1 minute read

Marineraðar kjúklingabringur á grillið

Next Article
Vínparanir

Vínparanir

Grillaðar kjúklingabringur hefur þú líklega smakkað ótal sinnum en þessi uppskrift er frábrugðin hinum klassísku. Bringurnar eru látnar marinerast áður en þú skellir þeim á grillið en þannig verða þær safaríkar og bragðgóðar. Berðu fram með öllu uppáhalds meðlætinu þínu.

Aðferð:

Advertisement

Hráefni:

1/4 bolli balsamik edik

3 msk Extra Virgin ólífuolía

2 msk púðursykur

3 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 tsk þurrkað timian

1 tsk þurrkað rósmarín

4 kjúklingabringur salt malaður svartur pipar söxuð steinselja, til skrauts

Þeytið saman balsamikedik, ólífuolíu, púðursykur, hvítlauk og þurrkaðar kryddjurtir í meðalstórri skál og kryddið með salti og pipar. (Geymið smá auka marineringu til hliðar.)

Bætið kjúklingnum í skálina og blandið saman. Látið marinerast í að minnsta kosti 20 mínútur og allt að yfir nótt.

Forhitið grillið og stillið á meðalhita. Setjið kjúklinginn á grillið og penslið með afgangs marineringu þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn (sirka 6 mínútur á hvorri hlið).

Skreytið með steinselju áður en þið berið fram.

This article is from: