
3 minute read
7. Þetta land átt þú
setja niður plöntur þar sem skóglaust land er tekið til skógræktar. Vilji menn taka upp ræktun trjátegunda sem ekki eru fyrir verður að gera hið sama. Síðari aðferðinni er oftast beitt og liggja til þesss margar ástæður. Meðal annars er trjáfræ mjög dýrt og torfengið en við sáningu þarf margfalt magn.
Umhirða
Þótt fjöldi trjáplantna hafi verið settur niður má enginn halda að verki sé lokið og aðeins þurfi biðlund þar til skógurinn er fullvaxinn. Alls konar óhöpp geta komið fyrir fyrstu árin eftir plöntun, einkum þó á berangri.
Mikill grasvöxtur dregur mjög úr vexti alls trjágróðurs. Hann rænir ljósi, hita, raka og næringu frá hinum ungu, viðkvæmu trjáplöntum og tefur eðlilegan vöxt þeirra. Sömu áhrif hafa birkiteinungar sem mynda þétta runna umhverfis ungar barrplöntur.
Því er nauðsynlegt að halda grasvexti og birkisprotum í skefjum eins og frekast er unnt. Fylgjast þarf með því hvort sjúkdómar eru í trjám og fjarlægja þegar þau tré sem sjúk eru.
Loks geta vor- og hausthret tortímt ungplöntum og verður þá að fylla í skörðin ef vanhöld eru mikil.
Grisjun
Grisjun er einn veigamesti þáttur skógræktar. Með henni getur skógræktarmaðurinn haft áhrif á vöxt og þroska skógarins. Með öxi og sög mótar hann skóginn að vild sinni.
Grisja þarf skóginn þegar hann verður of þéttur og greinar trjánna ná saman. Sé það ekki gert í tíma verða stofnarnir mjóir og trjákrónur litlar. Auðskilið er að lítil trjákróna á stóru tré megnar ekki að afla því nægrar fæðu svo að tréð hættir að dafna. En grisjun er hið vandasamasta starf og ætti enginn að vinna að henni fyrirhyggjulaust.
6. Óvinir skógarins
Eftir vikudvöl í Hallormsstaðaskógi getur ekki hjá því farið að við höfum komið í Atlavík. Við skulum skreppa þangað enn einu sinni áður en við höldum burt frá Hallormsstað.
Atlavík er lítil vík innarlega í Hallormsstaðaskógi upp frá Lagarfljóti. Tær lækur liðast niður víkina um sléttar grundir grasi grónar, vaxnar kjarri hér og þar. Til beggja handa eru háir, skógivaxnir ásar. Víða sér í nakta hamraveggi sem teygja sig fram að fljótinu, mynda víkina og veita henni skjól.
Atlavíkur er getið í Landnámu og Droplaugarsonasögu og segir þar að Graut-Atli hafi numið þarna land og búið í Atlavík. Enginn veit nú lengur hvenær byggð lagðist þarna niður.
Síðan Hallormsstaðaskógur var friðaður hefur Atlavík orðið fjölsóttur ferðamannastaður, því að landslagið er fagurt og einkennilegt. Tjaldstæði eru þarna mörg og góð. Á sumrin er Atlavík vinsælasti samkomustaður Austfirðinga.
Í þetta sinn förum við til Atlavíkur til að gerast sjálfboðaliðar og hreinsa til eftir síðustu samkomu. Það er allmikið verk; tölum ekki um í hverju það er fólgið. Hitt er nóg að sjá verksummerki. Getur það verið að til séu svo lítilsigldir Íslendingar að fegurð og helgi landsins komi þeim ekkert við? Því miður virðist svo og þeir eru allt of margir. En við vitum að það er vanþekking, fáfræði og
hugsunarleysi sem á sökina. Leggjumst því á eitt til að opna augu fólks með því að benda því á að spilla ekki fegurð landsins.
En meira að segja þeir sem vilja vel í öllu geta spillt gróðri og fegurð í andartaks gáleysi.
Í skógi og kjarrlendi hefur oft orðið stórtjón vegna þess að ógætilega var farið með eld. Sérstaklega er mikil hætta í þurrkatíð einkum á vorin. Mosinn og sinan eru þá afar eldfim og mikið bál getur kviknað af litlum neista.
Óstöðug veðrátta veldur einnig miklu tjóni öðru hverju.
Þá gera alls konar sveppir og skordýr usla í skóginum. Stundum veldur þetta skemmdum sem illt er við að ráða. En í trjágörðum og smálundum má halda þessum ófögnuði í skefjum.

Geitungur Ljósm.: Marie Justome