Starfsáætlun 2016 2017

Page 25

Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Öryggismál leikskólans Í leikskólanum er skilgreind viðbragðsáætlun vegna slysa sem gætu orðið. 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Tilkynning til foreldra Slysavarðstofa Tannlæknastofa Útkall sjúkrabíl 112 Slysaskráning Tilkynning til tryggingarfélags

Starfsmenn fá á 3- 4 ára fresti reglubundið upprifjun í skyndihjálp. Rýmingar- og brunavarnaráætlun er til fyrir allan leikskólann og er skipulagið sýnilegt öllum starfsmönnum jafnt deildum, eldhúsi og skrifstofum. Tekið skal fram að rýming skólans er ekki æfð með börnunum og er ástæðan sú að sum börn verða mjög hrædd þegar þau heyra í brunabjöllum. Það er fyrir mestu að starfsmenn viti hvað á að gera ef upp kemur eldur. Gönguferðir: Þegar farið í gönguferðir þá eru öll börn sett í gul vesti til þess að þau sjáist betur. Í þessum ferðum læra þau á hættur í sínu nánasta umhverfi. Þeim er kennt að þegar þau fara yfir götu þá sé farið yfir gangbraut svo eitthvað sé nefnt. Rútuferðir: Þegar er farið í sveitaferð að vori þá er passað upp á að öll börn séu spennt í belti áður en farið er af stað. Það sama er gert þegar er farið með börn í útskriftaferð í Skorradal. Hjóladagur: Að vori fá börnin að koma með hjólin sín að heiman. Það er skylda að þau komi með hjálm og noti hann.

24


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.