1 minute read

Fróðleikur

Next Article
Skógrækt

Skógrækt

Mikið gras rænir ungar, viðkvæmar trjáplöntur ýmsu og tefur vöxt þeirra.

Sáning

kyrrstaða er á vatni í jarðvegi verður hann snauður að súrefni. Þar að auki er mjög blautur jarðvegur tyrfinn og kaldur og loftið því svalt sem liggur að honum.

Í slíkum jarðvegi vex trjágróður illa og vöxtur trjánna verður óeðlilegur þar til landið hefur verið ræst fram. Þetta sést mjög greinilega í mýrunum fyrir ofan Ormsstaði. Þær voru skóglausar áður en þær voru ræstar fram.

Skógurinn yngir sig upp af sjálfsdáðun þegar trén hafa náð vissum aldri og borið fræ. Einnig er unnt að sá til skóga þar sem nóg er af góðu og ódýru fræi.

Plöntun

Við höfum áður rætt um plöntun trjátegunda. En hér er rétt að minnast á eftirfarandi atriði. Annaðhvort verður að sá trjáfræi eða setja niður plöntur þar sem skóglaust land er tekið til skógræktar. Vilji menn taka upp ræktun trjátegunda sem ekki eru fyrir verður að gera hið sama. Síðari aðferðinni er oftast beitt og liggja til þesss margar ástæður. Meðal annars er trjáfræ mjög dýrt og torfengið en við sáningu þarf margfalt magn.

Umhirða

Þótt fjöldi trjáplantna hafi verið settur niður má enginn halda að verki sé lokið og aðeins þurfi biðlund þar til skógurinn er fullvaxinn. Alls konar óhöpp geta komið fyrir fyrstu árin eftir plöntun, einkum þó á berangri.

Mikill grasvöxtur dregur mjög úr vexti alls trjágróðurs. Hann rænir ljósi, hita, raka og næringu frá hinum ungu, viðkvæmu trjáplöntum og tefur eðlilegan vöxt þeirra. Sömu áhrif hafa birkiteinungar sem mynda þétta runna umhverfis ungar barrplöntur.

Því er nauðsynlegt að halda grasvexti og birkisprotum í skefjum eins og frekast er unnt.Fylgjast þarf með því hvort sjúkdómar eru í trjám og fjarlægja þegar þau tré sem sjúk eru.

Loks geta vor- og hausthret tortímt ungplöntum og verður þá að fylla í skörðin ef vanhöld eru mikil.

Grisjun

Grisjun er einn veigamesti þáttur skógræktar. Með henni getur skógræktarmaðurinn haft áhrif á vöxt og þroska skógarins. Með öxi og sög mótar hann skóginn að vild sinni.

Grisja þarf skóginn þegar hann verður of þéttur og greinar trjánna ná saman. Sé það ekki gert í tíma verða stofnarnir mjóir og trjákrónur litlar. Auðskilið er að lítil trjákróna á stóru tré megnar ekki að afla því nægrar fæðu svo að tréð hættir að dafna. En grisjun er hið vandasamasta starf og ætti enginn að vinna að henni fyrirhyggjulaust.

This article is from: