1 minute read

Maíssalat með rækjum

Next Article
Vínparanir

Vínparanir

Hráefni:

4 meðalstórir maísstönglar

Advertisement

1/2 bolli fersk basilíkublöð

1/4 bolli ólífuolía

1/2 tsk salt

1 og 1/2 bolli kirsuberja tómatar, skornir í tvennt

1/8 tsk pipar

1 meðalþroskað avókadó, saxað (án hýðis)

450 grömm ósoðnar rækjur (skellausar)

Aðferð:

Eldið maís í potti með sjóðandi vatni, þar til hann er orðinn mjúkur (tekur um það bil 5 mínútur).

Sigtið vatnið frá og látið kólna aðeins. Á meðan þeytið þið saman í matvinnsluvél basil, olíu og 1/4 tsk salt þar til allt hefur blandast vel. Skerið maís af stönglinum og setjið í skál. Hrærið tómötum, pipar og afganginum af saltinu saman við. Bætið við avókadó og 2 matskeiðar basilblöndu; hrærið varlega til að blanda saman.

Þræðið rækjur á spjót úr málmi eða tré; penslið með basilíkublöndunni sem eftir er. Grillið við meðalhita þar til rækjurnar verða bleikar, 2 - 4 mínútur á hvorri hlið. Takið rækjurnar af teininum og berið fram með maísblöndunni.

This article is from: