Samtíminn

Page 1

A A

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

1


EFNISYFIRLIT

4

ÁVA R P

FORM A NNS SUF

5

ÁVA R P F O R M A N N S

F R A M S Ó K N A R­F L O K K S I N S

6

ÁVA R P R I T S TJ Ó R A K Y N N I N G Á S TJ Ó R N S U F 2 017 – 2 018

8

S TA R F S U F 2 017 – 2 018

V I Ð TA L V I Ð

G U ÐN A Á G Ú S T S S O N

2

12 S A M T Í M I N N

2 0 1 8


16

V I Ð TA L V I Ð

SI V F R I ÐL E I F SDÓ T T U R

V I Ð TA L V I Ð

Á G Ú S T B JA R N A G A R Ð A R S S O N

20

V I Ð TA L V I Ð

JOHONNU M A NT ERE

21

NCF & UN R

22

Y FIRHEY RSLA N

MINNINGA R UM

H A LLDÓR Á SGRÍ MSSON SA MTÍMINN

2018

– Árgang ur L X X X T ö l u bl a ð I

S A M T Í M I N N

18

Útgefandi: Samband ungra Framsóknarmanna Ritstjóri og ábyrgðar maður: Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

2 0 1 8

Prentun: Samskipti Hönnun og umbrot: Axel F Friðriks Letur í blaði: Century Schoolbook Old English Text MC

28 Ef tir taldir aðilar styrktu þessa útgáfu: Hótel Bifröst, Skinney Þinganes, K a u p­f é l a g S k a g ­ f i r ð i n g a , D a l a­k o t , B i f­r e i ð a­v e r k­s t æ ð i H a r ð a r , E ð a l­f i s k u r , H e r t z , L o ð n u­v i n n s l a n hf.

3


ÁVA R P FORM A NNS SU F

Sandra Rán Á sgrímsdóttir f o r m a ð u r S U F 2 017 – 1 8

4

S

íðastliðið ár hef ég notið þeirra forréttinda að gegna formennsku í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Starf stjórnarinnar hefur verið blómlegt og einkennst af vinnufundum, málefnastarfi, opnum málfundum í samstarfi við aðrar ungliðahreyfingar, heimsóknum til ráðherra auk fjölda annarra skemmtilegra samverustunda. Það er nefnilega málið með SUF að þó þar sé tekist á og umræður eigi sér stað um einstaka málefni þá er mikil samheldni í hópnum og gleði alltaf í fyrirrúmi. Í SUF hafa myndast góð vinabönd sem munu halda alla ævi og af mínum kynnum af starfi sambandsins kemur ekki á óvart að það hafi náð jafn háum starfsaldri og raunin er. Á þeim áttatíu árum sem SUF hefur starfað hafa margir meðlima þess seinna orðið þingmenn og ráðherrar flokksins eða gegnt öðrum áhrifastöðum innan samfélagsins. Þannig hefur starfsemi SUF skipt miklu máli fyrir þróun flokksins og um leið haft áhrif á íslenskt samfélag. SUF mun áfram skipta miklu máli fyrir vöxt og viðgang flokksins. Auk tengslanetsins sem myndast við að taka þátt í ungliðastarfi stjórnmálaflokks og vinabandanna sem þar myndast þá er starfið líka góður grunnur til að byggja upp framtíðar leiðtoga samfélagsins.

Starfið stuðlar að auknum félagslegum þroska ásamt því að félagsmenn þjálfast í fundarsköpum og ræðuhöldum um leið og þeir kynnast störfum Alþingis og stjórnarráðsins. Í starfi mínu sem formaður SUF hef ég ferðast um landið, sótt fjölda viðburða og fengið að kynnast fjölmörgum ungum og efnilegum einstaklingum sem hafa áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættu íslensku samfélagi. Við í SUF búum yfir miklum mannauði og það er ábyrgð allra flokksmanna að hlúa að unga fólkinu og framtíð flokksins. Því má segja að það verði táknrænt að hefja áttatíu ára afmælishátíð SUF þann 9. júní í Steingrímslundi þar sem við munum gróðursetja tré. Þessi tré eiga eftir að lifa miklu lengur en við mannfólkið sem gróðursetjum þau, rétt eins og hugmyndir flokksins hafa dafnað og endurnýjast með hverri kynslóðinni sem tekur við í flokknum. Í framhaldi af gróðursetningu í Steingrímslundi verður hátíðardagskrá og kvöldverður í Menntaskólanum að Laugarvatni fram eftir kvöldi. Ég vona að sem flestir flokksmenn sjái sér fært að gleðjast þar með fyrrverandi, núverandi og framtíðar SUFurum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í formennsku sambandsins og er full bjartsýni fyrir næstu áratugum í starfi SUF.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


ÁVA R P F O R M A N N S F R A M S Ó K N A R­F L O K K­S I N S

S

Til haming ju með daginn!

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

amband ungra framsóknar­ manna, SUF, var stofnað 13. júní 1938 rúmlega tuttugu árum eftir að Fram­sóknarflokkurinn var stofnaður. Millistríðsárin voru tími erfiðleika, sam­félags gerjunar og stórra áskorana um fram­ tíðina. Ríkisstjórn Fram­ sóknarflokksins 10 árum fyrr fór í mikla uppbyggingu um land allt. Á stofnárinu sjálfu var árferði á Íslandi ekkert sérlega gott. Þrátt fyrir það var enginn uppgjafartónn hjá ungu fólki og má gera ráð fyrir að sú hvatning sem var í orðum Jónasar formanns flokksins, þegar hann flutti ávarp til stofnþingsins um að ungir framsóknarmenn ættu að ganga „fram með djörfung og festu í því mikla verki, sem bíður Íslendinga, að gera þjóðina frjálsa, sterka og samheldna,“ hafi hjálpað til. Það verður gaman að mæta á stofnstað SUF, Laugarvatn, í sumar. Sjálfur lærði ég á Laugarvatni, tengist staðnum og þykir vænt um hann. Það hefur verið sérstaklega gaman að fylgjast með starfi ungra undanfarin ár, sjá fólkinu okkar fjölga og styrkjast með hverju árinu. Núverandi formaður SUF, Sandra Rán Ásgrímsdóttir, hefur stýrt starfinu ásamt félögum sínum af miklum myndarbrag. Ég leyfi mér

að fullyrða að SUF sé ein allra sterkasta ung­liða­ hreyfingin á landinu í dag. Það er ekki sjálfgefið. Til þess þarf vinnu og ekki bara vinnu, því það þarf líka að vera gaman. Þetta er ákveðin list sem unga fólkinu okkar hefur tekist vel að framkvæma. Við ykkur vil ég segja; haldið áfram á þeirri braut sem þið hafið verið á undan­ farin ár. Innan flokk­sins er hlutverk ykkar stórt og það á að vera stórt. Spor ykkar sjást víða og aðhald ykkar er nauðsynlegt. Til hamingju með daginn.

Sigurður Ingi Jóhannsson Formaður Framsóknar­ flokksins

5


ÁVA R P R I T S TJ Ó R A

Í

Lilja Rannv ei g Si g urgeir s d ót tir

sumar fagnar Samband ungra Framsóknarmanna 80 ára afmæli sínu. Í gegnum tíðina hefur sambandið átt sína góðu og slæmu tíma en því hefur tekist vel að marka spor sín í stjórnmálasögu Íslendinga. Margir stigu sín fyrstu skref í stjórnmálum í SUF áður en þeir stigu út í hinn harða heim stjórnmálanna. Við gerð

þessa rits var ákveðið að rýna í sögu SUF. Gömul myndaalbúm voru skoðuð fram og til baka og mikið hlegið. Myndirnar eru misgóðar eins og þær eru margar og kannski er bara fínt að sumar komi ekki fram á prenti. Það er greinilegt að tími margra í SUF hefur einkennst af gleði, hlátri og rökræðum. Gamlar greinar voru skoðaðar, þingmenn

yfirheyrðir og viðtöl tekin við fólk sem hefur tekið þátt í starfi SUF og verið formenn. Þetta ferli hefur verið skemmtilegt og fróðlegt og vona ég að þið getið skemmt ykkur yfir því sem þetta blað hefur upp á að bjóða. Sjáumst 9. júní á Laugarvatni!

K Y N N I N G Á S TJ Ó R N S U F 2 017 – 2 018 S t j ó r n 2 017 – 2 018

Fjóla Hrund Björnsdóttir

Karítas Ríkharðsdóttir

Tanja Rún Kristmannsdóttir

Gjaldkeri SUF Stjórnmálafræðingur

Ritari SUF Sjávarútvegsfræðingur

Varaformaður SUF Hjúkrunarfræðingur

Guðmundur Hákon Hermannsson Viðburðastjóri SUF Nemi og áhugafjárbóndi

6

Páll Marís Pálsson Kynningarstjóri SUF Laganemi

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


Alex Björn Bülow Stefánsson

Bergþór Smári Pálmason Sighvats

Bjarney Anna Þórisdóttir

Háskólanemi

Hagfræðinemi

Nemi

Bjarni Dagur Þórðarson

Björn Ívar Björnsson

Eðvarð Þór Eyþórsson

Gauti Geirsson Nemi

Nemi

Álversstarfsmaður

Húsasmiður og nemi í byggingatæknifræði

Gunnar Þórólfsson

Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir

Verkamaður

Hinrik Bergs Eðlisfræðingur

Líffræðinemi

Jóhann Sigurðsson

Kristjana Louise

Stjórnmálafræðinemi

Heimspekinemi

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

Marta Mirjam Kristinsdóttir

Snorri Eldjárn Hauksson

Laganemi

Sjávarútvegsfræðingur og söngvari

7


S T A R F S U F 2 017- 2 018

Á

42. sambands­ þingi SUF sem haldið var í Kópavogi 17.–18. febrúar 2017 var kosið í stjórn og varastjórn SUF. Mörg framboð bárust og ekki komust allir að í varastjórn sem höfðu áhuga. Á þessu þingi var gerð sú lagabreyting að sambandsþing skulu haldin í september í stað febrúar til að auðvelda ungu Framsóknarfólki alls staðar af landinu að sækja þingin. Kjörtímabil sitjandi stjórnar er því heldur lengra en tíðkast hefur eða um 19 mánuðir í stað árs.

Á þessu óvenju langa kjörtímabili stjórnar urðu ákveðnar breytingar á flokknum þegar fyrrverandi formaður sagði sig úr honum og stofnaði nýjan flokk. Öflugir einstaklingar og góðir vinir sögðu skilið við málstað Framsóknarflokksins og er eftirsjá af þeim. Þrátt fyrir þessa ólgu hélt sambandið áfram á sinni braut, öflug heild með skýr grunngildi, hugsjónir og gleði að leiðarljósi. Flokkurinn hefur sjaldan verið samheldnari og ungt Framsóknarfólk er öflugt og hefur mikil áhrif innan flokksins.

Stjórn SUF hefur lagt áherslu á málefnalega vinnu. Stjórnin hefur sent frá sér ályktanir, haldið fundi með þingmönnum, heim­sótt ráðuneyti og átt gott samstarf við ung­ liðahreyfingar annarra flokka. Tveir stórir mál­ fundir voru haldnir í sam­ vinnu við ung­liða­hreyfingar annarra stjórnmálaflokka í landinu. Sá fyrri snérist um hús­næðis­mál ungs fólks og sá seinni um fjársvelti háskóla landsins og mikilvægi þess að fjárfesta í menntun. Það sem hæst ber þó á þessu kjörtímabili stjórnar SUF eru tvær kosningar, önnur til

Alþingis í lok október 2017 og hin til sveitastjórna í lok maí 2018. Ungt Framsóknarfólk leggur áherslu á ákveðin grund­vallaratriði. Ungt Framsóknarfólk vill búa í fjölbreyttu, sjálfbæru sam­ félagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri til náms, atvinnu og búsetu. Byggðamál, kjör námsmanna og fjöl­breytt tækifæri eru nú sem áður ofarlega á stefnuskrá SUF. Milli ára kunna helstu stefnu­mál að breytast en þau byggja alltaf á sama grunni.

Helstu áherslumál SUF í aðdraganda Alþingiskosninga 2017 voru m.a. eftirfarandi. • Ungt Framsóknarfólk vill koma upp heimavist á höfuðborgarsvæðinu svo að allt ungt fólk hafi jafna möguleika á að sækja þá framhaldsskóla sem það óskar.

• Ungt Framsóknarfólk vill að aukin áhersla verði sett á loftslagsmál og að aðgerðaráætlun sé sett fram þar sem að Ísland uppfyllir skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsáttmálanum.

• Ungt Framsóknarfólk vill fjölbreyttari námstækifæri • Ungt Framsóknarfólk vill afnema virðisaukaskatt af og aukið vægi iðnnáms ásamt auknum möguleikum á nauðsynjavörum kvenna - það er fornaldarlegt að konur fjarnámi. Við eigum öll að geta sótt þá menntun sem við þurfi að borga 300 þúsund krónur í skatt á lífsleiðinni viljum sækja óháð því hvar við búum. bara af því að þær eru konur. • Ungt Framsóknarfólk vill afnema skerðingu námslána • Ungt Framsóknarfólk vill efla aðlögun fyrir nýbúa og vegna tekna og að styrkjakerfi verði tekið upp að auka tungumálakennslu fyrir þá og börn þeirra - allir norrænni fyrirmynd. Það skiptir máli að bæta stöðu eiga að hafa jöfn tækifæri á að taka þátt í íslensku námsmanna og að námslán dugi fyrir meiru en samfélagi. húsaleigu. • Ungt Framsóknarfólk vill aukinn stuðning við geðheilbrigðismál og aukið aðgengi að sálfræðingum á öllum skólastigum sem og í heilbrigðiskerfinu. Andleg veikindi eru jafn alvarleg og líkamleg veikindi.

• Ungt Framsóknarfólk vill átak í húsnæðismálum þar sem að lausnir verða fundnar til þess að auðvelda ungu fólki að flytja út úr foreldrahúsum og fjárfesta í sinni fyrstu fasteign.

• Ungt Framsóknarfólk vill lækka kosningaaldur niður • Ungt Framsóknarfólk vill að fæðingarorlof sé lengt í í 16 ára. Ungt fólk hefur margt til málanna að leggja í 12 mánuði þar sem hvort foreldri fær 3 mánuði og 6 íslensku samfélagi og mikilvægt að það fái tækifæri til mánuði sem þeir geta deilt sín á milli. Það skiptir miklu að hafa áhrif á það samfélag sem það býr í. máli að byggja upp traust samband milli foreldra og barns og það skiptir máli að báðir foreldrar fái tækifæri • Ungt Framsóknarfólk vill að fjármálalæsi og til þess að taka fæðingarorlof. kynjafræði sé komið inn í námskrá. Við teljum það jafn mikilvægt að kunna að fara með peninga eins og að • Ungt Framsóknarfólk vill banna notkun plastpoka og reikna algebru. einnota plastáhalda og að í framtíðinni verði lagður á plastskattur. Við eigum bara eina jörð og það er á okkar ábyrgð að ganga vel um hana.

8

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


M Y NDIR ÚR STA RFI

SUF YFIR Á RIN

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

9


A A

10

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


A A

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

11


V IÐTA L V IÐ

GU ÐNA ÁGÚSTS S ON sinni. Það var ógleymanleg heimsókn fyrir okkur krakkana. Þetta voru mjög pólitísk ár og á Laugarvatni byrjaði maður strax að leika g varð pólitískur í leikritum. Ég lék Lyklamjög snemma. Faðir minn, Ágúst Pétur og Jón Hreggviðsson sem var trúlega góður á Brúnastöðum, undirbúningur fyrir var kjörinn á þing þegar ég pólitíkina og svo að halda var 7 ára eða árið 1956. Þá fór ég að fylgjast með öllum ræður á málfundum. Feimnin hvarf og fljótt eldhúsdagsumræðunum og náði ég tökum á því að síðar greinum í blöðunum og annarri umræðu. Ég var flytja ræður og takast á við krakkana – þó alinn upp við skráargatið þetta hafi allt auðvitað eins og Steingrímur verið skemmtun þá. Ég Hermannsson sagði um geng síðan í Félag ungra sjálfan sig. Líf föður míns Framsóknarmanna í snerist um félagsmál og Árnessýslu og var þar pólitík og þingmenn og með gríðarlega öflugu ráðherrar komu heim. Meira að segja forsetahjónin ungu fólki og við héldum fundi og héraðsmót. Þetta Ásgeir og Dóra komu einu Hvenær og af hverju byrjaðir þú að starfa í stjórnmálum?

É

12

og menn vildu komast á Alþingi og í forystu. Minnimáttarkennd var ekki til í SUF á þessum árum og því fór sem fór Síðan var ég auðvitað í SUF. að flokkurinn klofnaði og margt af þessu unga fólki Á þessum tíma var SUF fór í aðra flokka til vinstri. í raun stjórn­málaflokkur innan móður­f lokksins. SUF Þetta var bæði persónuleg metorðagirnd og stefnumál var svo öflugt að það hrikti sem gerðu klofninginn í Framsóknarflokknum. óhjákvæmilegan fyrir Þarna voru mjög öflugir rest. SUF setti á oddinn ungir menn eins og Ólafur sameiningu allra vinstri Ragnar Grímsson, Baldur manna sem var óraunhæft Óskarsson þáverandi for­ maður SUF, Elías Snæland þá eins og nú að mínu mati og því fór sem fór. og fleiri og fleiri. Magnað ungt fólk sem síðar varð Framsóknarflokkurinn áberandi í þjóðfélaginu. skilgreindi sig sem vinstri Þetta unga fólk var flokk á þessum árum, hann gagnrýnið á þjóðfélagið var stofnaður til vinstri. en ekki síður fannst því Það voru miklar umræður flokkurinn ekki nógu um hægri og vinstri á róttækur. Þannig að þetta þessum tíma og mikið var mjög heit hreyfing. vitnað í frönsku byltinguna. Það voru haldnir stórir Í frönsku byltingunni sat fundir í Reykjavík og Framsóknarmenn tóku þátt íhaldið og þeir sem vildu kyrrstöðu hægra megin í bardögum og kappræðum við kónginn en bænd­ innbyrðis og út á við. urnir, verkamennirnir Átökin innan Fram­sóknar­ og borgarastéttin sátu vinstra megin. Fram­ flokksins hörnuðu smám sóknarflokkurinn taldi saman en unga fólkið var sig til vinstri. Jónas frá óþreyjufullt og margir Hriflu var náttúrulega þingmenn flokksins orðnir eini byltingamaðurinn sem fullorðnir. SUF tókst á við Ísland hefur átt, maðurinn forystuna og þingmenn með sverðið og plóginn. flokksins og þeir eldri Hermann Jónasson og þoldu kapp unga fólksins Eysteinn Jónsson töldu sig illa. Það er gaman að vera vinstri menn og við minnast þess að Eysteinn vorum stærsti flokkurinn Jónsson, sá stórmerkilegi vinstra megin á Íslandi á stjórnmálamaður og þessum tíma. Ég held að formaður flokksins, ýtti við þennan klofning hafi undir ungu mennina en það gerst að menn fóru margir aðrir urðu nei­ að telja sig miðjumenn. kvæðir. Kappið var mikið var ógurlega gaman, mikið líf og fjör og maður kynntist náttúrulega stjórnmálamönnunum.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


Steingrímur Hermannsson sagði mér alltaf að miðja væri ekki til í pólitík, menn væru annað hvort hægri­ menn eða vinstri­menn. Við tækjum það besta frá báðum örmum – það gerði flokk­inn sterkan. Það væri þessi félagslega hlið og barátta fyrir menntun allra, aðgangur allra að heil­brigðiskerfinu og að jöfnuður ríkti í samfélaginu. Samvinnuhugsjónin var mjög sterk í stefnu flokksins og blandað hagkerfi var grund­völlur stefnunnar. Þessi átök um hægri og vinstri sköðuðu flokkinn fyrir rest og smækkuðu hann.

Hér er Guðni nýkjörinn formaður SUF Nú hefur þú bæði verið í forystu fyrir SUF og Fram­sóknar­f lokkinn. Þegar þú lítur til baka, hvaða þykir þér hafa verið eftir­minnilegast? Já, það var þroskandi að vera formaður SUF. Það var öflugt fólk sem var með mér og maður kynntist þingmönnunum og ráðherrunum og maður var í innsta hring, sem var stórbrotið fyrir ungan mann. Það var tekið tillit til okkar og við náðum miklum árangri í flokknum

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

og urðum stór hreyfing aftur en samt aldrei eins sterk og hún var á tímum Baldurs Óskarssonar og Ólafs Ragnars Gríms­ sonar. Svo byrjaði ég korn­ungur að tala fyrir Fram­sóknarflokkinn á framboðsfundum, 25 ára gamall. Ég talaði í sex kosningabaráttum áður en ég varð þingmaður. Ég var svo heppinn að ég vakti nokkra athygli, var þá kjaftfor og nokkuð skömmóttur eins og kommarnir. Ég komst á forsíður blaðanna, þótti vondur við íhaldið. Pabbi varaði mig við og sagði að ungum mönnum leyfðist að vísu meira en bað mig að vera aldrei persónulegan við andstæðinga mína eða ódrengilegan, hann hafði einhverjar áhyggjur gamli maðurinn. Það þróaðist síðan þannig að ég varð þingmaður og ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi á öllum stórum stundum gert mikið gagn í íslensku samfélagi, ekki síst þegar mest lá við. Árið 1971 varð mikil bylting í byggðamálum og byggðastefna SUF varð að veruleika því það var sterk byggðastefna sem var sett fram. Við vorum á móti hernum á þessum tíma og stóðum heitir og harðir með allri þjóðinni í landhelgisbaráttunni. Nú svo var það auðvitað skemmtilegt að verða þing­maður og ekki síst þegar ég varð land­búnaðar­ ráðherra. Ég var land­ búnaðar­ráðherra í átta ár og átti þar farsælan feril að ég tel. Ég þakka mínum flokksmönnum fyrir mikinn stuðning

á þessum tíma. Mín ánægju­vog var alltaf há í skoðanakönnunum og mér þótti óskaplega vænt um það. Ég var ekki óvinsæll hjá andstæðingunum heldur, það hjálpar manni oft. Besta heilræðið gaf Steingrímur Hermannsson mér þegar hann sagði: „Jæja, nú ertu orðinn ráðherra Guðni minn, passaðu þig að svara fjölmiðlum strax því málið versnar ef þú geymir það yfir nótt og verður mjög vont dragist það að svara í nokkra daga. Svo skaltu vera vinsamlegur við fjölmiðlafólkið. Það er að gera skyldu sína og er bara venjulegt fólk,“ sagði hann og svo bætti hann við „bardaginn reynir á menn og best að hafa þá sem fæsta.“ Ég vil gefa mönnum þetta heilræði, það gefst vel í pólitíkinni. Flokkurinn fór illa út úr átökum um Evrópu­sam­ bandið upp úr alda­mótum en þar kom til klofningur og hörð átök sem urðu til þess að ég hætti mjög skyndilega og bað grasrótina að koma til og velja sterka forystu sem og varð. Ég hins vegar trúi á flokkinn minn og styð hann. Hann hefur dugað í hundrað ár. Mennirnir koma og fara en flokkurinn heldur enn utan um mikil­ væg málefni landsins á Alþingi og í ríkisstjórn og hefur á að skipa góðu fólki. Hvernig finnst þér ungt fólk vera í dag í saman­ burði við kyn­slóðirnar á undan? Mér finnst pólitík vera orðin svoítið dauf og ekki nægilega skýr. Flokkarnir

eru alltof margir. Þrír eða fjórir flokkar væru aldeilis nóg. Já, fjórflokkurinn spannar allan skalann. En hvað ungt fólk varðar þá á það alla möguleika. Ég hef fengið að fylgjast með þremur kynslóðum. Það er mín kynslóð, kynslóð barnanna minna og svo sú kynslóð sem nú er komin fram. Það hafa aldrei verið önnur eins tækifæri og það hefur aldrei verið eins mikið af ungu fólki sem kann og getur eins mikið og unga kynslóðin okkar í dag. Tæknilega sér það heiminn í allt öðru ljósi og er ekki eins bundið landinu eins og við vorum. Það hefur víðari sjóndeildarhring. Mér finnst mjög gaman að hitta ungt fólk en ég sakna þess samt að fólk undir fertugu taki ekki meiri þátt í félagsmálum á Íslandi. Hvort sem það eru stjórnmálaflokkarnir eða allar þessar góðu hreyfingar sem eru að vinna að samhjálpinni. Þegar kemur að Alþingi þá er það veikara sem vinnustaður. Mér finnst þingmenn ekki vera þeir vinir sem þeir voru. En þetta eru afleiðingar af Hruninu og reiðinni. Það mun lagast. Of stór hópur stoppar stutt í þinginu og finnur sig ekki, endurnýjunin er of ör. Hvernig var alþjóðastarf SUF þegar þú varst formaður? Þau voru mikil alþjóða­ samskipti á þeim árum við ungliðahreyfingar systurflokkanna á Norður­ löndum. Þetta samstarf þroskaði unga fólkið og var

13


auðvitað mjög skemmtilegt. Ég fór í nokkrar ferðir sjálfur og við tókum á móti hreyfingum ungs fólks frá Norðurlöndunum. NCF var þar stærsta hreyfingin. Telur þú að starf í ungliðahreyfingu geti verið góður grunnur fyrir verðandi stjórnmálafólk? Þetta er besti skólinn sem hægt er að vera í, að ganga í ungliðahreyfingu og stjórnmálaflokk. Ég hvet ungt fólk til þess að ganga til liðs við

14

Framsóknarflokkinn og starfa í SUF því það er þroskandi. Margir sem þar hafa starfað leggja pólitík fyrir sig og verða sterkir stjórnmálamenn. Þar liggja fyrstu sporin. Ég hvet ykkur unga fólkið til þess að efla SUF og pólitískt starf og finna mál sem skemmtilegt er að ræða, kynna stefnu flokksins og efla unga fólkið félagslega í ræðumennsku og félagsstarfi. Glettning mikilvæg Svona í lokin til skemmtun­

ar. Glettnin þarf að vera með. Ég græddi, segja menn mér, á húmor og eftir­hermunum. Jóhannes eftirherma var mér og fleirum dýrmætur. Þing­ mennska og ráðherradómur er þjón­usta og þar ber manni að sýna góðan vilja til að bæta samfélagið. Mér tókst sem ráðherra með góðu fólki að efla sveitirnar og alla jákvæðni í garð landbúnaðarins, sem var neikvæð í lok síðustu aldar. Nú vilja allir vera sveitamenn, það breyttist í minni ráðherratíð. Jóhannes Sigfússon á

Gunnarsstöðum orti vísu um mig og vilja minn sem mér þótti vænt um. Hann orti:

Allt sem vonum okkar brást, allt sem mátti klaga, allt sem Drottni yfir sást ætlar Guðni að laga. Mér þótti vænt um þessa vísu þó að öðrum hafi kannski fundist hún um of. Þetta er gamanvísa en lýsir góðu hugarfari sem stjórnmálamenn verða að hafa til að ná árangri í erfiðu starfi.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


A A

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

15


V IÐTA L V IÐ

SI V F RI ÐLEI FSDÓTT U R Hvenær og af hverju byrjaðir þú að starfa í Framsóknarflokknum/ SUF?

M

itt fólk hefur verið Framsóknar­ fólk í gegnum tíðina. Lang­afi minn, Friðleifur Jóhanns­ son, útgerðarmaður frá Dalvík og síðar Siglu­firði, var gallharður Fram­ sóknarmaður og einn af stofnendum Fram­ sóknarflokksins. Hann var mikill samvinnumaður og gaf út Einherja á Siglufirði, blað Framsóknarmanna. Ég byrjaði að taka þátt þegar ég var við nám í Háskóla Íslands. Þá kynntist ég hópi fólks í Félagi umbóta­sinnaðra stúdenta sem var einnig virkt í starfi SUF. Fyrir þeirra tilstilli fór ég í ritstjórn Stúdentablaðsins þannig að það var á stúdenta­árunum sem póli­tíski áhuginn fór að

Siv Friðleifsdóttir Formaður SUF 1990–1992

16

vakna fyrir alvöru. Vorið 1990 varð ég bæjarfulltrúi eftir að hafa leitt lista Nýs afls á Seltjarnarnesi, afls miðju- og vinstriaflanna, í bæjarstjórnarkosningunum. Þá um haustið fór fram Sambandsþing SUF að Núpi í Dýrafirði. Ekki hafði ég ætlað mér stóra hluti þar, en til að skapa sátt og afstýra baráttu tveggja kandídata var ég töluð inn á að taka að mér formennsku í SUF á staðnum. Þar með var kona kjörin formaður í fyrsta sinn í þá 52 ára sögu SUF. Tók ég við af Gissuri Péturssyni og þegar ég hætti tók Sigurður Sigurðsson við af mér á Sambandsþingi á Egilsstöðum. Stjórn SUF á þessum tíma var öflug og margir enn í kjarna flokksins. Í henni voru auk mín, Ragnar Þorgeirsson (varaformaður), Anna Kristinsdóttir (gjaldkeri), Sigurður Eyþórsson (ritari), Anna Margrét Valgeirsdóttir, Hallur Magnússon, Guðmundur Birgir Heiðarsson, Einar Gunnar Einarsson, Ólafur Magnús Magnússon, Geir Sigurðsson, Árni Gunnarsson, Bragi Bergmann og Jóhann Jónsson. Ég er nú búin að vera dágóða stund í Framsóknarflokknum. Þótt flokkurinn hafi marga fjöruna sopið á þessum tíma, klofnað og hvað eina hef ég alltaf staðið rótföst.

brúnina saman með nál og tvinna. Sem betur fer reyndi ég það ekki og má hann vera þakklátur fyrir.

Málefnastaða hans hefur staðið hjarta mínu næst. Hvað þykir þér vera eftirminnilegast úr starfi SUF? Mér er eftirminnilegast hve starfið var fjölbreytt og skemmtilegt. Við ræddum og ályktuðum um háalvarleg og mikilvæg mál á fundum, en að þeim loknum tóku við ung­gæðis­ legar skemmti­samkomur og partý. Forysta flokksins, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson ásamt fleirum, hafði tiltrú á SUF. Það var hlustað á okkur og okkur voru falin ýmis verkefni í flokks- og málefnastarfi. Okkur fannst við fá að vera með í að koma góðu til leiðar. Liðsandinn var góður þótt við værum ekki alltaf sammála um allt. Það var margt skondið sem kom upp á tengt flokksstarfinu. Á þingi SUF á Núpi í Dýrafirði fékk ungliði skurð á augabrún í gleðinni. Þar sem langt var í lækni datt liðinu í hug að nýkjörinn formaður gæti saumað

Flokkurinn átti ítök í Tímanum og Degi á þessum tíma. SUF átti síðu í Tímanum þar sem við komum áherslumálum okkar á framfæri. Nákvæmar dagskrár framkvæmdastjórnarfunda SUF voru líka auglýstar í blaðinu, nokkuð sem manni finnst ótrúlega skondið í dag. Atburður sem nefndist Stefna ´91 er minnistæður, en þar var um fræðsluráðstefnu og þjálfunarbúðir SUF að ræða sem haldin var í Fjölbrautarskólanum á Króknum. Þegar þjálfun og fræðslu var lokið var stormað á Héraðsmót Skagfirðinga í Miðgarði þar sem Geirmundur Valtýsson og hljómsveit spilaði fyrir dansi að loknum skemmtiatriðum. Þvílíkt fjör og dans fram eftir nóttu! Skagfirðingar kunna að skemmta sér! Enginn vildi fara í koju. Það var ekki fyrr en rafmagn var tekið af hljóðfærum og ljósin slökkt sem liðið gaf sig. Hvaða málefni voru efst á baugi á meðan þú varst formaður SUF? Við ræddum mikið um hvernig ætti að hátta tengslum Íslands við Evrópu. Hvort við ættum að verða hluti af EES

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


Hvaða ráð hefur þú fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref í stjórnmálum?

að taka þátt í alþjóðastarfi og við tókum margt gott með okkur heim af þessum fundum. Starfið í UNR – Norðurlandaráð ungmenna, var sérlega gjöfult í þessu sambandi.

Verið djörf og brött. Hlustið á rök, vegið þau og metið, takið afstöðu og standið svo með ykkar hugsjónum og skoðunum. Sýnið þrautseigju og gefist ekki upp þótt á móti blási um skeið.

Allt ungliðastarfið kostaði nokkur fjárútlát eins og gefur að skilja. Við áttum auðvitað aldrei neinn pening og reyndum ýmsar frumlegar leiðir til að afla fjár. Við seldum t.d. fræga kúrekahattinn

Alþjóðastarfið var fjörugt. Þá vorum við þátttakendur í NCF Nordens Centerförbund, NLRU - Nordens Liberale og Radikale Ungdom og IFLRY- International Federation of Liberal Youth. Við vorum sérlega virk í NCF og fór G. Valdimar Valdemarsson þar fremstur í flokki. Það víkkar sjóndeildarhringinn

hans Steingríms og fermingarfötin hans Halldórs á uppboði til að næla í aur. Svo stóðum við fyrir sölu á allskyns varningi og happdrættismiðum. Á þessum árum var mikil starfsemi í SUF, nokkurs konar gullaldarár þegar ég lít til baka. Við unnum gott málefnastarf, höfðum áhrif og þjálfuðum upp fólk sem valdist til forystu í samfélaginu. Ég er stolt af þessu tímabili í starfi SUF. Þetta var dásamlegur tími.

SUF var gróskumikið á þessum tíma.

eða ekki. Í upphafi míns formannstímabils var mikil andstaða gegn því, en í lok tímans var afstaðan talsvert önnur og jákvæðari, þótt margir væru enn á móti. Utanríkisog efnahagsmál voru okkur hugleikin. Þessi mál reyndu á okkur ungliðana, eins og á flokkinn allan um langt skeið. Við lögðum líka aukna áherslu á umhverfismál. Það gerði LFK líka á þessum tíma undir forystu Unnar Stefánsdóttur. Við skoruðum t.d. á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að ráðuneyti og ríkisfyrirtæki notuðu vörur sem væru vinsamlegar umhverfinu eins og endurunninn pappír. Við beittum okkur í byggðamálum og landbúnaðarmálum og vildum t.d. að unnin væri áætlun um skipulega víxlbeit búfjár til að takmarka ofbeit. Þá lögðum við áherslu á að sem mest væri keypt og nýtt í heimabyggð og að ríkissjóður veitti fyrirtækjum um landið aðgang að áhættufé sem þá var af skornum skammti. Málefni námsmanna voru okkur hugleikin. Við ályktuðum um lánafyrirkomulag LÍN og gegn skólagjöldum.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

Jafnréttismál voru í deiglunni og lögð fram tillaga um að í efstu þremur sætum lista ættu bæði kynin að eiga fulltrúa. Hún þótti of róttæk og var því miður felld. Þá vildum við efla innra starf SUF og virkja ungt Framsóknarfólk til starfa. Það var m.a. gert með stofnun nýrra FUFfélaga víða um landið. Á einum slíkum stofnfundi á Seltjarnarnesi hitti önnur systir mín manninn sem hún giftist stuttu seinna. Afrakstur fundarins var því Hvernig var alþjóðastarf bara nokkuð góður eftir á að SUF þegar þú varst formaður? hyggja. Telur þú að starf í ungliðahreyfingu geti verið góður grunnur fyrir verðandi stjórnmálafólk? Tvímælalaust. Þar er hægt að vera með í rökræðum um stefnumál, fá þjálfun í að flytja mál sitt fyrir hóp manna, skrifa texta og ná til fólks almennt. Ungliðahreyfing er einn besti vettvangurinn til þess, þar er gróskan og fjörið. Margir sem voru virkir í SUF á þessum tíma tóku snemma að sér forystustörf í sveitarstjórnum um landið. Sumir skiluðu sér einnig ofarlega á framboðslistum til Alþingis og inn í landsmálin. Ungt fólk hafði því talsverð áhrif og starf

17


V IÐTA L V IÐ

ÁGÚST B JA R NA GA R ÐA R S S ON en það var byrjað að gerast undir lokin. Nú er SUF í mjög góðum málum og núverandi formaður hefur unnið frábært starf ásamt öðrum í stjórninni. Hvernig myndir þú lýsa hefðbundnum vinnudegi?

Fjölskylduhagir og búseta:

É

g er trúlofaður Áslaugu Maríu Jóhannsdóttir. Við eigum heima í Hafnarfirði og eigum saman tvo stráka, þá Hafstein Þór og Teit. Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í stjórnmálum? Ég hef verið skráður í Framsóknarflokkinn í mörg ár. Ég byrjaði fyrst að taka þátt árið 2013 og fór svo á fullt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014.

Hann er mismunandi en ég byrja alla daga að fara með strákinn minn á leikskólann. Þetta er agalega erfið spurning og fer algjörlega eftir þeim málum sem verið er að vinna. Vinnudagurinn byrjar snemma og getur endað mjög seint. Þetta er einhvern veginn þannig að við erum alltaf á vaktinni og það er ekkert til sem heitir að stimpla sig út á ákveðnum tíma.

Nú hefur þú komið víða við innan flokksins. Hvað er skemmtilegasta verkefni sem þú hefur tekið að þér? Það var mjög skemmtilegt að vera formaður SUF. Þá hefur líka verið skemmtilegt að vera treyst fyrir því að vera oddviti flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði og svo auðvitað að vera aðstoðarmaður Sigurðar Inga í nokkur ár. Hvaða ráð hefur þú fyrir ungt fólk sem er að fóta sín fyrstu skref í stjórnmálum? Láta vaða, koma og taka þátt og vera trú hugsjónum sínum en bera jafnframt virðingu fyrir skoðunum annarra.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að vinna í stjórnmálunum? Þá er ég með fjölskyldunni minni og svo reyni ég að sinna vinum og félögum.

Hvað þykir þér vera eftirminnilegast úr starfi SUF? Það var skemmtilegt að fá að vera formaður SUF. Það var margt sem við gerðum saman, héldum marga flotta málefnafundi, gleðistundir og svo veittum við þingflokknum málefnalegt aðhald. Hvaða málefni voru efst á baugi á meðan þú varst formaður SUF? Við ætluðum að stækka og breikka hópinn. Ég held að það hafi tekist. Við sáum það kannski ekki alveg þá,

18

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


M Y NDIR ÚR STA RFI

SUF YFIR Á RIN

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

19


V IÐTA L V IÐ

JOHONNU M A NTERE For maður NCF Hvenær og af hverju byrjaðiru í stjórnmálum?

É

g gegndi mínu fyrsta trúnaðarstarfi strax í 5. bekk og síðan þá hef ég haft mjög mikinn áhuga á því að veita ungu fólki rödd í ákvarðanatöku á mismunandi stigum. Ég byrjaði í stjórnmálum af alvöru árið 2013 og varð vör við að ég hafði óvenju mikinn áhuga á alþjóðlegum málum. Ég er að læra alþjóða- og mannréttindalögfræði og mig langaði því að öðlast meiri þekkingu á alþjóðlegum ákvarðanatökum og málefnum. Ég fór á mitt fyrsta NCF-þing haustið 2015 og varð fyrsti varaformaður samtakanna vorið 2016. Þegar kom heim af fyrsta NCF þinginu vissi ég að þetta væru samtök sem ég myndi vilja vinna hjá en þetta er vettvangur þar sem hægt er að ræða norræn stjórnmál, hitta fólk sem hvetur mann áfram og kynnast annarri menningu. Hver eru stærstu verkefni NCF? NCF eru gömul samtök sem eru í stöðugri þróun. Við erum að skipuleggja marga atburði en þar má nefna sumarbúðir, vorþing, námsferð, fund leiðtoga ungliðahreyfinganna og aðalfund. Samtökin hafa einnig verið að vinna að nýjum leiðum til að eiga í samskiptum við ungliðahreyfingarnar sem eiga sæti í samtökunum og á samfélagsmiðlum. Síðan erum við að endurnýja og fara yfir stefnuskrá og efni samtakanna fyrir næsta ár og vonumst til þess að virkja ungliðahreyfingarnar í því.

20

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera sem formaður NCF? Eitt það skemmtilegasta við þetta starf er tækifærið á að hitta marga áhugaverða einstaklinga um öll Norðurlöndin. Við höfum tækifæri til að deila hugmyndum um stjórnmál og öðlast dýpri skilning á málefnum sem við erum annað hvort sammála um eða sem mynda skýrari skil milli Norðurlandanna.

alþjóðastarfi ungliðahreyfingarinnar þinnar og farðu með í námsferðina, sumarbúðirnar eða á fund – ég er viss um að þú munt ekki sjá eftir því! Ég vonast til að sjá ykkur sem fyrst á NCF viðburði!

Hvað gerirðu þegar þú ert ekki formaður NCF? Síðastliðið haust var ég starfsnemi í Genf á vegum Sameinuðu þjóðanna og vann við mannréttindalögfræði í sambandi við flóttamenn og innflytjendur. Núna er ég komin aftur heim til Finnlands þar sem ég stefni á að ljúka námi mínu í alþjóða- og mannréttindalögfræði í Åbo Akademi. Ég vinn einu sinni í viku sem kröfuhafi fyrir sjúkratryggingar til að borga húsaleiguna. Áður vann ég á veitingastöðum og hótelum en ég elska að uppgötva nýja veitingastaði og kaffihús – það er venjulega það fyrsta sem ég leita að þegar ég heimsæki nýja borg. Ég nýt þess einnig að eyða tímanum mínum með vinum mínum og kærastanum mínum. Til að halda lífinu svo í jafnvægi þá reyni ég að stunda eins mikið jóga og ég get. Hvaða ráð hefur þú fyrir ungt fólk sem vill taka þátt í alþjóðastjórnmálum? Gerðu það bara! Þetta er ferli sem byggist á reynslunni sem maður sankar að sér. Taktu þátt í

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


NCF OG UNR Skemmtilegt og krefjandi sam starf

S

UF á aðild að Nordiska Center­ ung­dom­ens För­bund (NCF) sem eru sam­tök ungliða­hreyf­inga miðju­f lokka á Norður­ löndum. NCF var stofnað árið 1965 og fagnaði því 50 ára afmæli árið 2015. SUF hefur átt fulltrúa sem hefur tekið þátt í starfinu í gegnum áratugina. Ég var svo heppinn að taka þátt á árunum 2008-2013. NCF heldur fundi að jafnaði tvisvar sinnum á ári þar sem farið er yfir stöðu mála í einstökum löndum, samræmdar aðgerðir og samþykktar ályktanir í nafni samtakanna um málefni sem varða Norðurlöndin, til að mynda varðandi umhverfis- og auðlindamál, ósnortin víðerni, loftslagsmál, atvinnumál ungs fólks,

frumkvöðlastarfsemi, fjölmenningu, ferðamannaiðnað, landbúnað, norrænt sam­ starf og Evrópu­samstarf.

félagslegt réttlæti ofar sérhagsmunum, umhverfisvitund, að draga úr miðstýrðu ríkisvaldi og færa valdið í sem flestum

Svo myndar NCF sterka blokk í Ungdomens Nordiska Råd (UNR) en það er haldið í tengslum við þing Norðurlandaráðs þar sem geta setið fulltrúar allra ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna og kosið um ályktanir. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir allar fjöldahreyfingar að eiga hugmyndafræðilega skírskotun þvert á landamæri og því mikilvægt fyrir SUF að tengjast ung­liða­hreyfingum annarra miðjuflokka í okkar nánasta umhverfi. Það er mikilvægt fyrir SUF að tilheyra slíkum samtökum sem setja félags­starfið í samhengi við það sem systurflokkar og ungliðahreyfingar þeirra eru að vinna að og hvað skilgreinir miðju­ flokka frá öðrum. Þar má helst nefna þessa miklu áherslu sem lögð er á samvinnuþjóðfélagið,

málaflokkum næst fólkinu sjálfu. Þetta er sérstaklega mikilvægt í síbreytilegum heimi þar sem áhersla er oft á stjórnmál tveggja póla, en ekki aðferðafræði samvinnustjórnmála sem við eigum að leggja áherslu á. Einnig heldur þetta samstarf í heiðri norræn menningarkvöld sem voru ódauðleg og ómetanleg í minningunni, þar sem kynntur var matur og drykkur frá löndunum og framkvæmdir stórkostlegir leiksigrar frá hverju landi þar sem samtímaatburðir voru í forgrunni og atburðir settir í kaldhæðið samhengi. Svo

var kosið um bestu atriðin. Við náðum okkar sigrum. Þannig kynntist maður svo mörgu frábæru fólki allt frá nyrstu hlutum Finnlands til syðri hluta Svíþjóðar og síðar Danmörku þegar þeir bættust í hópinn. Við héldum fundi í öllum þjóðþingum Norðurlanda, einnig Álandseyjum. Stjórnmálamenn miðjuflokka hafa yfirleitt verið í ríkisstjórn sinna landa og því var mikið af áhrifafólki sem kom og ræddi við okkur og tók þátt í hugmyndavinnunni. Fyrst og fremst er samt sem áður samstarf Norðurlandanna í forgrunni, þetta einstaka samband ríkja sem vegnar hvað best í veröldinni, hvað má þó betur fara og hvernig geta þessi ríki axlað ábyrgð á framförum gagnvart umheiminum til framtíðar og látið gott af sér leiða.

Agnar Bragi Bragason

fyrrum alþjóðafulltrúi SUF

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

21


YFIRHEYRSLAN Willum Þór Þórsson

Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í stjórnmálum? Þegar ég var kosinn á þing árið 2013 fyrir Framsóknarflokkinn. Uppáhaldsmatur: Nautalund. Uppáhaldsstaður: Heima. Uppáhaldslitur: Búseta og fjölskylduhagir:

B

ý í Kópavogi, maki Ása Brynjólfsdóttir lyfjafræðingur. Börnin okkar eru fimm: Willum Þór Willumsson, Brynjólfur Darri Willums­ son, Þyrí Lósbjörg Willumsdóttir, Ágústa Þyrí Andersen Willumsdóttir og Þór Andersen Willumsson.

Búseta og fjölskylduhagir:

É

g bý á Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð.

Eiginmaður minn til 28 ára er Magnús Björn Ásgrímsson og við eigum fjögur börn og að minnsta kosti tvö tengdabörn. Elsta barnið er 29 ára, og á árinu 2018 eru þau tímamót að ég varð amma. Yngstu börnin tvö verða sjálfráða í haust. Ég get því fljótlega farið að sýna fullkomið kæruleysi í uppeldishlutverkinu. Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í stjórnmálum? Tja, hvað er byrjunin?

22

KR.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í fríinu þínu?

Hvaða tungumál kanntu?

Ferðast og vera með fjölskyldunni.

Íslensku, annað er heiðarleg tilraun.

Kanntu á hljóðfæri?

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Trúir þú á geimverur?

Besta fótboltaliðið:

Er að vinna í því að finna út Verur í geimnum já - ET nei. úr því.

Grænn.

Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja?

Uppáhaldsbíómynd:

Rennur saman.

As good as it gets, Jack Nicholsson. Uppáhalds lag: Allir sem einn (Við erum KR), Bubbi Morthens.

Nei

Hvaða dýr teluru að lýsi þér best og af hverju?

Skemmtilegasta/ eftirminnilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á þingi? Formaður fjárlaganefndar.

Hestur, þegar hann sér heim setur hann undir sig hausinn og þeysir.

Uppáhalds bók: Alkemistinn, Paulo Coelho.

Líneik Anna Sævarsdóttir

Fyrsta framboðið var til stjórnar nemendafélags ME 1984.

Uppáhalds matur:

Fyrsta formlega hlutverkið var í leikskólanefnd í Andakílshreppi, sennilega 1995.

Uppáhaldsstaður:

Fyrsta sveitar­stjórnar­fram­ boðið var í Búðahreppi 1998 og í framhaldi af því var ég 8 ár í sveitarstjórn, gekk í Framsóknarflokkinn og hef ekki getað slitið mig frá stjórnmálum síðan því þar er endalaust hægt að glíma við margvísleg, skemmtileg og krefjandi verkefni.

Allir réttir úr lambahrygg.

Stórurð, undir Dyrfjöllum. Uppáhaldslitur:

Uppáhaldsbók:

Dumbrauður (vínrauður).

Hef alltaf verið lestrarhestur og les allt mögulegt. Mest notuðu bækurnar eru sennilega fróðleikur um íslenska náttúru en bækurnar sem mér finnst skemmtilegast að lesa eru bækur þar sem saman fléttast góð saga og framandi menning, t.d. Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini og Býfluga

Uppáhaldsbíómynd: Four Weddings and a Funeral. Uppáhaldslag: Hlusta ekki mikið á tónlist en nefni Don‘t stop me now með Queen.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


eftir Chris Cleave. Núna er ég komin upp á lag með að hlusta á bækur og finnst það frábært þegar ég er orðin þreytt á að stara á tölvuskjá og frumvörp.

eitthvað í þýsku og frönsku en annað mál hvað ég kann.

Hvaða dýr teluru að lýsi þér best og af hverju?

Hvað ætlaru að verða þegar þú verður stór?

Hreindýr af því að ég hef gaman af því að þvælast um fjallendi Austurlands.

Besta fótboltaliðið:

Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja?

Leiknir Fáskrúðsfirði Hvaða tungumál kanntu? Íslensku, ensku, blöndu af norðurlandamálum (blandenavisk), hef svo lært

Bóndi og vísindamaður.

Hvorugt, meira dagmanneskja. Get dottið inn í að vera morgun- eða kvöldmanneskja ef á þarf að halda.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í fríinu þínu? Útivist, skoða nýja staði, lesa. Kanntu á hljóðfæri? Nei, reyndi samt að læra á blokkflautu á sínum tíma.

Trúiru á geimverur? Nei, en ET fór nú samt heim. Skemmtilegasta/ eftirminnilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á þingi? Ræða við erlenda gesti um jafnrétti og átta mig á þar með á ábyrgð okkar Íslendinga við áframhaldandi vinnu að jafnréttismálum.

Á smundur Einar Daðason

Uppáhaldslitur: Appelsínugulur
 Uppáhaldsbíómynd: Dalalíf 
 Uppáhaldslag: Þau eru mörg en ekkert eitt sérstaklega í uppáhaldi. 
 Búseta og fjölskylduhagir:

B

úsettur í Borgar­ nesi. Giftur og á þrjár dætur.

Uppáhaldsbók: Á ekki sérstaka uppáhalds­ bók.

Uppáhaldsmatur: Lambakjöt.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

Verða gröfumaður eða það var allavegana þannig þegar ég var lítill … 

 Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja?
 Kvöld. Hvaða dýr telur þú að lýsi þér best og af hverju?

Besta fótboltaliðið:

Brjálaður Border Collie hundur. Hann á erfitt með að sitja kyrr eins og ég …

Hvaða tungumál kanntu?

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í fríinu þínu?

Hvenær byrjaðir þú að Swansea. taka þátt í stjórnmálum?
 Hef eiginlega tekið þátt í stjórnmálum frá unglingsárum en settist fyrst á Alþingi árið 2009.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Íslensku, ensku, norsku og dönsku.

Ferðast og finnst skemmtilegast að heimsækja afskekkta staði erlendis þar sem ekki er

mikið af ferðamönnum. 

 Kanntu á hljóðfæri?
 Kunni einu sinni á gítar en hef ekki spilað á hann í yfir 20 ár. 

 Trúir þú á geimverur?
 Held ekki … En er þó ekki viss … 

 Skemmtilegasta/ eftirminnilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á þingi? Eftirminnilegasta verkefnið er þegar ég var inni í fjárlaganefnd fyrsta árið mitt á Alþingi og verið var að vinna í Icesave­ samningunum. Þar gekk mikið á og var mjög mikil lífsreynsla.

23


Þórunn Egilsdóttir

Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Uppáhaldsstaður: Gvendarbrunnur í Þverfellsdragi Búseta og fjölskylduhagir:

G

Uppáhaldslitur:

ift Friðbirni Hauki Guðmundssyni bónda á Hauks­ stöðum. Þar höfum við búið saman í 33 ár og eigum þrjú börn. Tvö börnin eru frekar gömul en eitt fermist nú í sumar. Annað gamla barnið á eitt barn þannig að við erum amma og afi, sem okkur þykir frekar flott.

Blár.

Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í stjórnmálum?

Besta fótboltaliðið:

As Good As It Gets. Uppáhaldslag: Don‘t Stop Me Now með Queen. Uppáhaldsbók: Snabbi.

Einherji. Starfaði í nefndum fyrir Hvaða tungumál Vopnafjarðarhrepp nokkuð lengi áður en ég varð oddviti kanntu? árið 2010. Nokkuð fær í íslensku og

R

eykjavík og gift með tvö börn.

Hvenær byrjaðiru að taka þátt í stjórn­málum? 2016. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Uppáhaldsstaður: Reykjavík. Uppáhaldslitur: Grænn. Uppáhaldsbíómynd: Forrest Gump.

Bólstrari. Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja?

Hvaða dýr teluru að lýsi þér best og af hverju? Fálki, góður veiðifugl sem kemst víða og hugsar vel um sína. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í fríinu þínu?

Trúir þú á geimverur? Ég trúi á Guð en ég tel geimverur vera til. Nokkrar þeirra eru á meðal vor. Merki um það má sjá hve sumir rekast illa í hóp og eru með einkennileg eyru. Skemmtilegasta/ eftirminnilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á þingi? Allt finnst mér þetta nú frekar skemmtilegt. Skemmtilegast er þó að tilheyra öflugum hópi sem vinnur vel saman.

Fara á skíði og veiða. Svolítið erfitt að gera bæði í einu en það væri toppurinn. Kanntu á hljóðfæri? Alls ekki.

Lilja D ög g A lf r e ð s d ót tir

Uppáhaldslag: Hvað með það? Með Daða Frey. Uppáhaldsbók: Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Besta fótboltaliðið: FRAM. Hvaða tungumál kanntu? Ensku og lært mörg önnur eins og þýsku, latínu, kóresku og frönsku. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Blaðamaður.

24

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Morgun.

Uppáhaldsbíómynd:

Búseta og fjölskylduhagir:

get bjargað mér á ensku og þýsku.

Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Morgunmanneskja. Hvaða dýr teluru að lýsi þér best og af hverju? Íslenskur fjárhundur því að hann er góður í að safna saman fé($)! Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í fríinu þínu? Lesa og leika mér. Kanntu á hljóðfæri?

Skemmtilegasta/ eftirminnilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á þingi? Ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra en þjóðaröryggisstefna, þjóðaröryggisráð og Parísarsamkomulagið eru eftirminnileg mál.

Nei. Trúiru á geimverur? Nei.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


Silja D ög g Gunnar s d ót tir

Uppáhaldsbíómynd: Dirty Dancing. Svo finnst mér þrileikurinn Blár, Rauður og Hvítur eftir Krzysztof Kieślowski, eitt af snilldarverkum kvikmyndasögunnar. Búseta og fjölskylduhagir:

Uppáhaldslag:

ý í Reykjanesbæ ásamt eigin­ mann­inum Þresti Sigmundssyni, tveimur börnum; Ástrós Ylfu 11 ára og Sigmundi Þengli 8 ára, kettinum Yrju og hundinum Dimmu.

I Had the Time of my Life með Bill Medley og Jennifer Warnes og Don‘t Stop Believing með Journey. Get ekki gert upp á milli þeirra. Svo á ég langa uppáhalds­ lagalista með Guns and Roses, Aliciu Keys, Santana og fleirum.

B

Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í stjórnmálum?

Uppáhaldsbók:

Úff, þær eru nú mjög margar. Ævintýri Astrid Lindgren og Enid Blyton eru sögur æsku minnar og þær munu alltaf eiga stað í hjarta mínu. Eftir Uppáhaldsmatur: að ég varð fullorðin þá hef ég hrifist af ævi- og Bind mat við árstíðir og örlagasögum, t.d. Ég lifi stemmingu. Ég elska til eftir Martin Grey, saga dæmis kjötsúpu, en hef gyðings sem komst lífs af sjaldan lyst á henni á sumrin. Aðalatriðið er þó að úr helförinni og Kínverskir matur sé eldaður af ástríðu skuggar eftir Oddný Sen og félagsskapurinn sé góður. en þar ritar hún sögu ömmu sinnar Oddnýjar Uppáhaldsstaður: Erlendsdóttur sem flutti Heimili mitt, snævi þaktar til Kína snemma á 20. fjallshíðar baðaðar í sólskini öld og bjó þar um árabil og hvít sandströnd í fjarska með kínverskum manni þar sem hægt er að dýfa sér sínum en flutti svo aftur í volgan sæinn og ilmandi, til Íslands. Svo elska ég döggvot laut í birkiskógi auðvitað allar bækurnar þar sem þrestirnir syngja í hennar Isabel Allende. trjánum. Hún er stórkostleg. Skáldsögur Guðrúnar Uppáhaldslitur: Evu Mínervudóttur og Stundum gulur, stundum Ólafs Jóhanns Ólafssonar rauður, stundum blár. Fer eru stórgóðar og svo hef eftir skapi og veðri. Ætli það hafi ekki verið um 1995. Rámar í að ég hafi farið á flokksþing Framsóknarflokksins það ár.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

ég auðvitað gaman af góðum glæpasögum, eins og til dæmis eftir Yrsu Sigurðardóttur, Lilju Sigurðardóttur, Ragnar Jónasson og Arnald Indriðason. Ég get haldið endalaust áfram en læt hér staðar numið. Besta fótboltaliðið: Njarðvík. Hvaða tungumál kanntu? Ensku, þýsku, dönsku og spænsku.

Tónlistarskóla Njarðvíkur, lúðrasveitinni Svaninum á Akureyri og lúðrasveitum í Þýskalandi, þegar ég bjó þar. Trúir þú á geimverur? Já. Við erum örugglega ekki einu lifandi verurnar í alheiminum. Það er órökrétt. Skemmtilegasta/ eftirminnilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á þingi?

Þegar við samþykktum lög um leiðréttingu Hvað ætlaru að verða húsnæðislána, er það þegar þú verður stór? fyrsta sem kemur upp Rithöfundur og ferðalangur. í hugann. Það var stór Kannski sameinast þau stund. Mér þótti mjög störf í starfi þingmannsins, gaman að fá að taka þátt að sumu leyti, þ.e. að skrifa í að breyta lögreglunámi og skoða samfélög. á Íslandi en ég sat í þeim starfshópi. Einnig fékk Hvort ertu morgun- eða ég að leiða starfshóp kvöldmanneskja? heilbrigðisráðherra vegna Kvöldmanneskja. breytinga á lögum um líffæragjafir. Ég verð Hvaða dýr telur þú líka að nefna gríðarlega að lýsi þér best og af vinnu í Velferðarnefnd hverju? vegna fjögurra frum­varpa Úlfur. Þarf frelsi, er hug­ ráðherra, Eyglóar Harðar­ rökk, þrautseig og sjálf­stæð dóttur um húsnæðismál og trygg þeim sem standa veturinn 2015-2016. Nú mér næst. er ég formaður Íslands­ deildar Norður­landa­ráðs Hvað finnst þér sem er bæði skemmtilegt skemmtilegast að gera í og fróðlegt í alla staði. fríinu þínu? Umræðan um um­ Að ferðast til framandi skurðarmálið verður staða. Svo elska ég að vera eflaust lengi í minnum í tjaldútilegum í íslenskri höfð og því verð ég að nefna náttúru. það frumvarp sem eitt af eftirminnilegri verkefnum, Kanntu á hljóðfæri? þó enn sjái ekki fyrir Ég lærði á þverflautu í mörg endann á því. ár og spilaði með lúðrasveit

25


Halla Signý Kr i stján sdóttir

Búseta og fjölskylduhagir:

Uppáhaldslag:

ý í Bolungarvík, gift Sigurði G. Sverrissyni og á fjögur börn og fimm barnabörn.

Það er komið sumar með Mannakorni.

B

Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í stjórnmálum? Strax og ég opnaði munninn. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt og íslensk bláber. Uppáhaldsstaður: Núið. Uppáhaldslitur: Fatalitur rauður annars dökkblár. Uppáhaldsbíómynd: Ég hef horft nokkrum sinnum á myndina Brúð­ guminn sem var tekin upp í Flatey og skemmti mér alltaf jafn vel.

Uppáhaldsbók: Dísa litla í Grænuhlíð. Lærði að lesa með henni og síðan hafa runnið margar frábærar bækur í gegn. Besta fótboltaliðið: Ég sagði einu sinni þegar ég var spurð hver væri uppáhaldsfótboltamaðurinn minn að það væri Michael Schumacher og það líklega endurspeglar þekkingu mína á fótbolta og rallý. Hvaða tungumál kanntu? Íslensku, get víst ekki státað mig af kunnáttu í öðru tungumáli en ákveðin grunn hef ég í ensku og dönsku. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Morgun. Hvaða dýr telur þú að lýsi þér best og af hverju? Hundur, trygg og dugleg en get glefsað ef það er stígið á skottið á mér, finnst gott að kúra í hlýju og fá klapp öðru hverju.

Skemmtilegasta/ eftirminnilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á þingi? Það kom upp núna í avinnuveganefnd beiðni um að fella niður tolla af brjóstamjólk. Jú þetta heyrir undir land­ búnaðarráðuneytið. Við flytjum brjóstamjólk frá Danmörku fyrir nýbura og fyrirbura sem þurfa þess. Besta mál, en gæti þetta verið innlegg í byggðaumræðuna hérna? Brjóstamjólk frá Broddanesi. Nei, maður spyr sig.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í fríinu þínu? Vera í sumarbústaðnum mínum og rölta um hlíð og móa. Kanntu á hljóðfæri? Vinnukonugrip á gítar. Trúir þú á geimverur? Hef hitt nokkrar, en svo kom í ljós að þær voru mennskar.

Bóndi

Sigurður Ingi Jóhannsson

Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í stjórnmálum?

Búseta og fjölskylduhagir:

B

ý í Syðra-Lang­holti í Hruna­manna­ hreppi. Giftur Elsu Ingjalds­dóttur og við eigum fimm börn. Barnabörnin eru þrjú. Í Syðra-Langholti búum við Elsa, aðrir flognir úr hreiðrinu, ásamt hundi, ketti og höfum þónokkra hesta.

26

Árið 1994 var ég kosinn í sveitarstjórn Hrunamannahrepps í óhlutbundinni kosningu. Sat þar í fjögur kjörtímabil þar af oddviti í 7 ár. Var búinn að ákveða að hætta öllum afskiptum af pólitík – en þá kom Hrunið. Á flokksþingi Framsóknar 2009 var eitthvað í loftinu sem varð til þess að ég bauð mig fram í prófkjör fyrir Alþingiskosningar 2009.

Uppáhaldsmatur:

Uppáhaldslag:

Lambahryggur og tilheyrandi.

With or Without You með U2.

Uppáhaldsstaður:

Uppáhaldsbók:

Heima er best en Kerlingarfjöll eru dýrðarstaður á jörðu.

Las lengi vel Njálu og Gerplu annað hvert ár – nú er það bara bókin um fjárlögin.

Uppáhaldslitur: Allt er vænt sem vel er grænt. Uppáhaldsbíómynd: Hringadróttingssaga/Lord of the Rings – allar þrjár.

Besta fótboltaliðið: Arsenal og íslensku A-landsliðin, karla og kvenna.

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


Hvaða tungumál kanntu?

Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja?

Íslensku, dönsku og ensku.

Var mjög dæmigerð B-manneskja, þ.e. kvöld og nætur voru óendanlega langar og notadrjúgar. Í dag hefur það breyst í; morgunstund gefur gull í mund

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Líkamlega og andlega hraustur, en þegar ég var lítill ætlaði ég að verða atvinnumaður í fótbolta.

Hvaða dýr telur þú að lýsi þér best og af hverju? Hestur, vegna þess að hann

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

er stór og sterkur en um leið bongótrommur við einstök tækifæri. tilfinninganæmur. Aðrir myndu kannski segja fíll! Trúir þú á geimverur? Hvað finnst þér Trúi ekki á þær – en útiloka skemmtilegast að gera í þó ekki að þær séu til. fríinu þínu? Skemmtilegasta/ Fara ríðandi um fjöll og eftirminnilegasta firnindi á góðum hesti í verkefnið sem þú hefur skemmtilegum félagsskap. tekið að þér á þingi? Kanntu á hljóðfæri? Það er alltaf skemmtilegt Nei, því miður – en reyni að glamra á píanó og berja

að ýta á græna takkann í góðum málum.

27


MINNINGA R UM HA LLDÓR ÁSGRÍMSSON

H

alldór Ásgríms­ son, þingmaður Fram­sóknar­ flokksins frá 1974 til 2006, fæddist á Vopnafirði 8. september 1947 og lést þann 18. maí 2015. Á því 31 ári sem hann sat á Alþingi gegndi hann ráðherraembætti í rúm 19 ár, fyrst sem sjávar­útvegs­ráðherra, síðar dóms- og kirkju­mála­ ráðherra, utan­ríkisráðherra og síðast forsætisráðherra. Hann var þá varaformaður Framsóknarflokksins frá 1980-1994 og formaður frá 1994-2006. Halldór var yngsti þingmaðurinn á Alþingi þegar hann var kjörinn á þing og stjórnar­ maður í SUF. Alla sína tíð í störfum flokksins var honum mjög hugað um fram­tíð flokksins, fannst mikilvægt að SUF starfaði sjálfstætt en í góðu sam­ bandi við flokkinn. Þá var hann mikill fjöl­skyldu­ maður og góður vinur. Okkur fannst við hæfi að minnast Halldórs í þessu afmælisriti og hans starfa í þágu SUF og þágu flokksins.

28

Þ

að er mikið áfall þegar góður vinur og sam­starfs­ maður um árabil fellur frá langt um aldur fram. Þegar löng­um og farsælum en oft átaka­sömum starfsferli er lokið vilja menn eiga góð ár með fjöl­skyldu og vinum og sinna hugðarefnum en þá kemur óvænt kall, öllum að óvörum. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þannig var það með einn af traust­ ustu forystumönnum okkar Framsóknarmanna, Halldór Ásgrímsson. Leiðir okkar Halldórs Ásgríms­sonar lágu fyrst saman á hinum pólitíska vett­vangi á 15. þingi Sam­bands ungra Fram­ sóknar­manna sem haldið var á Húsavík í júní 1975. Halldór var þá nýkjörinn alþingis­maður en ég var forseti bæjarstjórnar á Húsa­vík. SUF hafði þá gengið í gegn um nokkra erfið­leika vegna átaka sem kennd voru við Möðru­valla­ hreyfinguna svokölluðu og brotthvarfs margra forystu­ manna SUF úr flokk­num. H.Á. lét m.a. þessi orð falla í viðtali við Tímann um þessar mundir: „SUF hefur um langan tíma verið mjög sjálfstætt stjórnmálaafl. Þetta sjálfstæði er að mínu mati mjög mikilvægt, en slíkt sjálfstæði krefst þess að góð tengsl séu á milli (forystu) flokksins og ung­ menna­hreyfingarinnar (SUF). – Það kemur því m.a. í hlut ungmenna­ hreyf­ingarinnar að halda vörð um flokksstefnuna,

en skilyrði fyrir því er að hreyfingin sé sjálfstæð. Þetta hlutverk hefur SUF rækt með ágætum þar til nokkrir menn innan SUF helguðu krafta sína baráttu gegn flokknum, en það gat aðeins orðið til skaða, jafnt fyrir flokkinn sem og SUF sjálft. Það stríðsástand sem skapaðist í SUF á þessu ári hefur skert álit það sem SUF hafði áunnið sér og það verður verkefni þess að endur­vekja þetta álit ... en það er almennur áhugi fyrir því að ungir og eldri starfi saman í mjög nánum tengslum. Kynslóðabil hefur aukist á undanförnum árum og haft skaðleg áhrif á alla félagsmálastarfsemi. Stjórn­málasamtök og önnur félaga­samtök verða að sporna við þessari þróun og ég vænti þess að SUF láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum“. Þetta var viðhorf hins unga þingmanns Fram­sóknarflokksins til SUF og innra starfs flokk­sins á þessu þingi þar sem hann var kosinn í framkvæmdastjórn sam­ bandsins. Næst lágu leiðir okkar saman við kosningar til Alþingis í desember 1979. Þá vann Fram­sóknar­ flokk­urinn nokkra nýja þingmenn og vorum við báðir í þeim hópi. Halldór hafði að vísu verið á þingi kjörtímabilið 1974-1978 en féll af þingi í kosningunum það ár, sem voru flokknum mjög erfiðar, en náði svo aftur kjöri í þessum kosningum. Á Alþingi störf­uðum við saman

í 20 ár og urðum bæði nánir samstarfsmenn og vinir. Við sátum saman í ríkis­stjórnum í tvö kjör­ tímabil og í stjórn Fram­ sóknarflokksins, ég sem ritari meðan hann var vara­formaður og síðan vara­formaður í nokkur ár í formannstíð Halldórs. Hann var traustur sam­ starfsmaður og á okkar sam­vinnu og vináttu bar aldrei skugga þó vissulega kæmu upp einstök mál þar sem við vorum ekki alveg sammála. Halldór var afar duglegur maður, vinnusamur og skoðana­fastur. Því var hann fljótt valinn til trúnaðar­­starfa fyrir flokk­­ inn, á Alþingi og í ríkis­ stjórn. Bak­grunnur hans sem við­skipta­menntaður og lög­­giltur endur­­skoðandi leiddu til þess að hann lagði mikla áherslu á efna­hagsmál og trausta efna­hagsstjórnun í öllum sínum störfum. Hann sýndi einnig í mörgum öðrum málaflokkum hversu öflugur stjórnmálamaður hann var, ákveðinn og fylginn sér og hafði bæði hug­rekki, styrk og þor til að fylgja sannfæringu sinni og koma í höfn málum sem til framtíðar horfðu landi og þjóð til farsældar. Sem sjávarútvegsráðherra í 8 ár átti hann sinn stóra þátt í að íslenskur sjávarútvegur er einn sá öflugasti í heimi og til fyrirmyndar öðrum þjóðum. Hann studdi sjálf­ bæra nýtingu auðlinda og skildi mikilvægi þess að nýta okkar endurnýjanlegu

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


orku­g jafa allt í senn í alþjóðlegu samhengi, til heilla fyrir land og þjóð og til styrktar byggðum sem stóðu höllum fæti. Sem utan­­ríkis­ráðherra og sam­starfs­ráð­herra Norður­ landa hafði hann sterka sýn á hlutverk og stöðu Íslands í samfélagi þjóða og hafði sérstakan áhuga á mál­efnum norður­slóða og mikilvægi þess að Ísland gegndi þar forystu­hlutverki. Farsælum starfs­ferli sínum í þágu lands og þjóðar lauk Halldór sem fram­kvæmda­ stjóri Norrænu ráð­herra­ nefndar­innar í sex ár. Margt fleira mætti telja upp af verkum Halldórs sem eins af sterkustu stjórn­ mála­leiðtogum þjóð­arinnar á undanförnum áratugum en þingmennsku gegndi hann í 31 ár. Sagan mun skrá það og varðveita og meta að verðleikum.

hlið á manninum sem allt kvöld­ið lék á alls oddi, sagði skemmtisögur, gerði grín og hermdi eftir. Halldór var líka mikill úti­vistar­maður, ferðaðist og gekk um fjöll og firnindi með vinum og naut þess að fara á skíði. Loks skal nefna það að hann var mikill fjöl­skyldumaður og naut þess að eiga stundir með fjölskyldunni, ekki síst í sumar­húsi þeirra hjóna við Álftavatn í Grímsnesinu. Minningin um góðan dreng mun lifa.

Guðmundur Bjarnason

Í

Halldór þótti á stundum nokkuð þungur á bárunni og ekki allra en átti líka sínar ljúfu og skemmtilegu hliðar. Ég minnist þess úr afmælisboði fyrir all­mörg­ um árum þar sem sam­an komu bæði kunn­ingjar innan og utan stjórn­­ mál­anna. Einn af vinum mínum sem ekki þekkti Halldór nema sem frekar þung­búinn stjórn­málamann sagði mér síðar að hann hefði kynnst alveg nýrri

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

kynslóðinni hafði yfirgefið flokkinn undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar. Þar að auki var Ólafur kominn í framboð í kjördæminu fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna, og var, þegar ég man fyrst eftir nefndur sem hugsanlegur fram­bjóðandi flokksins í stað Eysteins Jónssonar sem hætti í stjórnmálum fyrir þessar kosningar. Það skipti sköpum að fá þennan unga mann í framboð og skemmst frá því að segja að Halldór hélt þriðja sætinu í þessum kosningum og þetta var upphafið að löngum ferli hans í stjórnmálum.

minningu Halldórs Halldór varð strax afar Ásgrímssonar, sam­starfs­manns og öfl­ugur þing­maður og hafði víðtæka þekkingu á efna­ vinar. hags- og atvinnumálum. Hins vegar var ólgusjór í Halldór Ásgrímsson var stjórn­málum fram undan og aðeins 27 ára þegar hann fékk flokkurinn hörmulega kom inn í stjórnmálin sem útreið í kosningum 1978, alþingismaður árið 1974. og féll hann þá út af þingi, Síðan eru liðin 44 ár. Ég en kom inn aftur 1979, en var þá 32 ára, og það má eftir kosningarnar þá lauk segja að okkar samstarf Vilhjálmur Hjálmarsson hafi þá hafist, með mínum löng­um og farsælum stjórn­ afskiptum af pólitískri málaferli. blaða­útgáfu á Austurlandi. Okkar samstarf og vinátta Árið 1983 varð Halldór hélst alla tíð. sjávar­útvegsráðherra og lét þá hendur standa fram Fyrir okkur unga fram­ úr ermum. Verkefnið var sóknar­menn í Austur­ lands­kjördæmi sem annars risavaxið og í því fólgið að koma veiðum sem höfðu staðar var ekki glæsilegt útlit þegar Halldór kom inn verið frjálsar undir stjórn. Þetta kostaði gríðarleg átök á sviðið. Samband ungra sem reyndu mjög á hann og fram­sóknarmanna SUF, alla sem næst honum stóðu. hafði klofnað og stór hópur þungavigtarmanna af yngri Árangurinn blasir hins

vegar við því að í dag er sjávar­útvegurinn háþróuð atvinnugrein, sem rekin er án rányrkju á auðlindinni. Þessi saga verður ekki rakin hér, en nauðsyn ber til þess að gera það. Halldór var ráðherra í 19 ár, auk þingmennsku og starfa fyrir flokkinn sem formaður og varaformaður, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Hann var óhemju vinnu­ samur og kröfuharður við sjálfan sig. Hann var afskap­lega traustur félagi, mikill fjölskyldumaður og úti­vistar­maður og unni átt­ högunum mjög og átti þar traustar rætur. Það leiddi af sjálfu sér að við þurftum að ferðast mikið saman um hið víð­ lenda Austur­lands­kjör­dæmi og á þeim ferðum bárum við saman bækur okkar. Ég hef sagt frá því í gríni að í einni kosninga­baráttunni ferðumst við á öllum mögu­ legum farar­tækjum nema hestum. Við fórum sjó­leið­ ina, gang­andi, á bílum, á snjó­bílum og snjósleðum og með flugi að sjálfsögðu. Þetta var eftir­minnilegt, en eftir­­minnilegust voru þó sam­­skiptin við fólkið og lær­­­dómurinn vegna þeirra. Við áttum því láni að fagna að standa vel saman og átti það við um alla fram­ bjóðendur listans. Slíkt samstarf og traust skiptir sköpum. Það er skarð fyrir skildi þegar Halldór er nú horf­ inn allt of snemma. Ég sakna hins trausta sam­ starfs­manns og góðs vinar. Blessuð sé hans minning.

Jón Kristjánsson

29


M Y NDI R ÚR STA RFI

SUF YFIR Á RIN

`

j

v

`j

jv

`v

`jv

h

30

S A M T Í M I N N

2 0 1 8


OMNU|eÉêíò|^ìÖäKéÇÑ===N===NUKRKOMNU===NPWQNWPS

A A

`

j

v

`j

jv

`v

`jv

h

2017 Iceland's Leading Car Rental Company

S A M T Í M I N N

2 0 1 8

31


A A

Suf 80 ára Taktu daginn frá 9. júní á laugarvatni

nánari upplýsingar inn á www.suf.is 32

S A M T Í M I N N

2 0 1 8