Mannlíf — 8tbl. 39árg.

Page 38

Garðurinn

Svava Jónsdóttir

Björn landslagsarkitekt:

„Garðurinn er meira eins og framlenging af heimilinu“ „Garðarnir eru sífellt að verða meira eins og íbúð, þannig að þá daga þegar veður er gott, getur fólk búið utandyra jafnt sem innan,“ segir Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt hjá arkitektastofunni Urban Beat. „Það eru til dæmis komin smáhýsi í garða þar sem geta verið gufubað, lítið eldhús eða jafnvel útiskrifstofa. Svo eru það þessi spa-svæði sem verða æ skemmti-

38

legri. Þar geta verið heitur pottur, kaldur pottur, sturta og gufubað. Svo höfum við verið að vinna með útieldhús sem er í raun grillsvæði undir þaki og fer það eftir því hvað húsráðendur eru öflugir við eldamennskuna, hvort þar sé gasgrill, kolagrill eða jafnvel pítsuofn og vín- og bjórkælar. Sumir vilja hellur og geta þá eldað graut úti í garði. Breytingin á hugtakinu garður

á síðustu árum hefur því farið frá því að vera skógur í borg eða lystigarður, í það að vera framlenging á íbúðinni þar sem hægt er að bralla svipaða hluti utandyra og innan.“ Björn leggur áherslu á að þeir sem hafa hug á garðhönnun gefi sér tíma í skipulagningu verkefnisins. „Þegar það liggur fyrir að það eigi að

8. tölublað - 39. árgangur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.