JÚNÍ 2023 18. árg. – 3. tbl.
Nýverið lauk breytingum í kringum úrgangsolíuvinnsluna í Örfirisey þar sem sett var upp dæla og búnaður til þess að bæta megi afköst, möguleika og öryggi við dælingu verksmiðjuolíu og milli geyma á gasolíusvæðinu. Samhliða þessu þurfti að hreinsa til í eldri lögnum og stigapöllum á svæðinu og er nú næsta skref að reisa bíslag við dæluhúsið utan um nýju dæluna. Einnig verður tækifærið nýtt til þess að bæta aðstöðu og stýringar á heitu vatni og þeim búnaði komið fyrir í viðbyggingunni, en alla jafna er mikil notkun á heitu vatni í kringum úrgangsolíuvinnsluna sem og hitun svartolíu- og DMA geyma.
Í sumar er stefnt að því að helmingur starfsmannastæðisins á Hólmaslóð verði girtur af og verður þannig hluti af stóra geymslusvæðinu sem við höfum, en til þess að þau bílastæði verði raunhæfur valkostur þá verður komið upp bómuhliði inn á það stæði svipuðu því sem nú er inn í birgðastöðina.
Í byrjun maí var liggjandi 100 þúsund lítra geymir fjarlægður úr Örfirisey og stendur hann nú sundurskorinn á smiðjugólfinu eins og þeir sem mættu í grísaveisluna sáu. Ástæðan fyrir því að verið er að minnka geyminn er sú að næsta hlutverk hans verður að geyma úrgangsolíu á Patreksfirði, en því miður bauð stærð lóðar okkar ekki upp á að við settum geyminn þar niður í fullri stærð, enda hefði hann þá náð yfir á næstu lóð. Þegar snillingarnir á smiðjunni hafa lokið við að skeyta honum aftur saman verður hann fluttur í Hafnarfjörð í málningu áður en honum verður ekið vestur á sitt nýja heimili.
Nýlega var settur upp litunarbúnaður í Vestmannaeyjum, en síðustu tvö ár hefur Keilir landað litaðri olíu á einn geymi í stöðinni. Nú í vor var ákveðið að bæta við einni tegund olíu í viðbót í Eyjum, DMA, og var þá ljóst að besta leiðin til að búa til slíkt pláss væri að geyma eingöngu ólitaða gasolíu í stöðinni og
Brunaæfing í Olíudreifingu
Ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson
lita á áfyllipallinum. Uppsetningin gekk vel og eftir hefðbundna byrjunarörðugleika í búnaði þá náðist litunin í eðlilega virkni og er nú komin í fullt starf.
Samhliða uppsetningu á litunarbúnaði þá var lögð gufulögn frá áfyllipalli og yfir að liggjandi bensíngeymunum sem eru í Eyjum, en henni er ætlað að leiða bensíngufurnar frá áfyllipallinum við lestun. Eftir er að setja eldgildru á enda lagnarinnar, en þegar hún kemur á lögnina verður hún tekin í notkun.
Olíudreifing hefur verið í samtali við nokkur sveitarfélög á landinu undanfarið varðandi umsóknir um lóðir til þess að félagið geti verið betur í stakk búið til þess að taka inn rafeldsneyti á komandi árum. Rafeldsneyti flokkast líkt og bensín þannig að það má ekki geymast í lekaþróm með gasolíu sem og fjarlægðarkröfur frá öðrum byggingum aukast og því er á sumum stöðum þörf á stærri lóðum til þess að geta tekið inn þessa nýju vöru. Nú er svo komið að umsóknir félagsins um stækkun á bæði Patreksfirði og Grundarfirði eru komnar í kynningu, en það hangir saman við nýtt deiliskipulag á hvorum stað fyrir sig.
Kveðja, Ari Elísson
Þann 15. mars síðast liðinn var haldin brunaæfing í Olíudreifingu. Hún fer þannig fram að fólki er tilkynnt um hana með nokkrum fyrirvara og þegar brunabjöllurnar hljóma, þá á allt Olíudreifingarfólk ásamt öðru fólki í húsunum 8–10 á Hólmaslóð að þyrpast saman við hvíta hliðið að Örfirisey, D100. Þar á fólk að bíða þar til öryggiseftirlitið gefur grænt ljós á að fara aftur til vinnu. Mætingin var með besta móti í ár en var mjög dræm fyrstu skiptin.
Kveðja, Sigurleifur
Yfirlit verkefna sem eru í gangi eða hafa verið undanfarið
Deild 065 – Fréttir af verkefnum Þjónustudeildar
Það sem af er ári eru helstu verkefni búin að vera fjölbreytt að vanda. Það var mikið að gera t.d. kringum verkföll olíubílstjóra þar sem myndaðist mikið álag á að standsetja og græja tanka fyrir verktaka og stórkaupendur olíufélaganna. Einnig var mikið álag á tækniborðinu og tæknimönnum samhliða þessu að loka dælum og opna eftir að verkfalli lauk.
Við brugðumst við skipstrandi hjá Wilson Scaw og hlutu nokkrir starfsmenn eldskírn í þeirri ferð og fengu góða reynslu í gagnabankann.
Smiðjan er að búin að vera stytta 100 m3 geymi og smíða einn 50 m3 úr honum, er það verk í góðum höndum hjá Ella og Gunna Jóns en mikil fyrirhöfn var að koma þeim geymi inn í smiðju en allt vill það lagið hafa með aðstoð góðra manna.
• Uppsetningar á nýjum Led ID-skiltum og skiltum sem tekin höfðu verið niður og merkingardeildin breytt í Led með góðum árangri
• Vinna við uppsetningar á rafhleðslustöðvum víðsvegar
• Þrif á gasolíugeymum er í fullum gangi og stefnan sett á Norðurlandið núna í júní
• Innleiðingar á nýjum sjálfsölum hjá móðurfélögunum
• Framkvæmdir við nýja eldsneytisstöð N1 í Keflavík
• Smíði á töfluskápum fyrir ýmsar stöðvar hjá N1, þar sem færa á búnað úr leigurými og að eldsneytisstöðvunum sjálfum, búið er að gera þetta á nokkrum stöðvum og hefur reynst vel.
Endurnýjun olíubíla
unum þetta árið þar sem Olís er komið í þjónustusamning til okkar.
Ólafur Már Símonarson verkefnastjóri deild 065
Það sem af er ári eru helstu verkefni búin að vera fjölbreytt Um áramót hófst vinna við að færa tank og dælubúnað af AXT18 yfir á nýja Scaniu. Eftir flutning, standsetningu og ísetningu á handtölvubúnaði var bíllinn tekinn í notkun í seinni hluta mars.
Um er að ræða nýja Scania R540 6x4 (DJG66) en tankurinn og afgreiðslubúnaður eru frá Willig í Þýskalandi, tankurinn er 22.000 L, þriggja hólfa.
Jóhannes Guðnason og Deivis Liaugminas, sem sjá aðallega um dreifingu í Reykjavík fengu nýja bílinn í staðinn fyrir GYY93 sem er Scania G440 árg. 2013 sem hefur verið í því verkefni um langt skeið. Því er er um að ræða töluverða uppfærslu á bíl fyrir þá félaga. AXT18 sem er Scania G490 árg. 2014 og var staðsett á Höfn var skipt úr fyrir GLR42 sem er Scania G500, árg. 2021.
Á myndunum má sjá þegar verið er að flytja tankinn á milli bíla og síðan Jóhannes himinlifandi með nýja bílinn fullkláraðan og tilbúinn í fyrstu ferð.
Við óskum Jóhannesi og Deivis, ásamt öllum á deild 100 til hamingju með nýja bílinn og vonum svo sannarlega að hann eigi eftir að reynast þeim vel næstu árin.
Birgir Björnsson
Aðalfundur Starfsmannafélags Olíudreifingar
Þann 28. febrúar var aðalfundur Starfsmannafélagsins haldinn í matsal ODR og mættu 39 manns á fundinn. Að venju var boðið upp á pizzur og gos. Þegar allir höfðu fengið sér að borða, setti formaðurinn fundinn, svo tók Birgir Björnsson við sem fundarstjóri. Farið var yfir síðasta starfsár, ársreikningur félagsins lagður fram og samþykktur af fundarmönnum. Samþykkt var að halda félagsgjöldum óbreyttum eða 1.500 krónur á mánuði. Fundarstjóri lét vita að engar lagabreytingar væru fyrirhugaðar. Þá var komið að kosningu stjórnar. Sigga formaður gaf áframhaldandi kost á sér og var það samþykkt. Ólafur Már Símonarson gefur kost á sér aftur og það var samþykkt. Sólrún Lilja Hannesdóttir, Jóhannes Guðnason og Guðmundur Grétar Einarsson eru á öðru starfsári sínu. Engin mótframboð. Jens Kristjánsson og Gunnar Kr. Sigmundsson gáfu kost á sér áfram sem varamenn og var það samþykkt. Grétar Mar Steinarsson og Hulda Björk Pálsdóttir gáfu kost á sér áfram sem skoðunar menn og var það líka samþykkt. Fundarstjóri lagði fram til lögu stjórnar um hækkun afmælisgjafar SODR til starfsmanna
úr 20.000 í 30.000 og það samþykkt af fundarmönnum. Þá var komið að öðrum málum og tók þá formaður til máls og fór yfir stöðuna á orlofshúsinu. Ekki væri möguleiki að færa húsið af ODR yfir á SODR og selja það án þess að greiða skatt af söluhagnaðinum og þar sem húsið er metið svo lágt í dag væri það ansi há tala. Eins benti formaður á að þar sem húsið er skráð eign ODR hafa starfsmenn notið góðs af því að ODR sér um allt viðhald á húsinu og myndi Starfsmannafélagið ekki ráða við þann rekstur sjálft. Formaður SODR og framkvæmdastjóri ODR höfðu farið yfir möguleikana og töldu þá tvo í stöðunni, annan að bera það undir stjórn ODR hvort þau samþykki að fjármagna uppgerð á bústaðnum, hinn að bera undir stjórn hvort þau samþykki fjármögnun fyrir milligjöf ef orlofshúsið yrði selt og keypt annað í stað þess. Samþykkt var að bera fyrri möguleikann undir stjórnina.
Endurnýjun olíubíla
Í febrúar, eftir töluverðar seinkanir, fengum við loksins afhentan nýjan Scania olíubíl. Eftir standsetningu og ísetningu á handtölvubúnaði var hann tekinn í notkun í byrjun mars.
Um er að ræða nýja Scania R540 6x4 (PZH30) með tank og afgreiðslubúnað frá Willig í Þýskalandi, tankurinn er 22.000
L, þriggja hólfa með afgreiðslubúnað í skotti.
Árni Steinn Sveinsson, sem sér aðallega um dreifingu á Akranesi, Borgarnesi og nærsveitum, fékk nýja bílinn í staðinn fyrir GLR42 sem hann hefur verið með um skeið.
GLR42 sem er Scania G500, árgerð 2021 fór síðan á Höfn í Hornafirði og leysir þarf af hólmi 2014 árgerð af Scania (AXT18)
Úr salnum kom spurning hvort hægt væri að skoða leigu á öðrum orlofsmöguleika annar staðar á landinu, t.d. fyrir norðan. Formaður svaraði að stjórnin skyldi skoða það. En ef félagið taki á leigu orlofskost sé líka nauðsynlegt að það verði nýtt 100%. Önnur tillaga úr sal að hafa aðalfundinn alltaf á Teams fyrir starfsfólk út á landi. Formaður sagði þetta góða ábendingu og þetta verður tekið til greina.
Fleiri tillögur bárust ekki og var fundi slitið klukkan 12:30.
Bestukveðjur, HildurÝr
Eins og sjá má á með fylgjandi mynd þá er Árni alsæll með nýja bílinn og vinnuaðstöð una.
Við óskum Árna og öll um á deild 100 til ham ingju með nýja bílinn og vonum svo sannar lega að hann reynist þeim vel.
Birgir Björnsson
Afsláttarkjör starfsmanna Olíudreifingar
Bifreiðaskoðun Frumherja hf.: 20% með því að gefa upp að um starfsmann Olíudreifingar sé að ræða.
Bílanaust veitir starfsmönnum Olíudreifingar með framvísun kennitölu starfsmannafélagsins, afslætti sem eru 10% til 25% eftir vörum.
Hjólbarðaverkstæði Heklu: 15% afsláttur til kaupa á dekkjum og þjónustu á gildistíma samnings fyrirtækjanna þar um.
Málningarvörur: Flugger efh. Allt að 35% afsláttur af málningu og allt að 20% af málningarverkfærum.
Málningarvörur: Slippfélagið 45% afsláttur af málningarvörum í gegnum Starfsmannafélagið.
Tékkland: 15% afsláttur af aðalskoðun.
Vodafone: Starfsmenn Olíudreifingu fá 5% afslátt af símtækjum og 5%-20% afslátt af aukahlutum gegn því að sýna starfsmannaskilríki. Rétt er að benda á að afslættir geta breyst og starfsmaður getur þurft að framvísa starfsmannakorti.
Origo: Starfsmenn Olíudreifingar fá 4 til 20% afslátt eftir vörum með virkjuðum afslætti.
N1 AFSLÆTTIR
Eldsneyti: 10 kr. afsláttur af hverjum lítra af eldsneyti af dæluverði + 2 kr. í formi N1punkta.
15 kr. afsláttur + 2 N1 punktar í 10. hvert skipti.
16 kr. afsláttur á afmælisdegi + 2 N1 punktar.
Bíla og rekstrarvörur:
12-15% af dekkjaþjónustu og 3% í formi N1 punkta. Dekkja- og smurþjónusta, umfelgun, síur, rafgeymar, þurrkiblöð, smávörur, vinnuliðir osfr.
Ekki afsláttur af dekkjum á föstu verði/tilboði.
12–15% af vörum fyrir bílinn + 3% í formi N1 punkta.
Bílavörur, smurolíur, grillvörur, rafgeymar, verkfæri, ferðavörur, vinnufatnaður, pappírsvörur, leikföng og ýmsar smávörur.
Veitingar: 7% afsláttur + 3% í formi N1 punkta.
Veitingar, nestisvörur, ís úr vél og bakkelsi
25% afsláttur af kaffi
*HÆGT ER AÐ SÆKJA UM N1 KORT EÐA AFGREIÐSLULYKIL
HJÁ N1 Á WWW.N1.IS OG SETJA INN HÓPANÚMERIÐ YKKAR, SEM ER 128 OG TRYGGIR YKKUR KJÖRIN.
*OLÍS AFSLÆTTIR
Eldsneyti: 14 kr. af hverjum lítra af dæluverði hjá Olís og ÓB.
*5–40% af öðrum vörum eftir vöruflokkum.
*HÆGT ER AÐ SÆKJA UM ÓB LYKIL Á WWW.OLIS.IS
OG TAKA FRAM AÐ ÞIÐ SÉUÐ STARFSMENN OLÍUDREIFINGAR, ÞÁ ER AFSLÁTTURINN VIRKJAÐUR Á LYKLINUM.
Smá sýnishorn af afsláttarkjörum okkar hjá Olís
30% Gasgrill
30% Grillaukahlutir, kol, yfirbreiðslur, gas
40% Reiðhjólavörur
40% Ýmsar heimils- og sumarhúsavörur: Flugnaeitur og banar, hosuklemmur, garðverkfæri, ýmis verkfæri, leikföng, vinnuvettlingar, eldhús- og wc pappír
40% Fyrir bílinn: Rúðuhreinsir, tjöruhreinsir, þurrkublöð, bílaperur, ilmur í bíla, bón og fl.
20% Matvara: Pylsur, ís, sælgæti, kaffi, gos, skyndifæði, brauð og kornvörur, kex, mjólkurvörur og fl.
SÍMAVIÐTALIÐ
Fullt nafn: Ágúst Orri Hjálmarsson
Við hvað starfar þú hjá Olíudreifingu? Ég starfa sem lagarstarfsmaður.
Hversu lengi hefur þú unnið hjá Olíudreifingu? Ég hef unnið hjá Olíudreifingu síðan maí 2022.
Fjölskylduhagir: Er einhleypur og barnlaus.
Getur þú vaknað án kaffis? Já ég get vaknað án kaffis, ekki spurning.
Hvað gerir þú í frístundum? Ég elska að hitta vini mína, fer oft í bíó, spila tölvuleiki inn á milli.
Hlustar þú á hljóðbækur og/eða podcast? Ég hef áður fyrr hlustað mikið á hljóðbækur en það var einungis námstengt, ég geri það ekki lengur, ég reyni það sem ég get að hlusta á hlaðvörp en það gerist voða sjaldan.
Forrétt eða eftirrétt? Ég er meira fyrir forrétti
Vatn & Veitur: 25% afsláttur, gefa þarf upp staðgreiðslureikning ODR kt: 660695-2069-1
Aðalskoðun: 15% afsláttur gegn framvísun starfsmannaskírteinis
Tölvutek: Allt að 20% afsláttur eftir vörutegundum gegn framvísun starfsmannaskírteinis
Home&You: 15% afsláttur gegn framvísun starfsmannaskírteinis
Omnom hf: 10% afsláttur af ísréttum í verslun á Hólmaslóð 4.
Ísbúð Huppu: 10% afsláttur gegn framvísun starfsmannaskírteinis
Forlagið Fiskislóð 39: 5% afsláttur gegn framvísun starfsmannaskírteinis af fullu verði (Fullt verð er með 15% afslætti frá almennu verði) Aukaafsláttur gildir ekki um sértilboð, bókamarkað, bók mánaðar og þ.h.
Alparnir: 15% afsláttur af öllum vörum hjá www.alparnir.is Bæði í netverslun kóði „olíudreifing15“ og í verslun Faxafeni 12 í Rvk. gegn framvísun starfsmannaskilríkja.
JÚNÍ 2023 18. árg. – 3. tbl.