1 minute read

Fróðleikur

Birki þarf frjóan og rakan jarðveg eigi það að vaxa vel en það getur líka lifað við erfiðari aðstæður en flestar íslenskar plöntur.

Elri, hvítelri og rauðelri svipar til birkis og er af sömu ætt. Það hefur aðeins lítið eitt verið ræktað í trjágörðum hér á landi og í tilraunaskyni í skóginum á Hallormsstað.

Elri vex aðallega í rökum og djúpum jarðvegi, einkum meðfram ám og lækjum. Það er útbreitt um Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku og vex þar á norðlægum slóðum. Hið merkasta við elri er að á rótum þess lifa sveppir sem vinna köfnunarefni úr loftinu.

Álmur, ættaður úr Norður-Noregi, hefur reynst vel hér á landi. Hann er fremur bráðþroska í frjóum jarðvegi og er fremur stormþolinn. Álmur hefur verið notaður í skjólbelti með góðum árangri.

Hlynur er fallegt tré með stóra, fagurlagaða krónu. Hann er ræktaður sem garðtré á nokkrum stöðum hér á landi.

Hlynur vex um Evrópu sunnan- og vestanverða og á Bretlandseyjum.

Enn mætti nefna ýmis lauftré og margar víðitegundir er

1 Kvæmi er notað sem þýðing á erlenda orðinu proveniens sem merkir uppruni.

This article is from: