Texti Björgvin Gunnarsson
Fréttamálið
Að deyja með reisn – Um dánaraðstoð á Íslandi Dánaraðstoð hefur verið leyfð í sífellt fleiri löndum heims síðustu ár og fjölgar enn. Fyrstir til að stíga skrefið voru Hollendingar, árið 2002. Sama ár bættust Belgar í hópinn og í dag eru um tíu þjóðir sem leyfa slíka aðstoð en Tasmanía í Ástralíu leyfði þetta fyrir fáeinum dögum er þetta er ritað. Á Íslandi er þetta bannað, þrátt fyrir gríðarlegan stuðning þjóðarinnar við slíka aðstoð, þvert á alla flokka. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn einnig hlynntir dánaraðstoð. Íslendingar virðast mjög hlynntir dánaraðstoð ef marka má nýlega könnun sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð gerði. Í könnuninni
6
var fólk spurt tveggja spurninga, hvort það væri hlynnt dánaraðstoð og hvort það vildi hafa aðgang að slíkri aðstoð sjálft. Rúmlega 76% landsmanna sagðist hlynnt dánaraðstoð og um 6% var á móti. Tölurnar breytast töluvert þegar svörin við seinni spurningunni eru skoðuð en 82% segist hlynnt því að hafa aðgang að dánaraðstoð, þurfi það þess. Orðið dána ra ðs toð er þýði ng á gríska orði nu euth anasia (góður dauði /að deyja með reisn) sem merkir að binda enda á líf af ásetni ngi til þess að leysa viðk oma ndi undan óbæri legum sársa uka eða þjáni ngu m.
Oft og tíðum hefur verið nota st við orðið líkna rd ráp eða sjálfsv íg með aðstoð, líkt og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, orðar það á heimasíðu flokksins en hún lagði fram þingsályktunartillögu fyrir nokkrum árum ásamt fleirum þingmönnum úr öðrum flokki, henni var ætlað að kalla fram uppl ýsi ngar um stöðu mála og þróun laga ram ma um þetta mál í þeim löndum sem dána ra ðs toð er lögl eg. Þá var í tilllögunni beðið um upplýsingar um hvernig umræðan hefur þróa st í nágrannal öndum okkar þar sem dána ra ðs toð er ekki leyfð. Að lokum faldi þingsá l yktu nin í sér að kannaður yrði hugur heilb rigði ss tarfsf ólks til dána ra ðs toða r.
15. tölublað - 39. árgangur