Mannlíf — 8tbl. 39árg.

Page 50

Síðast, en ekki síst

Kolbeinn Þorsteinsson

Sól í sálartetrið Lengi vel hef ég glímt við óþrjótandi neikvæðni, verið þrasgjarn og aldrei farið í launkofa með skoðun mína á öllu og engu. Sonur minn spurði mig einu sinni hvort ég hefði einhvern tímann komist í gegnum heilan dag án þess að viðra neikvæðar skoðanir mínar. Eðli málsins samkvæmt var svarið: NEI! Það veit sá sem allt veit að ég hef reynt að gera á þessu bragarbót, en ekki haft erindi sem erfiði. Alltaf skýtur eitthvað upp kollinum sem gefur mér ærna ástæðu til að láta gamminn geisa á neikvæðu nótunum; stjórnmál á Íslandi og allt þeim tengt – í þeim efnum er einfaldlega enginn munur á kúk og skít, eins og stundum er sagt. Einnig fara

50

hraðahindranir á götum á höfuðborgarsvæðinu í mínar fínustu, hvort tveggja í senn fjöldi og staðsetning. Ekki má gleyma Degi og kó sem hafa hreiðrað um sig í Ráðhúsinu, það er reyndar kapítuli út af fyrir sig.

hafa lifað í rúmlega 60 ár, ætti mér að vera ljóst að þrátt fyrir að ég geti ráðið einhverju í lífi mínu, þá verður einfaldlega ekki við sumt ráðið. Þar á meðal má nefna hverjir fara með völd á landi hér og hvernig þeir gera það.

Batnandi manni er best að lifa og nú með hækkandi sól er ekki úr vegi að kíkja í sálartetrið og athuga hvort ekki sé mögulegt að veita örlítilli birtu þar inn, því myrkur, er sagt, er ekkert annað en skortur á ljósi.

Því hef ég ákveðið að gera heiðarlega tilraun til að láta, til dæmis, síngjarna stjórnmálamenn og fylgitungl þeirra ekki fara í taugarnar á mér. Vissulega eru þeir vart launa sinna virði, en ég fæ þar engu ráðið og því fyrr sem ég sætti mig við það, því betra.

Æðruleysisbænin alþekkta ætti eiginlega að vera morgunmantran mín og kæmi mér án efa til góða á ótal sviðum. Eftir að

Og margt fleira.

8. tölublað - 39. árgangur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Mannlíf — 8tbl. 39árg. by valdissam - Issuu