Sumar í Skaftárhreppi 2024

Page 1

Skaftárhreppur

Sumarið 2024

Íþrótta- og æskulýðsstarf

Skráning fer fram á Sportabler.

Þátttökugjald: 5.000 kr.

Síðasti síðasti skráningardagur: 5. júní.

Æfingatímabil: 10. júní–12. ágúst.

Strandblaksvöllur við íþróttahús.

Strandblak

Strandblaksæfingar verða á mánudögum í sumar. Æfingar verða í boði fyrir alla fædda 2018 og fyrr. Skipt verður í aldurshópa þegar skráning liggur fyrir.

Þjálfarar: Fanney Ólöf Lárusdóttir og Bryndís Karen Pálsdóttir.

Skannaðu kóðann til að fara beint í vefverslun.

i

iSkráning fer fram á Sportabler.

Þátttökugjald:

5.000 kr.

Síðasti síðasti skráningardagur:

5. júní.

Æfingatímabil: 11. júní–13. ágúst.

Íþróttahús og skólalóð.

Körfubolti

Körfuboltaæfingar verða á þriðjudögum í sumar. Æfingar verða í boði fyrir alla fædda 2018 og fyrr. Skipt verður í aldurshópa þegar skráning liggur fyrir.

Skannaðu kóðann til að fara beint í vefverslun.

Þjálfarar: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sigurður Gísli Sverrisson og Þorsteinn Valur Thorarensen.

Fótbolti

Fótboltaæfingar verða á miðvikudögum í sumar. Æfingar verða í boði fyrir alla fædda 2018 og fyrr. Skipt verður í aldurshópa þegar skráning liggur fyrir.

Þjálfarar: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sigurður Gísli Sverrisson.

Skráning fer fram á Sportabler.

Þátttökugjald: 5.000 kr.

Síðasti síðasti skráningardagur: 5. júní.

Æfingatímabil: 12. júní–14. ágúst. Kleifavöllur.

Skannaðu kóðann til að fara beint í vefverslun. i

Frjálsar íþróttir

Skráning fer fram á Sportabler.

Þátttökugjald: 5.000 kr.

Síðasti síðasti skráningardagur: 5. júní.

Æfingatímabil: 13. júní–15. ágúst.

Kleifavöllur.

Skannaðu kóðann til að fara beint í vefverslun.

Frjálsíþróttaæfingar verða á fimmtudögum í sumar. Æfingar verða í boði fyrir alla fædda 2018 og fyrr. Skipt verður í aldurshópa þegar skráning liggur fyrir.

Þjálfarar: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Daníel Smári Björnsson.

i

Reiðnámskeið Hestmannafélagsins Kóps

Hestmannafélagið Kópur býður upp á reiðnámskeið í sumar. Kennt verður 18.–20. júní og svo verður aftur dagana 9.–11. júlí. Nánara fyrirkomulag verður auglýst á Facebooksíðu Hmf.Kóps þegar nær dregur.

Kennari: Kristín Lárusdóttir

Hestamannafélagið KÓPUR

Göngum saman í sumar

Gönguferðir verða á föstudögum í sumar!

Alla föstudaga á tímabilinu frá 21. júní–26.

júlí. Göngum saman í sumar í góðum félagsskap!

Eftirfarandi göngudagskrá er birt með fyrirvara um breytingar t.d. vegna veðurs.

21. JÚNÍ

Kristín Lárusdóttir verður með göngu, nánari staðsetning auglýst þegar nær dregur.

28. JÚNÍ

Bryndís Karen verður með göngu í Skaftártungu, nánari staðsetning auglýst þegar nær dregur.

iSkráning fer fram á Sportabler.

Allar tímasetningar ásamt upplýsingum um hverja göngu fyrir sig má finna á Sportabler. Sportabler er einnig fljótlegasta leiðin til að koma skilaboðum áleiðis ef einhver breyting verður á dagskránni.

Þátttökugjald: 0 kr.

5. JÚLÍ

Fanney Ólöf verður með göngu á heimavelli! Gengið frá Kirkjubæjarklaustri II

19. JÚLÍ

Nánar auglýst þegar nær dregur.

9. ÁGÚST

Siggi íþróttafulltrúi býður í göngu á heimaslóðum.

Gengið verður upp á Pétursey í Mýrdal.

12. JÚLÍ

Nánar auglýst þegar nær dregur.

26. JÚLÍ

Nánar auglýst þegar nær dregur.

Skannaðu kóðann til að fara beint í vefverslun.

Leikjanámskeið

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá eins og alltaf! Leikir, þrautir, gönguferðir, bíó, hinar ýmsu íþróttagreinar prófaðar og skemmtileg samvera!

Skráning fer fram á Sportabler.

Þátttökugjald:

Ein vika: 5.500 kr.

Tvær vikur: 9.500 kr.

Síðasti síðasti skráningardagur: 10. júní. i

Leikjanámskeið UMFÁS sumarið 2024 verður síðustu viku júní mánaðar, 24.–28. júní, og fyrstu viku júlí mánaðar 1.–5. júlí. Námskeiðið er í boði fyrir börn fædd á árunum 2015–2018.

Umsjónarmaður námskeiðsins: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Leiðbeinendur á námskeiðinu: Ásgeir Örn Sverrisson, Ólöf Ósk Bjarnadóttir og Kjartan Valur Ólafsson.

Skannaðu kóðann til að fara beint í vefverslun.

Leik og sprell á Kirkjubæjarklaustri

Söng og leiklistarnámskeið sem er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri.

Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá spuna og leik búum við til leiklistarsenur sem við munum vinna með í gegnum námskeiðið og setjum saman sýningu sem opin verður fyrir aðstandendur.

Við höldum einnig áfram að bjóða upp á einkatíma í söng.

Kennari: Bára Lind Þórarinsdóttir, stofnandi Leik og Sprell, útskrifuð leikkona frá listaskólanum LIPA.

Bára hefur unnið í mörg ár sem leiklistarkennari og leikstjóri með börnum og unglingum. Hún er einnig með jógakennararéttindi og lauk söngnámi við Complete Vocal Institute.

Nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband á leikogsprell@gmail.com.

i5 daga námskeið, 15.–19. júlí, kl. 14:00–17:00.

Þátttökugjald: 25.000 kr.

Athugið að ef barn er með lögheimili í Skaftárhreppi niðurgreiðir sveitar félagið 15.000 krónur.

Skannaðu kóðann til að finna skráningarferlið.

Knattspyrnuog skákskólinn

Hinn árlegi knattspyrnu- og skákskóli AVP ehf. verður í Vík dagana 10.–13. júní.

Það voru þeir Auðbert og Vigfús Páll sem áttu frumkvæðið að því að setja skólann á laggirnar á sínum tíma. Frá upphafi hefur Sveinbjörn Jón Ásgrímsson (Sveinki) haft umsjón með námskeiðinu. Sigurður

Eyjólfur hefur verið honum til aðstoðar undanfarin ár ásamt þjálfurum frá Umf. Kötlu.

Námskeiðið er opið öllum börnum og unglingum á grunnskólaaldri innan USVS.

Skráning fer fram á Sportabler.

Þátttökugjald: 0 kr.

Síðasti síðasti skráningardagur: 5. júní.

Sveinki hefur undanfarin ár haldið uppi heimasíðufyrir knattspyrnu- og skákskólann. Hægt er að skoða heimasíðuna með því að skanna meðfylgjandi kóða.

i
Skannaðu kóðann til að fara beint í vefverslun.

Vinnukvöld á Kleifum

Hið árlega vinnukvöld á íþróttavellinum á Kleifum verður í byrjun júní. Þar komum við saman og gerum íþróttavöllinn fínann fyrir sumarið. Alltaf mikið fjör, margar hendur vinna létt verk. Pylsugrill að verki loknu!

Nánari tímasetning á vinnukvöldinu verður auglýst á heimasíðu félagsins umfás.is sem og á Facebook síðunni.

Leikhópurinn Lotta í Vík

Leikhópurinn Lotta verður á ferðinni í sumar og mun að þessu sinni sýna glænýjan söngleik um Bangsímon og vini hans. Hefð er orðin fyrir því að Kirkjubæjarklaustur og Vík skiptist á við að taka á móti leikhópnum og nú er röðin komin að Vík.

Í ár býður leikhópurinn upp á risastóra gleðibombu um Bangsímon, Grísling, Kaniku, Eyrnaslapa, Uglu og fleiri skemmtilegar persónur! Að vanda mun hópurinn ferðast með sýninguna um allt land og sinna þannig afar mikilvægu hlutverki í þágu barnamenningar á Íslandi. Verkið skrifar Anna Bergljót Thorarensen og byggir það á hinum sígildu sögum um bangsann ljúfa. Anna Bergljót hefur skrifað ótal verk og er gaman að geta þess að hún er afkastamesti höfundur barnaleikrita á Íslandi, en hún leikstýrir einnig verkinu í sumar. Leikarar eru aðdáendum hópsins góðkunnug, þau Andrea Ösp Karlsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Sumarliði V. Snæland Ingimarsson og Þórunn Lárusdóttir.

Föstudaginn

28. júní, kl. 18:00, íþróttavellinum í Vík. i

Styrktaraðilar ungmennafélagsins

Skaftárhreppur kostaði þennan bækling.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók saman.

Hönnun: Sigríður Hulda Sigurðardóttir.

Myndir úr einkaeign: 2, 3, 8 10, 11, 12.

Adobe Stock: 4, 6, 7. Leikhópurinn Lotta: 14. Prent: Pixel. 2024

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.