Hugmyndavinna
Markhópur
Æskan og skógurinn er kennslubók sem ætluð er fyrir unglinga og því mikilvægt að hafa umbrotið óhefðbundið og með skemmtilegur myndum sem styrkj a innihald textans.
Bókarkápan þarf einnig að grípa athygli unglinga svo ég vildi reyna að hafa hana eins áberandi og hægt er.
Innblástur
Ég leitaði mér að innblæstri fyrir umbrotið og fann umbrot eftir fyrrum nemanda tækniskólans, Alexöndru Weseloh, sem mér fannst flott og ákvað að hafa svipaðan grunn.
Síðar sýndi kennari mér svipað umbrot en á stærri skala sem gaf mér fleiri hugmyndir.
Litaval
Endurtekið þema í vinnslu mynda finnst mér mjög flott og valdi ég mér tvo pantone liti sem grípa augun og vann ýmsar myndir með einungis þessum tveim litum. Litirnir sem ég valdi var grænn Pantone 3405 C og fjólublár
Pantone 2665 C.
3
Opna frá Alexöndru
Opna frá mér
Leturval og prufur
Stemningin
Letrið sem ég hafði í huga átti að vera í stemningu og takt við náttúruna, það fyrsta sem mér datt í hug var letrið í Lord of the rings svo valið var í viðlíkingu við það.
Letrið sjálft
Letrið sem varð fyrir valinu í meginmáli var Alegreya sem er læsilegra í smærra letri.
Í fyrirsagnir og millifyrirsagnir var letur sem minnir akkúrat á Lord of the rings, Albertus MT Std.
Litaval í letri
Ég nýtti mér tvo cmykkuðu pantone litina sem komu fram áðan eins og sést einnig í þessum texta.
Fjólublái liturinn var læsilegri svo ég nýtti hann í millifyrirsagnir sem eru minni í punktastærð og græni pantone liturinn fór þá í fyrirsagnir.
MEGINMÁL: Alegreya / Medium / 10 pt letur á 12 pt leturfæti
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNO
ÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ
aábcdðeéfghiíjklmno
ópqrstuúvwxyýzþæö
MILLIFYRIRSÖGN: Albertus MT Std / Regular / 13 pt letur á 12 pt leturfæti
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNO
ÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ
aábcdðeéfghiíjklmno
ópqrstuúvwxyýzþæö
FYRIRSÖGN: Albertus
MT Std/Regular/28 pt
AÁBCDÐEÉFGHIÍ JKLMNOÓPQRST
UÚVWXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmno ópqrstuúvwxyýzþæö
Myndaval og myndvinnsla
Myndavalið
Fyrir verkefnið fengu nemendur myndamöppu með ýmsum myndum sem þurfti að vinna mismikið. Ég valdi að sjálfsögðu myndir sem eiga við innihald textans á einn hátt eða annan. Þær myndir sem urðu fyrir valinu voru oftar en ekki myndir sem mér fannst flottar og sá fram á að geta unnið á góðan hátt.
Myndvinnslan
Ég vann 14 litmyndir, 2 grayscale og er einnig með 10 bitmap myndir. Allar myndirnar í umbrotinu eru unnar með skerpu-,kontrast- og litaleiðréttingum eftir þörf.
Þær myndir sem mér finnst samt koma einstaklega skemmtilega út eru myndirnar í kaflaskiptunum, þær vann ég með gradient map með pantone litunum sem
Hönnun á kápu
Útlitið
Ég vissi vel að ég vildi hafa svipaða mynd í sama litaþema og er í bókinni sjálfri og vildi hafa titilinn óhefðbundinn og áhugaverðann.
Myndin og titilinn
Ég leitaði að myndum af skógum og náttúru og fann svo mynd af trjádrumbum sem var tilvalin.
Eftir að litaþemað var í stíl var titillinn bjagaður til og látinn falla inn í form drumbanna í hvítu letri svo hann stæði meira út.
Annað
Baksíðan inniheldur allar upplýsingar sem áttu að koma fram í sambærilegum textadálki og er í bókinni.
Í kili og textadálki eru ferhyrningar í fjólubláa litnum sem er í litaþema og myndir af höfundum eru í græna litnum.
Umbrotið
Útlitið
Almennt útlit á umbrotinu kom mjög vel út, textadálkarnir voru óhefðbundnir með myndum ýmist úti í jaðri og í miðjum textadálkum.
Ég setti upp ákveðna hjálpar staura svo allar myndir væru 5mm frá spássíu og texta ef þær ná ekki út í blæðingu og í textaboxin
Texta‑ og myndaflæði
Þegar myndir koma inn að texta voru þær oft skornar svo textinn virtist flæða á svæði þeirra sem gerir umbrotið örlítið skemmtilegra.
Öll bil í texta og myndanna eru með tilgangi og fylgja reglum í umbroti. Í umbrotinu og köflunum er aðeins ein opna sem inniheldur ekki myndum sem mér finnst viðeigandi miðað við markhópinn.
Kaflaskil
Í kaflaskiptum er stór mynd sem nær næstum yfir alla síðu með þemalitum umbrotsins og í þeim fáu tilfellum að texti nær ekki að fylla upp í síðu á undan kaflaskilum eru myndir sem bæta upp í auða svæðið.
(Myndir hér á næstu síðu og opnum eru í raunstærð).
10
11
12
13
14
15