Vandræðagangur
Ritstjórn
Ófarir annarra!
Af fáu hlæjum við jafn dátt og óförum
annarra, alla vega þegar það má líkt og hér þegar þeir sem í klemmunni lenda hafa húmor fyrir sjálfum sér og vilja segja frá. Það fór vel á því að fyrri helmingur þessara sagna birtist í 13. tölublaði en nú í því 15. fáum við seinni helminginn. Þrjár sögur, en einungis tveir hrakfallabálkar!
Það er Olga Björt Þórðardóttir sem lætur hér flakka með tragíkómíska frásögn af námskeiði. Olga Björt er hláturmild með afbrigðum og var ríkulega úthlutað húmor, ekki hvað síst fyrir sjálfri sér. Námskeiðið Ég er ljóshærð og kann því meira og minna alla ljóskubrandara, enda var tímabil þar sem við „ljóskurnar“ vorum teknar fyrir, svona svipað og Hafnfirðingar og Hafnfirðingabrandarar. Og núna hef ég verið hafnfirsk ljóska í 13 ár! Þið getið rétt ímyndað ykkur! Kosturinn við þetta er að geta skrifað á þessar tvær staðreyndir ef mér verður eitthvað á í messunni. Mér er minnisstætt atvik þegar ég mætti eitt sinn á
30
15. tölublað - 39. árgangur