Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd, Sjá, unnu langa helgi í júní 1993 við að lagfæra torfæra gönguleið að Öxarárfossi, bæði til að gera hana greiðfærari og einnig að stöðva gróðurskemmdir. Eingöngu var notað náttúrugrjót og féll stígurinn þannig vel að umhverfinu. Allt var þetta gert í samráði við þjóðgarðsvörð og með góðum stuðningi Þingvallaþjóðgarðs.