Matgæðingur Mannlífs
Sigríður Pétursdóttir
Pasta Bolognese
— pjúra Sigga
Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur hefur ætíð verið óforbetranlegur sælkeri. Veit fátt skemmtilegra en að borða og hefur gaman af eldamennsku og bakstri. Heilsunnar vegna þurfti hún hins vegar fyrir nokkrum árum að hætta að borða margt af því sem hún var vön, en þrjóskaðist við að vera sælkeri áfram. Síðan þá hefur hún þróað vegan-, sykur- og glútenlausar uppskriftir, sem henta henni og kitla bragðlaukana. Fyrir hálfu ári opnaði hún vefsíðu með Sæluréttum Siggu, PurelySigga.com/is. Aðspurð segist Sigríður hafa haldið að hún væri að brasa þetta fyrir lítinn hóp fólks með mataróþol og bólgur í líkamanum, þannig að vinsældirnar hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. Þeir sem hafa áhuga á að minnka sykur eða bæta meira grænmeti í fæðuna eru líka hrifnir af uppskriftunum, en fyrst og fremst vona ég bara að réttirnir gleðji bragðlauka fólks á öllum aldri. Uppskriftin sem hún valdi fyrir okkur er Pasta Bolognese, sem hvorki inniheldur kjöt né glúten.
38
5. tölublað - 39. árgangur