1 minute read

Beef & Buns - Ástríða fyrir hamborgurum

Next Article
Vínparanir

Vínparanir

Á Beef & Buns er okkur umhugað um gæði og varð staðurinn til af hreinni ástríðu fyrir góðum hamborgurum.

Aðaleigandi staðarins, Máni, starfar sem klínískur sálfræðingur en nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu í frítímanum og þar varð Beef & Buns hamborgarinn til eftir nokkurra ára tilraunastarfsemi. Ferlið var líkt og í vísindatilraun þar sem mismunandi nautasteikur voru vigtaðar, hakkaðar og blandað saman í ótal mismunandi hlutföllum þar til fullkomið bragð og áferð náðist.

Advertisement

Margar brauðuppskriftir voru bakaðar, hrært var í tugi tegunda sósa, allskyns cheddarostar voru smakkaðir og gúrkur voru sýrðar á mismunandi máta. Útkoman er vægast sagt gómsæt og vildi Máni deila henni með fleirum en fjölskyldu sinni og fékk til liðs við sig fyrrverandi skólafélaga sinn og kokkinn Pétur Kristjánsson, úr varð Beef & Buns.

Beef and Buns er staðsettur í Mathöllinni Höfða að Bíldshöfða 9. Fyrir þá sem vilja smakka þessa girnilegu borgara er tilvalið að skella sér þangað.

Grillkjöt:

Kveikið á grillinu en skiljið eftir einn brennara ókveiktan, ef þið eruð ekki með hitagrind látið grillið ná miðlungs háum hita.

Opnið pakkningarnar en geymið umbúðirnar því gott er að nota afgangs marineringu til að pensla kjötið.

Lokið svo grillsneiðunum á heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið, færið þær svo á óbeinan hita í um það bil 10 mínútur eða þar til að kjarnhiti hefur náð 67°C.

Látið kjötið hvíla í 5-10 mínútur eftir eldun, kjarnhiti mun rísa um 2-4 gráður.

Maís: Salat:

Penslið maísinn með olíu áður en hann er settur á grillið. Grillið á meðalhita í 15-20 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur og brúnaður. Snúið nokkrum sinnum á meðan. Ef maísinn er forsoðinn þarf hann styttri tíma á grillinu.

Rífið niður salatblöndu og setjið í skál, skerið niður gúrku, papriku og tómata og bætið í skálina.

Berið fram með hvítlausósu eða sósu að eigin vali.

This article is from: