1 minute read

Matgæðingurin

Next Article
Fréttamálið

Fréttamálið

Matgæðingur Mannlífs Kjúklingabringur

með mozzarella-osti

Advertisement

Matgæðingur Mannlífs að þessu sinni er leiðsögumaðurinn og leikarinn Katrín Þorkelsdóttir. Hún hristir hér fram úr erminni dásemdar kjúklingarétt, þar sem ostur og beikon leika stór hlutverk. Í aukahlutverkum er salt og pipar og sitthvað fleira, smálegt en mikilvægt, en uppistaðan er kjúklingabringur.

kjúklingabringur

mozzarella-ostur

beikon

hveiti

egg

brauðrasp

salt og pipar

hrísgrjón

hvítlauksdressing

salat Kjúklingabringurnar eru skornar langsum. Mozzarella-ostur er settur inn á milli helminganna, sem síðan eru vafðir inn í beikonstrimla. Hveitið er kryddað með salti og pipar, samkvæmt smekk. Innvöfðu kjúklingabringunum er þá velt upp úr hveitinu, síðan upp úr hrærðum eggjum og að lokum brauðraspi. Herlegheitin eru síðan sett í 180 °C heitan ofn og fá að dvelja þar í u.þ.b. 20 mínútur.

Í stað þess að bíða og bora í nefið á meðan bringurnar eldast, eru hrísgrjónin soðin og saltatið útbúið.

Þegar allt er klappað og klárt er ein kjúklingabringa (eða fleiri) sett á fallegan disk, grjónin sett þar smekklega hjá og salatið sömuleiðis. Hvítlauksdressing er síðan notuð eins og hver og einn vill. Mikilvægt er að dásemdin sé aðlaðandi á diskinum; svo aðlaðandi að jafnvel heimiliskötturinn tylli sér við matarborðið.

This article is from: