Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) Skaftárhreppur skipulögðu vinnuferð að Laka 26.-30. júlí 1995 í samvinnu við Skaftárhrepp og Náttúruverndarráð. Verkefnið var að afmarka og lagfæra gönguleið á gíginn næst laka, loka öðrum slóðum og lagfæra gróðurskemmdir.
Verkstjórar og höfundar skýrslu þessarar: Jóhanna B. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ólafía Jakobsdóttir.