1 minute read

DUFLAND heildsala

Gísli Magnús Garðarsson starfar hjá Duflandi Heildsölu sem er ungt og framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á neysluvörum. Til að byrja með sérhæfði fyrirtækið sig í innflutningi á nikotínpúðum en hefur nú víkkað út þjónustu sína.

„Við erum fyrirtæki sem er tiltölulega nýbyrjað að flytja inn vín en erum nikótínpúðafyrirtæki í grunninn. Áður en ég kom inn í fyrirtækið voru þeir byrjaðir að flytja inn púðana og urðu í raun fyrstir til að byrja nikótínpúðaæðið sem er í gagni í dag. Og við erum með bestu bröndin á Íslandi, sem eru Loop og Velo. En við erum heildsala sem er í raun opin fyrir öllu og erum oft á tíðum með mismunandi hluti og höfum verið að prófa alveg helling.“

Advertisement

Nýlega hóf Duflandi að flytja inn frábær vín frá Spáni.

„Þeir byrjuðu með vínin í enda þar síðasta árs. Þeir ákváðu að prófa og fengu fyrst vín frá Suður-Afríku en þegar ég kem inn þá tek ég þetta á næsta level. Bæði vann ég í vínbúð og er menntaður í vínum. Og við erum sem sagt komnir núna inn á spænska markaðinn, hann er auðvitað mjög fjölbreyttur en við fundum þarna einn framleiðanda, Marta Maté, sem er algjör negla eins og sagt er. Spænsku vínin eru öll rauðvín en Suður-Afrísku vínin okkar eru aðallega hvítvín. Við erum með eitt rautt vín þaðan sem heitir The Chocolate Block en það var í sölu til 2011, datt þá út af markaðnum og við vitum ekki alveg af hverju en við pikkuðum það upp aftur og komum því aftur á markaðinn en lækkuðum aðeins verðið á því. Það er svolítið gaman að segja frá því að The Chocolate Block er 700 krónum ódýrari í Ríkinu núna en það var 2011, 700 kall í dag er svolítið annað en 700 kall þá. En við sem sagt leggjum mestu áhersluna á spænsku rauðvínin, þá sérstaklega Ribera Del Duero og Rioja en það eru vinsælustu og flottustu héruðin á Spáni.“

This article is from: