
1 minute read
viðbætts sykurs
Veganbuff eru tilvalin á grillið í sumar. Ella Stína Vegan framleiðir tvær tegundir af buffum sem henta vel á grillið: Vegan buff og Sveppa svartbaunabuff og eru fjögur í pakka og inniheldur hvert buff 100 grömm. Ella Stína framleiðir úrval af veganréttum úr gæðahráefnum og í þeim eru engin aukaefni, viðbættur sykur eða sætuefni.

Advertisement
Elín Kristín Guðmundsdóttir stofnaði fyrirtækið Ella Stína Vegan fyrir tveimur árum síðan. Hún gerðist vegan árið 2018 og fannst skorta fjölbreyttari íslenska vegan matvöru án aukaefna og viðbætts sykurs. „Mig langaði sjálfa til að fá góðan veganborgara,“ segir hún en buffið má líka nota í pítur, vefjur, pítsur eða salatið. Viðtökur voru góðar og í framhaldi vatt fyrirtækið upp á sig og í dag eru átta vörur á markaði og núna í sumar er níunda varan að koma í verslanir.
„Ég er mjög þakklát fyrir allar þær viðtökur sem ég hef fengið og án neytenda væru vörurnar ekki á markaði. Það er mikil vitundarvakning um áhrif grænkerafæðis á heilsu og umhverfi. Því var tækifæri að bæta í fjölbreytni á markaðnum. Þú þarft ekki að vera grænkeri til að velja grænkerafæði öðru hvoru. Það er mjög gott að blanda þessu saman. Í hverri fjölskyldu er einstaklingur/ar sem eru farnir að draga úr kjötneyslu eða orðnir grænkerar. Því er gott að geta verslað úti í búð vörur sem er tilbúnar og því þarf ekki að hafa áhyggjur af því að útbúa eitthvað sérstakt. Ég finn að viðskiptavinir eru mjög ánægðir með að geta keypt vörur sem þeir treysta og innihalda ekki dýraafurðir.“
Vörur Ellu Stínu Vegan fást í Hagkaup, Krónunni, Melabúðinni og Fjarðarkaup og eru að fara í Nettó um land allt í júnímánuði.

