1 minute read

Matgæðingur Mannlífs — Linda María Ásgeirsdóttir á Verbúðinni 66 í Hrísey

Linda María Ásgeirsdóttir er uppalin í Hrísey en tók á unglingsaldri sitt „Rumschpringe” og upplifði borgarlífið og útlandið áður en hún svo hélt heim í Hrísey aftur til að vera. Í dag rekur Linda hið rómaða veitingahús Verbúðin 66 í Hrísey ásamt því að vinna að ferða- og félagsmálum. Margt frumlegt er að finna á seðli Verbúðarinnar sem sjá má á www.verbudin66.is, til að mynda notar hún hvönn og fleira af eynni í sína matarnýsköpun.

Hráefni og aðferð

Advertisement

Þetta eru þorskhnakkar frá Hrísey Seafood, kryddaðir með hvönn frá Hrísiðn, salti og pipar og smá kubbur af SMJÖRI settur ofan á. Sett í 200 gráðu heitan ofn í 8-12 mín., fer eftir þykkt hnakkans.

Með þessu er borið fram gott salat með Verbúðardressingu sem er algjör leyniuppskrift og er ekki einu sinni seld ... en þið getið notað engiferdressingu og forsoðnar kartöflur sem eru steiktar í ofni með mikilli hvítlauksolíu, salti og pipar, síðast og ekki síst er slurkur af góðri hvítlaukssósu. Það gerist eitthvað stórkostlegt þegar hvönnin og þorskurinn koma saman.

This article is from: