónus Próteinbrauð 420 g

kr. pk.

898

kr. 420 g

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. febrúar 2017

ATVINNA LANDAMÆRAVERÐIR

LANDAMÆRAVÖRÐUR - SUMARAFLEYSINGAR 2017 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskar eftir starfsfólki í störf landamæravarða til sumarafleysinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Helstu verkefni og ábyrgð Starfsskyldur landamæravarða er að sinna fyrsta stigs landamæraeftirliti í vegabréfahliðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir starfa við hlið lögreglumanna og undir þeirra stjórn. Hlutverk landamæravarða er að skoða farþega með tilliti til ítarlegs eða lágmarks eftirlits eins og það er skilgreint samkvæmt reglugerð um för yfir landamæri, nr. 1212/2007.

Þrenna hjá Kristínu Júllu?

HÆFNIKRÖFUR - Vera íslenskur ríkisborgari og hafa náð 20 ára aldri;

●●Tilnefnd til Edduverðlauna þriðja árið í röð

- Ekki hafa gerst brotlegur við refsilög. Ef brot á refsilögum er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið er það háð mati lögreglustjóra hvort undanþága verði veitt;

■■Förðunarmeistarinn Kristín Júlla Kristjánsdóttir úr Garðinum er tilnefnd til Edduverðlauna þriðja árið í röð, nú fyrir gervi í kvikmyndinni Hjartasteinn. Kristín hefur hlotið einmitt sömu verðlaun undanfarin tvö ár fyrir kvikmyndirnar Hrúta og þar á undan Vonarstræti. Nú er því spurning hvort hún nái þeim glæsilega árangri að bera sigur út bítum þriðja árið í röð.

- Standast bakgrunnskoðun flugverndar með jákvæðri umsögn; - Vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun; - Hafa lokið a.m.k. tveggja ára framhaldsmenntun eða annarri menntun sem nýtist í starfi; - Hafa gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur. - Lögð er áhersla á skipuleg og vönduð vinnubrögð, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall breytilegt, frá 50% upp í 100%. Ráðið verður frá 1. júní 2017. Nánar er kveðið á um hlutverk landamæravarða í reglugerð um för yfir landamæri og í starfslýsingu sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerir fyrir hvern landamæravörð. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið með því að fara inná

www.starfatorg.is og fylla út starfumsókn þar.

Athygli umsækjenda er vakin á heimild til að skoða sakaferil umsækjenda um starf í lögreglu en í 28. gr. a. Lögreglulaga nr. 90/1996 segir: “Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu”. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Starfshlutfall er 50 - 100%. Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2017 NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR Sigurgeir Ómar Sigmundsson - sos@logreglan.is - 4442200 Jón Pétur Jónsson - jon@logreglan.is - 4442200 LTSN Lögr. Flugstöðvardeild // Flugstöð Leifs Eiríkssonar // 235 Keflavíkurflugvöllur

„Litla Hryllingsbúðin“

í Frumleikhúsinu Nú í ár eru liðin 20 ár síðan Frumleikhúsið var formlega opnað eftir að húsnæðinu á Vesturbraut 17 var breytt úr tveggja hæða skemmtistað í fullkomið leikhús á aðeins níu mánuðum. Það hafði tekið all mörg ár að finna Leikfélagi Keflavíkur húsnæði undir starfsemi þess, æfingar, leikmuni, leikmyndir og sýningar og fleira. Þetta voru því tímamót í sögu félagsins og því ber að fagna með afmælishátíð. Föstudaginn 24. febrúar næstkomandi verður söngleikurinn „Litla Hryllingsbúðin“ frumsýndur en það má með sanni segja að leikfélagið sé að ráðast í eitt stærsta verkefnið hingað til. Leikstjóri sýningarinnar er landsþekktur leikstjóri og leikari, Þorsteinn Backmann, en þetta er í annað sinn sem hann stýrir verki hjá félaginu, áður setti hann upp „Gaukshreiðrið“ sem var ákaflega flott sýning og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Tónlistarstjóri sýningarinnar er Súluverðlaunahafinn og kórstjórinn Arnór Vilbergsson, Jón Bjarni Ísaksson er höfundur plöntunnar sem leikur stórt hlutverk í sýningunni og sviðshönnun er í höndum formanns félagsins, Davíðs Óskarssonar, en þess má geta að í fyrsta sinn í sögu Frumleikhússins er notast við snúningssvið. Valinn maður er í hverju hlutverki enda afar krefjandi leik- og sönghlutverk í þessari mögnuðu sýningu. Þá er ótalið allt það fólk sem vinnur ómetanlegt starf á bakvið tjöldin. Um leið og við þökkum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem stutt hafa við bakið á félaginu er það von okkar sem stöndum að sýningunni að sem flestir mæti og sjái hvað félagið er öflugt og styrki þannig um leið það frábæra starf sem unnið er í Frumleikhúsinu- leikhúsi okkar Suðurnesjamanna, segir í tilkynningu frá Leikfélagi Keflavíkur.


Jón Jónsson HLJÓMAHÖLL 17.FEBRÚAR KL.20.00

Miðasala á www.hljomaholl.is


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. febrúar 2017

Fjölmenni sótti fróðleiksfund KPMG á dögunum.

Skattafróðleikur hjá KPMG ■■KPMG hefur haldið fróðleiksfundi um skattamál víðs vegar um landið að undanförnu. Á föstudaginn í síðustu viku var slíkur fundur haldinn í Krossmóa í Reykjanesbæ. Meðal efnis á fundinum var fróðleikur um ýmsar breytingar á skattalögum. Þá var einnig fjallað um skattaskjól og aflandsfélög og kynnt hvað gert hefur verið til að koma í veg fyrir að mál eins og Panama-skjölin geti átt sér stað aftur.

MILLJARÐUR RÍS Í HLJÓMAHÖLLINNI ●●Heiðra minningu Birnu Brjánsdóttur

Dansbyltingin Milljarður rís er haldin á vegum UN Women víða um heim. Á morgun, föstudaginn 17. febrúar, verður dansað gegn kynbundnu ofbeldi víða um land. Á Suðurnesjum verður dansað í Hljómahöllinni frá klukkan 12 til 13. Í ár verður minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð. „Tökum höndum saman og berjumst gegn kynbundnu ofbeldi með væntumþykju, hlýju og dansi,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur þurfa

ekki að óttast ofbeldi og áreiti fyrir það eitt að vera konur. Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur hér á landi stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali er þær ferðast milli staða að kvöld- og næturlagi. Þessi veruleiki er þó síður en svo aðeins bundinn við Reykjavík.

Ofbeldi eða ótti við að verða fyrir því er hluti af daglegu lífi kvenna víða um heim. Hátt í 13 þúsund manns hafa komið saman undanfarin fimm ár og dansað víða um landið. Atli Már mun sjá til þess að allir fari dansandi inn í helgina. UN Women skorar á starfsmannahópa að fjölmenna í Hljómahöllina og dansa saman af krafti með gleði og hlýju að leiðarljósi fyrir Birnu Brjánsdóttur sem kvaddi þennan heim of snemma.

ATVINNA

Markmiðið var að hafa sem flesta innlenda fjárfesta en nú er ljóst að hlutur erlendra aðila í fjármögnun Thorsil verður meiri en áætlað var. Mynd úr matsskýrslu Mannvits.

Færri íslenskir fjárfestar í Thorsil en áætlað var Fjárfesting í kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík var kynnt fyrir stóru lífeyrissjóðunum hér á landi og hefur aðeins einn þeirra, Almenni lífeyrissjóðurinn, tilkynnt um þátttöku. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins mun ekki fjárfesta í Thorsil. Frá þessu er greint í Fréttatímanum. Framkvæmdastjóri Thorsil, Hákon Björnsson, segir í samtali við Fréttatímann að það séu von-

brigði að fleiri lífeyrissjóðir hafi ekki viljað fjárfesta í kísilverksmiðjunni. Markmiðið hafi verið að reyna að hafa sem flesta íslenska fjárfesta og sjóði. Nú blasi hins vegar við að hlutur erlendra aðila í verkefninu verði meiri. Fjármögnun á kísilverksmiðjunni hefur dregist töluvert en í viðtali við Fréttatímann sagði Hákon að hún væri langt komin.

MCRENT ICELAND EHF, HÚSBÍLALEIGA, AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI Í EFTIRFARANDI STÖRF

ÞRIF Á BIFREIÐUM

AFGREIÐSLA

Um er að ræða lausar stöður í inni- og útiþrifum.

Starfið felur einkum í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang.

Hæfniskröfur: Bílpróf er nauðsynlegt, reynsla af þrifum er kostur. Lágmarksaldur er 17 ár.

Hæfniskröfur: Rík þjónustulund, tölvukunnátta, tungumálakunnátta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarksaldur er 20 ár.

Við sækjumst eftir duglegu fólki af báðum kynjum í skemmtileg og krefjandi störf, frá mars fram til loka október 2017, með möguleika á fastri ráðningu. Ítarleg kennsla fer fram áður en starfsfólk hefur störf að starfsstöð okkar, Smiðjuvöllum 5 a, Reykjanesbæ. Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á: iceland@mcrent.is. Umsóknin skal berast fyrir lok febrúar 2017. Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: iceland@mcrent.is.

Smiðjuvöllum 5 a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070

Eyjólfur Þór Guðlaugsson segir frá nýja hugbúnaðinum. VF-mynd/dagnyhulda

Nýr hugbúnaður tekinn í notkun hjá Reiknistofu fiskmarkaða Nýr hugbúnaður var formlega tekinn í notkun hjá Reiknistofu fiskmarkaða (RSF) við Iðavelli í Reykjanesbæ á dögunum. Reiknistofan er þjónustufyrirtæki við fiskmarkaði hér á landi sem allir eru tengdir sameiginlegu uppboðs- og upplýsingakerfi. Kerfið var hannað af starfsmönnum Reiknistofunnar sem einnig annast rekstur þess.

Nýi hugbúnaðurinn er kallaður RSF klukka. Í tilkynningu frá Reiknistofu fiskmarkaða segir að hann sé mun aðgengilegri en sá sem fyrir var og var orðinn nokkuð gamall. Í nýja hugbúnaðinum eru ýmsar nýjungar og var hann hannaður og smíðaður af starfsfólki RSF og fiskmarkaðanna.


25% ÖLL LJÓS Á

AFSLÆTTI 16. - 23. FEBRÚAR byko.is

GERÐU FRÁBÆR KAUP AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. febrúar 2017

ÞARFT EKKI

STERA TIL ÞESS AÐ NÁ LANGT

●●Sara Sigmunds í einlægu viðtali um andlegu hliðina í crossfit l Frægðina og listina að kunna að tapa l Áfallið á heimsleikunum 2015 og eftirvinnslan

Spennandi tímar eru framundan hjá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Hún heldur í dag til Bandaríkjanna þar sem hún mun búa næsta hálfa árið og æfa fyrir heimsleikana í crossfit. Líf Söru hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Hún hefur tvisvar hafnað í þriðja sæti á heimsleikunum. Hún hefur stöðugt hugsað um heimsleikana 2015 þar sem sigurinn rann úr greipum hennar á síðustu þraut. Hún hefur leitað aðstoðar sálfræðings og vinnur nú stöðugt í andlegu hliðinni. Sara segist vera að læra að tapa en vonast þó til að vinna heimsleikana áður en ferlinum líkur.

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Sara mun flytjast til Kaliforníu þar sem ættingjar hennar búa. Hún mun því flytjast frá Evrópuriðlinum yfir í þann í Kaliforníu. „Ég er að yfirgefa kuldann. Þetta er búið að vera nettur draumur síðan ég byrjaði að æfa crossfit. Mig langaði alltaf út í skóla líka,“ segir hún en Sara mun þar með æfa í hitanum sem hún er vön að keppa í. „Ég myndi segja að Evrópuriðillinn væri lang erfiðastur. Þar eru rosalega margar fimleikastelpur, en fimleikar eru minn helsti veikleiki. Það er því aðeins auðveldara að vera í Bandaríkjunum.“ Þeir eru orðnir fáir veikleikarnir hjá Söru sem var þó ómótuð sem íþróttamaður þegar hún byrjaði í crossfit. „Ég var lítil og löt og fann mig ekki í neinum íþróttum. Ég fór því að hreyfa mig til þess að getað eignast kærasta eins og besta vinkona mín.“ Sara komst fljótt að því að hún var þarna á heimavelli. Hún var góð í einhverri íþrótt. „Þetta er svo ung íþrótt og hún er alltaf að breytast. Þetta verður erfiðara og meira krefjandi með hverju árinu. Þetta er svo líka öðruvísi með það að gera að við fáum aldrei að vita hvaða æfingar verða á

heimsleikunum. Þetta er erfitt andlega og líkamlega. Það er skemmtilegt við crossfit að það er alltaf verið að koma manni á óvart.“ Andlegi hlutinn hefur vafist fyrir Söru og vinnur hún statt og stöðugt í því að styrkja sig á því sviði.

Hrundi gjörsamlega árið 2015

„Það sem ég hef klikkað á síðustu tvö árin er að að toppa á röngum tíma. Ég lagt áherslu á að vinna allt sem ég tek þátt í. Ég er því að fara með því hugarfari að komast á heimsleikana og toppa mig þar.“ Sara hefur verið í kjörstöðu til þess að klára heimsleikana en allt fór úrskeiðis á síðasta degi árið 2015. „Það klikkaði bara eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að klifra upp þennan vegg. Ég fæ gat á hausinn á meðan og verð mjög pirruð. Ég vissi svo að næsta æfing væri mín, handstöðulyftur, ég klikka svo á fyrstu þremur og þá gafst ég bara upp. Allt í einu hættir þú bara að trúa því að þú getir þetta. Ég fór að brjóta mig niður á meðan ég var að gera æfinguna. Ég man að ég var að hugsa á meðan, „af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú keppir á? Þetta var alltof stór draumur. Þetta skiptir ekki máli lengur, þú ert búin að tapa þessu.“ Þetta var ég að hugsa og hef þurft að vinna mikið í þessu,“ segir Sara sem meðal annars hefur leitað sér aðstoðar íþróttasálfræðings. „Ég

er búin að gera alls konar andlegar æfingar, sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliða en svo miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega hlutanum þannig að hún er líklega 80% af íþróttinni.“ Því skilur oft á milli þeirra bestu, hver er sterkastur í höfðinu. „Það er þannig. Það verður ekki vandamál núna í ár.“ Sara er í leit að nýjum þjálfara og leggur hún áherslu á að sá leggi alla áherslu á andlegu hliðina.

Ég man að ég var að hugsa á meðan, af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú keppir á? Þetta var alltof stór draumur. Þetta skiptir ekki máli lengur, þú ert búin að tapa þessu

„Erfiðasti tími lífs míns“

Undirbúningur getur þannig verið strembinn fyrir stór mót og tekið á taugarnar. „Ég fann það vikurnar fyrir síðustu heimsleika að ég var bara dauf. Mig langaði eiginlega ekki að tala við neinn, missti matarlyst og var ógeðslega stressuð. Eftir 2015 viðurkenndi ég ekki hversu mikil áhrif þetta hafði á mig andlega. Ég fann það svo bara árið 2016 hvað það hafði ennþá mikil áhrif á mig að hafa klúðrað þessu. Ég fór því að hugsa bara um það þegar ég var að fara að keppa, í stað þess að einbeita mér að því sem ég var að gera núna var ég að hugsa til baka. Það var eiginlega erfiðasti tími í lífi mínu þessir tveir dagar fyrir mót. Tíminn var bara stopp, endalaus bið bara.“ Þegar keppendur eru ekki brosandi í myndavélar eða að framkvæma æfingar sem eru nánast mannlega ómögulegar, þá er bara hver í sínu

„Ég æfi rosalega mikið. Þrisvar á dag, fjórum sinnum í viku og svo tvisvar á dag, tvisvar í viku.“ Það er aðeins ein æfing á sunnudögum og það hvíldardagur í huga Söru.


fimmtudagur 16. febrúar 2017

VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

ment en það er yfirleitt ekki að meina illa.“ „Ímynd mín á kvenmönnum hefir breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst flott að vera ekki með neina vöðva og vera bara grönn. Núna finnst mér ótrúlega flott að stelpur séu með vöðva og þegar ég veit að konur eru hraustar. Það er meira heillandi en útlitið sjálft. Ertu búin að sætta þig við eigin líkama? „Ég er eiginlega þakklát fyrir það hvernig líkami minn er, annars væri ég ekki komin svona langt.“

Hefur lært að tapa

Sara er með mikið keppnisskap og veit fátt verra en að þurfa að lúta í gras. „Ég er að læra að tapa núna. Mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna, það er að kunna að tapa líka. Ég hataði alltaf Conor McGregor þar til ég sá hann tapa í fyrsta skipti. Þá kunni ég að meta hversu góður íþróttamaður hann er. Hversu stór sálfræðilegi hlutinn er hjá honum. Ég er þannig að læra að tapa.“ Hún fer þannig með annað viðhorf á heimsleikana í ár. „Ég horfi á þessa heimsleika svolítið öðruvísi. Ég hef alltaf bara hugsað um að vinna og mætt á æfingar bara til þess að vinna heimsleikana. Nú hugsa ég að þetta sé fimm ára gluggi sem ég ætla að gefa mér. Ég er aldrei að njóta þess að æfa. Af hverju byrjaði ég að æfa crossfit? Af því að mér fannst það ógeðslega gaman. Það eru ekki titlarnir sem þú hugsar um eftir fimm ár, heldur ferðalagið sjálft. Ég þarf kannski að njóta mín betur á meðan ég get verið í þessu.“ Hvað þýðir það, fimm ára gluggi? „Ég ætla að gefa mér fimm ár í svona miklar æfingar og heimsleikana. Ég ætla svo í skóla eftir það. Ég var í skóla að læra sálfræði en gafst eiginlega bara upp þar sem prófin voru alltaf á sama tíma og Evrópuleikarnir. Mig hefur alltaf langað til þess að vinna við að hjálpa fólki. Þar sem ég er ekki góð með blóð og þannig hluti þá ætla ég að hjálpa fólki með andlegu hliðina frekar.“

Tók 1000 „burpees“ og hlustaði á heimsleikana

horni að reyna að halda einbeitingu að sögn Söru. Hún hlustar þá á tónlist og reynir að hugsa bara ekki um neitt. Hún reyndi að fara bara í nudd og slaka á en það tókst ekki alveg. „Ég fór að skoða stigatöfluna og hugsa um þau mistök sem ég hafði gert. Ég er hins vegar búin að læra mikið af þessu og í ár mun ég hugsa um eina grein í einu í stað þess að hugsa um keppnina. Ég mun taka fimm mínútur til þess að rakka mig niður eftir grein og svo er það bara áfram gakk.“

Erfitt að sætta sig við líkamsvöxtinn

Það er mikið rætt um útlit keppenda í crossfit og Sara viðurkennir fúslega að hún hafi verið lengi að sætta sig við eigin líkama. Enda var ætlunin ekki að verða mössuð. „Munurinn á crossfit og til dæmis vaxtarrækt er sá að mig langaði aldrei að verða svona mössuð. Því miður koma vöðvarnir ósjálfrátt ef ég geri allar þessar æfingar. Það er eiginlega mesta sjokkið við það að vera stelpa í crossfit að ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð.“ Er það eitthvað sem þú þurftir að sætta þig við? „Já ég get alveg viðurkennt það. Það var erfitt að vera með vinkonum mínum sem voru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að vera í „large“ jakka. Sem stelpa þá pælir maður mikið í þessu og þarf alveg að taka þetta í sátt. Fólk getur alveg komið með særandi kom-

13

VÍKURFRÉTTIR

Sara fer stundum óhefðbundnar leiðir í æfingum til þess að reyna á þolmörk líkama og huga. Eitt kvöldið ætlaði hún að leyfa sér að sukka aðeins. Hún ákvað því að taka aðeins meira á því en vanlega til þess að vinna sér inn fyrir súkkulaðinu. „Stundum dett ég í ham þar sem ég vil prófa hversu andlega sterk ég er. Hversu mikið get ég pínt sjálfa mig. Þá get ég hugsað um þetta þegar það kemur eitthvað upp á heimsleikunum. Ég ákvað því eitt kvöldið að taka þúsund burpeesæfingar. Ég kveikti á heimsleikunum 2015 og hlustaði á þá og gerði svo æfinguna. Ég fór eftir lokun upp í Sporthús. Ég held að ég hafi verið í klukkutíma og sjö mínútur. Þetta er þannig að ég náði að sigra neikvæðu röddina í hausnum í mér. Að ná að sigra hausinn er rosalega mikilvægt.“ Fyrir þá sem ekki þekkja burpees-æfinguna þá er hún alls ekki í uppáhaldi hjá crossfitturum og þykir mjög erfið. Til marks um sigurvilja Söru þá æfði hún einu sinni með Sam Briggs, sem hefur unnið heimsleikana og er ein sú besta í heiminum. Þær stöllur tóku saman æfingu sem innihélt mikið af hlaupum þar sem Briggs hafði mun betur enda er hún sterk hlaupakona. Okkar kona var allt annað en sátt. Tók sig til og hljóp tíu kílómetra eftir að æfingunni lauk.

Sara um steranotkun

Telur þú að það sé lyfjanotkun í sportinu? „Ég myndi segja að það væri frekar karlamegin heldur en hjá konunum. Ég get alveg viðurkennt það að áður en ég náði svona langt þá hugsaði ég alltaf að allar þessar stelpur væru pottþétt á sterum. Þú nærð ekkert þessum þyngdum án þeirra. Svo allt í einu fer ég að ná sömu þyngdum og þá er ég

allt í einu búin að sanna fyrir sjálfri mér að þú þarft ekki stera til þess að ná langt. Mér finnst líka að ef þú notar stera í þessu sporti ertu þá ekki að velja þér auðveldu leiðina. Þar sem crossfit leggur mikla áherslu á að reyna á andlegu hliðina. Ef þú velur auðveldu leiðina þá held ég að þú komist aldrei á toppinn.“

Æfingaálagið er mikið og hefur aukist hjá Söru jafnt og þétt undanfarin ár.

Notar þú einhver lyf? „Ég er rosalega náttúruleg manneskja og mér finnst mjög óþægilegt að taka inn duft og þannig. Ég tek inn prótein á meðan ég er að æfa og svo tek ég túrmerik og ómega 3 og d-vítamín á meðan ég er á Íslandi. Svo tek ég amino energy til þess að fá koffín þar sem ég drekk ekki kaffi.“ Sara segist borða í kringum 2500 kaloríur á dag. Hún segist borða kolvetnin á réttum tíma í kringum æfingar.

Með sex aðstoðarmanneskjur á setti hjá Nike Sara er á góðum samningi hjá íþróttarisanum Nike. Hún er andlit fyrirtækisins í crossfitinu og fer reglulega til útlanda til þess að fara í myndatökur eða leika í auglýsingum. Nú á dögunum dvaldi hún í heila viku í Barcelona við tökur þar sem stjanað var við hana eins og kvikmyndastjörnu. „Það er þannig. Þetta var skrýtið í fyrsta skipti sem ég fór í myndatöku hjá Nike. Ég var með eina manneskju sem reimdi skóna mína. Tvær sáu um hárið á mér. Önnur manneskja sá um að buxurnar mínar væru aldrei krumpaðar. Fimmta manneskjan var að farða mig og sjötta manneskjan sá um að spreyja á mig gervi-svita. Þannig að ég var með sex manneskjur að elta mig um allt. Ég var með mitt eigið hjólhýsi. Ég gat valið hvaða mat sem ég vildi, því yrði bara reddað. Þetta var eiginlega óraunverulegt.“ Sara segir að ferli eins og í Barcelona geti tekið á og að vinnudagar séu langir. Hún sér því ekki fyrir sér að leggja módelstörf fyrir sig. „Ég gæti það aldrei, það er alveg erfitt líf,“ segir hún og hlær. Sara er á samning hjá fimm frekar stórum fyrirtækjum og segist hún fá mikið af tilboðum. „Mig langar bara ekki í fleiri tilboð. Um leið og þú ert með marga góða samninga þá þarft þú að gefa þér tíma í að fyrir þau fyrirtæki. Ég er á fimm samningum og það er meira en nóg.“ En hvað með peninga? Hversu gott hefur þú það? „Ég hef það alveg ágætt núna. Það skiptir þó máli að ganga vel á mótum svo ég fái ákveðin laun. Samningapeningar eru ekki það miklir að þú getir sleppt því að keppa á mótum. Ég get þó einbeitt mér að æfingum og þarf ekki að vinna með. Launin eru þó ekki svo góð að ég geti farið og keypt mér nýtt hús og nýjan bíl.“ En sér hún fyrir sér að verða rík af crossfittinu? „Mér finnst það alltaf vera bara bónus. Það er magnað að vera í svona formi og gera það sem ég elska. Að fá borgað fyrir það er eiginlega draumur. Eins og ég segi þá á ég fimm ár eftir, ég ætla svo að mennta mig og fá góða vinnu en ef ég fæ pening út úr þessum fimm árum þá er ég bara mjög sátt.“ Í skóla var Sara ekki að leggja sig fram þegar það kom að íþróttum. Núna er hún stanslaust að sanna sig fyrir fólki og koma sjálfri sér á óvart. „Markmið mitt á fyrstu heimsleikunum var að sýna að þú þarft ekki að hafa verið íþróttamanneskja allt þitt líf til þess að ná langt í íþrótt. Ég vildi sanna það fyrir öllum. Ef þú spyrð einhvern sem var í íþróttum með mér þá var ég löt. Ef það var „píptest“ þá tók ég tvær ferðir og nennti svo ekki meira. Ég var aldrei þessi íþróttastelpa og ég held að það hafi komið flest öllum á óvart hvað ég hef náð langt. Það er bara með harðri vinnu og ákveðni. Ég myndi segja það að allir geti náð langt ef þeir einbeita sér að því.“

Er heppin með gen

Oft er talað um að fólk sé að upplagi náttúrulegt íþróttafólk. Í tilfelli Söru

Setti óvænt tvö Íslandsmet

Hefur fengið nokkur bónorð

■■Sara gerði sér lítið fyrir og setti tvö Íslandsmet í lyftingum á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Það var ekkert planað að fara þar sem ég átti að vera farin út. Ég bjóst aldrei við að slá þessi met eða vinna mótið. Ég bjóst ekki við að vinna lyftingamót þar sem keppt er í þyngdarflokkum. Það var því engin pressa. Með þessu tek ég bara á stefnuna á (ólympíuleikana í)Tókýó árið 2020,“ segir Sara og hlær. Hún er keppir ennþá í lyftingunum samhliða crossfit enda mikið um lyftingar í því sporti.

■■„ Maður hefur alveg fengið skrýtna pósta. Ég reyni að svara flestum. Nema ég fái eitthvað dónalegt.“ Kemur það fyrir? „Ég hef alveg lent í því já. Ég hef fengið nokkur bónorðin. Ég hef ekki svarað þeim ennþá, ég á eftir að velja úr þeim,“ grínast Sara. „Það er alltaf gaman að fá skemmtileg komment en svo er alltaf til einhver sem vill særa þig. Ég las einu sinni öll ummæli um mig og það voru alltaf einhverjir með leiðindi og það særði mig alveg mikið, þannig að ég hætti því. Það fer alveg í þig ef einhver er að segja ljóta hluti um þig. Það særir að lesa svoleiðis þrátt fyrir að það eigi ekki að gera það.“

Krúttlegur aðdáandi reynd- Sara um ist svikahrappur einvígið við ■■Á dögunum lenti Sara í svikahröppum á Facebook, sem höfðu Katrínu Tönju stofnað síðu í hennar nafni og voru að selja æfingaplön undir hennar nafni. „Það var einhver búinn að sýna mér þessa síðu og ég hugsaði að þetta væri bara einhver aðdáandi, þetta væri bara svolítið krúttlegt. Svo fæ ég skilaboð um að einhver hefði verið að kaupa prógram og það hafði ekki virkað. Ég skildi ekkert enda var ég ekki að selja neitt prógram.“ „Mig langar ekki að það sé verið að nota nafnið mitt til að svindla á einhverjum. Maður áttar sig þarna á því að maður er kannski smá frægur,“ segir Sara og hlær. Sara segir frægðina ekki trufla sig. Hún hugsar aðeins betur um mannorðið sitt. Heima fyrir fær hún frið en þegar hún er í Bandaríkjunum þá er hún reglulega stoppuð á götum úti af fólki sem þekkir hana. „Þetta er ennþá svolítið skrýtið fyrir mér, ég get alveg viðurkennt það.“

er það satt og hún segist vera heppin með foreldra. „Já ég myndi segja að ég sé mjög heppin með gen. Við öll systkinin er mjög sterk. Þau eru meira í námi á meðan ég er í íþróttum. Ef bróðir minn hefði farið í crossfit þá hefði hann orðið mjög góður. Við erum öll genatísk og ég myndi segja að það hafi hjálpað mér mjög mikið en maður þarf að vera ákveðinn og með ákveðin markmið, það hjálpar manni mest.“ Hefurðu komið sjálfri þér á óvart? „Já ég bjóst bara aldrei við því að geta unnið neitt mót. Mér fannst magnað ef ég fengi verðlaunapening. Ég keppti einu sinni í Boot camp móti þar sem ég vann Katrínu Tönju. Það tók mig alveg nokkra daga að átta mig á því að ég hefði unnið mót. Það sannaði

■■Á síðasta ári mættust þær Sara og Katrín Tanja heimsmeistari í sérstöku einvígi sem var sjónvarpað. Einvígi var hluti af þeim æfingum sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á sæti á næstu heimsleikum. Henni finnst ekki of mikið gert úr þeirra samkeppni. „Nei, mér finnst það bara gaman. Þetta er bara skemmtilegt „show“ og gaman að brjóta upp tímabilið. Á leikunum sjálfum þá finnur maður alveg fyrir því en það er bara best að hugsa ekkert um það. Hún er keppinautur en við erum alveg vinkonur líka. Við erum kannski ekki að spjalla mikið á heimsleikunum en þannig er það bara. Við erum ekkert óvinkonur eða þannig.“

fyrir mér að þetta er raunhæft. Það geta allir gert það sem þeir vilja ef þeir leggja hart að sér, það er bara þannig.“ Þegar ferlinum lýkur hvernig viltu hafa afrekaskrána? „Ég væri til í að hafa unnið heimsleikana. Ég myndi segja að það væri frekar drauma markmið heldur en raunhæft. Það eru allar sigurstranglegar sem komast á heimsleikana og þetta fer mikið eftir því hvaða æfingar koma. Ég væri til í að komast á leikana og komast alltaf í topp fimm sætin, þá yrði ég ánægð með ferilinn minn. Ég er búin að vera tvisvar í þriðja sæti en vonandi verður það öðruvísi í ár. Það eru þarna tvö önnur sæti sem ég væri alveg til í. Það er líka að njóta þess og að geta hugsað eftir á að ég nýtti öll tækifæri sem ég fékk.“


14

VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

FLUGSTÖÐVARDEILD - SUMARAFLEYSINGAR Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður lögreglumanna við sumarafleysingar með starfsstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. júní 2017. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu. HÆFNIKRÖFUR Umsækjendur þurfa að vera íslenskir ríkisborgarar, 20 ára eða eldri; hafa ekki gerst brotlegir við refsilög, þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið, né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta. Það er háð mati lögreglustjóra hvort undanþága verði veitt vegna þessa; vera andlega og líkamlega heilbrigðir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum sem menntaog starfsþróunarsetur lögreglu setur reglur um; standast bakgrunnskoðun flugverndar með jákvæðri umsögn; Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er æskileg og góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Góðir hæfileikar til mannlegra samskipta, skipulagshæfileikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar. Lögreglustjóri mun nýta sér heimild lögreglulaga um að ráða starfsmenn sem hafa ekki lokið prófi frá lögregluskóla ríkisins að því gefnu að ekki fáist tiltækur fjöldi lögreglumanna í laus störf. Umsækjendur þurfa þá að uppfylla skilyrði í a-, b-, c-, d- og e-lið 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, m.a. að hafa hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun. FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert. Starfið er vaktavinna. Athygli umsækjenda er vakin á heimild til að skoða sakaferil umsækjenda um starf í lögreglu en í 28. gr. a. Lögreglulaga nr. 90/1996 segir: “Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu”. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið með því að fara inná

www.starfatorg.is og fylla út starfumsókn þar.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2017 NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR Jón Pétur Jónsson - jon@logreglan.is - 4442200 Sigurgeir Ómar Sigmundsson - sos@logreglan.is - 4442200 LTSN Lögr. Flugstöðvardeild // Flugstöð Leifs Eiríkssonar // 235 Keflavíkurflugvöllur

fimmtudagur 16. febrúar 2017

Nýtt nám í iðntæknifræði til BS gráðu hjá Keili Frá og með haustönn 2017 mun Háskóli Íslands í samstarfi við Keili bjóða upp á nýja námslínu í iðntæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað. Á undanförnum árum hefur verið mikill skortur á fólki með tæknitengda háskólamenntun og er námslínunni ætlað að mæta breyttum áherslum í atvinnulífinu og nýjum tækifærum tengdum nýsköpun, þróun og hönnun framleiðsluferla. Nám í iðntæknifræði nýtist þannig þeim sem vilja vinna við nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða, líftækni- og lyfjaiðnað, efnavinnslu og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum. Námslínan leggur áherslu á efnafræði, efnaferla og líftækni og nýtist þekking nemenda meðal annars við hönnun, rekstur og viðhald á framleiðslubúnaði í efna- og líftækniiðnaði. Þá nýtist námið þeim sem vilja vinna í orkufyrirtækjum, fyrirtækjum tengdum Auðlindagarðinum á Suðurnesjum (til að mynda CRI, Orf líftækni og Bláa lónið), Alvogen, Algalíf, Íslenskri erfðagreiningu og Matís, auk starfsemi í orkufrekum iðnaði.

Nám á vegum Háskóla Íslands á vettvangi Keilis

Háskóli Íslands og Keilir bjóða upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám til BS gráðu á háskólastigi. Námið heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands en kennsla fer fram á vettvangi Keilis. Námið veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti tæknifræðings. Boðið er upp á tvær námslínur, en auk iðntæknifræði er boðið upp á nám í „mekatróník“ hátæknifræði með áherslu á tölvu- og véltækni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf, fjórða stigs vélstjórnarpróf, lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis, eða sambærilegt próf frá öðrum skólum. Tæknifræði hentar vel þeim sem hafa verkþekkingu, áhuga á lausnum og nýsköpun. Námið undirbýr nemendur vel fyrir krefjandi og fjölbreyttan vinnumarkað. Námið fer fram í fyrsta flokks rannsóknar- og kennsluaðstöðu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ, en á svæðinu hefur orðið til skapandi umhverfi frumkvöðla og fyrirtækja með sérstaka áherslu á nýsköpun og tæknigreinar.

Minning

Þorsteinn Elías Kristinsson Þorsteinn Elías Kristinsson var fæddur í Gerðahreppi 20. september 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 5. febrúar 2017. Hann var jarðsettur 14. febrúar 2017.

Örstutt kveðja frá vini

Við Þorsteinn áttum sameiginlega minningu frá Gerðum í Garði en við ólumst báðir þar upp. Þorsteinn var kennari að mennt. Hann hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Keflavík árið 1973 en ég var þar kennari er Þorsteinn hóf kennslu við skólann. Íslenska var hans aðal kennslugrein. Hann var einnig menntaður frá Sjómannaskólanum og stundaði sjómennsku á sumrin. Hann tók að sér að kenna pungaprófið og sjóvinnu við skólann en þar var hann á heimavelli. Sjómennska átti hug hans allan. Hann var afar góður kennari og átti auðvelt með að umgangast nemendur sína sem þótti vænt um hann. Þorsteinn var kennari af hugsjón. Ég tók eftir því að hann lagði metnað sinn í að gera vel við nemendur sína, ekki sízt þá sem áttu erfitt uppdráttar. Veturinn 1978 til 1979 vorum við báðir í orlofi. Við settumst báðir á skólabekk þennan vetur við Háskólann í Kaupmannahöfn. Þetta var góður vetur og fjölskyldur okkar áttu þar góðan tíma saman. Þarna kynntist ég Þorsteini með öðrum hætti en áður. Hann var afar fjölhæfur og margfróður, hlýr og kunni að segja skemmtilegar sögur.

Við hittumst oft, áttum reyndar afar ljúf og ánægjuleg samskipti allan veturinn í Kaupmannahöfn. Sérstaklega man ég eftir fimmtíu ára afmæli hans í Kaupmannahöfn. Margir vinir komu til að hylla Þorstein á afmælisdeginum. Litla íbúðin í „kollegíinu“ fylltist af góðum vinum sem bjuggu í Kaupmannahöfn, reyndar svo mörgum að hann þurfti að flytja afmælið í salinn í „kollegíinu.“ Þennan vetur áttum við góð samskipti og skiptumst á heimsóknum. Við bjuggum ekki á sama stað, það var langt á milli okkar en við reyndum eins og hægt var að eiga góð samskipti. Þá má ekki gleyma Helgu Þorkelsdóttur, eiginkonu Þorsteins, en þau kunnu svo sannarlega að gera stundina skemmtilega. Helga lifir nú mann sinn. Þau hjón eignuðust þrjú börn. Þau eru Þorkell, Kristinn Ársæll og Elín Þuríður. Ég geri mér vel grein fyrir þeirri tilfinningu sem grípur hjartað er sá hverfur sem gefið hefur lífinu stóran hluta af tilgangi sínum. En svona er lífsins gangur. Við eigum öll eftir okkar för um dalinn dimma. Ef til vill er vitundin um það eitt af því sem gerir okkur mannleg. Við erum í fylgd hins eilífa samtímamanns allra manna á öllum tímum. Ég votta fjölskyldu Þorsteins samúð mína, börnum hans og fjölskyldum þeirra og alveg sérstaklega Helgu, eiginkonu hans. Gylfi Guðmundsson


Ekinn

VW E-Golf 85kW rafbíll

8.000

4.370.000

2016

TILBOÐ

3.990.000

Raf / Bensín Ekinn þús. km.

30

Úrvals Heklubílar í Reykjanesbæ

Myndir á vef

36

Dísil Fjórhjóladrif

VW Polo Comfortline 1.2 TSI 2014

Metan & bensín Sjálfskiptur

2.460.000

11 Skoda Fabia Ambition 2015

Beinskiptur

2.980.000

Rafmagnsbíll

Fleiri tilboðsbílar og myndir á netinu: heklarnb.is

80

84

VW Golf Highline 1.4 TSI 2012

Skoda Superb Combi 2.0 TDI 190hö. 4X4

2.390.000

2016

47 Audi A3 Sportback 1.4 TFSI 2013

3.660.000

2013

VW Tiguan Track&Style 2.0 TDI 4X4

MMC Outlander Intense 2.2 DID 4X4

2.690.000

36

26

59 Ford Focus Station Titanium 2.0

5.390.000

2014

2015

5.240.000

4.790.000

212 22 Peugot 208 Active 1.2 2013 TILBOÐ

2.090.000 1.690.000

82 Suzuki Grand Vitara Premium 4X4 2010 TILBOÐ

2.590.000 1.990.000

VW Touareg V6 3.0 TDI

VW UP TakeUP 1.0 MPI

2007

2.950.000

2016

1.830.000

TILBOÐ

2.490.000

TILBOÐ

1.620.000

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Símar 590 5091 og 590 5092 www.heklarnb.is

1,5


16

VÍKURFRÉTTIR

FÖNIX

fimmtudagur 16. febrúar 2017

RÍS ÚR ÖSKUNNI

VERÐUR FISCHERSHÚS MÓTTÖKUHÚS REYKJANESBÆJAR EÐA VEITINGAHÚS? Fischershús er svolítið eins og fuglinn Fönix. Þegar fuglinn fann að tími var komin á það að hann skyldi deyja þá flaug hann til Egyptalands, bjó þar til hreiður og lagði eld að því. Úr öskunni átti svo að rísa nýr Fönix. Fischershús dó fyrir mörgum árum eftir að fjaðrirnar höfðu verið reittar af því ein af annarri. Það var komið í öskuna. Undanfarin misseri hafa fjaðrirnar verið að vaxa að nýju. Fischershús hefur, eins og Fönix, risið úr öskunni. Með niðurrifi á því sem eftir var af rústum H/F Keflavíkur blasir glæsilegt en berskjaldað húsið nú við úr öllum áttum.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Friðlýst í fyrra

Fischershús í Keflavík er án efa eitt glæsilegasta hús Reykjanesbæjar. Húsið var byggt árið 1881 og var friðlýst þann 14. júní í fyrra af forsætisráðherra með vísan til laga um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins, upprunalegra innviða, innréttinga verslunar og leifa hlaðinna steinveggja á lóð þess. Síðustu mánuði hefur verið unnið að endurnýjun á ytra birði hússins þar sem nýttir hafa verið allir þeir viðir sem nýtilegir hafa verið en aðrir verið settir nýir. Í síðustu viku luku smiðir við endurgerð klæðningar hússins en auk þess að endurgera klæðningu hússins hefur verið skipt um alla glugga. Nýju gluggarnir eru með upprunalegu útliti, eins og þeir voru þegar húsið var byggt árið 1881. Áður hafði verið skipt um klæðningu á þaki hússins. Á þaki eru að vísu ekki steinskífur eins og upprunalega og var horft til kostnaðar.

Um Fischershús

Árið 1881 lét Waldimar Fischer, eigandi miðverslunar í Keflavík, byggja tvíloftað timburhús úr bindingsverki fyrir verslun sína og sem íbúðarhús. Allt timbur í húsið var tilsniðið og merkt í Danmörku. Grindin var sett saman með geirneglingum og þurfti að sögn enga nagla við smíði hennar. Útveggir voru klæddir listasúð og

þakið klætt steinskífum í anda Alþingishússins sem byggt var sama ár. Verslun var á neðri hæð hússins og er þar enn að finna hluta gamallar innréttingar hennar. Fischershús var fyrsta tvílyfta húsið í Keflavík. Nýbyggt var það talið „ ... svo vandað og veglegt að allri smíð, frágangi og fegurð, að annað eins hefur ekki verið byggt sunnanlands ...“ Árið 1900 var Fischersverslunin seld Ólafi Á. Olavsen. Seinna sama ár var hún seld HP Duus. Flutti Duusverslun starfsemi sína í húsið. Á 20. öld var húsið lengi í höndum útgerðarmanna og fiskvinnslufyrirtækja og reyttust af því fjaðrirnar smám saman. Árið 2013 hófust framkvæmdir við 1. áfanga endurbyggingar hússins samkvæmt áætlunum og uppdráttum Páls V. Bjarnasonar arkitekts. Í húsinu eru upphaflegar innréttingar og þiljur. Minjastofnun Íslands telur varðveislugildi Fischershúss mjög mikið, meðal annars vegna þess hve byggingin er heildstæð, vel útfærð og heildarform hennar hefur haldist óbreytt.

gamall og heillegasti vélasalur frystivéla frá upphafi sögu frystihúsa á Íslandi og bygging sem í dag gengur undir nafninu Svarta pakkhúsið. Páll V. Bjarnason, arkitekt, er mikill áhugamaður um Fischershús og hefur teiknað þær endurbætur sem unnar hafa verið að undanförnu. Páll var í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta á dögunum. Hann vill að varlega verði stigið til jarðar þegar kemur að uppbyggingu á lóðinni að Hafnargötu 2, þar sem Fischershús stendur. Reiturinn er verðmætur og gefur mikla möguleika. Páll sér fyrir sér að Fischershús verði móttökuhús Reykjanesbæjar, ekki ósvipað Höfða í Reykjavík. Þar gætu einnig verið skrifstofur, til að mynda bæjarstjóra. Starfsemi flytur ekki í húsið á næstu misserum. Húsið er illa farið að innan og kostnaðarsöm endurnýjun framundan. Þá eru mikil verðmæti í innréttingu Fischersverslunarinnar sem er enn að stærstum hluta í húsinu, auk þess sem mikið af upprunalegri klæðningu er enn á veggjum.

Óvíst hvað verður í húsinu

Hugmyndum um talsvert byggingamagn á lóðinni við Hafnargötu hefur verið kastað inn í umræðuna, hús í sama stíl og Fischershús sem myndu þjóna sem hótel, verslun, skrifstofur, gallerý og kaffihús. Aðrir vilja hófstilltari hugmyndir en væntanlega verður einhvers konar ferðaþjónusta eða aðdráttarafl fyrir ferðamenn á svæðinu, blóma- og trjágarður eða bara skjólgott torg til samkomuhalds. Tíminn mun leiða það í ljós.

Nú hafa iðnaðarmenn lokið við endurbyggingu hússins að utan og aðeins á eftir að mála vesturhlið hússins. Fischershús blasir nú vel við vegfarendum úr öllum áttum því nú hefur verið lokið við að rífa leifar hraðfrystihúss H/F Keflavíkur. Hraðfrystihúsið hefur verið lýti á umhverfinu í mörg ár en stórbruni varð í því að kvöldi þriðjudagsins 17. maí 1983. Rústirnar stóðu í áratugi en niðurrifi þeirra lauk í liðinni viku. Eftir standa reyndar

Fischershús, Svarta pakkhúsið og gamli frystivélasalurinn eru á lóðinni Hafnargötu 2 í Keflavík. Svona var umhorfs á lóðinni síðastliðinn sunnudag þegar Víkurfréttir skoðuðu svæðið með flygildi.

„Nýbyggt var það talið „ ... svo vandað og veglegt að allri smíð, frágangi og fegurð, að annað eins hefur ekki verið byggt sunnanlands ...“ Svona var Fischershús þegar það var á blómaskeiði sínu.


fimmtudagur 16. febrúar 2017

17

VÍKURFRÉTTIR

Verslunin í Fischershúsi verður endurgerð þegar ráðist verður í innviði hússins en innréttingin er öll til staðar að undanskildu afgreiðsluborðinu.

Steinhleðslan við Fischershús Árið 1898 kom Ágúst Egill Sveinbjörnsson til Íslands frá Ameríku og tók við verslunarstjórastöðu í Duus versluninni. Ágúst Egill kallaði sig Ágúst Olavsen. Ágúst var mjög forframaður því hann hafði dvalið langdvölum í Danmörku og í Chicago í Ameríku. Ágúst Ólavsen bjó yfir margskonar ráðagerðum varðandi Keflavíkurþorpið. Hann hafði mikinn hug á að fegra bæinn. Hafði hann í huga gatnagerð og skipulag bæjarins, lét færa hús til og rífa, ef honum þótti betur fara. Ágúst Olavsen gekk með stóran draum í maganum. Hann var vanur því að geta gengið um listigarða Ameríku og langaði til að koma upp blóma- og trjágarði í Keflavík. Hann hafði hugsað sér að listigarðurinn yrði staðsettur fyrir ofan nýtt verslunarhús Duus verslunar sem flutt var frá Danmörku, sem þá var orðið heimili og sölubúð Duusverslunar. Hafði hann í því skyni látið byggja steingarð stóran sem að Símon Eiríksson steinsmiður sá um að hlaða fyrir hann. Hvorki trén né blómin fóru niður í moldina því Ágúst var fluttur um set til Duusverslunar í Reykjavík árið 1909 og lést í Danmörku skömmu síðar. Heimild: FAXI - 2. tbl. 2007

OPIÐ ALLAN SÓLARHRING INN

SENDIBÍLAR TIL LEIGU Leigðu sendibíl. Við bjóðum ódýra sendibíla til leigu í 4 klukkustundir, 8 klukkustundir eða lengur. Hringdu í síma 515 7110 eða kíktu á sendibilartilleigu.is Thrifty_Sendibílar_til_leigu_halfsida_Vikurfrettir_20170214_draft2.indd 1

Blikavellir 3 (við flugstöð) 235 Reykjanesbæ

14/02/2017 11:38


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. febrúar 2017

Orlofshús VSFK Páskar 2017 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri

Fyrrverandi og núverandi framkvæmdastjórar Securitas, Kjartan Már Kjartansson og Kristinn Óskarsson.

Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 12. apríl til og með miðvikudeginum 19. apríl 2017. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og inn á mínar síður hjá VSFK. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 21. febrúar 2017. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Orlofsstjórn VSFK

Nýtt glæsilegt útibú Securitas opnað á Iðavöllum LAUS STÖRF LEIKSKÓLINN HJALLATÚN Deildarstjóri LEIKSKÓLINN HJALLATÚN Sérkennslustjóri LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Leikskólakennari LEIKSKÓLINN HOLT Leikskólakennari TÖLVUDEILD Kerfisfræðingur UMHVERFISSVIÐ Flokkstjórar í Vinnuskóla - sumar UMHVERFISSVIÐ Yfirflokkstjóri í Vinnuskóla - sumar Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

VIÐBURÐIR BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Í kvöld, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:00 kemur Katrín Jakobsdóttir og fjallar um ástarsögur og rómantík í bókmenntum. Laugardaginn 18. febrúar kl. 11:30 syngjum við saman í safninu. Tríóið Cocoplex spilar og syngur barnalög. Allir velkomnir. HVERNIG GETUM VIÐ KOMIÐ Í VEG FYRIR EINELTI? Missið ekki af fyrirlestri Vöndu Sigurgeirsdóttur í kvöld kl. 20:00 í Íþróttaakademíunni við Krossmóa 58 (fimleikahúsið). Enginn aðgangseyrir. Stjórnir FFGír. HLJÓMAHÖLL - VIÐBURÐIR FRAMUNDAN Jón Jónsson - 17. febrúar - Örfáir miðar lausir Söngvaskáld á Suðurnesjum - Þorsteinn Eggertsson - 2. mars. Örfáir miðar lausir Söngvaskáld á Suðurnesjum - Magnús Þór Sigmundsson - 6. apríl. Miðasala hafin Af fingrum fram með Valdimar Guðmundssyni - 21. apríl. Miðasala hafin.

ATVINNA Óskar eftir starfmanni á hjólagröfu og vörubíl. Einnig verkamenn. Upplýsingar í síma 894 1337, Einar

ESJ VÖRUBÍLAR EHF.

■■Ný stjórnstöð Securitas var opnuð formlega á Iðavöllum 13 í Reykjanesbæ á dögunum og var af því tilefni blásið til veglegs opnunarhófs. Starfsmenn, viðskiptavinir og velunnarar fyrirtækisins komu saman og skoðuðu nýja húsnæðið en þar er fyrirtækið Geymslur.is einnig til húsa. Ljósamyndari Víkurfrétta mætti á staðinn og smellti af nokkrum myndum.

HVAÐ SEGJA SUÐURNESJAÞINGMENN

UM ÁFENGISFRUMVARPIÐ? Ekki framfaraspor - segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki

■■Að mínu mati væri frjáls sala áfengis í matvöruverslunum ekki framfaraspor fyrir íslenska þjóð. Tengsl milli áfengisvímu og skaða eru þó skýr og greinileg, sérstaklega hvað varðar ofbeldi, umferðarslys eða önnur slys. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- m á l a stofnuninni mátti á árinu 2000 rekja 4% allra dauðsfalla og örorku í heiminum til áfengis („The Global Burden of Disease“). Áfengi reyndist því fimmti skaðlegasti áhættuþátturinn af 26 sem kannaðir voru. Áfengi veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak. Rannsóknir sýna að áfengisneysla muni aukast um ríflega 40% með því að afnema bann við áfengisauglýsingum og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, með tilheyrandi langvarandi heilsufarslegum vandamálum og sjúkdómum. Síðast en ekki síst tel ég frjálsa sölu ekki vera til hagsbóta fyrir neytendur, sérstaklega ekki í hinum dreifðari byggðum þar sem úrval mun minnka mikið og verð hækka. Þannig að þeir sem hafa haldið því fram að frjáls sala yrði til hagsbóta fyrir neytendur, stenst ekki, hvernig sem á málið er litið. Ég segi NEI!

Styð ekki áfengisfrumvarpið

- segir Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu ■■Ég mun ekki styðja áfengisfrumvarpið og fyrir því eru þessar ástæður helstar: 1. Áfengi er ekki eins og hver önnur matvara. Skaðsemi áfengis er vel þekkt og þó að það sé ekki nema bara vegna þess á aðeins að selja áfengi í sérverslunum. 2. Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu. Nú gætu þeir sem eru ósammála mér sagt að aukningin sé nú ekki svo mikil. Þá er því til að svara að hvert prósentustig sem bætist við í aukinni neyslu áfengis vegur enn þyngra og veldur enn meiri skaða en prósentustigið þar fyrir neðan. Þarna geta til dæmis legið mörkin á milli hóflegrar neyslu og of mikillar neyslu. 3. Aukin neysla áfengis veldur heilsuskaða. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur það svo að áfengisneysla sé meðal sterkustu áhættuþátta lýðheilsu. Kostnaður vegna neyslu áfengis kemur fram í samfélaginu; í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og dómskerfinu, tryggingakerfinu og í atvinnulífinu. Ef þingmönnum er alvara með því að styðja frumvarpið þurfa þau líka að segja hvaðan á að taka peningana til að mæta þeim kostnaði. 4. Aukin neysla eykur vanlíðan afkomenda og aðstandenda þess sem neytir áfengis í óhófi. Ef stjórnvöld taka ákvarð-

anir sem leiða til aukinnar neyslu áfengis mun vanlíðan til dæmis barna og ungmenna þessa lands aukast. Það er meðal þeirra aukaverkana sem frumvarpið hefði í för með sér verði það að lögum. 5. Ef áfengi er í sérverslunum er það sérstök ákvörðun að ganga inn í áfengisverslunina og kaupa áfengi en ekki hugdetta svona um leið og gengið er fram hjá áfengisrekkanum í matvörubúðinni. 6. Forvarnastarf Íslendinga í áfengismálum hefur vakið alþjóðlega athygli. Það starf byggir meðal annars á því hvernig við höfum takmarkað aðgang og þannig vil ég hafa það áfram hér á landi.

Ekki í verkhring ríkis að halda úti verslunarstarfsemi

- segir Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki ■■Áfengisfrumvarpið er mál sem dregur úr verkefnum ríkisins enda ekki í verkahring ríkis að halda úti verslunarstarfsemi að mínu mati. Þá gefur það ríkisvaldinu aukið svigrúm til að verja fjármunum í grunnþjónustu annars vegar og forvarnir hins vegar. En gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að hlutfall áfengisgjalds sem rennur í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Enn fremur er mikilvægt að benda á að frumvarpinu hefur verið breytt í þá veru að áfengið þarf að vera enn afmarkaðra í verslunum. Sölufyrirkomulagið verður þá líkara því sem það er í ÁTVR í dag eða svokallað „búð í búð“ fyrirkomulag, sem lýsir sér þannig að það er eins konar búð inni í búðinni. Eini munurinn er þá rekstraraðilinn sem yrði einkaaðili í stað ríkisins.

Ekki upp á pallborðið hjá íhaldssömum Íslendingum - segir Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki

■■Eins og fram kemur hjá þjóðinni og öllum þeim sem fjalla um lýðheilsumál er frumvarpið til þess fallið að auka áfengisnotkun og á ekki upp á pallborðið hjá íhaldssömum Íslendingum eins og mér. Ég segi því NEI við áfengisfrumvarpinu.


fimmtudagur 16. febrúar 2017

19

VÍKURFRÉTTIR

SJÓMANNAAFSLÁTTUR Sjómenn og útgerðarmenn fá sjómannaafslátt af nýskráðum eignum hjá okkur út febrúar

Jón Jónsson kom FS-ingum á óvart ● Tók lagið í íslenskutíma ● Heldur tónleika í Hljómahöll Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kom nemendum í íslenskutíma í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á óvart í gær þegar hann leit við inn í tíma og tók lagið. Jón heldur tónleika í Hljómahöllinni á föstudag og fór inn í íslenskutímann til að ná einnig tali af Páli Orra Pálssyni, nemanda og fréttamanni Víkurfrétta. Þeir félagar ræddu saman á stórtónleikum í Keflavík fyrir fjórum árum síðan en þá var Páll 14 ára og mundaði hann hljóðnemann á Keflavík Music Festival en þar kom Jón

fram með hljómsveit sinni. „Má ég fá hann lánaðan í nokkrar mínútur? Við þurfum aðeins að ræða saman,“ sagði Jón og fékk leyfi hjá kennaranum til að spjalla við fréttamanninn og FS-nemandann. Þeir félagar fóru fram og Páll Orri tók nýtt viðtal við Jón sem við sýnum í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta, vikulegum sjónvarpsþætti á vf.is og sjónvarpstöðinni Hringbraut.

Sími 560-5515 // Hafnargötu 91

ATVINNA Icewear vantar starfskraft á saumastofu sína á Ásbrú. Um er að ræða 100% starf.

Gott ef viðkomandi hefur unnið a saumastofu áður en ekki skilyrði. Allar upplýsingar veitir Elva Dögg á netfanginu elvads@icewear.is.

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

VILT ÞÚ VERÐA MEISTARI Í ÖRYGGISMYNDAVÉLUM? Ert þú með bakgrunn eða reynslu í rafvirkjun, rafeindavirkjun eða kerfisumsjón? Við leitum að klárum aðila sem hefur áhuga á að sérhæfa sig í uppsetningu, forritun og þjónustu myndavélakerfa. Góð þjálfun í boði fyrir réttan aðila. Einnig auglýsum við eftir fólki með rafmagnsbakgrunn í almenn störf tæknimanna.

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi • Getum tekið nema á samning • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Góð almenn tölvukunnátta

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla

Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu okkar www.securitas.is en þar er einnig sótt um störfin.

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar. Tæknimenn hjá Securitas fá bíl til umráða, síma, tölvu og allan búnað til að klára verkefnin. Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði og standast bakgrunnsskoðun í Flugstöðinni.

SECURITAS REYKJANESI IÐAVELLIR 13, REYKJANESBÆ, S. 580 7200

- Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. febrúar 2017

ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Í GARÐINUM

MAGNAÐIR MUNIR

Í SKEMMTILEGU

EINKASAFNI

Í ónefndu húsnæði í Garði á Suðurnesjum hefur á síðustu misserum orðið til stórt og merkilegt safn muna úr ýmsum áttum. Safnið er einkasafn Hilmars Foss og fjölskyldu hans. Hilmar flutti í Garðinn fyrir nokkrum árum úr miðborg Reykjavíkur eftir að hafa verið tíður gestur hjá vini sínum, Ingvari Gissurarsyni, suður með sjó. Hilmar er á því að það sé betra veður í Garðinum en við Garðastræti í Reykjavík þar sem hann ól manninn. Fyrir nokkrum árum keypti hann sér íbúðarhús við innkomuna í Garðinn og annað húsnæði þar sem safnið er að verða til. Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

„Það er kannski hægt að segja að þetta sé geymsla án þess að vera með hillur á veggjum,“ segir Hilmar þegar hann er beðinn um að skilgreina rýmið sem þakið er munum af öllum stærðum og gerðum. Þar má finna ógrynni af dóti eins og Hilmar kallað það. Mikill hluti safnsins er tilkominn frá foreldrum hans og fjölskyldu en aðrir munir hafa hreinlega dagað uppi hjá honum. Hilmar leitast fyrst og fremst eftir því að hlutirnir grípi augað og séu snotrir. Hann viðurkennir að skynsamlegra væri að safna frímerkjum eða einhverju sem geyma mætti í möppum uppi í hillu. Safn Hilmars hefur orðið til á mörgum áratugum og enn bætist í. Það eru fyrst og fremst tæki sem grípa augað þegar gengið er inn í

rýmið. Bílar, mótorhjól og flugvélar sem hanga úr rjáfum. Þó segist Hilmar ekki vera neinn tækjadellukarl.

heldur rati þeir oftast bara á sinn stað. Einkar vel hefur þó tekist til og virðast hlutirnir einstaklega ratvísir.

Hlutirnir rata á sinn stað

Sögulegir munir úr Keflavík

Hlutirnir eiga sér flestir mikla en ólíka sögu en Hilmar þekkir sögu mjög margra muna á safninu og augljóslega hefur hann ástríðu fyrir sögunni og varðveislu muna. Við fyrstu sýn virðast margir hlutirnir hversdagslegir og ekki eiga heima á safni. Hilmari hefur hins vegar tekist að finna hlutum eins og stöðumælum, húsnúmerum og götuheitum gott heimili þar sem sögulegt gildi þeirra nýtur sín. „Ef maður veit sögu hlutarins þá fyllir það svolítið upp í tómarúmið í kringum hann. Hvar var hann? Hver átti hann? Til hvers var hann búinn til? Af hverju var hann keyptur? Svo að lokum, af hverju átti svo að henda honum?,“ segir Hilmar. Hann segist ekki verja miklum tíma í að stilla hlutunum upp

Meðal safnmuna í eigu Hilmars er Coke goskælir sem var á skemmtistaðnum Bergási í Keflavík og allir Keflvíkingar á miðjum aldri þekkja. Einnig er þar að finna glymskrattann af veitingastaðnum Olsen Olsen, barborð af Hressó en hluti þess er ennþá í notkun í sjoppu í Keflavík. Aðspurður hvort hann láti hluti frá sér af safninu þá viðurkennir Hilmar að hann selji frá sér bíla, en smærri hluti hefur hann ekki látið frá sér. Eins hefur hann ekki endalaust pláss og þarf því oft að velja og hafna. „Maður hleypur ekki á eftir hverju sem er og oft þarf skynsemin að ráða. Maður þarf stundum að halda sig frá einhverju sem gaman væri að eiga,“ segir safnarinn Hilmar að lokun.

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla Við Njarðvíkurskóla er starfrækt sérdeildin Ösp sem stofnuð var árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1. til 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem

þurfa á slíku skólaúrræði að halda og sinnir meðal annars nemendum með þroskaskerðingu, Down´s heilkenni, Rubenstein heilkenni, hreyfihömlun, einhverfu sem og langveika nemendur. Í dag eru 13 nemendur í

UNAÐSDAGAR Á STYKKISHÓLMI

Dvöl frá mánudeginum 3. apríl til föstudagsins 7. apríl. Verð fyrir gistingu og fullt fæði og skemmtiatriði á kvöldin er kr. 49.900 á mann. Boðið er upp á dagskrá allan daginn gegn gjaldi. Rútan fer frá eftirtöldum stöðum: Auðarstofu, Garði, kl.10:00. Miðhúsum, Sandgerði, kl.10:30. Nesvöllum, Reykjanesbæ, kl. 11:00. Álfagerði, Vogum 11:30. Tekið er á móti pöntunum fyrir 15. mars. Frekari upplýsingar hjá nefndinni og skráning í ferðina: Örn, Vogum, 846-7334 Brynja, Garði, 422-7177 og 849-6284 Bjarney, Reykjanesbæ, 421-1961og 822-1962 Margrét, Grindavík, 896 3173

Geymið auglýsinguna

Öspinni en mest hafa 16 nemendur verið skráðir í deildina.

Aðstaða bætt vegna mismunandi þarfa

Það voru þær Gyða Arnmundsdóttir, sem þá var sérkennari við Njarðvíkurskóla og er nú sérkennslufulltrúi hjá Reykjanesbæ og Anna Dóra Antonsdóttir, þáverandi sérkennslufulltrúi Reykjanesbæjar, sem stóðu að stofnun deildarinnar. Öspin er í sér húsnæði á lóð Njarðvíkurskóla en upphaflega fylgdi það húsnæði leikvelli bæjarins. Haustið 2012 var ný og glæsileg viðbygging tekin í notkun við Öspina. Hún kom til vegna fjölgunar nemenda og nauðsyn þess að bæta aðstöðuna til að koma betur til móts við mismunandi þarfir nemenda. Deildin er vel mönnuð fagfólki en þar starfa kennarar, þroskaþjálfar og félagsliðar ásamt stuðningsfulltrúum. Nemendur tilheyra allir ákveðnum umsjónarbekk og sækja tíma með bekkjarfélögum í Njarðvíkurskóla eins og kostur er. Starfsemi deildarinnar tekur mið af þeim nemendahópi sem er þar hverju sinni. Markmið sérdeildarinnar eru: að nemendur á grunnskólaaldri og foreldrar/forráðamenn þeirra eigi völ á sérhæfðu skólatilboði. að nemendur fái einstaklingsþjálfun og kennslu sem miðar að því að búa þá undir líf og starf í nútíma samfélagi. að skapa nemendum jákvæða sjálfsmynd. Að auki sinnir deildin eftirskólaúrræði fyrir sína nemendur en einnig hafa nemendur í öðrum grunnskólum

bæjarins og frá öðrum sveitarfélögum sótt það úrræði.

Skynörvunarherbergi útbúið

Á undanförnum árum hafa þeir sem starfa í Öspinni fundið fyrir mikilvægi þess að hafa vel útbúið skynörvunarherbergi til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda deildarinnar. Starfsmenn fóru í nokkrar skólaheimsóknir í aðra sérskóla og kynntu sér mjög vel útbúin skynörvunarherbergi. Á síðasta ári fékk deildin síðan sinn fyrsta styrk og var þá hafist handa við að útbúa slíkt herbergi. Að hafa skynörvunarherbergi sem þátt í kennslu og þjálfun fyrir nemendur Asparinnar þýðir að hægt er meðal annars að vinna með og þjálfa grunnsvið skynjunar, það er; líkamsskynjun, snertiskynjun, sjónskynjun og heyrnarskynjun. Einnig fer þar fram félagsfærniþjálfun og markviss slökun með viðunandi kennslubúnaði. Skynörvunarherbergi Asparinnar kemur líka

til með að nýtast öllum nemendum í almennum bekkjum í Njarðvíkurskóla, en nemendur á yngsta stigi koma markvisst yfir í Öspina til þess að nota aðstöðuna. Við finnum að horft er til starfsemi Asparinnar frá öðrum fagaðilum vegna þess faglega starfs sem þar fer fram. Það er töluverð ásókn í deildina og fær starfið mikið hrós frá utanaðkomandi fagaðilum. Þá hefur deildin notið mikils velvilja grenndarsamfélagsins sem hefur styrkt starfsemi deildarinnar og kunnum við þeim aðilum bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Deildin vinnur í nánu samstarfi við sérkennslufulltrúa fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar en deildarstjóri er Kristín Blöndal. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla Kristín Blöndal, deildarstjóri sérdeildarinnar Aspar


fimmtudagur 16. febrúar 2017

21

VÍKURFRÉTTIR

Ilmandi dagar 25% afsláttur

í Apótekaranum Keflavík og Fitjum Í tilefni konudagsins eru allir ilmir á 25% afslætti Afsláttur gildir til 19. febrúar 2017.

Apótekarinn Keflavík

Apótekarinn Fitjum

- lægra verð

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur.

BÓKARI Helstu verkefni felast í skráningu, merkingu og bókun reikninga. Afstemming lánadrottna og önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: • Viðurkenndur bókari eða menntun sem nýtist í starfi er kostur • Reynsla af bókhaldi skilyrði • Þekking og reynsla af vinnu við Navision bókhaldskerfið er kostur • Góð þekking á öllum helstu tölvuforritum • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

S TA R F S S T Ö Ð : REYK JANESBÆR

UMSÓKNARFRESTUR: 26. FEBRÚAR , 2017

Maren hefur starfað við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli í tvö ár. Hún er hluti af góðu ferðalagi.

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 16. febrúar 2017

ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA

Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trúnaðarráðs Verslunarmannafélags Suðurnesja fyrir starfsárið 2017 - 2018. Kosið er um 3 fulltrúa í stjórn og 3 til vara, 7 fulltrúa í trúnaðarráð og 7 til vara, 2 félagslega skoðunarmenn og 1 til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 24. febrúar 2017. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn

Bikarmeistarar Keflavíkur árið 2017: Ef þessi ungi og öflugi hópur heldur kyrru fyrir í Keflavík þá er líklegt að stórveldi sé í myndun.

14 bikartitlar á 30 árum

MEISTARAFLOKKUR KARLA

KEFLAVÍK - SKALLAGRÍMUR

■■Keflavíkurstúlkur lönduðu sínum fjórtánda bikarmeistaratitli um liðna helgi með því að leggja Skallagrím í æsispennandi leik. Keflavík lék fyrst til úrslita í bikarnum árið 1987 eða fyrir þrjátíu árum. Lokatölur urðu 65-62 þar sem Ariana Moorer átti stórleik og tryggði sigur Keflvíkinga með þremur síðustu stigunum af vítalínunni. „Þetta var frábært. Stelpurnar voru jákvæðar og við héldum áfram allan leikinn,“ sagði Ariana Moorer í leikslok. „Þetta eru svakalegir töffarar,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Ég er svo stoltur af þessu liði. Þær sýna alvöru karakter í alvöru leik.“

TM-HÖLLIN FIMMTUDAGINN 16. FEBRÚAR KL. 19:15

Birna Valgerður er 16 ára en hún skoraði 11 stig í leiknum: „Ég var smá stressuð í lokin en hafði góða tilfinningu um að við myndum taka þetta.“

KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR

HAMBORGARARNIR VERÐA Á SÍNUM STAÐ FYRIR LEIK

STARFSMAÐUR Á INNRÉTTINGAVERKSTÆÐI TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR ITS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI TIL STARFA Á INNRÉTTINGAVERKSTÆÐI ITS. UM ER AÐ RÆÐA DAGVINNU ÞAR SEM VINNUTÍMINN ER 7:45-15:40 MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA. MEISTARAFLOKKUR KVENNA

KEFLAVÍK - STJARNAN TM-HÖLLIN LAUGARDAGINN 18. FEBRÚAR KL. 16:30

ÁFRAM KEFLAVÍK! SMÁAUGLÝSINGAR

STARFSVIÐ: ■

Ýmis vinna í viðhaldi innréttinga í farþegarými flugvéla Icelandair. Vinnan fer að mestu fram í lengri viðhaldsstoppum flugvéla í skýli yfir vetrarmánuðina. Á sumrin er unnið að hluta úti í línuumhverfinu við smærri lagfæringar í stuttum stoppum.

MENNTUN OG HÆFNI: ■ Aldurstakmark 20. ár

■ Hafa gott vald á íslenskri tungu.

Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi. Liðsmanni með framúrskarandi samskiptahæfileika sem finnst gott að vinna sem hluti af liðsheild í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Lögð er rík áhrersla á öguð og sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og eftirfylgni. Nánari upplýsingar veita:

Sigurð Á. Einarsson í netfanginu sigurdurae@its.is.

Óskast

Reglusamur karlmaður óskar eftir 2 herb. íbúð eða herbergi með aðgangi að snyrtingu og eldhúsi í Reykjanesbæ. Upplýsingar í síma 772 2877. Station eða jepplingur óskast á 100% láni gegn yfirtöku á láni. Upplýsingar í síma 845 7967.

■ Umsóknir óskast útfylltar á www.icelandair.is/umsokn

eigi síðar en 24. febrúar 2017.


fimmtudagur 16. febrúar 2017

23

VÍKURFRÉTTIR

KÖRFUBOLTASNILLINGUR

SKOTÆFINGAR SKEMMTILEGASTAR Körfuboltasnillingur vikunnar að þessu sinni er Grindvíkingurinn Ester María. Hún er 12 ára og æfir líka fótbolta. Hennar helsta fyrirmynd í körfunni er Grindvíkingurinn Petrúnella Skúladóttir en þær spila einmitt sömu stöðu. Ester stefnir á að komast í meistaraflokk í framtíðinni. Aldur: 12 ára.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

Leiðinlegasta æfing: Engin leiðinleg.

Félag: Grindavík Æfingar í viku: Ég er á fjórum körfuboltaæfingum og þremur fótboltaæfingum. Staða á velli: Skotbakvörður

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Eftirlætis körfuboltamaður/kona: Petrúnella Skúladóttir í Grindavík Eftirlætis körfuboltamaður/kona NBA: Enginn sérstakur. Lið í NBA: Los Angeles Lakers.

Markmið í körfubolta: Komast í meistaraflokk.

●●Opið golfmót á laugardaginn l Aldrei áður verið leikið á sumarflötum svo snemma.

Þótt komið sé fram í miðjan febrúar þá er ekki mjög vetrarlegt um að litast enda fádæma hlýindi um allt land. Hólmsvöllur í Leiru er með fallegri stöðum á Suðurnesjum og þar er vel grænn liturinn á grasinu eins og vel má sjá á meðfylgjandi mynd sem tekin var með VF-flygildinu í síðustu viku. Það er skemmtilegt að sjá hvernig skuggar og ljós sýna legu vallarins, hóla, hæðir og ýmis eldri ummerki í

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Skemmtilegasta æfing: Skotæfingar.

Nafn: Ester María Pálsdóttir

Hólmsvöllur í Leiru í sumarbúningi í febrúar

Verið velkomin

SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR KL. 11:00 BIBLÍUDAGINN Messa og sunnudagaskóli. Ragnheiður Elín Árnadóttir flytur hugleiðingu. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja einungis sálma sem samdir eru af konum. Eiginmaður sóknarprestsins matreiðir súpu og reiðir fram með aðstoð fermingarforeldra. Hvern sunnudagsmorgun gefur Sigurjónsbakaríi gefur brauð sem sótt er af góðum kirkjumanni. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR KL. 12:00 Keflvíkingurinn og presturinn Petrína Mjöll kemur í heimsókní kyrrðarstund og flytur okkur hugleiðingu. Tilefnið er nýútkomin bók hennar Salt og hunang. Að lokinni stund er gæðasúpa og brauð í boði. FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR KL. 16:00 Arnór, Erla og Eva Björk taka á móti öllum fermingarbörnum í fræðslu- og söngstund í kirkjunni.  

landinu, áður en þetta varð golfvöllur. Í baksýn má svo sjá yfir Leiruna og byggðina í Garði í fjarska. Á laugardag verður haldið opið golfmót á Hólmsvelli í Leiru en aldrei áður hefur verið haldið opið golfmót svo snemma árs á sumarflötum. Yfir 100 þátttakendur hafa þegar skráð sig til leiks og stefnir í að uppselt verði í mótið.

FUNDARBOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Deildir

Dagsetning

Dagur

Tími

Staður

1. deild 2. mars Keflavík norðan Aðalgötu

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

2. deild 2. mars Keflavík sunnan Aðalgötu

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

3. deild Njarðvík-Hafnir-Vogar

2. mars

Fimmtudagur

kl. 17:00

Krossmóa 4, 5. hæð

4. deild Grindavík

22. febrúar

miðvikudagur

kl. 17:00

Sjómannastofan Vör, Grindavík

5. deild Sandgerði

21. febrúar

þriðjudagur

kl. 18:30

Kaffistofa Kjörbúðar Miðnestorgi 1

6. deild Garði

2. mars

fimmtudagur

kl. 17:00

Réttarholtsvegi 13, Garði

8. deild 1. mars Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík

Miðvikudagur

kl. 17:00

Súfistanum við Strandgötu

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409


Mundi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

Sævars Sævarssonar

Titlasöfnun er ógn við lýðheilsu Heilsuefling, hreyfing og lýðheilsa eru þaulkunnug hugtök hjá vel flestum nema undirrituðum. Bæjarfélagið okkar undirritaði nýverið samning þess efnis að Reykjanesbær yrði aðili að verkefninu „Heilsueflandi samfélag“, Lífshlaupið, heilsu- og hreyfiátak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var sett í byrjun febrúar og þá opnar maður vart samfélagsmiðla eða fjölmiðla án þess að vera minntur á að nú er hinn svokallaði „meistaramánuður“. Til að bæta gráu ofan á svart er ég svo „heppinn“ að vinna með ofvirkum heilsufríkum sem fara í ræktina á hverjum degi og minna mig reglulega á mikilvægi heilsueflingar, hreyfingar og lýðheilsu og reyna að teyma mig inn á braut hins betra lífs. Ég læt slíkt auðvitað ekkert á mig fá enda þrjóskur og sérhlífinn með eindæmum. Ég hef ekki stundað líkamsrækt frá því ég hætti í körfubolta árið 2009 ef undanskildar eru tvær æfingar í Sporthúsinu síðastliðið sumar, göngur mínar inn og út úr rennireiðum og upp á aðra hæð til að sækja kaffi. Talandi um þetta endalausa ark upp stiga til að sækja kaffi, ég hugsa að krafa um lyftu sé næst á dagskrá... Lýðheilsusjónarmið eru meira að segja rök fyrir því að einkaaðilum er ekki treyst fyrir smásölu á áfengi. Þar skal ríkisvaldið eitt sjá um söluna enda engum öðrum treystandi. Reyndar er einkaaðilum treystandi fyrir sölu á áfengi í gígantísku magni svo lengi sem það er drukkið á sölustaðnum. Ætli fólk hins vegar að drekka áfengið heima hjá sér, jafnvel yfir steikinni, er ríkisvaldinu einu treystandi um söluna á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Já, það eru lýðheilsusjónarmið sem ráða því að Vífli á Ránni og Björgvini Ívari á Paddy´s er treyst fyrir sölu á áfengi en ekki Gunnari í Kosti. Eðlilega... Í lokin má ég til með að óska Keflavíkurstúlkum til hamingju með Maltbikarinn í körfubolta en titlasöfnun kvennaliða Keflavíkur í körfubolta og fjöldi kampavínstappa sem þær hafa „poppað“ undanfarin ár er með lífsins ólíkindum. Svo margar kampavínsflöskur hafa verið opnaðar og munu verða opnaðar í framtíðinni að samkvæmt lýðheilsusjónarmiðum væri rétt að banna stelpum í Keflavík að æfa körfubolta...

MEST LESIÐ Á VF.IS

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

MEISTARAR MÁNAÐARINS Í TILEFNI AF MEISTARAMÁNUÐI BJÓÐUM VIÐ EFTIRTALDA BÍLA MEÐ VEGLEGUM KAUPAUKUM OG Á FRÁBÆRUM KJÖRUM Í FEBRÚAR. BÍLAR TIL AFGREIÐSLU STRAX.

X-TRAIL PULSAR JUKE MICRA

RÚMGÓÐUR OG SPARNEYTINN SPORTJEPPI, FÁANLEGUR 7 SÆTA

EINN TÆKNILEGASTI BÍLLINN Í SÍNUM FLOKKI

NISSAN X-TRAIL ACENTA

NISSAN PULSAR ACENTA

Verð aðeins: 4.890.000 kr.

Verð aðeins: 3.390.000 kr.

Framhjóladrifinn, dísil, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun 5,1 l/100 km*

Kaupauki í febrúar

390.000 kr.

EIN BESTU KAUPIN Í FLOKKI SMÁBÍLA

Framhjóladrifinn, bensín, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun 5,1 l/100 km*

Kaupauki í febrúar

270.000 kr.

190 HESTÖFL OG HLAÐINN STAÐALBÚNAÐI

NISSAN MICRA ACENTA

NISSAN JUKE ACENTA+

Verð aðeins: 2.190.000 kr.

Verð aðeins: 4.290.000 kr.

Framhjóladrifinn, bensín, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun 5,4 l/100 km*

Kaupauki í febrúar

250.000 kr.

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

Fjórhjóladrifinn, bensín, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun 6,5 l/100 km*

Kaupauki í febrúar

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

350.000 kr.

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

SÍÐUSTU 7 DAGA ■■1. Áríðandi tilkynning vegna Reykjanesbrautar ■■2. Gámar á flugi og klæðning flettist af kísilveri ■■3. Sundhöllin í Keflavík er til sölu ■■4. Fór pílagrímsferð á slóðir surströmming

UMBOÐSAÐILI

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - GE bílar ehf - Sími 420 0400 - gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is

N M 7 9 7 5 1 N i s s a*Miðað n R e tvið a i l uppgefnar 5 x 3 8 F i tölur n framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. / Febrúarkaupauki Nissan gildir ekki með öðrum tilboðum.

LOKAORÐ

Isss! ég geri Burpees þrisvar í viku, en ekki einu sinni!

ENNEMM / SÍA /

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

07 tbl 2017  

38. árg.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you