Samfélagið
Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir
Ísland fer mjúkum höndum um nauðgara Skilorðsbinding nauðgunardóma gagnrýnd
Á Íslandi er farið mýkri höndum um gerendur í kynferðisbrotamálum en víða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þeir sem sakfelldir eru fyrir slík brot þurfa jafnvel ekki að sitja af sér dóma sína, heldur er skilorðsbindingu oft beitt og sakborningar ganga þar með lausir. Í Svíþjóð er til að mynda ólöglegt að skilorðsbinda dóma þar sem lágmarksrefsingin er hærri en eitt ár. Þar er lágmarksrefsing fyrir nauðgun tvö ár. Auk þessa er málsmeðferðartími á Íslandi iðulega langur og njóta gerendur oft góðs af því við dómsuppkvaðningu. Á sama tíma hefur brotaþoli málið hangandi yfir sér með meðfylgjandi angist og óvissu. Ofan á þetta kemur að brotaþolar þurfa síðan jafnvel sjálfir að innheimta miskabætur, með tilheyrandi kostnaði og kljást þannig áfram við þann sem á þeim braut. Nýlegur dómur í grófu nauðgunarmáli var skilorðsbundinn að fullu, bæði fyrir Héraðs dómi Reykjavíkur og í Landsrétti. Var þetta gert jafnvel þótt sérstöku refsiþyngingarákvæði hafi verið beitt í héraðsdómi, sem einungis er gert í tilfellum stórfelldra og sérlega alvarlegra ofbeldisbrota. Bætur til brotaþola voru lækkaðar á milli dómstiga og brotaþoli á ekki rétt á tryggingu miskabótanna úr ríkissjóði, þar sem brotið var framið á erlendri grundu.
Full skilorðsbinding þrátt fyrir þyngingu dóms Um er að ræða mál þar sem Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, var sakfelldur í Landsrétti þann 3. desember fyrir gróft kynferðisbrot. Áður hafði Jón Páll verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi, en áfrýjað dómnum til Landsréttar. Landsréttur þyngdi dóminn í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi en lækkaði miskabætur til brotaþola úr 2,5 milljónum króna niður í 2 milljónir króna. Það vakti furðu margra að svo gróft ofbeldisbrot skyldi enda með dómi sem er að fullu
Föstudagur 1. apríl 2022
ÞAR SEGIR MEÐAL ANNARS AÐ HANN HAFI KASTAÐ SÉR Á KONUNA ÞAR SEM HÚN LÁ Í RÚMI Á HÓTELHERBERGINU OG HALDIÐ HENNI FASTRI.
skilorðsbundinn. Jón Páll þarf því aldrei að sitja af sér refsivist. Því fer fjarri að þetta sé eina dæmið um mál þar sem sakfellt er fyrir gróft kynferðisbrot og dómurinn skilorðsbundinn að fullu. Í fréttaskýringaþættinum Kveik var nýverið fjallað um brotalamir á málsmeðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu. Einn brotaþolinn sem steig fram með sögu sína í þættinum lýsti því hvernig meðferð á nauðgunarmáli hennar hefði tekið sex ár í heildina, á tveimur dómstigum. Málið endaði með sakfellingu en dómurinn var skilorðsbundinn að fullu. Ástæða þess var sögð löng málsmeðferð og að ekki væri hægt að kenna sakborningi um það. Sama skýring var gefin á skilorðsbindingu dómsins yfir Jóni Páli Eyjólfssyni. Það brot átti sér stað á hótelherbergi erlendis árið 2008. Árið 2018 hóf lögregla frumkvæðisrannsókn á málinu, sem endaði með ákæru. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll þann 30. nóvember árið 2020, lýsir grófu ofbeldi Jóns Páls á hendur brotaþola. Þar segir meðal annars að hann hafi kastað sér á konuna þar sem hún lá í rúmi á hótelherberginu og haldið henni fastri. Hún hafi barist um og átökin endað með því að konan féll í gólfið. Þar hafi Jón Páll komið í veg fyrir að hún gæti staðið á fætur með því að grípa í fótlegg hennar, svo hún skall harkalega með hnéð í gólfið og datt á bakið. Þá hafi hann sett hné sitt í bringu hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut stóran marblett af.
Eftir þetta hafi konunni tekist að skríða aftur upp í rúm sitt en þangað hafi Jón Páll elt hana, lagst ofan á hana og haft við hana samræði án samþykkis hennar. Skýrslur frá neyðarmóttöku, sem konan leitaði til daginn eftir, við komuna til Íslands, sýna að hún hefði meðal annars hlotið marga marbletti og sár á ýmsum stöðum, rispur og núningssár auk sprungu í slímhúð við leggangaop. Allt var þetta talið samræmast sögu hennar. Myndir voru teknar af áverkunum á neyðarmóttöku. Í niðurstöðukafla skýrslu læknis segir að brotaþoli hafi gefið greinargóða sögu þegar hún leitaði á neyðarmóttöku og gekkst undir skoðun. Hún hafi verið dofin, tætt og aum um allan líkama og í kynfærum. HÚN HAFI VERIÐ DOFIN, TÆTT OG AUM UM ALLAN LÍKAMA OG Í KYNFÆRUM. Meðal gagna í málinu voru skrifleg samskipti Jóns Páls og brotaþola þar sem Jón Páll gekkst afdráttarlaust við brotinu. Framburðir vitna fyrir dómi voru taldir auka trúverðugleika framburðar brotaþola en draga úr trúverðugleika framburðar Jóns Páls. Brotaþoli var sagður hafa verið samkvæmur sjálfum sér um meginatriði málsins frá upphafi og framburður því talinn trúverðugur.
Skilorðsbinding jafnar refsiþyngingarákvæði við jörðu Jón Páll var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa án samþykkis haft samræði við brotaþola, með því að beita hana nánar tilgreindu ofbeldi og ólögmætri nauðung svo að hún hlaut áverka af. Í héraðsdómi beitti héraðsdómarinn Barbara Björnsdóttir refsiþyngingarákvæðinu (195. gr. almennra hegningarlaga), sem er einungis beitt þegar ofbeldið er „stórfellt og sérlega
5