1 minute read

Ljósmyndari/Óþekktur

Next Article
Fróðleikur

Fróðleikur

Fjallafura er ennþá nægjusamari en skógarfura og þar sem hún vex bætir hún jarðveginn og eykur frjósemi hans. Stundum ber hún hér fullþroska fræ og hefur sáð sér út af sjálfsdáðun. Heimkynni fjallafurunnar eru í Alpafjöllum.

Bergfura er náskyld fjallafuru en sá er munur á þeim að bergfuran vex upp af einum stofni og verður alt að því tíu metra hátt tré. Hún bætir jarðveginn á sama hátt og fjallafuran.Bergfura vex hátt yfir sjó í Alpafjöllum og

Pýreneafjöllum.

Broddfura er háfjallatré og er mjög seinþroska. Hún verður aldrei stórvaxin fremur en bergfuran, er jafnvel ennþá harðgerðari og á Hallormsstað hefur hún borið þroskað fræ á hverju ári í meir en áratug. Broddfuru var sáð í Mörkina á árunum 1903–1906 og eru þar nú nokkrir tugir trjáa frá þessum árum.

Stafafura var ekki gróðursett á Hallormsstað fyrr en 1940. Þá voru fáeinar plöntur settar niður á Atlavíkurstekk. En á síðari árum hefur hún verið sett víða um land og dafnar yfirleitt vel. Hún er harðger, hraðvaxta og hefur borið hér þroskað fræ.

Heimkynni stafafurunnar eru vesturhéruð Norður-Ameríku.

Lindifura vex í fjöllum Mið-Evrópu og austur um alla Asíu. Til hennar var sáð á Hallormsstað og víðar á árunum 1903–1906. Í Mörkinni standa nú um hundrað lindifurur á víð og dreif og hafa sumar þeirra náð ágætum þroska.

Lindifuran er eitt hið fegursta tré með löngu og mjúku barri og standa fimm nálar ávallt saman í knippi.

Við höfum nú skoðað helstu útlendu trjátegundirnar á Hallormsstað og vinnan verður æ skemmtilegri. Skóg- urinn er heill ævintýraheimur og við hlökkum til hvers dags því að alltaf gerist eitthvað nýtt.

Við hættum vinnu í þetta sinn, setjumst í hvirfingu og tökum lagið. Ljóð Laxness um skóginn varð fyrir valinu í þetta skipti:

Bláfjólu má í birkiskógi líta.

Blessað sé norðurhvelið, sem mig ól! Hallormur, má þá ei til einhvers nýta þinn unga vin á nýjum sparikjól, . .

Skógurinn er undraveröld. Ljósmyndari / Jón A. Sandholt

This article is from: