Mannlíf 15.tbl. 39.árg. — Föstudagur 4. nóvember 2022

Page 6

Texti Björgvin Gunnarsson

Fréttamálið

Að deyja með reisn – Um dánaraðstoð á Íslandi Dánaraðstoð hefur verið leyfð í sífellt fleiri löndum heims síðustu ár og fjölgar enn. Fyrstir til að stíga skrefið voru Hollendingar, árið 2002. Sama ár bættust Belgar í hópinn og í dag eru um tíu þjóðir sem leyfa slíka aðstoð en Tasmanía í Ástralíu leyfði þetta fyrir fáeinum dögum er þetta er ritað. Á Íslandi er þetta bannað, þrátt fyrir gríðarlegan stuðning þjóðarinnar við slíka aðstoð, þvert á alla flokka. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn einnig hlynntir dánaraðstoð. Íslendingar virðast mjög hlynntir dánaraðstoð ef marka má nýlega könnun sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð gerði. Í könnuninni

6

var fólk spurt tveggja spurninga, hvort það væri hlynnt dánaraðstoð og hvort það vildi hafa aðgang að slíkri aðstoð sjálft. Rúmlega 76% landsmanna sagðist hlynnt dánaraðstoð og um 6% var á móti. Tölurnar breytast töluvert þegar svörin við seinni spurningunni eru skoðuð en 82% segist hlynnt því að hafa aðgang að dánaraðstoð, þurfi það þess. Orðið dán­a r­a ð­s toð er þýð­i ng á gríska orð­i nu eut­h anasia (góður dauð­i /að deyja með reisn) sem merkir að binda enda á líf af ásetn­i ngi til þess að leysa við­k om­a ndi undan óbæri­ legum sárs­a uka eða þján­i ng­u m.

Oft og tíðum hefur verið not­a st við orðið líkn­a r­d ráp eða sjálfs­v íg með aðstoð, líkt og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, orðar það á heimasíðu flokksins en hún lagði fram þingsályktunartillögu fyrir nokkrum árum ásamt fleirum þingmönnum úr öðrum flokki, henni var ætlað að kalla fram upp­l ýs­i ngar um stöðu mála og þróun lag­a ra­m ma um þetta mál í þeim löndum sem dán­a r­a ð­s toð er lög­l eg. Þá var í tilllögunni beðið um upplýsingar um hvernig umræðan hefur þró­a st í nágranna­l öndum okkar þar sem dán­a r­a ð­s toð er ekki leyfð. Að lokum faldi þings­á ­l ykt­u nin í sér að kannaður yrði hugur heil­b rigð­i s­s tarfs­f ólks til dán­a r­a ð­s toð­a r.

15. tölublað - 39. árgangur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Mannlíf 15.tbl. 39.árg. — Föstudagur 4. nóvember 2022 by valdissam - Issuu