Mannlíf 5. tbl. 39. árg.

Page 34

Salome Friðgeirsdóttir

Heilsan

Valgeir segir hamingjuna vera einfaldleika: „Ég nýt lífsins í dag, laus við draslið úr fortíðinni“ Mannlíf heyrði í Valgeiri Skagfjörð og fékk að fræðast um andlega vegferð hans. Valgeir segist vera karlmaður á besta aldri. Jarðarbúi. „Ég er svo lánsamur að hafa fengið tækifæri til að fást við flest það sem ég hef gaman af að gera og getað nýtt hæfileika mína til.“ Valgeir er leikari, tónlistarmaður, kennari, markþjálfi og Cranio Sacral-meðferðaraðili (höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð). Hann hefur auk þess lært og tileinkað sér heilun á sjálfum sér og til hjálpar öðrum. Leiðin hefur verið þyrnum stráð „Það er heilmikil vinna að vera til og sjálfsvinna er mikilvæg til að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu. Ég hef farið ýmsar leiðir í minni nálgun. Til að byrja með hætti ég að drekka áfengi fyrir tuttugu og sex árum og leiðin þaðan hefur verið þyrnum stráð, en hún hefur hjálpað mér til að vaxa og þroskast. Ég nýt lífsins í dag, laus við draslið úr fortíðinni og ætla að hafa seinni hálfleikinn fullan af kærleika og skemmtilegheitum

34

Fyrir það fyrsta þá fann ég Guð á þessari leið. En Guð er þriggja stafa orð yfir þann andlega kraft sem býr innra með okkur öllum. Sumir eiga erfitt með þetta orð og tala um alheiminn, alvaldið, tao, hinn mikla anda eða hvað annað sem þeim hugnast. Kristur sagði að guðsríkið væri hið innra og það er fyrir mér sá sannleikur sem ég kýs að lifa eftir. Ég hef stundað hugleiðslu og bæn, jóga, fjallgöngur og lagt rækt við andann með aukinni tengingu við móður jörð og þá dásamlegu náttúru sem þessi litla jarðarkringla býður okkur og við höfum fengið að láni. Leið mín er vörðuð áföllum og mótlæti, en líka velgengni, gleði og farsæld. Ég nýt lífsins í dag, laus við draslið úr fortíðinni og ætla að hafa seinni hálfleikinn fullan af kærleika og skemmtilegheitum. Ég hef unnið að því að fara út úr þægindarammanum með því að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt, stíga inn í ótta minn, berskjalda mig, kannast við tilfinningar mínar, þarfir og langanir, horfa á sjálfan mig í speglinum og sjá þann mann sem ég er, í stað þess manns sem ég vildi sýna öðrum í því augnamiði að öðlast ást og samþykki. Ég þarf ekki velþóknun annarra til að fá staðfestingu á því að ég sé einhvers virði. Ég er og við erum

öll þess verð að hljóta ást og samþykki, en fyrst og síðast ást sjálfra okkar á okkur sjálfum og að samþykkja okkur sjálf eins og við erum.“ Smám saman hafi opnast fleiri dyr Valgeir segist hafa farið óhefðbundnar leiðir en hafi einnig notast við aðstoð svokallaðra fagaðila. Hann segir að smám saman hafi opnast fleiri dyr og hann hafi komist að því að heimurinn sé svo miklu stærri en þessi litli heimur sem við hrærumst í frá degi til dags. „Stærsti sigurinn í mínu lífi er sigurinn yfir eigin egói. Þegar ég áttaði mig á því að það eina sem ég þurfti að gera, til að finna sanna auðmýkt og geta veitt ljósi og kærleika inn í vitund mína, var að sleppa takinu á mínu eigin egói. Átta mig á því að þær gjafir sem ég hef fengið eru ekki til þess að ég geti nært mitt eigið egó heldur er það hlutverk mitt í lífinu að gefa öðrum hlutdeild í mér og minni reynslu og bera ljósinu og kærleikanum vitni hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Það er það mikilvægasta fyrir mér. Yfir dyrum véfréttarinnar í Delfí á Grikklandi var letrað: „Þekktu sjálfan þig.“ Þetta hefur reynst manninum erfitt í gegnum aldirnar,

5. tölublað - 39. árgangur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Mannlíf 5. tbl. 39. árg. by valdissam - Issuu