{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Skólaárið 2016-2017

Starfsáætlun

Leikskólinn Teigasel

Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Unnin af Margréé ti Þóé ru Jóé nsdóé ttur léikskóé lastjóé ra

0


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Efnisyfirlit Inngangur...............................................................................................................................................2 Leiðarljós leikskólans..............................................................................................................................2 Hagnýtar upplýsingar um leikskólann.....................................................................................................2 Forföll nemenda.....................................................................................................................................3 Opnunartími...........................................................................................................................................3 Skólahúsnæði, ákvörðun um barnafjölda...............................................................................................3 Barnafjöldi, árgangar og dvalartími........................................................................................................4 Upplýsingar um aðlögun og flutning milli deilda....................................................................................5 Starfsmenn.............................................................................................................................................6 Stjórnskipulag – skipurit Teigasels.........................................................................................................8 Skóladagatal...........................................................................................................................................9 Viðburðir í Teigaseli 2016 – 2017............................................................................................................9 Skólanámskrá Teigasels........................................................................................................................13 Foreldrasamstarf..................................................................................................................................13 Kynningarfundir að haust....................................................................................................................13 Foreldraráð...........................................................................................................................................13 Foreldrafélag........................................................................................................................................14 Túlkaþjónusta.......................................................................................................................................14 Stoðþjónusta – sérfræðiþjónusta.........................................................................................................15 Samstarf leik- og grunnskóla.................................................................................................................16 Áherslur skólaársins 2016-2017............................................................................................................18 Þróunarverkefni og nýbreytni á skólaárinu 2016-2017.........................................................................20 Barnavernd:..........................................................................................................................................20 Símenntunaráætlun 2016-2017............................................................................................................20 Skólanámskrá vísun..............................................................................................................................23 Innra mat – Teigasel.............................................................................................................................23 Öryggismál leikskólans.........................................................................................................................24

1


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Inngangur Samkvæmt 14. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber hverjum leikskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólanámskrá er nánari útfærsla á Aðalnámskrá og felur í sér uppeldis- og námsáætlun leikskólans þar sem markmið eru sett og skilgreindar leiðir að þeim markmiðum. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skólans og skólastefnu Akraneskaupstaðar. Starfsáætlun er gefin út árlega og gerir grein fyrir starfsemi leikskóla hvert skólaár. Skólanámskrá og starfsáætlun skulu staðfestar af nefnd Skóla- og frístundaráðs skv. 2. mgr. 4. gr., að fenginni umsögn foreldraráðs, og skulu þær kynntar foreldrum. Tilgangur með starfsáætlun er að gera leikskólastarf markvissara og einnig að sýna foreldrum, starfsfólki leikskólans og rekstraaðilum hvernig starfsemin verður á skólaárinu og gerir það allt endurmat auðveldara. Áætlunin er byggð á lögum um leikskóla, skólanámskrá, skóladagatali og námskrám leikskólans ásamt venjum og siðum. Leikskólaárið spannar frá 1. september 2016 - 31. ágúst 2017.

Leiðarljós leikskólans Leikskólinn er fyrsta stig skólakerfisins og uppha formlegrar menntunar. Sá tími sem barnið ver í leikskólanum er mikilvægur þáttur í námi og þroska þess. Í samvinnu við foreldra á leikskólinn að einsetja sér að fylgjast með og efla alhliða þroska allra barna. Mikilvægt er að leikskólinn bjóði upp á hvetjandi uppeldisumhverfi og stuðli að öryggi barna og vellíðan þeirra. Leggja skal áherslu á styrkleika barna og hæfni þeirra undir leiðsögn kennara. Forvarnarstarfi skal sinnt með því að stuðla markvisst að velferð barnanna og farsælli leikskólagöngu. Mikilvægt er að hvert barn fái að njóta sín og kennari geri viðeigandi ráðstafanir ef þörf þykir og nýti þá stoðþjónustu sem leikskólinn hefur upp á að bjóða. Hugtökin uppeldi, umönnun og menntun mynda eina heild í leikskólastarfinu. Borin er virðing fyrir börnunum, þeim sýnd umhyggja og hvatning og þau fá í hendur viðfangsefni sem hæfir þeirra aldri. Öll börn eru fullgildir þátttakendur í samfélagi leikskólans (Aðalnámskrá 2011).

Hagnýtar upplýsingar um leikskólann Heimilisfang: Laugarbraut 20, Akranesi

2


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Símanúmer leikskólans: 433-1280 Leikskólastjóri: Margrét Þóra Jónsdóttir Netfang: margret.thora.jonsdottir@teigasel.is Aðstoðarleikskólastjóri/sérkennslustjóri: Valdís Sigurðardóttir Netfang: valdis.sigurdardottir@teigasel.is Netfang leikskólans: teigasel@teigasel.is Heimasíða Teigasels: www.teigasel.is

Forföll nemenda Forráðamenn tilkynna forföll nemenda til leikskólans Teigasels í síma 433-1280 eða á netfangið teigasel@teigasel.is

Opnunartími Leikskólinn er opinn frá kl. 7:30-16:45 Opnað er á Teigakoti kl. 7:30. Deildarnar eru sameinaðar kl: 16:15 og er skilað inni á Miðteig.

Skólahúsnæði, ákvörðun um barnafjölda Leikskólastjóri, að höfðu samráði við sveitarstjórn eða nefnd sveitarfélags sem fer með málefni leikskóla í sveitarfélaginu, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og starfsfólk leikskóla, tekur ákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni. Við ákvörðun fjölda barna í leikskóla skal m.a. tekið tillit til aldursdreifingar barna og sérþarfa, lengdar dvalartíma þeirra, stærðar leik- og kennslurýmis og samsetningar starfsmannahóps. Áætlaður fjöldi barna í leikskólanum Teigaseli er 74 samtímis.

3


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Barnafjöldi, árgangar og dvalartími Fjöldi barna, ALLAN DAGINN Fjöldi barna í árgöngum, eftir stundafjölda

A Allur dagurinn Elsti árgangur Annar árgangur Þriðji árgangur Fjórði árgangur Fimmti árgangur Sjötti árgangur

1 .

Alls, A

stuðull

7,0 1 1 1 1

7,5 2 0 5 0

8,0 4 8 4 9

8,5 5 7 7 6

9,0 1 3 0 0

9,5 0 0 0 0

10, 0 0 0 0 0

4

7

25

25

4

0

0

Samt . 13 19 17 16 0 0 65

Fjöldi barna, FYRIR HÁDEGI Fjöldi barna í árgöngum, eftir stundafjölda

B Fyrir hádegi Elsti árgangur Annar árgangur Þriðji árgangur Fjórði árgangur Fimmti árgangur Sjötti árgangur

1 .

Barngildis-

Alls, B

4,0 0 0 0 0

4,5 0 0 0 0

5,0 0 0 1 0

5,5 0 0 0 0

6,0 1 1 0 3

6,5 1 0 0 0

0

0

1

0

5

1

árgangs 0,8 1,0 1,3 1,6 2,0 2,0

stuðull

7

4

allan daginn 105,5 157,5 136,0 130,0 0,0 0,0

529,0 Barngildis-

Samt . 2 1 1 3 0 0

Dvalargildi: Dvalarstundir (Barngildisstuðul , l

árgangs 0,8 1,0 1,3 1,6 2,0 2,0

árg. x dvalarst.)

84,4 157,5 176,8 208,0 0,0 0,0

626,7

Dvalargildi: Dvalarstundir (Barngildisstuðul , l fyrir hádegi 12,5 6,0 5,0 18,0 0,0 0,0

41,5

árg. x dvalarst.)

10,0 6,0 6,5 28,8 0,0 0,0

51,3


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Upplýsingar um aðlögun og flutning milli deilda Aðlögun á milli deilda hófst fyrir sumarfrí og byrjuðu svo börnin eftir sumarfrí á sínum réttu deildum. Í ágúst voru 20 ný börn tekin inn á Teigakot og var notast við svokallaða þátttökuaðlögun. Ákveðið var að láta aðlögun byrja 15. ágúst sem var á mánudegi. Ástæða þess að við byrjuðum ekki vikuna fyrr var sú að starfsfólk var ekki komið allt úr sumarfríi. Seinni aðlögun var vikuna 22. ágúst-24 ágúst. Aðlögun lauk þriðju vikuna 29. ágúst -31. ágúst það var eitt barn þá vikuna. Foreldrar óskuðu eftir því að byrja svona seint í aðlögun með sitt barn Á Háteig byrjuðu 2 ný börn. Þetta skólaár verðum við með 16 útskriftabörn.

Þátttökuaðlögun 2016 Barnið þarf að fá góðan tíma til að kynnast leikskólanum og starfsfólki því góð aðlögun hefur mikla þýðingu varðandi áframhaldandi dvöl barnsins. Á þessu tímabili kynnast barn og foreldrar starfsfólki leikskólans og starfsemi hans. Þegar barn byrjar í leikskóla er nauðsynlegt að hafa í huga þær breytingar sem það hefur í för með sér fyrir barnið. Barnið þarf að aðlagast nýju umhverfi, nýju fólki, læra að vera í hóp, fara eftir reglum og fleira. Leikskólinn er samfélag þar sem börn og fullorðnir byggja upp þekkingu saman og er staður námstækifæra. Barnið tekur virkan þátt í að móta umhverfi sitt og þekkingu. Í þeim anda er hin nýja aðlögun sem nefnd er þátttökuaðlögun. Hún byggist á því að ekki er verið að venja barnið við að vera skilið eftir í leikskólanum, heldur er það að læra að vera í nýjum aðstæðum. Þátttökuaðlögun byggir m.a. á þeirri trú að foreldrar yfirfæri eigin öryggiskennd og forvitni í þessum nýju aðstæðum á börnin sín. Með því að foreldrar séu þátttakendur frá fyrsta degi öðlast þeir öryggi um dagskipulagið og það nám sem fram fer í leikskólanum. Þeir kynnast kennurum, öðrum börnum og foreldrum. Hugmyndafræðin á bak við þetta nýja ferli aðlögunar er Öryggir foreldrar = örugg börn. Þátttökuaðlögun byggir á að foreldrar eru með börnum sínum í þrjá daga: Dagur 1 frá 9.00-11.00 Dagur 2 frá 8.30-15.00 (ef barn er til 12 eða 14 þá miðast lokatími við þann tíma) 5


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Dagur 3 frá 8.00-15.00 (miðast við dvalartíma barnsins) Foreldrar eru inni á deild með börnum sínum allan tímann (nema þegar þau sofa). Foreldrar sinna börnum sínum, skipta á þeim, gefa þeim að borða, leika með þeim og eru til staðar. Kennararnir eru virkir þátttakendur í aðlöguninni, þeir skipuleggja daginn og útdeila verkefnum. Á fjórða degi koma börnin á sínum tíma um morguninn og kveðja foreldrana fljótlega. Einstaka börn þurfa að hafa foreldra sína með sér á fjórða degi en reynslan sýnir að þau eru fá. Foreldrar barna á yngstu deild voru boðaðir á fund þann 5. ágúst 2015 kl.17:30, þar sem leikskólinn og þátttökuaðlögunin voru kynnt. Í október 2015 verður send könnun til foreldra nýrra barna sem tóku þátt í þátttökuaðlögun og leitað eftir skoðunum þeirra á þessu nýja fyrirkomulagi.

Starfsmenn Gert er ráð fyrir því að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla séu stöðugildi leikskólakennara. Þessu til viðbótar koma störf leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra, störf vegna sérkennslu, afleysinga, ræstinga og störf í eldhúsi, samkvæmt mati rekstraraðila miðað við stærð leikskóla. Við leikskóla Akraneskaupstaðar er miðað við að 75% starfsfólks leikskólans hafi fagmenntun sem nýtist í starfi og að lágmarki skipi leikskólakennarar 2/3 umræddra starfa. Skólaárið 2016-2017 starfa 21 starfsmenn, þar af 7 leikskólakennarar, 1 tómstunda- og frístundafræðingur, 1 þroskaþjálfi, 1 leikskólaleiðbeinandi A, 6 leiðbeinendur og 2 starfsmenn í eldhúsi. Stöðuheimildir samkvæmt rekstrarlíkani eru 17,8225. Einn leikskólakennarar hefur verið í langtímaveikindum og er starfmaður að leysa hann af. Ekki er vitað hvenær starfsmaður er væntanlega í vinnu aftur. Þessa vegna eru 22 starfsmenn í töflunni hér að neðan. En ef allt er eins og það á að vera þá erum við 20 starfsmenn. Tveir leikskólakennari eru í launalausuleyfi fram á næsta sumar 2017.

6


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Elzbieta Bielska Eyrún Jóna Reynisdóttir Björg Skúladóttir Guðbjörg Ösp Einarsdóttir Valdís Sigurðardóttir Ástríður Rós Gísladóttir Heiður Dögg Reynisdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Kristbjörg Smáradóttir Hansen Alda Björk Einarsdóttir Brynhildur Jónsdóttir Kristín Mjöll Guðjónsdóttir Margrét Sigurðardóttir

Leikskólakennari Leikskólakennari/launalaustleyfi Leiðbeinandi Þroskaþjálfi Leikskólakennari/aðstoðarleikskólastjóri Leiðbeinandi Leiðbeinandi Leikskólakennari /veikindaleyfi Aðstoð eldhús/deild Leikskólaleiðbeinandi A Leikskólakennari Leikskólakennari/deildarstjóri Matráður í eldhúsi

100% 100% 87,5% 100% 100% 100% 50% 75% 75% 100% 50% 85% 75%

Margrét Þóra Jónsdóttir Ína Rut Stefánsdóttir Soffía Margrét Pétursdóttir Sigríður Ása Bjarnadóttir Svanborg Bergmannsdóttir Elín Guðrún Tómasdóttir Guðný Birna Ólafsdóttir Þórdís Árný Örnólfsdóttir

Leikskólastjóri Leiðbeinandi Leikskólakennari Leikskólakennari/deildarstjóri Leikskólakennari/launalaustleyfi Leiðbeinandi Tómstunda-og frístundafræðingur Leikskólakennari/deildarstjóri

100% 100% 100% 100% 100% 50% 100% 100%

7


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Stjórnskipulag – skipurit Teigasels

LEIKSKÓLASTJÓRI AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRI SÉRKENNSLUSTJÓRI MATRÁÐUR AÐSTOÐARMATRÁÐUR

DEILDARSTJÓRI HÁTEIG STARFSMENN DEILDA

DEILDARSTJÓRI MIÐTEIG STARFSMENN DEILDA

DEILDARSTJÓRI TEIGAKOT STARFSMENN DEILDA

8


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Skóladagatal Starfsdagarnir eru fjórir á skólaárinu 2016 – 2017 samkvæmt skóladagatali, en leikskólinn er lokaður þá daga vegna fræðslu og skipulagningar starfsfólks á starfi skólans. Dagarnir eru: 

15. nóvember 2016

2. Janúar 2017

19. apríl 2017

21. apríl 2017

Starfsfólk Teigasels fer í námsferð til Brighton daganna 19. apríl -23. apríl 2017.

Viðburðir í Teigaseli 2016 – 2017 Afmæli Teigasels Þann 6. september varð leikskólinn 18 ára og af því tilefni var flaggað, farið í skrúðgöngu á neðri Skaganum og borðuð pitsa í tilefni dagsins. Starfsmenn fengu risa hnallþóru á kaffistofuna að hætti Kalla bakara í Brauð og kökugerðinni. Umferðarvika Í september og maí er áhersla lögð á að fræða börnin um öryggi í umferðinni. Í september er lögð áhersla á gangbrautir og gangbrautarljós, bílbelti og endurskinsmerki. Í maí er aftur lögð áhersla á hjól og hjálma, jafnframt er áréttað með bílbeltin og gangbrautirnar. Í lok umferðarvikunnar í maí er svo hjóladagur. Þá lokum við innkeyrslunni í leikskólann, allir fá að koma með hjólin sín og við hjólum fyrir framan leikskólann. Foreldraviðtöl Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári. Við tökum þrjár vikur í hvert skipti en hver deild fær viku fyrir sín viðtöl. Viðtölin fara fram í október og mars. Vökudagar Dagana 27. október til 3. nóvember er menningarhátíðin Vökudagar á Akranesi og tekur leikskólinn þátt í henni með því að sýna listaverk eftir nemendur á Miðteigi í anddyri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. 9


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Dagur íslenskrar tungu Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember og er hann haldinn hátíðlegur í leikskólanum þar sem öll börnin hittast inni í sal og syngja. Hver deild er með atriði í tengslum við daginn. Vegna plássleysis er ekki hægt að bjóða foreldrum að koma. Jólaundirbúningur Aðventustund er laugardaginn 28. nóvember en það er hefð sem hefur haldist frá því að leikskólinn Bakkasel var á lóðinni. Foreldrafélagið stendur fyrir þessari stund en börnin föndra með foreldrum sínum og fá sér piparkökur og heitt súkkulaði á eftir. Í lokin förum við öll niður á torg og sjáum þegar ljósin eru tendruð á jólatrénu. Kirkjuferð er farin í byrjun desember en þá tekur séra Eðvarð Ingólfsson á móti okkur, segir í stuttu máli frá tilgangi jólanna, organistinn spilar jólalög og börnin syngja með. Jólaskemmtun er 9. desember en þá hittumst við öll inni í sal og hver deild er með atriði. Það er komin hefð á það að Teigakot er með jólalög, Miðteigur er með helgileik og Háteigur flytur vísurnar um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum. Að því loknu er dansað í kringum jólatréð. Áður en börnin yfirgefa salinn setur leikskólastjóri á sig jólasveinahúfu og gefur börnunum mandarínu í boði foreldrafélagsins. Þorrinn Bóndadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 20. janúar. Þá gera stelpurnar höfuðskraut fyrir strákana og við borðum saman þorramat inni í sal. Gamli tíminn er ræddur og elsta deildin fer í heimsókn á Byggðasafnið, þar sem gamlir hlutir eru skoðaðir og þau heyra sögur af notkun þeirra. Við erum með rafmagnslausan dag í lok janúar en það er alltaf jafn gaman að sjá viðbrögð barnanna og umræðuna um rafmagnsleysið. Dagur leikskólans og dagur stærðfræðinnar Dagur leikskólans er 6. febrúar og í tilefni hans bjóðum við ömmum og öfum að koma í heimsókn og vera með börnunum í leik. Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar sem er 3. febrúar þetta árið og til þess að vekja athygli á honum hefur hver deild klippt út ákveðið stærðfræðiform sem ömmurnar og afarnir fá í bandi til að hengja um hálsinn á degi leikskólans. Á degi stærðfræðinnar verðum við með stærðfræðiþrautir í boði fyrir börnin allan daginn inni á deildunum.

10


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Tannverndarvika Vikuna 30. janúar - 3. febrúar er tannverndarvika, þá fer næstelsti árgangurinn í tannlæknaheimsókn þar sem þau hitta tannfræðing sem fræðir þau um tennurnar og umhirðu þeirra. Öll börn leikskólans vinna verkefni tengd tannhirðu og horfa á myndböndin „Burstaprinsessan“ og „Karíus og Baktus“. Bolludagur Bolludagurinn er haldinn hátíðlegur með miklu bolluáti þann 27. febrúar. Í hádeginu borðum við fiskibollur og fáum rjómabollur í eftirrétt. Sprengidagur Á sprengidaginn, þann 28. febrúar , er saltkjöt og baunir borðað í hádeginu. Öskudagur Á öskudaginn, þann 1. mars, er haldið búningaball í Alstund inni í sal þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni og ef veður leyfir hafa börnin á elstu deildinni farið og sungið niðri í bæ. Alþjóðadagur vitundar um einhverfu Þann 2. apríl er alþjóðadagur vitundar um einhverfu og er haldið upp á hann þann 3. apríl. Ruslatínsludagur Þann 25. apríl er ruslatínsludagur í tilefni af Degi umhverfisins. Elstu börnin fara þá út fyrir garðinn og tína rusl í kringum leikskólann en yngri börnin eru í garðinum og tína rusl í blómabeðum. Í lokin er allt ruslið vigtað og tengjum við þannig við stærðfræðina.

Vorskóli elstu barna Í báðum grunnskólunum á Akranesi er haldinn Vorskóli í apríl. Dagsetningar verða auglýstar seinna. Þessa daga fara elstu börnin í heimsókn í sinn heimaskóla, hitta tilvonandi skólafélaga og fá að koma með nesti.

11


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Opið hús Alþjóðadagur fjölskyldunnar er 15. maí og við höfum haft opið hús í tilefni hans. Foreldrum er boðið í kaffi og inn í sal þar sem börnin syngja nokkur lög. Uppi á veggjum hanga handverk barnanna sem þau hafa gert á vormánuðum. Sveitaferð Bjarteyjarsandur verður heimsóttur þann 10. maí en þangað höfum við farið undanfarin ár og skoðað litlu lömbin og lífið í sveitinni. Útskriftarferð elstu barna Farið er í Skátaskálann í Skorradal þann 18. - 19. maí þar sem börnin gista eina nótt. Börnin fá að upplifa það að vera úti í náttúrunni, fara í ratleik, syngja við varðeld og haldin er kvöldvaka. Elstu börnin, sem fara í útskriftarferðina, eru 16. Útskrift Skapast hefur hefð fyrir því að útskrifa elstu börnin í sal Brekkubæjarskóla. Útskriftin er fimmtudaginn 24. maí og er þetta hátíðarstund, börnin eru búin að æfa atriði og sýna þau. Börnin fá svo afhent skírteini og trjáplöntu í potti, í lokin er sýnt myndband frá útskriftarferðinni og allir gæða sér á veitingum af glæsilegu hlaðborði sem foreldrar hafa hjálpast við að útbúa. Sjómannadagshátíð Föstudaginn 2. júní höldum við Sjómannadaginn hátíðlegan, en hann er sunnudaginn 5. júní. Þá förum við í skrúðgöngu niður að bryggjusvæði, syngjum þar og förum í hina ýmsu sjómannaþrautir, svo sem pokahlaup og reiptog. Sjómenn koma og færa öllum lítinn harðfiskspoka og að launum syngja börnin fyrir þá. Áður en við höldum til baka í leikskólann stoppum við hjá styttu sjómannsins á Akratorgi og syngjum fyrir hann þjóðsöng Akurnesinga „Kátir voru karlar“. Íþróttahátíð Við höldum Íþróttahátíð Teigasels þann 9. júní. Þá eru skipulagðar stöðvar með ýmsum þrautum í garði leikskólans. Þetta eru þrautir eins og langstökk í sandkassa, stígvélakast,

12


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 keila, svampakast, bændaganga og fleira. Börnunum er skipt í jafnmarga hópa og þrautirnar eru en einnig er þeim skipt niður eftir aldri.

Skólanámskrá Teigasels Skólanámskrá er hægt að nálgast á heimasíðu skólans: http://e.issuu.com/embed.html#2105395/6084844

Foreldrasamstarf Foreldrasamstarf er mikilvægt til að: - efla samstarf heimilis og leikskóla - koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi leikskólamál - efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn leikskólans - koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við við leikskólann - taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra - tryggja sem besta velferð barna í leikskólanum

Kynningarfundir að hausti Við vorum ekki með kynningarfund í september heldur sendu deildarstjórar foreldrum upplýsingar um starfið á deildinni og svo er heimasíðan með upplýsingar sem foreldrar geta skoðað. Í dag fara samskipti mest fram í tölvupósti og svo maður á mann. Foreldrar koma á hverjum degi með börn sín og sækja þau og eru því góð samskipti á milli foreldra og starfsfólks.

Foreldraráð Við leikskóla skal kjósa ár hvert í foreldraráð (skv.11. gr. laga um leikskóla nr. 90) að lágmarki þrjá foreldra. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans og nefnda/Skóla- og frístundaráðs (sbr. 2. gr. 4. gr. laga um leikskóla) um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Ráðið fylgist einnig með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Ráðið setur sér starfsreglur og starfar leikskólastjóri með ráðinu. 13


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Skólaárið 2016-2017 sitja eftirtaldir í foreldraráði: 

Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir - foreldri á Miðteig

Elfa Ingimarsdóttir - foreldri á Miðteig

Sylvía Hera Skúladóttir - foreldri á Miðteig

Leikskólastjóri kallar foreldraráð saman eins oft og þurfa þykir.

Foreldrafélag Við leikskólann er starfandi foreldrafélag. Á haustin er ný stjórn mynduð og nýir meðlimir koma inn. Félagið hefur verið öflugur stuðningur við starf leikskólans og boðið upp á hinar ýmsu uppákomur fyrir börn og foreldra. Að hausti er haldinn fundur til að ákveða hvað foreldrafélagið ætlar að gera að hausti og svo er fundað eins oft nauðsyn þykir. Fundargerð er rituð af ritara og er hún birt á heimasíðu leikskólans. Skólaárið 2016-2017 skipa eftirtaldir stjórn foreldrafélagsins: 

Elísabet Stefánsdóttir - meðstjórnandi

Elsa María Antonsdóttir - meðstjórnandi

Helga Kristín Bjarnadóttir - ritari

Liv Aase Skarstad – Formaður

Sigrún Jóhannesdóttir - meðstjórnandi

Sylvía Hera Skúladóttir - gjaldkeri

Valdís Sigurðardóttir - aðstoðarleikskólastjóri

Túlkaþjónusta Til að foreldrar geti gætt hagsmuna barna sinna og gagnkvæm upplýsingagjöf milli foreldra og skóla sé greið, er foreldrum sem ekki tala íslensku eða nota táknmál tryggð túlkun á upplýsingum sem taldar eru nauðsynlegar vegna þessara samskipta.

14


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Stoðþjónusta – sérfræðiþjónusta Sérkennslustjóri leikskólans hefur umsjón með málefnum einstakra barna. Sérfræðiþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þess. Þeir aðilar sem sinna þjónustu við leikskólann Teigasel eru: 

Bergrós Ólafsdóttir - talmeinafræðingur

Elmar Þórðarson - talmeinafræðingur

Guðlaug Ásmundsdóttir - sálfræðingur

Barnateymi Akraness

Elísabet Kristjánsdóttir - sjúkraþjálfi

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Ragnheiður Björnsdóttir - hjúkrunarfræðingur frá HVE

Sigríður K. Gísladóttir - iðjuþjálfi

Tilvísanir til sérfræðiþjónustu eru í samvinnu við leikskóla en einnig geta foreldrar óskað eftir athugun, greiningu og ráðgjöf fyrir börn sín. Leikskólastjóri samræmir störf þeirra sem sjá um málefni einstakra barna er lúta að sérfræðiþjónustunni skv. 21. gr. laga um leikskóla.

Sérkennsla Sótt er um sérkennslu í leikskólum fyrir einstök börn sem þurfa á slíkri aðstoð og þjálfun að halda. Umsóknum er skilað til sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs og úthlutað er tímum til sérkennslu í samræmi við starfsreglur um sérkennslu í leikskólum á Akranesi. Sérkennslustjóri í Teigaseli er Valdís Sigurðardóttir netfang: valdis.sigurdardottir@teigasel.is Atferlisíhlutun Atferlisíhlutun er markviss, árangursrík og viðurkennd leið sem hefur verið þróuð til þess að hafa áhrif á hegðun og byggja upp margvíslega færni hjá börnum, meðal annars hjá börnum með röskun á einhverfurófi. Atferlisþjálfun byggir á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar, sem er vísindagrein sem fæst við rannsóknir á lögmálum hegðunar og leggur áherslu á að hagnýta þá þekkingu á ýmsum sviðum mannlífsins. Leikskólinn Teigasel er móðurskóli atferlisíhlutunar á Akranesi. 15


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Samstarf leik- og grunnskóla Skólaganga barna á að mynda samfellda heild þannig að reynsla og nám barna á fyrri skólastigum nýtist þeim á næsta skólastigi. Ef flutningur barna úr leikskóla í grunnskóla á að vera farsæll þarf að undirbúa hann vel. Frá árinu 1996 hefur verið formlegt samstarf milli leikskóla og grunnskóla á Akranesi með það að markmiði að: 

Að tengja skólastigin saman

Að skapa samfellu í námi og kennslu nemenda á þessum tveimur skólastigum

Að byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara á hvoru skólastigi

Að stuðla að vellíðan og öryggi barna við að fara úr leikskóla í grunnskóla

Að skapa farveg fyrir miðlun upplýsinga á milli skólastiga

Reynsla samstarfsaðila hefur sýnt að samvinna og tengsl skólastiga veitir börnum mikið öryggi á þeim tímamótum þegar þau fara úr leikskóla í grunnskóla. Persónuupplýsingar sem liggja fyrir um hvert barn í leikskóla og nauðsynlegar eru fyrir velferð og aðlögun þess í grunnskólanum skulu fylgja barninu í grunnskólann samkvæmt 16. gr. laga um leikskóla nr. 90/2009. Slíkar upplýsingar eru settar fram á skilafundi með fulltrúum leikskóla og grunnskóla að vori áður en barnið hefur skólagöngu. Jafnframt er foreldrum skylt að veita upplýsingar um barnið sitt sem nauðsynlegar eru fyrir skólastarfið og velferð þess. Meðferð slíkra mála er í samræmi við persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Skipulag samstarfsins er með eftirfarandi hætti: 

Skipulagsfundur að hausti: Leikskólakennarar og grunnskólakennarar kynna samstarf vetrarins og það skipulagt

Foreldrasamvinna að hausti: Leikskólakennarar og grunnskólakennarar kynna samstarf vetrarins fyrir foreldrum hvor á sínum vettvangi

Skólastjóraheimsóknir að hausti: Nemendur á elstu deild leikskóla heimsækja Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og fá fyrstu kynni af grunnskólunum undir leiðsögn skólastjóra

Skólaheimsóknir: Nemendur á elstu deild leikskóla og nemendur í 1. bekk grunnskóla fara í gagnkvæmar heimsóknir frá hausti fram á vor. Hver nemandi á elstu deild leikskóla fer a.m.k. tvisvar sinnum í grunnskólaheimsókn yfir veturinn og nemendur í 1. bekk fara í heimsókn í leikskólana

Annað óformlegt samstarf yfir veturinn á milli skólastiga felst í því að skólarnir bjóða nemendum á ýmsar uppákomur á hvoru skólastigi s.s. á árshátíð, á dag íslenskrar tungu ofl.

16


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 

Endurmat vegna haustannar-skipulagsfundur í janúar : Kennarar á báðum skólastigum funda og fara yfir samstarf haustannar

Skipulagsfundur vegna vorskólans: Kennarar á báðum skólastigum funda og skipuleggja vorskólann

Vorskólinn í mars/apríl: Vorskólinn er í 3 daga en þá taka grunnskólarnir á móti væntanlegum nemendum í 1. bekk og kynna skólann sinn. Nemendur í 1. bekk fara í heimsókn í leikskólana. Í lok vorskólans á 4. degi er haldin vorhátíð, húllum hæ dagur með nemendum á elstu deild í leikskóla og nemendum í 1. bekk

Matsfundur að vori: Kennarar á báðum skólastigum meta árangur af samstarfi vetrarins

Skilafundir í maí: Í núgildandi lögum um leikskóla er þess getið að persónuupplýsingar um barn í leikskóla sem nauðsynlegar eru fyrir velferð og aðlögun barnsins í grunnskóla, skulu fylgja barninu í grunnskóla enda sé krafist fullrar þagnarskyldu og málsmeðferðar í samræmi við gildandi

lög

um

persónuvernd

og

meðferð

persónuupplýsinga.

Markmiðið

með

upplýsingamiðluninni er að tryggja að byggt sé á fyrra námi og reynslu leikskólabarna þegar þau koma í grunnskóla og að aðlögun þeirra verði eins og best verður á kosið.

17


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Áherslur skólaársins 2016-2017 Teigasel hefur verið með áherslu á stærðfræði og munum við kappkosta að halda henni áfram. Unnið verður áfram með þrautalausnir og talnaskilning. Inn á Teigakoti höldum við áfram með Snemmtæka íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna. Snemmtæk íhlutun í málörvun felst í því að byrja nógu snemma að greina málþroskafrávik: Skilgreina í hverju vandinn er fólginn með því að fá góðar bakgrunnsupplýsingar um barnið og skoða vel hvaða málþætti þarf að vinna með, ásamt því að veita ráðgjöf og markvissa þjálfun til þess að ná árangri.Við höldum áfram samstarfi við Bókasafnið í kjölfarið á vinnu okkar með Snemmtæka íhlutun. Við verðum með sér bókakoffort sem leikskólinn á og fáum við bækur lánaðar frá bókasafninu ásamt því að eiga bækur sjálf. Þetta bókakoffort er með bókum sem eru sérstaklega valdar fyrir yngstu börnin á Teigakoti. Á Háteig erum við svo með annað bókakoffort sem bókasafnið lánar okkur og er það ætlað eldri börnum á Miðteig og Háteig. Haldið verður áfram að vinna með málörvunarefnið Lubbi finnur málbeinið. Enda er vinnan skila sér vel til barnanna. Inni á Teigakoti vinnum við með Lubba þannig að þau fá að heyra tvö lög í mánuð og svo næstu í næsta mánuði. Með þessu þá þekkja þau lögin þegar þau byrja á Miðteig. Þar verður farið í Lubba bókina markvissara miðað við þeirra aldur. á Háteig verður alveg unnið með Lubba bókina frá A-Ö eins og hún er uppsett. Stjórnendur ásamt starfsmönnum munu leggja áherslu að vinna að bættum skólabrag. Með ýsum hætti. Dæmi: skilgreining á „Leiðarljósum í samskiptum“, fyrirlestur jákvæðan skólabrag, fyrirlestur um liðsheild. Ákveðið var að starfsmenn myndu skilgreina saman á betri máta „Leiðarljós í samskiptum“ með því að gera það í hópavinnu þá fengju allir að leggja sitt að mörkum að útskýra hvert hugtak fyrir sig. Þetta eru sex hugtök Jákvæðni-gleði-virðingumbyrðalyndi-hlusta-leiðbeina. Í kjölfarið á þessari vinnu var myndað leiðarljósteymi sem í eru þrír starfsmenn sem fengu það hlutverk að setja þau „Leiðarljós í samskiptum“ sem starfsmenn höfðu skilgreint og útfæra á skemmtilegan máta og hengja upp á vegg

18


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Samskipti Allir nýir starfmenn sem byrja í Teigaseli eru beðnir um að lesa bókina „fiskinn“ Þetta er gert til þess að nýir starfsmenn hafi hugmynd um hvernig starfsandinn er hérna í Teigaseli.Áherslu bókarinnar eru við veljum okkur það viðhorf að mæta glaðar i vinnuna og gera okkur daginn eftirminnilegan. Með þessu erum við að viðhalda jákvæðum skólabrag.

Stig af stigi Við vinnum með „Stig af stigi“ en það er lífsleikni fyrir 4 - 10 ára börn. Námsefninu er skipt upp í þrjá hluta og er sá fyrsti ætlaður tveimur elstu árgöngunum í leikskóla og fyrsta bekk í grunnskóla. Á þessum árum standa börnin frammi fyrir mörgum vanda. Þau kynnast margs konar nýju umhverfi, nýjum félögum og öðrum fullorðnum en foreldrunum. Námsáætlanir deilda Hver deild vinnur námsáætlun fyrir hvern mánuð, þar sem skilgreindar eru áherslur deildarinnar, tengdar námssviðum leikskólans. Jafnframt koma fram þeir viðburðir sem eru á döfinni þann mánuðinn. Matseðill Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri ásamt starfsfólki eldhúss tóku hádegismatseðil og morgunmat leikskólans aftur til endurskoðunar. Var ákveðið í nónhressingu að breyta til aðeins með álegg. Við ákváðum að vera með hummus, pestó og súkkulaðismjör (hollt og sykurlaus) ofan á brauð. Halda áfram að vera með flatkökur einu sinni í viku, heimabakað brauð tvisvar sinnum í viku, hrökkbrauð einu sinni og ristað brauð á föstudögum. Þá er allt brauð sem er í frystinum notað. Við leggjum áherslu á að elda frá grunni eins og hægt er. Það er okkar metnaður að börnin nærist vel af hollum og góðum mat sem hjálpar þeim að þroskast og dafna. Eins og þjóðfélagið er í dag þá skiptir miklu máli að boðið sé upp á holla og góða næringu í leikskólanum. Staðreyndin er sú að á mörgun heimilum er oft ekki eldaður matur og hreinlega ekki til peningar til að kaupa mat, nema upp að vissu marki. Hér má sjá nýja matseðilinn. http://teigasel.is/foreldrar/matsedill/

19


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Þróunarverkefni og nýbreytni á skólaárinu 2016-2017 Við höldum áfram að vinna með Lubba bókina og þau verkefni sem fylgja henni. Við byrjuð fyrir tveimur árum að vinna með þessa bók og er hún að reynast mjög vel. Börnin finnst hún skemmtileg og við heyrum að þau nýta sér þá þekkingu sem þau hafa lært af verkefnum í bókinni. Fjölmenningarteymi hefur verið sett á laginnar og eru það Elzbieta Bielska, Guðbjörg Ösp Einarsdóttir og Valdís Sigurðardóttir í því teymi. Þær munu hittast og ákveða í sameiningu hvernig við ætlum að mæta ólíkum þörfum barna af erlendur bergi brotnu. Sem dæmi tilkynningar frá skólanum sem þýddar yfir á mál þeirra , tungumálið sýnilegt innan veggja leikskólans, menningin og upprunina ræddur og virðing borin fyrir ólíkum gildum. Læsi: Ákveðið var að hvetja foreldra til að lesa á hverjum degi fyrir börn sín. Settur var upp ormur sem byrjaði á Miðteig og Háteig og eiga þeir að tengjast saman inn í sal. Foreldar lesa fyrir börn sín á kvöldin og koma svo daginn eftir og skrifa á miða sem er í allavega litum sem starfsmenn og börn á Háteig hafa klippt út. Á þennan miða skrifa foreldrar dagsetningu, nafn barnsins og hvaða bók var lesin kvöldinu áður. Þessi lestraormur hefur vakið mikla lukku og eru foreldra mjög duglegir að lesa fyrir börn sín

Barnavernd: Félagsráðgjafar koma á miðvikudögum einu sinni í mánuði og funda með okkur um málefni barna sem eru undir barnavernd. Þessir fundir voru settir á laginnar í fyrra til reynslu. Þessir fundar hafa verið ganglegir og nýst öllum vel. Á þessum fundum sitja félagsráðgjafar frá Akraneskaupstaði, Margrét Þóra leikskólastjóri, Valdís aðstoðarleikskólastjóri og þeir deildarstjórar sem á við.

Símenntunaráætlun 2016-2017 Okkur í Teigaseli finnst mikilvægt að starfsfólkið sæki sér þekkingu með því að fara á námskeið sem í boði eru, hvetjum við fólkið til að nýta sér starfmenntunarsjóði sína eins og kostur er.

20


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 Til að efla starfsmenn í starfi eru þeir hvattir til að fara á námskeið. Leikskólastjóri sendir upplýsingar til starfsmanna um öll þau námskeið sem hann fær vitneskju um, þannig að þeir séu meðvitaðir um hvaða námskeið eru í boði hverju sinni. Símenntun í Teigaseli skólaárið 2016 – 2017 

Þann 19. ágúst 2016 og 30. September 2016 fóru Valdís Sigurðardóttir og Guðbjörg Ösp á

Hljóm - 2 námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þann 12. September 2016 og 14. September 2016 fóru Valdís Sigurðardóttir og Þórdís Árný Örnólfsdóttir í Háskóla Íslands. Þar eru þær að taka diplómu í sérkennslufræði

Þann 16. September 2016 – 18. September 2016 fór Margrét Þóra Jónsdóttir á þriggja daga Dale Carnegie námskeið í Reykjavík.

Þann 6. október 2016 kom Sigurjón Jónsson Tölvunarfræðingur og var með fyrirlestur fyrir stjórnunarteymi um 365 kerfið sem Akraneskaupstaður hefur keypt aðgang inn í.

Þann 20. október 2016 kom Sigurjón Jónsson Tölvufræðingur og kenndi Margréti Þóru og

Valdísi Sigurðardóttur á forritið Survey Monkey. Þann 24. október og 26. október 2016 fóru Valdís Sigurðardóttir og Þórdís Árný Örnólfsdóttir í Háskóla Íslands. Þar eru þær að taka diplómu í sérkennslufræði.

Þann 27. október 2016 og 28. október 2016 fór Soffía Margrét Pétursdóttir á námskeið i Endurmenntun Háskóla Íslands Íslenski þroskalistinn og Íslenski smábarnalistinn.

Þann 31. Október 2016 fóru Guðbjörg Ösp Einarsdóttir og Þórdís Árný Örnólfsdóttir á námskeiðið Lubbi finnur málbein.

Þann 1. Nóvember 2016 kemur Ingibjörg Gunnarsdóttir með fyrirlestur um Barnavermd fyrir alla starfsmenn í Teigaseli á starfsmannafundi

Þann 7. Nóvember 2016 kemur Hrönn Ríkharðsdóttir með fyrirlestur um liðsheils fyrir alla starfsmenn í Teigseli á starfsmannafundi.

Þann 11. Nóvember 2016 fara Margrét Þóra Jónsdóttir og Valdís Sigurðardóttir á námskeið 365. Þetta er námskeið fyrir stjórnendur sem hafa meiri aðgang en aðrir starfsmenn.

Þann 15. Nóvember 2016 kemur Bergrós Ólafsdóttir talmeinafræðingur með fyrirlestur um mikilvægi málörvunar í daglegu starfi. Þetta námskeið eru fyrir allar starfsmenn inn á deildum. Starfsmenn í eldhúsi sinna örðum verkefnum.

21


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017 

Þann 15. Nóvember 2016 fara allir starfsmenn á mannauðsdag sem haldinn er í boði Akraneskaupstaðar íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar verður ýmisleg dagskrá, fyrirlestur,borðavinna, gleði og veitingar.

Þann 19. Apríl – 23. Apríl fara starfsmenn Teigasels í námsferð til Brigthon í námsferð. Þar munu starfsmenn fara í fyrirlestur um fjölmenningu, lífsleikninámskeið og námskeið í Storytelling.

22


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Skólanámskrá vísun http://e.issuu.com/embed.html#2105395/6084844

Innra mat – Teigasel Tími sept.

Hverjir

Hvað á að meta Hljóðkerfisvitund sérkennslustjóri 5 ára barna

Hvernig á að meta

Hver ábyrgð á mati

Úrvinnsla

Hljóm – 2 próf

Sérkennslustjóri

Sérkennslustjóri

Deildastjórar og leikskólakennarar

Leikskólast/ Könnun. Deildastjóri viðtöl

okt.nóv.

Teigakot

Aðlögun

Foreldrakönnun/ Aðlögunarviðtöl

okt. – nóv.

Miðteigur og Háteigur

Líðan barna

Foreldraviðtöl / líðan könnun barna

Deildastjórar og leikskólakennarar

Deildastjórar

nóv.

Starfsmenn deilda

Líðan

Leiðbeiningasamtöl

Deildastjóri

Deildastjóri og leikskólastjóri

des.

Starfsmenn deilda

Innrastarf deilda

Gátlist, skráningar yfirfarnar m.t.t deildarnámskrá

Deildastjóri og leiksólakennarar

Deildastjórar/ leikskólakennarar/ skólastjórnendur

jan.

Staðlað samtalsblað – Leikskólastjóri / Allir starfsmenn Líðan og starfshæfni útfyllt af Leikskólastjóri aðstoðarleikskólastjóri starfsmönnum

feb.

Háteigur

Líðan barnanna

Með myndakönnun

Deildarstjóri / leikskólakennarar

Deildastjóri/ Leikskólastjóri

mar.

Allar deildir

Þroska barna / líðan

Hreyfiþroskapróf og málþroskapróf

Deildastjórar/ leikskólakennarar Sérkennarar

Deildastjórar / sérkennslustjóri

Allar deildar

Innra starf deilda

Gátlist, skráningar yfirfarnar m.t.t deildarnámskrá Endurmatsskýrsla

Deildastjóri/ leikskólakennari

Leikskólastjóri

Foreldrar

Viðhorfskönnun meðal foreldra um ýmsa þætti er snerta starfsemi leikskólans

Netkönnun

Leikskólastjóri / Aðstoðarleikskólastjóri Leikskólastjóri /deildarstjórar

maí

maí

23


Teigasel

Starfsáætlun skólaárið 2016-2017

Öryggismál leikskólans Í leikskólanum er skilgreind viðbragðsáætlun vegna slysa sem gætu orðið. 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Tilkynning til foreldra Slysavarðstofa Tannlæknastofa Útkall sjúkrabíl 112 Slysaskráning Tilkynning til tryggingarfélags

Starfsmenn fá á 3- 4 ára fresti reglubundið upprifjun í skyndihjálp. Rýmingar- og brunavarnaráætlun er til fyrir allan leikskólann og er skipulagið sýnilegt öllum starfsmönnum jafnt deildum, eldhúsi og skrifstofum. Tekið skal fram að rýming skólans er ekki æfð með börnunum og er ástæðan sú að sum börn verða mjög hrædd þegar þau heyra í brunabjöllum. Það er fyrir mestu að starfsmenn viti hvað á að gera ef upp kemur eldur. Gönguferðir: Þegar farið í gönguferðir þá eru öll börn sett í gul vesti til þess að þau sjáist betur. Í þessum ferðum læra þau á hættur í sínu nánasta umhverfi. Þeim er kennt að þegar þau fara yfir götu þá sé farið yfir gangbraut svo eitthvað sé nefnt. Rútuferðir: Þegar er farið í sveitaferð að vori þá er passað upp á að öll börn séu spennt í belti áður en farið er af stað. Það sama er gert þegar er farið með börn í útskriftaferð í Skorradal. Hjóladagur: Að vori fá börnin að koma með hjólin sín að heiman. Það er skylda að þau komi með hjálm og noti hann.

24

Profile for Teigasel

Starfsáætlun 2016 2017  

Starfsáætlun 2016 2017  

Profile for teigasel0
Advertisement