1 minute read

SnjóFest Festival 2023

SnjóFest hátíðin verður haldin í fyrsta skipti dagana 16.-18.mars í Reykjavík og skíðasvæðinu Bláfjöllum. Fjallakofinn er einn aðal styrktaraðili hátíðarinnar. ,,Þetta verður mikið í bænum og svo endar þetta upp í Bláfjöllum þar sem að verða tónleikar. Þar verða tónlistamenn og svið í Bláfjöllum frá klukkan 12 til 16 á laugardaginn,‘‘ segir Ási í Fjallakofanum.

Advertisement

Fólk getur komið og prufað bæði skíði og snjóbretti en miða á hátíðina má nálgast á Tix.is. Allur ágóði sem safnast mun fara í undirbúning við hátíðina en stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður hér á landi. Á hátíðinni verða fimm tónleikastaðir þar sem tuttugu listamenn kom fram en auk þess verða ýmsir aðrir spennandi viðburðir yfir helgina. Þeir sem kaupa sér miða fá afsláttarkóða sem hægt er að nota í verslun Fjallakofans.

This article is from: