07 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 16. febrúar 2017 • 7. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Tíu lóðum úthlutað ●●á bæjarmörkum Grindavíkur og Reykjanesbrautar

lítum til þess að Tíu lóðum á bæjareiga gott samstarf mörkum Grindavið Reykjanesbæ víkur og Reykjavarðandi framtíðarnesbrautar, í landi þróun svæðisins. Reykjanesbæjar Tækifærin á Reykjahefur verið úthlutað nesi eru mikil og nú í byrjun árs. Á við hjá Bláa Lóninu fundi bæjarstjórnar viljum halda áfram Reykjanesbæjar að leggja okkar af þann 7. febrúar var mörkum og taka samþykkt að úthluta Jarðvangi ehf., félagi Kjartan Már Kjartansson, bæjar- þátt í uppbyggingu í eigu Bláa Lónsins stjóri og Grímur Sæmundsen, for- ferðaþjónustu og hf., tæplega 51.000 stjóri Bláa Lónsins undirrituðu tengdri starfsemi á Reykjanesi,“ sagði fermetra lóð við samning um lóðina. VF-mynd/pket. Grímur. Breiðasel 73. StaðKjartan Már Kjartsetning lóðarinnar er við gatnamót Grindvíkurvegar og ansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Reykjanesbrautar. Á fundi skipulags- segir það vera jákvætt fyrir sveitarog bygginganefndarinnar í gær voru félagið að Bláa Lónið horfi til uppsamþykktar 9 umsóknir eftir lóðum til byggingar á svæðinu. „Svæðið þar sem lóðin er staðsett er við innkomu viðbótar á sama svæði. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa bæjarins og það skiptir okkur miklu Lónsins hf., segir staðsetningu lóðar- máli að sú uppbygging sem þar mun innar bjóða upp á mikla möguleika og eiga sér stað verði metnaðarfull og að fyrirtækið horfi til þróunar á ferða- stuðli að enn fjölbreyttari ferðaþjónþjónustu innan svæðisins. „Svæðið ustu á svæðinu.“ er innan Reykjanes Jarðvangs og er einnig hlið inn í auðlindagarðinn þar Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og hjá Reykjanesbæ mun bæjarfélagið fjölnýtingu jarðvarmaauðlindarinnar. fara fljótlega í gatnagerðarframÞá nýtur svæðið nálægðar við Kefla- kvæmdir á svæðinu og einnig er von á víkurflugvöll. Við hjá Bláa Lóninu framkvæmdum hjá HS Veitum.

Vilja Landhelgisgæsluna

Sara lærir að tapa ●●CROSSFIT STJARNAN Á ANDLEGU NÓTUNUM Njarðvíkingurinn Sara Sigmundsdóttir var í kjörstöðu til að sigra á heimsleikunum í crossfit en allt fór úrskeiðis á síðustu stundu árið 2015. „Það klikkaði bara eitthvað í hausnum. Allt í einu hættir þú bara að trúa því að þú getir þetta. Ég fór að brjóta mig niður á meðan ég var að gera æfinguna. Ég man að ég var að hugsa; „af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú keppir á? Þetta var alltof stór draumur. Þetta skiptir ekki máli lengur, þú ert búin að tapa þessu.“ Þetta var ég að hugsa og hef þurft að vinna mikið í þessu,“ segir Sara sem meðal annars hefur leitað sér aðstoðar íþróttasálfræðings.

„Ég er að læra að tapa núna. Mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna, það að kunna að tapa líka.“ Hún fer þannig með annað viðhorf á heimsleikana í ár. „Ég hef alltaf bara hugsað um að vinna og mætt á æfingar bara til þess að vinna heimsleikana. Nú hugsa ég að þetta sé fimm ára gluggi sem ég ætla að gefa mér,“ en eftir það ætlar Sara að mennta sig og leggja lóðin á hilluna. Í einlægu viðtali er rætt við Söru um lífið í crossfit, steranotkun í íþróttinni, líkamsímynd, framtíðina og margt fleira. Viðtalið er einnig í Suðurnesjamagasíni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20:00 og 22:00.

Fjórir þingmenn lögðu fram þingsályktunartillögu síðasta fimmtudag um að dómsmálaráðherra hefji flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Flutningsmenn tillögunnar eru Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir. Tillagan hefur verið lögð fram fimm sinnum áður. Í ályktuninni segir að umræða um flutning Landhelgisgæslunnar í rúmgott og hentugt húsnæði á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli hafi staðið um nokkurra missera skeið. Flutningsmenn tillögunnar telja að fjölmargir kostir myndu fylgja flutningnum þar sem Landhelgisgæslan sé nú þegar með umfangsmikla starfsemi á svæðinu og þúsundir fermetra af vannýttu húsnæði. „Það fylgir því mikil hagræðing að hafa alla starfsemina á einum stað

og þjónusta og öryggi munu einnig aukast þar sem viðbragðstími Landhelgisgæslunnar styttist með því að færa alla starfsemi hennar á einn stað, þó það útiloki ekki að starfsstöðvar verði í öðrum landshlutum. Einnig mun flugfloti gæslunnar komast í gott framtíðarhúsnæði sem uppfyllir öryggisstaðla,“ segir í þingsályktuninni. Þá er þess getið að á svæðinu sé góð hafnaraðstaða í Njarðvíkurhöfn, Keflavíkurhöfn og Helguvíkurhöfn. Njarðvíkurhöfn geti strax tekið við skipaflota Landhelgisgæslunnar og Helguvíkurhöfn komi einnig til greina enda hafi varðskipin reglulega viðkomu þar. Staðsetning hafna út frá öryggissjónarmiðum myndi batna frá því sem nú er þar sem styttra yrði fyrir varðskipin að komast út á aðalstarfssvæði Landhelgisgæslunnar, hafsvæðið í kringum Ísland.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
07 tbl 2017 by Víkurfréttir ehf - Issuu