
2 minute read
HERBERT GUÐMUNDSSON
by valdissam
Fallegasti staðurinn?
Skagafjörðurinn og Dimmuborgir í fallegu veðri.
Advertisement
Hvað er skemmtilegt?
Að lifa lífinu lifandi, skapa tónlist og skemmta fólki.
Hvað er leiðinlegt?
Illt umtal og rógburður.
Hvaða flokkur?
Hef prófað alla flokkana nema kommana
Hvaða skemmtistaður?
Ég fer aldrei á skemmtistað nema til að skemmta öðrum og eru það hinir ýmsu staðir.
Kostir?
Ég er jákvæður, bjartsýnn og þrautseigur.
Lestir?
Meðvirkur og get verið hvatvís stundum en það hefur lagast með árunum.
Hver er fyndinn?
Fjölskylduhagir?
Bý einn einn um þessar mundir og á sjö uppkomin yndisleg börn og 12 barnabörn.
Menntun/atvinna?
Gagnfræðingur, lífskúnstner og sjálfmenntaður tónlistarmaður.
Uppáhaldssjónvarpsefni?
Fræðsluþættir og heimildamyndir - Attenborough til dæmis.
Leikari?
Bradley Cooper.
Rithöfundur?
Jordan Peterson.
Bók eða bíó?
Bíó.
Besti matur?
Lambalærið hennar mömmu heitinnar með brúnuðum og rabbarbarasultu.
Besti drykkur?
Gvendarbrunnarvatn (íslenskt vatn).
Nammi eða ís? Ís.
Kók eða pepsi?
Coke Zero.
Pétur Jóhann - algjör snillingur.
Hver er leiðinlegur?
Dettur enginn í hug svona í fljótu bragði.
Mestu vonbrigðin?
Ég staldra aldrei við vonbrigðin, gefst aldrei upp og held stöðugt áfram.
Hver er draumurinn?
Að láta gott af mér leiða, gleðja fólk í kringum mig og halda áfram að gera góða og bjarta tónlist. Og ekki væri verra að geta flutt hana út á stærri markað en Ísland.
Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári?
Koma fram á Þjóðhátíð, ná 14 jólatónleikum með Baggalút og 4 jólatónleikum með MC Gauta.
Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum?
Nei, hef stöðugt alltaf eitthvað að stefna að.
Vandræðalegasta augnablikið?
Þegar ég hélt að Sigurður kennari hefði labbað út úr skólastofunni í Laugarlækjaskóla og ég fór að segja við bekkinn hvað hann væri leiðinlegur kennari, en ég vissi ekki að hann stóð fyrir aftan mig.
Mikilvægast í lífinu?
Hafa góða heilsu, láta gott af sér leiða og minna sjálfan sig á hvað það er mikil gæfa að vera Íslendingur og búa í stríðslausu landi með besta vatnið í heiminum og fallegustu konurnar.
KiwiSun er sólbaðsstofa sem opnaði hér á landi í miðjum heimsfaraldri. Það sem gerir Kiwisun frábrugða er að styrkur ljósanna er miðaður við miðdagssól í Mið-Evrópu. Bekkirnir eru hannaðir til að stuðla að náttúrulegri brúnku sem endist lengur. Þess má geta að 3UV green light geta einnig stuðlað að upptöku D-Vítamíns. 3UV ljósin fara betur með húðina þar sem þau valda ekki roða en Varði í KiwiSun tekur vel á móti þér við komuna og veitir alla ráðgjöf sem þú þarft á að halda. Grænu ljósin geta verið streitulosandi en hægt er að hlusta á róandi “hljóðmeðferð” meðan tíma stendur yfir. Það getur því verið tilvalið að skella sér í örlitla sól í hádegismatnum en þú getur valið á milli liggjandi eða standandi bekkja.
KiwiSun var stofnað árið 2006 en keðjan á uppruna sinn í Ungverjalandi. Stofan hefur notið töluverðra vinsælda og eru útbú fyrirtækisins víða um Evrópu. Þá hafa þau framleitt sína eigin krem / snyrtivörulínu. KiwiSun býður einnig upp á byltingarkennda “Vibrotraining on Flabélos” sem er líkamsræktartæki. Í tækinu stendur þú í tíu mínútur í einkaklefa á stofunni en þessum örfáu mínútum má líkja við tíma í ræktinni þar sem tekið er á öllum líkamanum með tilheyrandi harðsperrum. Fyrir þá sem eru tímabundnir eða eiga erfitt með að mæta í ræktina getur tækið verið frábær lausn og hægt er að mæta á staðinn með skömmum fyrirvara.
Fyrir áhugasama má nálgast frekari upplýsingar um KiwiSun á heimasíðu þeirra www.kiwisun.is og getur þú verið viss um að tekið verði vel á móti þér.