1 minute read

á grænum bala, hlýða lækjarnið.

Árla næsta morguns, áður en vinna hefst, byrjum við að skoða barrtrén og fræðast um líf þeirra. Við förum inn í Guttormslund sem er vísir að fyrsta barrskógi á Íslandi og þar segir skógarvörðurinn okkur frá lerkinu og ræktun þess.

Hér sannast, að sjón er sögu ríkari.

Síberískt lerki hefur verið ræktað á nokkrum stöðum um alllangt skeið og er því meiri reynsla fengin um vöxt þess við íslenskar aðstæður en flestra annarra barrtrjáa. Lerkið er ljóselskt tré og er mjög hraðvaxta i æsku. Það vex í alls konar jarðvegi en nær bestum þroska í frjórri jörð eins og flest önnur tré.

This article is from: