Að muna london

Page 1

Stærð veraldar Thames og Pó Pétur Halldórsson

1


Efnisyfirlit

Bls.

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Til miðju Thamesvalla: St. Pancrass, Marble Arch, Tower Hill, Acton: Þrídrangurinn: Sólarlag vetrarsólstöðu: Sólarupprás sumarsólstöðu: Sólarupprás vetrarsólstöðu: Sólsetur sumarsólstöðu: Heimsmynd Feneyja á Pó-völlum: Viðauki: Heimsmynd Íslands: Heimsmynd Frakklands: Heimsmynd Danmerkur: Heimsmynd á Englandi: Heimsmynd á Ítalíu: Heimsmynd Grikklands: Tilvitnanir:

10 27 41 45 55 63 75 92 105 116 117 118 119 120 121 112

Stærð veraldar Thames og Pó er sjálfstætt framhald af bókinni Stærð veraldar sem gefin var út af bókaforlaginu Sölku 2007. Báðar bækurnar byggjast á uppgötvun Einars Pálssonar um markaða heimsmynd fornaldar sem hann fjallar um í bókaflokknum “Rætur íslenskra menningar”. Hér ber að þakka aðstoð og stuðning sem ég naut við gerð bókarinnar: The Berkeley Institute of Biblical Archaeology & Literature (BIBAL), www.bibal.net. Brynja Pétursdóttir, Ólöf Árnadóttir, Hildur Fjóla Antonsdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Einar S. Árnason, Valdemar Jörgensen.

2


Stærð veraldar Thames og Pó Pétur Halldórsson

3


Luton Hertford Sk贸gur

Berkhamsted

LONDON

Coppets wood

Acton

Marble Arch

Tower Hill

Windsor

Caesars Camp

Sunbury

4

Swanley


Fyrri hluti

Thamesvellir

Abbes Roding Roding

Swanscombe Stone

0

5

5

10 km


1 Til miðju Thamesvalla Norðurlína járnbrautakerfis Lundúna er merkt svörtum lit á kortum, hún á upphaf sitt í aðalstjórnstöðinni við Morden sunnan við borgina. Þaðan liggur brautar-sporið undir húsum miðborgarinnar, undir ána og langt norður fyrir þéttbýli hennar. Frá Monument brautarstöðinni á norðurbakka árinnar fer lestin um margar stöðvar með rómantískum nöfnum sem minna á ljóð Ian Andersons; Mornington Cresent, Kentish Town, Tuffnell Park, Archway, Highgate. Í taktföstum slætti lestarvagnanna í sótsvörtu undergroundkerfinu ferðast ég eins og húsamús undir sviði Jethro Tull á fullum styrk. Á ógnarhraða rennur lestin norður. Ég er á leið að helgri miðju heimsmyndar þeirra sem stikuðu þetta landsvæði á daginn til þess að þekkja það á nóttunni, þeirra sem mældu landið eins og fuglinn fljúgandi í fornöld. Ætlunin er að endurmæla það líkt og ég ætli að gera af því mynd því margt bendir til þess að London hafi byggst upp inn í mynd af heiminum líkt og mörkuð var um Veneto, París, Róm, Aþenu og um landnám Íslands á Rangárvöllum, ég á við heimsmyndina fornu sem bundin var sérstökum hlutföllum úr himinngeymnum. Þegar lestin rennur fram hjá Archway fer sporið um hverfi sem eru ekki eins þétt byggð og í miðju borgarinnar, þak ganganna verður slitrótt, það glittir í dagsbirtu. Brátt sést upp á milli húsa, upp hjá laufguðum greinum og þakrennum. Sólargeislar skella á lestinni, í gegnum glerið blikkar blár himinn og blindar augun. Allt í einu liggur leið undir brýr, um grænan skógarbotn og framhjá gömlum merkjakofa sem er sokkinn í gróður. Þar inni er fúalykt og skjól borgardýra, hreysikatta, undirmálsfólks og hundruð húsflugna sem deyja í gluggakistunni. Merkjakofinn stendur á rennisléttum fleti undir jarðveginum. Þetta er fornt gólf herragarðs sem stóð hér á 16. öld. Rústin getur hæglega farið fram hjá manni en blasir við þegar rýnt er í grænt skógar gólfið. Í borginni eru margar slíkar ósýnilegar landræmur með járnbrautarteinum sem liggja upp úr jörðinni og hverfa í jörðina á öðrum stað í afgirtu hólfi, inn í þau vogar sér enginn. Af rúst hússins sem stóð hér má ráða að það hafi verið mjög stórt því veggjabrot rísa úr skógargólfinu á víð og dreif og teygja sig undir húsin í nágrenninu. Saga þess og nöfn ábúenda er skráð í borgarskjalasafninu en á öndverðri síðustu öld voru þessir brautateinar lagðir meðfram hlíðinni og þvert yfir stofugólfið. Á miðöldum gerðu vegamenn ból sín í skóginum á þessum slóðum, í þykkninu undir hæðunum földust þeir og vöktuðu sveitavegi Middlesex og tóku toll af vegfarendum sem áttu leið til eða frá

6


London. Gott var að deila þýfi í kjallörum tómra eyðibíla og hverfa svo inn í skóginn aftur. Fordyr hússins var á annarri hæð mót suðvestri bakvið marmarasúlur sem liggja brotnar undir rústinni. Í mosanum gera valmúginn og brenninetlur svörð fyrir rætur stærri trjáa sem fikra sig eftir gólfi sem eitt sinn var lagt marmarahellum. Einhverntíma eftir að veggir óðalsins voru hlaðnir var byggt við það af vanefnum, kofum var tjaslað undir volduga veggi í einhverjum tilgangi sem ekki er hægt að átta sig á nú. Áfangstaðurinn, West Finchley brautarstöðin, er fjórða stöð frá enda norðurlínunnar, þaðan er tíu mínútna gangur að miðju London. Gnýrinn syngur í hausnum löngu eftir að komið er út úr stöðinni. Ég geng í austur í sveitakyrrð Friern Barnett hverfis í fullkominni mótsögn við þrumureiðina undir borginni, ég breytist úr mús í skógarþröst. Í jarðsporinu fór ég frá Thames bökkum að Steinkrossi Lundúna, helgri miðju forfeðra þeirra sem byggðu þessa borg í mörgum lögum en þó ekki fyrr en eftir að heimsmynd hennar hafði verið mæld og merkt eins og hún átti að vera. London er langt frá sjó, heimsmyndarkerfið sem við leitum umlikur hana á svipaðan hátt og heimsmyndarkerfi Parísar sem er einnig langt frá sjávarströnd. Það má búast við að finna Upphafshvol heimsmyndarinnar langt inn í landi undir fjöllunum í fjarska, einhversstaðar suðvestur frá miðjunni sem beinir auganu í átt að Maríulindinni og vatnasvæðum London sem liggja upp með Thames við Sólarborg og Steina. Á landeyjum Thames eru margar elstu mannvistarleifar Englands, þar liggja sjónlínur þvers og kruss markaðar með þungum steinum í landið. Þær sem við munum skoða mynda kross megin átta og hallandi kross árstíða. Við munum fylgja þeim frá þeim stað sem sól settist á dimmasta degi þangað sem hún reis á bjartasta degi árs í Stangarsveit. Því næst munum við fylgja sjónlínu með sama hætti í hina áttina; frá sólaruppkomu á dimmasta degi, þangað sem sólin settist við upphaf sumars. Þessir sólstöðu öxlar heimsmyndarinnar mætast í miðju sem var upp á hæðinni framundan. Hæðin heitir Coppetts Wood og er norðan við kirkjugarðinn St. Pancras Islington. Frá hæðinni var stikað suður þangað sem nú heitir Marble Arch, þaðan sem Acton og Tower Hill eru jafnlangt á báðar hendur í vestur og austur. Landsvæði miðjunnar var bæði hringur og ferningur, hlutfallið var mælt eins og fuglinn flýgur og merkt í landslagið. Þannig var maðurinn tengdur landinu, gangi himintungla og æðri máttarvöldum.

7


Veneto á Póvöllum Um þær mundir sem maðurinn hóf búsetu og byrjaði að yrkja jörðina lærði hann á sólargang og áttir. Hann gerði sér haldfastan ramma um land sitt með því að stika mynd af heiminum í samræmi við gang sólar og stjarna og festa hana við fjærstu fjöll. Á völlunum þurfti allt að eiga sinn sess. Eitt sinn í upphafi vors þar suðurfrá var eftir því tekið að steindepillinn virtist horfinn úr högunum. Sagt er að þá hafi Endurreisnartímabilið hafist á Póvöllum, það ómaði söngur af bæjum og ævagamall sköpunardans og var stigin á sveitakrám, tölvísi fornaldar var hafin til vegs á ný. Allar götur síðan hefur háttalag þessa fíngerða fugls, hvort hann kemur eða fer, verið megin viðmiðun árstíðaskipta á þessum slóðum. Á vorin fer hann á norðlægar slóðir til að verpa, á veturna dvelur hann í Veneto. Guðir sem áður tengdust fjöllum og klettum færðust í næsta umhverfi mannsins á tiltekin stað í heimsmyndinni. Hún var dagleið að þvermáli, 216000 fet og greiptist í innstu verund mannsinns líkt og hjartslátturinn. Það varð til siður sem hélst langt fram eftir miðöldum og barst með helgum mönnum alla leið til Íslands á landnámsöld, með viðkomu á uppáhalds leiksviðum Shakespeares á landeyjum Thames og Pó. Fornmenn voru ekki í rónni fyrr en þeir höfðu mælt þetta hlutfall, eins og krákan flýgur, þvert yfir landsvæði sem tekið var til ábúðar. Þó að liðlega 66 km leið eins og krákan flýgur sé töluvert önnur en landmæling yfir fell og dali, var það sammerkt heimsmyndum hvort heldur þær voru á ósum Rangárvalla, Thames, eða Pó að svo virðist sem þessu ákveðna hlutfalli hafi verið brugðið um þær allar og haldið til streitu þrátt fyrir ójöfnur í landslagi. Slík landmæling fór fram á vorjafndægrum, þegar dagur og nótt voru jafn löng. Annar siður frá gamalli tíð var að skipa heilu þjóðunum undir merki dýrahrings á himni líkt og stjarnspekingurinn Ptolemaeus gerði á 2. öld. Þá höfðu runnið saman tákn fóta og fiskamerkið á himni, sem jarðnesk veröld færðist undir þegar Jesús kom í heiminn. Til að komast beina leið yfir ósnert land voru notuð for-mið og bakmið sem vísuðu beina leið að settu marki. Þau léku lykilhlutverk við könnun landsvæða og urðu áberandi kennileiti. Bak-mið var klettur, hóll eða áberandi hæð sem hægt var að taka mið af. Formiðið var gert úr þrem steinum, tveir þeirra mynduðu hlið sjónlínu frá miðjusteininum. Þegar miðjusteinninn bar í bak-miðið myndaðist bein leið að áfangastaðnum lengst út við fjærstu fjöll þar sem sól reis að morgni lengsta dags. Vegalengdin sem maðurinn stikaði þangað

8


var þvermál heimsmyndar hans. Þegar hann hugsaði um kennileitin lærði hann að þekkja þau. Sá sem helgaði sér land var lífgjafinn sjálfur, því sólin lýsti upp huga hans, í sporum hans bjó tákn hennar. Þegar hann blés lífsanda sínum í landið fékk umhverfið á sig röð og reglu og varð mynd af allri veröldinni. Lönd voru helguð og tekin til ábúðar þegar hlutfallið hafði verið stikað frá stað myrkurs að birtu. Gaumgæfilega ígrundað táknmálið grundvallaðist á sólargangi, stærð veraldar, dýrahring á himni og snúningi fastastjarna um norðurpól. Mæling frumbyggjans frá miðju að brún heimsmyndar samsvaraði 108 breiddum sólar, 108 mille passuum, sem hver var 1000 skref. Landsvæðið varð þekkt og maðurinn var ekki lengur hræddur þó að svarta myrkur færðist yfir. Það sem fólst í frummyndinni var ekkert smáræði, brautir himintungla, taktur tímans, hlutföll og vissan um nýja dögun, sjálf festan í lífinu sem ávallt hafði verið til. Hvort sem, eða hvernig sem menn orðuðu slíkar hugsanir varð myndin af heiminum sem landneminn dró í landið í hlutföllum jarðar og lífhvolfs sólar, 216 sólir að þvermáli. Drangarnir þrír í suðvestri urðu hlið lífsmagns sólar og þeir öðluðust sérstakan sess í trúarathöfn landnema. Um haustjafndægur 1066 var Haraldar prins beðið með nokkurri eftirvæntingu á suðurströnd Englands því ferð hans til Vilhjálms í Normandy var aðdragandi mikilla tíðinda, franskir konungar voru um það bil að taka völd á Englandi þá urðu þar miklar hræringar í stjórnskipan. Atburðarásina má lesa í teiknimyndasögu Bayeux refilsins sem gerður var um svipað leiti. Eftir sigur Vilhjálms á her Englendinga við Hastings voru viðmið stjórnskipunar í lausu lofti, stórmerki voru í vændum. Um það bil í miðri myndaröð refilsins prílar vaktmaður upp í kirkjuturn og rýnir út yfir flóann eftir skipum Haraldar prins. Ef vel er að gáð sést að hann er fótalaus, sem er merkileg gleymska í myndlýsingu refilsins. Það voru umbrotatímar og grundvallartákn stjórnskipunar Englands voru óskýr. Það var að renna upp tímabil nýrrar heimsmyndar á Englandi, öld Víkinga var að líða undir lok. Það varð ný fæðing. Vaktarinn í turninum var boðberi tíðindanna. Í samræmi við tíðarandann var boðberin fótalaus þar til heimsmynd nýs konungs var njörvuð niður. Slík heimsmynd var gerð í forgrunni stjörnumerkja, stikuð með fótum, mælieiningin var fet. Þvermálið var mælt frá myrkasta degi árs til þess bjartasta á miðju sumri, þvert yfir land hins nýja konungs. Á vorjafndægrum þegar dagur og nótt voru jafnlöng gat heilbrigður maður gengið þessa vegalengd á meðan sól sást á himni. Hið táknræna fótstykki sem veröldin stóð á, neðsta merki dýrahrings, Fiskarnir, var hulið.

9


Eitt fyrsta verk Vilhjálms þegar hann tók við stjórnartaumum af Söxum var að færa Bretlandseyjar úr stjörnumerki Hrúts og setja þær undir merki Steingeitar.1 Því næst felldi hann heimsmyndina að upphaflegu sólúri Kelta á óslendi Thames. Ný tíð franskra konunga miðaði heimsmyndina við sólstöður en ekki horn veraldar að hætti Rómar. Á norðurhveli jarðar voru ásar heimsmynda ekki lagðir eftir stjörnumiði heldur eftir sólarmiði við sumar- og vetrarsólstöður. Því má segja að á norðlægum breiddargráðum tóku ásarnir að vafra í samræmi við sólris og sólarlag við sumar- og vetrarsólstöður sem var breytilegt eftir því á hvaða breiddargráðu mælingin var gerð. Svo vindur sögunni fram og atburðarás tók að lúta lögmálum í samræmi við ferðasögur Marco Polo og farfugla sem ferðast eftir breiddarbaugum yfirborðs jarðar eins og mannsandinn jafn þróttmikill og krafturinn sem snýr jörðinni á öxli sínum. Helga Thames Ofan við bæinn Cirencester í Gloucester norðan London renna ótal lækjarsprænur um Cotswold heiðarnar sem grafa dali, falla í gljúfur, fossast fram og gera ána Thames að því stórfljóti sem hún er þegar hún rennur undir Tower Bridge. Um milljón ára skeið hefur framburður ótal vatna mótað landeyjar Thames á milli kalksteinsheiðanna Chiltern og North Downs. North Downs eru sunnan árinnar og ná til Hampshire í vestri og sjávar í austri, þar brotna þær undan öldum Norðursjávar sem lemja bergið í salla þannig að skín í hvítt kalk Dóverklettanna. Norðan sléttunnar eru aflíðandi hryggir frá efstu bungu Chiltern alla leið niður að Thames bökkum. Í skjóli heiðanna skiptast á skógar og gresjur, þar hafa lóðamörk borist fram og til baka á milli kynslóða bænda sem byggðu ból á hjöllunum og unnu tún fyrir svín, kindur og kýr. Bæir urðu þorp, þorp urðu bæir og fléttuðu saman hefðir og atvinnugreinar ólíkra menningarstrauma sem stóðu að ensku þjóðinni. Skógar viku fyrir túnum og lækirnir lokuðust í stokka og runnu í Thames undir hellustrætum. Fyrstu rituðu heimildir um nafn árinnar eru frá skrásetjurum Alfreðs konungs sem skrifuðu nafn hennar, Temese. Sérhljóðið a, í Thames, er orðsifjar frá fornu keltnesku orði, Tamesa, sem þýddi “Hin dimma á”. Á seinni hluta endurfæðingaskeiðs Englands fannst spekingum þörf á að leiðrétta stafsetningu enskrar tungu og bættu h við keltneska orðið því þá var talið fínna að stafa ensk orð upp á grískan máta. Nú heitir áin Thames, og ætti því að kallast Þames, samkvæmt enskum framburði en áin dymma býr enn í hugarfylgsnum Englendinga þeir hafa alltaf kallað ána Thames með skýru t -hljóði. Hin helga Thames

10


er skipgeng langt inn í land. Uppspretta hennar er merkt með steinhellu undir eikartré í Cirencester. Hún varð að eiga sér upphaf og endi, þess vegan var hún mæld nákvæmlega, á fjöru var hún talin 216 mílur að lengd, hún var slagæð borgarinnar. Þegar jökullinn bráðnaði á suður Englandi komu landeyjar ánna undan freranum. Þegar búseta hófst á ósum ánna Thames og Brue færðust persónugervingar náttúrunnar sem áður bjuggu í steinum og dýrum skógarins yfir á húsdýr og trúarlegar táknmyndir fengu sinn sess á sjóndeildarhring. Grafir voru teknar í næsta nágrenni við heimkynni fólks og dvalarstaður hinna dauðu fékk aukið vægi í trúarathöfnum. Grafir urðu einskonar orkuuppspretta því þar voru dyrnar að veröldinni fyrir handan. Presturinn eða konungurinn, verndari trúarathafnanna sá upphafspunkt tilverunnar á tilteknum stað á stjörnuhimni. Norðrið var kyrrt, lífvana, þar hreyfðust himintunglin ekki, sá staður bast hugtaki miðju og stað hinna dauðu. Hringur stjörnumerkjanna, árhringurinn, jafn stór tungl og sól og sjóndeildarhringurinn, greyptust í hugann. Í tómi miðjunnar var upphaf alls, yfir samfélaginu hreyfðist stjörnufestingin og tungl og sól í föstum takti. Eftir að hafa fylgt hjörðum um sléttur Evrópu í þúsundir ára hófu afkomendur ísaldar veiðimanna að telja tímann frá tilteknum sjónarhóli og merkja flæði hans með þungum steinum. Byrjun sumars var þar sem sól settist bak við ysta fjall á tilteknum degi og reis í sumartíð daginn eftir þegar öll veröldin sigldi inn í birtu og hlýju, þar á sjónhring bjó hugmynd alsnægta eins og hún hafði alltaf gert. Ekki er mikið vitað um forsögulega byggð á Lundúnasvæðinu, Rómverjar komu þangað 50 árum fyrir okkar tímatal og hófst þá ritun sögu Englands. Landnám þeirra á Bretlandi stóð í tæp 500 ár. Forsögulegur tími er við hvert fótmál þegar gengið er meðfram Northern Circular hraðbrautinni í Middlesex. Þar virðast kirkjugarðar vera um allar grundir þar til maður kemst að því að garðarnir eru í raun einn stór kirkjugarður sem umbreytir þessu landsvæði í allsherjar brottfararstað til landsins að handan. Á átjándu öld voru lönd keypt og grafreitir sem verið höfðu norðan London svo lengi sem fólk rak minni til urðu að stærsta kirkjugarði borgarinnar, Pancras Islington. Það kemur ekki á óvart, hér á hann að vera og hvergi annars staðar því í hinni fornu heimsmynd sem höfuðborg Englands lagði undir sig var stikuð stærð veraldar eins og í öðrum heimsmyndum, í miðju hennar voru höfðingjar jarðsettir frá upphafi sögu.

11


Miðja heimsmyndar Rómverja og þeirra sem fyrstir gerðu sér heimkynni á völlunum er fundin. Til að komast þangað fylgjum við í fótspor þeirra sem áttuðu sig á ósum Thames við lok steinaldar. Við leggjum af stað í norð austur frá hvolnum sem steinaldarfólk á Thamesvöllum miðaði við sem upphafshvol og er nú innan brjóstvirkis Windsorkastalans. Við förum eins og fuglinn flýgur frá hvolnum sem hringturn kastalans stendur á til þess staðar á sjónhring sem markar sólarupprás á lengsta degi árs. Ef rétt er lesið var helg miðja heimsmyndar frumbyggja á miðri þessari leið sem er fyrrnefnd Coppetts Wood hæð. Upp á henni er örlítið rými í einni stærstu borg veraldar þaðan sem hægt var að greina konungdæmið, tímatal, lög, áttir og heimkynni guðanna á sjónhring. Rómverjar endurgerðu þetta heimsmyndakerfi sem þá var þegar kirfilega markað í landið. Þeir miðuðu kerfi sitt út frá þessari sömu miðju, svo reis borgin Londinium á bökkum árinnar dimmu, mæld og mörkuð samkvæmt fyrirmyndinni Róm á ósum Tíber. Þrem dagleiðum vestan ósa Thames er óslendi Brue árinnar í Somerset. Þar eru elstu steinaldarmannvirki Evrópu; Stonehenge, Avebury og Glastonbury í heimsmynd Kelta sem var nákvæmlega eins og heimsmynd Thamesvalla. Prestar Kelta voru kallaðir Drúidar, þeir voru frægir um alla Evrópu fyrir stærðfræði og þekkingu á landmælingum og stjarnhimni. Heimsmynd þeirra í Somerset var orðin yfir fjögur þúsund ára þegar Rómverjar komu. Samt virðast valdhöfum í Róm ekki hafa mikið til þeirra koma enda hvorki Danir né Keltar, nefndir á nafn í Germaníu sagnaritarans Tacitusar sem kom með Rómverjum norður. Það hafa sérfræðingar löngum talið merkilegt því margir telja Rómverja hafa komið til norður-Evrópu til að ganga úr skugga um hvort úrkynjuð Róm gæti mögulega lært eitthvað af norrænum barbörum eða hvort henni stafaði hætta af þjóðflokkum þar. Um London liggja tvö heimsmyndakerfi mörkuð út frá sömu miðju á Coppetts hæð, annað keltnest hitt rómverskt. Rómveska kerfið var markað líkt og kerfið um Róm, skorðað við fjórum hornum veraldar líkt og á milli horna í risastórum ferningi og miðaðist við björtustu stjörnur í merkjum Steingeitar, Nauts, Krabba og Sporðdreka. Rómverjar notuðu rómverskt 29,7 cm fet og miðuðu við kennileitin; Sunbury - Herdfortskóg og Swanley - Luton. Eldra kerfið var miðað við árstíðir og var örlítið stærra að þvermáli, liðlega 66 km sem eru 216000 grísk eða ensk 30,8 cm konungsfet. Ásar þess vísuðu á sólarlag og sólarupprás við sumar og vetrarsólstöður. Keltar miðuðu kerfið við; Copper Hill - Abbes Roding og Stone - Berkhamsted.

12


Undir Norðurstjörnu Handan Írlandssunds er konungssetrið Tara kennt við Tuatha de Danann þjóðina á Írlandi. Sagnir segja keltneska Drúida hafa leitt þjóðina til Írlands frá slóðum Egyptalands með mið á sólsetur á sumarsólstöðum. Þannig ferðaðist keltneska þjóðin í sveig vestur og norður Evrópu með viðkomu á Krít, yfir sléttur Skithíu og má lesa ferðina samkvæmt orðsifjum hinns germanska D í orðinu Tuatha de Danann, til hinns gríska T því það var háttur Dan þjóðarinnar að nefna sérstaka staði í landnámi sínu eftir átrúnaðargyðju sinni Dan. Staðarheiti með Dan í nafni mynda órofa leið frá ósum Níl til Írlands, Englands, og Danmörku, um Dannonii sem nú heitir Cornwall, Lusitania í Portúgal sem þýðir, landnám Dana, Mauritaniu í Algeríu sem þýðir lendur Dana á Hebresku. Einnig eru þekkt nöfn eins og Don, Dóná, Danaster og Dardanella í Mið-Evrópu.2 Ferð Dan þjóðarinnar má rekja allt suður til Tanis, norðan og austanmegin á ósum Níl í Egyptalandi. Þaðan sem Dan kom, einn tólf sona Jakobs og faðir ísraelsku þjóðarinnar. Ættkvísl hans voru nefndir dómarar í frumsögnum Gyðinga. Tanis, borg konunganna var um tíma höfuðborg Egyptalands og bar tákn birtu og hins hvíta litar sem jafnan stafaði frá norðaustur geira heimsmyndar sem tákn sumarsólstöðu í heimsmyndum norðar í Evrópu líkt og í sveit Dana á Thamesósum. Fjölmennasti hópur landnema á Bretlandseyjum árþúsundin fyrir okkar tímatal voru Engilsaxar og ættbálkar kenndir við Dan á MiðEnglandi. Á yfirráðasvæði þeirra eru fjölmörg staðarheiti með Don, eða Ton í endingu eins og London og Acton. Í tungu þjóða sem blönduðust þar á Bretlandseyjum þróuðust viðtengingarnar Dan og Ton til sömu merkingar og merktu tún, líkt og er enn í íslenskri tungu. Fornar venjur bænda virðast hafa sett þann stað á sjónhring þar sem sól reis á sumarsólstöðu í samband við orðið tún. Í tómarýminu sem myndaðist við brotthvarf Rómverja grotnuðu niður valdastofnanir og mannvirki og flökkuhópar gengu á lagið og fóru með ránum um bæi. Þjóðflokkar streymdu frá Norður Evrópu og eyjunum við Norðursjó til Thamesvalla á eyjunni hvítu. Mannkyn var að gangast undir endurnýjun á meðan London hvarf í huliðs þoku gleymskunnar. Byggð á nyrðri bökkum Thames stækkaði en sunnan ár var land svo til ónumið þar til brýr voru byggðar. Í pípunum gerjaðist æskufjör nýrrar þjóðar, nýs heimsveldis sem var í mótun. Embætti borgarstjóra varð til og úthverfi mynduðust, sum þeirra bera þekkt nöfn eins og: City of London, Chenesitun sem nú heitir Kensington, Holborn, Finnsbury og Toer Division, urðu

13


Rómversk viðmið heimsmyndar

Hertford Skógur

Luton

Abbes Roding

Berkhamsted

B Coppets wood

Acton Windsor For-mið

Marble Arch

Tower Hill Stone

Sunbury

Swanley

á suður Englandi mörkuðu heimsmyndir á landeyjar Somerset og Thames, þær voru miðaðar við sólstöður (rauð lína). Þegar Rómverjar hertóku Bretlandseyjar mörkuðu þeir nýja heimsmynd um Londunium út frá sömu miðju (punktalína) sem miðuð var við stjörnumerki.

14


bæjarkjarnar sem byggðust upp innan sýslnanna Elthorne, Gore og Edmonton Hundred, auk Essex, og Surrey, sunnan ár. Nyrst var sveitin Hertfordshire og Middlesex (Middle Saxons), þar réðu Saxar ríkjum eftir að Rómverjar fóru. Engilsaxar komu frá Angeln, nafn þeirra er rót samheitis Englendinga. Áhrif Saxa jukust jafnt og þétt norðan Thames, staðarnöfn í landi þeirra voru orðin hluti landslagsins í tungumáli fólks þegar Knútur ríki lagði undir sig England í upphafi 11. aldar og sameinaði Dani og Saxa. Það var svo ekki fyrr en sagnaritarinn Gregorius Florentinus skrifaði um konunga Dana, hina víðfrægu Skjöldunga á fimmtu öld að fyrst var ritað um Dani sem þjóð. Löngu seinna þegar ruglað var saman speki Saxa og heimsmyndarfræðum sunnan úr heimi, voru galdraðar fram draugar Shakespeares sem margir telja skráða í landi “Skálholts” Englendinga þar sem áar Francis Bacon reistu höfuðból í hinni fornu heimsmynd Dana á Thamesvöllum. Undir norður stjörnu Níl streymdi í norður. Hinu megin Miðjarðarhafsins eru Tíbervellir á Ítalíu. Þar renna lækir í Tíber sem rennur um Róm líkt og lækir renna í Pó og Thames sem renna um Veneto og London. Þar voru litir sólarlags við sólstöður áríðandi teikn í veraldarlíkani fornaldar. Á brún sólúrs var sólsetur á sumarsólstöðu markað stótfenglegum mannvirkjum líkt og fyrrnefnt ljósker Alexandríu og Skálholt og Bristol á Íslandi og í Somerset. Í norðvestri var Ísis eyjan lengst útí ballarhafi handan sólarlags á sumarsólstöðu. Ef siglt var frá Írlandi eða suður Englandi í upphafi sumars með góðan byr og mið tekið á sólsetur var nokkuð örugt að Ísland birtist í sjónmáli að lokinni um fimm daga siglingu. Rétt vísandi 45° norðvestur frá miðju Egyptalands, Memphis, var tákn sumar byrjunar á fjögurra horna heimsmynd forn-Egypta. Samkvæmt erindi þessarar bókar var tákn þess ljóskerið mikla við höfn Alexandríu. Ef farið var frá hafnarvita Alexandríu yfir Miðjarðarhafið, yfir gresjur Evrópu og ekki numið staðar fyrr en við strönd Atlantshafsins, voru ósar Thames og síðar eyjarnar Írland og Ísland endimörk veraldar í norðvestri. Þangað virðist upphaf sumars hafa verið ellt eftir sólarmerkjum, fyrst á tveimur jafnfljótum, þá á írskum skinnkeipum og síðar á knörrum víkinga. Þar á sjóndeildarhring speglast væntingar landkönnuða um heilagt Graal á grænni eyju í norður úthafi.

15


Englar frá Angeln fara til hvítu landa sumars Í annálum sínum aðgreindi Tacitus margar þjóðir við norðurströnd Þýskalands, í Danmörku og á eyjunum í Norðursjó, helstu hópar hétu: Raudignar, Avíónar, Englar, Varínar, Evdósar, Svardónar, Nvíþónar og Inglingar. Þessi ættarsamfélög við Ermasund og á Norðurlöndum höfðu stundað kvikfjárrækt og akuryrkju og iðkað reglubundna fjölgyðistrú í margar aldir áður en Rómverjar komu norður. Eitt sinn fyrir árlega heimför Sesars þurfti hann að láta smíða ný skip. Þau þurftu að geta borið her með tækjabúnað og hross og það þurfti að vera hægt að lesta og losa þau við sjávarborð þar sem ekki var viðlegukanntur og það mátti ekki taka langan tíma því munur á flóði og fjöru var minni á norðlægari slóðum en við Miðjarðarhaf þar sem Rómverjar voru vanir að sigla. Sesar vildi stór, breið, lágreist og hraðskreið skip með mikla flutningsgetu sem hægt var að sigla um Norðursjó og úfið Atlantshaf suður með strönd Frakklands og inn á Miðjarðarhaf. Þarna er lýst kostum skipa sem þjóðflokkar við sjávarsíðuna í Norðurhöfum smíðuðu öldum síðar. Knörrin hafði flutningsgetu og hraða sem gat borið víkinga frá þessum slóðum alla leið til Íslands. Um svipað leiti og Rómverjar voru í ferðum við Baltikströnd Evrópu var krýndur konungur yfir Angeln sem hét Vermundur. Angeln merkir þröng sund, og er í smálöndunum í krikanum austanverðum þar sem Jótland skagar norður úr Þýskalandi á milli Slésvíkur og Flensborgar. Þar ganga nes með beitihögum út í Baltikhafið á milli þröngra fjarða og mynda ótal ála á milli eyja við ströndina. Á hvítum sjávarkömbum báðu megin skagans eru margar gamlar götur hlið við hlið því í árþúsundir fóru þar þjóðflokkar á leið norður. Þarna voru landkostir miklir og auðvelt að draga fisk úr sjó og áttu þar margir vetursetu í kyrrlátum víkunum. Þegar þröngt varð um smákónga lokkuðu þá vegvísar heimsmyndar í himintunglunum áfram lengra norður og vestur til sumarbyrjunar á víðsjálli brún sólúrsins. Vermundur konungur ríkti á þessum slóðum á fjórðu öld, hann var af dönskum konungaættum raktar til Óðins sem bárust til Danmerkur og Svíþjóðar, norður Evrópu austan megin. Afkomandi hans Offa sigldi til Englands og varð konungur í York. Honum tókst fyrstum konunga að sameina þjóðflokka á mið Englandi. Þjóð Offa konungs og sumir telja Ingólfs, sem síðar sigldi til Íslands, nefndust Inglingar. Goðsagnir segja fyrsta landnámsmann á Íslandi hafa heitið Ingólf Arnarsson, að hann hafi komið til Íslands með bróður sínum til að

16


skapa nýja veröld. Hugtak hans bast upphafi byggðar, hliðstætt mörgum goðsögnum í mannkynssögunni um bræður og sköpun sem varð á eyju. Ingólfur var nefndur Arnarsson í Sturlubók sem sumum finnst nokkuð skrítið því ættrakning hans í sömu bók segir hann hafa verið bróðir Heyjangrs Bjarnar sem var sonur Bjornólfs af Fjolum. Þessi ónákvæmni leiðir hugann að hugtökum í arfsögn Ingólfs sem tengjast konungi fuglanna, erninum. Örn vann sín verk á daginn öfugt við ugluna sem var fugl nætur og vann sín verk á nóttunni. Táknið er hægt að rekja allt suður til Helíópolis, þar sem það var upphafstákn í myndletri forn Egypta. Örn var konungur sólar og hins mikla anda. Hann er stærstur og vitrastur fugla, sveif hæst, var vel vopnum búinn, beyttum goggi, klóm og fránni sjón og dýrkaður meðal flestra þjóða sem ígildi karlkyns sem getur nýtt líf með kvenlegri náttúrunni. Á hann var heitið þegar leitað var nýrra landa. Einn þriggja forfeðra germanskra ættkvísla í Germaníu Tacitusar nefndist Ing. Það þykir sennilegt að Ing í orðinu Ingólfur sé sama tákn og rúnin, Ing, í fornu ensku rúnakvæði sem merkti “hinn fyrsta” ættföður nýrrar þjóðar í nýju landi.3 Ing tengist líka Stangar örnefnum á norðanverðum Thamesvöllum og nánar verður getið um síðar. Spáprestur Rómverja var nefndur “Augur”, sem hljómar eins og íslenska orðið yfir fálka, (h)aukur. Sá sem bar það embætti las um óorðna hluti úr táknum náttúrunnar, hann var búinn kostum arnarins og vissi hvað framtíðin bar í skauti sér. Virðingaheitið Augur, var eitt æðsta embætti fornþjóða við Miðjarðarhafið.4 Táknin Augur og Örn eiga vel við embætti Ingólfs því spámaður og ættfaðir sem er sonur Arnar var það sem þjóðflokkar á leið til norðlægra landa þurftu sér til fulltingis. Augur endurfæðist sem frjóguð í ætt Ingólfs Arnarssonar, ættföðurs hins íslenska kynstofns. Fyrstu Íslendingar urðu Inglingar líkt og Ingólfur Arnarson, ættfaðir nýrrar þjóðar við endimörk veraldar þar sem sumarið beið, en líka Gynnungagapið, dauðinn og gröfin. Rómverjar sögðu fyrsta konung Englands hafa heitið Brutus og nafnið Bretland runnið frá honum. Brutus var afkomandi Aeneasar sem gerður var útlægur frá Iliríu eftir að Grikkir brenndu Troju. Á ósum Thames reisti Brutus Troia Nova og afkomendur hans byggðu þar uppáhalds borg Rómverja Alban. Síðar víggirti Lludd Llaw konungur borgina. Hann var sonur Beli konungs velskra goðsagna á Thamesvöllum. Brátt breyttist Troja Nova í Trinovantum og síðar í borg Luds í tungutaki fólks. Sólguðirnir Beli og Brutus komu báðir frá Illiríu. Snorri sagði Frey hafa drepið Brutus með hreindýrshorni og tekið sér gerfi hans. Elstur konunga Tuatha de Danann á Írlandi var

17

a

b

c

d

e Miðja heimsmyndar London er vörðuð fjórum táknum: a -Coppetts Wood c -Marble Arch d -The Tower e -Acton Miðja heimsmyndar Rómar er vörðuð sömu táknum: a -Settebagni c -San Lorenzo f. de Mura d -Piazza de cupis e -St Peters Basilika , Vatikan Miðja heimsmyndar Póvalla er vörðuð sömu táknum: a -Morgano c -Salzano d -Trevisto e -San´Angelo


hins vegar Lud faðir Nuada Airgetlám. Orðið, Nuada, er samstofna orðum yfir guð Galla og Breta; Nodens, eða (N) Odens. Í frumsögnum konunga og goða á þessum slóðum glittir í rimmu Óðinns og Freys sem börðust um veröldina. Óðinn var vitur og dvaldi í suðaustur geira heimsmyndarinnar, Freyr var guð frjósemi og sumars og bjó gengt honum í norðvestur geira heimsmyndarinnar. Þessi öfl sneru veröldinni hring eftir hring er þau tókust á um ljósið. Að lokinni orustunni um ljósið tókust þeir á um sæti í birtunni Freyr og Loki við lind Ljósárinar í borg Loka, Luton, þar sem Freyr gein yfir öllu. Keltar urðu formlega kristnir þegar heilagur Patrekur kom til Glastonbury og kristnaði þá árið 432. Nokkur hluti íbúa Bretlandseyja hafði þá þegar tekið mithra trú og það afbrigði kristni sem borist hafði með Rómverjum. Gnostiskt afbrigði kristni sem þróaðist með Keltum og Írum var frábrugðið því rómverska í nokkrum grundvallaratriðum: Keltar mörkuðu heimsmynd sína eftir sólargangi, ekki stjarnhimni að rómverskum sið og héldu páskahátíð á vorjafndægrum. Mikill munur var á valdi biskupa og helgisiðum Maríu meyjar. Áhrif kvenna í samfélaginu og innan trúarbragðanna voru víðtæk í keltneskum sið og Keltar ofsóttu ekki nornir eins og boðað var í Róm. Kannski var áherslumunurinn mestur í hugmyndum um fulltrúa Krists á jörð, Pétur postula og hliðstæðu hans í keltneskri trú, Kalmanns, sem var talinn bera lykla himnaríkis allt þar til kaþólskur réttrúnaður hafði betur á Bretlandseyjum er heilagur Wilfreð þröngvaði rómverskri kenningu upp á kristna menn í Whitby árið 663. Wilfreð skar þá úr um málið þegar ákveðið var að Pétur en ekki Kalmann bæri lykla himnaríkis. Að því mæltu úrskurðaði konungur Norðimbralands að fylgt skyldi sið páfans.5 Vegna mikilla norrænna byggða í Norðimbralandi gegndi England lykilhlutverki við landnám Íslands og síðar kristnun þess líkt og annarra Norðurlanda. Þaðan komu trúboðsbiskupar sem störfuðu á Íslandi þar til erkistóll var stofnaður í Niðarósi. Í upphafi var því íslenska kirkjan í fjölþættum tengslum við umheiminn. 6 Ari fróði miðar byggð Íslands og kristnitökuna við dauðaár Edmundar helga og telur kristinn sið hafa komið til landsins með Rudolfi nokkrum frá Englandi, ekki frá Noregi. Með kristni komu nýir siðir og bóklegar menntir og heiðin tákn heimsmyndar tóku að mást út. Það var því einstök heppni að Einar Pálsson fann þau aftur í launsögn Brennu Njálssögu. Við munum leita þeirra í úthverfum og görðum Lundúna og í Veneto á Póvöllum Ítalíu. Þar leynast þau í gömlum munnmælum, hátt uppi í skrauti bygginga, í hluta höggmyndar, undir rústum eða í landslaginu sjálfu. Eftir trúskiptin voru þau vel falin en birtast í

18


launfræðum, bæði gnostískum og rómverskum sem bárust norður Evrópu. Táknin voru af meiði hinna fornu jarðartrúarbragða sem snúið var uppá djöfulinn sjálfan með nýjum siðum. Þó að mannvíg og styrjaldir hafi sprottið af misræminu grundvallaðist Kristni á þeim þrátt fyrir allt. Það varð til flóra tákna og launsagna um stærð veraldar og dýpstu kenndir mannsins og skrítin hugmyndasambönd sem voru líkt og “holar umgjarðir gömlu heimsmyndanna sem þjóðir eiga sameiginlega í menningararfi sínum en botna ekki í.” Táknin blasa við ef maður þekkir hlutföllin. Þegar þeirra er leitað skiptir mestu að hlusta eftir gömlum hugtökum, huga að höfuð áttum, braut sólar, stjarna og vegalengdum, í þeim felast helgir dómar sem ekkert hafa breyst í aldanna rás. Einhvers staðar í grárri forneskju lágu þræðirnir saman. Gamalt hlutfall Jónas skrifaði um eðli og uppruna jarðarinnar forðum, að hún þreytti skeið sitt með ærnum hraða kringum sólina og fylgdi föstum og órjúfandi lögum sem mannlegri skynsemi hafi nú auðnast að þýða. Liðlega 100 árum síðar uppgötvaði Einar Pálsson heimsmynd landnámsmanna á Rangárvöllum, í henni glittir í sáttmála náttúrunnar og reglubundna formfræði hennar, í heimsmyndinni býr stærð jarðar. Árin á milli Jónasar og Einars varð til afstæðiskenningin í hugarheimi Einsteins sem taldi að í tómi geymsins bergmáli mikli hvellur í sveiflutíðninni 216 sem er tónninn A í tónfræðinni. Þar úti ferðast ljósið á hraðanum 432 x 432 mílum á sekúndu.* Í ævafornum lögmálum gerjaðist þekkingin. Er því ekki að undra að Jónas hafi sótt í óbrjálað höfuðefni kenninga Platós og Pythagorasar þegar hann skrifaði um stærð veraldar og uppruna lífsins á öndverðri átjándu öld. Í huga trúarlegs höfuðskálds Íslendinga var allt efni á þessari plánetu tilkomið vegna lindar ljóssins, uppspretta þess varð fyrir milljörðum ára í mikla kvelli í geimnum, ekki bara einum heldur mörgum með hléum. Í hverju milljarða ára hléi voru atómin dengd í ofni sólar og síðan þeytt af stað aftur í hverri sprengingunni af annari. Það tekur nefnilega tíma sinn að búa til almennileg atóm. Hvaðan komum við? Hver erum við? Hvað tekur við handan sjóndeildarhrings? Undir voð óminnis í þúsundir ára hafa Indverskir menn þóst þekkja hinn stóra takt alheims sem varðar vegalengd og tíma. Í Tantra jóga er nafn gyðjunnar kyrjað 108 sinnum og andartök verða 21600 á dag. Hjarta heilbrigðs manns slær þá eitt slag á sekúndu og galdrar formfræðinnar senda hann til sólarinnar

19

*Hraði ljóss í tómi er talin vera 186.291 mílur á sek. Rót tölunnar 432 (2 x 216) er 186.624. Ef hraði ljóssins í geymnum væri 186,624, mílur á sek. mundi sköpunartalan 432, vera rótartala hraða ljóss. Mismuninn má skýra með fleiri en einni lengd mílu sem mælieiningar, ásamt þekktum afbrigðumafstæðis kenningarinnar.


á 1080 dögum, tölu heilags anda, þá fer hann eina enska mílu við hvert slag hjartans. Í gömlum enskum skjölum frá 9. öld var tiltekin stærð landsvæðis miðjunnar skilgreind sem heilagt vé konungs, það var 6 x 6 mínútur ummáls jarðar að stærð, mælt eins og fuglinn flýgur. Hlutfallið er vegalengdin sem mæld var til sólar á hádegi í hásuðri og jafngildir 36000 fetum sem er sama hlutfall og þvermál sjóndeildarhrings sem rúmast innan fernings með hliðina 6 mínútur. Teningurinn 216 er nefndur Cubus Perfectus í Landnámu Hauks Erlendssonar, – hlutfallið var áríðandi. Hvort eða hvernig sem menn orðuðu slíkar hugmyndir, skipti formið máli – og þrátt fyrir að margskonar mælieiningar hafi verið í notkun um allan heim var samræmi í hlutföllum sem rekja má allt aftur til landmælinga Egypta, Súmer og Indlands. Forn Egyptar notuðu hlutfall sem samsvaraði 6 mínútum af ummáli jarðar við landmælingar í samræmi við þá ætlan að stærð veraldar væri skipt í 6 mínútna belti. 7 Þekkingin virðist runnin frá fyrstu tilburðum manna að slá eign á umhverfi sitt. Eftir að hugtak sjóndeildahrings varð til og móðir jörð fékk rými í huganum var ekki aftur snúið því siðað samfélag grundvallaðist á réttum hlutföllum. Mörgum öldum síðar var gengið með sérstakri aðgát um landsvæði af þessari stærð í ríki Aðalsteins Englandskonungs því hlutfallið var ekki bara áríðandi það var heilagt.

20


2 St Pancrass, Marble Arch, Tower Hill og Acton Helgafell Lundúna Á Englandi eru margar konungshallir. Í þúsund ár voru þjóðir þar að ná áttum eftir að Rómverjar fóru. Margir konungar reyndu að sameina þær, þrír náðu árangri, fyrrnefndur Offa frá Engli á 5. öld, nafni hans og afkomandi Offa á 7. öld og Aðalsteinn á 8. öld. En þátt fyrir það skoppaði kórónan vítt og breytt um landið og táknrænar hallir voru byggðar undir hana um allar Bretlandseyjar. Fastan bústað eignaðist embætti konungs ekki fyrr en á átjándu öld þegar Georg III keypti Buckingham höllina í London. Sonarsonur hans Georg IV lét byggja sigurboga yfir hallarhliðið í tilefni sigurs Englendinga yfir herjum Napoleons við Trafalgar og Waterloo, sem kallað var Marble Arch. Snemma á nítjándu öld var sigurboginn rifinn niður og fluttur á fornan helgireit á norðaustur horni Hide Park. Þar var hliðið hlaðið upp aftur og snúið í norður. Um það mátti enginn fara nema konungurinn sjálfur. Hnit þess voru 6 mínútur af ummáli jarðar í hásuður frá miðjunni helgu í Coppetts Wood. Þegar þannig er mælt eru þrjár mínútur í vestur að Acton og þrjár mínútur í austur að Tower Hill. Þessi forni helgistaður gekk í endurnýjun lífdaga og tók upp ævagamla merkingu sem hlið þeirra sem hurfu héðan til eilífðarinnar með leyfi konungs. Þeir dauðu voru svo jarðsettir í helgri miðju heimsmyndarinnar í St Pancrass við Coppetts Wood. Í íslenskum sagnaarfi er sagt frá sömu hugmynd; menn gengu inn í Helgafell til að deyja, þá opnuðust Helgafellin í norður og tengdust tilverunni handan jarðvistar. 1 Samkvæmt fornum lærdómum og landmælingum er Marble Arch Helgafell heimsmyndarinnar fornu sem umlikur London. Undir vesturvegg marmara hliðsins, hinu megin við götuna frá Speakers Corner hjá gosbrunnum þrem, er koparhella greypt í gangstéttina við Tyburne Way sem markar hvar gálgi mikill stóð á miðöldum. Steinsnar frá gálganum var steindrangur sem hafði staðið þar frá ómuna tíð, nefndur Ossulsteinninn. Í margar aldir var hann þekkt sérkenni gömlu London og órjúfanlegur hluti sviðsmyndarinnar sem dæmdir menn sáu síðast áður en sjáöldur herptust saman í hengingaról böðulsins sem kallaður var lávarðurinn frá Tyburn. Landamerkjasteinn sem afmarkaði þennan heim og hinn var ófrávíkjanleg táknmynd á þessum stað í heiðinni heimsmynd Jarðar og Sólar. Í næsta nágrenni við Össulsteininn, á slóðum Marylebone klaustur-

21


Coppets wood

Acton

Marble Arch

22

Tower Hill


sins runnu tveir lækir í Thames, á bökkunum var lítið þorp. Þorpið og síðar gálginn sem konungur lét reisa þar dró nafn sitt af lækjunum tveim (Two brooks), Tyburn. Fyrsta skjalfesta aftakan fór þar fram árið 1196 er William Fitz Osbern var hengdur. Líkt og Hrói höttur hafði hann notið lýðhylli í þorpunum í kring um London fyrir að leiða baráttu gegn óhóflegri skattastefnu konungs.Eftir að konungsmenn höfðu hundelt William um sveitina var hann króaður af í kirkju Mary le Bow, sem Marylebone hverfið heitir eftir, þar náðu þeir honum, dróu hann að lækjarbökkunum og hengdu hann í hæsta tré. Í þessari frásögn eins og í sögum um Hróa hött er teflt saman jarðneskum og konunglegum (guðlegum,) auði. Á milli lína er launsögn um skattinn sem konungur hafði af táknmynd jarðar í miðju heimsmyndar, – tafl hins guðlega og hins jarðneska sem leitt var til lykta á Helgafelli þar sem hugur áttaði sig í veraldlegum heimi. Slík táknmynd var nefnd Cupus Perfectus í Algorismusi í Landnámu Hauks Erlendssonar. Hugmyndafræðilegir samherjar í umbreytingu þess guðlega í efni á suður Englandi voru William í heimsmynd London og Hrói höttur, báðir tengdust hugtökum efnis og teningi heimsmyndar, það sem Algorismus nefnir „staðfesti og hald“, þeir færðu veraldlegan auð konungs til fólksins. Suður í Róm birtist sama hugmynd í heilögum Lorenzo sem gaf skattpening páfa til fátækra. Fyrir það var hann brenndur á teinagrilli og jarðsettur á Helgafelli Rómar, Monte Sacra. Dauði heilags Lorenzo á teinagrilli Rómar, tákni fernings gömlu trúarinnar, var kristin táknasaga um jarðneska veröld manna sem sameinast þeirri guðlegu á Helgafelli Rómar. Frægustu birtingamyndir þessarar hugmyndarinnar eru hugsanlega Vitruvian maður Leonardo Da Vincis og Biblíusögur um frelsarann Jesú Krist sem Gyðingar útfærðu eftirminnilega í syni ósýnilegs guðs, sem fæddur var af konu, skapaður í mynd manns og fæddist í Helgafelli heimsmyndar Gyðinga í Betlehem. William Fitz Osbern var verndari þessa tákns á Thamesvöllum, San Lorenzo varð verndari þess við kristnun Rómar. Upp á íslensku var heilagur Lorenzo nefndur Þorlákur helgi, dýrlingur alþýðunnar á Íslandi og gæslumaður veraldlegra eigna þjóðarinnar. Á Þorláksmessu kaupa Íslendingar varning helgaðan honum. Samruni mannheims og hins guðlega verður á Helgafelli, því gat Tyburntréð, sem hægt var að hengja í 3 x 3 x 3 = 27 menn, hvergi annarstaðar verið, þar verður umbreyting undir gullnu sálnahliði. Marble Arch var byggt yfir þá hugmynd. Norðan marmarahliðsins tengdist afmarkaður heimur manna óendanlegum guði. Konungur vissi vel að frá Marble Arch reitnum var tilhlíðilegt að hverfa til

23

Meðal dýrlinga á framhlið Dómkirkjunnar í Niðarósi er Þorlákur helgi að kremja tákngerfing landeigenda undir ferningi.


Coppetts Wood Tower Marble Arch Acton

Marble Arch er á helgum stað innan afmarkaðrar heimsmyndar Thames- valla sem á sér hliðstæðu í mörgum löndum.

dauðsmanns lands. Næstu aldir fóru fram fjölmargar aftökur við vegamótin inn í Tyburn þorpið. Svo vinsælar urðu aftökurnar í samkvæmislífi Lundúnarbúa að áhorfendapallar sem rúmuðu mörg hundruð manns voru reistir umhverfis gálgann og endurbyggðir eftir miðja 16. öld. Burðugur Tyburn gálginn var skorðaður með þykkum stoðum í jörð og dugði í liðlega 200 ár sem enda stöð þeirra sem konungur dæmdi til dauða. Allt þar til síðasta aftakan fór fram 1783 kom fólk langar leiðir til að sjá menn dansa “Tyburn jigið” í snörunni, þeir voru svo látnir hanga í marga daga yfir vegfarendum til að minna á löghlýðni við konung. Ossulsteinninn var smám saman troðinn niður af áhorfendum því hægt var að klifra upp á hann til að sjá betur þegar þröngt var á þingi. Loks þegar Marble Arch var reist við Hide Park Corner var mokað yfir hann. Þrem árum síðar var hann grafinn upp aftur að ráði spekinga við hirðina sem þekktu forna frægð hans, en áður en hugtakið minjavarsla hafði merkingu vissu menn ekki hvað átti að gera við steininn. Hann var í hirðuleysi við vegakantinn, um hríð hallað upp að vegg þar sem hann stóð við stuðning Marble Arch marmarans þar til einn dag eftir nokkur ár var hann horfinn. Eftir að lærð grein um tákngildi hans í fornum átrúnaði birtist í tímariti um fornminjar á nítjándu öld hefur hann ekki sést. Ossulsteinninn, oft nefndur Ossul hundred, var tákn hins forna hundrað á öndverðum miðöldum. En landsvæðið, sem hann afmarkaði var miklu eldra. Ossulsteinninn var eitt megin tákn hinnar helgu miðju heimsmyndarinnar sem Keltar mörkuðu í landið löngu áður en sögur hófust og hugsanlega tákn staðfesti og halds Algorismusar. Landmæling slíkrar heimsmyndarinnar var annarsvegar hin stóra mæling 216000 feta sem náði langt út yfir sjóndeildarhringinn, hins vegar veraldleg mæling sjáanlegs lands innan sjóndeildarhrings sem guð og menn hafa deilt um síðan. Landsvæði miðjunnar var hin helga Miðja Thamesvalla, Cubus Perfectus, sem náði yfir 30 sóknir á miðöldum. Stærstar þeirra voru Friern Barnet, Finchley, Highgate village, Hornsey og Seven Sisters, höfuðból í eigu biskups. Þegar leið á miðaldir færðist skóglendið hægt og bítandi undir úthverfi heimsborgarinnar en skógurinn á Coppetts Wood hæð er ósnertur til þessa dags. Þungamiðja eingyðistrúar Miðjarðarhafslandanna sem er rakin til Abrahams, ættföðurs gyðinga, færðist til menningarmiðstöðvar við Miðjarðarhafið, Rómar. Þar hittust spekingar á kirkjuþingum, náðu stjórn á kreddum tíðarandans, mótuðu helgisiði og hin nýja trú festist í sessi. Hið efnislega var hjúpað andlegum krafti og myrkrið var lýst upp. Birtingarmyndir þess voru San Lorenzo, Þorlákur

24


helgi, Hrói höttur, William Fitz Osbern og Jesú Kristur. Staðfesti og hald gömlu trúarinnar fékk kristnar táknmyndir umbreytingar hins guðlega í jarðneskt. Stærð veraldar, Helgafell, Robin Hood’s Bower, Marble Arch, Betlehem, Cupus Perfectus og vé konungs sem áður stóðu vörð um 36000 feta landsvæði hinnar fullgerðu jarðar samkvæmt höfuðáttum og stjarnhimni, voru færð inn í kirkjur. Ferningaður sjóndeildarhringur og mælieiningar hlutfallsins Frumformið teningur er sex-hliðungur, hlutgervingur tölunnar 6, sem stundum er notuð í þriðja veldi sem tákn efnis í veröldinni: 6 x 6 x 6 = 216. Lagabálkar um tölvísi hafa ekki verið rannsakaðir mikið þrátt fyrir að textar um slíka hugarleikfimi séu með elstu rituðu heimildum. Í Engil-Saxneskum lagabálkum sem Aðalsteinn konungur erfði frá afa sínum Alfreði mikla sem ríkti árin 871899, er nákvæm lýsing á lengd enska fetsins og líkt og til að fylla ákveðið hlutfall segir þar einnig hve áríðandi þótti að mæla með mikilli nákvæmni þvermál þess sem kallað var vé konungs svo ekki skeikaði byggkorni. Í ríki Alfreðs á þeim tíma sem Ísland byggðist var nákvæm landmæling á þeirri vegalengd sem náði allt að 11 km leið gerð svona: 3 mílur, 3 furlongs, 9 ekrur, 9 fet, 9 lófa, 9 byggkorn. Með nútímamælingu er þessi vegalengd 18,250,1/3 fet. 18.250 fet er geisli hrings sem var miðja heimsmynda með þvermálið 36500 fet. 2 Á níundu öld kváðu lög Englands skýrt á um að innan þessa afmarkaða landsvæðis mátti ekki lyfta vopni, því var jafnað til þess að vera gert konungi. Á landnámsöld samsvaraði vé Aðalsteins konungs landsvæðinu á milli Steinkross og Helgafells og hins vegar Hofs Þríhyrnings, grunnfleti tenings helgrar miðju heimsmynda. Alls staðar þar sem landsvæði miðju heimsmynda var mælt með þessum hætti var þess gætt að grunnflöturinn væri hornréttur á lengdarbauga og ásinn sem veröldin snerist um í fornum vísindum stæði eins og öxull í gegnum hann miðjan. Löngu seinna þegar byggðar voru hallir eða kirkjur var þeim komið fyrir miðlægt á norður eða suðurhlið ferningsins þannig að grunnflötur byggingarinnar var samsíða höfuðáttum eins og sjá má t.a.m. á stjörnurannsóknar stöð Frakklands, Observatoire, þá áttu hugmyndir miðju og ásar meginátta iðulega tákn í nánasta umhverfi byggingarinnar eins og garðar við óðalssetur Evrópu bera vitni um. Tölvísi og hugmyndir samhverfunnar í hönnun garða þeirra er ekki ósvipuð hugmyndum tölvísi hinnar fornu speki Gyðinga Kabbala sem leitaðist við að tengja afmarkaðan heim manna óendanlegum guði.

25


Teningur kabbala, fullkomið form sköpunar sem rennur af einum punkti.

Þar er upprunaleg hugmynd tenings skilgreind sem táknmynd almættis, runnin af einum punkti, þegar augað sér þrívídd teningsins skynjar það augnablik fullkominnar sköpunar. Í ríksstjórnarlegu tilliti var “Hundrað” ákveðin stærðarhluti skýris, stærð hans fór eftir gæðum landsins og var hundrað því aldrei eins að flatarmáli. Þessi forna landmæling var vel þekkt meðal þjóða norður Evrópu. Við blöndun ólíkra þjóðflokka á Bretlandseyjum hrærðust saman ólík tungumál og siðir, sum orð voru þá skrifuð eins en höfðu ekki sömu merkingu. Á þriðju öld samsvaraði 100 húða land á tungu Tuatha de Dan þjóðarinnar 120 húðum á germanskri tungu og ensk ekra jafgilti 4840 föngum, skosk ekra var hins vegar 6150 föng og sú írska 7840 föng. Misræmið felst í mismunandi landkostum. Jarðvegur í Englandi var talinn í hærri gæðaflokki og betur fallinn til að framfleyta búfé. Má ímynda sér hvílíkur hausverkur það var að samræma landmælingar á fyrstu öldum okkar tíma þegar ensk þjóð og tunga voru í mótun. Ef konungur þurfti að kalla til riddara eða hermenn, voru laun þeirra bundin þessum mælieiningum, þá voru allir útreikningar gerðir í samræmi við þarfir konungs og ekki að undra að deilur um lönd og kjör hafi verið algengar meðal konungs og landeigenda. Tower Hill Að lokinni orustunni við Hastings þar sem Vilhjálmur hertogi af Normandy sigraði her Englandinga stýrði hann her sínum stóran sveig um London, óð Thames við Wallingford og tók virkið Berkhamsted sem kemur við sögu síðar. Ný krýndur konungur Englands hóf þegar að endurbyggja forna keltneska heimsmynd Englands og til að auðvelda skattlagningu skipaði bókurum símum að reikna út raunverulegt verðgildi fasteigna á Bretlandseyjum með skráningu Domesday Book. Á fornum táknrænum stað í heimsmynd Kelta reisti hann vígi mikið í austurjaðri London undir því yfirskini að verjast áras víkinga úr norðri. Almannarómur sagði hinsvegar að hvíti turnkastali Vilhjálms væri byggður til að verja auð konungs fyrir borgarbúum. Vígið var reist undir fyrrnefndri hæð Tower Hill sem var ígildi sömu hugmyndar og nefnd var Þríhyrningur á Rangárvöllum og þar sem heitir Trivignano “Þrír akrar” í Veneto á Póvöllum. Tower kastalinn varð eitt af konungssetrum Englands, hlaðinn ljósum kalksteini frá heimabæ Vilhjálms Caen í Norður Frakklandi. Hinn nýkjörni konungur gerði eins og höfðingjum var gjarnt að

26


gera við landvinninga, hann fór með landspart í poka sem táknrænt liðssinni að heiman. Afstaða Tower Hill innan heimsmyndarinnar bendir til að hugtakið hafi haft djúpa táknræna merkingu sem ferhyrna eða teningur, tákn hinns veraldlega og áttunar í landnámi Vilhjálms líkt og teningslaga kastalinn Piazza di Cupis á sama stað í heimsmyndum Etrúska og Rómverja á Tíbervöllum. Í slakkanum vestan við kastalann er lítil kirkja sem heitir All Hallows by the Tower sem Saxar reistu við hólinn á öndverðri sjöundu öld. Kirkjan varð síðar einka guðshús konunga og sérstök endastöð líkama og haus þeirra höfðingja sem hoggnir voru undir tákni “Ferhyrnu” Thamesvalla. Einu gildir hverjir fara með völd, þetta staðfasta tákn stendur allt af sér líkt og sama tákn landnema Íslands, hvorki logar Lundúnabrunans né sprengjuárásir Hitlers megnuðu að eyðileggja þessa gömlu kirkju, hér var tákn áttunar í heimi efnis þar sem 36000 feta ásar meginátta: Acton, Marble Arch og Tower Hill, hins vegar norður - suður ásinn Marble Arch - Coppetts Wood voru “staðfesti og hald” landnema. Djúpt undir hvelfingu kirkjunnar fannst rómverskt gólf og undir því enn eldri minjar. Allt er með feldu ef á þessum stað býr gull sólar. Frakkar nefna hann Porte Dorée, “Gulli slegna hliðið” í heimsmynd Parísar. Englendingar geyma enn djásn konungs í Tower kastalanum. Acton Bærinn Acton stóð vestast í þéttbýlinu á Thames bökkum við lindir Chiltern hæðanna í hundraði miðjunnar. Doomsday book er sagt þar hafi verið þyrping smábýla við kirkju heilagrar Maríu sem stóð við þjóðveginn til Oxford, íbúarnir þjónustuðu ferðamenn á leið til og frá London því bærinn var síðasti áningarstaður áður en komið var til höfuðborgarinnar úr vestri. Þar stöldruðu þeir við, þvoðu af sér ferðarykið í lindunum, heilsuðu guði í kirkjunni og fengu hressingu á kránni áður en haldið var síðasta spölinn til London. Allt frá miðöldum var þorpið einföld röð húsa við veginn sem varð fyrst áberandi í uppvexti borgarinnar þegar túnin að baki þeim voru reituð niður í eftirsóttar fasteignir efnameiri Lundúnarbúa. Í heimsmynd Danmerkur heitir þessi staður Asbanke. Óvíst er hvort uppruni fremri hluta orðanna tákni trjátegundina ask eða eik, Ac(e), í Acton, ask í Asbanke. Seinni hluti danska orðsins, banke, táknar hól, seinni hluti enska orðsins, ton, táknar tún. Osló í Noregi er dæmi um helgan stað Ása við lund undir hól; lo táknar lund, Os merkir Ás. Os-lo táknaði því Ása-lund. Asbanke og Acton eru náskyld orð og eru heiti samskonar hugmynda á sama stað

27

N

Coppetts Wood

Acton

Marble Tower Arch 1 mínúta af ummáli jarðar


t k m

i m m

innan heimsmynda Jótlands og Englands. Þegar þessi staðarnöfn mótuðust var talað sama tungumál í Noregi, Danmörku og Englandi. Ac(e), í Acton og, As, í Asbanke tákna því sennilega ás, goð eða guð. Þannig er líklegt að Ása-tún verði Oaktown, – Acton í kristnum sið. Lögmál heimsmyndanna segja einmitt að búast megi við tákni goðs á þessum stað því landmæling þeirra fylgir ákveðnum lögmálum sem alls staðar var eins. Þegar land var numið varð einhverskonar niðurstaða í samræðu dulvitundarinnar við veraldarlögmálið á þessum níunda og loka mælistað heimsmyndarinnar. Þar var hornsteinn hennar. Rómverskir sagnaritarar sem fóru á norðurslóðir Evrópu á fyrstu öld sögðu að Norrænir menn ættu sér engin hof, þau voru úti í náttúrunni. Um 800 árum seinna var sama hugmynd forfeðra okkar Íslendinga staðsett á sama stað í heimsmynd þeirra nefnd Hof. Við lindir Acton má ætla að höfðingjar hafi þingað um málefni nýrrar þjóðar samkvæmt ritúalinu, því þar varð formlegur fundarstaður lögspekinga samkvæmt lögmáli heimsmyndar; að Hofi á Rangárvöllum hafa aldrei fundist ummerki mannvirkja. Skjaldarmerki Acton er samsett úr táknum iðnar og mennta undir krónu eikartrés. Sami staður innan ítölsku heimsmyndarinnar er helgistaður Cibele gyðju jarðar þar sem nú er Vatikanið. Löngu síðar reistu kristnir menn þar helgasta vígi kristni Péturskirkjuna yfir hornsteininn Pétur.3 Svipað var forn Grikkjum hugleikið; sköpun nefndu þeir Kosmos. Þeirri hugsun reistu þeir tákn á sama stað innan heimsmyndar sinnar við Pireas klettinn í Aþenu, þar á níunda merkistað heimsmyndarinnar reistu þeir borgríki tileinkað reglu heimsins eftir hugmyndum Hippodamusar um fullkomið ríki. Á þeim stað fóru saman regla náttúrunnar, réttar mælingar og rétt lög eins og í Egyptalandi árþúsundin áður. Á norður Ítalíu, í jarðlögunum við hornstein heimsmyndar Pó-valla, Noale, fundust minjar um forsögulega frægð staðarins, reglubundin skipting lands sem minnir á skipulag Pireas Grikkja. Þegar menn túlkuðu reglu náttúrunnar með hugtökum vísinda var auðsótt að festa heimkynni goðs á þessum hól. Hvort sem og hvernig sem fólk orðaði þær hugsanir í fornöld hlaut heimsmyndin að verða samkvæm náttúrulegum hlutföllum í samræmi við stærð jarðar og manns. Aðsetur laga og reglu er hornsteinn tilverunnar eins og sést á aðsetri lögmannsins Ketils hængs að Hofi og St. Cloud í frönsku heimsmyndinni þar sem varðveittur er mælikvarði jarðar, metrinn. Níundi merkistaður heimsmyndar er hugmynd laga og reglu og aðsetur lærdóma og yfirvalds. Því er líklegt að í Acton hafi verið Ásahóll líkt og Marðarhaugur við Hof á Rangárvöllum.

28


Tvískipt himinnhvelið innsiglaði mælingu kerfisins sem frumbyggjar stikuðu á vellina við ósa Thames. Við Marble Arch var hvel birtu og myrkurs á hvora hönd og hnífskarpur norður suður ásinn á milli. Undrið jafn gamalt veröldinni en heimsmyndin jafn gömul tali manna þegar sentist hugsun frá heila til heila. Hornsteinn hjá guði allsherjar Á öndverðri 11. öld réði hinn danski Knútur yfir Noregi, Danmörku, stórum hluta Svíþjóðar og Bretlandseyjum. Knútur konungur bjó á Englandi, þar endurbyggði hann klaustur og kirkjur og var örlátur á skraut til þeirra og var því vel liðinn af kirkjunnar mönnum. Hann reisti höll fyrir Gunnhildi við Thames sem Gunnersbury garðurinn í Acton heitir eftir, þar bjó hún þar til hún var rekin frá Englandi árið 1144. Gunnersbury garðurinn er nú í miðri London. Síðustu aldir hefur borgarskipulag skorið hann í ræmur svo að ekki er gott að greina lengur staðsetningu virkis þar en ofan við bugðu í ánni eru ójöfnur í garðinum austanverðum skammt frá biskupssetri Lundúna þar sem talið er að höll Knúts hafi staðið. Knútur var frægur fyrir stjórnkænsku og friðsamleg samskipti við páfa. Í launmáli konungasagna frá þessum tíma þegar æ fleiri höfðingjar tóku hina nýju trú, speglast merkileg atburðarás heimsmyndar á hverfanda hveli. Á meðan Knútur átti í rökræðum við guð sinn um hvor þeirra stjórnaði sjávarföllunum gaf hann uppáhalds frænku sinni, Gunnhildi, konungshöllina á Ása-túnum. Orðið gunnhildur, í tungu Knúts merkti orustu. Undir lok stjórnartíðar hans var ljóst að ný trúarbrögð voru komin til að vera. Þá var tilhlíðlegt að hornsteinn heimsmyndar sem var að víkja fyrir kristnum sið væri höll stríðsgyðjunnar Gunnhildar. Eins og áður sagði var þar staður konungs, tölvísi og laga og ekki óalgengt að reitur þessi væri ávallt í eigu æðsta lögspekings í hverju landi, enda í kallfæri við guð allsherjar. Um það leyti sem Normannar hverfa frá Englandi var Acton í eigu biskupsins sem skipti landinu upp í margar húðir og leigði út. Svo fór reiturinn undir stjórn Fitzlauf fjölskyldunnar sem leigði skólameistara Pálskirkju í Westminster hluta landsins sem hét þá “Acton í skóginum”. Um miðja sextándu öld voru öll kirkjulönd í nágrenni London tekin eignarnámi af Hinriki VIII sem notaði þau sem skiptimynnt í viðskiptum. En embætti konungs Englands líkt og embætti konungs Frakklands gætti þess að hugmyndin Acton, líkt og St. Cloud í París, hyrfi aldrei úr eign konungs, því leið ekki á löngu þar til Acton reitur Lundúna komst aftur í eigu konungs.

29


Höll Gunnhildar var áberandi kennileiti efst á hæðinni yfir Brentford vegi fram á nítjándu öld og ekki var óalgengt að til orustuhallar Thamesvalla rækju viðskiptamenn erindi sín. Það bar oft til á góðviðrisdögum að Lundúnarbúar sáu glitta í aðalsfólk að leik í görðum hallarinnar sem þá var kölluð Amelíuhöll, pólitískir gjörningar sem bruggaðir voru í samkvæmum hennar urðu frægir að endemum á Englandi. Brátt söfnuðust í þennan bæjarhluta efnalaugar og þvottahús í svo miklum mæli að Acton fékk viðurnefnið “Sápulagareyjan” og lénin voru skrúbbuð úr lindunum við Acton. Svo fékk reiturin í garðinum heitið Mill Hill-garðurinn og dró nafn sitt af hlöðnu virki í honum austanverðum sem var talin leifar vindmillu sem aldrei hefur fengist staðfest. Hornsteinninn Cupus Perfectus Liðlega 3 mínútur eins og krákan flýgur í hávestur frá gamla aftökustaðnum við Marble Arch, yfir einhver þéttbýlustu hverfi Lundúnaborgar, er dropalaga eyja á miðri Bromyard götu í Acton. Svo einkennilega vill til að á miðri aðalgötunni er hóll sem skiptir aðalgötunni í tvennt þannig að akreinar sveigja í hálfhring báðum megin við hólinn. Þar sem skipulag borgarinnar raskast með svo afgerandi hætti hlýtur að standa áríðandi mannvirki eða helgistaður, en svo er ekki, á hólnum er fjórbýli með bílskúr og garði sem rétt mátulega kemst fyrir á umferðareyjunni. Jú, áður var kirkja á hólnum sem brann niður á tuttugustu öld og stóð skelin á miðri götunni í nokkur ár til skjóls útigangsmönnum. Eftir nokkurt fum í borgarkerfinu var rústin rifin og þessi litla íbúðablokk byggð á eyjunni í staðinn. Við eftirgrennslan kemur í ljós að kirkjan hafði verið reist á rúst eldri kirkju sem reist var á rúst eldri kirkju, kennd við söfnuð Barnabassar sem var einn af elstu dýrlingum kristni. Í Biblíuni segir að Barnabas hafi gefið postulunum eigur sínar, fyrir það varð hann helgur maður og fékk nafnið Barnabas sem þýðir “sonur spámannsins” í armanskri tungu, á grísku þýðir það “sá staðfasti”. Í fornum textum er eftirtektarvert að Barnabas var ávallt nefndur á undan Páli postula og þá sem einn af postulunum. Vægi hans í sögunni virðist hafa verið rökrætt á kirkjuþingum miðalda og ekki að undra því erfiðara úrlausnarefni er vart að fá en umbreiting heilgas anda í jarðneskar eigur í samhengi Cubus Perfectus. Lögmál heimsmynda gerir einmitt ráð fyrir því að hið guðlega og hið veraldlega væru samræmd á þessum stað, staðurinn er sjálft hugtak umbreytingar hins guðlega, – hornsteinn heimsmyndarinnar, jafn rótfastur í huga borgaryfirvaldsins og í kennisetningum Hebrea um hugtakið 6 6

30


6, sem aldrei var ætlað að vera lesið sem sexhundruðsextíu og sex, heldur sem tákn lífsins; 6 6 6 (216). Í upprunalegum hebreskum leturtáknum var 6 6 6 helgur dómur í launfræði Davíðs og tengist sköpun í almanaki Hebresku þjóðarinnar en varð síðar tákn dýrsins í meðförum vestrænna markaðsafla. Hin forna konungsgjörð Ea í Súmer Hugtak tenings opinberast í Acton, táknmynd hans gæti leynist t.d. í hólnum undir kirkju Barnabassar eða undir höll Gunnhildar. Ea er talið eitt af elstu hugtökum guðs, táknaður með ferhyrnu og tölunni 4 í fornri tölvísi Súmera. 4 Ferhynan Ea varð sennilega áríðandi form löngu áður en menn lærðu að nota tölur.5 Ferhyrnan varð þrívíður þríhyrningur með fjórar þríhyrndar hliðar, tákn hornsteins veraldar. Ef upphafleg talning fór fram með frumlægum reiknilíkönum þar sem notaðar voru steinvölur sem raðað var í sandinn, má ímynda sér að fyrsta steinvalan, hinn fyrsti punktur hafi verið einskonar andleg eind hins fyrsta, seinni steinvalan myndaði línu, sú þriðja myndaði þríhyrndan flöt, fjórða steinvalan myndaði ferning. Í þessu samhengi runnu saman ferhyrndur flötur og ferhyrna þegar fjórða steinvalan var handleikin til að koma henni fyrir sem fjórða horni fernings. Leturtákn Genesis eru af sama meiði, þau voru upphaflega tölutákn. Samanlögð tölugildi táknanna í fyrstu setningu Genesis: “Í upphafi skapaði guð himin og jörð” var 2701.6 Teningurinn 3 3 3 = 27(00), vé Aðalsteins konungs var teningurinn 6 6 6 = 216. Teningar Hebrea og Aðalsteins rísa upp af ferningi sem umlukti sjóndeildarhring. Þegar Kristur kom til skjalanna, sameinuðust allar vættir í kufli hans, mannkyn hafði þokast að þessari niðurstöðu. Í frumritum kristni var Kristur oft nefndur með tölunni 37 7 . Eftir ástríðufulla leit í þúsundir ára var frelsari fæddur í spegilmynd manns líkt og tölutáknið 73 er spegilmynd 37. Formin sem tölurnar sýna er veröldin sem guð skapaði; 2701 gerð úr fyrstu tölutáknum Genesis, sem jafngilda útkomu 37 x 73 = 2701. Í margslunginni tölvísi frumsköpunar er tala Krists 37 líka tala sexhyrnings sem er flatarmynd tenings, margfölduð með spegilmynd sinni 73, Kristur verður ígildi lands, lofts og láðs sjóndeildahringsins: Kristur var hugmynd veraldar í réttum hlutföllum. Upphafsorð Genesis færa okkur formálalaust inn að miðju kerfisins sem Einar Pálsson uppgötvaði á Rangárvöllum. Hugtak teningsins 2700 (3 3 3) spratt upp af formunum ferningi og hring við helgun lands. Í athöfninni varð hinn fyrsti punktur, andleg eind hins fyrsta; í upphafi skapaði guð himinn og jörð. Þau lýsa miðju

31

Tölugildi þess sem guð skapar í upphafssetningu Genesis er náskylt hugmynd upphafs í ættartölum konunga (Y)Inglingasögum og Noregskonunga sögum.

4

37

Ferningurinn 4, á sér sexhyrnda stærð sem er 37


heimsmyndar sem mæld var 7300, 5 feta skrefum: Sexhyrningur var hugmynd veraldar í réttum hlutföllum. Steinkross Lundúna Við erum aftur komin á Northern Circular hringveginn sem liggur um London. Á löngum kafla liggur hann í útjaðri gamla skógarins sem tilheyrði St Pancras kirkjugarðinum. Norðan hraðbrautarinnar, rétt áður en komið er að gatnamótum Colnley Hatch Lane, er fyrrnefnda hæðin Coppetts Wood, Miðjan, á vinstri hönd. Eftir að Thamesvellir höfðu verið stikaðir fram og til baka af kynslóðum þeirra sem gerðu þetta land að heimkynnum sínum upphaflega, skárust mælilínur á hæðinni, þar var miðja landsins samkvæmt sólarmerkjum. Undir trjákrónum efst á hæðinni er tjörn og tveir hólar við gangstíginn. Þaðan hallar mest í suður að grafreitum St. Pancras. Hæð Coppettsskógar var kennileiti í landslaginu árþúsundin fyrir okkar tímatal og gott viðmið til að mæla og leggja megin ása sólúrs frumherjanna. Frá tjörninni eru 108.000 fet til endimarka þess í allar áttir. Hér var hvíldarstaður landkönnuða, grafreitir og þingstaður. Tjörnin þornar upp á sumrin, þá birtast í setinu plastílát og drasl sem landverndarsinnar þrífa á vorin og búa Miðjunni hátíðlega umgjörð við hæfi. Á nyrðri bakka tjarnarinnar er haugur og handan hans skurður sem liggur í suður. Þessi ummerki eru gömul og gróin. Ekki er vitað hvað felst í setlögunum í botni tjarnarinnar. Gera má ráð fyrir að í frumkristni hafi munir Kólumkilla verið brotnir og troðnir í svaðið þar sem þeir geymast vel í rökum setlögunum ásamt því sem koklega var greypt í svörð við trúskiptin. Elstu heimildir um býli á þessum slóðum eru frá 13. öld. Samkvæmt borgarkorti frá öndverðri síðustu öld eru hólar og misfellur í skógargólfinu grónir haugar úrgangs úr ofni sem hlaðinn var sunnar í hlíðinni. Þar var brennt heimilissorp í áratugi og öskunni dreift austur undir hæðina, í jarðveginum er bráðið gler, brunagjall og járn frá 20. öld. Ofninn var eftirsótt skotmark þýskra sprengjuflugvéla í stríðinu, sumar misfellur í jarðveginum eru sprengjugígar úr seinni heimsstyrjöldinni. Það er líkt og síðustu leifar skógarins norðan London viti örlög sín, dýralíf er svo til horfið og skógurinn minnkar óðum, miðja veraldar er ekki lengur hér. Að lokinni síðustu ísöld hopaði jökullinn og eftir lá rispaður kalksteinninn. Gróður festi ekki strax en um leið og moldin varð til byrjaði skógurinn að vaxa. Nú eru þar brotnar girðingar, eldstæði útigangsfólks og opin ræsi. Löngu eftir að öllu

32


hafði verið snúið upp á Krist og Coppettshæð skagaði ekki lengur upp úr í landslaginu og erjur í sveitinni um eignarhald á löndum sem lágu að veginum til London höfðu hjaðnað, rann almenningur og allar jarðir undir stórbændur í Colney Hatch. Þá efldist löggæsla og vegamenn voru gripnir og festir í gapastokka við beikonmarkaði Finchley. Aldirnar eftir að Rómverjar fóru héldu bændur áfram að gera það sem gert hafði verið í þeirra sveit alla tíð, í rjóðrunum grófu þeir sína látnu, svo færðist hítardjúpur friður yfir skógana og miðju heimsmyndarinnar. St Pancras Því var trúað að fornu að teningurinn 6 6 6 sem reistur var á ferningnum 6 x 6, væri uppspretta allra talna og forma. Ítalir endurreisnartímans þekktu þessi fræði vel þeir trúðu því að guð væri dýrkaður í öllum hofum með staðfestu tenings. Í Jóhannesarguðspjalli nefnir Kristur Pétur, Kephas, sem fékk merkinguna steinn í formi teningsins 9 9 9. Þú ert Pétur, og á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn, ég mun gefa þér lykla himnaríkis, og sérhvað sem þú bindur á jörðu skal bundið verða á himnum, og sérhvað sem þú leysir á jörðu mun leyst verða á himnum. Kaþólsk kirkja sækir umboð sitt í þessi orð Krists. Páfinn ber lykla himnaríkis, hann er eftirmaður Péturs, kletturinn er kirkja Krists. Pétur er hornsteinn kaþólskrar kirkju. Málsett teikning á gulnuðum blöðum af Péturskirkjunni sýna að grundvallar stuðull þessa mikla húss var talan 216. Lengd kirkjuskips að altari páfa er 216 x 2 = 432 fet. Þvermál hrings um altari páfa er 216 fet. Hæð að kúpli: 108 fet. Heimsmynd sólúrsins í Péturskirkjunni 216 fet að þvermáli sem er líkan af heimsmynd Rómar í hlutfallinu 1:1000. Gryfjan fyrir framan altari páfa er teningur miðju, tákn jarðar. Hver hlið hans er 30 fet. Í hugmynd Péturskirkjunnar býr öll veröldin, hún var byggð samkvæmt stærð veraldar og reist á fornum helgistað Cybele gyðju jarðar í heiðni. Grunnflöturinn umhverfis altari páfa var mældur samkvæmt lögmálinu, nákvæmlega eins og aðrar heimsmyndir frá Rangárvöllum til Landsins helga. Höfuð áttin undir kúplinum mikla er ekki norður-suður, heldur austur-vestur, í samræmi við sólarupprás Krists hinnar nýju sólar sem kemur upp hvern dag í austri. Ferningurinn á Thamesvöllum er sama hugtak og þessi ferningur. Á miðri norðurhlið hans er regintákn norðurs, hugmyndafræðilegt altari páfa í kristni, þar varð helgireitur St. Pancrass í London. Þegar horft er frá Coppetts Wood hæðinni yfir St. Pancrass, í há suður yfir London til Thames, er Marble Arch

33


432 fet

216 fet

Grunnhugmynd Péturskirkjunnar í Róm virðist byggð á hugmyndinni 432, 216 og 108 x 2

þar sem mistur Hide Park endar, hulið stórbyggingum borgarinnar. Fjarlægðin er sléttmæling þeirrar vegalengdar sem venjulegur maður sér frá sér á kúlulaga jörð, 36000 fet eða 6 mínútur. Heilagur Pancras er einn af dýrlingum Rómversku kirkjunnar. Hann var sagður af frísnesku bergi, missti foreldra sína ungur og bjó hjá frænda sínum í Róm á annari öld okkar tímatals. Frændurnir tóku hina nýju trú og boðuðu fagnaðarerindið á strætum Rómar þar til þeir voru handteknir í ofsóknum Diokletians keisara gegn Gyðingum. Pancras var færður fyrir yfirvaldið sem bauð honum að lúta rómverskum guði eða deyja samkvæmt lögum, en hann hafnaði. Keisaranum fannst mikið til koma um trúfestu unga stráksins og bauð honum auð og völd ef hann léti sér segjast, en Pancras hafnaði staðfastlega. Keisara var þá nóg um og lét hálshöggva hann á torgi Via Aurelia að morgni 12 maí árið 303. Í þessari frásögn glittir í táknmál teningsins sem guð sakapaði í upphafi, teningsins í miðju heimsmyndar Lundúna sem á samsvörun í táknmyndinni Pancras sem merkir “sá sem á allt” í grískri tungu. Sá sem á allt og upphaflegt hugtak teningsins Cubus Perfectus – tákn efnisheims, varð til í hugskoti þess sem þurfti að átta sig í víðsjárverðum heimi og stíga ölduna á yfirborði jarðkúlu sem snerist í ógurlegu hringferli veraldar. Það er ekki á færi keisarans að hafna sólarupprás sem boðar sumarkomu og alsnægtir. Samkvæmt sólarmerkjum og kaldhæðni örlaganna var ungum Pancarasi valin aftökustaður á torgi Via Aurelia undir vegg Vatikansins, hornsteini Rómar, þaðan blöstu við auður og völd heimsmyndarinnar í beinni röð; San Lorenzo fiuri la Mura, og Piazza di Cupis, sem nefndust Marble Arch og Tower í London. Vegna þess hve ungur “Sá sem á allt” var við píslardauða sinn, sýna táknmyndir hann iðulega sem ungan hermann með sverð í annari hendi og pálmagrein í hinni. Hann varð verndari og milligöngumaður fyrirbæna í helgisögnum og verndardýrlingur barna. Um það bil einni öld eftir að Rómverjar hurfu frá Englandi tileinkaði Ágústínus erkibiskup af Kantaraborg fyrstu kirkju landsins heilögum Pancrasi. Sú kirkja var reist á stað sem talin er með elstu tilbeiðslustöðum Kristni í Evrópu skammt frá Marble Arch réttvísandi í segul suður frá Coppetts Wood. Páfi sendi líkamsleyfar Pancrasar til Englands og þeim var komið fyrir á reitnum sem biskupinn helgaði Kristi. Verndardýrlingur barna hlaut þannig sérstakan sess á Englandi og varð áberandi tákn heiðinnar heimsmyndar Rómverja á norður slóðum, heimsmyndar sem ekki hafði notið langrar ævi á Englandi heldur rann sitt skeið á 400 árum.

34


35


Berkhamsted

10 km

Coppets wood

LONDON

Acton

Marble Arch

Tower Hill

Windsor

Caesars Camp

Staines

3 Þrídrangurinn Cesar’s Camp Bracknellskógur er í sunnanverðri landareign Windsor. Í miðjum skóginum suðvestur frá Coopers Hill, ekki langt frá Ascot veðhlaupabrautinni er hæð sem ber heitið Búðir Cesars, Cesar’s Camp.1 Samkvæmt sólarmerkjum var hæðin formið landnema sem mældu beina línu að þeim stað sem sól rís á sumarsólstöðu hinu megin á sólúrinu. Þegar hæðirnar renna saman í sjónlínu myndast lína á milli staða sólarlags á vetrarsólstöðu og sólris á sumarsólstöðu á Thamesvöllum. Að öllum líkindum var þar sjónarhóll þeirra sem fyrstir sigruðu þetta ónumda land og tóku það til ábúðar. Virki á hæð eru yfirleitt reist í hernðarskyni en rannsóknir sýna að þetta virki var reist í táknrænum eða trúarlegum tilgangi. Bergið og virkisveggirnir á hæðinni skaga upp yfir barrtrén og bera þess merki að stallar hafi verið hoggnir í það í trúarlegum tilgangi. Stallarnir voru hugsanlega hoggnir í bergið til að festa einhverskonar palla fyrir athafnir landkönnuða og presta á sumarsólstöðum þegar þeir festu sjónlínuna norð austur, um Coopers Hill og Coppetts Wood, til Abbes Rodding við mörkun heimsmyndarinnar. Séð frá útsýnispöllum við bergvegginn var sólris í Rodingsveit á öndverðri

36

Swa


brún heimsmyndarinnar áríðandi teikn við sumarsólstöður. Margt bendir til þess að virkið á hæðinni sé Þrídrangur Thamesvalla og miklu eldra en frá tíð Rómverja. Þaðan er skír sjónlína til sólarupprásar á lengsta degi sumars. Það, samkvæmt líkum málsins, mun hafa verið áríðandi þáttur helgisiða sem fóru fram á degi sem kallaður er Jónsmessa í kristni. Að sama skapi, ef horft er úr öndverðri átt til steindranganna sest sól að baki þeim á stysta degi árs, –við vetrarsólstöður. Þrídrangur Thamesvalla var tákn sólarorku og gróanda. English Heritage stofnunin stóð fyrir rannsóknum á hæðinni seint á síðustu öld. Það kom í ljós að elstu mannvirki þar eru um 2600 ára. Upphafleg hringlaga hús á staðnum voru sennilega reist líkt og aðrar byggingar sem fundist hafa í nágrenninu, drumbar voru skorðaðir í jarðveginn með um 6 feta bili. Tágar voru fléttaðar á milli, þéttaðar með leir og ofan á hvíldu þaksperrur undir stráþökum, þéttuð með hálmi og laufi. Í aldanna rás þöktu barrnálar skógarbotninn og hlóðu hjúp um forsögulegar minjar um alla hæðina sem verndar þær. Eins og víða innan heimsmyndanna er hér um að ræða verndaðan reit sem er svo til órannsakaður. Eftir að trén sem stóðu inni í virkinu voru fjarlægð blasa við grasi gróin veggjabrotin. Í jarðlögunum undir grasverðinum er gólf helgisiða frá því að árþúsunda hirðingjalífi lauk og nýir siðir tóku við, þá hófst jarðrækt og dýrahald, og búseta háð sólargangi. Efst á virkinu við hoggnar brúnirnar eru for-mið þeirra sem gerðu ból á sléttunni þegar land var mælt og áttir festar á Thamesvöllum. Á vorjafndægrum bjó vættur sólarinnar í sjónlínu frá rauf í steini þangað sem sól reis á lengsta degi. Þaðan var mið fest yfir landeyjarnar og ánna með samstilltu átaki allra í sveitinni og mælingunni haldið til streitu þrátt fyrir allar fyrirstöður. Að minnsta kosti þrjú kennileiti gætu hafa verið for-mið heimsmyndarinnar í langri sögu Bretlandseyja: Three Castle way, Nine mile Ride, Burrow Hill, og Totem Pole hæð. Þau eru öll í landareign Windsor kastalans. Frá því sögur hófust voru þau tengd konungi og Upphafshvolnum, þau bera með sér að vera minnisvarðar um hina fornu helgun lands og nutu sérstakrar verndar konungs. Þrídrangur Thamesvalla rís í landi drottningar.

37


Hatfield Forest

Luton

Berkhamsted

Abbes Roding

10 km

Coppets wood

LONDON

Acton

Marble Arch

Tower Hill

Windsor Swanscombe

Caesars Camp Swanley

Staines

Suðvestur Sólsetur á tilteknum degi við vetrarsólstöður var tákn sumarkomu. Sá staður tengdist Steingeitar merkinu á stjarnhimni. Sólin gekk eftir sólúrinu heilann hring á ári hverju. Lægsta staða hennar á sólúrinu var á stað jóla í kristni, í suðvestri, þaðan var heimsmyndin mæld.

38


4 Sólarlag á vetrarsólstöðu í suð-vestri Þegar rýnt er suðvestur frá Koppetts Wood, sést til Thames við Sunbury og Windsor. Að mældum 108000 fetum, eins og krákan flýgur þangað erum við stödd þar sem sól sest á vetarsólstöðu. Sólborgin er þar sem vatnasvæði Lundúna sameinast lendum Steingeitar á sólúri Thamesvalla. Norðar og vestar er Coppers Hill hæðin í Runnymede þjóðgarðinum sem einhverntíma var upphafshvoll eins og ætla má að hóll Sólborgar hafi verið í heimsmynd Rómverja. Hæðirnar Staines og eldri og nýi Windsor í heimsmynd Cassivelaunus þjóðarinnar sem rísa upp úr vatnasvæðunum á þessum stað. Uppá þeim opnast manni óslendi Thames árinnar sem séð hefur margar ísaldir koma og fara. Þar rennur þungur straumur og hljóðlaus sem ber jarðefni niður frá fjöllunum og hleður upp sléttuna lag fyrir lag. Á völlunum er land svo flatt að seltu sjávar gætir í ánni ef drukkið er úr henni við Teddington bugðuna á háflóði. Við Sunbury nokkrum metrum ofar er áin hins vegar tær, þar eru vatnaskil í margvíslegum skilningi. Ég hreyki mér efst á upphafshvol Lundúna undir merki Gnægtarhornsins og sé skip Claudiusar líða upp eftir ánni undir áraslögum ræðaranna með áhafnir á dekki viðbúnar því versta því ekki komu þeir með friði og fylgst var með þeim úr landi. Einn áhafnar meðlima á fremsta skipinu dró ílát í bandi við skipshlið, hann togaði það upp ótt og títt og bragðaði á ánni. Við Spelthorne, stöðvuðust skipin, þar gætti seltu sjávar ekki lengur í straumnum, þar var gengið á land. Í skilningi komumanna var Sunbury upphafsreitur mælingar heimsmyndarinnar sem Rómverjar ætluðu að marka á víðlendið, þar varð hin rómverski upphafshvoll, kenndur við nýtt líf og lífsins vatn. Við þann hvol skyldu allir staðir í nýju landi Rómverja miðaðir. Upphafshvoll þjóðflokka Cassivelaunusar var hins vegar áðurnefnd Coppers Hill-hæð örlítið norðar upp með ánni. Frá örófi alda hafði lífsmunstur þeirra miðast við strauminn og bundist upphafshvol þeirra sem numu þetta land. Við Spelthorn laust saman herjum Claudíusar og heimamanna. Menning þjóðanna sem settust að á Englandi aldirnar fyrir og eftir landnám Rómverja var af ýmsum toga. Dagatal gerði hver með sínu nefi miðað við hegðun jarðar, mána, sólar og fastastjarna á brautum sínum. Hraði þeirra og snúningsstefna var alla tíð skrikkjótt og allt kerfið á stöðugri hreyfingu. Á sagnavöllum Englands runnu goðsagnir saman við leiðarmerki heimsmyndarinnar og spegilmynd stjarnhiminsins.

39


Við upphafshvolinn voru dagar taldir. Þar var staður jóla og upphaf tímaskeiða sem skrifarar Gamla testamentisins þekktu vel. Sagnir um fæðuöflun frumstæðra bænda og fjórar ár Paradísar sem kvísluðust í 16 vötn Nílar og frjóvguðu sléttlendi á frjótíð voru sagðar um svona land. Uppruni sagna um nábýli fólks við slíkt stórfljót eru frá Indóevrópu í þeim fólst hugmynd um fæðingu lífs eftir flóð, fljótið flæðir yfir bakka sína og drekkir öllu. Þegar vötn sjatna koma hólarnir fyrstir upp úr straumnum og á þeim kviknar hið fyrsta líf. Sterkir stilkar fyrsta gróðurs eftir flóð bera hinn fullkomna ávöxt sem springur út undir sólinni. Hugtak gnægtarhorns jarðar varð til á slíkum hól.1 Fornir lærdómar Kaldea í þýðingu babílonska prestsins Berosus á gríska tungu eru merkilegar heimildir um hvernig heimsaldrar voru lesnir úr himinntunglunum. Þar segir sumarkomu hafa orðið þegar himintunglin komu öll saman í merki Krabba en vetur þegar himintunglin komu saman í merki Steingeitar.2 Veröldin ferst í eldi þegar himintunglin hittust í merki Krabbans en vatni þegar þau hittust í merki Steingeitar sem Babýloníumenn nefndu geitina mörg þúsund árum fyrir Krist. Geitin er klifurdýr, hún var merkið sem sólin stóð frammi fyrir er hún tók að klifra aftur upp á himinhvolfið eftir að hafa verið þar í neðstu stöðu. Elstu sagnir Steingeitarmerkisins eru frá Súmerum sem tengdu merkið tilveru sjávar og vatns sem var formlaust, Steingeitin var því persónugerv-ingur óskapnaðar. Súmerar og þjóðfélög sem runnu frá þeim trúðu því að jörðin væri girt sjó. Þegar stjörnur himinsjávarins risu af hinu jarðneska hafi virtist sjór himins vera framlenging hins jarðneska sjávar. Stjörnuhafið var lifandi veruleiki þjóða sem bjuggu við sjávarsíðuna, höfin runnu saman í goðsögum. Síðar tengdust Steingeit og Vatnsberi fyrrnefndum Ea, guði Súmer sem var bæði maður og fiskur sjávar í suðri. Þarna glittir í einhverjar elstu sagnir um þjóðflutninga sem vitað er um. Má ímynda sér að þegar menn frá fjarlægum stöðum, e.t.v. Indlandi, komu á skipum færandi hendi með gjafir siðmenningarinnar hafi myndast slíkar goðsagnir. Á þessum tíma, um 4300 -2100 f.Kr., var sjór Súmera undir stjörnumerki Vatnsberans. Vatnsberinn varð því tákn rakans og kulda. Við Steingeitina og Vatnsberann hefur myrkasti tími árs og jól verið miðaður frá því um 4300 f.Kr.3 Svo færðist minni Vatnsberans smám saman yfir á Steingeitina síðustu árþúsundin fyrir Kristsburð. Í grískum sagnaarfi um bardaga árguðsins Achelousar við Herakles bergmála goðsagnir Ea, Vatnsberans og Steingeitarinnar frá Súmer. Þá skipti Achelous oft um ham og varð að fljóti, manni, fiski og nauti. Herakles braut annað hornið af nautinu og vatnagyðjan Nereiður fyllti það ávöxtum og

40


blómum og gæddi það þeim töframætti að hornið skyldi ávallt vera fullt af ávöxtum og eigandi þess fengi alls sem hann óskaði. Nereiður nefndi hornið Cornucopia, gnægtahornið. Grikkir sögðu hornið væri að finna meðal stjarnanna í merki Steingeitar. Rúnamjöður við Sólborg Í Runnymede þjóðgarðinum rís Upphafshvollinn Cooper Hill hátt yfir farveg fljótsins. Runnymede er germanskt orð samsett úr Run og mede sem merkir rún og mjöður. Garðurinn dregur því heiti sitt af orðinu Rúnamjöður. Hefðbundin þýðing á orðinu, cooper, í enskri tungu er sá sem býr til stafatunnu. Orðsifjar segja orðið, cooper, merki ílát sem er breitt um miðjuna eins og síldartunna. Orðið cooper er komið af orðinu kupe sem er runnið frá latneska orðinu cupa, það barst norður Evrópu um Holland til Englands við upphaf okkar tímatals og er náskilt gríska orðinu, copia, sem táknar ílát sem er svert um miðjuna og er notað um gnægtarhornið cornocopia, sem hefur verið bundið þessum stað á sólúri heimsmyndar enda var Upphafshvollinn tákn horns allsnægta. Í íslenskri hliðstæðu voru Einherjar Valhallar sennilega á slíkum stað er þeir börðust við myrkrið fyrir ljósið. Í Hávamálum segir að þeir hafi drukkið mjöð Heiðrúnar, hugsanlega úr svipuðu íláti, og orðið fulldrukknir af. Hugmynd Upphafshvols var í samræmi við þá ætlan að atburðir í mannheimum færu betur ef þeir líktust því sem gerðist á himni. Á himni bjó lög og regla. Grikkir sögðu myndina sem skapaðist í huga Guðs er hann skóp veröldina hafa verið hin reglubundna veröld, Kosmos, sem var andstæð Kaos hugmynd óreiðu og sköpuleysis. Tölugildi Kosmos var 600, ef gerður er teningur úr tölugildi Kosmos til sköpunar reglubundinnar veraldar, væri tala hennar 600 x 600 x 600 = 216000,000. Slíkar hugsanir bárust norður og gerjuðust í menntasetrum Evrópu við upphaf okkar tímatals. Í sögnum frá Sunbury segir að höfðingjar hafi hist á Upphafshvolnum við Spelthorn 12 sinnum á ári og ráðið ráðum sínum. Þetta gæti hæglega átt við lýsingu á upphaflegri skiptingu íslenska goðaveldisins er landinu var skipt í 36 goðorð í samræmi við hring himinbaugs. Hvort tveggja átti sér hliðstæðu í egypskri og babýlonskri hugmyndafræði. Hin rómverska heimsmynd sem stikuð var um London var skipt í fjóra jafna hluta eins og gert var í Róm og Aþenu, ásum þeirra var miðað á stjörnur í merkjum stjörnuhrings. Steingeit hét ein vætt þeirrar veraldar. Á hverju ári klifraði hún með sólina frá lægstu stöðu upp á himininn. Þar tóku við lendur Nautsins hvíta og rauða, sólsetur þar táknaði byrjun sumars. Sólris í geira Krabba er

41


á þeim tíma árs sem sól færist í efstu stöðu og heldur þar jafnvægi um hríð því framundan er ferð hennar niður aftur samkvæmt snúningi tímans. Þegar hún er í efstu stöðu er ferð hennar niður himinnhvelið þegar hafin eins og speglast í eðli krabbans sem snýr fram en gengur á hlið. Síðasta “stoppistöð sólar” í fjórskiptri veröld er í hafi Sporðdrekans sem táknar birjun vetrar, myrkurs og kulda. Sólarupprás þar ber í sér að árhringur mun hefjast á ný með sumar og blóm í haga. Heimsmyndin sem Rómverjar komu með var byggð á sköpun í formi tenings sem var njörvaður niður í suðvestur geira hennar við hæð sem þeir nefndu Sólborg. Öxlar voru með 45 gráðu halla á breiddarbauga og liggja á milli horna í risastórum ferningi. Rómversk stjórnskipan kom upphaflega frá Aþenu og var eins og Aristoteles lýsti henni; „þeir skiptu sér í fjóra ættbálka í líkingu við árstíðirnar og sérhver ættbálkur skiptist í þrjá hluta svo alls urðu hlutar þeirra tólf eins og mánuðir ársins.“ Hverju húsi var aftur skipt í þrjá hluta og þannig var fengin tala hrings 36(0). Steinar á hvol Norðan Hampton óðalsins á vinstri bakka Thames, er Spelthornehérað sem telur bæina Ashford, Staines og Sunbury-on-Thames í sínu forna hundraði. Ofar með ánni er þjóðgarðurinn Runnymede og nýi og gamli Windsorkastali. Skjalasafn Sunbury er í gamalli slökkvistöð í eldri hluta bæjarins. Grúskari á ferð í þessari sveit með Londonsteininn á heilanum getur ekki látið hjá líða að fara þar inn, setjast undir vaktaragluggann, skoða mannlífið og fletta annálum. Það glittir í ána á milli húsanna, á himninum yfir vatnasvæðinu eru margar hvítar línur því alþjóðaflugvöllur stórborgarinnar er á næsta leyti. Vatnasvæði í suðvestur geira heims-myndar gengu í samband við haf himins, slíkur sjór hét Mara í tungu Indó-Evrópskra þjóða. Þar bjó síðar hugtak Maríu móður Krists, enda varð svo að vera því hún hlaut að vera í næsta nágrenni við fæðingarstað Jesú og jól. Mara, heitir nú Queen Mary’s Reservoir í Sólarborg Lundúna. Af baksvip fljótaprammastjóranna sem kankast á á pöbbunum, skilst að áin hefur runnið í þessum farvegi allt frá síðustu ísöld og hún hlóð bæjarstæðið með bökkum sínum. Í heimildum frá níundu öld er sagt frá prömmum á ferð upp og niður ána með gripi, korn og timbur sem lestað var og losað við legukanta óðalsetranna. Á þrettándu öld var göngubrú yfir ánna við Sunbury og síðar skipastigi sem leysti af hólmi ferju sem var í förum yfir ánna á þeim stað. Úti á engjunum báðu megin straumsins hreyfist vatnið hins vegar ekki heldur safnast í tjarnir og vötn, þar fellur setið til botns og lindirnar

42


verða tærar. Sumar þeirra urðu þrær sem vatni úr ánni var dælt í og síað í gegnum möl til hreinsunar. Sum manngerðu vötnin hafa verið hér frá dögum Rómverja. Hugmynd vatnshreinsunar á þessu svæði er komin frá þeim eins og sjá má af hlöðnum bökkunum. Neysluvatn Lundúnarbúa hefur alla tíð komið frá Sunbury. Ekki er að undra að helgi hafi bundist þessu svæði og spunnist um það goðsögur um upphaf lífs. Frá fyrstu tíð hefur þessi sveit verið í fullkomnu samræmi við goðsögulegt hlutverk sitt. Næsta sveit ber heitið Staines sem dregur nafn sitt af uppreistum steinum sem stóðu einu sinni á hólum ofan við mýrina gegnt Runnimede, á milli þeirra rennur Thames. Frá ómuna tíð voru svo kallaðir London-Stones algengir í borginni. Slíkir merkisteinar voru reistir af yfirvöldum á tilgreindum hnitum til að marka landmælingu og til þess að sýna stærð hundraða og umdæmi sveitarfélaga sem stóðu að London. Þar glittir í dæmigerða siði fornra samfélaga sem festu sjónlínur og mið af mikilli nákvæmni um langan veg og merktu með steinum í landið. Slíkir steinar áttu sérstakan sess í hugum fólks vegna þess að í þeim var táknræn landmæling yfirvaldsins. Síðustu aldir stóðu sumir þeirra í vegi fyrir skipulagi og var mörgum þeirra rutt úr vegi. Eftirlíking af einum fárra steina sem varðveist hafa er í Ashford garðinum þar sem Staines og Sunbury mætast, frumgerðin er varðveitt í minjasafni London. Ég lyfti mér upp yfir steininn og fylgi sjónlínu frá honum, eins og krákan flýgur með stefnu á Krabbamerki stjarnhiminns sem ber í Coppetts Wood. Við enda 216000 feta loftlínu eru uppsprettur sem kallast Matching Green. Þar er forn helgistaður frá því fyrir tíð Saxa. Í nágrenni við helgistaðinn er Hatfield skógur, þar er fornt mannvirki frá Járnöld á Portingbury hæð sem talið er að hafi verið notað við rannsóknir á sólargangi og til að skilja undur himingeimsins. Í næsta nágrenni við steininn í Stains, í grunnum dal með skóg í hlíð sem hallar niður að kyrrlátum bökkum árinnar, er Runnimede garðurinn. Með árbakkanum liggur malbikuð hraðbraut og í lofti er stöðugur hófadynur þotuhreyfla. Á milli trjánna sést London kúra undir brúnu skýi. Frá hæðinni er Windsorkastali á vinstri hönd, London á hægri. Í skógarjaðrinum eru minnismerki um hermenn úr flugher Englendinga sem féllu í seinni heimsstyrjöldinni og um John F. Kennedy og Magna Carta, sem félag lögfræðinga Norður Ameríku lét reisa til minningar um Mikla sáttmála. Einhvern tíma var sjónlínan sem nefnd var Stöng á Íslandi,4 stikuð héðan í norðaustur um Coppetts Wood, að tákni birtu í Roding sveit 216000 feta vegalengd. Coppers hæðin sem við skoðum betur á eftir er einn

43


a.m.k. þriggja Upphafshvola heimsmyndarinnar á Thamesvöllum. Á graníthellu undir kúpli minnismerkis Bandarísku lögmannana er letrað: Minnisvarði Mikla sáttmála, tákn lögbundins frelsis einstaklinga. Þorpin sunnan London á árbökkum árinnar dimmu hafa runnið saman í eitt alsherjar London suburb. Rannsóknir að minnsta kosti 10 þúsund ára búsetu á þessu svæði. Má ætla að oft hafi verið þröngt á hólum við fljótið sem flæddi reglulega yfir bakka sína og drekkti öllu á jafnsléttu. Allar líkur eru á því að ábúendur við Sunbury og fólkið sem reisti altari sólar í Hatfieldskógi á Járnöld hafi haft náin samskipti, því þeir sem byggðu altari sólar hlutu að hafa þekkt upphaf árhrings þar sem sól var í minnstri orku við Sunbury, á milli þessa staða eru 216.000 fet á sólúri Thamesvalla. Samræði konungs og lands Þrátt fyrir veikburða ljósið frá stjörnunum rýndi fólk í himinhvolfið og markaði farvegi helstu himintungla í landið og reisti þung björg til að festa hugtök þeirra í landið. Til að átta sig á hvar best var að greina tilteknar stjörnur þurftu menn að ferðast fram og til baka á sléttunni og fylgjast með hvar þær hurfu við sjóndeildarhring og hvar þær birtust aftur í ljósaskiptunum. Sjónlínur þurfti að miða við lægð eða hól og festa með for-miði og bak-miði. Fjöldi sagna og hundruð steinmannvirki um alla Evrópu benda til þess að í þúsundir ára hafi fólk iðkaði þessa hugaríþrótt með margvíslegum trúarlegum áherslum. Lögmálin voru túlkuð með landmælingum og útfærð í goðsagnir, mannviki og landið sjálft. Trúarathafnir og samfélagið grundvallaðist á þeim. Konungur var valinn úr hópnum vegna atgervis síns hann var milliliður manna og guða, táknmynd hans var önnur en venjulegs manns. Á svipaðan hátt og faraó varð tákngervingur egypsku mælieiningarinnar Maet, urðu konungar í evrópskum konungdæmum rétt stærð. Kylfa hans var veldissproti og tignarmerki. Með staf sínum skorðaði hann sjónlínu langa leið yfir landið og öll landsbyggðin var í sjónmáli hans. Sjónlínan bar í tilteknum hól í fjarska var geisli landsvæðis hans. Í huganum fær hlutfallið ákveðna stærð og fólk lærði að þekkja það þegar það hugsaði um það. Á nóttu rann landið saman við haf himins og kynjamyndir stjarnhimins. Þannig var veröldin skynjuð. Kuldi og lífleysi bjó í norðri, eldur og hiti í suðri. Austrið var ólíkt vestri því þar reis ný sól daglega, í vestri hneig hún til viðar og myrkrið tók við. Þegar fólkið þurfti að smíða sér lög var litið til fordæmis líkt og gert er í dag. Þá var horft til stjarnanna því lög og regla bjuggu í

44


óumbreytanlegum takti stjarnhiminns. Einu tæki konungs til að búa þjóð sinni framtíð voru helgiathafnir og sköpunarathöfn sem fór fram með náttúrulegum rökum og þar tilgerðum táknmyndum sem markaðar voru í landið. Þá stafaði daufu endurvarpi úr sári hogginna greina mót stjörnunum sem hurfu með fyrstu geislum sólar. Á stysta degi liggur síðasti geisli sólseturs í beinni línu frá Þrídrangnum um Upphafshvolinn og yfir landið sem var brúður konungs. Konungur gekk að eiga konungdæmi sitt. Eftir sköpun veraldar varð konungurinn brúðgumi landsins og drottningin tákngervingur þess.5 Í vorgolunni sveimar hrafninn hátt á himni. Við endimörk landsins er áfangastaðurin. Að fara þangað var að mæla rétt hlutföll veraldar. Þangað var konungsför heitið eftir miðri sléttunni með mjötviði mærum undir moldu. Þegar sól hækkaði á lofti skilaði línuleg röðun formiðs og bak-miðs honum beina leið á áfangastað. Þá var hann eins og geisli sólarinnar sem fór táknræna leið þvert um heimsmyndina frá Þrídrangnum, hliði frjómáttar sem var líkt og sköp landsins í athöfninni. Í gegnum hliðið flæddi sólarorkan inn yfir óslendið og sarð landið. Við 108000 feta merkistein miðju var hvílst. Þar runnu saman konungur og drottning í frjóathöfn. Þar var sjóndeildarhringur markaður í landið sem afmarkaðist af Coopetts Wood, Marble Arch, Tower Hill og Acton, samkvæmt ritúali sem fylgt hafði konugi frá fyrstu tíð. Landsvæðið var bæði hringur og ferningur. Innan þess var hið helga tóm sem ekkert mátti trufla líkt og altari í kirkju. Þar mátti aldrei skerða hár á höfði nokkurs manns, því var jafnað við glæp gegn konungi. Í sjóndeildahring bjó kvarði mannsins, þar á að ríkja friður. Það var alsiða í Evrópu og erfðist allt til okkar tíma að í kringum konungssetur mátti ekki veiða dýr né fugla að viðlögðum þungum refsingum. Upphafshvollinn Windsor Einu sinni að beiðni Elísabetar I. Englandsdrotningar var leikritið The Merry Brides of Windsor skrifað upp úr sögum sem sveimað höfðu í öldurhúsum í nágrenninu. Undir manngerðum hól sem var hlaðin táknum, var til siðs að bændur og sagnaskáld tróðu upp með ærslafulla leiki þar sem heimurinn var allur undir í tafli hástétta og lágstétta. Á leikpalli voru sviðsett ævaforn minni sem rekja má til grískra sköpunarsagna sem greindu frá því er þrjár gyðjur féllu af himni og lentu í vatni og urðu að þrem dröngum. Önnur sögðu frá Seif sem breytti sér í gaukslíki þegar hann átti samræði við þrefalda drottningu guðanna, hún hét Hera og var gyðja kvenna, hjúskapar

45


og kynlífs. Tákn hennar voru steinar og stengur.6 Ein gerð Stangar lá frá Windsor til Abess Roding þvert yfir heimsmynd Thamesvalla. Að líkum málsins voru þau tákn við hún þegar konungur kom ríðandi að “Stöng” á sumarsólstöðum eftir að hafa farið þvermál heimsmyndarinnar. Í föruneyti hans var mælingamaður, hugsanlega þræll, sem var fórnað þegar konungur kom á áfangastað og réttu hlutfalli 216000 feta var náð. Þá var reist stöng í Stangarsveit og neytt fyrstu uppskeru sumars á bjartasta degi. Mikli sáttmáli Mörgum öldum eftir að Longinus rak stöng í síðu Krists og drap hann á krossinum varð skugga lengd stangar lögformlegur tímamælir þinghalds á Íslandi samkvæmt Grágás. Samfélag konungs óx öld af öld. Meðal Forn-Grikkja og Etrúska varð þyrsosstafur veldissproti og virðingatákn, síðar varð Lituus stafur veraldartákn dómara, herforingja og presta. Efst á stönginni var mynd af konungi fuglanna erninum. Í kristnum sið var veldissproti páfa skreyttur krossi Krists, hvar sem páfi fór brá hann reglu konungs um landsvæði. Sá sem mældi land á Brelandseyjum bar virðingaheiti konunga í Keltneskum sagnaarfi, Colman, og tengdist hugtökum landmælinga. Í Landnámu er landnám þeirra sem komu frá Bretlandseyjum fasttengt landmælingu Kalmans.7 Verkfæri Colmans voru stengur.8 Allt frá því að hugtak konungs varð til fjaraði undan valdi hans. Samfélagið varð flóknara og lénsmönnum hans fjölgaði, þeir sóttu sitt og fengu, þá kom að því að gera þurfti nýjan valdasáttmála. Nýr sáttmáli konungs og þjóðar, Magna Carta, var í mótun í hart nær tvær aldir áður en hann var undirritaður af Jóni Englands konungi á öndverðri þrettándu öld efst á Cooper Hill hæð í Runnimede sunnan London; staðurinn skipti máli. Þar var sáttmálinn vottaður af aðalsmönnum konungs sem voru orðnir langþreyttir á að bera kostnað vonlausra styrjalda í Evrópu. Magna Carta var afsal á valdi konungs til þjóðarinnar, byrjun endaloka alræðis konungs og upphaf þingræðis. Svo vel var vandað til sáttmálans að sumar málsgreinar hans eru notaðar orðréttar í dag í stjórnarskrá Bandaríkja Norður Ameríku. Þeir sem höfðu mótandi áhrif á upphaflegar málsgreinar hans og í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna felldu heimsmyndarvísindi fornaldar og vísindi Euclids um frumþætti rúmfræðinnar í textann. Þetta grundvallarplagg um líf og frelsi manna til velvegunnar byggðist á stærðfræði í samræmi við lögmál náttúrunnar. Viku fyrir sumarsólstöður, í landi Windsor að morgni 15. júní árið

46


1215 stóð konungur í fyrsta sinn í sögunni frammi fyrir þjóð sinni á Upphafshvol hennar með tvo valkosti, að skrifa undir yfirlýsingu um afsal valds til hennar eða þola borgarastyrjöld. Mikli sáttmáli, grundvallarskjal stjórnarskrár vestrænna ríkja var innsiglað undir merki Gnægtarhorns á Upphafshvol ensku heimsmyndarinnar, þá urðu heimsaldursskipti undir merki Steingeitar á sólúri Thamesvalla, 216000 fet frá Stöng. Sögustaðir afmarka hlutföll heimsmyndarinnar. En kyrrð Upphafshvols London er löngu úti, Heathrow flugvöllur er á næsta leiti. Á hálfrar mínútu fresti lenda þar eða taka af stað þotur allan sólahringinn “twenty four seven.” Á Íslandi hét hvollinn Bergþórshvoll, þar urðu tímaskil þegar hann var brenndur á söguöld. Í landi Kelta í Somerset heitir hvollinn Glastonbury. Þar varð sköpun og þar varð eyðing við upphaf og lok tímaskeiðs, þess vegna er hann tali vera helgasti reitur Englands. Þannig háttar einnig til við hvorn enda Stangar Grikklands sem báðir heita Maraþon. Við Paris hét hvollinn Port Royal, Hlið konungs. Á Tíberósum við táknrænt hlið Rómar hét hann Eyjan helga. Í Danmörku hét hann Ribe, þaðan kaus Anskar að hefja trúboð Danmerkur. Á Póvöllum í norður Ítalíu hét hann Padua. Á Cooper Hill í Runnymede þjóðgarði, á Þingvöllum Englendinga, var gerður helgireitur vestræns lýðræðis. Á Upphafshvol varð fæðing samfélags og þar réðist umbreyting þess. Stefið er alls staðar eins, formlega sniðið eftir lögmálum náttúrunnar.

47


Hatfield Forest

Luton

Staines

Swanley

Caesars Camp Berkhamsted

Abbes Roding

Swanscomb Windsor Acton

Marble Arch

Tower Hill

LONDON Coppets wood

10 km Coppets wood

LONDON

Acton

Marble Arch

Tower Hill

Windsor Swanscombe

Abbes

Berkhamsted

Caesars Camp Swanley

Staines

Luton

Hatfield Forest

Norรฐaustur Sรณlarupprรกs รก tilteknum degi viรฐ sumarsรณlstรถรฐu var tรกkn sumarkomu. Sรก staรฐur tengdist Krabbamerkinu รก stjarnhimni.

48


5

Sólarupprás á sumarsólstöðu í norð-austri Leiðin er löng til norðurhjara veraldar en atburðarásin beinir okkur rétta leið. Inglingar blönduðust Dönum norðan London áður en Engilsaxar tóku landið. Líkt og neistinn stekkur yfir tómið urðu Danir Inglingar í (Y)Inglingasögu sem skrifuð var norður á Íslandi. Í Heimskringlu Snorra eru þeir kenndir við Ingva Frey sem tók ríki eftir föður sinn Njörð, frá þeim er komin ein lengsta konungaröð sem sögur fara af.1 The Rodings – Stöng Inglinga við London Í beinu sjónmiði eftir sjónlínunni frá Cooper Hill í Runnimede, yfir Coppetts Wood og áfram í norðaustur eins og fuglinn flýgur, að þeim stað sem markaði sólarupprás á bjartasta degi sumars er Abbes Roding í Roding sveit sem er samheiti nokkurra sókna norðan London. Sveitin tilheyrði 16 höfðingjasetrum í Essex á öldum áður. Að líkum þessa máls er orðið Roding samsett úr orðunum, stöng, -rod, og ing, sem er fyrri hluti orðsins Ing-ovenius sem á við þjóðflokk áðurnefndra Inglinga sem nam þetta land. Á sveitavegi norðan London er þyrping húsa sem ber heitið Abbes Roding sem er sami staður og bær Gaukus Trandilssonar í íslensku heimsmyndinni á Rangárvöllum. Við tökum upp þráðinn þar sem konungur og föruneyti hans birtist við hæðarbrún Abbes Roding eftir táknræna mörkun Stangarinnar þvert um heimsmynd Thamesvalla, þess vegna er einmitt að vænta Stangar örnefna á þessu svæði og þau eru fjölmörg. Næsti bær heitir Leaden Roding og sá fyrir vestan er White Roding. Sagan liggur hér í mörgum lögum og á mörgum hólum. Á lengsta degi falla geislar sólar jafnt á þá alla. Sunnar er hæð með haugi efst, undir grasverðinum er forn hleðsla. Samkvæmt ritúalinu var reist mikil stöng á þessu svæði sólinni til dýrðar líkt og til að komast í fang hennar, eða phallus til að serða hana því hér er hún í háþroska samkvæmt því sem teiknað er á sólúr landsins. Hér birtist þrá eilífrar sólartíðar á táknrænan hátt. Bæjarhóll Abbes Roding er 216000 ensk konungs fet frá Cooper Hill sem hverfur að baki Coppetts Wood í suðvestri og enn fjær í beinu sjónmiði er Þrídrangurinn í landi Windsor. Það er tilhlíðlegt að á þessum stað hafi verið mikill glaumur á fyrstu hátíð sumars ár hvert. Fulltíða sól vísaði þeim veginn sem mótuðu borgina sem síðar reis á völlunum. Sú sól dó og endurfæddist gengt Stönginni á sólúrinu,

49


í húsi Steingeitar að baki Coopers Hill um miðjan vetur og smám saman varð til heimsmynd sem var spegilmynd himinnhvolfs. Á þessari árstíð er Roding sveit með fegursta móti, fuglasöngur og mikil gróska. Engi og tún breyta endalaust um lit, stilkar svigna í hlýrri goluni og ungar flögra úr hreyðrum. Í annálum munksins Bede Venerabilis segir að Abbes Roding dragi nafn sitt af einu elsta klaustri Englands sem nú löngu horfið, en rúst þess er greinileg handan við limgerði krárinnar við veginn. Erkenwald biskup stofnaði klaustrið á 6. öld. Hann hafði þá þegar stofnað annað klaustur fyrir systur sína, Ethelburg, suður í Barking á bökkum Thames. Faðir Erkenwald og Ethelburgu var áður nefndur Offa konungur. Klaustrið í Stangarsveit var fyrsta klaustrið í sveitinni, miðstöð kristins trúboðs á þessum slóðum og táknrænn staður fyrir víðfeðmt land Offa konungs sem náði frá York að Thames. Það var kennt við heilaga Maríu og sagan segir það stofnað á því merkis ári 666. Í annálum Beda segir að eftir að víkingar brendu það niður árið 870, var það endurreist sem klaustur í eigu konungs. Fyrsta nýárshátíð Vilhjálms á enskri grund var haldin innan veggja þess. Svo hóf hann viðreisn sólúrs Thamesvalla sem Rómverjar og Saxar höfðu skekt hver með sínu sniði aldirnar áður. Með Vilhjálmi kom nýr siður byggður á ævafornu rituali eins og kemur fram síðar. Upprunalegar hugmyndir Mæling heimsmyndarinnar var afrek útaf fyrir sig sem reyndi á ítrustu athyglisgáfu mannsins. Þergar hún var merkt á landið féllu merkistaðir hennar og sérkenni landsins saman svo að undrum sætir, líkt og fornmenn klæddu hugarsmíð sína á skyni gædda veru. Hvar sem okkur ber niður, hvort heldur er á söndum Rangárvalla eða á ósum Nílar, féll mælingin ótrúlega vel að staðháttum og heimsmyndin varð eins og klæðskera saumuð flík á líkama jarðar. Hugtak stangar sólúrsins er sennilega ættað frá menningarsvæðum Indlands, Miðjarðarhafslandanna og Grikklands. Stengur Rodings eru löngu horfnar en minni þeirra geymast í grískum goðsögnum í báðum kynjum: Aphrodit og sonur hennar Hermes urðu Herm-aphrod-itos þegar þau sameinuðust í kynmökum. Hástaða sólar ofan við stöng St. John wort blómið er eitt Stangartáknanna í Rodingsveit sem færi auðveldlega fram hjá þeim sem ekki þekkti það. Blómið er fínleg jurt sem teygir sig upp mót sól í rjóðrum, það ber 5 gul blöð efst á háum

50


stilk og springur út á Jónsmessu í lok júní mánuðar. St. John wort blómið er kristið heiti á afbrigði fennel hampjurtar sem notuð var í trúarbrögðum Saxa á Englandi og var talin helg jurt í fornum sið. Dagur Jóhannesar dýrlings er dagur mestu birtu árs, sex mánuðum fyrir komu krists og sex mánuðum eftir komu krists. Frumbyggjar Thamesvalla lærðu að nota mátt blómsins til að reka burt ill öfl þegar leitað var lengsta dags og ekkert mátti skorta á birtumagn. Fennel hampjurtin var þekkt ofskynjunarlyf víða í Evrópu. Á Fennelvöllum, sem er betur þekkt sem Marathon vellir innan heimsmyndar Grikkja, óx hún í breyðum. Ef sólin skaffaði ekki úr hásæti sínu á uppskeruhátíðum Grikkja á Maraþonvöllum var sótt í ofskynjunarlyf blómsins líkt og á Thamesvöllum. Það gerði Dionysus guð uppskeru sem er betur þekktur undir nafninu Bakkus, guð víns og rósa. Í leikriti Euripides frá 402 f. Kr. er lýst drykkjusiðum Dionysusar á fennel hátíðum Maraþonvalla, þá var leikið með Stöng fennel stilks. Dionysus færir dýrkendum sínum ljósbrúnan mjöð sem gerir þá háværa og dýrslega. Þegar leikurinn æsist leggur hann þeim þyrsos staf í hönd. Stöngin skreytt barrkönglum var phallus tákn og köngullinn á enda hennar var tákn sæðis sem sprautast út frá blóminu.3 Bakkus er oft sýndur með fennel stöngina í höndum með mikinn köngul á enda hennar. Fennel plantan gaf frá sér phytoextrogen sem neytt var til að komast í vímu á sáðhátíðum. Euripides segir þá sem leika með stöngina endurtaka fornan sið sem skilur þá útvöldu frá hópi veikgeðja sálna. Þeir útvöldu munu dvelja á þroskuðum ekrum guðanna, hinir munu dvelja í votmýrinni til eylífðar. Enn í dag má fá St John wort gegn lyfseðli til að veita birtu í sálina. Fræðimenn og menntastofnanir sem rannsakað hafa Avebury í Somerset skipta hundruðum, sama má segja um rannsóknir Marathon og grísk-persnesku styrjaldanna, væri ekki á það bætandi ef ekki fyrir þá makalausu ályktun að Marathon í Grikklandi, Stangarsveit við London, San Vendemiale á Pó völlum og bær Gauks Trandilssonar, Stöng í Þjórsárdal, eru sömu staðir innan heimsmynda þessa þjóða.4 Allir þessir staðir eru bundnir sömu táknum. Maraþonvöll þekkja flestir sem einn frægasta orustuvöll sögunnar, þar gengu Persar á land og réðust á Grikki árið 490 f.Kr. Um sagnfræði styrjalda Grikkja og Persa er fjallað annars staðar. Hugmyndafræði þeirra í samhengi heimsmynda er til umfjöllunar hér því þegar Grikkir sigruðu Persa, sigraði sólin myrkrið samkvæmt lögmáli heimsmyndar. Að því gefnu voru Maraþonorustan og nauðgun Sabina kvennanna við sköpun Rómar sama ritual, báðum var fundinn staður á norð

51


austur geira heimsmyndar þar sem sól var í hæstu stöðu – mestri orku. Þar hófst nýr árhringur í Mithra trú. Báðir atburðir mörkuðu upphaf nýs tímaskeiðs. Lögmálið bendir til þess að Fennelvellir Grikklands, Maraþon og Maraþon við hvorn enda ”Stangar” grísku heimsmyndarinnar feli í sér hugmynd endurfæðingar sem á sér spegilmynd á sólúrinu, líkt og til að spegla eilífan gang sólar. Slíkir atburðir munu fléttast goðsögum um aldur og æfi, þeir eru myndgerðir í skífum sólúra San Vendemiale á Pó-völlum. Grísk, rómversk og keltnesk Stöng Vinsæl útivistarsvæði Lundúna eru við suðvestur og norðaustur enda hinnar fornu Stangar Thames valla. Það vill svo til að tveir stærstu alþjóðaflugvellir heimsborgarinnar eru þar einnig, Runnimede er við Heathrow og Hatfieldskógur er við Stanstead. Á milli tveggja stærstu alþjóðaflugvalla Lundúna er 216000 feta stöng og þætti Grími Geitskó ekkert sjálfsagðara, en hann hefði varað við að rugla saman Rómversku stönginni og þeirri keltnesku, sú rómverska var miðuð við stjarnhiminn, sú keltneska var miðuð við sólarlag og sólarupprás við vetrar og sumar sólstöður, það skipti megin máli á Bretlandseyjum. Í Stangarsveit er urmull fornminja eins og áður sagði. Í Hattfieldskógi fundust nýlega minjar frá steinöld. Við aldursgreiningu kom í ljós að um var að ræða einhverjar elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Englandi. Þeir sem reistu mannvirki þar á steinöld voru afkomendur þjóðflokka frá Evrópu sem gengu þangað þurrum fótum yfir Ermasund. Hatfield Forest er síðustu minjar veiðilands konungs frá fornri tíð. Í skóginum er fjölskrúðugt plöntu og dýralíf sem nú er fyrir löngu búið að reka úr sveitum Englands, Hattarvallaskógar er því gætt af yfirvöldum eins og rannsóknarstofu frá öndverðum miðöldum. Svo þéttur er skógurinn að þar er raunverulega hægt að tínast. Gangi maður hinsvegar eftir merktum stígum liggja flestar leiðir inn að kyrrlátu vatni í miðjum skóginum. Á syðri bakka þess er kaffistofa og austan við hana mýri og breyður áll þar sem ótal vaðfuglar verpa. Upp af mýrinni hefur verið rutt lítið pláss í kring um fyrrnefndar minjar. Af vegsummerkjum þar má sjá að skógarnytjar sem voru með elstu uppfinningum mannsins voru orðnar hluti af lífi fólks á steinöld. Að þekkja mismunandi ættir trjáa eftir litum og eiginleikum þeirra hefur lítið breyst í aldanna rás og skiptir megin máli við smíðar. Þegar tré voru hoggin spruttu ótal vísar úr sárinu sem voru

52


til ýmisa hluta nytsamlegir. Sveigjanlegur og ljósbrúnn hesliviður var notaður í vafning grinda fyrir girðingar og þök, askurinn var notaður í verkfæri og vopn, sæt eik var í stoðum, gólfum og göngustöfum. Í skóginum var ekki bara íverustaðir fólks heldur eru sérfræðingar sammála um að þar hafi einnig verið helgistaður tengdur sólarupprás miðsumars á steinöld. Það undrar okkur ekki því um það fjallar þessi bók, – sólstöðu við enda stangarinnar. Öll sólarmerki Thames sléttunnar; Sunbury í suðvestri, Stone í suðaustri og Berkhamsted í norðvestri, benda til þess að sól hafi skipað sérstakan sess í helgihaldi fornaldar og í skóginum á þessum stað bar að dýrka hana sérstaklega. Í árþúsundir þróuðust margskonar samfélög á landeyjum Thames. Í dag geta fornleifafræðingar greint marga þjóðfélagshópa sem bjuggu í Rodingsveit áður en Rómverjar komu, helstir voru Belgar, Trivovantar, áður nefndir Catavallauni og Inglingar. Síkvikum landamörkum þeirra þurfti að halda til haga, í margar aldir tókust þeir á um landamörk. Þegar 216000 feta mælilínan “Stöng” er lögð yfir land frá suðvestri til norðausturs og látin hverfast um miðjuna, Coppetts Wood, birtast margvísleg árstíðamörk. Þá fer sjónlínan eftir því á hvaða degi sumarbirjun var talin vera á almanaki Thamesvalla. 216000 feta sjónlína frá hólnum í Windsor virki, um miðjuna, liggur að bæ sem heitir Cannon´s Green. Sjónlína sömu lengdar frá Staines liggur til uppspretta sem kallast Matching Green og með örlitlu fráviki til minjanna í Hattarvallaskógi. Þriðja sjónlínan liggur til Abbes Roding. Þessar sjónlínur vísa á kennileiti sem marka sólaruppkomu á bjartasta degi árs séð frá mismunandi sjónarhólum í suðvestri. Það bendir til þess að í fornöld hafi menn ekki komið sér saman um hvaðan bar að taka mið á styttsta degi eða við hvaða kennileiti sólin bar í þegar hún kom upp á lengsta degi. Á langri ævi sólúrs Thamesvalla virðast hafa verið mismunandi trúar siðir sem svipar til mismunandi trúfélaga innan kristinnar kirkju nútímans. Hlutföllin eru þau sömu, algild og mörkuð sögustöðum. Stöðugleiki landamarka á Thames völlum fór eftir stærð fylkinga og styrk smákónga. Brátt tilheyrði þessi hluti Englands misleitu samfélagi smákonungdæma.

53


Hatfield Forest

Luton

Berkhamsted

Abbes Roding

10 km

Coppets wood

LONDON

Acton

Marble Arch

Tower Hill

Windsor Swanscombe

Caesars Camp Swanley

Staines

Suรฐaustur Sรณlar upprรกs รก tilteknum degi viรฐ vetrarsรณlstรถรฐur var tรกkn upphafs vetrar. Sรก staรฐur tengdist Sporรฐdrekamerki stjarnhimins.

54


6

Sólar upprás á vetrarsólstöðum í suð-austri Við upphaf okkar tímatals var komin þörf fyrir einn guð sem fól alla hina í sér. Maðurinn átti í fullu tré við umhverfi sitt, það mótuðust hugmyndir um komu krists. Með komu Jesú eignaðist mannkyn einn guð ósýnilegan og eingetinn son hans sem fæddist á jólum í mynd manns. Feðgarnir birtust við sjóndeildarhring á páskum þar sem nýtt sumar hófst á sólúrinu. Úr skógum norður Evrópu hverfum við suður til Egyptalands. Um 500 f. Kr. hertóku Rómverjar Landið helga, þá flúðu margir íbúar þess út í eyðimörkina. Uppreisn Gyðinga gegn Róm var samofin hinni nýju eingyðistrú. Í hellum og yfirgefnum mannvirkjum í eyðimörk Egyptalands iðkuðu þeir trú sína í friði. Menningararfleifð Gyðinga á rætur í menningu Indó evrópskra og norður afrískra þjóða. Eftir að páfa var færður veldissproti þeirra náði kristni fótfestu í Evrópu og hver heimsmyndin af annari var helguð hinum nýja guði. Gnostiskir og og rómverskir trúarstraumar frum kristni fara norður Evrópu, annar austan megin hinn vestan megin. Orðið Gnostic er runnið af orðinu, gnosis, sem er samstofna orðinu, knowledge, sem þýðir, þekking. Gnostiskur armur kristni náði norður til Írlands og Íslands og rann inn í keltneska trú. Vegna einangrunar Kelta á Bretlandseyjum og ágreinings þeirra við páfa var hin forna speki falin í klaustrum og kirkjuloftum. Til Íslands berst hún með írskum einsetumönnum sem vildu iðka trú sína í einsemd í návist við almættið. Á Íslandi geymdist þekkingin í margar aldir, í mannfæðinni, á íslensku úr alfara leið. Launfræði á skinni hulin umheiminum, geymd í íslenskum sagna arfi lítur dagsins ljós. Einyrkjar í frum kristni Skömmu eftir seinni heimsstyrjöld voru bændur á ferð í eyðimörkinni austan Nílar að leita kinda eins og kynslóðir feðra þeirra höfðu gert á undan þeim. Inn í einum af hellunum við Nag Hammadi fundu þeir leirhólka með gömlum papírus. Þetta reyndust vera hinar víðfrægu Nag Hammadi skrollur.1 Síðar fundust fleyri hólkar austar í eyðimörkinni í grend við gamalt klaustur í Der al Memum fjöllunum kennt við heilagan Anthony. Í hellum djúpt undir klaustri Anthonys, aðsetur fyrstu munkareglu sögunnar, fundust merki

55


um felustað manna frá tímum frumkristni. Í hellunum skráðu þeir þekkingu feðra sinna á skrollur. Þegar hættu bar að höndum voru skrollurnar vafðar í leirhólka og faldar innst inni í myrkrinu þar sem þær varðveittust fram á síðustu öld. Papírus handritið sem fannst þar var svo illa farið að sérfræðingar voru áratugi að raða brotum þess saman. Nú er ljóst að það var ekki af ómerkari gerðinni, hér var um að ræða eitt af frumritum guðspjallanna sem kennd eru við Júdas og varpar þessi fundur nýju ljósi á kenningar frumkristni.2 Í ljósi þess að í landi Egypta, sem þekktir voru fyrir nákvæmar mælingar, er fundið svonefnt Júdasar guðspjall runnið frá þeim fylgendum Jesú sem kenndir voru við gnosis, þekkingu, er rétt að bera saman landmælingar Nílar-valla og Thamesvalla. Forn Egyptar virðast hafa mælt landsvæði eins og samfélög í Evrópu en landflæmi landeyja Nílar er víðfeðmara en við eigum að venjast og mælieiningar Egypta aðrar. Heimsmynd forn Egypta virðist hafa verið mæld nákvæmlega út frá miðju þess, Memphis, samkvæmt egypsku landmælieiningunni Cubit og Royal Cubit. Landfræðileg mæling miðjusvæðis Egypta var ferhyrnt landsvæði, 6000 Cubits sem er 31.5 km hver hlið. Ferningur miðju afmarkast af miðjunni Memphis, Níl í austri, Saqqara í vestri og Heliopolis í norðri. Megin ásar heimsmyndarinnar á Nílárvöllum hafa um 45° halla á breiddarbauga og voru upphaflega lagðir frá suðvestri til norðausturs, frá upphafshvolnum Medinet Maadi um Memphis til Tanis/ eða Pelusium, hins vegar frá suðaustri til norðvesturs, frá klaustri heilags Anthonys um Memphis til Alexandriu. Segja má að ásarnir liggi á milli fjögurra horna veraldar sem forn Egyptar hugsuðu sér á Nílárósum. Þótt vegalengdir frá Memphis til þessara borga hafi verið mismunandi, virðast þeir hafa beitt sömu hugmyndafræði og finnast í landmælingum samfélaga Evrópu. Memphis virðist því vera hugmyndafræðileg hliðstæða miðjunnar Coppetts Wood í enska sólúrinu, Morgano á Pó-völlum og Steinkrossi á Íslandi, og klaustrið í Der al Memum fjöllunum var þá hugmyndafræðileg hliðstæða Goðasteins, Stone kastala á Thamesvöllum og Feneyja á Pó-völlum. Allt frá dögum Krists hefur klaustur Anthonys verið kennt við gnostíska kristni sem speglaði forna þekkingu á gangi tímans og lögmálum heimsmyndarinnar. Á miðöldum var munkaregla Anthonys þekkt undir heitinu “Verndarar þekkingarinnar”. Þekking á stærð veraldar og göngu himinntungla sem munkarnir ófu inn í texta guðspjallanna var geymd djúpt í jörð undir hugtaki “Goðasteins Egypta”. Húsakosti á Der al Memum fjallinu er vel haldið við af

56


munkunum og heilagur Anthony er löngu kominn í dýrlinga tölu. Hann fæddist í Memphis, helgri miðju Nílarvalla en dvaldi allt sitt líf í klaustrinu í Der al Memum fjöllunum. Í fjögura horna heimsmynd er hlið myrkurs í suðaustur horni hennar og myrkasti dagur í suðvestur horninu þaðan sem birtan fer sólarsinnis frá myrkustu stöðu til þeirrar björtustu gegnt henni á sólúrinu í norðaustur horni hennar. Í frumkristni var klaustur Anthonys í Der al Memum fjöllunum tengt myrkra öflunum og staðurinn kenndur við djöfulinn sjálfan í frum kristni. Kölski heimsótti kölski Anthony oft í klaustrið og freistaði þess að fá hann til að flytja þaðan. Eftir raunir sínar með kölska varð Anthony persónugerfingur hins einbeytta í trúnni, hann öðlaðist mikla virðingu og varð nafntogaður fyrir viljastyrk, hann varð sá sterki sem ekkert fékk unnið á. Heilagur Anthony er faðir kristinnar munkareglu. Þar er að verki álíka afbökun fornra lærdóma og þeirra sem kennd voru við Júdas. Sagan segir að Anthony hafi aldrei farið út fyrir klausturveggina og ef hann þurfti að ferðast, fór hann aldrei neitt annað en til heimabæjar síns, Memphis, eða til Alexandríu. Hann ferðaðist sumsé ásinn á milli aðventu myrkurs og aðventu birtu sem tengdur var sköpunartölunni 432. Í myrkrinu bjó vissan um birtu, í birtunni bjó sæði myrkurs, þetta vissu gnostískir spekingar og um það fjallar Júdasar guðspjallið. Andstætt við klaustur Anthonys á sólúri Nílarvalla var Alexandría, tákn aðventu birtu. Þar reistu kristnir menn fyrstu kirkju utan Landsins helga. Þar birtust feðgarnir guð og Jesú í byrjun sumars á ósum Níl. Júdas sá fyrir dauða Krists, heilagur Anthony sá fyrir birtuna í Alexandríu. Þeir voru vitrir líkt og Óðinn sem bjó á þessum stað í heimsmynd landnema á Íslandi. Hann gat skapað nýja veröld með fimmföldum krafti sínum. Klaustur Anthonys var hlið myrkurs á sólúri forn Egypta, þess vegna var staðurinn tengdur djöflinum í frum kristni. Myrkrið norðrið og niður Byrjun vetrar býr sumsé í suðaustur geira heimsmyndarinnar. Nánar tiltekið þar sem sól rís á sólúrinu fyrir framan áttunda stjörnumerki stjarnhrings, Sporðdrekan. Við erum komin á norðlægar slóðir á ný, til miðju heimsmyndar London á 51° 36´norður. Sporðdreki himins teygði hala sinn yfir sig og heiminn og stakk birtuna með eitruðum oddi sínum og myndaði myrkrið sem veröldin siglir inn í þar í stjörnuhafinu. Í myrkrinu eflist fróðleiksfýsnin; vissan um að birtan mun koma er það eina sem getur bjargað sál sem fikrar sig áfram í

57


myrkrinu. Stjörnurnar; Serpens, Ophiciuchus, Hercules, hin rauða Antares og Kornephorus, mynda sporðdreka frá jörðu séð. Tákn myrkursins beið hreyfingalaus á meðan vökul augun kanna atgerfi þess sem hættir sér of nálægt. Sagt er að þeir sem fæðast undir þessu merki viti hvernig loka slagurinn endar áður en orustan hefst, þeir vita örlög sín. Þeir sem teljast vera í merki Sporðdreka eru sagðir slægir og vitrir. Í draumheimi stjórnar svanurinn hamskiptum sálar og næmi skynjunar. Ég mun nýta þá kosti á næsta áfanga ferðarinnar um lendur Sporðdrekans á stjarnhringnum sem umlikur London. Sporðdrekamerkið teiknast skýrt yfir hæðunum suðaustur af borginni því nú veit ég hvar það er. Í konungsríki Sporðdrekans eru nokkrir staðir suðaustur frá helgri miðju Thamesvalla, allir innan ásættanlegs fráviks landmælingar heimsmyndarinnar og allir geta þeir verið fulltrúar þeirrar hugmyndafræði sem býr við hlið myrkurs á þessari breiddargráðu. Í daufri haustbirtunni lyfti ég mér upp eins og svanur yfir Coppetts Wood og tek mið í suðaustur með 45° halla á breiddarbauga. Hin kalda veröld sólúrsins er framundan. Ég fylgi landi yfir Mushwell Hill og skrúðgarða Alexandríu hallar. Það haustar, sölnuð blöð fjúka í slóðana. Úr lofti virðast úthverfi London vera óteljandi domino kubbar, því allt þar til um miðja síðustu öld byggðu Englendingar ekki fjölbýlishús eins og aðrar þjóðir heldur hús með bakgarði. Borgarbúar reistu þúsundir slíkra húsa sem mynda óslitna röð yfir holt og hæðir meðfram götunum. Á milli kverfa eru garðar og vatnasvæði líkt og Hackney Marsh með spark völlum. Handan tekur við hverfi sem heitir ekki Kingford heldur Chingford, því næst annað hverfi með heiti hógværðarinnar, Everyman. Útlínur lágreistra fella með blá horn nálgast óðum. Þau eru ekki úr bergi, heldur kalksteini og nefnast enn einni nafnleysunni á þessari sjónlínu, North Downs. North, í merkingunni séð frá sveitunum handan þeirra, því fellin framundan eru í suðri. Nema að ég sé að misskilja, kanski býr myndlíking norður báls og kulda í “north” og enn svartari verður myndlíkingin ef, downs, er í merkingunni, norður og niður. Að fara þá leið á betur við á þessari sjónlínu. Ég svíf yfir ánna austan við Greenwich sem lengdarbaugar jarðar voru miðaðir við þegar England var heimsveldi, og út fyrir borgina. Þegar reitum þéttbýlisins sleppir skiptast á flekkir akra girtir skjólbeltum aska og reina. Gamlir bolirnir eru vafðir hnotubrúnum heslivið fyrir fuglalífið. Að mældum 108000 fetum lendum við í Kent undir hæðardrögum North Downs. Heiti þeirra er ekki í samræmi

58


við kingi þessarar sveitar, miklu heldur í samræmi við launfræði miðalda sem vildi eyða táknum hins forna samfélags því við enda þessarar línu leynast staðaheiti og tákn sem fróðlegt er að skoða. Þorpið Swanley sem við lendum í er nú í útjaðri heimsborgarinnar. Bein lína þaðan til baka leiðina sem við komum yfir miðju heimsmyndarinnar stefnir á Luton, Lokatún, sem við heimsækjum á eftir. Swanley var viðmið vetrarsólstöðu heimsmyndar sem mörkuð var stjörnumerkjum að sið Rómverja. Önnur sjónlína á þessari leið er hin forna keltneska suðaustur sjónlína sem huggnaðist Keltum og Vilhjálmi harðráða betur þegar hann tók völd í Bretlandi, hún liggur frá Berkhamsted um Coppetts Wood að Swanscombe, nánar tiltekið að Stone kastalanum við klettasnasir Svanagils á bökkum Thames, örlítið norðan við Swanley. Sólris við Stone séð frá Coppetts Wood táknaði birjun vetrar og var miklu nákvæmari tímamælir en sá fyrr nefndi. Sólúr sem miðaði við sólris aftan við tiltekið kennileiti á landi voru nákvæmari mælar árstíða og nauðsynleg þjóðum á norðurhveli jarðar. Steinn Undir Svanaklettum niður við ánna dymmu eru leifar Goðasteins heimsmyndar Thamesvalla. Eftir orustuna við Hastings kaus Vilhjálmur harðráði fyrsti konungur Englands að taka við uppgjöf herflokka frá Kent á Goðasteini Lundúna, í Stone kastalanum. Þó ekki væri nema vegna nafnsins, Steinn, sem er hlaðið táknmerkingu, má gera ráð fyrir minjum helgireits í nágrenninu. Swanley Elsti hluti Swanley situr á lágum hól og er sennilega heiti sjálfrar sjónlínunnar sem við komum frá Coppetts Wood. Sjónlínan er ósýnileg líkt og rák svansins á spegiltjörnum þessarar sveitar þar sem straumur er vart merkjanlegur. Við hreiður sitt í hólma í hæfilegri fjarlægð frá mannabústöðum lónir þessi virðulegi fugl hljóðlaust um sefið. Hvítur fiðurkransin hylur svarta húð hans og minnir bæði á mánaskin á dimmum nóttum og sólskin. Á Balkanskaganum var svanurinn grísk táknmynd Appolós, guðs sólar. Orka sólar var frjómátturinn sem Zeus notaði þegar hann sarð Ledu í gerfi svans. Svanapör eru saman allt lífið, söngur hans boðar skilnað þeirra. Svanasöngur er þekkt tákn um yfirvofandi dauða því sagt er að svanurinn syngi aðeins áður en hann deyr. Flug svana í fornum átrúnaði tengdist komu birtunnar, má því búast við slíkum táknum

59


við enda ljóslínunnar sem gengur frá táknrænu hliði sem markar upphaf sumars til hliðsins sem markar upphaf vetrar. Á sólúri London eru það staðirnir Berkhamsted og Steinn. Svanurinn og uglan voru tákn ljóss og myrkurs í goðsögum. Mánaskyn tengdist lendum vatns og silfurlitaðri tunglbirtu, hvítt tengdist hinsvegar ljósi sólar. Uglan vann sín verk á nóttunni og var talin vitur líkt og Óðinn. Svanurinn var sættir reginafla myrkurs og birtu. Í fornum keltneskum kvæðum segir að hamskipti nætur og dags urðu þegar svanapar dró skip sólar á milli þeirra póla himinns. Í trúnni voru hin föstu viðmið í lífinu, þar bjó regla náttúrunnar. Dagar, árstíðir og ár voru skráð í fjallahring eftir sólargangi. Á syðri helming sólúrs voru tákn veturs, á þeim nyrðri sumarið. Sagan segir að í suðaustur geira sólúrs í heimsmynd Skallagríms Kveldúlfssonar á Mýrum norður á Íslandi, hafi hann falið silfur sitt við hlið myrkurs. Á sama stað eru silfurnámur Grikkja í grísku heimsmyndinni. Þar suður frá við Lauriumnámurnar á Souinon skaganum náðu Grikkir í ljós silfurs og færðu upp á yfirborðið líkt og kristnir munkar særðu fram hugmynd ljóssins í guðspjalli Júdasar sem skrifað var djúpt í jörðu á sama stað í heimsmynd Egypta. Hugsanlega var sama lögmál kveikjan að því að Rúdólfur biskup skipulagði þar kirkju á Íslandi. Þar var hugmyndafræðilegur staður þeirra sem þekktu gang veraldar samkvæmt lögmáli heimsmyndar.3 Rúdólfur setti upp fyrsta klaustur og menntastofnun Íslands á “Goðasteini” heimsmyndar vesturlands, á Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði árið 1030. Ritöld á Íslandi á honum mikið að þakka. 4 Danaholur Margt bendir til þess að hugmyndir ljósbrunna við Swanscombe í ensku heimsmyndinni séu af sama meiði. Á eyrum Thamesósa vestan við Steinkastalann eru djúpir brunnar frá elstu byggð á Englandi, svokallaðar Danaholur. Þar grófu frumbyggjar niður á hvít kalklög djúpt undir yfirborði jarðar og hjuggu kalk úr bergveggnum, hífðu sallann upp á yfirborðið og dreyfðu á tún. Þannig var ígildi ljóssins notað sem áburður. Fyrsta mynt Evrópu var slegin í silfur úr námum Laurium við Aþenu og bar mynd af uglunni. Uglan var á kreiki á nóttunni, af þeim sökum var hún talin blind. Í árþúsundir hefur ugla verið dýrkuð sem göldróttur náttfugl meðal þjóða um allan heim og talin búa yfir anda lífsins að handan. Í táknaleik heimsmyndar boðaði hún að á eftir nóttu kæmi nýr dagur. Laurium uglan bjó á yfirráðasvæði hinna myrku afla sem dansa við dimmuna. Silfurnámur Laurium og Dana

60


holur Swanscombe eru eins og Mímisbrunnar, ofan í þá var sótt þekkingin hvíta. Silfri tungls og gulli sólar var teflt saman á sólúri Grikkja, á milli þeirra voru mæld 216000 fet. Í heimsmynd Grikkja er það vegalengdin á milli Laurium og Levka, sem þýðir, Hvíta hliðið. Þar er uppspretta ljósárinnar í Luton í heimsmynd Thamesvalla, 216000 fet frá Steini í Svanagili. Þar eru líka heimkynni Golden Parsonage, hins gullna velgjörðarmans og þar er tákn sumarbirjunar á Thamesvöllum. Krúnkhæð, Crocken hill Hinu megin við þjóðveginn vestan við Swanley eru minjar um ævafornt hlaðið mannvirki sem ekki er vitað havaða tilgangi þjónaði. Hlaðið vígi á hæð er auðkenni sem sást langt að og henntaði vel við mörkun sjónlínu um langan veg á milli hóla. Næsta hæð er Krúnkhæð, Crocken hill, sem minnir á hið danska “Hrafna bjarg” á sama stað innan dönsku heimsmyndarinnar. Lögmálið var kannski krúnkað í eyra Óðins á Crocken hill á járnöld. 5 Eynsford kastali Á bak við skjólbelti aska á milli túna örlítið sunnar er rúst hringlaga virkis frá tímum Saxa, sem ber heitið Eynsford. Virkið var eitt fyrsta sinnar tegundar á Bretlandseyjum sem hlaðið var hoggnu grjóti. Elstu heimildir um virkið eru frá á 11 öld. Þær segja að virkið var þá þegar orðið gamalt. Það var byggt yfir mikinn hól sem nú er vitað að var manngerður og miklu eldri en virkið sjálft.6 Ef væri hér allt eins og Pythagóras kenndi taka atburðir að endurtaka sig í sífellu því tíminn var líkt og hjól sem snýst. Þó kastalinn sé illa farinn má enn greina umfang hans. Veggurinn var sums staðar er yfir tíu metra hár. Síki með brú og hlið sem nú hefur verið endurbyggt segja okkur að eigandans var gætt af varðmönnum í turni yfir brúnni og minna á að í erindisleysu fór enginn inn í virkið. Ilmur rotnandi gróðurs á botni síkisins ber hugann að germönskum mítum sem segja valkyrjur hafi staðið við hlið Valhallar í líki svana sem deildu sigrum á milli regin póla tilverunnar sem lýsa þurfti sérstaklega með ljósi sólarinnar, svo ákváðu þær hverjir hinna dauðu máttu stíga inn fyrir. Ekki er vitað hvaða tilgangi það þjónaði að hlaða hól hér. Eynsford mannvirkið tók hundruð mannár að gera. Virkið var völundarsmíð sem ber vott um mikla verkkunnáttu. Rannsóknir sýna að á 12 öld var bætt við það rúmgóðum sal á gólfi yfir manngerðum hólnum og þar ofan á var reistur turn og það sem er einstakt við Eynsford

61


kastalann er að í aðalsal hans var smíðað mikið sólúr, – þar liggur svarið: Mannvirki á þessum stað þjónaði vissum tilgangi sem fellst í staðsetningunni sjálfri – afstöðu staðarins við miðjuna, Coppetts Wood. Í lifandi landinu áttu ártíðir sinn sess og merkistaðir þeirra voru helgir, því fór mikil vinna í byggingu staðarins og vandað var vel til allra verkþátta. Hóllinn undir Eynsford kastalanum, kastalinn sjálfur var hliðið inn í myrka hluta árs. Ein tilgáta þessarar bókar er einmitt sú að þar sem Eynsford kastalinn er í geira sólúrsins var áríðandi að þekkja gang himinntungla og skynja snúning tímans. Til að þóknast máttarvöldum var staðsetningin sjálf samkvæm nákvæmri landmælingu og rammheilög. Ætla má að í sólúri Eynsford kastalans hafi verið hægt að lesa siglingu himinntungla um himininn. Viskan bjó í stjarnhimni – Mímisbrunni eða í Dana brunnum. Meðal sumra fornþjóða var slík þekking einnig lesin úr hegðun fugla. Í fjölbreyttu fuglalífi á Goðasteini Thamesvalla eru margar tegundir farfugla. Ein þeirra hverfur norður á bóginn þegar vorar. Jaðrakan er spörfugl sem verpir á Íslandi og er þar á sumrin, karlfuglin dvelur þess á milli m.a. í Kent á Englandi. Kvenndýrið dvelur hins vegar þúsund km í burtu, suður á Spáni. Það sem rekur þau hjónin af stað hvert vor er sennilega birtumagn og hitastig eða afstaða sólar. Kvennfuglin leggur af stað einhverjum dögum á undan karlfuglinum því hún þarf að fljúga miklu lengri vegalengd og er sennilega í nágrenni suður Englands þegar hann lyftir sér upp yfir skóglendið og tekur flugið norður, þau ætla alla leið til Ultima Thule á vit norræns sumars til að hittast. Parið hagar sér eins og karlfuglinn sé stjörnuspekingur af ætt Drúita og kvennfuglin reiknimeistari af ætt Mára með víðtæka þekkingu á jörðinni. Náttúrufræðingar hafa rannsakað þennan spörfugl náið.7 Í háttalagi hans glittir í náttúrulögmál og nákvæm hlutföll, náttúrulögmál sem eru mörg þúsund ára gömul. Til að viðhalda eðlislægri áttavísi hittast jaðrakan pör ár hvert á sama tíma og á sama stað árlega. Það er líkt og fuglinn lesi bæði siðalög manna og sjókort því rannsóknir sýna að afföll í hjónabandi jaðrakan para séu fátíð. Um sjö af hverjum tíu pörum halda sambandi allt lífið þótt þau dvelji yfir þúsund km frá hvort öðru yfir veturtímann. Jaðrakanar birtast yfir óslendi á Íslandi fyrstu daga í maí ár hvert eftir mörg þúsund km flug yfir hafið. Að loknum fengitíma, varpi og uppeldi unga halda þau aftur suður á bógin til að endurtaka leikinn að ári. Nauðgun Evrópu í Lullingstone Lullingstone villan í nágrenni Eynsford kastalans var bústaður

62


embættismanna Rómverja. Þar hafa varðveist vegg og mósaík myndir sem bera vitni um þenslu Rómarríkis og útbreiðslu Mithra trúar meðal yfirmanna hersins. Í gólfi í matsal er mosaic mynd sem sýnir Júpiter nauðga Evrópu. Fornar sagnir Dorían þjóðarinnar á Krít segja Evrópu ættaða frá Tyre, fönikískri hefðarkonu af ætt Io, guðs landamörkunar og víns sem var oft í fylgd veiðimanna og forfeðra þjóða. Í rómverskri heimsmynd fékk Zeus nafnið Júpiter, með honum ferðaðist Evrópa til Grikklands og Rómar. Eitt tákna Evrópu var tungl kú, horn hennar voru hálfmáni. Að loknu ferðalagi frá Róm var áfangastaður Evrópu mósaik mynd á gólfi Lullingstone villunnar í Englandi. Þar nauðgar Júpiter henni í gerfi nauts áður en hann hverfur í svart hafið þar sem hann lifir í merki nauts á stjarnhimni. Í geira Sporðdreka umpólast nautið í birtu vors á gegnt honum á sólúri Englendinga. Myndin á stofugólfi rómverska höfðingjans virðist undirstrika ætlun keisarans að senda menn sína upp þangað til að hrifsa til sín þekkingu Kelta eins og Sporðdrekinn birtuna. Nauðgun Evrópu í Lullingstone villuni var í forgrunni einhverra elstu táknmynda hjóls tímans í norður Evrópu, hakakrossum sem marsera í röð eftir veggjunum. Í fersku minni eru ógnartákn hakakrossa sem þramma í brúnum tónum Hitchcocks líkt og áhyggju-lausar járnbrautalestirnar bruna um sveitina. Allt frá steinöld hefur hakakross táknað endalausan snúning árhrings í formlausri veröld. Á tuttugustu öld varð táknið hins vegar frægt að endemum þegar gjörvöll Evrópa lá undir járnhæl nasista sem tróðu Gyðinga undir í ofsóknum síðari heimsstyrjaldarinnar. Við enda svanalínunnar vestan við Lullingstone villu Rómverja er annað tákn í þessum geira heimsmyndarinnar, skrúðgarður Lullingstone kastalans, World Garden of Plants. Plöntusafnið státar af plöntum frá öllum kimum veraldar. Hér hrópar tvíeðlið á dauða sinn, endurfæðingin krefst þess, annars lifum við að eilífu, þá væri sagan lifandi geymd og sagnaskrif óþörf. Kím ljóssins dvelur í dimmunni. Í goðsögnum birtist fyrirbærið í táknum tungls, silfurs, myrkurs og sjávar. Ábúandi þessa geira sólúrsins er sterkur og vitur. Í Hávamálum hét hann Óðinn, hann var guð sköpunar, faðirinn sem fórnaði sér á krossi og gaf sjálfan sig á tré í réttum hlutföllum.8 Hann var eineygður eftir að hann skipti á auga fyrir eilífa visku úr Mímisbrunni. Annað augað skein í einu, tungl að nóttu, sól að degi. Til að skapa nýja veröld með fimmföldum krafti sínum hafði hann fimm tákn; tvo hrafna, Hugin og Munin, tákn hugsunar og minnis, tvo úlfa; Geri og Freki, tákn verksvits og áræðis, og spjótið Gungnir sem var frjótákn sem fæðir af sér nýjan hring árs þegar það drepur hið gamla. Hinn eineygði Óðinn réttra

63


Berkhamsted

Abbes Roding

Coppets wood

10 km

LONDON

Acton

Marble Arch

Tower Hill

Windsor Swanscombe

Caesars Camp Swanley

Staines

Norðvestur Sólarlag á tilteknum degi við sumarsólstöðu var tákn sumar-komu. Sá staður tengdist Nautsmerki á stjarnhimni.

64


7 hlutfalla fórnaði því liðna til að tryggja nýtt ár, nýjan snúning hjóls.

Sólarupprás á sumar sólstöðum í norð-vestri

Blóm í Swanley dreymdi undravert ljómandi glit hinu megin á sólúrinu. Þangað fljúgum við næst, sjónlínuna til baka frá Swanley, yfir miðjuna Coppets Wood, þar sem ferð okkar byrjaði, og áfram sama hlutfall til tákns birtunnar hvítu sem teflt er gegn myrkri Sporðdrekans. Við förum þvermál heimsmyndarinnar, 216000 fet, að gylltri brún sólúrs Thames sléttunnar. Bólstrar hrannast upp yfir Chilternhæðunum, lögun þeirra gefur vísbendingar um það sem kann að gerast næst, en hvað sem teiknað er í skýin hlýnar nú ört. Sólargluggar eru á himni því í dag hefst sumar og náttúran leikur við hvurn sinn fingur. Ef veröldin færist eða færist væri ekki gott að segja hvurt eða til hvurs, því þarf að taka sólarhæðina og muna litina því það er ekki gefið að þeir verði eins að ári. Blátt verður kóngablátt, sjógrænt verður grasgrænt, sólgult verður Hofstaðagult. Ryk verður súkkulaði, mas verður heimspeki, kaffi eymast og vandamál verða grautur í skál. Herdfordshire verður sófi sem snýst. Við erum komin í túnfót Golden Parsonage þar sem ættbálkar Danþjóðarinnar á Mið Englandi bjuggu. Luton bær er 10 km norðar og austar, Berkhamsted er framundan. Margir staðir í þessum geira sólúrsins heita nöfnum með endingunum; Dan, Den og Ton, eða Don: Bovingdon, Flaunten, Gaddesden Row, og Luton að ógleymdri sjálfri London. Þeir sem byggðu ból sín hér í fornöld voru frændur hins danskættaða Ossuls konungs, sem fyrr er getið. Sumarkoman og birtan Til að fullskapa sólúr Thames sléttunnar, eftir að Stöngin hafði verið mörkuð frá Runnimede að Rodinghæð, var mörkuð vetur -sumar sjónlínan fyrrnefnda frá suðaustri til norðvesturs. Síðari áfangi heimsmyndar var markaður frá Swanley um Coppets Wood hálfu ári eftir vetrarsólstöður þá er horft til sólarlags í Herdfordskíri. Frá bökkum Thames að hæsta tindi Chiltern hæða er halli landsins vart merkjanlegur, hæstu hæðirnar eru ekki nema um 300 m yfir sjávarmáli. Ekki var það auðhlaupið verk að festa sólarlag sumarsólstöðu við Chilternhæðirnar því margar hæðir og hryggir báru við himinn á þeirri sjónlínu og fátt um afgerandi kennileiti í þessari skógivöxnu sveit. Sólin skoppaði eftir ummerkjalausum hæðunum og settist að baki þeirri hæverskustu vestan við öxl Ivinghoehæðar við hlíðarenda Thamesvalla og skar úr um komu sumars svo voru helgidagar

65


markaðir á sjónhring líkt og raufir á skífu áttavita. Nákvæmlega hvar sólsetur var dagin fyrir sumarkomu var eflaust oft þrasað um og má gera ráð fyrir að dagatal á sólúrinu hafi tekið stöðugum breytingum á árþúsunda tímabili eftir geðþótta valdhafa á hverjum tíma. Þegar rökkvaði á ráðstefnur frumbyggja í rjóðrunum rýndu þeir í norðvestrið og reyndu að lesa í teikn skýjanna þar sem markalínur skárust. Fuglahópar á leið út norður, skýjarof og hlý birta voru tákn frá heimi til heims. Sumarbyrjun var á næsta leiti, en ekki var hún fest við land fyrr en línuleg niðurröðun himinntungla og kennileita varð bein, þá fyrst var sólúrið fullgert og sáðtíð vís. Ekkert í lífinu var eins áríðandi og þetta mikilvæga tákn sem birtist þegar sól var lágt á lofti á í ljósaskiptunum, og þegar síðustu geislar hennar flöktu bak við rjóðrin var vitað að hún muni rísa næsta dag í sumri. Undir Ivinghoehæðunum eru einhver elstu mannvirki sinnar tegundar sem fundist hafa á Englandi, Grims Ditch og Icknield Way, kennt við Iceni þjóðina sem bjó á þessum slóðum við upphaf okkar tímatals. Samheitið Grims-Ditch nær yfir forna hlaðna garða sem fundist hafa víða á suður Englandi og virðast tengjast landamörkun þjóðflokka á Járnöld.1 Gríma er enn í fullu gildi í íslenskri tungu sem orð um gervi þess sem hylur andlit sitt. Grímnir, var eitt nafna Óðins. Grímu-garðar voru hugsanlegar átakalínur sem óðu þvert yfir tún ef því var að skipta þegar þrasað var um guði og landamörk. Þá hikaði dauðinn ekki við að taka þá vantrúuðu í orustu um sálir á vígvöllum sumarkomu. Luton bær er 7 gráðum norðan og austan við Berkhamsted á sólúrinu. Luton er samsett úr orðunum, Loki og tún eins og áður sagði. Loki var guð ljóssins og verndari Ljósárinar, Lea. Uppspretta hennar er í Luton, þaðan rennur hún niður slakkana í ána dymmu. Einhvern tíma í fornöld var leiðin að lindum Loka stikuð frá Swanley, leiðin var ás miðjunnar sem hófst í dymma geira heimsmyndarinnar og endaði hjá ljósgjafanum Loka, verndara vatns. Loka-tún og fyrrnefnt, Levka, Hvíta hliðið, í heimsmynd Grikkja, er sami staður og Skálholt á bökkum Hvítár í landi Gissurar hvíta í heimsmynd landnema Íslands, þar hófst sumar í hvítri birtu. Gullni velgjörðarmaðurinn Markyatehæðirnar eru hæstar ölduhryggjanna sem rísa upp af grunnum Gadedalnum. Í miðri hlíðinni norðan megin liggur Gadesten vegur með ánni sem hlaðið var undir í tíð Rómverja. Eitt kvöld í forneskju, um það bil 20 dögum eftir vorjafndægur

66


rýndu landnemar í norðvestrið eftir sjónlínu upp dalinn meðfram veginum að kennileiti sem sólin settist í. Sumarkoma þýddi fullar matarkistur. Þar á baug Thames sléttunnar var hugmynd allsnægta. Við þetta tiltekna sérkenni festist mikil helgi sem í aldanna rás breyttist í eitt helgasta tákn kristni við trúskiptin því trúboðar hinna nýju trúarbragða skildu vel væntingar bænda um gnægð matar af engjunum. Fyrir þá sem trúðu á sumartíð var þessi staður því oft valinn undir fyrstu kirkju Krists. Þar reis Kristur upp innra með þeim sem á hann trúðu og þar tíðkaðist að drekka af barmafullum bikar hans og neyta altarissakramentis. Golden Parsonage er slíkur staður, heimkynni Hins gullna velgjörðamanns sem heldur í greyp sinni valdi sólar. Gagnið sem guðstrú hefur af rökum mælinga tíma og rýmis birtist í háttvísi og góðmennsku Jesú því í honum festist öll heimsins mildi og hlutföll veraldar, í sál hans var hún tamin. Þess vegna er hann sonur guðs í mynd manns. Hann létti oki tímans af fólkinu, fæddist á jólum í jötu Steingeitar annað hvort um leið og sólin í Sólborg eða á Coppers Hill. Leiðin til Golden Parsonage, fyrrnefnd Gaddesten Row, liggur með fram skjólbelti gamalla trjáa og mjúkum moldarvegum með hliðum á landamörkum. Efsta lag vegarins er malbik, undir því er ótölulegur fjöldi slóða, þá rómverskur vegur, neðst er eldforn merkilína ósýnilegrar rákar svansins, réttvísandi frá Swanley, yfir miðjuna Coppetts Wood í London, og hingað fram veginn. Hér er vegurinn línulega beinn og enginn hlykkur þar á. Síðustu metrana að tákni sumars fer hann um klassíska enska sveit undir yfirlæti óðalsetra sem deila ökrunum í hólf á milli sín. Í heiðríkjunni gægjast þau út með trjánum í grænu hitamistri. Minni bæir hlaðnir grjóti og breiðum borðum eru við hæðarenda spönn frá veginum þar sem túnin byrja. Á báðar hendur með þjóðveginum eru grænar öldur, sléttar ofan en þýfðar neðst við fenin. Gróðurbelti eika og Chiltern beykitrjáa rísa meðfram vegum og á mörkum lóða. Undir grassverðinum er þykk mold ofan á gömlu seti og kalki rist bugðóttum moldartroðningum sem verða hvítir í þurrki. Eldforn pottaleir verður til í flögunum við fláka skil þar sem vatn síast niður í gegnum leirlögin. Þá verður setið svo fínt að sums staðar fer vatnið ekki í gegn, þá myndast tjarnir með slípuðum tinnu flögum á botninum. Við Golden Parsonage og Gaddesden höllina voru eitt sinn fiskatjarnir sem voru hannaðar samkvæmt tíðarandanum að duttlungum ábúenda. Gróðurslím flýtur á yfirborðinu, undir sinda gullfiskar við hoggna barrokkkanta. Golden Parsonage var stórbýli sem nú er að mestu horfið, rústin er á hólnum handan við nýbýlið, tuttugustu aldar hús neðar og sunnar

67


bak við þar sem hekkið endar og er ekki svipur hjá sjón. Í annálum er ekkert að finna um nafn hússins. Á sveitakránum er mörgum tilgátum hent á loft en nafngift þess hangir á dyrakörmum hugtakafræðinnar líkt og hjarirnar sem hanga enn á körmum gangnamunna í kjallara rústarinnar og guð má vita hvert lágu. Í fljótu bragði segir rústin ekki mikla sögu, oft hefur verið púkkað upp á hana á langri tíð. Þar inni er skrautlaust og svo sem ekki fágað, engar vísbendingar um byggingasögulega snilld, engir sökklar stigaflugs eða súluganga. Steinveggur í einu herbergjanna er opinn upp, stássstofumegin rignir niður panelklæðningu úr ódýrum við og óhöndugleg hönnunin. Þakið var ekki bratt og einhvern tíman var það klætt blikki. Gamla húsið var mjög stórt samkvæmt gömlum sögnum, til vitnis um það eru veggjastubbar sem rjúfa túnin alla leið að tjörnunum neðar á lóðinni. Við manngerðar tjarnirnar er manngerður hóll sem eitt sinn var grafið í en ekkert fannst í honum og ekki er vitað til þess að aldursgreining hafi verið gerð. Frá sléttunni vestan við óðalið gengur röð trjáa alla leið að Gaddesden og bendir til þess að fordyr þeirrar hallar hafi verið á suðaustur hlið hennar en ekki að norðanverðu eins og nú er. Austanmegin við húsið voru miklir veggir hlaðnir um lítinn garð á 16. öld þar aftan við eru rústir útihúss sem er talið eldra, það var augljóslega byggt yfir brunn. Af vegsummerkjum við vinduna yfir brunninum má sjá að dráttardýr voru notuð til að draga vatnið upp á yfirborðið. Húseigendur í þessari sveit hafa metnað til að halda við upprunalegu útliti húsa. Sveitastjórnin mælist til þess að vandað sé til varðveislu eigna, jarðfastar viðbætur, tröppur, hlaðnir tjarnarbakkar, gosbrunnum og hliðpóstum sé haldið í sem næst upprunalegri mynd og að nýr arkitektúr taki mið af því hefðbundna, miðaldarlega, því hér er urmull minja samvaxnar hverri tíð sem minna á að virkisgerð í fornöld var ekki síst táknræn. Víggirðing um hús landeigenda sást langt að og stafaði frá henni skýrum skilaboðum um eignarvald húsráðandans yfir öllu í sveitinni. Stór bygging hlaðin hoggnu grjóti með þykkum sperrum undir þaki var táknræn yfirlýsing um styrk sem oft stóð upp á hæð. Slík hús hafa varðveist, sum í góðu ástandi, sum endurbyggð. Sum voru varðturnar, virki eða voldug hús sem gátu staðist árás í tiltekinn tíma. Elstu vígin voru gerð úr timbri, þau eru flest horfin, eftir stendur sökkull eða tóftir. Merkistaður sumarbyrjunar á að vera um 108000 fet frá Coppetts Wood. Ég reyni að komast eins nálægt og frekast er unnt. Kristin nöfn blómanna í skjólbeltunum við veginn; Kristþyrnir og Bláklukkur að ógleymdri skærgulri hátíðarliljunni af páskaliljuætt segja mér

68


að ég nálgist hátíðarstaðinn. Samkvæmt nákvæmri mælingu með nútíma mælitækjum virðist hann vera austan við Golden Parsonage. Úr lofti sést þar móta fyrir kirkjubyggingu í túnsverðinum sem búið er að rífa fyrir löngu. Sennilega vitna kirkjubækur um helgihald þar fyrr á öldum. Að líkum málsins var þar upphaflega ruddur reitur í skóginum og sennilega dansaður sköpunardans í gömlum átrúnaði snemma í maí því kirkjur voru iðulega reistar á fornum helgistöðum. Örlítið norðar og vestar stendur Little Gaddesden höllin í stórum garði. Staðarhaldar þar hafa verið margir um aldirnar og eru jafn vandfundnir og upphaf regnbogans. Hver fór með lyklavöld í höll sumarbyrjunar á öldum áður? Var það; John de Gatesden, Joannes de Gatisden eða Jone de Gabeshede? Misvísandi sagnir eru eins og endimörk heimsmyndarinnar sem gengur okkur stöðugt úr greypum. Meir að segja höllin sjálf átti sér mörg hlutverk á langri ævi, þar var óðalssetur á 11. öld, síðan var þar dómhús, fjórbýli, þá bókasafn. Undir trjágöngum er annar slóði sem vísar lengra vestur að enn einum merkisteini í götu okkar, hugsanlega þeim sem við leitum því þar var saga Englands ráðin fyrir þúsund árum. Berkhamsdet virkið var konungssetur Englands í hartnær fjórar aldir fyrir tíð Tudor konunganna. Berkhamsted er höll frönsku konunganna sem réðu Englandi eftir sigur Vilhjálms hertoga frá Normandy við Hastings 1066. Þessi forni helgireitur er 216000 ensk konungsfet frá Stone kastalanum í Svanalendum myrkurs í suðaustri. Enskt konungsfet er eins og hið gríska; 30,8 cm. Á 216000 feta mælingu getur frávik enska fetsins og þess rómverska 29, 7 cm, verið liðlega tveir og hálfur km. Suðræn áhrif Rúðujarla Normandy nefnist tór hluti strandlengju Frakklands við Ermasund. Víkingar athöfnuðu sig þar aldirnar fyrir þúsund og herjuðu um Norður Evrópu, sátu um París og sóttu gull í klaustur á Signubökkum. Þeir sigldu til Spánar, inn á Miðjarðarhaf og herjuðu þar á Evrópumenn og múslima og gengu undir nafninu Normanar. Danskir víkingar voru afkastamestir í strandhöggi á þessum tíma, lögðu undir sig stóran hluta Englands þar sem þeir héldu ríki um áratuga skeið. Konungur Franka fékk víkingahöfðingja að nafni Hrólfur til að verja landið, fyrir það fékk hann Normandí að gjöf. Allar götur síðan hefur þar verið hertogadæmi norrænna konunga, Hrólfur var sá fyrsti. Eftir að franskir konungar tóku völd á Englandi hefur hertogaembætti Normandy verið í höndum landsfeðra Englands. Hertoga tign, Duke, ber sá sem gengur næst prinsi að tign.

69


Núverandi hertogi Normandy er drottning Englands, Elísabet II. Haraldur hárfagri kristnaði Noreg í óþökk margra höfðingja, margir þeirra sigldu til Íslands. Hrólfur var annar tveggja sona Rognvalds Eysteinssonar jarls yfir Mæri í Noregi, þeir feðgar voru vel þekktir meðal sagnamanna á Íslandi sem gáfu Hrólfi viðurnefnið Göngu Hrólfur því hann var svo stór að engin hestur gat borið hann en hann fór víða. Samkvæmt Landnámu voru Rúþujarlar og Englandskonungar frá honum komnir.2 Bróðir hans Hrollaugur Jarlsson fór til Íslands og varð þar kynsæll. Frá Normandy kom einnig menningarfrömuðurinn fyrrnefndi Rúdólfur biskup á Bæ. Landnáma rekur ættir þeirra sem mest kunnu í goðafræði og þeirra sem varðveittu Egilssögu og Njálu, Sæmundar fróða og Sturlunga, til Hrollaugs. Norrænir þjóðflokkar sem blönduðust Keltum í norður Frakklandi urðu áberandi í Evrópu á miðöldum þar til þeir hurfu í mannhafið á 13. öld. Áhrif þeirra má greina allt til suður Ítalíu og Landsins helga enda ráku þeir ættir sínar til Tróju.3 Sonur Gönguhrólfs í fjórða ættlið var Vilhjálmur hertogi frá Normandy, hann hafði afgeradi áhrif á söguna þegar hann lagði undir sig Bretlandseyjar. Eftir orustuna við Hastings þrammaði hann her sínum í stórann sveig um London norður til Berkhamsted, sumartákn heimsmyndar Thamesvalla, og gerði kastalann að konungshöll sinni. Í kjölfarið fékk Vilhjálmur viðurnefnið, hinn sigursæli, líkt og sumarið sem sigrar veturinn. Þá varð ný tíð í Englandi. Söxum og siðum Dana var rutt úr vegi, víkingaöld endaði og eitt voldugasta konungsríki veraldar varð til. Um England léku nú vindar sunnan úr Evrópu og eins og áður sagði færði Vilhjálmur England undan merki Hrúts og kom því fyrir undir merki Steingeitar að hætti þeirra sem gerðu heimsmynd að sólúri. Saga kristinnar kirkju hófst þrem öldum fyrr í klettavirkinu Sutri norðan Rómar er Liutprando konungur gaf páfa virkið undir fyrstu kirkju utan Vatikansins.4 Þessi höfðinglega gjöf var dæmigerð fyrir hvernig samfélög tóku hinni nýju trú og ófu hana heiðnum siðum sem fyrir voru í landinu, trúskiptin fóru því hvarvetna fram á friðsaman hátt. Sutri í hinni fornu heimsmynd Rómverja er sami staður og Berkhamsted í heimsmynd Thamesvalla. Kirkjan í Sutri var nefnd Patrimonium Petri, hún var tákn komu sumars á sólúri gömlu trúarbragðanna á Tíbervöllum sem umbreyttist í tákn Krists hins nýja ljóss við trúskiptin. Á Íslandi gerði Gissur hvíti það sama og Langbarðar er hann gaf land undir fyrstu kirkjuna á Íslandi, Péturskirkjuna sem síðar var nefnd Skálholt sem er á sama stað í

70


heimsmynd Íslendinga á Rangárvöllum. Vilhjálmur hinn sigursæli vissi hvað klukkan sló er hann helgaði sér sumartáknið líkt og páfinn í Róm og ný kristnaðir Íslendingar á undan honum. Nýr siður samsamaðist þeim gamla, nýtt konungsveldi var stofnað í sátt og samlyndi við máttarvöld. Franskir konungar gerðu hin forna táknræna stað að konungssetri líkt og staðgengill krists í heimsmynd Rómar og Rangárvalla. Vilhjálmur stefndi þangað landshöfðingjum til að undirrita uppgjöf Englendinga undir merkjum sumarkomu í hinni fornu heimsmynd. Hann afþakkaði að vera krýndur konungur í Berkhamsted því samkvæmt táknmáli sólúrsins fæddist konungurinn að Coppetts Hill í Runnimede. Hann þáði hins vegar lyklavöld Lundúna þar því líkt og ný sumarsól baðar Thamesvelli geislum frá Berkhamsted, var krúnan sjálf geymd við Tower Hill og krýning fór fram í Westminster á hádegi jóladag 1066. Vilhjálmur hófst þegar handa við að endurbyggja fornfræga helgistaði Thamesvalla. Um leið og hann endurbyggði Berkhamsted og Tower kastalann, lét hann stækka borgarvirki um gamalt vígi sem stóð á fornum manngerðum hól á bökkum Thames, sjáfan upphafshvol heimsmyndarinnar, Windsor. Virkismúrarnir í kring um Windsor sem ferðamenn eru leiddir um í dag, eru reistir á upphaflegum veggjum Vilhjálms. Berkhamsted, Old Windsor og Windsor eru staðsettir á sólarlínunni sem miðuð var frá miðju gömlu heimsmyndarinnar, 108000 fetum frá Coppetts Wood. Þótt kristni breiddist hratt út á tímum Vilhjálms og kirkjuvald efldist óðfluga, var sólúr lifandi veruleiki í hugum fólks langt fram eftir miðöldum. Þrátt fyrir að þar hafi allar lífsins nautnir tengst kúnni þurfti kirkjan tíund og kóngurinn skatt. Vilhjálmi var ljóst að að hann þurfti að meta eignastöðu Englendinga. Þeir höfðust svipað að í merki nautsins, Gissur hvíti og Vilhjálmur er þeir létu skrá eignir landa sinna, Gissur lét gera Landnámu, Vilhjálmur lét gera Domesday Book. Örlög franskra konunga á Englandi voru skráð á Thames völlum. Í ánni þar sem straumurinn varð saltur var eins og Vilhjálmur fengi hugboð um að vera komin óþarflega langt norður fyrir sitt velsæmi og vinskapur grannþjóðanna Englands og Frakklands tók að verða göróttur, mikli sáttmáli lá í loftinu. Hvít og rauð rós Bærinn Alban dregur nafn sitt af heilögum Alban, fyrsta píslarvætti Englands, sem hálshoggin var vegna trúvillu í Verulamium sem

71


liggur í jarðlögunum undir kirkju bæjarins. Sagt er að lækurinn við kirkjuna hafi sprottið úr jörðu þegar Alban bað um vatn og hætt að renna þegar öxin skildi höfuð hans frá búknum. Fjölmargar grafir eru undir skrúðgarðinum við kirkjuna. Þeir sem tóku þær lentu stundum innan veggja húsa í gömlu Verulamium sem talin er elst borga á Englandi. Sögur frá St. Alban klaustri segja frá því að á tunglbjörtum nóttum berst stundum söngur frá kirkjuskipinu þegar prósessía munka þokast eftir súlnagöngunum og raddar gömul lög. Þá sést heilagur Alban á blettinum sunnan kirkjunnar í ljósri hempu með gullin boga um höfuðið og fer geyst og virðist ekki snerta jörð enda er ekki vitað hvar hann var jarðsettur. Rósastríðið hófst kvöld eitt í maí í kring um Hvítasunnu, 40 dögum frá fyrsta tungli eftir vorjafndægur 1455. Það óð í skýjunum þegar Hinrik VI konungur fór fyrir mönnum sínum norður fyrir London í land Saxa. Hann hafði haft spurnir af leiðangri Ríkarðs frá York sem ætlaði suður til að berja Lancaster menn í London. Hinrik fór leynt austur undir hæðirnar í útjaðri Alban þar sem þeir földust. Tunglið er 2160 mílur að þvermáli og um það bil 400 sinnum minna en sólin. Það var svo til fullt þegar Konungur gerði Ríkarði og mönnum hans fyrirsát undir kirkjuturni St. Alban. Hófst þá grimm stássstofu uppreisn landeigenda gegn ættarveldum um völd og réttmætan konung sem barst um allt England og lauk ekki fyrr en 34 árum síðar. Vegna flókinna ættartengsla var erfitt að henda reiður á atburðarás, blóðug vígaferlin víxluðu völdum fylkinga ótt og títt og auðkenni urðu meir áríðandi en nokkru sinni fyrr, tákn og einkennisbúningar gátu skilið milli feigs og ófeigs. Her Hinriks barðist undir tákni rauðs dreka, Jórvíkurher Ríkarðs barðist undir tákni hvíts bjarnar. Hvítasunna Ritarar Tudor konunganna ýktu eða skreyttu Rósastríðin eftir því sem þurfti. Talið er að á þeim 32 árum sem rósastríðin stóðu yfir fóru bara 2 ár í raunverulegt hernaðarbrölt. En hvað um það, á hvítasunnu skipti sagan engu máli því þá voru tímaskil sumarsólstöðu, þá kom sumar. Þegar átökum Rósastríðanna lauk, ákvað Hinrik VII að rauð og hvít rós skildi prýða skjöld Tudor ættarinnar. Þetta voru sömu litir og notaðir voru sem tákn efra og neðra Egyptalands þegar konungatímabilið hófst þar um 4000 f. Kr. Hvítt naut réði lendum himins og tengdist komu birtu og guði gróanda, Ósírisi. Hver faraó varð Ósíris við valdatöku sína, tákn vors og gróanda ungrar sólar. Ósíris varð bæði rauður og hvítur við sameinað Egyptaland sem

72


skiptist í efra og neðra ríki Nílarfljóts hið hvíta og rauða. Þeir sem stikuðu heimsmynd sína á Thamesvöllum árþúsundin fyrir okkar tímatal virðast hafa markað hana á sama hátt og forn Egyptar. Nicholas Bacon faðir Francis Bacon, var einn valdamesti stjórnmálamaður við hirð Hinriks áttunda. Hann var lögmaður og verndari skjaldarmerkis Englands í stjórnartíð Elísabetar I. og einn áhrifamesti maður innan kirkjunnar. Hann eignaðist lönd víða, eitt þeirra var stórbíli við norðvesturenda svanalínunar sem liggur á milli póla veturs og sumars á Thamesvöllum, Gorhambury óðalið, í nágrenni við hið fornfræga St. Alban klaustur. Francis Bacon flutist þangað í æsku og ólst þar upp. Í túnfæti Gorhambury var fyrsta borg sem getið er um í enskri sögu, fyrrnefnd Verulamium höfuðborg Catuvellauni þjóðarinnar sem Rómverjar börðust við um yfirráð Englands. Rómverjar rifu borgina niður og notuðu byggingarefnið í basiliku, vegi, hringleikahús og böð. Að lokinni hersetu Rómverja var borg þeirra rifin og notuð í byggingu St. Alban klaustursins og þorpið með sama nafni. Rústir hinnar fornu borgar sem hafði verið höfuðborg Rómverja á Englandi í hart nær 500 ár, blöstu við út um hvern glugga á æskuheimili Bacons. Í bréfum Bacons til Elisabetar I. var honum tíðrætt um hve lítil reisn væri yfir enskri menningu í samanburði við sagnahefð fornaldar og hvað honum þótti áríðandi að halda til haga sögu Englands. Undir tákni sumarkomu á baugi Thamesvalla skrifaði Bacon um hlutföll í starfsemi náttúrunnar. Það er hugsanlegt að þar glitti í þrá eftir glötuðum lögmálum heimsmyndarinnar fornu sem sagnamenn færðu á bók með landmælingum, stjarnvísi og goðsögnum. Svo hófst Upplýsingin, tímabil mikilla breytinga í vísindalegum vinnubrögðum í menntasetrum Evrópu. Að loknum myrkum öldum varð kirkjan fyrir aukinni gagnrýni og Biblían var endurskoðuð líkt og gerðist meðal Jansenista í Frakklandi og í Þýskalandi Lúthers, Francis Bacon þróaði kenningar um eðli lífsins. Hann taldi að með þekkingu og fordómaleysi mætti sýna fram á eðlilegt ferli náttúrulögmála, að eiginleikar grunnþátta náttúrunnar stjórnast af hlutföllum smæstu agna hennar. Uppgötvanir sem komu fram sviptu hulunni af mörgu því sem áður hafði verið manninum óskiljanlegt. Vísindaleg vinnubrögð voru notuð í auknum mæli sem byggðust á raunhyggju frekar en trú á yfirnáttúruleg öfl og bábiljur, það rann upp tímabil mikillar þekkingaöflunnar. Bacon taldi að ef manninum auðnaðist að skilja hlutföll náttúrunnar mundi hann öðlast vald yfir náttúrulögmálunum. Frá upphafi vildi maðurinn bregða máli á umhverfi sitt og skynja það

73


á svipaðan hátt og málari fangar á blað það sem hann sér. Áríðandi var að vita lögun landsins sem manneskjan sá og hve langt hún gat gengið á tiltekinni tímalengd. Mælieiningarnar sem maðurinn notaði í upphafi byggðust á hlutföllum mannslíkamans. 1000 skrefa míla sem mælieining, mille passus, hefur verið til allt frá tímum forn Egypta. Nú á dögum er hún til í mörgum stærðum; alþjóðleg sjómíla 1.852 m, landfræðileg míla 1.855,3 m, ensk -og rómversk míla 1.480 m, og amerísk míla 1.609 m. Alþjóðlega sjómílan er þeirra þekktust og notuð um allan heim. Sjómíla er sömu lengdar og hnútur á máli siglingafræðinga, sama vegalengd og ein mínúta af ummáli jarðar við miðbaug. Hver gráða af 360 gráðum ummáls jarðar er 60 mínútur. Ummál jarðar um miðbaug er því 21600 mínútur. Metra kefið varð til á síðustu mánuðum konungsveldis Frakka, það byggist á 360 gráðu ummáli jarðar. Hinu nýja mælikerfi var ætlað að vera alþjóðlegt mælikerfi byggt á tug í stað tylftar og miðast við stærð jarðar. Samkvæmt tugakerfinu samsvaraði ummál jarðar 40,000,000 metrum. Tugakerfið er því bundið stærð jarðar og sköpunartölu veraldar 216. Þegar helstu stærðir himintungla og fjarlægðir í geymnum eru umreiknaðar í mílur birtast athyglisverð viðleitni vísindamanna að fella náttúruleg fyrirbæri að þekktum hlutföllum sköpunartölunnar 216: Þvermál sólar er 864000 enskar mílur (216000 x 4). Fjarlægð jarðar frá sól er 108 þvermál sólar (216 / 2). Þvermál tunglsins er 2160 mílur (216 x 10). Ummál jarðar er 21600 sjómílur. Grundvallar mælieining tíma á jörðinni byggist á snúning hennar um öxul sinn sólarhring 86400 sekúndna (216 x 400). Þessi taktur hreyfinga, hlutfalla og fjarlægða í sólkerfi okkar gera það að verkum að jörðin hefur þá efnissamsetningu, þyngd og meðalhita sem er undirstaða lífsins eins og við þekkjum það.5 Í heimsmyndinni runnu saman stærð jarðar og sólar og rúmuðust báðar í huga manns. Menning Gyðinga stendur traustum fótum í slíkum sagnaarfi. Allt var fært á skrollur og rann að lokum inn í Biblíuna. För Gyðinga frá Egyptalandi færði okkur Biblíuna og Jesú Krist og innsiglaði örlög jarðar trúarbragðanna. Hið nýja ljós fæddist í jötu geitar því Gyðingar vissu að árhringur byrjaði í merki Steingeitar. Colosseum – Valhöll Rómar Upp á hæð í einum elsta hluta Rómar við enda Via Sacra steinsnar frá Colosseum stendur minnisvarði sem Domitian keisari lét reisa um

74


sigur bróður síns Títusar á Gyðingum og eyðileggingu Jerúsalem. Sigurbogi Titusar er minnisvarði um það þegar Rómverjar hrifsuðu til sín veldissprota páfa –Stöngina, og fluttu hann frá Landinu helga til Rómar. Sigurbogi Titusar er eins og voldugt hlið við enda Via Sacra, eins og teningslöguð fyrirstaða í Götunni helgu sem her Rómar megnaði að hola og þramma í gegn um á sigurhátíðum hersins. Nær því tvö þúsund árum síðar, mitt í heimstyrjöldinni síðari gengu foringjar nasista, Mussolini og Hitler, roggnir í gegnum hann og virtu að vettugi beiðni gyðingaþjóðarinnar um að Sigurboginn skyldi ávallt vera lokaður opinberum athöfnum í virðingaskyni við þjóð Gyðinga. Ég hef heyrt leiðsögumenn leyfa Gyðingum að skyrpa á útveggi hans svo fremi sem þeir sýni lágmyndunum innan í hvelfingu hans tilhlíðlegan sóma. Lágmyndirnar sýna 15 rómverska hermenn á leið heim eftir götunni helgu með fjársjóð úr musteri Salómons; tvær súlur, lúðra og örk sáttmálans ásamt regintákni gyðingaþjóðarinnar, sjöföldum kertastjaka sem nú prýðir þjóðfána Ísraels. Má segja að lágmyndirnar í hliðinu sýni eftirsóttasta fjársjóð veraldar og hafa þær hrundið af stað mestu fjársjóðsleit sögunnar. Enginn veit í rauninni hvaða muni fjársjóðurinn hafði að geyma því ekki er vitað til þess að nokkur hafi séð hann en stríðsgóssið hefur verið vinsælt umræðuefni til okkar tíma. Fjársjóðs Salómons er enn leitað um allan heim og hafa leiðangrar verið gerðir norður á hálendi Íslands nýverið. Tákn heimsmyndanna benda hins vegar til þess að lágmyndir sigurbogans séu táknmál. Hugmyndir beggja mannvirkjanna, Colosseum og Sigurbogans, eru náskyldar, bæði mannvirkin voru byggð á tímamótum þegar grískegypska heimsmyndin var þurrkuð út af herjum Rómar og færð norður yfir Miðjarðarhafið.6 Hið ramfelda sporöskjulagaða hof í miðri Rómarborg er nú hrunið að hluta og er því ekki vitað hve margir áhorfendur komust þar fyrir. Hofið hefur 80 boga dyr og gnæfir líkt og 16 hæða hús yfir umhverfið. Vegna þess hve stór hluti þess er horfinn er ekki vitað hve marga áhorfendur hofið tók í sæti en rannsóknum ber saman um að þar hafi verið sæti fyrir 40 -50.000 manns. Með hliðsjón af tölvísi heimsaldra eins og hún birtist í táknmáli Grímnismála um Valhöll, sem höfundur 23. og 24. vísu Grímnismála þekktu, má gera ráð fyrir að í hofi Rómar leynist tölfræði heimsmynda sem gera ráð fyrir sætum fyrir 43200 áhorfendur: Út um hvert af 540 hliðum Valhallar koma 800 einherjar (540 x 800 = 432000) og berjast við myrkrið fyrir ljósið.

75


23. Fimm hundruð dura ok um fiorom tögum, svá hygg ek at Valhollu vera; átta hundruð einherja ganga (senn) ór einom durom þá er þeir fara at vitni at vega. 24. Fimm hundruð gólfa ok um fiórum tögom, svá hygg ek Bilskirni með bugom; ranna þeira er ek rept vita, míns veit ek mest magar.7 Hér birtist alheimslögmál heimsaldra í samræmi við árþúsunda menningarsögu þjóða sem sagt er frá í goðsögum Persíu og Indlands.8 Hin tölulega stærð Valhallar er af stærð hringrásar sólar, fjöldi hliðanna og fjöldi Einherja er fenginn úr talnalögmáli fullkominnar veraldar. Hugmynd Val-hallar og Colosseum er af sama meiði, í henni fólst hin ævaforna sköpunartala 432(00) því sköpun nýrrar veraldar var bundin tölvísi og réttum hlutföllum sem arkitektar Colosseum virðast hafa haft í huga við byggingu þess. Á sigurhátíðum komu hersveitir með herfangið heim eftir að hafa innlimað hvert landið af öðru í Rómarveldi. Hátíðirnar hófust á strætum borgarinnar, íbúar þyrptust þá út á göturnar til að taka þátt í skrúðgöngunni sem liðaðist norður Via Sacra frá Upphafshvolnum við sexhyrnda höfn Rómar á landeyjum Tíber. Herdeildin marseraði í gegn um Sigurboga Títusar og inn á svið Valhallar. Fyrstir fóru borðalagðir höfðingjarnir á eftir þeim komu hermenn með stríðsgóss sem þeir færðu keisaranum. Síðastir voru dregnir fangar sem beið hræðilegur dauði í hringleikjahúsinu fyrir framan 43200 áhorfendur. Við slíkar fórnarathafnir gengu 5400 áhorfendur inn um hvern af 80 sigurbogum hringleikahússins og fylltu sköpunartöluna í 43200 þá er þeir fara at vitni at vega. Svo margir voru Einherjar á áhorfendapöllum Valhallar Rómar þegar háður var úrslitaleikur heimsmyndakerfa Rómverja og Gyðinga á blóðugu sviðinu. Viskubikar menningarþjóða Miðjarðarhafs tæmdu Rómverjar þegar uppreisn Palestínu var barin niður. Náðarhöggið veittu glatíatorar í hringnum í miðju hofsins þar sem Gyðingar voru drepnir á táknrænan hátt líkt og til að vottfesta heimsmyndarskiptin

76


í Valhöll Rómar. Það er önnur saga að við hnignun Rómar náðu Gyðingar hefndum á táknrænan hátt þegar þeir rifu þann hluta Valhallar sem stúka keisarans var í og notuðu efnið til að byggja nýja kirkju Gyðinga sem kennd er við heilagan Pétur á Vatikanhæð hinu megin við Tíber. Windsor – Old Windsor – Upphafshvoll Á 9. öld loguðu eldar um alla Evrópu. Víkingar unnu lönd í Normandy. Múslimar gerðu árásir norður yfir Miðjarðarhafið. Saxar unnu lönd í Slóvakíu af Thiedericusisem ættföðurs mikillar þýskrar ættar Saxa í norður Þýskalandi sem hét Wettin. Þiðrik rak ættir til ítalskra konunga sem börðust til áhrifa á Ítalíu skaganum eftir að Rómarveldi féll. Samband hundruð smákonungdæma í Evrópu, sem lutu stjórn einræðisherra stofnuðu Rómverska ríkjasambandið árið 800 og var talið að þá væri endurreist hið forna veldi Rómar. Fyrsti keisari þess var Karlamagnús. Þúsund árum síðar leysti Francis II Austurríkiskeisari, sambandið upp undir þrýstingi frá Napóleon við stöng Pó-valla San Vandemiano. Prins Albert Saxa -Coburg & Gota giftist Viktoríu drotningu Breta um miðja 19. öld. Hann var af konungaætt í Norður Þýskalandi sem stjórnaði Saxlandi, Pólandi, Búlgaríu, Portúgal og Belgíu á ýmsum tímum ásamt Englandi þar sem ættin ríkir enn. Prins Albert var sonur Ernst I. hertoga smáhertogadæmisins Saxa -Coburg Gota í landi Wettin-ættarinnar. Hann varð fyrsti og eini erfingi krúnu annars lands til að giftast enskri drottningu. Í Englandi hlaut hann því titilinn Prins -lagsmaður drottningar. Viktoría drottning var af ætt Hanover konunga sem komin var frá Este konungaættinni í Þýskalandi sem var grein af Welfkonungum Bavaríu, Brunsvik og Burgundy. Hanover, Este og Welfættirnar, líkt og Saxa -Coburg Gota, voru greinar af Wettinættinni. Hanover ættin hafði þá sérstöðu að vera komin af Salia Franka Merovingian konungsættinni sem kom frá Rínarlöndum Þýskalands á 3. öld. Eldforn feðraveldis stjórnskipun Merovingian konunga leifði ekki að krúnan erfðist á hefðbundin hátt við andlát drottningar. Því var ljóst að þegar Viktoría drottning félli frá myndu titlar ensku konungsættarinnar erfast í samræmi við lög ættar Alberts prins. Við upphaf 20. aldar eftir dauða drottningar ríkti enska konungsættin undir þýska ættarnafninu “Saxa -Coburg Gota” þar til eftir fyrri heimsstyrjöldina því þá þótti óverjandi að æðsta embætti Englands væri kennt við þýska ætt. Um mitt sumar 1917, breytti Georg V. konungur Englands ættarnafni ensku konungsfjölskyldunnar úr Saxa -Coburg Gota í

77


Windsor og Windsor kastali var gerður að embættisbústað ensku konungsfjölskyldunnar. Þá varð Upphafshvoll heimsmyndarinnar á Thamesvöllum konungshöll á ný. Bláa Níl og sól Ósíris Aldirnar eftir að Rómverjar fóru frá Bretlandseyjum var Jesú sonur guðs dýrkaður í öllum kirkjum landsins og könnun veraldar var bönnuð að viðlagðri dauðarefsingu. Á meðan trúboð nýrrar trúar fór fram ríkti myrkur hugans sem bannað var að hugsa um tölvísi og stærð jarðar. Ef örlaði á táknum hinnar fornu heimsmyndar beitti yfirvaldið ofsóknum og galdrabrennum. En engin tákn eru eins hlaðin merkingu og þau sem varða sköpulag og lundarfar veraldar og þrátt fyrir bann yfirvaldsins lifir arfsögnin því hún fléttaðist afkomu fólks og lögmálum heimsins. Á Thamesvöllum var henni fundinn farvegur í launfræðum. Himinhvolfið var eitt allsherjar gangverk í óendanlegum takti sem aldrei breyttist. Möndulhalli jarðar í hringferlinu ógurlega gerði það að verkum að það urði til árstíðir og höfuðáttir. Væri jörðin kyrr, væru norður, suður, austur, vestur, óþarfar og maðurinn vilhallur þeirri átt sem ásjóna hans sneri til. Í miðju Egyptalands á 27° 45´ töldu Egyptar lengd einnar gráðu vera 240,000 cubits, um 108,96 km. Þessi vegalengd var svo til sama hlutfall og 360.000 fet, eða 108,405 km, þar skeikar 309 m.8 Nákvæmlega helmingi lengra norðar frá miðbaug, á 55° norðlægrar breiddar á suður Englandi, töldu spekingar við hirð Aðalsteins konungs á 9. öld að breidd, ekki lengd, einnar gráðu á Englandi væri 360.000, ensk fet, 110,880 km. Hjól tímans og stærð veraldar voru ávallt bundin trúarbrögðum, himintunglum og dagatali. Landvinningar og ítarlegir textar um landmælingar benda til þess að um langan aldur hafi æðstu stofnanir og kirkjuþing haft það megin hlutverk að stilla kerfin saman og leiðrétta dagatal. Einu sinni var mælt svo fyrir að sæti maður undir tungli á Jónsmessu eða á áramótanótt lægju allar leiðir til kirkju. Ferðist sálin eftir Stönginni var hún kristin hvort heldur himinntunglin héldu sínu striki eða ekki. Lífskraftur samfélaga við botn Miðjarðarhafsins eymaðist af vatni Nílar, sól Ósíris og Jésú. Það er margt sem bendir til þess að þaðan hafi komið sá Njáll sem ríður um í blárri kápu í Njálssögu. “Níl hefur borið nöfnin Neilos á grísku og Nila á arabísku og táknar nafnið dökk blár.Nöfnin Neilos, Neelawos, Neileos og Neleus virðast hafa umbreyst í Neil og Niall hjá Keltum. Njáll virðist hafa siglt niður Níl

78


til Knossos á Krít, þaðan til Pylos á Pelopsskaga, þaðan til Feneyja, gengið yfir Gallíu Frakklandsmegin”, hugsanlega gengið þurrum fótum til Bretlandseyja og yfir Nailssea til Írlands. Þannig ferðaðist Njáll konungur frá Egyptalandi norður Evrópu stefnufastur í átt til sólarlags á sumarsólstöðum. Löngu síðar berst hann til Íslands í sköpunarsögn íslenska goðaveldisins”.9

79


80


Seinni hluti

Póvellir Heimsmyndin 216 í Veneto

San Vandemiano

Mt. Grappa

Morgano

VENETO San Angelo

Salzano

Trevisto

Feneyjar

Padua

Petrarca á Eugena

0

81

5

10 km


8 Heimsmynd Feneyja á Pó-völlum Sagt er að forn Egyptar hafi vitað að jörðin var hnöttótt þúsundum ára fyrir okkar tímatal og sumir segja að lesa megi úr myndletri þeirra hvernig hún flattist út við pólana og tútnaði út um miðjuna. Til að henda reiður á ummáli slíkrar kúlu er best að slá um hana máli á milli 45° breyddarbauga sunnan og norðan miðbaugs. En jörðin er ekki bara óregluleg að lögun hún hallar líka á öxli sínum sem veldur því að um hana miðja afmarkast hitabelti milli hvarfbaugs Krabba og Vatnsbera. Innan þess gengur sól svo til eftir sömu braut á himni allt árið en norður -og suðurhvolfið fá mismikið sólarljós eftir árstímum sem veldur meiri árstíðamun nær heimskautunum. Á sextándu öld höfðu allar slíkar hugleiðingar verið þurkaðar út. Í huga þess trúaða nægði vissan um að veröldin væri í Kristi þar með var árþúsunda þekking fyrir bý. Heimur þurfti samt að vita hvernig hann leit út og hvaða leyndardóma hann hafði að geyma. Þekkingu um sín hinstu rök faldi hann í sálu fólks, í launfræði, sagnaminnum og táknmyndum. Æðsta tign varð ígildi ljóss, Njáll var hugtak konungs og Shakespeare hugsanleg undirstaða enskrar tungu geymd í liðlega þrjátíu leikritum og miklum bálki ljóða. Að undanskildum Thamesvöllum var Veneto á Póvöllum uppáhalds leiksvið hans, þar gerðust eitt af hverjum þrem leikritum hans eða skarta höfðingjum frá fornfrægum vörðum heimsmyndar sem mörkuð var í landið. Um hana rennur mikill straumur með ofur stutt nafn, Pó. Hljóðlega rennur hún frá vestri til austurs fram hjá kastala Rómeó og Júlíu og upphafshvolnum Padua þar sem Skassið var tamið, húsum Kaupmannanna frá Feneyjum og Herramanna Veróna, og hleður upp dalinn með framburði sínum. Um nótt ferðast öll stjarnfestingin frá austri til vesturs í tígurlegum takti. Vegna möndulhallans er dagamunur á því hvaða stjörnur eru í bakgrunni sólar þegar hún rís og sest. Með því að marka sér fjögur horn veraldar í stjörnunum lærðu menn að fóta sig í þessu mikla ferli. Við vorjafndægur og haustjafndægur mynduðust skil sem hægt var að miða við, þar voru ystu mörk sólarupprásar og sólseturs sem færðust fram og til baka á sjóndeildahring. Á sumarsólstöðu reis sól í merki Krabba og settist í merki Nauts. Á vetrarsólstöðu reis sól í merki Sporðdreka og settist í merki Steingeitar. Með þessum hugmyndafræðilegu hornum veraldar varð til vísir að heimsmynd sem mörkuð var á milli póla tilverunnar. Reist stöng á hádegi á vorjafndægrum við miðbaug, með 90 gráðu horn á jörð, varpar engum skugga því þá er sól beint yfir hvirfilpunkti. Væri sama stöng reist á sama tíma miðja vegu frá Miðbaug að Pól, á 45° norðlægrar breiddar, á Póvöllum varpar hún skugga

82


jafn löngum lengd sinni. Má leiða líkum að því að þegar 6 feta stöng varpaði 6 feta skugga á hádegi á vorjafndægrum hafi það verið mikil teikn í huga landkönnuða fornaldar. Mörgum öldum síðar var skráð í lög Grágás að tiltekin skuggalengd tiltekinnar stangar við tilteknar aðstæður skyldi notuð við setningu árlegs þinghalds á Íslandi.1 Þrem gráðum, eða um 330 km, sunnan Veneto er Latium sléttan þar sem heimsmynd Rómar var stikuð. Hún var mæld og mörkuð föstum ásum með mið á björtustu stjörnur Steingeitar, Krabba og Sporðdreka og Nauts líkt og gert hafði verið alla tíð í suðrænum samfélögum. En því lengra norðar á bóginn sem þessar hugmyndir fóru breyttust viðmiðin, þau voru ekki tekin á stjörnur, þau voru tekin á sólstöður við árstíðaskipti og urðu því breytileg eftir því á hvaða breiddargráðu var mælt. Statísk heimsmynd menningarsamfélaga frá ósum Ganges og Indóevrópu umbreytist í heimsmynd með hreyfanlega ása norðan 45 breiddargráðu. Ítalíuskaginn er eins og mælikvarði á þessa umbreytingu heimsmyndar, því norðar sem hún var mörkuð því meir tóku ásar hennar mið af sólúri. Í Aþenu og Róm var heimsmyndin í föstum skorðum og sumar -og vetrarsólstöður voru ekki áberandi en á 45° Pósléttunnar undir Alpafjöllunum, byrjaði Stöng að vafra, í undirvitund enskrar tungu færðust lögmál heimsmynda norðar og urðu sólúr háð hreyfanlegri stöng á ósum Thames. Hreyfanleg stöng varð áríðandi tákn sumar og vetrarsólstöðu sem bændasamfélög Norður Evrópu byggðu afkomu sína á. Beda Venerabilis og Shakespeare glímdu báðir við þessi undur í launfræðum sínum. Allt frá útgáfu Historia ecclesiastíca gentis Anglorum á 8 öld, virðist þessi stóri sannleikur leika á milli lína í skrifum þeirra. Skassið tamið Á upphafshvolnum Padua hefur skassið loks verið tamið. Þá var hún á valdi Petruchios, eða hét hann Petrarca tákn Þrídrangs sem kemur nánar við sögu á eftir. Undrunar stunur heyrast í salnum, það er líkt og ókunn öfl leynist í sálum nýgiftu hjónanna Kötu og Petruchio. Eitt andartak horfast þau í augu yfir sviðið eftir að Kata sagði að “húsbóndinn stjórni lífi sínu í einu og öllu. Hann er yfirvaldið. Hvort heldur hann stritar á landi eða sjó ber hann umhyggju fyrir velferð minni nótt sem nýtann dag.” Höfundi er hugleikið hvort Kata geti hagað sér vel og fallið inn í samfélagið. Áhorfandinn veit hins vegar að hún getur breyst í skass á einu andartaki. Á milli lína í texta um

83


stöðu kynjanna á 16. öld, er skassið eins og hreyfanlegt spjót í heimsmynd Veneto, sviðið er Padua, Upphafshvoll Póvalla, hvoll Anthonys dýrlings, sem var friðarstillir kynjanna. Mið spjótsins var San Vendemiano. Á þeim tímum þegar eitt heimsveldi tók við af öðru, var launsögn af þessu tagi efniviður sögumanna á borð við Shakespeare. Vafrandi vísir tímans Þeir sem ekki ílentust í Edengarði Biblíunnar milli fljótanna fóru áfram austur eða vestur upp Pelopsskagann eða Ítalíuskagan og voru í ferðum undir fjallveggjum Kákasus, Svörtufjalla og Alpanna áður en þeir klifu fjallaskörðin til að fara norður Evrópu. Á miðri vegalengdinni frá miðbaug að pól má greina margar þjóðir sem gerðu Pósléttuna að sínum heimkynnum. Venetar, afkomendur Grikkja, komu norður Ítalíu eða Balkanskagann í gegn um Illyríu eða yfir Adríahaf. Sveitin kring um Feneyjar heitir Veneto eftir þeim. Venesk tunga óx af illyrsku sem var mest stórvelda á Balkanskaganum aldirnar fyrir Rómarveldi. Orðsifjar má rekja til Indóevrópskra tungumála. Goðin bárust þangað og tóku sér stöðu vítt og breitt um sléttuna í einstaka móbergs fellum sem risu upp af sléttunni. Þangað komu guðirnir Nehlawos og Pelias frá Súmer og Egyptalandi um Krít og Grikkland. Í Aþenu hétu þeir Neleus og Pylos. Neileus var goð ríkisstofnunar, Pylos var fljóta og vatnaguð. Pó varð fræg vatna vera sem umbreyttist í goð vatns árþúsundin fyrir Krist. Nafnið Neileos var notað um konunga, sá elsti á þessum slóðum stofnaði nýlenduna Miletos á strönd litlu Asíu. 2 Hugtakið Njáll, Neileos, virðist hafa ferðast upp Ítalíuskagan til Englands í fylkingabrjósti þeirra sem leituðu þangað til að versla tin og raf. Eitt fárra sýnishorna sem til eru af illírsku fannst við uppgröft í bænum Scutari í norðanverðri Albaníu. Á leirfati sem talið er af trúarlegum toga er áletrun sem myndar orðin “ana oede iser” og merkja nafn gyðjunnar Oethe sem ávallt hafði viðurnefnið “ana” og Indóevrópska orðið “isero” sem merkir, heilög.3 Óðinn í báðum kynjum virðist hafa komið þessa leið norður vitandi að í styrjöld er farsælast að eigna sér menningu og stafróf þess sigraða því tungumálið er lykillinn að landsins góssi. Bergþórshvoll Póvalla Við upphaf samfélaga var áríðandi að sameinast um áttun og miðstýrt dagatal, “Central Time”. Heimsmynd Etruska og Rómverja var stik-uð á óslendi Tíber sem kallað var Latium og skipt í fjóra

84


jafna hluta líkt og gert var á ósum Níl og í Grikklandi. Heimsmynd skipt í fjóra jafna hluta var grundvöllur Júelanska dagatals Cesars sem byggðist á 365 daga ári skipt í jafna fjórðunga út frá breyddargráðu miðju, Settebagni. Á Rangárvöllum og Coppetts Wood-hæð Lundúna var sami háttur hafður á, en miðstýrt dagatalið miðaðist við sólargang. Um það sameinaðist ný þjóð í nýju landi sem gerði Skálholt, Berkhamsted og Grappa-tind að helgasta reit landnema því á þeim stöðum boðuðu litir sólarlags komu sumars. Hlutföllin voru í samræmi við stærð jarðar og stærð manns, miðuð við landfræðilega stöðu hans á jörðinni og stöðu jarðar í sólkerfinu. Hvort eða hvernig það var orðað, þá byggði mannskepnan heimsmynd sína á þessum hlutföllum samkvæmt mælingu á tíma og rúmi: Á einum sólahring fer jörð eina gráðu um sól, hverjum sólahring er skipt í 86400, 4 x 21600, sekúndur. Landeyjar Pó hafa fætt Ítali í þúsundir ára. Þar hugsuðu gamlir guðir veröldina í stærðum sem miðuðust við andlegt og líkamlegt atgerfi landnema. Þótt helgir menn hafi nú tekið við embættum þeirra fara þar saman upphaf og endir í gömlu heimsmyndinni og þeirri nýju. Ímynd heims bjó í nákvæmri stærð fets, hlutfallið var greypt í hugann eins og tíminn sem talin er í sekúndum. Heilagur Anthony var ekki bara dýrlingur og friðarstillir kynjanna, hann var ígildi gamla guðsins sem heitið var á vegna tíndra muna. Þess vegna var kirkja hans reist á “Bergþórshvoli, eða Windsor” Póvalla, Padua, sem er elst borga á norður Ítalíu. Sagan segir að eftir að gríska hetjan Antenor opnaði borgarhlið Troju til að hleypa inn óvinaher sem brendi borgina niður hafi hann farið yfir Adriahaf og stofnað Paduaborg. Borg sem reist er á Upphafs-hvolnum, var miðuð út frá for-miði sléttunnar, Þrídrangnum. Þrídrangur Veneto er hæð í suðvestri sem ber hið gríska heiti Eugena sem er sama heiti og á hliði Aþenu. Þrídrangur og Upphafshvoll grísku heimsmyndarinnar er á Eugenaeyju á Sarinokos flóanum. Stöng Grikkja liggur þaðan til Maraþon með miði frá Þrídrangnum. Stöng norður Ítala liggur með sama hætti frá Eugenaeyju á Póvöllum um Padua til San Vendemiano. Umhverfis hvolinn er elsti hluti Padua, sveitaþorp með þröngum strætum og bogabrúm yfir sprænur Bacchiglione árinnar sem kvíslast undir virkisvegginn. Innan veggja henna eru ráðuneyti Pósléttunnar, Piazza dei Signore, Palazzo del Capitano og gamla höllin Palazzo della Ragione. Upphaflega var hallargarður innan brjóstvirkisins opinn upp í himinnhvolfið áður en byggt var yfir hann á 13 öld. Þingstaður var á hólnum í margar aldir. Kynslóðir státuðu af því að þakið yfir

85


San Vandemiano N

Feneyjar Mt. Grappa

Morgano Trivignano Salzano

Noale Heimsmynd Póvalla var vörðuð sólargangi sem sýndi árstíðir, í miðju hennar var hugmynd jarðar.

Padua

Þrídrangurinn Petrarca á Eugena hæð

salnum hvíldi á lengstu þaksperrum í víðri veröld. Lögun þess var líkt og þrem skipskrokkum hafi verið hvolft á milli horna kastalans yfir þrískiptu gólfinu. Þrískipt þakið brann niður á 15 öld og var þá endurbyggt í þeirri mynd sem það er nú. Á veggjunum eru táknmyndir eftir Giotto. Steinsnar frá þingstaðnum er frægasta kirkja norður Ítalíu, kirkja heilags Anthonys sem var biskup Veneto á 13. öld. Stríðsherrar komu og fóru, borgir skiptu um stjórnendur og víglínur liggja þvers og kruss um landið. Í margar aldir skiptust Feneyjar og Padua á um að vera höfuðborg Veneto. Á þröngum götum á milli lágreistra húsa í eldri hluta borgarinnar bergmála skvettur lækjanna og leysa upp tölvísi heimsmyndarinnar. Rómantískar brýr voru byggðar vegna þess að menn gátu ekki hoppað yfir vatnsföll. Brýr voru málaðar vegna þess að aðrir nenntu ekki að byggja þær. Fjórir herforingjar á flótta eru því fegnastir að koma að brú. Þrefalt húrra fyrir þeim sem fara meðvitundarlausir yfir brú. Tvöfaldur kraftur býr í læk sem rennur undir brú. Einmanna sál hoppar af brú og kálar sér. Lítill sem enginn vöxtur er undir brú. Syðstu vörður heimsmynda, Hvollinn og Goðasteinninn, voru tengdir dymmu veturs og þekkingunni sem vissi að birtan var á næsta leiti, því voru þær ávallt orðaðar við lærdómssetur og lífsins elexír. Ásar sólúrs Póvalla, annars vegar frá hvol Anthonys að sólskífum San Vendemiano og hins vegar frá Feneyjum að Grappa eru 216000 feta langir, þeir skerast í Morgano. Samkvæmt lögmálinu er ábúandi Upphafshvolsins vitur. Heilagur

86


Anthony var lærður maður sem kom til Padua frá efnaðri fjölskyldu í Portúgal á 13 öld. Þar hefur verið háskóli allt frá öndverðu, hann varð einn frægasti háskóli Evrópu. Staðarhaldari á hólnum gekk í trúss við goðmagn hvolsins þegar endurreisnartímabilið hófst. Líkt og til að undirstrika ævaforna visku sem tengdist hvolnum og endurnýjar sig í sífellu er heitið á biskupinn þegar finna þarf það sem er týnt. Undir hvolnum í gamla hluta borgarinnar við bæjarlækinn má enn sjá iðnaðarhús sem bera vitni um þekkingu sem barst víða að. Þar standa kornmillur, timburverkstæði, brugghús, lyfjagerð og auðvitað litaverkstæði. Brátt urðu vellirnir vagga Endurfæðingartímans. Hin mikla kirkja Padua og sáttargjörð táknmynda Dyr eru gegnt mér, dyr til beggja handa. Ég kom í draumi, á bak við mig er veggur. Hinu megin dyranna er gangur, innst áður en komið er að skrúðhúsinu er helgiskrín á veggnum á vinstri hönd. Skrínið er samtímaverk fresku Michaelangelo í Sistínsku kapellunni suður í Róm. Í klerkaherberginu yfir fundarborði munkanna er táknrænn árhringur Giottos, stór freska sem fléttar forna helgisiði upphafi kristni. Þar er líka mynd af upphaflegum dýrlingi bæjarins, gráskeggjuðum öldungi með hús bæjarins í baksýn. Myndin er af heilögum Prosdocimo, einn af stofnendum borgarinnar á hvolnum. Hann er í kufli með stöng og kaleik, hann er forveri Anthonys og þúsund árum eldri og sagður nemandi Péturs postula. Bein hans fundust í grafhýsi í upphafshvolnum sjálfum. Við hlið hans er önnur freska sem festir enn eitt viskutáknið sem hér býr á grjótvegginn. Í strokum gifsfreskunnar glittir í gamlar bækur og skrollur. Hér er geymdur forn vísdómur. Innan dyra í basiliku Anthonys eru mörg listaverk meistara Endurfæðingatímans sem sýna atburði úr lífi Anthonys. Basilikan er meðal voldugustu kirkjubygginga heims, prýdd sjö turnum í líkingu við Bysantínskar rétttrúnaðarkirkjur sem eru algengar í löndunum rétt hér fyrir austan. Grafhýsi Anthonys er í lítilli kirkju hinnar Svörtu Maríu sem nú er áföst Basilikunni. Þegar komið er inn um aðaldyrnar blasir við líkneski eftir Donatello af Maríu Mey með frumburðinn í fanginu, hún virðist ókláruð sumsstaðar en sum formin fægð endalaust. Hún minnir á gríska list, sköpun og eilífan trega og það glittir í náttúrulegt ferli árstíða meitlað í andlit hinnar óspjölluðu meyjar. Inn af kirkjuskipinu áður en komið er að skrúðhúsinu, er salur hlaðinn fleiri listmunum. Táknræn verk eftir Bartolomeo Bellano, Dal Santo

87


Á breyddargráðu Padua er lítill munur á sólrisi dimmasta dags 22. desemer og á jóladegi 25. desember. Þann dag er sól yfir Padua og Arqua Petrarca þegar klukkan slær hádegi. Basilika Anthonys stendur á Upphafshvol heimsmyndar Veneta á Póvöllum Padua.

San Vendemiale

Fontenalle

Mt. Grappa

10 km

Morgano

S. Angelo

Salsano

Trivignano Feneyjar Burano

Montegalda, Grimani-Sorlini Padua

Arqua Petrarca

88


og Giotto tengja Anthony við fæðingu frelsarans, hið nýja ljós og við visku því ný veröld varð til á þessum stað á sólúri Póvalla. Verk Michaelangelos í Sistínsku Kapellunni suður í Róm sýnir spámennina sitja hver á sínum stalli í virðingaröð umhverfis sköpunina klæddir skósíðum viðhafnarkuflum hugsuða með skrollur til vitnis um bókfestu fagnaðarerindisins. Þetta á við um alla nema Jónas, leggir hans eru berir og snerta ekki gólfið. Þannig horfir hann upp á sköpunina í lofti hússins. Michaelangelo setti hann í hásæti á mest áberandi stað hússins, beint á móti aðalinngangnum sem þá var á austurveggnum, hann situr þar yfir aðal altari kaphellunnar undir vínberjatré með tvo engla við hlið sér og fiskinn sem spýtti honum út úr sér á þriðja degi. Táknasaga Jónasar minnir á táknasögu Jesú sem var sáðmaður nýrrar hugsunar. Megintákn slíks sáðmanns eru fætur. Fótþvottur var táknræn athöfn þess að senda nýja hugsun til allra kima veraldar. En rétt mæld mynd af heiminum í gömlu trúnni var óþörf með komu krists því í honum var veröldin. Í opnum hurðum helgiskríns innst í Basilikunni er þreföld mynd. Í miðið er mynd af líkama Jesú í grafhvelfingu. Á hægri hurð er mynd af líki okurlánara á skurðborði. Læknar sem krufu lík hans fundu ekki hjartað í brjósti hans, það var geymt í grafhýsi hans því hann hafði ekki not fyrir það í jarðnesku lífi. Þriðja myndin sýnir heilagan Anthony festa fót við legg manns sem hafði hoggið hann af í iðrun eftir að hafa sparkaði í móður sína. Táknmyndirnar sýna að fætur þeirra sem vinna guðsverk á jörðinni eru nauðsynlegir og brjósthol þeirra sem lifa í græðgi er tómt. Miskunsamur guð mun hugsanlega skila hjartanu aftur áður en gengið er inn um hlið himnaríkis. Myndir frá fyrstu öldum Kristni eru margfaldar í roðinu, hlaðnar launmáli m.a. um manngæskuna sem Kristur boðaði svo einarðlega í Biblíunni. Á Upphafshvol Veneto mótaðist ný heimsmynd í samræmi við tíðarandan. Fæðing Krists var tímaskil og “Ný fæðing” líkt og varð á Bretlandseyjum árið 1066 þegar Vilhjálmur sigursæli endurbyggði forna heimsmynd Thamesvalla og hóf þar tímabil Franskra konunga.4 Neðsta tákn stjörnumerkjanna, merki fiskana, varð snemma tákn fóta og grundvallar, það var hugtak upphafs og sjávarins þaðan sem lífið kom.5 Í fornum hugmyndum runnu saman merki stjarnhrings og hugtök veraldar. Fæturnir báru manninn um hana alla og fetið varð tákn mælieiningar veraldar, sem var 216000 slíkar mælieiningar að stærð. Í myndaröð Baeux refilsins leggur Vilhjálmur undir sig Bretlandseyjar. Eitt augnablik við tímaskil var sá sem boðaði

89


fagnaðarerindið lappalaus. Það beið Vilhjálms sigursæla að festa fætur undir erindreka guðs í turninum. Upphafshvollinn var mest áberandi kennileitið í Veneto sveit. Að baki honum tók sólsetur að færast æ norðar á sjónhring aftur og sól að hækka á lofti eftir að hafa sokkið þar í lægstu stöðu um miðjan vetur. Við hólinn var miðað á sólúrinu þegar tíminn var talinn frá upphafi árs. Þegar biskupinn staðfesti nýjan sið í Veneto helgaði hann þvermál veraldar samkvæmt helgisiðum sem alla tíð höfðu verið viðhafðir, frá hólnum var eðlilegt að hefja mælingu landsins og helga það guði og nýrri sköpun fylgdi viska. Í myndum altaristöflunnar í kjallara basilikunnar eru forsöguleg tákn, af þeim má lesa að án hins góða er vegferð mannfólks dæmd til að mistakast. Hjartað í grafhýsinu er tákn um hið góða sem býr í manninum. Eugena Þrídrangur Póvalla Fjölbreytt flóran og vínekrur á milli limgerða teygir sig eins langt og augað eygir í Veneto. Ríkustu ættir Feneyja og Padua eiga óðöl í þessari undurfögru sveit. Kastalar hreykja sér á hæðum og vínviðurinn fellur eins og slör niður hæðardrögin, dalverpin eru hitapottar. Áður en haldið er eftir stönginni beina leið til San Vendemiano þarf að taka mið frá Þrídrangnum Eugena. Vegalengdin var mæld frá Padua-hvolnum við sólarlag á stysta degi þangað sem glöggir menn sögðu sólaruppkomu á sjónhring vera á lengsta degi. Mælingin fól í sér göngu tímans, kunnugleg minni blasa við. Stangir voru reistar við enda mælilínunnar og ekki þvælist það fyrir að Eugena hæðirnar, for-mið sjónlínunnar, er jarðhitasvæði. Á vetrarkvöldum stígur gufan upp af sjálfu berginu. Stöngin til San Vendemiano var miðuð frá heitum klettunum og yfir hól Padua og miðju heimsmyndarinnar Morgano, að sólskífu San Vendemiano, hún var stikuð frá Padua 216000 fet líkt og á Rangárvöllum. For-mið heimsmyndarinnar réð legu hennar. Að kíkja sjónlínu á bjartasta degi frá heitum Þrídrangnum að sólrisi í fjærstu fjöllum vísar leiðina til sumars í San Vendemiano. Spámaðurinn og skáldið Petrarca Í þorpinu Arqua Petrarca undir þrídrangnum bar bein eitt þekktasta skáld Ítalíu, sá sem talin er hafa mótað Endurreisnartímabilið, hugsuðurinn og mannvinurinn áðurnefndi, Francesco Petrarca. Hann predikaði beggja vegna Alpanna á 14. öld áður en hann settist að

90


undir Eugeana fjöllum þar sem hann bjó til dauðadags. Petrarca skynjaði kall tímans líkt og Vilhjálmur sigursæli. Eftir margar aldir kristni, þyrsti fólk í sannleikann um endurkomu Krists. Tölvísi veraldar og fræði Ágústínusar kirkjuföðurs voru megin áhrifavaldar í lífi Petrarca. Þótt þúsund ár væru á milli þeirra könkuðust þeir á um stærð veraldar líkt og fljótapramma skipstjórar gera enn á ánni dimmu. Sumir segja að ein meginviðmiðun upphafs Endurreisnartímabilsins, sé ástarljóð Petrarca til Láru, Sigur ástarinnar. Ljóðið var undir sterkum áhrifum heimslýsingar Tarot spilanna sem bárust til Evrópu laust eftir fyrsta árþúsund okkar tímatals.6 Krossfarar kynntust Tarot táknunum fimmtíu og tveim hjá hinum víðfrægu Mameluk stríðsmönnum í Landinu helga. Þjóðflokkar Norður Afriku höfðu leikið með táknmyndir þeirra til að spá um óorðna hluti í margar aldir. Tarottáknin bárust frá Indlandi miklu fyrr en sáust fyrst í Evrópu við krárnar á hafnarbökkum Feneyja, “Goðasteini” Veneto og kemur ekki á óvart því samkvæmt lögmáli heimsmyndarinnar var hvergi í veröldinni eins áríðandi að vita hvað framtíðin ber í skauti sér en einmitt þar. Tölvísi Tarot varð einskonar lukkuhjól sem hægt var að nota til að spáð um það sem í vændum var, hvar sem spilastokkurinn var tekinn upp á mannafundum var hægt að leysa lífsgátuna. Spámennska um afdrif heims á hvergi betur við en á Goðasteini heimsmyndar. Krár hafnarborgarinnar voru vanar framandi hugtökum arabískra vísinda því kaupmenn Feneyja höfðu verið í föstum siglingum til Landsins Helga í margar aldir, endurfæðing var á næsta leiti. Þegar sól er hæst á lofti vísar sjónlína Longinusar norðaustur frá Padua inn í ofn sólar og blindar hann. Sjónlínan vafrar ekki, hún er þráðbein noti hann for-mið frá Þrídrangnum. Longinus beindi stöng sinni að ljósi Krists og drap hann á hátindi þroska hans, við það slettist blóð Krists á hann og fékk hann þá sjónina umsvifalaust aftur. Miðað var frá heitu bergi Eugena, yfir Padua og Morgano að sólskífu San Vendemiano. Þetta er sjónlínan sem hittir sól í síðuna og verður til þess að hún hnígur og árhringur mun snúast enn um sinn. Það er líkt og Shakespeare skrifi hlutverk Petrarca sem Petrus temjara inn í leikritið Taming of the Shrew. Allt í einu birtast merkistaðir heimsmyndarinnar frá Padua að San Vendemiano og frá Feneyjum að Grappafjalli. Innan hlutfallsins verður óslendi Pó eins og óslendi Thamesvalla, sléttan verður goðmagn nýrrar veraldar, guð sköpunar missir sjón en fær hana aftur í birtu dags þegar skassið hefur verið tamið. Þar réðu ríkjum tveir megin dýrlingar landsins, sjálfur San Vendemiano og Longinus.

91


Stöng Pósléttunnar er sjónlínan frá Þrídrangnum Eugena fjöllum um Upphafshvolinn. Hún vafrar ekki, hún er þráðbein ef hún liggur frá formiði yfir bakmið Padua að áfangastaðnum San Vendemiano.

San Vendemiale

Fontenalle

Mt. Grappa

Morgano

10 km

S. Angelo

Salsano

Trivignano Feneyjar Burano

Montegalda, Grimani-Sorlini

Padua

Arqua Petrarca

92


Stöngin San Vendemiale Systurnar Pó og Thames renna frá heiðum í norðri niður til sjávar í suðaustri. Óslendi beggja er svo flatt að þar gætir sjávarfalla langt inn í landi. Kirkjur og óðalsetur, hliðpóstar og tilhoggin steinalögð stræti, kyrrlátir reitir og munstur meðfram fornum slóðum prýða landeyjar þeirra beggja. Steingerð bending frá dulúð í fjarskan. Að baki er hvollinn, Stöng í norðaustri. Minnisvarðar dauðans eru fjölmargir á Ítalíuskaganum, flestir þar sem gamla Iliría og Ítalía mætast í nágrenni við San Vendemiano. Marga fýsti til draumalandsins, frá því sögur hófust og þar til Napóleon sigraði Austuríska heimsveldið undir lok átjándu aldar við San Vendemiano höfðu útlenskir herir komið úr norðri til að taka land. Þar dóu margir fyrir föðurlandið og þar eru áheitaskríni við vegarkantinn áberandi. Á mörkinni við kirkjuna má enn sjá slóða hestalesta Venetta og Grikkja sem fóru norður því San Vendemiano stendur við gamla þjóðleið sem lá til Cornwall á Englandi. Gresjan þar sem slóðarnir ristu jarðveginn í árþúsundir kallast Marca. Mörkin er einhver gjöfulasta sveitin í héraðinu. Við höfum fikrað okkur að “Stöng” Póvalla. Dulúðin eru siðir sem urðu til og breytast ekki. Í San Vendemiano er áberandi hve Stangarsveit er í fullkomnu samræmi við hefðir sólúra sem að öllum líkindum eiga upphaf sitt hér á 45° norðlægrar breiddar. Ekki er gott að segja af hverju, framvinda náttúrunnar ver siði gleymsku í marga mannsaldra og eiginleiki þeirra erfist eins og háralitur eða hjartalag. Í San Vendemiano eru fjölmargar sólskífur. Hvert sem litið er, inn í görðum, á veggjum húsa, stöng stendur upp af þeim og varpar skugga yfir breiddarbauga og niður húsgafla. Í tígurlegum einfaldleik færir skuggi stangarinnar ferðalang inn í kosmískan takt veraldar. Á vorjafndægrum um nónbil verður skuggalengd stangarinnar jafn löng hæð hennar. Við hverfum frá staðartíma til Sólar, TORNA IL SOLE, NON IL TEMPO. Það birtir í austri, í aldaspegli San Vendemiano mjakast skuggi stangarinnar ofur hægt og ber í þrjá menn á ferð í fjarska. Þeir voru í ferðum á milli Padua og San Vendemiano. Tveir þeirra eru kunnuglegir, Vendemiano og Longinus. Þeir voru helgir menn sem störfuðu hér, læknuðu fólk og lífguðu þá látnu. Sá þriðji var skírður í höfuð á Þrídrangi Pó sléttunnar, Eugena. Miðjan Morgano Miðja 216000 (2 x 108000 fet) feta sjónlínunnar frá Padua til San

93


a b e

c

d

Miðja heimsmyndar Póvalla er vörðuð fjórum táknum: a -Morgano b -Miðja sjóndeildahrings c -Salzano d -Trevisto e -San´Angelo Á milli þessara staða eru 18.250 fet. Grunnflöturinn er 36500 fet (6´) hver hlið.

Vendemiano er í litlu þorpi sem heitir Morgano. Í sólinni utan við bístróin eru stólar á götunni og gnægð matar á plankaborðum, brauð, ávextir og vín. Þar gerist fátt og fátt minnir á forna frægð. Héðan var hlutfallið tekið suður til Salzano, það sama og Aðalsteinn mældi af mikilli nákvæmni í Englandi fyrir 1200 árum svo að ekki mátti muna bygg korni. Morgano er ginnheilagur staður í miðju heimsmyndar. Að öllu jöfnu á að vera grafreitur hér því í miðju veraldar er hin mikla kvörn, hin óbifanlegi friðarblettur sem allt hverfist um í fornum landnámum. Kirkjuyfirvöld hafa fyrir löngu afmáð heiðna helgi af þorpinu og ekkert markvert virðist hér að sjá. Kirkja staðar-ins er látlaus, sökkull hennar virðist eldri en sjálf byggingin. Á rölti um þorpið og árbakkan í útjaðri þess skilst hvað ferðaannálar eiga við sem segja Morgano vera höfuðborg áheitaskrína. Í húsgörðum og við árbakkann eru fjölmörg áheitaskríni reist í minningu grafa sem teknar voru í sveitinni. Grafirnar sjálfar eru annarsstaðar, en hér eru áheitahúsin. Hafi yfirvöld fært grafir í samræmi við siði kristninnar, í óþökk fólksins voru byggð áheitaskríni, tákn grafreita. Tákn í náttúrunni og stjarnhimni og staðsetning mannvirkja tengjast enn á ný í hugmydaheimi löngu genginna kynslóða. Við fikrum okkur áfram óljósa slóð að aðventu myrkurs og kulda, fæðingar vors, sumars og dauða. Þannig voru Póvellir helgaðir þeim sem byggðu og ræktuðu landið hvort heldur með mælingum og útreikningum sem byggðust á arfi sagna og trúarhugmynda eða vísindum sáðmannsins sem tengdi landið æðri máttarvöldum. Í miðjunni gengur mildi skassins þvert á þolinmóðan stauminn. Ljósvakinn fæddist í heimabæ hennar Padua. Á miðjum völlunum gárast mynd hennar í spegli læksins, þar er hún í líki Maríu guðsmóður. Lækurinn ber heitið Síl sem gæti verið Níl, svo mikill er skyldleikinn. Salzano, Marble Arch, Helgafell Í tímalausu lífi á ítölskum kúaslóðum 36000 fet suður frá Morgano lúrir annað lítið þorp sem heitir Salzano, hugmynd Helgafells eða Marble Arch í vef heimsmyndarinnar. Snemma á síðustu öld var þjónn hennar maður úr sveitinni að nafni Giuseppe Melchiorre Sarto sem þjónaði bæði á Helgafelli og Þríhyrningnum Trevisto í Veneto áður en hann varð Píus páfi X. Hann komst til æðstu metorða innan kaþólsku kirkjunnar fyrir að halda til haga reglufestu og bókstafstrú. Lítið safn tileinkað honum er í efsta herbergi kirkjuturnsins sem var lengi hæsta byggingin í sveitinni. Mars kúnna telur tímann og kirkjan teygir turn yfir sveitina og slær. Hér hefur ekkert breyst í aldir að frátaldri fólksmergð, modern arkitektúr, bílum, hávaða og stressi. Í

94


Salzano eru fleiri íbúar en í Morgano. Annálar segja borg hafa staðið þar löngu fyrir kristni. Þegar hugað er að hugtökum og háttum í Salzano og borin saman kunnugleg hlutföllin kemur ekki á óvart að aldirnar fyrir Krist voru íbúar bæjarins þekktir fyrir áhuga á lögum og laganna bókstaf líkt og presturinn reglufasti. Löngu fyrir Krist töldu Rómverjar áríðandi að hafa bækistöð á þessum stað, þá var Salzano fræg fyrir lagasmíðar og lögformlegar stofnanir. Salzano tengir heimanna tvo eins og lýst er svo vel í íslenskum bókum. Í rituali dauðans fer andinn um dyr Helgafells sem opnast í norður 6 mínútna leið eða 36000 fet er vegalengdin til Steinkross Morgano, þar er miðjan og grafreitirnir. Sjálfur vegurinn þangað er beinn og heitir Leonardo da Vinci, hann skiptir heimsmyndinni í tvo jafna helminga austur og vestur sem leiðir hugann að upphafi Endurreisnartímabilsins á þessum stað. Að öllu jöfnu gæti Vitruvian maður Leonardos hafa átt heima við þessa götu því hér, samkvæmt lögmáli heimsmyndarinnar, umbreyttist heilagur andi í “staðfesti og hald” samkvæmt fornum skinnbókum. Í miðjan ferningaðan hring var Vetrúvían maðurinn njörvaður. Í slíkri formfræði leitar hugurinn 6 mínútur norður til áheitagrafreita miðju í Morgano og frelsast. Úr safni kirkjuturnsins er útsýni gott og mest áríðandi að sjá norður til Morgano því hér hefst ferðin inn í dauðsmanns landið. Með hempur Píusar í forgrunni er sjónlínan skýr, um það vitna aðrar heimsmyndir, sem öllum er sammerkt að frá “Salzano” þeirra allra, var sjónlínan til norðurs hrein: Lysholt í Danmörku sneri mót norðri, 6´norðar var Jelling, konunga grafreitur Skjöldunga. Í suður Englandi upp á Heavens Gate í Somerset opnaðist útsýni yfir sveit-ina frá einum vinsælasta útsýnisstað ferðamanna, 6´ norðar var grafreiturinn Devils Bed and Bolster. Marble Arch var hlið sálar konungs sem sneri í norður, 6´norðar var St. Pancras Islington kirkjugarðurinn. Observatoire Parísar var ætlað að horfa út í geyminn og snýr í norður, 6´norðar er St Denis grafreitur franskra konunga. San Lorenzo fiuri la Mura er á Monte Sacra, Helgafelli Rómar, 6´norðar eru stærstu grafhvelvingar konunga Etruska Settebagni. Lokahnykkur alheims mynsturs er slegin á þessum stað í Veneto því eins og í Róm er San Angelo í vestri og Treviso, Þríhyrningur, í austri. Áheitahús undir vesturvegg turnsins kallast á við áheitahúsin í Morgano. Landmælingin á samsvörun í stærð jarðar. Lög Englandskonungs um stærð vés konungs á við hér. Í safni Píusar í turninum er hugmyndin að deyja í norðrið og hverfa til Morgano útfærð á lát-

95


lausan hátt og Vitruvian maður Leonardos er læstur í miðju tenings sem táknar Jörð. Á táknrænann hátt felur ritualið í sér greftrunar siði gömlu trúarinnar sem býr mannsandann undir hinnstu för frá jörðu til himna. Af jörðu ertu komin og að jörðu skaltu aftur hverfa í hlutföllum; jarðar, manns og sólar. Með því að endurlífga hina fornu keltnesku heimsmynd á Thamesvöllum tók hún að lúta sömu lögmálum og sólúr Póvalla. Á vetrarsólstöðu táknaði tiltekin staður sólris í suðaustri aðventu kuldans, og tiltekinn staður sólarlags í suðvestri stystan dag. Á sumarsólstöðu táknaði sólarlag í norðvestri aðventu birtutíðar, og tiltekinn staður sólarupprásar í norðaustri lengstan dag. Heimsmynd Vilhjálms færði sólstöðu undan hefðbundnum stjörnumerkjum Rómar, tók mið af árstíðum og varð sólúr. Ás veturs og sumars; Feneyjar, Mt. Grappa Næst leitum við að seinni megin ás himsmyndar Póvalla, sjónlínunni frá Feneyjum til Grappa því þegar menn uppgötvuðu hina andlegu vídd varð áríðandi að stika heiminn réttum hlutföllum og sjá upphaf árstíða, ásana sem miðuðust annars vegar við sólris á eystri helmingi, hins vegar sólarlag á vestari helmingi sólúrsins. Allt kerfið miðaðist við sjónlínur á milli þessa staða sem skárust í Morgano. Einhvern tíma í fornöld urðu nyrstu eyjar Feneyjaflóans, Lazzaretto Nuovo og Burano, Goðasteinn Póvalla. Horft frá Morgano í suðaustur í birjun vetrar markar sólris að baki þeim vetrarsólstöður. Horft í hina áttina markar sólarlag við öxl Grappa-fjalls sumarsólstöður. Feneyjar er hugmyndaræðilega sami staður og Stone á Thamesvöllum og Goðasteinn á Rangárvöllum. Með leyfi frá gömlu klaustri rýnir maður sjónlínuna frá fornum grafreit á miðri eyjunni Lazzaretto Nuovo. Grappa er í 216000 feta fjarlægð eða um 66 km. Síðla í júní mun sól setjast að baki fjallinu síðasta dag fyrir sumar byrjun og rísa næsta dag í sumri. “Það er ekki nóg að hafa augun opin til að sjá borgir. Fyrst þarf að losna við allar hindranir innra með okkur og varpa fyrir róða öllum hugmyndum sem byrgja útsýni og getu okkar til þess að skilja“ sagði sagnameistarinn Italo Calvino um mesta ferðalang allra tíma Marco Polo, sem sigldi austur álana og út úr Feneyjalóninu burt frá heimaborg sinni Feneyjum á vit hins óþekkta. Stefna sjófarenda sem komu af Adríahafi til Feneyja var um þessa rennu með kirkjuturn Morgano og Grappa tind í beinni sjónlínu, það var öruggasta siglingaleiðin inn í lónið. Eyjarnar Lazzaretto Nuovo og Burano voru hins vegar örlítið norðar

96


í lóninu. Á báðum eyjum hefur verið mannvist allt frá bronsöld. Á Lazzaretto Nuovo var klaustur og munkasetur heilagas Giorgio Maggiore á öndverðum miðöldum. Hús munkanna voru notuð sem sóttkví á 15. öld, veiku fólki af meginlandinu var þá komið þar fyrir þegar faraldur gekk yfir landið. Í nýlegum uppgreftri á eynni fannst beinagrind af konu með afbökuð andlitsbein. Tilhoggnum steini var komið fyrir á milli efri og neðri kjálka þannig að kjálkinn var úr skorðum. Rannsóknir sýna að steininum hafði verið komið fyrir eftir að konan dó því þá var vitað að þótt blóðsugur dræpust elltu þær fórnarlömb sín eftir dauðann og sugu úr þeim blóð þegar þau sváfu. Til að fyrirbyggja að þær leggðust í sár sofandi fólks um nætur var rekinn tréhæll í hjarta þeirra og steinn skorðaður í munn. Þannig gónir þessi kona úr tóttum sínum 216000 feta sjónlínu til Grappafjalls líkt og siglingamerki Marko Polo. Frá Feneyjum fór hann um allann heiminn. Andhverfa kerlingar sem liggur í gröf sinni með tómar tóttir og stein í kjafti eru ný lönd og heimsmyndir sem vöktu upp þor ungæðis og hetjusagna. Siglingin út á Adríahaf út rennuna eftir ás árstíða vísaði ferðalang, sem lagði allt í sölurnar, frá Grappafjalli til að sjá heiminn. Eyjan Burano dregur nafn sitt af “Porta Boreana”, sem þýðir Norður hliðið. Eyjan er fræg fyrir haganlega gerð dulargerfi og gullbrydduð skrautklæði páfa og höfðingja. Íbúar eru um 3000 á eyju sem er fjórðungur kílómeters að flatarmáli. Húsin standa þétt saman fram á ystu nöf hlaðinna bakka. Hvergi er þéttari byggð að finna, hver fermeter eyjunnar er nýttur samt er eynni skipt í sex hverfi. Fyrstu landnemar eyju norður hliðsins voru Venetar af meginlandinu. Fyrstu mannvirki þeirra á eyjunni voru hugsanlega notuð við landmælingar. Fyrir framan dómshúsið og kirkju San Martinós er lítið torg þar sem táknrænt norðurhliðið hefur verið frá upphafi sögu. Þaðan er 216000 feta sjónlína til Grappa tinds líkt og frá klaustrinu á Lazzaretto Nuovo eyju. Þessi mæling frá norður hliðinu er þó ívið nákvæmari því héðan fer sjónlínan um kirkjuturninn í Morgano og að fjalli sem heitir Villaggio Del Sole, Borg sólarinnar, í suður öxl Grappa og merkir sólarlag á sumarsólstöðu. Kirkjan með skökkum turni sínum er í fullkominni andstæðu við litagleði húsanna á eyjunni, hvert þeirra er málað skærum litum. Reykháfar þeirra eru flestir með litlu húsi efst sem minna á áheitahúsin í Morgano. Umsóknir um liti húsa á eyjunni senda íbúar til bæarstjóra sem afgreiðir hverja umsögn með tilliti til táknmerkingu litanna samkvæmt siðum kirkjunnar. Litir heilags anda, heilagrar þrenningar, dýrlinganna, spámannanna, englanna, Maríu og síðast en ekki síst litir áheitadaga Jesú, hafa alla tíð verið í föstum skorðum

97


Upphaf sjónlínunnar frá Grappafjalli að innsiglingunni í Feneyjarflóan var sjónlínan að sólarupprás á vetrarsólstöðu eins og hún var táknuð í forgrunni stjörnumerkis Sporðdreka á himni.

98


á Burano. Að utan lætur kirkjan við torgið ekki mikið yfir sér, hún er huliðstjald þess sem er fyrir innan dyrnar. Kaldur litaskalin, hvítkalkaðir veggir með svarbrúnum innréttingum og gólf með stórum leirflísum beina huganum að sjónlínunni sem vísar á sólsetrur við Borg sólarinnar í suður öxl Grappa síðla í júní og boðar komu sumars séð frá frá þessu vígi veturs konungs. Yfir altarinu er hvít marmarahöll með englaskara og helgum mönnum á hvora hönd og altarismynd sem sýnir frelsarann fæddan undir dimmum himni. Það lá beint við að frá torginu við dyrnar hæfist hátíð þeirra sem trúðu því brátt mun birta aftur, þó ekki væri nema vegna Grappa sterkjunnar í botni flösku undir skökkum bjölluturninum sem hótar að falla þá og þegar. Kaþólska dagatalið skiptir gamla sólúrinu í margar helgitíðir, október festival Feneyja er vel þekkt um allan heim og er sennilega með elstu trúarhátíðum í Kristni. Stundvíslega klukkan tólf, 19. oktober ár hvert hefst sjö vikna fasta sem endar í byrjun desember. Litríka Burano er verndari hátíðarinnar. Kaldi hluti árs hefst mitt í lita-fjöld eyjunnar litlu þegar sól er í suðri gegnt Hliði Norðurs, hinu megin hliðsins dvelur vissan um betri tíð í dulargerfi. Á torginu við kirkjuna eru brugguð launráð birtunnar sem bíður handan myrkursins. Eyjarskeggjum hefur ætíð verið hugleikin gerð dulargerfa. Siður frá ómuna tíð þegar dimma haustsins nálgaðist Goðastein Veneto er að setja upp grímu og bróderuð huliðsklæði, nálægð veturs kallar á andstæðu sína, skraut og gleði. Norður hlið Burano er Goðasteinn Veneto og Gríma var annað nafn Óðins. Landeyjar Pó og Thames England varð heimsveldi undir Tudor konungsættinni frá Vales sem steypti Bretlandseyjum öllum í eitt mót undir bláhvítum krossi meginátta og hallandi krossi árstíða. Með tvöfalda krossinn að húni sigldu ensk fley um öll heimsins höf, hlóðu undir konung og færðu honum heim Endurreisnartímabil Evrópu. Englendingar eignuðust Shakespeare. Hvort hann var stórskáld á Thamesvöllum eða menningarfyrirbæri sem hrannast upp í skýjabólstrunum yfir skjaldarmerki heimsveldisins, á hann sér samnefnara í nýju tungumáli Englendinga. Í öllu falli þekkti hann forsöguleg tákn Endurreisnartímabilsins vel. Sviðsmynd eins af leikverkum hans á Pó sléttunni, Skassið tamið, geymir heimsmynd kirfilega markaða frá Padua til San Vendemiano. Í leikverkinu, Troilus og Cressida, jafnaði hann Ulysses konungi við hugtak sólar og vitnar þar í hina miklu stærðfræðilegu

99


Upphaf sjónlínunnar frá nyrstu eyjum Feneyjaflóans, Lazzaretto Nuovo og Burano, um Morgano að Grappafjalli var bent á sólarlag í öxl fjallsins sem hét sólarborgin, Villaggio del sole.

San Vendemiale

Fontenalle

Mt. Grappa

10 km

Morgano

S. Angelo

Salsano

Trivignano Feneyjar Burano

Montegalda, Grimani-Sorlini

Padua

Arqua Petrarca

100


jöfnu sólar, konungs og reglu tilverunnar.7 Shakespeare þekkti líka vel hugmynd frjósemisguðsins Hróa Hattar sem hann skrifaði um í leikritinu, Draumur á Jónsmessunótt, þar hét hann Puck og var tákn frjósemi og giftingar. Hrói Höttur var bannfærður í upprunalegri mynd á Thamesvöllum því hann var heiðið tákn frjósemi, hinn græni skógarálfur bundinn tölunni 3 og gulli sólar, ættaður frá Keltum og samræmdist ekki kristnum sið.8 Konungsríki Elísabetar gat ekki beðið eftir að fá sjónleikinn, The Merry Brides of Windsor, á fjalirnar. Leikrit sem byggðist á stig-skiptu samfélagi sem lék með í skrumskælingu, dulargerfi og forn tákn. Í fyrri hluta leikritanna Hinrik VI og Ríkkarður III, fjallar Shakespeare um Rósastríðin, sögusviðið er St. Alban þar hófst uppreisnin eins og að framan sagði og heiti hennar, Stríð rósanna, varð til: “Hér mun hefjast stríð í dag, herflokkar í musterisgarði senda þúsund sálir til dauðsmannslands á milli Rauðrar og Hvítrar rósar.” Þeir voru samtímamenn William Shakespeare og Francis Bacon og samferða á mótunarskeiði enskrar tungu. Bacon hugsaði um eðli og formfræði náttúrunnar, Shakespeare skynjaði launfræði mannlífsins. Hann fæddist um þær mundir sem leikhús sunnan úr sólbakaðri Ítalíu byrjaði að krauma í listalífi Lundúnarborgar. Eitt sinn undir lok sextándu aldar átti leikhópur leið um heimabæ hans, hann gerðist meðlimur í hópnum og fór með honum til London og varð meðeigandi í hinu fræga Globe Leikhúsi á bökkum Thames. Næstu árin skrifaði hann leikþætti fyrir sviðið. Shakespeare var ekki þekkt skáld á meðan hann lifði, stjarna hans tók fyrst að skína með vaxandi eftirspurn leikrita hans sem sett voru á fjalir um allan heim á 19. og 20. öld. Bacon og Shakespeare nálgast algild rök hver með sínum hætti sem færir þá báða ólíkar leiðir að sjóndeildarhring líkt og tvær bogalínur sem mynda hring þegar þær mætast. Riddarar Shakespears og evrópsk heimspeki Bacons studd grískum náttúruvísindum léku í sviðsmynd sem fest var við brún sjóndeildarhrings með sjónlínu sem gaf þeim rúm og lögun á leiksviðinu líkt og fjarvíddarmálverk Endurreisnartímans eða ensk skrúðgarðahönnun sem gerði manninum kleyft að höndla umhverfi sitt og stjórna því líkt og í fornri helgiathöfn landnema sem tömdu ósnert land. “Enski garðurinn” og fjarvíddarteikning voru heimsmyndagerð Endurreisnar; sköpunar-

101


afl sem byggðist á forsögulegu minni mitt í velmegunarskeiði hins nýja heims. Það varð vakning líkt og í Grikklandi forðum. Ensk bókmentaarfleifð, ódauðleg ljóð, skrautskrifuð bréf, typografía í bleki, formið spratt innan úr erindinu sjálfu. Þrátt fyrir að fínni borgarar Lundúna töldu barnaskap að afhjúpa tilfinningar sínar opinberlega í kveðskap, festist ný tunga í sessi. Stundum þegar sveið undan pústrum beittra penna myndaðist bréfamarkaður í rökkri kránna á bökkunum við dimmu ánna. Í skúmaskotum seldu skáld pistla sína hæstbjóðanda sem eignuðu sér síðasta orðið með stöfum sínum. Flóra skáldanafna varð til því skáld sem vildi ekki skrifa undir nafni á tímum Elísabetar skrifaði undir dulnefni, eða skammstöfun sem var kanski út í bláin.

102


Viðauki

Sólarupprás sumarsólstöðu

Miðjan

Vestur

Sól í hásuðri

21

6. 00

0f et

Sólsetur sumarsólstöðu

Austur Sólarupprás vetrarsólstöðu

Sólsetur vetrarsólstöðu

For-miðið suðvestur af miðju

Sólúr heimsmynda eru á óslendi, þar hlaðast upp þykk setlög sem fallvötn hafa borið með sér í milljónir ára og mynda víðáttumikil sléttlendi. Á slíku kjörlendi var hjól tímans, sem Einar Pálsson uppgötvaði á Suðurlandi. Þar er gjöfull jarðvegur þar sem finna má elstu mannvistarleifar sögunnar, á slíku kjörlendi var heimsmynd frumbyggja mörkuð í land með sama hætti um allan heim. Heimsmyndin var 216000 fet að þvermáli, stikuð frá suðvestri til norðausturs, þ.e.a.s. frá kennileiti sem markaði sólsetur á dimmasta degi vetrar (sólsetur við vetrarsólstöður), til þess staðar sem markaði sólarupprás á bjartasta degi sumars (2 – 4). For-mið línunnar var fyrir utan kerfið (1). Í háaustur frá upphafshvolnum var mælt með sama hætti; frá stað sem markaði sólarupprás á dimmasta degi vetrar (sólarupprás við vetrarsólstöður), að þeim stað sem markaði sólsetur á bjartasta degi sumars, sólsetur á sumarsólstöðu (5 – 6). Þessir tveir öxlar mættust í miðju (3). Við miðjuna var markað landsvæði sem var sjóndeildarhringur manns að stærð (3 – 7 og 8 – 9). Það var bæði hringur og ferningur. Heimsmyndin samræmdi stærð manns og stærð jarðar og gang tímans. Í henni var annarsvegar heimsmynd veraldar og hringur sjóndeildarhrings. Heimsmyndin var vörðuð níu táknum.

105


Ísland Rangárvellir

10 km

Heimsmynd landnema á Íslandi Þvermál heimsmyndar Ketils Hængs er 216000 fet að þvermáli. Mið var tekið frá formiðinu, Þrídröngum í hafi og mælt var frá Bergþórshvoli sem táknaði sólsetur við vetrar sólstöður, í norð austur um Steinkross, að Stöng sem var tákn sólarupprásar við sumarsólstöður, liðlega 66 km sem eru um 216000 fet. Mælingin var endurtekin með mið frá Goðasteini í Eyjafjallajökli í norð vestur að Skálholti í sömu lengd, liðlega 66 km, um 216000 fet. Sjónlínur þessar skerast við Steinkross sem mun sennilega vera forn grafreitur. Í há suður frá Steinkrossi, 36500 fet er Helgafell á Vatnsdalsfjalli, þaðan er Hof á Rangárbökkum í há vestur 18250 fet og nyrsta bunga Þríhyrnings í austur, 18250 fet. 2 x 18250 = 36500 fet, 6 mínútur af ummáli jarðar.

106


Frakkland París

10 km

Heimsmynd Frakka um Paris Heimsmynd Frakka sem umlykur Paris virðist miðuð við tilteknar stjörnur, ekki sumar -og vetrar sólsstöður. Þvermál hennar er 216000 fet. Mið var tekið frá formiðinu, þríhyrnda kastalann Rambouillet, yfir Signuvelli og mæld frá hæðinni Port Royal um fornan konunga grafreit, St. Denis, til (H)Ermenonville, liðlega 66 km sem eru um 216000 fet. Sé mælingin endurtekin frá Belle Croix í sömu lengd í norð vestur nær hún til kirkjunnar í Cormeilles en Vexin, liðlega 66 km, um 216000 fet. Sjónlínur þessar skerast við St. Denis. Í há suður frá Ile de St Denis eru 36500 fet að Observatoire, og þaðan í vestur 18250 fet er Porte de St. Cloud, og í austur, 18250 fet að Porte Dorée. 2 x 18250 = 36500 fet, 6 mínútur af ummáli jarðar.

107


Danmörk

20 km

Heimsmynd Dana Heimsmynd Dana er miðuð við stjörnur ekki sumar -og vetrar sólsstöður og er í tvöfaldrin stærð, þvermál hennar er 2 x 216000 fet sem jafngildir 432000 fetum. Hún er miðuð við formiðið Mandö og mæld frá Ribe, um fornan konunga grafreit, Jelling, til Arhus, liðlega 133 km sem eru um 432000 fet. Sé mælingin endurtekin frá útjaðri Óðinsvéa í sömu lengd nær hún að Trehöje, liðlega 133 km sem eru um 432000 fet. Sjónlínur þessar skerast við dyngjur Jelling. Þaðan í há suður eru 36500 fet að hæðinni Lysholt, og þaðan í vestur 18250 fet er Asbanke, og í austur, 18250 fet að Nyhöjen. 2 x 18250 = 36500 fet, 6 mínútur af ummáli jarðar.

108


England Somerset

10 km

Heimsmynd í Somerset, Englandi Heimsmyndin í Somerset er vörðuð elstu steinmannvirkjum Evrópu. Hún er miðuð við formiðið Burrow Mump, mæld frá Glastonbury, um fornan grafreit sem ber heitið The Devils Bed and Bolster, til Avebury um 66,6 km sem eru um 216000 fet. Sé mælingin frá Stonehenge til Bristol gerð í sömu lengd nær hún nálægt minjum við alþjóðaflugvöll borgarinnar, liðlega 66 km eða 216000 fet. Sjónlínur þessar skerast við The Devils Bed and Bolster. Þaðan í há suður eru 36500 fet að hæðinni Heavens Gate, og þaðan í vestur 18250 fet er The Bushes, og í austur, 18250 fet er sólstofa Hrá Hattar, Robin Hoods Bower. 2 x 18250 = 36500 fet, 6 mínútur af ummáli jarðar.

109


Ítalía Róm

10 km

Etrusk og rómversk heimsmynd á ósum Tíber Heimsmyndin sem umlikur Róm er miðuð við formiðið Lido di Faro, mæld frá Isola Sacra, um grafreitinn Settebagni í útjaðri Rómar til Monte San Maria við rætur Sabine fjalla 66,6 km sem eru um 216000 fet. Mælingin frá Rock de Papa til Sutri er einnig liðlega 66 km eða 216000 fet. Sjónlínur þessar skerast við konunga gröf Etruska í hæðinni Sabine við Settebagni. Þaðan í há suður til San Lorenzo fuori la Miura eru 36500 fet. Þaðan í vestur 18250 fet er Péturs kirkjan í Róm og í austur, 18250 fet er torg Kalmans Piazza de la Cupis. 2 x 18250 = 36500 fet, 6 mínútur af ummáli jarðar.

110


Grikkland Aþena

10 km

Heimsmynd Grikkja Gríska heimsmyndin sem umlikur Aþenu er miðuð við formiðið Neu Moni, mæld frá Maraþon á Égina eyju, um grafreitinn Nakrotafeio til Maraþon norðan Aþenu um 66,6 km eða 216000 fet. Mælingin frá Olympos fellinu sunnan Aþenu til Lefka er í svipaðri lengd um 66,6 km eða 216000 fet. Sjónlínur þessar skerast á hæðinni Kallithea í nágrenni við grafreitinn Nekrotafeio í miðri Aþenu. Þaðan eru 18250 fet til Pireas í vestri og 18250 fet til Moni Karea í austri, 2 x 18250 = 36500 fet, 6 mínútur af ummáli jarðar. * Olymbos hæðin sunnnan Aþenu er hugmyndafræðilegt ígildi Goðasteins að öllum líkindum heimkynni guða í Grísku heimsmyndinni. Það er ein af tilgátum þessarar bókar að við trúskiptin voru heimkynni guðanna færð frá Olymbos hæðinni á hæsta tind Grikklands í norðurhluta landsins sem nefndur var Olympus.

111


Tilvitnanir

Til miðju Thamesvalla 1. Warren Kenton, ASTROLOGY, Thames and Hudson, London, 1974, bls. 21. 2. Einar Pálsson, ÚR, Mímir, Reykjavík, 1970, k.23. 3. Einar Pálsson, NAUÐ, Mímir, Reykjavik, 1988, bls. 157. 4. J. E. Cirlot, A DICTIONARY OF SYMBOLS, undir Eagle. Routledge and Kegan Paul, London, 1962. 5. Geoffrey Ashe, KING ARTHUR’S AVALON, Collins, London 1974, bls. 138. 6. Einar G. Pétursson, Efling kirkjuvalds og ritun Landnámu, Skírnir, 1986, bls. 200. 7. Peter Tompkins, SECRETS OF THE GREAT PYRAMID. Galahad Books, NY. 1971. Livio C. Stecchinis Appendix, bls. 293. 2. St Pancrass, Marble Arch, Tower Hill og Acton 1. ÍSLENSK FORNRIT, Hið íslenska fornritafélag, IV. Reykjavík, bls. 9 - 10. 2. The Origins of Measures, Livio C. Stecchini, Part 1, section 3. http://www.metrum.org/measures/index.htm 3. Pétur Halldórsson, s.r., bls. 98. 4. Einar Pálsson, SÓL, Mímir, Reykjavík, 1995. Bls. 135. 5. Peter Lum, THE STARS IN OUR HEAVEN, Pantheon, NY. 1962 Bls. 196. 6. David Z Crookes, THE LORD SHALL COUNT (Bibal Corporation: Ro deo, California, 2011), k. 7. 7. Bligh Bond and Lea, GEMATRIA, Research into Lost Knowledge Organisation Trust, 1977, bls. 65. 3. Þrídrangurinn Búðir Cesars 1. Bracknell Forest Borough Council of London www.bracknell-forest.gov.uk/leisure/leis-heritage/leis-caesars-camp.htm 4. Sólarlag á vetrarsólstöðu í suðvestri 1. Einar Pálsson, ÞURS, Mímir 1972, bls. 262. 2. Franz Cumont, ORIENTAL RELIGIONS IN ROMAN PAGANISM, Dover Publications, Inc., NY. 1956. Bls. 106. 3. Rudolf Thiel, AND THERE WAS LIGHT, the New American Library, NY. 1960, bls. 16. 4. Einar Pálsson, ÚR, 1970, bls. 242. 5. Proinsias MacCana, CELTIC MYTHOLOGY, Hamlin, London 1970, bls. 120. 6. Einar Pálsson, ÚR, Mímir, Reykjavík, 1970, bls. 202. 7. Einar Pálsson, ÁS, Mímir, Reykjavík, 1976, bls. 350.

112


8. Alfred Watkins, THE OLD STRAIGHT TRACK, Garnerstone Press, London 1974, bls. 75 . 5. Krabbinn í norðaustri 1. Árni Reynisson, NJARÐARBÓK, Njörður, 2009, bls. 218. 2. Einar Pálsson, ÚR, 1970, bls. 182. 3. http://wiki.answers.com/Q/What_is_Dionysus’_symbol 4. Einar Pálsson, ÁS, Mímir, Reykjavík, 1976, bls. 438. 6. Sporðdrekinn í suðaustri 1. Andrew Cockburn THE JUDAS GOSPEL - National Geographic magazine April 2006. 2. Mervin Mayer, THE GOSPEL OF JUDAS, Edited by Rudolphe Kasser, Mervin Mayer, Gregor Wurst. National Geography Society, 2006., bls. 137 - 169. 3. Pétur Halldórsson, UPPHAF KRISTNI OG MÓTUN RITALDAR Á ÍSLANDI, Árbók Borgfirðinga 2011. 4. Einar G. Pétursson, Efling kirkjuvalds og ritun Landnámu, Skírnir, 1986, bls. 201. 5. HÁVAMÁL vísa: 131 –141. 6. http://www.english-heritage.org.uk/daysout/properties/eynsford-castle/ 7. Jennifer A. Gill, Ken Norris, Peter M. Potts, Tomas Gretar Gunnarsson, Philip W. Atkinson, William J. Sutherland. THE BUFFER EFFECT AND LARGE-SCALE POPULATION REGULATION IN MIGRATORY BIRDS, Nature, Vol. 412, 26 July, 2001. Bls. 436. 8. Einar Pálsson, ÚR, Mímir, Reykjavík, 1970, k. 49. 7. Nautið í norðvestri 1. Davis, Jean & Evans, J G 1984 `Grim’s Ditch, Ivinghoe’ Rec Bucks 26, 1984 1-10, figs. 2. LANDNÁMA, STURLUBÓK 309. Hauksbók, 270. 3. R.H.C. Davis, THE NORMANS AND THEIR MYTH, Thame Hudson, London 1976, bls. 55. 4. Pétur Halldórsson, STÆRÐ VERALDAR, Salka, 2007, bls. 105. 5. Pétur Halldórsson; http://www.peturhalldorsson.com/papers/04_einherjar_romar.pdf 6. Einar Pálsson, ÁS, Mímir, 1976, bls. 498. 7. Otto Siegfried Rauter, DAS RATZEL DER EDDA, Verlag Deutsch Ordens Land, Sontra in Hassen, Germany 1922, bls. 63. 8. Livio C. Stecchini, í viðauka í bók Peter Tompkins, SECRETS OF THE GREAT PYRAMID, Galahad Books, 1971, bls. 344. 9. Einar Pálsson, KYN, Mímir, 1981, bls. 197.

113


8. Heimsmynd Veneto á Póvöllum 1. Riststjórar: Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason. GRÁGÁS. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Mál og menning, Reykjavík, 1992. Bls. 25. 2. Einar Pálsson KYN, Mímir, Reykjavik, 1981, bls 197. 3. Cambridge Journals, LANGUAGE, The Classical Quarterly / Volume 22 / Issue 3-4, bls. 214. Published online: 11 February 2009 4. Norman Denny, Josephine Filmer-Sankey, BAYEUX TAPESTRY, The Story of the Norman Conquest: 1066. Collins, London 1966. Undir; Harold returns to England. 5. Emile Grillot de Givri, PICTURE MUSEUM OF SORCERY, MAGIC AND ALCHEMY, University Books, NY. 1963, bls. 242. 6. Einar Pálsson, STEFIÐ, Mímir, Reykjavik, 1988, k.57. 7. E. M. W. Tillyard, THE ELISABETHAN WORLD PICTURE, Chatto and Windus, London 1960. bls. 93. 8. Einar Pálsson, ÁS, Mímir, Reykjavík, bls. 195.

114


115


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.